Búkolla 16. - 22. febrúar · 21. árg. 7. tbl. 2017
PRENTSMIÐJAN
Sími 487 5551 - svartlist@simnet.is
Konudagsmessa í Oddakirkju sunnudaginn 19. febrúar Hvað er rómantískara en að bjóða elskunni sinni til kirkju á Konudaginn og bjóða henni svo í kaffi á eftir ? Messan hefst kl. 14:00 í Oddakirkju. Kristín spilar og kórinn syngur og svo bjóðum við hvert öðru upp á kaffi í litla safnaðarheimilinu á eftir. Þau sem sjá sér fært að koma með veitingar fá alúðarþakkir. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11:00 í safnaðarsalnum á Hellu. Sr. Elína