Húsfreyjan 1. tbl 2024

Page 1

Kvenfélagasamband Íslands | 1. tbl. 75. árg. 2024 | Verð 2.250 kr. Jákvæð og hvetjandi

ÖLL ÞESSI HAMINGJA HEFUR KOMIÐ MEST Á ÓVART

Viðtal við transkonuna Snædísi Yrju

Kristjánsdóttur

Valdefling kvenna HEKLAÐAR FÍGÚRUR

fyrir smáfólkið

Íslenskukennsla Kvenfélagsins á Suðureyri

PÁSKAHLAÐBORÐ

Kvennakórsins

Eyju á Ísafirði

100 ára afmæli Kvenfélags

Grindavíkur fagnað á Bessastöðum

SIGGA JÚLLA

skólastjóri Lýðskólans á Flateyri

97 70018 79800 8
Kvenfélög
Brunavarnir
Neysluvenjur
Vertonet • Prjónauppskriftir • Smásaga

Erum með falleg stílhreinn 2 kg duft eldvarnatæki fyrir bústaðinn, bílinn, hjólhýsið eða eldhúsið. Erum líka með falleg eldvarnarteppi, sjúkrakassa og lyklabox. Opið kl. 10-18 á virkum dögum og kl. 11-16 á laugardögum

Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is

Dalvegi 30, 201 Kópavogur

Sími 517 6460 - www.belladonna.is

Nýjar vörur streyma inn VOR 2024
storkurinn.is storkurinn@storkurinn.is instagram/storkurinn // facebook/storkurinn

EFNISYFIRLIT

3 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 5 Leiðari Húsfreyjunnar Aðgát skal höfð Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri 26 Brunavarnir Eru brunavarnir á þínu heimili í lagi? Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri 6 Viðtal Öll þessi hamingja hefur komið mest á óvart Viðtal við Snædísi Yrju Kristjánsdóttur 27 Leiðbeiningastöð heimilanna Neysluvenjur Jenný Jóakimsdóttir 28 Hannyrðahornið Tvær fallegar fullorðinspeysur Sjöfn Kristjánsdóttir 36 Samtök Kvenna Vertonet Guðrún Helga Steinsdóttir 46 Viðtal Koma að hausti eins og ófleygir ungar Sigríður Júlía Brynleifsdóttir 50 Krossgátan Frístund 51 Leiðbeiningastöð heimilanna Sniðug verkefni til að njóta Jenný Jóakimsdóttir 11 Kvenfélag Grindavíkur 100 ára Kærleikur – Gleði - Samvinna Sólveig Ólafsdóttir og Kristín Linda Jónsdóttir 14 Smásagan Fræ Eyrún Ósk Jónsdóttir 16 Kvenfélagasamband Íslands Kveðjur til Grindvíkinga Valkyrjur í Kvenfélögum þessa lands Dagmar Elín Sigurðardóttir 17 Kvenfélagasamband Íslands Jólafundur Kvenfélagasambands Íslands Jenný Jóakimsdóttir 18 Kvenfélagasamband Íslands Valdefling kvenna gegn heimilisofbeldi í Mongólíu Jenný Jóakimsdóttir 22 Kvenfélagið Hvöt Öflugt kvenfélag í Hnífsdal Dagný Finnbjörnsdóttir 23 Tíu boðorð handa foreldrum Sigríður Ingvarsdóttir 24 Kvenfélagið Ársól Suðureyri Íslenskukennsla og stuðningur við ýmis góð málefni Vilborg Ása Bjarnadóttir 19 Hannyrðir Hekla - Fallegar fígúrur fyrir smáfólkið Elsa Harðardóttir 38 Matarþáttur Húsfreyjunnar Páskahlaðborð Kvennakórs Ísafjarðar Albert Eiríksson

MARS 2024

Lumar þú á góðri sögu?

Húsfreyjan efnir að nýju til smásagnakeppni sem er öllum opin og frjálst efnisval.

Reglur keppninnar:

- Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli. Fjöldi orða skal vera um 1500.

- Senda skal söguna útprentaða á pappír merkta dulnefni ásamt lokuðu umslagi merkta sama dulnefni með upplýsingum um höfund sögunnar ásamt nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri.

- Smásagan skal hafa borist til Húsfreyjunnar fyrir 20. mars 2024. Utanáskriftin er: Húsfreyjan – smásaga, Hallveigarstöðum, Túngata 14, 101 Reykjavík.

Dómnefnd mun koma saman og velja 12 bestu smásögurnar sem fyrirhugað er að birta í Húsfreyjunni. Skýrt verður frá úrslitum í 2. tölublaði tímaritsins 2024 og fyrsta sagan birt og aðrar sögur sem valdar verða birtar í næstu tölublöðum. Umsjón keppninnar annast: Eva Björk Harðardóttir, Eva Hilmarsdóttir og Guðrún Þóranna Jónsdóttir.

1. verðlaun

Gisting fyrir tvo m/morgunverði á Berjaya hótel Akureyri

2. verðlaun

Málverk eftir Guðbjörgu Hákonardóttur

3. verðlaun Gjafabréf fyrir tvo í Skógarböðin

Verðlaunahafar fá einnig gjafapakkningu frá Urtasmiðjunni.

Þau sem eiga þær smásögur sem valdar eru til birtingar fá bók að gjöf frá Bókaútgáfunni Sæmundi og ársáskrift að Húsfreyjunni.

Dómnefnd

Heiðrún D. Eyvindardóttir, safnstj. Bókasafns Árborgar Lilja Magnúsdóttir, rithöfundur og íslenskukennari

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

SMÁSAGNASAMKEPPNI HÚSFREYJUNNAR
ATHUGIÐ SKILAFRESTUR 20.

Aðgát skal höfð

Fordómar og bakslag

Orðið fordómar þýðir samkvæmt íslenskri orðabók harður dómur með óvild, til dæmis gagnvart ákveðnu fólki eða málaflokkum.

Hugtakið fordómar er nokkuð gagnsætt í íslensku máli. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum eða þær niðurstöður sem við leggjum fram án þess að hafa hugsað mál til enda eða skoðað það út frá öllum hliðum. Fordómar eru oft skilgreindir sem andheiti við gagnrýna hugsun. Fordómar eru því miður oft tengdir ákveðnum flokkum á borð við kyn, kynþætti, kynhneigð, þjóðerni, stétt, trúarbrögð, aldur og fötlun svo eitthvað sé nefnt. Í þessu blaði er einlægt og upplýsandi viðtal við íslenska transkonu, Snædísi Yrju Kristjánsdóttur og það hugarfarslega og líkamlega ferðalag sem hún hefur farið í gegnum til að leiðrétta kyn sitt og ná því takmarki að lifa sátt og hamingjusöm í réttum líkama.

Hinsegin fólk, trans eða transgender

Hér á landi hefur hugtakið hinsegin fólk öðlast sess sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem er ekki gagnkynhneigt eða fellur ekki inn í það sem telst hefðbundið kyn eða kynlutverk. Trans eða transgender er notað um einstaklinga sem geta ekki samsamað sig því kyni sem þeir fæddust í. Einstaklingurinn upplifir sig þannig af öðru kyni en honum var úthlutað við fæðingu og líffræðin og líffærin segja til um.

Víða um heim býr hinsegin fók og transfólk við gríðarlega mismunun, of-

beldi og skert réttindi. Talið er að tveir milljarðar einstaklinga búi í ríkjum þar sem hinseginleiki er álitinn glæpur og 35% ríkja heims búa yfir lögum sem banna samkynhneigð og samkynhneigð sambönd. Í 6 löndum ríkir dauðarefsing fyrir samkynhneigð og samböndum fólks af sama kyni.

Frá því að lög um staðfesta samvist voru samþykkt á alþingi Íslendinga árið 1996 hefur réttindabarátta hinsegin fólks tekið stórstíg skref fram á við og viðhorfin hér á landi orðin mun jákvæðari. Eins var stór sigur unninn er lög voru samþykkt um kynrænt sjálfræði árið 2019. En undanfarið hefur því miður borið á bakslagi hvað þennan málaflokk varðar og orðræðan verið oft á tíðum fjandsamleg og fordómafull.

Hvað er til ráða?

Það er mjög mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um vellíðan og réttindabaráttu allra okkar þegna. Við eigum aldrei að líða ofbeldi og áreitni gagnvart einstaklingum bara af því að þeir eru hinsegin eða trans. Við eigum að standa vörð um það að fólk í okkar samfélagi þurfi ekki að óttast um öryggi sitt. Við verðum að andmæla fordómum og hafna áróðri hvort sem hann á sér stað á kaffistofum, saumaklúbbum eða annars staðar. Við megum ekki gefa háværum, reiðum og fordómafullum einstaklingum sviðsljós til að koma hatursfullum áróðri á framfæri. Við eigum að passa upp á unga fólkið okkar, elska þau eins og þau eru og þakka þeim fyrir það hugrekki að þora að láta í ljós sínar sönnu tilfinning-

Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 1. tölublað, 75. árgangur, febrúar 2024 Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt Árgangur kostar 6.900 kr. m. vsk. í áskrift. Hvert blað kostar í lausasölu 2.250 kr. Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Eva Hilmarsdóttir, Eyjafirði, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi og Þóra Sverrisdóttir, A-Húnavatnssýslu.

Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Sigríður Ingvarsdóttir, singvarsd@gmail.com.

Viltu gerast áskrifandi?

ar. Við erum eins mismunandi og við erum mörg og það ber að virða. Við eigum að vera umburðarlynt og fordómalaust samfélag sem virðir fjölbreytileikann.

Það vakti heimsathygli þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra og var einnig fyrsti ráðherrann sem átti maka af sama kyni. Hennar skilaboð til ungs hinsegin fólks í kjölfar þess bakslags sem dunið hefur yfir eru: ,,Berðu höfuðið hátt og láttu engan troða á tilfinningum þínum“.

Mannúðarboðskapur

Sá mannúðarboðskapur sem fram kemur í ljóði Einars Benediktssonar, Einræður Starkaðar á enn mjög vel við. Eftirfarandi erindi úr Einræðunum bendir okkur á hve mikilvæg framkoma okkar við hvort annað er, jafnt á jákvæðan sem og neikvæðan hátt, og að hver og einn einstaklingur á rétt á því að honum sé sýnd virðing.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka.

Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.

Sigríður Ingvarsdóttir, ritstjóri

Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands.

Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, husfreyjanauglysingar@gmail.com.

Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430.

Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com

Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð á umhverfisvænan pappír.

Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552 7430.

5 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
LEIÐARI H ÚSFREYJUNNAR
SVANSMERKIÐ Prentgripur 1041 0858

Öll þessi hamingja hefur komið mest á óvart

Snædís Yrja Kristjánsdóttir

Snædís Yrja Kristjánsdóttir fæddist árið 1991 í karlmannslíkama sem Snæbjörn Kristjánsson. Ung að aldri gerði hún sér grein fyrir að hún hefði fæðst í röngum líkama. Óhætt er að fullyrða að í dag er Snædís einstaklega þokkafull og falleg kona en leið hennar í gegnum flókið breytingarferli sem tók svo sannarlega á, bæði andlega og líkamlega, hefur verið löng. Snædís hefur farið í gegnum kynleiðréttingaferli, magaminnkunaraðgerð, nafnabreytingu og þurft að takast á við alls kyns flókin úrlausnarefni. En í dag blómstrar hún í réttum líkama. Hún hefur alla tíð verið afar opinská varðandi allt það ferli sem hún hefur gengið í gegnum. Hugtakið feimni finnst varla í hennar orðaforða. Hún talar tæpitungulaust um hlutina, enda afar vinsæl á samfélagsmiðlum.

Reitt barn í röngum líkama

Að sögn Snædísar var hún einungis sex ára gömul þegar hún uppgötvaði sjálf að hún hefði fæðst í röngum líkama. En samt sem áður var hún ekki tilbúin til að viðurkenna það fyrir sjálfri sér fyrr en hún varð sextán ára.

„Vanlíðanin sem fylgdi því að finnast maður vera í röngum líkama er gríðarleg og sú vanlíðan braust út á margvíslegan hátt. Stundum í svo mikilli reiði að ég vissi ekki hvernig ég átti að fá útrás fyrir hana. Ég var ekki reið við fólkið i kringum mig og vildi ekki að reiðin bitnaði á þeim, heldur var ég bara reið út í lífið og tilveruna. Ég gekk eitt sinn berserksgang og braut og bramlaði glös í herberginu mínu og svo í þessari vanlíðan leitaði ég oft huggunar í mat, eins og því miður

er algengt og þegar ástandið á mér var hvað verst fór ég upp í 188 kíló.

„Um 15 ára aldurinn kem ég út úr skápnum gagnvart mömmu minni og hélt þá að ég væri bara samkynhneigð og sagði henni frá því. Mér fannst einhvern veginn sú lýsing eiga best við mig þá. Þessar fréttir komu móður minni alls ekkert á óvart. Hún er förðunarfræðingur og ég hafði alltaf sýnt förðuninni mikinn áhuga og fengið ótal oft að prufa að mála mig. Í kjölfar þess að ég opnaði mig fyrir mömmu fór ég í hárlengingu og fékk mér neglur.“

„Svo gerist það í páskaboði heima hjá ömmu minni að ein fullorðin frænka mín hreytti í mig athugasemdum um útlit mitt og spurði beinskeytt fyrir framan aðra hvort ég ætlaði ekki bara næst að láta skera af mér typpið. Við þessa uppákomu má segja að ég hafi aftur hrokkið all harkalega inn i skápinn. Ég roðnaði og neitaði þessu að sjálfsögðu, skammaðist mín og fór öll í keng.“

Þegar Snædís var 16 ára segist hún hafa fyrir tilviljun séð þátt á Youtube um kynleiðréttingu. „Þetta var breskur þáttur sem fylgdi eftir fólki sem var að fara í gegnum kynleiðréttingarferli. Þarna tengdi ég við mjög margt sem þau voru að ganga í gegnum og þær tilfinningar sem þau lýstu og segja má að þarna hafi opnast ný vídd fyrir mér. Í kjölfarið fór ég í fyrsta skipti að hugsa um kynleiðréttingu sem raunhæfan möguleika fyrir mig.

Stuðningur foreldra mikilvægur Ég fékk alltaf mikinn stuðning frá foreldrum mínu og þau hafa alla tíð tekið

mér eins og ég er, en þau slitu samvistum þegar ég var mjög ung og ég ólst aðallega upp hjá móður minni. Ég er fædd og alin upp í Reykjavík að mestu leyti. Ég átti dálítið brotið uppeldi og flutti mjög oft og skipti þar af leiðandi oft um skóla. Ég var mjög reiður krakki og uppfull af einhvers konar vanlíðan. Þegar ég var bara 7 ára var ég t.d. rekin tímabundið úr Rimaskóla því ég vildi ekki fylgja því sem mér var ætlað og haga mér eins og dæmigerður strákur. Ég teiknaði kjóla, vildi leika prinsessur með stelpunum og hegðaði mér öðruvísi en strákar á mínum aldri áttu að haga sér og það var einfaldlega ekki liðið. Sem betur fer held ég að mikið vatn sé runnið til sjávar á stuttum tíma og fólk mun opnara gagnvart svona staðalímyndum í dag.

Eftir grunnskólanám fór ég í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, enda var minn æðsti draumur að eiga fallegt heimili, fullt af börnum og kunna að hugsa vel um heimilið. Það var ekki algengt á þessum tíma að strákar sæktust eftir að komast i hússtjórnarskóla af einskærum áhuga og metnaði en þar var ég í essinu mínu. Í dag er ég líka ánægð með þetta val og hversu vel ég fylgdi því eftir að fá skólavist.“

Snædís segir að tvívegis hafi hún farið í gegnum greiningarferli í grunnskóla. Hún segist ekki vita til þess að neitt hafi verið unnið með greiningarnar en þegar hún var þrítug sótti hún þessi greiningargögn. „Ég sat svo úti í bíl og las þessi gögn og bara hágrét. Það var svo augljóst hversu mikil vanlíðan var í gangi og hver ástæðan var, en samt var ekkert unnið með það. Það komu svo skýr merki um

6 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 VIÐTAL Texti: Sigr íður IngvarsdóttirMyndir: Silla Páls

hvað væri í gangi hjá mér en enginn tók tillit til þess. Í einni setningu í gögnunum segir meira að segja að líklega muni viðkomandi vilja skipta um kyn i framtíðinni. En áfram á ég bara að halda áfram að funkera eins og strákur og aldrei rætt við mig um flóknar tilfinningar, hvernig ég upplifi mig né neitt annað“.

Snædís segir að í stuttu máli hafi skólakerfið brugðist sér og mikil vanþekking og þöggun verið til staðar. Þegar Snædís var 18 ára fékk móðir hennar afsökunarbeiðni frá einum skólanum fyrir hvernig komið var fram við hana.

Kynleiðréttingarferli

Segja má að kynleiðréttingarferli megi skipta í þrjá meginhluta þ.e. í fyrsta huta fer fram ákveðið undirbúningsferli þar sem einstaklingur prufar að aðlaga sig alfarið að því að lifa í nýju kynhlutverki s.s. með breytt nafn og fatnað ásamt því að taka bæði sálfræði- og geðpróf. Í öðrum hluta hefst hormónagjöf sem felur í sér inntöku á kven- eða karlhormónum en hormónarnir breyta t.d. fitumyndun, vöðvamassa og hárvexti. Eins eru gefin stopphormón sem stöðva ríkjandi hormónastarfsemi. Í þriðja hluta ferlisins er síðan sjálf aðgerðin þar sem líffræðilegt kyn einstaklings er leiðrétt. Nú er hægt að undirgangast þá aðgerð hér á landi. Það er einstaklingsbundið hve allt ferlið tekur langan tíma en ekki er óalgengt að það spanni frá 2 árum upp í 10 ár. Þegar Snædís var 21 árs steig hún risastórt skref í sínu lífi sem segja má að hafi verið fyrsta skrefið í átt að hennar kynleiðréttingarferli. Þá pantaði hún tíma hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni og ræddi við hann um sín mál ásamt því að viðra það við hann hvort það gæti hafa gerst að hún hefði fæðst í vitlausum líkama. Hún segir að hann hafi horft á hana, með sínar flottu neglur, hárlengingar og í kvenmannsdressi og eiginega ekki verið í nokkrum vafa, Merkilegt nokk!. Snædís segir að Óttar hafi ráðlagt henni að taka eitt ár í aðlögunartíma þ.e. að prufa að lifa alveg eins og kona i eitt ár svo ekki kæmi nein eftirsjá eftir að meðferð væri hafin, þ.e. að fá staðfestingu á hvort þetta sé virkilega það sem ég vil. Eftir árs aðlögunartímann hæfist síðan hormónameðferðin. Til að byrja með ráðlagði Óttar henni að skipta strax um nafn þ.e. að taka sér

kvenmannsnafn. Snædís segir að hún hefði ekkert verið búin að pæla í því en ákvað að kalla mömmu sína og pabba til fundar. Foreldrar velja alla jafna nafn á börnin sín. Þau höfðu valið nafnið Snæbjörn á hana á sínum tíma og nú væri það þeirra að finna nýtt nafn.... á stúlku að þessu sinni.

„Eftir á að hyggja þá var þetta mjög fyndin stund. Við sátum öll þrjú við eldhúsborðið og mamman og pabbinn körpuðu um hvað barnið.... 21 árs, ætti að heita.

Mamma mín vildi strax nafnið Yrja. Reyndar vildi hún fyrst skíra mig Eldmey Yrja. En pabbi tók ekki í mál að mamma fengi að ráða nafninu ein, svo þau sættust á að fá að velja sitt hvort nafnið. Pabbi lagði því til Snædísar nafnið og úr varð Snædís Yrja því hann vildi halda í gamla nafnið, þar sem ég var á sínum tíma skírð í höfuðið á afa mínum þ.e. pabba hans pabba, Snæbirni Kristjánssyni. En í hans ætt höfðu nafngiftirnar verið dálítið einsleitar og nöfnin Snæbjörn og Kristján gengið til skiptis niður í beinan karllegg. Og þess eflaust vænst að ég eignaðist son sem fengi nafnið Kristján Snæbjörnsson... en úr því verður víst ekki. En þess má geta að Snæbjörn Kristjánsson afi minn sem ég var skírð í höfuðið á, var mikill veiðimaður og var með Stangveiðiblaðið og fyrstu módelstörfin hjá mér byrjuðu þar, þar sem ég var talinn virkilega fallegur drengur og sómdi mér vel með rjúpur eða aðra veiðibráð á síðum blaðsins.

Hormónar, brjóst og kynfæri „Frá því að ég fór til Óttars geðlæknis má segja að sjálft kynleiðréttingarferlið hafi tekið um fjögur ár. Eftir árs aðlögunartíma og fleiri viðtöl við Óttar og viðtalsmeðferðir við geðlækna og sálfræðinga fékk ég grænt ljós varðandi næstu skref. Ég þurfti reyndar að létta mig heilmikið. Ég verð að viðurkenna að ég var svo óþolinmóð að ég fór strax í brjóstastækkun. Ég var búin að þrá svo lengi að fá brjóst að ég fór að sjálfsögðu alla leið og fékk mér risastór brjóst.... sem ég er reyndar búin að láta minnka núna. En ég upplifði mig mjög kvenlega þegar ég var loksins komin með brjóst.

