Þrettándablaðið 2017

Page 1

Þ R E T TÁ N DA B L A Ð

2017


FORÐIST ÓÞARFA BIÐRÖÐ Í HÖLLINNI

Forsala í Tvistinum og Þrettándaballi Eyverja

ÞRETTÁNDABALL EF ÞRETTÁNDAGLEÐI ÍBV FRESTAST TIL LAUGARDAGA, FRESTAST BALLIÐ LÍKA

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Knattspyrnudeild ÍBV Þrettándablaðið Útgefandi: ÍBV – Íþróttafélag Umsjón: Jón Ólafur Daníelsson Ljósmyndir: Addi í London, Sigfús Gunnar og Eyjafréttir Umbrot: Lind Hrafnsdóttir // Nostra Prentun: Eyrún ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Ólafur Daníelsson

2

- Styður dyggilega við bakið á


Sr. Guðmundur Örn Jónsson skrifar:

HUGVEKJA áður en hann þakkar fyrir sig og hleypur útí skúr til að strjúka aðeins yfir flugeldana og dást að dýrðinni. Þetta er maður sem aldrei sér fréttaannálinn eða skaupið, af því hann er svo upptekinn við að undirbúa stóru sýninguna á miðnætti. Og svo þegar herlegheitin byrja þá er okkar maður inní skúr og mokar bombum og blysum og tertum og rakettum í mannskapinn og allir verða að hlýða og hlaupa eins og hann segir. En einhver áramótin má kannski segja að hann hafi gengið full vasklega fram í sprengjuæðinu. Þá höfðu ónefndir feðgar verið eitthvað að bogra yfir einhverri tívolíbombunni, sem sprakk heldur snögglega og sleikti andlitið á pabbanum, með þeim afleiðingum að honum fossblæddi og menn óttuðust jafnvel að einhver varanlegur skaði hefði hlotist af þessu.

Hér í Eyjum virðist það vera lenska að taka hlutina með trompi. Þjóðhátíð er tekin með trompi, goslok og svo að sjálfsögðu Þrettándinn, sem lýtur eigin vestmannaeysku lögmálum varðandi tímasetningu. Er stundum snemma og stundum seint. Og áramótin, sem nú eru nýliðin eru að sjálfsögðu líka tekin með trompi hjá mörgum. Nokkrir félagar mínir hér eyjum koma t.d. saman um áramót ásamt fjölskyldum og leggja í púkk, svo flugeldaævintýrið verði sem stærst og glæsilegast. Og þar er það einn sem öllu stjórnar. Ég kýs að nafngreina hann ekki hér, en líklega kveikja einhverjir á perunni. Það má segja að hann hafi algjört alræðisvald í flugeldamálum í hópnum, enda er hann vakinn og sofinn yfir hverju smáatraði varðandi sprengingar og ljósadýrð áramótanna. Þetta er maður sem skiptir aldrei nokkurn tíman skapi, sama hvað á gengur, en um áramót gjörsamlega umpólast hann. Hjá honum eru rakettukaup ekki bara

EHF

- Styður dyggilega við bakið á

rakettukaup og einfaldur styrkur til björgunarfélagsins. Ó nei. Hjá honum er þetta sjálft lífið, ef svo má segja. Það er legið yfir bæklingum og dómum um tertur og sprengjur og myndbönd skoðuð á netinu af tívolíbombum og goshvellettum. Tíminn mældur nákvæmlega sem tekur hverja tertu að springa, einkunnir gefnar fyrir útlit og verð kannað í þaula. Allar þessar upplýsingar eru svo bornar saman við bókhald síðustu ára og svo er lagst yfir hvað það var sem betur mátti fara um síðustu áramót og viðbragðstími hvers og eins tekinn fyrir og staðsetningar allra endurmetnar fyrir næsta flugeldasjóv. Á gamlársdag er hann ekki mönnum sinnandi, hann er tvístígandi allan daginn, athugar tékklista fyrir kvöldið, skýst niðrí björgó og bætir smávegis við, fjórum, fimm tertum eða svo, tékkar á umbúðum, raðar upp og endurraðar og stiklar um allt og er aldrei til friðs. Þegar kvölda tekur, þá færist ókyrrðin heldur í aukana, hann borðar matinn annarshugar, stekkur upp frá borðum til að athuga einhverja bombuna, sest svo kannski aftur

Það er kallað í sprengjusérfræðinginn og hann beðinn um að hægja á sér í fjörinu. Hann hélt nú ekki, enda væri það löngu vitað að í stríði yrði alltaf mannfall. Hinn særði gæti bara lagst einhversstaðar niður þar sem hann væri ekki fyrir og truflaði ekki sýninguna. Einhverjir ætluðu að malda í móinn og vildu fara með hinn særða öldung uppá sjúkrahús, en þá setti okkar mann dreyrrauðann og augun skutu nánast neistum, þannig að kjarkmiklir skipstjórar lyppuðust niður og hlýddu flugeldastjóranum. Sýningin var kláruð, og þá bráði af okkar manni, og hann varð aftur hann sjálfur. Og það er ekki fyrr en þá sem hann áttar sig á því að vinur hans liggur helsærður eftir sprengjuregnið, og brunar auðvitað beina leið með hann uppá sjúkrahús. Hinn helsærði stríðskappi var eðlilega ekki ánægður með sprengjustjórann, en eftir dágóða stund á biðstofunni þar sem skoskar guðaveigar voru notaðar í sáttaferlinu þá sættust þeir heilum sáttum og komu í faðmlögum til baka eftir að búið var að sauma fórnarlambið saman, sem hlaut nú sem betur fer ekki varnalegan skaða af þessu. Og þó Þrettándinn sé sem betur fer ekki með þeim ósköpum sem þessar lýsingar bera með sér, þá er hann vissulega engu öðru líkur. Tröll og jólasveinar fara nánast hamförum og álfar og púkar fara á stjá. Og fyrir litla Vestmannaeyinga er þetta allt ósköp heillandi, um leið og þetta er dálítið hættulegt í þeirra huga. Fögnum og verum glöð á vestmannaeyskum Þrettánda nú sem endranær. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.

