Í boði náttúrunnar

Page 26

Þegar Magnús Kjartansson, listamaður, maki og samstarfsmaður Koggu, lést var hún staðráðin í að halda áfram á sömu braut og finna leið sem gerði henni kleift að nota myndirnar hans áfram. „Aðferðin er nokkuð flókin og hefur sínar takmarkanir. En hún virkar og það er fyrir öllu." TIL HÆGRI: Kogga safnar gömlum málningar- og rakburstum sem verða að töppum í þessar fallegu karöflur.

halda. Ég tel að það sé einn mikilvægasti þátturinn í eðli manna. Og að þora að standa með sjálfum sér.“ KERAMIK OG KENNSLA Námið við Myndlista- og handíðaskólann tók fjögur ár. Kogga vann ýmis störf meðfram því til að framfleyta sér, svo sem við vélritun hjá Örnefnastofnun hjá Þórhalli Vilmundarsyni og sem þjónn í Þjóðleik húskjallaranum. Að námi loknu hélt hún til Danmerkur í tveggja ára framhaldsnám við Danmarks Designskole, ásamt ástinni sinni, Magnúsi Kjartanssyni myndlistar manni, sem hóf þá einnig framhaldsnám við Det Kongelige danske Kunstakademi, en þau voru bekkjarsystkin í skólanum og höfðu strax fellt hugi saman. Leiðin lá síðan heim á ný. Kogga setti upp keramik verkstæði og hóf að kenna við keramikdeildina við Myndlista- og handíðaskólann. Ekki gekk þó þrautalaust að koma keramikverkstæðinu á laggirnar. „Ég fékk ekki lán í banka því ég var ung og kona þar að auki. Banka stjórinn sagði að ég myndi fljótlega eignast börn, gefast upp á þessu og gæti svo aldrei borgað lánið til baka. Ég varð öskureið og fór beinustu leið til þáverandi iðnaðarráðherra, Sverris 26 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

„Ég hef alltaf verið hugrökk og held að það sé einn af mínum skástu kostum. Ef maður er ekki hugrakkur gerir maður aldrei neitt af ótta við mistök, höfnun, álit eða skoðanir annarra. Hugrekki er gríðarlega mikilvægt.“ Hermannssonar, sem var hans yfirmaður. Ég trúði ekki öðru en að hann myndi hjálpa mér. Ég sagði Sverri að þetta væri ekki hægt, ég væri búin með sex ára nám í mínu fagi og fengi ekki lán því ég væri ung kona. Ég sá að honum var brugðið við þetta. Hann sagði að þetta gengi ekki, tók upp símann og hringdi í bankastjórann og ég fékk lánið. Það dugði fyrir fyrsta ofninum mínum og ég gat opnað fyrsta verkstæðið í litlum bílskúr við Gnoðar voginn.“ Verkstæðið fluttist seinna á Vesturgötuna, með stuttri viðkomu annars staðar í bænum, en hefur verið staðsett þar síðan 1985. RANNSÓKNIR Á LEIR Kogga varð síðar yfirkennari við keramikdeildina og var þá yngri en flestir nemendanna. Hún hætti kennslu þegar

henni bauðst að taka þátt í rannsóknum á svokölluðum Búðardalsleir. „Einn góðan veðurdag kom Helgi Þorgils, sem þá var nemandi við skólann, með nokkuð sérstakt erindi til mín. Hann sagði að bróðir hans, Sigurður Rúnar Friðjónsson, væri mjólkurbústjóri í Búðardal og þar væri búið að stofna áhuga manna félagið Dalaleir. Það vantaði fagmann til að flytjast í Búðardal og gera rannsóknir á Búðardalsleirnum í eitt skipti fyrir öll. Búið var að gera margar rannsóknir á leirnum, aðallega með því að senda sýni úr honum til útlanda, en þær komu illa út. Þessi hópur var ekki tilbúinn að trúa þeim niðurstöðum og vildi láta rannsaka leirinn enn frekar. Búið var að útvega fjármagn til verkefnisins, m.a. frá Byggða stofnun. Eftir að hafa kynnt mér málið vel sá ég þetta sem kjörið tækifæri til að hefja nýtt líf með dóttur minni, sem þá var að verða tveggja ára, því samband okkar Magnúsar var á þeim tíma komið í ógöngur, sem leystist þó úr síðar. Ég hugsaði með mér að nú væri pabbi að kippa í taumana! Um var að ræða fjögur ár á föstum launum, flott verkstæði með frábærum græjum og gott húsnæði. Ég ákvað að slá til. Tveimur dögum síðar var ég búin að segja upp í skólanum, pakka niður í eina ferðatösku og komin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.