Þ R E T TÁ N DA B L A Ð
2016
Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir Bílaverkstæði
Harðar&Matta ögmannsstofa Vestmannaeyja
Gröfuþjónsta Brinks
STAVEY
Tannlæknastofa Heimis
FRÁR VE 78
Bergur ehf.
Knattspyrnudeild ÍBV Þrettándablaðið Útgefandi: ÍBV – Íþróttafélag Umsjón: Jón Ólafur Daníelsson Ljósmyndir: Addi í London, Sigfús Gunnar og Eyjafréttir Umbrot: Lind Hrafnsdóttir / Hvítir Hrafnar Prentun: Eyrún ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Ólafur Daníelsson
2
Þrettándablað ÍBV 2016
Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar:
HUGVEKJA saman um heima og geima þar til ég uppgötvaði að bæði ég og hann vorum farin að brynna músum sitt hvoru megin á línunni því við vissum bæði að aldrei framar ættum við okkar jólanótt yfir súkkulaði og randalín. Ég hafði alist upp við að hafa rjúpur á jólaborðinu en þær fundust ekki í Eyjum. Bjarni hafði hins vegar komist í Ystaklett með Halldóri kirkjuhaldara og náð nokkrum lundum. Halldór hafði að vísu kennt fleira en að veiða lundann því hann gaf okkur uppskrift að steiktum lundabringum í rjóma og svo fór að lundinn varð á borðum hjá okkur á aðfangadegi, því ég gat ekki hugsað mér annað en að fá fuglaket á jólum. Þetta þótti mörgum skrýtin ráðstöfun en við vorum sátt. Kæru Eyjamenn Ég vil byrja orð mín á að óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Það þarf að taka margar ákveðanir á lífsleiðinni. Ein af þeim góðu í lífi okkar hjóna var sú ákvörðun að flytja til Eyja og hefja prestsskapinn þar. Það má með sanni segja að við fjölskyldan höfum átt sjö góð ár á eyjunni fögru og lært margt og notið margs. Jól og áramót voru alltaf sérstakur tími, því þrátt fyrir að vera fjarri stórfjölskyldunni sköpuðust góðar hefðir og margir vinafundir. Ein af þeim dýrmætum var helgihaldið á aðfangadegi; hátíðarmessa kl. 18 og miðnætumessa kl. 12. Það þurfti að sjálfssögðu að skipuleggja allt vel á prestsheimilinu svo að allt næðist, jafnt helgihaldið sem kvöldmatur og gjafir. Hátíðleikinn, hlýjan og samstaðan í Landakirkju þetta kvöld er ógleymanleg og ekki síður þegar helgihaldinu lauk og formaður sóknarnefndar, Jói á Hól, fylgdi með heim og dvaldi með okkur og við sátum og drukkum súkkulaði fram á jólanótt og borðuðum randalín frá Arnóri Bakara. Þá fór hinn söguglaði vinur á flug og það var helgið dátt og maður fékk innsýn inn í liðna tíð í samfélagi Eyjanna. Oft kom Jóhann við á prestssetrinu en aldrei var hann jafn afslappaður og skemmtilegur sem á jólanóttina. Ég gleymi ekki fyrstu jólunum eftir að við höfðum kvatt Eyjarnar. Á aðfangadegi hringdi síminn og Jói á Hól var á línunni. Við spjölluðum Þrettándablað ÍBV 2016
Er við komum til Eyja vorum við bara nýskriðin úr háskóla sem blankir námsmenn. Bíllinn sem við áttum var Lada 1200 og við áttum í mesta basli með að koma okkur fyrir í prestsbústaðnum af þeirri einföldu ástæðu að við áttum svo lítið innbú. Á þessum árum voru jólaseríur dýrar og við höfðum fest kaup á einni rauðri sem dugað hafði okkur ágætlega á námsárunum enda vönduð að upplagi. Er líða tók á aðventuna sáum við hins vegar að ein jólasería var bara grín. Og þegar við tókum að spyrjast fyrir um seríumenningu byggðarlagsins fengum við þá skýringu að fyrstu jól eftir gos hefði bærinn verið svo dimmur og fullur af svörtum vikri að fólk hefði keppst við að lýsa allt upp með alls kyns seríum og síðan hefði þessi siður viðhaldist. Vorum við fljót að tileinka okkur Eyjasiðinn og höfum haldið honum á okkar heimili síðan ýmsum Reykvíkingum til nokkurrar undrunar. En sumt höfum við ekki náð að tileikna okkur. Enn er hlegið á okkar heimili að fyrsta gamlárskvöldinu er Bjarni hafði fest kaup á fjölskyldupakka Björgunarsveitanna og hafði í tilefni af því að við værum nú orðin ráðsett í atvinnulífinu uppfært flugeldakaupin og fjárfest í pakka nr2. Og sem hann er kominn út í garðinn við Hólagötu 42 og með honum hún Matthildur okkar enn á leikskólaaldri og er að munda sig við að kveikja á blysi lýsir mikill blossi upp himininn og fylgja drunur og neistaflug