3


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Gleðilega hátíð

4

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Dóra Björk Gunnarsdóttir skrifar:

Annáll árið 2016 til æfinga hjá U-19 í knattspyrnu.

Janúar Árið byrjaði á því að við þurftum að fresta þrettándagleðinni um einn dag vegna veðurs og sem betur fer eru stjórnendur Hugins VE 55 miklir ÍBV-arar því að þeir seinkuðu brottför skipsins fram á laugardagskvöld til að að sjálfboðaliðar þrettándans gætu tekið þátt í hátíðinni. Hátíðin gekk mjög vel fyrir sig í góðu veðri og kvöddu Eyjamenn jólin með bros á vör. Handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags fékk Fréttapýramída Eyjasýnar fyrir framlag sitt til íþrótta í Vestmannaeyjum. Einnig hlaut Heimir Hallgrímsson pýramídann fyrir að vera annar af tveimur Eyjamönnum ársins 2015 að mati Eyjasýnar. Díana Dögg Magnúsdóttir var valin til að keppa fyrir Íslands hönd í undankeppni HM í handbolta í U-20 ára landsliðinu og Felix Örn Friðriksson var valin í æfingahóp hjá U-17 ára landsliði í knattspyrnu. Ákveðið var af aðalstjórn ÍBV að hafa æfingagjöldin fyrir árið 2016 óbreytt frá árinu 2015. Febrúar Sigríður Lára Garðarsdóttir æfði með A landsliði Íslands í knattspyrnu. Héraðssamband ÍBV stóð fyrir veglegri uppskeruhátíð í byrjun febrúar þar sem Theodór Sigurbjörnsson var útnefndur Íþróttamaður Vestmannaeyja 2015 og Hákon Daði Styrmisson var útnefndur íþróttamaður æskunnar. Ásgeir Elíasson æfði með U-19 ára landsliðinu í knattspyrnu og Jón Ingason með U-21 árs landsliðinu í sömu íþrótt. Þeir Stefán Hjaltason og Gauti Gunnarsson voru kallaðir til æfinga hjá í úrtaktshóp U-14 í handknattleik og þær stöllur Júlíana Sveinsdóttir og Díana Helga Guðjónsdóttir

Mars Þær Ásta Björt Júlíusdóttir, Þóra Guðný Arnarsdóttir og Sirrý Rúnarsdóttir voru valdar í æfingahóp hjá U-18 ára landsliði Íslands í handknattleik. KSÍ sendi þjálfara til okkar til að vera með hæfileikamótun fyrir börn fædd 2002 og 2003 um 40 krakkar sóttu þessar æfingar. Átta stúlkur voru valdar til æfinga hjá U-14 ára landsliðinu í handknattleik en það voru þær Andrea Gunnlaungsdóttir, Birta Lóa Styrmisdóttir, Linda Brynjarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Clara Sigurðardóttir, Helga Stella Jónsdóttir, Bríet Ómarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir. Felix Örn Friðriksson var í æfingahóp U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Þeir Dagur Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir til að spila fyrir Íslands hönd á EM í U-20 ára landsliðinu í handknattleik. Abel Dhaira leikmaður ÍBV lést þann 27. mars aðeins 28 ára að aldri eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Félagið þakkar öllum þeim sem studdu við Abel og aðstandum hans í þessum erfiðu veikindum. Ásgeir Elíasson var valin til að spila tvo æfingaleiki fyrir Íslandshönd með U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Einnig voru handboltapeyjarnir Arnór Viðarsson valinn til æfinga með U-14 ára og Páll Eiríksson valinn til æfinga með U-16 ára landsliðinu. Apríl 3. flokkur karla í handknattleik varð deildameistar í 1. og 3. deild en eldra árið vann fyrstu deildina og yngra árið þá þriðju. Þjálfarar strákanna voru þeir Svavar Vignisson og honum til aðstoðar Kári Kristján Kristjánsson. Fimm strákar voru svo valdir til æfinga með U-18 ára landsliðinu í handbolta en það voru þeir Andri Ísak Sigfússon, Daníel Örn Griffin, Elliði Snær Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson og Logi Snædal Jónsson. 3. flokkur kvenna varð deildarmeistarar í 2. deild og var Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari þeirra. Aðalfundur félagsins fór fram í mánuðnum og kom þar fram að rekstur félagsins hafi gengið vel á síðasta ári. Stjórn félagsins var öll endurkjörin á fundinum. Arnar Pétursson þjálfari meistaraflokks karla framlengir samningi sínum við félagið og einnig fyrirliðar meistaraflokka félagsins í handknattleik þau Ester Óskarsdóttir og Magnús Stefánsson. Kvenna og karlalið félagsins í handbolta komust bæði í úrslitakeppnina í Olísdeildunum. Úrslitaleikur Lengjubikarins í knattspyrnu var spilaður hér í Eyjum í lok apríl þar sem Vinnslustöðin bauð á leikinn.

