TM mótið 2019

Page 1

TM MÓTIÐ Í EYJUM

13. – 15. JÚNÍ 2019


Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja

Velkomin til Eyja!

Ágæti gestur Við hjá Vestmanneyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. Þetta eru stórverkefni sumarsins á íþróttasviðinu: TM mótið og Orkumótið í Eyjum. Mikil vinna og undirbúningur liggur að baki hjá félaginu, sem og öllum þeim þátttakendum sem mótin sækja. Enda eru þessi mót í flestum tilvikum hápunkturinn á sumrinu hjá þeim iðkendum og þjálfurum sem sækja okkur heim.

Eyjamenn eru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum og það er alltaf sérstök upplifun fyrir krakkana, nánast eins og að fara til útlanda, þegar farið er um borð í Herjólf og siglt til eyja. ÍBV leggur alltaf mikinn metnað í að mótin gangi vel fyrir sig og með samstilltu átaki allra þeirra sem koma beint eða óbeint að mótunum hefur þetta gengið ótrúlega vel. Og í raun má segja að bæjarbúar allir séu virkir þátttakendur í mótunum. Í ár verður haldið upp á þau tímamót að TM mótið fer fram í 30. sinn og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú. Félagið heldur nú 36. Orkumótið, sem var fyrirmynd annar sumarmóta. Jákvæð upplifun af Eyjum, ásamt leikgleði og hæfilegu keppnisskapi, er það sem gerir mótin að minningum sem fyrnast seint og eru alltaf svo verðmætar. Fyrir Vestmannaeyjar eru þetta tvær af stærstu ferðamannahelgum

sumarsins, enda foreldrar og fjölskyldur dugleg að fylgja krökkunum sínum til leiks. Þetta er einmitt stór hluti af töfrum mótanna: það er ekki síður skemmtilegt að vera foreldri eða fylgdarmaður og sjá og upplifa gleðina sem skín úr hverju andliti. Ég þekki marga foreldra sem dauðsjá eftir þeim tíma þegar börnin þeirra voru á réttum aldri fyrir Eyjamótin! Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir mótsgesti og ég efast ekki um að þú, sem og aðrir gestir mótanna, eigið góðar stundir framundan á okkar fallegu eyju. Hafðu í huga að þetta er upplifun og þetta er ævintýri sem vert er að njóta. Verum til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Góða skemmtun! Íris Róbersdóttir Bæjarstjóri

Útgefandi: ÍBV Íþróttafélag Umsjón: Sigríður Inga Kristmannsdóttir Ljósmyndir: Sigfús Gunnar Guðmundsson Umbrot: Lind Hrafnsdóttir Prentun: Stafræna Prentsmiðjan Ábyrgðarmaður: Sigríður Inga Kristmannsdóttir

Mótsnefnd: Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri siggainga@ibv.is / 869 4295 Dóra Björk Gunnarsdóttir dora@ibv.is / 891 8011 Sigfús Gunnar Guðmundsson, gjaldkeri sigfus@ibv.is / 481 2060 Arnar Gauti Grettisson arnar@ibv.is / 857 9604 Óskar Elías Zöega Óskarsson, dómaramál / 844 0653

Símanúmer: Skrifstofa ÍBV: 481-2060 Sjúkrahús/heilsugæsla: 432-2500 Vaktþjónusta læknir/hjúkrunarfr. 1700 Neyðartilvik 112 Apótekarinn 481-3900 Eyjataxi: 698-2038

Sundlaug: 488-2400 Herjólfur: 481-2800 Flugfélagið Ernir: 481-3300 Viking Tours: 488-4884 Rib Safari: 661-1810 Höllin: 481-2665 Tjaldsvæði: 846-9111

TM mótsblaðið 2019


Halló Apple Pay

Það tekur aðeins örfáar mínútur að koma í viðskipti í gegnum Landsbankaappið.


