Húsfreyjan 3. tbl 2014

Page 1

Handverks- og myndlistarsýning á níræðisafmælinu Sigríður Ólafsdóttir

Bókasafn er menningarmiðstöð og griðastaður Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður

jákvæð
hvetjandi KVEN FÉ LAGA SAM BAND ÍS LANDS 3. TBL. 65. ÁRG. 2014 VERÐ KR. 1495
HUSFREYJAN ´ –
og
9 09 770018 790002
Krækiberjalíkjör Brúðarpeysa Barnateppi Matarsóun Reyniber Hekl

Snjallt í vetur

• Það er sniðugt að hafa teppi í bílnum yfir veturinn. Víða má fá ódýr teppi og það er alveg kjörið að hafa eitt slíkt í bílnum. Breiða það yfir sig eða aðra þegar komið er inn í kaldan bílinn og lífið verður strax notalegra. Svo er líka snjallt að hafa húfu og vettlinga í bílnum, svona til öryggis.

• Ekki gleyma að taka D vítamín og lýsi í vetur. Það er margrannsakað að við sem búum á norðlægum slóðum fáum ekki nægt D vítamín yfir dimmasta tíma ársins og það hefur fjölþætt neikvæð áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega. Ekki trassa sjálfan þig og þína, D vítamín er nauðsyn.

• Myrkrið er okkur miserfitt, sumir finna lítið fyrir því en aðrir glíma við skammdegisdrunga og skammdegisþunglyndi. Margir finna fyrir minni virkni, þrekleysi og deyfð. Það er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér yfir dimmasta tíma ársins og koma sér upp góðum siðum til að auka eigin vellíðan. Til dæmis er snjallt að fara út, þó ekki sé nema í stutta stund, þegar dagsbirtu nýtur og líka að huga að lýsingu á eigin heimili og vinnustað og gæta þess að sú dagsbirta sem er í boði fái notið sín þar.

• Það er sjálfsagt að klæða sig notalega þegar kólnar og margar leiðir til þess. Þannig geta hlýjar sokkabuxur úr ull, bómull eða flísefni skipt sköpum og þéttar notalegar samfellur og nærbolir eru fyrirferðarlítill kostur til að halda hita á líkamanum.

• Heitir drykkir eru dásamlega notalegir þegar komið er heim á köldum degi. Nýtum okkur alla þá fjölbreyttu flóru af tei sem til er í dag, margs konar berja- og ávaxtate, grænt te og ýmis konar jurtate, auk þess sem alvöru súkkulaði stendur alltaf fyrir sínu. Þannig getum við aukið fjölbreytnina í eigin lífi og minnkað kaffidrykkjuna ef við kjósum.

• Við erum dýrmæt, notum endurskinsmerki. Förum yfir vetrarfatnaðinn á heimilinu og tryggjum að hann sé búinn endurskinsmerkjum, það eru ótal gerðir til. Það er meira að segja hægt að prjóna endurskinsþráð í vettlingana.

• Ekki hika við að koma ykkur upp öryggisbúnaði til að nota í hálku. Í dag eru til margar gerðir af mannbroddum og öryggisbúnaði til að setja á skó og um að gera að tryggja sér örugga skó til að komast leiðar sinnar í hálku áður en hún leggst yfir gangstéttar og götur.

Texti: Kristín Linda Jónsdóttir

Íslenska
ullin er einstök Sjá sölustaði á www.istex.is hönnun • umbrot • auglýsingar • prentun FRUM www.frum.is • sími 568 1000 hönnun - umbrot - auglýsingar …góður punktur Grensásvegur 12A • Sími 568 1000 • frum.is Nafnspjöld • Boðskort • Bæklingar • Bréfsefni Litaljósritun • Ritgerðir • Plastkort • Prentun • Reikningar Skýrslur • Fasteignaauglýsingar • Dreifibréf o.fl. o.fl. – Þarftu að láta prenta? –Með kveðju
Ráðstefnur um hlutastörf, jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði í Reykjavík 12. og 13. nóvember 2014

Árið 1974 hófst formlegt samstarf á sviði jafnréttismála á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Ákvörðun þessi hefur án efa átt sinn þátt í að kynjajafnrétti mælist hvergi meira en á Norðurlöndunum. Samstarfið hefur aukið þekkingu okkar, samráð og samvinnu sem hefur skilað árangri og fært okkur nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Ísland fer í ár með formennsku í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar og leggur í samræmi við stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í jafnréttismálum meðal annars áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og mun þannig halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var af Norðmönnum og Svíum á árunum 2012 og 2013.

Mörg verkefni og rannsóknir um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á vinnumarkaði eru í burðarliðnum og verða þau kynnt almenningi á formennskuárinu. Formennskuárið er einnig nýtt til að efla umræður meðal norrænna stjórnvalda um árangursríkar leiðir til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði og um hvaða aðgerðir hafa gefið góða raun til að draga úr kynbundnum launamun. Þá er lögð áhersla á kynningu rannsókna um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Í nóvember verða haldnar tvær samliggjandi ráðstefnur um jafnlauna- og vinnumarkaðsmál. Norræna rannsóknarverkefninu Hlutastörf, kyn og og dreifing tekna (s. Deltid, kön och ekonomisk fördeling) lýkur um mitt ár 2014 og verða niðurstöður þess kynntar á ráðstefnu um hlutastörf og áhrif þeirra á jafnrétti á vinnumarkaði þann 12. nóvember. Daginn eftir, þann 13. nóvember, mun norrænn starfshópur um launjafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði, í samstarfi við aðgerðahóp íslenskra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, halda ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði.

Á ráðstefnunum sem báðar verða haldnar í Reykjavík, munu margir erlendir og hérlendir sérfræðingar halda erindi og taka þátt í pallborðsumræðum um brennandi spurningar sem snúa að jafnrétti kvenna og karla á vinnumarkaði.

Upplýsingar um skráningu og dagskrá eru aðgengilegar á heimasíðu ráðstefnanna, www.radstefna.is

Verkefnastyrkir

Nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015 auglýsir styrki til verkefna árið 2015. Verkefnin þurfa að tengjast megintilgangi nefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna:

• að minnast afmælisins

• að auka jafnréttis- og lýðræðisvitund þjóðarinnar

• að blása til nýrrar sóknar í jafnréttis- og mannréttindamálum

Við það skal miðað að styrkir úr sjóðnum verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög við verkefnið eða draga úr stuðningi annarra við þau. Úthlutanir verða í tvennu lagi. Opnað verður fyrir umsóknir á þessu ári 24. október nk. og þurfa þær að hafa borist fyrir 15. nóvember til að hljóta afgreiðslu. Umsóknir um styrki á næsta ári verða auglýstar síðar og sérstaklega.

Umsóknareyðublöð verða rafræn á vefsíðu afmælisnefndarinnar, www.kosningarettur100ara.is Vefsíðan verður opnuð 24. október.

Frekari upplýsingar veitir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri nefndar um

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, sími: 5630100, póstfang: arj@kosningarettur100ara.is

Efnisyfirlit

L istin að lifa - Stefnuskrá um svefn og hvíld: Kristín Linda Jónsdóttir

B ókasafn er menningarmiðstöð og griðastaður: Pálína Magnúsdóttir

K rossgáta: Dollý Nielsen

S purt og svarað - Náttúran endurnærir: Unnur Birna Karlsdóttir

H andverks- og myndlistarsýning á níræðisafmælinu: Sigríður Ólafsdóttir

M atur í lit: Berglind Guðmundsdóttir

Ljósmyndari

Húsfreyjunnar: Silla Páls.

HÚSFREYJAN

Á Nordiskt Forum - Látum verkin tala: Kristín Linda Jónsdóttir

H andavinna: Jóhanna E. Pálmadóttir

K venfélagasamband ÍslandsKonur án landamæra: Hildur Helga Gísladóttir

L eiðbeiningastöð heimilanna: Eydís Rósa Eiðsdóttir

O rðið hefur: Una María Óskarsdóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands

Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 3. tölublað, 65. árgangur, september 2014. Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í mars, júní, september og nóvember. Árgangurinn kostar kr. 4.700 í áskrift, m. vsk.

Hvert tölublað kostar í lausasölu 1.495 kr.

Útgáfustjórn og ábyrgð: Sigrún Jörundsdóttir, Garðabæ formaður, Bryndís Ásta Birgisdóttir, Suðureyri, Halldóra Stefánsdóttir, Akureyri, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Flateyri, Jóhanna Jónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri.

Ritstjóri: Kristín Linda Jónsdóttir, netfang ritstjóra kristinlinda@huglind.is

Auglýsingar: Erna Gunnarsdóttir: auglysingar@husfreyjan.is – sími: 551-7044.

Skrifstofa, afgreiðsla og áskrift: Hallveigarstaðir, Túngötu 14, 101 Reykjavík, sími 551-7044 (símsvari utan skrifstofutíma).

Kvenfélagasamband Íslands: Netfang kvenfelag@kvenfelag.is, heimasíða www.kvenfelag.is, sími 552-7430, fax 552-7073.

Prentvinnsla: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

Ljósmyndari: Silla Páls – erling.is

4
141 776
PRENTGRIPUR
UMHVERFISMERKI
5 6 14 16 50 42 24 46 32 30 6 32 24 13

Listin að lifa – Kristín

Stefnuskrá um svefn og hvíld

Margir kjósa að skipta árinu niður í þrjú tímabil, byrjun september og fram að áramótum, frá áramótum og fram í maí og svo er það sumarið sjálft. Í upphafi hvers ársþriðjungs er upplagt að skoða sínar eigin venjur og lífsstíl og ef vill að setja á dagskrá breytingar til betri vegar. Útbúa einskonar stefnuskrá fyrir sjálfan sig fyrir komandi árstíð.

Áætlun um hvernig við ætlum að taka ábyrgð á okkur sjálfum, hlúa að og virða okkar eigin heilsu og líðan, líkamlega, sálræna og félagslega á því tímabili sem í hönd fer, njóta tímans og láta gott af okkur leiða. Það er sannarlega að mörgu að hyggja og persónulegt hvar skórinn kreppir en sé tækifærið gripið í upphafi hverrar árstíðar geta hugleiðingar um eigið líf og lífsstíl þrisvar á ári sannarlega haft verulega bætandi áhrif á lífið. Þá er í það minnsta ekki flotið sofandi að feigðarósi.

Sofandi, já, einmitt. Svefn er gífurlega mikilvægur fyrir heilsu okkar og líðan og um leið frammistöðu og framkomu. Fyrir nokkrum árum kenndi góð vinkona mín mér að virða minn eigin svefntíma, átta klukkutíma á sólarhing. Síðan sef ég bókstaflega eftir klukku. Ég gæti þess að ná átta klukkustunda svefni á hverri nóttu og það tekst næstum alltaf. Þetta var sannarlega ekki svona áður en ég tók ákvörðun um að virða minn eigin svefntíma, alls ekki, þá gat spjall, lestur, prjón, áhorf eða vinna teygst fram á nótt og aðeins urðu eftir sex eða jafnvel fimm tímar til svefns. Ekki bara svona tvisvar í mánuði heldur miklu oftar. Þessi ósiður skilaði mér hvorki meiri afköstum, fleiri gleðistundum né betra lífi, heilsu eða líðan.

Með því að sofa eftir klukku, fara næstum alltaf að sofa á sama tíma og vakna nánast alltaf á sama tíma, minnka líkur á andvökunóttum og það verður auðveldara að sofna. Í svefni hægist á allri líkamsstarfsemi þar með talið öndun og hjarta en það er ekki

bara það sem skiptir máli. Svefn skiptir miklu fyrir heilann og þar með hugarstarf og sálarlíf sem hefur áhrif á alla okkar líðan og líf. Ef við sofum ekki nóg eigum við erfitt með að halda athygi og einbeitingu, sjá lausnir, bregðast snöggt við ef á þarf að halda, taka því sem að höndum ber og vera glöð og gefandi en ekki pirruð og spennt, með fum og fát eða þyngsl og leiðindi. Því hefur verið haldið fram að í svefni sé heilinn að taka til eftir annir dagsins og fái hann ekki tækifæri til þess nýtist ekki hugræn geta okkar til að hugsa og framkvæma af gleði og sátt næsta dag.

Ef þú ert einn af þeim sem glíma við svefnvanda og tekst ekki að koma lagi á svefninn af sjálfsdáðum hikaðu þá ekki við að leita þér hjálpar hjá fagaðilum. Munum samt að það er engin ástæða til að fá áhyggjukast þó við sofum illa nótt og nótt ef svefninn er að öllu jöfnu í lagi. Nú til dags sofa hins vegar ansi margir of lítið, ekki af því að þeim gengur illa að sofa, heldur vegna þess að þeir hafa vanið sig á að ganga á eigin svefntíma. Hvernig væri að breyta því núna á þessum ársþriðjungi, ákveða að virða svefntíma sinn og sofa eftir klukku og sjá hvort svefngæðin og lífsgæðin aukast ekki við það?

Auk þess getur það bætt lífsgæði fólks vcrulega að setja hvíldarstund inn í hversdaginn. Að venja sig á að taka sér næstum alltaf hlé til hvíldar í amstri dagsins. Annasamur dagur sem stendur frá því klukkan hringir milli sjö og átta að morgni og til ellefu að kvöldi er langur. Með því að venja sig á að taka hvíldarstund í 20-60 mínút-

ur á hverjum degi, til dæmis í tenglsum við hádegishlé eða síðdegis, má skipta deginum í tvennt og koma ferskur, öflugur og glaður að síðari hluta dagsins.

Til að hvíldarstundin geri sem mest gagn er best að hún fari fram á sama stað og tíma dag hvern. Vaninn hjálpar, það verður auðveldara fyrir hugann og líkamann að slaka á strax. Gefðu þér til dæmis 30 mínútur, stilltu klukkuna svo þú sért ekki sífellt að hugsa um tímann, komdu þér fyrir í góðum stól, sófa eða ofan á rúminu, gjarnan undir teppi, lokaðu augunum, andaðu nokkrum sinnum djúpt alveg ofan í maga og svo eðlilega. Slakaðu á huga og líkama, það getur hjálpað að sjá fyrir sér í huganum fallegan kyrrlátan stað. Gefðu þér hvíld og frið að gjöf og síðari hluti dagsins verður svo miklu auðveldari, árangursríkari og skemmtilegri.

Að sofa eftir klukku og setja inn hvíldarstund, gæti verið hluti af stefnuskránni þinni á komandi árstíð, nú eða eitthvað annað sem þér sjálfum finnst meira aðkallandi, skoðaðu málið.

5
Kristín Linda Jónsdóttir Linda Jónsdóttir ritstjóri

Bókasafn er menningarmiðstöð og griðastaður

Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður

Á

rlega fær Borgarbókasafnið á milli 600 – 700 þúsund heimsóknir. Það er því ekki aðeins stærsta menningarstofnun Reykjavíkur heldur sú vinsælasta. Húsfreyjan hitti Pálínu Magnúsdóttur, borgarbókavörð á dögunum og ræddi við hana meðal annars um starfsemi og viðburði safnsins, en sýn hennar er að bókasöfn séu menningarmiðstöðvar og griðastaður fyrir alla aldurshópa.

Pálína er fædd árið 1963 og uppalin á Seltjarnarnesi. Fjölskylda hennar hafði búið í Vesturbæ Reykjavíkur til ársins 1958 en faðir hennar var sannur Vesturbæingur. Pálína ólst upp við Kirkjubraut og á Lindarbraut við hornið á Suðurstönd, við endimörk byggðar og segist vel muna eftir kríuvarpinu hinum megin við götuna sem börnin í hverfinu pössuðu sig á að koma ekki nálægt.

Pálína gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og hennar megináhugamál og helsta afþreying var lestur. Bókasafnið var þá aðeins opið þrisvar sinnum í viku og hún ásamt góðum vini sínum úr næsta húsi voru alltaf mætt. Pálína ólst upp með tveimur systkinum, bróður sínum Georg Magnússsyni, sem er sjö árum eldri og hefur starfað sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpi í fjölda ára og systur sinni Nínu Hildi Magnúsdóttur, sem býr í Reykjanesbæ og starfar sem bókari hjá Isavia.