EYJABLIKK - Styður dyggilega við bakið á

Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn sannfærandi og urðu því Lengjubikarmeistarar árið 2016. 5. flokkur kvenna eldra ár (fæddar 2002) tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. flokki. Gaman er að segja frá því að þessar stúlkur hafa orðið íslandsmeistarar þrisvar sinnum. Þjálfarar þeirra voru Hrafnhildur Skúladóttir og Hilmar Björnsson. Þóra Guðný Arnarsdóttir var valin í lokahóp U-18 ára landsliðsins í handknattleik og spilaði fyrir Íslands hönd á European Open. Herjólfur/Eimskip heldur áfram að standa vel við bakið á félaginu en þeir buðu 150 stuðningsmönnum félagsins á leik í úrslitakeppninni í handknattleik karla. Maí Minningarsteinn um Lárus Jokobsson var vígður á stofndegi Týs þann 1. maí en steinninn stendur við Týsheimilið. Á steininum er eftirfarandi áletrun: Með eldmóði sínum, framkvæmdargleði og þrautseigju lagði hann grunn að fyrsta stórmótinu fyrir ungt knattspyrnufólk á Íslandi árið 1984. Lífsstarf Lárusar er samferðarmönnum innblástur til góðra verka í þágu samfélags síns og íþróttahreyfingarinnar. ÍBV dagurinn var haldinn 1. maí þar sem meistaraflokkar karla voru að spila í handbolta og fótbolta. Mikið var um dýrðir en boðið var upp á pyslur og andlitsmálningu fyrir handboltaleikinn og pizzur í hálfleik í fótboltanum. 6. flokkur kvenna yngra ár (fæddar 2005) urðu Íslandsmeistarar í handbolta þjálfari þeirra var Bergvin Haraldsson. Strákarnir í 3. flokki eldra ár (fæddir 1998 og 1999) urðu einnig Íslandsmeistrarar í handbolta þessi hópur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í apríl. Strákarnir sem eru á yngra ári í 3. flokki tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í B-úrslitum (fæddir 1999) Fimm strákar úr handboltanum voru valdir til æfinga í U-18 ára landsliðinu það voru þeir Andri Ísak Sigfússon, Ágúst Emil Grétarsson, Elliði Snær Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson og Logi Snædal Jónsson. Þrjú lokahóf voru í mánuðinum, lokahóf yngri flokka var haldið í Íþróttamiðstöðinni þar sem var mikið fjör og lokahóf 4. flokks var haldið í Týsheimilinu. Unglingaráð ÍBV sér um skipulagið á þessum lokahófum. Einnig voru vetrarlok félagsins haldin í Höllinni en þau eru fyrir iðkendur félagsins sem eru á sautjánda aldursári. Fimm ungar stúlkur voru boðaðar í úrtaksverkefni á vegum HSÍ en það voru Andrea Gunnlaugsdóttir, Clara Siguðrardóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir. Þrír strákar voru

5


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

HERJÓLFUR 6


boðaðir til æfinga hjá U-16 ára landsliðinu í handbolta en það voru þeir Ívar Logi Styrmisson, Óliver Daðason og Páll Eiríksson. Júní Dagur Arnarsson æfði með U-20 ára landsliðinu og Díana Helga Guðjónsdóttir var í æfingahóp hjá U-19 ára landsliði KSÍ. Fjórir eyjamenn voru í lokahóp í U-18 ára landsliðinu í handbolta en þeir fóru með hópnum á æfingamót í Þýskalandi en þetta voru þeir Andri Ísak Sigfússon, Ágúst Emil Grétarsson, Elliði Snær Viðarsson og Friðrik Hólm Jónsson. TM mótið í Eyjum var haldið í mánuðnum en á mótinu voru 76 lið sem spiluðu tæplega fjögurhundruð leiki á þremur dögum. Orkumótið var einnig haldið en á því móti voru 108 lið sem spiluðu tæplega sexhundruð leiki. Dagur Arnarsson var í lokahóp í U-20 ára landsliðinu i handknattleik sem spilaði á móti í Sviss. Júlí Eyjarnar endurheimtu Heimir Hallgrímsson í byrjun mánaðarins en hann hafði verið í langri útlegð með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Heimir og Lars gerðu frábæra hluti á EM í knattspyrnu með Íslenska landsliðið. Eins og allir Eyjamenn vita þá steig Heimir sín fyrstu skerf í þjálfun hjá ÍBV og voru aðeins 10 ár í sumar síðan hann varð Shellmótsmeistari með 6. flokk ÍBV í b, c og d liðum. Þá lék A liðið einnig úrslitaleikinn en beið lægri hlut. Páll Eiríksson var boðaður til æfinga hjá U-16 ára landsliði Íslands í handknattleik. Meistaraflokkar félagsins í knattspyrnu tryggðu sér úrslitaleiki í Borgunar bikarkeppni KSÍ. Í undanúrslitum kepptu stelpurnar við Þór/KA og unnu 1-0 í framlengdum leik fyrir norðan og strákarnir unnu FH á Hásteinsvelli 1-0. Þetta var í fyrsta skipti sem ÍBV á tvö lið í þessari keppni. Töluverð fjölmiðlaumfjöllun var í mánuðnum vegna Þjóðhátíðar þar sem nokkrir tónlistarmenn blönduðu sér í umræðuna en sem betur fer leystist úr deilunni í tíma. Við enduðum mánuðinn í Herjólfsdal í þvílíkri rjómablíðu en Þjóðhátíðin 2016 verður lengi í minnum höfð fyrir veðurblíðu. Hátíðin fór að mestu vel fram og var hátíðin ein af stærri hátíðum félagsins. Ágúst Tveir iðkendur félagsins spiluðu fyrir Íslands hönd í U-18 landsliðinu á EM í handbolta það voru þeir Ágúst Emil Grétarsson og Elliði Snær Viðarsson Meistaraflokkar félagsins kepptu á Laugardalsvelli um Borgunarbikarinn. Því miður þá enduðu báðir leikirnir með sigri andstæðinganna en mikið af Eyjamönnum fylgdu liðunum okkar á þessa leiki og ber að þakka fyrir góðan stuðning. Herjólfur/ Eimskip bauð Eyjamönnum í Herjólf í ákveðnar ferðir og var greinilegt að margir nýttu sér það. Annars fór mánuðirinn í að undirbúa vetrarstarf félagsins sem hófst 31. ágúst.

