Húsfreyjan 4. tbl. 2025

Page 1


Kvenfélagasamband Íslands

4. tbl. 76. árg. 2025 | Verð 2.250 kr.

Jákvæð og hvetjandi

GRÆNKERAJÓL

SPARIVETTLINGAR OG JÓLAKRANS

KVENNAATHVARFIÐ

LINDA DRÖFN

GUNNARSDÓTTIR

HÖFUM ALIÐ

UPP TVO STRÁKA

OG HÁLFAN

HEIMINN

SILJA BJÖRG

Jólaminning

ÞEGAR JÓLASTRESSIÐ VERÐUR OF MIKIÐ SKO MÖMMU

HÚN HREINSAÐI TIL

Guðrún Karls Helgudóttir

EFNISYFIRLIT

Leiðari

5

Samfélag og samstaða

Jenný Jóakimsdóttir

Viðtal

6

11

15

Við getum aldrei þekkt nema brot af sögu og reynslu hverrar manneskju

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir

Kvenfélagasamband Íslands

Evrópuþing ACWW í Rúmeníu

Jenný Jóakimsdóttir

Kvennasögusafn

Við erum margar

Björg Baldursdóttir

Kvenfélög

16

18

Kvenfélagið Sif 110 ára

Rebekka Hilmarsdóttir og Guðrún Anna Finnbogadóttir

Kvenfélagasamband Íslands

Fæðingarstaðir taka í notkun

Milou-tæknilausnina

Dagmar Elín Sigurðardóttir og Elinborg

Sigurðardóttir

Viðtal

20

25

26

Kvennaathvarfið:

Baráttan fyrir öryggi og nýrri framtíð

Linda Dröfn Gunnarsdóttir

Jólabækur

Gömlu íslensku jólafólin

Jenný Jóakimsdóttir

Matarþáttur

Grænkera jól

Albert Eiríksson

Kvennaár 2025

Kvenfélagasamband Íslands

38

Vika einmanaleikans

Jenný Jóakimsdóttir

Leiðbeiningastöð heimilanna Einfaldur og jólalegur bakstur

Jenný Jóakimsdóttir

Þjóðbúningar

Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna

á Nýja Íslandi

Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir

Bækur

46

48

54

56

Piparmeyjar – Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi

Jenný Jóakimsdóttir

Hannyrðahornið

Sparivettlingar og jólakrans

Kristín Örnólfsdóttir

Smásagan

Maran, konan og sólin

Sólveig Auðar Hauksdóttir

Jólaminning Öðruvísi jól – 1952

Þórdís Kristjánsdóttir

58

Viðtal Höfum alið upp tvo stráka og hálfan heiminn

Silja Björg Ísafoldardóttir 32

Sko mömmmu hún hreinsaði tilKvennaverkfall

Jenný Jóakimsdóttir

Leiðbeiningastöð heimilanna Léttum okkur lundina, þegar jólastressið verður of mikið

Jenný Jóakimsdóttir

64

Menning Byggðasafnið á Snartarstöðum

Kristín S. Gunnarsdóttir

66 Krossgátan Frístund

Kvenfélög

67

Kvenfélagskona ársins valin á ársfundi SSK Sólveig Þórðardóttir

LJÓÐA SAMKEPPNI

Kvenfélagið Neisti efnir til ljóðasamkeppni í tilefni

80 ára afmælis félagsins í mars 2025.

Ljóðið má spegla kvenfélagsandann fyrr og nú.

Ljóðið verður flutt sumardaginn fyrsta 23. apríl 2026.

Auk þess verður það rammað inn og afhjúpað í Birkimel.

Ljóð skal senda þannig að nafn sé í lokuðu umslagi en umslag og ljóð merkt dulnefni.

Send á Kvenfélagið Neisti, Skálholti, 451 Patreksfirði.

Kvenfélagið mun velja dómnefnd sem velur verðlaunaljóð og mun hafa vald til að velja fleiri en eitt og flokka í verðlaun.

Skilafrestur er 6. apríl 2026.

Dalvegur 30 - 201 Kópavogur S. 517 6460 - www.belladonna.is

Samfélag og samstaða

Þiðhafið nú í höndunum síðasta tölublað Húsfreyjunnar á þessu sögulega Kvennaári. Fimmtíu árum frá því konur lögðu niður störf 24. október 1975 Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Enn og aftur tóku konur og kvár sig saman og boðuðu Kvennaár 2025 og Kvennaverkfall 24. október síðastliðinn. Talið er að yfir 50.000 hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur og mikill fjöldi safnaðist saman á fjölda staða víða um land. Já, samstaðan er svo sannarlega til staðar. Auk kvennaverkfalls hafa verið haldnir fjölmargir viðburðir sem hafa varpað ljósi á störf, áskoranir og mikilvægi kvenna í öllum geirum samfélagsins. Það hefur verið sönn ánægja að gefa kvennasamtökum rými í tölublöðum ársins og leyfa þannig lesendum að fylgjast með hvernig þau vinna óeigingjarnt starf sitt. Mörg þeirra voru einmitt stofnuð upp úr kvennabaráttunni sem fylgdi í kjölfar kvennaverkfallsins 1975. Um leið sýna þann ómetanlega kraft sem býr í kvennahreyfingunni.

Þegar við lítum yfir árið og síðastliðin 50 ár sjáum við mikla framþróun í jafnréttisbaráttunni en verðum jafnframt vör við það bakslag sem enn í dag mætir kvennabaráttunni á ýmsum sviðum.

Umræða utan úr heimi slæðist svo inn í umræðuna hér heima. Því skiptir samstaðan okkur enn ótrúlega miklu máli. Þegar þetta blað kemur úr prentun er rétt um mán uður eftir af Kvenna árinu. Við skulum vona að allur sá fókus og orka sem lagður hefur verið í málefni kvenna á árinu skili sér á endanum í auknum jöfnuði og aukinni virðingu í samfélaginu.

Kvenfélögin, sem eru burðarás Húsfreyjunnar, hafa enn og aftur sýnt hversu mikilvæg þau eru fyrir samfélagið og ekki bara með þátttöku í Kvennaári heldur líka með virkri þátttöku í Viku einmanaleikans, sem Kvenfélagasamband Íslands og kvenfélögin stóðu að í byrjun október.

Nú, þegar hátíð ljóss og samveru nálgast, er sérstaklega mikilvægt að staldra við. Við vitum að jólin geta verið erfið fyrir marga. Veitum hvort öðru athygli og gefum okkur tíma til að skapa innihaldsríka samveru með fólkinu í lífi okkar.

Aðventan er yndislegur tími en oft

Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 4. tölublað, 76. árgangur, nóvember 2025 Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt Árgangur kostar 6.900 kr. m. vsk. í áskrift. Hvert blað kostar í lausasölu 2.250 kr. Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi, Sólveig Ólafsdóttir, Grindavík og Kristín S. Gunnarsdóttir, Öxarfirði. Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Jenný Jóakimsdóttir, jenny@husfreyjan.is.

Viltu gerast áskrifandi?

fylgir henni líka ákveðið jólastress. Í öllum undirbúningnum – bakstri, gjafakaupum og skreytingum – getur verið erfitt að halda fókus á það sem raunverulega skiptir máli. Þess vegna er svo mikilvægt, eins og Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, bendir á í viðtalinu við Húsfreyjuna í þessu jólablaði að finna kjarna jólaboðskaparins.

Það er trúin á vonina, umhyggjuna og ljósið sem heldur okkur við efnið þegar myrkrið er mest.

Leyfum okkur að njóta samverunnar, gleyma stressinu og minnumst þess hversu miklu máli það skiptir að sinna samfélaginu og þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Munum að við erum aldrei ein.

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þakklæti fyrir samfylgdina á þessu merka kvennaári.

Jenný Jóakimsdóttir ritstjóri Húsfreyjunnar

Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands. Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, auglysingar@husfreyjan.is Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík. Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430. Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð í umhverfisvottaðri prentsmiðju.

Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552 7430.

„Við getum aldrei þekkt nema brot af sögu og reynslu

hverrar manneskju“

Guðrún Karls Helgudóttir,

biskup

Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir var vígð til embættis biskups Íslands þann

1. september 2024. Húsfreyjunni þótti forvitnilegt að heyra í henni nú í aðdraganda jóla, kynnast henni aðeins persónulega og fá að heyra hverjar hennar hugmyndir eru varðandi kirkjustarf á Íslandi sem biskup Íslands.

Guðrún er fædd í apríl 1969 og er elst fjögurra systkina. Hún segir að það að vera elsta barn foreldra sinna, sem voru einungis tvítugir þegar hún fæðist, hafi óneitanlega mótað hana svolítið. Hún bjó með foreldrum sínum fyrsta árið í Hafnarfirði, en ólst svo upp alla sína barnæsku í Kópavoginum, fyrir utan tvö ár er þau bjuggu í Hnífsdal. Að loknum grunnskóla fór hún í Menntaskólann í Kópavogi og síðan yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Í millitíðinni skrapp hún til Chicago sem Au-pair í eitt ár. „Maðurinn minn er Einar Sveinbjörnsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, og börnin okkar eru; Hólmfríður sem er gift Bjarka Geirdal Guðfinnssyni. Þau eiga tvö börn, þannig að ég á tvær ömmustelpur. Þær heita Viðja og Esja. Bjarki vígðist sem prestur til Breiðholtskirkju nú í sumar. Svo eigum við aðra stelpu sem er 18 ára. Hún býr enn heima og var að byrja í háskólanum í efnafræði. Hún fer þar meira inn á svið pabba síns. Við búum öll í Grafarvoginum.“

Guðrún segir að það hafi komið bæði sjálfri sér og mörgum í raun á óvart að hún skyldi fara í guðfræði. Hún segist þó hafa verið alin upp í mjög kirkjulegu umhverfi. „Afi minn var prestur á Reyni-

völlum í Kjós og það var alltaf mikil virðing borin fyrir kirkjunni. Pabbi var alltaf í sóknarnefnd og m.a. formaður sóknarnefndar lengi vel. Ég var svo í KFUM/K um tíma þegar ég barn og unglingur. Þegar ég var á síðasta árinu í fjölbrautaskóla, var ég svo lánsöm að þar var í boði að taka námskeið í siðfræði, sem guðfræðingur kenndi. Hann setti okkur fyrir að lesa Bíblíuna, og það vakti áhuga minn mjög. Þar náði ég ef til vill aftur þessum tengslum við þennan trúarog kirkjulega bakgrunn sem ég hafði. Ég þekkti Bíblíuna þó nokkuð, en á þessu námskeiði í siðfræði, kom inn hjá mér nýr áhugi á því hvernig hún fjallar um allt það sem mér fannst skipta máli og ég fékk áhuga á að lesa meira.“

Guðrún segir að upp frá því hafi hún farið að kynna sér guðfræði í háskólanum og þá séð að guðfræðin væri sambland af öllu því sem henni fannst skemmtilegt og hafði áhuga á að læra.

„Ég sá að þar væri hægt að læra heimspeki, sálfræði, félagsfræði, það voru biblíutengdir kúrsar og ritskýring. Svo var meira að segja hægt að læra svolítið í tónlist og að messa. Þegar ég sá þessa fjölbreytni ákvað ég að skrá mig í guðfræði. Þegar ég byrjaði í náminu fannst mér ég virkilega vera komin heim. Hver

einasti dagur var svo skemmtilegur í guðfræðinni. Allt sem ég var að læra var jafn áhugavert.“

Hún segir að það hafi þó tekið sig smá tíma að klára guðfræðina, því hún hafi haft mikinn áhuga á öllu kirkjustarfi og starfaði mikið í kirkjum meðan hún var í náminu. Hún hafi, sem dæmi, verið með sunnudagaskóla í sjö ár og verið æskulýðsfulltrúi í tveimur ólíkum kirkjum. Guðrún útskrifaðist svo frá Háskóla Íslands með Cand. Theol- gráðu vorið 2000.

Prestur í sænsku kirkjunni og í Grafarvogi „Þegar ég kláraði guðfræðina þá bjó maðurinn minn í Gautaborg og var prófessor í háskóla þar, þannig ég ákvað að flytja þangað. Ég ákvað þá að kanna hvort ég gæti orðið prestur þar. Það gekk upp, en það tók alveg þrjú og hálft ár. Ég þurfti að gera svo margt áður en ég fékk vígslu. Ég fór í mjög strangt inntökupróf til að byrja með til þess að kanna hvort ég hefði það sem þyrfti til að verða prestur í sænsku kirkjunni. Þegar búið var að samþykkja mig þurfti ég að fara í prestaskóla í Lundi í eitt ár. Svo var það starfsþjálfun og nám í sænskum kirkjurétti. Ég vígðist svo til prests í Sænsku kirkjunni, í Dóm-

„Ég sá að þar væri hægt að læra heimspeki, sálfræði, félagsfræði, það voru biblíutengdir kúrsar og ritskýring. Svo var meira að segja hægt að læra svolítið í tónlist og að messa. Þegar ég sá þessa fjölbreytni ákvað ég að skrá mig í guðfræði.“

kirkjunni í Gautaborg í janúar 2004. Eftir það þjónaði ég sem prestur í tveimur söfnuðum í Gautaborg í rúm fjögur ár, fyrst sem prestur í eitt ár og síðan sem sóknarprestur í þrjú og hálft ár. Eftir þau ár ákváðum við að flytja heim og þá sótti ég um í Grafarvogskirkju og var þar samtals í 16 ár, frá 2008, fyrst sem prestur í átta ár og tók svo við embætti sóknarprests þar átta árum síðar. Á meðan ég þjónaði í Grafarvogssókn þá kenndi ég líka í fjögur ár við Guðfræðideild Háskóla Íslands, námskeiðið; framsetning kristins boðskapar í nútíma samfélagi sem er prédikunarfræði.“

Áföllin móta okkur

Aðspurð um hvernig persónuleg lífsreynsla hennar móti sýn hennar á þjónustuna við söfnuðinn og kirkjuna segir Guðrún að það séu ekki síst áföllin okkar og það sem hefur reynt á okkur sem mótar okkur sem manneskjur. „Til dæmis það að ganga í gegnum skilnað og að hafa misst bróður í sjálfsvígi, hefur mótað mikið mína sýn á lífið og tilveruna. Sú reynsla hefur hjálpað mér að setja mig í spor syrgjenda, já og að skilja að lífið er alls konar og það er misjafnt hvað mótar okkur. Það er engin manneskja nokkurs staðar sem kemst í gegnum lífið án þess

að lenda í erfiðleikum og verða fyrir áföllum. Þess vegna er svo mikilvægt að við dæmum ekki. Við vitum ekkert hvaða reynslu fólk hefur, og hvað býr að baki. Mér hefur þótt mjög frelsandi að átta mig á því, til dæmis, að ég þarf ekki að hafa skoðun á öllu fólki og öllum hlutum. Ég þarf það bara ekki, og reyni virkilega að tileinka mér það að reyna að sjá Jesú í öllu fólki. Að sjá að allar manneskjur hafa sína sögu. Þessar sögur eru ástæðan fyrir því að við erum eins og við erum. Í okkur öllum býr eitthvað gott. Ég held ég hafi frekar jákvæða sýn á manneskjuna. Mér finnst manneskjan vera spennandi og mér manneskjan vera áhugaverð.“

Framtíðarsýn kirkjunnar

Spurð um framtíðarsýn hennar sem biskup Íslands á kirkjuna segir Guðrún að hennar framtíðarsýn sé sú að þjóðkirkjan verði enn sýnilegri sem sú opna og umburðarlynda kirkja sem hún er. „Ég vona að okkur takist að opna kirkjuna, opna dyr kirkjunnar enn frekar. Þannig að sem flest fólk átti sig á að það er velkomið. Að kirkjan haldi áfram að vera sú breiða hreyfing fólks á Íslandi sem hún er, og að kirkjan rúmi bæði íhaldssemi og frjálslyndi. Að kirkjan rúmi þetta allt saman. Enda er ekki hægt að flokka kirkjuna í einhvern ákveðinn flokk vegna þess hversu breið hún er. Mín framtíðarsýn er sú að kirkjan haldi áfram að vera þjóðkirkja sem þjónar öllum landsmönnum jafnt, vítt og breitt um landið.“

„Við lifum á flóknum tímum og að sumu leyti víðsjárverðum og ég held að það sé mikill kvíði í mörgum vegna þess. Það er býsna flókið að vera manneskja í dag. Það er líka flókið að vera barn í dag og vera unglingur og það getur verið erfitt fyrir unga fólkið að greina á milli hvaða upplýsingar eru sannar og hvað ekki. Þetta mikla aðgengi að samfélagsmiðlum þar sem að veröldin er ekkert alltaf neitt sérstaklega falleg getur reynst mörgum erfitt. Þarna hefur kirkjan ríku hlutverki að gegna þar sem hún býður upp á samfélag sem er mótvægi gagnvart þessu og hún stendur öllum opin. Kirkjan miðlar von og boðar trú á Guð sem elskar manneskjuna nákvæmlega eins og hún er og í trúnni finnum við að við erum hluti af einhverju sem er stærra og meira en við sjálf, að einhverju sem er heilt. Kirkjan býður líka upp á sam-

félag þar sem fólk getur mæst, bæði á erfiðum tímum og í gleði, og hefur upp á endalausa næringu og visku að bjóða og þá ekki síst þegar kemur að Heilagri ritningu.“

Kirkjan og unga fólkið Guðrún segist halda að það sé ekki tabú að tala um Guð og trú í dag. „Fyrir mjög mörgu fólki er trú reyndar mjög persónuleg og fólk er ekkert endilega að ræða mikið sína persónulegu trú, en ég held að það sé ekki skrítið lengur að segjast vera trúaður eða trúuð og fara í kirkju. Við sjáum að ungt fólk er að koma í auknum mæli til kirkjunnar. Ég sé, og veit um hópa ungs fólks sem er að hittast og lesa Biblíuna og hefur mjög mikinn áhuga á

trúmálum. Þetta er þróun sem er líka að gerast í löndunum í kringum okkur. Ég held þau séu komin enn lengra í þessum efnum heldur en við. Þarna skiptir svo miklu máli að kirkjan sé tilbúin og að prestar og djáknar séu tilbúnir að mæta þessu unga fólki þar sem þau eru, til þess að svara þeirra spurningum og til þess að gefa þeim öruggt og gott rými þar sem þau geta spurt spurninga og kynnst trúnni betur. Þetta er í mínum huga jákvæð þróun.“

Hlaupa, prjóna og púsla

En hvernig nær Biskup að hvíla sig frá annasömu embætti og endurnæra sig? „Ég hleyp. Þegar ég hleyp er ég í tengingu við bæði jörðina, náttúruna og al-

mættið. Ég byrjaði reyndar frekar seint að hlaupa, eða um fertugt. Ég hef hlaupið nokkur maraþon og er að fara í Tókýó maraþonið í mars á næsta ári. Ég á eftir tvö af þessum stærstu sex maraþonum, Tokyo og Boston. Svo tek ég þátt í alls konar utanvegahlaupum, var til dæmis í Bakgarðinum um daginn. Það að umgangast fjölskyldu og vini gefur mér mjög mikið, og ég mætti hafa miklu, miklu meiri tíma fyrir það auk þess sem ég finn mikla hvíld í því að prjóna. Það er ákveðin hugleiðsla í því að prjóna auk þess sem les ég líka mikið og hlusta á bæði bækur og hlaðvörp.“

Jólahefðir

Þar sem þetta viðtal er tekið fyrir jólablað Húsfreyjunnar er ekki hægt annað en að spyrja hvort Biskup Íslands hafi einhverjar sérstakar jólahefðir og jólaminningar.

„Ég ólst ekki upp við að fara í kirkju öll jól en ég á samt svo mikið af góðum minningum úr jólamessum frá því ég var barn. Ég minnist þess t.a.m. að syngja Í dag er glatt í döprum hjörtum í jólamessunni hjá afa í Reynivallakirkju í Kjós á jóladag. Það er eitthvað alveg sérstakt við þennan sálm sem að kallar fram minningar um jól bernskunnar. Helgihald hefur verið stór hluti af mínum jólum í áratugi og ég er eiginlega alveg ómöguleg ef ég get ekki farið í messu á aðfangadag. Þannig að fyrir mér eru kirkja og jól eitt.“ Guðrún segir að lengi hafi hún reynt að hitta móður sína, systur sínar og börn fyrir jólin og baka saman, það hafi þær gert lengi en því miður gengur það ekki alltaf. Þá heldur fjölskyldan alltaf eitt fjölskylduboð fyrir jólin, til að hafa næði til að hvíla sig á milli jóla og nýárs, enda sé hún mikið í helgihaldi á milli jóla og nýárs. „Ég er ekki alin upp við að það sé alltaf sami jólamatur. Við, maðurinn minn höfum líka verið með ýmiskonar mat á jólum. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki alltaf verið með sama jólamatinn er, að við höfum ekki alltaf búið á Íslandi og bara haft það sem hentar og okkur langar til hverju sinni. Það sem við höfum boðið upp á á aðfangadagskvöld undanfarin ár er innbökuð nautalund. Það er þó þannig að ekki allir borða kjöt, þannig að við bjóðum yfirleitt upp á tvo rétti nú orðið. Oftar en ekki er hinn rétturinn hnetusteik. Á Þorláksmessu sjóðum við alltaf hangikjötið og það kvöld borð-

„Svo er líka mikilvægt fyrir okkur hvert og eitt að hugsa til náungans á þessum árstíma þar sem áherslan er svo rík á fjölskylduna og kannski taka upp símann og hringja í fólk eða senda skilaboð.“

um við flatkökur, heitt hangikjöt og rauðbeðusalat. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir smákökur, en ég baka alltaf brúna lagköku. Við setjum yfirleitt jólatréð inn daginn fyrir Þorláksmessu en skreytum það svo á Þorláksmessu. Einhver úr fjölskyldunni fara upp í Kjós þar sem foreldrar mínir eiga hús, og höggva jólatré, þannig það er alltaf stór lifandi fura í stofunni um hver jól.“

Kirkjan er samfélag

Guðrún segir að Kirkjan bjóði upp á samfélag um jólin. Þannig að þau sem upplifa einmanaleika ættu að geta fundið ýmislegt þar. Það er í boði að koma í helgihald flest alla helgidaga um jól og í mikið starf sem er í boði á aðventunni. Helgihaldið gangi meðal annars út á það að vera í samfélagi við fólk og með fólki. Söfnuðirnir eru stöðugt að reyna að finna leiðir til þess að skapa samfélag og samveru. Árið um kring eru t.d. í boði alls kyns samverustundir, Biblíulestur, helgistundir, prjónahópar, kórastarf, einbúakaffi svo ekki sé minnst á allt starfið með börnum og unglingum.

„Svo er líka mikilvægt fyrir okkur hvert og eitt að hugsa til náungans á þessum árstíma þar sem áherslan er svo rík á fjölskylduna og kannski taka upp símann og hringja í fólk eða senda skilaboð. Láta í okkur heyra ef það er einhver sem við vitum að er mögulega einmana. Þessi áhersla á fjölskyldusamfélagið um jólin getur stundum verið erfið fyrir þau sem ekki eru með fjölskyldu og þá sérstaklega ef fjölskylduaðstæður hafa breyst nýlega. Það er mikilvægt að við reynum að taka höndum saman og skapa aðstæður þar sem fólk getur upplifað sig velkomið án þess að tilheyra fjölskyldu.

Ég er svo þakklát fyrir að meðvitundin um einmannaleika er að aukast. Ég er mjög þakklát að hafa fengið að taka þátt í setningu „Viku einmanaleikans“ með ykkur í Kvenfélagasambandinu nú í október og vekja athygli á því fallega og

brýna verkefni. Í tengslum við það er gott að vita að í kirkjunni er svo mikið í boði sem krefst lítils af þér annars en að mæta, já og það kostar yfirleitt ekkert.

Við endum viðtalið við biskup með því að spyrja hana hvernig við getum í þessu nútímastressi sem oft fylgir jólunum fundið kjarna jólaboðskaparins.

„Guð kom til okkar í litlu barni. Guð kom í heiminn með óvæntum hætti sem lítið viðkvæmt barn sem heimurinn þurfti að taka á móti og passa upp á. Og ég held að það væri gott fyrir okkur að reyna að sjá litla saklausa barnið og Jesú í þeim sem við mætum og muna að við getum aldrei þekkt nema brot af sögu og reynslu hverrar manneskju. Ef til vill ættum við að reyna að gæta að hvert öðru eins við gætum litla barnsins í fjárhúsinu um leið og við treystum því fyrir okkur sjálfum“.