Kveðjur frá mótsstjórninni:

Velkomin á TM mótið 2019

Eftir langan undirbúning þá er alltaf jafn gaman að sjá þegar eyjan fyllist af flottum stelpum sem eru komnar til okkar til að spila fótbolta og upplifa ný ævintýr. Mótið í ár er stærsta kvenna fótboltamótið sem við höfum haldið hér í Eyjum og erum við stolt af því að fótboltasamfélagið vill koma til okkar ár eftir ár. TM mótið í Eyjum 2019 er þrítugasta fótboltamótið okkar og hefur það breyst úr móti fyrir 6. til 2. flokk sem var 4 daga mót yfir í að vera þriggja daga 5. flokks mót. Mótið hefur farið úr því að vera spilað á malarvelli við Löngulág yfir í að vera spilað á einum af bestu grasvöllum landsins. Aðstæðurnar hafa breyst mikið á þessum árum og hafa mannvirkin okkar skipað stóran sess í þessum breytingum en einnig er tölvutæknin að hjálpa okkur mikið.

Fyrstu árin þá voru umsóknir um aðild að mótinu sendar með pósti og allar upplýsingar fór fram annað hvort í gegnum borðsímann eða með bréfpósti. Í dag flýtir tæknin mikið fyrir okkur í öllum samskiptum við félögin og getum við auðveldlega komið upplýsingum á aðstandendur liðanna. Á síðustu öld þá gátu foreldrar fengið upplýsingar um gengi liðanna með því að senda fax á félagið og krakkarnir gátu haft samband við foreldra með því að nýta myntsíma sem var staðsettur á íþróttasvæðinu. Það er því áhætt að segja að TM mótið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og eigum við sem yngri erum erfitt að setja okkur í spor þeirra sem stóðu að móti sem þessu fyrir 30 árum þar sem tækni og aðstæður voru allt aðrar en í dag.

Við höfum sett saman sýningu um sögu fótboltamótanna og verður hún opin í Einarsstofu á meðan á mótinu stendur. Á þessari sýningu er hægt að sjá nöfn þeirra félaga sem hafa borið sigur úr býtum á mótinu þessi 30 ár og má þar sjá nöfn margra íþróttakvenna sem stigu sín fyrstu skref á TM mótinu og hafa spilað fyrir Íslands hönd, einnig er hægt að skoða hvernig mótið hefur þróast á þessum árum. Njótið þess sem eyjan okkar hefur upp á bjóða og verið dugleg við að safna góðum minningum með vinum og fjölskyldu sem munu fylgja ykkur um ókomin ár.

EFTIRTALIN BÆJARFÉLÖG HVETJA STELPURNAR SÍNAR TIL DÁÐA: Fljótsdalshérað

Rangárþing eystra

Garðabær

Hornafjörður

Reykjanesbær


Velkomin í hópinn Við bjóðum alla velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina Íslandsbanka. Skráðu þig í viðskipti á netinu, það tekur aðeins örfáar mínútur! Kynntu þér málið á islandsbanki.is/velkomin og smelltu þér í viðskipti.

440 4000 @islandsbanki

Íslandsbanki


ÝMSAR UPPLÝSINGAR: Afmæliskaka: Í tilefni þess að við erum að halda 30. TM Mótið þá verður afmæliskaka fyrir alla þátttakendur og gesti í Týsheimilinu (stóra salnum, neðri hæð) fimmtudaginn 13. júní milli kl. 13:00 - 16:00. Tímasetning hvers liðs er í höndum fararstjóra.

fyrir leik tilkynnir þjálfari leikmanni um þátttöku. Miðað er við að hvert félag eigi sinn fulltrúa í leiknum. Leikmenn keppa í sérstökum “Landsliðs” og “Pressuliðs” búningum sem eru gerðir sérstaklega fyrir þennan leik. Að leik loknum mega leikmenn eiga búningana sína.

Bátsferð: Öllum þátttakendum er boðið í bátsferð með bátnum Halkíon frá Rib-Safari. Brottför er frá sömu bryggju og Herjólfur leggst að, nema austan megin, við hliðina á Tanganum. Báturinn hefur nokkuð stífa áætlun, þannig að hópar þurfa að vera tilbúnir á bryggju tímalega áður en ferð hefst. Bátsferðin tekur ca. 30 mín, farin er stutt ferð út í Klettshelli.