svo að í hinni stífu austanást sem stóð þetta kvöld lagði eldglæringarnar sitt hvoru megin við presstbústaðinn en Bjarni og dóttirin stóðu hlémegin með sitt eina blys. Brátt kom í ljós að Rafn Pálsson tengdasonur hjónanna handan götunnar var mættur í öllu sínu veldi og hafði keypt eitthvað annað og meira en fjölskyldupakka. Síðar um kvöldið áttum við eftir að leggja leið okkar upp á Illugagötu og þá bar fyrir augu okkar vörulyftara sem lét silfurfoss úr eldi og eimyrju bera við himinn. Var okkur ljóst að á þessu sviði myndum við aldrei ná að toppa neitt. En seint mun mér úr minni líða sú sjón er Bjarni stakk barninu undri frakkann sinn, bar yfir höfuð sitt leifarnar af fjölskyldupakkanum og hljóp skelfingulostinn í skjól undan neistaregninu sem barst úr einhverri risaköku sem Rafn hafði komið fyrir á miðri Hólagötunni. Er eiginmaðurinn birtist úfinn og undrandi með barnið undir hendinni mættu honum hlátursrokur mínar og eldri sonarins sem orðið höfðum vitni að herlegheitunum. Þá var ógleymanleg fyrsta þrettándagleðin sem við tókum þátt í. Þar birtist í verki hinn stórtæki metnaður Eyjamanna og sú einarða lífsgleði sem vonandi mun aldrei yfirgefa mannlíf í Eyjum. En það sem þó býr sterkast í huga mínum og hjarta frá þessum árum er trúarsamfélagið sem við hjónin áttum með góðu fólki í gleði og sorg. Hvergi hef ég heyrt heilli og sannari trúarjátningar bornar fram af fólki sem reynt hefur nálgæð og hjálp almáttugs Guðs. Þar var jólabarninu sannarlega ekki úthýst og þegar ég fer yfir mína eigin þroskasögu veit ég að það var á þessum árum í samfélagi við Vestmanneyinga sem ég raunverulega komst til trúar á Jesú sem frelsara minn. Það er undarlegt að segja þetta en það er bara satt. Guð blessi Eyjamenn alla og hina fögru Heimaey og vaki í mildi sinni yfir mannlífi og náttúru um ókomin ár. Honum sé þökk fyrir liðna tíð. Kær kveðja Jóna Hrönn Bolladóttir
3
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Gleðilega hátíð
4
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Þrettándablað ÍBV 2016
Dóra Björk Gunnarsdóttir skrifar:
Árið 2015 gert upp Árið 2015 hefur verið félaginu gott, fjórir titlar komu í hús og uppbyggingastarfið okkar gengur vel. Rekstur félagsins er á réttri leið en eins og við vitum öll þá má ekki mikið út af bregða til þess að félagið sé aftur komið í fjárhagsvandræði. Janúar Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka var haldin 5. janúar í ágætis veðri. Jólasveinar, tröll og aðrar kynjaverur komu vel undan jólunum og voru þau í góðum gír á Þrettándagleðinni. Reglan er sú að hátíðin var færð að þeirri helgi sem er næst 6. janúar. Mikið er af flottum venjum í kringum Þrettándann og er þrettándakaffið ein af þeim. Þeir sem standa að gleðinni koma þá í Týsheimilið og þiggja veitingar af Týs kaffstellinu sem er aðeins notað 1x á ári. Stell þetta er læst inn í skáp alla hina daga ársins og fer alltaf pínu um framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags þegar verið er að nota annað stell en ÍBV hér í húsi. Arnar Pétursson fékk Fréttapýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Arnar hefur stýrt liði ÍBV í handbolta karla síðustu ár en hann ásamt samstarfsmönnum og leikmönnum unnu 1. deildina vorið 2013 og svo Íslandsmeistaratitilinn 2014 sem var í fyrsta skipti í sögu meistaraflokks félagsins í karlahandbolta. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir voru valdar í byrjun árs til æfinga með A- landsliðinu í knattspyrnu en einnig átti félagið töluvert af iðkendum sem æfðu með yngri landsliðum Íslands. Héraðssambandið valdi þau Dag Arnarsson og Sabrínu Lind Adolfsdóttur sem íþróttamenn æskunnar 2014 og eru þau vel að valinu komin en einnig var íþróttamaður Vestmannaeyja 2014 úr röðum félagsins en það var hornamaðurinn knái Grétar Þór Eyþórsson. Grétar hefur einnig getið sér gott orð fyrir þjálfun sína á yngri iðkendum félagsins í handbolta og fyrir frábært starf með Gleðigjafana. Knattspyrnuráð karla gerði samning við ellefu unga knattspyrnumenn en þetta eru strákar fæddir 1998, 1997 og 1996. Árið 2014 var okkur erfitt veðurfarslega og sem dæmi um það þá voru 83 iðkendur okkar fastir í borginni í lok janúar. Hluti af hópnum komst í gistingu á Hótel Cabin en hótelið hefur reynst félaginu mjög vel á síðustu árum. Eva Aðalsteinsdóttir var valin í landsliðshóp U-15 ára í handbolta en valdar voru 27 stúlkur sem leika tvo vináttulandsleiki gegn Skotum. Febrúar Nóg var að gerast í handboltanum því meistaraflokkar karla og kvenna tryggðu sér sæti í undanúrslitum í bikarkeppninni
Þrettándablað ÍBV 2016
og 3. flokkur karla og kvenna tryggði sér úrslitaleik um bikarmeistaratitilinn. Sabrína Lind Adolfsdóttir var valin í 19 manna hóp til að leika tvo æfingaleiki gegn Færeyingum í U-19 ára landsliðinu í knattspyrnu. Sigríður Lára Garðarsdóttir var í æfingahóp með A landsliðinu í knattspyrnu.