ELLEFU KONUR FRÁ ÍSLANDI Á EVRÓPUÞINGI ACWW Í BÚKEREST Í

RÚMENÍU

Dagana 13. – 17. október sl. fór ellefu manna hópur kvenfélagskvenna til Búkarest í Rúmeníu frá Íslandi. Þar fór fram Evrópuþing aþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW). Hátt í 70 konur frá hinum ýmsu löndum Evrópu og víðar voru þar mættar til að ræða meðal annars þema þingsins sem var „Sjálfbær vöxtur fyrir framtíðina.“ Að sjálfsögðu líka til að hitta gamla og nýja vini, og njóta saman.

Íslenski hópurinn kom færandi hendi með ritföng fyrir skólakrakka í dreifbýli Rúmeníu, en venja er á þessum þingum að óska eftir að þingfulltrúar komi með hluti, sem ekki taka of mikið pláss í ferðatöskunni með sér og nýtast fyrir þurfandi á svæðinu þar sem þingið fer fram. Dagskrá þingsins var fjölbreytt og var umfjöllunarefnið ýmsar áskoranir sem dreifbýliskonur glíma við í ýmsum löndum Evrópu.

Þingfundir

Þingið hófst með setningu þingsins þar sem meðal annars Afrodita Roman, Evrópuforseti ACWW, og Magdie de Kock, heimsforseti ACWW, fluttu ávörp. Eins og venja er á þingum ACWW sungu þinggestir lagið „The Song of Peace“. Á fyrsta þingfundinum að morgni 14. október tók fyrst til máls, Claudia Griech, framkvæmdastjóri E.ON Energy Romania, sem hlaut nýverið „viðurkenningu fyrir framúrskarandi orkulausnir og samfélagsstuðning“. Hún ræddi um það hvernig stofnun hennar hefur tekist að fá almenning í lið með sér varðandi sjálf-

Hluti íslenska hópsins ásamt þeim; Magdie de Kock, heimsforseta ACWW og Afroditu Roman, Evrópuforseta ACWW.

Skólavörur frá Íslandi.

Iluta Lace og Jenný Jóakimsdóttir að loknum erindum sínum.

bærar orkulausnir. Síðan var kynning frá FAO (Food and Agriculture Organization of the United Nations). Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að árið 2026 verði alþjóðlegt ár kvenna í landbúnaði. Þetta framtak miðar að því að vekja athygli á mikilvægu hlutverki kvenna varðandi fæðuöryggi, næringu og útrýmingu fátæktar. Það

miðar einnig að því að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdefla konur í landbúnaði, með áherslu á mikilvægi kvenna í dreifbýli og smábænda við að styðja við fjölskyldur sínar og efnahagslífið.

Kvennabaráttan á Íslandi og bakslagið í Lettlandi á dagskrá Eftir hádegið fór svo fram leiðtogafundur

um valdeflingu kvenna, þar sem Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ flutti erindi um Kvennabaráttuna á Íslandi frá fyrsta kvennaverkfallinu fyrir 50 árum og sagði auðvitað frá yfirvofandi Kvennaverkfalli 24. október og ekki er hægt að segja annað en að vinkonum okkar á þinginu þótti mikið til koma. Á sama dagskrárlið var athyglisverður fyrirlestur frá Iluta Lace, sem starfar fyrir Marta í Lettlandi, sem eru leiðandi samtök þar í landi sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi og veita þolendum mikilvæga þjónustu, ekki ólíkt Kvennaathvarfinu hér heima og Stígamótum. Hún sagði meðal annars frá því að nú er þeirra aðalbaráttumál að berjast gegn bakslagi, en þar er lettneska þingið að fara að greiða atkvæði um frumvarp sem miðar að því að draga Lettland úr Istanbúlsamningnum. (þegar þetta er skrifað hefur lettneska þingið kosið um úrsögn og meirihlutinn kaus að að segja sig frá samningnum, beðið er þess að forseti landsins undirriti. Fólk hefur risið upp og krafist þess að forsetinn fresti því að skrifa undir eða sleppi því alveg) Istanbúlsamningurinn er formlega kallaður Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Úrsögnin mun grafa undan þeim framförum sem þær hafa lengi barist fyrir í baráttunni gegn ofbeldi og kynjajafnrétti, og muni veikja

Þátttakendur á Evrópuþingi.

Þinghöllin í Búkarest.

vernd kvenna gegn ofbeldi. Andstæðingar samningsins, aðallega íhaldssamir hópar og stjórnmálaflokkar, halda því fram að samningurinn grafi undan hefðbundnum fjölskylduskipulagi og þjóðlegum gildum. Sumir telja að samningurinn stuðli að „kynjahugmyndafræði“ sem þeir vilja ekki innleiða í lettneskt réttarog menntakerfi. Istanbúlsamningurinn var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins 11. maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag.

Alþjóðlegur dagur dreifbýliskvenna Á miðvikudeginum 15. október, á alþjóðlegum degi dreifbýliskvenna, fluttu þær Emilia Cruschcov, frá Búlgaríu og Iana Stantieru frá Moldavíu, fróðleg erindi um þær áskoranir sem konur í þeirra löndum standa fyrir. Emilia Crushcov, er sálfræðingur og verkefnisstjóri með yfir 20 ára reynslu af starfi með viðkvæmum samfélögum í Búlgaríu. Hún sérhæfir sig í sálfélagslegum stuðningi og áfallamiðuðu starfi. Emilia er forseti félagasamtakanna „United Professionals for Sustainable Development“ og hefur leitt fjölmörg alþjóðleg og staðbundin verkefni sem miða að eflingu og forvörnum gegn ofbeldi. Emilia fjallaði meðal annars um áskoranir kvenna varðandi geðheilbrigði.

Iana Stantieru, er alþjóðlegur sérfræðingur í mannauðsmálum og ástríðufullur talsmaður jafnréttis kynjanna. Hún starfar sem mannauðsstjóri fyrir

Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd hjá Johnson & Johnson, stærsta heilbrigðisfyrirtæki heims. Iana er einnig forseti „Konur í Moldavíu“ (Alliance Women of Moldova), stærsta vettvangs kvenna í landinu, sem vinnur að því að efla konur og auka hlutverk þeirra í samfélaginu. Undir hennar forystu hafa samtökin verið tilnefnd til UNESCO-verðlaunanna til viðurkenningar á áhrifum þeirra á eflingu kvenna og jafnrétti í menntun. Iana flutti áhrifaríka ræðu um stöðu kvenna í Moldavíu og nágrannalöndum, þar sem hún meðal annars kom inn á það hvernig samfélagið á það til að tala niður konur, þrátt fyrir það að þær séu vel menntaðar og engu síður jafnhæfar körlum á öllum sviðum. Hún nefndi meðal annars þær bækur sem við lesum fyrir börnin okkar, oft um prinsessur í nauð sem hetjulegur prins kemur til bjargar.

Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi Jenný Jóakimsdóttir flutti skýrslu KÍ fyrir hönd stjórnar og sagði frá helstu verkefnum sambandsins síðastliðinna þriggja ára. Á þinginu voru einnig fluttar skýrslur þeirra samtaka sem voru viðstaddar á þinginu og var mjög fróðlegt að heyra hversu svipað starf er unnið innan allra þessara samtaka, þó svo hvert og eitt hafi sína sérstöðu, sem hægt var að læra af. Áhugavert að sjá að hvert einasta samband nefndi baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem sína mestu áskorun. Sem dæmi: Rannsóknir sýna að 98% kvenna

á Norður Írlandi hafa orðið fyrir einhverskonar kynbundnu ofbeldi og áreiti og á árunum 2019 – 2024 hafa 30 konur verið myrtar af körlum. Sú yngsta var tvítug, sú elsta var 82 ára og var myrt heima hjá sér. Fulltrúi þeirra nefndi að ein af hliðaráskorunum væri mikil vöntun á dagvistun/leikskólum fyrir börn, konur væru þannig nánast einangraðar heima hjá sér. Svo ekki sé talað um bakslagið í Lettlandi sem sagt er frá hér að ofan.

Starfsfólk skrifstofu ACWW, þær Casey og Jenny buðu upp á fræðslu um verkefni ACWW sem unnið er að, styrkjaprógramm og fleira. Á síðasta dag-

Einn af sölunum í þinghöllinni.

hátíðarkvöldverðinum: frá vinstri: Sólveig Ólafsdóttir, Ólína Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Jenný Jóakimsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Magdie de Kock, Mjöll Einarsdóttir, Afrodita

skrárlið þingsins kom svo íslenska sendinefndin upp og var með kynningu þar sem boðið var að halda næsta Evrópuþing á Íslandi 2028. Áætlað er að það þing verði í mars/apríl 2028 á Suðurlandinu. Verður það nánar rætt á næsta formannaráðsfundi í nóvember.

Þingið var vel skipulagt af kvennasamtökunum Asociatia Femeia Mileniului III í Rúmeníu. Samtökin voru stofnuð árið 2002 með það að markmiði að auka réttindi kvenna og barna, berjast gegn fátækt og félagslegri útskúfun.

Skoðunarferð og hátíðarkvöldverður Á síðasta degi þingsins var boðið upp á skoðunarferð í Þinghöllina, sem einræðisherrann Nicolae Ceauşescu hóf byggingu á 1984 á valdatíma sínum. Þessi bygging, sem einnig var kölluð Hús fólksins á valdatíma Ceausescu, er í raun tákn um gömlu kommúnistatímana, óhóf ef svo má að orði komast. Höllin er í dag þriðja stærsta bygging í heimi og sú þyngsta og dýrasta. Til þess að byggja höllina var 5% af Búkarest rudd, heilt hverfi var tekið undir bygginguna sem áður hýsti um 57.000 fjölskyldur í fallegu hverfi, 20 kirkjur voru eyðilagðar og 10.000 heimili voru rifin. Byggingin var reist með byggingarefnum

sem framleidd voru í Rúmeníu, þar á meðal: 1.000.000 rúmmetrar af marmara, 550.000 tonn af sementi, 700.000 tonn af stáli, 2.000.000 tonn af sandi og svo framvegis. Til að fjármagna bygginguna seldi einræðisstjórnin matarframleiðslu úr landi og þjóðin var á meðan við hungurmörk. Nokkuð sorglegt að ganga þarna um og heyra hvað rúmenska þjóðin þurfti að þola fyrir þessa byggingu. Leiðsögumaðurinn sem leiddi hópinn um aðeins 6% byggingarinnar á einum klukkutíma, nefndi að byggingin væri áminning um það hvað getur gerst

þegar frekir brjálæðingar taka öll völd. Á hátíðarkvöldverðinum á lokakvöldinu var boðið upp á ýmis skemmtiatriði, meðal annars fiðluspil og fjöruga sýningu rúmenskra þjóðdansa. Þar færði íslenski hópurinn þeim Afroditu Roman Evrópuforseta og Magdie de Kock, heimforseta KÍ, slæðurnar góðu sem framleiddar voru fyrir síðasta landsþing, með von um að þó svo þær verði ekki lengur í embættum sínum 2028, þá vonumst við til að sjá þær og allar þær sem voru mættar til Rúmeníu á næsta Evrópuþingi á Íslandi.

Frá
Roman, Gyða Björg Jónsdóttir, Magðalena Jónsdóttir og Kolbrún Daníelsdóttir.
Á hátíðarkvöldverði voru dansaðir rúmenskir þjóðdansar.

Við erum margar

VIÐ ERUM MARGAR er sýning á safnkosti Kvennasögusafns Íslands, sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli safnsins. Þemu sýningarinnar eru félög, vinna og verkföll kvenna. Opnun sýningarinnar fór fram á Landsbókasafni föstudaginn 17. október síðastliðinn. Sýningin verður opin til 9. mars 2026.

Dagmar Elín Sigurðardóttir og Björg Baldursdóttir úr stjórn KÍ mættu á opnunina. Vilborg Eiríksdóttir sem á sæti í stjórn Kvennasögusafns fyrir hönd KÍ var einnig viðstödd. Fullt var út úr dyrum á opnuninni. Örn Hrafnkelsson Landsbókavörður bauð gesti velkomna. Ávörp fluttu Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í framkvæmdanefnd Kvennaárs 2025, Marion Poilvez, skjalavörður W.O.M.E.N. og skáld og Gerður Steinþórsdóttir, í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins 1975, sem opnaði sýninguna. Stofnendur Laufeyjar, ungmennaráðs Kvenréttindafélags Íslands fluttu ljóð. Fundarstjóri á opnun-

inni var Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns.

Fundarfólk tók hressilega undir fjöldasöng, Í augsýn er nú frelsi – Áfram stelp-

Á vef Kvennasögusafns Íslands er að finna ýmsan áhugaverðan fróðleik um kvennasöguna sem safnið hefur tekið saman í gegnum tíðina. www.kvennasögusafn.is

ur- Þori ég vil ég get ég, og er nokkuð víst að söngurinn hefur ómað um allan Vesturbæinn, slíkur var krafturinn og sannfæringin.

Kvennasögusafn var stofnað 1. janúar 1975 á heimili fyrstu forstöðukonunnar, Önnu Sigurðardóttur, í blokkaríbúð hennar við Hjarðarhaga. Stofnun safnsins var fyrsti íslenski viðburðurinn á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna en árið 2025 hefur einnig verið útnefnt Kvennaár. Safnið er nú hluti af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Ítarleg umfjöllun um Kvennasögusafn var í 3. tölublaði Húsfreyjunnar 2025 Sýningin er afar fróðleg og fallega upp sett. Er þar að finna ýmsa muni sem tengjast sögu og jafnréttisbaráattu kvenna.

Texti: Björg BaldursdóttirMyndir: Dagmar Elín

Sigurðardóttir

Vilborg Eiríksdóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir og Björg Baldursdóttir.

Kvenfélagið Sif 110 ára á kvennafrídaginn

Þann24. október 2025 fagnaði Kvenfélagið Sif á Patreksfirði 110 ára afmæli sínu en félagið var stofnað á Patreksfirði 24. október 1915. Hvatakona að stofnun kvenfélagsins var Sigríður Sigurðardóttir, hjúkrunarkona sem einnig var fyrsti formaður félagsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu einnig Sigríður Margrét Einarsdóttir, eða Sigríður Einars frá Munaðarnesi, og Þóra J. Björnsson. Á fyrsta fundi félagsins gengu 60 konur í félagið. Félagið hefur haldið ágætlega sjó en nú eru 50 konur í félaginu á aldursbilinu 20-95 ára en hjá Sif mætast kynslóðirnar og læra af hver annarri.

Í upphafi var markmið félagsins: „Að efla alls konar samvinnu og samúð meðal félagskvenna í hverju og einu er snertir framför í sveitar-, héraðs- og landsmálum. Að stuðla að hvers konar líknarstarfsemi innan héraðs á þann hátt sem við þykir eiga í hvert sinn. Efla reglusemi og

siðsemi á félagssvæðinu á meðal hinnar uppvaxandi kynslóðar.“ Það er mat okkar að það hafi tekist ágætlega í langri sögu félagsins.

Á þeim tíma sem Kvenfélagið Sif var stofnað voru konur í baráttuhug en 19. maí 1915 fengu íslenskar konur eldri en 40 ára og sem greiddu skatta, kosningarétt til Alþingis. Félagið hefur í gegnum þau 110 ár sem það hefur starfað stutt dyggilega við samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum. Hefur félagið m.a. stutt við kaup á búnaði fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði, Patreksfjarðarkirkju, Patreksskóla og leikskólann Araklett sem og stutt við björgunarsveitarstarf svo eitthvað sé nefnt. Veitti kvenfélagið m.a. styrk til kaupa á fyrsta sjúkrabílnum á Patreksfirði ásamt Slysavarnardeildinni Unni 1972. Á þessu ári veitti félagið m.a. stuðning við kaup á nýju björgunarskipi á sunnaverðum Vestfjörðum.

Fjáröflun félagsins hefur í gegnum árin farið fram í formi skemmtana, leiksýninga á árum áður, bögglauppboða, bingóa og jólaballa. Meðal viðburða sem Kvenfélagið Sif hefur staðið fyrir um árabil er þorrablót Kvenfélagsins sem haldið er ár hvert og gera kvenfélagskonur sjálfar þann mat sem boðið er upp á. Þær eldri kenna hinum ungu að gera girnilegan þorramat og hefst undirbúningurinn við matinn strax í sláturtíð. Allar félagskonur eru hvattar til að læra að gera að hrútspungum og taka svonefnt pungapróf. Pungarnir eru meðhöndlaðir eins og tíðkaðist á öldum áður. Fyrst er að raka punginn (ullina) að utan og svo eru eistun saumuð inn í hann. Því næst eru þeir sviðnir, soðnir og lagðir í súr þar sem þeir liggja fram að þorrablóti.

Skemmtiatriði á þorrablótinu eru öll samin og leikin af kvenfélagskonum en megininntak þeirra eru uppákomur

síðasta árs í samfélaginu. Næsta þorrablót félagsins fer fram 24. janúar 2026 og undirbúningur er kominn á fullt. Það er mikill heiður að vera tekinn fyrir á Þorrablóti því þeir sem ekki komast þar á blað hafa verið heldur litlausir það árið. Þá býður félagið upp á Sjómannadagskaffi á sjómannadaginn ár hvert og er þar boðið upp á dýrindis hnallþórur og kaffi. Er kaffið jafnan vel sótt, enda fastur liður í hátíðarhöldum í kringum sjómannadaginn á Patreksfirði og mikilvæg fjáröflun félagsins. Þá er plokkfiskur Kvenfélagsins Sifjar órjúfanlegur hluti af dagskrá heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fer fram á Patreksfirði um hverja hvítasunnu og hefur notið mikilla vinsælda meðal gesta hátíðarinnar. Félagskonur þróast með tíðarandanum en á síðustu Skjaldborgarhátíð var boðið upp á „vegan“ plokkfisk ásamt þeim hefðbundna við mikinn fögnuð hlutaðeigandi gesta. Félagið hefur einnig lagt áherslu á að í boði séu viðburðir fyrir börn og ungmenni og hefur um árabil staðið fyrir Páskabingói og Jólaballi.

Það er mikilvægt fyrir Kvenfélagið Sif að koma að verkefnum sem snúa að konum og sögum kvenna. Þar má nefna minnisvarða við Mikladalsá um Guðrúnu Valdadóttur sem drekkt var í ánni árið 1754. Guðrún var dæmd til dauða

samkvæmt Stóradómi fyrir þær sakir að hafa lagst með feðgum. Er atburður þessi m.a. baksvið bókarinnar Sigurverkið eftir Arnald Indriðason sem við mælum með fyrir alla unnendur góðra bókmennta. Með minnisvarðanum um Guðrúnu sem afhjúpaður var 13. október 2007 vildu félagskonur minnast kynsystur sinnar og þeirra hörmulegu örlaga sem hún mátti sæta sem og að tryggja að saga hennar glatist ekki í tímans rás. Við hvetjum konur til að fara að minnisvarðanum þegar þær eiga leið á Patreksfjörð. Á afmælisdegi Kvenfélagsins 24. október 2025 bauð félagið öllum að mæta í Skjaldborgarbíó og sýna samstöðu kvenna í kvennaverkfalli. Í bíóinu komu tæplega 40 konur saman og var þar sýnt frá samstöðufundi á Arnarhóli. Um kvöldið hittust svo félagskonur yfir kvöldverði og fögnuðu saman afmæli félagsins. Á þeim tímamótum var farið yfir hversu mikilvæg kvenfélögin með samtakamætti hafa verið í framfaramálum þjóðarinnar. Upphaflega var markmiðið með kvenfélögum að bæta menntun, menningu og lífsskilyrði kvenna. Samtakamáttur kvenna hefur verið stór þáttur í að auka jöfnuð kynjanna og er eins mikilvægur í nútímasamfélagi eins og þegar félagið var stofnað.

Mikilvægasta innihaldsefnið í góðum

samfélögum er að hafa gaman saman. Þar gegnir kvenfélagið Sif stóru hlutverki á Patreksfirði með því að efla tengslin, þjappa hópnum, miðla af þekkingu og reynslu félagskvenna, styðja hver aðra og hafa gaman saman. Þegar konur hittast á saumafundum er lagður peningur í ferðasjóð og 11. apríl 2024 fóru svo kvenfélagskonur til Brighton að kynna sér breska menningu og verslanir. Brighton er lífleg strandborg þar sem er iðandi mannlíf og gátu kvenfélagskonur þessa helgi lagt sitt af mörkum í skapandi menningu borgarinnar.

Í þau 110 ár sem Kvenfélagið Sif hefur starfað hefur félagið notið ómældrar vinnu og eljusemi félagskvenna, kynslóð eftir kynslóð, sem allar hafa brunnið fyrir hag samfélagsins á sunnanverðum Vestfjörðum. Starfsemi kvenfélagsins er mikilvægur þáttur í menningar- og félagslífi á Patreksfirði nú sem endranær. Þótt tíðarandinn, baráttuhugurinn og baráttumálin hafi kannski aðeins breyst með árunum þá eiga grunnmarkmið félagsins jafn vel við í dag og þegar félagið var stofnað, að styðja við samfélagið okkar.

Rebekka Hilmarsdóttir og Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kvenfélaginu Sif á Patreksfirði

Fæðingarstaðir taka í notkun Milou-tæknilausnina

Miðlæg vistun fósturhjartsláttarrita eykur öryggi kvenna og fjölskyldna

Gjöf til allra kvenna á Íslandi sem safnað var fyrir í tilefni 90 ára afmælis

Kvenfélagasambands Íslands árið 2020 hefur nú verið afhent á fjóra fæðingarstaði og vonast er til að hægt verði að ljúka afhendingu á hina þrjá staðina fyrir árslok 2025.

Þegar þetta er skrifað er búið að afhenda Milou á Akranesi, Ísafirði, Suðurnesjum og á Akureyri.

Afhending HSS. Frá vinstri: Elinborg Sigurðardóttir fv. afmælisnefnd KÍ, Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir HSU, Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður KSGK, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, Guðlaug María Sigurðardóttir yfirljósmóðir HSS, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri HSS og Andrea Klara Hauksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS.

Ingibjörg Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri, til vinstri, og Friðrika Baldvinsdóttir, formaður Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvenfélagskonur frá svæðunum austan og vestan Akureyrar, frá Norður-Þingeyjarsýslu til Skagafjarðar, sem viðstaddar voru afhendingu gjafarinnar á Akureyri, ásamt yfirljósmóður Sjúkrahússins á Akureyri. Frá vinstri: Friðrika Baldvinsdóttir, formaður Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga, Hrafnhildur Geirsdóttir, Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, Birgit Schov, formaður Kvennasambands Eyjafjarðar, Rósa Vilhjálmsdóttir, Oddný Ingibjörg Jósepsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir, yfirljósmóðir á SAk. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Ítengslum við söfnunina sem fór fram árið 2020 náðist að safna samtals um 30 milljónum króna. Ákveðið var að nota þær til kaupa á tækjakosti og hugbúnaði (Milou) honum tengdum, sem stuðlar að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Þessi hugbúnaður verður settur upp á 7 fæðingarstöðum á landinu. Þó svo að fæðingastaðir séu tækjum búnir fyrir sína starfsemi bætist nú við hugbúnaður sem gefur möguleika á að sjúkraskrárgögn sem tengjast fósturhjartsláttarritum og sónarniðurstöðum er nú hægt að vista

Húsfreyjan 4. tbl. 2025

miðlægt. Einn af stóru kostunum við hugbúnaðinn er, að þessi tækni getur komið í veg fyrir að senda þurfi konur jafnvel um langan veg til til frekari skoðunar. Niðurstöðurnar eru á rafrænu formi og hægt er að nálgast þær og skoða þar sem meiri sérhæfing er til staðar.

Fósturhjartsláttarritin er hægt að sjá í rauntíma og fá þar með eftir öruggum leiðum faglegt álit frá hærra þjónustustigi, eins og t.d. hjá Kvennadeild LSH eða á Akureyri. Ekki þarf lengur að prenta út ritin og fleiri geta séð þau hvort heldur er

inni á fæðingarstofunni þegar konur eru í fæðingu, eða þegar sinnt er eftirliti með fóstri á meðgöngu eða vegna einhverra áhættuþátta. Það að hafa sjúkraskrárgögn vistuð miðlægt er gríðarlega mikið öryggisatriði fyrir konur bæði í meðgöngu og fæðingu. Með því móti er alltaf hægt að nálgast mikilvægar upplýsingar og einnig eru þær vistaðar með ábyrgum og löglegum hætti. Hægt er að meta gögnin hvenær sem er, í rauntíma og milli skoðana auk þess sem þessi gögn fylgja rafrænni meðgönguskrá konunnar.