Matur: Allar máltíðir, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur verða í Höllinni við Strembugötu nema grillveislan á laugardagskvöldi verður fyrir utan Týsheimilið. Ef gefa á keppendum millimál í gistirýmum skal nota til þess matsal eða kaffistofu.

Bílastæði: Fá bílastæði eru á mótssvæðinu en einnig er hægt að leggja bílum við íþróttahús og Þórsheimili. Mikilvægt er að halda akstursleiðum á stæðunum í kringum vellina opnum til að sjúkrabíll eigi greiðan aðgang. Lögregla hefur eftirlit með svæðinu og grípur til þeirra úrræða sem þeir kjósa ef bílum er ólöglega lagt, skapa hættu eða loka mikilvægum leiðum. Landsleikir: Landsleikir eru á föstudagskvöldi kl. 18:30 á Hásteinsvelli, spilaðir eru tveir leikir á sama tíma og gilda samanlögð úrslit úr báðum leikjum. Þjálfari tilnefnir fulltrúa síns félags og tilkynnir mótsstjórn, tveim tímum

Nammileikur: Á kvöldvökunni hangir nammipoki uppi í salnum, félögin eiga að giska á fjölda stykkja í pokanum. Aðeins eitt svar frá hverju félagi skal senda í skilaboðum á Facebook síðu mótsins. Skila þarf í síðasta lagi kl. 16:00 á laugardag. Úrslit tilkynnt á lokahófi. Rútuferðir: Reglulegar rútuferðir verða á matartíma. Frá Íþróttamiðstöð (fánastöngum við Illugagötu) upp í Höll og til baka aftur. Rútan mun ganga stanslaust þennan hring á matmálstímum. Sjúkravakt: Á skrifstofu ÍBV er hægt að nálgast plástur, klaka ofl. fyrir minniháttar meiðsli. Ef grunur er um alvarlega áverka skal alltaf hringja í 112.

Sund: Frítt er í sund gegn framvísun þátttökuarmbands þrisvar sinnum yfir mótið. Opið 6:15 -21:00 virka daga og 9:00 – 21:00 um helgar Tapað/fundið: Allir óskilamunir sem verða eftir á mótssvæðinu, meðan á mótinu stendur, enda í íþróttahúsinu/sundlauginni, eins það sem verður eftir í skólunum þegar mótinu er lokið. Félagsfáni: Öll félög mæta með félagsfána síns félags og flagga honum sjálf á fánastangir við Týsvöll, og taka hann síðan niður áður en haldið er í Herjólf heim á leið. Verðlaun í mótslok: Á laugardegi keppa lið í 8 liða mótum. Sigurlið í hverju móti fá afhentan bikar og leikmenn gullpening. Leikmenn liðs í 2. sæti hvers móts fá afhenta silfurpeninga. Lið mótsins, valdir 10-12 bestu leikmenn mótsins að mati dómara og fá þeir sérstaka viðurkenningu. Prúðasta liðið á mótinu utan vallar, fær bikar. Tekið er mið af framkomu hópsins hvarvetna, “hópur” eru allir leikmenn félagsins, þjálfarar, fararstjórar og foreldrar. Háttvísi verðlaun KSÍ, dómarar velja prúðustu liðin í hverjum leik. Allir keppendur fá viðurkenningarpening.TM mótið í Eyjum -mótssvæðið-

HE1 gur

Dalave

HE2

T1

T3

T2

Helgafellsvöllur (nálægt flugvelli)

T4

Týsvöllur

Hamarsvegur

H1

H2

E1

Hásteinsvöllur

E2

Da

lve

gu r

Eimskipshöll

Þór

Þ1

Vestmannaeyjavöllur

svö

Þ2 Þ3 Týsvöllur T1 T2 T3 T4 Eimskipshöll

E1 E2

Þ4

Þórsvöllur Þ1 Þ2 Þ3 Þ4 Hásteinsvöllur

H1 H2

Ham

arsv

Helgafellssvöllur

HE1 HE2

egu

r

llurDAGSKRÁ TM MÓTSINS 2019 MIÐVIKUDAGUR 12. júní 10:45 / 13:15 / 15:45 / 18:15 19:00 - 21:00 21:30