Hormónameðferðin samanstendur bæði af því að fá kvenhormóna og blokkera til að stöðva karkyns hormónaflæði.

Snædís þarf síðan að vera á kvenhormónum, sem hún tekur daglega, alla sína ævi.

„Síðan fór ég í lasermeðferð gagnvart hárvexti í andliti og á bringu. Það ferli tekur eitt ár, þ.e. lasermeðferð á sex vikna fresti og kostaði heilan helling. Að lokum kom svo að því sem ég hafði þráð mjög heitt þ.e. að losna við mín utanáliggjandi kynfæri og fá „vel skapaða“ píku í staðinn.

Sú aðgerð er alls ekki hættulaus frekar en flestar aðrar aðgerðir. „Móðir mín spurði mig fyrir aðgerðina hvort ég væri alveg viss um að ég vildi taka þessa áhættu. Ég sagði henni að frekar vildi ég deyja á skurðarborðinu en að halda áfram með lífið í núverandi mynd.“ Aðgerðin sem tók sex tíma tókst mjög vel og Snædís segir að Hannes lýtalæknir, sem framkvæmdi aðgerðina, hafi unnið frábært verk.

„Þarna átti sér stað sjálf endurfæðingin og ég varð dóttir foreldra minna en ekki sonur þeirra. Eftir á lærði ég að foreldrar mínir fóru í gegnum mikið sorgarferli á þessu tímabili, þau voru að missa soninn sem þau höfðu fætt í þennan heim og alið upp, en á móti voru þau að eignast miklu hamingjusamari dóttur í staðinn.

Ég veit að þrautsegjan, jákvæðnin og það að standa með sjálfri mér hefur komið mér mjög langt áfram og maður hefur sannarlega þurft á því að halda að hafa bein í nefinu.

Ég var mjög ánægð með hvernig til tókst með kynfærin mín en á fimmta degi eftir aðgerðina þegar endalaus runa af læknanemum var búin að vera rápandi inn á stofuna og fá að fletta upp um mig til að skoða meistaraverkið, sagði ég hreinlega stopp. Ég sagði að það væri lágmark að auðsýna kurteisi, kynna sig og biðja um leyfi áður en þeir færu að skoða mitt allra heilagasta. Og í framhaldinu var það virt“

Ég hef alla tíð verið opinská varðandi allt þetta ferli og mér er alls ekki illa við að fólk sé að spyrja til að fræðast. En sumir fara yfir strikið og það kann ég að sjálfsögðu ekki að meta.

Fyrir kynleiðréttingarferlið og sem Snæbjörn stundaði ég nánast ekkert kynlíf. Mér fannst of mikið feimnismál að vera sem karlmaður með karlmanni á þeim tíma, auk þess sem ég var óöruggur

9 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

og feiminn. Í fyrsta skipti sem ég stundaði kynlíf sem kona var það allt öðruvisi. Það var með nærgætnum og dásamlegum manni og ég hefði ekki getað beðið um að hafa það öðruvísi.“

Þora að tala um hlutina á opinskáan hátt

Þegar Snædís er spurð um ráðleggingar til fólks sem er í þeirri stöðu sem hún var í þegar henni leið sem verst segir hún að fólk þurfi fyrst og fremst að vera opið. „Þora að ræða um hlutina á opinskáan hátt og vera hreinskilin gagnvart sjálfum sér. Ekki að vera að leika eitthvað annað en þú ert bara til að falla að staðalímyndum. Talið við foreldra eða góða vini, því góðir vinir eru gulls ígildi.

Fólk þarf líka að átta sig á að lífið er ekkert alltaf dans á rósum og við þurfum sjálf að hafa fyrir hlutunum og gera eitthvað í okkar málum, því enginn gerir það fyrir okkur.

Þó að biðtíminn og aðlögunaríminn sé langur í augum margra þá er ég því fylgjandi að tekið sé ár í aðlögun eins og mér var ráðlagt. Einstaklingar í þessari stöðu verða að taka eina meðgöngu með nýrri manneskju og þróa með sér hvort þetta sé rétt ákvörðun, því þessi ákvörðun er svo stór og því miður er það svo að sumir hafa upplifað að þeir hafi ekki tekið rétta ákvörðun. Í dag er ég því ekki ósátt við að þetta hafi tekið sinn tíma, það fer engin í gegnum þetta tímabil án efasemda. Það sem má gera enn betur í öllu þessu ferli er meiri fræðsla og eftirfylgni. Ég hef oft verið að hugsa um að stofna einhverskonar vinkonufélag meðal kvenna eftir leiðréttingu, til að taka samtalið og stuðninginn áfram, þ.e. þróa nokkurs konar jafningjastuðning því við erum margar að lenda í samskonar sálarflækjum og það er gott að læra hver af annarri.

Þráir að eignast börn og stóra fjölskyldu

Snædísi hefur orðið tíðrætt um stórar fjölskyldur, hamingjusamt og ástríkt heimilislíf og hún segist þrá að eignast sín eigin börn og stóru fjölskyldu. Í dag er hún ekki með innbyggt kerfi til að geta gengið með og eignast börn, en það er hægt að láta græða í sig leg og ganga með barn en hún segist ekki vera á þeirri vegferð. Hér á landi hefur slíkt ekki verið

gert en dæmi eru um það erlendis. Þá er leg grætt í konu og barnið síðan tekið með keisara þegar fullri meðgöngu er náð. „Hins vegar lét ég frysta sæði úr mér áður en ég fór í kynleiðréttinguna. Það var satt að segja mjög skrítin tilfinning, þá ég 21 árs gaur að taka þá ákvörðun að láta frysta sæði til varðveislu. Ef ég mundi stíga það skref að nota sæðið þyrfti alltaf að fá aðra konu til að ganga með barnið. En ég útiloka alls ekki aðrar leiðir eins og ættleiðingu.

Snædís á einn bróður Patrek. Hann er einhverfur 23 ára eða 9 árum yngri en Snædís. „Patrekur er besta og fallegasta persóna sem ég þekki. Í draumaheimi þá byggi hann einnig hjá mér í sér íbúð á stóra fallega heimilinu mínu með öllum krakkaskaranum og fyrirmyndareiginmanninum“. Aðspurð um hvernig draumaprinsinn i hennar huga væri er hún fljót að svara; „ertu að meina ímyndaða draumaprinsinn eða drullusokkinn sem hann reyndist vera“ segir Snædís og hlær, greinilega ýmsu vön og pínu brennd af biturleika reynslunnar, „ Hann er að sjálfsögðu hávaxinn, þar sem ég er sjálf mjög hávaxin og elska auk þess að vera á háum hælum og vil geta horft upp til að mæta fallega augnaráðinu hans. Hann verður að hafa góðan húmor, mikinn þroska og vera lærdómsfús, má mjög gjarnan eiga börn og svo er auðvitað plús að hann kunni eitthvað til verka í svefnherberginu“.

Jákvæðni og þakklæti

Snædís segir að í dag eigi hún alveg sínar hæðir og lægðir í tilfinningalífinu eins og flestir aðrir. Hún segist minna sig daglega á allt það sem hún getur verið svo óendanlega þakklát fyrir. Hún segist þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi þar sem umhverfi fyrir hinsegin fólk og transfólk sé svo miklu betra en víða annars staðar, þó svo að ákveðið bakslag hafi gert vart við sig undanfarið. „Það þarf að stoppa alla þessa fordóma og hatursumræðu strax í fæðingu“. Hún segist endalaust þakklát fyrir frábæran vinkvennahóp sem hún á, en þær eru alltaf til staðar hver fyrir aðra hvort heldur er til að gleðjast með eða taka sameiginlega á vandamálum. Hún segir að þær vinkonurnar minni sig oft á að vera ekki F R T og vera þakklátar fyrir það sem þær hafi en vera ekki endalaust að tuða um það sem þær hafi ekki

.... þegar blaðamaður hváir við og spyr hvað er F R T skellihlær hún og segir „ æi þú veist svona óþolandi forréttindatussur“.

Hamingjusöm á hælum Það sem kom Snædísi mest á óvart i gegnum allt ferlið er öll sú hamingja sem hún hefur upplifað. „Ég hefði aldrei trúað því hér áður fyrr að ég yrði svona hamingjusöm. Gangandi um á hælum, í flottum dömufatnaði og með fallega píku. Það er bara einfaldlega þannig og ég tala hreint út.

Það var mjög skrítið að upplifa 21 árs gömul að fara í gegnum kynþroskaskeiðið aftur. Ég fékk t.d. svokallaða brjóstaþoku, en það gerist þegar of mikið af hormónum klessa saman, ég varð gleymin og viðkvæm, grenjaði yfir öllu....ef djúsinn var búinn var hægt að grenja dágóða stund yfir því. Ég hef alltaf verið tilfinningarík, en þarna keyrði tilfinningarússibaninn alveg um þverbak“.

Aðspurð um hvernig Snæbirni liði ef hann hefði fengið að vera óbreyttur áfram er Snædís fljót að svara; „Hann væri bara ekki hér. Hann væri annað hvort búinn að éta sig í hel eða búinn að taka eigið líf... sem hann var reyndar búinn að reyna. Ég tengi bara ekki við hann lengur, við eigum ekkert smeiginlegt. Karakterinn minn fékk loksins að koma fram, þroskast og blómstra hjá Snædísi“.

Aðspurð um hvort aldei hafi komð upp eftirsjá að hafa farið í þetta ferli brosir Snædís „NEI þetta var besta ákvörðun lífs míns. Ég lít á mig sem svo mikla konu í dag að ég á erfitt með að líta til baka og samsama mig við óhamingjusaman Snæbjörn.

Ég er ánægð með sjálfa mig og er sterk. Ég vil vera góð fyrirmynd. Ég held að hamingjan felist í góðri sjálfsþekkingu og að vera sátt í eigin skinni. Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir sér sjálfum því ef þú sjálf ert ekki með sjálfsvirðinguna hvernig eiga þá aðrir að bera virðingu fyrir þér? Svo þarf ég reyndar stundum að minna sjálfa mig á að það er ekki nóg að gefa bara góð ráð, heldur þarf maður líka að fara eftir þeim. Framtíðin er björt. Ég ætla að halda áfram að lifa og njóta“.

10 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Kærleikur – gleði – samvinna

Afmæli á Bessastöðum

Þann

24. nóvember 2023 varð Kvenfélag Grindavíkur 100 ára. Af því tilefni átti að halda glæsilega afmælishátíð í Grindavík en vegna rýmingar bæjarins þann 10. nóvember var það ekki mögulegt. Þess í stað hittust kvenfélagskonur úr Grindavík í pönnukökukaffi á Bessastöðum í boði forseta Íslands. Þá kom út glæsilegt afmælisrit kvenfélagsins sem einnig er happdrættismiði og keypti Guðni Th. Jóhannesson afmælisrit númer eitt.

Kvenfélag Grindavíkur er fjölmennt, virkt og öflugt kvenfélag sem telur yfir 100 félaga, formaður félagsins er Sólveig Ólafsdóttir. Á afmælisárinu var, eins og önnur ár, margt á döfinni. Í upphafi árs réð stjórn félagsins Kristínu Lindu Jónsdóttur, fyrrum ritstjóra Húsfreyjunnar, sem ritstjóra afmælisrits félagsins og unnu hún og formaður félagsins að útgáfunni yfir árið ásamt ritnefnd.

Skemmtilegt og fallegt afmælisrit Afmælisritið er 80 síður og er þar fjallað um sögu félagsins síðustu 30 árin í máli og myndum á 21 blaðsíðu. Einnig er stiklað á stóru varðandi sögu félagsins fyrstu 70 árin en þegar félagið varð 70 ára kom út afmælisblað svo sögu félagsins til þess tíma voru gerð nánari skil í því blaði. Í 100 ára afmælisritinu er ávarp frá Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur, þar sem hann þakkar kvenfélagskonum fyrir þeirra framlag til samfélagsins enda sé félagið einn af máttarstólpum Grindavíkur. Einnig þakkar séra Elínborg Gísladóttir félaginu fyrir óþreytandi stuðning og framlög til Grindavíkurkirkju. Afmælisritið er ekki einungis dýrmæt heimild um

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forsetafrú Eliza Reid og formaður Kvenfélags Grindavíkur Sólveig Ólafsdóttir ásamt heiðursfélögum Kvenfélags Grindavíkur á Bessastöðum á afmælisdaginn. Frá vinstri, Guðni, Kolbrún, Birna, Sólveig, Jóhanna, Sæbjörg, Hrafnhildur, Guðbjörg, og Eliza.

Kvenfélag Grindavíkur 100 ára

sögu félagsins og samfélagið í Grindavík heldur einnig skemmtilegt lestrarefni og hugmyndabanki fyrir hvers konar félagsstarf. Meðal efnis má einnig nefna viðtöl við kvenfélagskonur, ferðasögur og uppskriftir úr kvenfélagseldhúsinu. Afmælisritið er til sölu hjá Kvenfélagi Grindavíkur eins og sjá má á Facebook, og eins og ætíð hjá kvenfélagskonum mun ágóði renna til góðgerðarmála. Nú, á þessum erfiðu og einstöku tímum, er sannarlega þörf á að Kvenfélag Grindavíkur hafi áfram bolmagn til að styðja og styrkja þá Grindvíkinga sem á þurfa að halda.

Öflugt kvenfélag í 100 ár

Kvenfélag Grindavíkur var stofnað 24. nóvember 1923. Fyrsti formaður félagsins var Guðrún Þorvaldsdóttir en síðan

tók við formennsku Ingibjörg Jónsdóttir sem var formaður í 30 ár. Kvenfélagið hefur alla tíð látið muna um sig í samfélaginu í Grindavík, stofnaði og rak lengi vel dagheimili/leikskóla fyrir börn, sinnti málefnum eldri borgara, lagði kirkunni lið, heimilum sem áttu um sárt að binda og fjölmargt annað sem of langt mál yrði að telja.

Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, að Kvenfélag Grindavíkur byggði á fyrstu árum hins nýja félags samkomuhús í Grindavík. Kvennó við Víkurbraut var vígt árið 1930, byggt af Kvenfélagi Grindavíkur, tveggja hæða steinsteypt hús sem enn er í notkun. Kvennó var þinghús Grindvíkinga í áratugi og haldnar þar margs konar samkomur, fundir, erfidrykkjur, tónleikar og fjörug böll. Það var um tíma leikfimihús sveitarfélagsins, þar var æfð glíma, sýnd leikrit og þar var bókasafn. Síðan tók félagsheimilið Festi við og síðar Gjáin, þar sem Kvenfélag Grindavíkur hefur aðsetur í dag.

Ingibjörg Jónsdóttir, fyrrum formaður

Umsj ón : Sigríður IngvarsdóttirMyndir: Silla Páls

11 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
KVENFÉLAG GRINDAVÍKUR 100 ÁRA

félagsins, fékk sjóð að gjöf frá kvenfélagskonum á sextugsafmæli sínu. Hún ákvað að verja peningunum í að hefja skógrækt í Grindavík, valdi land í norðanverðum Þorbirni og nefndi skóginn Selskóg. Árið 1957 gróðursetti Ingibjörg þar fyrstu trjáplöntuna. Nú er Selskógur myndarlegur trjáreitur og útivistarparadís. Reistur var minnisvarði um Ingibjörgu og merktur er Ingibjargarstígur sem liggur frá Grindavík að minnisvarðanum í skóginum. Á afmælisárinu 2023 kom Kvenfélag Grindavíkur fyrir merktum bekk til heiðurs Ingibjörgu, við minnisvarðann í skóginum.

Starfsemi Kvenfélags Grindavíkur hefur verið í miklum blóma síðustu ár, eins og fram kemur í afmælisritinu. Félagsfundir eru gullni þráðurinn í starfinu. Þeir eru notalegir, gagnlegir, áhugaverðir og skemmtilegir. Félagskonur hittast fyrir fund og borða saman súpu og er uppskrift af einni kvenfélagssúpunni í afmælisritinu. Síðan er fundað um þau málefni sem félagskonur láta sig varða, fjáraflanir og styrki til samfélagsins og góðgerðarmál. Svo hafa kvenfélagskonur í Grindavík gaman saman, oft er einhvers konar þema á fundum, fræðandi fyrirlestrar eða skemmtiatriði.

Á vorfundi og jólafundi félagsins bjóða konur gestum og meira er viðhaft. Einnig er efnt til sérstakra viðburða við og við til að gleðja félagskonur og styrkja, svo sem lúxus bíóferðir til höfuðborgarinnar og nornaballs þar sem konur brugðu sér í búninga og dönsuðu inn í nóttina. Kvenfélagskonur hafa farið saman í mörg ógleymanleg ferðalög, svo sem til Grímseyjar, Tenerife og Færeyja. Kvenfélag Grindavíkur hefur oft á síðustu árum tekið á móti öðrum félögum, bæði stökum kvenfélögum, félögum í Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu og norrænum kvenfélagskonum. Það er alltaf glatt á hjalla þegar kvenfélagskonur í Grindavík bjóða til sín gestum. Árið 2016 mættu yfir 200 konur þangað í kvenfélagsgöngu um bæinn og árið 2019 var kvenfélagið gestgjafi 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, svo dæmi séu tekin. Í starfinu öllu er lagt upp með það að kvenfélagskonur sjálfar kynnist, gleðjist og njóti þess að vera saman en jafnframt að láta sífellt gott af sér leiða í kærleika á margvíslegan hátt, bæði í samfélaginu í Grindavík og verkum á landsvísu, í gegnum Kvenfélagasambands Íslands.

Kærleikur – gleði – samvinna Á afmælisárinu völdu kvenfélagskonur

í Grindavík gildi kvenfélagsins. Félagskonur skiluðu inn sínum hugmyndum til stjórnar sem tók þær hugmyndir saman og niðurstaðan varð að gildi Kvenfélags Grindavíkur eru: KÆRLEIKUR –GLEÐI – SAMVINNA. Mikil ánægja er með gildin sem eru ásamt lögum félagsins leiðarljós í starfinu. Ein elsta kvenfélagskonan Birna Óladóttir, heiðursfélagi, var fengin til að skrifa gildin og þau síðan prentuð á servéttur sem nú eru til sölu til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda í Grindavík. Nú þegar hafa stigið fram kvenfélög sem hafa selt servéttur fyrir Kvenfélag Grindavíkur, til að hjálpa félaginu að hafa bolmagn til að styðja þá sem á þurfa að halda á þessum erfiðu tímum. Hafa má samband við formann félagsins, Sólveigu Ólafsdóttur, ef félög eða einstaklingar vilja leggja hönd á plóg, styrkja félagið og kaupa sérvéttur eða afmælisrit af félaginu: kvenfelaggrindavikur@gmail. com.

Í tilefni af afmælinu lét stjórn félagsins gera nýtt merki/lógó fyrir félagið, byggt á félagsfána Kvenfélags Grindavíkur sem er hið alsjáandi auga sem einnig

12 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
Það var kærkomin gleðistund í amstri og áhyggum vegna náttúruhamfara þegar fosetahjónin Guðni Th. Jóhannessson og Eliza Reid tóku á móti kvenfélagskonum í Grindavík á afmælisdaginn.

prýðir gull- og silfurmerki félagsins. Hið alsjáandi auga, á merki og fána félagsins, er táknrænt fyrir þá hugsjón félagskvenna að hafa vakandi auga með því hvar er þörf á að leggja lið og vera hið lýsandi ljós til góðs, bæði í innra starfi félagsins og í samfélaginu. Nýja merkið er á forsíðu afmælisritsins. Það er tilvísun í byggingar sem hýst hafa kvenfélagið í gegnum árin hundrað, Selskóg í Grindavík, sem er hluti af sögu félagsins, hið alsjáandi auga og glaðar kvenfélagskonur sem koma saman í kærleika til samvinnu góðra verka.

Nær fordæmalausir erfiðleikar

Eins og alþjóð veit ganga Grindvíkingar nú í gegnum nær fordæmalausa erfiðleika þar sem þeim er ókleift að búa á eigin heimili til lengri tíma vegna náttúruhamfara. Það er ljóst að viðburðirnir sem enn standa yfir reynast mjög mörgum þungbærir og erfiðir og allir hafa orðið fyrir mikilli röskun á eigin lífi. Fyrir hönd Kvenfélags Grindavíkur viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til Bústaðarsóknar, Kvenfélags Gríms-

ness og félögum innan Sambands vestur skaftfellska kvenna auk allra kvenfélaga sem buðust til að selja servéttuna okkar og styrktu okkur. Kvenfélag Grindavíkur mun, hér eftir sem hingað til, leita leiða til að styrkja og styðja Grindvíkinga eins

og mögulegt er miðað við aðstæður og vera félagskonum ánægjuauki og stuðningur á erfiðum tímum.

Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kristín Linda Jónsdóttir, ritstjóri

Í tilefni af afmælinu gaf félagið út veglegt afmælisrit þar sem fjallað er um starfsemi og sögu félagsins sem er eitt fjölmennasta og öflugasta kvenfélag landsins. Afmælisritið er jafnframt happdrættismiði, öll blöðin eru númeruð og gildir númerið í happdrætti félagsins sem dregið verður í 1. febrúar 2024 á degi kvenfélagskonunnar. Hér selur Sólveig Ólafsdóttir forseta Ísland blað númer 1.

