Þrettándablaðið 2012

Page 1

ร rettรกndablaรฐ 2012


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir TOPPURINN

HEILDVERSLUN KARLS KRISTMANNS

HS VEITUR

FASTEIGNASALA VESTMANNAEYJA

2


Glaumur og gaman á þrettándagleði Þegar fastalandsfólk er spurt hvað eigi að gera á þrettándanum eru viðbrögðin ekki ólík því og verið væri að spyrja hvað ætti að gera á Þorláksmessu á sumri. Dagur sem skiptir engu máli og enginn spáir í. Þegar áramótunum lýkur í Reykjavík tekur við hinn óendanlega langi janúarmánuður, með öllu sínu myrkri, kulda og lýkur svo með svimandi háum greiðslukortareikningum. En þeir sem þekkja Þrettándagleði Týs og ÍBV velta sér ekki mikið upp úr slíkri vosbúð, enda eru þeir enn í hátíðarskapi. Ekki er það að ástæðulausu því þeir fá að upplifa sannkallaða stórhátíð sem í áraraðir hefur trekkt að margan brottfluttan eyjamanninn og nú undanfarin ár hafa aðrir gestir látið sjá sig og finnst upplifunin ævintýraleg. Það er í raun merkileg staðreynd að það er ekki víða á landinu sem samfélagið býr yfir slíkum mætti að það geti byggt upp stóra vetrarhátíð og myndað svo mikla stemningu að hundruð manna eru tilbúnir til leggjast í töluvert ferðalag og taka þátt í hátíðarhöldunum á þeim árstíma þar sem allra veðra er von og hálka og ís er yfir öllum þjóðvegum. Á mínu heimili er það tilhlökkunarefni að bregða sér á eyjuna fögru og taka þátt í hátíðarhöldunum. Ekki laust við að það sé húsbóndinn á heimilinu sé sá sem hlakkar hvað mest til enda tekið þátt í þrettándanum í þá þrjá áratugi sem hann hefur dvalið á jarðarkringlunni. Eftir að hafa messað oft og mikið yfir Breiðhyltingum um

Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson jól og áramót kemur fiðringur í magann og hugurinn leitar á æskuslóðir. Það er ekki síst tilefni tilhlökkunarinnar að sá er þetta skrifar er sérlegur aðstoðarmaður Gáttaþefs jólasveins og hefur verið nú í hálfan annan áratug. Það er skemmtilegt hlutverk og leyfir manni að fylgjast með undirbúningnum úr herbúðum þeirra heiðurshjóna Grýlu og Leppalúða og drengjanna þrettán. Þess vegna hefur greinarhöfundur nokkuð áreiðanlegur slúðurfréttir af þeim bræðrunum. Gáttaþefur er sá ellefti í röðinni af bræðrunum þrettán og af mörgum talinn sá fríðasti. Í göngunni í fyrra kom eitt hreinskilið barn að honum, spurði hann um nafn og sagði svo í einlægni: „Já, auðvitað ég sé það núna þú ert nefnilega með alveg rosalega stórt nef.“ Sveininum fríða gramdist hreinskilni barnsins en hóf að lappa upp á sig, hefur stundað líkamsrækt og ljós á árinu og mætir nú fallegri sem aldrei fyrr. Einnig hefur heyrst að þeir Ketkrókur og Kertasníkir séu nú komnir í svo gott form að þeir stefni á að taka hringinn í kringum Hraunbúðir þetta árið, aðrir sveinar hafa þó ekki mikla trú á að það takist hjá þeim en hafa þó hvatt þá mjög. Einnig hefur heyrst að Stúfur litli leggi svo mikla áherslu á hreinlæti að

VÖRURNAR FÆRÐU HJÁ OKKUR

í stað kyndilsins hefðbundna muni hann bera ilmkerti í göngunni þannig til þess að vinna bug á olíulykt og svifryksmengun. Þeir bræður verða því óvenju sprækir þetta árið og verður gott að kveðja sveinana kátu, álfa og tröll áður en haldið er í fjöllin á ný. Já, það er þessi létta hátíðarstemning sem ríkir yfir þrettándanum og gerir það að verkum að allir, jafnt ungir sem aldnir, eru spenntir fyrir hátíðinni og eru jafnvel tilbúnir til að færa til utanlandsferðir svo þeir missi ekki af þrettándanum. Og það er svo ánægjulegt að öll helgin sé undirlögð fjölbreyttri dagskrá á hinum ýmsu stöðum, þannig að fólk fá ilminn af þeirri miklu þjónustu sem eyjarnar hafa upp á að bjóða. Göngum til þessarar helgar með gleði og tilhlökkun og njótum þess að fá að upplifa þann sannleika að maður er manns gaman. Gleðilega þrettándahátíð.