Brottför frá Landeyjarhöfn Matur í Höllinni Fararstjórafundur í Týsheimilinu

FIMMTUDAGUR 13. júní 07:00 - 08:30 11:30 - 13:00 08:20 - 17:00 13:00 - 16:00 16:30 - 18:00 18:30 - 20:00 20:00 22:00

Morgunmatur í Höllinni Matur í Höllinni Leikir hjá öllum liðum 30 ára afmæliskaka í Týsheimili ( stóri salur ) Matur í Höllinni Kvöldvaka / hæfileikakeppni í Íþróttamiðstöðinni

(hvert félag með eitt atriði sem er um leið keppni um það besta)

Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöðinni Fararstjóraóvissa, tveir frá hverju félagi fá frítt

FÖSTUDAGUR 14. júní 07:00 - 08:30 11:30 - 13:00 08:20 - 17:00 16:30 - 18:00 18:30 - 19:15 19:30 - 20:30

Morgunmatur í Höllinni Matur í Höllinni Leikir hjá öllum liðum Matur í Höllinni Landsleikur á Hásteinsvelli Landslið og Pressulið Úrslit í Hæfileikakeppninni og brekkusöngur

FÖSTUDAGUR 15. júní 07:00 - 08:30 08:00 - 13:00 12:15 - 13:45 14:00 - 15:30 15:30 16:00 16:30 - 17:00 17:00 - 17:30 17:30 - 18:00 19:30 / 21:45

Morgunmatur í Höllinni Riðlakeppni Matur í Höllinni Jafningjaleikir Bikarúrslitaleikir Úrslitaleikur um TM mótsbikarinn Viðurkenningapeningar afhentir á Hásteinsvelli Grillveisla við Týsheimilið Lokahóf í Íþróttamiðstöðinni Brottför með Herjólfi Birt með fyrirvara um breytingar


Karl Kristmanns Umboðs - og heildverslun ehf.

Velkomnar til Vestmannaeyja! Stelpur við óskum ykkur góðs gengis á TM mótinu Karl Kristmanns ehf // Ofanleitisvegi 15-19 // 900 Vestmannaeyjum Sími: 481 1971 // Gsm: 897 1172 // tölvupóstur: hkk@eyjar.is


MÓTSREGLUR 1. Keppt er á minivöllum. Leiktími á fimmtudegi og föstudegi er 2x15 mín. Leikhlé 3 mín. Leiktími á laugardegi er 2x12 mín. Leikhlé 2 mín.

2. Dæma skal eftir reglum KSÍ fyrir 5. flokk 7 manna bolta. 3. Allir leikir skulu hefjast á því að dómari leiði liðin frá marki við girðingu að miðju vallarins. Áður en að leikur hefst skulu lið, varamenn og þjálfarar safnast saman fyrir aftan markið fjær áhorfendum. Þegar Dómarinn gefur merki skulu liðin ganga í röð inn á völlinn að miðlínu. Fyrirliði fyrstur, þá leikmenn og síðast þjálfari. Á miðlínu skulu liðin raða sér í beina röð á móti áhorfendum og veifa. Fyrirliði næst dómara, leikmenn og þjálfari fjærst. Síðan taka fyrirliðar í höndina á hvor öðrum. Eftir að dómari hefur kastað hlutkesti og fyrirliðar valið, þjálfari sér um að kalla varamenn út af vellinum í skiptibox.

4. Dómari skal ekki hefja leik nema þjálfari og varamenn séu á sínum stað. Varamaður og aðstoðarmenn verða að vera á merktu svæði. Dómari hefur heimild til að stöðva leikinn og leiðrétta stöðuna. Aðeins þjálfari má vera á hliðarlínu leikvallar. Varamenn og liðsstjórar skulu vera á merktu svæði hægra megin fyrir aftan sitt mark.