Kvennaathvarfið:

Baráttan fyrir öryggi og nýrri framtíð

Linda

Dröfn Gunnarsdóttur,

framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins

LindaDröfn Gunnarsdóttir tók við starfi framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins árið 2022. Hún hafði áður starfað með sveitarfélögunum við að taka á móti kvótaflóttafólki og hjá Fjölmenningarsetri í innflytjendamálum, sem veitti henni reynslu af því að vinna með fólki í veikri stöðu, oft konum, og ofbeldi sem oft var þar undirliggjandi, þótt fókusinn væri ekki sérstaklega þar. „Mér þótti Kvennaathvarfið spennandi staður til að vinna á og málefni til þess að vinna með, ég fann bara að mín reynsla, áhugi á málaflokknum og það að vinna með fólki gæti hentað mér. Þegar maður er búinn að þjálfa upp einhverja svona grunnfærni, þá er í rauninni ekkert mjög flókið að flytja það á milli ólíkra áhersluatriða af því að við erum alltaf að vinna út frá fólki og það er alltaf núllpunkturinn. Þetta mannlega og að taka tillit til fjölbreytileika og að muna að leyfa fólki að stjórna ferðinni og fara ekki að stjórnast með fólk og hlusta vel á hvað það hefur að segja.“

Aukin þjónusta og árangur Á undanförnum árum hefur verið mikil þróun í starfsemi Kvennaathvarfsins. Starfið hefur verið sérhæft og þjónustan efld verulega.

„Konur fá sinn ráðgjafa þegar þær koma í athvarfið og sá ráðgjafi fylgir þeim allan tímann. Þá er sérstakur ráðgjafi fyrir mæður og börn, til að veita

þeim utanumhald og stuðning. Núna er, sem dæmi, meira hugað að því hvernig við tökum á móti börnunum. Kvennaathvarfið stendur fyrir utan kerfið, við erum ekki stofnun, við erum frjáls félagasamtök og náum því að vera sveigjanlegar. Við höfum náð að lengja þann tíma sem þær geta verið í athvarfinu. Eitt sinn var dvalartíminn þannig að þær gátu bara verið hjá athvarfinu í mánuð. Nú geta konur dvalið eins lengi og ráðgjafi metur að þær þurfi.“ Stuttu áður en Linda tók við var opnuð Búsetubrú, sem eru 18 íbúðir sem konur geta leigt í allt að ár á mjög lágu verði eftir dvöl í athvarfinu. Þetta er mikilvægt úrræði, sérstaklega fyrir konur sem eru fastar í fjárhagslegu ofbeldi eða löngu skilnaðarferli.

Linda segir að þessar breytingar og aukin eftirfylgni hafi skilað miklum árangri. „Um 11–14% kvenna fara núna aftur í óbreytt ástand, en fyrir 20 árum var þetta hlutfall 64%, sem er ekkert svo óeðlilegt. Þetta er flókið og það er eðlilegt að þurfa nokkrar tilraunir.“

„Við erum svo alltaf að bæta við þjónustuna, ráðgjafaþjónusta utan athvarfs er, t.d fyrir konur sem ekki dvelja í athvarfinu, en þurfa samt ráðgjöf. Margar þeirra sem koma þangað eru konur sem eru að reyna að átta sig á því hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvernig þær eigi þá að komast úr úr ofbeldinu. Helmingur kemur vegna ofbeldis sem

þær eru búnar að stíga út úr vegna fyrrverandi maka, en ofbeldið heldur bara svo oft áfram.

Linda leggur ríka áherslu á að auka sýnileika og aðgengi Kvennaathvarfsins til að lækka þröskuldinn. „Konur gera sér oft ekki grein fyrir allri þessari þjónustu sem við bjóðum upp á. Konur af erlendum uppruna vita oftar hreinlega ekki af henni. Svo veit maður aldrei hvenær rétta stundin er. Konur geta hringt hvenær sem er allan tíma sólarhringsins í opna síma athvarfsins. Mikilvægt er að þær geti ákveðið sjálfar að koma, án tilvísunar frá kerfinu, sem er ólíkt því sem er oft annars staðar í löndunum í kringum okkur. Athvarfið verður aldrei fullt; biðlistar myndast ekki og ef öll rúm eru full er einfaldlega bætt við svefnsófa. Ofbeldi á það til að verða alvarlegra þegar konur eru búnar að taka ákvörðun um að stíga út og byrja að setja mörk. Þá finna gerendur að þeir eru að missa tökin og þá getur orðið mjög mikið stökk í alvarleika ofbeldisins. Það að geta haft samband strax og komið strax og þær eru tilbúnar skiptir því mjög miklu máli.

Kvennabaráttan gegn ofbeldi

Þó svo ekki hafi verið byrjað að tala um kynbundið ofbeldi í kringum Kvennafrídaginn 1975, þá var það í kringum stofnun Kvennalistans að umræða hófst um að það þyrfti úrræði fyrir konur sem þyrftu að flýja heimili sín. Lögreglan var

á þeim tíma oft í miklum vandræðum þegar fjarlægja þurfti konur af heimilum vegna heimilisofbeldis. Það var enginn staður til fyrir þær, jafnvel ekkert annað en fangaklefi fyrir þær að sofa í. Þannig að það var ákveðið að fara af stað og lögð mikil áhersla á að þetta væri þvert á kvennahreyfinguna. Konur þyrftu ekki að vera kvenréttindakonur eða rauðsokkur til að vera velkomnar í athvarf. Það var svo 1982 að haldinn var stofnfundur um kvennaathvarf á Hótel Sögu. Þar var troðfullur salur af konum. „Enn þann dag í dag hitti ég konur sem segja mér stoltar frá því að þær hafi verið á þessum stofnfundi. Þarna voru svo stofn uð þessi félagasamtök um kvennaat hvarf. Athvarfið var svo opnað nokkrum mánuðum seinna, í desember, og dyrnar hafa verið opnar allar götur síðan. Það var Eimskipafélagið sem gaf gamalt hús sem konurnar sem stóðu að stofnuninni gerðu upp sjálfar. Það hefur alla tíð verið styrkur Kvennaathvarfsins að við höfum átt okkar eigið húsnæði. Við höfum náð að byggja á því, selja og kaupa stærra og seljum og kaupum aftur. Það er ótrú lega dýrmætt að við séum ekki háðar neinum varðandi húsnæðið okkar. Það var auðvitað rifist um þetta eins og allt annað og mörgum þótti svona hús ekkert vera nauð synlegt. Það er svo mikilvægt fyrir

okkur að minna á að þetta er ekki sjálfsagt. Kvennaathvarfið var opnað af því að einhver ákvað að gera það.“

Linda segir að þær finni sannarlega fyrir bakslaginu í dag, að það sé ekki sjálfgefið að þetta sé bara eitthvað sem að sé til. „Við þurfum alltaf að minna á það að við þurftum að berjast fyrir því, að þetta sé til. Ríkið tók svo við sér og veitti styrk og fyrstu árin var athvarfið fyrst og fremst ríkisstyrkt. En svo hefur styrkurinn frá ríkinu ekki hækkað

mjög lengi, allavega í 10 ár eða meira. Þá fórum við af stað í að safna vinum athvarfsins, sem er mjög séríslenskt. Kvennaathvörf á Norðurlöndunum eru öll 100% ríkisstyrkt. Með því að safna vinum athvarfsins búum við svolítið að þessu samkomulagi samfélagsins um að við ætlum að eiga til Kvennaathvarf. Við finnum líka ríkt fyrir þessari velvild, að fólk er móttækilegt í því að vera okkur innan handar og styðja. Núna er reksturinn þannig að helmingur fjármagns

Frá stofnfundi Kvennaathvarfsins. Mynd í eigu Kvennaathvarfsins.

kemur frá ríkinu og hin 50% koma frá vinum athvarfsins. Við gætum ekki leyft okkur alla þessa aukaþjónustu sem ég sagði frá hér áður, alla þessa ráðgjafa og þessa ótakmörkuðu dvöl, sem tryggir að konan fari ekki til baka og að hún geti byggt sér upp nýtt líf ef við værum einungis að fá fjármagn frá ríkinu.

Önnur þjónusta sem við höfum bætt inn er að við erum með húsmóður sem er hjá okkur alla virka daga. Við finnum hvernig hún er í raun hjartað í húsinu, því við byggjum athvarfið upp eins og heimili. Boðið er upp á heitan mat á kvöldin og það er bakað þegar börnin koma heim úr skólanum, en þannig er leitast við að konum og börnum líði sem best í húsi. Við vitum vel að ef barninu þínu líður ekki vel þar sem þú ert, þá myndir þú gefast upp á að vera þar. Þannig að við gerum allt til þess að skapa þessa vellíðan í húsi.

Það er síðan gaman að segja frá því hér í viðtali við Húsfreyjuna að kvenfélögin hafa alltaf haft okkur í huga og hjarta, og styrkt okkur mikið. Við gerum okkur fulla grein fyrir því, að baki þess fjármagns sem kvenfélögin gefa liggur mikil vinna í sjálfboðastarfi. Allur þessi aukapeningur sem kemur til okkar skiptir ótrúlega miklu máli. Oft eyrnamerkjum við þessa peninga í einhver sérstök verkefni. Til dæmis að gera upp barnaherbergi eða bæta við þjónustu og sýnileika. Þessi andlegi stuðningur sem við finnum fyrir í gegnum þessar gjafir skiptir okkur einnig ótrúlega miklu máli. Með honum finnum við starfskonurnar að við erum ekki einar í þessu og finnum að kvenfélög um land allt standa við bakið á okkur. Við upplifum okkur ekki eins einar, að horfa upp á svona alls konar miður fallegt alla daga, þegar við erum að berjast í þessari endalausu baráttu gegn ofbeldi. Að finna kvenfélögin og aðra styrktaraðila vera einhvers konar svona grunnur okkar út um allar koppagrundir landsins. Það veitir okkur svo mikinn styrk, bæði starfskonunum og þolendunum.“

Ólíkar birtingarmyndir ofbeldis

Ofbeldi hefur alltaf haft margar ólíkar birtingarmyndir. Nútíma vitundarvakning hefur orðið til þess að fólk er meðvitaðra um andlegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi innan sambanda, sem áður var oft ekki flokkað

sem ofbeldi. „Áður fyrr var það þannig að ofbeldi í nánu sambandi, heimilisofbeldi, var fyrst og fremst skilgreint sem líkamlegt ofbeldi og þú sást fyrir þér konu liggjandi á eldhúsgólfinu. Og kerfið allt vann þannig. Lögreglan skipti sér ekki af, nema um væri að ræða mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Dómstólar stigu ekki inn öðruvísi. Það er þó ljóst að það er alltaf hrikalegt andlegt ofbeldi undirliggjandi. Það var bara ekki kallað ofbeldi. Alls konar stjórnun, kúgun og afbrýðisemi og einangrun kvenna inni á heimilum. Fjárhagslegt ofbeldi, kona hafði engan aðgang að því hvaða fjármuni þau áttu eða hvernig þeim var eytt. Kynferðislegt ofbeldi inni í samböndum, þar sem konum er í rauninni nauðgað inni í hjónabandinu. Sem konur sáu ekkert fyrir sér sem kynferðislegt ofbeldi. Þetta var bara svona, þetta var bara hluti af hjónabandinu. Þannig að allar þessar ólíku birtingarmyndir ofbeldis hafa allt-

af verið til. Við erum bara að setja orð á það núna.

Með aukinni fræðslu og vitundarvakningu þá er ungt fólk í dag og bara fólk almennt miklu meðvitaðra um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis inni á heimilum og í nánu sambandi.

Stafrænt ofbeldi hefur svo bæst við og gerir það að verkum að þolandinn er aldrei óhultur. Gerandinn getur haldið áfram stjórnun og kúgun í gegnum tæki og samfélagsmiðla, sem gerir það mun flóknara að stíga út úr ofbeldissambandi. Við höfum séð það að stafrænt ofbeldi getur skilið eftir afleiðingar sem geta verið mun dýpri og alvarlegri heldur en líkamlegt ofbeldi. Þetta er ofbeldi sem að tekur af þér öryggiskenndina þótt þú sért stödd langt frá geranda. Þú ert aldrei örugg.“

Linda segir að það séu skýr merki um aukningu ofbeldis og aukna hörku, til dæmis morðhótanir, kyrkingar og

annað slíkt. Harka sem kemur jafnvel úr klámi og slíku. Aðsóknin í Kvennaathvarfið hafi aukist, það finni þær mest í aukningu á þeim konum sem koma í viðtöl. Þær viti auðvitað ekki nákvæmlega hvort það sé vegna aukins ofbeldis eða aukins umtals, það sé erfitt að meta það nákvæmlega. „Við erum allavega á þeim stað í dag að við erum alltaf fegnar þegar mikið er að gera. Við vitum að ofbeldi hefur ekki minnkað og það er náttúrulega áhyggjuefnið, þrátt fyrir aukna fræðslu og vit undaraukningu þá heldur það bara áfram. Ef það er þannig að það skila sér ekki til okkar konur úr einhverjum landshlut anum eða við sjáum að það eru ekki komnar neinar tilkynningar einhvers staðar frá, þá höfum við áhyggjur af því að það séu stíflur í kerfinu. Af því að við vitum að ofbeldi er þarna. Við viljum að konur séu frekar hjá okkur heldur en í ofbeldinu.“

Hvernig stöðvum við þetta ofbeldi?

ef við ætlum að ná sönnu jafnrétti. Það hafa verið þróaðar ýmsar aðferðir og hugmyndafræði sem snúa að því að stöðva ofbeldið og þá er allt miðað að því að byrja frá botninum og upp, vinna með ungu fólki og börnum. Til að vinna bug á ofbeldinu þarf að beita heildrænni

einangrun og efla samfélagsleg tengsl kvennanna og barnanna.

Frá upphafi var sýn Kvennaathvarfsins sú að það yrði aðeins opið í nokkur ár þar til búið væri að vinna bug á ofbeldinu – 43 árum síðar stendur það enn og það er sorglegt. „Hér áður fyrr var fókusinn meira á hvernig við getum komið auga á ofbeldið og hvernig við getum þjónustað þolendur. Svekkelsið var svo að finna að þrátt fyrir aukna fræðslu þá minnkaði ofbeldið ekkert.“

Linda segir að ofbeldið sé djúpt samfélagslegt mein, mein sem liggur í uppbyggingu samfélagsins og snýst um völd og valdaójafnvægi. Það snýst um kúgun og stjórnun. Þetta er kynbundið ofbeldi sem er mallandi alls staðar í kerfinu. „Enn þann dag í dag eru konur að segja af sér og stíga til hliðar, nú síðast var stjórnmálakona í Svíþjóð að segja af sér vegna ofbeldis á netinu, hún gat bara ekki staðið í því að verða fyrir þessu. Þetta er ekkert annað heldur en kynbundið ofbeldi sem er að halda konum kerfisbundið niðri og einmitt þess vegna er kynbundið ofbeldi tekið svona sterkt inn í kvenréttindabaráttuna, þegar við erum búin að gera okkur grein fyrir að leiðrétting launa dugar ekki til að jafna stöðuna. Þetta verður allt að fylgjast að

nálgun: Kenna tilfinningalæsi og samvinnu með ungu fólki og börnum. Þessi umdeilda kynjafræði sem er verið að tala svo mikið um, hún er náttúrulega ekkert annað en fræðsla um nákvæmlega þetta. Síðan eru það skilaboð samfélagsins í til dæmis bíómyndum, tónlist og umræðu sem er gegnumsýrð af ofbeldi og gefur grænt ljós á kvenhatur í umræðunni. Ábyrgð stjórnvalda er síðan mikil. Senda þarf skýr skilaboð um „zero tolerance“ með herðingu laga og viðurlaga, þjálfun dómstóla og lögreglu og að úrræðum sé tryggt fjármagn. Af því að ofbeldið seytlar alls staðar, þá þurfa lausnirnar að seytla alls staðar líka. Gerendur koma af öllum stigum samfélagsins, jafnvel frá heimilum þar sem mikil upplýsing og umræða er um þessi mál. Þeir eru með alls konar menntun og frá alls konar heimilum, það er enginn rauður þráður. Það er það sem segir manni að þetta er samfélagsmein.“

Nýja Kvennaathvarfið Þrátt fyrir vonir um að Kvennaathvarfið myndi eftir nokkur ár loka, er nú verið að byggja nýtt, stærra athvarf sem á að flytja inn í næsta vor.

Nýja athvarfið mun koma betur til móts við konur með sérþarfir, til dæmis fatlaðar konur eða konur með fötluð börn, en ekki konur í virkri neyslu þar sem þær þurfa sérstök úrræði. Nýja húsnæðið er hannað frá grunni til að þjóna sem stórt heimili, til að forðast

„Nýja kvennaathvarfið verður með miklu betra aðgengi og miklu fleiri leiðum til þess að þróa starfsemina ennþá meira áfram og koma enn þá betur á móts við konurnar og börnin. Við settumst niður þegar við vorum að teikna þetta og hugsuðum, viljum við halda áfram með þessa hugmyndafræði sem við höfum verið með? Þessa hugmyndafræði að reka Kvennaathvarfið sem eitt stórt heimili. Það er ekkert sjálfgefið. Það eru oft flækjustig við það. Mörg kvennaathvörf eru rekin þannig að hver og ein kona er bara með sína íbúð. Þú ert að koma úr langri einangrun og það er erfitt að vera innan um allar þessar konur og borða saman og allt það. En við ákváðum að gera það. Við ætlum að gera það af því að við finnum að það er einmitt það sem þær þurfa eftir að hafa oft búið við mikla einangrun og ofbeldi. Það er dýrmætt fyrir þær að eignast þennan kvennahóp sem þú eignast þarna inni. Og fyrir börnin að tengjast öðrum börnum í stað þess að vera einangruð inni í einhverri íbúð. Ráðgjafarnir kynnast konunum allt öðruvísi í svona daglegri umgengni. Þannig að við ákváðum að nálgast þetta áfram sem stórt heimili. Það er svolítið Kvennaathvarfsnálgunin. Við munum halda í hana. Við erum bara svakalega spenntar að flytja og geta haldið áfram að þróa starfsemina okkar.

Skilaboð til þolenda

Aðspurð um skilaboð til kvenna sem upplifa ofbeldi þá er Linda alveg skýr: „Þið eru ekki einar og það eru leiðir.“ Ef þú ert í vafa um hvort þú sért í ofbeldissambandi, hafðu þá samband og spurðu og komdu til okkar til að spegla. Vaktsíminn okkar, 561 12 05 er opinn allan sólarhringinn. Einnig er hægt að panta viðtalstíma á vefsíðunni okkar.

Konur eru ekki einar, jafnvel þótt ofbeldið hafi talið þeim trú um annað. Hægt er að hringja í algjörum trúnaði, án þess að gefa upp nafn og án þess að vera neydd til að gera eitthvað sem þær eru ekki tilbúnar í. Það má fylgja þeim til okkar, það má koma með mömmu, systur eða hverjum sem er. Við erum alltaf tilbúnar að grípa.“

Gömlujólafóliníslensku

Á dögunum kom út bókin Gömlu íslensku jólafólinFróðleikur og ljótar sögur. Bókin er skrifuð með fjörlegum og skemmtilegum hætti og í henni eru rifjaðar upp næstum gleymdar sögur um jólafjölskylduna.

Höfundar bókarinnar eru þjóðfræðingar frá Ströndum, feðginin Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir. Þau eru bæði í hópi kennara í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Dagrún er jafnframt verkefnastjóri hjá Félagi íslenskra safna og safnafólks. Hún hefur unnið viðamiklar rannsóknir á birtingarmyndum kvenna og kynjuðum valdatengslum í íslenskum þjóðsögum. Jón stýrir einu af rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni, Þjóðfræðistofu á Hólmavík.

Margt skrítið kom í ljós þegar höfundar rótuðu í þessum gömlu heimildum, sögum og kvæðum. Grýla var til dæmis í sambúð með að minnsta kosti sex ferlegum tröllkörlum og át einn þeirra að samfylgdinni lokinni. Jólasveinarnir voru talsvert fleiri en þrettán og sagt var að þeir fitnuðu af blótsyrðum. Í hópi jólasveinanna eru óvættir eins og Lungnaslettir, Flórsleikir og Flotnös sem eru sem betur fer hætt að koma til byggða.

um epli. Amma hans, Signý Sigmundsdóttir, vann um tíma hjá Leikfélagi Akureyrar við búninga og gervi. Hún hafði gert fyrir þá jólasveinagrímur sem best hefðu hentað í hryllingsmynd, svona í minningunni. Jón fékk aldrei í skóinn. Jólasveinar á Ströndum tóku ekki upp þann skemmtilega sið fyrr en hann var orðinn of gamall. Yngri systkini hans fengu hins vegar skógjafir frá sveinunum og er óhætt að segja að hann sé örlítið bitur yfir því. Dagrún Ósk segist hins vegar alltaf átt í góðu sambandi við jólasveinana, enda hafi hún verið með eindæmum þægt barn (sem aldrei hefur fengið kartöflu í skóinn). Hún skrifaði þeim bréf og óskalista og setti í skóinn sinn í glugganum, ásamt skyri fyrir Skyrgám og kerti fyrir Kertasníki.

Jóla-kónguló

Bókin er snilldarlega myndskreytt af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttir, ungri listakonu á Laugarholti við Djúp. Sumar af þeim þjóðtrúarverum sem fjallað er um fá í bókinni birta mynd af sér í fyrsta sinn og margar þeirra eru ansi magnaðar.

Dagrún og Jón segjast hafa haft ólík kynni af jólasveinum í gegnum tíðina. Fyrsta minning Jóns af jólasveinum er af ógnvekjandi mönnum með steinrunnin andlit sem komu í heimsókn í Steinadal á Ströndum og gáfu börnun-

Húsfreyjan 4. tbl. 2025

Það sambýliströll Grýlu sem sjaldnast er nefnt til sögunnar er Snjólfur. Þó áttu hann og Grýla saman ansi hreint óhugnanlega trölladóttir sem heitir Kónguló. Til er gamalt kvæði í safni Ólafs Davíðssonar Íslenzkar þulur og þjóðkvæði, sem segir frá því þegar Kónguló reynir að krækja í börn í matinn fyrir foreldra sína, en Grýla og Snjólfur lágu þá bæði veik í helli sínum.

Kónguló er grá á hörund. Hún hefur tvö horn á höfði og trjónu upp úr herðunum. Eins og nafna hennar í dýraríkinu hefur hún hefur átta örmjóa útlimi eða fætur sem ná henni upp fyrir höfuð. Hún hefur stóra vömb aftan til

og styður sig við langt skaft. Kónguló er með ógeðslega gráa tungu og sterkar og stórar tennur sem standa þversum í kjaftinum. Hún froðufellir í sífellu og horinn sem lekur úr nefi hennar nær niður á skó.

Kónguló er tröllastelpa, þó útlit hennar minni mjög á skepnuna sem hún er kennd við. Hún er ferlega ógnvekjandi, enda margir sem hrylla sig yfir því einu að heyra eða hugsa um venjulegar kóngulær, hvað þá mannætutröllakóngulóarófreskju eins og hana Kónguló Snjólfsdóttur.

Áður en Kónguló hélt til byggða hafði hún ofið sér gráan poka, eins og kóngulær gera. Í hann ætlaði Kóngulóartröllastelpan að safna börnum. Áður en hún lagði af stað sagði Snjólfur dóttur sinni hvert hún ætti að fara og hvaða börn hún skyldi sækja, en Grýla og hennar sambýliströll eru yfirleitt með allt svoleiðis á hreinu. Snjólfur varar hana við hættum sem geta orðið á vegi hennar. Það er til dæmis prestur sem gæti reynt að skjóta hana og drepa, bóndi sem gæti reynt að fá hana í bólið með sér og annar prestur sem er líklegur til að hringja kirkjuklukkunum þegar hún birtist. Snjólfur ráðleggur henni að láta ekki undan bóndanum ástsjúka og gefur henni gott ráð gegn klukknahljómnum, að fylla eyrun af gömlu vaxi svo hún heyri ekki nokkurn skapaðan hlut.

Kónguló flakkaði síðan um sveitina og bað um börn í pokann, en hafði ekkert upp úr krafsinu. Hún vildi ekki fara tómhent heim aftur og liggur líklega enn í leyni einhvers staðar, tilbúin að ráðast á óþekk börn, troða þeim í pokann sinn gráa og hafa þau með sér til Snjólfs og Grýlu.

Umsjón: Jenný Jóakimsdóttir.