Mars Fjögur lið frá félaginu kepptu leiki í úrslitum bikarkeppni HSÍ, meistaraflokkur karla og kvenna og 3. flokkur kalra og kvenna. ÍBV spilaði 5 leiki í laugardagshöllinni og unnum við þrjá leiki og tvo titla af þeim fjórum sem voru mögulegir. Árangur félagsins var því glæsilegur en ÍBV og Valur voru einu félögun sem unnu tvo bikarmeistaratitla um helgina. Innilega til hamingju meistaraflokkur karla og 3. flokkur kvenna. Ekki er hægt að tala um árangur ÍBV öðruvísi en að þakka fyrir frábæran stuðning en félagið hefur fengið mikið hrós fyrir frábæra stuðningsmenn sína. Það var gaman að sjá á úrslitaleikjum félagsins að pallarnir voru þétt setnir og mikill söngur og gleði. Unglingaráð nýtti tímann í vetur og fór yfir fjáraflanir félagsins og setti upp hvað hver árgangur á/má selja og hvaða skyldur árgangar hafa gagnvart félaginu. Sú nýbreytni er nú að báðar íþróttir eru saman með fjáraflanirnar en þeir sem eru aðeins í öðru sportinu vinna aðeins að fjáröflunum sem í gangi eru meðan á leiktímabili stendur. Einnig er búið að setja þak á fjáraflanirnar. Fótboltinn nýtti fyrstu mánuði ársins vel og gekk frá samningum við nokkra leikmenn fyrir sumarið. Erla Rós Sigmarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir voru valdar í lokahóp U-19
ára landsliðs Íslands í handbolta fyrir undankeppni EM. Gunnar Þorsteinsson var valin í lokahóp U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleik gegn Rúmenum. Níu ungar stúlkur skrifuðu undir samning við knattspyrnudeild kvenna en þessar stúlkur eru fæddar 1996 til 1999. Apríl Aðalfundur félagsins var haldinn 14. apríl og fór fundurinn vel fram. Breytingar voru í aðalstjórn en úr stjórninni gengu Sigursveinn Þórðarson formaður og Ingibjörg Jónsdóttir, Íris Róbertsdóttir var kosin formaður og Aníta Óðinsdóttir og Unnar Hólm Ólafsson komu inn í stjórnina. Felix Örn Friðriksson var valin til að leika með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum. ÍBV íþróttafélag og Eyjablikk endurnýjuðu samstarfssamning sinn en mun fyrirtækið vera á öllum búningum yngri flokka félagsins sem og á þjálfarafatnaði. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka Eyjablikk fyrir mikinn og góðan stuðning við félagið. Á vordögum var ljóst að Jón Gunnlaugur Viggósson ætlaði ekki að þjálfa áfram kvennalið félagsins í handbolta og var þá strax farið í að ráða Hrafnhildi Skúladóttur til starfa. Mikil spenna var í lokaleikjum unglingaflokkanna okkar í handbolta en 4. flokkur kvenna, 3. flokkur karla og 3. flokkur kvenna háðu einvígi um að komast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Því miður komum við engu liði í úrslit þetta árið. 5. flokkur kvenna yngra ár tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, þær hafa verið í algerum sérflokki þessar stelpur undanfarin ár og eru vel að titlinum komnar. Stelpurnar unnu allar túrneringarnar í vetur í sínum flokki og enduðu þær með 148 mörk í plús. Þessar stelpur urðu líka íslandsmeistarar í sínum flokki í fyrra. Þjálfarar þeirra eru Hilmar Björnsson og Björn Elíasson. Hákon Daði Styrmisson var valinn í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í European open í Gautaborg og HM í Rússlandi í sumar. Nökkvi Dan Elliðason átti að vera á tánum því að líklegt var að honum yrði kippt inn sem og gerðist. Maí Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar og Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV skifuðu undir fimm ára samstarfssamning. Ölgerðin hefur verið stór samstarfsaðili félagsins til rúmlega 10 ára og er það mikill heiður fyrir félagið að þeir vilji halda áfram þessu góða samstarfi. Þrír peyjar voru valdir til að spila æfingafleiki U-17 í handbolta gegn
5
6
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Þrettándablað ÍBV 2016
Færeyjingum en það voru þeir Elliði Snær Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson og Logi Snædal Jónsson. Vetrarlok félagsins voru haldin á Háaloftinu og er óhætt að segja að það hafi verið mikil gleði í hópnum. Voru þau Ester Óskarsdóttir og Magnús Stefánsson valin best. ÍBV á þrjá fulltrúa í afrekshóp kvenna hjá HSÍ en það voru þær Díana Dögg Magnúsdóttir, Drífa Þorvaldsdóttir og Erla Rós Sigmarsdóttir. Eva Aðalsteinsdóttir var valin í 16 manna lokahóp hjá U-15 ára landsliði í handknattleik fyrir æfingamót í Skotlandi í ágúst og Sirrý Rúnarsdóttir spilaði með U-17 gegn Færeyjum. Gunnar Magnússon þjálfari meistaraflokks karla í handbolta nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og ákvað að fara frá Eyjum eftir tvö góð ár hjá félaginu. Í framhaldinu var ákveðið að eyjapeyjinn Arnar Pétursson myndi taka aftur við liðinu. Júní Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskip og Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV skrifuðu undir samning varðandi farþegaflutninga íþróttafólks með Herjólfi. Þetta er tímamóta samningur og mun vonandi verða langt samstarf framundan okkar á milli. Strákarnir í 3. flokki í fótbolta brugðust við kalli félagsins og hjálpuðu við hreinsanir á völlum félagsins eftir tappagötun. Strákarnir unnu gott starf og er mikilvægt að iðkendur geri sér grein fyrir að rekstur félagsins er samvinnuverkefni sem við þurfum öll að taka þátt í. Knattspyrnumót félagsins fóru vel fram en nöfnunum á báðum mótunum var breytt. Stelpumótið í 5. flokki heitir nú TM mótið í Eyjum og strákamótið Orkumótið. Bæði mótin voru spiluð í ágætis veðri og voru iðkendur á mótunum félögum sínum til mikils sóma. Á þessum mótum fáum við til okkar tæplega 2000 iðkendur og rúmlega 1000 gesti og er því utanumhald umfangsmikið. Eftir mótin komumst við í fjölmiðla þar sem að verðlaunabikarar á mótunum voru ekki sambærilegir í stærð. Félagið tók þessa ábendingu til sín og munum við vanda okkur betur í framtíðinni en þessi stærðarmunur kom ekki til vegna kynjamisréttar heldur þar sem að tvær nefndir standa að mótunum og þurfum við að bæta samtalið okkar á milli. Tveir ungir knattspyrnumenn skrifuðu undir samninga við félagið en koma þeir báðir upp úr yngri flokkum félagsins. Fyrir lá að bekkjarbílar yrðu ekki leyfðir á Þjóðhátíð 2015 eins og hingað til og brást þjóðhátíðarnefnd við með því að leigja hingað strætóa og breyta aðkomu farartækja í dalnum. Mannabreytingar urðu í brúnni hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu á árinu þar sem að Jóhannes Þór Harðarson þurfti að hverfa frá vegna veikinda í fjölskyldunni. Einnig sagði Tryggvi Guðmundsson sig frá þjálfun liðsins vegna persónulegra ástæðna. Félagið tók nokkrar vikur í að ganga frá samningum við þá Ásmund Arnarson og Andra Ólafsson. Júlí Mikil bikarveisla var hjá okkur um gosloka-
Þrettándablað ÍBV 2016
helgina en þá spiluðu stelpurnar okkar á móti Selfossi en strákarnir spiluðu gegn Fylki. Báðir þessir leikir voru í 8 liða úrslitum og duttu stelpurnar úr keppni en strákarnir tryggðu sér sæti í næstu umferð. Felix Örn Friðriksson var valin í lokahóp U-17 sem heldur utan í byrjun ágúst til að leika á opna Norðulandamótinu í knattspyrnu.
