Góða skemmtun á TM mótinu!
19. tbl. 05. árg. 14 - 20. júní 2023
VELKOMIN TIL EYJA!
Við hjá Vestmanneyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. Þetta eru stórverkefni sumarsins á íþróttasviðinu: TM mótið og Orkumótið í Eyjum. Mikil vinna og undirbúningur liggur að baki hjá félaginu, sem og öllum þeim þátttakendum sem mótin sækja. Enda eru þessi mót í flestum tilvikum hápunkturinn á sumrinu hjá þeim iðkendum og þjálfurum sem sækja okkur heim.
Eyjamenn eru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum og það er alltaf sérstök upplifun fyrir krakkana, nánast eins og að fara til útlanda, þegar farið er um borð í Herjólf og siglt til Eyja. ÍBV leggur alltaf mikinn metnað í að mótin gangi
TÍGULL
DREIFING:
vel fyrir sig og með samstilltu átaki allra þeirra sem koma beint eða óbeint að mótunum hefur þetta gengið ótrúlega vel. Og í raun má segja að bæjarbúar allir séu virkir þátttakendur í mótunum.
TM mótið fer fram í 34. sinn í ár og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú. Félagið heldur nú 40. Orkumótið, sem var fyrirmynd annarra sumarmóta.
Jákvæð upplifun af Eyjum, ásamt leikgleði og hæfilegu keppnisskapi, er það sem gerir mótin að minningum sem gleymast seint og eru alltaf svo verðmætar.
Fyrir okkur hér í Eyjum eru þetta tvær af stærstu ferðamannahelgum sumarins, enda foreldrar og fjölskyldur dugleg að fylgja krökkunum sínum til leiks. Þetta
er einmitt stór hluti af töfrum mótanna: það er ekki síður skemmtilegt að vera foreldri eða fylgdarmaður og sjá og upplifa gleðina sem skín úr hverju andliti.
Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir mótsgesti og ég efast ekki um að þú, sem og aðrir gestir mótanna, eigið góðar stundir framundan á okkar fallegu eyju. Hafðu í huga að þetta er upplifun og þetta er ævintýri sem vert er að njóta. Verum til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Þetta er leikur þó að þetta sé keppni!
Góða skemmtun!
Íris Róbersdóttir Bæjarstjóri
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Blaðamaður: Kristjana Ingibergsdóttir. Ljósmyndir: Tígull / Sigfús Guðmundsson.
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
ÚTGÁFA:
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
SKIL Á AUGLÝSINGUM:
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
Verið hjartanlega velkomin til Vestmannaeyja
TM Mótið í Eyjum
DAGSKRÁ 2023
Miðvikudagur
10:45/13:15/15:45/18:15
11:00-20:30
18:00-20:00
Brottför Herjólfs frá Landeyjarhöfn
Sea Life Trust
Kvöldmatur
Fimmtudagur
7:00-9:00
8:00-18:00
8:20-12:20
11:30-13:30
13:00-17:00
16:30-18:30
19:00
Föstudagur
7:00-9:00
8:20-12:20
9:00-17:00
11:30-13:30
13:00-17:00
16:30-18:30
19:00-19:45 20:00
Morgunmatur í Höllinni
Sea Life Trust
Leikir - riðlakeppni
Hádegismatur
Leikir - riðlakeppni
Kvöldmatur
Setning - hæfileikakeppni í íþróttahúsinu
Morgunmatur í Höllinni
Leikir - riðlakeppni
Liðsmyndataka við Sundlaugina - SportHero
Hádegismatur í Höllinni
Leikir - riðlakeppni
Kvöldmatur
Landslið - Pressulið, 2 leikir á Hásteinsvelli
Þeir sem keppa landsleik mæta 30 mín. fyrir leik í Týsheimilið
Kvöldvaka í íþróttahúsinu - Jón Jónsson
Úrslit í hæfileikakeppni kynnt
Laugardagur
7:00-9:00
8:00-14:00
11:15-13:15
15:00-16:30
16:30
17:00
17:15-18:00
18:00-18:45
19:30/22:00/23:55
Morgunmatur í Höllinni
Leikir - riðlakeppni
Hádegismatur í Höllinni
Jafningjaleikir
Bikarúrslitaleikir
Úrslitaleikur um TM Mótsbikarinn
Grillveisla við Týsheimili
Lokahóf í íþróttahúsinu
Brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum
Birt með fyrirvara um breytingar
Fáðu sem mest út úr sumrinu
erum betri saman
Við
Ljósmyndir
frá
TM
mótinu
frá Sigfúsi Gunnari Guðmundssyni
MÓTSSVÆÐI Týsvöllur Helgafellsvöllur Herjólfshöll Hásteinsvöllur Þórsvöllur Dalavegur H ama r s v e gur Hamarsvegur Dalvegur Illugagata Týsheimili Þórsheimili Skrifstofa ÍBV Veitingasala og WC T4 T3 T2 T1 HE1 HE2 HE3 HE4 H1 H2 HER1 HER2 Þ4 Þ3 Þ2 Þ1
Strandvegur 30 / 481 1475 / www.midstodin.is
stelpunum góðs gengis & góðrar skemmtunar á TM mótinu!
Við óskum
ÞÓRDÍS LILJA JÓNSDÓTTIR
SVEINBJÖRG LÁRA VIGGÓSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég hef komið tvisvar sinnum til Eyja á Pæjumótið.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Það eru eru Glódís Perla og Sveindís Jane.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir
þeirri tölu? Ég er númer 25 en ég valdi það af því að
bróðir minn er með þetta númer.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Mér finnst skemmtilegast að spila á vinstri kanti.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Uppáhalds liðið mitt í enska boltanum er Tottenham.
