Þrettándablaðið 2014

Page 1

ร rettรกndablaรฐ 2014


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir FRÁR VE 78

NARFI ehf.

KIRKJUVEGI 23

BERGUR-HUGINN

HUGINN VE

VERSLUN GRÉTARS ÞÓRARINSSONAR

FASTEIGNASALA VESTMANNAEYJA

Hörður Þórðarson

Litla Skvísubúðin Vestmannabraut 28 · Sími 481 2230

2

LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA

FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA


Kraftaverkin gerast enn Það eru margir sem bíða spenntir eftir þrettándagleði ÍBV – eina af mörgum stórum og góðum hátíðum sem Eyjamenn hafa sett á stall og gert að eftirsóknarverðum viðburði og líklega glæsilegastu þrettándagleði á landinu. Þeir sem standa í skipulagi og undirbúningi eru búnir að hlakka til í heilt ár og hlakka til þess að koma öllu í réttan gír. Ég hef heyrt það á mörgum aðkomumönnum, að það sé hreinlega kraftaverki líkast hvernig Eyjamönnum hefur tekst að breyta flestum viðburðum samfélagsins í stórkostlegar fjölskylduhátíðir. Nægir þar að nefna þrettánda og þjóðhátíð, goslokahátíð og sjómannadagshelgi, öll íþróttamótin og svo mætti auðvitað áfram telja. Já, ekkert nema kraftaverk segja sumir. Og talandi um kraftaverk. Ég fæ alveg ótrúlega oft í mínu starfi spurninguna, hvort ég trúi því virkilega að yfirnáttúruleg kraftaverk geti gerst hér á Íslandi á 21. öldinni. Það er víst ekki fullgild rök að benda á hátíðirnar í Vestmaneyjum til að styðja málstaðinn – en engu að síður er það svo að daglega ger-

Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson ast kraftaverk allt í kringum okkur, bæði stór og smá. Raunar fæ ég að heyra reglulega magnaðar frásagnir, þar sem börn og fullorðnir hafa notið bænheyrslu og upplifað (eins og flestir Liverpool aðdáendur) að þau séu aldrei ein á ferð. En stundum er það svo að kraftaverkin verða með öðrum hætti en við búumst við. Sögurnar af þeim eru margar og upplifarnir einstaklinga eru ólíkar. Ein slík reynslusaga segir af manni sem hafði verið mikill drykkjumaður sem með Guðs hjálp hafði snúið við blaðinu, lét af drykkjuskapnum og fór að rækta sína kristnu trú. Nokkrum mánuðum síðar hitti hann gamlan félaga sem var ákafur andstöðumaður kristninnar. „Jæja, þér hafið tekið sinnaskiptum,“ sagði félaginn. „Þá trúið þér líklega á kraftaverk,“ sagði

Knattspyrnudeild ÍBV þakkar eftirfarandi gullkortshöfum fyrir stuðninginn á árinu: Bergur Kristinsson Haraldur Bergvinsson Sigurjón Þorkelsson Birgir Þór Sverrisson Haraldur Pálsson Sigursveinn Þórðarson Birkir Yngvason Hilmir Högnason Sindri Viðarsson Bjarni Rúnar Einarsson Huginn Guðmundsson Sonja Ruiz Martinez Daði Pálsson Ingi Sigurðsson Stefán Þ. Lúðvíksson Einar Birgir Einarsson Ingibjörg Jónsdóttir Stefán Örn Jónsson Einar Bjarnason Jens V. Nikulásson Sveinbjörn Óðinsson Einar Björn Árnason Jón Atli Gunnarsson Sævar Þór Magnússon Einar Ottó Högnason Jón Ó Svansson Valur Bogason Elías Á. Jónsson Kristinn Sigurðsson Varnek Nikulásson Ester Ólafsdóttir Kristmann Karlsson Víkingur Smárason Friðrik Ágúst Hjörleifsson Magnús Gíslason Þorsteinn Ólason Gísli Valur Einarsson Magnús Gíslason Þór Kristjánsson Guðjón Helgason Ólöf Ragnarsdóttir Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir Guðjón Magnússon Páll Marvin Jónsson Örn Hilmisson Guðjón Örn Sigtryggsson Ríkharður Stefánsson Hafdís Magnúsdóttir Sara Hamilton Hafir þú áhuga á að skrá þig í stuðningsmannaklúbbinn getur þú sent tölvupóst á netfangið studningsmannaklubbur@ibv.is með nafni og símanúmeri ásamt því að taka fram hvort þú viljir skrá þig í brons, silfur eða gull aðild. Einnig getur þú hringt í síma 481-2060 og skráð þig hjá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.