5. Í leikjum er aldrei skráður meiri markamunur en 3 mörk. 6. Röðun liða eftir árangri í riðlum: 1. Stig // 2. Fleiri nettó mörk // 3. Færri mörk fengin á sig // 4. Innbyrðis viðureign // 5. Hlutkesti

7. Verði liðin jöfn 1. Markamismunur // 2. Ef markamunur er jafn, telst það lið ofar sem hefur fengið færri mörk á sig //3. Innbyrðis viðureignir // 4. Hlutkesti

8. Undanúrslitaleikir og úrslit um verðlaunasæti A. Verði lið jöfn að venjulegum leiktíma loknum (markajafntefli) vinnur það lið sem skoraði eftir stystan leiktíma í fyrri hálfleik eða seinni hálfleik. Dæmi: Lið A skorar í fyrri hálfleik eftir 3 mín og 45 sek. Lið B skorar í seinni hálfleik eftir 2 mín og 10 sek. Endi þessi leikur jafntefli, þá telst lið B sigurvegari. Aðstæður gætuverið óhagstæðar á annað markið því verður reglan að gilda fyrir hvorn hálfleik. B. Ef leikur endar með markalausu jafntefli fer fram framlenging 2x5 mín. Ef enn er jafnt skal vítakeppni ráða úrslitum, 5 spyrnur á hvort lið.

9. Neiti lið að mæta til leiks eða neiti að spila leik getur það átt á hættu að missa stig eða jafnvel vera dæmt úr leik. Mótanefnd hverju sinni ákveður viðurlög við broti sem þessu.


Vestmannaeyjabær

Verið hjartanlega velkomin til Vestmannaeyja

Frítt í eldheima fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn) Frítt í SAGNheima fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn) Sýningin saga fótboltamótanna er opin 10 - 17 alla mótsdagana í einarsstofu (sagnheimum) (frítt inn)


UMGENGNISREGLUR 1.

2.

Hvert félag fær stofu/stofur til umráða sem það skal sjá um að halda hreinum meðan á mótinu stendur (þar með talið salerni og handþurrkur). Verði einhverjar skemmdir ber félagið ábyrgðina. Muna einnig að henda öllu rusli eftir sig út í gáma. Í hverri stofu verður að vera fararstjóri. Keppendur mega aldrei vera einir í stofunum, hvorki að nóttu né degi.

3.

Borð, stólar og annar borðbúnaður sem er í stofum, ekki færa hann til.

4.

Allt á að vera hljótt í skólum frá klukkan 22:00.

5.

Öll hlaup á göngunum eru stranglega bönnuð og boltar eru bannaðir innan dyra.

6.

Fararstjórum skal bent á það að útidyr eru opnanlegar innan frá, keppendur geta því hæglega læst sig úti eftir að skólanum hefur verið lokað á kvöldin. Athugið að hafa allar hliðarhurðar læstar, hurðin að framan er opin til klukkan 23:00. Það er verið að hugsa um öryggi ykkar með því að hafa lokað. Annars er það á ykkar ábyrgð ef eitthvað kemur fyrir.

7.

Öllum bílum skal lagt á bílastæði við skólana, ekki á skólalóð.

8.

Alla skó skal geyma í anddyri skólanna. Keppendur geta haldið á skónum sínum í stofurnar. Það á enginn að ganga á útiskóm um ganga skólanna.

9.

Skólarnir eru aðeins ætlaðir þátttakendum á mótinu.

10.

Meðferð áfengis og tóbaks er stranglega bönnuð í skólunum. Ef einhver er úti eftir klukkan 23:00 þarf hann að hringja í fararstjóra og láta hleypa sér inn ekki húsvörð eða annað gæslufólk. Athugið við brottför að sópa og ganga vel frá stofunum og henda rusli í gáma. Góða ferð heim!