ÞORRI OG GÓA

eru mörg kvenfélög sem og fleiri aðilar að halda Þorrablót víða um landið. Þorrablótin eru oft á tíðum ómissandi hluti af skemmtanalífi og menningu í sveitarfélögum. Þorri er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Hann hefst ætíð á bóndadegi, sem ber alltaf upp á föstudag á bilinu 19.-26. janúar og lýkur á laugardegi þegar að góa tekur við. Á bóndadegi er hefð fyrir því að konur geri vel við eiginmenn sína í mat og drykk. Síðasta dag þorra ber upp á laugardag og er nefndur þorraþræll. Góa er fimmti mánuður vetrar og hefst á sunnudegi. Fyrsti dagur í góu er nefndur konudagur og var dagur húsfreyjunnar. Þá snúast hlutverkin við og bændur eiga þá að gera eitthvað fallegt fyrir eiginkonur sínar. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudag hófst á sjötta áratug 20. aldar. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll. Þorrinn og góan þóttu hér á árum áður erfiðastir vetrarmánuðanna, þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir. Á þorrablótum er gert vel við sig í mat og drykk og borinn fram þjóðleg-

ur íslenskur matur sem vinsæll var á árum áður; súr, reyktur og /eða saltaður. Gömul þjóðtrú gengur út frá því að ef veður er vont fyrstu góudaga og góan stormasöm þá ætti sumarið að verða gott og öfugt líkt og meðfylgjandi vísa kveður á um.

Ef hún góa öll er góð öldin má það muna, þá mun Harpa hennar jóð herða veðtráttuna.

Og svo er önnur veðurvísa um Þorra og Góu.

Þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur einmánuður. Þá mun vel vora.

13 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Eyrún Ósk Jónsdóttir

Höfundur smásögunnar Fræ

Eyrún Ósk Jónsdóttir fæddist árið 1981 og ólst upp í Kópavogi og Hafnarfirði. Hún á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Eyrún útskrifaðist með BA-gráðu í evrópskri leiklist frá Rose Bruford College á Englandi árið 2005 og lauk síðar meistaragráðu í fjölmiðlun og þróunarfræðum frá Winchester University á Englandi árið 2007.

Hún gaf út sína fyrstu ljóðabók, Gjöf, árið 1997, þá 16 ára gömul, en hefur í dag sent frá sér fjórar skáldsögur, sex ljóðabækur og eina myndskreytta barnabók. Auk þess hefur Eyrún skrifað fjöldann allan af greinum og flutt fyrirlestra, m.a um friðarmál og mannúðarheimspeki búddisma. Þá hefur Eyrún tekið þátt í stjórnmálastarfi og setið í hinum ýmsu nefndum og ráðum.

Eyrún kenndi leiklist til fjölda ára í Flensborgarskólanum og í nokkrum grunnskólum í Hafnarfirði. Hún rak um tíma leiklistarrýmið Jaðarleikhúsið, sem var staðsett í Hafnarfirði þar sem hún framleiddi ýmis verk. Árið 2010 gaf hún út fyrstu skáldsöguna sína, unglingabókina Hrafnar, sóleyjar og myrra sem hún skrifaði í samstarfi við Helga Sverrisson. Seinna skrifaði hún kvikmyndahandrit í fullri lengd upp úr bókinni og leikstýrði henni ásamt Helga, en kvikmyndin var sýnd í Sambíóunum árið 2011.

Eyrún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðabók sína Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Mangógrautur og döðlubrauð og Fræ eru fyrstu smásögurnar sem hún skrifar.

Fræ

Nafn hennar merkti ljós en það var ekkert ljós í borginni. Rafmagnið fór af fyrir margt löngu og kertin öll brunnin út. Eldarnir hættir að loga á hæðinni og enginn sprengjugnýr rauf lengur þögnina.

Það voru ekki bara næturnar sem voru dimmar. Sólin skein ekki lengur á marmarahvítar götur og litskrúðug torg, enda fátt að sjá nú orðið annað en rústir, ryk og angist.

Mitt í þessu myrkri bjó fólk. Það leið um eins og vofur er það sinnti daglegum störfum. Ímyndaði sér að lífið gengi sinn vanagang. Einstaka sinnum leit það á vegginn sem umlukti borgina. Hugsaði um tíma þegar það voru engir veggir. Þegar fólk dansaði og hló. Reyndi að hugsa ekki um tíma þegar fólk var pynt-

að og dó. Þegar trén voru höggvin niður til að reisa veggi.

Nafn hennar merkti ljós en það var ekkert ljós í augum hennar. Þau voru mött, eins og silfur sem fallið hefur á. Eitt sinn vonaði hún að stríðinu myndi ljúka. Að trén og blómin myndu spretta á ný, bera blóm og ávexti. En hún var hætt að vona og það voru engin tré.

Hún gekk berfætt yfir mölina í átt að syðsta hluta veggjarins, upp klöppina þar sem lækurinn braust eitt sinn kvikur fram undan berginu og skoppaði í gegnum borgina en nú var lítið eftir nema örlítil spræna. Veggurinn hafði ekki bara brotið fólkið heldur einnig lækinn.

Þrátt fyrir það var vatnið svalandi og þegar hún skvetti dropunum framan í sig, rétt á því augnabliki, var heimurinn

ekki hræðilegur heldur svöl, nærandi snerting sem kitlaði. En hún þurfti aðeins að líta um öxl til að muna.

Allt í einu sá hún hvað eitthvað kom svífandi í áttina til hennar. Þetta var flugdreki, skínandi rauður með marglitan hala. Það hékk band niður úr flugdrekanum og í bandinu dinglaði böggull.

Í fyrstu vissi hún ekki hvað hún ætti að gera. Var þetta kannski bragð óvinarins? Dulbúinn sprengjudróni eða álíka hugvit mannvonskunnar?

En flugdrekinn virtist meinlaus. Hún stökk af stað á eftir drekanum með útrétta hönd og náði loks taki um bandið og dró hann til sín.

Hann lækkaði flugið og lenti harkalega á mölinni. Hún náði í böggulinn. Þetta var skjannahvítur vasaklútur sem

SM ÁSAGAN
14 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

hafði verið festur á band flugdrekans. Hún opnaði klútinn. Á hvítu efninu sá hún glitta í nokkur fræ og lítinn miða. Á hann voru rituð skilaboð: ,,Megir þú gróðursetja þessi fræ og rækta von.“ Hún hnyklaði brýrnar. Hvernig átti hún að rækta nokkuð í þessum lífvana jarðvegi? Það var varla dropa að finna í borginni. Sú litla uppspretta sem var að finna við syðsta hluta veggjarins var umlukin klöpp og grjóti. Hún lét fræin falla í lófa sinn og snerti þau varlega með fingurgómunum. Von? Hvernig jurt var það? Kannski tré?

Hún gekk af stað í gegnum gráa borgina. Hvar fyndi hún sólríkan stað, frjósama jörð með nægri vætu og næringu fyrir tré? Hvert sem hún leit sá hún aðeins dauða og ryk. Þetta var vita vonlaust. Hér óx ekkert og hér skein engin sól.

Hún hélt enn á fræjunum í krepptum hnefanum þegar hún lagðist á koddann, dauðþreytt eftir daginn. En einmitt þegar hún var við það að líða inn í draumalandið kviknaði hugmynd. Það var einn staður sem hún vissi um þar sem sólin skein hér áður og gæti kannski með svolítilli vinnu af hennar hálfu skinið á ný. Þar sem næga vætu var að finna og sem gæti reynst frjósamur jarðvegur fyrir tré.

Hún opnaði augun. Jú, það var leið! Hún stóð upp, gekk fram í eldhús og náði í beittasta hnífinn sem hún fann. Hún dró andann djúpt og án frekari tafa stakk hún hnífnum á bólakaf í brjóstið og risti upp á sér brjóstkassann svo blóðið gusaðist út. Hún fann skelfilegan sársauka hríslast um sig. En hún lét það ekki stöðva sig. Hún fletti upp sárinu svo skein í blóðug rifbein og fyrir innan þau í viðkvæmt hjartað.

Síðan tók hún fræ, tróð því á milli rifbeinanna og á bólakaf í hjartað. Því næst náði hún í annað fræ, og svo í það næsta. Dúmda dúmda, sló hjartað á meðan hún ýtti fræjunum djúpt inn í það.

Að lokum þrýsti hún börmunum aftur saman til að loka sárinu. Hún þurrkaði blóðuga fingurna með skítugu viskustykki og lagði það síðan við sárið til þess að stöðva blóðið sem gusaðist út við hvern hjartslátt.

Hana svimaði. Það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að þetta hafði verið henni erfið raun. Hún gekk að rúminu, skreið upp í, lagðist aftur á

koddann og sofnaði nánast um leið.

Þetta var löng og óvær nótt. Hún velti sér fram og til baka í rúminu. Sveitt og þvöl fann hún hvernig fræin skutu rótum í hjarta hennar og rótarendarnir teygðu sig dýpra og dýpra, niður æðarnar og dreifðu sér um æðakerfi líkamans.

Næsta morgun var hún föl og guggin en staulaðist á fætur og sinnti daglegum verkum. Fólkið í borginni leið um eins og vofur en hún mundi að hún hafði verk að vinna, að það vex ekkert án sólarglætu. Hún einbeitti sér að því að fylla hjarta sitt af birtu og yl á milli þess sem hún puðaði og streðaði. Hún hugsaði um ömmur og afa, mömmur og pabba og lítil börn. Um hreiður í þakskeggi og svartþrastarunga, síðsumars regnskúrir og nýbakað brauð. Og tré.

Það var ekki fyrr en á þriðja degi að hún fann hvernig grænn sproti teygði sig upp hálsinn að innan og fyllti munn hennar laufum. Það var örlítið óþægilegt. Hún kúgaðist og kom nánast engu í verk. En henni stóð á sama. Það var ár og öld síðan hún hafði séð nokkuð svo grænt og ferskt. Þegar hún fór út leið fólkið ekki hjá eins og vofur heldur leit það undrandi upp og brosti til hennar.

Hana sveið enn í sárið og var dauðuppgefin en samt lét hún ljós sitt skína á tréð sem óx í hjarta hennar. Hún hugsaði um heiðgula vorfífla, parís sem búið var að kríta á gangstétt og býflugur sem suðuðu yfir morgunkaffinu. Og hún hugsaði um tré.

Á fjórða degi teygðu greinarnar sig alla leið út úr munninum. Hún kom ekki lengur upp orði, því laufin tóku svo mikið pláss.

Fréttir af kraftaverkinu bárust um alla borg og á fimmta degi streymdi fólk heim til hennar til að líta undrið augum. Greinarnar náðu henni nú vel yfir höfuð og mynduðu eins konar laufkórónu yfir hvirfli hennar. Allir vildu fá að þefa af laufblöðunum og snerta þau. Fólkið hló. Það var komið vor.

Á sjötta degi leið henni eins og hún væri að springa. Hún var óróleg og gat með engu móti haldið kyrru fyrir. Hún ákvað því að reyna að dreifa huganum og rölta í átt að aðal torginu. Eitthvað var í uppsiglingu en hún vissi ekki hvað. Það voru fleiri á ferli en oft áður og fólkið leit upp og heilsaði hvert öðru.

Þegar hún kom á mitt torgið sett-

ist hún niður og vissi allt í einu að hún myndi ekki færa sig aftur um set. Hér myndi hún festa rætur.

Hún einbeitti sér af öllum sálarkröftum að því að láta sólina skína innra með sér. Hún hugsaði um lækinn sem skoppaði eitt sinn glaðlega í gegnum borgina, um gosbrunninn sem fylltist af börnum og fuglum á heitum sumardögum, um morgunvota grasbala. Og hún hugsaði um fræ í hvítum vasaklút.

Nú fann hún hvernig stofninn og greinarnar stækkuðu og stækkuðu, ekki bara beint upp úr munninum heldur brutu greinarnar sér einnig leið í gegnum húð hennar svo henni blæddi og blóðið blandaðist trjákvoðu og tárum.

Fólkið sem varð vitni að þessu undri sagði að það hefði aldrei séð stórkostlegri sjón. Tréð sem braut sér leið út úr líkama hennar var voldugt og sterkbyggt. Að lokum var tréð orðið svo stórt að ein grein þess rakst í vegginn umhverfis borgina. Svo rakst önnur grein þess í vegginn. Tréð hélt áfram að stækka og stækka og rífa líkama hennar í sundur þar til hún sjálf var orðin tréð, eða tréð var orðið hún. Greinarnar þrýstu fastar á vegginn eftir því sem tréð stækkaði þar til veggurinn brotnaði undan álaginu.

Fólkið grét af gleði. ,,Veggurinn hrynur, veggurinn hrynur!“ Síðan stökk það af stað allt sem eitt og án þess að ræða það neitt frekar réðst það að veggnum og reif niður það sem eftir stóð.

Hermennirnir hinumegin við vegginn köstuðu frá sér vopnum sínum og flýðu skelfingu lostnir er þeir sáu tréð endurheimta borgina.

Er kvöldaði stóð ekkert eftir af veggnum og þegar fólkið gekk af stað heim tók það eftir því að gamli lækjarfarvegurinn var smátt og smátt að fyllast af vatni. Nafn hennar merkti ljós og hún bar nafn með rentu. Aldrei fyrr hefur sól skinið jafn skært og ljósið sem flæddi frá hjarta hennar þennan dag og hvern dag upp frá því. Hún bar blóm og ávexti og gnæfði yfir borginni. Hana verkjaði að vísu örlítið í sundurslitinn líkamann, en henni var alveg sama. Það tekur á að rækta von. Nú var líka komið vor. Hvílík gleði.

Höfundur: Eyrún Ósk Jónsdóttir

15 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Kveðjur til Grindvíkinga

Nýtt ár er gengið í garð og enn á ný minna náttúruöflin á sig. Allir voru að vonast til að jarðhræringum á Suðurnesjum færi að linna en móðir náttúra er ekki alveg á því strax. Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum, félagskonum í Kvenfélagi Grindavíkur, fjölskyldum þeirra sem og öllum öðrum.

Kvenfélagskonur í Kvenfélagasambandi Íslands hafa myndað sterkt tengslanet hringinn í kringum landið og standa þétt saman bæði í meðbyr og mótbyr. Þannig veit ég að félagskonur senda ljós og samhug til félaga sinna í Grindavík sem og annarra sem eiga um sárt að binda. Aldarafmæli félagsins sl. haust sem félagskonur ætluðu að fagna bíður betri tíma sem og allt annað.

Dagmar Elín Sigurðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands

Valkyrjur í kvenfélögum þessa lands

Dagmar Elín Sigurðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands

Kvenfélagasambandið var stofnað til þess að kvenfélög landsins ættu sér samstarfsvettvang og málsvara. Innan KÍ starfa 17 héraðssambönd með um 143 kvenfélög innanborðs. Stofndagur KÍ er 1. febrúar sem er „Dagur kvenfélagskonunnar“ og koma kvenfélagskonur gjarnan saman á þessum degi til að njóta samverunnar og styrkja böndin. Febrúarblað Húsfreyjunnar leggur einnig áherslu á það öfluga starf sem unnið er í félögunum og gaman að lesa um það frábæra starf sem allt er unnið í sjálfboðavinnu. Kvenfélögin hafa lyft grettistaki við að liðsinna þeim sem þurfa og hafa sterka stöðu í samfélaginu.

Á þriggja ára fresti er haldið Landsþing KÍ sem verður að þessu sinni haldið á Ísafirði dagana 11. – 13. október 2024. Gestgjafar eru konur í Sambandi vestfirskra kvenna og er undirbúningur á fullu. Yfirskrift þingsins „Valkyrjur – milli fjalls og fjöru“ sýnir styrkleika félagskvenna í KÍ um land allt. Þetta verður glæsilegt þing þar sem við höldum upp á 40. landsþingið og 75. árgang tímaritsins Húsfreyjunnar.

Sannarlega er því viðburðarríkt ár framundan. Kvenfélagasamband Íslands heldur úti öflugri heimasíðu www.kvenfelag.is þar sem lesa má nánar um starfið.

16 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Kvenfélag Grindavíkur 100 ára 100 ára

Jólafundur Kvenfélagasambands Íslands

Fullt hús var á jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var á Hallveigarstöðum þann 23. nóvember síðastliðin. Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur víða af landinu voru gestir á þessum árlega jólafundi KÍ.

Séra Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, flutti hugvekju og

Yrsa Þöll Gylfadóttir las upp úr bók sinni; Rambó er týndur.

Ungar stúlkur í sönghópnum Ísfuglarnir sungu nokkur jólalög fyrir gesti. Þær heita; Elsa Sigríður Halldórsdóttir, Jakobína og Stína Sverrisdætur og Ísgerður Esja Nóadóttir. Þær eru allar í söngnámi. Happdrættið er alltaf vinsælt og var að sjálfsögðu á sínum stað. Borðin svignuðu að venju undan glæsilegum veitingum frá Ásdísi Hjálmtýsdóttur, húsmóður Hallaveigarstaða.

17 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Texti: Jenn ý JóakimsdóttirMyndir: Sila Páls

Valdefling kvenna gegn heimilisofbeldi í Mongólíu

Verkefni ACWW

Samkvæmt stjórnvöldum í Mongólíu verða 85% kvenna í Mongólíu fyrir heimilisofbeldi einhvern tímann á fullorðinsárum. Til að hjálpa til við að takast á við þetta, hóf ACWW verkefnið Leiðtogafundur um valdeflingu kvenna (Women’s Empowerment Summit) í Khovd héraði í Mongólíu, með samstarfsaðila sínum á staðnum, Sain Tus Development Bridge NGO, í ágúst 2023.

The Associated Country Women of the World – ACWW – eru alþjóðleg samtök kvenna í dreifbýli, með meðlimi í yfir 80 löndum um allan heim og eru þannig fulltrúar um 9 milljóna kvenna. Kvenfélagasamband Íslands er aðili að ACWW síðan 1981. Sagt var frá verkefninu á heimsþingi ACWW í Malasíu síðastliðið vor

Markmið verkefnisins:

- Að auka getu samfélagsins til staðbundinnar starfsemi sem tekur á ofbeldi gegn konum og stúlkum

- Að byggja upp samfélagstengsl milli hirðingja og frumbyggjahópa til náms og samstöðu

- Að þróa hagsmunagæslu fyrir konur á staðnum

- Að taka á stefnu og aðgerðarleysi lögreglu varðandi ofbeldi gegn konum og stúlkum

Dagana 11.- 13. ágúst síðastliðin fór svo fram leiðtogafundurinn um valdeflingu kvenna sem leiddi saman 328 þátttakendur frá 16 sveitarfélögum í Khovd héraði í Mongólíu, allt hirðingjar. Þar af 323 konur sem allar eru eftir lifendur heimilis- og kynbundins ofbeldis og 5 karlmenn.

Verkefninu, sem byrjaði með undirbúningi leiðtogafundarins 2022, er ætlað að vinna beint með konum á svæðinu við upprætingu heimilisofbeldis á svæðinu. Verkefninu öllu er ætlað að veita þátttakendum landbúnaðar- og lífsleikni til að aðstoða konur við að efla fjárhagslegt

sjálfstæði þeirra frá eiginmönnum sínum og þeim menningarlegu fjölskyldumynstrum sem eru á svæðinu, til að tryggja stöðu kvennanna í sínu eigin samfélagi.

Fundurinn snerist um um að veita konunum beina efnahagslega valdeflingu til að styrkja enn frekar þá vinnu sem þegar hefur farið fram í verkefninu, konum var veitt þjálfun í kynlífs- og frjósemisheilbrigði. Þeim var meðal annars veitt fræðsla um réttindi sín varðandi sjálfsögð mannréttindi. Þær fengu þjálfun til að standa að hagsmunagæslu kvenna á svæðinu auk þess sem þær fengu kennslu í stafrænni frumkvöðlastarfsemi. Lögreglan í Skotlandi, sem er samstarfsaðili ACWW í verkefninu var á staðnum og veitti þátttakendum mikilvæga fræðslu og þjálfun um mikilvægi jákvæðra samskipta við lögregluna á staðnum. Mennirnir fimm sem voru þátttakendur stofnuðu klúbb til að halda áfram samstarfi við Sain Tus við að draga úr kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi.

Fyrir fundinn hafði ACWW ásamt samstarfsaðilum á svæðinu safnað gögnum um lífsskilyrði og þær áskoranir sem dreifbýliskonur í Khovd héraði standa frammi fyrir og áhrif loftslagsbreytinga á samfélagið þeirra.

Leiðtogafundurinn veitti þannig þátttakendum tækifæri til að koma saman,

fá fræðslu og þjálfun og deila þekkingu sinni og leggja þannig grunn að sameiginlegum aðgerðum í framtíðinni.

Jenny Sellers og Nick Newland starfsmenn ACWW voru á staðnum til að fylgja verkefninu eftir.

Leiðtogafundurinn var fjármagnaður af ACWW og UNESCO sem liður í þátttökuáætlun UNESCO 2022-2023.

Hvað gerist næst?

