Hamingjan er í H verslun

Page 1


HAMINGJAN ER Í

20. mars – 31. mars 2025

HAMINGJAN BYRJAR HJÁ ÞÉR

Hvað er hamingja? Hvað þýðir hún fyrir þig – og hvernig finnum við hana í amstri dagsins?

Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2013 með það að markmiði að minna okkur á mikilvægi vellíðanar og jafnvægis í lífinu. En hamingjan er ekki alltaf augljós og hún lítur ekki eins út fyrir alla, heldur er hún lifandi og breytist jafnvel innra með okkur eftir tímabilum, reynslu og aðstæðum.

Það sem veitir okkur gleði getur verið mismunandi frá degi til dags. Sumir finna hana í samveru með sínum nánustu, aðrir í kyrrðinni með góðri bók og kertaljósi. Fyrir suma er hún ferskt loft og göngutúr, fyrir aðra hugleiðsla eða góð næring. Það sem skiptir máli er að við gefum okkur tíma til að hlusta á okkur sjálf og rækta það sem nærir huga, líkama og sál.

H verslun vill því halda áfram að fagna Alþjóðlega hamingjudeginum og minna viðskiptavini sína á mikilvægi þess að hlúa vel að sjálfinu og efla andlega heilsu og sjálfsumhyggju með góðri næringu og vítamínum sem styðja við hugarró og vellíðan.

Því að hamingjan er ekki alltaf eitthvað sem við finnum –stundum er hún eitthvað sem við ræktum með kærleika til okkar sjálfra.

Kærleikskveðja,

Kolbrún Pálína Helgadóttir

Ritstjóri

Forsíðuljósmynd: Nike

Umbrot: Rakel Guðnadóttir, hönnun og stafrænir miðlar Icepharma

STÆRSTA ÁRSINS Í HÖRPU

Svo kölluð heilsupartý hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið þar sem hreyfing og önnur upplifun mætast. Nike á Íslandi stóð einmitt fyrir einum einstaklega kraftmiklum og glæsilegum viðburði í Hörpu á dögunum þar sem yfir 150 manns komu saman og tóku æfingu með þremur af fremstu þjálfurum landsins þeim Önnu Eiríks, Freyju Sigurðardóttur og Karitas Maríu Lárusdóttur.

Einstök stemning skapaðist á þessari stærstu Nike æfingu sem haldin hefur verið hér á landi hingað til. DJ Dóra Júlía þeytti skífum og sá til þess að halda orkunni á lofti með trylltum tónum en æfingin stóð yfir í 90 mínútur. Þjálfararnir skörtuðu allir glæsilegum íþróttafatnaði úr nýjustu línu Nike.

STÆRSTA ÁRSINS Í HÖRPU

Hvað er hamingja fyrir þér og hvernig ræktar þú hana?

Hamingja er klárlega lífsstíll sem maður velur sér. Ég vel það að vakna brosandi á morgnana og vera hamingjusöm og gera mitt besta til að dreifa hamingjunni.

Fyrir mér er hamingja ákvörðun og það er nauðsynlegt að muna að hamingjan kemur innan frá og það er enginn annar en maður sjálfur sem getur gert þig hamingjusama. Hamingja er ást og að elska lífið og allt sem því fylgir; fjölskyldan, heilsan og góðir vinir svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt fyrir mig að gefa mér tíma fyrir sjálfa mig, aðeins að kúpla sig út úr amstri dagsins og vera í núinu. Stundum er eini tími dagsins hjá mér með sjálfri mér þegar ég keyri yfir heiðina í og úr vinnu en þá er einmitt að nýta þann tíma fyrir sjálfa mig. Hvort sem það er að hækka í græjunum og syngja, hlusta á gott podcast eða einfaldlega að hlusta á þögnina.

Ég er þessi sem

HLAKKAR TIL MÁNUDAGA

Birna Björnsdóttir verslunarstjóri H verslunar hefur vakið athygli fyrir jákvætt viðmót sitt og einstaklega ríka þjónustulund. Hún segir það forréttindi að fá að vinna við það sem henni þykir skemmtilegt og að hún hlakki alltaf til að mæta til vinnu. Við spjölluðum við Birnu um hamingjuna og hvað hún gerir til þess að viðhalda henni.

Hver er galdurinn á bak við það að vera glaður í vinnunni?

Fyrst og fremst eru það auðvitað forréttindi að hlakka til að mæta í vinnu og hafa gaman af því sem maður gerir. Ég er svo ótrúlega lánsöm að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og það sem veitir mér gleði og hamingju. Ég er þessi sem hlakka til mánudaganna því þá er vikan að byrja og allskonar skemmtileg verkefni framundan. Svo er það auðvitað brosið, það að brosa til samstarfsfólks og viðskiptavina gerir daginn betri fyrir alla sem á vegi þínum verða.

Hvað gerir þú þegar þú finnur fyrir streitu eða þreytu? Áttu einhverja „hamingju formúlu“ til að halda orkunni og jákvæðninni gangandi?