- Styður dyggilega við bakið á

September Lokahóf yngri flokka var haldið í Íþróttamiðstöðinni og fór það mjög vel fram og einnig var lokahóf 3. flokks haldið í Týsheimilinu. Félagið fjárfesti í tveimur nýjum Ford Transit bílum og er óhætt að segja að þeir voru góð viðbót við eigur félagsins. Einnig seldum við eldri bílana en þeir höfðu þjónað félaginu frá 2006. Handboltinn fór að rúlla af fullum krafti í september en þá hófu meistaraflokkar félagsins keppni í Olísdeildunum. Fjórir strákar voru valdir í hæfileikamótun KSí og N1 en það voru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Eyþór Orri Ómarsson, Kristófer Heimisson og Tómas Bent Magnússon. Þrjár stúlkur voru einnig valdar í hæfileikamótun KSÍ en það voru þær Clara Sigurðardóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir. Leikmenn meistaraflokks karla fengu far með Lóðsinum upp í Landeyjahöfn þar sem að ferðir Herjólfs í höfnina lágu niðri. Þessi ferð var farinn til að leikur ÍBV og Breiðabliks gæti farið fram. Gaman er að segja frá því að þrír leikmenn félagsins urðu eftir í Lóðsinum en sem betur fer uppgötvaðist það áður en hann var kominn langt út aftur. Október Ester Óskarsdóttir var valin í A landsliðið í handbolta en hún spilaði með liðinu á móti í Póllandi. Sumarlok félagsins voru haldin í Höllinni þar sem farið var yfir sumarið í máli og myndum. Þrjár stúlkur voru í æfingahóp U-19 ára landsliðsins í handbolta en það voru þær Ásta Björt Júlíusdóttir, Sandra Erlingsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir. Einnig voru Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir valdir til æfinga hjá U-15 ára landsliðinu í handbolta. Kristján Guðmundsson og Ian David Jeffs munu þjálfara meistaraflokka félagsins í knattspyrnu á næsta tímabili. Páll Eiríksson var valin í hóp hjá U-17 ára landsliðinu í handbolta til að keppa fyrir Íslands hönd á móti í Frakklandi. Sunna Sigurjónsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar karla af Óskari Jósúasyni. Byrjað var að vinna að nýjum varamannaskýlum við Hásteinsvöll en að þeirri vinnu standa þeir bræður Arnar og Gunnar Andersen ásamt Jóa í Laufási. Nóvember ÍBV átti tvo leikmenn sem spiluðu fyrir A landslið Íslands í handknattleik á móti í Úkraínu en það voru þeir Kári Kristján Kristjánsson og Theodór Sigurbjörnsson. Mikið var um landsliðsæfingar í mánuðunum og var Eyþór Orri Ómarsson valinn í úrtakshóp hjá HSÍ fyrir drengi fædda 2002-2003 þeir Dagur Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson voru valdir til æfinga með U-21 ára landsliðinu og síðan þeir Andri Ísak Sigfússon, Ágúst Emil Grétarsson, Daníel Örn Griffin, Friðrik Hólm Jónsson og Logi Snædal Jónsson valdir til æfinga hjá U-19. Fótboltakrakkarnir Margrét Íris

