Húsfreyjan 3. tbl. 2025

Page 1


Kvenfélagasamband Íslands

3. tbl. 76. árg. 2025 | Verð 2.250 kr.

DÝRMÆTAR DAGBÆKUR KVENNA

VEISLA Í SÖNGSKÓLANUM Í REYKJAVÍK

VIKA EINMANALEIKANS VITUNDARVAKNING

GEGN EINSEMD OG EINMANALEIKA FEMINÍSK

ÚTSAUMUR

EFNISYFIRLIT

Alþjóðasambands dreifbýliskvenna

4

5

6

11

Heimsþing í Ottawa Kanada

Jenný Jóakimsdóttir

Leiðari

Kveðja í hauströkkrinu

Jenný Jóakimsdóttir

Viðtal

Að rækta hamingjuna

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Smásagan Síðbúinn gestur

Sigríður Helga Sverrisdóttir

14

16

Vika einmanaleikans Vitundarvakning gegn einsemd og einmanaleika

Jenný Jóakimsdóttir og Ása Steinunn

Atladóttir

19

Viðtal Píkusaumur og feminísk handverksbylting

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir

Samtök kvenna

Stígamót 35 ára

Drífa Snædal 22

Frumkvöðlar FLÍK Nýsköpun fyrir prjónasamfélagið

Jenný Jóakimsdóttir

Kvennasögusafn

Dýrmætar dagbækur kvenna

Rakel Adolphsdóttir

Leiðbeiningastöð heimilanna Hlýlegir haustréttir

Jenný Jóakimsdóttir

Matarþáttur Söngskólinn í Reykjavík

Albert Eiríksson

Kvenfélagasamband Suður Þingeyinga Samtakamáttur þingeyskra kvenna í 120 ár

Sigrún Jónsdóttir

Smásagan Íslenskur dagur á Kanarí

Elín Kona Eddudóttir

Hannyrðahornið Heima er best

Kristín Örnólfsdóttir

Viðtal

Fornkvendi, frumbyggja og völva

Bryndís Fjóla Pétursdóttir

Krossgátan Frístund

Bækur Orðabönd eftir Kápurnar

Jenný Jóakimsdóttir

Heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna, ACWW, Associated Country Women of the World, verður haldið í Ottawa í Kanada dagana

26. apríl – 1. maí 2026.

Yfirlit yfir dagskrá ráðstefnunnar

26. apríl

27. apríl Opnunarhátíð, þingfundir, kosning stjórnar

28. apríl Þingfundir og skoðunarferðir fyrir maka og fylgdarfólk

29. apríl Skoðunarferðir fyrir þinggesti (morgun), ACWW „Konur ganga um heiminn“ hátíð (síðdegis), hátíðarkvöldverður í kanadíska sögusafninu.

30. apríl Þingfundir og skoðunarferðir fyrir maka og fylgdarfólk

1. maí Þingfundir, lokahátíð, svæðisfundir

2. maí Útskráning og brottför

Alþjóðasamband dreifbýliskvenna

Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna var stofnað árið 1929. Kvenfélagasamband Íslands gerðist aðili að ACWW árið 1980. ACWW heldur heimsþing á þriggja ára fresti. Síðasta alheimsþing ACWW var haldið í Kúala Lúmpúr í Malasíu 2023, þangað fóru 11 Íslendingar.

Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW. Sem hafa staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum, eitt af því er stuðningur við konur í fátækari löndum heims.

Ottawa er höfuðborg Kanada og er staðsett á milli Toronto og Montreal, rétt norðan við austurhluta Bandaríkjanna. Í borginni mætist iðandi menningin við tignarlega byggingarlist. Heimsókn til Ottawa gefur tækifæri til að upplifa sögu borgarinnar í hjarta Kanada, umkringd fallegri náttúru og ríkulegu lista- og menningarlífi.

Skráning á 31. heimsþingið felur í sér þingpakka, skoðunarferðir, hátíðarkvöldverð og gistingu á Westin Ottawa-hótelinu, ásamt máltíðum og veitingum á ráðstefnunni.

Westin Ottawa er 5 stjörnu hótel staðsett í hjarta Ottawa við Rideau-skurðinn og skammt frá Parliament Hill. Það býður upp á auðvelt aðgengi að helstu kennileitum Kanada. Hótelið er tengt við Rideau Centre-verslunarmiðstöðina.

Skráningargjöld

Miðað við komu 26. apríl 2026 og brottför 2. maí 2026: (Bóka þarf auka nætur hjá hótelinu sjálfu)

• Skráningar á þingið fara fram á heimasíðu ACWW fyrir 31. október 2025

• Tveggja manna herbergi = 1410 bresk pund á mann (235.000 kr.)*

• Einstaklingsherbergi = 1869 bresk pund á mann (311.000 kr.) *samkvæmt gengi í ágúst 2025

Hvað er ekki innifalið í skráningargjaldi ráðstefnunnar?

• Ferðatrygging - öllum þátttakendum er bent á að kaupa alhliða ferðatryggingu.

• Flug - þú þarft að bóka flugið þitt sjálf (Visitor ferðaskrifstofa ætlar að aðstoða KÍ-konur við bókun á flugi)

• Flugvallarrúta - Westin Ottawa hótelið er í 20-30 mínútna fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Ottawa og býður upp á frábærar almenningssamgöngur og leigubílaþjónustu til borgarinnar.

Við skráningu þarf að merkja hvaða skoðunarferð er valinn. Hver valkostur hefur ákveðinn fjölda sæta, þannig að þeim verður úthlutað eftir reglunni fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánar um valkostina á heimasíðu ACWW.

Skráningar fara fram á heimasíðu ACWW: https://acww.org.uk/twc26-ottawa

Hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ sem veitir allar nánari upplýsingar og veitir aðstoð við skráningu og bókun á flugi: kvenfelag@kvenfelag.is eða í síma 552 7430.

KVEÐJA Í HAUSTRÖKKRINU

Núþegar haustið hefur gengið í garð finnum við fyrir notalegri breytingu í loftinu. Dagar verða styttri, sólin lækkar á lofti, við kveikjum á kertum og hjúfrum okkur jafnvel í sófanum. Eftir nokkuð ljúft sumar víða um land finnst mörgum okkar gott að komast í rútínuna. Vakna á sama tíma til að mæta í vinnu eða skóla, mæta aftur á reglulega fundi til dæmis með kvenfélaginu eða skrá sig á námskeið til að læra eitthvað nýtt. Þessi tími er fullkominn til að huga að sjálfum okkur og rækta það sem raunverulega skiptir okkur máli: félagsleg tengsl, samheldni og hamingju. Í þessu tölublaði Húsfreyjunnar skoðum við meðal annars þessi mikilvægu mál. Rannsóknir á hamingju sýna að félagsleg tengsl hafa mestu áhrifin á hamingju. Rannsóknir sýna líka að það að sigla í gegnum lífið án mikillar fyrirhafnar er ekkert endilega það sem færir okkur mestu hamingjuna. Það hvernig við tökumst á við áföll og áskoranir skiptir miklu máli og færir okkur dýrmætan lærdóm sem færir okkur nær hamingjunni. Í byrjun október stendur Kvenfélagasamband Íslands fyrir Viku

einmanaleikans þar sem við erum minnt á að vera meðvituð fyrir okkar eigin tengslum og vera vakandi fyrir þeim sem standa okkur nærri. Vikan er hvatning til að skapa rými til að endurnýja og mynda ný tengsl.

Að vera í góðum tengslum er sjálfsagt fyrir marga en fyrir aðra getur það verið töluverð áskorun. Í Viku einmanaleikans er tilvalið að minna sjálfan sig á að litlar aðgerðir geta haft mikil áhrif. Að brosa til fólks sem á leið hjá kostar ekkert en getur gert daginn betri fyrir þann sem fær brosið. Með því að hringja í vin eða ættingja sem við höfum ekki heyrt í lengi, sýnum við áhuga sem er dýrmætt fyrir báða aðila. Þannig getum við öll tekið þátt í því að skapa samheldnara samfélag.

Með því að sýna hlýju, umburðarlyndi og ástríðu fyrir lífinu í svipbrigðum okkar, rödd og orðavali, höfum við jákvæð áhrif á þá sem við tengjumst. Við vitum aldrei á líf hvers við höfum áhrif, stór eða smá. Reynum að muna þetta í hvert sinn er við göngum út í daginn.

Þegar haustið skellur á getur verið auðvelt að loka sig af en ég hvet ykkur til

að njóta þess að hreiðra um ykkur, taka frá tíma fyrir ykkur sjálf og vera um leið virk í samfélaginu. Verum vakandi fyrir þeim sem eru í kringum okkur. Njótið lestursins og haustsins.

Jenný Jóakimsdóttir ritstjóri Húsfreyjunnar

Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 3. tölublað, 76. árgangur, september 2025 Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt Árgangur kostar 6.900 kr. m. vsk. í áskrift. Hvert blað kostar í lausasölu 2.250 kr. Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi, Sólveig Ólafsdóttir, Grindavík og Kristín S. Gunnarsdóttir, Öxarfirði. Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Jenný Jóakimsdóttir, jenny@husfreyjan.is.

Viltu gerast áskrifandi?

Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands. Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, auglysingar@husfreyjan.is Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík. Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430. Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð á umhverfisvænan pappír.

Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552

Myndir: Silla Pál s

Pál s

AÐ RÆKTA HAMINGJUNA

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttur

Dóra Guðrún er fædd í Reykjavík 1974 og bjó þar fyrstu fjögur árin er hún flutti á Hofsós þar sem faðir hennar Guðmundur Ingi Leifsson var skólastjóri. Móðir Dóru er Elín Einarsdóttir, námsráðgjafi og sérkennari. Á Hofsósi bjó hún til átta ára aldurs þegar faðir hennar fékk stöðu sem fræðslustjóri á Blönduósi, þar var hún í grunnskóla til sextán ára aldurs. Dóra er næstelst af fjórum systrum. Eftir grunnskóla flutti hún til Reykjavíkur og bjó hjá ömmu sinni og afa meðan hún stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð.

„Ég er gift Bóasi Valdórssyni, sálfræðingi. Við eigum þrjú börn. Elsta dóttir okkar, Rósa María, er með BS-gráðu í sálfræði og býr á Akureyri þar sem hún vinnur sem kennari. Sonur okkar, Guðmundur Ísak, er 21 árs og er í viðskiptafræði við HR. Yngsta dóttir okkar, Eva Karítas, er 16 ára og var að byrja í Verslunarskólanum. Við búum í Laugardalnum, mér finnst gott að vera nálægt náttúrunni, ég elska að ganga í gegnum Grasagarðinn og út að sjó á Laugarnestanga. Ég fer líka reglulega út fyrir borgarmörkin í göngu eða á hestbak. Það er magnað að fá að upplifa náttúruna með hestunum. Það getur verið svo gott að finna fyrir orkunni sem dýrin gefa.“

Dóra segir að stærðfræði hafi alltaf legið vel fyrir henni. Hún hafi því ákveðið að fara á eðlisfræðibraut í MH. „Mér fannst ég verða að gera eitthvað með stærðfræðina. En ég valdi skólann aðal-

lega vegna Hamrahlíðarkórsins og endaði á að vera í kórnum í tíu ár sem var mjög gefandi. Stefnan var að fara í verkfræði vegna þess hve fáar stelpur væru í þeirri grein. Ég ætlaði að sýna fram á að stelpur gætu alveg verið í eðlisfræði og verkfræði.

Á síðasta árinu í MH spurði mamma mig: „Dóra mín, heldur þú að þú verðir hamingjusöm ef þú vinnur ekki með fólki?“ Ég vissi alveg innst inni að ég yrði að vinna með fólki, ég var alin upp í KFUM og KFUK fjölskyldu, vann í Vindáshlíð og var sunnudagaskólakennari. Þegar ég hugsaði um hvað mig virkilega langaði að gera, ekki bara hvað ég gæti gert, þá fann ég að mig langaði að hjálpa fólki að njóta lífsins, ég þurfti bara að finna út hvernig.