Það besta sem ég veit þegar streitan eða þreytan læðist aftan að mér er að staldra við og hugsa um það sem hefur gengið vel og

hvað maður er búinn að áorka. Sinna svefninum vel sem er auðvitað lykillinn að því að eiga góða daga. Svo er ég svo heppin að eiga einn skemmtilegasta vinahóp á landinu svo ég fæ mikið út úr því að eyða tíma með þeim, hvort sem það er góður göngutúr eða annað skemmtilegt. Að verja tíma með maka og börnum er svo það sem fyllir helst á tankinn, föstudagspizza, spil, sundferðir og stundum bara vera heima í kósý og njóta samverunnar.

Áttu einhverja uppáhalds morgunrútínu sem hjálpar þér að byrja daginn með réttu hugarfari?

Já ég er mikil rútínu manneskja. Ég vakna alltaf fyrst á heimilinu og nýt þess að eiga 30- 40 mín bara fyrir mig. Hvort sem það er stutt æfing, kaffibolli og fréttamiðlar eða bara að drekka fyrsta kaffibollann í rólegheitum og skipuleggja daginn áður en

Birna Björnsdóttir verslunarstjóri H verslunar

aðrir fjölskyldumeðlimir fara á fætur. Þannig tekst mér líka yfirleitt alltaf að koma öllum brosandi út í daginn og það gerir minn dag klárlega betri.

Hver er þín uppáhalds heilsubomba—hvort sem það er matur, drykkur eða eitthvað annað?

Ég elska að borða góðan mat og það er klárlega ekki verra ef hann er hollur og lætur mér líða vel. Ég tek svo auðvitað þau vítamín sem eru mér nauðsynleg eins og til dæmis D vítamín en það er það vítamín sem ég gleymi aldrei að taka enda fáum við það af skornum skammti hér á Íslandi og svo er það líka bara nauðsynlegt fyrir geðheilsuna.

Eru einhverjar litlar venjur sem þú hefur tileinkað þér sem hafa áhrif á þína vellíðan?

Jákvæðni er ótrúlega mikilvæg fyrir vellíðan. Að sjá það jákvæða í fari annarra og veita því eftirtekt. Vera ekki að velta sér upp úr því neikvæða, það gerir engum gott.

Að hrósa fyrir það sem vel er gert getur gert kraftaverk fyrir þann sem á hrósið skilið. Svo er brosið það mikilvægasta af öllu. Bros bætir skapið og hefur smitandi áhrif og svo kostar það ekkert að brosa.

Ef þú gætir gefið einfalda hamingjuráðleggingu til allra sem lesa þetta viðtal, hvað væri það?

Að gefa sér tíma, eins og hraðinn er í þjóðfélaginu í dag að þá er nauðsynlegt að gefa sér tíma með fjölskyldu og vinum. Það er svo gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem virkilega skiptir máli.

Er eitthvað sérstakt sem þú ert spennt fyrir í H versluninni á næstunni?

Já það er alltaf eitthvað spennandi að gerast hjá okkur í H verslun. Núna eru auðvitað hamingjudagar hjá okkur og er það alltaf mjög gefandi. Framundan er svo afmæli H verslunar og þá er alltaf mikið um að vera. Sumarið er einnig alltaf skemmtilegt og held ég að þetta sumar verði extra spennandi hjá okkur. Svo að ég mæli með að fylgjast með okkur og taka þátt í gleðinni með okkur.

„Hamingja er klárlega lífsstíll sem
maður velur sér“

Hvaða áherslur sérðu í íþróttafatnaði og hreyfingu í dag? Hefur eitthvað breyst undanfarin ár?

Það er alveg árstíðarbundið hvar áherslurnar liggja hverju sinni. Sumarið er tíminn þar sem allir fara út að hlaupa og held ég að þetta sumar verði engin undantekning í því. Við erum vel undirbúin fyrir hlaupasumarið, nú í vetur opnuðum við glæsilega hlaupadeild í H verslun og hefur úrvalið í hlaupaskóm og hlaupafatnaði aldrei verið betra. Heitir tímar hafa einnig verið mjög vinsælir undanfarið

og eigum við frábært úrval af æfingafatnaði sem hentar vel í það. Það er óhætt að segja að úrvalið hjá okkur í öllum deildum hafi sjaldan verið meira og ættu allir að finna sér fallegan æfingafatnað fyrir sína hreyfingu. Enda er svo miklu skemmtilegra að æfa í fallegum fötum. Svo er einnig svo gaman að fylgjast með hvað íþróttafatnaður er mikil tískuvara og er engin undantekning í því hjá Nike, enda eru þeir alltaf með puttann á púlsinum með að koma með nýjungar og hlusta eftir þörfum viðskiptavina.

Finnst þér fólk vera meðvitaðra um heilsuna núna en áður? Hvernig speglast það í versluninni?