Einarsdóttir var valin í úrtakshóp hjá U-19 ára landsliðinu og Tómas Bent Magnússon var valinn til æfinga hjá U-16. Leikmaður ÍBV í handboltanum Guðný Jenný Ásmundsdóttir var valin í A landslið Íslands fyrir undankeppni HM sem fram fór í Færeyjum. Félagið stóð fyrir dómaranámskeiðum bæði í handknattleik og knattspyrnu í mánuðinum og luku rúmlega 60 iðkendur félagsins þessum dómarastigum. Desember U-16 ára landsliðsþjálfari Íslands valdi fótboltastelpurnar Clöru Sigurðardóttur, Hörpu Valey Gylfadóttur og Lindu Björk Brynjarsdóttur til æfinga. Fimm handknattleiksmenn voru valdir í verkefni í mánuðnum. Dagur Anarsson var valin í lokahóp U-21 árs landsliðsins fyrir undankeppni EM sem fram fer í Serbíu í janúar. Einnig voru þeir Ágúst Emil Grétarsson, Daníel Örn Griffin og Elliði Snær Viðarsson valdir til að spila æfingaleiki með U-19 ára landsliðinu. Páll Eiríksson var valin til æfinga hjá U-17 ára landsliðinu. Knattspyrnukonana Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin til æfinga með A landsliði Íslands. Í lok árs var haldið upp á 20 ára afmæli félagsins en þann 30. desember voru íþróttafélögin Týr og Þór sameinuð í ÍBV íþróttafélag. Þessi erfiða ákvörðun sem var tekin í lok árs 1996 hefur verið íþróttalífinu hér í Eyjum til heilla því á þessum tuttugu árum hefur félagið eignast rúmlega 80 íslands- og bikarmeistaratitla ásamt að gefa af sér fjölmarga landsliðsmenn og landsliðsþjálfara. En við horfum ekki bara í titlana okkar því barna- og unglingastarf félagsins á síðustu tuttugu árum er okkur bæjarbúum til sóma þó svo að alltaf megi gera betur. Vonandi gera þeir fjölmörgu sem stóðu að þessari sameiningu og að mótun ÍBV íþróttafélag sér grein fyrir mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íþróttalífið hér í Eyjum. Á árinu hefur félagið átt fjölmarga iðkendur sem hafa tekið þátt í landsleikjum. Leikmenn félagsins tóku þátt í rúmlega 20 landsliðsverkefnum fyrir Íslands hönd í handbolta og fótbolta en töluvert fleiri voru boðaðir í landsliðsúrtök. Langar mig að þakka aðalstjórnarmönnum sem og öllum öðrum stjórnarmönnum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og þakka þeim Herði Orri Grettissyni og Elíasi Árna Jónssyni fyrir þeirra störf í þjóðhátíðarnefnd. Þetta fólk hefur unnið óeigingjörn störf fyrir félagið. Bryndís Jóhannesdóttir, Alfreð Elías Jóhannsson og Bjarni Jóhannsson, létu af störfum hjá félaginu og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir samstarfið. Megi árið 2017 verða okkur öllum gott og munum að hlúa vel að þeim sem standa okkur nærri. Langar mig fyrir hönd félagsins að þakka öllum Eyjamönnum fyrir stuðninginn á árinu 2016 og vonandi sjáum við sem flest ykkar á völlunum okkar á árinu 2017. Áfram

7


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

8

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir

STAVEY

Bylgja VE 75 Verslun Heiðarvegi 6 | 481 1400

- Styður dyggilega við bakið á

FRÁR VE 78


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

EYJABLIKK

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

10

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

- Styður dyggilega við bakið á


Eiður Aron Sigurbjörnsson:

Útiloka ekki að spila með ÍBV á næstu árum Við fengum Eyjastrákinn Eið Aron Sigurbjörnsson í spjall til okkar á dögunum og ræddum við hann um veru hans í Þýskalandi þar sem hann leikur með Holsten Kiel. Eið ættu flestir að þekkja í Vestmannaeyjum en hann spilaði með liðinu þegar Heimir Hallgrímsson þjálfaði það. Hann lék alla 22 leiki liðsins árið 2010 þegar einungis einum leik munaði að liðið ynni titilinn. Eiður lék síðustu tvo leiki Holsten Kiel fyrir áramót í miðverðinum og átti hann nokkuð góðan leik gegn Hallescher sem sitja í 4. sæti þýsku 3. deildarinnar, tveimur stigum á undan liði Eiðs. Eiður lék með Örebro árið 2015 en ákvað undir lok ársins að færa sig yfir til Holsten Kiel, hvers vegna? „Ákvað að prófa eitthvað nýtt, að komast til Þýskalands er risastór gluggi fyrir mann þannig að þetta var eitthvað sem ég var mjög spenntur fyrir,“ sagði Eiður en í Þýskalandi er ein af stærstu þremur deildum í heimi, Bundesligan. Holsten Kiel hefur gengið ágætlega í deildinni eins og áður segir en þeir eru með 28 stig í 6. sæti deildarinnar.

Hvernig hefur Eiði fundist spilamennska liðsins og hjá honum í þeim leikjum sem hann hefur spilað? „Já liðinu hefur gengið bara þokkalega vel og erum eins og er í 6. sæti í deildinni, 7 stigum frá toppnum þannig það er enn þá allt opið í þessu og allur seinni helmingurinn eftir af mótinu. Varðandi frammistöðu mína, þá er ekki mikið að segja, ég meiddist frekar illa á ökklanum i byrjun móts og var frá í um það bil 6 vikur. Á meðan ég var í endurhæfingu er ráðinn nýr þjálfari og liðinu gekk bara vel og búið er að vera erfitt að vinna sig inn aftur en spilaði síðustu 2 leiki og gekk bara vel,“ segir Eiður sem vonandi fær tækifærið eftir góða frammistöðu í síðustu leikjum. Býst Eiður við því að fá meiri spiltíma á nýju ári? „Það er erfitt að segja til um það núna hvort maður fái meiri spiltíma eða ekki það er bara undir manni sjálfum komið, ég er ekki hérna til þess að sitja á einhverjum varamannabekk, ég hef engan áhuga á því.“ Nú hefur liðið aldrei verið hærra en í 3. deildinni, er það ekki markmið liðsins að rífa sig hærra upp deildirnar í Þýskalandi? „Liðið er stórhuga og vilja klárlega fara upp um deild, voru hrikalega nálægt því fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu

- Styður dyggilega við bakið á

umspilsleik á móti 1860 München á 93. mínútu leiksins.“ Varðandi það hvernig fjölskylda Eiðs hefði það í Þýskalandi sagði hann það vera nokkuð fínt. Gæti Eiður hugsað sér að spila með ÍBV á næstu leiktíðum? „Já, ég myndi alls ekki útiloka það að spila með ÍBV á næstu árum.“ Eiður átti alveg magnað tímabil árið 2010 þegar liðið var ótrúlega nálægt titlinum og svo annað flott tímabil 2011 þar sem hann fór til Örebro í ágúst, var það draumurinn að komast í atvinnumennskuna? Eiður var nú ekki þakklátur mér að minnast á tímabilið 2010 en hafði þetta að segja. „Þegar ég var yngri þá var það klárlega draumurinn en svo þegar ég var í 2. flokki sem framherji þá var ég ekki bjarsýnn á að það myndi gerast, en svo fékk ég sénsinn hjá Heimi Hallgrímssyni í einum leik á undirbúningstímabilinu 2009. Þar spilaði ég hafsent sem gekk mjög vel og eftir það spilaði ég flesta leikina á því undirbúningstímabili og átti svo þokkalegt fyrsta tímabil með ÍBV, þegar við rétt björguðum okkur frá falli.“ Er eitthvað sem Eiður sér eftir á ferlinum, sem hann myndi breyta ef 11


Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Gleðilegt nýtt ár

12


Þrettándablaðið fékk Einsa Kalda í smá spjall en hann er að sjálfsögðu besti landsliðskokkur í heimi. Jæja Einar Björn, hvernig væri að þú svaraðir nokkrum laufléttum spurningum fyrir Þrettándann okkar? Ekkert mál. Ég geri allt fyrir ykkur Hvaða leikmaður var skemmtilegastur í Frakklandi í sumar? Ari Freyr er hress

hann gæti? „Nei í rauninni er engin eftirsjá, en leiðinlegasti tíminn var sennilega árið 2012 þegar ég spilaði ekki eina sekúndu með Örebro sem féll um deild á því tímabili.“ Er Eiður með einhver góð ráð að lokum til ungra knattspyrnuleikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref? „Það að æfa vel, hlusta á það sem þjálfarinn segir og það er alltaf hægt

að bæta sig. Einnig að hugsa vel um sjálfan sig, ná góðri hvíld, borða vel og vera ákveðinn í því sem maður ætlar að gera,“ voru lokaorð Eiðs sem dvelur nú í Vestmannaeyjum yfir hátíðarnar og hjálpaði við tækninámskeið félagsins á dögunum.

Hver fannst þér vera bestur í liðinu í Frakklandi? Gylfi Sig Hvað var vinsælasti maturinn hjá leikmönnum? Nautalund og bernaise Hver er matvandastur í Íslenska landsliðinu? Siggi Dúlla Borðaði Heimir mest af öllum? Hann borðaði vel Hver er fyndnastur í Íslenska landsliðinu? Aron Einar er

skemmtilegur Hver er mesti prakkarinn í Íslenska landsliðinu? Tegadór Elmar Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn? Erfitt að gera upp á milli en Kolli er einn af uppáhalds Hvor gerir betri súpu, þú eða Grýla? Hún hefur kennt mér margt Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Já er annað hægt 13


14

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

- Styður dyggilega við bakið á


Ásta Björt Júlíusdóttir spilar handbolta með meistaraflokki kvenna: Ertu með gælunafn? Cheese Hvað er skemmtilegast við Jólin? Bara að vera með vinum og fjölskyldu! Uppáhaldsjólasveinn Kertasníkir Hvort ertu hræddari við Grýlu eða Leppalúða Er skíthrædd við þau bæði Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð Allt fáránlega skemmtilegt Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í handbolta Kristina Mulle Kristiansen & Teddi Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í fótbolta Toni Kroos Uppáhaldslið í handbolta erlendis? Rhein-Neckar Löwen Uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni? Ætli ég verði ekki að segja Liverpool Hver er fyndnust í liðinu þínu? Greta Kavaliauskaité Hver er mesti tuddinn í liðinu þínu? Kristrún leynir á sér.