Þann 15. nóvember 2023 hlaut ACWW verðlaunin „Incredible Impacts“ á árlegu þingi International Congress and Convention Association, sem viðurkennir þannig skammtíma-, meðal- og langtímaáhrif leiðtogafundarins um valdeflingu kvenna í Khovd, Mongólíu. Með þessum verðlaunum fylgja $20.000 (USD) til frekari þróunar á áætluninni, þar á meðal til að efla tengsl við karlmenn á svæðinu gegn ofbeldi. ACWW leitar nú að frekari fjárframlögum til að vinna að því að byggja upp enn frekari áhrif og valdeflingu innan þessa samfélags.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á: www.acww.org.uk/mongoliasummit-2023

Til að styrkja starfsemi þessa verkefnis og fleiri verkefna ACWW: https://acww. org.uk/donate-to-acww

18 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Texti: Jenn ý Jóakimsdóttir

Hekla

Fallegar fígúrur fyrir smáfólkið

Nýlega kom út bókin Hekla eftir Elsu Harðardóttur en Elsa er forfallinn heklari að eigin sögn. Uppskriftir eftir hana hafa meðal annars birst í erlendum handavinnutímaritum.

Elsa er uppalin á Seyðisfirði og finnst hvergi betra að vera. Hún er gift æskuástinni sinni, sem er frá næsta firði og saman eiga þau eina 5 ára dóttur. Elsa flutti erlendis með manninum sínum á menntaskólaaldri og bjuggu þau víða um Evrópu í 13 ár. Elsa segir að þegar heimsfaraldurinn skall á og útgöngubann var sett á í Danmörku, þar sem þau bjuggu á þeim tíma, hafi þau tekið ákvörðun um að flytja aftur heim til Íslands. ,, Við keyptum okkur gamalt hús í Hafnarfirði og höfum sjálf verið að gera það upp hægt og rólega síðan.“

Elsa starfar sem viðburðastýra hjá viðburðafyrirtækinu Eventum.

Hún er lærður leiðsögumaður og eru fjallgöngur hennar helsta áhugamál. ,,Mér líður best annað hvort hlaupandi um á fjöllum eða heima hjá mér í sólstofunni að hekla. Í náttslopp, með kaffibolla og hlustandi á klassíska píanótónlist í hátalaranum.

Áhuginn á hekli kviknaði þegar vinkona mín gaf dóttur minni heklaða kanínu þegar hún fæddist og mér þótti svo ótrúlega vænt um þessa fallegu gjöf. Hún sefur enn með hana fimm árum seinna. Handgerðir og persónulegir hlutir eldast, að mínu mati, mikið betur en þessir fjöldaframleiddu.“

Í bókinni eru ævintýralegar og fallegar uppskriftir af hekluðum leikföngum fyrir yngstu kynslóðina. Í Heklu má finna hringlur fyrir smákrílin, svani, einhyrninga, blómálfa, jólakúlur og margt fleira.

Uppskriftirnar henta bæði byrjendum og lengra komnum. Fígúrurnar eru innblásnar af umhverfinu mínu í æsku og eru unnar í samvinnu við dóttur mína, Lísbet Hönnuh Eggertsdóttur.

Í bókinni eru uppskriftir flokkaðar í erfiðleikastig og eru nokkrar hugsaðar fyrir byrjendur. Svo fylgir QR kóði með

í bókinni. Þar er hægt að fylgja hlekk þar sem finna má myndbönd með hekl aðferðum á íslensku. Þannig að núna er kannski rétti tíminn til að læra að hekla. Að auki eru fallegar skýringarmyndir í bókinni sem Ylfa Grönvold teiknaði svo fallega fyrir mig.“

Elsa var svo elskuleg að gefa lesendum Húsfreyjunnar uppskrift af Farfuglum sem geta t.d. prýtt barnaherbergið og eru afskaplega falleg gjöf.

19 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
HANNYRÐIR
Umsjón: Sigríður IngvarsdóttirMyndir : Elsa Harðardóttir og Ásta Kristjánsdóttir

Farfuglar

Efni

Heklunál: 2,5 mm

Saumnál

Skæri

Fyllingarefni

Öryggisaugu (val)

Órói (minn er úr Söstrene grene)

Garn

Búkur: Muskat frá Drops

Vængir

Bómullargarn: Muskat frá Drops

Glimmergarn: Twikle frá Scheepjes

Loðið garn: Alpaca frá Drops

Litir að eigin vali

LL – loftlykkja

KL – keðjulykkja

FL – fastalykkja

HST – hálfstuðull

ST – stuðull

umf – umferð

*...*x – endurtaka það sem stendur innan ** x mörgu sinnum

(...) – sviginn í í enda hverrar umferðar þýðir hversu margar lykkjur eru í þeirri umferð

úrt – úrtaka (draga saman 2 FL í eina L)

Búkur og vængir heklað í sitt hvoru lagi og svo fest saman.

Búkur

*litur á gogg

1. umf - 6 FL í töfralykkju (6)

2. umf – 6 FL (6)

3. umf - *1 FL, 2 FL í eina L* x3 (9)

4. umf – 9 FL (9)

5. umf - *2 FL, 2 FL í eina L* x3 (12)

*skipta yfir í lit á búk

6. umf - *2 FL í eina L* x12 (24)

7. umf - *5 FL, 2 FL í eina L* x4 (28)

8. – 12. umf - 28 FL (5 umferðir) (28)

13. umf - *7 FL, úrt* x3, 1 FL (25)

14.

x12 (24)

20. umf – *1 FL, 2 FL í eina L* x12 (36)

21. – 23. umf – 36 FL (36)

24. umf – *11 FL, 2 FL í eina L* x3 (39)

25. umf – 39 FL (39)

26. umf – *12 FL, 2 FL í eina L* x3 (42)

27. – 32. Umf – 42 FL (6 umferðir) (42)

33. umf – *12 FL, úrt* x3 (39)

34. umf – *11 FL, úrt* x3 (36)

35. umf – *4 FL, úrt* x6 (30)

36. umf – *3 FL, úrt* x6 (24)

37. umf – *2 FL, úrt* x6 (18)

38. umf – 18 FL (18)

39. umf – *1 FL, úrt* x6 (12)

Klárið að fylla með fyllingunni. Klemmið hliðarnar, og heklið saman með 6 FL

*skipta yfir í loðið garn

40. umf – 2 LL, snúa,

*3 ST í eina L* x6 (18)

41. umf – 2 LL, snúa,

*2 ST í eina L* x18 (36)

42. umf – 2 LL, snúa,

*2 HST í eina L* x36 (72)

Klippa garn og ganga frá endum.

Vængur (2 stk.)

Sjá myndir 1 og 2.

Skiptið um lit á garni í enda skrefinu á fyrri lykkju.

1. umf – 6 FL í töfrahring (6)

2. umf – *2 FL í eina L* x6 (12)

* skipta í glimmergarn

3. umf – *1 HST, 2 HST í eina L* x6 (18)

4. umf – *2 HST, 2 HST í eina L* x6 (24)

* skipta í bómullargarn

5. umf – *3 FL, 2 FL í eina L* x6 (30)

* skipta í glimmergarn

6. umf - *4 HST, 2 HST í eina L* x6 (36)

7. umf – *5 HST, 2 HST í eina L* x6 (42)

* skipta yfir í bómullargarn

8. umf – *6 FL, 2 FL í eina L* x6 (48)

* skipta yfir í loðið garn

Klemmið hliðar saman og heklið í gegnum 2 lykkjur, sem liggja á móti hvor annarri í einu. (sjá mynd)

9. umf – 2 LL, *3 ST í eina L* x 24 (72)

10. umf – 2 LL, snúa, *2 HST í eina L* x72 (144)

Dragið spottann í gegn og ganga frá endum.

Bindið hnút á alla lausa spotta og klippið. Sjá mynd 3

Sjá mynd 4.

Heklið í gegnum lykkjurnar sem mætast þegar stykkið er klemmt saman

Sjá mynd 5.

Gott að setja títuprjón til að merkja miðjuna á fuglinum. Eg sauma augun út frá 4 lykkju fra miðju. Yfir 5 umferðir. Sjá myndir 6, 7 og 8.

20 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
umf
3 FL, úrt, 6 FL, úrt, 6 FL, úrt, 4 FL
umf - *3 FL, úrt*
2 FL (18)
fyllingu í höfuðið 16. umf – *1 FL, ÚRT* x6 (12) 17. – 18. umf – 12 FL (12) 19. umf – *2 FL í eina L*
(22) 15.
x4,
*setja

Instagram @crochet.by.elsa

Facebook

www.facebook.com/people/ crochetbyelsa/ 100064273145289/

Heimasíða

www.crochetbyelsa.com

Húsfreyjan 1. tbl. 2024
7
8 Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Mynd 4 Mynd 5 Mynd 6
Mynd
Mynd

Öflugt kvenfélag í Hnífsdal Dagný Finnbjörnsdóttir

Kvenfélagið

Hvöt í Hnífsdal er öflugt og stórt kvenfélag. Í félagið eru skráðar um 70 konur og eru yfir 40 konur í félaginu mjög virkar. Kvenfélagið okkar verður 112 ára 29. desember næstkomandi.

Starfsárið okkar er nokkuð hefðbundið, við hittumst 8 sinnum á ári á skipulögðum fundum og á starfsárinu eru nokkrir fastir viðburðir. Má þar nefna Kolaportið okkar og basar, opið hús fyrir eldri borgara, jólatrésskemmtun og þorrablót.

Stærstu viðburðirnir sem við sjáum um á hverju ári eru Kolaportið okkar og þorrablót, en það eru okkar stærstu fjáraflanir.

Þorrablótið fer alltaf fram fyrsta laugardag í febrúar ár hvert, við sjáum um allt utanumhald og semjum skemmtiatriði. Blótið er haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Í ár fór fram þorrablót númer 76, en aðeins fjórum sinnum hefur þorrablótið okkar fallið niður, bæði vegna veðurs og heimsfaraldurs. En við nýttum þó tæknina vel þegar heimsfaraldur var í gangi og héldum rafrænt þorrablót sem heppnaðist mjög vel og voru margir sem héldu heimablót í litlum búbblum.

Venjan er sú að við erum með nefndir

innan félagsins hverju sinni sem halda utan um viðburðina okkar. Þannig skiptum við með okkur verkum. Það eru um það bil fimmtán konur hverju sinni sem eru í þorrablótsnefnd. Þær konur leggja undir sig janúarmánuð í undirbúning, semja skemmtiatriði og æfa. Stundum er nú byrjað snemma haustið áður, það þarf að bóka hús, panta hljómsveit, byrja að taka saman brandara og margt fleira.

Skemmtiatriðin eru öll heimatilbúin.

Við leikum, syngjum og vinnum tæknimál að miklu leiti sjálfar, enda með eindæmum vel skipað kvenfélag með alla flóruna af konum sem kunna allar ýmsa hluti.

Undanfarin ár hafa gestir þorrablótanna verið um og yfir 200, það er þröngt setið en alltaf sama góða stemmningin. Gestir koma sjálfir með trog sem innihalda þorramat s.s. hákarl, hveitikökur, hangikjöt og svið ásamt súrmat en í seinni tíð hafa sum trogin einnig innihaldið nútímalegri mat eins og kjúkling eða pizzur.

Skemmtiatriðin eru eins og áður kom fram öll heimatilbúin, sagðir eru brandarar, samdir textar við lög sem sungin eru og hafa þau yfirleitt einhverja sögu að segja, rifjaðir upp atburðir liðinna ára og settir jafnvel í brandaraform. Við reynum að gera ekki grín af einstaklingum, ef það er gert þá er það gott grín sem við vitum að viðkomandi hefur gaman af. Við viljum auðvitað að allir skemmti sér jafn vel og fari ánægðir heim.

Á milli skemmtiatriða er fjöldasöngur svo það er alltaf nóg um að vera fyrir gestina. Að loknum skemmtiatriðum tekur við hljómsveit og dansaðir eru gömlu dansarnir fram eftir nóttu.

22 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
KVENFÉLAGIÐ HVÖT Í HNÍFSDAL Umsj ón : Sigríður IngvarsdóttirMyndir: Úr einkasafni
Dagný Finnbjörnsdóttir formaður. Hópmynd af félagskonum. Séð yfir salinn frá Kolaporti og basar.

Kolaportið og basar er einnig mjög fyrirferðarmikill viðburður hjá okkur sem fer alltaf fram helgina fyrir fyrsta í aðventu. Þá fyllum við félagsheimilið í Hnífsdal af allskonar notuðum varningi, svo sem fatnaði og húsbúnaði, leikföngum, bókum og allskonar eigulegu efni fyrir heimilin. Allt sem til sölu er á Kolaporti kostar aðeins 100 kr. og hefur sú upphæð aldrei hækkað. Á basarnum seljum við svo hnallþórur í tugavís, piparkökuhús, sherrý síld og margt fleira sem er heimagert af kvenfélagskonum. Einnig geta gestir keypt sér vöfflur og ekta heitt súkkulaði með rjóma á milli þess sem gramsað er í því sem til sölu er. Á síðasta ári unnu kvenfélagskonur rúmlega 500 klukkutíma vikuna fyrir Kolaport og basar við uppsetningu og undirbúning og helgina sjálfa þegar opið var. Það fer einnig drjúgur tími í það hjá kvenfélagskonum að taka til í skápum heimilisins til að safna varningi í kolaportið og að baka allar hnallþórurnar sem seldar eru.

Við kvenfélagskonur í Hvöt erum mjög montnar af starfi okkar og höfum líka fullt tilefni til.

Dagný Finnbjörnsdóttir Formaður Kvenfélagsins Hvatar

TÍU BOÐORÐ HANDA FORELDRUM

1. Þú skalt elska barnið þitt af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum mætti þínum, en einnig með öllum skilningi þínum.

2. Þú skalt elska barnið þitt eins og sjálfstæða mannveru, ekki eins og eign þína.

3. Þú skalt meta ást og virðingu barnsins þíns eins og dýrmæti, sem þú getur áunnið þér, en ekki eins og eitthvað, sem þú getur krafist.

4. Í hvert skipti, sem þér gremjast heimskupör og hugsunarleysi barnsins þíns, skaltu muna þínar eigin ávirðingar, þegar þú varst á sama aldri.

5. Mundu, að barnið þitt á rétt á því að líta upp til þín eins og hetju og gerðu þitt ítrasta til að verðskulda það álit.

6. Mundu, að gott fordæmi í reynd er betri umvöndun í orðum.

7. Þú skalt reyna að vera vegvísir á lífsleiðinni í stað þess að hindra snúning hjólanna.

8. Þú skalt kenna barninu þínu að standa á eigin fótum og heyja sjálft baráttu sína.

9. Þú skalt hjálpa barninu þínu að sjá fegurð lífsins, að temja sér vingjarnlegt viðmót, að elska sannleikann og halda frið við meðbræður sína.

10. Þú skalt gera heimilið þitt að hamingjuríkum og öruggum griðastaðfyrir sjálfan þig, fyrir börnin þín og fyrir vini barnanna þinna.

Þýtt úr norsku, höf. óþekktur.

Mæðgnamynd sem tekin var í síðustu óvissuferð. Bleikt þema.
23 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Íslenskukennsla og stuðningur við ýmis góð málefni

Vilborg Ása Bjarnadóttir

Kvenfélagið Ársól á Suðureyri var stofnað 8. febrúar 1920. Í dag eru 28 konur skráðar í félagið okkar. Starfsemin felst aðallega í því að styrkja og styðja við ýmis góð málefni í bænum okkar. Við erum með ýmsar fjáraflanir s.s. Sólarkaffi, 1. maí kaffi og pönnukökusölu til fyrirtækja á svæðinu sumardaginn fyrsta. Einnig sjáum við um árlegt jólaball og tökum að okkur erfidrykkjur.

Vel heppnuð íslenskukennsla fyrir fólk af erlendum uppruna Íslenskukennslan kom þannig til að Fræðslumiðstöð Vestfjarða hafði samband við okkur og athugaði hvort við vildum taka þetta verkefni að okkur. Það vill svo til að í Kvenfélaginu erum við nokkuð margar með kennaramenntun og því freistaði verkefnið strax og á fé-

lagsfundi var samþykkt að kvenfélagið myndi taka verkefnið að sér. Á síðasta ári héldum við þrjú námskeið. Ég hef tekið þátt í að sjá um 5 námskeið sem kvenfélagið Ársól hefur séð um. Námskeiðin sem við héldum á síðasta ári voru 20 og 40 tíma námskeið en árið 2017 vorum við með 120 tíma námskeið sem nefndist Landnemaskólinn.

Við erum yfirleitt um 5 konur með hverja kennslustund. Stundum er eitthvað atriði tekið á töflu og útskýrt fyrir öllum og stundum skiptum við okkur niður á hópinn og er þá hver og ein að hjálpa tveim – þremur í einu. Við tökum kaffipásu þar sem við eða nemendur okkar hafa stundum komið með eitthvað gott með kaffinu. Við leitumst við að hafa kennsluna sem fjölbreytt-

24 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
KVENFÉLAGIÐ ÁRSÓL SUÐUREYRI Umsj ón : Sigríður IngvarsdóttirMyndir: Úr einkasafni
Vilborg Ása Bjarnadóttir.

asta og skemmtilega. Við styðjumst við námsbækur sem ætlaðar eru fyrir nýbúa. Einnig nýtum við krossgátur sem falla að íslenskukennslu ásamt því að nýta allskonar námsspil. Við höfum einnig notast við Kahoot. Það er mjög skemmtilegt að nýta það og nemendur hafa mjög gaman af því, mikið keppnisskap sem kemur í suma. Við höfum farið með hóp að Dynjanda, til Þingeyrar og Flateyrar. Einnig höfum við farið í göngutúr um bæinn okkar þar sem við nýtum umhverfið í orðaforðakennslu sem og heimsókn á bókasafnið á Ísafirði svo eitthvað sé nefnt. Við höfum líka boðið þeim upp á að horfa á íslenska bíómynd og spilað algeng spil sem spiluð eru hér á landi s.s. lúdó, veiðimann og yatzy.

Við lok hvers námskeið erum við með smá útskriftarsamkomu. Í vor buðum við upp á grillað lambalæri en þátttakendur

í námskeiðinu sáu um eftirrétti. Þeir voru mjög fjölbreyttir hjá þeim og gaman að smakka allskonar eftirrétti frá heimalandi þeirra.

Alltaf hress og til í að læra íslensku

Á síðasta námskeiði voru um 15 einstaklingar sem útskrifuðust hjá okkur. Þetta voru nemendur frá Tælandi, Póllandi, Úkraínu, Nígeríu og Tékklandi. Þau eru ótrúlega dugleg að mæta, stuttu eftir vinnudaginn sinn. Alltaf hress og til í að læra íslensku.

Nemendur okkar vilja gjarnan halda áfram á námskeiðum hjá okkur en því miður getum við ekki verið með fyrr en í fyrsta lagi í mars. Það er nú bara þannig á svona litlum stöðum eins og Suðureyri þá er sama fólkið sem er í mörgu og nú er komið að konum að sjá um þorrablót

Húsfreyjan í boði rafrænt

Nú getum við sagt lesendum þær frábæru fréttir að Húsfreyjan er í boði í rafrænni áskrift. Mögulegt er að vera áskrifandi að tímaritinu á pappír, eins og verið hefur frá upphafi, og rafrænt, eða hvorutveggja.

Margir munu kjósa að fá áfram fallegt og áhugavert blað í hendur og njóta þess að fletta því og vera líka í rafrænni áskrift og hafa þannig jafnframt aðgang að tímaritinu hvar sem er í símanum eða tölvunni. Aðrir velja áfram óbreytta árskrift og fá blaðið sitt á pappír. Einnig er að sjálfsögðu í boði að breyta áskriftinni eingöngu í rafræna áskrift. Nýir áskrifendur geta valið hvaða leið sem þeir óska af þessum þremur:

• Áskrift að Húsfreyjunni heimsent á pappír.

• Áskrift að Húsfreyjunni heimsent á pappír og rafrænt.

• Áskrift að Húsfreyjunni rafrænt.

Núverandi áskrifendur geta farið inn á husfreyjan.is til að fá aðgang að áskriftarvefnum og nýir áskrifendur skráð sig. husfreyjan@kvenfelag.is - sími 552 7430

og því getum við ekki tekið annað að okkur fyrr en að því loknu.

Þessi hópur er mjög áhugasamur og jákvæður. Það er oft hlegið mikið bæði af misskilningi og einnig þýðingum því þær eru ekki alltaf réttar. Síðan eru sumir mjög einbeittir að læra málfræðina og reglurnar vel en það er stundum erfitt að skilja, þar sem undartekningar eru algengar.

Það er mjög gaman að kenna þessum hópum og sjá þau síðan á ýmsum viðburðum í bænum þar sem þau eru farin að taka þátt. Við finnum meira öryggi hjá þeim í að tala og þau eru mjög dugleg að prufa sig áfram. Satt best að segja finnst okkur við eiga pínu í þeim og íslenskukennslan gerir þeim svo sannarlega auðveldara að aðlagast samfélaginu hér á Suðureyri.

25 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
KOMDU Í ÁSKRIFT Í DAG!

ón : Sigríður Ingvarsdóttir

Umsj

Eru brunavarnir á

þínu heimili í lagi?

Jóhann K. Jóhannsson

slökkviliðsstjóri

Reglulega

lesum við um það í fjölmiðlum að eldur hafi komið upp í húsnæði og að slökkvilið hafi verið kallað út. Ný áhætta á heimilum hefur vaxið með breyttu lífsmynstri þjóðarinnar og þar með nýjum áskorunum fyrir slökkviliðin í landinu.

Áhættan sem nefnd er hér að ofan er fólgin í rafvæðingu allra þeirra tækja sem við notum daglega. Farsíminn, fartölvan, ferðahátalarinn og spjaldtölvan eru hlutir sem koma fyrst upp í hugann. Einnig má nefna rafhjólin og rafhlaupahjólin. Þetta er aðeins brot af þeim tækjum sem við notum daglega og ganga fyrir endurhlaðanlegri rafhlöðu.