Grænkerajól Í sönnum kærleiksanda jólanna

Pál s

Það var heldur betur glatt á hjalla hjá vinkonunum fimm sem við fengum til að veita okkur innsýn í vegan jólaboð með fögrum og ljúffengum veitingum í Kópavoginum. Boðið var haldið heima hjá Aldísi Amah Hamilton, leikkonu og handritshöfundi, þar sem allar lögðu til nokkra rétti. Þetta er dæmi um hið svokallaða Pálínuboð, en það orð er mér sagt að komi úr dönsku, „på linjen“, eða á línuna, allir koma sem sagt með eitthvað handa öllum, „á línuna“. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Réttirnir komu sannarlega á óvart. Þó að þeir dragi innblástur sinn úr hefðbundinni jólamáltíð, var auðvitað ekkert kjöt, mjólk eða aðrar dýraafurðir á borðum. Í forrétt var graflöx snittur (reykt gulrót) og í aðalrétt var Wellington með Portobello- sveppum og pekanhnetum í fyllingunni. Meðlætið var ekki af verri endanum en á borðinu voru brúnaðar kartöflur, Waldorf-salat, grænar baunir, rauðkál, ofnbakað rótargrænmeti og berjasósa. Rúsínan í bulsuendann var svo rjómalöguð villisveppasósa, göldruð fram af Guðrúnu Sóleyju en hún átti ekki heimangengt í sjálfa veisluna. Í eftirrétt var dýrindis volg kanilkaramellukaka „á hvolfi“ með ís og risalamande („riz à l’amande“) með kirsuberjasósu.

Það dylst engum að stelpurnar eru

ástríðukokkar. Þær hafa verið vegan um árabil og allar tileinkað sér matreiðslu sem er í senn girnileg, bragðgóð og oft heilsusamleg. Og þar að auki heldur umhverfisvæn. Þessi veisla er góð tilbreyting, til dæmis frá ofurþungum máltíðum sem við eigum oft að venjast að jólum. Þessar dásamlegu vinkonur sýndu og sönnuðu að það er svo sannar-

lega hægt að elda hefðbundinn jólamat án dýraafurða en lífsskoðun vegan fólks er sú að forðast eigi eftir fremsta megni að nýta, meiða og drepa skyni bornar verur. Er það ekki einmitt kærleiksboðskapur í anda jólanna?

Við mælum með því að prófa!

Albert Eiríksson

Valgerður Árnadóttir, Rósa Líf Darradóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Aldís Amah Hamilton og Ragnheiður Gröndal. Á myndina vantar Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, sósugerðarkonu kvöldsins.

Ragnheiður Gröndal sá um að útbúa Waldorfsalatið.

GRAFLÖX - RÓSA LÍF

500 gr. gulrætur

4 msk. ólífuolía

90 ml reykvökvi (Stubbs liquid smoke)

1 sítróna

3 tsk. birkireykt salt frá Saltverk 1 pakki af fersku dilli

Flysjið gulræturnar í strimla

Setjið þær í vatnsbað í 15 mín.

Síðan setjið þið gulræturnar í eldfast mót og hellið olíunni og reykvökvanum yfir. Kreistið vökva úr einni sítrónu yfir. Veltum þessu svo öllu saman.

Setjið inn í ofn á 180° í ca. 30-40 mín. Klippið dill niður

Bætið við dillinu í eldfasta mótið og hrærið saman við gulræturnar þegar það eru ca. 15 mín eftir eldunartíma í ofninum.

Berist fram með graflaxsósu (Lúxus graflaxsósan frá ORA er vegan) og brauði eftir smekk.

WALDORFSALAT RAGNHEIÐAR

2 græn epli

2-3 sellerístönglar

30 rauð vínber skorin í tvennt

1 kúfuð matskeið Oatly sýrður rjómi

½ peli Oatly þeyttur rjómi

Smá hlynsíróp

Skvetta sítrónusafi

5 valhnetur

Skerið allt í fallega frekar smáa bita og vínber í tvennt. Skvettið sítrónusafa yfir eplin strax.

Þeytið rjóma og hrærið saman við sýrðan rjóma og smá hlynsíróp.

Blandið öllu saman og skreytið með söxuðum valhnetum.

Í forrétt var Graflöx og brauð sem Rósa Líf sá um.

Wellington-aðalréttinn kom Valgerður með.

PEKANHNETU- OG PORTOBELLOSVEPPAWELLINGTON

5 bollar smátt skornir sveppir (má vera blanda af portobello-, villi- og venjulegum sveppum)

1 gulur laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksrif, pressuð

1 stk. sveppakraftsteningur

1 msk. ferskt timían, saxað (má nota rósmarín í staðinn)

1 ½ bolli pekanhnetur, létt ristaðar á pönnu eða í 10 mín í ofni

1 bolli brauðmylsna (helst mjúkt brauð, ég nota Heimilisbrauð)

¼ tsk. af chiliflögum

1 msk. tamari sósa (sojasósa)

3 plötur vegan smjördeig.

Steikið lauk og hvítlauk í potti eða á pönnu í u.þ.b. 5 mínútur.

Bætið sveppum, sveppakrafti, timían, chiliflögum og tamari út í og eldið í nokkrar mínútur til viðbótar.

Saxið pekanhnetur smátt og ristið á þurri pönnu

Látið blönduna og hneturnar kólna í 10–15 mínútur.

Maukið allt saman í matvinnsluvél.

Bætið síðan brauðmylsnunni út í og blandið þar til allt hefur blandast vel saman.

Látið smjördeigið þiðna örlítið.

Setjið smjördeigsplöturnar hlið við hlið (lengri endinn að) og fletjið saman. Smyrjið blöndunni í miðjuna og skerið deigið í skástrimla á báðum hliðum og leggið þá yfir blönduna til skiptis þar til hún er hulin (eins og flétta).

Bakið við 180°C í 50 mínútur. Fyrst í 25 mín. með álpappír utan um og svo seinni 25 án álpappírs þar til smjördeigið hefur brúnast.

Berið fram heitt með sósu og meðlæti.

SVEPPASÓSA

1 dl ósæt plöntumjólk

150 g vegan rjómaostur

150 g sveppir að eigin vali (hægt að nota ferska eða þurrkaða), sneiddir 2 teningar sveppakraftur, leystir upp í ögn af heitu vatni salt og pipar

Setjið olíu á miðlungsheita pönnu og steikið sveppi. Bræðið rjómaost í potti við vægan hita. Bætið við plöntumjólk og sveppakrafts-teningum. Hrærið hægt en örugglega þar til allt hefur blandast.

Bætið þá sveppum við og hleypið dassi af steikingarolíunni með. Leyfið malla í 5-7 mínútur, hrærið reglulega. Saltið og piprið eftir smekk. Þessa sósu má djassa til með sítrónuskvettu eða með því að bæta hvítlauk út í sveppasteikinguna.

JÓLA-RÓTARGRÆNMETI RAGNHEIÐAR

1 sæt kartafla

2 nípur

1 rauðrófa

2 stórar gulrætur

2 msk. ólívuolía

½ tsk. kanill

1/8 tsk. negull

¼ tsk. anis

¼ tsk. kardimommur

1 tsk. lakkrís sjávarsalt frá Saltverk.

Skerið grænmetið í jafna bita og setjið í skál. Hellið ólífuolíu yfir og nuddið salti og kryddi inn í grænmetið með höndunum. Blandið vel saman og dreifið grænmetinu svo á bökunarpappír í ofnskúffu. Bakað við 200°C í ca. 45 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt í gegn. Rótargrænmetið gerðu Ragnheiður og Aldís.

Húsfreyjan 4. tbl. 2025

Guðrún Sóley gerði sveppasósu.

ÖLMUKAKAN (KARMELLUKANILKAKA)

Púðursykurblanda:

1¾ bolli púðursykur

½ bolli vatn

2 msk. smjörlíki (mæli með Violifesmjörlíkinu)

Setjið allt í pott, hitið að suðu og látið kólna.

Deig:

2 bollar hveiti

1 bolli sykur

2 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

2 ½ tsk. kanill

2 msk. smjörlíki

1 bolli möndlumjólk (eða hvers kyns plöntumjólk eftir smekk)

Hrærið smjörlíki og sykri vel saman.

Blandið þurrefnunum saman við, ásamt 1 bolla mjólk.

Setjið í smurt eldfast mót (með háum köntum).

Hellið púðursykurblöndunni yfir deigið.

½ bolli af söxuðum hnetum eða kókosmjöli stráð yfir (má líka vera eftir að hún kemur út til að skreyta)

Bakið við 175°C í 35-40 mínútur. Ath. vökvinn á að liggja ofan á

kökunni þegar hún fer inn í ofn og kakan bakast svo í gegnum vökvann sem endar svo á botninum. Eins konar kanilkarmella í botninum.

Uppskrift frá Ölmu Guðmundsdóttur tónlistarkonu og afbragðs bakara!

VEGAN RIZ À L’AMANDE - ALDÍS UPPSKRIFT FRÁ LAVENDER & MACARONS

Grauturinn:

½ bolli grautargrjón

½ bolli vatn

2 bollar rísmjólk (eða soja/kókosmjólk)

2 vanillustangir / 2 msk. vanilludropar

1 msk. sykur

¾ bolli afhýddar, saxaðar möndlur

1 bolli kókosrjómi

2 msk. flórsykur

Auka saxaðar möndlur til skreytingar

1 heil verðlauna-mandla í grautinn

Kirsuberjasósa:

320 g frosin kirsuber

3 msk. sykur

½ bolli vatn

2 tsk. maíssterkja

1 tsk. sítrónusafi

Grauturinn

Sameinið hrísgrjón, vatn og mjólk í meðalstórum potti og hitið á meðalhita.

Þegar vatnið byrjar að sjóða, bætið vanillu og sykri út í.

Lækkið hitann niður á miðlungslægan og látið sjóða með reglulegum hræringum þar til hrísgrjónin hafa dregið í sig allt vatnið og eru mjúk, um 45-60 mínútur. Gæti þurft að bæta við vökva. Takið pottinn af hitanum, hrærið saxaðar möndlur saman við og látið kólna alveg.

Rjóminn

Blandið saman kókosrjóma og flórsykri í skál og þeytið.

Blandið þeytta rjómanum varlega saman við kólnuðu hrísgrjónablönduna.

Kirsuberjasósan

Setjið frosin kirsuber, sykur og vatn í lítinn pott og hleypið upp suðu. Leysið maíssterkjuna upp í sítrónusafa og bætið út í þegar berin sjóða. Látið sósuna þykkna í 3–5 mínútur. Kælið aðeins áður en henni er hellt yfir grautinn.

Borið fram

Skammtið grautinn í skálar, felið möndlu í einni, hellið kirsuberjasósu yfir og stráið möndluflögum til skreytingar.

Ölmukökuna bakaði Klara.
Kókos-riz à l‘amande galdraði Aldís Amah fram.

„SKO MÖMMU, HÚN HREINSAÐI TIL“

KVENNAVERKFALL

Þaðhefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að 24. október síðastliðinn var Kvennaverkfall. Talið er að yfir 50.000 hafi verið samankomin í miðbæ Reykjavíkur í Sögugöngu og á baráttufundi á Arnarhóli. Fjöldi kom einnig saman á fjölmörgum stöðum víða um land. Þar má nefna: Akureyri, Breiðumýri, Ísafjörð, Hrísey, Höfn, Vík, Hvolsvöll, Stykkishólm, Dalvík, Tröllaskaga, Fjallabyggð, Reykjanesbæ, Egilsstaði, Snæfellsbæ, Grundarfjörð og víðar. Þar fóru fram bæði samstöðufundir, kröfugöngur og skemmtanir.

Til að fylgja eftir Kvennaverkfallinu 2023 hafa á sjötta tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks tekið höndum saman og boðað Kvennaár 2025 til að flétta saman baráttu fyrir jafnrétti með fjölbreyttri dagskrá allt árið. Kvennaverkfallið 24. október var svo hápunkturinn, þó er árið ekki enn liðið og fjölbreytt dagskrá enn í gangi þegar þetta er skrifað.

Konur og kvár voru hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn 24. október eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Ýmislegt hefur áunnist í baráttunni en misrétti þrífst enn í samfélaginu, launamunur kynjanna eykst, konur bera enn meginábyrgð á umönnun barna og heimilis og kynbundið ofbeldi er faraldur. Stjórnmálaleiðtogum voru afhentar kröfur Kvennaárs 24. október 2024 og nokkrum sinnum hefur verið ýtt á að þeim verði svarað og gripið til aðgerða. Sáralítið hefur þokast og í raun aðeins einni kröfu verið svarað, og engin uppfyllt. Kröfurnar eru í þremur flokkum; launamisrétti kynjanna, ólaunuð vinna kvenna og kynbundið ofbeldi.

Þau samtök sem standa að Kvennaári hvöttu því allar konur og kvár til að taka höndum saman 24. október til að heiðra og fá innblástur frá baráttukonunum sem á undan komu og til að krefjast raunverulegra breytinga. Því saman breytum við samfélaginu fyrir framtíðina. Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.

Þau sem ekki gátu tekið þátt þar sem þau sinna ómissandi störfum voru hvött

til að deila myndum af sér og samstarfsfólki á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #kvennaverkfall og #ómissandi.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) er eitt af þessum samtökum sem tók þátt eins og það gerði á Kvennafrídeginum 1975. KÍ er einnig aðili að Kvennaári 2025. Sú sem þetta skrifar situr í framkvæmdastjórn Kvennaárs fyrir hönd KÍ.

Undirbúningur að 24. október hófst formlega með því að framkvæmdastjórn Kvennaárs bauð til þankahríðar á Grettisgötunni í húsnæði BSRB. Þangað mættu þær Jenný Jóakimsdóttir og Helga Magnúsdóttir, fyrir hönd Kvenfélagasambandsins. Þar fæddust margar af þeim hugmyndum sem urðu að veruleika í Kvennaverkfalli, sumar hugmyndir margfölduðust að stærð.

Talið var niður í daginn, með því að varpa hnefanum góða, með risa myndvarpa á nokkrar opinberar byggingar og minna þannig á kröfur Kvennaárs. En áður, eða þann 16. október, héldu nokkrir fulltrúar Kvennaárs, blaðamannafund

við styttuna af Ingibjörgu H. Bjarnadóttur sem stendur við Alþingi. Þar afhentu þær innheimtukröfurnar á íslensk stjórnvöld. Eva Björk Harðardóttir, varaforseti KÍ mætti þar fyrir hönd KÍ.

Föstudagurinn 24. október í Reykjavík hófst klukkan 10 í Hörpunni þar sem Alþýðusamband Íslands bauð til viðburðar sem hét „Nútíma kvennabarátta – staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði“. Í dag eru það konur af erlendum uppruna sem bera uppi mörg grundvallarstörf þjóðfélagsins, til dæmis í ræstingum, umönnun barna og aldraðra. Þær búa hins vegar of oft við lág laun og of mikið vinnuálag.

Sögugangan

Söguganga um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu hófst klukkan 13:30 á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu og endaði við Arnarhól. Gangan krafðist ekki leiðsagnar heldur var um að ræða 21 atriði þar sem gjörningar, list, leikur, spuni, söngur og uppistand voru meðal atriða.

Umsjón: Jenný JóakimsdóttirMyndir: Sunna Ben, Kristín María og úr einkasafni

Á milli trjánna á Sóleyjargötunni var búið að hengja upp útilistaverkið SAMTAKA. Verkið var samstarfsverkefni fjölmargra kvenna. Myndmálið tekið úr ævagamalli textílhefð – kögri- sem birtist í klæðnaði, húsgögnum og öðrum hönnunarmunum. Kvenlegt kögrið tengdi saman götumyndina og sýndi þannig samtakamátt kvenna. Skæru litirnar, með praktískan tilgang; að vera sýnilegt í annars gráleitu umhverfi. Einmitt það sem kvennabaráttan gengur út á; að auka sýnileika kvenna. Það var Helga Sif Guðmundsdóttir, listakona sem hafði umsjón með verkinu.

Gangan hófst á því að minnst var Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem leikkonan Sandra Barilli túlkaði snilldarlega, á næstu stöð var kvennanna, sem fyrst voru kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908, minnst með því að sunginn var rappskotinn baráttusöngur um þátttöku þeirra í stjórnmálum.

Kvenréttindafélag Íslands tók þátt í sögugöngunni með sýningunni „Kvennabaráttan í 110 ár“. Sýningin byggir á fyrri farandsýningu félagsins frá árinu 2015 sem var sett upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Kvennahreyfing ÖBÍ minnti á sig með þátttöku í Sögugöngunni og minntust m.a. Guðríðar Ólafs Ólafíudóttur sem var brautryðjandi í aukinni þekkingu á stöðu fatlaðra kvenna, samstöðu þeirra og hreyfingar. Hún leitaði eftir samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands og fór ásamt fulltrúum þess í fyrirlestrarferð um landið til að tala um stöðu fatlaðra kvenna. Í kjölfarið fór hópur fatlaðra og langveikra kvenna að hittast reglulega innan Öryrkjabandalags Íslands.

Kvenfélagskonur tóku þátt í stöð Kvenfélagasambands Íslands með kraftmiklum söng og viðveru. Klæddar þjóðbúningum og svuntum, vopnaðar tertuspöðum og kökukeflum. Þar var þess minnst að formæður okkar bökuðu betra samfélag og lögðu grunn að velferðarkerfinu og kvennabaráttunni. Sú vegferð hófst með stofnun Kvenfélags Rípurhrepps árið 1869, sem er enn starfandi. Kvenfélagasamband Íslands fagnar 95 ára afmæli í ár. Miklar þakkir til þeirra kvenfélagskvenna sem tóku þátt í stöðinni með okkur.

Á næstu stöð sem Samtökin ´78 stóðu að, söng Hljómsveitin Eva sig inn í hjörtu

göngufólks. Þar var þess minnst að árið 1985 stofnuðu lesbíur félagið Íslensklesbíska. En samkynhneigðir karlar voru ráðandi í starfi samtakanna fyrstu árin.

Við Sóleyjargötu á svölum skrifstofu forsetaembættisins hitti göngufólk svo Vigdísi Finnbogadóttur, sem Kristrún Kolbrúnardóttir túlkaði á svölum embættisins. Göngufólki gafst þar kostur á að skrifa kveðju til Vigdísar.

Kvennalistakonur tóku þátt í sögugöngunni og rifjuðu upp sín helstu slagorð frá stofnun Kvennalistans 1983, sem enn geta átt vel við.

Á næstu stöð sýndu Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna, áhrif reykfylltra bakherbergja á íþróttakonur með stórskemmtilegum gjörning i Hallargarðinum. Við Kvennaskólann voru það stúlkur úr Femínistafélagi skólans sem minntust þess að Kvennaskólinn var stofnaður 1874, til að gera konum kleift að mennta sig.

Listasafn Íslands, minntist Steinu sem var frumkvöðull í stafrænni miðlun. Með listaverkum fyrir utan safnið.

Femínistafélagið stóð á tröppum Fríkirkjunnar og minntist sögu félagsins sem hófst 2003. Þar buðu þær meðal annars konum að máta sig við staðalímynd konunnar, sem auðvitað engin passaði í.

Göngufólk hitti svo fyrir konur og kvár meðal annars i Kennarasambandinu, þar sem þær minntust baráttu kvennastétta sem halda samfélaginu gangandi á afsláttarkjörum.

Það átti vel við að hitta því næst konur í W.O.M.E.N, félagi kvenna af erlendum uppruna sem vakti athygli á áhrifaríkan hátt á þeim hindrunum sem konur af erlendum uppruna mæta í samfélaginu.

Baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi var gert hátt undir höfði með stöð þar sem þau fjölmörgu samtök sem berjast gegn ofbeldi vöktu athygli á málefninu á myndrænan, lýsandi hátt og buðu meðal annars göngufólki að skila skömminni og grýta henni í ruslið.

Kvennahljómsveitin Grýlurnar var stofnuð 1981, textarnir voru femínískir og oft litaðir af kaldhæðni gagnvart karlmönnum. Það var hljómsveitin Hekla sem hyllti Grýlurnar og spilaði á tröppum MR, meðal annars lagið; Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður.

Þriðju vaktinni var gerð góð skil með skemmtilegum spuna spunaleikara í Bakarabrekkunni. Þriðja vaktin er verkstjórnin á heimilinu, allt þetta sem þarf að muna og skipuleggja. Við konurnar þekkjum þetta vel, enda leggst þriðja vaktin oftar en ekki mun frekar á konur. Í Bakarbrekkunni stóð einnig Birna Rún Eiríksdóttir, tveggja barna móðir og uppistandari. Hún deildi með göngufólki spaugilegu hliðinni á kaosinu í kringum fæðingarorlof og leikskólamál. Sem er þó ekkert grín, því í dag er það þannig að heildartekjur kvenna dragast saman um 50% eftir fæðingu barns en tekjur karla standa í stað.

Framan við stjórnarráðið flutti leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir, ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur frá Kvennafrídeginum 2018. Jóhanna varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra á Íslandi árið 2009.

Það voru svo Rauðsokkurnar sem sköpuðu Rauðsokkuheim á Lækjartorgi, sem var síðasta stöðin í Sögugöngunni. Þar var hægt að heilsa upp á örþreyttu húsmóðurina, taka mynd af sér með Venus og klappa Perlu Fáfnisdóttur, fegurðarkusu. Á meðan hljómaði ávarp Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur úr hátölurum. Rauðsokkur buðu þeim sem gengu hjá að skrifa skilaboð um betri veröld á

klukkuturninn fræga. Það voru Rauðsokkur sem voru fremstar í flokki skipuleggjenda að kvennafrídeginum 1975, sem þær reyndar vildu að væri kvennaverkfall. Það er þessvegna sem ákveðið var að 24. október í ár væri Kvennaverkfall en ekki Kvennafrí.

Sögugangan, sem upphaflega átti að vera um 5-7 stöðvar og var skipulögð og framkvæmd af fjölda sjálfboðaliða, tókst ótrúlega vel og eins og fagstjóri Kvennasögusafns, Rakel Adolphsdóttir orðar svo skemmtilega: „Það var draumi líkast að sjá baráttusögu kvenna birtast svona ljóslifandi með nútímalegum aðferðum og áherslum.“

Baráttufundur á Arnarhóli

Klukkan 15:00 hófst svo dagskráin og baráttufundurinn á pökkuðum Arnarhóli. Það voru; Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og Beta Skagfjörð, leikkvár sem stjórnuðu stórkostlegri dagskrá. Þær minntu á kröfur Kvennaárs og fengu hólinn með sér í að kalla; „Stundin er runninn upp“. Fyrsta atriðið var hljómsveitin Mammaðín, en í henni eru þær Katla Njálsdóttir og Elín Hall. Marta Ólöf Jónsdóttir, formaður starfsmannafélags Kópavogs, var næst á svið og sagði það ljúfsárt að óska konum og kvárum til hamingju með daginn. Í

ræðu sinni þakkaði hún þeim hugrökku konum sem ruddu brautina og sagði að nú væru konur og kvár komin saman til að styrkja systraböndin fyrir áframhaldandi baráttu, fyrir fullu jafnrétti og betra samfélagi. Lagið Labour eftir Paris Paloma var því næst flutt af Örnu Rún Ómarsdóttur og Paolo Gorgani og bakröddum. Lagið Labour sló í gegn 2023 og er sterkur söngur, sem er orðin alþjóðlegur baráttusöngur kvenréttindabaráttunnar um það ósýnilega vinnuálag og byrðar sem konur bera í samfélaginu. Hópatriðið „Veröld sem ég vil“ var næst á svið. Atriðið flutti fjölbreyttur hópur ungra femínista, baráttukvenna og kvára sem koma víðsvegar að úr samfélaginu. Virkilega vel gert hjá þeim og varla hægt annað en að nánast klökkna og fá gæsahúð við flutning þeirra. Tónlistarkonan Anya Shaddock gerði einstaklega velheppnaða útgáfu af Áfram stelpur, sem hún flutti og fékk Arnarhól til að taka almennilega undir. Hún útsetti lagið sjálf og gerði nútímalegt undirspil sem fór laginu einstaklega vel. Næsta ræðu-

Kvenfélagskonur hressar á stöð Kvenfélagasambands Íslands í Sögugöngunni.

kona var Anna Marta Marjankowska, samfélags- og verkalýðsskipuleggjandi. Hún deildi með þeim sem á hlustuðu hugsunum sínum sem kona af erlendum uppruna. Reykjavíkurdætur slógu svo botninn í samstöðufundinn og fluttu tvö kraftmikil lög.

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland var verkefnastjóri Kvenna-

verkfalls og hún ásamt þeim fjölmörgu úr framkvæmdastjórn Kvennaárs, eiga margfaldar þakkir skyldar fyrir ógleymanlegan dag. Kvennaár 2025 heldur áfram út árið með fjölmörgum viðburðum, og um að gera að fylgjast með dagskránni á www.kvennaar.is

Textinn í þessari umfjöllun er að hluta til fenginn að láni frá kvennaar.is

LÉTTUM OKKUR LUNDINA ÞEGAR JÓLASTRESSIÐ VERÐUR OF MIKIÐ!

Hvernig við getum forðast fullkomnunaráráttuna, notið aðventunnar og munað eftir kærleikanum.

Desember er mánuður kærleika, ljóss og vonar. En aðventan getur líka verið full af streitu, þreytu og fullkomnunaráráttu, ef við pössum okkur ekki. Öll viljum við skapa þessi fullkomnu jól sem við munum eftir frá æsku eða sjáum í kvikmyndum – þar sem heimilið glansar, ilmur af sjö sortum af smákökum svífur um loftið og jólagjafirnar í stórum stöflum undir jólatrénu. En er það raunverulega það sem skiptir okkur máli?