Ætt og uppruni

Faðir Pálínu hét Magnús J. Georgsson, fæddur 1930 en hann lést fyrir 14 árum. Hann var rennismiður að mennt og starfaði um tíma í vélsmiðjunni Héðni en svo þegar bakveikindi byrjuðu að hrjá hann sótti hann um starf húsvarðar hjá íþrótta-

húsi Seltjarnarness og vann þar alla tíð við uppbyggingu og stækkun þess. Það var orðin heilmikil íþróttamiðstöð og -mannvirki með sundlaug og annarri íþróttaaðstöðu þegar hann féll frá 69 ára gamall sem framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar. Pálína segir hann hafa verið mikinn KRing, hann var í stjórn KR, tók þátt í starfsemi ýmissa deilda KR og var mikill handboltamaður. Hann var þó mikill velunnari og stuðningsmaður Gróttu enda starfandi í íþróttamiðstöð þeirra nánast alla starfsævi sína.

Móðir Pálínu heitir Sveinbjörg Símonardóttir, er fædd 1934 og er því áttræð. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum

til sjö ára aldurs og flutti þá til Súðavíkur til 11 ára aldurs. Hún ólst upp í mikill sjómannsfjölskyldu en faðir hennar og allir sex bræður hennar voru sjómenn.

Þegar Sveinbjörg var 14 ára gömul kynntist hún svo manni sínum Magnúsi, föður Pálínu í Ingólfsfirði á Ströndum. Það var árið 1948, þar sem ætlunin var að komast í síldarævintýri en svo var þetta einmitt sumarið sem síldin hvarf svo minna varð úr. Lengst af var móðir hennar húsmóðir en um fertugt eða í upphafi kvenréttindabyltingarinnar upp úr 1970 fór hún að hugsa sér til hreyfings. Hún tók bílpróf, skellti sér í ritaranám og vann fyrst að námi loknu i heildsölu hér í bænum en eftir það sem ritari skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík eða til sjötugs.

Pálína segir að án efa hafi kvenréttindahugsunin haft mikil áhrif á móður sína og aukið sjálfstæði hennar. Pálína segist reyndar muna eftir því að pabbi hennar hafi nú talið sig alveg geta séð fyrir sinni konu og börnum en hann studdi hana svo í námi sínu og starfi þegar á hólminn var komið. Pálína segir móður sína hafi verið henni góð fyrirmynd og muni vel eftir Rauðsokkahreyfingunni sem hafði mikil áhrif á hana, enda tók hún sér frí á hinum fræga kvennafrídegi árið 1975. Þá segir hún foreldra sína alltaf hafa stutt við bakið á sér og systkinum sínum í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og sé gríðarlega þakklát fyrir að hafa alist upp hjá svo góðum foreldrum.

Mótuð af sveitalífinu

Frá 12 til 16 ára aldurs fór Pálína í sveit í Ártún á Rangárvöllum til móðursystur sinnar, Sigríðar Símonardóttur og eiginmanns hennar Gunnars Magnússonar. Hún segir dvölina í

7 Texti: Borghildur Sverrisdóttir Myndir:
úr einkasafni
Silla Páls og
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður.

Ártúni hafa mótað hana og haft mikil áhrif á hana sem persónu og greina má í orðum hennar sterkar minningar og væntumþykju til fólksins á bænum.

Á uppvaxtar- og unglingsárunum æfði Pálína handbolta með Gróttu og fór svo úr Mýrarhússkóla í Valhúsaskóla. Árið 1979 fór Pálína á fornmálabraut í Menntaskólanum í Reykjavík og segir fyrrverandi mágkonu sína, Ólínu Thoroddsen, hafa verið stóran áhrifavald á það val. Ólína sé enn þann dag í dag ein sín nánasta

vinkona sem systurnar hafi alltaf litið á sem systur sína, jafnvel þó Ólína og bróðir þeirra séu löngu skilin.

Með menntaskóla vann Pálína hin og þessi störf meðal annars á Hrafnistu, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og á bensínstöð. Hún var líka á kafi í félagslífinu í Menntaskólanum í Reykjavík og segist eiga einstaklega góðar minningar þaðan, en tveimur árum fyrir útskrift, árið 1981, kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum, Árna Geir Sigurðssyni. Eftir útskrift lá leið Pálínu Pálína í gönguferð á Hornströndum árið 2010 með Hornbjargsvita í baksýn.

í háskólann í bókasafnsfræði og þjóðfræði og segist hafa valið það af praktískum ástæðum en hafði hugsað um að fara í sagnfræði eða íslensku. Hún hætti hins vegar við það þar sem það myndi líklega aðeins leiða til kennslu og taldi það ekki eiga við sig. „Ég komst hins vegar seinna að því að kennsla væri bráðskemmtileg og ætti bara vel við mig“ segir Pálína og hlær, en hún hefur tekið að sér að kenna bókasafnsog upplýsingafræði í Háskólanum. „Ég valdi að fara praktísku leiðina og fór í

8

bókasafnsfræði og sé alls ekki eftir því“ og hún bætir við að hún hvetji börnin sín að vera praktísk upp að vissu marki en gera fyrst og fremst það sem þau langi til.

Uppbygging Bókasafns

Seltjarnarness

Með háskólanum vann Pálína á Bókasafni Seltjarnarness og tók meðal annars þátt í flutningum safnsins og ýmsum breytingum en safnið var í mikilli þróun á þessum tíma. Pálína útskrifast úr háskólanum árið 1988. Þá fóru þau, hún og fyrrum eiginmaður hennar og þá tveggja ára sonur þeirra, Sigurður, til Kaupmannahafnar, þar sem Árni Geir fór í mastersnám í verkfræði sem tók tvö ár. Pálína lærði dönsku og náði góðum tökum á henni. Að dvölinni lokinni var starf forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness auglýst sem Pálína sótti um og hún fékk starfið og starfaði þar í tuttugu og eitt ár. Hún segir sitt fyrsta verk hafi verið að nútímavæða bókasafnið sem var þá töluvert á eftir öðrum söfnum í þeim málum. Hún byrjaði á því að kaupa tölvu sem safnið átti ekki, velja skráningarkerfi fyrir bókasafnið og skrá safnið sem þá var óskráð, ásamt því að gera það opnara og aðgengilegra fyrir almenning. Hún segir safnið hafa átt gott safn bóka og frábært starfsfólk sem nánast mundi hvað var til á safninu. Það var þessi góði hópur sem þar starfaði sem hefur gert safnið að þeirri menningarmiðstöð sem það er í dag á Seltjarnarnesi.

Breyttir fjölskylduhagir og framhaldsnám

Árið 1998 fæddist svo annað barna þeirra hjónanna, Mist Sigríður. Leiðir Árna Geirs og Pálínu skildu síðan árið 2003. Sigurður, sonur þeirra, er nú 27 ára og hefur starfað lengst af við ýmis konar tölvuvinnu en Mist Sigríður, dóttir þeirra,16 ára, útskrifaðist úr grunnskóla í vor og er nú að feta sín fyrstu spor í framhaldsskóla.

Pálína kynntist núverandi sambýlismanni sínum Jóni Bjarna Emilssyni árið 2005. Hann er fæddur 1954, ættaður frá Gjögri á Ströndum og á þrjá stráka á aldrinum 13 til 34 ára. Nú hefur fjölskyldan stækkað enn meira þar sem þau hafa eignast eitt barna-

barn. Sama ár og Pálína kynntist Jóni Bjarna fór hún í mastersnám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst sem hún lauk árið 2007, en hún segir að námið hafi opnað fyrir sér nýjan heim og segir það tengjast vel starfi sínu í dag.

Mikið menningarpar

Aðspurð um áhugamál kemur það kannski ekki á óvart að helsta áhugamál Pálínu er lestur bóka. „Ég hef alltaf

lesið mikið og fylgist ágætlega með bókmenntum svona eins og ég get og hef gaman af“ segir Pálína og bætir við „Við förum líka mikið í leikhús með vinafólki okkar og sjáum eiginlega allt sem verið er að sýna og svo finnast okkur tónleikar með Sinfóníunni ótrúlega gefandi“. Þá ganga þau hjónin mikið á fjöll með vinum sínum bæði vetur og sumur í sínum frístundum, en Pálína hefur meðal annars farið á Hvannadalshnúk í góðum kvennahópi vorið 2009. Þá ferðast þau hjónin almennt frekar mikið,

9
Borgarbókasafnið rekur sex söfn, eitt aðalsafn og fimm önnur söfn víða um borgina. Við þau starfa 98 manns, en heimsóknir á safnið eru á milli 600 og 700 þúsund árlega. Það gerir Borgarbókasafnið að mest sóttu menningarstofnun Reykjavíkur en hún er líka sú stærsta.

ekki síst um Ísland, en fara helst ekki erlendis á sumrin. Þá á fjölskyldan hans Jóns Bjarna hús á Gjögri þar sem þau dvelja töluvert og allir í fjölskyldunni njóta sín.

Menningarmiðstöðin

Borgarbókasafn

Pálína tók við stöðu borgarbókavarðar haustið 2012 af Önnu Torfadóttur heitinni. „Ég hafði þá strax ákveðna sýn á það hvert ég vildi fara með svona

stofnun og tel mikilvægt að hún sé sú menningarmiðstöð, sem við teljum hana vera í dag. Það sem vakir fyrir okkur núna er að láta fólk vita betur af allri þeirri starfsemi sem hér á sér stað og að þetta sé í raun menningarmiðstöð sem er opin öllum“ segir Pálína og bætir við að þau séu að leggja mikla áherslu á viðburði og uppákomur og að öll útibú Borgarbókasafnsins séu litlar hverfamenningarmiðstöðvar, hver með sínum hætti.

Borgarbókasafnið rekur sex söfn, eitt aðalsafn og fimm önnur söfn víða um borgina auk bókabíls og sögubíls. Við það starfa 98 manns, en heimsóknir safnsins eru milli 600 -700 þúsund árlega sem gerir Borgarbókasafnið mest sóttu menningarstofnun Reykjavíkur en hún er líka sú stærsta. Pálína segir markmið safnsins að vera nemendum stoð og stytta í námi sínu og að ýta undir læsi í víðum skilningi þess orðs og ítrekar að hér sé ekki aðeins verið að tala um að efla lestur heldur að efla alls kyns læsi svo sem menningarlæsi, að gera einstaklinga hæfari til að lesa í samtímann og að lifa í nútímasamfélagi. Þá segir Pálína að það sé ekki síður markmið þeirra að vekja athygli á því að bókasöfn eru griðastaður þar sem allir eru velkomnir, til dæmis til að eiga rólega stund með sjálfum sér og bókinni eða að skapa eða taka þátt í spennandi viðburði.

Ekki lengur sussað á fólk

Aðspurð segir Pálína þess alls ekki krafist af fólki að hafa þögn á bókasöfnunum. „Að sjálfsögðu þarf að grípa inn í ef ekki er viðhöfð almenn kurteisi og tillitsemi, en prófaðu að koma inn í barnahornið þegar fjörið stendur sem hæst. Nei, þagnar er sannarlega ekki krafist“ segir Pálína og hlær og segir bókasöfnin vera lifandi stofnun og að þar eigi að vera mikið líf og fjör. „Að koma hérna um helgar, sérstaklega á sunnudögum en þá eru sérstakir barnadagar, er alveg einstakt. Stundum er ekki þverfótað fyrir fjölskyldum sem eru að njóta dagsins og stemningin er mikil“ segir Pálína

Viðamikið og fjölbreytt starf

Það sést greinilega á öllum rekstri Borgarbókasafnsins að það er ekki aðeins bókaútlánastofnun. Pálína segir okkur frá að Borgarbókasafnið reki bókabílinn Höfðingja, sem fer um hverfi borgarinnar svo aðgengi íbúanna að bókasafninu sé betra, en markmið safnsins er að aldrei sé lengra en einn kílómetri fyrir borgarbúa í næsta safn eða viðkomustað bókabíls. Þá rekur Borgarbókasafnið sögubílinn Æringja, sem meðal annars fer í milli leikskóla, í húsdýragarðinn og leitar uppi hátíðir, en hægt er að panta Æringja til sín.

10
Bókasöfn eru griðastaður þar sem allir eru velkomnir til dæmis til að eiga rólega stund með sjálfum sér og bókinni eða að skapa eða taka þátt í spennandi viðburði, en líka lifandi staður þar sem oft er líf og fjör.

Þá rekur safnið bókmenntavefinn www. bókmenntir.is en tilgangur hans er að koma bókmenntum á framfæri, gefa bókmenntalífinu byr undir báða vængi með góðri og hlutlausri umfjöllun um bókmenntir þar sem hægt er að finna allt á einum stað.Safnið er líka með nokkra starfandi leshringi en svo eru allir velkomnir með að koma með sína leshringi inn á bókasöfnin, en Pálína

telur eflaust hægt að finna þeim stað á bókasöfnunum.

Fjölmenning og listaverk til leigu á bókasöfnum

Pálína segir fjölmenningarstarf Borgarbókasafnsins líka vera mjög öflugt og áhersla lögð á víðan skilning á orðinu fjölmenning og útskýrir að það

starf sé því ekki aðeins hugsað fyrir nýbúa heldur einnig Íslendinga en fjölmenning felur í sér fjölbreytta menningu okkar allra en við komum öll með ólíka menningu með okkur. Sumt hentar að sjálfsögðu ekki Íslendingum eins og „Lesum blöðin saman“ sem er hugsað fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku og vilja dýpka samfélagslegan skilning sinn með því

11
Pálína á toppi Darra á Hornströndum í fallegu veðri sumarið 2011 ásamt Jóni Bjarna Emilssyni, sambýlismanni sínum.

að lesa dagblöðin með starfsmanni. Heilsahristingur er hins vegar hluti af fjölmenningarstarfinu sem er hugsað fyrir öll grunnskólabörn í 4. til 10. bekk og er hjálp við heimalærdóminn seinni part dags. Pálína nefnir líka Café Lingua sem heldur skemmtilega fjölmenningarlega viðburði sem eiga sér stað út um alla borg, þar sem til dæmis er hist og spjallað saman á tilteknu erlendu tungumáli eða verið að kynna tiltekna menningu eins og með matarsmakki. Síðast en ekki síst nefnir Pálína verkefni þeirra, Artótek, sem er samstarf Borgarbókasafnsins og SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, en hægt er að kaupa verk eða leigja til lengri eða skemmri tíma.

Bókmenntaborg UNESCO

Árið 2011 varð Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, fyrst borga sem ekki hefur ensku sem móðurmál eins og margir vita. Það vita hins vegar ekki allir að titillinn er varanlegur en ekki tímabundinn. Bókmenntaborg, sem er í náinni samvinnu við Borgarbókasafnið, stendur fyrir mörgum viðburðum, svo sem Lestrarhátíð sem haldin er í október ár hvert.

Bjart framundan hjá Borgarbókasafninu

Pálína segir margt spennandi framundan hjá safninu. Fyrst er að nefna að Menningarmiðstöðin Gerðuberg mun sameinast Borgarbókasafninu um áramót. Þá er safnið að flytja Foldasafn í Spöngina nú í upphafi vetrar svo haldið verður áfram með þá hugmyndafræði að gera Borgarbókasafnið að enn öflugri menningarmiðstöð en það er í dag. Innan örfárra ára á svo að byggja safn í Úlfarsárdal. Aðspurð um hvort hægt verði að leigja rafbækur í framtíðinni segist Pálína staðráðin í að það verði hægt innan tíðar og segir formann íslenskra bókaútgefenda hafa tekið í sama streng. „Við erum í samræðum um þessi mál og við þurfum bara að leysa hvernig við gerum það en það verður gert“ segir Pálína ákveðin.

Það verður sannarlega gaman að fylgjast með þessari merkilegu menningarstofnun og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum hennar um komandi tíð.

