Þrettándablaðið 2018

Page 1

Þ R E T TÁ N DA B L A Ð

2018


5. Janúar - Höllin

Þrettándagleði ÍBV og ball með hljómsveitinni Buff

6. Janúar - Háaloftið Tónleikar með Grafík á Háaloftinu

Ef 13. gleði ÍBV frestast til laugardags verða tónleikar á föstudeginum

kl. 22:00. Húsið opnar kl. 21:00

Forsala á ball & tónleika í Tvistinum

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Knattspyrnudeild ÍBV Þrettándablaðið Útgefandi: ÍBV – Íþróttafélag Umsjón: Jón Ólafur Daníelsson Ljósmyndir: Addi í London // Sigfús Gunnar Blaðamaður: Ómar Garðarsson Umbrot: Lind Hrafnsdóttir // Nostra Prentun: Prentun.is - Stafræna prentsmiðjan Ábyrgðarmaður: Jón Ólafur Daníelsson

2

- Styður dyggilega við bakið á


Bjarni Karlsson fyrrum sóknarprestur í Landakirkju:

Ekkert kemur í stað leiksins Ég er einn af þeim þúsundum Íslendinga sem fer í huganum til Eyja á síðasta degi jóla þegar leikgleðin tekur völdin á eyjunni fögru. Við vísum iðulega til jólanna með með því að tala um hátíð barnanna og höfum þá í huga alla þá eftirvæntingu og gleði sem við viljum að jólin veki með yngsta fólkinu. En sjaldnar hugsum við út í það að á bak við þessa málvenju býr djúp og upprunaleg hugsun.

Jólin eru hátíð barnanna af því að sagan um barnið sem fæddist og lagt var í fóðurstall og heilsaði umheiminum sem flóttamaður fyrstu uppvaxtarárin uns konungurinn Heródes var allur, er tímalaus krafa fyrir hönd allra barna á öllum öldum, að þau skuli fá að eiga góða og örugga æsku. Þegar Jóhannes skírari, spámaðurinn sem undirbjó komu frelsarans, er kynntur til sögunnar í guðspjöllunum er þess getið að hlutverk hans verði í því fólgið „að snúa hjörtum feðra til barna sinna.“ (Lúk. 1.17) Síðar er greint frá drengnum Jesú þegar hann er 12 ára gamall og því lýst því hvernig foreldrar hans leggja nótt við dag að leita drengsins þegar hann týnist í höfuðborginni. Eftir mikið at og snúninga fer allt á besta veg og sögunni lýkur með þessum orðum: „Og

Áætlunarflug

Náð er ekkert guðsorðagjálfur. Náð er að vita að maður heyrist og skiljist og það er sú næring sem börn þurfa til þess að vaxa vel. Besta leiðin til þess að tryggja að þetta gerist er sú að leika sér. Við eigum að leika okkur saman á forsendum barnanna vegna þess að þá síast það inn í taugakerfi smáfólksins að þau eru áhugaverð og elskuverð. Ekkert kemur í stað leiksins. Ef börnin okkar vita það þegar þau eru orðin tvítug að þau eru dýrmætar manneskjur þá er það vegna þess að þau hafa notið hlustunar og skilnings í leik og hjartans alvöru. Þess vegna þykir mér þrettándagleðin í Eyjum einhver fallegasta hátíð sem haldin er í landinu og ekki minni guðsþjónusta en aftansöngur á aðfangadegi. Það fullorðna fólk sem ár eftir ár og áratug eftir áratug leggur mikið á sig við að skapa stemmningu og gleði og kveðja hátíð barnanna með trukk og dívu á þrettándanum í Eyjum á mikinn heiður skilinn. Guð blessi æskuna í Eyjum.

Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.“ M.ö.o. drengurinn fékk góð uppvaxtarskilyrði vegna þess að hann naut hlustunar og skilnings!

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu

Bíldudalur

Gjögur

Húsavík

Höfn

Reykjavík Vestmannaeyjar

Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is

3


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Gleðilega hátíð

4

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Dóra Björk Gunnarsdóttir skrifar:

Annáll árið 2017 Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir boðaðar á æfingar sem og þeir Arnar Breki Gunnarsson og Heiðar Óli Guðmundsson hjá strákunum. Hjá U-19 ára voru Felix Örn Friðriksson, Sigurður Arnar Magnússon og Margrét Íris Einarsdóttir boðuð á æfingar. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin íþróttamaður Vestmannaeyja og Felix Örn Friðriksson íþróttamaður æskunnar. Af sama tilefni fékk ÍBV íþróttafélag endurnýjun frá ÍSÍ á fyrirmyndarfélags nafnbótinni.

Við áttum marga íþróttamenn á árinu sem voru kallaðir inn á landsæfingar og kepptu einnig margir iðkendur félagsins landsleiki en samtals 27 leikmenn spiluðu landsleik á árinu. Eins og gefur að skilja voru flestir sem spiluðu fyrir Ísland eða 19 leikmenn, tveir fyrir færeyjar, tveir fyrir El Salvador, einn fyrir Kosovó, einn fyrir Portúgal, einn fyrir Litháen og svo einn leikmaður sem er í spænska landsliðinu í strandhandbolta. Janúar Við lokuðum árinu 2016 með skemmtilegri afmælishátíð sem var haldin 30. desember. Hátíðin samanstóð af handboltastöðvum í íþróttahúsinu, fótboltastöðvum í Eimskipshöllinni og svo var endað á jólaballi í Týsheimilinu. Þessi dagur var mjög vel heppnaður og var ákveðið strax að bjóða aftur upp á stöðvar í íþróttahúsinu og Eimskipshöllinni að ári. Að þessari hátíð lokinni var komið að árlegri Þrettándagleði félagsins sem eins og alltaf var mjög vel heppnuð. Margir gestir sóttu eyjarnar heim þessa helgi og er gaman hvað hátíðin er farin að vefja upp á sig. Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka er einsdæmi og er nauðsynlegt að halda vel utan um hátíðina á komandi árum. Gengið var frá ráðiningu á yfirþjálfara yngri flokka í fótbolta og var Ian Jeffs ráðinn til eins árs. Í handboltanum voru Andrea Gunnlaugsdóttir, Mía Rán Guðmundsdóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir boðaðar á æfingar með U-15 landsliðinu sem og þær frænkur Sandra Erlingsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir í lokahóp í undankeppni Evrópumótsins í U-19. Í fótboltanum voru æfingar hjá U-16 og voru þær Harpa Valey Gylfadóttir, Clara