Hlöllabátar Hamborgarar tun Góða skemm inni Pítur ettándagleð r þ á Samlokur

3


4


Annáll ÍBV-íþróttafélags Árið 2011 var viðburðaríkt hjá ÍBV íþróttafélagi bæði innan vallar og utan. Árið hófst að vanda á þrettándagleðinni sem er orðinn jafn fastur liður í dagatali bæjarbúa og jólin. Það er gaman að sjá að brottfluttir Eyjamenn, konur og börn – og jafnvel fólk með lítil tengsl til Eyja – er farið að leggja leið sína í auknum mæli á þessum árstíma og taka þátt í gleðinni. Víst er að ef hægt verður að sigla í Landeyjahöfn á þessum tíma þá mun fjölga verulega í bænum á meðan á þessu fjöri stendur. Einnig hafa verslanir í bænum og fyrirtæki verið dugleg við að koma til liðs við hátíðna á ýmsan hátt með tilboðum og öðrum glaðningi sem kenndur er við álfra, tröll og aðrar fornynjur er sjást á malarvellinum þessa kvöldstund í janúarbyrjun ár hvert. Fyrsta vetrarhátíðin á Íslandi er því orðin að veruleika. Handboltalið félagsins voru í fullu fjöri og spiluðu stúlkurnar í N1 deildinni og enduðu í 6 sæti með 17.stig. Góður árangur hjá meistaraflokki kvenna. Strákarnir ætluðu sér upp en það gekk ekki eftir og er stefnan áfram sett á sæti í efstu deild í ár. Þeir enduðu í 4.sæti með 23 stig. Fótboltasumarið var sterkt bæði í karla og kvennaboltanum. Stelpurnar á ný í efstu deild og stóðu sig frábærlega. Náðu meðal annars að verma toppsætið þó liðið hafi endað aðeins neðar. Fóru svo í 8-liða úrslit en töpuðu, frekar óvænt heima fyrir Aftureldingu eftir langan og strangan leik. Stelpurnar höfðu byrjað vertíðina á því að vinna B-deildina í Lengjubikarnum. Þarna er að koma fram lið sem að gaman verður að fylgjast með á næstu árum. Strákarnir hófu leik í Lengjudeildarbikarnum eins og stelpurnar og enduðu þar í 3 sæti í sínum riðli. EN þetta var bara góð upphitun fyrir bráðskemmtilegt sumar þar sem liðinu gekk lengstum vel. En gaf þó eftir á lokasprettinum bæði í deild og bikar. Þeir töpuðu í undanúrslitum í Valitor bikarnum, gegn Þór á Akureyri það var sárt, og enduðu í 3ja í Pepsi-deildinni eftir að hafa verið í einu af 3 efst sætunum nánast allt mótið. Liðið datt úr leik í Evrópukeppninni gegn Saint Patrick‘S frá Írlandi í fyrstu umferð, eftir góðan 1-0 sigur á heima(úti) velli töpuðum við 0-2 úti í Dyflinni. Pæjumót TM gekk eins og í sögu í byrjun júní. Það er kominn ákveðin festa í þetta mót, sem vex og dafnar með hverju árinu sem líður. Það er gaman að sjá hvernig þetta mót hefur lifnað við eftir að menn voru farnir að hafa af áhyggjur af hver