Á árinu 2023 urðu óvenju margir brunar á Íslandi þar sem eldur kom upp í rafhjólum eða rafhlaupahjólum. Brunar í slíkum tækjum eru illviðráðanlegir og eru allir alvarlegir. Komi eldur upp í endurhlaðanlegri rafhlöðu er hætta á að rafhlaðan springi. Í raun er það eina sem hægt er að gera í slíkum aðstæðum að forða sér út og kalla eftir aðstoð.

Í ljósi slíkra atvika hafa slökkviliðin í landinu beint því til

húseigenda að sjá til þess að rafhjól og rafhlaupahjól séu ekki hlaðin inni í íbúðarhúsi og aldrei án eftirlits. Best væri að hlaða slík tæki í bílskúr, sem á að vera sér brunahólf í íbúðarhúsnæði, eða utandyra. Nota viðurkenndan búnað til endurhleðslu og nota búnað sem fylgir viðkomandi tæki. Það á reyndar við að skilja ekki við nein raftæki í hleðslu án eftirlits.

Höfum reykskynjara í hverju rými

Hér á árum áður var markvisst unnið að því að hvetja húseigendur til þess að setja upp reykskynjara þar sem áhættan var mest. Til að mynda í stofu, geymslu, bílskúr og svo framvegis. Í dag, með aukinni tækjavæðingu á heimilum, hvetja slökkviliðin húseigendur til þess að setja upp reykskynjara í öllum rýmum húsnæðis.

Það, að brunavarnir heimilisins séu í lagi, á að vera jafn sjálfsagt og að við spennum á okkur bílbeltin þegar við keyrum bíl. Þær lágmarks brunavarnir sem eiga að vera til staðar á heimili eru reykskynjarar, slökkvitæki staðsett við flóttaleið og eldvarnarteppi í eldhúsi.

Reykskynjari á heimili er mikilvægasta öryggistækið og vakir yfir okkur á meðan við sofum. Því er mikilvægt að skipta um rafhlöðu í þeim að minnsta kosti árlega. Það er ágætur siður, til að minna sig á að skipta um rafhlöðu, að setja auka rafhlöðu í jólakassann þegar jólaskrautinu er pakkað niður því þegar skrautið er tekið upp aftur næstu jól koma rafhlöðurnar með.

Þurfum að ná til allra og halda forvarnarstarfi á lofti Í könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnarbandalagið árið 2022 kom í ljós að heimili landsins eru almennt að efla eldvarnir. Það sýnir okkur að gildi þess að halda uppi fræðslu og forvarnarstarfi. Í umræddri könnun kom þó í ljós að fólk á aldrinum 25-34 ára stendur sig því miður verst í að hafa eldvarnir í lagi heima hjá sér og það kom einnig í ljós að eldvarnir eru lakari á heimilum utan höfuðborgarsvæðisins. Það er eitthvað sem hafa ber í huga.

Með þessari grein hvetjum við til þess að lestri loknum að þú kannir reykskynjarann. Ýttu á takkan og athugaðu hvort reykskynjarinn virki. Farðu inn í eldhús og athugaðu hvort eldvarnarteppið sé á sínum stað. Kannaðu einnig hvort slökkvitækið sé í lagi. Er mælirinn á tækinu „á grænu“. Ef eitthvað af þessum hlutum er ekki í lagi. Bættu úr því!

26 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
BRUNAVARNIR

Neysluvenjur

Tökum upplýstar ákvarðanir

Ánýju

ári setjum við okkur oft ný markmið og lofum sjálfum okkur að breyta ýmsu til hins betra.

Eitt af því sem við getum auðveldlega skoðað hjá okkur eru neysluvenjurnar.

Lítil dagleg útgjöld geta orðið að umtalsverðum útgjöldum yfir langan tíma. Því er mikilvægt að vera meðvituð um og endurskoða neysluvenjur sínar af og til.

Mörg okkar eyða umtalsverðum fjárhæðum án þess að gera okkur grein fyrir í hvað þær fara. Neysluvenjur geta verið allt frá litlum endurteknum innkaupum (eins og take away kaffi), hlutum sem þú setur í forgang í hverri viku (eins og að borða úti eða panta alltaf pizzu á föstudögum), til hversdagslegra hluta þar sem þú velur alltaf dýrari mat af gömlum vana. Neysluvenjur okkar snúast í grundvallaratriðum um persónulega forgangsröðun og því sem sem við höfum einfaldlega vanið okkur á.

Dæmi:

1 orkudrykkur (338 kr) á viku = 17.576 krónur á ári

Þú finnur ýmislegt gagnlegt á heimasíðu Leiðbeiningastöðvarinnar á www.leidbeiningastod.is

5 orkudrykkir á viku = 87.880 krónur á ári.

7 orkudrykkir á viku = 123.023 krónur á ári.

Síðan er það allt hitt sem við látum eftir okkur.

Spurningar sem þú ættir að spyrja sjálfan þig fyrir kaup: Þarf ég þetta virkilega?

Er möguleiki á að fá lánað eða leigja í stað þess að kaupa?

Get ég keypt það notað?

Er hægt að gera við það ef þörf krefur?

Hvert verður verðið á hverja notkun?

Verð á hverja notkun

Verð á hverja notkun er mælikvarði sem sýnir kostnað við notkun eða neyslu vöru eða þjónustu í hvert sinn sem hún er notuð. Það er reiknað með því að deila heildarkostnaði vörunnar eða þjónustunnar með fjölda skipta sem hún er notuð. Þegar þú reiknar út verð

á hverja notkun getur það komið í ljós að ódýrari skyndikaup geta verið dýrari til lengri tíma litið en vönduð og dýrari innkaup. Þú getur notað verð á hverja notkun formúluna hér að neðan til að reikna út kostnað á hverja notkun fyrir fatnað, streymisþjónustu, félagsaðild (til dæmis ræktina) og heimilistæki.

Dæmi:

Peysa kostar 2500 kr. Þú notar hana 5 sinnum; Verð á hverja notkun er: 500 kr.

Peysa kostar 12.500 kr. Þú notar hana 145 sinnum, verð á hverja notkun er: 86 krónur

Dýr og vönduð vara sem endist lengur verður ódýrari til lengri tíma litið en ódýr vara sem endist stutt.

Umsjón: Jenný Jóakimsdóttir

27 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
LEIÐBEININGASTÖÐ HEIMILANNA

Myndir: Silla Páls

TVÆR FALLEGAR FULLORÐINSPEYSUR

Sjöfn Kristjánsdóttir

Að þessu sinni fá lesendur Húsfreyjunnar uppskriftir af tveimur fallegum peysum sem henta vel á öllum árstímum. Þó peysurnar séu báðar ætlaðar fullorðnum þá eru þær eins ólíkar og hægt er. Mynsturpeysan er prjónuð á fína prjóna með fallegu mynstri í berustykki. Peysan er ekki prjónuð á einni nóttu en er alveg ótrúlega skemmti legt verkefni.

Síða peysan er aftur á móti prjónuð á grófa prjóna úr grófu garni og er frekar fljótleg í prjóni.

Vinkona mín sem er forfallinn prjónari birti skemmtilega færslu á Fésbókinni nýverið og ætla ég að leyfa þeirri færslu að flakka hér.

Að gefnu tilefni… Kæri Ekki Prjónari.

Hér eru nokkur atriði til þess ætluð að hjálpa þér að skilja Prjónara.

Ég get prjónað, talað, og hlustað. Að ég skuli horfa beint í augun á þér á meðan, þó ég sé að prjóna, ætti að vera vísbending um að þú hafir alla mína athygli (nema þegar ég er að telja). Þetta flokkast sem fjölhæfni.

Ekki skipta um sjónvarps stöð ef ég sit fyrir framan sjónvarpið með prjónana mína. Ég veit fullkomlega hvað er í gangi í spennuþætt inum þó ég sé ekki að horfa á skjáinn og veit alveg hver myrti hvern ef út í það er farið.

Einu skiptin sem ég vil ekki tala við þig er þegar þú heyrir; ,,23, 24, 25, 26...“ Heyrir þú mig segja einhverjar tölur þá er það ótvírætt merki um að ég sé að telja. Truflir þú mig við þessar kringumstæður þá ber ég enga ábyrgð á gjörðum mínum, verðir þú þess valdandi að ég þurfi að telja þessar 376 lykkjur aftur. En trúðu mér það verður

Þrátt fyrir að ég bölvi eins og sjómaður, hendi frá mér prjónadótinu í vegginn, hótandi öllu illu, jafnvel trampi á því, þá hef ég virkilega gaman af því að prjóna. Þú mátt vera viss um að ég njóti þess. Mér finnst þetta skemmtilegt og hrikalega afslappandi. Og úr því við erum komin út í þessa sálma.... já þú mátt gefa mér meira garn. Ekki vaða í þeirri villu að þó svo ég eigi mikið af því, að ég vilji þá ekki meira. Ég á mikið af því og ég dýrka það. Ef þú heyrir mig tala um að ég eigi of mikið, þá er ég að ljúga. Kærðu mig. Meira garn er því ALLTAF góð gjöf. Ef úrvalið verður meira hjá mér en í garnbúðinni, þá skal ég hugsa málið.

Takk fyrir að taka þetta til athugunar.

PS. Aldrei að vita nema ég prjóni eitthvað á þig. Vertu

28 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 HANNYRÐAHORNIÐ

MYNSTURPEYSA

fyrir fullorðna

Garn:

Feeling frá Lana Gatto (fæst á www.garnoggjafir.is). Einnig hægt að nota Katia Merino 100% eða Bamboo Wool frá Icewear Garn.

Það sem þarf:

• Hringprjónar nr. 4 (40, 80 og 100/120 cm langir)

• Sokkaprjónar nr. 4 (fyrir stroff á ermum ef þess þarf)

• Prjónamerki

• Nál til frágangs

Prjónfesta: 23 lykkjur = 10 cm á prjóna nr. 4.

Stærð Ummál bolur Ummál ermar

Garnmagn

Lengd bolur, frá handvegi

Lengd ermar, frá handvegi

þeirri lykkju sem er á prjóninum með sléttu prjóni. www.bit.ly/faldprjon.

Stærð Aðallitur Mynsturlitur 1 Mynsturlitur 2 Mynsturlitur 3 Mynsturlitur 4 XS

Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring með mynsturbekk. Aukið er út í berustykki samkvæmt mynsturmyndum aftast í uppskrift. Hér að neðan koma útskýringar á þeim atriðum sem mikilvæg eru í þessari uppskrift.

Snúin lykkja

Til þess að fá sléttu lykkjuna snúna í hálsmáli og stroffi þarf að prjóna svona: Prjónið aftan í sléttu lykkjuna í stað þess að prjóna framan í hana - https://bit.ly/ snuinslett.

Faldprjón

Brjótið kantinn saman inn á við og prjónið lykkju á móti lykkju, þ.e.a.s. lykkjuna sem þú fitjaðir upp á móti

Að prjóna með fleiri en einum lit í einu Það getur verið krefjandi að prjóna með mörgum litum í einu, sérstaklega þegar þeir eru orðnir þrír og fjórir í sömu umferðinni. Mestu máli skiptir að prjóna slíkar umferðir skipulega. Mér finnst best að vera með ríkjandi litinn aftast í röðinni og reyna að vefja öllum litunum, sem verið er að prjóna með, öðru hvoru við ríkjandi litinn í umferðinni.

Hálslíning

Fitjið upp 84, 88, 88, 92, 92 lykkjur með aðallit á hringprjón nr. 4 (40 cm langan). Tengið í hring og prjónið snúið stroff (1 lykkja snúin slétt og 1 lykkja brugðin til skiptis) alls 6, 6, 6, 7, 7 cm. Prjónið niður með faldprjóni (sjá útskýringar ofar).

Prjónið 1 umferð slétt með aðallit og aukið út um 1, 2, 7, 3, 3 lykkjur jafnt yfir umferðina. Nú eiga að vera 85, 90, 95, 95, 95 lykkjur á prjóninum.

Berustykki

Prjónið berustykkið samkvæmt mynsturmyndum aftast í uppskrift.

Eftir mynstur eiga að vera 357, 378, 399, 418, 437 lykkjur á prjóninum. Prjónið 1 umferð slétt með aðallit og aukið

29 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
XS 100 cm 33 cm 29 cm 42.5 cm S 105 cm 35 cm 31 cm 44.5 cm M 110 cm 36.5 cm 33 cm 46.5 cm L 115 cm 38 cm 35 cm 48.5 cm XL 120 cm 40 cm 37 cm 50.5 cm
250
100
50 g 100
50
S 300 g 100 g 50 g 100 g 50 g M 300 g 100 g 50 g 100 g 50 g L 350 g 100 g 50 g 150 g 50 g XL 400 g 100 g 50 g 150 g 50 g
g
g
g
g
30 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
Mynsturmynd S Mynsturmynd XS
Útskýringar á táknum Útskýringar á táknum Mynsturmynd ermi Mynsturmynd ermi Byrja Byrja Endurtaka Byrja Byrja Endurtaka
31 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
L & XL Mynsturmynd M
Mynsturmynd
Útskýringar á táknum Útskýringar á táknum Mynsturmynd ermi Mynsturmynd ermi Byrja Byrja Endurtaka Byrja Byrja Endurtaka

út um 9, 8, 7, 6, 7 lykkjur jafnt yfir umferðina. Nú eiga að vera 366, 386, 406, 424, 444 lykkjur á prjóninum.

Bolur

Bolurinn er prjónaður með aðallit. Nú þarf að setja ermalykkjur, eða þær lykkjur sem eiga að mynda ermar og

Ermar

Byrjið á því að færa lykkjurnar, sem þið settuð á hjálparband, yfir á hringprjón nr. 4 (40 cm). Þá þræðið þið einfaldlega prjóninn inn í lykkjurnar sem eru á bandinu. Einnig þarf að prjóna upp 4 nýjar lykkjur undir höndumhttps://bit.ly/lykkjurhandvegur.

Nú eiga að vera 76, 80, 84, 88, 92 lykkjur á prjóninum. Niður ermina ætlum við að fækka lykkjum en þá eru fyrstu tvær lykkjurnar og síðustu tvær lykkjurnar í umferð prjónaðar saman og fækkar þá um 2 lykkjur í hverri úrtöku.

Byrjið á því að prjóna 4, 5, 2, 5, 4 cm. Takið svo úr með 3, 2.5, 2.5, 2, 2 cm millibili þar til þið hafið tekið úr, Í HEILDINA, 8, 10, 12, 14, 16 sinnum eða 16, 20, 24, 28, 32 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermi mælist 28, 30, 32, 34, 36 cm (eða eftir smekk, misjafnt hversu langar ermarnar þurfa að vera). Eftir standa 60 lykkjur í öllum stærðum. Prjónið nú samkvæmt mynsturmynd hér til hliðar. Ath að ef prjónfesta er rétt þá á mynstrið að vera 8.5 cm á lengd. Eftir að mynstri er lokið prjónið 1 umferð slétt með mynsturlit 3 og takið úr 14, 12, 12, 10, 8 lykkjur jafnt yfir umferðina - https:// bit.ly/jafnar. Eftir standa 46, 48, 48, 50, 52 lykkjur. Prjónið snúið stroff (eins og á bol) alls 6 cm. Fellið af með brugðningu.

Frágangur

Felið alla enda og lagið göt í handvegi ef þau eru til staðar. Þvoið peysu samkvæmt þvottaupplýsingum á garni. Leggið til á þurrt handklæði. Sléttið vel úr henni og látið þorna vel.

Húsfreyjan 1. tbl. 2024

SÍÐ FULLORÐINSPEYSA

Garn:

Tvöfaldur þráður af Katia Essential Alpacca.

Einnig hægt að nota tvöfaldan þráð af:

- Special Aran With Wool

- Baby Alpaca 70 frá Lana Gatto

- Katia Prime Merino

- Katia Kirei

- Katia Arles Merino

Það sem þarf:

- Hringprjónn nr. 8 (40 cm)

- Hringprjónar nr. 9 (40, 80 og 100/120 cm)

- Sokkaprjónar nr. 9

- Nál til frágangs

- Prjónamerki sem passa upp á hringprjóna 8 og 9.

Ummál

Stærð Ummál bolur Ummál ermar

Garnmagn

Stærð Garnmagn aðallitur Garnmagn aukalitur 1

Garnmagn aukalitur 2

Faldprjón

Brjótið kantinn saman inn á við og prjónið lykkju á móti lykkju, þ.e.a.s. lykkjuna sem þú fitjaðir upp á móti þeirri lykkju sem er á prjóninum með sléttu prjóni. www.bit.ly/faldprjon.

- M1R, M1L í prjónaskap

Ein góð leið til þess að auka út í laskaútaukningu er að nota aðferð sem er skammstöfuð sem M1R, M1L eða á ensku „make one right, make one left“. Með því að auka út til vinstri og hægri hallar útaukningin rétt í löskum.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring, með laskútaukningu. Rendur eru prjónaðar í alla peysuna með ákveðnu millibili. Neðst á peysu er klauf en fram- og bakstykkin í stroffi eru prjónuð fram og til baka. Hér að neðan koma þau atriði sem mikilvæg eru í þessari uppskrift.

M1R: Bandið á milli lykkna er tekið upp með því að fara með vinstri prjón aftan í bandið og prjóna svo framan í það. Með þessu snýst upp á bandið til hægri.

M1L: Bandið á milli lykkna er tekið upp með því að fara með vinstri prjón framan í bandið og prjóna svo aftan í það. Með þessu snýst upp á bandið til vinstri - https://bit.ly/m1rm1lknit.

33 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
Lengd bolur, frá handvegi Lengd ermar, frá handvegi 2XS 95 cm 40 cm 44 cm 40 cm XS 98 cm 41.5 cm 45 cm 41 cm S 105 cm 43 cm 46 cm 42 cm M 110 cm 45 cm 47 cm 43 cm L 116 cm 47.5 cm 48 cm 44 cm XL 124 cm 50 cm 50 cm 45 cm 2XL 131 cm 53 cm 52 cm 46 cm
600
100
100 g XS 650 g 100 g 100 g S 700 g 100 g 100 g M 750 g 100 g 100 g L 800 g 100 g 100 g XL 900 g 150 g 150 g 2XL 1000 g 150 g 150 g
2XS
g
g

Litarendur í peysu

Rendurnar eru gerðar fyrst í umferð 7 eftir hálslíningu (talið að framan). Hver rönd er 3 umferðir; 1 umferð slétt, 1 umferð brugðin, 1 umferð slétt. Þar sem umferð byrjar fyrir miðju að framan viljum við færa upphaf randa fyrir miðju aftan á peysu svo skilin verði ekki eins áberandi. Þar af leiðandi byrjar rönd í miðri útaukningu (þ.e.a.s. búið er að auka út í hálfri umferð áður en röndin byrjar). Þess vegna þarf að fylgjast vel með hvar maður er að auka út í laska og hvar ekki. Eftir fyrstu rönd eru 12 umferðir á milli randa.

I-cord kantur

Hann gerir kantana eða endana á klaufunum mjög fallega. I-cord kantur er gerður þannig að tvær síðustu lykkjurnar í hverri umferð eru teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan, eða að þér, og tvær fyrstu lykkjurnar eru alltaf prjónaðar sléttar, bæði á réttu og röngu. Kanturinn er aðeins prjónaður þar sem klaufarnar eru - https://bit.ly/icordkantur.

Hálslíning

Fitjið upp 44, 44, 48, 48, 52, 52, 56 lykkjur, með aðallit, á hringprjón nr. 8 (40 cm langan). Tengið í hring og prjónið 2l sl og 2l br alls 8 cm. Prjónið kragann niður með því að brjóta hann inná við (sjá faldprjón fremst í uppskrift). Skiptið yfir á hringprjón nr. 9 (40 cm langan) og prjónið 1 umferð slétt með aðallit.

Berustykki

Nú þarf að gera ráð fyrir útaukningu í berustykki. Umferð byrjar fyrir miðju að framan:

1. umferð:

1. skref: Prjónið 8, 8, 9, 9, 10, 10, 11 lykkjur slétt með aðallit (vinstri hluti framstykkis). Setjið prjónamerki nr. 1 upp á prjóninn.

2. skref: Prjónið 7 lykkjur slétt með aðallit (vinstra axlarstykki). Setjið prjónamerki nr. 2 upp á prjóninn.

3. skref: Prjónið 15, 15, 17, 17, 19, 19, 21 lykkjur slétt með aðallit (bakstykki). Setjið prjónamerki nr. 3 upp á prjóninn.

4. skref: Prjónið 7 lykkjur slétt með aðallit (hægra axlarstykki). Setjið prjónamerki nr. 4 upp á prjóninn.

5. skref: Prjónið 7, 7, 8, 8, 9, 9, 10 lykkjur slétt með aðallit (hægri hluti framstykkis).

Nú eruð þið komin hringinn. Byrjið á styttum umferðum.