hann í hæðnistón. „Jú, sagði maðurinn, ég trúi sannarlega á kraftaverk.“ „Jahá, þér getið þá væntanlega útskýrt fyrir mér hvernig Jesús gat breytt vatni í vín eins og Biblían segir frá,“ sagði félaginn að bragði. „Nei, það get ég ekki útskýrt,“ svaraði hann. „En komið endilega með mér heim og þá skal ég sýna yður annað kraftaverk sem Jesús hefur gert þar. Hann hefur breytt öli og brennivíni í húsgögn, góð föt og hamingjusama fjölskyldu.“ Staðreyndin er nefnilega sú að Jesús vinnur daglega miklu meiri kraftaverk á meðal okkar en við getum nokkurn tímann gert okkur í hugarlund. Hann reis upp frá dauðum fyrir kraft Guðs. Þess vegna er Drottinn alltaf nærri. Hann er með hvern dag, hvort sem það er bjart yfir og lífið leikur við mann, sem og á þeim stundum þegar á móti blæs og dimmir dalirnir blasa við. Þar leiðir hann og styður hvert barn. Leyfum þess vegna þeim sama Guði og hans góða boðskap vera ráðandi þegar við hefjum nú nýtt ár 2014. Verum opin fyrir öllum þeim undrum og kraftaverkum sem lífið býður okkur upp á og komum augu á hin sönnu verðmæti! Gleðilegt ár! Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson

3


4


DÓRA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR:

Árið 2013 gert upp Árið 2013 var mitt fyrsta ár sem framkvæmdastjóri ÍBV – íþróttafélags. Óhætt er að segja að ekki hafi liðið sá mánuður nema eitthvað skemmtilegt verkefni hafi komið inn á mitt borð sem þurfti að vinna að. Í pistli þessum ætla ég að stikkla á stóru í starfi félagsins á árinu sem er að líða. Janúar Handboltastrákarnir okkar fóru til Spánar í æfingaferð ásamt handboltaráði og mökum. Stunduðu þeir æfingar og studdu þau vel við bakið á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Þessi ferð þeirra vakti mikla athygli því þau komu sér í alla fjölmiðla og voru landi og þjóð til mikils sóma. Í byrjun árs var undirritaður samningur milli félagsins og bæjarins vegna gæðaeflingar íþróttastarfs ÍBV - íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Febrúar Nýr vallarsamningur við Vestmannaeyjabæ var kláraður og fótboltastelpurnar okkar unnu háttvísiverðlaun KSÍ annað árið í röð. Í niðurstöðum rannsóknar, sem Rannsóknir og greining vann fyrir bæinn, kom meðal annars fram að íþróttabörn í Eyjum eru ánægð með íþróttaaðstöðuna ásamt því að iðkendur íþrótta í bænum neyta síður vímuefna en krakkar á fastalandinu sem einnig stunda íþróttir. Mars Handboltastelpurnar okkar komust í 4 liða úrslit í bikarkeppni HSÍ í Laugardagshöll.

Grétar Þór Eyþórsson leikmaður meistaraflokks karla náði þeim flotta áfanga að leika 200 deildarleiki fyrir ÍBV. Grétar Þór er 6. leikmaður félagsins í handboltanum sem nær þessum áfanga. Í lok mánaðarins lyfti meistaraflokkur karla í handbolta bikarnum á loft er þeir unnu 1. deildina og tryggðu félaginu sæti í úrvaldsdeildinni. Með þessum frábæra árangri strákanna varð ljóst að félagið myndi eiga 4 lið í úrvalsdeild á næsta leiktímabili og er ekkert lið á landsbyggðinni sem státar af öðrum eins árangri. Apríl David James, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, skrifaði undir samning við ÍBV um að vera aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar og verja markið í fótboltanum í sumar. Mikið fjölmiðlafár varð í kringum þessa undirskrift, því aldrei hefur jafn þekktur leikmaður spilað fótbolta fyrir íslenskt félagslið. Fyrrum fyrirliði Barcelona skrifaði einnig undir samning við félagið en hún var góð viðbót í flottan hóp hjá stelpunum. Handboltastelpurnar okkar tryggðu sér 2. sætið á Íslandsmótinu í handbolta sem er frábær árangur. Í mánuðinum var aðalfundur ÍBV íþróttafélags, en ekki var hægt að klára öll mál og var því boðað til framhaldsaðalfundar. 27. apríl var flottur dagur fyrir ÍBV, en þá tryggðu tvö yngri flokka lið félagsins sér Íslandsmeistaratitil. Það er óhætt að segja að gaman hafi verið í Herjólfi þegar siglt var heim með titlana. Steplurnar