Verðlaunakrossgáta

Sendið lausnarorð krossgátunnar til útgefanda fyrir 10. okt. nk. merkt Krossgáta.

Verðlaunin eru: Gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Þjóðleikhúsinu. Sýning í Þjóðleikhúsinu gefur fólki tækifæri á að bregða sér inn í annan heim og tíma í eina kvöldstund. Fjöldi góðra sýninga fyrir fólk á öllum aldri er í boði, sjá nánar: www.leikhusid.is Sími í miðasölu: 551 1200 og netfang: midasala@leikhusid.is

2 stk bókin Óveður frá Ístex - Bókin inniheldur 41 uppskrift af peysum sem valdar voru úr 140 innsendum peysum í hönnunarsamkeppninni um óveðurspeysuna sem haldin var haustið 2013. www.istex.is Lausnarorð 2. tbl. var HAUSTDAGAR . Hinar heppnu eru: Guðrún Hauksdóttir í Stykkishólmi sem fær Gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Þjóðleikhúsinu, María Jóna Einarsdóttir í Borgarnesi og Soffía G. Karlsdóttir á Álftanesi sem fá Bókina Lopi 33 frá Ístex. Vinningshöfum verða send verðlaunin

Stundum berast skilaboð með lausnum krossgátunnar, hér er vísa sem barst í sumar.

Skemmtun þakka þétt og ljúft, það er ávallt gaman, einn að dvelja, anda djúpt, orðum raða saman.

P. J.

Kristín Linda Jónsdóttir Myndir: Úr einkasafni

Náttúran endurnærir og skemmtisögur gefa lífinu lit

Í þessu haustblaði Húsfreyjunnar svarar Unnnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur spurningum í Spurt og svarað Húsfreyjunnar. Hún er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands, en starfar í dag sem forstöðumaður Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum og býr þar nú mestan part ársins. Unnur Birna hefur skrifað ýmsar fræðigreinar og sagnfræðirit og skáldsöguna, Það kemur alltaf nýr dagur sem kom út árið 2012. Hún ólst upp í Eyjafirði, nánar tiltekið á bænum Grjótgarði á Þelamörk þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap og hefur lengst af búið í Reykjavík en einnig erlendis.

Unnur Birna er sagnfræðingur og rithöfundur.

Fjölskylduhagir?

Ég á einn son, Andra Hrafn Unnarson sem fæddist árið 1990 og stundar nú nám í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Ég ól hann upp ein, það er að segja var einhleypt foreldri eins og það kallast í kerfinu, og við áttum

gott og viðburðaríkt líf og bjuggum til dæmis saman í útlöndum um tíma og skoðuðum þar heiminn saman. Nýlega fann ég ástina og bý í dag í Fellabæ á Fljótsdalshéraði með Baldri Pálssyni, slökkviliðstjóra Brunavarna á Austurlandi og Austurlandsgoða.

Hver eru þín helstu áhugamál?

Þar er helst að telja allra handa náttúruskoðun en líka fræðin, það eru sagnfræðirannsóknir að ógleymdum lestri góðra skáldsagna og ég er með smá ljósmyndadellu líka.

Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn?

Ískalt og þurrt gott hvítvín. Toppar allt, að því gefnu að vera drukkið í góðum félagsskap.

Hvaða umræðuefni eru skemmtilegust?

Öll efni, er alæta á umræðuefni, hef áhuga á öllu sem varðar lífið og tilveruna í víðtækri og þrengri merkingu þess. Ég hef áhuga á mannlífinu þannig að mér finnst áhugaverðar allar umræður um eðli og líf manneskjunnar og hvernig það stýrir högum og gerðum hennar. Finnst í því sambandi líka þroskandi að kryfja sjálfa mig sem manneskju til mergjar í samræðum við vinkonur mínar. En góðar skemmti- og reynslusögur eru líka alltaf vel þegnar, jafnt í samræðum við konur og karla. Skemmtisögur gefa lífinu lit!

Hvernig tónlist bætir daginn?

Fer eftir dagsforminu, en oft er mjög hressandi og orkugefandi að heyra suður-ameríska eða afríska tónlist. Takturinn og sveiflan gleður og hressir.

Hvernig hreyfingu velur þú þér?

Aðallega gönguferðir, en sund er líka á listanum.

Hvaða fimm fæðutegundir eru í uppáhaldi?

Kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir og brauð. Það er venjulegur og hollur matur úr góðu hráefni.

Hvaða bækur væri sniðugt að lesa?

Ég mæli með fjölbreyttum lestri skáldsagna, þá á ég við að lesa ólíkar gerðir af bókmenntum og frá öllum heimsálfum, eins og hægt er. Ég hef

14
Umsjón:
Spurt og svarað: Unnur Birna Karlsdóttir forstöðumaður Minjasafns Austurlands

átt tímabil þar sem ég hef lesið allt frá Afríku sem ég hef komist í og frá Suður- og Mið-Ameríku, eða frá Rússlandi, eða frá Evrópu, og þá frá tilteknum löndum þar. Ég fæ svona svæðisbundna ástríðu fyrir bókmenntum. Legg þess utan til að allar konur lesi bókina Women who run with the wolves. Mjög holl lesning, gefandi og þroskandi.

Ef þú gætir notið næðisstundar á kaffihúsi með þremur sögupersónum eða þekktum einstaklingum, hverjir væru það og hvert yrði umræðuefnið?

Held ég mundi gjarnan vilja sitja með Simone de Beauvoir (19081986), Mary Wollstonecraft (17591797), Silviu Pankhurst (1882-1960) og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856194) og fræðast um þær og þeirra tíma og ræða um réttindi og stöðu kvenna þá og nú.

Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Dökkrauðan kjól fyrir fimmtugsafmælið.

Það koma til þín gestir í kvöldmat svona óvænt og óformlega, hvað býður þú þeim?

Ég mundi held ég redda málinu með einföldum fiskrétti og góðu salati, helst góðum silungi ef ég næði í slíkan.

Hvar mundir þú vilja búa ef þú þyrfir að flytja úr sveitarfélaginu sem þú býrð í nú?

Í Reykjavík sem ég hef reyndar sem annað heimili núna eftir að ég flutti austur á Fljótsdalshérað.

Nefndu fimm hluti á eigin heimili sem eru þér sérstaklega kærir?

Ljósmyndir af syni mínum, bækurnar mínar, gamlir grænir armstólar sem ég á, sófinn sem ég hreiðra um mig í stofunni og útsaumað veggteppi sem langamma saumaði.

Hvernig er best að skapa góða stemningu?

Eiginlega er það hægt hvar sem er, bara ef maður er í góðu skapi. Það er því best að skapa góða stemningu með góða skapinu. Mér finnst líka gaman að skapa stemningu með fallegri lýsingu, kertum eða lampaljósum og tónlist, öllum gerðum, eftir því í hvernig skapi

Unnur Birna forstöðumaður Minjasafns Austurlands nýtur náttúrunnar á Héðinssandi við Héðinsflóa.

ég er, stundum er það djass, stundum blús, stundum klassík og allt þar á milli.

Hvert langar þig mest að ferðast og hvernig ferðalag yrði það?

Það fer að koma tími á heimsreisu eða sá er draumurinn, yrði náttúru- og menningarskoðunarferð. En svo er líka hógværara plan á döfinni sem gengur út á að fara til borga í Evrópu sem ég hef ekki komið til og Berlín er efst á listanum núna.

Hvernig er draumasunnudagur?

Að fá að eyða deginum í rólegheitum með fjölskyldu eða vinum, fara á góða myndlistarsýningu eða á fallegt kaffihús og bara lifa og njóta í líðandi stund.

Hverju viltu gefa minna vægi og tíma í eigin lífi og hverju meiri tíma og vægi? Ég er í skemmtilegu og krefjandi starfi en ég mundi vilja geta unnið aðeins færri vinnustundir og átt meiri frítíma. Of mikil vinna einkennir líf

mitt um of, og hefur alltaf gert, og ég mundi vilja gefa útivist og ferðalögum meira vægi. Ég nýt þess að ferðast. Er flakkari í eðli mínu.

Hvernig hleður þú sjálfa þig orku og krafti á annasömum tímabilum í lífinu? Ég legg mig seinnipartinn ef ég þarf, og leita líka út í náttúruna. Það endurnærir mig alltaf.

Hvað er verðmætt og hvernig verða verðmæti til?

Stór spurning. Verðmæti eru svo afstæð. Lífið sjálft er verðmætt, jörðin okkar er verðmæt svo ekki verður mælt, og allt líf á henni. En í manns eigin lífi þá held ég að mestu verðmætin sé fólkið sem maður elskar.

Hvernig getum við bætt samfélagið okkar?

Með umburðarlyndi, uppbyggilegri þátttöku og jákvæðni.

15

Að vera lifandi og læra nýtt og nýtt

Sigríður Ólafsdóttir Ártúnum

Hún er björt, brosmild og létt á fæti hún Sigríður húsfreyja í Ártúnum í Blöndudal þegar hún tekur á móti gestum enda sannarlega vanur gestgafi. Ártún eru myndarlegt býli, skammt frá þjóðvegi eitt í Austur-Húnavatnssýslu, þar byggðu þau sitt bú um miðja síðustu öld Sigríður og eiginmaður hennar Jón, en nú reka búið sonur þeirra og tengdadóttir. Á nýliðnu sumri settu Sigríður og börnin hennar upp handverks- og málverkasýningu á verkum Sigríðar á heimili hennar í Ártúnum í tilefni af 90 ára afmæli hennar. Ritstjóri Húsfreyjunnar sótti Sigríði heim í sumar, þáði veitingar að myndarlegum íslenskum sveitasið, skoðaði sýninguna og spjallaði við húsfreyjuna.

Sigríður er fædd 4. nóvember 1924 á Mörk á Laxárdal í AusturHúnavatnssýslu og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Þá fluttist hún með fjölskyldu sinni niður í Blöndudal í Eyvindarstaði. Sigríður verður því níutíu ára í haust.

„Af því tilefni fundu mín framtakssömu börn upp á því að hafa þessa handverkssýningu sem mér hefði aldrei dottið í hug. En þetta er gert öllum til gamans og ég er ákveðin í að vera jákvæð og hafa þetta skemmtilegt. Að sjálfsögu er mitt handverk ekkert fullkomnara en hjá öðrum en ef fólk hefur gaman af að sjá brot af því sem ég hef unnið mér til gamans í tómstundum er það sjálfsagt.“

Ætt

Foreldrar Sigríðar voru Ólafur Björnsson, fæddur á Ketu í Hegranesi, og Jósefína Pálmadóttir frá Æsustöðum í Langadal. Börnin þeirra voru fjögur og Sigríður er yngst og að eigin sögn eftirlætið sem mest var dekrað við. Ólafur og Jósefína voru bændur á Mörk á Laxárdal sem er stór jörð. Sigríður segir Laxárdalinn mjög grösuga sveit en snjóþunga. Aldrei hefur verið bílfært upp á Laxárdal lengra en að Gautsdal og Mjóadal. Mörk er nú í eyði. Þar var hvorki rafmagn né

rennandi vatn, nema í bæjarlæknum sunnan við húsið. Bæjarlækurinn var vatnsmikill og um 1935 var sett upp

lítil kornmylla þar sem Jósefína malaði korn og hveitiklíð í matarbrauð til heimilisnota. Sigríður á margar góðar minningar frá uppeldisárum sínum í Mörk. Á sumrin hafði hún til að mynda leggjabú ofan við bæinn uppi á litlum hól en á veturna renndu systkinin sér á sleðum og skautum. Síðar bjuggu foreldar hennar í Holti á Ásum. Sigríður var í farskóla þar sem barnakennari fór á milli bæja og kenndi krökkum í nágrenninu í mánuð í senn. Hún fór svo sautján ára til náms í Laugaskóla í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og þegar hún var tvítug fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi.

Sigríður tók sig til á áttunda áratug síðustu aldar og hóf að framleiða minjagripi til sölu fyrir ferðamenn en þá var afar lítið framboð af minjagripum á Íslandi. Fyrst hannaði hún, framleiddi og seldi völuskjóður úr lambaskinni með völum og vísu sem þá voru einstakar. Sigríður hannaði og vann ýmsa aðra minjagripi: sauðskinnsskó, leppa, ullarvettlinga með áttblaðarós, ullarkindur, útsaumuð bókamerki og útsaumað merki Húnavatnssýslu. Minjagripir Sigríðar voru mjög vinsælir og voru meðal annars seldir í flughöfninni í Keflavík, í Reykjavík og á Akureyri.

17
Texti: Kristín Linda Jónsdóttir Myndir: Kristín Linda Jónsdóttir og úr einkasafni

Ártún

Ung kynntist Sigríður bóndasyni úr sveitinni, Jóni Tryggvasyni í Finnstungu og þau giftu sig á gamlárskvöld, árið 1946. Jón og Sigríður byggðu nýbýlið Ártún sem er tveggja hæða steinsteypt hús ásamt Jónasi, bróður Jóns, á árunum 1947-1948 og hófu þau þar búskap árið 1948. Bærinn er á milli jökulelfunnar Blöndu og bergvatnsárinnar Svartár en þar hafði áður verið YtraTungukot, hjáleiga frá Finnstungu.

Jón Tryggvason átti lengi sæti í hreppsnefnd sveitarinnar, var oddviti og sat í sýslunefnd. Hann var kirkjuorganisti í fimm áratugi og stjórnaði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í 35 ár. Karlakórsæfingar voru stundum heima í Ártúnum. Einnig má nefna kirkjukórsæfingar og hreppsnefndarfundi því að skrifstofa oddvitans var á heimili hans og starfinu fylgdi mikill gestagangur sem og öðrum félagsmálastörfum sem Jón og Sigríður sinntu í gegnum tíðina. Jón hlaut viðurkenning-

ar fyrir söng- og félagsmálastörf, meðal annars hina íslensku fálkaorðu svo ljóst er að félagsmálastörf í Ártúnum í tíð Sigríðar og Jóns voru umfangsmikil. Húnaver, félagsheimili sveitarinnar var byggt upp úr miðri öldinni og var þar unnið mikið sjálfboðastarf af íbúum sveitarinnar. Kvenfélagið og Ungmennafélagið eiga hlut í húsinu og Sigríður var virk í kvenfélaginu á þeim tíma sem öðrum og þau bæði í Ungmennafélaginu svo að bygging Húnavers og rekstur kom sannarlega inn á borðið í Ártúnum. Bróðir Jóns, Jónas, var lengi búsettur í Ártúnum, hann var blindur og var með burstaverkstæði og bólstrun. Því fylgdi eðlilega töluverð viðbót við gestakomur á bænum því fólk kom til að hitta hann vegna verkstæðisins. Jónas var fjölhæfur maður og samdi lög og ljóð og gaf út ljóðabókina Harpan mín í hylnum. Síðar flutti hann til Blönduóss og bjó þar ásamt konu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur kennara, og rak þar verkstæði og verslunina, Blindraiðjan Björk.

Heimilið í Ártúnum hefur alla tíð verið annálað fyrir gestrisni og myndarbrag og enn í dag tekur Sigríður á móti gestum með dúkað borð og heimabakað brauð.

Barnalán

Sigríður og Jón eignuðust sjö börn. Elstur er Ingi Heiðmar fæddur 1947, kennari og organisti búsettur á Selfossi og nú starfandi að hluta sem organisti á Blönduósi, eiginkona hans er Harpa

Ólafsdóttir; Tryggvi Þór fæddur 1948, búfræðingur og bóndi í Ártúnum, eiginkona hans er Jóhanna Magnúsdóttir; Guðrún Þóranna fædd 1950, sérkennari búsett á Selfossi, eiginmaður hennar er Guðmundur Guðmundsson; Klara Sólveig fædd 1952, ferðaþjónustubóndi á Bakkaflöt í Skagafirði, eiginmaður hennar er Sigurður Friðriksson; Margrét fædd 1954, bókari búsett í Reykjavík; Ólöf Una fædd 1958, tónlistarkennari búsett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Þórarinn Ólafsson og yngstur er Ásgeir fæddur 1964, landfræðingur búsettur í Gunnarsholti á Rangárvöllum, eiginkona hans er Elín Fjóla Þórarinsdóttir. „Ég er heppin með börnin mín og barnabörn, það er sífellt að bætast í hópinn og afkomendur mínir eru núna fimmtíu og þrír.“

Þá var ekki prjónað

úr lopa

„Ég ólst upp við handavinnu á heimilinu eins og flestir á þeim tíma, mamma var mikil sauma- og prjónakona. Hún átti litla hringprjónavél og

Sigríður Ólafsdóttir. Myndin er tekin um 1946 um það leyti sem Sigríður var kvennaskólamær í Kvennaskólanum á Blönduósi.