SIENNA BJÖRT GARNER
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Jà ég hef komið áður - þegar seinasta Tm mótið var í fyrra.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Uppáhalds leikmaður minn er Sveindís
Jane og Sandra Sigurðar en hún er því miður hætt. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Því að eg á afmæli 11 febrúar - og er fædd árið 2011. Fannst það passa bara vel við mig Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Miðja/djúpa & Vörn.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool.
SIGURBJÖRG ÓSK ÆGISDÓTTIR
Hvað hefur þú átt lengi heima í Vestmannaeyjum og hvernig finnst þér það? Ég hef búið í eyjum frá fæðingu og elska að vera þar.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir
þeirri tölu? Ég er númer 3, og valdi hana því pabbi minn var alltaf númer 3.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Mér finnst skemmtilegast að spila frammi.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Everton
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já á seinasta TM-mót.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Glódís Perla
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Nr. 11 af því það er besta númerið.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Spila mest vörn og finnst það geggjað en finnst miðjan líka skemmtileg.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
Gangi ykkur vel & góða skemmtun!
Frítt fyrir keppendur í TM mótinu í fylgd með fullorðnum (Fullorðnir borga inn)
TM Mót 2023
Foreldrar og systkini greiða 1.000kr
aðgangseyri miðvikudag og fimmtudag
BRÍET FJÓLA BJARNADÓTTIR:
TM MÓTSMEISTARI ÁRIÐ 2022
SKORAÐI SIGURMARKIÐ Í ÚRSLITALEIKNUM
Í fyrra varð KA TM mótsmeistari þegar þær sigruðu Breiðablik í æsispennandi úrslitaleik 1-0. Það var Bríet Fjóla Bjarnadóttir sem gerði sigurmarkið í síðari hálfleik. Við tókum létt spjall við Bríeti Fjólu og hennar upplifun af TM mótinu.
Hvaða stöðu spilar þú helst? Ég spila mest frammi og á miðju, en fer líka stundum á kant.
Númer hvað spilaru og er einhver sérstök ástæða fyrir þeirri tölu?
Í KA spila ég í númer 13. Við drógum þrjár tölur og máttum velja eina af þeim. Ég valdi 13 af því að það er happatalan hans afa.
Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum?
Messi hefur verið fyrirmyndin mín síðan ég var lítil en Sveindís er það líka núna.
Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður (fyrir utan að keppa á TM móti)? Ef já, þá hvenær?
Þegar ég var eins árs fórum við í dagsferð til Vestmannaeyja, ég man samt ekkert eftir því.
Hvernig fannst þér að koma til Eyja og hvað er það helsta sem stóð upp úr?
Mér finnst æðislegt að koma til Eyja á TM mótið. Það er alltaf lang skemmtilegast að keppa en líka geggjað að spranga, fara í sund og vera með stelpunum.
Með hvaða liði heldur þú í enska boltanum?
Ég held með Manchester United.
Nú skoraðir þú sigurmarkið í úrslitaleiknum í fyrra, hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði leikinn af?
Það var geggjað! Liðið sem ég var í á TM mótinu 2021 vann líka mótið þá og markmiðið okkar í fyrra var að vinna aftur og það var geggjað þegar við náðum því.
Eitthvað að lokum?
Mér finnst TM mótið lang skemmtilegasta stelpumótið sem er haldið á Íslandi og ég vildi að ég gæti komið aftur.
Gangi ykkur vel stelpur!
KA og Breiðablik spiluðu úrslitaleikinn í TM mótinu í fyrra.
ÁSTRÓS BIRNA HÓLMSTEINSDÓTTIR
JÓHANNA S. KRISTMUNDSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já hvenær?
Já, á Pæjumótið 2022
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Sveindís Jane og Glódís Perla
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Númer 11, af því að ég er fædd 11. janúar 2011
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Á miðjunni og hægri kanti.
Hvað er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
KLARA DÖGG TRYGGVADÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Hef farið tvisvar á Eyjamótið og einu sinni með afa og ömmu - afi er úr Eyjum
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Karólína Lea
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 9, ég á afmæli 9 október
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Skemmtilegast að vera í vörn
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
BÁRA INGIBJÖRG LEIFSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég hélt uppá 6 ára afmælið mitt á þjóðhátíð einu sinni.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Glódís Perla og Sveindís Jane, en það var Sara Björk.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 6 - ég vildi fá númer 6 þegar ég var 6 ára.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Manchester United
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já. Ég kom á síðasta TM mótið. Ég hef líka farið oftar til Vestmannaeyja bara til að skoða. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane Jónsdóttir