Leyfið ykkur að slaka á

Af hverju þurfum við sjö sortir? Hvernig á að sleppa takinu.

Þessi ríka jólahefð, krefst oftast yfirþyrmandi vinnu: bakstur, djúphreinsun, fullkomnar gjafir og fjölskylduboð.

Fyrsta skrefið í að draga úr streitu er að viðurkenna að fullkomnun er óþarfi – og jafnvel ómöguleg.

Að skipuleggja eða afskipuleggja – Hvernig á að verja tímanum Oft erum við með óskrifaðan lista í höfðinu sem er líklegur til að valda stressi og jafnvel taugaáfalli fyrir aðfangadag. Börn muna eftir tilfinningunni í kringum jólin, ekki glansandi nýjum gluggatjöldum eða fjölda kökusorta. Muna þau eftir stressuðu eða afslöppuðu foreldri?

Deilum byrðunum – Sameinumst um þriðju vaktina

Dreifið sameiginlega ábyrgðinni á alla á heimilinu. Takið stöðufund. Allir geta lagt sitt af mörkum. Skrifið niður allt sem þarf að gerast, og takið síðan raunsætt mat á verkefnunum. Skilgreinið

hvað skiptir mestu máli á ykkar heimili. Er það að baka uppáhalds smákökurnar? Er það að skreyta heimilið? Einbeittu þér aðeins að þeim atriðum, sem skipta þig og fjölskylduna mestu máli. Leyfið öðru að „klúðrast“ eða slepptu því alveg.

Setjið aðeins það sem skiptir fjölskylduna mestu mála á verkefnalistann. Skiptið því í fjóra flokka. Til dæmis: Þrif, gjafir, viðburðir, samvera. Merkið 1,2,3.. um hvað er í forgangi. Gerið það sama við hvern flokk. Ákveðið sameiginlega hvort það séu sem dæmi; sjö sortir, eða sjö boð eða tvær sortir og tvö boð. Skiptið með ykkur verkum, hvort sem það er skipulagning, að versla eða framkvæma.

Jólin eiga ekki að kosta okkur svefn eða valda áhyggjum um fjármál. Setjið fjárhagsramma og fylgið honum. Manstu eftir því sem þú fékkst í fyrra? Nei. Gjafir eru tákn um kærleika, ekki verðmiði á ástúð.

Afþökkum með kærleika – „Já“ við ró, „Nei“ við auka stressi Það er engin skylda að mæta í öll boð eða á alla viðburði. Veljið það sem skiptir ykkur mestu máli. Prófaðu „Tveggja boða regluna“: Ákveðið fyrir fram að fjölskyldan mæti aðeins á tvo viðburði eða boð um hverja helgi. Það gefur tíma fyrir afslöppun og óskipulagða samveru – og kannski eitthvað klúður sem verður hluti af jólaminningum seinna meir.

Ef þú þarft að afþakka boð, þá er einfalt „nei“ fullkomin setning. Engin þörf á útskýringum eða afsökunum.

Jólagjafirnar

Í veröld þar sem efnislegir hlutir flæða yfir, verður stærsta áskorun jólanna ekki að finna réttu stærðina eða litinn, heldur

að finna gjöf sem hefur sál og merkingu.

Gjafir sem veita upplifun, létta byrðar eða styðja við þá sem minna mega sín eru þá tilvaldar. Að gefa tíma sinn er sönn gjöf sem skapar minningar og veitir stuðning.

Það er einfalt að búa til fallegt gjafabréf á aðstoð eða samveru. Getur verið skemmtileg samverustund ef fjölskyldan gerir þau saman.

Til dæmis aðstoð við eldamennsku, jafnvel að ákveða hvað eigi að vera í matinn í einhver skipti, eða taka allan frágang eftir stóra veislu.

Annað dæmi gæti verið gjafabréf á ömmu- eða afastund eða barnapössun: Ákveðinn fjöldi klukkustunda af barnapössun eða gjafabréf þar sem þú skuldbindur þig til að fara með viðkomandi í óvænta gönguferð, á sýningu eða í bíó – en þú sérð alfarið um skipulagninguna.

Gjöf sem gefur: Framlag til samfélagsins

Gefið framlag til góðgerðarmála í nafni viðtakanda, t.d. til Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Barnaheilla, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unesco), Hjálparstarf kirkjunnar eða jafnvel til héraðssambands eða kvenfélags á staðnum sem styður við góðgerðamál.

Gefið handgerðar vörur sem seldar eru á mörkuðum eða í litlum verslunum. Með því styðjið þið við handverksfólk og verslanir í heimabyggð.

Þegar öllu er á botninn hvolft, snýst kjarninn í gjöfum um að sýna að við hugsum um náungann. Með því að gefa tíma okkar og stuðning verður hugurinn á bakvið gjöfina dýpri og kærleiksríkari.

Gleðilega frumlega og kærleiksríka jólahátíð!

Texti: Jenný Jóakimsdóttir

Texti: Jenný Jóakimsdóttir

vikaeinmanaleikans.is

SAMFÉLAGIÐ TÓK VIRKAN ÞÁTT Í

VIKU EINMANALEIKANS

Samfélagið tók vel í Viku einmanaleikans sem haldin var dagana 3. –10. október síðastliðinn. Um var að ræða Vitundarvakningu Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Verkefnið er styrkt af Félags- og húsnæðimálaráðuneyti og Lýðheilsusjóði. Markmið verkefnisins er að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika.

Stýrihópurinn sem vann að verkefninu var skipaður á formannaráðsfundi KÍ þann 1. febrúar síðastliðinn. Hópurinn tók strax til starfa og byrjaði að skipuleggja vikuna og voru margir fundnir haldnir, þar sem hugmyndum var kastað fram og svo var hafist handa. Ákveðið var að horfa til Viku einmanaleikans sem Marmalade Trust hefur staðið að í Bretlandi í yfir níu ár. Gaman er að segja frá því að Marmalade Trust sagði frá Viku einmanaleikans á Íslandi á sínum miðlum. Þannig við getum með stolti sagt að verkefnið hafi náð alþjóðlegri athygli. Helstu fjölmiðlar landsins veittu einnig Viku einmanaleikans athygli og birtu bæði greinar, viðtöl og myndir.

Setning Viku einmanaleikans Vika einmanaleikans var sett formlega í Kringlunni föstudaginn 3. október. Fjöldi fólks fylgdist með setningunni og kynnti sér verkefnið. Setningin hófst á því að Eva Björk Harðardóttir, varaforseti Kvenfélagasambands Íslands, sagði frá verkefninu sem stýrihópurinn hefur unnið að síðastliðið ár.

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti opnunarávarp og þakkaði Kvenfélagasambandi Íslands fyrir hlýtt og manneskjulegt verkefni.

Fulltrúar úr stýrihóp á setningu Viku einmanaleikans í Kringlunni: Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, Ása Steinunn Atladóttir, Jenný Jóakimsdóttir og Eva Björk Harðardóttir.

Hún sagði jafnframt að það ætti að vera markmið okkar allra að vilja sporna gegn því með öllum ráðum að fólk einangrist félagslega. „Með samtakamætti okkar allra þá mun okkur auðnast sú gifta að vernda jafnt unga sem aldna í baráttu þeirra gegn vanlíðan og einmanaleika.“ sagði Inga Sæland. Næst bauð Eva Björk biskup Íslands, séra Guðrúnu Karls Helgudóttur í pontu til að að blessa verkefnið. Biskup þakkaði Kvenfélagasam-

bandi Íslands fyrir að standa að þessari viku, því einmanaleiki væri alvarlegt mál og það væri mikilvægt að minna á að einmanaleiki er nokkuð sem samfélagið beri ábyrgð á. Að loknum ávörpum flutti Erna Salóme Þorsteinsdóttir, nemi í tónsmíðum, lag sem hún hefur samið um einmanaleikann.

Mikilvæg þátttaka kvenfélaganna Heimasíðan www.vikaeinmanaleikans.is

Spjallbekkurinn í Mosfellsbæ, Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs, Vilborg Eiríksdóttir, formaður kvenfélags Mosfellsbæjar sem situr í stýrihóp og Guðleif Leifsdóttir, félagsráðgjafi.

var sett upp, með aðstoð frá Eddu Langworth, sem sér um aðrar síður Kvenfélagasambandsins. Þar er meðal annars að finna viðburðardagatal og voru kvenfélög og aðrir hvattir til að skrá þar inn opna viðburði í vikunni sem hvetja til samveru og spjalls. Hátt í 100 viðburðir voru skráðir, víða um landið, í viðburðar dagatalið. Miklar þakkir til þeirra sem stóðu að þessum viðburðum. Við vitum svo um fjöldann allan af öðrum við burðum sem voru haldnir í vikunni en rötuðu ekki inn á dagatalið.

Spjallbekkir og spjallborð Á síðunni er svo að finna hug myndir að Spjallborðum og Spjallbekkjum. Gaman er að segja frá því að nú eru komnir fjórir appelsínugulir Spjallbekkir, þeir eru í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og í Grindavík. Stýrihópurinn var í samstarfi við borgina með fyrsta bekkinn í Reykjavík sem stendur við innganginn í Grasagarðinn í Laugardal. Bæði Mosfellsbær og Hafnarfjörður höfðu samband að eigin frumkvæði og óskuðu eftir því að fá upplýsingar um spjallbekkina og máluðu þá

Spjallbekkurinn sem Kvenfélag Grindavíkur gaf Grindarvíkurbæ, Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur.

appelsínugula á mettíma og settu upp í vikunni. Það var svo Kvenfélag Grindavíkur sem lét mála og merkja Spjallbekk og gaf Grindavíkurbæ á viðburði sem þær héldu í vikunni. Glæsilegt hjá þeim. Bekkurinn var smíðaður, málaður og merktur hjá Málmsteypunni Hellu í Hafnarfirði og er hægt að hafa samband við þá ef áhugi er á að láta gera bekki. Við biðjum þau sem ætla að setja upp Spjallbekki að láta okkur vita, svo við getum haldið utanum hvar þá er að finna. Það er von stýrihópsins að appelsínugulir Spjallbekkir verði í hverjum bæ innan nokkura ára. Spjallbekkirnir minna okkur á mikilvægi mannlegra samskipta og sýna að stundum er smá hvatning allt sem þarf til að hefja gott spjall.

Stýrihópurinn lét svo prenta út Spjallborðs spjöld sem dreift var víða og hvatti til þess að nýta sér þau eða að prenta út af heimasíðunni merkingar á spjallborð. Markmiðið með þeim er það sama og spjallbekkjanna að hvetja ókunnuga til að taka gott spjall.

Samverubingó og knús Á síðunni er einnig hægt að hlaða niður skemmtilegu Samverubingó spjaldi. Samverubingó er einstakt bingóspjald hannað til að hvetja okkur til að stíga út fyrir þægindarammann og taka virkan þátt í samfélaginu. Hver rúða á spjaldinu inniheldur litla en áhrifaríka aðgerð sem getur ýtt undir samskipti, dýpkað tengsl og minnkað tilfinninguna um einmanaleika.

Vikunni lauk svo með Knúsviðburði á Austurvelli þar sem þær Jenný, Vilborg og Ása Steinunn úr stýrihópnum mættu og buðu gestum og gangandi upp á knús, sem mörg þáðu. Skemmtileg leið til að enda vikuna. Sýnt var frá knúsviðburðinum í fréttatíma um kvöldið bæði hjá RÚV og Sýn.

Stýrihópurinn mætti svo að auki í nokkur viðtöl í útvarpi til að segja frá vikunni. Boðskapur vikunnar var skýr: verum vakandi fyrir fólkinu í nánasta umhverfi, sýnum umhyggju og góðvild með brosi eða spjalli.

Það var markaðsstofan Sahara sem aðstoðaði hópinn við herferðir á samfélagsmiðlum og hannaði útlit á verkefninu. Er þeim mikið þakkað fyrir aðstoðina.

Stýrihópurinn vann þarna frábæra vinnu sem byggt verður á þegar Vika einmanaleikans verður aftur haldinn í október á næsta ári.

Einfaldur og jólalegur bakstur

Ájólum og hátíðum er alltaf gaman að bera fram eitthvað sem bæði bragðast vel og lítur vel út.

Hér eru þrjár tillögur sem er einfalt að baka. Pavlovu marengsinn má baka með nokkurra daga fyrirvara og fylla svo á með rjóma og berjum að morgni áður en hann er borin fram.

Vanillu smákökurnar eru kærkomin tilbreyting frá piparkökum. Skreyttar með hvítum glassúr, líta þær vel út og eru jólalegar að bera fram.

Piparkökur eru alltaf klassískar á jólum.

Fyrir þau sem ekki vilja standa í bakstri, þá er hægt að kaupa marengsbotn og fylla á með berjum og rjóma. Smákökur einsog piparkökur má kaupa og skreyta að vild. Þannig náum við notalegri stund í eldhúsinu og notum okkar eigin hugmyndir að skreytingum án mikillar fyrirhafnar.

Njótið vel.

Klassísk Jóla Pavlova

með berjum

Marengsbotn

4 stórar eggjahvítur (við stofuhita)

250 g fíngerður sykur

1 tsk. vanilludropar eða -sykur

2 tsk. maizenamjöl (kartöflumjöl)

1 tsk. hvítvínsedik eða sítrónusafi

Rjómafylling

3-4 dl rjómi, þeyttur

Rauð sósa og Skreyting

100 g fersk eða frosin trönuber

1 dl sykur

1 dl vatn

Fersk hindber, jarðarber og/eða rifsber til skrauts, fallegt að setja smá myntu blöð með.

Marengsbotninn

Hitaðu ofninn í 150°C (ekki blástur).

Leggðu bökunarpappír á bökunarplötu.

Þeyttu eggjahvíturnar á miðlungshraða þar til þær byrja að freyða og verða stífar.

Bættu sykrinum rólega við, eina matskeið í einu, og þeyttu á fullum hraða á milli. Haltu áfram að þeyta þar til blandan er mjög stíf og glansandi (þú getur snúið skálinni við án þess að blandan hreyfist).

Blandaðu síðast vanilludropum, maizenamjöli og ediki/sítrónusafa varlega saman við með sleikju.

Mótaðu hring eða sporöskjulaga botn úr marengsinum á bökunarpappírnum. Gerðu smá dæld í miðjuna.

Settu botninn í ofninn og lækkaðu strax hitann í 100°C. Bakaðu í um 90 mínútur. Slökktu á ofninum og leyfðu botninum að kólna alveg inni í ofninum með smá rifu á hurðinni.

Rauða Sósan (Trönuberjasósa)

Settu vatn, sykur og trönuber í pott og

láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann og láttu malla í 10-15 mínútur, eða þar til trönuberin springa og sósan þykknar. (hægt að nota nánast hvaða önnur rauð ber í þessa sósu, t.d. frosin eða fersk jarðarber eða hindber.)

Taktu pottinn af hitanum og leyfðu sósunni að kólna alveg áður en hún er borin fram.

Samsetning

Þeyttu rjómann og dreifðu honum yfir kalda marengsbotninn rétt áður en rétturinn er borinn fram (þetta kemur í veg fyrir að botninn blotni). Settu ofan í holuna sem myndast við baksturinn, ef þú nærð nógu mikilli hæð á botninn. Hellið trönuberjasósunni yfir rjómann. Skreyttu síðan með ferskum rauðum berjum eins og hindberjum og rifsberjum til að ná fram fallegu jólalegu útliti og bættu við myntu blöðum til að fá smá grænt með.

Vanillukökur með

hvítum glassúr

Þessar kökur eru góður grunnur fyrir alls konar skreytingar og hægt að nota mörg mismunandi form.

Kökur

200 g smjör (við stofuhita)

200 g sykur

2 stór egg

1 tsk. vanilludropar

400 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

Hvítur glassúr:

200 g flórsykur

3-4 msk. mjólk eða sítrónusafi 1/2 tsk. vanilludropar

Kökurnar

Hitaðu ofninn í 180°C.

Hrærðu saman smjör og sykur þar til blandan er ljós og létt. Bættu eggjunum út í, einu í einu, og vanilludropum.

Blandaðu hveiti og lyftidufti saman í annarri skál. Bættu þurrefnunum smátt og smátt út í smjörblönduna og hrærðu þar til deigið hefur blandast saman.

Kældu deigið í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur (þá er auðveldara að vinna með það).

Flettu deigið út á hveitistráðu borði, um 3-5 mm þykkt. Notaðu jólaform (stjörnur, hjörtu, hringi, jólatré).

Raðaðu kökunum á bökunarpappír og bakaðu í 8-12 mínútur (fer eftir stærð) eða þar til brúnirnar eru örlítið gullnar. Kældu alveg áður en þú skreytir.

Skreyting

Sigtaðu flórsykur í skál. Bættu mjólk/ sítrónusafa og vanillu rólega út í og hrærðu þar til þú færð þykkan, sléttan og hvítan glassúr.

Dýfðu kökunum í glassúrinn eða notaðu teskeið til að dreifa honum jafnt yfir kökurnar. Láttu glassúrinn setjast í 1-2 mínútur.

Ef þú vilt meiri lit eða skraut Taktu litla skál af glassúrnum, bættu við dropa af t.d rauðum eða grænum matarlit (gel-litur) og hrærðu. Settu glassúrinn í litla sprautupoka (eða ziplock-poka með örlitlu gati) og teiknaðu línur eða punktamynstur á hvítu kökurnar.

Einnig hægt að nota sykurperlur eða

Piparkökur eru ómissandi á aðventunni og um jólin. Þær eru frábærar til að fletja út og skreyta með fallegum glassúr. Hér er klassísk uppskrift að góðum, stökkum piparkökum sem halda vel lögun sinni:

350 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

2 tsk. negull

2 tsk. kanill

2 tsk. engifer, malaður

1/2 tsk. múskat (má sleppa)

150 g smjör (við stofuhita)

150 g sykur

1 stórt egg

1 dl síróp eða hunang (dökkt síróp er best fyrir bragðið)

Hitaðu ofninn í 180°C. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, matarsóda og öllum kryddum (negul, kanil, engifer og múskat).

deigið hefur blandast saman.

Vefðu deiginu inn í plastfilmu og kældu í ísskáp í að minnsta kosti eina klukkustund, en helst lengur. Þetta skref er mikilvægt svo kökurnar haldi lögun sinni.

Flettu deigið út á hveitistráðu borði, um 3-5 mm þykkt. Notaðu jólaform til að skera út kökur.

Raðaðu kökunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakaðu í 8-10 mínútur, eða þar til kökurnar eru orðnar gullinbrúnar í kringum brúnirnar.

Leyfðu kökunum að kólna á plötunni í nokkrar mínútur áður en þær eru færðar yfir á grind til að kólna alveg.

Ábending: Þessar kökur má skreyta með sama hvíta glassúrnum og var í síðustu uppskrift (flórsykur og vökvi) og nota síðan perlur eða skraut til að skreyta meira ef vill.

GJÖF KVENNA Á ÍSLANDI TIL KVENNA Á NÝJA ÍSLANDI

Hópur

íslenskra kvenna saumaði nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli og færðu Íslendingasamfélaginu þar að gjöf í ágúst síðastliðnum.

Hvert spor og smáatriði í kyrtlinum ber með sér hluta af vinnu, alúð og kærleika þeirra sem komu að verkinu. Verkefnið var raunverulegt samvinnuafrek þar sem enginn þáttur var of lítill til að skipta máli. Nýr kyrtill fjallkonunnar í Gimli er ekki aðeins fallegt handverk, heldur lifandi tákn um vináttu, samstöðu og menningarleg tengsl sem hafa varað í 150 ár og halda áfram að styrkjast.

Húsfreyjan fékk Sigurbjörgu Fríðu Ólafsdóttur til að segja frá sjálfri sér og tilurð gjafarinnar.

Úr stórri fjölskyldu í sveit

Ég heiti Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir og er kynningarfulltrúi Kyrtils-verkefnisins og sit einnig í stjórn Þjóðbúningafélags Íslands. Ég ólst upp á sveitabæ í AusturLandeyjum, umvafin stórkostlegri náttúru. Ég kem úr stórri fjölskyldu og er ein

Húsfreyjan 4. tbl. 2025

af tíu systkinum. Að alast upp í svo fjölmennri fjölskyldu mótaði mig á margvíslegan hátt. Við þurftum öll að hjálpa til á sveitabænum og þannig lærði ég fljótt mikilvægi skipulags, sjálfsbjargarviðleitni, hjálpsemi og ekki síst þolinmæði.

Æskugildin nýtast í starfi Grunngildin sem ég lærði í æsku nýtast mér enn í dag. Nú starfa ég hjá ferðaskrifstofunni Southcoast Adventure á Hvolsvelli sem þjónustar ferðir og býr yfir miklum tækjakosti af jeppum, snjósleðum og buggy-bílum. Þar er sannarlega gott að vera bæði hjálpsöm og útsjónarsöm. Það er fyndið hvernig lífið spilast. Ég trúi því að allt gerist af ástæðu og að fólk þurfi að vinna sér inn sinn sess. Þetta getur ekki allt verið tilviljun.

Ástríða fyrir handverki og hefð Þegar ég var barn kenndi amma mín, sem var alltaf kölluð Oma, mér að sauma og nota nál. Ég var reyndar ekkert sérlega þolinmóð þá en það er ótrú-

legt hvað tíminn getur breytt okkur. Fyrir tólf árum kynntu góðar vinkonur mínar, Gunnhildur og Christine, mig fyrir verkefni sem fólst í að sauma 90 metra langan refil um Njálu. Ég ákvað að prófa og gat ekki hætt! Ég saumaði tímum, dögum og vikum saman – og var að lokum farin að leiðbeina gestum, halda námskeið og kenna nemendum. Það mikilvægasta af öllu var þó að þarna eignaðist ég dýrmæta vini fyrir lífstíð.

Úr Íslendingasögunni

í þjóðbúningana

Eftir þessa reynslu langaði mig að læra að búa til íslenskan þjóðbúning. Ég ætlaði mér að sauma skautbúning sem brúðarkjól, ekki að ég hafi haft neinar sérstakar brúðkaupsáætlanir, ég vildi bara vera undirbúin ef til þess kæmi. Ég skráði mig í Annríki, skóla sem sérhæfir sig í þjóðbúningasaumi, og hóf að sauma „brúðarkjólinn“. Þannig hófst ferðalagið mitt. Það tók mig nokkur ár að ákveða hvernig efri hlutinn á skautbúningnum

„Nýr kyrtill fjallkonunnar í Gimli er ekki aðeins fallegt handverk, heldur lifandi tákn um vináttu, samstöðu og menningarleg tengsl sem hafa varað í 150 ár og halda áfram að styrkjast.“

skyldi vera en í millitíðinni lærði ég að sauma barnabúninga, karlabúninga og fleira sem við kemur þjóðbúningasaumi.

Þjóðbúningasaumur er mitt yoga

Handavinna hefur aldrei verið metin til fjár og ég óska þess að fólk gleymi ekki þessum arfi sem við búum að. Ég hef aldrei prufað yoga en ég segi stundum að saumaskapurinn sé mitt yoga. Með honum næ ég að núlla mig og endurhlaða. Ég á Hildi Rosenkjær, meistara mínum og eiganda Annríkis, allt að þakka. Frá því ég fór til hennar að sauma einn þjóðbúning hef ég saumað þá ófáa enda er alkunna að íslenskar konur sóma sér aldrei betur en í þjóðbúningi sínum.

Hugmynd kviknar

Nemendur Annríkis ferðuðust saman til Íslendingabyggðanna í Kanada í júní 2023. Þar kviknaði afdrifarík hugmynd. Fjallkonan í Gimli hefur verið klædd í kyrtil og höfuðbúnað á þjóðhátíðinni svo áratugum skiptir sem þjóðlegt tákn Íslendinga í Vesturheimi. En búningurinn var orðinn slitinn og snjáður. Á Íslendingahátíðinni í Gimli, mynduðu íslenskar konur heiðursvörð þegar Fjallkonan gekk á hátíðarsvæðið og lögðu um leið á ráðin um að sauma, endurnýja kyrtilinn og laga höfuðbúnaðinn.

Endurspeglar íslenska náttúru og menningu Að verkefninu stóðu Hildur og Ási hjá Annríki, sem í samráði við skipuleggjendur hátíðarinnar ákváðu lit, efni og mynstur. Ákveðið var að nýi kyrtillinn yrði ljós eins og upprunalegi kyrtillinn en með útsaumuðu mynstri sem endurspeglar íslenska náttúru og menningu. Þau

völdu Liljumynstur sem teiknað var af Sigurði málara. Mynstrið á rætur sínar að rekja til fornra altarisklæða og er saumað með lykkjuspori og flatsaumi, sem gefur því bæði klassískt og nýtt útlit.