Í klaustri í Suður-Frakklandi Ég íhugaði að gerast prestur af því að prestar eru til staðar fyrir fólk á ögurstundum. Eftir stúdentspróf fór ég til Kanada og bjó hjá systur minni og lærði frönsku. Svo fór ég í klaustur í SuðurFrakklandi, í Pýreneafjöllunum, til að kynnast sjálfri mér betur og finna hvað mig langaði að gera við líf mitt. Þar var ég ein með sjálfri mér í þrjá mánuði og hafði ekki sjónvarp, síma eða Internet. Þetta var frábær reynsla, ég er mjög mikil félagsvera en mér fannst ég þurfa meiri kyrrð til þess að kynnast því betur hver ég væri, ef svo má að orði komast. Einn dýrmætasti lærdómurinn í klaustrinu var

að finna að manni getur liðið alls konar þó að allir dagar væru næstum eins. Þetta varð til þess að ég gerði minna af því að leita að ytri sökudólgum á því hvernig mér leið.

Ég ákvað eftir klausturdvölina að fara í guðfræði en fann að þar var ég ekki að læra hvernig maður hjálpar fólki að njóta lífsins. Ég fór á Erasmusstyrk til Frakklands en kom svo heim og fór í sálfræði. Þegar ég var búin með BA-próf í sálfræði fannst mér ég ekki enn hafa lært nógu vel hvernig maður hjálpar fólki að njóta lífsins. Ég ákvað þá að fara að vinna og taka mér smá tíma til að hugsa málið.“

Hamingjurannsóknir

Eftir útskrift byrjaði Dóra að vinna hjá Geðrækt. Eitt af fyrstu verkefnum hennar þar var að vinna að geðorðunum tíu. Það var ákveðið að byggja þau á rannsóknum og hún var spurð hvað rannsóknir sýndu hvað einkenni fólk sem líður vel. „Ég hafði ekkert lært um það í náminu, en fór að leita að rannsóknum á þessu og þarna fann ég mína hillu og týndi mér gjörsamlega í rannsóknum á því hvað einkennir fólk sem líður vel og er hamingjusamt.“

Eitt af því sem kom henni mest á óvart var rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum upp úr 1960. Tilgátan var, að þeir sem ættu auðveldasta lífið væru hamingjusamastir, en sú tilgáta kolféll. Þau sem voru hamingjusömust höfðu öll lent í einhverjum erfiðleikum. Það er þó ekki nóg að lenda í erfiðleikum, heldur skiptir

máli hvernig tekist er á við þá. Þetta var lykillinn að því sem hana langaði að gera: Að hjálpa fólki að takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt. „Öll lendum við í einhverjum erfiðleikum eða mótlæti á lífsleiðinni.“

Hún kynntist svo jákvæðri sálfræði og tók meistarapróf í klínískri sálfræði og vinnusálfræði. „Ég fann gögn um hamingju sem höfðu aldrei verið greind áður á Íslandi. Þetta voru gögn sem hafði verið safnað í alþjóðlegum könnunum, þar kom í ljós að Íslendingar voru meðal hamingjusömustu þjóða. Mig langaði að vinna betur úr þessum gögnum. Þannig byrjaði ég að greina hvaða þættir hefðu áhrif á hamingju Íslendinga og fékk leyfi til að gera það í meistararitgerðinni minni í klínískri sálfræði.“

Dóra fór að vinna hjá Lýðheilsustöð og embætti landlæknis og velti fyrir sér hvernig hægt væri að skapa samfélag sem eykur hamingju og velsæld. Það varð

„ÞAÐ

SEM HEFUR MEST ÁHRIF Á HAMINGJU ERU FÉLAGSLEG

TENGSL, ÞAU SLÁ ÚT ALLT ANNAÐ SEM VIÐ GETUM MÆLT.

kveikjan að því að hún fór í doktorsnám við Well-being Institute við Cambridgeháskóla. Þar vann hún með prófessor sem ráðlagði breskum stjórnvöldum varðandi mælingar á velsæld. „Ef við mælum bara hagvöxt og segjum að það sé aðalmálið, þá miða allar aðgerðir að því að auka hagvöxt. En ef við viljum auka hamingju og velsæld, þá þurfum við að mæla það. Hagvöxturinn þarf að leiða til aukinnar hamingju en ekki vera lokamarkmiðið.“

Félagsleg tengsl mikilvægust „Það sem hefur mest áhrif á hamingju eru félagsleg tengsl, þau slá út allt annað sem við getum mælt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir. Það sem kom mér hvað mest á óvart, þegar ég fór fyrst að

skoða gögnin, var hvað tekjur hafa í raun lítil áhrif á hamingju. Tekjur skýra aðeins 1% af muninum á hamingju Íslendinga. Fjárhagsáhyggjur geta haft neikvæð áhrif en þær má finna hjá fólki í öllum tekjuhópum. Þegar ég held fyrirlestra á vinnustöðum og spyr, hvað haldið þið að tekjur skýri mikið af hamingju Íslendinga? Þá er svarið oft 30, 50 eða 70%. Fólk trúir því að með meiri tekjum muni það verða hamingjusamara. Við trúum því að meiri peningar skili meiri hamingju og eyðum aukaorku í aukavinnu á kostnað samveru, sem gefur okkur í raun mun meiri hamingju.

Þegar hrunið kom gátum við borið saman gögn um líðan unglinga frá 2007 og 2009. Hamingja ungmenna jókst eftir

hrunið. Vinnustundir foreldra voru færri og þau voru meira heima með börnunum sínum. Ungmennin áttu auðveldara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum og voru í meiri samvistum við þau. Það var því áhugavert að skoða þetta samband aftur þegar COVID kom, þá var líka meira um samveru, en það var öðruvísi samvera. Foreldrar voru til að mynda að vinna heima og minni tími gafst fyrir umhyggju og gögnin sýndu minni hamingju. Þannig að samvera er ekki nóg, hún þarf að vera innihaldsrík og djúp. Þetta eru meginniðurstöðurnar úr mínum rannsóknum.“

Lýðheilsuáskoranir unga fólksins

Dóra fer nú fyrir starfshópi sem heilbrigðisráðherra skipaði um nýjar lýðheilsuáskoranir meðal barna og ungmenna. „Við erum að sjá breytingar og það er mikilvægt að hlusta á raddir ungmenna. Við erum að funda með ungu fólki til að átta okkur líka á því hvað þeim finnst vera mestu áskoranirnar í þeirra lífi. Margt er í góðu lagi en annað má betur fara. Ungt fólk í dag virðist vera meðvitaðra um eigin tilfinningar og geta betur sett þær í orð en eldri kynslóðir. Fullorðnir eigi ekki að láta sér bregða þegar ungt fólk talar um að því líði illa öðru hvoru, það sé eðlilegur hluti af lífinu. Nauðsynlegt sé hins vegar að hafa einhver bjargráð til að vinna úr vanlíðan. Það er mikið rætt um síma, samfélagsmiðla og netnotkun og margir fullorðnir

HAMINGJA

verki með því að taka höndum saman um að leyfa ekki eftirlitslaus partý, kaupa ekki áfengi fyrir ungmenni o.s.frv.“

UNGMENNA JÓKST EFTIR HRUNIÐ.

VINNUSTUNDIR FORELDRA VORU FÆRRI OG ÞAU VORU MEIRA HEIMA MEÐ BÖRNUNUM SÍNUM.

vilji símabann í skólum.“ Hún bætir við að ungmenni kvarti einnig undan því að fullorðnir, og sérstaklega foreldrar, séu of mikið í símanum og eigi þá erfiðara með að veita þeim athygli og umhyggju.

Að tilheyra er lífsnauðsynlegt „Það er mikilvægt að læra af reynslunni og því sem hefur gengið vel í forvörnum. Sem dæmi þegar unglingadrykkja og tóbaksreykingar minnkuðu, þá var það vegna þess að samfélagið allt vann markvisst með ungmennum og foreldrum að árangri. Þar voru foreldrar í lykilhlut-

Hún segir það sláandi að sjá í dag að 10-15% ungmenna í 8.-10. bekk segjast vera einmana og 15-30% upplifa sig utangátta í skóla og finnast þau ekki tilheyra, þar sem félagsleg tengsl og það að finnast maður tilheyra sé lífsnauðsynlegt. Það sé mikilvægt að greina þennan hóp og finna leiðir til að þessi ungmenni finni að þau tilheyri ákveðnum hópi og skipti máli.

„Við erum félagsverur, forfeður okkar lifðu ekki af nema þeir tilheyrðu hópi. Það að verða viðskila við hópinn þýddi að þú varst í lífshættu og við bregðumst

enn þá þannig við. Við förum í þetta fight and flight mode þegar við tilheyrum ekki. Það getur verið hættulegra heldur en að reykja, drekka áfengi, kyrrseta eða offita að vera í þessu ástandi, að tilheyra ekki. Þess vegna er þetta mjög stór lýðheilsuáskorun.“

Einmanaleiki

Byrjað var að mæla einmanaleika á Íslandi árið 2016. „Við héldum að elsti hópurinn væri mest einmana en það kom í ljós að ungir karlmenn á aldrinum 18 til 25 ára voru mest einmana. Eftir COVID fór einmanaleiki hjá ungum konum að aukast. Þær voru vanar að vera í góðum félagslegum tengslum, en þegar allt lokaði jókst einmanaleikinn hjá þeim. Við pössuðum vel upp á grunnskólann og framhaldsskólann, en við pössuðum ekki nógu vel upp á unga fólkið okkar í háskólunum og á þeim aldri. Við virðumst vera að sjá afleiðingar af því ennþá.“

Dóra segir að efnahagshrunið og

ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ AÐ

HAMINGJAN ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ

NÁ Í, HELDUR EITTHVAÐ SEM ÞÚ FINNUR INNRA

MEÐ ÞÉR OG ÞVÍ SEM ÞÚ HEFUR STJÓRN Á.

COVID hafi verið eins og tilraunaaðstæður sem megi læra heilmikið af. „Í efnahagshruninu sáum við að þegar hagvöxtur minnkaði fór hamingja unglinga vaxandi. Í COVID fengum við svo að reyna á eigin skinni hversu mikilvægur félagslegi þátturinn er fyrir heilsu og vellíðan.“

Hamingjusamt samfélag Ísland er meðal hamingjusömustu þjóða í heimi og hefur alltaf verið í topp fimm. „Finnar, sem áður voru neðstir á Norðurlöndunum, eru núna hæstir. Þeir hafa farið í markvissar aðgerðir til að bæta velsæld í samfélaginu. Finnar eru raunsærri en bjartsýni okkar er svona íslensk útgáfa af ameríska draumnum og við trúum að „þetta reddist“. Þeir segjast oft hafa litlar væntingar og þess vegna séu þeir svona hamingjusamir. Þeir hafa lagt áherslu á að hjálpa ungu fólki að verða virkt í samfélaginu, taka utan um ungt fólk með snemmtækum inngripum og hjálpa ungum foreldrum. Þeir leggja mikla áherslu á menntakerfið og bera mikla virðingu fyrir kennurum. Kennd er félags- og tilfinningafærni í skólum, sem er mjög mikilvægt. Kennarastarfið þar er eftirsótt og þeir eru virtir. Þetta skiptir miklu máli. Við þurfum að tala kennara meira upp og leggja áherslu á það sem er að ganga vel í skólum. Við höfum verið fremst í heimi í atvinnuþátttöku kvenna, sem er frábært, en við þurfum að aðlaga samfélagið að þessum breytingum. Við sem samfélag þurfum að bera ábyrgð á því sem áður var á höndum heimavinnandi mæðra.“

Hamingjan er í hversdagsleikanum

Við endum viðtalið á að spyrja Dóru hvað hamingjan sé í hennar augum.

„Hamingja í mínum augum er sátt við lífið og að hafa verkfæri til að takast á við mótlætið. Hún snýst um viðhorf til lífsins, að beina sjónum að því sem við höfum stjórn á, að rækta góð tengsl, finna hvað gefur okkur orku og hafa jafnvægi á milli þess sem gefur og tekur

orku. Það er mikilvægt að vera meðvituð um bæði hamingjugjafa og hamingjuþjófa. Dæmi um hamingjugjafa í mínu lífi er fólkið mitt, náttúran, góð hreyfing, hestarnir og heitur pottur.