18
Ártún í Blöndudal. (Mynd: Guðjón Emilsson). Sigríður og eiginmaður hennar Jón, myndin er tekin á árunum 1940–1950.

prjónaði úr heimaspunnu bandi á hana og sneið úr hólkunum peysur og aðrar flíkur, svo var auðvitað prjónað mikið í höndunum. Ullin var þvegin heima og send á Gefjun á Akureyri og unnin þar og fengin heim til baka sem lopi. Síðan var lopinn spunninn heima og unnið úr honum. Það var ekki farið að prjóna úr lopa fyrr en síðar. Margir unnu ullina alveg frá grunni á þessum tíma úr reifinu, tóku ofan af togið og kembdu þelið og spunnu og svo var tvinnað og þrinnað og ýmist prjónað, heklað eða ofið úr bandinu. Þetta var auðvitað mjög mikil vinna. Ég var einmitt að hugleiða þetta þegar ég tók að mér að kemba og spinna á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á safnadaginn núna í sumar.“

Þess má geta að almennt er talið að byrjað hafi verið að prjóna úr lopa á Íslandi um 1930 og að handprjónaðar lopapeysur hafi fyrst verið prjónaðar um 1940. Þetta kann að koma einhverjum á óvart í dag nú þegar lopapeysan hefur áunnið sér sess sem hluti af þjóðararfi Íslendinga.

Kvenfélag

Bólstaðahlíðarhrepps

Móðir Sigríðar var í Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhepps og Sigríður gekk ung í kvenfélagið og starfar með því enn og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Kvenfélagið var stofnað árið 1927 og árið 1997 á 70 ára afmæli félagsins gáfu félagskonur út bók um félagið og félagskonurnar og sat Sigríður í ritnefndinni. Bókin hlaut nafnið Ljós og skuggar, þar er skráð saga félagsins og birtar myndir af öllum kvenfélagskonum og heimilum þeirra.

„Félagskonur hafa oftast verið um 15-20 enda fámenn sveit. Enn í dag er félagið vel virkt, ungar konur hafa gengið til liðs við það og eru öflugar í starfinu. Félagið hefur alltaf haft næg verkefni enda er Húnaver á okkar félagssvæði og við höfum yfirleitt séð þar um kaffi- og matarsölu. Kvenfélagið hefur í gegnum tíðina séð um veitingar við útfarir. Áður fyrr var mikil áhersla lögð á sætt brauð, rjómatertur, lagkökur og smákökur en í seinni tíð er frekar verið með flatbrauð, smurbrauðstertur og heita rétti sem ekki voru á borðum áður, það þótti ekki veislubrauð í þá daga.“

Reykjavíkurævintýri

Þó Sigríður hafi búið í Húnavatnssýslu alla ævi átti hún stundum leið til Reykjavíkur og dvaldi þá oft hjá Stefönu föðursystur sinni sem rak saumastofu á Bergstaðastræti í áratugi og tók lærlinga. Sigríður dvaldi tvo vetur syðra og vann þá á kjólasaumastofu á Vesturgötu. Þessi kunnátta átti eftir að koma sér vel síðar þegar hún fór að reka eigið heimili.

Eftir að börn Sigríðar uxu úr grasi stofnuðu þau sín eigin heimili víðs vegar um landið, flest þeirra fóru suður yfir heiðar og hefur hún dvalið hjá þeim tíma og tíma. Stundum nýtti hún tím-

ann í Reykjavík og sótti námskeið og má nefna bæði vefnað og málun.

„Eiginmaður minn lést 7. mars 2007 eftir erfið veikindi, hafði þó lengst af getað verið heima. Þá var ég orðin ein í mínu stóra húsi og þrátt fyrir gott nágrenni, þar sem sonur minn og fjölskylda búa í næsta húsi og voru mér alltaf hjálpleg, hlaut að verða einmanalegt í stóru húsi sem hafði alla tíð hýst svo mikla glaðværð og söng. Ég ákvað því að breyta til og brjóta aðeins upp tilveruna og fór til Reykjavíkur og leigði einstaklingsíbúð í húsi þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Þar bjó ég hálfan þriðja vetur og var heima í Ártúnum á sumrin. Í Hvassaleitinu

19
Sigríður Ólafsdóttir níræð. Skemmtileg hönnun og hugmynd að stólsessu eftir Sigríði sem hún nýtir nú við vefstólinn. Á myndinni sér í vefnað eftir Sigríði.

Sigríður ræktaði blóm og tré í garðinum við bæinn sinn í hartnær 70 ár og átti því sannarlega mörg handtök þar. Þessi mynd var tekin í sumar.

kynntist ég mörgu ágætu fólki. Það er margt í boði á svona stað og haldnar ýmsar skemmtanir. Sonur minn, Ingi Heiðmar, kom til dæmis í nokkur skipti með skemmtiatriði, ein-

Kattamyndin sem saumuð er á málaðan grunn er ein af uppáhaldsmyndum Sigríðar.

söngvara, upplestur og kvæðasöng og stjórnaði fjöldasöng við góðar undirtektir.

Meðan ég var í Reykjavík nýtti ég tímann til að fara á námskeið bæði

í postulínsmálun og olíumálun. Árið 2011 fór ég til dæmis á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu í Reykjavík í vefnaði og gaman væri að fara á fleiri slík.

Sigríður er sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hún byrjaði að fást við myndlist árið 1980 og fór fljótlega að mála með olíulitum á striga og hefur málað mörg málverk. Olíumálverk Sigríðar; Selstúlkan sem bíður eftir smalanum með ærnar á stekkinn.

20

Sigríður ásamt börnum sínum, myndin var tekin í Ártúnum síðastliðið sumar, frá vinstri: Klara Sólveig, Ólöf Una, Ingi Heiðmar, Sigríður, Tryggvi Þór, Margrét, Ásgeir og Guðrún Þóranna.

Eitt af því sem ég uppgötvaði þegar ég var fyrir sunnan var starfið á Hrafnistu. Það er alveg frábært að geta farið þar í líkamsræktartækin til að halda sér við. Svo er líka gaman að taka þátt í handavinnunni og handverkinu. Ég dáðist að því hvað starfsfólkið á Hrafnistu er elskulegt og tillitssamt. Ég vil hvetja eldri borgara til að kynna sér og nýta sér svona starfsemi til að auka lífsgæði sín hvar sem hún er í boði.

Hins vegar komst ég að því að ég vildi ekki verða gömul í Reykjavík og flutti því norður 2012 og tryggði mér íbúð í Hnitbjörgum á Blönduósi, þar er ég yfir vetrartímann og tek þátt í starfinu þar, en er á sumrin heima í Ártúnum.“

Handverk og myndlist

Það er of langt mál að telja upp alla þá dýrgripi sem eru á sýningu Sigríðar í Ártúnum en hún bendir mér á fallegar krosssaumsmyndir sem hún saumaði um fermingu. Svo er hægt að rekja sig í gegnum tímann alveg til

marglitra dúlluteppa sem hún var að hekla úr jurtalituðu bandi frá Guðrúnu Bjarnadóttur hjá Hespu núna í vor.

„Ég saumaði föt á börnin og mig og annað sem þurfti til heimilisins. Mér fannst gaman að sauma og einnig að

21
Fjarlægðin gerir fjöllin blá, olíumálverk Sigríðar.

læra eitthvað nýtt og hef fengist við margs konar handverk.“

Fjölbreyttur áhugi Sigríðar sést vel á sýningunni í Ártúnum, þar eru munir og myndir unnar með margs konar aðferðum. Til dæmis má sjá púðaborð frá 1946 saumað með kúnstbróderí en elsta útsaumsmyndin á sýningunni er frá árinu 1936. Þar eru verk unnin með pennasaumi, svonefndu crewel work, þar sem saumað er ofan í málaðar myndir, þrívíddarmyndir, fínflosað á flauel og glænýtt heklað ugluteppi ætlað nýjasta afkomanda Sigríðar. Um jólin 2010 málaði hún á sjö postulínssúkkulaðikönnur og gaf börnum sínum í jólagjöf og nokkrar þeirra eru á sýningunni. Sýningin er bæði á efri og neðri hæð, í stofum, göngum og vefnaðarherbergi sem hýsir vefstól Sigríðar en hún lærði vefnað í Kvennaskólanum á Blönduósi 1945. Öllum sýningargestum er boðið kaffi og meðlæti í eldhúsinu að íslenskum sveitasið. Auk handverks og málverka prýða heim-

22
Sigríður saumaði riddarateppi á þremur misserum og lauk því 2007. Nýjustu verk Sigríðar unnin á þessu ári. Ugluteppi, sængurgjöf handa nýjasta afkomanda hennar, og dúlluteppi unnið úr jurtalituðu bandi.

ili Sigríðar blómstrandi pottablóm og utan við húsið er fallegur blómagarður. Stolt hennar í Ártúnum er skógarhólfið sem hún byrjaði að planta í árið 1974 og voru þar þá melar og moldarbörð. Nú rúmum 40 árum síðar skartar landið hinum fegursta gróðri með skógarilmi og fuglasöng.

Um að gera að njóta alls lífsins

Sigríður hefur alla ævi unnið mikið bæði innan og utan bæjar og hún hefur verið heilsuhraust. „Ég get svarið að ég man ekki hvað ég er orðin gömul nema ég rekist allt í einu á það, til dæmis þegar ég uppgötva að elstu krakkarnir mínir eru komnir á eftirlaun. Mér finnst miður hvað sumt eldra fólk er áhugalaust og dauft og finnst bara allt búið, það er svo margt í boði og um að gera að njóta þess. Ég hugsa bara ekkert um ellina, ef heilsan er góð skiptir aldurinn ekki svo miklu máli. Fjölskyldan og vinir, félagsstarf, söngurinn, handavinnan, blómin og skógræktin hafa verið gleðigjafar í lífi mínu,“ segir Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Ártúnum.

Það er athyglisvert að velta fyrir sér þeim miklu breytingum og tækniframförum sem Sigríður hefur upplifað á sinni löngu ævi. Æskuheimili hennar var án rafmagns, síma, rennandi vatns og allra þeirra nútímaþæginda sem okkur finnast svo eðlileg. Nú notar Sigríður farsíma eins og Íslendingar almennt og fylgist spennt með börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum á Facebook.

Þess ber að geta að sýningin í Ártúnum var í júlí og ágúst í sumar og henni er því lokið. Sýningin er frábært dæmi um handverk og listsköpun á heimilum landsins og sannarlega vert að hvetja aðra til að hugleiða sýningu á sínum verkum, það er jú eins og Sigríður sjálf sagði, bara jákvætt og til gamans.

Dáleiðsla

Betri svefn - hætta að reykjaléttast / þyngjast og láta sér líða betur á margan annan máta

Ingibjörg Bernhöft

Sjúkraliði og Dáleiðlsutæknir

ibernhoft@gmail.com • S.863 8902

Þessi mynd var tekin í apríl í ár í Bláa lóninu. Ferðin þangað var farin í tilefni af 60 ára afmæli Margrétar Jónsdóttur. Á myndinni eru aftast f.v. Jónína Björgvinsdóttir, Anna Inga Grímsdóttir, næsta röð f.v. Guðrún Þóranna, Harpa Ólafsdóttir, Ólöf Jónsdóttir og fremst eru þær Margrét og Sigríður í Ártúnum þá 89 ára og þetta var fyrsta ferð hennar í Bláa lónið.

23
Sigríður með einn af kjólunum sem eru á sýningunni, hennar eigin verk.

Kertaljós og kósíheit!

Þá er kominn tími til að kveðja sumarið og haustið enn eina ferðina tekið við. Hver árstíð hefur sinn sjarma og haustið gefur þar ekkert eftir. Allir fallegu litirnir sem taka á móti okkur í náttúrunni, uppskeran, myrkrið og kertaljós eru stór hluti af því sem koma skal. Maturinn spilar áfram stórt hlutverk og í þessum haustþætti gef ég ykkur uppskrift að afbragðs laxatartar sem tilvalið er að bjóða upp á sem forrétt og lambalæri þar sem ferskar kryddjurtir koma við sögu ásamt góðu meðlæti. Þessa máltíð er svo gott að enda með himneskri súkkulaðimús.

Ekkert er klassískara en randalína og læt ég fylgja með uppskrift að einni mjúkri og góðri sem ætti að vekja lukku. Ég gef ykkur jafnframt uppskrift að uppáhaldsbrauðinu mínu sem einfalt er að gera og slær alltaf í gegn ásamt góðu áleggi með því. Síðast en ekki síst höfum við uppskrift að stórgóðum krækiberjalíkjör sem gaman er að gera.

Megi haustið verða gjöfult og gott. Kveðja Berglind

24
Páls
Myndir: Silla

Laxatartar

ferskur lax

vorlaukur, smátt saxaður

skalottulaukur, smátt saxaður safi úr lime ólífuolía

sjávarsalt

pipar

Skerið laxinn í litla bita og blandið smátt söxuðum vorlauk og

skalottulauk saman við. Kreistið safa úr lime yfir allt og látið síðan örlítið af ólífuolíu saman við. Saltið og piprið að eigin smekk. Geymið í ísskáp þar til rétturinn er borinn fram.

Lambalæri

með hvítlauks­ og myntumauki

lambalæri eitt búnt fersk mynta 5 hvítlauksgeirar 2-3 tsk sjávarsalt 4 msk matarolía

Setjið myntu, hvítlauk, sjávarsalt og matarolíu í matvinnsluvél og maukið saman. Nuddið síðan kryddblöndunni á lærið og setjið inn í 160°C heitan ofn í 1½ - 2 tíma eftir því hvað lærið er stórt. Reiknið með klukkutíma steikingu fyrir hvert kíló.

25

Parmesankartöflur

500 g kartöflur

ólífuolía

50 g brauðmylsna 3 msk parmesanostur, rifinn ½ msk rósmarín, þurrkað 1 tsk hvítlauksduft salt og pipar

Skerið kartöflurnar í báta og hellið yfir ríflegu magni af olíu þannig að hún hylji allar kartöflurnar vel. Blandið saman parmesan, brauðmylsnu, rósmaríni, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Hellið því næst ostablöndunni yfir kartöflurnar og blandið vel saman. Látið á ofnplötu með smjörpappír og bakið við 220°C í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar. Hrærið reglulega í kartöflunum á meðan þær eru að eldast. Saltið.

Mangóraita

1 stórt mangó, skorið í litla teninga 1 búnt vorlaukur, smátt skorinn

300 g hrein jógúrt

safi úr ½ lime

½ búnt kóríander, saxað

Blandið saman í skál mangó, vorlauki og jógúrt. Kreistið limesafa út í og bætið síðan saman við söxuðu kóríander. Saltið og piprið eftir smekk og kælið.

26

Jarðarberja­ og spínatsalat

jarðarber spínat

60 ml ólífuolía

50 g sykur

30 ml eplaedik

½ tsk rifinn laukur

2 msk sesamfræ

1 msk birkifræ

¼ tsk papríkuduft

¼ tsk Worchester sósa

Öllu blandað saman, dressingunni hellt yfir jarðarber og spínat rétt áður en borið er fram, magn eftir smekk.

Súkkulaðimús með Toblerone

300 g Toblerone 2 egg

2 tsk flórsykur

4 dl rjómi, léttþeyttur

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið saman egg og flórsykur og blandið síðan súkkulaðinu saman við. Kælið lítillega og blandið súkkulaðiblöndunni og rjómanum varlega saman. Setjið súkkulaðimúsina í litlar skálar eða eina stóra skál og geymið í kæli í að minnsta kosti 3 tíma. Skreytið með berjum og berið fram.