Niðurröðun atriða í hæfileikakepnninni er eftirfarandi: 1. Fjölnir 2. Afturelding 3. KFR 4. FH 5. Valur 6. Fylkir 7. Fram 8. Selfoss 9. ÍA 10. Stjarnan

11. Snæfellsnes 12. Þróttur 13. Grótta 14. RKV 15. ÍR 16. Haukar 17. Víkingur 18. Breiðablik 19. Sindri/Neisti 20. KR

21. Fjarðabyggð 22. Grindavík 23. Höttur 24. Þór 25. Njarðvík 26. HK 27. Álftanes 28. KA 29. ÍBV


Gangi ykkur vel stelpur!

Eyjar A6L Vinnslustöðin hf

hafnargata 2

900 Vestmannaeyjar

vsv@vsv.is

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.

Útibú Vestmannaeyjum 440 2480

www.vsv.is


AFÞREYING: Það er fjölbreytt afþreying í Vestmannaeyjum sem gestir mótsins geta nýtt sér á milli leikja.

sem tengist sögu Vestmannaeyja. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn).

Eldheimar Eldheimar eru gosminjasafn, þar er hægt að fræðast um eldgosið á Heimaey 1973 og Surtseyjargosið 1963. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn).

Eyjabíó Eyjabíó er kvikmyndahús Vestmannaeyja, þar eru allar nýjustu bíómyndirnar sýndar.

SEA LIFE Trust Sea Life Trust er nýtt fiska og náttúrugripasafn, þar er hægt að sjá fiska, fugla og ýmis sjávardýr. Þann 19. júní koma tveir mjaldrar frá Kína, Litla hvít og Litla grá, sem munu dvelja þar í aðlögun áður en þeir flytja í Klettsvík. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn). Sagnheimar Sagnheimar er byggðasafn, þar er hægt að fræðast meðal annars um Tyrkjaránið, Þjóðhátíð, Mormóna ofl.

Gönguferðir Það eru fullt af skemmtilegum gönguleiðum um eyjuna, ef taka á börn með í gönguna þá er auðvelt og skemmtilegt að fara uppá Eldfell og Helgafell. Golfvöllur Golfvöllur Vestmannaeyja er 18 holu völlur, hann er talinn einn af óvenjulegustu en jafnframt skemmtilegustu völlum landsins. Herjólfsdalur Skemmtilegt útivistarsvæði með aparólu, tjörn og landnámsbæ.

Sund Sundlaug Vestmannaeyja er með skemmtilegt útisvæði, klifurvegg, rennibrautir, trampólín rennibraut, heita potta ofl. Sprangan Sprang er þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga. Sprang fellst í því að sveifla sér í kaðli á milli kletta, þeir sem eru óvanir ættu að varast að fara hátt, bara byrja neðst og fara varlega. Frisbígolfvöllur Frisbígolfvöllurinn er 6 holu völlur staðsettur á milli Íþróttahússins og Týsheimilisins, skemmtilega krefjandi völlur. Stakkó Stakkó er útivistarsvæði í miðbæ Vestmannaeyja, þar er meðal annars mjög skemmtileg hoppudýna eða svokallaður "ærslabelgur".

Verslun Heiðarvegi 6 | 481 1400


Ísfélagið

Maribo

Maribo

Hlaðborð fyrir hópa og allskonar fyrir alla

Opið sun-fim 11:30 - 23:00 · fös-lau 11:30 - 01:00 Sent og sótt um helgar til 05:00 Heiðarvegi 5 · Sími 481 1567

Sjáumst á Pizza67!


PÓLEY

VIÐ ÓSKUM ÞÁTTTAKENDUM Í TM MÓTINU GÓÐS GENGIS:


Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu

Bíldudalur

Gjögur

Höfn

Reykjavík Vestmannaeyjar

Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is

m Veru

LJÚ FFENGU R FLJÓTLEGUR KO STUR

Húsavík


NÝIR TÍMAR Í TRYGGINGUM Fáðu strax okkar besta verð í tryggingarnar og kláraðu málið á nokkrum mínútum á netinu. Það getur þú bara hjá TM.

SJÁÐU ÞITT VERÐ Á TM.IS

Þetta virkar vel fyrir mig, lítið vanan netgæja. Þetta sparar mér fullt af tíma, ekkert vesen.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.