Það er ekkert vit í því að eltast við hamingjuna eins og hún sé eitthvað sem maður finnur einu sinni. Hamingjan er í hversdagsleikanum, í viðhorfinu sem við veljum okkur og með því að beina sjónum að því sem við höfum stjórn á –en ekki því sem við höfum enga stjórn á. Við getum ekki forðast allt sem er erfitt, heldur þurfum við að hafa verkfæri til að takast á við mótlætið og þar er viðhorfið okkar mikilvægt. Það er leiðin að hamingjunni. Tilfinningahugrekki er einnig

mikilvægt, þ.e. að leyfa sér að finna fyrir öllum tilfinningum, ekki loka á erfiðar tilfinningar eða streitast á móti þeim, heldur leyfa þeim að koma.

Það er svo mikilvægt að átta sig á því að hamingjan er ekki eitthvað sem þú þarft að ná í, heldur eitthvað sem þú finnur innra með þér og því sem þú hefur stjórn á. Þess vegna finnst mér svo gott að finna hvernig ég get verið sátt í dag. Að taka einn dag í einu. Að vera fórnarlamb er svo versta hlutverkið, af því að þá kennir þú öðrum um ef illa gengur og hefur ekki stjórn á eigin lífi. Það er mikilvægt að finna leiðina í gegnum erfiðleikana, ekki vera fastur í þeim. Ég verð líka að minnast á að það er mikilvægt að vera í kringum fólk sem tekur þér eins og þú ert, leyfir þér að vera þú sjálf og finna það besta í þér. Það er mikilvægasti lærdómurinn sem ég get gefið börnunum mínum, ásamt því að vera trú sjálfum sér og fylgja hjartanu.“

Um höfundinn

Höfundur smásögunnar „Síðbúinn gestur“ er Sigríður Helga Sverrisdóttir. Sagan var valin ein af smásögum til birtingar í Smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar 2021. Sigríður er fædd í Reykjavík árið 1964 og ólst þar upp að mestu, en fyrstu ár ævi sinnar bjó hún ásamt fjölskyldu sinni á sveitabæ á Norðausturlandi. Hún hefur starfað sem enskukennari um árabil og er með meistaragráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Sigríður Helga hefur alla tíð haft mikinn áhuga á skapandi skrifum og byrjaði að skrifa sögur og ljóð ung að aldri. Hún hefur birt fjölda ljóða í blöðum, tímaritum og sameiginlegum ljóðabókum auk þess sem hún hefur gefið út tvær ljóðabækur, Rauður snjór, sem kom út

árið 2002 og Haustið í greinum trjánna, sem kom út hjá Bókaútgáfunni Sæmundi haustið 2017. Þá kom út í hennar þýðingu sumarið 2019 ljóðaúrval eftir danska skáldið Pia Tafdrup. Haustið 2019 hlaut Sigríður Helga 2. verðlaun í ljóðasamkeppni Ljósberans í Reykjanesbæ. Þá hlaut hún viðurkenningu fyrir ljóð í ljóðasamkeppni Júlíönu árið 2021. Sigríður Helga hefur einnig fengist við smásagna- og örsagnaskrif. Örsaga eftir hana birtist í tímaritinu Stína árið 2017. Smásöguna „Síðbúinn gestur“ skrifaði Sigríður Helga upphaflega á námskeiði í skapandi skrifum, en sendi hana síðar í smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar. Þetta er önnur smásaga hennar sem birtist í Húsfreyjunni en áður birti tímaritið söguna „Ferðin heim“ árið 2023.

Sigríður Helga á tvö börn og tvö barnabörn. Hún býr ásamt dóttur sinni í Reykjavík.

Síðbúinn gestur

Dauf angan af rakspíra reif Hönnu uppúr hugsunum sínum um hinn látna í kistunni. Kirkjugestur var að koma inn, seint. Presturinn var þegar mættur við altarið, tilbúinn að hefja predikun sína. Það var autt sæti fyrir framan hana og síðbúni gesturinn læddi sér inn kirkjubekkinn og reyndi að skapa eins litla athygli og hann mögulega gat. Í þessari gömlu steinkirkju hafði það öfug áhrif. Öll höfuð snerust í átt til hans. Eitthvað í fari hans var einkennilega kunnuglegt strax. Það var örugglega eitthvað meira en bara rakspírinn. Hanna horfði stíft á hár hans og baksvip. Þetta þykka grásvarta hár, vel klippt, grannur háls, eyru lítillega útstæð. Þegar hann leit til hliðar gat hún séð vangasvip hans líka. Þetta oddhvassa arnarnef. Húðlitur hans var óeðlilega sólbrúnn fyrir þennan árstíma. Hún fann óþægilega tilfinningu rísa í maganum.

„Við erum hér samankomin í dag til að kveðja kæran vin okkar, Jón Vilhjálmsson, sem lést eftir harða baráttu

við sjúkdóm sinn, alkóhólisma,“ byrjaði presturinn. Skyndilega rann það upp fyrir henni. Þetta var gamli og löngu týndi kærasti hennar frá því fyrir mörgum árum. Auðvitað! Jón og Birgir höfðu líka verið vinir á þeim tíma. Hún hafði ekki séð Birgi í áratugi, ekki síðan hann fluttist burt og varð farsæll í viðskiptum. Var það í lyfjaiðnaði eða erfðafræði? Hún gat ekki munað það nákvæmlega. Síðan að slitnað hafði upp úr sambandi þeirra hafði hún reynt að segja skilið við allt. En að fyrirgefa var erfitt.

„Látum okkur biðja. Guð faðir vor, hjálpaðu okkur að skilja að þrátt fyrir allt þá elskar þú okkur. Hjálpaðu okkur að ganga í gegnum þennan erfiða tíma í skuggadal dauðans. Hjálpaðu okkur að finna fyrir nærveru þinni hér í dag og alla daga –.“

Nærvera hans gerði hana taugaóstyrka. Nú þegar þessar gömlu minningar sneru aftur til hennar missti hún af því sem presturinn var að segja. Eins furðulegt og það hljómaði þá hafði hún

hlakkað til að koma hingað í dag til að kveðja sinn kæra, gamla vin í síðasta sinn. Þetta var óþægileg uppákoma. Einhvern veginn hafði henni ekki flogið í hug að Birgir myndi mæta í jarðarförina líka. Heimskulegt af henni að hafa ekki hugsað út í það.

Kórinn byrjaði að syngja „Ave Maria“. Þessi söngur fékk hana alltaf til að gráta. Hún lokaði augunum og reyndi að streitast á móti tilfinningum sínum sem nú ólguðu eins og eldfjall um það bil að gjósa. Þrátt fyrir viðleitnina brutust tárin fram og runnu í stríðum straumi niður kinnar hennar, stjórnlaust, og eyðilögðu algerlega förðunina sem hún hafði svo vandlega sett á sig fyrr um daginn. Hún fálmaði í veskinu sínu eftir pappírsþurrku.

„Lífið er erfitt. Við glímum við sársauka, veikindi og sorg yfir missi ástvina.“ Presturinn kurraði við altarið. Henni fannst hann tala beint til hennar.

Já, lífið hafði svo sannarlega verið erfitt fyrir hana líka. Skrítið hvernig þær

Umsjón: Jenn ý
Jóakimsdóttir

ákvarðanir sem þú tekur þegar þú ert ungur hafa áhrif á allt líf þitt. Hafði hún einhverntíma verið hamingjusöm? Það var allt út af honum. Birgir var ástæðan fyrir því að líf hennar hafði tekið aðra stefnu en hana hafði dreymt um... „Í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda.“ Presturinn var að gera krossmark yfir kistunni. Nú þurfti hún að standa upp og láta hann sjá sig. Var þetta tákn? Voru það örlög þeirra að hittast hér og nú? Hún hafði verið að vona að hún myndi geta endurnýjað kynni sín við gamla vini eftir að hún varð aftur ein. Ef til vill hafði hún verið bænheyrð.

Líkfylgdarmennirnir voru að ganga fram hjá hennar röð hægum, virðulegum skrefum og söfnuðurinn laut höfði um leið og þeir fóru framhjá. „Air on the G String“ eftir Bach glumdi um kirkjuna. Henni fannst alltaf að þetta væri versta augnablik jarðarfarar, að standa andspænis syrgjandi fjölskyldunni. Þegar líkfylgdin hafði farið fram hjá henni sneri hún sér örlítið til hliðar og augu þeirra mættust. Það tók hann smá tíma að þekkja hana aftur. Hún brosti ósjálfrátt. Varð aftur eins og í gamla daga eitt augnablik. Hann leit á hana hikandi í byrjun, hissa og örlítið vandræðalegur, en brosti síðan til hennar, þessu brosi sem hún hafði dáð. Hann hafði ekki breyst mikið. Í raun og veru leit hann enn glæsilega út. Fullur af sjálfsöryggi og náttúrulegum persónutöfrum. Engin furða að hún hafi fallið fyrir honum. Hún sneri sér undan og var um það bil að stíga út úr kirkjunni þegar hún fann að gripið var um handlegg hennar. Það var hann.

„Hanna? En gaman að sjá þig hérna! Mig hefur svo oft langað til að hitta þig aftur! Hvernig hefurðu það?“ Og áður en hún hafði tækifæri til að svara hélt hann áfram. „Kemurðu ekki bara með mér upp í kirkjugarð? Við getum spjallað á leiðinni.“ Alltaf með stjórnina. Utan við sig af tilfinningum sem hún hélt að hún hafði glatað, þáði hún boð hans.

Þau gengu saman yfir að bílastæðinu og á leiðinni þangað lagði hann leðurhanskaða hönd sína á bak hennar og vísaði henni að svörtum BMW sem glansaði í bjartri aprílsólinni. Hann opnaði dyrnar farþegamegin fyrir henni. Alveg eins og í gamla daga. Hann var sami herramaðurinn og áður.

Hún sat í framsætinu við hliðina á honum og reyndi að ná áttum. Vissi ekki hvað hún átti að segja. Það var svo langt um liðið. Svo margt hafði gerst eftir þeirra tíma. Heil lífstíð í rauninni. Birgir leit á hana. „Þú lítur vel út ennþá.“

Hún fann skyndilega fyrir hverri einustu hrukku, gráa hári og aukakílói sem hún hafði bætt á sig síðustu 25 ár eða svo.

„Takk fyrir,“ tautaði hún í barm sér um leið og hún ýtti hári aftur fyrir eyru, ekki viss um hvort hann hafði raunverulega meint þetta.

„Segðu mér nú eitthvað af þér. Hvað hefurðu verið að gera af þér?“ spurði hann léttur í bragði. „Gift og með börn og allt það?“ bætti hann við.

„Gift, já, en ekkja nýlega. Börnin mín þrjú eru vaxin úr grasi og búa öll erlendis. Þannig að ég er bara einsömul núna.“

Hún stoppaði til að ná andanum. „Hvað með þig? Býrð þú ekki erlendis líka?“

„Samhryggist. Ég er nýlega fluttur aftur heim. Hef verið að díla við ýmsa erfiðleika í einkalífinu og í fyrirtækinu mínu undanfarið. Þannig að ég ákvað að nú væri kominn tími til að snúa aftur heim og byrja uppá nýtt.“

„Ó, hvers konar erfiðaleika?“ spurði hún forvitin.

Hann hikaði augnablik. „Fyrirtækið mitt hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið og á sama tíma ákváðum við konan mín að skilja. Frekar andstyggilegt mál allt saman.“

„Leitt að heyra það,“ tautaði hún með samanbitnar varir. Aftur skorti hana orð.

„Hvað kom fyrir manninn þinn?“ spurði hann eftir andartaksþögn.

„Hann var búinn að vera veikur í mörg ár. Krabbamein.“

„Það var leitt. Já, ég þekkti Pétur lítillega í gamla daga. Ég var hissa þegar ég heyrði að þið tvö væruð orðin par svo skyndilega.“

Hún sneri sér snöggt við. „Það var nú ekki alveg þannig sem það gerðist. Eins og ég man það þá varst það þú sem hljópst á brott til einhverrar annarrar, án þess svo mikið sem að útskýra það neitt frekar.“

Hann hló stuttaralega. „Nei, mín kæra! Ef ég man rétt þá hringdir þú aldrei tilbaka. Það næsta sem ég vissi þá varst þú komin í annað samband!“ „Jæja, þú komst aldrei að sækja mig

eins og þú hafðir lofað. Og þegar þú komst tilbaka úr þessari sumarbústaðaferð þá sá ég þig með þessari daðurdrós, Súsönnu.“

„En ég hringdi víst í þig! Jón svaraði símanum, sem ég man að mér fannst skrítið, ég meina, hann að svara símanum heima hjá þér, en hann lofaði að láta þig fá skilaboðin um að ég þyrfti að sinna svolitlu áður en ég kæmi og yrði því seinn. Hann sagðist þá myndi gefa þér far.“

„Í alvöru? Jæja, hann skilaði þessu aldrei til mín!“ Hún var ringluð. Hvað hafði raunverulega gerst þarna? Var þetta allt einn misskilningur? Af hverju hafði Jón ekki fært henni skilaboðin?