í 5. flokki eldri, fæddar 1999, náðu í sinn fyrsta titil, en þær léku undir stjórn Unnar Sigmarsdóttir sem var ekki að koma með sem fyrsta titil til félagsins. Strákarnir í 4. Flokki, yngir fæddir 1998, náðu einnig í sinn fyrsta titil, en gaman er frá því að segja að þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill í karlahandbolta hjá ÍBV. Strákarnir léku undir stjón Jakobs Lárussonar. Maí Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í karlaog kvennaboltanum og var mikið fagnað á Hásteinsvelli þegar Hermann Hreiðarsson klæddist hvíta búningnum eftir margra ára útlegð. ÍBV íþróttafélag vann unglingabikar HSÍ fyrir gott starf í yngri flokkum félagsins. Framhaldsaðalfundur félagsins var haldinn og urðu breytingar í stjórn félagsins. Út gengu Jóhann Pétursson, formaður ÍBV til margra ára, Guðný Einarsdóttir og xxxxx og einnig hættu Páll Scheving og Sigurbergur Ármannsson sem varamenn. Inn í stjórnina komu Sigursveinn Þórðarson, formaður, Íris Róbertsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson og varamennirnir Styrmir Sigurðarson og Ingibjörg Jónsdóttir ásamt tveimur fulltrúum frá deildum félagsins, þá Arnar Richardsson og Hannes Kristinn Sigurðsson. Júní Pæjumót TM var haldið í byrjun mánaðarins og er óhætt að segja að veðrið hafi sett mark sitt á mótið, en flottar stelpur létu það ekki stoppa sig. Leikmenn ÍBV unnu bæði ljósmynda- og hæfileikakeppnina, enda miklir keppnismenn þar á ferð. Svipaða

5


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

HEILDVERSLUN KARLS KRISTMANNS

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

6

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


Um leið og skólinn byrjaði fyrir alvöru byrjuðu akademíurnar okkar að starfa. Aldrei hafa þær verið jafn fjölmennar, en um 90 iðkendur eru í þessum tveim akademíum. Fótboltatímabilinu lauk í lok september og enduðu stelpurnar okkar í 3 sæti og strákarnir í því 6.

sögu var að segja varðandi Shellmótið, en þetta var 30. mót félagsins. Þrátt fyrir töluverða rigningu var mótið mjög skemmtilegt og því greinilegt að áratuga reynsla Shellmótsnefndar skilar sínu. Elísa Viðarsdóttir var valin í EM hópinn sem hélt til Svíþjóðar í júlí. Júlí ÍBV vann í fyrsta skipti útileik í Evrópukeppninni, en það var eftir að Ian Jeffs fékk dæmda vítaspyrnu í lok leiks gegn Thorshavn í Færeyjum. Þeir áhorfendur sem fylgdu liðinu til Færeyja sögðu að reynsla Jeffs hafi skilað okkur sigri. En í næstu umferð drógumst við gegn Rauðu stjörnunni, þar sem liðið datt úr Evrópukeppni með tapi á útivelli. Ágúst Þjóðhátíðina ber fyrst að nefna, en hún er stærsta fjáöflun félagsins og því allt undir hjá okkur. Hátíðin gekk vel og var þjóðhátíðarvikan besta vika sumarsins veðurfarslega séð. Hátíðin var ein af þeim stærstu og voru gestir okkar þeir flottustu sem sögur fara af. Þjóðhátíðarnefnd var skipuð nýju fólki, en okkur til stuðnings voru þeir Páll Scheving og Tryggvi Már Sæmundsson. Á laugardeginum á þjóðhátíð tók ÍBV á móti FH og var það fjölmennasti leikur félagsins sem leikinn hefur verið á Hásteinsvelli. Eins og alltaf í Eyjum var það sem eftir lifir ágústmánaðar frekar rólegt. Auðvitað var íþróttafólkið okkar á fullu því æfingatímabilið var í gangi í handboltanum og ekki var neitt slakað á í fótboltanum. September Handboltinn byrjaði að rúlla, en liðunum okkar stýra ný teimi. Þjálfarar karlaliðsins eru þeir Arnar Pétursson og Gunnar Magnússon og kvennaliðinu stýra þeir Svavar Vignisson og Jón Gunnlaugur Viggóson. Einnig voru breytingar hjá yngri flokkum í handboltanum, en í fullt starf hjá félaginu komu þeir Stefán Árnason og Hilmar Ágúst Björnsson.

