Búkolla 26. jan. - 1. febr. · 21. árg. 4. tbl. 2017
PRENTSMIÐJAN
Sími 487 5551 - svartlist@simnet.is
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu boðar til laugardagsfundar næstkomandi laugardag, 4. febrúar 2017, kl. 10:30-12:00 í Björkinni á Hvolsvelli.
Sérstakur gestur fundarins verður Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn er annar í röð sex funda sem haldnir verða mánaðarlega á laugardögum fram á sumar. Aðrir fundir verða 4. mars, 1. apríl, 29. apríl og 27. maí. Verða þeir allir auglýstir sérstaklega. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta og til að taka með sér gesti. Heitt á könnunni.
Fyrir hönd fulltrúaráðsins, Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður
Þorrablót undir Vestur-Eyjafjöllum Þorrablót Búnaðarfélags Vestur-Eyfellinga verður haldið á þorraþrælnum, 18. febrúar nk. að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Húsið opnað kl. 20 og borðhald hefst kl. 21. Undirbúningur skemmtiatriða lofar góðu um skemmtanagildið. Hin viðfræga hljómsveit Delta leikur fram á nótt fyrir dansi. Miðapantanir berist til: Sigríður Lóa 8983541 eða efstugrund@simnet.is Katrín Birna 8617489 eða asolfsskali@simnet.is Jóhanna 8468504 eða skalakot@simnet.is Vonumst til að sjá sem flesta !
Þorrablótsnefndin skipuð íbúum Kærleikshverfisins og Suddakróksins