Hákon Daði Styrmisson og félagar í U-19 ára landsliði Íslands unnu European open mótið og er gaman að segja frá því að Hákon Daði var í liði mótsins. Merking stæða í dalnum gekk ágætlega í ár en þjóðhátíðarnefnd var með þá nýbreyti að láta starfsmenn sem hafa forgang í stikun hafa vesti. Þetta mæltist vel fyrir og var gaman að sjá að aðrir gestir Þjóðhátíðar báru virðingu fyrir þessum aukamínútum sem starfsmenn fá. Ekki væri hægt að halda Þjóðhátíð nema vegna sjálfboðaliðanna okkar. Þeir Heimir Hallgrímsson og Snorri Rútsson stýrðu stjörnuleik Gleðigjafanna sem fór fram á Hásteinsvelli. Leikurinn var hnífjafn eins og við var að búast og mikil gleði í hópnum. Ágúst Þjóðhátíð var sett í blíðskaparveðri og er alltaf jafn hátíðlegt að sjá gesti prúðbúna við setningu hátíðarinnar. Hátíðin í ár fór mjög vel fram að undanskildum nokkrum afbrotum sem urðu á hátíðarsvæðinu. Umræðan eftir hátíðina var nokkuð einsleit en var lítil ánægja í fjölmiðlastéttinni með þá ákvörðum lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að vernda þolendur og rannsóknarhagsmuni fyrir því að upplýsingar um mál yrðu tilkynnt fjölmiðlum jafnóðum og þau kæmu upp. Nökkvi Dan Elliðason og Hákon Daði Styrmisson léku fyrir Íslands hönd á HM U-19 ára. Ísland tryggði sér 3. sætið á heimsmeistaramótinu og stóðu eyjapeyjarnir sig mjög vel í þessum leikjum. September Meistaraflokkur karla í handbolta vann Hauka í viðureigninni um Meistara
meistaranna og er þetta í fyrsta skipti sem strákarnir í ÍBV vinna þann titil. Þjóðhátíð í Eyjum var valin besta bæjarhátíð landsins af þátttakendum í sumarleik Flóridana. Það er félaginu mjög mikilvægt að fá viðurkenningu sem þessa sem styður okkar í þeirri trú að öll sú vinna sem fer fram við þróun hátíðarinnar sé að skila sér til ánægðra gesta. 5. flokkur kvenna vann úrslitaleik í knattspyrnu um Íslandsmeistaratitilinn í B liðum og komu stelpurnar með bikarinn heim með Herjólfi. Þjálfari þeirra er Sigríður Ása Friðriksdóttir. Heimir Hallgrímsson og félagar tryggðu sér sæti á EM 2017. Heimir er eyjamaður í húð og hár og erum við ákaflega stollt af árangri landsliðsins undir hans stjórn. Erlingur Richardsson varð heimsmeistari félagsliða með lið sitt Fuchse Berlin. Eins og allir eyjamenn vita þá stýrir Erlingur liðinu en hann gekk til liðs við Berlínarliðið fyrir tímabilið. Margét Lára Viðarsdóttir spilaði hér í Eyjum upp alla yngri flokka og með meistaraflokki ÍBV frá 2000 til 2005. Hún er í 8. sæti yfir þá knattspyrnumenn sem skorað hafa flest mörk í keppnum á vegum UEFA landsleikjum og Evrópuleikjum félagsliða. Október ÍBV stóð fyrir stóru fjölliðamóti á vegum HSÍ í byrjun mánaðarins í 5. flokki karla og kvenna eldra ár. Mótið fékk nafnið Eyjablikksmótið þar sem Eyjablikk stendur vel við bakið á félaginu. ÍBV átti 4 lið á mótinu og er áhætt að segja að þau hafi öll staðið sig vel. Sumarlok félagsins voru haldin í Höllinni og voru Hafsteinn Briem og Sigríður Lára Garðarsdóttir valin bestu leikmenn félagsins. Þegar ljóst var að Jóhannes Þór Harðarsson myndi ekki snúa aftur eftir veikindaleyfi þá var gengið til samninga við Bjarna Jóhannsson sem næsta þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Honum til aðstoðar verður Alfreð Jóhannsson. Strákarnir í handboltanum tóku á móti ísraelsku liði í evrópukeppninni. ÍBV keypti útileikinn og voru því báðir leikirnir spilaðir hér heima. Strákarnir unnu þessa leiki sannfærandi og er þetta í fyrsta skiptið sem karlalið félagsins kemst í 2. umferð í evrópukeppninni í handbolta. Æfingar í fótboltanum fóru seint af stað þar sem að Eimskipshöllin var lokuð fram í byrjun nóvember. Verið var að skipta um gras á höllinni en var það gert vegna galla. Theódór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson fóru með landsliðinu í handknattleik til Noregs til að spila á æfingamóti. Nóvember Erla Rós Sigmarsdóttir og Ester Óskarsdóttir voru valdar til að spila fyrir A landslið Íslands á æfingamóti í Noregi. Þóra Guðný Arnarsdóttir var valin til að leika fyrir Íslands hönd á æfingamóti í handknattleik í Póllandi í desember og einnig voru fjórir strákar valdir til að taka þátt í móti í Þýskalandi í lok desember þetta eru þeir Andri Ísak Sigfússon, Elliði Snær
7
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
EYJABLIKK
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
HERJÓLFUR 8
Þrettándablað ÍBV 2016
Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson og Logi Snædal Jónsson. Drífa Þorvaldsdóttir var valin í afrekshóp HSÍ. Páll Eiríksson spilaði landsleiki fyrir Íslands hönd í U-16 ára landsliðinu í handbolta. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin til æfinga með A landsliðinu í knattspyrnu. Meistaraflokkarnir okkar í handboltanum héldu utan til að keppa í evrópukeppninni en stelpurnar fóru til Serbíu og strákarnir til Portúgals. Liðin seldu heimaleikina sína út þannig að spilaðir voru tveir leikir út hjá báðum liðum. Þetta voru allt hörkuleikir en því miður þá komust liðin okkar ekki áfram í næstu umferð. Desember Stjörnuleikurinn fór fram í Íþróttamiðstöðinni þar sem rauða liðið mætti því hvíta. Krakkarnir stóðu sig öll rosalega vel og var mjög fjölmennt í húsinu. Leikur þessi var fjáöflunarleikur fyrir Sóleyju Ólafsdóttur en hún glímir við erfið veikindi. FÍV útskrifaði stúdenta frá skólanum og voru iðkendur akademíunnar sem hafa lokið 4 önnum heiðraðir af því tilefni. Þrettán nemendur útskrifuðust og voru í þeim hópi 7 nemendur sem fengu silfurmerki akademíunnar en á árinu hafa 13 nýstúdentar fengið barmmerki frá félaginu við útskrift. Félagið er einstaklega stolt af þessum iðkendum sínum en þessir krakkar eru öll afrekskrakkar í íþróttum. Við
útskriftina kom í ljós að 10% af nemendum skólans hafa verið í úrtakshópum á árinu og er það tölfræði sem ekki margir skólar geta stært sig af. Eftirtaldir nemendur fengu silfurnælu félagsins árið 2015: Arnar Gauti, Ásta María, Dagur, Díana Dögg, Guðrún Bára, Hafstein Gísla, Magneu, María Davis, Nökkvi Dan, Sabrína Lind, Sigurður Grétar, Svanur Páll og Þórey Helga. Á árinu hefur félagið átt 23 iðkendur sem hafa spilað landsleiki fyrir Íslands hönd í handbolta og fótbolta en töluvert fleiri voru boðaðir í landsliðsúrtök. Við sem stöndum að félaginu eru mjög ánægð með árið sem var að líða. Iðkendur okkar höfðu nær allir gildi félagsins að leiðarljósi en þau eru gleði, barátta, samvinna og heilbrigði. Við uppskárum vel í nær öllum flokkum en við gerum okkur grein fyrir því að það er hægt að gera enn betur. Þjálfararnir okkar sóttu nokkur námskeið á vegum félagsins á árinu og erum við ávallt að vinna að því að mennta okkar fólk til að auka gæði starfsins. Stjórnir félagsins eru fjórar og vinnur það fólk sem þar situr mikið og óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn, þessi störf eru ekki alltaf sjáanleg og verða því stundum vanmetin. Á árinu hefur félagið verið með að jafnaði 32 stöðugildi og er félagið eitt af fjölmennari vinnustöðum bæjarfélagsins. Starfsfólk félagsins á miklar þakkir skildar því það vinnur oft á tíðum töluvert lengri vinnutíma en samningar kveða á um.
En ekki er hægt að tala um félagið öðruvísi en að þakka stuðningsmönnum fyrir stuðninginn á árinu en það er mikilvægt að við stöndum saman í blíðu og stríðu. Allir þeir sem þekkja félagið vita að sjálfboðavinna félagsmanna er mikil og segi ég stundum að við séum ríkasta fyrirtæki landsins því verðmæti félagsins liggja í mannauðnum okkur og er ekki hægt að fullþakka fólkinu okkar fyrir þá vinnu sem það leggur til félagsins og þar með til samfélagsins. Einnig langar mig að þakka eftrifaranadi nefndarmönnum fyrir þeirra störf fyrir félagið en Ingibjörg Jónsdóttir og Sigursveinn Þórðarson gengu út úr aðalstjórn á árinu, Magnús Sigurðsson og Eyjólfur Guðjónsson hættu í þjóðhátíðarnefnd. Þetta fólk hefur unnið óeigjörn störf fyrir félagið. Eysteinn Húni Hauksson, Gunnar Magnússon, Jón Gunnlaugur Viggósson og Stefán Árnason létu allir af störfum hjá félaginu og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir mikið og gott samstarf. Megi árið 2016 vera okkur öllum til heilla og langar mig fyrir hönd félagsins að þakka öllum bæjarbúum fyrir stuðninginn á árinu 2015 og við hlökkum til að sjá ykkur á völlunum okkar á árinu 2016.
Áfram ÍBV
Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir
10
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Þrettándablað ÍBV 2016
Gunnar Heiðar Þorvaldsson:
Það er ekki til betri tilfinning en að klæðast ÍBV búningi Hvernig var tilfiiningin að klæðast aftur búningi ÍBV? Hún var alveg frábær. Það er ekki til betri tilfinning en að klæðast ÍBV búningi. Með hvaða liðum hefur þú leikið erlendis? Ég hef leikið með Halmstad (Svíþjóð), Hannover 96 (Þýskalandi), Vålerenga (Noregi) , Esbjerg (Danmörk), Fredrikstad (Noregi), Reading (Englandi), Norrköping (Svíþjóð), Konyaspor (Tyrklandi) og Häcken (Svíþjóð). Hvar gekk þér best? Það hefur nú alltaf verið þannig með mig ef ég nýt trausts þjálfara míns þá mun ég raða inn mörkum fyrir hann. Í bæði Halmstad og Norrköping hafði ég sama þjálfarann (Janne Andersson) og ég naut gríðarlegs mikils trausts hjá honum. Enda fékk hann fullt af mörkum frá mér í staðinn:) Í Halmstad spilaði ég 38 leiki og skoraði 16 mörk. Ég varð markakóngur Allsvenskan 2005 með 16 mörk í Halmstad. í Norrköping spilaði ég 70 leiki og skoraði 34 mörk. Árið 2012 vann ég silfurskóinn með 17 mörk með Norrköping.
