Búkolla 10. - 16. nóv. · 27. árg. 45. tbl. 2022
Viðskiptaþjónusta Suðurlands og Tryggingamiðstöðin Ormsvelli 7, Hvolsvelli Sími 487-8688 Opið mán-föst. 9-12 og 13-16
Uppskeruhátíð Geysis 2022 verður haldin í Hvolnum 19. nóvember næstkomandi. Veittar verða viðurkenningar til knapa, hesta og ræktanda innan raða Geysis líkt og hefur verið gert undanfarin ár. Sláturfélag Suðurlands mun sjá til þess að við fáum vænar sneiðar af íslensku lambakjöti, Bragi Þór Hansson sér um hlaðborðið með hjálp Blakdeildar Dímonar. Hlynur, Sæbjörg og strákarnir standa fyrir dansleik fram eftir nóttu. Húsið opnað: 19:30 Borðhald hefst: 20:00 Miðaverð: 8.000kr.
Miðapantanir berist í síðasta lagi þriðjudaginn 15. nóvember í síma 863-7130 hjá Ólafi.
Fjölmennum og fögnum saman frábæru tímabili hjá félagsmönnum Geysis.