Já mér finnst fólk almennt vera meðvitaðra um hvað hreyfing og heilsa skiptir miklu máli. Eins að hver og einn finni sér hreyfingu sem henti sér enda framboð af skemmtilegri hreyfingu orðið mjög mikið eins og hlaup, Crossfit, sund, sjósund, fjallgöngur, fjallahlaup, heitir tímar og svo margt fleira. Umræðan um heilsu og hreyfingu er einnig mikil um þessar mundir og finnst mér það mjög jákvætt. En auðvitað skiptir mestu að finna hamingjuna í hreyfingunni, þetta á að vera gaman.

Hvað þurfa allir að eignast úr H verslun fyrir vorið?

Klárlega þurfa allir að fá sér nýja og flotta strigaskó fyrir vorið, það er svo miklu skemmtilegra að ganga inn í sumarið í flottum strigaskóm.

FYRIRSJÓSUNDIÐ

Vinsældir sjósunds á Íslandi fara ört vaxandi en mikilvægt er að huga vel að bæði öryggi og réttum fatnaði. Speedo gaf nýverið út sérhannaða sjósundlínu sem hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Sjósundlínan frá Speedo fæst í H verslun.

SKVÍSULEGIRSUMARSKÓR

Nike Field General strigaskór

23.995 kr.

Nike Zoom Vomero strigaskór

35.995 kr.

Nike Air Jordan strigaskór

28.995 kr.

Nike Air Force strigaskór

26.995 kr.

Nike V2K Run strigaskór

27.995 kr.

Nike Dunk Low strigaskór

29.995 kr.

Nike Free Metcon 6

æfingaskór

29.995 kr.

Nike Free Metcon 6

æfingaskór

29.995 kr.

Nike Metcon 9

æfingaskór

31.495 kr.

Nike MC Trainer 3

æfingaskór

18.495 kr.

Nike Air Max Alpha Trainer 6

æfingaskór

20.995 kr.

Nike Air Max Alpha Trainer 6

æfingaskór

20.995 kr.

ÆFINGASKÓR

3einföld skref í átt að ljómandi húð

Neostrata er leiðandi húðvörumerki sem byggir á vísindalegum rannsóknum og háþróaðri húðvísindatækni. Vörurnar innihalda virk innihaldsefni sem stuðla að endurnýjun húðarinnar, jafna húðtón og veita aukinn ljóma.

Enlighten vörulínan frá Neostrata er sérhönnuð til að draga úr litabreytingum, jafna húðlit og gefa húðinni frísklegt og heilbrigt yfirbragð. Vörurnar innihalda öflug andoxunarefni, milda ávaxtasýru og birtandi innihaldsefni sem vinna saman að því að veita jafnan og ljómandi húðtón.

Hér eru þrjú einföld skref úr Enlighten línunni sem hámarka árangurinn og tryggja frísklega byrjun á deginum:

1

Hreinsun – fersk byrjun

Byrjaðu á að hreinsa húðina með léttum en áhrifaríkum hreinsi eins og Ultra Brightening Cleanser. Hann fjarlægir andlitsfarða, óhreinindi og umfram olíu ásamt því að fríska upp á húðina og gefa henni ljóma.

2

Serum – kraftmikil næring

15% Vitamin C + PHA Serum frá NEOSTRATA er öflugt ljómaserum sem jafnar húðtón og gefur aukinn ljóma. Með reglulegri notkun sérðu fljótt jákvæðan mun á húðinni þinni.

3 Rakagjöf og nauðsynleg sólarvörn

Skin Brightener er verndandi rakakrem sem bæði birtir og styrkir húðina í einu skrefi. Það er auðgað með andoxunarefnum og inniheldur NeoGlucosamine, sem veitir milda hreinsun, ásamt B-Resorcinol, sem dregur úr litablettum og jafnar húðlit. Með daglegri notkun ver sólarvörnin í kreminu húðina gegn ótímabærri öldrun af völdum UV-geisla.

Fersk og ljómandi húð alla daga

Með þessari einföldu rútínu verður húðin þín nærð, frískleg og ljómandi frá morgni til kvölds.

MUNA ANDLEGU HEILSUNA

Andleg heilsa skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan og lífsgæði. Hún hefur áhrif á hvernig við hugsum, finnum til og bregðumst við áskorunum daglegs lífs. Streita, svefnvenjur, mataræði, hreyfing og félagsleg tengsl eru allt þættir sem geta haft veruleg áhrif á andlega líðan. Með því að rækta jákvæðar lífsstílsvenjur og veita andlegri heilsu athygli getum við stuðlað að betri lífsánægju og auknu jafnvægi til að takast á við lífið. Jurtir og bætiefni geta verið gagnlegur stuðningur fyrir taugakerfið og til að stuðla að bættri líðan.

Rhodiola

Rhodiola er jurt sem hefur verið notuð í aldaraðir til að auka andlegt úthald, draga úr streitu, bæta orku og geðslag. Rannsóknir sýna að hún getur hjálpað til við að minnka streitueinkenni með því að koma jafnvægi á streituhormónið kortisól og styðja við heilastarfsemi, sem eykur andlega skerpu og einbeitingu. Rhodiola er einnig þekkt fyrir að vinna gegn þreytu sem getur skilað sér í betri andlegri líðan og jákvæðari hugarástandi. Rhodiola er talin auka mótstöðu gegn streitu og getur því stuðlað að meiri orku og jafnvægi í daglegu lífi.