Minningar sem munu lifa Hildur og Ási fengu til liðs við sig nemendur frá Annríki ásamt hluta þeirra kvenna sem voru með í Kanadaferðinni. Alls tóku nítján konur þátt í vinnunni sem fékk heitið „Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi“. Hópurinn skipti með sér fjölbreyttum verkefnum, svo sem útsaumi og samsetningu, skipulagningu, fjölmiðlamálum, ritun kynningarefnis og ýmislegt fleira. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu og efni í kyrtilinn, ný næla og viðgerðir á skarti voru gefnar af Annríki. Samverustundirnar voru gefandi, gleðjandi og sköpuðu minningar sem munu örugglega ylja okkur þegar við rifjum þær upp á elliheimilinu síðar meir.

Minni-Knarrarneskirkja á Vatnsleysuströnd, 19. júní 2025 Kyrtillinn var formlega afhentur 19. júní 2025 í kirkjunni að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd við hátíðlega stund. Þar tók Sigrún Ásmundsson, forseti Íslendingadagsins í Gimli, við honum fyrir hönd samfélagsins á Nýja Íslandi. Tilefnið var tvíþætt og táknrænt: Annars vegar afhendingin sjálf og hins vegar minning um þann merka dag fyrir 110 árum þegar konur á Íslandi, eldri en fertugt, hlutu fyrst kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við athöfnina fluttu einnig ávörp Jenny Hill, sendiherra Kanada á Íslandi, og Almar Grímsson, einn helsti vinur og tengiliður Nýja-Íslands. Viðstaddar voru einnig Eliza Reid, fyrrum forsetafrú, og fjöldi gesta sem fögnuðu

þessu merka tákni vináttu og menningarlegrar arfleifðar. Sérstakar þakkir fá Birgir Þórarinsson og Anna Rut Sverrisdóttir fyrir frábærar móttökur og einstaka gestrisni á heimili sínu.

Gunnvör fyrst til að klæðast kyrtlinum Afmælisárið 2025 markar 150 ár frá fyrstu búsetu Íslendinga vestan megin við Winnipegvatn. Enn má finna sterk tengsl við Ísland á svæðinu; fjöldi íbúa talar íslensku og þjóðbúningarnir njóta mikillar virðingar. Hefðin um Fjallkonuna á Íslendingadeginum í Gimli á sér rótgróna sögu þar og kom hún fyrst fram árið 1924, tuttugu árum fyrir stofnun lýðveldisins Íslands. Þá er merkilegt að Íslendingahátíðin er ein stærsta hátíðin sem helguð er einni þjóð í Kanada. Gunnvör Danielsdóttir féllst á að vera fjallkona Íslendingadagsnefndar þetta árið. Hún hafði þrisvar verið beðin um það en taldi að hlutverkið ætti að vera í höndum kvenna frá Manitoba. Nú varð hún við óskinni og var því fyrst til að klæðast nýja kyrtlinum. Fjallkonan steig þar fram í glænýjum íslenskum kyrtli, sem saumaður var og gefinn af hópi íslenskra kvenna, kærleiksrík gjöf sem styrkir tengsl milli Íslands og Vestur-Íslendinga. Halla Tómasdóttir forseti Íslands var sérstakur heiðursgestur á Íslendingadagshátíðinni.

Hvert spor unnið af alúð og kærleik

Kyrtillinn er ekki aðeins fallegt handverk, heldur lifandi tákn um vináttu, samstöðu og menningarleg tengsl sem hafa varað í 150 ár og halda áfram að styrkjast. Þó að afhendingin hafi verið hátíðlegur hápunktur verkefnisins, þá er ómetanlegt að rifja upp alla þá vinnu sem á undan fór.

Hver einasta kona í hópnum lagði sitt af mörkum – hvort sem það var í útsaumi, saumaskap, skreytingum, ferðaskipulagi, textagerð eða samskiptum við fjölmiðla.

Allir þessir þættir skiptu máli og gerðu kyrtilinn að því einstaka verki sem hann er. Því miður gátu ekki allar konurnar sem komu að verkinu verið viðstaddar afhendinguna í Gimli 2025 en þær voru allar í hugum okkar þennan dag. Hvert spor og smáatriði í kyrtlinum ber með sér hluta af þeirra vinnu, alúð og kærleik. Verkefnið var raunverulegt samvinnuafrek, þar sem enginn þáttur var of lítill til að skipta máli.

Undirpils úr gömlum gluggatjöldum

Ég byrjaði á að segja ykkur frá fyrstu hugmynd minni um að sauma skautbúning. Jæja – hann er tilbúinn! Ég lauk honum

árið 2024 og hann er hreint út sagt stórkostlegur. Ég elska hvern einasta hlut í honum. Skemmtileg staðreynd – undirpilsið er saumað úr gömlu borðlökki frá

ömmu minni og gömlum gluggatjöldum. Það minnir á hversu dýrmætt er að nýta það sem við eigum, laga snjáða hluti og viðhalda gamalli þekkingu.

Það hefur verið einstakt að fylgjast með vinum mínum og samstarfskonum vaxa í hlutverkum sínum, leysa áskoranir af listfengi og umbreytast í sannkallaða snillinga á sínu sviði. Hver og ein þeirra lagði

hjarta sitt í verkið og saman sköpuðum við ekki bara kyrtil, heldur sögulegan minnisvarða um vináttu, samstöðu og skapandi kraft kvenna. Í hverjum þræði kyrtilsins býr saga, hlýja og hjartalag. Njótum lífsins og verum góð við hvort annað.

Frekari upplýsingar, myndir og sögur um verkefnið má finna á www.kyrtill.is.

„Hefðin um Fjallkonuna á Íslendingadeginum í Gimli á sér rótgróna sögu þar og kom hún fyrst
fram árið 1924, tuttugu árum fyrir stofnun lýðveldisins Íslands.“

Efri röð talið frá vinstri: Guðrún Hildur Rósenkjær, Ásdís Björgvinsdóttir, Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir, Guðmunda Dagbjartsdóttir,Birgir Þórarinsson, Páll Jónsson, Birna Hulda Helgadóttir, Anna Rut Sverrisdóttir,Sigrún Víglundsdóttir, Jóna Svava Sigurðardóttir, Steinunn Guðnadóttir, Benedikt Benediktsson,Ragnhildur Birna Jónsdóttir, Elín Kristín Björnsdóttir, Björgvin Bjarnason, Ásmundur Kristjánsson, Guðlaug Sigurðardóttir og Eyrún Olsen. Neðri röð: Brynjólfur Jónsson, Gunnvör Danielsdóttir og Almar Grímsson.

Piparmeyjar

Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, höfundur bókarinnar er sagnfræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari, blaðamaður og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Sigríður hefur skrifað ýmiss konar fræðilegt efni en fyrsta skáldverk hennar, Alla mína stelpuspilatíð, var femínísk skáldævisaga sem fjallaði um kjör og hlutskipti kvenna fyrr og nú og vakti hún mikla athygli. Ævisaga móður hennar, Jakobína – saga skálds og konu, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019 og hlaut Fjöruverðlaunin 2020.

Þessi nýjasta bók hennar er aðgengilegt og fróðlegt sagnfræðirit sem byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og

kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlut verki er einstætt safn einkabréfa Reykja víkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.

Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskyld una. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smá bænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgar arnir drukku choco lade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipl uðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan ný byggt Alþingishúsið.

Húsfreyjan fékk leyfi hjá Sigríði til að birta fyrsta kaflann úr bók inni. Þar sem við fáum að kynnast Thoru og lífinu

í Reykjavík á þessum tíma.

Thora Friðriksson.

ÆSKUHEIMILIÐ

Fermingarstúlkan Thora Frederikke

Halldórsdóttir Friðriksson, ljós yfirlitum og ljómandi lagleg, vaknar við kossa og góðar óskir frændfólksins að morgni afmælisdagsins 22. maí 1880. Hún er stödd í Svefneyjum á Breiðafirði hjá Ólínu föðursystur sinni og fjölskyldu hennar. Í afmælisgjöf fær hún fallega slæðu frá Idu systur sinni sem er heima í höfuðstaðnum og svo fær hún líka súkkulaði, pönnukökur, jólaköku og kaffi hjá frændfólkinu, „svo þú sérð að ég fékk þrátt fyrir allt trakteringar á afmælinu mínu“, skrifar hún Idu. Allt er hlýtt og gott, líka vorið sem er með þeim heitustu á öldinni.

„Þakka þér margfaldlega fyrir fallegu slæðuna sem þú sendir mér, ég veit að hún á eftir að klæða mig mjög vel en hef ekki vígt hana ennþá, ég bíð eftir tækifæri þar sem ég ætla að vera sérstaklega fín“, bætir hún við. Kannski ætlar hún að skrýðast fínu slæðunni þegar séra Hallgrímur Sveinsson, síðar biskup (1841–1909), fermir hana í Dómkirkjunni í Reykjavík, þann 12. júní næstkomandi. Afmælisdagurinn með frændfólkinu er skemmtilegur og endar á því að þau spila vist sem þau gera reyndar oft og Thora segist orðin flink í spilamennskunni. Skemmtilegt þegar haft er í huga að síðar meir situr hún nánast alltaf hjá þegar fjölskyldan spilar, segir að sér leiðist spil og vilji heldur lesa bók.

Sjálf á hún heima í stóru húsi við Austurvöll, fyrsta íbúðarhúsinu við Kirkjustræti. Pabbi hennar er reyndar búinn að selja hluta af lóðinni sem fylgir húsinu undir byggingu Alþingishússins. Á ýmsu gengur með að ákveða staðsetningu Alþingishússins og síðan hvernig standa eigi að byggingu þess. Thora sniglast gjarnan í kring ásamt Önnu og Olufu vinkonum sínum meðan húsið er í byggingu. Þær eru svo áhugasamar að Bald byggingarmeistari býður þeim sérstaklega á vígsluhátíðina í júlí 1881, reyndar án vitneskju foreldranna enda eru þær ekki fyllilega taldar fullorðnar og þykja því varla eiga erindi á slíka samkomu.

Systurnar Anna og Olufa eru dætur Hilmars Finsen landshöfðingja (1824–1886) og Olufu konu hans (1836–1908), en þau hjónin koma til Íslands árinu

Húsfreyjan 4. tbl. 2025

áður en Thora fæðist, þegar Hilmar tekur við embætti. Olufa Finsen er danskt tónskáld og nokkuð þekkt í heimalandinu. Hún hefur lagt grunn að tónlistarlífi bæjarins og kennir Thoru á píanó eins og fleirum. Hún á líka stóran þátt í að gera athöfnina í Dómkirkjunni hátíðlega við konungskomuna 1874 og síðar útför Jóns Sigurðssonar (1811-1879) og Ingibjargar Einarsdóttur (1804-1879) konu hans. Finsen-hjónin flytja með fjölskylduna af landi brott árið 1882 en stelpurnar eiga eftir að halda sambandi. Fredrik Anton Bald, hinn danski byggingarmeistari sem einnig hafði umsjón með byggingu Hegningarhússins á Skólavörðustíg nokkru fyrr, er heimagangur á heimili Thoru, og því kynnist hún honum vel. Hann er ljúfmenni og langar að gera eitthvað fyrir stelpurnar sem eru svo áhugasamar um þinghúsbygginguna. Þess vegna fá þær sæti á fremsta bekk á áheyrendapöllunum við vígslu hússins. En þær hafa aðeins setið skamma stund þegar inn ryðst höfðingjafrú og linnir ekki látum fyrr en hún hefur rekið þær úr sæti, þær lenda aftast og sjá ekki neitt. Frúnni finnst þær trúlega ekkert erindi eiga á slíka samkomu. Kona þessi heitir Katrín Einarsdóttir (1840–1914) og er áður gift Benedikt Sveinssyni alþingismanni (1826–1899) og móðir Einars Ben. Í kringum aldamótin kemur sama frú af og til í Kirkjustrætið að hitta móður Thoru og er þá svo indæl, „eins og hún sé ástfangin af mér, í það minnsta er hún svo blíð við mig að ég veit ekki „hvaðan á mig stendur veðrið““, skrifar Thora (tvöföldu gæsalappirnar merkja að það sem hún setur innan gæsalappa er skrifað á íslensku, annað er á dönsku).

Þótt sagt sé að þinghúsið sé reist í kálgarði Halldórs eftir að hann selur hluta lóðarinnar sinnar undir húsið, er garðurinn fremur eign konu hans, frú Leopoldine, sem hefur mikinn áhuga á garðyrkju. Thora á líka eftir að eiga ófá handtök í garðinum síðar meir. Einn helsti garðyrkjufrömuður bæjarins, Hans Jakob Georg Schierbeck landlæknir (1847–1911) er góðvinur fjölskyldunnar og leggur eflaust til bæði góð ráð og græðlinga í garðinn. Schierbeck-hjónin senda líka Idu systur Thoru plöntur og

grænmeti vestur á firði eftir að hún flytur þangað. Thora segir síðar í blaðaviðtali að garðurinn við Kirkjustrætið sé eitt það hugstæðasta úr æsku. Fyllt er upp í hluta Tjarnarinnar þegar garðurinn er gerður og þar ræktar Leopoldine blóm og runna, auk grænmetis. Halldór byggir skjólgarð sem einhverjir kalla „Múrinn“ og hann reisir kofa fyrir kindur og kú eða kýr við hús sitt. Meðan á byggingu Alþingishússins stendur flæðir inn í peningshúsið og Bald leyfir kindum Halldórs að vera tímabundið í fokheldu þinghúsinu. Kindurnar eru 32 talsins, sem er næstum sami fjöldi og alþingismennirnir (fyrir utan þá konungkjörnu) og þetta þykir ýmsum fyndið.

Thora gengur ekki í skóla heldur nýtur heimakennslu föður síns sem er yfirkennari við Lærða skólann. Eflaust fær hún líka tilsögn í kvenlegum dyggðum eins og vera ber. Fróðlegt er að skoða hvernig samferðarmenn hennar litu á menntun hennar. Þrátt fyrir litla eða enga formlega skólagöngu er hún í minningargrein sögð hafa verið „óumdeilanlega fremst allra íslenskra kvenna um menntun og menningu“ og því haldið fram að foreldrar hennar hefðu ekkert sparað til þess að „veita henni þá menntun, sem hugur hennar girntist“. Kannski er það full djúpt í árinni tekið þótt vel megi taka undir að Thora sé vel menntuð kona miðað við sína samtíð og vissulega er alsiða á þessum tíma að betri borgarar fái heimakennslu fyrir börnin sín. Greinarhöfundur bætir við að heimili Thoru hafi verið „eitt af mestu menntaheimilum landsins og faðir Thoru sjálfur mikill kennari“. Í annarri minningargrein er sagt að Thora hafi fengið „þá bestu menntun, sem kostur var á, til munns og handa“.

Greinarhöfundar eru sammála um að Thora hafi talað fjölda tungumála, dönsku sem er aðal tungumálið á heimilinu – eða jafnvel öll Norðurlandamálin, ensku, frönsku og þýsku og svo greinir þá á um hvort hún hafi talað hollensku eða ítölsku. Vafasamt er þó að hún hafi haft þessi síðastnefndu tvö mál á valdi sínu, þótt hún kynni ef til vill hrafl í hollensku af kynnum sínum af fröken van der Hoeven og ferðum sínum um Holland laust eftir aldamótin (sagt frá síðar).

Sparivettllingar og jólakrans

Það hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt að sjá um hannyrðahorn Húsfreyjunnar. Nú er komið að lokum hjá mér.

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á handavinnu og það er fátt handavinnutengt sem ég hef ekki prófað.

Síðustu ár hef ég varið miklum tíma í að hanna og prjóna vettlinga og er alltaf jafn spennt þegar ég fitja upp á nýju pari. Þess vegna finnst mér það eiga vel við að bjóða upp á sparivettlinga fyrir alla fjölskylduna, í síðasta hannyrðahorninu sem ég hef umsjón með.

Einnig býð ég upp á uppskriftir af krönsum sem einfalt er að gera og bjóða upp á mikla og fjölbreytta möguleika. Enn og aftur þakka ég Ragnheiði Maríu Adólfsdóttur fyrir samvinnuna og hjálpina.

Prjónið og njótið.

KRANSAR

Kransarnir eru einfaldir í vinnslu og auðvelt er að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Þeir eru fallegir einlitir, röndóttir eða sem jólasveinn. Einlita og röndótta kransa er hægt að skreyta á óteljandi vegu.

Efni og áhöld

Frauðkrans sem er flatur á bakhlið, 35 cm í þvermál. Fæst í Föndru.

Skraut og borðar eftir smekk.

Fyrir jólasveinakrans:

Tvær 6 mm svartar glerperlur eða augu eftir smekk.

Lítill dúskur fyrir nef.

Stærri dúskur fyrir húfu.

Bómull eða eitthvað álíka efni fyrir yfirvaraskegg og augabrúnir.

Garn

Einlitur krans:

Canada best basics frá Katia,100 Acryl. Fæst í Föndru.

Litur 21 - 200 g

Jólasveinn:

Canada best basics frá Katia, 100% Acryl. Fæst í Föndru.

Litur #21 - 100 g

Litur #1 - 100 g

Litur #43 - 100 g

Prjónar

Hringprjónn nr 8 (60 cm)

Garðaprjón: Prjónið slétt á réttunni og slétt á röngunni.

Einn garði samanstendur af tveimur umferðum.

4. tbl. 2025

Aðferð

Einlitur krans:

Notið hringprjón nr 8 og fitjið upp 16 L. Prjónið garðaprjón fram og til baka (slétt á réttunni og slétt á röngunni)

þar til stykkið mælist 82 cm (um það bil 78 garðar). Fellið af.

Saumið endana saman. Leggið stykkið síðan yfir frauðhringinn og saumið hliðarnar saman á réttunni, á bakhlið hringsins.

Skreytið að vild. Hafið samskeytin efst og „felið“ þau með borða.

Jólasveinakrans:

Notið hringprjón nr 8 og fitjið upp 16 L með lit #21(rauður) og prjónið garðaprjón á eftirfarandi hátt:

Skref 1: Prjónið 26 garða eða 52 umferðir með rauðu (húfa).

Skref 2: Skiptið yfir í lit #1 (hvítur) og prjónið 6 garða eða 12 umferðir (kantur á húfu).

Skref 3: Skiptið yfir í lit #43 (andlitslitur) og prjónið 9 garða eða 18 umferðir (andlit).

Skref 4: Skiptið yfir í lit #1 (hvítur) og prjónið 37 garða eða 74 umferðir (skegg).

Fellið af.

Festið (saumið eða límið) augu, nef, munn, augabrúnir og yfirvaraskegg á andlitið. Fyrir munn er hægt að nota ca 3 cm af rauða garninu.

Saumið endana saman. Leggið stykkið síðan yfir frauðhringinn og saumið hliðarnar saman á réttunni, á bakhlið hringsins.

Notið borða ef vill, til að hengja kransinn upp.

SPARIVETTLINGAR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Þessari uppskrift fylgja 5 stærðir af vettlingum, frá 2 ára og upp í herrastærð. Stærðirnar sem gefnar eru upp eru að hluta til viðmiðun. Auðvelt er að aðlaga þær að stærð handa með því að nota örlítið fínni prjóna ef vettlingarnir þurfa að vera aðeins minni en málin sem gefin eru upp eða örlítið grófari prjóna ef vettlingarnir eiga að vera aðeins stærri en málin sem gefin eru upp. Fyrir garnið sem gefið er upp er hægt að nota prjóna frá nr 2.25 - 3.5.

Stærð 2-4 ára 5-7 ára 8-10 ára Dömu Herra

Ummál 13 cm 15 cm 17 cm 18 cm 21 cm

Lengd á

og taka upp bandið á milli lykkjunnar á undan MR og MR með vinstri prjóni. Prjónið síðan framan í lykkjuna. Það myndast snúningur. Útaukning sem hallar til hægri.

ML - aukið út um 1 L með því að fara framan í og taka upp bandið á milli ML og lykkjunnar á eftir ML með vinstri prjóni. Prjónið síðan aftan í lykkjuna. Útaukning sem hallar til hægri.

Þegar vinstri vettlingur er prjónaður:

ML - aukið út um 1 L með því að fara aftan í og taka upp bandið á milli lykkjunnar á undan ML og ML með vinstri prjóni. Prjónið síðan framan í lykkjuna. Það myndast snúningur. Útaukning sem hallar til vinstri.

MR - aukið út um 1 L með því að fara framan í og taka upp bandið á milli MR og lykkjunnar á eftir MR með vinstri prjóni. Prjónið síðan aftan í lykkjuna. Útaukning - 2.75 og fitjið2.75 6 - 6 L í fyrstu umferðinni. Nú 4852 L á prjóninum. Passið að velja munsturmynd fyrir rétta

mynd 1 er prjónuð frá hægri til vinstri fyrir hægri vettling og frá vinstri til hægri fyrir

munsturmynd 1 að um- 27. - 27

er prjónuð, prjónið fyrstu 24 - 28 - 37 L samkvæmt munstri, - 19 L á - 5 - 8 -

8 L (45 - 51 - 55 - 65 - 69 L á prjóninum) og haldið áfram að prjóna samkvæmt munsturmynd 1.

Slítið bandið í lok síðustu umferðar og þræðið einu sinni í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og svo í gegnum toppinn.

Vinstri vettlingur: Þegar umferð 16 - 18 - 19 - 24 - 27 er prjónuð, prjónið fyrstu 16 - 19 - 20 - 22 - 24 L samkvæmt munstri, setjið næstu 13 - 15 - 15 - 19 -19 L á auka þráð. Fitjið síðan upp 5 - 4 - 5 - 8 - 8 L (45 - 51 - 55 - 65 - 69 L á prjóninum) og haldið áfram að prjóna samkvæmt munsturmynd 1.

Slítið bandið í lok síðustu umferðar og þræðið einu sinni í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og svo í gegnum toppinn.

Þumall

Notið sokkaprjóna nr 2.75 - 2.75 - 2.75 - 2.75 - 3. Færið lykkjurnar 13 - 15 - 15 - 19 - 19 af auka þræðinum yfir á 2 prjóna (6 - 7 - 7 - 9 - 9 L á öðrum prjóninum og 7 - 8 - 810 - 10 L á hinum). Notið þriðja prjóninn til að taka upp 7 - 7 - 9 - 11 - 13 L til að fylla upp í opið sem myndaðist á milli upphafs og endi á lykkjunum 13 - 15 - 15 - 1919. Prjónið samkvæmt munsturmynd 2. Passið að velja munsturmynd fyrir rétta stærð.

Athugið að munsturmynd 2 er prjónuð frá hægri til vinstri fyrir hægri þumal og frá vinstri til hægri fyrir vinstri þumal.

Frágangur

Gangið frá lausum endum. Pressið vettlingana varlega með straujárni og blautum klút.

Gangi ykkur vel og njótið.

SJÁ

MUNSTURMYNDIR

Munsturmyndir fyrir Sparivettlinga

Á NÆSTU OPNU

2-4 ÁRA

2-4 ára

2-4 ára þumall

Sparivettlingar 5-7 ára

5-7 ÁRA

Sparivettlingar 5-7 ára þumall

Sparivettlingar 8-10 ára

Sparivettlingar 8-10 ára þumall

2-4 ára þumall

2-4 ÁRA ÞUMALL

Sparivettl ngar 5-7 ára þuma l

5-7 ÁRA ÞUMALL

Sparivettlingar 8-10 ára

Sparivettlingar 8-10 ára þumall

8-10 ÁRA 8-10 ÁRA ÞUMALL

Sparivettlingar dömustærð

Sparivettlingar dömustærði þumall

DÖMUSTÆRÐ DÖMUSTÆRÐ ÞUMALL

Sparivettlingar dömustærði þumall

Sparivettlingar herrastærð

HERRASTÆRÐ

Sparivettlingar herrastærð þumall

S

HERRASTÆRÐ ÞUMALL

Sparivettlingar herrastærð þumall

Um höfundinn

Sólveig Auðar Hauksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1983 en ólst upp víðsvegar um land, meðal annars á Húsavík og á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar á skurðstofum Landspítalans ásamt því að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur alltaf haft mikla ánægju af því að semja sögur og ljóð en þetta er í fyrsta sinn sem smásaga eftir hana birtist opinberlega. Smásagan var valin ein af smá sögum til birtingar í Smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar árið 2024.

Maran, konan og sólin

Storminn lægði undir morgun. Ég hitaði kaffi á prímus í morgunrökkrinu og drakk úr litlum bolla á meðan sólin braut sér leið upp úr snjónum. Ég bauð þér en þú hunsaðir mig, kúrðir þig saman í myrkrinu og sleiktir sárin. Sólargeislarnir hristu af sér élin, teygðu úr sér yfir skaflana og stungu sér inn á milli frostrósanna á rúðunum. Þeir féllu í stafi yfir eldhúskrókinn og hröktu myrkrið út í hornin. Húsið andvarpaði af létti. Þú hvæstir undan skugganum þínum þegar þeir nálguðust en ég vissi að þú legðir ekki í þá eftir átökin.