„Þetta er skrítið,“ hélt Birgir áfram. „Ég spurði hann að þessu síðar og hann sagðist hafa skilað þessu til þín. Hann sagði mér líka að þú hafir sagt honum að þú vildir ekki fara. Mér fannst það alltaf undarlegt. Og núna er Jón ekki hér lengur svo við getum ekki spurt hann.“

„Því miður,“ svaraði hún biturlega. Það varð vandræðaleg þögn í nokkrar sekúndur. Síðan sneri Birgir sér að henni aftur með glampa í augum.

„Heyrðu, svo núna erum við bæði orðin einsömul og frjáls sem fuglar. Þvílík tilviljun!“ Hann brosti sínu breiða, ómótstæðilega brosi. „Hefurðu einhvern tímann hugsað um okkur? Ég meina, að við gætum endað saman aftur?“

„Eiginlega ekki,“ laug hún, án þess að líta á hann. Hjartað í henni var byrjað að slá hraðar en henni þótti þægilegt og hún fann að hvert orð kafnaði í hálsinum. Hana langaði til að öskra en hún vissi að það gæti hún ekki leyft sér.

„Við gætum skroppið til Havaí og eytt þar rómantískri viku saman,“ sagði hann blátt áfram. „Þú veist, unnið upp tapaðan tíma og kynnst hvert öðru upp á nýtt. Ég man að þið langaði alltaf til að ferðast. Hvað segirðu um það?“ Hjarta Hönnu tók kipp og sleppti úr takti. Já, vissulega höfðu ferðalög verið hennar ástríða – ástríða sem hún hafði þurft að ýta til hliðar fyrir fjölskylduna. Að ala upp þrjú börn og síðan að annast veikan eiginmann hafði tekið allan hennar tíma síðustu áratugi. Auk þess hafði maðurinn hennar ekki deilt þessari ástríðu með henni. „Það er algjör peningasóun,“ hafði hann alltaf sagt. „Við höfum annað við peningana að gera,“ var hans slag-

orð í hvert sinn sem hún hafði stungið uppá þessu umræðuefni. Peningar höfðu alltaf verið af skornum skammti í þeirra hjónabandi og því stöðug uppspretta ágreinings á milli þeirra. Nú þegar hún var orðin ein og hafði selt húsið þeirra þá hafði hún sagt við sjálfa sig að nú skyldi hún leggjast í ferðalög, en hana skorti kjarkinn til að fara ein síns liðs. Hér var tækifærið komið.

Hún leit á hann og brosti feimnislega. „Þetta er mjög freistandi boð, Birgir. En ég verð að fá að hugsa um það.“ Þau voru komin í kirkjugarðinn og Birgir lagði bílnum. Þau gengu að þar sem hluti kirkjugesta hafði þegar safnast saman. Hún horfði á þegar presturinn tók skóflu, stakk henni í litla moldarhrúgu sem lá við hliðina á opinni gröfinni og kastaði smávegis af mold niður á kistuna. „Af moldu ertu kominn og að moldu muntu aftur verða,“ sönglaði presturinn.

Þegar komið var að henni að ganga upp og krossa yfir gröfina, stóð hún þar kyrr örlitla stund og starði niður á kastaníubrúna kistuna, með gullnum handföngum og óhóflega stórum kransi ofan á. Hvít, rauð og blá blómin breiddu úr sér yfir lokið. Hún óskaði þess heitt að hún gæti spurt Jón núna af hverju hann hafði ekki fært henni skilaboðin. Var

hann að vernda hana? Var hann sjálfur hrifinn af henni? Var það afbrýðisemi? Hann hafði verið skotinn í henni einu sinni, hún vissi það, en hún hélt að hún hefði gert honum ljóst að hún vildi bara að þau væru vinir.

Birgir kom upp að henni, gerði snöggt krossmerki yfir gröfina og tók síðan undir arminn á henni og leiddi hana aftur til baka að bílnum.

Hann ók henni aftur að kirkjunni þar sem hún hafði skilið bílinn sinn eftir. Þau skiptust á kurteisistali á leiðinni. En andrúmsloftið var öðruvísi. Eitthvað var breytt.

„Svo, hvað segirðu Hanna? Eigum við að láta slag standa?“ sagði hann þegar þau voru að koma aftur að litlu kirkjunni. Hún sá þau fyrir sér saman á Havaí, að fá sér kokkteil í háu glasi og hlæjandi eins og í gamla daga. Samt var hún hikandi.

Það var of mikil ringulreið innra með henni til þess að hún gæti gefið honum svar svo fljótt. „Ég veit það ekki,“ gat hún loksins stunið upp. „Það er langt um liðið og mikið vatn runnið til sjávar. Þú ollir mér ástarsorg einu sinni. Ég myndi ekki vilja að það gerðist aftur.“

„En þetta var allt saman einn misskilningur eins og við vorum að komast að!“ sagði hann dálítið vonsvikinn yfir

viðbrögðum hennar. Kæruleysislegur tónn hans gerði Hönnu það ljóst að sambandsslit þeirra hefðu ekki haft sömu áhrif á hann og þau höfðu haft á hana. Fyrir henni var það eitthvað miklu stærra og meira en misskilningur. Hún var þögul. Hún vissi að hún gæti ekki útskýrt þetta fyrir honum. Hann myndi ekki skilja það. Þau voru komin að kirkjunni. Hún benti í áttina að litlu, rauðu Toyotunni sinni sem stóð ein eftir á bílastæðinu fyrir neðan kirkjuna. Birgir sneri sér að Hönnu og hallaði sér síðan alveg upp að henni, svo hún fann auðveldlega sætan kryddilminn af rakspíranum hans aftur. „Má ég hringja í þig?“ spurði hann og leit beint í augu hennar, með sínum brúnu, dáleiðandi augum. Hún snaraðist út úr bílnum, beygði sig síðan niður og stakk höfðinu aftur inn í bílinn.

„Ég held að það sé ekki góð hugmynd, Birgir. En takk fyrir farið!“ Hún skellti aftur bílhurðinni og hraðaði sér að bílnum sínum án þess að líta við. Hún var ákveðin í að fara í þessa ferð til Balí sem hana hafði alltaf dreymt um. Jafnvel þótt það þýddi að hún færi einsömul.

Höfundur: Sigríður Helga Sverrisdóttir

Húsfreyjan er fjölbreytt og vandað

tímarit Kvenfélagasambands Íslands

Hægt er að velja um að fá blaðið sent heim á pappír eða fá áskrift eingöngu rafrænt.

Allir áskrifendur hafa aðgang að áskriftarvefnum á husfreyjan.is. Á áskriftarvefnum er að finna mörg eldri blöð Húsfreyjunnar.

Til að gerast áskrifandi ferðu inn á husfreyjan.is eða hefur samband við skrifstofu Húsfreyjunnar s. 552 7430

www.vikaeinmanaleikans.is

VITUNDARVAKNING GEGN OG EINMANALEIKA

Vika

einmanaleikans, dagana október, er vitundarvakning Kven félagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Vikan er jafnframt ákall til samfélagsins um að takast á við þessa áskorun og efla félagsleg tengsl. Þessi vika félagsleg tengsl eru okkur lífsnauðsynleg.

Kvenfélagasambandið fékk í upphafi árs styrki frá Félagsmálaráðuneyti og Lýðheilsusjóði til verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins er skipaður öflugum konum sem hafa verið önnum kafnar síðastliðna mánuði við skipulagningu og hugmynda-

Frá vinstri: Ása Erlingsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Jenný Jóakimsdóttir, Vilborg Eiríksdóttir, Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir og Ása Steinunn Atladóttir.

vinnu. Sett hefur verið upp heimasíða verkefnisins á slóðinni www.vikaeinmana leikans.is. Á síðunni er að finna upp lýsingar um verkefnið, fróðleik um ein manaleika og ýmsar leiðir til að taka þátt.

Verum virk í okkar nærumhverfi

Við hvetjum félög, samtök, einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til að skipuleggja viðburði í sínu nærumhverfi sem hvetja til samskipta og tengslamyndunar. Þetta gæti verið allt frá kaffi- og spjallstundum, opnum húsum, gönguferðum, til leikja og annarra sameiginlegra athafna. Með því að skrá viðburðinn inn á viðburðadagatal sem er á vikaeinmanaleikans.is

hann sýnilegan og aðgengilegan öðrum, sem getur hvatt fleiri til að taka þátt.

Spjöllum saman

Spjallbekkir og Spjallborð eru skemmti leg og einföld leið til að bjóða fólki að setj ast niður og eiga samtal. Spjallbekkir og -borð eru merkt og gefa skýrt til kynna að sá sem situr þar sé opinn fyrir samræðum. Spjallbekkir og - borð eru hönnuð til að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika í samfélaginu.

ætlað að vera aðgengileg öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða upp á lág an þröskuld til samskipta. Skapa þannig vinalegt og opið rými þar sem fólk getur auðveldlega tengst og átt notaleg samtöl. Hugmyndin er að fá almenning með okk ur í lið við að merkja bekki og borð víða um land þar sem fólk kemur saman. Á heimasíðu Viku einmanaleikans er hægt að vista niður pdf skjöl til að prenta út og merkja bekki og borð.

Ávinningurinn er:

- Að minna okkur á mikilvægi mann legra samskipta og sýna að stundum er smá hvatning allt sem þarf til að hefja spjall.

- Að hjálpa til við að skapa tengdara og vinalegra umhverfi með því að auð velda samtöl milli ókunnugra.

- Að tengjast öðrum með léttu spjalli getur bætt skap, dregið úr streitu og aukið almenna vellíðan.

Hvetjum til persónulegra tengsla með Samverubingó Samverubingó er annað sniðugt verkfæri sem er að finna á heimasíðunni. Samverubingó er einstakt bingóspjald

Að vinna gegn einsemd og einmanaleika er sameiginlegt verkefni okkar allra. Verum hluti af lausninni. Hvert lítið skref skiptir máli. Saman getum við byggt upp sterkara samfélag. Vertu með og taktu þátt í Viku einmanaleikans! Náðu

myndir og þú getur. Þetta er hvatning og áskorun til aðgerða og uppgötva þannig hversu auðvelt það getur verið að tengjast öðrum. Engin krafa er um stórar athafnir, heldur liggur gildið í litlu skrefunum sem geta opnað nýjar dyr. Þetta snýst ekki um að vinna nein verðlaun, heldur að vinna saman að því að efla tengsl.

PÍKUSAUMUR OG FEMÍNÍSK HANDVERKSBYLTING

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir er konan á bak við Píkusaum, sem er skemmtilegur og fínlegur útsaumur með sterkum og ögrandi feminískum skilaboðum. Bjargey deildi með okkur sögu sinni, ástríðu fyrir handverki og hugmyndafræðinni.

Bjargey er fædd á Mel á Mýrum 1976 og uppalin á Vesturlandi, nánar tiltekið á bænum Staðarhrauni á Mýrunum. Staðarhraun er kirkjustaður og þar voru foreldrar hennar með búskap. Hún er fjórða af átta systkinum, og segist koma úr mikilli bændafjölskyldu, bæði frá Borgarnesi, Mýrum- og Snæfellsnesi. Afi hennar og amma voru með búskap í Borgarnesi allt til 1970. Föðurfjölskyldan er úr Kolbeinstaðarhreppi og þar var frændfólk á öðrum hverjum bæ.