Ashwagandha

Ashwagandha jurtin hefur lengi verið notuð til að stuðla að andlegri vellíðan, draga úr streitu og bæta svefn. Rannsóknir benda til þess að hún geti dempað streituviðbrögð líkamans og þannig hjálpað til við að minnka streitu og álag. Ashwagandha getur einnig bætt svefngæði með því að stuðla að róandi áhrifum á taugakerfið, sem gerir líkamanum auðveldara að slaka á og ná dýpri svefni. Ashwagandha getur því haft jákvæð áhrif á streituþol, andlega líðan og almenn lífsgæði.

B-12 + B6 vítamín

B12-vítamín gegnir lykilhlutverki í orkubúskap líkamans, heilastarfsemi og taugakerfi, sem gerir það sérstaklega mikilvægt fyrir andlega líðan og geðheilsu. Skortur á B12-vítamíni getur valdið þreytu, einbeitingarskorti, pirringi og jafnvel depurð þar sem vítamínið stuðlar að framleiðslu taugaboðefna sem hafa áhrif á geðslag og vellíðan. Það styður einnig við heilbrigða starfsemi tauga og rauðkorna framleiðslu, sem tryggir betri orku og andlegt jafnvægi. Regluleg inntaka B12-vítamíns, sérstaklega fyrir þá sem neyta lítið af dýraafurðum, getur því stuðlað að aukinni orku og jákvæðara geðslagi.

Melatónín

Melatónín er hormón sem gegnir lykilhlutverki í að stilla líkamsklukkuna og stuðla að heilbrigðum svefni. Það er framleitt í heilaköngli þegar dimmir og sendir boð til líkamans um að undirbúa sig fyrir svefn, en framleiðslan minnkar við birtu, sem getur haft áhrif á svefnmynstur. Melatónín er gjarnan notað til að bæta svefngæði, stytta þann tíma sem tekur að sofna og draga úr svefntruflunum, sérstaklega hjá þeim sem glíma við svefnleysi, vaktavinnu eða tímamismun. Með því að styðja við eðlilega dægursveiflu líkamans getur melatónín stuðlað að dýpri og endurnærandi svefn, sem er nauðsynlegur fyrir almenna vellíðan, orku og andlega heilsu.

LÆKNINGASVEPPUR NÁTTÚRUNNAR

LION’S MANE

Lion’s Mane er lækningasveppur sem hefur fengið aukna athygli fyrir jákvæð áhrif á taugakerfið og heilastarfsemi. Sveppurinn sem fær nafn sitt af loðinni hvítri áferð, er ekki aðeins þekktur fyrir sérstakt útlit heldur einnig fyrir heilsu eiginleika sem geta hjálpað til við að efla minni, einbeitingu og bæta svefn.

HUGRÆN VIRKNI

Einn mikilvægasti eiginleiki Lion’s Mane er hæfileiki hans til að styðja við taugakerfið. Sveppurinn er talinn örva framleiðslu á taugavaxtarþætti (NGF), próteini sem er nauðsynlegt fyrir viðhald og viðgerðir á taugafrumum. Þetta gerir hann sérstaklega gagnlegan fyrir fólk sem vill styrkja minni og einbeitingu.

STREITA OG ANDLEG VELLÍÐAN

Lion’s Mane hefur róandi áhrif á taugakerfið og getur dregið úr streitu. Hann inniheldur lífvirk efni sem hafa bólgueyðandi og andoxandi eiginleika, sem hjálpa líkamanum að jafna sig eftir langvarandi streituástand. Auk þess styður hann heilbrigða starfsemi heila og taugakerfi sem getur leitt til betri líðan og skýrari hugsunar.

MINNI OG EINBEITING

Sveppurinn hefur reynst gagnlegur fyrir þá sem vilja bæta hugræna getu, sérstaklega minni og einbeitingu. Með því að örva taugavaxtarþátt styður Lion’s Mane við myndun og viðhald tauga og taugatenginga, sem gerir það auðveldara að læra nýja hluti og rifja upp upplýsingar. Þetta gerir hann að áhugaverðum valkosti fyrir bæði yngra fólk sem vill bæta námsgetu og eldra fólk sem vill viðhalda heilastarfsemi.

HVÍLD OG ENDURNÆRING

Lion’s Mane getur einnig haft jákvæð áhrif á svefn. Með því að draga úr streitu og efla jafnvægi í taugakerfinu getur hann hjálpað fólki að slaka á og sofa betur. Betri svefn hefur síðan jákvæð áhrif á heilastarfsemi, minni og tilfinningalegt jafnvægi, sem styrkir enn frekar hugarástand og heildar heilbrigði.