Svo hófst ég handa við tiltektina. Óveðrið hafði smogið inn í hvern kima á yfirreið sinni. Síður úr sagnasafni mínu lágu eins og hráviði fyrir fótum mér, saman við tilfinningar sem ég hafði varðveitt eins og gimsteina, kyrfilega læstar inni í óbrjótanlegum skápum sem höfðu opnast í rokinu.

Undir sófanum fann ég rykfallna sorg yfir löngu horfnu gæludýri. Ég var ekki viss um að mig langaði til að sjá hana aftur. Ég hafði ekki séð hana lengi. Hún hafði líklega legið djúpt undir hrúgum af ókláruðum verkefnum og hversdags-

legum áhyggjum. Ég veit ekki við hverju ég bjóst þegar ég dró hana undan sófanum. Ég mundi hvernig við grétum yfir missinum, syrgðum öll þau skipti sem við völdum að lesa aðeins fleiri síður í bókinni í stað þess að fara í göngutúr með hann, öll þau skipti sem við hundsuðum beiðnir hans um boltaleik, öll þau skipti sem vatnsskálin stóð tóm án þess að við veittum því athygli. En í ljósinu sá ég litbrigði speglast í gljáandi yfirborðinu. Allar gleðistundirnar, gönguferðirnar, leikina. Ástina sem ég hafði fengið endurgoldna þúsundfalt. Sá það sem þú hafðir falið fyrir mér í myrkrinu. Sólin sleikti sorgina og ég stakk henni í vasa minn.

Undir brotnum stól í borðstofunni lá krumpuð ástarsaga. Hún var hvorki frumleg né sérlega viðburðarík. Yfirfull af vandræðalegum augnablikum og ófullnægjandi ástarleikjum. Ég roðnaði við að sjá hana liggjandi þarna fyrir allra augum. Óttaðist að sólin roðnaði líka, að geislar hennar krulluðust upp af kjánahrolli og létu sig hverfa. Ég hugsaði um að kasta henni rakleiðis aftur í dýpstu og myrkustu hugarfylgsni mín. En það var

of seint. Óveðrið hafði þegar opinberað allt. Ég slétti úr blaðsíðunum, renndi fingrinum eftir krumpuðum kilinum. Forsíðuna prýddi ung stúlka, full eftirvæntingar. Þú varst aðeins lítill skuggi á öxl hennar. Stúlkan vissi ekki hvernig skugginn átti eftir að stækka. Hjarta mitt fylltist þakklæti vegna alls þess sem hún kenndi mér. Alls þess sem hún gat. Ég stakk bókinni í vasa minn.

Í hornunum lágu myrkar stundir, dimmir vetur sem engan endi ætluðu að taka og láku inn í vorin og sumrin án þess að hleypa birtunni að. Myrkri sem hafði rænt mig allri gleði og við höfðum reynt að skola burt með áfengi og einnarnætur ævintýrum. Ég sveipaði þér um mig eins og pels, stærði mig jafnvel af þér, stráði yfir þig glimmeri og bar þig eins og dýrgrip. Við vorum svo fágaðar saman. En daginn eftir var myrkrið svartara en nokkru sinni. Glimmer er aldrei gott daginn eftir.

Stundum kiknaði ég undan þyngdinni. Stundum gat ég ekki meir. Þú breyttist í úlf og glefsaðir í alla vonargeislana sem reyndu að smjúga til mín og hringaðir þig svo utan um mig, hjúpaðir mig. Sagðir

líða.

mér að við værum eitt og að án þín væri ég ekkert. Og á þeim stundum vissi ég að það var satt. Nú sá ég það sem þú hafðir falið fyrir mér. Sá hvernig herðar mínar og hjarta höfðu herst og styrkst af því að bera þig á herðum mér.

Svona gekk ég um húsið allan morguninn og tíndi upp brot af lífi okkar. Það gamla var oftar en ekki örlítið máð, hafði slípast til eins og steinar sem við höfum borið í jakkavösum okkar árum saman.

Sögur sem við höfðum sagt og endursagt svo oft að sannleikurinn hafði verpst og orðið að sínum eigin sannleik. Og ég sá að oftast var það þinn sannleikur. Þessar sögur lagði ég í gluggakistuna og horfði á þær mýkjast í ylnum af sólinni. Sá þinn sannleik bráðna utan af þeim, drjúpa í svörtum taumum af marglitu yfirborðinu.

Nýrri brotin voru skarpari, þau sem ég

hafði aldrei sýnt neinum. Stundum skar ég mig á þeim svo blæddi. Þú reistir þú kollinn af loppunum með vonarglætu í augunum þegar ég grét en sólin brotnaði í þeim og myrkrið þitt vék fyrir regnboga á veggfóðrinu.

Að lokum var aðeins eitt eftir. Stærsta verkefnið sem ég hafði geymt þar til síðast. Hafði eytt öllum deginum í að safna kjarki til að framkvæma. Þú lást í horninu þínu, hafðir breitt yfir þig eina skuggann sem eftir var, pírðir undan honum tortryggin en vantrúuð. Þú hélst að ég gæti það ekki. Hvernig aðskilur maður samofna verund? Við sem höfðum verið eitt svo lengi.

Þú urraðir. Reyndir að glefsa í ljósið. Settir upp kambinn og beraðir tennur og klær. Fátt er eins hættulegt og það sem engu hefur lengur að tapa. Ég settist hjá þér, strauk þér um eyrun eins og ég vissi

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla velfarnaðar á komandi ári.

Þökkum samskiptin

á árinu sem er að líða.

að þér þótti svo gott. Óveðrið hafði svipt okkur í sundur en við vorum báðar hér enn. Ég sá að ég gæti ekki vísað þér á dyr. Án myrkursins er engin skerpa. Engin áferð. Engin leið að greina eitt frá öðru. En nú yrðum við ekki eitt heldur þrjár saman. Þú, ég og sólin. Þegar rökkvaði sátum við uppgefnar, hver um sig hún sjálf. Sólin sendi okkur bleikroða koss áður en hún stakk sér í hafið. Ég horfði á eftir henni og óttaðist andartak að allt væri tapað. Að við rynnum saman í myrkrinu og yrðum aftur eitt. Að óveðrið hefði verið til einskis, að allt væri unnið fyrir gýg. En þá sá ég geislana streyma úr vösum mínum. Ljósbrot minninga hjúpa mig og á morgun kemur vorið.

Höfundur: Sólveig Hauksdóttir

Óskumykkuröllumgleðilegrajóla ogvelfarnaðarákomandiári.Þökkumsamskiptináárinusemeraðlíða.

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Klassískar dúnkápur

Skoðið laxdal.is

Öðruvísi jól - 1952

Höfundur: Þórdís Kristjánsdóttir

Það er alltaf einhver nostalgía í því að heyra sögur sem lifa lengi með fólki. Sögur frá jólum eru einmitt þannig sögur. Þórdís Kristjánsdóttir á

Selfossi segir hér sögu frá jólum í barnæsku sinni í Flóanum.

Ég er fædd og uppalin í Flóanum

ásamt bræðrum mínum, nánar tiltekið í Skógsnesi. Þá var Magnús 8 ára, Erlingur 7, ég 6 og Þóroddur 3ja, svo Þorgeir 1952 og Davíð 1964. Foreldrar okkar voru Guðný Magnúsdóttir Öfjörð og Kristján Eldjárn Þórgeirsson bæði fædd 1922.

Kominn var desember og allsherjarverkfall skollið á. Fólk birgði sig upp af nauðsynjum og ég man sérstaklega 200 lítra olíutunnurnar sem stóðu á hlaðinu.

Það var líka óvenjulegt að ekki var hægt að selja mjólkina og því varð að skilja hana heima og nýta til smjörgerðar. Eitthvað fylgdist ég með fréttum, t.d. að verkfallsvarsla var á Hellisheiði þar sem verðir gengu vasklega fram, stöðvuðu bíla, leituðu í þeim og ef mjólk fannst var henni umsvifalaust hellt niður. Einn ágætur granni okkar gerði það nú samt að leik sínum að fara svo kallaða Krýsuvíkurleið og laumaðist þar með mjólk á höfuðborgarsvæðið. Manni fannst það nú sniðugt!

drengurinn í viðbót og hlaut nafnið Þorgeir seinna meir.

Að fæðast svona á Þorláksmessu fannst mér alveg glatað. Ekki var það vegna þess að við værum vön mikilli tilbreytingu á afmælisdögum heldur var auðvitað meira annríki á þeim degi svona eins og gengur. Hitt er annað mál, að Þorgeir hefur, miklu fremur okkur systkinum, haldið upp á afmælið sitt en við hin. Ekki minnist ég þess að hafa verði spennt fyrir nýburanum enda alltaf meira fyrir útiveruna með bræðrunum.

Aðfangadagur rann upp

Komin var til okkar vinnukona því að nú var mamma komin að barnsburði. Ég minnist þess ekki að hafa velt fyrir mér væntanlegu systkini. Vinnukonan hét Guðbjörg Þorgrímsdóttir og var á aldur við foreldra mína. Hún var forkur dugleg til allra verka og góð við okkur krakkana. Nú kom það í hennar hlut, auk þess að handmjólka með pabba, að vinna úr mjólkinni. Skilvindan var í kjallara undir baðstofunni og þar settist hún á mjólkurbrúsa og sneri skilvindunni. Við héngum náttúrlega yfir henni og ég man hana syngja við raust: “Ég vildi að ég væri hænuhanagrey, þá þyrfti ég ekki að skilja þessa mjólk…” Textinn var snúningur á

„hittara“ þess tíma og þótti kannske ekki smekklegur þá.

Jólasveinarnir, þessir 13, komu auðvitað í réttri röð og virtust mishættulegir samkvæmt Jóhannesi úr Kötlum. Mér leist best á Stúf og Kertasníki en fannst glatað að Stekkjastaur skyldi yfirgefa jólagleðskapinn á jóladag og reiknaði með að hann færi fremur að kvöldi dags heim til sín.

Jólaundirbúningurinn gekk sinn vanagang eftir því sem þá tíðkaðist en blessunarlega var öllum verkföllum alveg lokið 19. des.

Þegar Þorláksmessa rann upp leið að fæðingunni. Pabbi beislaði StóraBrún, þeysti nokkra bæjarleið og fékk að hringja í ljósmóðurina Annýju G. Guðjónsdóttur, en hún bjó í sveitinni. Veðrið var afar gott, frostlaust en frekar dimmt yfir. Þegar að fæðingu kom vorum við send út í skemmu sem við vorum vön að leika okkur í. Svo var fæddur einn

Svo rann upp aðfangadagurinn. Hann varð auðvitað með allt öðru sniði. Aðalíveruhúsið á bænum var baðstofan sem var reyndar um 30 fm, rúmgott eldhús og svo stofa sem vinnukonan svaf í.

Í baðstofunni var venjan að halda upp á jólin, borða þar og drekka kaffi úr sparistellinu og síðast en ekki síst að ganga í kringum jólatréð og syngja. Foreldrar okkar kenndu okkur helstu jólasálmana en mest hélt ég upp á “Ó hve dýrðleg er að sjá alstirnd himinfesting blá.”

Foreldrar mínir höfðu ekki vanist því að ganga í kringum jólatréð á bernskuheimilum sínum en þetta þótti okkur gaman. Auðvitað var líka gaman að fá gjafir frá afa og ömmu eða frændfólki og einnig jólakortin. Nú urðum við því að drekka og borða í eldhúsinu en ekki inni í baðstofunni, að vísu með sparistellinu sem var brúðargjöf til foreldra okkar frá 1944. Enginn kvartaði og allir skildu aðstæðurnar og ekki fjasað um það.

Ljósmóðirin, blessuð, svaf í baðstofunni hjá okkur um nóttina og einnig á jólanóttina. Ég man eftir því að hafa

hugsað hvað dætur Annýjar væru duglegar að halda jólin með pabba sínum og yngri bróður, en þær voru aðeins eldri en ég. Ljósmóðirin fór svo heim og einnig brá vinnukonan sér til síns heima eitthvað um jólin en var að mestu leyti hjá okkur fram um miðjan janúar. Á þessum tíma var ekki komið komið rafmagn frá veitu en vindmylla var á bænum ásamt olíulömpum.

Svo liðu jólin og þá var næst að hafa álfabrennu á gamlárskvöld. Þá var kveikt í rusli og heyi, sem ekki þótti boðlegt húsdýrum. Brennan þótti alltaf skemmtileg athöfn. Þegar við komum inn frá brennunni settist mamma fram á rúmstokkinn og fékk sér kvöldkaffi með okkur. Þetta var á þeim tíma sem konur fóru ekki úr rúmi eftir barnsburð fyrr en að viku liðinni.

Mér fannst hún mjög slöpp. Við höfðum verið vön að ganga í kringum jólatréð á gamlárskvöld og þá tók léttúðin við og sungnir álfa- og nýársöngvar. Svipuð var venja á þrettándanum og einnig 10. janúar en það var afmælisdagur Þórodds. Við höfðum því lengt í jólum með þeim bræðrum og voru þá orðnir 19 jóladagarnir.

Fáum dögum fyrir 10. janúar ætluðum við systkinin þrjú að fara út og smíða afmælisgjöf handa Þóroddi. Við sturtuðumst út en á leið gegnum eldhúsið hljóp ég á grautarpott hjá vinnukonunni sem hún var að taka af eldavélinni. Ég lenti á pottinum og

grauturinn yfir mig aðallega á bringuna og aðra höndina. Auðvitað var þetta hræðilega vont, en þrifið og ég sett í rúmið. Stóru bræður aumkuðust yfir mig og reyndu að blása með röri á bringuna á mér til að kæla sviðann og var það heilmikil hjálp. Ég var auðvitað aum en þegar mér var sagt frá ungum strák sem tekið hafði kaffikönnu og hellt upp í sig fannst mér minn sársauki hljóta að vera miklu minni og var sáttari við minn klaufaskap.

Svo tók hversdagurinn við á nýja árinu.

Jólakveðja frá Kvenfélagasambandi Íslands

Kvenfélagasamband Íslands óskar lesendum Húsfreyjunnar, kvenfélagskonum, samstarfsaðilum, velunnurum og landsmönnum öllum gleði og friðar um jólahátíðina.

„Höfum alið upp tvo stráka og hálfan heiminn“

Krossholt á Barðaströnd miðpunktur

fjölskyldu og lífsskóla

Silja Björg Ísafoldardóttir

Silja Björg Ísafoldardóttir rekur gistiþjónustu og selur lambakjöt beint frá býli í Skálholti á Barðaströnd með manni sínum. Húsfreyjan fékk að forvitnast um þessa atorkusömu konu, sem býður hálfum heiminum inn til sín og fjölskyldunnar.

Silja Björg segist vera sveitastelpa, fædd 1973 á sveitabænum Laxárholti í gamla Hraunhreppi, sem nú er í Borgarbyggð. Þar ólst hún líka upp. Foreldrar hennar eru Sonja Ísafold, fædd 1936 í Danmörku, og Jóhann Lárusson, fæddur 1929; hann lést 2017.

„Pabbi var þrígiftur. Í fyrsta hjónabandi eignast hann tvö elstu systkini mín, Jónínu (Nínu) fædda 1950 og Sigurð sem er fæddur 1952. Mamma gekk Nínu í móðurstað þegar þau taka saman. Mamma og pabbi eignast svo saman Önnu sem er fædd 1955, hún býr í Danmörku og starfar þar sem keramiker. Valur fæddist svo 1957, hann lést 2022. Síðan kom Unnsteinn, hann er fæddur 1961 og er bóndi í Laxárholti. Sólveig er svo fædd 1963 og hún er búsett á Patreksfirði. Ég kom svo þarna í restina 1973. Eftir að mamma og pabbi skildu flutti hann til Þýskalands og eignaðist þar Jóhönnu árið 1994 og Vanessu 1996 með þriðju konu sinni Evu, þær búa allar í Þýskalandi. Ég segi alltaf að pabbi hafi átt þrjár kynslóðir af börnum, þar sem elstu systkini mín gætu verið foreldrar mínir og ég foreldri þeirra yngstu.“

Silja gekk í heimavistarskólann á Varmalandi. „Þegar ég var heima var heimanám og kennarinn kom í heimsókn. Þegar ég var sex ára fórum við einu sinni í mánuði í skólann og gistum eina nótt. Sjö ára fór maður eina viku í mánuði, frá mánudegi til föstudags. Svo strax átta og níu ára var maður til skiptis viku í senn heima og í skólanum eina viku allan veturinn. Mér líkaði þetta vel,

bekkjarfélagarnir voru eins og systkini manns. Á kvöldin var setið á ganginum og kennari sagði sögur, síðan endað á bænum, t.d. Faðir vor. Mamma segir að ég hafi fljótt farið að sjá um mig sjálf, pakka niður því sem þurfti að taka með í skólann, föt og annað, hafi verið ákaflega stundvís og fundist þetta fyrirkomulag alveg sjálfsagt, þó ég væri ung.“

Eftir grunnskólann í Varmalandi fór Silja í Fjölbraut Suðurnesja í grunndeild

málmsmíða, svo í Iðnskólann í Hafnarfirði í hönnun. Hún vann við ýmis störf þar til hún fór árið 2000 í Kennaraháskólann og tók þar diplóma í leikskólafræðum. Hún hafði áður unnið við grunnskólann á Birkimel fyrst sem stuðningur og svo sem kennari. Haustið 2024 byrjaði hún aftur í kennslu og kennir nú smíði í grunnskóla Patreksfjarðar þar sem eru um 100 nemendur. „Að vinna við kennslu er gríðarlega gefandi starf

enda eru bæði samstarfsfólk mitt og nemendur frábærir einstaklingar.“ Silja er svo einu sinni í viku með eldri borgara félagsstarf á Barðaströnd.

Öll erum við jafn mikilvæg

Silja segist hafa kynnst manni sínum, Þórði Sveinssyni, á mjög rómantískum stað, eða í sláturhúsinu á Patreksfirði. Seinna árið unnu þau saman í sláturhúsinu sem par. Nú hafa þau verið saman í 33 ár. Þau giftu sig 10. nóvember 2012. (10.11.12) „Doddi, eins og hann er alltaf kallaður, var í þjóðbúningi sem mamma saumaði og ég var í brúðarkjól sem amma saumaði, brúðarvöndurinn var heklaður af mömmu.“

Silja segir að það sem heilli hana mest við Dodda og hans fjölskyldu sé barngæskan. Börn fá tækifæri til að leika og vera í íþróttum, ásamt því að taka þátt í lífi og starfi á sveitabæ. „Hann kemur frá Innri-Múla hér á Barðaströnd. Tengdapabbi kenndi mér snemma að ég væri jafn mikilvæg og allir aðrir, að enginn er hærra settur. Þó að einhver teldi sig vera í mikilvægu embætti værum við öll manneskjur og ættum að hafa jafnan rétt. Tengdamamma er listakokkur og ótrúlega dugleg kona, hún er því góð fyrirmynd og hefur kennt mér margt. Doddi á tvær systur og fimm bræður og þau ásamt sínum börnum eru öll mjög náin. Þannig að við hjón erum ótrúlega rík með fjölskyldu okkar.“

Synir Silju og Dodda, eru Sveinn Jóhann Þórðarson, fæddur 1995, og Unnsteinn Smári Þórðarson, fæddur 1997, og eiga þeir sama afmælisdag 18. nóvember. „Sveinn hefur búið á Patreksfirði ásamt kærustu sinni Andreu, en þau eru nýflutt suður í höfuðborgina til að fara í frekara nám. Unnsteinn er búsettur á Patreksfirði og er nýbúinn að fá aukin réttindi sem stýrimaður. Þeir bræður hafa alltaf verið mjög duglegir að hjálpa til við búskapinn og ferðaþjónustuna.“

Móra

Fyrirtæki þeirra hjóna, Móra ehf., er bæði með gistingu og lambakjöt beint frá býli til sölu.

Silja segir að þegar þau Þórður hafi byrjað saman hafi þau strax langað að kanna hvort þau gætu búið á Barðaströndinni, það hafi ekki ríkt mikil bjartsýni á svæðinu þá, þar sem fyrirtækið

Silja Björg ásamt þeim Sólveigu Ástu Ísafoldardóttir, Karólínu Guðrúnu Jónsdóttur, Guðrúnu Önnu Finnbogadóttur og Fanneyu Ingu Halldórsdóttur á landsþingi á Ísafirði 2024. Mynd Silla Páls.

Flóki hafi nýlega orðið gjaldþrota, en í því þrotabúi var húsið Skálholt á Krossholtum sem þau buðu í og fengu.

„Við ákváðum að í versta falli yrði þetta sumarhús ef illa gengi, en í dag búum við hér á Barðaströndinni og höfum alið upp tvo stráka og hálfan heiminn. Rætur mínar eru hér á Barðaströnd þar sem amma mín Björg, móðir mömmu, er fædd hér. Hún var ánægð að ég skyldi búa hér, enda fædd í Rauðsdal sem er eitt af fallegustu svæðunum hér á Barðaströnd.„

„Ástæðan fyrir nafninu á fyrirtækinu

Móra er sú að þegar við Doddi vorum að byrja saman sagði pabbi hans við hann: „Ef þú vilt halda Silju skaltu gefa henni gimbur“ Um haustið leyfði hann mér að velja gimbur og sú var mórauð. Mórauður er einn af mínum uppáhalds sauðarlitum. Krossholt þar sem við búum er við Mórudal og áin Móra rennur niður dalinn. En síðar hef ég komist að því að orðið Móra er orð úr latínu og hefur sömu merkingu og hér, sem sagt sérstakur litur á jarðvegi.“

Silja segir að þau hafi byrjað að prófa að reykja kjöt 2009 af aðeins 10 lömbum. Það hafi svo smá aukist og þau eru í dag að reykja yfir 100 læri plús framparta. Markaðurinn hafi fyrst aðeins verið á Patreksfirði, en nú nær hann norður á Ísafjörð og suður á höfuðborgarsvæðið. Þau fara margar ferðir með kjöt til að afhenda, stór partur af afhendingunni er sá að alltaf er jafn gaman að hitta kaupendur.

Þau byrjuðu að bjóða upp á gistingu strax 2016, árið sem þau keyptu annað húsnæði og leigðu þá annað undir gistinguna. Núna eiga þau tvö hús sem í eru þrjár íbúðir ásamt því að vera húsverðir yfir tveim öðrum húsum. Á sumrin sjá þau um félagsheimilið Birkimel sem er vinsælt undir ættarmót og gönguhópa. Árið 2019 tóku þau síðan að sér að sjá um sundlaugina í Laugarnesi sem er í göngufæri frá þeim. „Sundlaugin er frábær heilsu- og náttúruparadís þar sem laugin er í vaðli, og flóð og fjara gera upplifunina síbreytilega. Aðsókn hefur aukist mikið í sundið. Gestir okkar í

gistingu eru mjög ánægðir að geta farið í sund og jafnvel í sjóinn þegar það er flóð.“

Í upphafi langaði þau að taka allt í gegn, en kostnaðurinn við það var alltof mikill, svo þau létu duga að kaupa rúm og raftæki. „Svo bara byrjuðum við þetta. Við förum mjög rólega í allar stórar framkvæmdir. Árið 2018 var orðið svo mikið að gera að við fórum að taka til okkar einstaklinga sem koma til að hjálpa og læra, oftast ungt fólk sem er statt á tímamótum en ekki visst um framtíðina og með smá ævintýraþrá. Við höfum fengið til okkar um 50 einstaklinga og nokkur pör. Margir eru að koma aftur og aftur til okkar. Það er mjög vinsælt að koma í smalamennskuna, enda er það eins og stórt fjölskyldumót. Mörg eru í samskiptum við okkur allt árið og vilja fylgjast með hvað er að gerast hjá okkur. Í ár 2025 höfum við ekki getað unnið mikið að viðhaldi því aðsókn er svo mikil allt árið sem er gott. Höfum þá tekið aðeins eina íbúð í einu.