Október Fótboltaþjálfararnir Hermann Hreiðarsson og Gregg Ryder létu af störfum hjá félaginu en í þeirra stað komu Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Dean Martin. Ekki voru neinar æfingar hjá fótboltanum í október en mánuðurinn var notaður til að ráða nýtt fólk til starfa. Þeir Eysteinn Húni Hauksson og Einar Kristinn Kárason komu inn í fullt starf að loknu fríi. Í mánuðnum héldum við stórt handboltamót fyrir 5. flokk eldri og heppnaðist það mjög vel. Nóvember Aðalstjórn ÍBV stóð fyrir 4 stefnumótunarfundum í mánuðinum til þess að gera gott félag enn betra. Þessi vinna kom mjög vel út og vill aðalstjórn þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn. Ein af stóru keppnishelgum ársins var í nóvember, en þá léku rúmlega 200 ÍBVarar fyrir hönd félagsins bæði hér heima og heiman og voru spilaði um 30 leikir. Desember ÍBV átti tvö lið í deildarbikar HSÍ og vorum við eina félagsliðið sem átti bæði karla- og kvennalið í þessari keppni. Um áramótin lét Valur Smári Heimisson af störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla. Við starfinu tók Eyjamaðurinn Hjálmar Jónsson. Á árinu hefur félagið átt 18 iðkendur sem spilað hafa landsleiki fyrir Íslands hönd í handbolta og fótbolta og er skiptingin milli greina jöfn. Töluvert fleiri hafa verið kallaðir til æfinga með landsliðunum okkar. Afreksfólkið okkar sem og öll önnur afrek félagsins á árinu sýnir hve gott starf fer fram hjá ÍBV sem er bæjarfélaginu okkar til mikils sóma. Að lokum langar mig að þakka eftirfarandi starfsmönnum sem létu af störfum hjá félaginu árið 2013 fyrir góð störf fyrir félagið: Tryggvi Már, Kári, Jóna, Friðrik, Jakob, Erlingur og Kiddi rútubílstjóri.

Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina 2014 Fimmtudaginn 2. janúar Kl. 21 | Blítt og létt hópurinn kemur fram á Eyjakvöldi á Kaffi Kró Föstudaginn 3. janúar Kl. 14 – 16 | Diskó - grímuball Eyverja í Höllinni Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum. Kl. 19 | Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl. Kl. 00 | Búninga – Þrettándaball Vinir Vors og Blóma og DJ Kiddi Bigfoot leika fyrir dansi. Menn eru hvattir til að mæta í búningum. Eiga ekki margir gamla þjóðhátíðar- eða dimmisjónbúninga? Verðlaun veitt fyrir frumlegasta búninginn! Laugardaginn 4. janúar Kl. 13 – 17 | Langur laugardagur í verslunum Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins. Kl. 11 – 15 | Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara , allir íþróttasalir opnir. Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna. Leikfélag Vestmannaeyja sér um andlitsmálun. Kl. 13 – 16 | Myrkraverk í Sagnheimum / Byggðasafni Hjálp! Grýla kom með fullt af dóti sem hún safnaði í mannheimi og faldi á safninu. Leppalúði varð svo reiður að hann klippti á rafmagnið! Krakkar! Getið þið komið með vasaljós og hjálpað Grýlu að finna dótið sitt? Frítt fyrir afa og ömmur í fylgd með börnum! Kl. 15 – 18 | Brunum saman í Herjólfsdal og létt lög í Dalnum. Kl. 13 – 16 | Opið á Náttúrugripasafni, Surtseyjarstofu og í Sagnheimum. Kl. 21 | Risatónleikar í Höllinni Jónas Sig. og Ritvélar framtíðarinnar, ásamt Lúðrasveitum Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Sunnudaginn 5. janúar Kl. 13 | Tröllamessa í Stafkirkjunni. Séra Kristján Björnsson. Kl. 14 | Leikur og söngur með Leikfélaginu í Safnahúsinu. Bregðist veðrið á föstudeginum færist gangan og ballið um kvöldið yfir á laugardag. Ef enginn verður snjórinn - verður „brunum saman“ frestað. Undirbúningsnefndin áskilur sér rétt til breytinga.

7


Framtíðin er björt fyrir handboltann í Eyjum - segir Gunnar Magnússon, annar af þjálfurum meistaraflokks karla í handbolta Höfum bætt okkur jafnt og þétt Gunnar hefur unað sér vel í Vestmannaeyjum í vetur ásamt fjölskyldu sinni og þau hafa verið fljót að aðlagast samfélaginu. „Fjölskyldan hefur verið fljót að aðlagast og krakkarnir ánægðir í grunnskólanum og leikskólanum. Starfið í handboltanum hefur verið skemmtilegt, þannig að okkur hefur liðið vel. Veðrið er hins vegar aðeins hvassara hér í Eyjum en við eigum að venjast,“ segir Gunnar kankvís. Aðspurður segist Gunnar vera ánægður með gengi ÍBV í handboltanum í vetur og hrósar strákunum í liðinu. „Við höfum lent í smá mótlæti hvað meiðsli varðar og þá hafa útlendingarnir ekki staðið undir væntingum. Ég er ánægður með spilamennsku liðsins og hvernig við höfum verið að bæta okkur jafnt og þétt í allan vetur,“ segir hann. Gunnar segir árangurinn vera betri en hann þorði að vona er hann tók við liðinu fyrir tímabilið. „Liðið er nýkomið upp í úrvalsdeildina og er í raun og veru skipað sömu leikmönnum og fóru upp um deild á síðasta tímabili. Liðið er jafnvel ekki eins sterkt

við þurfum að eiga toppleiki til að leggja þau að velli. Við erum með þunnskipað lið, en þegar við erum með alla leikmenn heila þá erum við þéttir og góðir og erfiðir viðureignar,“ segir Gunnar, en bætir við að lítið megi bregða út af hjá liðinu.