sínu. En þetta er gríðarlega erfitt á köflum og þú þarft að leggja svakalega mikið á þig til að vera atvinnumaður í mörg ár. Þetta er mjög grimmur heimur en getur líka verið alveg frábær. Er mikill munur á æfingum og æfingamagni sem atvinnumaður eða að leika á Íslandi? Já það er það! Á æfingum er miklu meira tempó úti en heima. Það gefur augaleið því öll þau lið sem ég hef spilað með úti eru mun betri en ÍBV. Æfingamagnið er svipað yfir tímabilið en mun meira á undirbúningstímabilinu. Þar æfum við oftast tvisvar sinnum á dag. Þetta er hægt úti því þar eru 6-10 manna teymi sem hugsar um þig svo þú getur orðið betri knattspyrnumaður. Er til betri völlur en Hásteinsvöllur? Nei Hásteinsvöllur er besti völlur í heimi (Staðfest). En ég hef spilað á fullt af völlum sem eru mjög nálægt því að vera eins góðir og Hásteinsvöllur;) Hver er uppáhalds samherji þinn hjá ÍBV fyrr og síðar? Úff þetta er erfið spurning! Ég hef spilað með fullt af snillingum. Eins og t.d.,Birki Kristins, Hlyn Stefáns o.fl. En mínir uppáhalds samherjar eru Tómas Ingi Tómasson, Atli Jóhannsson og Ian David Jeffs. Spilaði frammi með Tómas Inga hérna áðurfyrr og ég lærði gríðarlega
mikið af honum. Við vorum alveg eitrað framherjapar saman. Hann var meiri target og ég meira í því að stinga mér innfyrir vörnina o.fl. Það var mjög auðvelt að skora með Tomma fyrir aftan mann. Ég og Atli erum jafnaldrar. Í gamla gamla daga þá vorum við í sitthvoru liðinu. Ég í besta liði allra tíma, Þór Vestmannaeyjum og hann í hinu liðinu sem ég man ekki alveg hvað heitir....voru í grænum búningum;) Það hefði verið gríðarlega gaman ef við hefðum spilað saman í ÍBV alveg frá því byrjuðum. Það voru frábærir fótboltamenn í árgangunum í kringum okkur (80,81 og 83) og er ég sannfærður um það að ef við hefðum spilað undir merkjum ÍBV í barna- og unglingaflokkum þá hefðum við unnið allt sem í boði var. Atli er með frábæran vinstri fót og áttum við mjög auðvelt með að spila saman. Ian David „Shearer“ Jeffs er frábær fótboltamaður, eins og allir vita. Við höfum alltaf náð vel saman og finnst mér frábært að geta endað minn feril með hann mér við hlið!:) Kemst ÍBV í toppbaráttu á næsta ári? Við stuðningsmenn ÍBV þurfum að gera okkur grein fyrir því að nú er hafin viss uppbygging hjá okkur. Þetta mun taka einhvern tíma hjá okkur. Hversu langan vitum við ekki. En með vinnusemi, aga og dugnaði getum við komið okkur fyrr uppí toppbaráttuna. Hvort það verður á
Í hvaða landi var skemmtilegast að búa? Mér hefur alltaf liðið vel í Svíþjóð. Get kallað það annað landið mitt:) En svo var rosalega gaman að búa í Hannover og Reading. Í Hannover gat ég brunað um á 300 hestafla Benz á Autobahnanum og í Reading var þægilegt að búa með 30 mínúta akstur í uppáhalds borgina mína, London. Síðan var mjög áhugavert að búa í Konya í Tyrklandi. Konya er ein af höfuðborgum Islamstrúar og ég sá og upplifði MJÖG margt nýtt og öðruvísi þar:) Hvað er skemmtilegast við að vera atvinnumaður? Ætli það sé ekki að fá borgað fyrir að gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Vinna við að sinna áhugamálinu Þrettándablað ÍBV 2016
11
Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Gleðilegt nýtt ár
12
Þrettándablað ÍBV 2016
næsta ári veit ég ekki en eitt er víst að ég mun ekki hætta fyrr en ÍBV er komið í toppbaráttu! Ég flutti heim fyrr en ella til þess að hjálpa liðinu í hjarta mínu að komast á toppinn. Það er búið að taka mikið á að fylgjast með síðustu árum.... Hvort myndir þú vilja vera Íslandsmeistari eða Bikarmeistari? Bara bæði! Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Ég hef alltaf haldið uppá Hurðaskelli. Hann var alltaf með rosaleg læti þegar ég átti heima í Áshamarsblokkunum þegar ég var peyji;) Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Ekki núna en ég var frekar smeykur við
þau þegar ég var yngri. Sérstaklega þegar ég hitti þau á Þrettándanum í Eyjum. Þau voru OFT mjög nálægt því að taka mig með sér og setja mig í pokann þeirra! En sem betur fer slapp ég.... Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? Manchester United. Hef gert alla tíð. Hverjir eru uppáhaldsleikmennirnir þínir í ÍBV, meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta og handbolta? Úff þetta er mjög erfitt val! Allir sem spila fyrir ÍBV eru uppáhaldsleikmennirnir mínir! En ef ég þyrfti að velja einhverja úr þá myndi ég segja Jeffsy í karlafótboltanum.
Ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að sjá leik hjá kvennaknattspyrnunni síðasta sumar en hún Sísí kom á æfingu hjá okkur um daginn og við vorum eins og Xavi og Iniesta hjá Barcelona hérna áður fyrr. Áttum alveg miðjuna, þannig að ég segi Sísí. Í karlahandboltanum finnst mér Teddi bestur. Virkilega ánægður með kúrvuna hjá honum. Einnig held ég að hann Hákon geti náð langt.....þ.e.a.s. ef hann klippir sig!;) Í kvennahandboltanum finnst mér hún Vera vera best. Einnig held ég að Drífa gæti orðið frábær!:)
spilað með. TG9, Matt, Andri og get ég talið endalaust áfram. Hver er uppáhalds leikstaðan þín? Eiginlega í fyrsta skiptið sem ég spila sömu stöðuna allt tímabilið. Myndi segja hægri/vinstri kant. Hver var uppáhaldsleikmaðurinn þinn hjá ÍBV þegar þú varst ungur? Hlynur Stef og Zoran voru flottir.
rin a r Þó Ingi
Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? Ég held með Livpúl. “Frábært lið” Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í útlöndum? Suarez fær mitt atkvæði.