„Ég fór ung að heiman, fyrst á heimavist í Varmalandi í Borgarfirði og svo Fjölbraut á Akranesi. Ég flutti að heiman eiginlega í nokkrum skrefum. Eftir stúdentinn fór ég sem au-pair til Austurríkis, vann svo í ýmsu áður en ég fór í líffræði í Háskóla Íslands. Þá flutti ég formlega suður og hef búið í Reykjavík síðan, að undanskildu síðasta ári þegar ég bjó á Hallormsstað.“

Bjargey dvaldi á Hallormsstað síðastliðinn vetur, þar sem hún vann að spennandi verkefni. Hallormsstaðarskóli, sem áður var þekktur sem hússtjórnarskóli, hefur tekið miklum breytingum. Árið 2019 var náminu breytt í það sem kallast skapandi sjálfbærni, sem í rauninni byggir mikið á náminu eins og það var þegar skólinn var stofnaður 1930 af Sigrúnu P. Blöndal og Benedikt G. Blöndal. Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað var upphaflega nám á framhaldsskólastigi, en Bjargey hafði það hlutverk að færa það upp á háskólastig. Hún starfaði að þessu verkefni allan síðasta vetur og nú hafa umsóknir opnað fyrir fyrstu há-

skólanemana í skapandi sjálfbærni á Hallormsstað, sem hefja nám í haust. „Það er gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta gamla handverksnám fær nýtt líf og verður aðgengilegt á háskólastigi“ segir Bjargey. Bjargey starfar í dag hjá Háskóla Íslands, nánar tiltekið á Menntavísindasviði, sem deildarstjóri, Deildar menntunar og margbreytileika. Hún er líka virk í Hinsegin Vesturland, félagi sem systir hennar Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir stofnaði 2021 og hefur Bjargey hjálpað til með það frá upphafi. „Við höfum haldið fimm hinsegin hátíðir á Vesturlandi. Ég geng mikið á fjöll og svo er prjónaskapur orðinn nýtt áhugamál eftir að ég prjónaði lopapeysu í Hallormsstaðarskóla. Ég held að ég sé búin að prjóna fimm peysur síðan í september!“ Hún segist annars hafa verið lengi að finna sig í þeim heimi þrátt fyrir að hafa alist upp við mikið prjón í kringum sig. Áður fyrr var hún meira fyrir fatasaum í handavinnu í grunnskóla. Hún man til dæmis eftir bekkjarsystrum sem prjónuðu lopapeysur á meðan hún sjálf prjónaði aðeins sokkspart og einn vettling.

Píkusaumur: Uppreisn með nálinni Áhugi Bjargeyjar á útsaumi kviknaði ekki fyrr en í COVID faraldrinum. Hún segist þá, eins og margir, hafa fengið löngun til að gera eitthvað skapandi með höndunum. Prjón var ekki alveg að heilla hana á þeim tíma, en hún rakst á útsaum fyrir tilviljun. Frænkur hennar

voru þá að sauma út krakkamyndir og það kveikti einhvern neista og áhuga. Henni hafi þó fundist uppskriftirnar sem eru í boði ekkert sérstaklega spennandi. Mestmegnis hafi þetta verið gamaldags klukkustrengir, jóladagatöl og púðar með blómamunstrum.

„Mig langaði að gera eitthvað með meira biti. Útsaumurinn greip mig strax. Áhuginn á jafnrétti og femínisma hefur alltaf verið sterkur í mér. Þetta blandaðist svo saman. Mér finnst líka gaman að lyfta upp handverki kvenna, sem oft hefur verið litið á sem handverk en ekki list, því það er kvenlegt.“

Það gerðist síðan af sjálfu sér að þetta varð það sem það er í dag. „Ég byrjaði að sauma og tók myndir af þessu og póstaði öllu á Facebook og þá fóru vinir og kunningjar að biðja mig að gera svona fyrir sig. Maður sem var að vinna með mér hafði unnið sem blaðamaður og var alltaf með annan fótinn eitthvað tengdan fréttabransanum, fannst þetta skemmtilegt og tók viðtal við mig sem birtist í Fréttablaðinu. Þá fór ég að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki. Það var svo í hugarflugi með vinkonum að Píkusaumur varð til, innan við ár eftir að ég byrja og þetta vatt síðan svona bara aðeins upp á sig. Ég var á þessum tíma á milli starfa og gat þá líka verið að sauma frekar mikið en þá er ég bara að selja alveg fullbúin verk, þú veist sauma allt og selja beint.“

Bjargey tók svo þátt í frumkvöðlahraðli „Academy for Women Entrepreneurs“, sem haldin er í samstarfi við

HÍ, FKA og bandaríska sendiráðið. Það var þar sem hún þróaði vörumerkið lengra. Hún sá að það að sauma sjálf allt út og selja myndi aldrei geta gefið henni gott tímakaup. Hún þróaði sig þar áfram með hugmynd að selja útsaumspakkningar með uppskrift, efni, nál og garni. „Í sama hraðli voru tvær ungar konur sem voru að búa til markaðstorg á netinu fyrir handverk; dunda.is, sem er svona íslenska útgáfan á Etsy. Þannig að ég er strax þar komin með söluvettvang. Sú síða opnaði bara núna í maí. Þetta er kannski ekki að fara að borga alla reikningana. En sé þetta fyrir mér sem aukabúgrein sem ég get verið með.“ Bjargey segir að útsaumurinn gefi sér ákveðna núvitund. „Á þeim tíma sem ég var án vinnu var mjög gott að hafa útsauminn. Í stað þess að detta niður í aðgerðarleysi var ég alltaf að gera eitthvað, að búa eitthvað til. Þetta er eins og hugleiðsla. Að skapa gefur mér mikið. Ég hélt ég hefði enga listræna hæfileika, en það hefur verið svo skemmtilegt að uppgötva þessa nýju hlið á sjálfri mér og nýta sköpunarkraftinn.“

Það er hægt að tjá sig á margvíslegan hátt

Hún segir að hugmyndafræðin í kringum Píkusaum snúist um femínisma, mannréttindi og að sýna að það er hægt að tjá sig á margvíslegan hátt. „Ég hef líka gert verk með hinsegin þema. Ég fer ekki að sauma hvað sem er, verkin þurfa að endurspegla þessi gildi, með pínu húmor. Píkusaumur sýnir að það er hægt að tjá sig með alls konar hætti. Þetta er mín leið til að vera „sófafemínisti“, sitja heima og sauma út, uppreisn án þess að þurfa að hrópa á torgum. Þetta er bara leið sem hentaði mér.“

„Píkusaumur er skapandi og beitt vörumerki sem sameinar hefðbundið íslenskt handverk og harðorð frelsisskilaboð. Þetta er svolítil blanda af andstæðum, þessu fínlega, kvenlega handverki með svolítið grófum og ósvífnum slagorðum. Fólk er kannski að horfa á verkið og hugsar „Amma, hvað þetta er fínt!“ og svo les það „Ó, ó, öfga femínista tussa“.“

Bjargey segir að viðbrögðin hafi verið langmest góð. „Sumir hafa jú verið svona „Ó, Píkusaumur, Jesús!“ en flestir eru jákvæðir og finnst þetta sniðugt og flott

blanda. Ég lenti einu sinni í því á markaði að kona gekk framhjá, fussaði og sagði að það þyrfti nú ekkert að minna á jafnrétti, þetta væri bara allt komið! En mest hef ég fengið jákvæð viðbrögð eins og „Nú þarf ég að koma femínískum saumaskap í saumaklúbbinn!“

Hún segir að í ferlinu hafi það komið henni helst á óvart að hún væri meira skapandi en hún hélt. „Ég ákvað einhvern tímann um fimmtán ára aldur að ég hefði enga listræna hæfileika, sem er algjört kjaftæði. Við höfum öll þörf til að skapa og það hefur verið svo skemmtilegt að uppgötva þessa nýju hlið á sjálfri mér.“ Helstu áskoranirnar hafi síðan verið þær að verðleggja. „Það er erfitt að finna verðmiða sem er nógu hár en ekki of hár, og ekki of lágur. Svo er það sjálfsmyndin, að líta á mig sem listakonu eða skapandi persónu hefur verið áskorun. Og auðvitað að koma mér á framfæri og gera þetta að einhverju meira en bara áhugamáli.“

Þeir sem vilja fylgjast með Bjargeyju geta fundið Píkusaum á samfélagsmiðlum og á www.dunda.is/dundarar/ pikusaumur.

STÍGAMÓT

35 ÁRA

Ritstjóri

Húsfreyjunnar settist niður með Drífu Snædal í notalegu húsnæði Stígamóta á Höfðabakka, til að ræða við hana um starf Stígamóta í 35 ár og baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrst forvitnumst við samt aðeins um Drífu og hvernig kom til að hún gerðist talskona samtakanna fyrir tveimur árum síðan. Hún fæddist í Reykjavík 5. júní 1973, en ólst upp á Hellu frá fjögurra ára aldri og í Lundi í Svíþjóð frá sex til ellefu ára aldurs. Eftir viðskiptafræðinám í Háskóla Íslands, tók hún svo meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði með áherslu á vinnurétt í Háskólanum í Lundi árið 2012. Drífa segist hafa verið viðloðandi femínisma og kvenréttindahreyfinguna í um 30 ár. Hún starfaði með Kvennalistanum í lok hans og varð svo fræðslu- og kynningarstýra hjá Samtökum um Kvennaathvarf árið 2003 og síðan framkvæmdastýra samtakanna frá 2004 – 2006. Sneri sér að stjórnmálum í nokkur ár og varð

Húsfreyjan 3. tbl. 2025

framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands eftir meistaranám í Svíþjóð árið 2012. Það var svo í október árið 2018 sem hún var fyrst kvenna, kjörin forseti Alþýðusambands Íslands. Hún sagði af sér sem forseti ASÍ 2022. Hún segist núna vera komin aftur heim í kvennabaráttuna, sem talskona Stígamóta. „Ég hef fylgst með Stígamótum alveg frá því þau voru stofnuð og tekið þátt í ýmsum gjörningum með þeim í gegnum tíðina. Þannig að mér fannst þetta frábært tækifæri þegar ég var að byrja að leita mér að vinnu eftir að hafa hætt sem forseti ASÍ og hér byrjaði ég í mars fyrir tveimur árum síðan. Það er gott að starfa fyrir Stígamót og hér líður mér rosalega vel. Hér vinnur samstilltur góður hópur og hér er engin átakamenning. Ég vil taka

það fram að ég starfa ekki við ráðgjöf, það eru aðrir hér innanhúss sem sjá um það. Svo er gott að finna hvað Stígamót hafa mikla áheyrn í samfélaginu. Þó við

séum ekkert alltaf í blöðunum, þá erum við að tala máli brotaþola alla daga. Við ræðum, sem dæmi, við atvinnurekendur, stofnanir og sveitafélög fyrir hönd brotaþola sem vilja vera nafnlausir og það er nær undantekningarlaust tekið vel í það. Þannig að þessar litlu baráttur sem við erum að heyja dags daglega fyrir brotaþola eru mjög stór hluti af þessu starfi.“

Stofnun Stígamóta

Stígamót hóf starfsemi sína 8. mars 1990 eftir að fjárveiting fékkst til starfsins í fjárlögum 1990. En forsagan hófst nokkrum árum fyrr. Drífa segir að það hafi ekki verið fyrr en um 1988 sem fyrsta greinin um sifjaspell, eins og kynferðisofbeldi gegn börnum var nefnt í þá daga, hafi birst. Það var áður alltaf talað um ofbeldismál undir rós og þau voru ekkert endilega efst á baugi í kvennabaráttunni hér áður fyrr. „Það var rætt um fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og allt það, og þá

Texti: Jenný JóakimsdóttirMyndir: Silla Páls og aðsent efni

til að koma í veg fyrir ofbeldi. Það var ekki fyrr en undir lok níunda áratugarins sem kynferðisofbeldi gegn börnum komst á dagskrá.“ Þetta hófst allt með því að dr. Guðrún Jónsdóttir eldri og fleiri konur opnuðu símalínu þar sem konur gátu hringt inn og það varð bókstaflega holskefla. Þær skilja þá að það var grundvöllur til að stofna einhver samtök. Hinn

8.mars 1989, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, ákváðu íslenskar konur frá fjölda kvennasamtaka að helga daginn baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þann dag var ákveðið að stofna Samtök kvenna gegn kynferðisofbeldi. Það voru ótrúlega mörg kvennafélög sem stóðu síðan að formlegri stofnun Stígamóta. Þeirra á meðal var Kvenfélagasamband Íslands. „Hugmyndafræðin var konur að hjálpa konum“ segir Drífa.