ANDOXUN

Lion’s Mane inniheldur beta-glúkan fjölsykrur og mikið af andoxunarefnum sem hjálpa til við að draga úr bólgum, vernda frumur gegn skaða og styrkja ónæmiskerfið. Þetta gerir sveppinn að öflugu náttúruefni fyrir almennt heilbrigði.

HVERNIG MÁ NOTA LION’S MANE?

Lion’s Mane er fáanlegur í ýmsum formum svo sem sem fæðubótarefni í hylkjum, dufti eða tei. Mikilvægt er að velja hágæðavörur sem tryggja virkni sveppsins. Lion’s Mane er einstakt náttúrulegt fæðubótarefni sem styður við bæði taugakerfi og andlega vellíðan. Hvort sem markmiðið er að bæta hugræna getu, styðja við ónæmiskerfið eða styrkja almenna heilsu, gæti Lion’s Mane verið góður náttúrulegur valkostur og getur verið mikilvægur hluti af heilbrigðum lífsstíl. Gott er að ráðfæra sig við fagaðila áður en þú hefur inntöku á Lion’s Mane ef þú ert með ofnæmi eða sérstakar heilsufarsástæður.

Efling fyrir hugann

Lion’s Mane er lækningasveppur sem veitir náttúrulegan stuðning fyrir skýrari huga, minni streitu og bætt minni.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

HVAÐ VEITIR ÞÉR

Hamingjan er eins og barbabrella og getur blossað upp á ótrúlegustu augnablikum. Að gleyma stað og stund í ástríðu og yndislegum hópi vina er hamingja, sömuleiðis að upplifa fjölskyldumeðlimi blómstra. En það jafnast ekkert á við að hreyfa við börnum og sjá ljós kvikna í augum þeirra. Þorgrímur Þráinsson

Hamingja fyrir mér snýst um jafnvægi í lífinu, að njóta augnabliksins og vera umkringd fólki sem skiptir mig máli. Hún felst í einföldum hlutum eins og því að hlæja með vinum, eyða tíma með fjölskyldunni eða upplifa náttúruna. Hamingja tengist líka tilgangi, að setja sér markmið og finna ánægju í því að vinna að þeim. Þá skiptir líkamlegt heilbrigði miklu máli, því þegar okkur líður vel líkamlega, höfum við meiri orku og gleði í daglegu lífi. Að sameina þetta allt, tengsl við aðra, jafnvægi, tilgang og góða heilsu – skapar grunn að sannri hamingju.

Helga Margrét Gunnarsdóttir

„Hamingjan fyrir mér er allskonar! Fyrir mér er hægt að finna hamingjuna á mismunandi stöðum og mismunandi tímum. Það má nefnilega ekki vanmeta litlu augnablikin þegar kemur að hamingjunni. Bara kosý samverustund heima fyrir með fjölskyldunni er hamingja, að klára geggjaða æfingu er hamingja, að sitja í bílnum og heyra lag sem gefur þér góðar minningar er hamingja. Hamingjan er fólgin í því að líða vel í hversdagsleikanum þínum hverju sinni.“

Egill Ploder Ottósson

Hamingjan er nátengd þakklæti. Eftir því sem erum betri í að telja blessanir okkar þeim mun hamingjusamari verðum við. Hamingjan er að kunna að meta og sjá fegurðina í einfaldleikanum. Hamingjan er einnig nátengd kyrrðinni og tengingu við náttúruna. Ef ég hugsa til baka þá eru hamingjusömustu stundir lífs míns sem barn þegar ég var búin að vera að hjóla allan daginn og lagðist svo í grasið og horfði til himins og fann lyktina af blómunum og heyrði lækjarniðinn.

Berglind Guðmundsdóttir

ÞÉR

HAMINGJU?

Hamingja fyrir mér felst í því að vera þakklátur og sáttur í hversdagsleikanum. Að njóta samveru með fjölskyldu og vinum, gefa mér tíma til að sinna því sem skiptir mig máli og hlúa að heilsunni með fjölbreyttum hætti. Morgunstund í kyrrð með kaffibolla, þakklæti fyrir litlu augnablikin og jafnvægi í lífinu veita mér hamingju. Einnig gefur það mér mikla ánægju að ferðast, bæði um Ísland og erlendis, og upplifa nýja staði og stundir með þeim sem mér þykir vænt um.

Sölvi Snær Magnússon

Hamingja fyrir mér er að elska sjálfa mig og vera sátt á þeim stað sem ég er stödd á hverju sinni og á þeirri vegferð sem ég er á til þess að geta sömuleiðis gefið hamingju frá mér til annarra. Hamingja mín felst líka í daglegum venjum á borð við mataræði, hreyfingu og svo auðvitað hvaða fólk ég umgengst. Það veitir mér líka mikla hamingju að fá að starfa við það sem ég elska, að hafa kost á að iðka heilbrigðan lífstíl, umvefja mig jákvæðri og uppbyggilegri orku og eyða tíma með fjölskyldu og vinum.