framtíð þess yrði. Shellmótið var á sínum stað í lok júní eins og það hefur verið, frá því að nánast elstu menn muna, og gekk vel fyrir sig, manni liggur við að segja að vanda. Ásókn í að taka þátt í mótnu er enn mikil og virðist síst hafa dregið úr henni með árunum. Mótið rennur áfram eins og vel smurð skíði ár eftir ár og það á ekki síst sinn þátt í að liðin sækja í að koma aftur og aftur þau vita að hverju þau ganga. Í lok júlí var Þjóðhátíðin sett. Ekki voru veðurguðirnir jafn góðir við okkur núna og þeir voru árið 2010 og stafar það kannski af því að þjóðhátíðarnefnd samdi bara við einn af Veðurguðunum (Ingó) en árið áður fengu þeir allir samning. Þrátt fyrir veðrið gekk Þjóðhátíðin vel og virtust 98% gesta skemmta sér vel og létu veðrið ekki á sig fá. Nýtt Brekkusvið sló algjörlega í gegn, bæði hjá listafólki sem og hjá þeim sem hlýddu á. Auk ofantalina viðburða stóð ÍBVíþróttafélag fyrir ýmsum smærri viðburðum líkt og blakmóti öldunga sem haldið var í maí. Þá sóttu um 1500 manns Eyjarnar heim og var það vel heppnað mót. Einnig stendur félagið fyrir tveimur fjölmennum handboltamótum í yngri flokkunum. Þá er bryggjudagurinn í júlí ár hvert. Af þessari upptalningu má sjá að starfið er blómlegt í kringum félagið. Allt þetta starf er borið uppi af dugmiklum sjálfboðaliðum sem gera sér grein fyrir mikilvægi félagsins í okkar ágæta bæjarfélagi. Að endingu er rétt að minnast aðeins á áhorfendastúku sem senn rís við Hásteinsvöll. Stúkan mun taka tæplega

500 manns í sæti og nýtist rýmið undir stúkunni. Til framtíðar litið munu verða þrír búningsklefar þar auk þess sem stúkan verður stækkanleg uppí 800 manna. Áætlað er að hluti af þessu verkefni verði unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum og er rétt að geta þess jarðvegsvinnan sem nú er unnin, er að mestu leiti unnin þannig.

Gönguleið jólasveina Gönguleið jólasveinanna breytist þetta árið. Í stað þess að beygja af Illugagötu inn á á Kirkjuveg, verður gengið upp Illugagötu og beygt inn á Höfðaveg. Bíleigendur við Illugagötu og neðri hluta Höfðavegar eru hvattir til að hafa bíla sína ekki við gönguleiðina. Hvetjum foreldra að klæða börn sín í jólasveinabúninga. 5


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir 6


Íþróttaakademía ÍBV og Framhaldsskólans Íþróttaakademía ÍBV og Framhaldsskólans er nú að festa rætur sem partur af skólastarfinu í bæjarfélaginu. Starfið hefur verið í ákveðinni mótun og undir dyggri stjórn Árna Stefánssonar íþróttakennara og þjálfara, sem er forstöðumaður akademíunnar, er námið komið í nokkuð fastmótaðar skorður. Þetta er forvitnilegt nám og hefur vakið áhuga og eftirtekt hjá mörgum. Við fengum Árna til að segja okkur aðeins frá akademíunni. Hvernig honum þætti hafa til tekist og hver stefnan væri. Við sem stöndum að Íþróttaakademíunni teljum að hún gangi mjög vel, auðvitað voru nokkrir hlutir sem við þurftum að laga frá því sem við fórum upprunalega af stað með. Þeir voru samt ótrúlega fáir og núna eftir tvær annir finnst okkur að Akademían orðin nokkurn veginn eins og við viljum að hún verði. Við vorum bjartsýnir í upphafi og renndum svolítið blint í sjóinn með hvernig viðtökur nemenda og foreldra myndu verða en þær hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við hjá ÍBV erum í mjög góðu samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og saman erum við að bjóða upp á vandaða íþróttaáfanga fyrir metnaðarfulla nemendur sem hafa mikinn áhuga á íþróttum og hafa metnað til þess að ná langt í sinni íþróttagrein. Með fjölbreyttum og vel skipulögðum æfingum og bóklegum kennslustundum vinnum við markvisst að því að gera nemendum kleift að bæta sig verulega bæði líkamlega og andlega. Æfingarnar skiptast í tækniæfingar í knattspyrnu og handknattleik og styrktarþjálfun sem er nauðsynleg til að ná hámarksárangri í sinni íþrótt. Með því að mæla og meta nemendur í upphafi náms, þá er hægt að aðstoða þá við að setja sér persónuleg markmið og hjálpa þeim síðan að reyna að ná þessum markmiðum. Tækniæfingarnar eru kl. 6:30 á morgnana, tvisvar í viku og að þeim loknum fara krakkarnir í sturtu og fá síðan vel útilátinn morgunmat í Týsheimilinu áður en þau mæta í skólann kl. 8 Bóklega kennslan felur í sér nauðsynlegan fróðleik fyrir þá sem ætla að skara fram úr. Þar er m.a. farið í næringarfræði, íþróttasálfræði og þjálffræði, þar sem