Febrúar Sigríður Lára Garðarsdóttir æfði með A landsliði Íslands í knattspyrnu fyrir Algarve Cup sem haldið var í byrjun mars. Clara Sigurðardóttir var valin til að keppa með stelpunum í U-17 á undirbúningsmóti UEFA sem haldið var í Edinborg. Þeir Felix Örn og Sigurður Arnar voru aftur kallaðir til æfinga með U-19 ára landsliðinu. Í febrúar töpuðu stelpurnar í 4. flokki kvenna yngra ár bikarúrlistaleik í Laugardalshöllinni á móti Fylki en þessar stelpur voru einu fulltrúar ÍBV á bikarúrlistahelginni. Mars Tekin var ákvörðun um að taka upp kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum á Orkumótinu í sumar og hefur SagaFilm veg og vanda af verkefnu í samstarfi við Jónas Sigurðsson og fólkið í Orkumótsnefndinni. Ákveðið var að byrja með áheyrnarprufur í Vestmannaeyjum og er óhætt að segja að mætingin hafi farið fram úr björtustu vonum. Þær stöllur Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir vour valdar til æfinga með U-15 ára landsliðinu í handbolta. Tómas Bent Magnússon var valinn í úrtakshóp í U-16 ára landsliðið í fótbolta og þeir Sigurður Arnar Magnússon og Felix Örn Friðriksson til æfinga með U-19. Sandra Erlingsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir spiluðu með U-19 ára landsliðinu á EM og var Sandra valin í lið mótsins. Sigríður Lára Garðarsdóttir spilaði æfingaleiki með A landsliðinu í fótbolta og þær Karólína Bæhrenz Lárusdóttir og Sandra Erlingsdóttir æfðu með A landsliðinu í handbolta. Apríl Í byrjun mánaðarins var aðalfundur ÍBV íþróttafélags og var þar meðal annars farið yfir góða fjárhagsstöðu félagsins. Tvær breytingar urðu á stjórn félagsins á fundinum. Karlalið félagsins í handbolta tryggði sér annað sæti í deildinni og átti því heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Strákarnir duttu út í undanúrslitum.

Stelpurnar náðu ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Við eignuðumst tvenna Íslandsmeistara í mánuðinum en stelpurnar í 5. flokki yngri (árgangur 2003) og 6. flokki yngri (árgangur 2004) urðu Íslandsmeistarar í handbolta. Einnig urðu strákarnir í 6. flokk yngri (árgangur 2004) í 3 sæti. U-15 ára landslið kvenna var með æfingar og voru þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir valdar. Þeir Kári Kristján Kristjánsson og Stephen Nielsen kepptu fyrir Íslands hönd í undankeppni Evrópumótsins. Varamannaskýlin voru kláruð á Hásteinsvelli og stóðu bræðurnir Arnar og Gunnar Andersen og Jói í Laufási sig frábærlega í þessari framkvæmd. Maí Theódór Sigurbjörnsson spilaði með A landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. 6. flokkur kvenna eldra ár (árgangur 2003) urðu Íslandsmeistarar í handbolta. Eftirfarandi handboltakrakkar voru valin til landsliðsæfinga hjá HSÍ, Eyþór Orri Ómarsson, Breki Þór Óðinsson í U-15, Ágúst Emil Grétarsson og Elliði Snær Viðarsson í U-19, Sandra Erlingsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir í U-19, Ívar Logi Styrmisson og Páll Eiríksson í U-17 og síðan voru þeir Dagur Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson valdir til að spila æfingaleiki fyrir EM U-21. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir var valin í lokahóp með U-19 ára landsliðinu í fótbolta. Á lokahófi HSÍ var Sandra Erlingsdóttir valin efnilegasti leikmaður deilarinnar og Theódór Sigurbjörnsson fékk viðurkenningu fyrir að vera markahæðsti leikmaður deildarinnar og einnig var hann valinn besti sóknarmaðurinn og besti leikmaður deildarinnar. Sandra Erlingsdóttir var valin í A landsliðið. Þrjú lokahóf voru í mánuðinum, lokahóf yngri flokka var haldið í Íþróttamiðstöðinni þar sem var mikið fjör og lokahóf 4. flokks var haldið í Týsheimilinu. Unglingaráð ÍBV sér um skipulagið á þessum lokahófum. Einnig voru vetrarlok félagsins haldin á Háaloftinu en þau eru fyrirelsku iðkendur félagsins. Júní ÍBV átti þrjá fulltrúa á æfingamóti íslenska handbolta landsliðsins í Noregi en það voru þeir Kári Kristján Kristjánsson, Stephen Nielsen og Theódór Sigurbjörnsson. Clara Sigurðardóttir var valin til úrtaksæfinga í U-17 ára landsliðinu í fótbolta og til að spila á norðurlandamóti. Felix Örn Friðriksson og Arnór Gauti Ragnarsson voru í lokahóp U-21 og spiluðu vináttulandsleiki. Páll Eiríksson og Ívar Logi Styrmisson