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 3. Allir bræður mínir hafa verið númer 3. Gylfi bróðir minn spilaði í treyju númer 3 fyrir meistaraflokk Selfoss.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Hægri Kantur.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Manchester United
Borðapantanir í síma 481-1567 Hlaðborð fyrir hópa allskonar fyrir alla! OPIÐ kl. 11.30 - 23.00 alla mótsdagana Sjáumst á 481-1567 ( Sendum heim alla mótsdagana frá kl. 11.30 til 23.00 >> Erum að Heiðarvegi 5 Verum LJÚ FFENGU R FLJÓTLEGUR KOSTUR
STELPURNAR OKKAR Í 5. FLOKKI
Beta Rán Sigríðardóttir #22
Bjartey Dögg Frostadóttir #25
Aþena Ýr Adólfsdóttir #53
Lena María Magnúsdóttir #11
Hrafnhildur K. Kristleifsdóttir #27
Friðrika Rut Sigurðardóttir #15
Emilía Sigurðardóttir #17
Erla Hrönn Unnarsdóttir #19
Ísafold Dögun Örvarsdóttir #9
Kara Kristín Gabríelsdóttir #30
Hlín Huginsdóttir #13
Bríet Ósk Magnúsdóttir #4
Fyrstu leikir ÍBV liðanna sem fara fram á fimmtudag
1 2
15:00
16:20
- Valur
- RKV
13:40
15:00
16:20
- Fjölnir 4
- Selfoss
- Snæfellsnes
1
1
4
2
3
Sigurrós Sverrisdóttir #33
María Sigrún Jónasdóttir #8
Milena Mihaela Patru #23
Sigþóra Guðmundsdóttir Þjálfari
Ragnar Már Sigrúnarson Yfirþjálfari
Tara Dögg Kristjánsdóttir #21
Sienna Björt Garner #3
Völlur
ÍBV
Þórvöllur
Tímasetning Liðin
13:40
- Afturelding 2
1
ÍBV
Týsvöllur
ÍBV
Þórsvöllur
Völlur
Tímasetning Liðin
ÍBV
Herjólfshöll
ÍBV
Týsvöllur
ÍBV
Þórsvöllur
REBEKKA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég fór til Vestmannaeyja í fyrra á TM mótið.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Uppáhalds leikmaðurinn minn í íslenska landsliðinu er Karólína Lea.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila númer 87 af því að það var engin önnur tala laus.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? finnst skemmtilegast að spila fremri miðju.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Uppáhalds liðið mitt í enska boltanum er Liverpool.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já hvenær? Nei þetta er í fyrsta sinn
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
SIGRÚN ERLA SNORRADÓTTIR
MYND: FANNAR FREYR BJARNASON ISFELAG.IS K N A T T S P Y R N U V E R S L U N S E M B R E Y T I R L E I K N U M h e i m a v o l l u r i n n H E I M A V Ö L L U R I N N H E I M A V Ö L L U R I N N . I S F A X A F E N I 1 0 h e i m a v o l l u r i n n v e r s l u n
FÓTBOLTI ÚTI Í EYJUM
Lag og texti: Jón Jónsson
Nú er tími ævintýra.
Grænir vellir okkar bíða.
Hér eignast munum haug af minningum
Tvöföld skæri og svo spretta.
Í góðu færi verð að negla.
Við skiljum allt eftir á vellinum
Oooooh, gaman útí Eyjum
Oooooh, sameiginlegt eigum
að trúa draumana á.
Hér í Eyjum upplifum þá
Oooooh, í fótbolta' útí Eyjum
Oh oh ooooh!
Pabbi og mamma, afi og amma
Dómarann má ekki skamma
Ef eitthvað klikkar gengur betur næst
Viljum njóta, viljum þora.
Þarft að skjóta til að skora.
Við vitum öll að draumar geta ræst.
Oooooh, gaman útí Eyjum
Oooooh, sameiginlegt eigum
að trúa draumana á.
Hér í Eyjum upplifum þá
Oooooh, í fótbolta’ útí Eyjum
Oh oh ooooh!
SKANNAÐU OG SYNGDU MEÐ
JÓN JÓNSSON SAMDI LAG FYRIR FÓTBOLTAMÓTIN Í EYJUM
Hvernig stóð það til að þú samdir lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum?
Fyrir rúmu ári síðan minntist Sigga Inga hjá ÍBV á það að gaman væri að gera lag sem myndi virka fyrir pæju- og peyjamótin. Við tókum það ekkert lengra en svo spilaði ég á kvöldvökunni í fyrra hjá strákunum og bullaði eitthvað lag á staðnum sem peyjarnir svo héldu bara áfram að öskursyngja. Þá var ekki aftur snúið og við Sigga ákváðum að ég myndi semja lag fyrir mótin í ár. Og að sjálfsögðu er viðlagið það sama og varð til á sviðinu síðasta sumar.
Hvert sóttir þú innblástur fyrir lagið?
Ég í raun lokaði bara augunum og sá sjálfan mig fyrir mér sem ungan gutta á þessu geggjaða móti. Svo fannst mér líka gaman að kíkja á lög sem hafa verið gerð fyrir HM í knattspyrnu. Það skýrir af hverju það eru svona margir kaflar þar sem við syngjum bara O - þannig geta jú allir sungið með, líka þeir sem kunna ekki texta. Pálmi Ragnar, vinur minn, sem m.a. annars gerði Power með Diljá hjálpaði mér að gera lagið svona stórt og kraftmikið enda hentar það vel á þessum stóru og kraftmiklu mótum.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Njótið þess að spila leikina en njótið þess líka að gera alls konar skemmtilegt með vinum ykkar og vinkonum. Styrkið böndin ykkar á milli og búið til minningar sem vara að eilífu. Takk fyrir að hlusta á lögin mín og vera svona skemmtileg þegar ég stíg á sviðið.
Myndir/Sigfús
Gunnar Guðmundsson
ÞAÐ ER GEFANDI OG GAMAN AÐ STARFA
MEÐ SKEMMTILEGU FÓLKI SEM ER
TILBÚIÐ AÐ GERA ALLT FYRIR FÉLAGIÐ SITT
Hafdís Eggerts ásamt Drífu komu aðeins seinna inn. Í upphafi þegar stelpumótið var að byrja árið 1990 hét það Pæjumót, en breytist síðan í gegnum tíðina og heitir í dag eins og allir þekkja TM mót.
