Þrettándablað 2013

Page 1

ร rettรกndablaรฐ 2013


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir HEILDVERSLUN KARLS KRISTMANNS

TOPPURINN

FASTEIGNASALA VESTMANNAEYJA

HUGINN VE

2

HS VEITUR


Ekki gleyma fallhlífinni Enn á ný eru áramót að baki og nýtt ár gengið í garð sem að þessu sinni er það herrans ár 2013. Við horfum til framtíðar með misjöfnu hugarfari, en von okkar allra hlýtur að vera sú að gæfa muni fylgja hinu nýja ári þjóðinni allri til blessunar. Við horfum til nýs árs sem óskrifað blað og margir nýta tækifærið til að ákveða breytingar til batnaða á lífi sínu. Oft tengist það líkamsrækt og hreyfingu og er það gott og blessað, því heilsan er jú ákaflega dýrmæt. En í því öllu má samt aldrei gleyma hinni andlegu heilsu. Eitt af stærstu vandamálum samtímans, er streita og afleiðingar hennar. Kröfur samtímans gera tilkall til þess að við sinnum vinnu, heimili, vinum og útliti. En enginn gerir kröfu um að við ræktum okkar innri mann sem er þó algjör lykilþáttur svo annað eigi að geta gengið. Ef við erum ekki í andlegu jafnvægi, er ólíklegt að við séum fær á öðrum sviðum mannlífsins. Þess vegna þurfum við að staldra við og huga að því sem mestu skiptir. Í því samhengi langar mig að rifja upp litla dæmisögu sem segir frá lítilli fjögurra sæta flugvél sem flaug um loftin blá. Prestur, tveir unglingar og flugmaður voru um borð. Annar unglingurinn hafði nýverið hlotið titilinn „Gáfaðasti unglingur í heimi“. Þar sem þau svifu um í loftinu og nutu útsýnisins snéri flugmaðurinn sér skyndilega að farþegunum og

Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson sagði, „Ég er með slæmar fréttir og verri fréttir. Slæmu fréttirnar eru þær að vélin er bensínlaus og við munum hrapa. Verri fréttirnar eru þær að við höfum aðeins þrjár fallhlífar um borð.“ Fólkið gerði sér grein fyrir því að eitthvert þeirra fengi ekki fallhlíf og myndi því farast með vélinni. Flugmaðurinn bætti við, „Ég á konu og þrjú börn sem bíða eftir mér. Þið sjáið því að ég hef miklum skyldum að gegna og ætla þess vegna að taka eina fallhlíf.“ Að þessu mæltu setti hann á sig fallhlíf og stökk út. Gáfaðasti unglingurinn tók þá til máls. „Ég er gáfaðasti unglingur í heimi,“ sagði hann. „Hver veit nema ég eigi eftir að finna lækningu við hættulegum sjúkdómi eða lausn á efnahagsvanda heimsins. Fólk treystir á mig!“ Að þessu mæltu setti gáfaðasti unglingur í heimi á sig fallhlíf og stökk út. Presturinn leit á unglinginn sem eftir var og sagði, „Þú mátt fá síðustu fallhlífina. Ég er sáttur við Guð og er tilbúinn að fara til hans. Drífðu þig nú.“ „Þú getur verið sallarólegur prestur minn,“ sagði unglingurinn. „Gáfaðasti unglingur í heimi stökk út úr vélinni með bakpokann minn.“ Þannig er það með marga að þeir stökkva

VÖRURNAR FÆRÐU HJÁ OKKUR

út í hringiðu lífsins án fallhlífar. Þegar til kemur reynist fallhlífin ekkert annað en bakpoki. Oft er lögð áhersla á umbúðir en ekki innihald. Þannig búa margir við falskt öryggi í lífinu og þegar á reynir, þegar neyðin blasir við, sorg og erfiðleikar sækja að, þá hafa þeir ekkert til að reiða sig á. Það getur verið auðvelt að framkvæma í fljótheitum eins og þessi gáfaði unglingur, án þess að hugsa, en það er ekki alltaf skynsamlegast. Á nýju ári eigum við sjálfsagt eftir kynnast ýmsum hliðum lífsins og hafið eflaust hefur þú reynt það að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Og á slíkum stundum er gott að eiga sér fallhlíf, haldreipi, eitthvað til að reiða sig á, og það raunar lífið út í gegn. Að velja Jesú Krist sem slíkt haldreipi er að segja já við þeim góðu valkostum sem lífið býður upp á. Það er að játa það að gullna reglan, stýri lífi okkar. Það er að skynja það og vita að þegar allt kemur til alls er sælla að gefa en þiggja. Það er að vita það að jafnvel þótt við göngum í gegnum dimman dal þá vitum við að Guð er með okkur og leiðir okkur að lokum að vötnum þar sem við megum næðis njóta og ekki síður það að fá að taka þátt í því að gera heiminn okkar betri og vera lærisveinar Krists á jörðu. Að leyfa honum að ráða för í daglegu lífi sínu er því hið besta áramótaheiti – prófaðu bara! Gleðilegt ár. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson

3


4


Nú árið er liðið. . .

Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Þrettándinn Fyrsta uppákoma hvers árs hjá ÍBV er hinn sívinsæla Þrettándagleði. Hátíðahöldin eru í föstum skorðum þó alltaf sé verið að reyna að laga til smáatriði til að gera þetta sem skemmtilegast fyrir alla fjölskylduna. Þrettándagleði ÍBV er ekki eingöngu lokapunktur jólanna heldur líka einskonar þakkarhátíð félagsins til bæjarbúa fyrir liðið ár. Þrettándagleðin hefur á undanförnum árum verið færð að helgi til þess að fleiri fái að njóta og hefur sú tilfærsla mælst vel fyrir hjá miklum meirihluta fólks. Handboltinn Handboltinn var á fullum snúningi í byrjun árs líkt og vant er. Þar er starfið blómlegt og er mikil uppbygging í gangi hjá meistaraflokksráðinu. Kvennaliðið lék í efstu deild og enduðu þær í þriðja sæti í deildinni og léku til úrslita í Eimskipsbikarnum, en mættu þar ofjörlum sínum í Val. Frábær árangur engu að síður. Meistaraflokkur karla var sem fyrr að berjast við að komast upp í úrvalsdeild en það lukkaðist ekki í vor þrátt fyrir fljúgandi start. Nú hinsvegar stefna þeir ótrauðir þangað og verður gaman að fylgjast með liðinu á næstu vikum og mánuðum. Yngri flokkarnir í handboltanum hafa einnig verið að sækja í sig veðrið og það sem mestu skiptir þá hefur verið fjölgun á iðkendum þar undanfarin ár. Það er mjög mikilvægt að við hvetjum sem flest börn til að vera virk í íþróttum. Knattspyrnan Knattspyrnuvertíðin hófst líkt og vant er í byrjun maí. Bæði kvenna- og karlaliðin léku í úrvalsdeildum. Stúlkurnar náðu enn að bæta árangur sinn og eru nú næst besta lið landsins. Glæsilegur árangur hjá stelpunum og verður fróðlegt að fylgjast með þessum mikla efnivið sem þarna leynist næstu árin. Strákarnir náðu því sæti sem stefnan var sett á fyrir tímabil – þriðja sætinu sem gefur jú sæti í Evrópudeildinni í ár. Góður árangur þar og verður spennandi að fylgjast með liðinu næsta sumar þar sem Hermann Hreiðarsson er að þreyta frumraun sína á sviði þjálfunar. Yngri flokkarnir í knattspyrnu náðu góðum árangri í sumar. Árangurinn var það góður að aldrei fyrr frá sameiningu hafa jafn margir flokkar komist í úrslitakeppni og nú. Þá er einnig vert að benda á þá staðreynd að miklu hefur verið

kostað til hjá félaginu í yngri flokka starfinu hjá báðum greinum. Mjög hæfir þjálfarar eru á öllum vígstöðvum auk þess sem búið hefur verið vel að börnunum í ferðalögum. Þá má nefna í þessu samhengi báðar akademíurnar sem settar hafa verið á laggirnar og skila þær mjög eftirtektarverðum árangri. Ekki má svo gleyma því að félagið varð á árinu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það er gæðastimpill sem félög fá ef þau standast skilyrði um faglegt starf og góða umgjörð. Mótin Öll mótin voru á sínum stað á árinu. Handboltamótin eru mjög vinsæl. Það fyrra haldið að vori til og hið seinna og jafnframt það stærra er á haustin. Þetta eru öflug mót og góð viðbót inní bæjarfélagið á annars rólegum tíma í ferðaþjónustunni. Þá var Pæjumót TM haldið í júní og tókst það mjög vel. Er það von mín að það mót komi til með að stækka nokkuð á næstu árum. Shellmótið var haldið hálfum mánuði seinna. Mótið er vinsælasta mót landsins og komast færri að en vilja. Það er frábært að sjá þegar sú vél er sett í gang og knúin áfram að sjálfboðaliðum ÍBV sem og af Skeljungi. Hún hikstar aldrei. Þjóðhátíð Þjóðhátíðin er og verður lang mikilvægasta fjáröflun ÍBV. Því ber að hlúa vel að henni. Í skýrslu sem félagið lét gera yfir þrjár stærstu ferðahelgarnar í sumar kom glöggt fram hversu mikilvægt félagið er fyrir verslun og þjónustu hér í bæ. Bara í kringum þjóðhátíðarhelgina eru útgjöld ferðamanna í Vestmannaeyjum um 600 milljónir króna. Þetta eru miklar tekjur á ekki lengri tíma. Er það von mín að í