27

Gott á brauðið

1 dós kotasæla ¼ púrrulaukur, saxaður konfekttómatar, skornir smátt smá Maldon salt

1 tsk steinselja, þurrkuð

Öllu blandað saman í skál og hrært saman. Borðað með góðu brauði.

Besta brauðið

360 g hveiti ¼ tsk þurrger

1 tsk salt

360 ml volgt vatn pottur eða form með loki sem þolir hita

1. Blandið saman þurrefnum (ef þið ætlið að vera með krydd eða fyllingu þá er þeim bætt saman við núna) og síðan vatni í stóra skál. Hrærið með trésleif þar til deigið hefur blandast vel saman. Breiðið yfir með plastfilmu og látið liggja í 12-20 tíma við stofuhita.

2. Brauðið er nú blautt og freyðandi. Deigið er skafið úr skálinni með blautri sleif á hveitistráð borð. Hnoðið. Mótið brauðið, leggið á smjörpappír og látið liggja með plastfilmu yfir í um 30 mín.

3. Á meðan deigið hefast er potturinn og lokið sett í 200°C heitan ofninn í um 30 mínútur.

4. Takið pottinn úr ofninum, leggið brauðið með smjörpappírnum í pottinn. Lokið pottinum og látið inn í ofninn. Bakið í um 30 mínútur. Takið lokið af og bakið í um 15-20 mínútur eða þar til skorpan er ljósbrún að lit.

5. Takið úr ofninum og látið kólna á grind.

28

Ljós randalína

375 g sykur

300 g smjörlíki

4 egg

1 kg hveiti

3 dl mjólk

3 tsk lyftiduft rabarbarasulta

Hrærið smjörlíki og sykur vel saman. Bætið eggjum saman við, einu í einu, þar til blandan er orðin létt og ljós. Blandið þá hveiti, lyftidufti og mjólk saman við. Hrærið eins stutt og mögulegt er eftir að hveitið hefur verið sett saman við. Skiptið deiginu í fjóra hluta. Setjið deigið á bökunarpappír og sléttið úr. Bakið við 180°C þar til kakan er gyllt á lit. Kælið og setjið að lokum botnana saman með rabarbarasultu.

Krækiberjalíkjör

500 g krækiber

2 dl hlynsíróp

3 dl sykur

700 ml flaska vodka

Setjið berin í matvinnsluvél og maukið. Setjið þau því næst í pott við lágan hita og leysið sykur og sýróp upp í vökvanum. Takið pottinn af hitanum og hellið vodka út í. Sigtið líkjörinn og látið síðan á tvær 750 ml flöskur. Lokið flöskunum og geymið í um 3 mánuði áður en þið gæðið ykkur á honum.

29

Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands á Nordiskt Forum

Látum verkin tala

Dagana 12.-15. júní 2014 var ráðstefnan Nordiskt Forum, New Action on Women’s Rights, haldin í Malmö í Svíþjóð. Áður hafa verið haldnar sambærilegar jafnréttisráðstefnur í Noregi árið 1988 og í Finnlandi árið 1994. Markmið ráðstefnunnar var að ræða jafnrétti kynjanna og hvernig mætti bæta stöðu kvenna bæði á Norðurlöndunum og í heiminum öllum. Að ráðstefnunni stóðu um 200 samtök kvenna á Norðurlöndunum þar með talið Kvenfélagasamband Íslands. Það var áhrifamikil stund þegar íslenskar konur báru skilti með nöfnum íslenskra kvennasamtaka inn í stóra hátíðarsalinn við setningu ráðstefnunnar, þar á meðal voru nöfn íslensku kvenfélagasambandanna.

Ráðstefnuna sóttu þúsundir einstaklinga, konur í miklum meirihluta en einnig karlar sem vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að jafnrétti. Dagskrá ráðstefnunnar tók mið af Pekingyfirlýsingunni frá árinu 1995, þegar fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Kína. Þá skrifuðu 189 þjóðir undir aðgerðaáætlun um aukið jafnrétti, Pekingsáttmálann.

Það var sannarlega magnað andrúmsloft í Malmö þessa ráðstefnudaga þar sem umræður, ávörp og fyrirlestrar voru haldnir í mörgum sölum samtímis í tveimur ráðstefnuhöllum. Margar íslenskar konur tóku virkan þátt í dag-

skrá ráðstefnunnar með ýmsum hætti og fór Vigdís Finnbogadóttir fremst í flokki en ávarp hennar á setningarkvöldi í hátíðarsal að viðstöddum þúsundum ráðstefnugesta vakti verðskuldaða athygli. Íslenskar konur fluttu fyrirlestra og ávörp og sáu um málstofur og vinnustofur og fjölmargar íslenskar konur tóku þátt sem almennir ráðstefnugestir.

Að sögn Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women er staðan sú að þrátt fyrir framfarir í jafnréttisátt getur engin þjóð á þessari jörð lýst því yfir að jafnrétti hafi náðst milli karla og kvenna og því er sannarlega verk að vinna.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna í stóra hátíðarsalnum sem eitt sinn hýsti Eurovisionkeppnina og bar eitt sviðið, sem hýsti fyrirlestra á ráðstefnunni, nafnið Vigdís henni til heiðurs.

Í lok ráðstefnunnar voru jafnréttisráðherrum Norðurlandanna afhentar ályktanir, kröfur og ráðleggingar ráðstefnunnar um aðgerðir til að ná jafnrétti. Helstu atriði kröfugerðarinnar eru:

• Fjárlög Norðurlandanna, sveitarfélaga og svæða skulu bera í sér sjónarmið jafnréttis. Kynjasjónarmið skulu vera grundvöllur fjárveitinga og ákvarðanir og gögn skulu sýna að markvisst er unnið að jafnrétti og það nýtt sem mælistika við fjárhagslegar ákvarðanir.

30 Texti
og
myndir: Kristín Linda Jónsdóttir Una María Óskarsdóttir uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og forseti Kvenfélagasambands Íslands, leiddi íslensku þátttakendurna á Nordiskt Forum í Malmö í kvennahlaupi þann 14 júní. Hlaupið var um ráðstefnusvæðið og vakti hlaupið verðskuldaða athygli annarra ráðstefnugesta. Markmið kvennahlaupsins er að styðja og styrkja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar.

Samtök íslenskra kvenna voru virkilega sýnileg á ráðstefnunni og hér heldur ritstjóri Húsfreyjunnar á skilti Kvenfélagasambands SuðurÞingeyinga sem borið var ásamt öðrum skiltum inn í hátíðarsalinn við setningarathöfnina. (Starfsfólkinu á staðnum mistókst að vísu aðeins í stafsetningunni en þ-ið er allavega á sínum stað og við virðum viljann fyrir verkið).

• Norrænu ríkisstjórnirnar skulu fjármagna kvennasamtök og stofnanir sem starfa á norrænum vettvangi, að minnsta kosti til jafns við aðrar stofnanir í samfélaginu, þannig að femínismi geti haft áhrif og ósvikið jafnrétti náist í samfélaginu.

• Réttur kvenna til búsetu skal vera sjálfstæður og brottvísun kvenna af erlendu bergi brotnu úr landi eftir slit á ofbeldissamböndum skal stöðvuð. Kvenkyns fórnarlömb mansals eiga að fá vernd og aðstoð án tillits til þess hvort þær geta eða vilja bera vitni í sakamáli.

• Norræn stjórnvöld skulu vinna að því að vinnuumhverfið sé með þeim hætti að raunverulega sé unnt að samþætta fjölskyldulíf og starfsframa. Rétturinn til að vera í fullu starfi skal tryggður með lögum eða samningum í þeim löndum þar sem þvinguð hlutastörf er útbreiddur vandi meðal kvenna.

• Norræn yfirvöld skulu stuðla að því að konur taki virkan þátt á öllum sviðum atvinnulífsins, sem almennir starfsmenn, frumkvöðlar, skipuleggjendur, stjórnendur og leiðtogar og sendiherrar fyrir sjálfbæra þróun og umhverfismál.

Þessi mynd fangar andrúmsloftið á ráðstefnunni. Hvarvetna voru konur á öllum aldri að ræða saman af eldmóði og áhuga um leiðir í jafnréttisátt og mikilvægi þess að virklega láta verkin tala nú þegar.

Alla ráðstefnudagana í Malmö var fjöldi fyrirlestra í gangi í einu í mörgum ráðstefnusölum auk sýningarsvæðis þar sem ýmis konar samtök kynntu störf sín að málefnum kvenna og jafnréttis í fjölda bása.

Meðal umræðuefna má nefna; fjölmiðlar og ný tækni, auglýsingar, markaðssetning og kynímynd, launajafnrétti, kynfrelsi og heilbrigði, friður, öryggi og kynbundið ofbeldi. Einnig mátti finna málstofur um femíníska hagfræði, jafnlaunastaðal, frama, stjórnunarstörf og völd, fæðingarorlof

og fjölskyldumál, framtíð femínisma á Norðurlöndunum og skipulag kvennahreyfinga.

Feministi er karl eða kona sem vill jafnrétti kynjanna, veit að því hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.

Baráttan fyrir jafnrétti milli kynjanna ætti að vera sameiginlegt og viðvarandi verkefni þar sem allir í samfélagi manna eru sífellt á jafnréttisvaktinni. Á ráðstefnunni kom ítrekað fram að ljóst er að vitneskjan um stöðuna og þekking á því hvernig á að breyta í jafnréttisátt er til staðar en verkin vantar. Nú verður að láta verkin tala og gera breytingar.

Blá eða bleik framtíð? Gestum gafst kostur á að ganga inn í heim stráka eða heim stelpna og velta fyrir sér mismuninum. Hvað finnst okkur í nútímasamfélagi heppilegt fyrir drengi og hvað fyrir stúlkur og af hverju í ósköpunum er það svona mismunandi?

31

Handavinnuhorn Jóhönnu Erlu

Myndir: Silla Páls

Kæru lesendur

Nú haustar að og sumarið fer að kveðja. Þau tímamót minna okkur á hversu stutt sumarið er en aðalatriðið er að það hafi verið öllum gjöfult og gott.

Þegar haustið byrjar að banka á hjá okkur, förum við ósjálfrátt að undirbúa okkur undir veturinn t.d. finna hlýju spjarirnar og hlífðarfötin. Þetta er góður tími til að vinna að jólagjöfum.

Í þessu handavinnuhorni finnst ýmislegt sem getur yljað stórum og smáum. Njótið vel og ég óska ykkur farsældar á komandi vetri.

Tinna Björk. Brúðarpeysan er eitt af mínum uppáhaldsverkefnum. Við brúðurin unnum að þessari uppskrift saman og það kom í ljós að ljósgrár, einfaldur lopi var fullkominn í hlýja peysu yfir brúðarkjólinn í sumarbrúðkaupinu. Fyrirsæta Tinna Björk Gunnarsdóttir Kaðlasjal. Kaðlasjalið er sprottið upp úr hugsunum mínum um lífið, hvernig það vefur sig áfram, alltaf bætist ný og ný lífsreynsla við og ekkert lát er á. Þetta litla sjal sem byrjar hógværlega en endar í mörgum lykkjum er mjög þægilegt á prjónum og ætti að vera tilvalin tækifærisgjöf. Fyrirsæta Erla Ríkharðsdóttir

Milliservíétta. Áfram heldur vegferðin með milliservíétturnar. Markmiðið er að nota alltaf sama efnið í sjálfa servéttuna en breyta útsaumsaðferðum. Ég mun halda því áfram þar til mig rekur í vörðurnar. Sumar útsaumsaðferðir henta nefnilega ekki endilega efninu. Markmiðið er að eignast a.m.k. 6 servíéttur til að leggja á borð á jólunum og er þetta sú þriðja. Barnateppi. Lengi hef ég haft fyrir reglu að prjóna barnateppi þegar vinir og vandamenn eignast litlu gullin sín. Eru þau venjulega prjónuð af fingrum fram og fá eru eins. Þessi útgáfa hefur verið vinsæl, svo hún er hér með kynnt fyrir ykkur.

Milliverk/svæfilhorn. Ekkert er eins yndislegt og að fá falleg sængurföt með hekluðu eða útsaumuðu milliverki. Margrét Björnsdóttir, Blönduósi, hefur það fyrir reglu að hekla milliverk í sængurföt handa afkomendum sínum. Sængurfötin eru orðin allmörg og er þetta eitt þeirra. Hollráð: Er nýbúin að heyra af þessu góða ráði og er því ekki búin að fullreyna það, en það lofar góðu. Ef þið eruð með málningarbletti eða tússbletti (hef ekki prófað pennastrik) á borði eða gólfi er hægt að nota einnota klút frá Nivea og bletturinn hverfur!

Bestu óskir um mikinn handavinnuvetur, Jóhanna E. Pálmadóttir

Brúðarpeysa Tinnu

Hönnun: Jóhanna Pálmadóttir í samráði við brúðina, Tinnu Gunnarsdóttur

STæRðiR S (M L)

Yfirvídd: 85 (91 95) sm

Lengd á bol að handvegi: 51 (55 57) sm

Ermalengd: 48 (49 50) sm

Efni

Plötulopi – 100 g plötur

A – ljósgrár 4 (4 5)

Mohair – 50 g dokkur

B – hvítur 3 (3 3)

Hringprjónn nr 3, 80 cm

Hringprjónar nr 4, 40 og 80 cm

Sokkaprjónar nr 3 og 4

PRJÓnfESTA

10 x 10 cm = 19 L og 27 umf slétt prjón á prjóna nr 4. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.

AðfERð

Bolur og ermar eru prjónuð í hring með einföldum plötulopa. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar fyrir miðju að framan. Saumað er með saumavél í brugðnu lykkjurnar fyrir miðju á framstykki áður en klippt er upp til að opna peysuna. Ath. að í stærð S eru 10 L í handveg á bol en aðeins 9 L á ermi.

BoLUR

Fitjið upp 183 (195, 205) L með lit A á hringprjón nr 3. Prj 12 umf stroff fram og til baka þannig:

32

Brúðhjónin Tinna Björk Gunnarsdóttir og Frímann Haukur Ómarsson giftu sig í maí í vor í garðinum heima hjá sér við Ægissíðuna í Reykjavík.

1. umf (frá röngu): Prj 1 L sl, 1 L br til skiptis út umf. 2. umf: Prj sl.

Skiptið yfir á prj nr 4. Fitjið upp 2 L og tengið saman í hring => 185 (197, 207) L. Prj 3 (7, 9) umf sl og setjið merki í hliðar með 46 (49, 52) L á hvoru framstykki og 93 (99, 103) L á baki. Næsta umf (úrtaka): *Prj þar til 3 L eru að hliðarmerki, prj 2 L saman, 1 L, (færið merki), prj 1 L, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir*. Endurtakið við seinna merkið. Prj 5 cm sl*. Endurtakið úrtöku (með 5 cm millibili) alls 7 sinnum til viðbótar => 151 (165, 173) L og endið á 5 cm sl. Næsta umf (útaukning): *Prj þar til 1 L er að merki, aukið út um 1 L, prj 1 L, (færið merki), prj 1 L, aukið út um 1 L. Endurtakið við seinna merkið. Prj 5 cm sl*. Endurtakið útaukningu 1 sinni til viðbótar => 159 (173, 181) L. Prj áfram þar til bolur mælist 51 (55, 57) cm. Geymið bol og prj ermar.

ERMAR

Fitjið upp 30 (34, 36) L með lit A á sokkaprjóna nr 3. Tengið í hring og prj stroff eins og á bol, alls 22 umf. Skiptið yfir á prj nr 4, prj 1 umf sl og aukið út um 0 (0, 4) L jafnt yfir umf. Aukið síðan út um 2 L undir miðri ermi (1 L í byrjun umf og 1 L fyrir síðustu lykkju í umf), fyrst í 6. (7., 7.) hverri umf, 5 sinnum og síðan í 9. (10., 10.) hverri umf, 5 sinnum => 50 (54, 60) L. Prj þar til ermi mælist 48 (49, 50) cm. Setjið 9 (10, 10) L undir miðri ermi á aukaband/nælu => 41 (44, 50) L.