Gunnar Magnússon

eftir að við misstum Róbert Aron Hostert í meiðsli ásamt því að við misstum tvo lykilleikmenn eftir síðasta tímabil. Þannig að gengið er framar vonum,“ segir hann og bætir við að Róbert verði vonandi klár í slaginn þegar deildin byrjar aftur eftir hlé í febrúar. Leikmenn eiga árangurinn skilið „Umhverfið fyrir handboltann er frábært hér í Eyjum og aðstaðan gerist í raun ekki mikið betri,“ segir Gunnar. „Þá er mjög gott að starfa í klúbbnum, enda gott starfsfólk að vinna á skrifstofunni og stjórn handboltadeildarinnar er frábær. Fyrir leikmenn og þjálfara með metnað er því mjög gott að koma til ÍBV.“ Spurður hvort ÍBV eigi möguleika á að vera í toppbaráttunni þegar líða tekur á mótið segir Gunnar stefnuna vera setta þangað. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þetta verður erfiðara eftir áramót. Við eigum í baráttu við lið sem eru gríðarlega vel mönnuð og eiga eitthvað inni. Lið eins og ÍR, Valur og jafnvel FH eiga líklega eftir að koma sterkari til leiks á nýju ári. Þetta eru lið með mikla breidd og

8

Gunnar segir að það hafa verið gaman að koma inn í handboltaumhverfið í Vestmannaeyjum, enda sé vilji leikmanna mikill til að ná árangri og æfa vel. „Það er búið að taka mikið til, ef svo má að orði komast, og eiga Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson mikinn heiður skilinn fyrir að breyta hugarfarinu í handboltanum. Leikmenn leggja mikið á sig og ég vil meina að þeir séu að uppskera erfiði síðustu ára. Þá vona ég að ég hafi hjálpað þeim eitthvað í vetur. Það er engin tilviljun eða heppni að ÍBV hafi komist upp í úrvalsdeildina eða sé að sýna góða spilamennsku það sem af er vetri. Leikmenn eiga þennan árangur skilið og hafa unnið fyllilega fyrir honum,“ segir Gunnar.


undirbúa ungt fólk betur fyrir lífið. „Þetta snýst ekki bara um að koma upp afreksfólki í íþróttum, heldur einnig að kenna þeim að takast betur á við lífið. Þarna kennum við þeim aga og að skipuleggja sig, þau vakna snemma á morgnana og eru betur í stakk búin til að takst á við verkefni dagsins,“ segir hann.

Við Arnar vegum hvorn annan upp Gunnar segir að framtíðin sé björt fyrir handboltann í Vestmannaeyjum. „Hér eru flottir yngri flokkar og ungir og efnilegir leikmenn á leiðinni að koma upp í meistaraflokk á næstu árum. Við eigum marga leikmenn sem spila með yngri landsliðum, þannig að framtíðin er mjög björt fyrir handboltann í Eyjum. Á næstu árum eru allar forsendur fyrir því að ÍBV geti teflt fram góðum liðum,“ segir hann. Ásamt Gunnari stýrir Arnar Pétursson ÍBV í vetur. Gunnar segir samstarfið hafa verið ákaflega gott. „Fyrst og fremst er Arnar góður þjálfari og klókur handboltamaður. Hann er nýhættur að spila sem leikmaður og kemur með mikla reynslu þaðan sem hjálpar strákunum mikið. Við erum því mjög sterkir saman og vegum hvorn annan upp,“ segir hann.