Andrea Sigurðardóttir

Hamingjan er allskonar fyrir mér. Hamingjan er þegar þú finnur djúpa sátt í því sem þú ert að gera og þú finnur að þú ert að ganga í takt við sjálfan þig. Þegar þú nærð að heyra í innsæinu þínu. Þegar þú ert heilbrigður og efnir loforðin við sjálfa þig. Hamingjan er samvera með gæða fólki og fjölskyldu og þegar þú finnur fyrir því að að þú nærð að vera á staðnum en ekki á hamstrahjólinu. Þegar einfaldleikinn fyllir djúpt á tankinn.

Sylvía Briem Friðjónsdóttir

Hamingjan fyrir mér er að vera viðstaddur í núin og ná að njóta allra litlu hlutanna í lífinu, sjá fegurðina í þeim og vera þakklátur fyrir þá. Það veitir mér líka mikla hamingju að fá tækifæri til þess að hjálpa öðrum að blómstra í lífinu og sjá þá sem mér þykir vænt um líða vel og ganga vel.

Kári Sverrisson

H VERSLUN VORIÐ ER KOMIÐ

Vorhreingerning í svefnherberginu með SONETT

Þegar dagarnir eru orðnir lengri og sólarstundirnar fleiri er tilvalið að taka vorhreingerningu í svefnherberginu.

Við mælum með að nota Sonett hreingerningavörurnar í verkið, en Sonett eru 100% lífrænar og umhverfisvænar vörur sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru mildar fyrir húðina.

Við framleiðslu á Sonett eru hvorki notuð rotvarnarefni, ilmefni né kemísk litarefni. Vörurnar innihalda ekki ensím og yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs.

Þá er Sonett með vörulínu sem hentar sérstaklega fyrir viðkvæma húð en hún inniheldur engar ilmkjarnaolíur. Línan heitir Sensitive og samanstendur af þvottaefni, uppþvottalegi, handsápu og ull- og silkisápu.

Rúmið: Fyrst af öllu tökum af rúminu og setjum í þvott, Það er fátt eins notalegt og að hoppa upp í rúm með nýþvegnum rúmfötum. Uppáhalds þvottaefnið okkar fyrir rúmföt er fljótandi lavender þvottalögurinn þessi fjólublái. Til að drepa rykmaura mælum við með að þvo rúmfötin á 60° eða setja þau í a.m.k. hálftíma í þurrkarann. Þegar skipt er síðan á rúminu er gott að spreyja yfir með sótthreinsinum og síðan setja nýtt á rúmið.

Fyrir ullarrúmteppi mælum við með að þvo þau með ólívu þvottalegi sem er sérstaklega ætlaður fyrir ull og silki. Munið að stilla á þvottakerfi fyrir ull og viðkvæman þvott. Notið endurnærandi ullarsápuna í lokaskoluninni. Leysið upp hálfa teskeið af ullarsápunni í 30-40 ml af heitu vatni og hellið vökvanum í mýkingarefnishólfið á þvottavélinni.

Fataskápar: Þetta er líklega stærsta verkefnið á listanum svo að við skulum hafa það númer tvö á listanum. Tökum fyrir eina hillu í einu, förum yfir allt sem er í skápunum, setjum í endurvinnslupoka og

losum okkur við það sem við erum hætt að nota, er orðið slitið eða safnaðist óvart fyrir í skápunum og á ekki að vera þar. Brjótum allt saman sem á að vera áfram, flokkum saman eins hluti og litaröðum jafnvel ef við höfum tíma.

Endurskipulag í skápum: Tökum allt sem við ætlum að eiga áfram út úr skápunum þurrkum úr öllum hillum með örtrefjaklút og alhliða yfirborðsog glerheinsi þessum með fjólubláa miðanum. Einnig hægt að blanda alhreinsi eða appelsínu krafthreinsi út í vatn og væta tusku upp úr því. Nýtum slár sem best, best er að brjóta saman allt sem ekki þarf að hanga eins og gallabuxur, peysur, stuttermaboli ofl. Setjum aukahluti eins og klúta, skartgripi og belti saman á hillu eða í körfur. Það er sniðugt að setja snaga innan á hurðir fyrir skartgripi. Einnig er hægt að setja snaga á vegginn fyrir klúta, veski, skartgripi, hatta ofl.

Munum að hugsa vel um fatnaðinn okkar og þvo með tilheyrandi þvottaefni hverju sinni. Við mælum með að nota fljótandi þvottaefni fyrir litaðan þvott (Laundry liquid color) þetta með gula miðanum sem hentar sérstaklega vel fyrir íþrótta- og útivistarfatnað.

Förum í gegnum allar skúffur, skipuleggjum og þrífum.

Gardínur: Þurrkum af og þvoum gardínur, pössum okkur að fara eftir leiðbeiningum. Fyrir viðkvæm efni mælum við alltaf með að nota fljótandi ólívu þvottaefni fyrir ull og silki. Þurrkum af öllum hillum, borðum, náttborðum og gluggakistum.