AxLASTyKKi

Sameinið bol og ermar á hringprjón nr 4. Prj 35 (38, 40) L af bol (fram), setjið næstu 10 (10, 10) L af bol á aukaband/nælu. Prj fyrri ermi við 41 (44, 50) L. Prj 69 (77, 81) L af bol (bak), setjið næstu 10 (10, 10) L á aukaband/ nælu. Prj seinni ermi við 41 (44, 50) L og að lokum 35 (38, 40) L af bol (fram) => 221 (241, 261) L. Prj 2,3,4 umf sl. Prj nú munstur skv teikningu og skiptið yfir í styttri hringprjón þegar lykkjum fækkar. Fellið laust af.

fRáGAnGUR

Gangið frá endum. Saumið í vél með beinu þéttu spori og samlitum tvinna, tvisvar í hvora br L fyrir miðju að framan. Klippið upp á milli saumanna.

Prj snúrukant framan á ermar og meðfram brúnum peysunnar. Snúrukantur er eingöngu prjónaður frá réttu, þ.e. þegar búið er að prjóna slétt yfir lykkjurnar, eru þær færðar aftur yfir á vinstri prjón, bandið látið liggja fyrir aftan og aftur byrjað á fyrstu lykkju.

Kantur á ermi:

Með lit B (mohair) á prj nr 4, takið upp L allan hringinn, 1 L í hverja prjónaða L. Slítið frá. Fitjið upp 4 L á sokkaprjón nr 4. *Prj 3 L sl, takið 1 L óprj (síðustu lykkjuna), prj 1 L af erminni og steypið óprj L yfir. Færið L aftur yfir á vinstri prjón* og endurtakið frá * til * þar til búið er að prjóna kant við allar L á erminni. Lykkið saman við byrjun á kantinum.

33
34

Kantur meðfram bol:

Með lit B (mohair) á prj nr 4, takið upp L allan hringinn þannig: Byrjið neðst í hægri hlið. Takið upp 1 L í hverja prj L á stroffi, 3 L í hornlykkjuna og síðan 3 L í hverjar 4 prj umf upp hægri framhlið. Takið upp 3 L á horni og síðan 1 L í hverja L í hálsmáli. Haldið svona áfram þar til búið er að taka upp L allan hringinn. Prj snúrukant eins og á ermum NEMA fitjið upp 7 L í byrjun (aðeins breiðari en á ermum). Prj horn og hnappagöt þannig: Horn: Prj eins og venjulega í fyrstu hornlykkjuna (Prj 6 L, takið 1 L óprj og fellið yfir fyrstu L af 3 á horni). Færið L yfir á vinstri prjón, prj 7 L og færið þær aftur yfir á

vinstri prj. Prj eins og venjulega í aðra hornlykkjuna, prj 7 L og færið þær aftur yfir á vinstri prjón. Prj venjulega í þriðju hornlykkjuna og lykkjurnar sem koma á eftir að næsta horni.

Hnappagöt: Ath að gera hnappagöt á hægra framstykki, 14 hnappagöt með jöfnu millibili þannig:

*Prj 7 L, færið L yfir á vinstri prjón*. Endurtakið frá * til * þrisvar sinnum. Kantur til að hylja vélsauminn:

Takið upp L á röngu við brún kantsins að framan (hægt að fara í sömu L og teknar voru upp fyrir kantinn). Prj slétt prjón fram og til baka, slétt frá réttu, brugðið frá röngu, 6-8 umf. Fellið laust af. Festið kantinn lauslega niður þannig að hann hylji vélsauminn.

35 Munstur 46 ʃ ʅ ʃ ʅ 45 umf 93  (101,  109)  L 44 43 42 ʃ ʅ 41 umf 115  (125,  135)  L 40 39 38 37 ʃ ʅ ʃ ʅ 36 umf 135  (147,  159)  L 35 34 sleppið  umf  í  stærð  S 33 32 ʃ ʅ 31 umf 137  (149,  161)  L 30 29 sleppið  umf  í  stærðum  S  og  M 28 ʃ ʅ ʃ ʅ 27 umf 157  (171,  185)  L 26 25 24 ʃ ʅ 23 umf 179  (195,  211)  L 22 21 sleppið  umf  í  stærðum  S  og  M 20 sleppið  umf  í  stærð  S 19 18 17 ʃ ʅ ʃ ʅ 16 umf 199  (217,  235)  L 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 umf 221  (241,  261)  L Lykill = A = B = brugðin  L — — ʃ ʅ — — — — — — Lykill = A = B — = brugðin  L ʅ = takið  1  L  óprj,  prj  1  L  og  steypið  óprj  L  yfir ʃ = prj  2  L  saman = engin  L = endurtakið

Milliserívétta

Efni:

• Efnið er harðangursefni sem fæst til dæmis í Ömmu mús, handavinnuhús.

• Garnið er perlugarn nr. 5.

Krosssaumur: Hver kross tekur yfir 2x2 þræði. Hann er saumaður frá vinstri til hægri og til baka.

Kanturinn: Þegar búið er að sauma krosssaumskantinn í kring er rakið úr sem svarar til sex þráða, en það fer eftir smekk.

36
x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x M x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x M x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x Krosssaumur  -­‐  hver  kross  tekur  yfir  2x2  þræði.  Hann  er  saumaður  frá  vinstri  til  hægri  og  til  baka. Kanturinn  -­‐  þegar  búið  er  að  sauma  krosssaumskantinn  í  kring  er  rakið  úr  sem  svarar  til  6  þráða  en  það  fer  eftir  smekk x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x M x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x M x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x Krosssaumur  -­‐  hver  kross  tekur  yfir  2x2  þræði.  Hann  er  saumaður  frá  vinstri  til  hægri  og  til  baka. Kanturinn  -­‐  þegar  búið  er  að  sauma  krosssaumskantinn  í  kring  er  rakið  úr  sem  svarar  til  6  þráða  en  það  fer  eftir  smekk Efnið  er  harðangursefni  sem  fæst  í  Ömmu  mús  og  garnið  er  perlugarn  nr  5

Barnateppi með breiðri blúndu

Hönnun: Jóhanna E. Pálmadóttir

Efni og áhöld:

• Efni: 2 dokkur Kambgarn

• Prjónar: Hringprjónn nr. 3 a.m.k. 60 cm langur

Aðferð:

Miðjan er prjónuð þannig að aukið er út um 1L í upphafi hverrar umf þar til lykkjufjöldinn er kominn og þá er tekið úr í lok hverrar umf þar til einungis eru 3L eftir. L eru teknar upp frá öllum köntum og á hornum er aukið út í munsturumf.

Umf með sléttri tölu eru alltaf sléttar. Endurtekið á milli * xx *

Miðja:

Fitjið upp 3L og prjónið eina umf sl. Í upphafi hverrar umferðar er slegið upp á prjóninn og prjónið út umferðina. Þetta er gert í upphafi hverrar umf þar til 80L eru komnar. Fellið af um 1L í lok hverrar umf þar til L eru aftur orðnar 3.

Blúnda:

Prjónið upp lykkjur frá öllum köntum miðjunnar en á hornum eru 3L prjónaðar út úr horninu. Tekið er aftan í miðL á hornunum í munsturumf og slegið upp á sitt hvoru megin til að auka út. Ath að þegar uppáslegna L úr sjálfu munstrinu er við hornið, verður að slá tvisvar upp á prjóninn og þegar þær tvær L eru prjónaðar í sléttu umf, er prjónað aftan í þá síðari. Munstrið myndar zik-zak blúndu.

Tákn:

O = slegið upp á prjóninn

A= prj aftan í L

∫ = 2L prj saman

∫ = 1L tekin fram af, næsta prj og fyrri L steypt yfir fp = fastapinni

LL = loftlykkjur

Munstur (lesist frá vinstri til hægri)

1. umf: O * ,∫ ,O,* O,A Endurtekið út umf

2. umf: Slétt

3. 1. og 2. umf endurtekin 5x (alls 10 umf)

11. umf: O,*O, ∫*,O, A endurtekið út umf

12. umf: slétt

1. og 2. umf endurtekin 5x (alls 10 umf)

Endurtekið eins oft og þurfa þykir.

frágangur:

Heklið lykkjurnar saman með hnútakanti. Heklið saman tvær lykkjur á hliðum og þrjár L í hornum, þannig: heklið saman 2L, 3fp, heklið aftur niður í sömu L (hnútur). Heklið 3LL og heklið næstu tvær saman. Endurtekið allan hringinn.

Hægt er að hafa breiddina á zik-zakinu breytilega eins og er á bleika teppinu. Bláa teppið er með jafnt zik-zak.

37

Svæfilver

Heklað  horn  í  svæfilsver.

Heklað horn í svæfilver.

Efni  og  áhöld: Hvítt  heklugarn  Cebelia  nr  20

Heklunál  nr  1,0 1,25

Einn  stuðull st

I Einn  stuðull st

Ein  loftlykkja LL

Heklið  10LL (síðstu  3  eru  fyrstu  lykkjurnar  í  næstu  umf) Útaukning  =  heklið  4LL  og  hekið  ofan  í

Hægt  er  að  stækka  svæfilhornið  með  því  að  nota  grófara  garn

38 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I
Svæfilsver

Efni og áhöld:

• Hvítt heklugarn Cebelia nr: 20

• Heklunál nr 1,0 - 1,25

Fitjið upp 49 loftlykkjur (síðustu þrjár eru loftlykkjur í upphafi umf. nr. 2) Hver grænn stakur ferningur samanstendur af þremur stuðlum. Þetta er eiginlega þannig að hver lína í ferningi er einn stuðull, merkið í grænu reitunum merkir aukastuðul. Hvítir ferningar eru með eina loftlykkju í þverlínu á milli stuðla. Hver hvítur ferningur samanstendur af einföldum stuðli og einni loftlykkju. Hægt er að stækka munstrið fyrir fullorðinsstærð með grófara heklugarni og/eða fjölga blómum.

Efni  og  áhöld:  Hvítt  heklugarn  Cebelia  nr 2 0  og  heklunál  nr  1,0-­‐1,25?

Efni  og  áhöld:  Hvítt  heklugarn  Cebelia  nr 2 0  og  heklunál  nr  1,0-­‐1,25?

Hver  grænn  stakur  ferningur  samanstendur  af  þremur  stuðlum.

merkir  aukastuðul.  Hvítir  ferningar  eru  með  eina  loftl  í  þverlínu  á  milli  stuðla..

Þetta  er  eiginlega  þannig  að  hver  lína  í  ferningi  er  einn  stuðull,  merkið  í  grænu  reitunum  merkir  aukastuðul.  Hvítir  ferningar  eru  með  eina  loftl  í  þverlínu  á  milli  stuðla.. Hver  hvítur  ferningur  samansstendur  af  einföldum  stuðli  og  einni  loftlykkju

Hver  grænn  stakur  ferningur  samanstendur  af  þremur  stuðlum.

Fitjið  upp    49  loftlykkjur  (síðustu  3  eru  loftlykkjur  í  upphafi  umf  nr  2)

Hver hvítur ferningur samanstendur af einföldum stuðli og einni loftlykkju

Þetta  er  eiginlega  þannig  að  hver  lína  í  ferningi  er  einn  stuðull,  merkið  í  grænu  reitunum  merkir  aukastuðul.  Hvítir  ferningar  eru  með  eina  loftl  í  þverlínu  á  milli  stuðla.. Hver  hvítur  ferningur  samansstendur  af  einföldum  stuðli  og  einni  loftlykkju

Fitjið  upp    49  loftlykkjur  (síðustu  3  eru  loftlykkjur  í  upphafi  umf  nr  2)

Hægt  er  að  stækka  munstrið  fyrir  fullorðinsstærð  með  grófara  heklugarni  og/eða  fjölga  þá  blómunum. Einn  stuðull

Hægt  er  að  stækka  munstrið  fyrir  fullorðinsstærð  með  grófara  heklugarni  og/eða  fjölga  þá  blómunum.

Einn  stuðull

stuðull

I Einn  stuðull

ein  loftlykkja

39
nótt milliverk I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I X X C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Efni  og  áhöld:  Hvítt  heklugarn  Cebelia  nr 2 0  og  heklunál  nr  1,0-­‐1,25? I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I
Góða
I Einn
ein
I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I
loftlykkja
reitunum

Kaðlasjal

Hönnun: Jóhanna E. Pálmadóttir fyrirsæta: Erla Ríkharðsdóttir

Aðferð:

Fitjið upp 8L og aukið er út í annarri hverri umf. (í umf með oddatölu). Þegar nægar lykkjur eru komnar bætast smám saman við kaðlar í munstrið eins og sjá má í 17. umf.

Umferðir með sléttum tölum (2,4,6,8 o.s.frv.) eru alltaf prj sléttar þar sem brugðið er á réttunni og öfugt.

Fyrsta kantlykkjan er alltaf tekin óprjónuð fram af en sú síðasta er prj slétt. Kaðlar mynda munstrið á brugðnum grunni. Eftir miðjunni, alla leið, ganga tvær lykkjur sem krossast þannig að seinni L er prjónuð í gegnum þá fyrri. Kaðlarnir snúa til vinstri, vinstra megin og til hægri, hægra megin við miðju. Aukið er út bæði sitt hvoru megin við miðjuL og út við kantL. Í 11 umf byrjar að koma fram fjöldi S eða B í staðinn fyrir að telja alla stafina upp.

Uppskrift:

1. umf: K, O, S,S,O,S,S,O,S,S,O,K

Efni og áhöld:

• Garn: Noro (the world of nature, made in Japan)

Litur 2, Lot: D. Keypt í Storkinum.

• Prjónar: nr 3,5

Tákn:

K = KantL

O = Slá upp á

S = Slétt L

B = Brugðin L

X = Kaðall(2L) Takið fyrri L fram fyrir, prj næstu L og prj síðan fyrri L

Z = Kaðall (2L) Takið fyrri L aftur fyrir, prj næstu L og prj síðan fyrri L

V = 2L krossast: Prj L nr. 2 í gegnum L nr. 1. Prj síðan L nr. 1.

15. umf: K,O,7B,Z,Z,7B,O,V,V,O,7B,X,X,7B,O,K

16. umf: K,8S,B,B,8S,B,B,8S,B,B,8S,K

17. umf: K,O,Z,Z,6B,Z,Z,6B,Z,Z,O,V,V,O,X,X,6B,X,X,6B,X,X,O,K

18. umf: K,S,B,B,6S,B,B,6S,B,B,S,B,B,S,B,B,6S,B,B,6S,B,B,S,K

Haldið áfram þar til 30 kaðlar eru komnir.

Blúnda:

Einum kaðli er bætt við á milli núverandi kaðla. Þá eru tvær brugðnar á milli kaðla.

Fellt af eftir fimm munstur eða prjónað þangað til garnið er búið.

40
2. umf: K, S,B,B,S,B,B,S,B,B,S,K 3. umf: K,O,B,Z,Z,B,O,V,V,O,B,X,X,B,O,K 4. umf: K,S,S,B,B,S,S,B,B,S,S,B,B,S,S,K 5. umf: K,O,B,B,Z,Z,B,B,O,V,V,O,B,B,X,X,B,B,O,K 6. umf: K,S,S,S,B,B,S,S,S,B,B,S,S,S,B,B,S,S,S,K 7. umf: K,O,B,B,B,Z,Z,B,B,B,O,V,V,O,B,B,B,X,X,B,B,B,O,K 8. umf: K,S,S,S,S,B,B,S,S,S,S,B,B,S,S,S,S,B,B,S,S,S,S,K 9. umf: K,O,B,B,B,B,Z,Z,B,B,B,B,O,V,V,O,B,B,B,B,X,X,B,B,B,B,O,K 10. umf: K,S,S,S,S,S,B,B,S,S,S,S,S,B,B,S,S,S,S,S,B,B,S,S,S,S,S,K 11. umf: K,O,5B,Z,Z,5B,O,V,V,O,5B,X,X,5B,O,K 12. umf: K,6S,B,B,6S,B,B,6S,B,B,6S,K 13. umf: K,O,6B,Z,Z,6B,O,V,V,O,6B,X,X,6B,O,K
umf: K,7S,B,B,7S,B,B,7S,B,B,7S,K
14.