fjallað verður um starfsemi líkamans og þá hluti sem hafa áhrif á afreksgetu í íþróttum. Leitast er við að auka sjálfstraust og bæta sjálfsmynd nemenda til þess að bæta árangur þeirra. Nemendur læra að vera hluti af liðsheild, þar sem þeir þurfa bæði að gefa af sér og geta unnið vel með öðrum. Þeir þurfa að tileinka sér þann aga og lífsstíl sem þarf til að ná hámarksárangri í íþróttum, læra að tileinka sér hugsunarhátt afreksmanna, hugsa vel um eigin líkama, borða hollan og góðan mat, temja sér heilbrigt líferni og vera reglusamir í alla staði. Með þessu teljum við okkur vera að bjóða okkar efnilegustu íþróttakrökkum upp á að æfa sína íþróttagrein við toppaðstæður og þau eiga ekki að þurfa að leita upp á land eftir slíku. Við viljum halda sem lengst í okkar krakka og þetta er mjög góð leið til þess. Nemendur skrifa undir samning um strangar mætinga- og agareglur, enda er reglusemi og dugnaður undirstaða þess að ná langt í íþróttum. Nemendur þurfa að skuldbinda sig til að standa sig vel í skólanum, þeir verða að mæta vel og alltaf á réttum tíma og vera með eðlilega námsframvindu, og ljúka a.m.k. 80% af þeim einingum sem þau eru í á önninni. Aðsóknin að Akademíunni er núna svipuð því sem við bjuggumst við í upphafi. Á fyrstu önn, vorönn 2011, vorum við með 36 nemendur, töluvert fleiri en við bjuggumst við, en síðan fækkaði þeim þegar leið á önnina og það voru 30 nemandur sem luku henni. Á haustönn 2011 voru 20 nemendur sem allir luku námi. Þar erum við komin með hörkuduglega krakka sem hafa mikinn metnað og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Helsta ástæðan fyrir því að það eru færri nú en í upphafi er sú að það voru ekki allir nemendur sem voru með á fyrstu önn tilbúnir að leggja svona mikið á sig og voru ekki tilbúnir að

gangast undir þær ströngu reglur sem við höfum í sambandi við algjöra reglusemi og mætingu. Á vorönn 2012 verða rúmlega 20 nemendur sem skiptast nokkuð jafnt í stráka og stelpur og einnig eru nokkurn veginn jafn margir í knattspyrnu og handknattleik. Við erum strax búin að fá krakka ofan af landi sem komu til Vestmannaeyja af því að þeim leist vel á FÍV og Akademíuna og er vonandi að enn fleiri krakkar komi á næstu önnum. Núna erum við að færa Akademíuna niður í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem við munum bjóða nemendum í 9. og 10. bekk upp á svipaða hluti og við erum með í framhaldsskólanum. Bæjarstjórninni leist vel á það sem við erum að gera og höfðu samband við okkur og vildu að við myndum setja upp Akademíu í grunnskólanum sem yrði eins konar undirbúningur fyrir framhaldsskólann. Við erum í samstarfi við GRV búnir að gera það og verður náið samstarf milli kennaranna í Akademíunni og kennara krakkanna sem verða í Akademíunni og þau þurfa að standa undir þeim námskröfum sem GRV er með til að mega vera með. Með þessu erum við að höfða til nemenda um að þeir eigi að standa sig vel bæði í sínu námi og íþróttum. Þau munu skrifa undir lífsstílssamning þar sem þau lofa að vera reglusöm, mæta vel bæði í skólann og Akademíuna og standa sig vel í skólanum. Við leggjum mikinn metnað í Íþróttaakademíuna og við erum bjartsýnir á að með henni séum við að leggja grunn að enn betra íþróttastarfi hér í Vestmannaeyjum. Við viljum hvetja alla nemendur sem hafa áhuga á að vera með í Akademíunni til að hafa strax samband við okkur, það verður hægt að bæta inn nemendum sem hafa áhuga á að vera með núna á vorönn 2012 þó að önnin sé byrjuð.