Stemmningin á árum áður Hún bætir við; „Ég man eftir stemmningunni þarna fyrstu árin í kringum Stígamót, það var talið að það væri til einn barnaníðingur á Íslandi, hann hét

Steingrímur Njálsson og ef fólk bara vissi hvar hann héldi sig og héldi börnunum frá honum, þá væru allir öruggir. Fólk var

„ÉG

ekkert alveg tilbúið í þetta og stemmingin var þannig að ´karlar þora ekki að knúsa börnin sín lengur´ og Stígamót væru að búa til vandamál sem væri ekki til. Umræðan var svo ótrúlega vanþroska á þessum árum. Það var því alveg magnað að ná að stofna Stígamót. Þrotlaus barátta Stígamóta og annara samtaka við að safna upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi og það að fólk fór að segja frá eigin reynslu, þá fékkst loks kastljós á raunveruleikann. Auðvitað gerðist þetta með kvennabaráttunni, þegar hið persónulega verður pólitískt. Það tókst að lyfta raunveruleika kvenna inn á hið pólitíska svið, hvort sem það eru daggæslumál, umönnunarmál eða ofbeldismál. Sem betur fer hafa viðhorfin breyst, við erum þó alltaf að glíma við þetta sama, þessa skömm í kringum þessi mál.“ Drífa bendir á að hér áður fyrr hafi verið pískrað á milli bæja, þetta hefur alltaf verið til og áður fyrr hafi barnungum stúlkum verið drekkt í Drekkingahyl af því þeim var nauðgað. Fólk hefur alltaf vitað af þessu, en alvarleiki málsins fékk ekki athygli.

Starfið á Stígamótum

Starf Stígamóta fyrstu árin var að mestu

byggt á sjálfshjálparhópum. Dr. Guðrún Jónsdóttir hafði verið að læra bæði í Noregi og Bretlandi og kemur með hugmyndir að utan inn í starf Stígamóta. Það var ekki sama fagmennskan þá og er núna og ekki sama þekking heldur. Þekkingin hefur verið byggð upp á þessum 35 árum. Drífa segir að í dag séu Stígamót með vel menntað fólk sem ráðgjafa, félagsráðgjafa, sálfræðinga og fleiri. Í daga starfa þar 10 ráðgjafar, auk Drífu sem er talskona og Svandísi Önnu Sigurðardóttur sem er verkefnastýra fræðslu og forvarna. Meðal forvarnarverkefna má sem dæmi nefna Sjúk ást, verkefnið sem er árleg herferð Stigamóta í samstarfi við skóla og félagsmiðstöðvar. Sjúkt spjall er nafnlaust spjall á netinu fyrir ungt fólk. Þar er alltaf fagmenntað fólk á hinum enda línunnar. Þar koma inn allskonar spurningar um til dæmis hvað eru eðlileg samskipti og hvað ekki. Drífa segir að nær daglega fái þau á spjallinu dæmi um að ungir drengir séu að kyrkja ungar stelpur í kynlífi. Ungt fólk og börn fái svo röng skilaboð úr kláminu, þar sem karlar meiða konur í kynlífi. Það sé því ótrúlega mikilvægt að ræða við unga fólkið um mörk í samskiptum og muninn á kynlífi og ofbeldi. Þess má geta að Stígamót hafa gefið út spil með ýmsum spurningum og svo er gefið rautt eða grænt flagg. Þessum spilum hafa þau verið að dreifa á félagsmiðstöðvar og spilin eru mjög vinsælt efni í kennslu. Þannig er reynt að búa til samtöl, meðvitund og pælingar.

Einstaklingsviðtöl eru samt uppistaðan í starfinu, auk hópastarfs þar sem jafningjar ræða saman. Sem dæmi ungar stelpur eru saman í hóp, eldri konur og konur sem hafa verið í vændi o.s.frv. Einnig eru starfræktir sérstakir karlahópar. Frá upphafi hafa Stígamót lagt áherslu á að þróa starfsemina þannig að ólíkir hópar brotaþola upplifi sig velkomna, ekki bara konur og má þar nefna karla, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk af erlendum uppruna. Öll ráðgjafarþjónusta Stígamóta er ókeypis og því á færi allra að sækja hana, óháð efnahag. Fólk sem leitar til Stígamóta ræður sjálft ferðinni,

HELD AÐ ÞETTA ALLT UMLYKJANDI OFBELDI OG HÆTTA Á OFBELDI HAFI ÁHRIF Á SJÁLFSTRAUST KVENNA, AÐ VERA KENNT FRÁ BARNÆSKU AÐ ÞÚ ÞURFIR AÐ PASSA ÞIG Á KÖRLUM. ÞETTA HEFUR BARA HELD ÉG MJÖG NEIKVÆÐ ÁHRIF Á SAMSKIPTI KYNJANNA, TILKALL KVENNA TIL RÝMIS Í SAMFÉLAGINU, KRÖFUR ÞEIRRA UM LAUN OG RÉTTLÁTA VIRÐINGU Í SAMFÉLAGINU.“

Mynd úr skipulagsskránni við stofnun Stígamóta. Fallegt að sjá hversu mörg samtök stóðu að stofnuninni.

hve mikinn stuðning það vill og í hve langan tíma. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf.

Kerfisbundið alvarlegt vandamál

Karlar eru um 10% þeirra sem sækja sér hjálp hjá Stígamótum. Aðspurð segir Drífa að þó svo oft komi upp þessi umræða að konur beiti líka ofbeldi, þá er það bara þannig að við tölum um kynbundið ofbeldi vegna þess að karlar eru töluvert líklegri til að þess að beita konu líkamlegu-, fjárhagslegu- og kynferðislegu ofbeldi. „Konur nauðga körlum miklu síður en karlar konum. Tölurnar í rannsóknum tala bara sínu máli. Það er best að drepa niður fæti í Áfallasögu kvenna. Upplýsingar þar sýna að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi, kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og fjórðungur til fimmtungur hefur orðið fyrir nauðgun. Það er bara staðreynd, og það að svo margar hafi orðið fyrir þessu og hafa verið í hættu á að verða fyrir þessu litar stöðu kynjanna miklu meira heldur en við gerum okkur grein fyrir í samfélaginu.

Ég held að þetta allt umlykjandi ofbeldi og hætta á ofbeldi hafi áhrif á sjálfstraust kvenna, að vera kennt frá barnæsku að þú þurfir að passa þig á körlum. Þetta hefur bara held ég mjög neikvæð áhrif á samskipti kynjanna, tilkall kvenna til rýmis í samfélaginu, kröfur þeirra um laun og réttláta virðingu í samfélaginu. Sú staðreynd að kynbundið ofbeldi sé til í okkar samfélagi hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði kvenna, hvort sem þær verða fyrir því ofbeldi eða ekki, bara ógnin af því. Þetta er kerfisbundið og mjög alvarlegt vandamál sem litar lífsgæði okkar.

Hvernig samfélagi viljum við búa í Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í. Það er stundum talað um ´The Nordic paradox‘ eða Norrænu þversögnina að við á Norðurlöndunum höfum náð lengst í jafnrétti, en hér mælist ofbeldi mest. Ofbeldi er að mælast hér mest, það er staðreynd. En á móti má segja að við erum miklu upplýstari um hvað er ofbeldi. Það eru margir sem halda að kynferðislegt ofbeldi geti ekki átt sér stað í hjónaböndum eða samböndum. Þannig að skilgreiningar okkar, þekking, vitund, meðvitund um málin, hún er meiri og þess vegna held ég að þetta mælist hærra. Í ýmsum öðrum löndum er t.d. kynferðisleg áreitni ekki skilgreind sem ofbeldi heldur sem nánast normal hegðum á vinnustað. Sem dæmi, þá gerðum við rannsókn þegar ég var í verkalýðshreyfingunni um áreitni í þjónustustörfum sem er náttúrulega gríðarlega mikil. Kemur þá í ljós að hún mælist engin í sumum löndum í

Forsíðumynd ársskýrslu Stígamóta í tilefni 35 ára afmælisins sem er teiknuð af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Myndina má kaupa sem plakat hjá Stígamótum. Skýrsluna alla má lesa á vefnum stigamot.is.

VIÐ ÞURFUM AÐ VERJA

SIGRANA OKKAR

baráttunni er staðreynd um allan heim. Í Rússlandi er t.d. nýbúið að afnema lög sem bönnuðu nauðganir innan hjónabands. Við erum hér á landi sem betur fer komin mun lengra en það en bakslagið er víða og við þurfum að verja sigrana okkar.

Við ljúkum spjallinu við Drífu með því að þakka henni fyrir að gefa sér tíma til að ræða starfið og baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Húsfreyjan og Kvenfélagasamband Íslands óskar Stígamótum innilega til hamingju með 35 ára afmælið í ár. Að síðustu báðum við hana að segja okkur frá hvernig brotaþolar geti haft samband til að fá ráðgjöf og stuðning og hvernig Stígamót fjármagni sitt mikilvæga starf.

„Fólk getur hringt hingað á skrifstofutíma í síma: 562 6868 eða sent tölvupóst á stigamot@stigamot.is, einnig er hægt að fara inn á heimasíðuna stigamot.is til að panta tíma. Við erum alltaf að vinna í að stytta biðlistann og viljum helst ekki hafa neinn, en hann er núna um einn til tveir mánuðir. En svo er ágætt að segja frá því að þegar fólk er komið inn þá þarf ekki að bíða í tvo mánuði eftir næsta tíma.

Það að fjármagna starfið er alltaf áskorun. Frá stofnun hafa Stígamót fengið rekstrarframlag frá stjórnvöldum í gegnum félagsmálaráðuneytið. Framlög mánaðarlegra styrktaraðila eru hins vegar stærsti tekjuliðurinn. Ýmis sveitarfélög styðja einnig reglulega við starfsemina. Stígamót njóta síðan mikillar velvildar meðal almennings, fyrirtækja, félagasamtaka og ýmissa hópa um allt land. Með því að styrkja starfið tekur fólk þátt í því að aðstoða okkur við að bæta samfélagið og hjálpa fólki til að líða betur.“

Suður-Evrópu! Kynbundið ofbeldi er alls staðar og er vandamál á heimsvísu. Þess vegna meðal annars tölum við um feðraveldið. Bakslagið í

Á heimasíðunni stigamot.is er einfalt form til að fylla út vilji fólk eða félög styrkja starfið. Á síðunni og á samfélagsmiðlum er svo að finna ýmsan fróðleik vilji fólk fræðast nánar um starfsemina og taka þátt í baráttunni gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Umsjón: Jenný JóakimsdóttirMyndir: Úr einkasafni

FLÍK Nýsköpun fyrir prjónasamfélagið

Nýsköpunarheimurinn á Íslandi

er í stöðugum vexti. Þær Þórey

Rúnarsdóttir og Marta Schluneger hafa síðastliðin þrjú ár unnið sameiginlega að því að koma hugmynd sinni og fyrirtækinu sínu Flík á framfæri. Flík er smáforrit sem er hannað fyrir skapandi prjónara sem vilja sérsníða eða breyta prjónauppskriftum án mikillar fyrirhafnar. Við fengum að ræða við þær um tilurð fyrirtækisins, virkni smáforritsins og framtíðarsýn þeirra.

Allt hófst þetta með því að þær ákváðu að taka þátt í Gullegginu í janúar 2023. Gulleggið er frumkvöðlakeppni sem haldin hefur verið síðan 2008 í umsjón KLAK, sem hefur í 25 ár hjálpað frumkvöðlum að raungera hugmyndir sínar með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum sem byggja á hugviti.

Þórey og Marta kynntust er þær störfuðu hjá nýsköpunarfyrirtækinu Tempo. Báðar höfðu unnið í nokkur ár fyrir aðra í sprotafyrirtækjum. Þar er hraðinn oft mikill og vinnudagurinn óreglulegur því fyrirtækin eru mörg hver með skrifstofur í mörgum löndum. Þær áttu það sameiginlegt að langa til að vinna að sínum eigin hugmyndum og fyrir sjálfa sig.