Drífa Kristjánsdóttir var ein af þeim sem sat í kvennaráði Þórs þegar það var starfandi ásamt því að hafa líka verið í stjórn Pæjumótsins í mörg ár eins og TM mótið hét hér áður fyrr. Við fengum Drífu í smá spjall til þess að ræða aðeins hvernig skipulag og undirbúningur fyrir svona stór mót var hér áður fyrr og heyra um alla vinnuna sem var á bak við alla þessa gleði sem mótin eru.
Öflugt íþróttastarf
Eins og fyrr segir sat Drífa í kvennaráði þórs í þónokkur ár. Hún sagðist hafa verið í íþróttafélaginu Þór frá barnsaldri þar sem afi hennar var formaður og einn stofnenda félagsins. Síðar tók faðir hennar við sem formaður félagsins og þar af leiðandi voru allir í fjölskyldunni klæddir bláu og hvítu. Seinna fór hún sjálf að starfa í foreldrafélagi Þórs þegar tvíburarnir hennar fóru að æfa fótbolta með félaginu.
Böddi maðurinn hennar varð svo síðar framkvæmdastjóri félagsins. Hún segir að kvennaráðið hafi verið mjög öflugt og í upphafi sátu í því ráði Dollý, Sæsa Vídó, Edda, Eva, Hanna, Sirrý og Selma.
Drífa kom í stjórn Pæjumótsins árið 1993. Þar starfaði hún ásamt öðru frábæru fólki. Síðar bættust fleiri við þar sem mótið stækkaði mikið og fleiri fótboltalið vildu koma til eyja, það kom líka lið frá Færeyjum eitt árið. Þetta varð því fljótt mjög vinsælt mót. Það má segja að kvennaráðið hafi verið allt í öllu og segir Drífa að ráðið hafi verið fyrir alla flokka hjá stelpunum og fóru þær m.a. í keppnisferðir með þeim ásamt foreldrum. Ólíkt því sem er í dag þá var ekki mikil eftirfylgni vegna þess að það var ekki eins einfalt að ferðast hér áður fyrr. Stelpurnar hafi verið mjög duglegar sjálfar í fjáröflunum fyrir sitt lið. Í mörg ár var farið með þær á Gull og Silfurmótið í Kópavogi, Gothia Cup í Svíþjóð og fleiri mót. Þegar Drífa byrjaði að starfa í pæjumótinu í kringum 1993 var Pepsi að verða stærsti styrktaraðilinn. Í því ráði var Maggi Braga, Ingi og Maggi Sig, Dollý, Eva, Hanna, Sæsa Vídó, Selma og Hafdís. Það var mikil vinna fyrir mót og margir foreldrar sem voru duglegir að starfa með ráðinu. Hún segir að auðvitað er alltaf mikil vinna fyrir svona stór mót en áður fyrr fór mikill tími í hluti sem er hægt að leysa í dag með tölvusamskiptum og tölvuvinnu sem ekki var hér áður fyrr. Einnig hafi mótið verið fyrir fleiri flokka en það er í dag. Það var fyrir 2-6 flokk en breyttist síðan í færri flokka og fleiri lið.
Gott skipulag nauðsynlegt
Þegar kemur að skipulagningu og undirbúning fyrir svona stór mót segir Drífa að það sé að mörgu að hyggja. Allt þarf að vera á hreinu til þess að mótið gangi upp t.d. leikja og dómaraplan, ferðir til og frá Eyjum, röðun í skóla, matartíma fyrir liðin sem voru hér áður fyrr í félagsheimili Kiwanis, ferðir í siglingar og rútuferðir, fundi með fararstjórum, einnig þurfti að skipuleggja vaktir í skóla, morgun-, hádegis og kvöldmat. Hún segir að það hafi alltaf verið margir tilbúnir að taka vaktir sama hvort það voru foreldrar, ömmur, afar og margir í Eyjum tilbúnir að aðstoða þau til þess að láta allt ganga upp.
Hún segir að síðustu dagana fyrir mót hafi þau verið meira og minna í Þórsheimilinu langt fram á nótt að græja og gera. Ráðið fór síðan með Herjólfi til Þorlákshafnar daginn fyrir mót og tók á móti liðunum. Þar sem veðurspá var ekki alltaf hagstæð fyrir þau um miðjan Júní var oft mikil sjóveiki og margar af stelpunum höfðu aldrei farið á sjó. Mikil stemming
hafi verið hjá þeim í upphafi ferðar sem dvínaði þegar leið á siglinguna. Ráðið hafi verið með klefa í Herjólfi til að ræða við fararstjóra, hvaða skóla ætti að gista í og klára greiðslur fyrir mótið. Gefið var út pæjumótsblað á hverju ári, þar kom fram allt skipulag á dagskrá mótsins ásamt leikjaplani og myndum af liðunum. Margar skemmtilegar myndir af liðunum og viðtöl við fararstjóra, ávarp bæjarstjóra og fleiri góðar greinar. Flokkarnir hafi séð um að dreifa þessu á hvert heimili í Eyjum.
Ótrúlega gefandi að taka þátt í svona starfi
En af hverju að leggja alla þessa vinnu á sig og það í sjálfboðavinnu? Drífa segir: ,,Það er gefandi og gaman að starfa með skemmtilegu fólki sem er tilbúið að gera allt fyrir félagið sitt. Ég veit að mótin ganga vel hjá ÍBV eftir að það var sameinað, en það er að þakka því fólki sem gefur sína vinnu fyrir félagið sitt“.
AÐ FARA Á SVONA
MÓT VAR ALLTAF HÁPUNKTUR SUMARSINS!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Fæðingardagur og ár? fædd 8. ágúst 2001
Fjölskylduhagir? Í sambandi
Staða á vellinum? Miðjumaður
Ferill sem leikmaður?