Speglar: Til að fá skínandi fína spegla án ráka er best að nota hreinan örtrefjaklút vættan með volgu vatni og alhliða yfirborðs- og glerhreinsi. Sömu aðferð er hægt að nota á gluggana. Þó mælum við með því að nota alhreinsinn út í vatn á rúðurnar.

Endaðu vorhreingerninguna á því að ryksuga og skúra og þá mælum við með því að setja alhreinsinn, þennan með bleika miðanum út í volgt vatn.

Búðu um rúmið að lokum og settu blóm í vasa, við erum þess fullviss að þú munt sofa betur.

Sonett vörurnar má finna í öllum helstu verslunum um allt land.

Yfirborðs- og glerhreinsirinn er ein af uppáhalds vörunum okkar í Sonett línunni

H VERSLUN VORIÐ ER KOMIÐ

Viljum halda því fram að við séum

BESTIR Í ÞJÓNUSTU

Benedikt Almar Bjarkason verslunarstjóri boltaverslunarinnar þjónustar boltaáhugafólk af mikilli innlifun enda hefur hann lifað og hrærst í þessum heimi síðan hann man eftir sér. Við spjölluðum um boltann við Benna eins og hann er kallaður.

Hvað heillaði þig við að vinna í boltaverslun H verslunar og ertu sjálfur mikið fyrir boltaíþróttir?

Þegar mér var boðið að sjá um boltaverslunina fyrir tæpum 2 árum síðan fannst mér það strax mjög spennandi verkefni og þurfti ekki mikla sannfæringu til að fá mig með í lið. Ég sé ekki eftir því þar sem þetta er búið vera ótrúlega gefandi og skemmtilegt verkefni og mun bara verða stærra og meira eftir því sem líður á, ég hef lifað og hrærst í þessum heimi frá því ég man eftir mér.

Hvernig upplifir þú boltaiðkun ungmenna í dag og vinsældir boltaíþrótta almennt?

Það er erfitt að segja hvort það sé meira nú en áður, en í fótboltanum er orðið mikið meira um skipulagðar aukaæfingar og meiri áhersla á tækni.

Mér finnst þetta koma í bylgjum, til dæmis eru allir farnir að huga meira að því að verða tæknilega betri en var hér áður fyrr. Við eigum til dæmis í skemmtilegu samstarfi við Tækniþjálfun GS en þeir leggja einmitt áherslu á einstaklingsmiðaðar æfingar þar sem krakkar geta bætt sig í tæknilegri getu.

Hvaða boltaíþrótt er vinsælust hjá viðskiptavinum ykkar?

Fótboltinn er alltaf vinsælastur hjá okkur í boltaversluninni, þó svo að körfuboltinn fari ört stækkandi og reynum við að þjónusta körfuboltafólkið okkar eins vel og fótboltafólkið okkar. Einnig kemur handboltafólkið til okkar bæði til

Benedikt Almar Bjarkason

verslunarstjóri boltaverslunar H verslunar

þess að græja sér skó eða íþróttafatnað. Fótboltinn er langstærstur enn sem komið er enda erum við með langmesta og besta úrvalið af fótboltabúnaði hjá okkur. Við gefum okkur út fyrir það að veita góða, faglega og persónulega þjónustu og viljum við halda því fram að við séum bestir í þjónustu.

Hver er skemmtilegasta týpan af viðskiptavinum sem kemur til ykkar?

Fyrir mitt leyti er það 35-45 ára fótbolta mamma sem er “all in“ fyrir börnin sín og hefur áhuga á því hvað er nýjast og flottast hverju sinni í fótboltabúnaði, þessar týpur eru líka yfirleitt ótrúlega hressar og skemmtilegar.

Hvað er að gerast í þróun íþróttafatnaðar um þessar mundir og hver eru stærstu trendin í dag?

Þetta fer allt í hringi, það er rosalega mikil nostalgía hjá Nike um þessar mundir í öllum fatnaði, boltum og skóm. Nike er til að mynda að koma aftur með T90 línuna sem var og er mjög „iconic“. Krakkar í dag þekkja allar gömlu hetjurnar í boltanum jafn vel og þær nýju.

Er mikil áhersla á tæknilega eiginleika, eða skiptir útlitið enn mestu máli þegar fólk velur sér búnað?

Þetta er skemmtileg blanda af báðu en er rosalega einstaklings bundið, okkar viðskiptavinir eru yfirleitt að leita af því besta. Ég tek helst eftir því í skónum hjá okkur að tæknilegir eiginleikar skipta miklu máli þar ásamt því að finna hvaða skór henta hverjum og einum best.

Ef þú mættir velja einn hlut úr búðinni sem allir ættu að eiga, hvað væri það og af hverju?

Fyrir krakka myndi ég segja að eiga 2-12 strike æfingagalla hvort sem þú ert í boltaíþróttum eða ekki. Fyrir ungt fólk að eiga flotta fótboltatreyju fyrir hvað tilefni sem er, hvort sem það er á æfingar eða dags daglega og fyrir fólk á besta aldri er rosalega gott eiga góðan innan undir fatnað hvort sem það er á æfingarnar eða í göngutúrinn eða í fjallgöngurnar eða jafnvel útileguna.