Viðskiptahugmynd verður til Þær fóru á svipuðum tíma í fæðingarorlof og hittust þá oft í göngutúrum með barnavagnana, enda bjuggu þær á svipuðum slóðum í vesturbæ Reykjavíkur. Það var í einum af þessum göngutúrum sem hugmyndin um að gera eitthvað saman fór að þróast. Hugmyndin um að gera eitthvað prjónatengt kom svo síðar þegar drengirnir þeirra voru báðir komnir í leikskóla. Báðar höfðu þær áhuga á prjóni og handavinnu. Þær ákváðu svo í framhaldinu að skrá sig í Gulleggið til að útfæra hugmyndina betur. Þær höfðu báðar verið að leita að tóli sem gæti hjálpað þegar maður vill

Marta Schluneger og Þórey Rúnarsdóttir stofnendur FLÍK.

ekkert endilega prjóna nákvæmlega eftir prjónauppskriftum og fyrir þau sem vilja hanna sitt eigið prjón. Þær urðu í þriðja sæti í Gullegginu af hundrað teymum með hugmyndina sína og segja að þátttakan þar hafi hjálpað þeim mikið við að útfæra hugmyndina frekar, þannig að úr yrði viðskiptahugmynd og fyrirtæki. Með þátttöku í Gullegginu fóru þær á ýmis námskeið og fengu ýmis tól í hendurnar sem hjálpuðu þeim að koma sér af stað. Þær nefna þá sérstaklega rannsókn á þörfum markaðarins, hvernig ætti að selja hugmyndina, í framkomu og markaðssetningu. Fyrir þriðja sætið fengu þær svo smá upphæð í verðlaun sem hjálpaði til.

Í kjölfarið sóttu þær um rannsóknarstyrki til að taka meðal annars viðtöl við prjónara. Þær fengu svo tveggja milljóna króna styrk úr Fræ, Tækniþróunarsjóði Rannís 2023. Í desember 2024 fengu þær svo 20 milljóna króna styrk yfir tvö ár, úr Sprota til þess að þróa vöruna á byrjendastigi. Sem í þeirra tilfelli var meðal annars að vinna að vefútgáfu appsins. Í janúar 2025 kom appið þeirra, Flík, út

fyrir Iphone. Þær eru núna með starfsmann í hálfu starfi sem vinnur við að forrita vefútgáfu af appinu þeirra til að ná til breiðari hóps, sérstaklega Androidnotenda. Þær segja að það muni gera alla virkni appsins aðgengilega í gegnum vefsíðu, allar upplýsingar verða svo samstilltar milli appsins og vefsins.

Þórey hafði hingað til að mestu forritað appið þeirra sjálf. Hún hafði lært forritun í náminu sínu en er þó ekki lærður tölvunarfræðingur. Hún lærði hagfræði og fór svo í nám til Englands og lærði það sem kallast á ensku „computational finance“, eða reikningsfjármál og gagnavísindi. Þórey segist að mestu hafa unnið hjá nýsköpunarfyrirtækjum eftir nám, meðal annars sem gagnasérfræðingur. Marta nam hins vegar ensku og þýsku og fór meðal annars til Kína og kenndi þar ensku og þar kynntist hún íslenskum manni. Þegar hún flutti svo til Íslands fékk hún starf í markaðsmálum við að skrifa enska texta meðal annars fyrir nýsköpunar- og hugbúnaðarfyrirtæki.

Aðspurðar segja þær að frumkvöðlasenan hafi tekið þeim mjög vel og þær

Húsfreyjan 3. tbl. 2025

MARGIR NÝIR

VILJA EKKERT ENDILEGA FYLGJA UPPSKRIFTUM NÁKVÆMLEGA HELDUR VILJA ÞEIR HANNA

SJÁLFIR OG PRÓFA SIG ÁFRAM. ÞETTA ER ÓLÍKT ELDRI

KYNSLÓÐUM SEM OFT FYLGDU SÖMU UPPSKRIFTUM OG NOTUÐU SAMA GARNIÐ. FLÍK GETUR HJÁLPAÐ ÞESSARI NÝJU

KYNSLÓÐ AÐ NÁ ÁRANGRI Í PRJÓNASKAPNUM.

ávallt fengið mikinn stuðning við hugmyndir sínar. Það kom mörgum ráðgjöfum á óvart hvað prjónaheimurinn væri í raun stór markhópur. Þær segjast þakklátar fyrir endurgjöf um atriði sem þær hefðu ekki hugsað út í. Sem dæmi mikilvægi þess að skrá samstarfsaðila á styrkumsóknir, fólk sem hefur unnið með þeim eða verið að hjálpa, þrátt fyrir að það sé ekki formlegt samstarf. Að starfa í nýsköpunargeiranum geti þó verið krefjandi. Þær hafa sem dæmi þurft að sækja margsinnis um styrki.

Smáforritið Flík

Þær sjá mikla þörf fyrir forrit eins og Flík, sérstaklega í ljósi þess að prjónaskapur hefur aukist gríðarlega í vinsældum. Margir nýir prjónarar vilja ekkert endilega fylgja uppskriftum nákvæmlega heldur vilja þeir hanna sjálfir og prófa sig áfram. Þetta er ólíkt eldri kynslóðum sem oft fylgdu sömu uppskriftum og notuðu sama garnið. Flík getur hjálpað þessari nýju kynslóð að ná árangri í prjónaskapnum.

„Við stofnuðum Flík til að gera skapandi prjónurum það kleift að láta hugmyndir þeirra verða að veruleika, Smáforritið brúar bilið á milli ímyndunarafls og prjónaskapar fyrir prjónara sem vilja sérsníða prjónaflíkur með lágmarks

Flík appið er í dag í grunninn reiknivél fyrir prjónafólk, auk þess sem hægt er að skipuleggja verkefni. Appið inni heldur reiknivélar. Meðal annars tól sem hjálpar notendum að reikna út hvaða stærð í uppskrift þurfi að velja og hvernig eigi að aðlaga umferðarfjölda til þess að fá þá raunstærð sem maður sækist eftir þegar skipt er um garn eða prjónfestu, til að tryggja að útkoman sé rétt. Appið reiknar einnig út heildarlykkjufjölda fyrir verkefni, með tilliti til mynsturkafla. Appið gerir síðan prjónafólki kleift að vista útreikninga niður á verkefni, sem er afar gagnlegt fyrir þá sem vilja breyta

stærðum eða gera eigin útfærslur. Það er hannað til að einfalda prjónfestuprófun og draga úr villum, þar sem notandinn þarf aðeins að framkvæma eitt prjónfestupróf og setja tölurnar inn í appið.

„Markmið okkar með Flík er ekki aðeins að einfalda prjónaútreikninga, heldur líka að efla sköpunargáfu og sjálfstraust hjá prjónurum um allan heim. Við erum mjög spenntar að deila þessari nýsköpun með prjónasamfélaginu“, segir Marta.

Framtíðarsýn Flíkur

Stóra langtímamarkmiðið er að þróa fullkomið hönnunartól innan appsins. Þetta tól myndi gera notendum kleift að hanna og teikna upp eigin flíkur frá grunni, sjá hvernig þær líta út með tilliti til allra útfærslna og litasamsetninga, áður en byrjað er að prjóna. Þetta er mikilvægt þar sem mörgum reynist erfitt að sjá fyrir sér hvernig litir munu koma út í mynstri. Þær eru að vinna að því að bæta við fleiri útreikningum, til dæmis úrtökum og útaukningum yfir margar umferðir. Einnig stendur til að notendur geti sett inn myndir af prjónunum sínum og garninu sem þeir nota. Þetta myndi auðvelda skipulagningu og val á réttum efnum.

Þær hafa gert formlegan samning við Helgu Ingimundardóttur, doktor í

reikniverkfræði og lektor við Háskóla Íslands, sem hefur sótt um rannsóknarstyrk tengdan notkun hannyrðamynstra. Helga vinnur að rannsóknum tengdum mynstrum úr Sjónabók og prjónavélum og að gera gamlar prjónavélar stafrænar. Markmiðið er að setja öll mynstur úr Sjónabók inn í Flík appið, þar sem þau verða aðgengileg öllum án endurgjalds. Einnig er unnið að rannsókn á því hvernig fólk litar mynstur, og hvort gervigreind geti gefið tillögur um litasamsetningar og varað við vandamálum eins og of löngum þráðum.

Þær eru virkar í að leita að fjárfestum og samstarfsaðilum, svo sem prjóna- og garnframleiðendum, til að ýta þróuninni áfram. Þær Þórey og Marta eru opnar fyrir samstarfi við einstaklinga eða fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari vegferð með þeim, hvort sem er með fjármagni eða vinnuframlagi. Þær leita sérstaklega að fólki með djúpa þekkingu á prjónahönnun, garni og prjónaheiminum til að styrkja teymið enn frekar.

Hvar er hægt að finna Flík? Ef þú hefur áhuga á að prófa Flík-appið eða vilt styðja við þetta spennandi nýsköpunarfyrirtæki, getur þú sótt appið sem er að finna á Apple App Store undir heitinu Flík – knitting calculator, eða með því að skanna QR-kóðann hér til hliðar. Þær stöllur hvetja alla áhugasama prjónara til að prófa það. Einnig er hægt að fylgjast með nýjungum á vefsíðunni knitflik.com og á Instagram og TikTok er notendanafnið @knitflik.

Texti: Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri KvennasögusafnsMyndir: Silla P áls og frá Kvennasögusafn i

DÝRMÆTAR DAGBÆKUR KVENNA

Á Kvennasögusafni eru varðveitt yfir 100 skjalasöfn kvenfélaga og félagasamtaka

kvenna, og ég lít á safnið sem heimili sögu kvenfélaganna. Kvenfélagasamband Íslands hefur átt fulltrúa í stjórn frá því Kvennasögusafn opnaði á Landsbókasafni

árið 1996. Þessi tenging er mikilvæg líflína fyrir safnið. Skjalasöfn kvenfélaganna eru mikilvægar heimildir, og starf þeirra ómetanleg menningararfleið í íslenskri sögu.

Ásamatíma er brýnt að sýna fram á bæði hversu mikill fjöldi kvenna hefur komið að starfi kvenfélaganna, og jafnframt hversu ólíkar þær voru oft innbyrðis. Þær gátu sammælst um áherslur og baráttumál, þótt þær væru ósammála um önnur atriði. Konur eru – og hafa alltaf verið – með mismunandi uppruna, áhugasvið og leiðir til að láta gott af sér leiða til samfélagsins hvort sem það er opinberlega eða innan heimilis og fjölskyldu. Þess vegna eru skjalasöfn einstakra kvenna verðmæt heimild um fjölbreytileika þeirra.

Skjalasöfn á þriðja hundrað kvenna eru varðveitt á Kvennasögusafni: húsmæðra og kennara, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga, ritstjóra og þingkvenna, verkakvenna og öryrkja, sendiherra og tónlistarkennara – og svo mætti lengi telja.

Í örfáum af þessum söfnum leynast fáeinar dýrmætar dagbækur einstakra kvenna. Mun færri dagbækur kvenna en karla eru varðveittar á skjalasöfnum, eftir því sem næst verður komist. Í bók Davíðs Ólafssonar Frá degi til dags: Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920, sem kom út 2021, fann hann 219 skjalasöfn sem innihalda dagbækur á handritasafni Landsbókasafns. Þar af voru einungis fjórar sem konur skrifuðu alfarið – eða 1,8%.1 Dagbækur eru mikilvægur vitnisburður um fortíðina. Þær bjóða upp á persónulegar lýsingar af bæði hvers-

dagslegum athöfnum og sögulegum atburðum sem geta sett þá í annað samhengi. Oftar en ekki gefa þær sögulegum atburðum mannlegan blæ og tengja okkur í nútímanum á aðgengilegri hátt við fortíðina. Því er það hjartans mál að konur eigi veigameiri sess í þessum frásögnum, svo við höfum ekki einhæfa sýn á samfélagið sem þær lifðu í. Hvaða dagbækur er hægt að finna á Kvennasögusafni og hvers konar efni innihalda þær?

Í tilefni af Kvennaári og 50 ára afmæli Kvennasögusafns í ár birtum við Karólína Rós Ólafsdóttir dagbókarfærslur kvenna á hverjum degi í janúar á instagram-reikningi Landsbókasafns (instagram.com/landsbokasafn). Verkefnið var stórskemmtilegt og vakti mikla lukku.