Umhverfisvænir pokar

Lífrænir pokar eru framleiddir úr endurnýjanlegri auðlind s.s. maíssterkju. Þeir eru algerlega

lífbrjótanlegir, henta vel til jarðgerðar og eru því einstaklega umhverfisvænir.

Pokarnir henta vel fyrir matarúrgang, garðaúrgang sem og allan annan lífrænan úrgang.

Umbúðaverslanir Odda

Fosshálsi 17, 110 Reykjavík og Héðinsgötu 2, 105 Reykjavík

Opnunartími verslana er alla virka daga:

Fosshálsi frá 08:00 – 17:00 Héðinsgötu frá 08:00 – 16:00

41
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
P14.05.423

Norðankonur án landamæra

í Rovaniemi

Norrænt sumarþing kvenfélaga var haldið dagana 26. – 29. júní sl. í Rovaniemi í Finnlandi. Rovaniemi er höfuðstaður og stærsta borg Lapplands og liggur norðan við heimskautsbaug.

Þema þingsins var „Norðankonur án landamæra” og var umfjöllunarefnið tengt tækifærum og takmörkunum búsetu í norðrinu fyrir konur.

Gestgjafar þingsins voru finnska kvenfélagasambandið Marttaliitto og Lapin Martat, héraðssamband kvenfélaganna í Lapplandi.

Í Finnlandi eru starfrækt tvö kvenfélagasambönd, annað fyrir finnskumælandi finna og hitt, Marthaförbundet, fyrir sænskumælandi finna og skiptast þau á að halda NKF þingin með kvenfélagasamböndunum á hinum Norðurlöndunum.

Þingið var haldið í Science Centre Arktikum í Rovaniemi, sem auk þess að vera ráðstefnustaður við heimskautsbaug er vísindamiðstöð og safn um

Lappland og lífið þar í gegnum árþúsundin.

Jólakortaskrif í júní

Rovaniemi er frægt fyrir að þar búi hinn eini sanni norræni jólasveinn, þar er jólaþorp þar sem meðal annars er hægt að hitta jólasveininn og senda jólakort sem berast móttakendum rétt fyrir jólin. Kvenfélagskonur nýttu sér

Una María Óskarsdóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands þakkaði fyrir móttöku borgarstjórnar Rovaniemi og afhenti Esko Lotvonen borgarstjóra Skyrgám að gjöf og kynnti jólasveinahefð Íslendinga fyrir honum.

42 Frá Kvenfélagasambandi Íslands
Myndir og texti: Hildur Helga Gísladóttir Þátttakendur NKF 2014 á tröppum Rovaniemikirkju.

þetta einstaka tækifæri og kepptust við að skrifa jólakort til vina og ættingja og víst að margar þeirra hafa nú lokið þeim skrifum fyrir þetta árið.

Góð þátttaka var á þinginu sem var afar vel heppnað, gestir þess voru 115 talsins, þar af níu frá Íslandi og flestar úr Sambandi sunnlenskra kvenna sem starfrækir ferðasjóð sem kvenfélagskonur geta sótt í til að taka þátt í þingum sem þessum.

Mikilvægur hluti sumarfunda norrænu kvenfélaganna er að konur kynnist sín á milli. Auk ráðstefnudagskrárinnar var boðið upp á skoðunarferð í rútu um Rovaniemi, farið í móttöku til bæjarstjórnar Rovaniemi og til kvenfélaganna á svæðinu að ógleymdum hátíðarkvöldverði þar sem jólasveinn þeirra í Rovaniemi heiðraði ráðstefnugesti með nærveru sinni í stutta stund.

Einkennisfatnaður

kvenfélagskvenna

Lapplandsmörturnar buðu gestum á sumarfundinum í hádegisverð í Safnaðarheimili Rovaniemisóknar. Þar báru þær fram þjóðlega máltíð og sýndu einkennisfatnað Martanna frá upphafi til okkar tíma. Kvenfélögin innan Marttaliitto eiga sér einkennisklæðnað sem hefur tekið breytingum í áranna rás en er aðallega saumaður úr bláköflóttu efni. Til að geta eignast fatnaðinn þarf að vera meðlimur í kvenfélagi innan Marttaliitto. Vakti sýningin mikla og verðskuldaða athygli. Fatnaðinn má sjá á meðfylgjandi myndum.

Farið var í heimsókn í kennslueldhús og félagsaðstöðu kvenfélagsins í Rovaniemi þar sem starfsemi þess var kynnt.

Heimilisfræðikennsla í skólum er ekki eins umfangsmikil í Finnlandi og hér á landi en fer í meira mæli fram á námskeiðum kvenfélaganna í Finnlandi sem sjá að miklu leyti um heimilisfræðslu og matreiðslukennslu fyrir börn og fullorðna. Kvenfélagskonur gera líka talsverða handavinnu og kenna hana að vissu marki, en sinna síður bakstri og vinnu tengdri veitingum eins og hér á landi. Kvenfélögin eru flest með 1-4 kennara í vinnu og hafa talsvert umleikis hvað varðar kennslu og fá greitt fyrir það frá opinberum aðilum og öðrum sem kaupa þjónustuna.

Erindi á þinginu:

Hvað vill konan?

Soile Veijola, prófessor við Háskólann í Lapplandi. Yfirskrift erindis hennar var: Hvað vill konan? Niðurstaða hennar var að frá því að Sigmund Freud fyrst spurði þessarar spurningar hefði margt breyst í samfélaginu, ekki síst í samskiptum kynjanna, en að enn hefði ekki fengist svar við spurningunni og enginn hefði í raun lagt sig eftir af fullri alvöru að finna út hvað það er.

Hún talaði um mismunandi viðhorf til kynjanna hvað varðar færni fólks. Eiginleikar sem alla jafna hafa verið taldir dæmigerðir fyrir konur, s.s. geta til að annast þarfir annarra, takast á við mörg verkefni samtímis, að skapa gott andrúmsloft, að hafa samskiptafærni og tala mörg tungumál væru eiginleikar sem gjarna er krafist á vinnumarkaði. Í tilviki konu væru þessir eiginleikar taldir sjálfsagðir, en í tilviki karls væri hann lofaður og prísaður fyrir þá og þeir hefðu jafnvel áhrif á laun hans.

43 - umsjón Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri
Margrét Baldursdóttir, Una María Óskarsdóttir, Mjöll Einarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sigríður Emilsdóttir, Ásdís Finnsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir og Helga Árný Baldursdóttir. Finnsku Mörturnar sýndu einkennisfatnað kvenfélagskvenna Martanna frá upphafi til okkar tíma.

Veijola tók dæmi um forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb, sem er áberandi maður þar í landi og talinn duglegur á ýmsum sviðum og með góða hæfni til að ná til fólks. Félagsleg færni eru taldir styrkleikar Stubb og honum hrósað fyrir þá. Hún taldi að ef kvenkyns stjórnmálamaður

myndi brosa eins oft og Stubb, vera eins virkur í ræktinni, tala eins mörg tungumál og vera jafn virkur á Twitter og hann er, myndi það teljast sjálfsagt og jafnvel talið að hún hlægi of mikið, væri of glæsileg, væri óttalegur vindbelgur og talaði eins og hún væri í ræðukeppni.

Sagan mikilvæg

Sari Niemisalo, vísindamaður við Háskólann í Lapplandi og kvenfélagskona í Lapin Martat.

Niemisalo fjallaði um það hvers vegna það er mikilvægt að rannsaka sögu kvenfélaganna í Lapplandi. Hún rannsakar þá sögu, en það hefur ekki verið gert áður og stefnir hún á að skrifa doktorsritgerð um efnið. Niemisalo fór í stuttu máli yfir tengsl kvenfélaganna við hin ýmsu skeið í sögu Finnlands, aðallega stríðstímana og sagði meðal annars: Vegna spurningarinnar, Hver erum við? þá er mikilvægt að kvenfélagskonur rannsaki sjálfar eigin sögu og einnig að hver Mörtukynslóð skapi sér sína eigin tengingu við hið liðna, þó mætti ekki gleyma vísindarannsóknum sem gera sögutúlkunina trúverðugri í augum þeirra sem ekki þekkja til. Niemisalo sagði að lokum að staður eða félag án sögu væri eins og manneskja án minnis.

Hugrekki og virkni!

Irma Kuukasjärvi, samskiptahagfræðingur Lappset Group. Lappset hannar og framleiðir leiktæki og íþróttavörur. Erindi hennar, Frumkvöðlastarf er lífsstíll og lífsval fjallaði um hvaða ákjósanlegu eiginleikar henta best í fyrirtækjarekstri

44 Frá Kvenfélagasambandi Íslands
Þjóðbúningaklæddir ráðstefnugestir á hátíðarkvöldverðinum
Finnskar Mörtur og kvenfélagskonur, fyrir utan húsnæði félagsins í Rovaniemi

til að ná árangri í rekstrinum og í lífinu. Hún taldi að hugrekki og andlegur styrkur og það að geta og þora að taka áhættu án þess að það kosti mikið stress væru í raun grunnforsenda þess að geta rekið fyrirtæki. Að auki nefndi hún dugnað, ábyrgð, þolinmæði, að geta tekið ákvarðanir, hafa trú á sjálfri sér og viðskiptahugmynd sinni og ekki vera hrædd um að gera mistök eða taka rangar ákvarðanir. Kuukasjärvi vildi ekki meina að ákjósanlegir eiginleikar í fyrirtækjarekstri væru kynbundnir heldur lægi fyrirtækjarekstur vel fyrir sumu fólki, hann væri lífsstíll þess og val en hindraði það ekki í að vera virkt á ýmsum ólíkum sviðum. Það að vera framkvæmdasamur fleytir fólki langt í lífinu. Hið mikilvæga er að halda sér virkri og ekki gleyma að huga að eigin þörfum. Restin væri skipulagsatriði.

List og sögur

Riitta Kuusikko, sýningastjóri í Listasafni Lapplands flutti erindi um Andreas Alariesto, þekktan Lappneskan sagnamann og listmálara sem hefur með sögum sínum og myndverkum haldið á lofti sögu og lífi alþýðufólks í Lapplandi.

Í lok þingsins bauð Siv Warholm, formaður Hem och Samhälle í Svíþjóð þinggesti velkomna á norræna þingið árið 2015 en það eru hennar samtök sem sjá um það. Þingið verður í Gränna í Svíþjóð dagana 26. – 28. júní. Gränna er nálægt Jönköping í miðhluta Svíþjóðar og stendur við Vättern sem er næst stærsta vatn Svíþjóðar.

Þema þingsins verður Lífsgæði og tengd þemu, heilsa – matur – mataræði og umhverfi.

Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni www.kvenfelag.is og í Húsfreyjunni þegar þær liggja fyrir

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þinginu:

Auka þarf verðmætamat vinnuframlags kvenna

Sumarfundur norrænu kvenfélaganna, NKF, haldinn i Rovaniemi í Finnlandi 26. - 29. júní 2014 krefst þess að virðing sé borin fyrir fjölbreyttu starfsvali kvenna á hinum ýmsu skeiðum lífsins. Samfélagið getur ekki reiknað með að ólaunuð störf kvenna inni

Marianne Heikkilä framkvæmdastjóri Marttaliitto, Lea Sairanen formaður Marttaliitto, jólasveinninn í Lapplandi og Elisabeth Rusdahl formaður Norges Kvinne- og familjeförbund og NKF

á heimilum séu óþrjótandi auðlind sem hægt sé að ganga að sem vísu um ókomna tíð.

Auka verður virðingu fyrir hinum svokölluðu „kvennastörfum“ með hærri launum og betra vinnuumhverfi. Þannig verður auðveldara fyrir konur að stíga fram og leggja af mörkum  hæfni sína og þekkingu til að þróa og bæta samfélagið.

Meta skal að verðleikum mikilvægan þátt norrænna kvenna í að þróa gott samfélag

Sumarfundur norrænu kvenfélaganna, NKF, haldinn i Rovaniemi í Finnlandi 26. - 29. júní 2014 gerir athugasemdir við að störf kvenfélaga og framlag þeirra til samfélagsþróunar séu ekki metin sem skyldi af ríkisstjórnum Norðurlandanna og Norrænu ráðherranefndinni. Við köllum áfram eftir meiri stuðningi við norrænt samstarf kvenfélaganna þvert á landamæri ríkjanna. Norræna kvenfélagasambandið, NKF, harmar það að ekki hafi verið tekið tillit til ályktana þess frá 2012 um að styrkja beri norræna kvennasamvinnu og að ástandið sé enn óbreytt.

Ályktunin frá 2012 til Norrænu ráðherranefndarinnar var svohljóðandi:

„Norræna kvenfélagasambandið, NKF, fer fram á það við Norrænu ráðherranefndina, NMR, að hún í auknum mæli styðji og styrki störf kvenfélaganna sem unnin eru þvert á landamæri Norðurlandanna. NKF óskar eftir því að NMR skapi góðan ramma og vinnuskilyrði fyrir samvinnu kvenfélaganna á Norðurlöndum.

Norræna Kvenfélagasambandið, Nordens kvinnoforbund, vekur athygli á hinum mikla krafti kvenna til sjávar og sveita: Nýsköpun á sviði hönnunar, nýsköpun í þágu jafnréttis og fjárfestingar í höndum kvenna hafa sýnt fram á góðan árangur fyrir samfélagið. Kvenfélög hafa með jákvæðri viðleitni sinni lagt mikla vinnu af mörkum og með því sýnt fram á að konur stuðla að betri félagslegri velferð, bæta heilsu og þróa góð samfélög. Hvernig væri samfélagið án kvenfélaga?”

Störf kvenfélaganna eru mikilvæg, ekki síst í ljósi þess að þau vinna að jafnrétti. Fulltrúar þeirra verða að koma að undirbúningi og vera með þar sem ákvarðanir eru teknar.

Norræna kvenfélagasambandið, NKF, var stofnað árið 1919, (þá Norræna húsmæðrasambandið, NHF). NHF Norræna kvenfélagasambandið samanstendur af Norges Kvinne­ og familieforbund, Riksförbundet Hem och Samhälle í Svíþjóð, Kvenfélagasambandi Íslands, finnsk­sænska Marthaförbundet og finnska Marttaliitto. Saman hafa þessi kvenfélagasambönd yfir 70.000 meðlimi.

45 - umsjón Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri
Styrktaraðilar þingsins gáfu þátttakendum góðar gjafir

Svona notum við reyniber

Reyniber, betur þekkt sem fuglaber, eru Íslendingum að góðu kunn og þau má sjá víða í görðum á haustin þegar greinar reyniviðarins eru þaktar berjaklösum. Berin, sem eru fallega rauð, minna á jólin og hafa því notið mikilla vinsælda í skreytingar tengdar jólahátíðinni. Reyniber eru bráðholl og þau má nota meðal annars í hlaup, edik og í bakstur.

Á þessum tíma árs kappkosta margir við að tína ber til að njóta núna, sulta niður eða frysta. Þeir sem búa svo vel að vera með runna í görðum sínum sem bera ber sem má borða, eins og rifsber, sólber eða stikkilsber geta búið í haginn fyrir veturinn. En ein er sú tegund berja sem við höfum, mörg hver, í kringum okkur sem nefnast reyniber, öðru nafni fuglaber, þar sem þau laða að sér fjölda skógarþrasta á haustin þegar laufin taka að falla. Berin sem eru fallega rauð eða gulrauð eru vinsælt skreytingarefni meðal annars í haustskreytingar og jólaskreytingar en hafa ekki verið notuð að ráði til matargerðar þar sem þau þykja mjög súr á bragðið.