Uppalin í FH, fór yfir í Breiðablik þegar ég var 16 ára og beint út í atvinnumennsku 19 ára til Bayern Munich í Þýskalandi.
Hvaða titla hefur þú unnið? Í meistaraflokki hef ég orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum og Bikarmeistari einu sinni. Ég hef orðið Þýskalandsmeistari tvisvar sinnum.
Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? Glódís Perla og Linda Dallmann.
Erfiðasti andstæðingurinn?
Georgia Stanway á æfingum, bæði frábær leikmaður og rosalega gróf.
Hver eru markmið þín í fótboltanum?
Núna í dag er það í rauninni bara að reyna komast sem lengst sem fótboltakona. Markmið með landsliðinu er klárlega að komast á HM.
Besti þjálfari sem þú hefur haft og afhverju?
Pabbi minn, þekkir mig best af öllum og veit hvað gerir mig að betri leikmanni.
Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri? Gylfi Sig
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Reitur eða skot. Brassi líka í miklu uppáhaldi.
En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun eða löng taktík.
Mestu vonbrigði á ferlinum?
Ég gat ekki tekið þátt í umspilinu fyrir HM vegna meiðsla svo að sjá þann draum fara út um gluggann í gegnum sjónvarpið heima voru mikil vonbrigði.
Stærsta stund á þínum ferli?
Spila á EM.
Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér?
Fer eftir hvenær leikurinn er. Ég er voða róleg á leikdegi, passa bara að borða rétt og fara í göngutúr eða einhverskonar hreyfingu áður.
Ertu hjátrúafull fyrir leiki?
Nei, ekki neitt.
Veldu einn markmann, einn varnarmann, einn miðjumann og einn sóknarmann sem þú værir til í að vera með í þínu liði?
Cecilía Rán í marki, Glódís Perla í vörn, Alexandra Jóhanns á miðju og Sveindís Jane í sókn.
Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta? Ég hef gaman að matreiðslu.
Fórst þú á TM mótið í Eyjum þegar þú varst yngri? Og ef já, hvernig fannst þér og með hvaða liði spilaðir þú?
Já með FH, mér fannst það ekkert smá gaman. Að fara á svona mót þegar maður var yngri var alltaf hápunktur sumarsins!
Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TM-og eða Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta?
Í raun bara að hugsa vel um sig og æfa vel. Leggja sig alltaf allan fram í æfingar og leiki og muna að hafa ótrúlega gaman á meðan.
Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum?
Ég á erfiða og góða tíma með öllum liðunum sem ég hef spilað með. Ég held ég segi bara að ég hafi átt mína bestu tíma með íslenska landsliðinu enda eru það alveg magnaðir karakterar sem ég spila með þar.
Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? Bundesliga í Þýskalandi
Eitthvað að lokum?
Njótið þess að spila á TM mótinu og gangi ykkur rosalega vel!
LYDIA BJÖRK RAGNARSDÓTTIR
SÓLEY RÓSA SIGURJÓNSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, Pæjumótið í fyrra og tvisvar á mót með bróðir mínum
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska
landsliðinu? Karólína Lea og Sveindís Jane
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
14 því það var dregið fyrir mig
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Frammi
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool ekki Man U
HEKLA BJÖRK
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef komið oft og mörgum sinnum. Ég er ¼ Vestmanneyingur
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Sveindís Jane og Sandra þegar hún var að spila
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 10 útaf því að
afmælismánuðurinn minn er númer 10
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Vörn og hægri kannt
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Manchester United
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já í fyrra á TM mótið með eldri stelpunum og 1x í fjölskyldu fríi.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Glódís Perla og Karólína Lea. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Númer 4 því ég á afmæli 4.júní og Glódís er númer 4 og allir hörðustu leikmennirnir eru númer 4.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Skemmtilegast að spila djúpa miðju og miðju.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool og Man United.
SVANFRÍÐUR LILJA SÆMUNDSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já, þegar mamma mín átti afmæli árið 2019. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Sveindís Jane Jónsdóttir. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
33, út af því það er ótrúlega flott tala.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju og kant.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Það er auðvitað besta liðið, Liverpool.
Opnunartími
sundlaugarinnar yfir TM mótið
Mánudag: 06:30-21:00
Þriðjudag: 06:30-21:00
Miðvikudag: 06:30-21:00
Fimmtudag: 06:30-21:00
Föstudag: 06:30-21:00
Laugardag: 09:00-18:00
Sunnudag: 09:00-18:00
Velkomnar til Vestmannaeyja!
Stelpur við óskum ykkur góðs gengis á TM mótinu
GANGI YKKUR VEL!
| S. 481 3939
Engar áhyggjur af mömmu og pabba, ég skal gefa þeim að borða!
MJÖG MIKILVÆGT
AÐ HAFA ÓBILANDI TRÚ Á SJÁLFUM SÉR Jón Ingason
Fæðingardagur og ár? 21. september 1995.
Fjölskylduhagir?
Sambúð með Tönju Rut Bjarnþórsdóttur.
Staða á vellinum? Varnarmaður, nánar tiltekið miðvörður.
Ferill sem leikmaður? Hef spilað með uppeldisfélaginu ÍBV stærstan hluta af mínum knattspyrnuferli en spilaði með Grindavík í þrjú tímabil frá 20172020. Spilaði einnig fyrir háskólalið Virginia Tech, VT Hokies, í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sama tíma og ég stundaði nám þar á árunum 20172020. Einnig hef ég spilað fyrir yngri landslið Íslands og á 9 leiki í heildina með U-19.