Framtíðin er björt fyrir handboltann Þegar Gunnar er spurður út í stöðu kvennahandboltans í Eyjum segir hann margar efnilegar stelpur æfa og spila með ÍBV. „Ef við horfum t.d. á 4. flokk, þá erum við þar með margar flottar handboltakonur sem hafa verið að leika með yngri landsliðunum. Ég hefði kannski viljað sjá fleiri sterkari stelpur í eldri flokkunum. Ef okkur tekst að halda þeim áfram í íþróttinni og hér í Eyjum er framtíðin vissulega björt. Ég er einnig þjálfari í Íþróttaakademíunni og veit að það eru mikil gæði í yngri leikmönnum, bæði hjá stelpunum og strákunum, þannig að ég horfi framtíðina björtum augum,“ segir Gunnar. Í deildarbikarkeppni HSÍ á dögunum var ÍBV eina liðið sem komst í undanúrslit, bæði hjá konum og körlum. „Þegar horft er heilstætt á handboltann í Eyjum eru því ekki mörg félög á Íslandi sem standa eins vel að vígi og við hjá ÍBV,“ segir Gunnar. Íþróttaakademían er hvalreki fyrir ÍBV Meðfram störfum sínum hjá ÍBV hefur Gunnar þjálfað hjá Íþróttaakademíunni og segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu mikill handboltaáhugi Eyjamanna sé. „Það er alveg frábært að þjálfa hjá Íþróttaakademíunni. Í grunnskólanum er gríðarlega mikill áhugi á boltaíþróttunum og það sama má segja um framhaldsskólann. Þessir krakkar eru að vakna eldsnemma á morgnanna og leggja mikið á sig. Þau kvarta aldrei og eru mjög áhugasöm. Ég vil meina að Íþróttaakademían sé hvalreki fyrir ÍBV, ekki bara fyrir afreksstarfið heldur líka uppeldi og forvarnarstarf,“ segir Gunnar. Gunnar segir að starfið hjá akademíunni hafi mikið forvarnargildi og er hann sannfærður um að verið sé að vinna að því að

Skála í kók með Erling og Kára Aðspurður út í hina rómuðu Eyjastemningu segist Gunnar finna vel fyrir henni í handboltanum. „Það er staðreynd að við Eyjamenn erum kannski ekki með bestu einstaklingana í handboltanum, en við erum með gríðarlega sterka liðsheild og stemningin kemur okkur langt. Einn af kostum okkar liðs er því tvímælalaust fórnfýsnin, baráttan og þessi fræga Eyjastemning sem strákarnir búa yfir,“ segir Gunnar og bætir við að mikið af góðu fólki vinni gott starf fyrir ÍBV, bæði innan vallar sem utan. „Þeir sem koma að handboltanum í Eyjum ásamt öllum sjálfboðaliðunum leggja mikla vinnu á sig og eru ómetanlegir fyrir ÍBV.“ Gunnar hefur ekki tök á að mæta á þrettándagleði ÍBV, þar sem hann verður að störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í handbolta. „Því miður verð ég upptekinn með landsliðinu í Þýskalandi, þar sem við tökum þátt í æfingamóti fyrir EM sem fram fer í Danmörku síðar í janúar. Ég hef heyrt mjög góðar sögur um þrettándann hér í Eyjum og er því ekki glaður að missa af gleðinni. Ég á hins vegar allt eins von á því að við Erlingur og Kári Kristjáns. komum saman þetta kvöld og skálum í einni kók í tilefni dagsins. - SÖÓ

Þrettándablaðið 2014 Útgefandi: ÍBV íþróttafélag Ritnefnd: Skapti Örn Ólafsson (ábm) Þrettándamyndir: Addi í London Íþróttamyndir: Sigfús G. Guðmundss. Prentun: Eyrún ehf. 9


Mikill metnaður og áhugi fyrir íþróttum í Eyjum - segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu voru efnilegir strákar á ferð. Ég get nefnt leikmenn eins og Jón Ingason og Óskari Zoega sem ég var mjög hrifinn af. Jón hefur verið að standa sig vel og Óskar er mjög fjölhæfur leikmaður,“ segir Sigurður Ragnar og bætir við að þessir strákar eigi framtíðina fyrir sér.