n
Valdirðu FH vegna hvíta búningsins? Klárlega , það er best að vera í hvítu. Hver er munurinn að vera í FH miðað við ÍBV? Held að það sé sigurhefðin sem hefur verið undanfarin ár hjá FH og aðstaðan í Krikanum er upp á 10. Hvernig var að upplifa stemminguna þegar Íslandsmeistarabikarnum var fagnað? Það var virkilega sæt tilfinning, öll vinnan yfir þessa mánuði að skila sér í hús. Þrettándablað ÍBV 2016
Hvor er betri völlur, Hásteinsvöllur eða Kaplakrikavöllur? Það toppar fátt að spila í góðu veðri í Eyjum. Ég ætla að gefa Krikanum umgjörðina í kringum völlinn en grasið er nú alltaf grænt í Vestmannaeyjum. Færðu nokkuð Lunda að borða hjá FH? Nei ég hef ekki ennþá séð hann. Fær einhver orðið Lunda að borða ? Hver er besti samherji sem þú hefur haft? Þeir eru margir góðir sem ég hef
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn hjá ÍBV karla og kvenna í fótbolta og handbolta? Í fótboltanum er það Ian “Frodo” Jeffs og Shanika. Í handboltanum er það Teddi og Ester Ó. Er möguleiki að þú farir aftur í atvinnumennsku? Já það er alltaf möguleiki en mér líður hrikalega vel á þeim stað sem ég er núna. Kemur þú á næstu Þjóðhátíð? Það er stór spurning, skulum vona það. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það toppar fátt eina góða steik ala Pabbi.
13
14
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir
Þrettándablað ÍBV 2016
Erla Rós Sigmarsdóttir spilar handbolta með meistaraflokki kvenna: Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Uppáhalds jólasveinnin minn er kertasnýkir Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Ja ég er smá hrædd við þau tvö Hvað er skemmtilegast við Jólin? Skemmtilegasta við jólin er að vera með fjölskyldunni og opna pakkana og borða góðan mat. Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum? Já það hafa einhver tröll tekið aðeins í mann. Hver er uppáhalds samherji þinn hjá ÍBV? Selma Rut Sigurbjörsdóttir er besti samherjin minn. Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? Ég held að sjálfsögðu með Manchester United Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna fótbolta og handbolta? Uppáhalds leikmaður i kvk handbolta er hún Selma, uppáhalds í karlaliðinu er Stefan Nilsen, uppáhalds í fótbolta kvk er að sjálfsögðu hún Júlíana og í karlaliðinu er það Abel.
Theodór Sigurbjörnsson spilar handbolta með meistaraflokki karla: Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Kertasníkir því maður fær alltaf flottast frá honum Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Stundum en ekki alltaf, aðalega þegar þau toga í mann og öskra Hvað er skemmtilegast við Jólin? Gjafirnar og allur maturinn svo er samvera fjölskyldunnar ávallt yndisleg. Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum? Nei ég er svo gífurlega fljótur að hlaupa. Hver er uppáhalds samherji þinn hjá ÍBV? Þeir eru allir yndislegir. Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? Hef alltaf verið Liverpool maður og er enn í dag. Hver er uppáhalds knattspyrnukonan þín? Verðum við ekki að segja Margrét Lára Viðarsdóttir. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna fótbolta og handbolta? Í karlaboltanum er Abel og í kvenna fótbolta er Sísí Lára. Kvenna handbolta er klárlega Gréta og í karla handbolta verðum við ekki að segja kastfélaginn og herbergisfélaginn hann Andri Heimir. Þrettándablað ÍBV 2016
15
16
Þrettándablað ÍBV 2016
Já það hefur sko gerst fyrir mig! Gaui litli kom og tók mig einu sinni en mér fannst það bara rosa gaman, hann er svo skemmtilegur. Hver er uppáhalds samherji þinn hjá ÍBV? Þær eru það allar. Þær eru allar svo ótrúlega góðar í fótbolta og skemmtilegar stelpur :) Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? Manchester United er mitt lið.
ra á L ísí
S
Hver er uppáhalds knattspyrnukonan þín? Uppáhalds knattspyrnukona mín er Carli LIoyd. Hún spilar í bandaríska landsliðinu og er miðjumaður. Á Íslandi er það Sara Björk Gunnarsdóttir.
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Uppáhalds jólasveinninn minn er Kertasníkir, hann er svo mikið krútt. Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Jájá en bara samt smá. Ég er alltaf svo stillt að Grýla hefur aldrei sett mig í pokann hjá sér.
Hvað er skemmtilegast við Jólin? Það er allt mjög skemmtilegt við jólin. Eins og að borða mandarínur, leika sér í snjónum, lesa bók og æfa fótbolta í flottu Eimskipshöllinni okkar :)
Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna fótbolta og handbolta? Í fótbolta eru það Ian Jeffs og Þórhildur. Dagur og Bergvin vinir mínir og Guðbjörg og Steina eru uppáhalds leikmennirnir mínir í handboltanum ;)
Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum?
BUFF
Þrettándadansleikur
föstudaginn 8. jan
Húsið opnar kl. 23.00. atHugiÐ – BaLLiÐ ER aÐEins tiL 04.00 atH! Ef þrettándagleði ÍBV flyst til laugardags gerir ballið það líka.
aðgangseyrir kr. 2.500,Þrettándablað ÍBV 2016
17
Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum óskar öllum Vestmannaeyingum farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 10-1963
Kveðja, starfsfólk Íslandsbanka Vestmannaeyjum.
18
Þrettándablað ÍBV 2016
Viðtal við Jólasveininn Hvað gerið þið jólasveinarnir allt árið? Það fer mestur tími í að undurbúa og gera klárt fyrir næstu jól það er rosalega mikil vinna Er Grýla góð mamma? Besta mamma í heimi stundum svolítið ströng. Eldar Grýla góðan mat handa ykkur? Oftast gerir hún það greyið en við bræðurninr reynum að hjálpa henni þar sem hún er orðin ansi gömul. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Gefa í skóinn, hitta alla krakkana og skella hurðum það er lang skemmtilegast Fáið þið ekki höfuðverk á gamlárskvöld þegar allir eru að skjóta upp flugeldum?
