Í boði náttúrunnar

Page 76

EFTIRRÉTTUR FERSKIR ÁVEXTIR OG BER

– með vanillubúðingi 75 ml rjómi 150 ml mjólk 1 vanillustöng 4 eggjarauður 40 g sykur 30 g hveiti Setjið mjólk og rjóma í pott og hitið að suðu. Kljúfið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og látið út í heita mjólkina. Takið pottinn af hitanum og setjið lok yfir hann. Þeytið eggjarauður, sykur og hveiti saman í hrærivél þar til eggjarauðurnar verða loftkenndar og ljósar. Veiðið vanillustöngina upp úr rjómablandinu, skafið fræin innan úr henni og setjið þau aftur út í rjómablandið. Þeytið síðan rauðurnar smátt og smátt saman við heita mjólkina í pottinum. Setjið pottinn aftur á vægan hita og hrærið stöðugt í með písk þar til búðingurinn byrjar að þykkna en gætið þess vel að hann sjóði ekki. Takið pottinn af hitanum og látið búðinginn kólna alveg. U.þ.b. 150 g af ávöxtum og berjum, t.d. appelsínur, epli, jarðarber, bananar, kíví og ananas safi úr ½ sítrónu Skerið ávextina og berin í litla munnbita. Kreistið safa úr ½ sítrónu yfir. Deilið vanillubúðingnum í 4 glös eða skálar og setjið ávextina og berin ofan á. Berið fram.

Eldað og bakað í ofninum heima... ... er ný bók eftir Gísla og Ingu Elsu. Þessi bók er fyrir alla sem njóta þess að elda og baka frá grunni. Fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum heimilismat, girnilegum veisluréttum, góðu brauði, freistandi tertum og öðru góðgæti; allt saman eldað í ofni, með áherslu á gott hráefni. Getum hiklaust mælt með henni.

76 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Í boði náttúrunnar by Í boði náttúrunnar - Issuu