5


voru valdir í lokahóp í U-17 ára landsliðið í handbolta. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin til að spila fyrir Íslands hönd á EM í Hollandi. Sísí Lára passar vel upp á yngri iðkendur félagsins og mætti á æfingar hjá stelpunum með árituð veggspjöld, Sísí Lára er flott fyrirmynd bæði utan vallar og innan og er frábær félagsmaður. TM mótið í Eyjum var haldið í mánuðnum en á mótinu voru 84 lið sem spiluðu tæplega fjögurhundruð leiki á þremur dögum. Orkumótið var einnig haldið en á því móti voru 108 lið sem spiluðu tæplega sexhundruð leiki. Bæði þessi mót fóru fram í góðu veðri og gengu mjög vel fyrir sig. Strákarnir sem hafa stýrt Orkumótinu í áratugi skiluðu inn lyklunum og vil ég nota þetta tækifæri og þakka þeim fyrir frábær störf fyrir félagið. Við treystum samt á að þeir séu ekki alveg tilbúnir til að segja skilið við mótið og að þeir verði okkur innan handar um ókomin ár. Upptökur á myndinni Víti í Vestmannaeyjum fór fram í mánuðinum og gengu tökur mjög vel. Starfsfólk SagaFilm var hæst ánægt með það myndefni sem það náði í á mótinu og verður gaman að skoða afraksturinn á komandi ári. Nýr danspallur var steyptur í Herjólfsdal en sá gamli var úr sér genginn. Þetta verk var unnið í samstarfi við bæinn en sjálfboðaliðar félagsins unnu mikið og óeigingjarnt starf í þessar framkvæmd og ber að þakka þeim það. Vonumst við til að þessi danspallur eigi eftir að nýtast félaginu jafn vel og sá gamli. Júlí Dagur Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson voru valdir í lokahóp U-21 fyrir HM í Alsír. Gaman er að segja frá því að Sísí Lára var í hóp alla leikina og var byrjunarmaður í fyrstu tveimur leikjunum á EM, Sísí Lára er fyrsti leikmaður ÍBV sem spilar á stórmóti. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu tryggði sér annað árið í röð keppnisrétt í Borgunarbikarnum eftir sigur á Stjörnunni. Mánuðurinn fór í að undirbúa Þjóðhátið 2017 og var gaman að sjá hve margir nýjir sjálfboðaliðar mættu í Dalinn. Töluverður tími fór í að sannfæra myllumenn um að færa mylluna en sem betur fer tókst það að lokum. Þessi breyting kom vel út á hátíðinni því að myllan nýtist nú sem ljósgjafi á annars dimmu svæði í dalnum og er auðveldara fyrir ofanbyggjara að rata heim í tjald. Ágúst Við byrjuðum mánuðinn í Herjólfsdal í góðu veðri en Þjóðhátíðin 2017 verður lengi í minnum höfð fyrir veðurblíðu og gott utanumhald. Mikil ánægja var með dagskrá hátíðarinnar. Í aðdraganda og á Þjóðhátíð 2017 voru fjölmargir sjálfboðaliðar sem unnu mikið og óeigingjarnt starf við að láta hátíðina ganga upp. Gestir hátíðarinnar voru upp til hópa frábærir en eins og alls staðar þá eru alltaf nokkrir svartir sauðir innanum. Strax eftir Þjóðhátíð var farið í að skipuleggja næsta fjör því eyjamenn fjölmenntu í Laugardalinn til að horfa á meistaraflokk karla vinna Borgunarbikarinn. Strákarnir unnu frábæran sigur á sterku liði FH og var

6

mikil gleði þegar Sindri Snær Magnússon lyfti bikarnum á loft. Eins og áður þá voru móttökurnar frábærar þegar liðið sigldi heim með bikarinn, frábær flugeldasýning og skemmtun á bryggjunni. Felix Örn og Arnór Gauti Ragnarsson spiluðu fyrir Íslands hönd í riðlakeppni EM U-21. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin í landsliðsverkefni hjá KSÍ. September Clara Sigurðardóttir var valin til að keppa með U-17 í undankeppni EM. Meistaraflokkur kvenna vann Borgunarbikarinn í frábærum leik í Laugardalnum gegn Stjörnunni. Vestmannaeyjingar fjölmenntu í stúkuna og fundu stelpurnar fyrir miklum og góðum stuðningi. Sóley Guðmundsdóttir lyfti bikarnum á loft við mikinn fögnuð viðstaddra. Líkt og í ágúst voru móttökurnar frábærar og ber að þakka Vestmannaeyjabæ og Eimskip fyrir höfðinglegar móttökur þegar siglt var heim með bikarana. Mikið var um landsliðsæfingar í handboltanum en Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir æfðu um U-16, Ívar Logi Styrmisson og Páll Eiríksson með U-18, Sandra Erlingsdóttir og Friðrik Hólm Jónsson með U-20 Einnig voru Aron Rafn Eðvarðsson, Elliði Snær Viðarsson, Róbert Aron Hostert og Theódór Sigurbjörnsson kallaðir til æfinga með A landsliðinu í handbolta. Felix Örn Friðriksson og Arnór Gauti Ragnarsson kepptu í riðlakeppni U-21 í fótbolta. Meistaraflokkur karla í fótbolta tryggði sæti sitt í úrvalsdeild í síðasta leik íslandsmótsins á Hásteinsvelli. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður bæði vegna úrslitanna og þar sem að bæði lið léku í ÍBV búningum því KA gleymdi sínum búningum fyrir norðan. Þrjú lokahóf voru í mánuðinum, lokahóf yngstu iðkenda félagsins var haldið í Eimskipshöllinni, en þetta var í fyrsta skipti sem þau fengu sér lokahóf þar sem boðið var upp á þrautabrautir fyrir iðkendur og foreldra, lokahóf fyrir 6. 5. og 4. flokk var haldið á Hásteinsvelli í góðu veðri, eins og undanfarin ár var mætingin mjög góð og alltaf gaman að sjá hve margir foreldrar mæta. Eftir síðasta leik hjá strákunum voru sumarlok félagsins haldin í Golfskálanum en þau eru fyrir iðkendur félagsins sem eru á sautjánda aldursári og eldri. Október Mörg landsliðsverkefni voru í októbermánuði og byrjum á fótboltanum. KSÍ var með hæfileikamótun en þar voru þau Ragna Sara Magnúsdóttir, Hólmfríður Arna Steinsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Elmar Erlingsson og Eyþór Orri Ómarsson. Eyþór Orri var svo valin til að spila æfingaleik fyrir Íslands hönd í lok mánaðarins. Þeir Arnór Gauti Ragnarsson og Felix Örn Friðriksson kepptu með U-21 í riðlakeppninni fyrir EM. Hjá handboltanum voru Elliði Snær Viðarsson U-20, Ívar Logi Styrmisson, Páll Eiríksson og Óliver Daðason U-18 og svo Eyþór Orri Ómarsson, Gauti Gunnarsson