framtíðinni fylki bæjarbúar sér á bakvið viðburðinn og reyni að styðja þá menn sem taka að sér jafn krefjandi verkefni og Þjóðhátíð er. Þeirra markmið verður það sama og allra hingað til - að laða hingað að sem flesta ferðamenn til hagsbóta fyrir alla, ekki bara ÍBV. Nýrri þjóðhátíðarnefnd óska ég velfarnaðar í störfum sínum fyrir félagið. En þá að Þjóðhátíðinni 2012. Hún lukkaðist mjög vel. Góður stígandi var í aðsókn og sló sunnudagsaðsóknin öll met. Gaman var að sjá hversu vel fólk tók þessari nýbreyttni að bjóða uppá dagsferðir með Herjólfi. Þannig fáum við fólk til að heimsækja okkur sem ekki hefur tök á því að gista. Þakkir Í lok mánaðarins mun undirritaður láta af störfum sem framkvæmdastjóri ÍBV. Þessu starfi hef ég gengt í tæp þrjú og hálft ár. Þessi tími hefur verið bæði krefjandi og gefandi. Ánægjustundirnar eru sem betur fer fleiri en þær erfiðu og sitja ofar í kollinum þegar að ég hverf til annara starfa. Áður en ég tók við sem framkvæmdastjóri var ég búinn að starfa bæði í stjórn félagsins og í þjóðhátíðarnefnd í um áratug. Ég hef því náð að starfa með mörgu góðu fólki. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum samstarfsfélögum, meðstjórnarmönnum og öllu því óeigingjarna fólki sem er ávallt tilbúið að starfa fyrir félagið sitt þegar að leitað er til þeirra. Þá óska ég nýjum framkvæmdastjóra, Dóru Björk Gunnarsdóttur velfarnaðar í starfi. Gleðilegt nýtt ár! Tryggvi Már Sæmundsson Framkvæmdastjóri ÍBV

5


ÚTSALAN hefst föstudaginn 4. janúar kl. 11.00

T 30 U A R NAB N A VESTM

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir 6

O

T E L T U

A

TMA S E V Ð

NN

UT A R B A

36


Stefnan sett á toppinn

- segir Hermann Hreiðarsson þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu Gaman að vera kominn heim „Nýja árið leggst stórvel í okkur fjölskylduna,“ segir Hermann. „Þetta er töluverð breyting frá því sem verið hefur hjá okkur. Börnin hafa búið í Englandi allt sitt líf og eru hingað til mjög ánægðar með það sem þær hafa upplifað hér á Íslandi. Skólinn er töluvert styttri á daginn og styttra er í íþróttasvæðið. Þetta er allt mjög spennandi fyrir þær. Það er mjög gaman að vera kominn heim og spennandi að vera kominn á nýtt svið,“ segir hann. Hermann og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir í Árbænum í Reykjavík þar sem þau hafa átt hús um árabil. „Þann stutta tíma sem við höfum verið í Árbænum á sumrin hefur okkur liðið vel, þannig að við ákváðum að búa þar áfram. Þetta tók allt stuttan tíma og gerðist mjög hratt. Við ætluðum alltaf að vera annað ár úti og sjá síðan til. Eftir frábært sumar á Íslandi og öll fótboltamótinn hjá stelpunum ákváðum við prufa að flytja til Íslands og sjá hvort okkur myndi ekki bara líka það vel,“ segir Hermann og bætir við að þau sjái ekki eftir því. Vill miðla af reynslu sinni Á síðustu árum hefur Hermann menntað sig í knattspyrnufræðum og hefur því góðan grunn til að takast á við að þjálfun

fullan séns. Mig langar til að gera þetta almennilega og hafa gaman af þessu,“ segir Hermann sem setti stefnuna ekkert endilega á að verða þjálfari í fyrstu atrennu. „Ég sá frekar fyrir mér að vera spilandi aðstoðarþjálfari til að byrja með. En þar sem þetta spennandi tilboð kom upp var þetta aldrei spurning.“ Hermann segir fyrstu mánuði í starfi hafa verið mjög skemmtilega. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, en knattspyrnutímabilið á Íslandi er náttúrulega mjög skrýtið. Undirbúningurinn er langur og tímabilið stutt. Við höfum verið að halda okkur við í haust, en undirbúninguinn byrjar af krafti strax í janúar,“ segir hann.