Logi Snædal spilar handbolta með meistaraflokki karla: Ertu með gælunafn? Er stundum kallaður Töframaðurinn því ég get búið til mark upp úr engu. Eða Clutch, því að ég skora yfirleitt úrslitamarkið þegar liðið mitt þarf á því að halda. Hvað er skemmtilegast við Jólin? Að fá alla pakkana frá Höllu systir Uppáhaldsjólasveinn Kertasnýkir gaf mér alltaf flottustu gjafirnar. Hvort ertu hræddari við Grýlu eða Leppalúða Leppalúði hefur alltaf hrætt mig mikið. Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð Að halda utan um mömmu þegar við horfum saman á flugeldasýninguna og vinna í sjoppunum því það koma svo margir skrýtnir að versla. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í handbolta Páll Eydal hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd. Þú finnur ekki metnaðarfyllri leikmann Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í fótbolta Breki Ómars. Hann leggur svo mikið á sig í ræktini að lyfta á byssur og brjóst að það er aðeins tímaspursmál hvenar hann nær að brjóta sér leið inn i 22 manna æfingahóp hjá meistaraflokk ÍBV. Uppáhaldslið í handbolta erlendis? Mors Thy. Hef haldið með þeim allt frá deginum sem þeir gáfu Agnar Smára mági mínum séns á að verða atvinnumaður. Þó svo að það öskubusku ævintýri hafi ekki varið lengi. Uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni? Drottningargarðs Riddararnir(QPR) Hver er fyndnastur í liðinu þínu? Kolbvélin er rosalega fyndinn og líka Siggi Braga Hver er mesti tuddinn í liðinu þínu? Elliði Snær hefur sennilega lamið mig oftast af öllum í andlitið. - Styður dyggilega við bakið á

15


16


Inga Hanna Bergsdóttir spilar fótbolta með meistaraflokki kvenna: Ertu með gælunafn? Inga Hanna Hvað er skemmtilegast við Jólin? Bara að vera með fjölskyldunni Uppáhaldsjólasveinn Kertasníkir Hvort ertu hræddari við Grýlu eða Leppalúða Grýlu Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð Allt saman Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í handbolta Guðjón Valur Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í fótbolta Messi Uppáhaldslið í handbolta erlendis? Kiel Uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni? Liverpool Hver er fyndnust í liðinu þínu? Júlíanna Hver er mesti tuddinn í liðinu þínu? Sísí

Ásgeir Elíasson spilar fótbolta með meistaraflokki karla: Ertu með gælunafn? Er oftast kallaður Geiri Hvað er skemmtilegast við Jólin? Komast í frí frá skóla og vera með vinum sínum. Uppáhaldsjólasveinn Stúfur klárlega Hvort ertu hræddari við Grýlu eða Leppalúða Er alltaf mjög hræddur við Grýlu Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð Örugglega bara að vera í dalnum með vel völdnum vinum og strýða fólkinu sem verður svo skrýtið á kvöldin. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í handbolta Klárlega Logi „töframaðurinn“ Snædal Jónsson Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í fótbolta Ég verð að segja Fernando Torres. Svo er Halldór Páll líka í miklu uppáhaldi. Uppáhaldslið í handbolta erlendis? Fylgist ekkert mikið með handbolta erlendis svo ég verð bara að segja Kiel. Uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni? Liverpool, verðandi englandsmeistarar. Hver er fyndnastur í liðinu þínu? Hákon „Konnboozter“ Jónsson er virkilega fyndinn. Hver er mesti tuddinn í liðinu þínu? Sigurður Arnar Magnússon er nokkuð harður.

- Styður dyggilega við bakið á

17


18


Viðtal við Bjúgnakræki

Er Grýla góð mamma? Já svona yfir höfuð er hún góð mamma en getur alveg verið ofsalega ströng en það er samt allt í lagi, það veitir stundum ekkert af. Hvað er skemmtilegast að gefa í skóinn? Það er skemmtilegast að súkkulaði í skóinn og það er bara vegna þess að mér finnst sjálfur súkkulaði svo gott. Hvernig er að eiga heima í fjalli? Það er mjög gaman, getur stundum verið kalt en þá erum við bara duglegir að gera æfingar til að halda á sér hita. Hvað er skemmtilegast við Þrettándann? Að koma niður af fjallinu og sjá alla krakkana. Allir svo glaðir og ánægðir að sjá okkur og því verður maður ofsalega kátur að sjá alla. Einnig að gaman að fylgjast með mömmu og pabba því þau verða svo ofsaglöð! Hver er óþægasti Jólasveinninn? Það er klárlega Stúfur. Hann er alltaf eitthvað að prakkarast þannig að mamma þarf oft að skamma hann.

Hefur þú kysst einhverja mömmu þegar þú ert að gefa í skóinn, eins og segir í laginu? Jájá ég hef oft knúsað mömmurnar en við tölum nú ekkert meira um það!! Hvað gafstu Grýlu í jólagjöf? Ég gaf henni veiðistöng svo hún geti veitt handa okkur fisk í ánum upp á fjalli. Fiskur er nefnilega svo góður matur. Hvaða jólasveinn vaggar mest í göngunni á Þrettándanum? Það er Skyrgámur. Hann vaggar svo mikið að maður er hræddur um að hann fari bara á hliðina. Með hvaða liði heldur þú í ensku knattspyrnunni: Nú auðvitað Sheffield Wednesday. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í handbolta og fótbolta hjá ÍBV bæði karla og kvenna? Mér finnst allir þessir krakkar alveg svakalega flottir og ég geri ekki upp á milli þeirra, það er bannað að gera upp á milli. Fara Jólasveinar stundum í handbolta og fótbolta? Jahá sko. Við erum alveg ofsalega duglegir að leika okkur í íþróttum, það eiga allir að vera duglegir að leika sér í íþróttum. Gerir Grýla betri súpu en Einsi Kaldi? Sko, mamma verður mjög reið ef ég segi ekki hennar en satt best að segja þá gerir Einsi kaldi betri súpu en þið verðið að lofa mér því að segja mömmu ekki frá þessu, hún verður alveg bandbrjáluð. Hrýtur Leppalúði hátt? Ussss já, stundum hrýtur hann svo hátt en það getur bara enginn sofið en við erum svo sem orðin vön þessu öllu saman.

