Þrettándablaðið 2018

Page 3

Bjarni Karlsson fyrrum sóknarprestur í Landakirkju:

Ekkert kemur í stað leiksins Ég er einn af þeim þúsundum Íslendinga sem fer í huganum til Eyja á síðasta degi jóla þegar leikgleðin tekur völdin á eyjunni fögru. Við vísum iðulega til jólanna með með því að tala um hátíð barnanna og höfum þá í huga alla þá eftirvæntingu og gleði sem við viljum að jólin veki með yngsta fólkinu. En sjaldnar hugsum við út í það að á bak við þessa málvenju býr djúp og upprunaleg hugsun.

Jólin eru hátíð barnanna af því að sagan um barnið sem fæddist og lagt var í fóðurstall og heilsaði umheiminum sem flóttamaður fyrstu uppvaxtarárin uns konungurinn Heródes var allur, er tímalaus krafa fyrir hönd allra barna á öllum öldum, að þau skuli fá að eiga góða og örugga æsku. Þegar Jóhannes skírari, spámaðurinn sem undirbjó komu frelsarans, er kynntur til sögunnar í guðspjöllunum er þess getið að hlutverk hans verði í því fólgið „að snúa hjörtum feðra til barna sinna.“ (Lúk. 1.17) Síðar er greint frá drengnum Jesú þegar hann er 12 ára gamall og því lýst því hvernig foreldrar hans leggja nótt við dag að leita drengsins þegar hann týnist í höfuðborginni. Eftir mikið at og snúninga fer allt á besta veg og sögunni lýkur með þessum orðum: „Og

Áætlunarflug

Náð er ekkert guðsorðagjálfur. Náð er að vita að maður heyrist og skiljist og það er sú næring sem börn þurfa til þess að vaxa vel. Besta leiðin til þess að tryggja að þetta gerist er sú að leika sér. Við eigum að leika okkur saman á forsendum barnanna vegna þess að þá síast það inn í taugakerfi smáfólksins að þau eru áhugaverð og elskuverð. Ekkert kemur í stað leiksins. Ef börnin okkar vita það þegar þau eru orðin tvítug að þau eru dýrmætar manneskjur þá er það vegna þess að þau hafa notið hlustunar og skilnings í leik og hjartans alvöru. Þess vegna þykir mér þrettándagleðin í Eyjum einhver fallegasta hátíð sem haldin er í landinu og ekki minni guðsþjónusta en aftansöngur á aðfangadegi. Það fullorðna fólk sem ár eftir ár og áratug eftir áratug leggur mikið á sig við að skapa stemmningu og gleði og kveðja hátíð barnanna með trukk og dívu á þrettándanum í Eyjum á mikinn heiður skilinn. Guð blessi æskuna í Eyjum.

Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.“ M.ö.o. drengurinn fékk góð uppvaxtarskilyrði vegna þess að hann naut hlustunar og skilnings!

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu

Bíldudalur

Gjögur

Húsavík

Höfn

Reykjavík Vestmannaeyjar

Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is

3


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.