Virkni reyniberja

Reyniber eru aldin ilmreynis (Sorbus aucuparia) betur þekkts sem reynivið-

ur í daglegu tali og er hann náskyldur eplatrjám. Hér áður fyrr voru berin tínd og meðal annars gert úr þeim hlaup eða saft en það er ekki algengt að þau séu nýtt nú á dögum. Berin eru mjög holl og full af vítmínum og eru C-vítamínrík, eru sögð innihalda meira af því en sítrónur. Þau þykja mjög góð fyrir meltinguna meðal annars gallblöðruna, þurrkuð ber eru góð við niðurgangi og fersk ber við harðlífi. Gott er að borða ber við bjúg þar sem þau eru þvagdrífandi og eru sögð styrkjandi fyrir lifur og lungu og innihalda efni sem vinnur gegn lifrarsjúkdómum.

Pressaður safi úr berjunum, blandaður hunangi er talinn góður fyrir öndunarkerfið og þykir mjög góður fyrir röddina en það er mælt sérstaklega með honum til að styrkja raddböndin. Á öldum áður tíðkaðist að gefa skútusjómönnum berin til að koma í veg fyrir

skyrbjúg. Reyniberin eru ekki eitruð en ef þeirra er neytt í miklu mæli er hægt að fá ónot í magann af þeim.

Notkun

Reyniberin má nota í ýmis konar matargerð eins og í saft, sultur, hlaup og þykja mjög góð í ,,chutney”. Þau má sjóða í grauta og súpur eða þurrka og nota í te.

Berin þykja best ef þau hafa frosið áður en þau eru tínd á haustin þar sem þau eru mjög mjölkennd og við frystingu verða þau vökvakenndari og sætari á bragðið. Til að ná remmunni úr þeim er gott ráð að ,,útvatna” þau í 2 til 3 daga og skipta nokkrum sinnum um vatn eða með því að láta þau liggja í ediki yfir nótt til að ná úr remmunni.

Til að fyrirbyggja C-vítamínskort voru marin reyniber sett í brennivín eða vodka til að nota svo sem C-vítamíndropa þegar leið á veturinn.

Þar sem berin eru fremur súr eins og þau koma fyrir, þá kalla þau á nokkuð mikinn sykur en með því að nota epli með þeim í hlaup eða sultur og gulrætur í marmelaði má draga úr sykrinum.

Berin innihalda náttúrulegt hleypiefni þannig að óþarfi er að nota það. Þau geymast vel heil í frosti svo að hægt er að vinna litla skammta úr þeim eftir hendinni.

Reyniber eru:

• góð fyrir röddina

• auðug af C-víamíni

• góð við niðurgangi

• vökvalosandi

• falleg í skreytingar

Skreytingar

Ef nota á reyniber í skreytingar er best að velta þeim úr kertavaxi til að þau haldi sér. Það er gert með því að bræða kertaafganga, hvít eða rauð og setja í pott með vatni. Þegar vatnið er komið í um 60° hita flýtur vaxið ofan á vatninu. Dýfið reyniberjaklasanum í vatnið í gegnum vaxið, vaxið þarf að þekja berin alveg og því næst í kalt vatn

46
Frá Leiðbeiningastöð heimilanna

og þá eru berin tilbúin til geymslu fram að jólum. Berin geta haldið sér alveg í um það bil þrjú ár með þessum hætti og þess má geta að þessi aðferð hentar einnig við önnur ber og vínber koma sérstaklega vel út með þessari aðferð. Reyniberin eru aðeins viðkvæm fyrst eftir þessa meðferð en síðan má meðhöndla þau að vild.

Bæði Danir og Svíar nota reyniberin í hlaup og þykir reyniberjahlaup ómissandi með villibráð. Reyniberjaedik er líka vinsælt og þá er það notað í salöt eða til að marínera kjöt.

Reyniberjaedik

Um 5 dl fást úr þessari uppskrift

5 dl hvítvínsedik

2-3 klasar af reyniberjum

2 greinar ferskt rósmarín eða 1 tsk þurrkað rósmarín

Skolið reyniberin og hristið vel af þeim vatnið. Setjið berin í flösku og bætið við hvítvínsediki og rósmaríni. Látið flöskuna standa í björtum glugga í að minnsta kosti 2 vikur þannig að edikið nái að samlagast. Geymist á köldum stað eftir opnun.

Sítrónur

Þessi fallegi og glaðlegi ávöxtur gerir kraftaverk í matreiðslu og er mjög góður í hreingerningar.

Með ferskri sítrónu

• nærð þú af berjabláma. Nuddið sítrónubita á fingurgómana eða tennurnar og bláminn hverfur.

• verður fuglakjötið meyrt og bragðbetra. Þú setur sítrónu inn í heilan kjúkling, kryddar og eldar.

• færðu glansandi og hvítari glerung á handlaugina. Skerið sítrónuna í tvennt og nuddið handlaugina að innan. Látið liggja um stund og skolið. Endurtakið ef þarf

• getur þú hvíttað gulnaðan þvott. Hvítu sokkarnir verða skjannahvítir ef þeir eru soðnir í potti með nokkrum sítrónusneiðum í vatninu. Þvoið að lokum í þvottavél.

Reyniberjahlaup

1 ½ kg reyniber (best ef þau hafa frosið) 1 lítri vatn sykur

Aðferð: Berin eru sett í pott ásamt vatninu og hituð að suðu og látin malla við vægan hita í 45 mínútur. Pressið berin í gegnum sigti og mælið safann. Fyrir hvern lítra er sett 1 kg af sykri. Sett í pott og hitað að suðu, froðan er fleytt ofan af og látið malla þar til hæfilega þykkt. Sett á krukkur og lokað vel. Ef nota á sultuna með villbráð er tilvalið að krydda hana með til dæmis myntulaufum, basiliku eða öðru kryddi.

• Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvarinnar má sjá uppskrift að reyniberjasultu með eplum.

Heimildir

http://en.heilkraeuter.net/herbs/rowanberry.htm

http://www.heilsuhringurinn.is/

http://www.mbl.is/greinasafn/grein /28557

http://www.sacredearth.com/ethnobotany/foraging/rowan.php

Nanna Rögnvaldsdóttir. (2001). Matreiðslubók Nönnu. Reykjavík. Iðunn.

• má ná úr blettum. Sítróna er náttúrulegur blettaeyðir, virkar vel til að ná úr blekblettum. Berið sítrónusafa á blettinn og látið liggja um stund. Þvoið.

• verða koparpottar glansandi. Nuddið með sítrónu og salti(sem er

stráð á sítrónuhelminginn) og látið bíða um stund. Nuddið af.

• má eyða lykt af til dæmis skurðarbretti. Nuddið með hálfri sítrónu.

• má fæla burt möl. Sítrónubörkurinn hefur fælingarmátt.

47 Umsjón Eydís Rósa Eiðsdóttir

Hvernig fáum við börnin okkar til að taka til í herberginu sínu

Til að barnið fáist til að taka til í herberginu þarf að segja því hver hagur/ ávinningur þess er að hafa hreint herbergi og um leið getur þú vakið áhuga þess á málinu. Það að nöldra í barninu eða að hafa í hótunum við það skilar engu til lengri tíma. Betra er að setjast niður og ræða við barnið í rólegheitum og útskýra fyrir því hvað það leiðir af sér að hafa óreiðu og telja upp þá kosti að hafa hreint herbergi.

• Það gengur að dóti sínu og hlutum vísum

• Hlutirnir skemmast síður ef þeir liggja ekki á gólfinu

• Hrein föt eru í skápnum en liggja ekki á gólfinu

• Það er meira pláss til að leika sér

• Spyrja barnið hvort því líði vel að hafa allt í drasli

• Biðja barnið að nefna fleiri kosti

• Barnið gæti komið þér á óvart með sínum hugmyndum og skapað tækifæri til að ræða hlutina út frá sjónarhóli barnsins.

Hrós skiptir öllu máli. Það verður að hrósa barninu fyrir hreint herbergi og jafnvel að umbuna því með til dæmis að fá að gera eitthvað sem því þykir skemmtilegt eins og að fá að baka, mála eða fara í sund.

Setningar á borð við: mikið er gaman að sjá hvað herbergið er fallegt eða það er svo gaman að koma inn í herbergið þitt og sjá hvað er flott hjá þér, þú ert svo dugleg(ur).

Þú sem foreldri verður að standa við orð þín og vera góð fyrirmynd. Á meðan að barnið lærir að ganga frá eftir sig þá ætti til dæmis ekki að kaupa nýja hluti þegar dót skemmist vegna hirðuleysis. Það letur barnið til tiltektar.

Heimild

http://www.ehow.com/how_12304629 _child-clean-his-room-using-intrinsicmotivation.html

Fyrir hversu marga er kakan?

Springform, 8 cm á hæð

18 cm fást um 6-8 kökusneiðar

20 cm fást um 8 kökusneiðar

22 cm fást um 10 kökusneiðar

24 cm fást um 10-12 kökusneiðar

26 cm fást um 12 kökusneiðar

Skúffukökuform

Stærð 15 x 20 cm fást um 12 kökusneiðar

Stærð 20 x 30 cm fást um 16 kökusneiðar

Stærð 25 x 35 cm fást um 20 kökusneiðar

Stærð 30 x 40 cm fást um 24 kökusneiðar

Aflangt form

Sem tekur 1 l fást um 10 kökusneiðar

Sem tekur 1 ½ l fást um 12 kökusneiðar

Sem tekur 2 l fást um 14 kökusneiðar

48 Frá Leiðbeiningastöð heimilanna – Umsjón Eydís Rósa Eiðsdóttir
Isabellas.dk

Rose Poultry úrbeinuðu kjúklingalærin eru 100% kjöt. Þau eru ósprautuð og hollari valkostur sem uppfyllir kröfur Skráargatsins.

Danska fyrirtækið Rose Poultry á rætur að rekja aftur til ársins 1952. Kjúklingavörurnar frá Rose Poultry eru frábær kostur í eldamennskuna.

Lestu meira um Skráargatið á skraargat.is

Húsfreyjukostur

Amerískar pönnukökur með bláberjum og hlynsírópi

Mjög góð og einföld uppskrift, dugar í átta pönnukökur

Aðferð:

2,5 dl hveiti

1½ tsk lyftiduft

2,5 dl súrmjólk eða um 2 dl mjólk

2 egg

1 tsk vanilludropar

1 msk olía smá salt

½ -1 bolli bláber, ný eða frosin

Öllu hráefninu fyrir utan vökva og ber er blandað saman. Setjið súrmjólkina út í og hrærið þangað til deigið er laust við kekki.

Blandið berjunum út í og hrærið varlega. Það má setja frosin ber beint út í deigið og baka. Ef fersk ber eru notuð má ekki hræra mikið í deiginu. Bætið við vökva ef deigið er of þykkt.

Hitið smjör á pönnu og steikið eina og eina pönnuköku í einu.

Berið fram með hlynsírópi og smjöri.

Kvenfélagsstarfið og nýjar félagskonur

Ryksuga í stað djúpsteikingarpotts

Hvað er það við félagsstarf sem kallar fólk til starfa og leiðir til þess að fólk tekur þátt í félagsstarfi? Hvað er það sem gerir það að verkum að félagsstarfið heldur í mann og maður vill starfa áfram?

Máltækið: Maður er manns gaman á rætur að rekja til 47. erindis Hávamála sem hljóðar svo:

Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega, auðigur þóttumst er eg annan fann, maður er manns gaman.

Boðskapur þessa gamla erindis á enn við. Fólk hefur ánægju af samveru við annað fólk og ekki spillir ef samskiptin eru jákvæð og áhugamálin og áherslurnar á svipuðum nótum.

Það er keppikefli allra kvenfélaga að kynna þau í því skyni að efla starfið og um leið samfélagið sem þau hafa aðsetur í. Nýjar félagskonur þurfa að finna sig í starfinu og fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Eldri félagskonur geta miðlað upplýsingum til þeirra yngri, en þurfa um leið að gefa þeim nýju svigrúm til að stíga fram með nýjar áherslur og nýja sýn á verkefni kvenfélaganna. Ef ég væri ný kvenfélagskona og fengi það verkefni að ég ætti að steikja kleinur þá yrði ég að segja sem er að ég hefði aldrei steikt kleinur og kynni það ekki.

Fyrsta íslenska

Una María Óskarsdóttir

Þá yrði ég líka að vona að þær eldri yrðu ekki yfirmáta hneykslaðar; að forseti KÍ hefði aldrei steikt kleinur! Ég myndi upplýsa þær um að ef ég hefði ekki skipt djúpsteikingarpottinum sem ég fékk í brúðargjöf í ryksugu þá kynni ég þetta eflaust. Ég myndi líka reyna að stinga upp á einhverju öðru sem ég gæti gert, eins og til dæmis ljúffenga hráfæðisköku, sem er ekki eins hefðbundin, en samt mjög við hæfi í fínum kvenfélagsveislum. Ef þær segðu nei, að það kæmi ekki til greina, það hefðu alltaf verið kleinur, þá bara veit ég ekki hvað ég gæti tekið til bragðs.

Það skiptir vissulega miklu máli að halda í hefðirnar, en um leið að brydda upp á nýjungum í starfinu m.a. til þess að laða fleiri að.

Eins og margir vita þá standa kvenfélögin í landinu ekki bara í bakstri, þau eru að BAKA BETRA SAMFÉLAG og það er þess vegna sem fleiri og fleiri konur koma til starfa. Það er verulega gaman að vinna að áhugaverðum samfélagsmálum og fá að hafa áhrif á þau verkefni sem liggja fyrir hverju sinni. Kvenfélögin eru breið fjöldahreyfing kvenna víða að af landinu. Miklu skiptir fyrir kvenfélögin að hafa starf sitt vel skipulagt, þannig að stjórnir félaga kunni til verka og stjórnarmenn þekki hlutverk sitt sem best. Stjórn Kvenfélagasambands Íslands hefur nú ákveðið að endurvinna Handbók Kvenfélagasambands Íslands, þar sem farið verður yfir verklag í félagsstarfinu, svo sem vegna funda, ræðumennsku og samskipta.

Það sem hefur áhrif á þátttöku fólks í félagsstarfi er að fólkið í félögunum kalli mann til sín. Að það sé gaman að taka þátt í starfinu og að maður fái verkefni við hæfi. Þessi atriði gera það líka að verkum að maður vill starfa áfram og láta gott af sér leiða.

Bestu óskir um skemmtilegt, gefandi og árangursríkt starf í vetur.

Una María Óskarsdóttir forseti KÍ

Í þessari afskaplega

fallegu bók er ferli teræktunarinnar rakið, gerð grein fyrir sögu tesins, fjallað um fjölbreyttar tegundir og framandi bragð og listina að laga ljúffengt te.

50
Orðið hefur: Una María Óskarsdóttir
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu | www.tefelagid.is | facebook.com/tefelagid

„BÖKUM BETRA SAMFÉLAG“

Vinsælu KÍ svunturnar með áletruninni „Bökum betra samfélag“ eru komnar aftur og fást á skrifstofu KÍ.

Textinn vísar til þess að kvenfélögin á Íslandi hafa í gegnum árin aflað fjár til góðra verka með því að baka og selja veitingar. Svunturnar fást í vínrauðu og svörtu og kosta 3500 kr. Pantanir berist á netfangið kvenfelag@kvenfelag.is eða í síma 5527430.

Safnmöppur fyrir

Húsfreyjuna

fást á skrifstofu KÍ, möppurnar taka þrjá árganga eða 12 blöð.

Pantanir berist á netfangið husfreyjan@kvenfelag.is

eða í síma 5517044

Verð 1500 kr.

SÆLKERAVERSLUN HANNYRÐAKONUNNAR

LAUGAVEGI 59, 2. HÆÐ | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 551 8258 STORKURINN@STORKURINN.IS | WWW.STORKURINN.IS

unglegt útlit húðarinnar.

LÆTUR húðFruMur enDurnÝJa SIG hraðar

niVea .com
enDurheiMtu nÝ tt

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.