7


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

8


Þrettándaball í Höllinni með Landi og sonum – húsið opnar á miðnætti Verð kr. 2.500,-

POP QUIZ með Hreimi á laugardagskvöld í Hallarlundi – húsið opnar 21.00 og Pop Quiz hefst upp úr 22. Hreimur spilar svo fram eftir nóttu og verður jafnvel með gest með sér. Ef Þrettándanum er frestað, þá frestast ballið líka til laugardags og þá verður POP QUIZ í Hallarlundi á föstudag.

Þrettándablaðið 2012 Útgefandi: ÍBV íþróttafélag Ritnefnd: Tryggvi Már Sæmundsson (ábm) Þrettándamyndir: Addi í London Prentun: Eyrún ehf. 9


10


Óskum bæjarbúum gleðilegs nýs árs. Þökkum samskiptin á liðnu ári

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Óskum bæjarbúum gleðilegs nýs árs. Þökkum samskiptin á liðnu ári

FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA VESTMANNAEYJUM 11


Óskum bæjarbúum gleðilegs nýs árs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári

Sendum bæjarbúum bestu kveðjur á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnu ári Bókaðu á netinu. 0,-

6.90 Verð frá kr.

12


Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum óskar öllum Vestmannaeyingum farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 10-1963

Kveðja, starfsfólk Íslandsbanka Vestmannaeyjum.

13


14


Dagskrá

þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina 5. – 8. janúar 2012 Fimmtudagur Kl. 17.00 – Anddyri Safnahúss Opnun á myndlistarsýningu Sigurdísar Hörpu Arnarsdóttur Kl. 21.00 Blítt og létt hópurinn - Eyjakvöld á Kaffi Kró Föstudagur 14.00 – 16.00 Diskó- grímuball Eyverja í Höllinni Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum. 19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV (Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl.) 00.00 Þrettándaball – Ballgestir hvattir til að mæta í grímubúningum Land og synir leika fyrir dansi. Laugardagur 13.00 til 17.00: Langur laugardagur í verslunum Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins. 11.00 til 15.00: Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara , allir íþróttasalir opnir. Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna. Leikfélag Vestmannaeyja sér um andlitsmálun Einstök skemmtun fyrir börn og fullorðna. 14.00 – 16.00 Opið hús í Slökkvistöð Vestmannaeyja. Tæki og tól til sýnis m.m.

13.00 – 16.00 Opið á Surtseyjarstofu 15.00 Ronja ræningjadóttir – barnaleikrit Leiksýning í Bæjarleikhúsinu 16.00 – 19.00 Brunum saman í Herjólfsdal Kakó, smákökusala m.m. og létt lög í Dalnum 21.00 Pop-quiz – spurningakeppni í Hallarlundi Hreimur Heimisson stjórnar keppninni, leikur og syngur fram eftir nóttu. Sunnudagur 13.00 Tröllamessa í Stafkirkjunni. Séra Kristján Björnsson 14.00 Álfar og tröll í Eyjum - Upplestur og sögur í Bókasafni Vestmannaeyja. Valdar þjóðsögur – draugasögur Fríða Sigurðar og Zindri Freyr lesa og leika. 16.00 Ronja ræningjadóttir – barnaleikrit Leiksýning í Bæjarleikhúsinu 20.00 Bjartar vonir vakna – Höllinni Stórtónleikar til minningar um Oddgeir Kristjánsson Forsala í LA TIENDA Strandvegi 45a: kr. 5.900 Ef greitt er með Íslandsbankakorti þá kr. 4.900 Við innganginn kr. 6.900.Sýning Sigurdísar er opin alla helgina frá 13.00 – 16.00 Aðgangseyrir á söfnin: tveir fyrir einn og frítt fyrir börn ATHUGIÐ! Ef veður á föstudeginum er óhagstætt frestast þettándaganga til laugardags, sem og þrettándaballið. Pop-Quiz færist þess í stað fram til föstudagskvöldsins. Laugardagsýning LV á Ronju verður þá kl. 14.00 í stað 15.00 .

13.00 – 16.00 Opið á Náttúrugripasafni,

Ef enginn verður snjórinn - verður „brunum saman“ frestað!

13.00 – 16.00 Jólaratleikur á Byggðasafninu

Undirbúningsnefndin áskilur sér rétt til breytinga.

15


Óskum bæjarbúum gleðilegs árs. Þökkum samskiptin á liðnu ári. VÉLAVERKSTÆÐIÐ

ÞÓR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.