Hermann prúðbúinn á golfmóti

í úrvalsdeild á Íslandi. „Þegar maður er kominn á þennan aldur hefur maður meiri skoðun á hlutunum og farinn að vita jafnvel eitthvað um íþróttina,“ segir Hermann sposkur á svip. „En þar sem ég er búinn að hrærast í þessu í mörg ár, með reynslu af mörgum topp stjórum og spila í topp deild í mörg ár, fannst mér við hæfi að reyna að miðla einhverju og gefa eitthvað til baka. Það var alltaf stefnan að gefa þjálfuninni

Framtíðin er björt ÍBV hefur misst nokkra leikmenn eftir síðasta tímabil en Hermann segir að efniviðurinn sé til staðar og hann sé mjög góður. „Leikmannahópurinn er nokkuð góður og margir ungir strákar sem hafa komið mér mjög á óvart. Þarna eru strákar sem verður virkilega spennandi að fylgjast með á næstu árum. Þetta eru öflugir fótboltamenn og flottir karakterar. Það kemur alltaf maður í manns stað og við stefnum á að tefla fram góðu liði í sumar,“ segir hann. Aðspurður segist Hermann fylgjast vel með ungu peyjunum sem banka á dyrnar í meistaraflokki. „Í haust höfum við spilað þrjá æfingaleiki og ég hef fylgst með peyjunum á nokkrum æfingum líka. Það er klárt að framtíðin er björt, en hvort þeir eru tilbúnir núna verður að koma í ljós. Þessir peyjar hafa hins vegar sýnt að þeir hafa upp á mikið að bjóða,“ segir Hermann. Bylting á aðstæðum og aðstöðu Hermann segir að aðstaða til íþróttaiðkunar í Eyjum hafi tekið miklum stakkaskiptum frá því hann sparkaði í bolta í Eyjum á sínum tíma. „Það hefur orðið alger bylting, ekki bara í Eyjum heldur á öllu landinu. Þetta er bara stórkostlegt og það er líka að sýna sig í getu leikmanna. Það er ekki bara aðstaðan heldur hafa allar aðstæður batnað. Þjálfarar eru betur menntaðir og hlutirnir

7


Hermann og fjölskylda á goslokahátíð í Skvísusundi.

eru gerðir á fagmannlegan hátt strax í byrjun þegar krakkarnir byrja í íþróttum,“ segir Hermann og heldur áfram: „Þegar maður sér 16 ára peyja með þessa getu, skilning og tækni þá erum við ekkert á eftir öðrum þjóðum, enda engin ástæða til. Í Eyjum er hægt að æfa tvisvar á dag með topp þjálfara og við frábærar aðstæður. Þessir peyjar eru að sýna manni að þeir standa jafnfætis strákum á sama aldri í Englandi.“ Ef maður spyr ekki – þá veit maður ekki „Það er aldrei að vita,“ segir Hermann spurður út í hvort knattspyrnuáhugamenn megi búast við að sjá hann í ÍBV treyjunni

á Hásteinsvelli á sumri komanda. „Eins og ég hef sagt þá ætla ég að reyna að vera í mjög góðu standi þannig að maður verði nothæfur ef upp koma einhver meiðsli eða leikbönn. Ég vil vera tiltækur allavega til að vippa mér í skóna,“ segir hann. Í vetur hafa verið sögur á kreiki að þekktir knattspyrnukappar frá Englandi séu á leið í ÍBV. Hermann segir að ekki sé mikið að marka þær sögur, en hitt er annað mál að hann sé vel tengdur í Englandi, enda leikið þar sem atvinnumaður í 15 ár. „Þetta eru náttúrulega sögusagnir eins og er, en ég þekki auðvitað fullt af mönnum og ég heyri í þeim öðru hvoru. Ef eitthvað kæmi upp, sem er mjög ólíklegt, þá er allt í lagi að bulla aðeins í þeim og sjá hvað þeir eru að hugsa og gera þessa dagana. Ef maður gæti útvegað þeim húsnæði og mat þá er aldrei að vita,“ segir hann kankvís. „Svo er þetta auðvitað allt undir því komið hvað þeir eru að gera og hvort þeir hafa einhvern áhuga á að koma til Íslands. Eins og ég segi þá er það ólíklegt, en ef maður spyr ekki þá veit maður ekki. Það er aldrei að vita nema ég heyri í þeim þegar líða fer á vorið,“ segir Hermann. Fjölskyldan mætir á Þrettándagleðina Hermann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi keppnistímabili hjá ÍBV og nýju ári. „Það er búið að vera mikill uppgangur hjá ÍBV undanfarin ár. Við höfum lent í þriðja sæti þrjú ár í röð og liðið hefur