og Arnór Viðarsson U-16. A landsliðsfólkið okkar voru þau Sigríður Lára Garðarsdóttir knattspyrnukona sem spilaði í undankeppni HM, handboltastrákarnir Aron Rafn Eðvarðsson spilaði vináttulandsleik, Theodór Sigurbjörnsson var valin í afrekshóp og handboltastelpurnar Díana Kristín Sigmarsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Guðný Jenny Ásmundsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru í æfingahóp. Unglingaráð hélt lokahóf 3. flokks í Týsheimilinu þar sem var verðalaunaafhending og boðið upp á kjúklingaborgara og eftirrétt. Í þessum mánuði tryggðu Heimir Hallgrímsson og peyjarnir í íslenska landsliðinu sér sæti á HM í Rússlandi 2018. Þessi árangur fór í sögubækurnar því að Ísland er minnsta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM. Heimir steig sín fyrstu skref í þjálfun fullorðinna hjá ÍBV íþróttafélagi og erum við óendanlega stolt af honum og hans afrekum. Nóvember Ester Óskarsdóttir og Guðný Jenny Ásmundsdóttir tóku þátt í æfingahelgi á vegum HSÍ og spiluðu vináttulandsleiki. Clara Sigurðardóttir var valin til æfinga hjá U-16 ára landsliðinu hjá KSÍ og handboltafólkið Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir U-16, Elísa Björnsdóttir U-18, Sandra Erlingsdóttir U-20. Í vetur voru 33 iðkendur í Akademíu ÍBV og FÍV og stóðu þau sig all flest mjög vel. Boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra á önninni sem munu vonandi verða þeim gott veganesti út í lífið. Unglingaráð ásamt skólastjóra akademíunnar buðu öllu iðkendum félagsins frá 10 ára aldri upp á fyrirlestur með þeim Önnu Steinssen og Jóni Halldórssyni. Þau fóru yfir það hvernig góðir leiðtogar eiga að vera og mikilvægi þess að koma vel fram við alla í hópnum. Þetta var í fyrsta skipti sem svo ungum iðkendum var boðið að sitja fyrirlestur hjá félaginu og gafst þetta mjög vel. Eins og svo oft áður var gaman að sjá hve margir foreldrar mættu á fyrirlesturinn. Aðalstjórn bauð sjálfboðaliðum Þjóðhátíðar í matarveislu í mánuðinum og var mætingin frábær. Hefur stjórn félagsins haldið boð sem þetta undanfarin fimm ár og er óhætt að segja að stemningin sé alltaf mjög góð. Í ljós kom að sjálfboðaliðar Þjóðhátíðar þekkja ekki Dalinn mjög vel og var því ákveðið að Arnar Andersen verði með gönguferð um svæðið í aðdraganda næstu hátíðar en ef einhverjir vilja slást í hópinn þá verður ganga þessi 25. júlí kl. 20:15 Desember U-16 ára landsliðsþjálfari Íslands valdi Lindu Björk Brynjarsdóttur til æfinga og Clara Sigurðardóttir var valin í U-17 ára úrtakshóp. Aron Rafn Eðvarðsson, Kári Kristján Kristjánsson og Teodór Sigurbjörnsson voru valdir í 28 manna úrtakshóp fyrir EM 2018 og var svo Kári Kristján Kristjánsson valinn í lokahópinn sem fer til Króatíu í byrjun janúar.


Arnór Viðarsson var valinn til handboltaæfinga hjá U-16 ára landsliðinu. Í lok árs héldum við íþróttahátíð fyrir yngstu eyjamennina en þá voru elstu leikmenn félagsins með stöðvaþjálfun bæði í Eimskipshöllinni og í Íþróttamiðstöðinni. Á árinu var gengið frá nýjum samstarfssamningi við Vestmannaeyjabæ sem er vonandi fyrsta skrefið í enn betra samstarfi bæjarins og ÍBV. Dregið var í riðla á HM í mánuðinum og kom þá í ljós að breyta þurfti aðeins tímasetningum á fótboltamótunum okkar. Skoða þarf marga þætti þegar breyta þarf viðburði sem þessum því að við erum háð Herjólfi í að flytja iðkendur okkar yfir, leikmenn félagsins geta ekki verið að spila því þeir eru t.d. nýttir í dómgæslu, Einsi Kaldi þarf að gera tilfærslur hjá sér og svo má lengi telja. Það er gaman að enda þessa samantekt á að segja frá því að Felix Örn Friðriksson 18 ára leikmaður félagsins sem hefur spilað með ÍBV upp alla yngri flokkana var valinn til að spila vináttulandsleik í janúar með A landsliði Íslands í knattspyrnu. Felix Örn