Hvaða titla hefur þú unnið? Ég á ennþá eftir að vinna stóran titil á mínum knattspyrnuferli en er fullviss um að það muni gerast á seinni árum ferilsins.
Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? Þeir eru nokkrir sem koma upp í hugann. David James, Albert Guðmundsson, George Baldock og margir fleiri en ég verð að velja Eið Aron Sigurbjörnsson, liðsfélaga minn og kollega í vörninni hjá ÍBV.
Erfiðasti andstæðingurinn? Skapið hjá sjálfum mér á yngri árunum.
Hver eru markmið þín í fótboltanum? Persónulega er það að njóta þess að fá að gera það sem ég elska eins lengi og ég get. Svo er það langþráður draumur og markmið að lyfta stórum titli með ÍBV.
Besti þjálfari sem þú hefur haft og af hverju? Ég hef verið mjög lánsamur að fá að vinna með mörgum frábærum þjálfurum á mínum ferli en ég verð að segja Hermann Hreiðarsson vegna þess að hann nær því besta út úr mér.
Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri?
Faðir minn Ingi Sigurðsson.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Vinna.
En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Tapa. Mestu vonbrigði á vellinum?
Tap í bikarúrslitaleik með ÍBV árið 2016.
Stærsta stund á þínum ferli?
Fyrsti Evrópuleikurinn með ÍBV út í Serbíu gegn
Rauðu Stjörnunni í Belgrad fyrir framan 40 þúsund blóðheita Serba.
Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér?
Mjög misjafnt en reyni yfirleitt að vakna snemma á leikdegi, borða jafnt og þétt yfir daginn og mæta tímanlega í leik.
Ertu hjátrúafullur fyrir leiki?
Já myndi segja það en það hefur minnkað með árunum.
Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta?
Já ég reyni að spila eins mikið golf og ég get.
Fórst þú oft á Orkumótið í Eyjum?
Já ég var svo heppinn að fá að taka nokkrum sinnum þátt á Orkumótinu eða Shellmótinu eins og það hét á þeim tíma. Frábærar minningar.
Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TMog Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta?
Mín ráð til þeirra sem vilja ná langt í fótbolta er einfaldlega að æfa vel, vinna í bæði styrkleikum sem og veikleikum, hugsa vel um sig og hafa óbilandi trú á sjálfum sér.
Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum?
Ég hef átt mína bestu tíma á ferlinum með ÍBV en verð líka að nefna tíma minn hjá Grindavík.
Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? Undankeppni Evrópudeildarinnar.
Eitthvað að lokum?
Óska öllum á bæði TM- og Orkumótinu góðrar skemmtunar og góðs gengis.
KNATTSPYRNUVERSLUNIN SEM ER AÐ
BREYTA LEIKNUM MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA
KVENFYRIRMYNDIR Í FORGRUNN
Hulda Mýrdal og Þórunn María Kærnested eru frumkvöðlar sem opnuðu knattspyrnuverslunina Heimavöllinn með það að markmiði að auka fjölbreytileika í knattspyrnuíþróttinni með því að kynna kvenkyns fyrirmyndir fyrir ungum knattspyrnuiðkendum.
Ferðalag hennar hófst árið 2018 þegar Hulda og Mist Rúnarsdóttur stofnuðu hlaðvarpsþáttinn heimavöllinn: “Árið 2018 er ég mikið að hlusta á hlaðvörp um fótboltann og fannst sérstakt að það væri ekki eitt einasta hlaðvarp um knattspyrnu kvenna í boði. Ég hafði samband við Mist Rúnarsdóttur þar sem ég vissi að hún hafi fjallað um fótbolta í mörg ár á Fótbolti.net. Við ákváðum að hittast í nóvember 2018 og prófa að taka upp einn þátt og ákváðum að nafnið yrði Heimavöllurinn. Þegar Heimavöllurinn var stofnaður var markmiðið að breyta leiknum og auka umræðu um knattspyrnu kvenna - Heimavöllurinn átti upphaflega einungis að vera hlaðvarpsþáttur.
Mér hefði aldrei grunað hvað hefur gerst mikið á þessum fjórum árum. Ég hef séð að það er hægt að breyta hlutunum sem hafa alltaf verið eins”. Hlaðvarpið og samfélagsmiðlar hlaðvarpsins hlutu
á skömmum tíma gífurlega góð viðbrögð, fólk vildi sífellt meira efni þannig að það sem maður hafði heyrt áður af áhugaleysi átti augljóslega ekki við rök að styðjast.
“Með því að leggja meiri vinnu í verkefnið jókst stöðugt áhuginn. Mér fannst mjög mikilvægt að stelpur á öllum aldri upplifðu að sviðsljósið væri þeirra og þess vegna höfum við mætt á yngri flokkamótin síðustu ár. Það er ótrúlega gaman. Árið 2019 var ég að taka viðtöl á Símamótinu og spyrja ungar fótboltastelpur út í fyrirmyndir. Mér brá svolítið hversu fáar stelpur nefndu knattspyrnukonu þrátt fyrir að íslenskar knattspyrnukonur hefðu verið að ná svakalega góðum árangri víða um Evrópu. Þær virtust bara ekki vita af þeim, “ segir Hulda. “Ég hugsaði mikið hvað væri hægt að gera og hvernig væri hægt að gera fyrirmyndirnar sýnilegri fyrir fótboltastelpur. Vorið 2020 vinnur Sara Björk Gunnarsdóttir Meistaradeildina með Lyon í fyrsta skipti og þá fór ég að fá spurningar frá foreldrum um hvar væri hægt að fá Lyon treyju merkta Gunnarsdóttir. Þegar ég fer svo á sumarmótin 2020 koma mikið af foreldrum til mín og segja að þau séu orðin þreytt á því að fótboltastelpurnar þeirra geti hvergi speglað
sig í fyrirmyndum í fótboltabúðum. Það var svo skrítið. Ég var búin að upplifa að fara á mótin og sá hversu margar stelpur elskuðu fótbolta. Það var gríðarlegur fjöldi. Og það voru knattspyrnukonur sem voru að standa sig frábærlega um allan heim - af hverju voru þær ekki gerðar sýnilegar fyrir fótboltakrökkum?”