Hvað gerir þú sjálfur til að halda þér í stuði og formi?

Ég fer á fótboltaæfingar 2-3 í viku og finnst ég alltaf vera bestur alveg sama hvernig fer, svo fer ég út að hlaupa stöku sinnum en finnst alltaf skemmtilegra þegar það er bolti fyrir framan mig. En það sem heldur mér í mesta stuðinu er að fara út að leika, sund eða gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum.

Ef þú gætir gefið ein ráð til allra sem stunda boltaíþróttir, hvort sem það snýr að æfingum, endurheimt eða bara andlegum leik, hvað væri það?

Ég er góður í því ráðleggja fólki í hverju það á að vera meðan það stundar boltaíþróttir, en ég er ekki fara kenna neinum hvernig á að spila leikinn. Það sem skiptir gríðarlega miklu máli í öllum boltaíþróttum er að hafa trú á sjálfum sér og hvað sjálfstraust getur komið þér langt, „feel good play good.“

Að lokum, hvað er hamingjan fyrir þér?

Að vakna fullur tilhlökkunar yfir því hvað dagurinn hefur uppá að bjóða er hamingja fyrir mér. Það sem gefur mér hamingju er fjölskyldan mín, konan mín og börnin mín tvö, að fá að verja tíma mínum með þeim og svo auðvitað vinir mínir sem standa með mér í einu og öllu finnst mér líka mjög dýrmætt.

KRAKKAR SUMARLEGIR

Er síminn að færa þig nær því

lífi sem þig langar að

lifa?

Svanborg María Guðmundsdóttir markaðssérfræðingur

Við þekkjum þetta öll. Við ætlum bara rétt aðeins að kíkja í símann en áður en við vitum af eru börnin farin að berjast um athygli okkar og þessi einu litlu skilaboð sem við ætluðum að svara eru orðin að klukkutíma.

Síminn hefur marga kosti en líka galla. Rannsóknir sýna að meðal símanotkun er rúmlega þrír klukkutímar á dag sem samsvarar 45 dögum á ári.

Þá er vert að íhuga hvort síminn sé að þjóna okkur og færa okkur nær því lífi sem okkur langar að lifa eða hvort hann sé að stela af okkur dýrmætum tíma?

Hér eru sex ráð til þess að minnka símanotkun í daglegu lífi:

Slökktu á tilkynningum

Ef þú ert ekki nú þegar búin/n að slökkva á öllum tilkynningum í símanum þínum er það fyrsta skrefið. Það skiptir sköpum að vera ekki stöðugt að fá tilkynningar um allt sem er að gerast.

Skiptu yfir í svarthvítan skjá

Síminn verður allt í einu ekki eins spennandi þegar skjárinn er svarthvítur. Það er heldur ekki jafn gaman að skrolla eða versla á netinu þegar litirnir hverfa.

Notaðu öpp sem takmarka aðgang að samfélagsmiðlum

Þessi öpp virka þannig að þú stillir hvaða miðla þú vilt forðast í ákveðinn tíma. Það virkar best að forðast sem flest öpp (líka netvafrann) til þess að fá sem mest út úr þessum lið. Dæmi um slík öpp eru Opal, Freedom, Forest og StayFree.

Geymdu símann þar sem þú sérð hann ekki

Settu símann í skúffu eða í annað herbergi þar sem þú sérð hann ekki en heyrir í honum ef einhver hringir. Stundum er freistandi að skilja símann eftir úti í bíl eða hafa símalausan sunnudag.

Settu teygju utan um símann þinn

Þessi leið er sniðug og fær okkur til að staldra við og hugsa í hvert sinn sem við grípum í símann. Við þurfum þá að taka meðvitaða ákvörðun um að fjarlægja teygjuna áður en við getum farið í símann. Það er einnig til app sem gerir svipað og heitir One Sec. Það virkar þannig að appið biður okkur um að taka meðvitaða ákvörðun áður en við opnum samfélagsmiðilinnsem hjálpar okkur að komast úr sjálfstýringunni.

Leyfum okkur bara að vera

Við elskum að kíkja í símann á biðstofunni, á milli verkefna í vinnunni og jafnvel á rauðu ljósi er frestandi að kíkja aðeins í símann. Við fyllum upp stundirnar með símanum þegar við gætum bara verið að njóta og leyfa okkur bara að vera í annars annasömum heimi.

HUGSAÐU MEÐ HJARTANU

Hver á skilið að fá hamingjukörfu?

Taktu þátt í hamingjukörfuleik H verslunar og tilnefndu einhvern sem þér þykir eiga skilið að fá flotta hamingjukörfu fulla af vörum frá NOW, MUNA, Sonett, Neostrata og H verslun.

Þú getur tekið þátt í H verslun, Bíldshöfða 9, alla Hamingjudagana.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.