hefur verið duglegur að iðka sína íþrótt og hefur einnig stokkið til og hjálpað okkur við þjálfun yngstu iðkenda félagsins. Eins og undanfarin ár þá á félagið fjölmarga iðkendur sem hafa leikið landsleik á árinu en aldrei áður höfum við átt jafn marga leikmenn sem hafa spilað með A landsliðum Íslands en það voru 8 leikmenn félagsins og þar af eru 5 uppaldir leikmenn hjá félaginu. Þessi fjöldi uppalinna landsliðsmanna hlýtur að vera rós í hnappagat yngri flokka starfs félagsins en þrátt fyrir þetta þá þurfum við að halda áfram að halda vel utan um það starf. Einnig höfum við átt 8 erlenda leikmenn sem hafa spilað með sínum landsliðum á árinu. En fyrir utan allt þetta A landsliðsfólk okkar þá eru 11 leikmenn félagsins sem hafa spilað landsleik með yngri landsliðum Íslands á árinu og fjölmargir iðkendur okkar hafa auk þess verið boðaðir í landsliðsúrtök. Þeir Guðmundur Ásgeirsson og Páll Magnússon hættu í aðalstjórn á árinu og langar mig að þakka þeim fyrir óeigingjörn störf fyrir félagið og vil ég nota þetta tækifæri

og þakka Auðbjörgu Höllu Jóhannsdóttur og Þresti Jóhannssyni fyrir þeirra störf í þjóðhátíðarnefnd. Óskar Rúnarsson, Kristján Karlsson, Björn Elíasson og Ingibjörg Jónsdóttir, létu af störfum hjá félaginu og vil ég þakka þeim fyrir gott samstarf á liðnum árum. Fyrir hönd ÍBV vil ég þakka öllum Eyjamönnum nær og fjær fyrir frábæran stuðning á árinu 2017 og vonandi sjáum við sem flest ykkar á völlunum okkar á árinu 2018. ÍBV er það sem sameinar okkur öll og munum að hlúa vel að félaginu okkar, klöppum sjálfboðaliðum félagsins á bakið því það eru þeir sem halda utan um félagið okkar alla daga. ÍBV er á góðum stað í dag en auðvitað getum við alltaf gert enn betur. Megi árið 2018 verða okkur öllum gott. Áfram ÍBV

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

- Styður dyggilega við bakið á

7


Skemmtilegar myndir frá þrettándanum 2017 - Addi í London tók myndirnar -

Sendum okkar bestur óskir um gleðileg jól og g furík komandi ár. K rar þakkir fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir félagið á árinu sem senn er að líða.

æ

8

æ


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir

STAVEY

Bylgja VE 75 Verslun Heiðarvegi 6 | 481 1400

- Styður dyggilega við bakið á

FRÁR VE 78


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

EYJABLIKK

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

10

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

- Styður dyggilega við bakið á


Sandra Erlingsdóttir fyrirliði ÍBV stefnir hátt:

Verið fyrirliði í öllum yngri landsliðunum Stefnir á að fá sömu stöðu í A-landsliðinu Þegar blaðamaður ætlaði að fá Söndru Erlingsdóttur, leikmann meistaraflokks ÍBV í handboltanum í spjall á öðrum degi jóla var hún um borð í Herjólfi á leið á landsliðsæfingu. Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að stunda íþróttir í Vestmannaeyjum en Sandra er ekki að kvarta. „Ég er núna á æfingu með U-20 ára landsliðinu og verð fram til 30. desember og svo eru aftur æfingar í kringum þrettándann,“ segir Sandra þegar rætt var við hann á þriðja degi jóla, 27. desember. Sandra er 19 ára og sem fyrirliði er hún einn af lykilmönnum liðsins. Segja má að hún hafi handboltann í genunum því foreldrar hennar hafa látið taka til sín á þeim vettvangi. Erlingur Richardsson, faðir Söndru lék handbolta með ÍBV og er í dag einn af öflugri þjálfurum landsins í karlahandboltanum. Hefur þjálfað hér á landi, í Austurríki og Þýskalandi og er nú þjálfari hollenska landsliðsins. Vigdís Sigurðardóttir, mamma hennar stóð í markinu í handboltanum og vann titla bæði með ÍBV og Haukum auk þess að leika með landsliðinu. „Ég var ekki farin að labba þegar ég var mætt á æfingar með mömmu og pabba en ég var sex ára þegar ég byrjaði að æfa fyrir alvöru,“ segir Sandra.

- Styður dyggilega við bakið á

„Það var alls ekki fyrir þrýsting frá foreldrunum sem ég byrjaði í handbolta. Mér fannst hann bara heillandi. Ég var líka í fimleikum þar til ég var fjórtán og fótbolta alveg þangað til ég var 16 ára. Það hefur hjálpað mér í handboltanum að hafa verið í fleiri íþróttum.“ Sandra tók snemma ákvörðun um að hún ætlaði að ná langt í handboltanum og ekki þurfti að leita langt eftir fyrirmyndunum. „Þegar ég var tíu ára var ég farin að skipuleggja þetta, mætti vel á æfingar,horfði frekar á gamla handboltaleiki frá mömmu á spólum heima heldur enn að horfa á barnaefnið. Fyrstu sporin voru stigin í Vestmannaeyjum en síðan hefur hún komið víða við. „Ég hef æft og spilað í Austurríki og Þýskalandi sem var svo lítið öðru vísi. Í Austurríki var ég í íþróttaskóla þar sem allt miðaðist við íþróttir og var æft á morgnana og eftir hádegi. Ég fór með skólanum á heimsmeistaramót skólaliða sem var ofsalega skemmtilegt. Í þýskalandi spilaði ég með meistaraflokki Fuchse Berlin. Ég var bara algjör kjúklingur, ekki nema 17 ára en fékk mín tækifæri í Bundeslígunni sem var góð reynsla sem ég mun aldrei gleyma. Tólf ára var Sandra valin í afrekshóp HSÍ og síðan hefur leiðin legið upp á við. Hefur hún æft og spilað með öllum yngri

landsliðunum, U-16, U-17, U-19 og nú U-20. Auk þess hefur hún verið í æfingahóp A-landsliðsins og farið með þeim í keppnisferðir. „Markmiðið er að verða lykilleikmaður í A-landsliðinu. Ég hef verið fyrirliði í öllum yngri landsliðunum og nú stefnir maður á að fá sömu stöðu hjá A-landsliðinu. Hvað varðar ÍBV þá væri mjög gaman að ná því að vinna alla titla sem eru í boði með stelpunum.“ Aðspurð um fyrirmyndir í handboltanum nefnir Sandra að sjálfsögðu foreldrana. „Þegar ég var yngri voru það mamma og pabbi og svo leit ég alltaf upp til Guðbjargar Guðmundsdóttir og Karenar Knútsdóttur. Í dag er mín helsta fyrirmynd Kristina Mulle þar sem að við eigum það sameiginlegt að vera ekki þær stæðstu á vellinum.‘‘ Eitthvað að lokum? „Til að ná langt þarf maður að vera samviskusamur, mæta á allar æfingar og passa upp á sjálfan sig. Maður er að fórna ýmsu fyrir íþróttina en ég lít ekki á það sem fórn. Svo má ekki gleyma því hvað þetta er gaman,“ sagði Sandra að endingu. ÓG. 11


Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Gleðilegt nýtt ár

12


Felix Örn Friðriksson: Margt spennandi framundan:

Lokatakmarkið að komast í eitt af stóru liðunum Jafnvel í ensku úrvalsdeildina þar sem hápunkturinn yrði að spila með Arsenal Felix Örn Friðriksson stendur á tímamótum á ferlinum, heldur á næstu dögum til Indónesíu með A-landsliði Íslands í fótbolta sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar. Hann var fastamaður í meistaraflokki ÍBV síðasta sumar. Er til skoðunar hjá erlendum liðum, skrifaði nýlega undir nýjan samning við ÍBV en framtíðin er óráðin og ljóst að margt spennandi er fram undan hjá þessum unga Eyjamanni. Felix Örn, sem er 18 ára og spilar stöðu vinstri bakvarðar var ekki gamall þegar hann fór að vekja athygli fótboltaáhugamanna. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann tók stefnuna á að ná langt á knattspyrnuvellinum. „Ég byrjaði sex ára að æfa fótbolta og var orðinn tíu ára þegar maður fór að hugsa um að reyna ná langt,“ segir Felix Örn. „Kiddi Gogga var fyrsti þjálfarinn og hann hefur hellings vit á fótbolta. Hjá honum lærði maður undirstöðuatriðin og grunntæknina.“

Hann æfði hjá ÍBV upp alla yngri flokkana og hápunkturinn var á Akureyri í fimmta flokki. „Það var á N-1 mótinu þegar við töpuðum gegn FH í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik um fyrsta sætið. Það var sárt og maður fór að hágráta. En svona er lífið.“ Fyrstu skrefin með landsliðum steig Felix Örn með U-17 liðinu. „Tók svo stökk yfir í U-21 árs landsliðið þar sem ég spila núna. Þar er ég er búinn að leika fimm leiki og nú erum við að spila í undankeppninni fyrir EM. Þar erum við í fínum málum, í þriðja sæti og eigum einn leik til góða. Tvö efstu liðin komast áfram og við eigum góða möguleika.“ Aðspurður um fyrirmyndir segist Felix Örn á yngri árum hafa litið upp til pabba síns, varnarjaxlsins, Friðriks Sæbjörnssonar. „Ég sá hann aldrei spila en sá klippur með honum og fannst hann flottur. Svo var Andri Ólafs alltaf í miklu uppáhaldi þegar maður sá hann spila. Núna er það Marcelo hjá Real Madrid og áður horfði maður mikið á Eboue hjá Arsenal sem er mitt lið í ensku.“ Þegar Felix Örn var tíu ára og tók ákvörðun um að ná langt í fótboltanum

áttaði hann sig á að hann varð að borða rétt og æfa aukalega. Nú er það að skila sér með athygli erlendra liða á honum. „Það byrjaði með því að mér var boðið til nokkurra liða. Byrjaði hjá AZ Alkmaar í Hollandi og svo fór ég til Brighton í Englandi, Valerenga í Noregi og Wolves í Englandi. Núna eru þrjú lið sem hafa áhuga á að fá mig út að æfa. Það verður svo að koma í ljós hvað verður. Ég hef alltaf stefnt á að spila erlendis og mér finnst Norðurlöndin vera skynsamlegt fyrsta skref. Lokatakmarkið er svo að komast í eitt af þeim stóru, jafnvel í ensku úrvalsdeildina þar sem hápunkturinn yrði að spila með Arsenal.“ Felix Örn segir að eins og staðan er núna séu minni líkur á að hann spili með ÍBV næsta sumar. „Ég er reyndar nýbúinn að skrifa undir samning við ÍBV og lít á mig sem leikmann ÍBV. Spurningin er svo hvenær á maður að taka skrefið út.“ Eitthvað að lokum? „Það þarf að mæta vel á æfingar, taka auka æfingar og hugsa um öll litlu atriðin, hvað þú borðar, æfir og vera fyrirmynd,“ sagði Felix Örn að lokum. ÓG. 13


14

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

- Styður dyggilega við bakið á


SPURT & SVARAÐ

Sandra Dís Sigurðardóttir ÍBV

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Kertasníkir Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Mjög hrædd Hvað er skemmtilegast við jólin? Njóta með fjölskyldu og vinum. Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Leeds. Hver er mikilvægasti leikmaður ÍBV? Ég. Heldur þú að Grýla sé góð í handbolta? Já ég held hún yrði flott á línunni.

Ágúst Emil Grétarsson ÍBV Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Það myndi vera Kertasníkir, vegna þess að við eigum það sameiginlegt að mæta oftast síðastir. Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Já ekki spurning! ég er hræddur við alla lúða! Hvað er skemmtilegast við jólin? Til að gera þetta svar ekki of væmið þá er það samt bara að vera með fjöldskyldu og vinum Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Manchester United Hver er mikilvægasti leikmaður ÍBV? Áður en Baldur Haralds meiddist þá voru fáir sem gátu stöðvað hann, en í dag er það vinur minn hann Teddi :) Heldur þú að Grýla sé góð í handbolta? Það er eflaust hægt að nota hann í bakverðinum.