8

komist í Evrópukeppni. Það skiptir máli að við höldum áfram uppteknum hætti og verðum í toppbaráttu,“ segir Hermenn sem ætlar ekki að missa af Þrettándagleðinni í ár. „Það er ekki nokkur spurning að við fjölskyldan mætum á Þrettándagleði ÍBV. Maður man eftir því sjálfur að hafa tekið þátt í Þrettándagleðinni og ég skemmti sér alltaf konunglega sem krakki. Ég vil að krakkarnir mínir fái að upplifa þennan magnaða viðburð, enda er þetta í allt öðrum klassa í Eyjum en annars staðar á landinu,“ segir Hermann. - SÖÓ

Þrettándablaðið 2013 Útgefandi: ÍBV íþróttafélag Ritnefnd: Skapti Örn Ólafsson (ábm) Þrettándamyndir: Addi í London Prentun: Eyrún ehf.


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir 9


10


Gönguleið jólasveina Gönguleið jólasveinanna er sú sama og síðast. Gengið verður upp Illugagötu og beygt inn á Höfðaveg. Bíleigendur við Illugagötu og neðri hluta Höfðavegar eru hvattir til að hafa bíla sína ekki við gönguleiðina. Hvetjum foreldra að klæða börn sín í jólasveinabúninga. 11


Óskum bæjarbúum gleðilegs nýs árs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA VESTMANNAEYJUM

12


Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum óskar öllum Vestmannaeyingum farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 10-1963

Kveðja, starfsfólk Íslandsbanka Vestmannaeyjum.

13


14


Dagskrá

þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina 3. – 6. janúar 2013 Fimmtudagur Kl. 17.00 – Anddyri Safnahúss Opnun á ljósmyndasýningu Óskars Péturs og gesta. Jafnframt formleg opnun á nýrri heimasíðu Óskars Péturs. Kl. 21.00 „Blítt og létt“ Eyjakvöld á kaffi Kró Kl. 22.00 Jón Jónsson tónleikar í Höllinni Föstudagur 14.00 – 16.00 Diskó- grímuball Eyverja í Höllinni Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum. 19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV (Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl.) 00.00 Þrettándaball – Brimnes og Eyþór Ingi í Hölinni Land og synir leika fyrir dansi.

13.00 – 16.00 Jólaratleikur á Byggðasafninu 13.00 – 16.00 Opið á Surtseyjarstofu 15.00 Barnaleikrit – Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma! Leiksýning í Bæjarleikhúsinu 21.00 Ljós í leikhúsi – stórtónleikar Leikfélags Vestmannaeyja Brot af því besta frá fyrri tónleikum og söngleikjum. Sunnudagur 13.00 Álfar og tröll í Eyjum - Upplestur og sögur í Bókasafni Vestmannaeyja. Valdar þjóðsögur, jólakötturinn m.m. Fríða Sigurðar, Zindri Freyr og fl. lesa og leika. 14.00 Þrettándamessa í í Stafkirkjunni. Séra Kristján Björnsson. Védís Guðmundsdóttir leikur á flautu, Guðmundur H. Guðjónsson á píanó. 15.00 Barnaleikrit – Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma! Leiksýning í Bæjarleikhúsinu

Laugardagur 13.00 til 17.00: Langur laugardagur í verslunum

Einsi kaldi verður með ómótstæðilegt 13ándatilboð

Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins.

Ljósmyndasýning Óskars Péturs er opin alla helgina frá 13.00 – 16.00

11.00 til 15.00: Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara , allir íþróttasalir opnir. Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna. Leikfélag Vestmannaeyja sér um andlitsmálun Einstök skemmtun fyrir börn og fullorðna.

Aðgangseyrir á söfnin: tveir fyrir einn og frítt fyrir börn

14.00 – 16.00 Opið hús í Slökkvistöð Vestmannaeyja. Tæki og tól m.m.til sýnis. 13.00 – 16.00 Opið á Náttúrugripasafni.

ATHUGIÐ! Ef veður á föstudeginum er óhagstætt frestast þettándaganga til laugardags, sem og þrettándaballið. Tónleikar Leikfélagsins færast þá fram um einn dag og verða á föstudagskvöldinu.

Undirbúningsnefndin áskilur sér rétt til breytinga.

15


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.