Viðtal við tröllið Dreka

Hvað heitir þú eiginlega? Ég heiti Dreki og er alveg ótrúlega mikill dreki. Ertu búinn að sofa alveg síðan á síðasta Þrettanda? Nei ég vaknaði í korter í fyrradag,,, æii hún Grýla (mamma) er orðin svo svöng að það gaula í henni garnirnar og þá verður hún rosalega pirruð og geðvond. Öskrin og veinin í henni.... Maður lifandi! Hvað er skemmtilegast við Þrettándann? Mér finnst langskemmtilegast að komast úr hellinum og finna þessa andstyggilegu lykt af mannfólkinu. Þá fyrst verð ég svangur og get ekki beðið eftir að fá mér munnbita. MMMM Hvað gerir þú ef þú færð tannpínu? Hann Leppalúði er einstaklega fær í að rífa úr okkur tennur ef við fáum tannpínu. Ég held meira segja að honum finnist það rosalega skemmtilegt. Hann er svo bilaður. Eru Grýla og Leppalúði orðin svöng í óþæg börn? Þau eru orðin það svöng að þau eru farin að narta í okkur - Styður dyggilega við bakið á

tröllin. Flatnefur (bróðir) honum var nú bara skellt í tröllasúpu um daginn. Hún var nú bara nokkuð góð. Hvað fékkstu að borða á Jólunum? Við borðum alltaf jólakettlingana á jólunum. Það er herramanns matur. Hvor gerir betri súpu Grýla eða Einsi Kaldi? Grýla alveg pottþétt. Ég vil frekar krakkasúpu heldur en eitthvað humar kjaftæði frá honum Einsa. Grýla þarf að kenna honum að búa til alvöru krakkasúpu. Þær klikka aldrei. Hvað er uppáhaldsliðið þitt í Ensku knattspyrnunni? Er ekki bara eitt lið í Enska. Ég held það nú..... Lifrarpollurinn er málið. Hverjir eru uppáhaldsleikmennirnir þínir í ÍBV karla og kvenna, handbolta og fótbolta? Sko...... Þeir sem voru hvað óþekkastir sem börn eru mínir uppáhaldsleikmenn. Það eru Andri Ólafs í fótboltanum. Hann var viðbjóðslega óþekkur, langaði alltaf að narta aðeins í hann. Hjá stelpunum er Sísí frábær. Hún var trítilóður krakki. Hefði átt að enda í súpunni hjá mömmu. Í handboltanum þá er Grétar Eyþórs í miklu uppáhaldi, óþekkasti krakki Vestmannaeyja frá upphafi. En hjá stelpunum er það Guðbjörg Guðmanns. Hún og og Óskar maðurinn hennar þykjast vera rosalega góð en þau eru ógeðslega óþekk inn við beinið. Þau enda í pokanum hjá mömmu einn daginn.

19


20


Skemmtilegar myndir frá þrettándanum 2016 - Addi í London tók myndirnar -

- Styður dyggilega við bakið á

21


22


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir Bílaverkstæði

Harðar&Matta

ögmannsstofa Vestmannaeyja

Tannlæknastofa Heimis

Bergur ehf.

23


Hátíð álfa, trölla og jólasveina

DAGSKRÁ 5-8. JANÚAR 2017 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR

Kl. 21 Eyjakvöld á Kaffi Kró „Blítt og Létt“ Gestir verða m.a Sara Renee, Geir Jón, Guðmundur Davíðs og fleiri. Öll innkoman af Eyjakvöldinu rennur til Færeyinga vegna þeirra hamfara sem þar hafa verið.

FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR

Kl. 14:30 -16.00 Diskógrímuball Eyverja, Höllin Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. Kl. 16:00 - 18:00 Einarsstofa, opnun sýningar. Samsýning Ingvars Björns og Odee. Báðir eru þeir þekktir popartlistamenn og hafa sýnt víða um heim. Frábær fjölskyldusýning þar sem m.a. þrívíddargleraugu verða í boði til að njóta listaverkanna.

Kl. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

LAUGARDAGUR 7. JANÚAR

Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara. Í umsjón Bryndísar Jóhannesdóttur og íþróttafélaganna. Hlökkum til að sjá sem flesta mæta. Kl.12:00-17:00 Langur laugardagur í verslunum Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum!

Kl.13:00-16:00 Sagnheimar, Jólasveinar í vanda. Jólasveinarnir hafa notað safnið til að gista þegar veðrið er vont. Nú er Grýla að fara aftur til fjalla með Leppalúða, jólaköttinn og jólasveinana sína. Óþekktarangarnir týndu hinu og þessu á safninu, sem þeir þurfa nauðsynlega að hafa með sér. Okkur vantar krakkahjálparsveit til að finna þessa hluti! Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum! Kl. 00.00 Höllin, dansleikur Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Albatross

SUNNUDAGUR 8. JANÚAR

Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni

Sr. Guðmundur Örn fer með hugvekju.

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.