Júlíana Sveinsdóttir ÍBV Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Kertasníkir Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Kannski smá Hvað er skemmtilegast við jólin? Að vera með fjölskyldunni Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Arsenal Hver er mikilvægasti leikmaður ÍBV? Sísí Heldur þú að Grýla sé góð í fótbolta? Já það held ég

Sigurður Arnar Magnússon ÍBV Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stekkjastaur Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Bara á þrettándanum Hvað er skemmtilegast við jólin? Að vera í jólafríi Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Manchester United Hver er mikilvægasti leikmaður ÍBV? Fyrirliðinn Sindri Snær Heldur þú að Leppalúði sé góður í fótbolta? Já

15


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

HERJÓLFUR 16


Við erum öll hin bestu skinnn

Hvað heitir þú? Padre Píó, Presturinn heilagi. Ertu í algjörri afslöppun á milli þrettánda? Aldeilis ekki, í minni sókn er messað 365 daga ársins. Hvar áttu heima? Hásteinsgryfju 17, ská á móti Drekanum. Eru Grýla og Leppalúði ekki alltaf til vandræða? Þau voru nú oftar í hjónabandsráðgjöf hjá mér hér í den tíð, en eftir að Leppi fékk nýja 4K sjónvarpið, ljósleiðaratenginu og beint samband við Heimi Hallgríms og þ.a.l. að landsliðið. Þá hefur „shenanigansinn“ í kringum þau stórlækkað. Og oft pirruð? Þau æsast nú aðallega yfir fréttum af ósamgöngumálum varðandi Landeyjahöfn þessa dagana, þá mælist pirringurinn á jarðskjálftamælum við Bárðabungu. Fá tröllin jólagjafir frá þeim? Já við fáum alltaf sömu gjöfina, miða á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, því miður er það alltaf miði á hátíðina sem haldin var á árinu sem er nýliðið. Eru tröllin orðin vegan? Nei ég get nú ekki sagt að svo sé, hinsvegar eru þau farin að færa sig yfir í „fljótandi fæði“ eftir að lundinn hvarf. Hvað er skemmtilegast við þrettándann? Hversu vel er vandað til verks í bæjarfélaginu þegar kemur að því að kveðja okkur stórfjölskylduna á hverju ári. Þetta er orðið að einni allsherjarveislu sem endar alveg hreint stórkostlega, og fyrir það erum við ansi þakklát. Eru öll tröllin vond? Við erum nú öll hin bestu skinn, svona inn við beinið, og viljum öllum vel. Hvaða tröll er hættulegast? Hesturinn getur átt það til að láta illa að stjórn, en það er nú yfirleitt vegna þess að hann sér orðið svo illa og er stundum illa járnaður greyið, þessi bykkja er nú einu sinni orðin Hestgömul, jafngamall Helgafelli, það

má ekki gleyma því. Mega börnin fara að passa sig? Þau þurfa að passa sig á því að klæða sig vel á Þrettándanum svo þau verði ekki veik greyin, það er ekkert grín að fá lungnabólgu. Ertu skotin í einhverri tröllakerlingunni? Nei aldeilis ekki, það er nú einu sinni þannig að við erum öll systkini í tröllafjölskyldunni í Eyjum og ég er búinn að koma því skilmerkilega til skila að sifjaspell verður ekki liðið í minni sókn. Hver er besti knattspyrnuþjálfari í heimi? Heimir Hallgrímsson er sá besti, það er bara þannig, hann er það merkilegasta sem gerst hefur í mannkynssögunni síðan Bítlarnir stigu fyrst á svið. Er ÍBV besta félag í heimi? ÍBV er langbesta starfandi félag í heimi, hinsvegar er Knattspyrnufélagið TÝR merkasta félag allra tíma, þvílíkur

- Styður dyggilega við bakið á

frumkvöðull á sviði íþrótta og hefur alið af sér bestu íþróttamenn og einstaklinga Íslandssögunnar, Ásgeir Sigurvinsson, Heimi Hallgrímsson, Þorstein Hallgrímsson, Andra Ólafsson, Bjarna Rúnar Einarsson svo fáir séu nefndir......þetta er ótæmandi brunnur framúrskarandi einstaklinga. Áttu þér uppáhaldsleikmenn í fótbolta og handbolta karla og kvenna hjá ÍBV? Ólafur litli Andrason er uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta, hann á eftir að verða 300 milljón punda virði, sannið þið til, sannur föðurbetrungur. Sigþóra Guðmundsdóttir er aðaldaman í kvennaboltanum hér í Eyjum, það er engum blöðum um það að fletta. Í handboltanum er Barbara Dröfn Fischer minn uppáhaldsleikmaður, það er synd að hún skyldi ekki klæðast búningi ÍBV, þvílíkur alhliðaleikmaður. Ætli Sara Margrét Ólafsdóttir komist henni ekki næst í gæðum, hún lék jú líka með ÍBV......og TÝR, því má ekki gleyma. Karlamegin er bara einn aðili sem hægt er að kalla handboltamann og það er stórvinur minn hann Davíð Þór Óskarsson, að það skuli ekki vera búið að reisa manninum 5 metra háa styttu fyrir utan íþróttamiðstöðina er rannsóknarefni út af fyrir sig. Hvaða lið er best í ensku? Enska landsliðið er best í ensku, alveg eins og það Danska er best í dönsku og Íslenka í íslensku. Eitthvað sem þú vilt segja við blessuð börnin að lokum? Okkur í stórfjölskyldunni hlakkar rosalega til að hitta ykkur öll, munið þið bara að klæða ykkur vel og hafa með ykkur góða skapið, þá fer enginn í pokann eða jólaköttinn. FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR.