“Ég opnaði vefverslunina heimavöllurinn.is í lok árs 2020 og markmiðið var að gera fjölbreyttari fyrirmyndir sýnilegri þannig að krakkar vissu af því að það væri hægt að vera fótboltastjarna þegar þú ert #dóttir. Það voru enginn plaköt til af íslenskum knattspyrnukonum og við ákváðum að breyta því. Við fengum bestu knattspyrnukonur landsins í myndatöku og hönnuðum plaköt með hvatningarorðum frá þeim. Markmiðið var að fleiri krakkar myndu þekkja þær og vissu af þeim.”
Í nóvember 2022 opnuðu Hulda og Þórunn verslun í Faxafeni sem býður upp á treyjur og fótboltavörur. „Okkur fannst mikilvægt að það væri til fótboltabúð, sem væri með treyjur og fótboltavörur, þar sem fólk gæti fengið innblástur og sótt sér þekkingu um allar þær mögnuðu íþróttakonur sem stunda þessa frábæru íþrótt. Auglýsingar, verslanir og fjölmiðlar
geta haft gríðarleg áhrif - þar verða fyrirmyndir til og til að eignast fyrirmynd verður þú að vita af henni. Þú getur ekki átt fyrirmynd sem þú hefur aldrei séð.“ Þegar samtali okkar er að ljúka, deilir Hulda framtíðarsýn sinni. " Algengasta spurningin sem við fáum er “Er þetta bara búð fyrir stelpur?”. Ég efast um að aðrar fótboltabúðir fái spurninguna “Er þetta bara búð fyrir stráka?” þó að það séu fótboltamenn á veggjunum.
Konur sem spila knattspyrnu eru ekki bara fyrirmyndir fyrir stelpur - þær eru magnaðar fyrirmyndir fyrir alla fótboltakrakka. Þetta er allt saman fótbolti og okkur langaði að stækka leikinn. Við viljum sýna krökkum að það eru til allskonar fyrirmyndir. Við erum að merkja fullt af treyjum Mbappe og Messi og það er frábært enda eru þeir geggjaðir leikmenn sem við elskum. Á sama tíma höfum við sýnt krökkum að það er eðlilegt og töff að merkja treyjur með nafninu á Sveindísi Jane - auðvitað - hún spilaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar!”
Heimavöllurinn er að breyta leiknum, með því að fagna og upphefja kvenkyns fyrirmyndum í íþróttum.
ÞAÐ ER GAMAN AÐ VINNA AÐ
GÓÐUM VERKUM MEÐ SKEMMTILEGU FÓLKI
SAMFÉLAGINU Í EYJUM TIL FRÁDRÁTTAR
Magnús Bragason eða Magga Braga eins og hann er kallaður þekkja allir í Eyjum og eflaust mjög margir þess fyrir utan. Maggi sem er fyrrum hótelhaldari er einnig þekktur fyrir það að starfa mikið fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. Honum verður seint þakkað fyrir óeigingjarn starf þegar kemur að íþróttum og byrjaði þessi áhugi hans á því snemma. Maggi fór aðeins yfir það með okkur hvernig þetta allt byrjaði.
Íþróttir hafa alltaf verið stór partur af minni fjölskyldu Maggi segir að íþróttir hafi alltaf skipað stóran sess í hans fjölskyldu. Foreldrar hans störfuðu mikið fyrir íþróttahreyfinguna og þeir bræðurnir hafi fylgt þeim fast á eftir. Maggi var sjálfur mikið að dæma í fótbolta en einmitt þar kynntist hann Lárusi Jakobssyni og urðu þeir góðir vinir. Þeir félagar ásamt Jóa í Laufási og fleiri góðum mönnum dæmdu leiki hjá yngri flokkum á árunum eftir 1980. Maggi var einn af forsprökkum íþróttamótanna hér í Eyjum og kom það til þegar hann var ráðinn til starfa hjá Íþróttafélaginu Þór 1989. Hann segir að á þessum tíma voru Eyjamenn nýbúnir að eignast Þórs og Týsvöllinn og Lalli (Lárus Jakobsson) byrjaði með Tommamótið stuttu áður og Þórurum langaði að gera eitthvað svipað. Stelpur voru að fá áhuga á að æfa fótbolta og voru þau í Eyjum framarlega í þeirri uppbyggingu. Bæði félögin héldu úti æfingum fyrir þær. Maggi segir að það hafi síðan komið beiðni frá Val og Stjörnunni um að fá að koma með sín stúlknalið í æfingaferð til Eyja. Þær hafi verið fengnar til að koma um sömu helgi og var sett upp fjögurra liða mót. Sólveig Adólfsdóttir var með honum að vinna við þetta æfingamót og sagði
Maggi að það hafi gengið það vel að ákveðið var að halda mót fyrir stelpur árið 1990 og var það skírt Pæjumótið.
Margar áskoranir
Maggi segir að helstu áskoranir sem skipuleggjendur hafi staðið fyrir þegar undirbúningur fyrir svona mót á þessum tíma hafi klárlega verið internetið og samskiptin. Pæjumótið sló strax í gegn og þátttakendum fjölgaði ár frá ári. Það var ekki sjálfgefið. Hann og Dollý skiptust á að hringja í félögin, komast að því hvort þau væru með kvennafótbolta og þá hver væri þjálfari. Maggi telur að Pæjumótið hafi haft áhrif á ört vaxandi áhuga stúlkna á fótbolta.