Mikið ævintýri að eyða sumrinu í Eyjum „Mér líst vel á að vera kominn út í Eyjar,“ segir Sigurður Ragnar sem tók við þjálfun meistarflokks karla fyrr í vetur. „Þetta hefur farið vel af stað og ég er mjög spenntur fyrir starfinu. Þetta er tilbreyting fyrir mig, þar sem ég hef ekki þjálfað félagslið áður. ÍBV hefur flotta sögu og hefð. Það er mikill metnaður í Vestmannaeyjum og ÍBV hefur iðulega teflt fram öflugum liðum,“ segir Sigurður Ragnar sem vonast til að standa undir því trausti sem honum hefur verið sýnt. Aðspurður um hvernig starfið hafi farið af stað segir Sigurður Ragnar það vera mikla áskorun að hafa leikmannahóp sem sé tvískiptur. „Leikmenn æfa bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Ég fékk Dean Martin með mér sem aðstoðarþjálfara og hann flytur til Vestmannaeyja í byrjun nýs árs. Dean Martin mun því stýra æfingunum í Eyjum og ég í Reykjavík. Við köllum síðan allan hópinn saman í apríl,“ segir hann. Sigurður Ragnar mun flytja ásamt fjölskyldu sinni út í Eyjar í apríl á næsta ári og verða fram í október. „Það verður mikið ævintýri fyrir okkur fjölskylduna að eyða sumrinu í Vestmannaeyjum. Stelpurnar mínar munu spila með ÍBV og síðan eigum við von á barni núna í febrúar. Þá mun ég í fyrsta skiptið mæta á þjóðhátíð sem verður bara gaman,“ segir hann. Leikmannamálin að taka á sig mynd Margir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir ÍBV eftir síðasta tímabil og farið í önnur lið. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gengið til liðs við ÍBV. „Ætli það séu ekki í kringum 6-7 leikmenn sem spiluðu með ÍBV á síðasta keppnistímabili sem ekki verða með okkur á næsta ári. Við höfum því verið að líta í kringum okkur eftir mannskap til að styrkja liðið. Jökull Elísabetarson hefur gengið til liðs við okkur frá Breiðablik, en hann er mjög öflugur miðjumaður, og síðan hefur Atli Fannar Jónsson einnig gengið

10

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

til liðs við okkur frá Breiðablik, en hann er ungur og efnlilegur leikmaður,“ segir Sigurður Ragnar. Aðspurður segir Sigurður Ragnar að vinna við leikmannamál sé í fullum gangi og línur taki að skýrast fljótlega á nýju ári. „Við höfum þann möguleika á að skoða leikmenn í Fótbolti.net æfingamótinu sem fram fer í janúar. Í mótinu munum við spila fjóra leiki og það er aldrei að vita nema við prufum einhverja nýja leikmenn þá ásamt því að gefa ungum og efnilegum leikmönnum okkar tækifæri á að spreyta sig. Þá get ég sagt frá því að við erum í viðræðum við mjög sterkan leikmann um að ganga til liðs við okkur. Þau mál munu vonandi skýrast í síðasta lagi í janúar,“ segir hann. Stefnan sett á Evrópusæti Sigurður Ragnar segir að ekki megi gleyma því að í liðinu séu fyrir ungir og efnilegir leikmenn sem fengu mikilvæga reynslu á síðasta tímabili. „Þessir leikmenn halda vonandi áfram að vaxa. Síðan er það alltaf þannig að einhverjir leikmenn koma á óvart og munu blómstra. Ég horfði á leik með 2. flokki á dögunum á móti Njarðvík og þar

Þegar Sigurður Ragnar var ráðinn sem þjálfari ÍBV var stefnan strax sett á að berjast um Evrópusæti á næsta keppnistímabili. „Liðið endaði í 6. sæti á síðasta tímabili, en hefur þó verið að berjast í efri hluta deildarinnar á undanförnum árum. Það er mikill metnaður í Eyjum fyrir að standa sig vel. Það kostar heilmikla peninga að halda úti góðu liði sem heldur í við stærstu liðin í deildinni. Það þarf því að vera góð blanda af leikmönnum sem koma til okkar og styrkja liðið ásamt uppöldum heimamönnum. Við erum að vinna í því að finna út úr þessari blöndu ásamt því að efla þá stráka sem hafa fengið nasaþefinn af því að spila í Pepsídeildinni. Þessir leikmenn fá líka mikilvæga reynslu í æfingaleikjunum í vetur,“ segir hann.


Frábær aðstaða í Eyjum Sigurður Ragnar er fullur tilhlökkunar að takast á við sinn fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild karla í maí á næsta ári. „Ég spilaði lengi í deildinni og veit að það er spennandi og eftirsóknarvert að fá að leika fyrir sitt félag í efstu deild. Það verður gaman fyrir mig sem þjálfara að takast á við þessa áskorun og byggja upp gott ÍBV lið,“ segir hann. Spurður út í það umhverfi sem knattspyrnan í Vestmannaeyjum býr við segir Sigurður Ragnar margt vera jákvætt og annað sem erfitt sé að eiga við. „Það er frábært að við höfum okkar eigin knattspyrnuhöll og höfum aðgang að henni nokkurn vegin þegar okkur hentar. Það eru ekki mörg lið sem búa við þann munað. Það er hins vegar mikil áskorun sem þjálfari að takast á við það verkefni að hafa leikmannahópinn tvískiptan. Við erum því ekki að hittast allur hópurinn nema kannski tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Þegar æfingaleikir standa fyrir dyrum í vetur munum við auðvitað kalla saman allan hópinn og reyna þá að æfa á föstudegi og leika á laugardegi,“ segir hann og bætir við að önnur lið í deildinni búi ekki við viðlíka ástand. Æfingaferð til Flórída Sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hefur Sigurður Ragnar reynslu á því að hafa lítinn tíma með leikmönnum og þurfa því að nýta hann vel. „Reynsla mín með kvennalandsliðinu mun nýtast mér vel í að þjálfa ÍBV. Ég er vanur að vinna þannig að hafa lítinn tíma í einu með leikmönnum og þurfa að gera mikið á stuttum tíma. Við þurfum að nýta aprílmánuð vel og stefnum á að fara í æfingaferð til Flórída í Bandaríkjunum 1. – 9. apríl,“ segir hann, en í fyrra fór liðið til Bretlands í æfingaferð og þar áður í nokkur