Styttar umferðir

Nú er búið að prjóna fyrstu umferð í berustykki og búið er að merkja fyrir laskútaukningu. Nú ætlum við að hækka peysuna að aftan með styttum umferðum (https://bit.ly/ styttar). Setjið prjónamerki þremur lykkjum frá framlaska og inn á framstykkið (báðum megin, sjá skýringarmynd að neðan). Köllum þessi prjónamerki snúningsmerki A (við upphaf umferðar) og snúningsmerki B (við lok umferðar). Byrjið styttar umferðir og útaukningu í laska: 2. umferð (réttan): Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki 1. Aukið út með M1R. Prjónið 2 lykkjur

slétt (á milli þeirra er prjónamerki 1), aukið út með M1L. Endurtakið við öll 4 prjónamerkin. Prjónið að snúningsmerki B. Snúið við.

3. umferð (rangan): Látið bandið liggja að ykkur, takið lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna og tosið bandið yfir hægri prjón. Þá eiga að myndast eins og 2 lykkjur (vendilykkja). Prjónið brugðið að snúningsmerki A. Snúið við.

4. umferð (réttan): Látið bandið liggja að ykkur, takið lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna og tosið bandið yfir hægri prjón. Þá eiga að myndast eins og 2 lykkjur (vendilykkja). Prjónið slétt prjón og M1R, M1L útaukningar við prjónamerki 1 til 4. Prjónið 2 lykkjur fram yfir síðasta snúning. Snúið við.

5. umferð (rangan): Látið bandið liggja að ykkur, takið lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna og tosið bandið yfir hægri prjón. Þá eiga að myndast eins og 2 lykkjur (vendilykkja). Prjónið 2 lykkjur fram yfir síðasta snúning. Snúið við.

6. umferð (réttan): Eins og umferð 4.

7. umferð (rangan): Eins og umferð 5. Nú er styttum umferðum lokið og búið að auka út 3x í laskútaukningu. Prjónið nú berustykkið í hring þar til þið hafið aukið út alls 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23 sinnum (í annarri hverri umferð). Munið eftir því að prjóna rendurnar. Nú eiga að vera 172, 180, 192, 200, 212, 228, 240 lykkjur á prjóninum.

Bolur

Nú þarf að skipta berustykkinu upp í bol og ermar. Umferð byrjar fyrir miðju að framan:

1. skref: Prjónið slétt prjón að PM 1 (vinstri hluti framstykkis).

2. skref: Setjið 39, 41, 43, 45, 47, 51, 53 lykkjur á hjálparband - https://bit.ly/hjalparband (vinstri ermi).

3. skref: Fitjið upp 5 nýjar lykkjur – https://bit.ly/fitjauppihandvegi (vinstri handvegur).

4. skref: Prjónið slétt prjón að PM 3 (bakstykki).

5. skref: Setjið 39, 41, 43, 45, 47, 51, 53 lykkjur á hjálparband (hægri ermi).

6. skref: Fitjið upp 5 nýjar lykkjur (hægri handvegur).

7. skref: Prjónið slétt prjón út umferð (hægri hluti framstykkis).

Nú eiga að vera 104, 108, 116, 120, 128, 136, 144 lykkjur á prjóninum. Færið upphaf umferðar fyrir miðju að aftan. Prjónið nú þar til bolur, frá handvegi, mælist 35, 36, 37, 38, 39, 41, 43 cm (eða eftir þörfum og smekk hvers og eins). Endið umferð fyrir miðju að AFTAN. Ég mæli með að hafa amk 2 umferðir með aðallit áður en þið gerið stroff á bol.

Nú þarf að skipta peysunni upp í fram- og bakstykki þar sem við ætlum að hafa klauf á báðum hliðum á peysunni.

Bakstykki

Prjónið 24, 25, 26, 28, 30, 32, 34 lykkjur slétt. Færið 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón (I-cord kantur).

34 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Snúið við. Prjónið 2 lykkjur sléttar (I-cord kantur). Prjónið brugðið 48, 50, 52, 56, 60, 64, 68 lykkur brugðnar. Færið 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón (I-cord kantur).

Snúið við. Prjónið nú bakstykkið fram og til baka með 2l sl og 2l br ásamt I-cord köntum sitthvorumegin, alls 9 cm. Fellið af á réttunni með brugðningu – www.bit.do/ brugdning.

Framstykki

Prjónið 2 lykkjur sléttar. Prjónið 2l sl og 2l br þar til 2l eru eftir af umferð. Færið 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón (I-cord kantur). Snúið við. Prjónið nú framstykkið fram og til baka með 2l sl og 2l br ásamt I-cord köntum sitthvoru megin, alls 9 cm. Fellið af á réttunni með brugðningu.

Ermar

fækka lykkjum. Byrjið á því að prjóna 1, 4.5, 3, 1, 5, 6, 4.5 cm án úrtöku. Í næstu umferð eru 2 fyrstu lykkjurnar

í umferð prjónaðar saman slétt og 2 síðustu lykkjurnar í umferð prjónaðar saman slétt. Endurtakið þessa úrtöku niður ermina með 3, 2.5, 3, 3, 2.5, 2.5, 2.5 cm millibili þar til búið er að taka úr ALLS 10, 11, 10, 11, 12, 12, 13 sinnum. Prjónið áfram þar til ermi, frá handvegi, mælist 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37 cm. Nú eiga að vera 24, 24, 28, 28, 28, 32, 32 lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á hringprjón nr. 8 og prjónið 1 umferð slétt til viðbótar. Prjónið svo stroff (2 sl og 2 br lykkjur til skiptis) alls 9 cm. Fellið af með brugðningu.

Frágangur

Gangið frá endum og þvoið peysuna (mæli með köldu vatni og vindu 400-600 snúninga). Leggið til þerris á þurrt handklæði. Látið þorna vel.

VERTONET Samtök kvenna og kvára í

upplýsingatækni á Íslandi

Guðrún Helga Steinsdóttir, formaður stjórnar Vertonet

Guðrún Helga Steinsdóttir er 46 ára og bý í Mosfellsbæ með eiginmanni sínum og þremur sonum. Að eigin sögn hefur hún kjánalega mikinn áhuga á hundum og er ein af þessum klikkuðu sem fer á hundasýningar með hundana sína og hleypur með þá í hringi ásamt því að rækta tegundina Gordon Setter undir nafninu Leirutanga Gordon Setter. Helstu áhugamálin eru að stunda útivist, eyða tíma með fjölskyldunni og fara á veiðar með eiginmanninum.

Guðrún Helga er með meistaragráðu í Upplýsingastjórnun MIM, og einnig meistaragráðu í viðskiptum MBM, með áherslu á stefnumótun. „Ég hef brennandi áhuga á stefnumótun og upplýsingastjórnun en stafræn umbreyting og upplýsingastjórnun er ekki bara tæknin ein og sér, það fylgir mikil umbreytingarvegferð og mannauðurinn þarf vera drifkraftur líka. Ég starfa sem verkefnastjóri hjá Umbra – Þjónustumiðstöð stjórnar-

Vertonet er samskeyti tveggja orða, verto, sem er latneska orðið fyrir umbreytingar, og net, sem stendur fyrir tengslanet en það er slagorð félagsins að „teygja á tengslanetinu“ enda stendur félagið fyrir þó nokkrum viðburðum á ári þar sem félagskonum er boðið að koma og kynnast reynslusögum og hitta aðrar konur í tækni.

ráðsins. Þar sé ég um að veita ráðgjöf og stýra stærri verkefnum sem snúa að innleiðingu nýrra tæknilausna fyrir ráðuneyti og stofnanir þar sem lykilatriði er einnig að veita innri og ytri viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir óska eftir.“ Áður en Guðrún Helga kom til Umbra starfaði hún sem forstöðumaður hjá CCEP – Coca Cola á Íslandi og bar ábyrgð á gæðaöryggis og umhverfismálum. Einnig starfaði hún í 10 ár hjá Isavia annarsvegar í stafrænni þróun og hins vegar í öryggis- og gæðamálum og sinnti þar mörgum stefnumarkandi verkefnum í tæp 10 ár þar á undan.

í stjórninni með algerlega frábærum konum. Ég ákvað að bjóða mig fram til að starfa með félaginu þar sem ég brenn fyrir upplýsingatækni, hef mikinn áhuga á að taka þátt í að auka hlutdeild kvenna á þessu sviði og síðast en ekki síst þá er þetta frábært tækifæri til að öðlast nýja reynslu og kynnast öðrum konum í geiranum, þar sem hægt er að læra af hver annarri og miðla þekkingu um leið og við virkjum tengslanetið okkar.”

Saga Vertonet

Vertonet eru samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, félagið var stofnað árið 2018 að sænskri fyrirmynd. Markmið samtakanna er að konur og fyrirtæki vinni saman að því að skapa vettvang fyrir konur og kvár til að tengjast, fræðast, styðja hvert annað og síðast en ekki síst að auka fjölbreytileika í greininni.

Vertonet heldur margvíslega viðburði í samstarfi við helstu upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi og stendur fyrir verkefnum sem stuðla að því að auka fjölbreytileika í upplýsingatækni.

En af hverju VERTOnet? „Ég sit sem formaður stjórnar Vertonet í dag, og þetta er 4. starfsárið mitt

Meðlimir Vertonet eru um 1.000 talsins og samanstanda af konum og kvárum sem starfa í greinninni eða eru á einhvern hátt tengdar upplýsingatækni eða hafa áhuga á greininni. Viðburðirnir gefa meðlimum tækifæri á að stækka tengslanetið, kynnast helstu fyrirmyndum í geiranum og fá innblástur og fræðslu.

Vertonet stendur fyrir fjölbreyttum

36 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
SAMTÖK KVENNA Umsjón: Sigríður IngvarsdóttirMyndir : Ú r einkasafni
Guðrún Helga Steinsdóttir.

Af hverju þarf að fjölga konum í tækni?

„Konur eru einungis fjórðungur þeirra sem starfa í upplýsingatækni á Íslandi og útskriftarhlutfall úr skólum sem bjóða upp á tækninám er svipað eða lægra. Tækni er nú þegar orðin mikilvægur hluti af mörgum störfum í atvinnulífinu og ólíklegt að á næstunni verði þar breyting á. Við viljum að fjölbreyttur hópur komi að því að móta framtíðina. Ef við náum ekki að fjölga þeim sem velja að mennta sig í tækni þá náum við ekki að fjölga konum í greininni,“ segir Guðrún Helga Steinsdóttir formaður Vertonet.

viðburðum sem eru annað hvort fræðandi eða með það markmið að stækka tengslanet meðlima. Sem dæmi hafa verið haldnir viðburðir á borð við speed dating og empower your boss þar sem við báðum meðlimi um að taka með sér yfirmann á Vertonet viðburð. Á hverju ári er farið í þó nokkrar fyrirtækjaheimsóknir þar sem fyrirtæki bjóða Vertonet konum heim og kynna sitt starf og konur sem starfa hjá þeim kynna sína vegferð í tækniheiminum svo eitthvað sé nefnt.

Vertonet stendur einnig fyrir könnun um stöðu og upplifun kvenna og kvára innan upplýsingatækni á Íslandi. Könnunin er lögð fram annað hvert ár og kynnt á hvatningardegi þess árs sem niðurstöður liggja fyrir. Í könnunum sem hafa verið framkvæmdar, kemur fram að tæplega 60% fyrirtækja í upplýsingatækni sögðust vinna markvisst í því að styrkja stöðu kvenna innan geirans, sem er mjög jákvætt. Einnig töldu flestir þátttakenda að vinnustaður þeirra væri mjög eða frekar karllægur, en það er örugglega stór þáttur í því hversu hægt hefur gengið annars vegar að að fá fleiri konur í geirann og hins vegar að halda konum innan hans. Þetta er því klárlega eitthvað sem fyrirtæki þurfa að skoða sérstaklega í þessu samhengi. Það hefur sýnt sig í þessum og öðrum könnunum að hlutfall kvenna í tækni hefur ekki breyst mikið á síðustu árum. Eitt af því sem var skoðað og kom fram var hvaða þætti konur telja

eftirsóknarverða við góða vinnustaði og þar kemur fram að spennandi verkefni eru það sem flestar konur líta til, ásamt jafnvægis milli vinnu og einkalífs, sem og sveigjanleika.

Hvatningnardagurinn

Stærsti viðburður samtakanna ár hvert er Hvatningardagurinn, þar sem konur koma saman um hádegi.Þar er hlustað á áhugaverð erindi kvenna sem hafa skarað fram úr á einhvern hátt í tækniheiminum eða miðla sinni reynslu af þeirri vegferð sem hefur verið í gangi í þeirra starfi. Einnig veitir Vertonet árlega Hvatningarverðlaun til að heiðra konur sem hafa lagt sitt af mörkum til að breyta þessu hlutfalli sem hefur verið í kringum 25% ansi lengi, bæði á vinnumarkaðnum og í tæknitengdu námi.

Hlaðvarpsþátturinn Konur í tækni Konur í tækni er hlaðvarp á vegum Vertonet í umsjón Hildar Óskarsdóttur. Í þáttunum tekur Hildur viðtöl við konur sem starfa í tæknigeiranum á Íslandi. Alls hafa verið gefin út 24 viðtöl síðastliðin 2 ár. Leitast er við að viðmælendur þáttanna endurspegli öll þau fjölbreyttu störf sem er að finna innan geirans og þær konur sem þegar hefur verið rætt við eru allar frábærar fyrirmyndir fyrir konur og kvár í tækni. Styrktaraðilar þáttarins eru Sýn, Geko og Advania. Hægt er að nálgast þættina á öllum helstu hlaðvarpsveitum sem og á vef Vertonet.

Átaksverkefni um að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni Vorið 2022 hófst átaksverkefni Vertonet,

menntastofnana, fyrirtækja og hagsmunasamtaka í upplýsingatækni um að auka nýliðun kvenna í greininni.

Verkefnið er fjármagnað af yfir 20 fyrirtækjum í upplýsingatækni og í samstarfi við menntastofnanir, samtök og hið opinbera. Fulltrúar þessara fyrirtækja, menntastofnana og samtaka sammæltust um að bregðast þurfi við þeirri staðreynd að konur væru einungis fjórðungur starfsfólks í upplýsingatæknistörfum á Íslandi.

Nokkur lykilatriði úr fyrsta fasa átakverkefnisins:

• Samtök iðnaðarins og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafa talað fyrir þeirri staðreynd að til að mæta þörfum atvinnulífsins er vöntun á 9.000 sérfræðingum í hugverkaiðnaði á Íslandi á næstu 5 árum.

• Konur eru í minnihluta í tækni á Íslandi, bæði í námi og á vinnumarkaði, en hlutfall kvenna er yfirleitt undir 28%.

• Fjölgun kvenna í tækni er eitt besta úrræðið til að leysa þá skortstöðu sem mörg fyrirtæki eru nú þegar farin að upplifa og mun einungis harðna á næstu árum skv. greiningu SI (McKinsey greining).

• Bæði háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið.

• Aðgerðaáætlun hefur verið mótuð og næsti fasi snýr að því að forgangsraða og framkvæma aðgerðir sem skilgreindar voru í þessari vinnu.

37 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Páskahlaðborð Kvennakórs

Ísafjarðar

Kvennakór Ísafjarðar er í örum vexti og tónleikar kórsins eru rómaðir fyrir metnaðarfullan og fjölbreyttan flutning. „Það er rífandi gangur hjá okkur, vortónleikar framundan í Ísafjarðarkirkju 26. maí og í júní förum við til Danmerkur og syngjum þá m.a. með Kvennakórnum Eyju í Kaupmannahöfn,“ segir Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður kórsins.

En hver er lykillinn að öflugu kórstarfi? Sæunn segir liðsandann skipta miklu máli. „Við höldum til dæmis langa æfingadaga einu sinni á önn og þeir eru nokkurs konar hátíð hjá okkur, þar sem allar koma með veitingar sem mikið er lagt í og þessu fylgir mikil tilhlökkun.

Æfingahelgar eru líka til þess fallnar

að þétta liðsandann. Í fyrra fórum við á Drangsnes og skemmtum okkur konunglega, auk þess að æfa stíft. Þannig eflist vináttan og samheldnin.

Það skiptir auðvitað sköpum að kórstjórinn hafi stórar hugmyndir og sé fullur af eldmóði, efnisskráin þarf að vera metnaðarfull og hafa jafnframt skemmtanagildi, helst svo að getunni sé dálítið ögrað. Þannig verða sigrarnir stærri og sætari,“ segir Sæunn brosandi.

Kvennakór Ísafjarðar var stofnaður 2006 og hefur síðan þá haldið að jafnaði tvenna tónleika á ári. Þær héldu Landsmót íslenskra kvennakóra 2017 og hafa farið reglulega á slík mót. Í tvígang fóru þær í söngför til útlanda, til Salzburgar og Pesaro á

Ítalíu, en úr þeirri ferð komu þær heim með verðlaun í tveimur flokkum.

„Við höfum verið heppnar með kórstjóra. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir stjórnaði fyrstu árin, einnig hafa Bea Joó og Dagný Arnalds stjórnað okkur, en sl. þrjú ár hefur Bergþór Pálsson verið kórstjóri. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar, enda er mikil aðsókn að kórnum,“ segir Sæunn að lokum.

En við erum komin til að skoða hinar viðhafnarmiklu páskaveitingar á löngum æfingadegi. Það er ekki ofsögum sagt að hér er glæsiveisla fyrir augu og bragðlauka, eins og myndirnar og uppskriftirnar bera með sér, ekki síðri veisla en þéttur og fagur tónlistarflutningurinn sem fyllir húsið.

38 Húsfreyjan 1. tbl. 2024 MATARÞ ÁTTUR HÚSFREYJUNNAR
Texti: Albert EiríkssonMyndir: Silla Páls Albert Eiríksson

Blómkálspítsa

250 g rifinn ostur (t.d. Mozzarella eða blanda af Mozzarella og Maribo) 1 blómkálshaus eða 2 litlir 2 egg

70 g Parmesan ostur, rifinn Salt og pipar

Rífið blómkálið niður í stóra skál, blandið saman við ostinn, eggin, saltið og piparinn. Þrýstið blómkálsblöndunni í ofnplötu (gott að hafa bökunarpappír undir) og bakið við 200°C í 20 mínútur, eða þar til botninn er orðinn gulbrúnn. Takið botninn úr ofninum og setjið álegg á að eigin vali. Bakist í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

Arnheiður Steinþórsdóttir kom með blómkálspítsu sem bráðnar í munni. Blómkálsbotninn er léttur og bragðgóður en tilvalið er að setja á hann allt það sem pítsuunnendum þykir best.

Sigríður Sif kom með spergilkálssalat þar sem apríkósur og heslihnetur leika mikilvægt aukahlutverk á móti stökku spergilkálinu. Skærir litir apríkósa og tómata gleðja augað á grænum bakgrunni salatsins. Rétturinn er matarmikill og tilvalinn með góðu súrdeigsbrauði sem aðalnúmer í hádeginu en passar jafnvel/líka sem aukaleikari á kvöldverðarborði.

Spergilkálssalat

Salat:

2 stórir spergilkálshausar

200 g salatostur (kubbur)

200 g þurrkaðar apríkósur, skornar smátt

150 g heslihnetur, saxaðar

100 g spínatkál, stilkar skornir af. 15 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

Salatlögur:

Safi úr hálfri sítrónu

1 msk. hunangs dijon sinnep 3 msk. ólífuolía Salt

Skerið spergilkálið í hæfilega bita og sjóðið í saltvatni í ca. 5 mínútur, eða þar til það hefur mýkst en er enn aðeins hart undir tönn. Hellið í sigti og látið kalt vatn renna á. Hrærið saman allt hráefnið í salatið, en haldið eftir smávegis af heslihnetum og apríkósum. Hrærið saman hráefnið í löginn, hellið yfir salatið rétt áður en það er borið fram og blandið vel. Dreifið heslihnetum og apríkósum ofan á til skreytingar.

39 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Ömmubrauð

7 dl hveiti

1 dl hveitiklíð

2 msk. haframjöl

2 msk. sykur

2 msk. lyftiduft

1 msk. salt

3 dl súrmjólk

3 dl mjólk

Allt hrært saman, sett í form og bakað við 200°C í 60 mín.

Papriku og chili marmelaði

3 stk. rauð paprika

4 stk. rauður chili pipar (ekki fræin nema þið viljið hafa hana mjög sterka)

5 bollar sykur

1 1/2 bolli borðedik

1/2 pk. rauður Meladin (sultuhleypir)

Paprika og chili sett í matvinnsluvél og maukað.

Allt sett í pott og suðan látin koma upp, þá er Meladín pískað saman við og soðið í 10 mín. Sett heitt á krukkur og lokað.

Rebekka Jóhanna kom með Ömmubrauð sem er mjög fljótlegt og einfalt brauð sem ekki þarf að hnoða eða láta hefast og er tilvalið í páskamorgunverðinn. Brauðið er létt og mjúkt og einstaklega gott nýbakað með osti og marmelaði. Einnig er brauðið mjög gott með súpu eða pottréttum.

Svanhildur Garðarsdóttir kom með frískandi Páska-púns. Púnsinn var fallega páskagulur og passlega sætur á bragðið. Það setti punktinn yfir i-ið að setja jarðarber og sneið af appelsínu eða sítrónu út í púnsinn.