Nei nei þetta er ekki svo mikil hávaði miðað við bermálið í hellinum þegar Pabbi og Mamma (Leppalúði og Grýla) eru að öskra á okkur bræðurnar og svo kemur svakalegur hvellur þegar ég skell hurðum og ég elska svona hvelli. Eruð þið og tröllin góðir vinir? Við erum mjög góðir vinir, við leikum okkur oft saman og við bræðurnir keppum oft við þau í fótbolta og oftast vinnum við þau þar sem við erum með svo svakalega góðan þjálfara það er sko hann pabbi (Lebbalúði) sem sér um að halda okkur í góðri æfingu þótt hann sé svolítið Larsaralegur þ.e. feitur Hver er uppáhalds maturinn þinn? Allur rammíslenskur matur. Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? IBV er auðvitað liðið mitt en í enska þá höldum við bræðurnir yfirleitt með liði sem er í rauðum búning. Fyrir mörgum árum var Stúfur að þvo búninginn sinn og eitthvað gerðist því hann varð appelsínugulur mér fannst það rosalega flott og held því aðeins með Luton Town Svo er líka Týsbúningurinn alltaf fallegur. Að lokum hlakka ég til að sjá ykkur öll á malarvellinum!
Viðtal við tröllið, Mómó Hvað heitir þú eiginlega? Èg heiti MÓMÓ og er hestur
Borðar þú nokkuð fólk? Jahá eða eru óþekkir krakkar ekki annars fólk Breytast tröll í stóra steina þegar þau fara að sofa? Það veit ég ekki, ég er alltaf grjótsofandi þegar ég sef Hvað er skemmtilegast við jólin? Þrettándinn Verðið þið ekkert hrædd á gamlárskvöld þegar allir eru að skjóta upp flugeldum? Eru það ljósin sem lýsa upp fjöllin rétt fyrir þrettánda við héldum að þetta væri bara hrúga af stjörnuhröpum Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Já þau geta verið illskeytt leppi var eitthvað pirraður í fyrra þá reif hann tönn úr mér. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Krakkar í karrí Með hvaða liði heldur þú í Ensku knattspyrnunni? LIVERPOOL Hverjir eru uppáhaldsleikmennirnir þínir í ÍBV karla og kvenna í fótbolta og handbolta? Í fótbolta eru það Andri Ólafsson og Kristín Erna og í handbolta Grétar Þór og Arna þyrí. Þrettándablað ÍBV 2016
19
20
Þrettándablað ÍBV 2016
DÚNDURFRÉTTIR tónleikar í Höllinni laugardagskvöldið 9. janúar
Hljómsveitina Dúndurfréttir þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum frekar en öðrum á þessu landi, en uppistaða tónleikanna er klassískt rokk frá hljómsveitum eins og Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep og fleiri úrvalssveita. Þeir hafa margoft troðfyllt Eldborgarsal Hörpu og því hvalreki að fá þessa frábæru listamenn til Eyja. Dúndurfréttir skipa: Matthías Matthíasson – söngur, Einar Þór Jóhannsson – gítar, Ingimundur Óskarsson – bassi, Ólafur Hólm – trommur og Pétur Örn Guðmundsson – söngur og hljómborð.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 / húsið opnar kl. 21.00. ATHUGIÐ – EF ÞRETTÁNDAGLEÐI ÍBV FRESTAST TIL LAUGARDAGS, FARA TÓNLEIKARNIR FRAM FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 8. JAN, Á SAMA STAÐ OG TÍMA.
Forsala hefst í Tvistinum á fimmtudaginn / Verð í forsölu 3.500 / kr. 4.500 við hurð Borðapantanir hjá Tótu í síma 846-4086. en þá verður þú líka að vera búin/n að kaupa miða Þrettándablað ÍBV 2016
21
22
Þrettándablað ÍBV 2016
Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir
Áætlunarflug
Leiguflug
Skipulagðar ævintýraferðir
Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu
Bíldudalur
Gjögur
Húsavík
Höfn
Reykjavík Vestmannaeyjar
Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is Þrettándablað ÍBV 2016
23
Hátíð álfa, trölla og jólasveina
DAGSKRÁ 7-10.JANÚAR 2016 FIMMTUDAGUR 7.JANÚAR
Kl. 21 Eyjakvöld á Kaffi Kró „Bítt og Létt“
FÖSTUDAGUR 8.JANÚAR
Kl. 14 -15.30 Diskógrímuball Eyverja, Höllin Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum. Kl. 16 Lögreglustöð Vestmannaeyja Formleg afhending á nýjum leitarhundi lögreglunnar, Rökkva, sem er gjöf frá Kiwanis. Allir Velkomnir. Kl. 19 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. Kl.00.00 Höllin, dansleikur Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Buff
LAUGARDAGUR 9.JANÚAR
Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara. Í umsjón Katrínar Harðardóttur og íþróttafélaganna. Hlökkum til að sjá sem flesta mæta
Kl. 13.00-16.00 Sagnheimar, fjölskylduratleikur Jólakattarins Nú er Jólakötturinn í vondum málum! Grýla frétti að hann væri hálftrúlofaður læðu á Brimhólabrautinni og henti honum út. Getið þið hjálpað aumingja kisa að finna hluti í Sagnheimum til að nota fyrir nýtt heimili? Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Kl. 12 -16 Langur laugardagur í verslunum Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum!
Kl. 15.00 Kvika, bæjarleikhúsið Sýning Leikfélags Vestmannaeyja á Ævintýrabókinni. Miðasala er í síma 852-1940.
Kl. 13 Einarsstofa, sýningin Álfabækur Guðlaugur Arason rithöfundur sýnir myndverk sín Álfabækur. Myndverkin eru litlir bókaskápar fullir af agnarsmáum bókum þar sem búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Opið verður í Einarsstofu kl. 13-18 laugardag og sunnudag. Guðlaugur verður á staðnum báða dagana kl. 13-15 og svarar fyrirspurnum um tilurð verkanna. Athugið að sýningin verður aðeins þessa einu helgi. Í sumar er ætlunin að kynna betur þessa fallegu ævintýraveröld með sýningu 15. júlí – 15. ágúst 2016.
Kl. 21.00 Höllin, tónleikar Risatónleikar með Dúndurfréttum, þar sem þeir taka allt sitt besta „cover“efni. Húsið opnar kl. 21.00 og tónleikar hefjast kl. 22.00. Forsala í Tvistinum. Verð 3.500,- í forsölu en kr. 4.500,við hurð.
SUNNUDAGUR 10.JANÚAR
Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni
Sr. Guðmundur Örn fer með hugvekju. Kl. 13.30 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
ÍBV-Fram í handknattleik kvenna
Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins! - Frítt inn í Sæheima!