Búkolla 3. - 9. nóv. · 27. árg. 44. tbl. 2022
Viðskiptaþjónusta Suðurlands og Tryggingamiðstöðin Ormsvelli 7, Hvolsvelli Sími 487-8688 Opið mán-föst. 9-12 og 13-16
Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu - FEBRANG
Margmiðlunarnámskeið Við höldum áfram samstarfinu við grunnskólana í sýslunni. Nú tekur Grunnskólinn á Hellu við. Farið verður yfir grunnatriði snjalltækisins þíns. Dæmi um verkefni eru að taka mynd og vinna með hana, sækja smáforrit og tengja tölvupóstföng. Kennarar verða nemendur úr 8. - 10. bekk ásamt starfsmanni skólans. Þú kemur með þitt snjalltæki (spjaldtölvu eða síma) og færð kennslu á það. Kennt verður á miðvikudögum 14. nóv. - 10. feb. í Grunnskólanum á Hellu. Skráning á námskeiðið er hjá Jóni Ragnari Björnssyni, formanni í síma 699 0055, eða með tölvupósti á febrang2020@gmail.com.