Páska-púns

750 ml freyðivín

4 dl appelsínusafi

2 dl ananassafi

1/2 dl sítrónusafi

Óáfengur páska-púns

6 dl Sprite

2 dl ananassafi

2 dl appelsínudjús

2 msk. sítrónusafi

Út í drykkinn fyrir þá sem vilja: Jarðarber

Appelsína í þunnum sneiðum

Sítróna í þunnum sneiðum

40 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Erla Rún Sigurjónsdóttir kom með marsípansnúða sem mamma hennar hefur bakað lengi og þeir hafa verið mjög vinsælir í öllum helstu veislum í fjölskyldunni um árabil bæði hjá börnum og fullorðnum. „Ég held að uppskriftin sé upprunalega sænsk,en foreldrar mínir bjuggu í Svíþjóð í nokkur ár. Hún er úr einhverri matreiðslubók sem mamma átti þegar ég var krakki. Uppskriftin er samt lítillega breytt í þessari útgáfu. Þeir eru mjúkir öfugt við marga kanilsnúða og við höfum alltaf borið þá fram heita. Það er auðvelt að stinga þeim í frystinn eftir bakstur og svo bara afþíða í ofni rétt áður en gestirnir koma, þá eru þeir volgir og góðir.”

Marsípansnúðar

Deig:

50 g pressuger (eða 1 bréf þurrger)

2 ½ dl mjólk

1 ½ dl vatn

150 g smjör

12 dl hveiti

2 msk. sykur

Fylling:

2 msk. sykur

1 msk. kanill

½ msk. vanillusykur

150 g marsípan (Odense)

Smjör til að pensla með

Egg til að pensla með

Perlusykur til að skreyta með

Bræðið smjörið og blandið vatni og mjólk saman við það. Hellið vökvanum ylvolgum yfir gerið í skálinni og látið bíða í 10 mínútur. Hrærið hveiti og sykri út í vökvann og hnoðið deigið samfellt þar til það er gljáandi. Látið lyfta sér í lokaðri skál, gjarnan í vatnsbaði, í 30 mín. Hnoðið deigið aftur og skiptið því í tvennt. Fletjið út helmingana, annan í einu, í svolítið

ílanga ferhyrninga, ca. 40x55cm. Penslið með smjöri. Blandið saman sykri, kanil og vanillusykri (má vera ríflegt miðað við uppskrift ef vill) og stráið því yfir deigið. Rífið marsípan yfir með rifjárni. Rúllið deiginu upp á langhliðinni og skerið rúlluna í um 2 cm þykkar sneiðar. Látið snúðana í pappírsmót og látið þá lyfta sér aftur á hlýjum stað undir klæði í um 30 mín. Penslið með eggi og stráið perlusykri yfir. Bakað á blæstri við 200°C í 8-10 mín.

41 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Sítrónukaka með vanillurjóma og

bláberja-compote

Kakan:

230 g hveiti

1 1/2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matarsódi

Örlítil klípa af salti

150 ml matarolía

150 g sykur

280 g kókosmjólk

Rifinn börkur af 2 sítrónum

50 ml ferskur sítrónusafi

1 tsk. vanilludropar

Blandið saman olíu, sykri, kókosmjólk, sítrónusafa, sítrónuberki og vanillu í skál – athugið, notið „full fat“ kókosmjólk og notið feitasta partinn, eða „rjómann“ sem sest ofan á í dósinni og svo kókosvatnið úr botninum til að fylla upp í 280 gr. Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel. Bakið í vel smurðu 20 cm. Spring formi, við 180°C í 25-30 mínútur, eða þar til kakan er gullin á toppnum og bökuð í gegn. Látið hana svo kólna alveg.

Bláberja-compote:

150 g frosin bláber

1 msk. sykur

1 msk. sítrónusafi

50 ml vatn

1 ½ tsk. maíssterkja

Setjið bláber, sykur, vatn og sítrónusafa í pott, látið suðuna koma upp og látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur, þar til bláberin hafa mýkst. Blandið maíssterkju saman við 2 tsk af vatni og hellið út í pottinn, hrærið stöðugt í á meðan, þar til blandan hefur þykknað. Látið kólna.

Vanillurjómi:

250 ml rjómi

1 kúfuð msk. flórsykur

1 tsk. vanilludropar

Þeytið rjómann með flórsykri og vanilludropum. Smyrjið honum ofan á kökuna, skreytið með rifnum sítrónuberki og ferskum bláberjum og berið fram með bláberja compote.

Hjördís Þráinsdóttir kom með sítrónuköku og studdist við uppskrift frá Nigellu Lawson. Kakan er óskaplega mjúk og safarík með fullkomnu jafnvægi af sætu og súru. Hún geymist vel og má gjarnan gera hana daginn áður en hún er borin fram, jafnvel 2 dögum fyrr, og geyma hana í kæli. Ef notaður er jurtarjómi ofan á hana verður hún alveg vegan.

42 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Jarðarberjaostakaka

Botn:

200 g Digestive heilhveitikex

85 g smjör, brætt

1 tsk. flórsykur

Bræðið smjörið.

Setjið kex í matvinnsluvél og myljið smátt. Setjið kexið í skál ásamt bræddu smjöri og flórsykri og blandið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi, setjið kexblönduna í formið og þjappið lauslega. Kælið.

Fylling:

200 g Mascarpone ostur

2 dl rjómi

250 g jarðarberjaskyr

1 stk. sítróna, safi og börkur

100 g flórsykur

4-5 stk. matarlímsblöð

Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Setjið Mascarpone ostinn í skál og þeytið, raspið sítrónubörkinn af sí trónunni saman við ásamt skyri og flórsykri og þeytið þar til blandan er kekkjalaus.

Þeytið rjómann nánast stífþeyttan. Blandið honum með sleikju saman við ostablönduna.

Kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið í lítinn pott ásamt safanum úr sítrónunni.

Hitið þar til matarlímið er upp leyst og takið af hellunni.

Takið kúfaða matskeið af osta kökublöndunni og setjið út í pottinn með matarlíminu og hrærið saman þar til blandan er alveg kekkjalaus. Setjið þá matarlímsblönd una út í ostakökufyllinguna.

Hellið ostakökufyllingunni yfir botninn og sléttið út. Setjið aftur í kæli.

Gerið lemon curd á meðan kakan er í kæli. Best að hún sé í kæli yfir nótt eða að minnsta kosti 4 tíma. Þegar bera á kökuna fram, smyrjið hana þá með lemon curd og skreytið með ferskum jarðarberjum. Einnig er smart að setja nokkur blóm með.

Lemon curd (sítrónumauk)

3 sítrónur, safi og börkur

300 g sykur

200 g smjör

4 stk. egg

Rifinn börkur af sítrónum

120 ml sítrónusafi úr sítrónunum 1/8 tsk. salt

er farið að þykkna. Þetta tekur ca. 10-15 mín. Fylgist vel með og hrærið allan tímann. Passið að vatnið sjóði ekki.

Þegar blandan er tilbúin hellið henni í hreinar krukkur. Kælið. Þetta er rífleg uppskrift og dugar í 3x 200 ml krukkur.

Helga Hjálmarsdóttir kom með jarðarberjaostaköku sem er ótrúlega páskaleg og tekur sig mjög vel út á hvaða veisluborði sem er. Blómin gera hana svo extra sparilega.

Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Bryndís Ósk Jónsdóttir kom með gulrótarbollakökur með rjómaostakremi. Uppskriftin var upphaflega gerð sem ein hnallþóra, með tveimur botnum og með kremi á milli og ofan á. Kakan hefur verið dálæti í fjölskyldu Bryndísar til fjölda ára, og var hnallþóran sú fyrsta sem Bryndís lærði að gera sem unglingur. Hin síðari ár hefur kakan þó þróast í að verða að bollakökum enda eru þær svo dásamlega fallegar fyrir augað. Rifnu gulræturnar og sætur keimurinn af ananaskurlinu gefa kökunni mýkt í bragði og áferð þegar bitið er í, en kremlaus hluti hliðanna gefur stökkari áferð. Rjómaostakremið er best með Philadelphia ostinum, þar sem hann er mun stífari en sá íslenski, og mótast betur ofan á kökurnar. Þá er hægt að stjórna sætleika kremsins með magni af vanilludropum og flórsykri. Til að fá extra stíft og sætt krem má bræða poka af hvítum súkkulaðidropum saman við og blanda varlega með sleif. Á sama hátt má lita kremið og skreyta kökurnar eftir tilefni og árstíð.

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

2 bollar hveiti

2 bollar sykur

1 bolli matarolía

11/2 bolli smátt rifnar gulrætur

½ bolli kurlaður ananas (hella vökva af)

2 egg

1 tsk. vanilludropar

1 tsk. matarsódi

Þeytið egg og sykur vel saman. Hrærið öðrum hráefnum saman við.

Setjið deigið í bollakökuform.

Bakið í 30-40 mínútur við 170°C. Gerir 18-24 bollakökur.

Rjómaostakrem:

400 g rjómaostur (Philadelphia original)

200 g flórsykur

Sítrónusafi og vanilludropar eftir smekk. Matarlitur eftir smekk og hentisemi

Þeytið vel saman.

Þegar kökur hafa kólnað er kremið sett á. Skreytið með nammi, súkkulaðispæni, ávöxtum eða öðru skrauti.

Rækju- og laxabrauðterta

4 stk. rúllutertubrauð eða brauðtertubotnar.

Rækjusalat

550 g rækjur

6 soðin egg

350 g mæjónes

150 g sýrður rjómi 18%

100 g Voga kryddídýfa

Aromat krydd

Blandið öllu saman og kryddað eftir smekk.

Laxasalat

200-250 g reyktur lax (fer eftir hvað laxinn er bragðmikill)

3 soðin egg

100 g maísbaunir úr dós

150 g mæjónes

100 g sýrður rjómi

Sítrónupipar, eftir smekk

Blandið öllu saman og kryddið eftir smekk.

Skerið fjóra hringi úr brauðunum sem passa á tertufatið. Á neðsta fer rækjusalat, á næstu hæð laxasalat og svo aftur rækjusalat. Blandið. saman mæjónesi, sýrðum rjóma og sítrónusafa og smyrjið yfir og skreytið að vild. Til dæmis með rækjum, laxi, vínberjum, eggjum, agúrku, papriku og maísbaunum. Einnig fallegt að rífa yfir sítrónu- og lime börk.

Kristín Bjarnadóttir kom með brauðtertu sem hún hefur oft gert þegar hún vill gera vel við sitt fólk. Brauðtertan er dásamlega bragðgóð og varð óvart til þegar hún var að gera rækjubrauðtertu fyrir afmæli og hafði áhyggjur(einu sinni sem oftar) af því að hún væri ekki með nóg en hún átti allt í þetta laxa (silungs) salat. Þá datt henni þetta þjóðráð i hug, að útbúa það og setja eitt lag af því og hefur gert hana mjög oft síðan og ekki skemmir að geta tengt útlitið við atburðinn hverju sinni.

Húsfreyjan 1. tbl. 2024 44

Arndís Baldursdóttir kom með Hjarta með kanil- og vanillufyllingu, sem kallast „Kringlan“ hjá fjölskyldunni. Hún var upphaflega mótuð kringlulaga og hefur verið bökuð í rúmlega 40 ár við hin ýmsu tilefni. Á afmælisdögum er hún gjarnan mótuð í tölustaf og skreytt með kertum og fánum, allir elska hana sem smakka. Þarna sameinast nýbakað gerdeigið, mjúk vanillufyllingin og glassúrinn í bakkelsi sem er ógleymanlegt.

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

1 1/2 dl mjólk

1 1/2 dl heitt vatn

5 tsk. þurrger

8 1/2 dl hveiti

1/2 dl sykur

100 g smjörlíki eða smjör

1 egg til penslunar

Fylling:

1 pakki Royal vanillubúðingur hrærður út í

2 1/2 dl af kaldri mjólk (látið standa í smá stund)

Kanilsykur, blanda eftir smekk Rúsínur

Glassúr:

Flórsykur

Heitt vatn

Mjólk, heitt vatn og þurrger sett í skál, látið bíða í ca 4 mínútur og hrærið svo saman. Hveiti, sykur og smjörlíki eru mulin saman í fínt duft og blandað svo saman við vökvann og hrært með sleif eða hnoðað í hrærivél. Rakur klútur eða plastfilma sett yfir skálina og deigið látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mínútur.

Fletjið út með kökukefli í lengju sem er ca. 50x30 cm. Einnig er hægt að skipta deiginu í tvo hluta og búa til

tvö fíngerðari hjörtu og skipta þá fyllingunni einnig til helminga. Vanillufyllingunni er næst smurt á lengjuna, og kanilsykri stráð yfir. Rúllið upp lengjunni og leggið á bökunarpappír í hring eða hjarta. Klippið 2ja cm. sneiðar niður að botni lengjunnar með skærum allan hringinn og leggið sneiðarnar í sína áttina hvora svo að það myndist fallegt mynstur. Látið lyfta sér aftur á plötunni í 10-30 mínútur.

Penslið með eggi.

Bakið við 180°C þar til lengjan er ljósbrún eða í ca. 20 mínútur. Glassúr settur í sprautupoka og sprautað í fínum línum yfir lengjuna þegar hún hefur kólnað.

45 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Umsjón: Sigíður IngvarsdóttirMyndir: Silla Páls og úr einkasafni

Koma að hausti eins og

ófleygir ungar – Fljúga burt

sjálfsörugg og keik

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir (Sigga Júlla) er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Hún hefur víða komið við á lífsleiðinni og er með marga bolta á lofti. Hún hefur frá aldamótum unnið að umhverfismálum og skógrækt en hefur á sl. árum snúið sér í auknum mæli að því að rækta fólk í stað skóga og telur mikilvægt að vinna að framfaramálum fyrir samfélagið í heild.

Sigga Júlla býr í Önundarfirði ásamt eiginmanni sínum og á fullt af börnum, hesta og kött.

Sigga Júlla er fædd á Akureyri 18.febrúar 1974. Hún er dóttir hjónanna Önnu Árnínu Stefánsdóttur leikskólakennara og Brynleifs Gísla Siglaugssonar ketil-og plötusmiðs. Anna er fædd og uppalin á Árskógssandi en Brynleifur á Akureyri. Siggja Júlla er elst í fjögurra systkina hópi, systkinin eru Sigurlaug Rún (f 1976), Guðrún Ólafía (f 1977) og Árni Gísli (f 1984).

Fjölskyldan bjó á Akureyri til 1979 þegar Anna og Brynleifur ákváðu að láta draum sinn rætast og flytja í sveit. Þetta var þó engin venjuleg sveit í þeim skilningi þar sem þau fluttu í Vaglaskóg þar sem Brynleifur hafði fengið vinnu hjá Skógrækt ríkisins.

Ævintýri að alast upp í Vaglakógi Fjölskyldan bjó á Efri-Vöglum og fljótlega fengum við hund, kött, kindur og hest. Það var ævintýri líkast að fá tækifæri

46 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
VIÐTAL

til að alast upp í skógi, það voru líka forréttindi að fá að alast upp í því samfélagi sem þarna var. Mér finnst þetta hafa mótað mig mikið, bæði hvað snýr að því fagi sem ég menntaði mig í síðar og eins hvernig ég lít á lífið og tilveruna. Að alast upp í litlu og afskekktu samfélagi þar sem hver einstaklingur skiptir svo ótrúlega miklu máli, eða maður finnur meira fyrir því í minna samfélagi hvað hver og einn skiptir miklu.

Mínar æskuminningar snúast um spilakvöld á vetrum, þar sem fólk kom saman og spilaði, það skipti ekki máli hvort maður var 8 eða 80 ára, það mættu bara allir. Það sama átti við um messur, jólatréskemmtanir, ungmennafélagsmót o.s.frv.

Ánægjuleg skólavist

á Stórutjörnum

Ungmennafélagið var stór partur af fjölskyldulífinu, það var gefið út blað, það voru æfingar á sumrin á Bjarmavelli og svo fór maður á mót. Ég man hvað ég kveið alltaf fyrir því að keppa, það var kvöl og pína en maður lét sig hafa það og kom svo sigri hrósandi heim. Stolt yfir verðlaunapeningi en þó alltaf stoltust yfir að hafa farið og tekið þátt. Það er mörgum minnisstætt þegar ég keppti einu sinni á innanhússmóti HSÞ í frjálsum á Laugum og hreppti brons í kúluvarpi. Þegar ég kom sigri hrósandi heim og sýndi foreldrum mínum medalíuna lét ég það fylgja með að við hefðum verið þrjár sem kepptum. En ánægð var ég. Mér finnst þetta allt hljóma eins og ég sé að tala um samfélag á fyrri hluta, ekki seinni hluta tuttugustu aldar, þetta var bara fyrir 40 árum.

Þegar við höfðum búið á Vöglum í þrjú ár ákváðu mamma og pabbi að leigja stærri jörð og fá sér fleiri kindur því áhuginn á búskapnum var mikill. Við fluttum þá að Hálsi 2 í Fnjóskadal. Það var ekki mikil breyting fyrir okkur, sama sveit, sömu skólafélagar, bara aðeins öðruvísi umhverfi, minni skógur, fleiri kindur. Ég gekk í Stórutjarnarskóla, fór með skólabíl þrjá daga í viku í skólann þar til ég varð tíu ára, þá fór ég í heimavist. Það var alveg ofsalega gaman og ég man ekki eftir því að mér hafi þótt það erfitt. Það var haldið svo vel utan um okkur á vistinni. Laufey og Ási vistarverðir, sem nú eru bændur á Stórutjörnum, voru eins og foreldrar okkar á vistinni. Vá hvað mér og ég held

okkur öllum hafi þótt vænt um þau. Þá var mikið félagslíf. Það var t.d. boðið upp á handavinnutíma á kvöldin þar sem við fengum að sauma okkur föt, það var endalust verið að leika sér í íþróttasalnum, hangið á bókasafninu og svona gæti ég haldið lengi áfram. Svo var alltaf eitthvað um að vera á fimmtudagskvöldum, því þá var ekki sjónvarp. Diskótek, bíóferð að Laugum, videokvöld og margt fleira.

Skógræktin heillar

Það urðu straumhvörf þegar ég var 14 ára þegar foreldrar mínir ákváðu að halda áfram að elta drauma sína og nú í þetta skipti var ákveðið að hætta að vera leiguliðar hjá ríkinu og kaupa jörð. Við fluttum í Skagafjörð, Dalsmynni í Hjaltadal þar sem þau tóku við kúabúi. Síðan þá hafa foreldrar mínir hætt búskap en byggðu sér hús á lóð á jörðinni sem þau kalla Steinhóla. Þau eru jafnframt skógarbændur á jörðinni Hringver, með um 180 ha skóg sem þau hafa gróðursett. Nú þegar eru þau farin að nytja skóginn og grisja, framleiða girðingastaura og kurl auk þess að tína yfir hundrað kíló af sveppum til þurrkunar ár hvert.

Þegar ég var 14 ára fór ég að vinna hjá Skógræktinni í Vaglaskógi, ég vann þar einnig sumarið eftir. Eftir grunnskóla fór ég eina önn í Verkmenntaskólann á Akureyri, ákvað að færa mig síðan í Fjölbraut á Sauðárkróki. Ég var sannast sagna ekkert mjög áhugasöm og flosnaði upp úr námi. Fór að vinna. Vann mest með fötluðum á Sauðárkróki og í gróðrarstöð hjá fyrrverandi tengaforeldrum mínum að Laugarmýri í Skagafirði. Mér fannst mjög gaman að vinna á sambýlunum á Króknum, það átti vel við mig. Það átti líka mjög vel við mig að vinna í gróðrinum. Ég var á tímabili að hugsa um að fara í Garðyrkjuskólann en lét aldrei verða af því. Valdi svo að fara í Bændaskólann á Hvanneyri og þar var teningnum kastað. Ég kláraði búfræði árið 2001 en ákvað svo að halda áfram og komst inn í háskóladeildina og kláraði BS í landnýtingu árið 2004. Á þessum tíma fór ég að vinna í sumarvinnu hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi og eftir að ég lauk námi fór ég að vinna sem ráðgjafi hjá Vesturlandsskógum. Starfið fól í sér að gróðurkortleggja og gera ræktunaráætlanir fyrir bændur sem voru að byrja í skógrækt auk þess að leiðbeina og veita ráðgjöf varðandi skógrækt. Þegar

ég var búin að starfa við þetta í fjögur ár fór ég að velta fyrir mér að sækja um að komast inn í mastersnám í skógfræði erlendis. Ég man enn hvar ég var þegar ég tók endanlega ákvörðun um að setja þetta á langtímaplanið. Það var í maí 2008, ég var í gönguferð með vinkonum mínum í skosku hálöndunum og þar ákvað ég að nýta næsta árið til að búa mig undir (aðallega andlega) að flytja með fjölskylduna til Noregs og fara í nám. Það varð úr, við lögðum af stað með Norrænu í júlí árið 2009, sigldum til Danmerkur, vorum í fríi þar í smá tíma og fórum svo til Gautaborgar. Þar hélt Þórður sonur minn upp á fjögurra ára afmælið sitt með eftirminnilegum hætti hjá ættingjum. Svo vorum við bara allt í einu mætt og ég byrjaði í mastersnámi í skógfræði í ágúst árið 2009 við norska lífvísindaháskólann að Ås í Noregi. Þetta var æðislegur tími á margan hátt en líka erfiður. Tíminn leið hratt og allt í einu voru tvö ár liðin, við fluttum aftur heim og settumst að í Borgarnesi. Ég, fyrrverandi maður minn og synirnir Stefán Snær f 1996 og Þórður Logi f 2005.