Núna erum við að undirbúa næsta

ár 2026, sem verður eitthvað annað því mikil aðsókn verður hér á Barðaströnd og nálægt Látarabjargi 12. ágúst þegar sólmyrkvinn verður. Það verkefni verður stórt og mikil þörf á samvinnu allra bæði íbúa, yfirvalda og fyrirtækja hér, til að taka vel á því verkefni.“

Í HJARTANU HEIM

Silja nefnir tilfinninguna „í hjartanu heim“ með stórum stöfum og hvað það þýði fyrir hana. „Að vera á stað þar sem okkar fjölskylda er á svæðinu. Ég hafði ekki mikið hugsað um þetta þar til að við fórum að taka að okkur heiminn. Þau sem hafa verið hjá okkur segja að þau upplifi þessa tilfinningu að vera komin heim í sínu hjarta. Þá fór ég að spá meira í þetta. Við höfðum bara verið föst í að vinna og lifa. En þegar maður fær að upplifa aðra skilgreiningu á okkur og að okkar líf sé einstakt, þá breytist sýn manns sem er þroskandi og opnar viðsýni á mann sjálfan. Í símaskránni skráði ég mig sem framkvæmdastjóra lífsskólaleiðbeinanda. Ég áttaði mig á að ég og

við hjónin værum að hafa góð áhrif á þau sem eru hjá okkur. Þessi upplifun að vera á heimili sem er fjölskylda og vera partur af henni, að vera með okkur í starfi og leik. Þessir litlu hlutir að baka og elda, fara í gönguferðir, tína jurtir og ber og fara í Bónus eru allt litlir hlutir en geta verið mikil upplifun. Á haustin koma margir að smala og þá er upplifunin sú að vera partur af stórfjölskyldu. Það getur verið krefjandi vinna að vera úti, að þurfa jafnvel að hlaupa og kannski ekki í góðu veðri, en það er samvinnan og samveran sem er svo gefandi. Koma síðan saman í lok dags og borða góðan mat.“ Silja segir að þau fái oft sama fólkið til sín á þessum tíma, fólk sem jafnvel skipuleggi frí sín þannig að þau geti komið. Hún segist loka fyrir gistingu yfir þennan tíma. „Haustið er fallegur tími sem gefur mikið á svo margan hátt, verkefnin eru krefjandi en á sama hátt svo gefandi. Þá eru líka viðskiptavinir okkar að hringja og panta kjötið sitt og spyrja í leiðinni hvernig gangi að heimta féð heim.“

Lífið er Lífsskóli

Silja nefnir að mamma sín hafi alltaf verið að tala um að lífið sé lífsins skóli. „ Það mætti segja að lífið sé einmitt það hjá okkur. Við þroskumst við að finna hvað hversdagurinn er í raun dýrmætur og heillandi. Ég er þannig gerð að frá því að ég man eftir mér hef ég verið sífellt að rýna í tilveruna og spyrja spurninga og ekki sætt mig við einföld svör. Ég hef lagt miklar kröfur á mig sjálfa og ekki verið tilbúin að gefast upp. Ég hef þá reynt að finna fólk sem veit betur og spurt oft um sama hlutinn frá mörgum sjónarhornum. Í sumum rökræðum endar það þannig að ég og viðmælandi minn getum verið sammála um að við séum ósammála, sem er gott því við erum kannski ekki fær um að útkljá málið eða ná annarri niðurstöðu. Stundum er lífið einfalt, t.d. gæti verið að maður hafi ekki borðað nóg eða gleymt að drekka vatn. Bara þessir einföldu hlutir geta valdið mikilli vanlíðan.“

Silja Björg Ísafoldardóttir ásamt konum í stjórn Sambandi vestfirskra kvenna: Guðrún Oddný Kristjánsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Gyða Björg Jónsdóttir. Mynd Silla Páls.

Galdraseyði

Silja ólst upp við að læra um jurtir í gegnum mömmu sína. „Galdrar og töfrar er lífið mitt, þegar mamma sagði mér frá Ljónslöpp var ég heilluð, ég var barn sem lagðist í grasið, dró inn andann heilluð af ilmi gróðursins, eins og blóðbergs. Horfa á skýin mynda fallegar myndir eins og myndasögur. Ég elskaði líka að kíkja í gróðurhús mömmu og fá mér jarðarber, fara í gulrótarbeðið og taka eina, hrista gulrótina og setja svo í munninn til að skola, spýta og borða svo. Þetta er glansmyndin sem ég man. Hitt sem er ekki í glansmynd er gleymt í svart-

nætti gleymsku. En svartnættið hjálpar manni að rækta það góða og gæskuna en gefur manni líka umburðarlyndi gagnvart þeim sem eiga erfitt í lífinu.“

„Að tína jurtir er eitt sem hefur aukist hjá mér milli ára, ég geri seyði við flensu sem hjálpar oft mikið. En það er mikilvægt að lesa vel um virkni jurta og meðhöndlun. Villikryddið sem ég geri var fyrst bara í litlum mæli fyrir okkur, svo þegar mig langaði að senda skemmtilegar gjafir út í heim, datt mér í hug að það væri gaman að senda krydd. Það varð mjög vinsælt. Ég prófaði þá að fara með kryddin í sölu á mörkuðum sem við

fórum á. Núna er þetta mjög vinsælt og ég þarf að huga að því að geta tínt meira til að eiga fyrir næsta tímabil. Í kryddinu er blóðberg, birki, einiber og handgert salt frá Reykhólum. Á vorin geri ég svo fíflasíróp sem er gott í teið sem ég geri. Við flensu nota ég Gleymérei og Hrafnaklukku, þessar jurtir má aðeins nota að hámarki í tvær vikur. Ég nota líka Fjallagrös, Vallhumal og Maríustakk en hún er góð fyrir konur. Í gróðurhúsinu er ég svo með mintu, úti rækta ég hádegisfrú sem er frábær í te. Sumar jurtir má nota alla daga en sumar í sérstökum blöndum. Þessi fræði eru vetrarlestur minn og ég er alltaf að spá í þessi fræði sem er skemmtilegt og endalaust hægt að bæta á þekkingu. Doddi hefur mikla trú á teinu og biður um það þegar hann telur sig þurfa.“

Kvenfélagskonan

Silja er félagskona í Kvenfélaginu Neista á Barðaströnd. Hún er nýlega hætt þar sem formaður, en í félaginu eru níu konur. Þeirra helstu viðburðir eru 17. júní kaffi ásamt Ungmennafélaginu, jóla- aðventukvöld fyrir konur á Barðaströnd, jólahappdrætti og sumardagskaffi. Konurnar í félaginu fara svo saman í stuttar ferðir og lengri af og til. Sem dæmi; leikhúsferðir til Reykjavíkur og Akureyrar. „Fljótlega eftir að hafa gengið í Neista komst ég að því að það var ekkert merki til fyrir félagið. Ég fór þá að gera drög að því. Ég gerði nokkrar tillögur og lét félagskonur velja úr og nú eigum við þetta fína merki sem á að tákna ströndina og hjarta okkar sem er Birkimelur. Ég hef setið í stjórn Sambands vestfirskra kvenna og tók þátt í undirbúningi að landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið

var í fyrra á Ísafirði og var gríðarlega skemmtilegt verkefni. Ég hvet konur til að vera í kvenfélagi og ég mæli með því að fara á landsþing. Ég fór á landsþingið sem var í Borgarnesi og stefni á að fara á það næsta sem verður í Vík 2027. Allar konur eiga að geta verið í kvenfélagi því þær eiga aldrei að gera meira en þær ráða við. Það er mikilvægt að allar konur eigi sinn kvennahóp og kvenfélög eru oft góð leið til að uppfylla þá þörf.“

„Tvisvar hef ég fengið þann heiður að vera Fjallkona hér í Birkimel á 17. júní. Fjallkonan sér um að velja ljóðið sem hún flytur. Í bæði skiptin samdi ég sjálf ljóðin og flutti. Ég vildi með því ná tengingu landsins og krafta þess við konuna, sem móður og ættmóður. Ég hef mikla trú á þeim öflum sem búa allt í kringum okkur í landinu ofan og neðanjarðar, ásamt sólinni og veðrinu sem er svo síbreytilegt. Ásamt öllum lífverum sem eru í kringum okkur, bæði villt og þau sem við höldum. Það eru líka mikil öfl sem geta verið í kringum okkur, mannfólkið og tækni okkar.“

Verkefni lífsins

„Það má segja að verkefni lífsins séu mismunandi og þau reyna bæði á fjölskyldu og vini. Þá er svo mikilvægt að eiga gott samfélag sem getur stutt og aðstoðað. Ég fyllist oft stolti að sjá og upplifa þessi sterku bönd sem við eigum. Sá lærdómur að ganga í gengum lífið er endalaus. Fólkið sem stendur okkur

næst er það dýrmætasta sem við eigum. Sýnum hvert öðru mildi og sérstaklega okkur sjálfum, stundum þurfum við að taka bara einn dag í einu. Að eiga sér drauma og markmið er líka mikilvægt. Gefum okkur líka tíma til að stoppa og njóta. Sem er einmitt það sem við eigum að huga að á aðventunni, að horfa inná við og endurmeta okkur með mildi.“

S. Gunnarsdóttir

Texti: Kristín

Byggðasafnið Snartarstöðum

Þar sem sögur fólksins eru varðveittar

Byggðasafnið á Snartarstöðum á sér áhugaverða sögu sem spannar nokkra áratugi. Árið 1959 fór Ragnar Ásgeirsson ráðunautur, að frumkvæði Búnaðarfélags Íslands, milli allra bæja í sýslunni og falaðist eftir munum til sýnis í væntanlegu byggðasafni. Ekki fékk hann muni á öllum bæjum en ferð hans lagði mikilvægan grunn að framtíðarsafni. Á sama tíma hafði Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxarfirði sem þá bjó á Kópaskeri, markvisst safnað hlutum í kassa sem hún geymdi á háaloftinu í Útskálum. Þeir munir sem Ragnar safnaði, ásamt öllum þeim er Rannveig hafði geymt, eru mikilvægur hluti af safneign Byggðasafns Norður-Þingeyinga sem í dag fellur undir Menningarmiðstöð N-Þingeyinga.

Snartarstaðir, þar sem safnið er til húsa, eru staðsettir rétt hjá Kópaskeri. Húsið var reist árið 1929 sem barnaskóli með heimavist og var hannað af húsameistara ríkisins,

Guðjóni Samúelssyni. Árið 1939 var byggt við húsið og á sama tíma var Snartarstaðakirkja reist, einnig eftir teikningum Guðjóns. Skólinn starfaði sem heimavistarskóli fyrir börn úr Núpasveit, af Melrakkasléttu og frá Kópaskeri til ársins 1979. Eftir það breyttist hann í dagskóla og var starfræktur til 1982 er nýtt skólahús var tekið í notkun á Kópaskeri.

Frá einkasafni til formlegrar opnunar Ákveðið var að nýtt hlutverk hússins yrði að hýsa Héraðsbókasafn Norður-Þingeyinga, en uppistaðan í því var einkabókasafn Helga Kristjánssonar og Andreu P. Jónsdóttur í Leirhöfn (9000 bækur) sem þau höfðu gefið sýslubókasafninu árið 1952. Var það flutt í gamla skólahúsið og komið fyrir á neðri hæðinni, en þá um leið var ákveðið að byggðasafnið færi á efri hæðina. Nokkrum árum síðar var síðan hafist handa við að koma byggðasafninu formlega fyrir. Margir komu að verkinu, þar á meðal Brynjúlfur Sigurðsson, Óli Gunnarsson, Halldór Sigurðsson og Kristveig Björnsdóttir. Óli vann að skráningu og Kristveig við merkingar og uppsetningu. Þau störfuðu við þetta verkefni í sjálfboðavinnu árum saman, og safnið var að lokum formlega opnað í júlí 1991. Söfnin fengu þá sameiginlega heitið Bóka- og byggðasafn Norður-Þingeyinga. Árið 2011 er hluti af bókasafninu fluttur frá Snartarstöðum á Kópasker. Þá eru

gerðar breytingar á safninu og sýning sett upp á neðri hæðinni líka. Þegar safnið opnaði 1991 voru munir um 2600 en árið 2025 telja þeir um 3600. Á síðustu tveimur árum hafa allar merkingar verið uppfærðar um leið og ný sýning var hönnuð. Einnig hefur markvisst verið unnið að miðlun upplýsinga, myndir af safngripum verið teknar og færðar í gagnagrunninn Sarpur.is.

Handverk og hannyrðir

Á minjasafninu er margt um fallega gripi gerða bæði af konum og körlum. Efsta hæð hússins hefur þó að geyma sérstaklega mikið af hannyrðum kvenna. Það sem einkennir fagurgerða hlutina er hversu vel þeir eru gerðir og hversu fínlegt margt handverkið er.

Það er augljóst að margar konur á svæðinu hafa verið iðnar við handverkið, frumlegar og afskaplega afkastamiklar. Þar er að finna prjón, saum, vefnað og útsaum. Og efnin eru margvísleg, ekki hefur alltaf verið auðvelt að komast yfir vandað efni í kjól eða garn í peysu. Ótrúleg fjölbreytni kemur fram í handverkinu, frumkvæði og útsjónarsemi. Eins og að vefa úr tvisti, lita garnið sjálf, endurnýta eina flík og gera úr henni aðra. Þannig unnu konur fyrr á tímum úr því sem þær fengu.

Sagan á bak við einn safngrip – Svafa Þórleifsdóttir

Úr mörgum fallegum munum langar mig að taka eina vettlinga til hliðar og fjalla aðeins um konuna sem prjónaði

þá. Því að baki hverju verki er vitanlega manneskja og saga. Sú sem gerði umrædda vettlinga hét Svafa og eru þetta kvenvettlingar úr tvinnuðu íslensku bandi, mjög fínlegu. Þeir eru ljósmórauðir og hvítir, fagurlega mynstraðir. Svafa Þórleifsdóttir var fædd á Skinnastað í Öxarfirði í Norður – Þingeyjarsýslu, þann 20. október 1886. Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja Þórðardóttir og séra Þórleifur Jónsson, prestur að Skinnastað. Svafa átti tvö systkini, systur og bróður. Svafa naut í æsku meiri menntunar en þá tíðkaðist, enda hæg heimatökin, því faðir hennar var vel lærður og góður fræðari. Þegar hún er 16 ára, veturinn 1902 – 1903, er Svafa við nám í Mjólkurskólanum á Hvanneyri. Næsta ár liggur leiðin í gagnfræðaskólann Flensborg í Hafnarfirði og jafnframt því er hún í nokkra mánuði óreglulegur nemandi í Kvennaskólanum á Blönduósi. Kennaraprófi lauk hún 1910 og frekara nám í kennslufræðum stundaði hún í Askov í Danmörku 1935. Svafa var áhugasöm um kennslu og varð heimiliskennari að Kornsá í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu eftir gagnfræðaprófið frá Flensborg. Hún kenndi á nokkrum bæjum næstu árin við góðan orðstír. Eftir að hún lauk kennaraprófi eftir eins árs nám í stað þriggja eins og venja var, var hún fengin til að veita barnaskólanum í Öxarfirði forstöðu. Skólinn var yfirleitt til húsa á Skinnastað og kennt var þrjá mánuði á ári. Hún kom jafnframt á þriggja mánaða unglingaskóla á staðnum sem hóf starfsemi sína 1910.

Brautryðjandi í kennslu og félagsmálum

Svafa átti frumkvæði að stofnun Kvenfélags Öxfirðinga 1907 og var formaður þess fyrstu árin. Árið 1913 tók hún við skólastjórn barnaskólans á Bíldudal og gegndi því starfi í sex ár. Svafa gegndi einnig formennsku verkakvennafélagsins Framsóknar á Bíldudal á sama tíma. Hún átti einnig sæti í stjórnum kvenfélagsins og ungmennafélagsins á Bíldudal. Haustið 1919 flutti hún sig til Akraness þar sem hún tók við skólastjórastöðu við barnaskólann þar og gegndi því embætti í aldarfjórðung. Hún stýrði einnig unglingaskólanum á Akranesi 1921-1944.

Húsfreyjan 4. tbl. 2025

Svafa var líklega einn af fyrstu kennurum landsins til að nota söng í kennslunni, en hún stofnaði jafnframt barnakór. Þá lét hún nemendur gefa út skólablaðið Orðabelg og mun það vera eitt elsta skólablaðið á þessu skólastigi. Svafa var einnig skólastjóri Iðnskólans á Akranesi frá 1936-1943. Jafnframt skólastjórastörfunum var Svafa í fararbroddi flestra velferðarmála barna og ungmenna á Akranesi öll þessi ár. Hún var formaður barnaverndarnefndar, í stjórn Barnavinafélags Akraness og nokkur ár ritstjóri Foreldrablaðsins á Akranesi. Í viðbót við allt þetta var hún formaður Kvenfélags Akraness árin 1926 – 1944, og formaður Sambands borgfirskra kvenna 1931 – 1944.

Eftir það hætti Svafa kennslu og fluttist til Reykjavíkur. Hún verður þá framkvæmdastjóri Kvenfélagsambands Íslands (KÍ) og gegnir því embætti til 1948. Þessi ár vann hún mjög mikilvægt starf að skipulagsmálum K.Í.

Svafa var sérstaklega félagslynd kona. Allt frá æskudögum og hvar sem hún starfaði var hún brautryðjandi og góður stuðningsmaður allra menningar- og mannúðarmála. Þrjár félagsmálahreyfingar nutu þó öðrum fremur stuðnings hennar, atorku og fórnfýsi, ungmenna-

félögin, góðtemplarareglan og kvenfélögin. Eftir að Svafa starfaði sem framkvæmdastjóri KÍ í fjögur ár gerðist hún framkvæmdastýra og gjaldkeri Menningar- og minningarsjóðs kvenna (1949 – 1968 ) og jafnframt ritstjóri „ Húsfreyjunnar“ 1953 – 1968.

Svafa var lengi mikilvirkur og traustur félagi í Kvenréttindafélagi Íslands og allmörg ár í stjórn þess. Hún skrifaði margar greinar í blöð og tímarit um uppeldis- og menningarmál. Einnig fékkst hún nokkuð við þýðingar. Svafa átti við erfiðan sjúkdóm að stríða seinustu árin. En þrátt fyrir það og háan aldur var hún óbuguð andlega til hins síðasta og augljóslega hefur hún stundað handavinnu fram í andlátið eins og vettlingarnir bera vitni um sem geymdir eru á safninu að Snartarstöðum en þá prjónaði hún orðin 91 árs.

Heimildir: Snartarstaðir; upplýsingar af safni. https://timarit.is/page/ 2403376#page/n5/mode/2up (afmælisgrein eftir Hálfdán Sveinsson) https://view.publitas.com/kvenrettindafelag/19-juni-1978/page/60-61 (In Memoriam)

Svafa Þórleifsdóttir. Mynd í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Lítillega löguð til í myndvinnslu.

Verðlaunakrossgáta

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan ALLMARGA LUNDERNI STRÍÐNINNI

LEIÐINLEGT

LÖTRUÐU

STANSAÐI UM STUND

AFGLAPI 2

DÝRAHLJÓÐ VÖÐLAST HÆGT LÆRÐU

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan NAFN HESTS SLITLAG Á VEGI ÓÞÉTTARI ÁSTUNDANIR

DÆLINGU 1

DRYKKINN ÚR HÆNU

FRÁ VESTURÁLFU HARÐSKEYTT

BÁTAGÁLGANN EFTIRGRENNSLAN

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan ÞURRKI ÚT DEIGAR HORNSKÓ HÆG REIÐ GÆSLA YNDI ÍRAFÁR 3

SKYGGJA MANNSNAFNS

AÐFERÐ Á SJÓ

ÆTTARNAFN

ÆFIR KLJÁST SLAPA 6

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan

GUBBAR ANDI

BRÁÐI HEF Í HYGGJU

NIÐURLÚT HRYGGJA HUGLAUSIR

HVARFLANDI MEÐBRÓÐURSINS FYRIR HENGINGAR BOTNFALL 5

NÍSKUPÚKAR 4

EKKI MEÐ URGA LOKAÐ AF SPURÐIR 7

SUNDFÆRI

GJÓTANNA VEKUR AF YFIRLIÐI

BASLA VIÐ FLÝTIRINN

MJÓLKURAFURÐ

LOTU BRÚN EIRS

REGLUSYSTIR 8 UMBOÐSSVÆÐI Í HÚSI MÁLM RANGLA 9

SPAUGSINS RJÚPUHLJÓÐ

SÁ FYRSTI STÍFA KEYR

NÆRGÆTINN

GLEFSA MANNSNAFN AUÐBRÆDDAN MÁLM

SKEKTU ÞEGAR

LAND HÁÐ STÓRVELDI 10

ÁBURÐUR ÚR SORPI ÖRUGGAN

Lausnarorð berist útgefanda fyrir 15. janúar nk. merkt KROSSGÁTA Verðlaun: Gul viðvörun frá Sæmundi, er hlédræg bók um hinn hversdagslega en stundum yfirþyrmandi lífsháska sem býr í vitund mannsins, með dæmum úr sögu og bókmenntum og fortíð höfundar. Höfundur: Gríma Kamban Hold og blóð frá Sæmundi Hér er saga mannáts rakin allt aftur í bernsku mannkyns og grafist fyrir um tákngildi þess, merkingu og orsakir sem liggja að baki. Höfundur: Reay Tannahill Vonarskarð frá Sæmundi. Þær eru margar og mistrúlegar staðreyndirnar í Vonarskarði. Þar rekur Gústav Þór Stolzenwald saman þræði úr fjölskyldusögu sinni. Sagan er römmuð inn af ótrúlegri ævintýraferð föður hans og afa, sem gengu þvert yfir landið, frá Hellu og norður yfir Sprengisand, sá yngri rétt af barnsaldri. Lausnarorð í 3. tbl: Lagasmiður. Vinningshafar: Kristbjörg Álfhildar Sigurðardóttir, Akureyri fær; Og óvænt munu hænur hrossum verpa frá Sæmundi. Þórunn Harðardóttir, Þorlákshöfn fær; Þegar ég var lítill var ég alltaf hræddur frá Sæmundi. Sigríður Jónsdóttir, Húsavík fær; Samtímarímur frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.

Kvenfélagskona ársins valin á ársfundi SSK og fimm konur gerðar að heiðursfélögum

97. ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn í Þingborg laugardaginn 26. apríl 2025. Innan SSK starfa 25 kvenfélög og í þeim eru 864 konur. Það hefur verið til siðs í 15 ár að stjórnir kvenfélaganna geta tilnefnt konu úr sínum röðum sem þeim hefur þótt skara framúr með störfum sínum. Það er síðan valnefnd skipuð þremur konum sem fær það vandasama verk að velja eina af mörgum hæfum konum. Í ár bárust fimm tilnefningar og var valið erfitt, því vissulega eru allar konur þess verðar að verða kvenfélagskona ársins, en það er aðeins ein sem stendur uppúr að lokum á hverju ári. Kvenfélagskona ársins 2024 var valin Gíslína Sigurbjartsdóttir í Kvf. Sigurvon í Þykkvabæ. Hún gekk snemma til liðs við kvenfélagið og hefur alltaf tekið virkan þátt í starfsemi þess í leik og starfi. Þá hefur hún verið þeim góð fyrirmynd í hvívetna. Kvenfélagskona ársins fær til varðveislu í eitt ár, kökukefli, sem er farandgripur og á það eru rituð nöfn Kvenfélagskonu ársins frá upphafi.

Á ársfundinum voru fimm konur gerðar að heiðursfélögum SSK, þetta eru þær Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir Kvf. Gnúpverja, Guðbjörg Guðmundsdóttir Kvf. Gaulverjabæjarhrepps, Þórunn Ragnarsdóttir Kvf. Einingu í Holtum, Brynja Bergsveinsdóttir Kvf. Einingu í Hvolheppi og Guðrún Jónsdóttir Kvf. Lóu í Landsveit. Þær fengu allar heiðursskjal og blómvönd. Allar hafa þessar konur verið einstaklega duglegar að sitja í stjórn og nefndum SSK til lengri eða skemmri tíma og verið félaginu mjög dýrmætar. Við erum þakklátar fyrir að þær skyldu velja að ganga í kvenfélag í fyrsta lagi og síðan að þær skyldu verða svona áhugasamar og getað gefið SSK svona mikinn hluta af tíma sínum, það verður aldrei fullþakkað. Sem betur

Gíslína Sigurbjartsdóttir Kvf. Sigurvon og Sólveig Þórðardóttir formaður SSK.

Nýir heiðursfélagar SSK. f.v. Sólveig Þórðardóttir formaður SSK, Þórunn Ragnarsdóttir Kvf. Einingu í Holtum, Guðbjörg Guðmundsdóttir Kvf. Gaulverjabæjarhrepps, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir Kvf. Gnúpverja, Guðrún Jónsdóttir Kvf. Lóu og Brynja Bergsveinsdóttir Kvf. Einingu í Hvolhreppi

fer erum við hjá Sambandi sunnlenskra kvenna einstaklega lánsamar með hvað við höfum margar hæfileikaríkar og frábærar konur í kvenfélögunum sem alltaf

eru tilbúnar að gefa sinn tíma í okkar mikilvæga starf. Góð kvenfélagskona er gulli betri

Texti: Sólveig
Þórðardóttir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.