Á þeim tíma sem fótboltamótin voru að byrja voru tvö lið í Eyjum, Þór og Týr sem síðan árið 1996 sameinuðust í ÍBV íþróttafélag. Þrátt fyrir að bærinn hafi oft skipst í tvær fylkingar eftir því með hvoru liðinu var haldið með segir Maggi að það hafi verið ótrúlega gott hvað félögin unnu vel saman að uppbyggingu mótanna beggja. Þau gerðu m.a. samkomulag um að lána hvorum öðrum knattspyrnuvellina. Hann segir einnig að það hafi alltaf verið hlúð vel að Pæjumótinu. Einar Friðþjófsson tók við af þeim og nú sér Sigríður Inga Kristmannsdóttir um það. Maggi segir þau hafa gert það vel og finnst þau hafa tekið margar góðar og réttar ákvarðanir t.d. að hafa mótið bara fyrir 5.flokk. Að lokum segir Maggi að þrátt fyrir að það fari mikill tími og mikil vinna í að undirbúa svona stór mót þá sé það algjörlega þess virði. ,,Það er gaman að vinna að góðum verkum með skemmtilegu fólki samfélaginu í Eyjum til frádráttar“.
Frá vinstri: Hafdís, Selma, Hanna, Drífa og Sæsa. Maggi fyrir ofan. Á myndina vantar Evu Andersen.
Við óskum stelpunum góðs gengis & góðrar skemmtunar á TM mótinu! VERSLUN HEIÐARVEGI 6 | 481 1400
Áfram KFR!
RAKEL DALÍA ÞRÁINSDÓTTIR
EVA ÁSMUNDSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég hef komið þrisvar áður. Tvisvar til að keppa í fótbolta og einusinni með fjölskyldunni minni.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Karólína Lea.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 27. Uppáhaldsleikmaðurinn minn er
Darwin Nunez og það er númerið hans.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vinstri kant.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
REBECCA ANN RAMSAY
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef komið tvisvar sinnum áður til Vestmannaeyja. Einu sinni með ömmu og svo á pæjumótið í fyrra.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Það er Sveindís Jane, því mér finnst hún svo góður liðsfélagi og leikmaður.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila númer 15 og mér fannst það bara flott tala. Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Mér finnst skemmtilegast að spila í vörninni.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Arsenal.
KAREN SIF HALLDÓRSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef komið áður til Eyja, á pæjumót og til að keppa.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane og Ingibjörg
Sigurðardóttir
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 3 eða 10, núna gekk ég úthlutað númer 3 og var númer 10 útaf pabba og Messi.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Frammi.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Nei ég hef aldrei komið áður.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir
þeirri tölu? Númer 17, ég þurfti að velja mér
oddatölu númer og langaði að vera númer 7 en það var ekki laust þannig að 17 varð fyrir valinu.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju þar sem ég spila oftast.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Í enska er það Liverpool en PSG er mitt uppáhalds lið.
INGÓLFUR GUÐNI ÁRNASON
Hjartans þakkir til allra sem veittu okkur stuðning vegna fráfalls elsku Ingó okkar. Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu aðstoð við jarðaför og erfidrykkju.
Þökkum fyrir fallegar kveðjur og hlýhug.
Kærleikskveðjur til ykkar allra
Eva Lísa Ingólfsdóttir Bjarki Hrafn Ingvarsson
Óliver Nói Ingólfsson
Sara Dís Ingólfsdóttir
Árni Gunnar Gunnarsson
Setjum upp & prentum sálmaskrár
Hafðu samband við okkur á netfangið: leturstofan@leturstofan.is eða í síma 481-1161.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, stuðning og vináttu við andlát og útför ástkærar eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu,
PETRÍNU SIGURÐARDÓTTUR
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Fundir eru sem hér segir: Sunnudaga kl. 11.00 Miðvikudaga kl 20.30
AL-ANON
Þriðjudaga kl. 20.30 NÝLIÐAR VELKOMNIR
Passamyndir
Fasteignaljósmyndun
Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com
Opnunartímar:
Mánudagur 13.00 - 17.30
Þriðjudagur - 13.00 til 17.30
Miðvikudagur - 13.00 til 17.30
Fimmtudagur - 13.00 til 17.30
Föstudagur - 13.00 til 17.30
Laugardagur - 12.00 til 15.00
Sunnudagur - lokað
HÁLFTÍMA
FUNDI
FYRIR
SÍMI 775 9394
Guðni Friðrik Gunnarsson
PETU
50% afsláttur af lífog heilsutryggingum
Ekki gleyma að tryggja það mikilvægasta í lífinu – okkur sjálf og fjölskylduna.
TM býður fjölskyldum á TM mótinu í Eyjum 50% afslátt af lífog heilsutryggingum dagana 14.–20. júní.
Þú getur klárað málið rafrænt á nokkrum mínútum í vefsölu TM.
Skannaðu kóðann eða farðu inn á eyjar23.tm.is og fáðu 50% afslátt af líf- og heilsutryggingum.
Af hverju líftrygging?
Líftrygging hjá TM tryggir þau sem á þig treysta og styður við fjölskyldu þína ef fráfall ber að.
Af hverju sjúkdómatrygging?
Sjúkdómatrygging hjá TM auðveldar fjármál fjölskyldu þinnar ef heilsubrestur setur strik í reikninginn.