Framkvæmdastjóri

Vesturlandsskóga og sviðsstjóri Skógræktar ríkisins

Fyrst eftir heimkomuna starfaði ég sem héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum (2011-2013). Það var mjög skemmtilegt, ég þvældist mikið um á þessum tíma, var verkefnisstjóri í „Bændur græða landið“ fór í úttektir á landgræðslusvæðum, tók út hrossahaga, var í eftirliti vegna landnýtingaþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt. Kynntist fullt af frábæru fólki á þessu svæði sem og starfsfólki Landgræðslunnar um allt land. Skrifstofan mín var á Hvanneyri, við hlið gömlu skrifstofunnar minnar hjá Vesturlandsskógum. Þar unnu félagar mínir þeir Guðmundur Sigurðsson ráðunautur á Hvanneyri, mikill meistari og lærifaðir og Sigvaldi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga sem hafði mikil áhrif á mig sem skógræktarmanneskju. Í mars 2013 varð Sigvaldi bráðkvaddur, það var mikið högg sem við Guðmundur tókum mjög nærri okkur sem og fleira af hans samferðafólki. Sigvaldi var maður sem fór ótroðnar slóðir í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hann gerði í því að hneyksla fólk og koma með „skringileg“

47 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

sjónarhorn á ýmis mál og málefni. Ég á svo margar sögur af honum sem ég geymi og hver veit nema þær líti dagsins ljós einn daginn. Það varð svo úr að ég sótti um starf framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga sem ég fékk og hóf störf þar vorið 2013. Það var góð reynsla sem fleytti mér svo áfram og kom sér vel þegar sameining landshlutaverkefna í skógrækt (Vesturlandsskóga þar á meðal) og Skógræktar ríkisins átti sér stað árið 2016. Þá varð til Skógræktin og ég fékk starf sem sviðsstjóri innan nýrrar stofnunar. Það var mikil áskorun að takast á við það verkefni að vinna að þeirri sameiningu en það tókst að mínu mati vel og er þar mest að þakka því frábæra fólki sem vann hjá Skógræktinni, samtakamátturinn var mikill.

Nýtt upphaf

Árið 2018 var mjög skrítið ár hjá mér, ár mikilla breytinga og nýs upphafs. Það byrjaði á þann hátt að ég tók sæti í sveitarstjórn Borgarbyggðar í janúarbyrjun. Ég hafði verið varafulltrúi frá því í kosningunum 2014. Ég hafði jafnframt verið varamaður í byggðarráði, aðalfulltrúi í skipulags- og umhverfisnefnd og sat í stjórn Brákarhlíðar (hjúkrunar-og dvalarheimili í Borgarnesi). Ég var véluð til að taka annað sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum sem fara áttu fram þetta vor, en oddiviti listans var Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. Fyrir hafði VG verið með einn mann í sveitarstjórn (kjörtímabil 2014-2018). Í stuttu máli þá fór þetta þannig að við náðum inn tveimur fulltrúum. Á sama tíma hitti ég manninn sem ég er gift í dag. Skrítið. Til að gera langa, flókna, sögu stutta tók ég þá ákvörðun að flytja til hans vorið 2019. Ég sagði mig úr sveitarstjórn. Ég leigði íbúðina mína og flutti með starfið mitt í bakpokanum vestur á Ísafjörð.

Maðurinn minn heitir Steinþór Bjarni Kristjánsson, hann er borinn og barnfæddur Önfirðingur. Hann á fjögur börn og tvær stjúpdætur. Þannig að það má segja að með mínum sonum er hópurinn átta stykki á aldrinum 14-38 ára.

Við tókum þá ákvörðun að flytja saman á æskuheimili hans að Hjarðardal Ytri í Önundarfirði. Áður en það gat gerst þurfti að byggja við húsið og lagfæra það. Við fluttum svo endanlega þangað vorið 2020.

Að rækta fólk í stað skóga Í desember 2022 hóf ég störf sem kennslustjóri í Lýðskólanum á Flateyri. Það var stór ákvörðun að taka. Eftir um tuttugu ára starf í skógræktargeiranum, að taka þá ákvörðun að skipta algjörlega um gír og rækta fólk í stað skóga. Starf kennslustjóra felur í sér að skipuleggja kennsluna, setja upp skóladagatal, finna kennara, vera í samskiptum við þá, vera skólastjóra innan handar um ýmislegt sem snýr að nemendum, vera til staðar fyrir nemendur, þrífa klósett, vaska upp og já, svona mætti lengi telja. Í litlum skóla virka hlutirnir þannig að þú þarft að grípa þá bolta sem eru á lofti, vera fljót að hugsa, redda málum ef með þarf. Að vinna að nýjum hugmyndum, þróa verkefni, vinna með samfélaginu. Í svona starfi þrífst ég vel.

Það var svo eftir hálft ár í starfi kennslustjóra að stjórnarformaður Lýðskólans bauð mér að taka við skólastjórn. Ég hugsaði mig um í smá tíma en ákvað svo að láta vaða. Mér finnst gaman að stjórna og ég held ég sé alveg ágæt í því.

Starf skólastjóra er aðeins frábrugðið kennslustjórastarfinu að því leyti að þar ber ég ábyrgð á rekstrinum. Ég er jafnframt að grípa bolta úr óvæntum áttum, er til staðar fyrir nemendur og starfsfólk, vinn að þróun skólans bæði því sem snýr að námsbrautum og einnig nýjum verkefnum. En stærsta verkefnið mitt þessi misserin er að styrkja stoðir skólans.

Það er sjaldnast þannig að „venjulegur“ dagur fari eins og ég hef gert áætlanir um. Það er nefnilega þetta mannlega í starfinu sem verður til þess að maður getur ekki setið með excelskjalið og farið eftir því. Ég þarf, eins og ég hef áður haldið fram, að vera til staðar, vera tilbúin að hlusta, eiga samtal við nemendur þegar þau þurfa á mér að halda. Þetta er ótrúlega gefandi starf. Það er eitthvað alveg magnað við það að hjálpa þessum einstaklingum sem koma í skólann að finna sína fjöl, hvert vilja þau stefna og hvernig get ég hjálpað þeim að finna sína leið.

Þeir einstaklingar sem koma í Lýðskólann eru allskonar. Þau eru með ólíkan bakgrunn, sum hafa klárað framhaldsskóla, önnur ekki, sum hafa mikla reynslu úr atvinnulífi, önnur litla eða enga reynslu, sum hafa búið sjálfstætt, önnur hafa aldrei farið að heiman. Konur, karlar, kvár, þau eru allskonar. En eitt eiga þau sam-

eiginlegt, það er löngun til að finna sjálf sig og finna nýtt upphaf. Hingað koma þau að hausti eins og ófleygir ungar, hvert skref er tilviljun, skref inn í nýja framtíð, þau fara að vori fleyg, vita þá betur hvert þau vilja stefna. Fljúga burt, sjálfsörugg og keik. Hvað er fallegra?

Lýðskólinn er vissulega ekki gamall, nú er yfirstandandi sjötta skólaárið. Skólinn er samt sem áður samofinn samfélaginu á Flateyri. Íbúar á svæðinu bera hag skólans fyrir brjósti, það er samstaða um að þetta „litla“ verkefni fái að þroskast og þróast. Vissulega kemur fyrir að aðsókn dregst saman en það er eins og gengur, aðstæður eru mismunandi hvað varðar atvinnuframboð eða efnahagsástand sem hefur áhrif á aðsókn í þennan skóla eins og aðra. Það er bara þannig og þá á maður að nýta tímann og vinna að því að styrkja stoðir skólans, finna veikar og sterkar hliðar skólastarfsins og vinna að því að bæta það sem hægt er að bæta og verja það sem vel hefur gengið. Horfa fram á veginn og ekki missa augun af markmiðinu, sem er að styðja við og aðstoða ungt fólk að finna sinn farveg í lífinu.

Í stefnuskrá Lýðskólans stendur: „Lýðskólinn á Flateyri vill hafa jákvæð áhrif á umhverfi, samferðafólk og samfélag nær og fjær. Okkur er umhugað um sjálfbærni, samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar og berum virðingu fyrir þörfum annarra um leið og við leyfum sjálfum okkur að njóta okkar. Það er á okkar ábyrgð að samfélagið sem við búum í blómstri. Í Lýðskólanum stuðlum við að þróun einstaklingsins og samfélagsins með því að gefa bæði og þiggja.“

Skúrin samfélagsmiðstöð

Skúrin samfélagsmiðstöð er skemmtilegt „konsept“. Þetta er samvinnurými og nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Flateyri sem stofnað var til að frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja árið 2020. Í Skúrinni eru rými í fastri útleigu t.d. til Lýðskólans á Flateyri, auk rýma sem leigð eru til skemmri tíma til einyrkja eða einstaklinga í fjarvinnu. Skúrin hefur það að markmiði að leiða saman og miðla þekkingu til frumkvöðla og atvinnurekenda á Flateyri með það að leiðarljósi að styrkja stoðir og auka fjölbreytni í atvinnulífi á Flateyri og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun. Þarna er kaffistofa sem fólk sest gjarnan inn á á morgnana til að „taka stöðuna“. Það

48 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

er mjög dýrmætt að hafa slíkan stað og skiptir máli þar sem margir litlir vinnustaðir eða einyrkjar eiga að geta sameinast í rými sem þessu.

Lýðskólinn, Skúrin og Nemendagarðarnir eru reknir í aðskildum félögum, enda eignarhaldið ólíkt. Ég hef hins vegar yfirumsjón með rekstrinum og er því með ansi marga hatta. Það er bara þannig í litlu samfélagi að það verður ekki hjá því komist enda er rekstur þessara þriggja battería samofinn á svo margan hátt og hver eining háð annarri.

Landnýting er umhverfismál Ég er fyrst og fremst náttúrubarn, sveitastelpa og veit ekki um betri stað til að safna orku en úti í náttúrunni, hvort sem það er skógur, fjall eða fjara.

Landnýting er umhverfismál og skiptir miklu máli, bæði til að draga úr losun en ekki síður til að auka bindingu. Þar spilar skógrækt stórt hlutverk. Það vantar að horft sé á skógrækt sem sjálfsagðan hlut í landnýtingu, til uppbyggingar skógarauðlindar til framtíðar. Fyrir mér er það svo fráleitt að tala niður skóga og skógrækt, mér finnst skógur og skógrækt vera sjálfsagður í okkar náttúru, enda stór hluti af mér, þar sem ég ólst upp í skógi. Mér hefur alltaf fundist skógur heillandi. Þegar ég vann hjá Skógræktinni var eitt af því sem við unnum að tillaga um fjórföldun skógræktar á Íslandi. Þetta

gerðum við í kjölfar Parísarsamkomulagsins en það skaut mjög skökku við að á þessum tíma virtist sem stjórnvöld vildu draga úr fjárframlögum sem stuðluðu að aukinni bindingu. Við fórum að reikna, gerðum spá og unnum greinargerð um hvað þyrfti, til að fara í fjórföldun á skógrækt, mátum kostnað við slíka aðgerð, gerðum spá um vöxt, bindingu og afurðir. Í stuttu máli þá gerði spáin ráð fyrir því að eftir um 40-50 ár væru íslenskir skógar að vaxa á ársgrundvelli sem næmi innflutningi á timbri eins og hann var þegar spáin var gerð. Með öðrum orðum, það er vel mögulegt að við getum verið sjálfbær um timbur í framtíðinni, en þá þurfum við að gróðursetja. Við þurfum vissulega að leggja land undir það, en eigum við ekki nægt land? Jú, við eigum nægt land. Við höfum nefnilega pláss fyrir allskonar á okkar litla en samt stóra landi.

Mikilvægt að vinna að framfaramálum fyrir samfélagið Lífið í Önundarfirði er gott, hér er gott að vera. Samfélagið minnir mig svolítið á það samfélag sem ég ólst upp í, í Fnjóskadalnum. Þó ég sé félagsvera þá á ég mjög auðvelt með að vera ein, mér finnst gott að hafa mitt „space“, ég sæki í félagsskap ef ég þarf á honum að halda.

Mér þykir mikilvægt að vinna fyrir samfélagið á einhvern hátt. Engir tveir gera það eins. Mín leið er í gegnum

bæjarstjórnarmálin. Ég tók 4. sæti á lista Í listans fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, við náðum fimm kjörnum fulltrúum og þá meirihluta í bæjarstjórn. Það er mjög gefandi að taka þátt í slíku starfi, vissulegra heilmikil vinna þar að baki en það er allavega mín leið til að vinna að framfaramálum í því samfélagi sem ég bý í. Þó ég búi í Önundarfirði þá er ég frekar að hugsa um stóru myndina hér á Vestfjörðum, hvað kemur íbúum vel og vinn af heilindum að framfaramálum fyrir svæðið í heild. Ég er forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og formaður í skipulagsog mannvirkjanefnd. Þessi verkefni hafa orðið til þess að ég hef fengið tækifæri til að kynnast svæðinu enn betur en ella, sem og öllu því góða fólki sem hér býr.

Hamingjan er val

Ég las einhvers staðar að hamingja sé val, ég er ekki frá því að það sé rétt. Það er líka gott að minna sig á það að hamingjan felst í augnablikinu. Ég er afskaplega þakklát fyrir það sem ég hef og það veitir mér ánægju, gleði og jú, hamingju. Ég höndla hamingjuna með því að vera með þeim sem eru mér kærust, sem er maðurinn minn og börn sem og fjölskyldan mín og vinir. Prjónastundir, útivera, hlaup, fjallgöngur, ræktun ýmiskonar og ferðalög eru mín helstu áhugamál, þetta veitir mér allt hamingju.

49 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Verðlaunakrossgáta

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan HREYFIR NÁMSEFNIÐ NAFN KONU ÁSYNJA ÞÓRS Frístundar krossgátur © Húsfreyjan ÚTVORTIS AFKVÆMI HVALA PRÍLAÐ PAPPÍRSPOKA SKRIFARAR

HEITS

KNÚÐI MEÐ ÁRUM

1 FORNAFN

HINDRUN MJÖG LÁGRI

STÆKKAÐI FARI AFTUR LÍFFÆRIN

STÓRT DÝR GRÓP KAUNS 2

ÓBUNDINS MÓÐIR

KARLFUGLAR GILDRA Frístundar krossgátur © Húsfreyjan MANNSNAFNI ÍSKUR SIÐLEYSIS NEYSLU FÁNÝTIS

VINNUFÉLAGA SLITNA VATNAGANG

RÓM-

SEYTLA BIBLÍUNAFN

Lausnarorð berist útgefanda fyrir 10. apríl nk. merkt KROSSGÁTA Verðlaun: Dóttir drápunnar frá Sæmundi, Dóttir drápunnar er sjötta ljóðabók Gunnhildar Þórðardóttur. Ljóðin eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúruna. Áttunda Davíðsbók frá Sæmundi, Davíð Hjálmar Haraldsson er löngu orðinn landsþekktur fyrir kveðskap sinn. Í þessari ljóðabók bregður hann fyrir sig fjölmörgum bragarháttum, sumum ótrúlega flóknum og erfiðum. Aldrei verður þess þó vart að hinar ströngu reglur hefti hann í því sem hann vill segja. Fegurðin í flæðinu frá Sæmundi, er fyrsta ljóðabók Esterar Hilmarsdóttur. Hér er farið yfir allt frá eftirvæntingunni sem því fylgir að byrja á fyrstu blæðingum til ergelsis, bakverkja og magakrampa. Ekkert er dregið undan. Farið er inn á jafnrétti, skömm, umhverfismál, og fegurðina sem tengist þessu sérstaka ferli líkamans með alvarleika og húmor í bland. Lausnarorð í 4. tbl: Fagriskógur. Vinningshafar: Laufey Valsteinsdóttir, Borgarnesi fær; Sjálfshjálparbók hjálparstarfsmannsins frá Sæmundi. Elísabet Zóphóníasdóttir Selfossi fær Höfuðlausn frá Sæmundi. Atli Vigfússon, Húsavík fær; Að innan erum við bleik frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.

50 Húsfreyjan 1. tbl. 2024
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
3
FÝRAR 4
LENGRA FRÁ VESTRI SKVETTA 5 Í FÉLAGI UNGLINGA FÝSN VESÆLAN
BENDLAÐAR VIÐ SKRAMBI MÖGLUM
LASTAÐ SEGLSTANGIR HÖFUÐBORG YNDIS DAGSKRÁRLIÐA HANDLEGGUR 9 NÖLDUR ÚTTEKT HITANN KEYRÐIR 7
STÓIR
DRÁP SIÐRÆN FRÁSÖGN RUNNIÐ Í SKAP 6 GERBREYTIR 10 SÁ LENGST FRÁ DYRUNUM BORÐAÐI 8
VERSK TALA RIMLAKASSI FRJÁLS SAMEINING ÁNNA GJALDMIÐLAR BARDÖGUM KJÖTKÁSSA RUDDAMENNI FEST SAMAN TIMBURMENN HVÍLUM HESTANA
BASSALYKILL DOFA KVIKSYNDI
KERALD HERMI LOFTTEGUND GOTT EÐLI

Sniðug verkefni til að njóta

Þegar kuldinn bítur og vindurinn næðir úti er um að gera að nýta vel inniveruna. Hvort sem það er að hjúfra sig upp í sófa með góða bók, fara í heitt bað eða jafnvel baka eða elda eitthvað gott.

Hér finnur þú fjögur auðveld og skemmtileg verkefni sem má svo njóta strax eða næst þegar veðrið býður ekki upp á annað en inniveru. Fjölskyldan öll getur tekið þátt.

Grænkálsflögur

Grænkál er næringarríkt grænmeti sem er ríkt af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Grænkálsflögur eru hollur og góður valkostur við hefðbundið snakk. Gott er líka að bera stökkar flögurnar fram sem meðlæti með öðrum réttum.

Hægt er að krydda og bragðbæta grænkálsflögur á mismunandi vegu og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Vinsælar bragðtegundir eru t.d sjávarsalt, parmesan eða paprikuduft.

400 g grænkál

4 msk. repjuolía ( má líka nota chilli olíu eða hvítlauks olíu fyrir meira bragð) flögusalt (ca. 3 msk.) valfrjálst önnur krydd

Stilltu ofninn á 150°C. Rífið grænkálsblöðin af stilkunum og skolið þau. Setjið grænkálið í sigti. Þurrkið kálið vel á handklæði eða viskastykki og rífið í smærri bita. Nuddið olíu, salti og kryddi í grænkálið og dreifið því þunnt út á bökunarpappír. Kálið er eldað í miðjum

ofni þar til það er orðið stökkt, um 25 mínútur. Opnið ofnhurðina af og til, til að hleypa út rakanum.

Chilli sulta

Oft er hægt að finna í matvöruverslunum rauða papriku sem er komin á af slátt. Þá er sniðugt að nýta hana til að gera ljúffenga Chilli sultu sem er góð með ostum og kexi. Líka góð sem meðlæti með grænmetis- og kjöt réttum.

2 paprikur

2 rauð chilli

300 g sykur

150 ml edik

3 msk. sultuhleypir

Fjarlægið fræ úr bæði chilli og paprikum og skerið niður. Setjið allt nema sultuhleypi í matvinnsluvél og maukið vel. Allt síðan sett í pott, suðan látin koma upp og soðið í 2-3 mínútur, bætið þá sultuhleypi saman við og hrærið stöðugt í 2-3 mínútur. Slökkvið undir og látið kólna. Færið svo í hreina krukku.

Fjölfalda má uppskriftina ef þú ert með meira magn af paprikum og chilli. 10 paprikur gefa um 10 krukkur af sultu.

Hafrabrauð úr afgangs hafragraut

Var afgangur af hafragrautnum? Það er auðvelt að skella í gott brauð úr afganginum.

3–4 dl afgangur af hafragraut

2 dl haframjöl

1 dl hveiti

1 tsk. lyftiduft

Hrærið haframjöli, hveiti og lyftidufti út í grautinn. Skiptið deiginu í fjóra bita og fletjið út fjögur kringlótt brauð (um 1–2 cm þykk) á hverja plötu. Stráið hveiti yfir deigið svo auðveldara sé að fletja það út. Bakið í 250 gráðu heitum ofni í um 1215 mínútur þar til brauðin fara að fá smá lit. Berið hafrabrauðin fram volg með smjöri. Einnig má fletja út allt deigið á bökunarplötu og skera út ferninga eftir að brauðið er bakað.

Baðbombur

Að búa til baðbombur er bæði skemmtilegt og afslappandi. Þegar þú býrð til þínar eigin baðbombur hefurðu líka fulla stjórn á innihaldsefnunum.

1 dl matarsódi

½ dl sítrónusýra

1 msk. matarolía (einnig má bæta við nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu fyrir ilm)

1 msk. kókosolía

Blandið öllu hráefninu saman með höndunum eða með skeið. Hægt er að nota sílikon ísmolaform, en einnig er hægt að móta litlar kúlur á milli handanna. Nota má þurrkuð blóm og jurtir til að skreyta. Látið baðbomburnar þorna í að minnsta kosti einn dag áður en þær eru teknar úr mótunum.

Þú

finnur ýmislegt gagnlegt á heimasíðu Leiðbeiningastöðvarinnar á www.leidbeiningastod.is

LEIÐBEININGASTÖÐ HEIMILANNA Umsjón: Jenný Jóakimsdóttir
51 Húsfreyjan 1. tbl. 2024

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.