ár til Spánar. „Vilji leikmanna var fyrir því að breyta til að þessu sinni og taka stefnuna á Flórída. Ferðin er fjármögnuð af leikmönnum og þeir þurfa því að vera duglegir að safna. Við fáum vonandi að taka þátt í löndun og fleiri fjáröflunum, þannig að hægt verði að fjármagna ferðina að fullu. Þetta er síðan auðvitað allt hluti af hópefli hjá liðinu. Í ferðinni munum við ná að slípa saman hópinn og eiga góða daga saman fyrir átökin næsta sumar.“ Alltaf koma góðir leikmenn frá ÍBV Sem landsliðsþjálfari starfaði Sigurður Ragnar með nokkrum öflugum knattspyrnukonum úr Vestmannaeyjum. Að sögn hans er staða kvennaboltans í Eyjum góð. „ÍBV hefur verið með mjög frambærilegt lið á undanförnum árum. Liðið hefur verið skipað góðum leikmönnum og hef ég hef m.a. valið Elísu Viðarsdóttur í A-landsliðið. Síðan hafa komið frábærir leikmenn frá Vestmannaeyjum eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Það virðast því alltaf koma góðir leikmenn frá ÍBV. Þá eru nokkrar ungar og efnilegar stelpur í yngri landsliðunum sem koma frá Eyjum,“ segir hann. „Í Eyjum er mikil íþróttahefð og í raun ótrúlegt að í bæjarfélagi sem telur ekki nema um 4200 íbúa sé telt fram liðum í efstu deild karla og kvenna, bæði handbolta og fótbolta,“ segir landsliðsþjálfarinn fyrrverandi. „Það sýnir metnaðinn og áhugann fyrir íþróttum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar lentu í 3. sæti á síðasta tímabili og Jón Ólafur Daníelsson hefur skilað góðu starfi fyrir ÍBV. Ég sé því fyrir mér að ÍBV verði áfram með mjög gott lið á næsta tímabili.“ Munu þið Jón Ólafur ráðleggja hvor öðrum í baráttunni framundan?

„Ef ég get aðstoðað Jón Óla á einhvern hátt þá er um að gera að nýta mína þekkingu og reynslu. Við hjálpumst að og það virkar auðvitað í báðar áttir. Það hefur verið góð samvinna innan félagsins og höfum við nýtt Eystein Húna Hauksson, sem þjálfar 2. flokk karla, í að stýra æfingum hjá meistaraflokki í Eyjum núna í haust. Þá stýrði ég á dögunum æfingu fyrir þær stelpur sem eru í meistaraflokki og búa í Reykjavík. Með samvinnu náum við árangri,“ segir Sigurður Ragnar. - SÖÓ

Gönguleið jólasveina Gönguleið jólasveinanna verður sú sama og á síðustu Þrettándagleði. Gengið verður upp Illugagötu og beygt inn á Höfðaveg. Bíleigendur við Illugagötu og neðri hluta Höfðavegar eru hvattir til að hafa bíla sína ekki við gönguleiðina. Eru Eyjamenn sem búa við gönguleiðina hvattir til að setja út friðarljós og flagga ÍBV fánum. Þá hvetjum foreldra að klæða börn sín í jólasveinabúninga. Við biðjum alla um að fara varlega með skotelda í göngunni og á Malarvellinum.

Tilkynning frá tröllasmiðju Tröllasmiðja þrettándans vill árétta við foreldra að tröllum verður ekki fjölgað á þrettándanum. Aldurstakmark hefur verið sett. Einungis nemendur í 9. bekk og eldri geta verið með í tröllasmiðjunni. Yngri börnum er bent á púka og álfa. Einnig er fólki bent á að girðingin er sett í öryggisskyni á Malarvellinum og því ekki ætlast til að börn séu þar fyrir innan, nema í fylgd með jólasveinum. Fyrir hönd Grýlu, Leppa og barna þeirra, Tröllasmiðja þrettándans

11


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir Vélaverkstæðið Þór

12

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum óskar öllum Vestmannaeyingum farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 10-1963

Kveðja, starfsfólk Íslandsbanka Vestmannaeyjum.

13


14


15


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.