17


18


Stúfi hlakkar til að hitta krakkana

Hvað heitir þú? Stúfur heiti ég. Er það satt að þú nennir ekki að gefa í skóinn? Nei það er sko ekki satt..það er það skemmtilegasta sem að við bræðurnir gerum.. Hvað heitir fjallið sem þú býrð í? Moldi. Er Grýla góð mamma? Besta sem að ég hef átt. Er hún aldrei pirruð? Jú, mjög oft. Eru ekki allar konur þannig? Gefur hún drengjunum sínum jólagjöf? Bara ef við erum þægir.. sem að er ekki alltaf sko... Er það satt að Grýla og Leppalúði séu orðin vegan? Hvað er vegan?? Hvað er skemmtilegast við þrettándann? Að hitta alla krakkana. Hver er óþægasti jólasveinninn? Það er hann Kertasníkir bróðir minn..agalega óþekkur oft.. Hver er sá skemmtilegasti? Ég. Ertu nokkuð að kíkja á mömmurnar þegar þú ert á ferðinni? Ja, sko hérna ja nei nei en það kemur alveg fyrir sko að þær séu vakandi þegar við komum með í skóinn handa börnunum. Hver er besti knattspyrnuþjálfari

í heimi? Heimir Hallgrímsson, við sveinarnir þekkjum hann aðeins. Heldurðu með ÍBV? Auðvitað. Áttu þeir uppáhaldsleikmenn í fótbolta og handbolta karla og kvenna? Þekki ekkert þessa kalla..en stelpurnar eru allar frábærar.. Ertu skotinn í Hrafnhildi Skúla? Auðvitað, eru ekki allir skotnir í henni?

Eitthvað sem þú vilt segja við blessuð börnin að lokum? Bara endilega að halda áfram að vera svona æðislega þæg frábær og yndisleg..kær kveðja, ykkar uppáhalds jólasveinn (það var kannað í mjög fjölmennri skoðannakönnun)

Stúfur.

Grýla hætt að éta börn og orðin vegan? Foreldrar jólasveinanna og þá einkum móðir þeirra, Grýla, eru án efa hræðilegustu óvættir sem til eru á Íslandi. Ekki nóg með að þau séu af tröllakyni heldur eru þau stórhættuleg börnum og hafa, ólíkt sonum sínum jólasveinunum, ekkert breyst hvað það varðar í aldanna rás. Enn þann dag í dag eru þau skötuhjú notuð sem barnafælur og vita börn það eins vel í dag og áður að Grýlu þykir gott að gæða sér á óþekkum börnum. Það er ekki frýnileg lýsingin á Grýlu í þjóðsögum Jóns Árnasonar en þar segir: „Grýlukvæðin segja að hún hafi ótal (300) hausa og þrenn augu í hverju höfði ... kartnögl á hverjum fingri, helblá augu í hnakkanum og horn sem geit, eyrun lafi ofan á axlir og séu áföst við nefið að framan. Hún var og skeggjuð um hökuna og fór skeggið ekki betur en hnýtt garn á vef og hékk þar við bót eða flóki, en tennurnar voru sem grjót ofnbrunnið.“ Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu og saman eiga þau hina alræmdu

tímans rás og fylgt tískustraumum eins og við fáum að sjá í skrúðgöngunni á þrettándanum. Börn eru hætt að hræðast þau og spurningin er hvort næsta skref hjá þeim sé að gerast vegan þegar kemur að mat. Eitt af þekktustu Grýlukvæðum frá 17. öld er eftir Stefán Ólafsson í Vallanesi en þar er henni svo lýst:

jólasveina sem koma til byggða um jólin. Leppalúði er óskaplegt letiblóð og fara ekki sögur af honum öðruvísi en bíðandi eftir að Grýla færi honum mat í helli þeirra í fjöllunum. Þetta er hyskið sem heimsækir okkur á þrettándanum ásamt tröllum, álfum og púkum sem fara mikinn á gamla malarvellinum. Hvergi ná þau sér betur á strik en í Eyjum og hvergi eru þau fleiri. En Grýla og Leppalúði hafa breyst í

- Styður dyggilega við bakið á

Eg þekki Grýlu og eg hef hana séð, hún er sig svo ófríð og illileg með. Hún er sig svo ófríð að höfuðin ber hún þrjú, þó er ekkert minna en á miðaldra kú. Þó er ekkert minna, og það segja menn, að hún hafi augnaráðin í hverju þrenn. Heimildir: Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík 1993 og Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

19


20


Fleiri skemmtilegar myndir frá þrettándanum 2017 - Addi í London tók myndirnar -

Virðum eignarréttinn Sérframleidd Sæplastker eru rekjanleg til viðskiptavina

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár - Styður dyggilega við bakið á

21


22


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir Bílaverkstæði

Harðar&Matta

ögmannsstofa Vestmannaeyja

EYJABLIKK

Tannlæknastofa Heimis

Bergur ehf.

23


Hátíð álfa, trölla og jólasveina

DAGSKRÁ 4-7. JANÚAR 2018 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR

Kl. 21 Eyjakvöld á Kaffi Kró, Eyjakvöld Eyjakvöld með Blítt og létt og allir syngja með!

FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR

Kl. 14:30 -16.00 Diskógrímuball Eyverja, Höllin Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. Kl. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. Kl. 00:00 Höllin, dansleikur

Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Buff. Forsala í Tvistinum.

börnum. Klukkan 16 verður dregið í jólagetraun Sagnheima.

LAUGARDAGUR 6. JANÚAR

Kl. 21.00 Háaloftið, tónleikar Risatónleikar með Grafík. Húsið opnar kl. 21.00 og tónleikar hefjast kl. 22.00. Forsala í Tvistinum.

Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara. Endilega mæta sem flest. Kl.13:00-17:00 Langur laugardagur í verslunum Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum! Kl.13:00 Einarsstofa, Úrval úr ljósmyndasafni Vestmannaeyjabæjar til sýningar.

SUNNUDAGUR 7. JANÚAR

Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni

Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju. Eyjabíó verður með fjölbreyttar bíósýningar fyrir alla aldurshópa alla helgina!

Kl.13:00-16:00 Sagnheimar, fjölskylduratleikur Jólakattarins! Frítt fyrir fullorðna í fylgd með

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.