Hér skyggnumst við í fjölbreyttar dagbækur fjögurra kvenna sem voru ritaðar fyrir 80 árum eða meira í tímaröð:2

Jónína Líndal (1888–1950), húsmæðrakennari og einn stofnenda Kvenfélagasambands Íslands 1930. Dagbókin er frá því er hún var farandkennari 1913–1914 og er sú eina sem er varðveitt úr hennar fórum. Þann 8. febrúar 1914 skrifar hún:

„8. Nu er eg þá komin á fætur og búin að hreinsa til ofurlítið af matreiðslubókunum, og setja þær aftan í kufort. Það er stórhríð úti, en samt vel heitt inni hjá mér. Það var nú samkvæmi hér í gærkvöld, sem mér var haldið og vakti eg þar til kl. 3 ½ sem eg er þá sjaldan vön. Þetta var nú skemtilegasta samkvæmið sem eg hefi setið í, í þingeyjarsýslu, allir voru svo frjálslegir, og skemtu sér eftir föngum. Það leit út sem hér væri fólk sem kynni að skemta sér, það skilur ekki með fýlusvip og álítur að aðrir eigi að gera sér stundina skemtilega, þó þeir leggi ekkert til þess sjálfir. Fyrst var nú borðað, og voru þar fjórar matartegundir á borð borðnar og voru borð ræðurnar viðkunnulegar og frjálslegar. Eftir það var samspil á fiðlu og orgel var það mjög snoturt. Þá hélt Hólmfríður Pétursd ræðu og talaði um tilgang samsætisins og lýsti ánægju sinni yfir veru sinni hér þennan tíma. Síðan var dansað og spilað á víxl. Kona ein sem Arnfríður hét las upp kvæði eftir sjálfa sig og, ég spilaði nokkur stykki eftir beiðni stúlknanna meðal annars spil-

Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns

Jónína Steinvör Sigurðardóttir Líndal (18881950), Lækjamóti Víðidal. (Eigandi ljósmyndar: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu)

aði ég Dónárbylgjur og mér tókst það heldur vel og orgelið var ágætt. Ég er viss um það, að ég hræði við mörgu af fólkinu með því. Og fekk líka opinbert þakklæti og viðurkenningu ásamt þeirri sem las upp kvæðið fyrir skemtunina. Síðast var drukkið kaffi og þá þakkaði ég fyrir skemmtunina og endaði með því að drekka skál Mývatnssveitar.“

María Thoroddsen (1906–1976), húsmóðir og læknisfrú, skildi eftir sig 8 dagbækur og fleiri en 20 minnisbækur, sumar hálfskrifaðar en aðrar sneisafullar af gullmolum.

„1. janúar 1920. Dagbókin mín! Jeg skrifa alt undantekninga laust í hana á kvöldin um dagens interesser. Óviðkomandi bannaður aðgangur. Virðingarfylst Maja Thor“

Þann 14. mars 1929 skrifar hún:

„Laufey Valdimars vildi óð og uppvæg, að við Anna færum á Kvenrétt-

Dagbækur Maríu Thoroddsen

indafél. fund til að hlusta á sig halda ræðu. Við máttum til. [...] Það var ósund félagsskapur – Bríet óð uppi og talaði einhver ósköp.“

Flestar konur sem eiga skjalasöfn á Kvennasögusafni voru kvenfélagskonur en alls ekki allar, eins og dæmi Maju sýnir, enda er það engin skylda til að dagbókin geti átt heima á Kvennasögusafni!

Næsta dagbók er úr fórum Láru Sigurbjörnsdóttur (1913–2005), handavinnukennara, hótelstjóra og kvenfélagskonu með meiru. Þann 1. janúar 1935 skrifar hún:

„Heldur var gamlársdagur í ár frábrugðinn þeim, sem ég hefi áður upplifað. - Gjörði mér hitt og annað til dundurs, svo sem að stoppa sokka og þvo undirföt og sokka. Það var vel heitt í húsinu því baðvatn var hitað. -Sigþrúður fór með skeyti fyrir mig niður á Hallormsstað og var það komið til Akureyrar þegar hún fór aftur þaðan. Hún sofnaði svo inni hjá mér og vakti ég hana ½ 6 leytið. Kl. 6 ½ var borðað, hangikjöt og makaroni og rabarbargrautur. Heldur var nú skap mitt dauft. Þegar inn í Höll kom aftur, var lítið kveikt þar og segir Blöndal, hvort ekki sé best að kveikja. Mér varð að orði að mér fyndist kalt þarna og hvort ekki mætti kveikja upp í arninum, sem hann sagði sjálfsagt og lánaði mér meira að segja eldspítur til þess. Ég hafði sjálf búið í eldinn og fanst þá að best væri að ég kveikti upp. Þegar ég var að því, það var útbrend fyrsta spýtan, kemur frúin og segir að þetta sé of snemt og þar fram eftir götunum, bannar mér sem sagt að kveikja upp.“

Síðasta dagbókin er skrifuð af Þor-

björgu

Björnsdóttur (1919–1987), húsmóður, frá því hún var 18 ára og dvaldi hjá Erbach-hjónunum í Duisburg. Árið 2015 gáfu dætur hennar Kvennasögusafni dagbókina og þann 30. mars 1938 skrifaði hún:

„Kl. rúml. 2 fór ég með frú Erbach til Köln. Komum til K kl. 3 og biðum á götunni til kl. 5 ½, en þá kom Hitler í bíl eftir götunni, fórum síðan að Kölnarkirkju og biðum þar til Hitler kom þangað, þá lyfti S. S maður mér upp, svo ég sá Hitler aftur. Fórum svo með lest til Krefeld, beint inn á hótel og borðuðum og vorum heima til kl. 9. Fór svo að hátta kl. 9 ½.“

Þessi færsla er skýrt dæmi um hversdagsleikann í tengslum við atburði sem síðar urðu sögulegir. Munum að samtíðin verður fortíð fyrr en varir.

Vonandi skila fleiri dagbækur kvenna sér á skjalasöfn í framtíðinni — og færri sem lenda í rusli, tætara eða brennu — svo við fáum fleiri sjónarhorn kvenna á samtíma sinn.

Kvennasögusafn tekur fagnandi á móti dagbókum kvenna úr öllum áttum og varðveitir þær sem dýrmætan hluta safnkostsins – fyrir komandi kynslóðir.

1 Það eru þær Elka Björnsdóttir (1881–1924) verkakona, Ingibjörg Hóseasdóttir (1867–1958) saumakona, Kristíne Katrín Guðjohnsen (1850–1940) prestsfrú og Torfhildur Hólm (1845–1918) rithöfundur.

2 Margar dagbækur sem eru varðveittar á Kvennasögusafni eru í lokuðum aðgangi að beiðni gefanda. Við afhendingu er hægt að semja um aðgengi að þeim og loka þeim í hámarki 80 ár. Í sumum tilvikum er leyfilegt að gefa rannsakendum aðgang að þeim gegn ákveðnum skilyrðum. Rík persónuverndar- og höfundaréttarlöggjöf er á Íslandi og farið er eftir þeim við aðgang og birtingar úr dagbókum, sendibréfum og öðrum skjölum.

HLÝLEGIR HAUSTRÉTTIR

Þegar það byrjar að kólna, dagarnir styttast og haustlitirnir fara að sjást utandyra er fátt notalegra en að nostra í eldhúsinu og bjóða fjölskyldunni upp á góðan mat. Haustið býður upp á frábær tækifæri til að nýta uppskeruna og búa til dýrindis rétti sem ylja bæði sál og líkama. Börnin og aðrir í fjölskyldunni geta tekið þátt í matargerðinni. Þessar uppskriftir eru fullkomnar á köldu haustkvöldi og fylla húsið af dásamlegri lykt.

Haustbakkelsi og brauð

Hvað er betra en ilmurinn af nýbökuðu í eldhúsinu á köldu haustkvöldi?

Eplakaka með kanil og hökkuðum hnetum

Klassísk eplakaka sem er fullkomin með kaffinu eða sem eftirréttur með ís eða rjóma.

Hráefni fyrir kökuna

200 g smjör, við stofuhita

200 g sykur

3 stór egg

200 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. kanill

Smá salt

2-3 meðalstór epli, skræld, kjarnhreinsuð og skorin í bita

50 g saxaðar valhnetur eða pekanhnetur (valfrjálst)

Mylsna ofan á kökuna (streusel)

50 g kalt smjör, skorið í bita

50 g sykur

50 g hveiti

1/2 tsk. kanill

Aðferð

1. Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið hringlaga kökuform (um 24 cm) og stráið hveiti í botninn.

2. Fyrir streusel: Blandið saman öllum hráefnum fyrir mylsnuna í skál og myljið saman með fingrunum þar til blandan er gróf og molakennd. Setjið til hliðar.

3. Fyrir kökuna: Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan er ljós og létt. Bætið eggjunum út í einu í einu og þeytið vel á milli.

4. Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti í annarri skál. Bætið þessari blöndu saman við smjörblönduna í þremur skömmtum og hrærið varlega saman þar til allt hefur blandast.

5. Blandið eplunum og hökkuðum hnetum (ef þið notið þær) varlega saman við deigið.

6. Hellið deiginu í formið og dreifið streusel mylsnunni yfir.

7. Bakið í 40-50 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn út. Látið kökuna kólna áður en hún er borin fram.

Heimagert franskbrauð með fræjum Ilmandi og hlýtt brauð er alltaf gott, sérstaklega með haustsúpunni!

Hráefni

500 g hveiti (má blanda heilhveiti út í)

10 g þurrger

1 tsk. sykur

1 tsk. salt

350 ml volgt vatn

2 msk. ólífuolía

2 msk. fræ blanda (t.d. sesam, sólblóma, graskersfræ) til að strá yfir

Aðferð

1. Blandið hveiti, geri, sykri og salti saman í stóra skál.

2. Bætið volgu vatni og ólífuolíu út í og hnoðið í um 10 mínútur þar til deigið er slétt og teygjanlegt. Þið getið notað hrærivél með hnoðara.

3. Setjið deigið í olíuborna skál, breiðið yfir með viskustykki og látið hefast á hlýjum stað í um 1 klukkustund, eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

4. Hnoðið deigið létt, mótið það í brauð eða nokkrar bollur og leggið á bökunarpappír á ofnplötu. Penslið með smá vatni og stráið fræjum yfir.

5. Látið hefast aftur í 20-30 mínútur.

6. Hitið ofninn í 200°C. Bakið brauðið í 25-30 mínútur, eða þar til það er gullinbrúnt og hljómar holt þegar bankað er á botninn.

Haustsúpa með sætum

kartöflum og gulrótum

Þessi hlýlega súpa er fullkomin til að ylja sér á köldum haustdegi. Hún er einföld og full af hollustu.

Hráefni

2 msk. ólífuolía

1 stór laukur, saxaður

2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð

2 stórar sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita

3 meðalstórar gulrætur, skrældar og skornar í sneiðar

1 lítill engiferbiti, skrældur og rifinn (u.þ.b. 1 msk.)

1 tsk. karrý

1 tsk. Cumin

1 ltr. grænmetis- eða kjúklingasoð

200 ml kókosmjólk eða rjómi

Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Ferskur kóríander eða steinselja sem skraut (valfrjálst)

Aðferð

1. Hitið ólífuolíu í stórum potti yfir meðalhita. Mýkið laukinn í nokkrar mínútur, bætið svo hvítlauk og rifnu engifer út í og eldið í eina mínútu í viðbót.

2. Bætið sætum kartöflum og gulrótum í bitum út í pottinn. Kryddið með karrý og cumin og eldið í 2-3 mínútur, þar til grænmetið er byrjað að mýkjast.

3. Hellið soðinu yfir grænmetið, látið suðuna koma upp, lækkið svo hitann og látið malla í 20-25 mínútur eða þar til grænmetið er orðið alveg mjúkt.

4. Takið pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til hún er orðin silkimjúk. Ef þú notar blandara, athugaðu að heit súpa getur myndað þrýsting í blandaranum.

5. Hellið kókosmjólk eða rjóma út í, hitið súpuna aftur í gegn án þess að láta hana sjóða. Smakkið til með salt og pipar.

6. Berið súpuna fram heita, skreytta með fersku kóríander eða steinselju ef vill. Hún er líka dásamleg með smá brauði eða ristuðum fræjum.

Ábending: Til að gera súpuna enn bragðmeiri er hægt að setja hálfan bolla af rauðum linsubaunum út í soðið. Þær eldast með grænmetinu og þykkja súpuna.

Börnin með í eldhúsinu Það er frábært að leyfa börnunum að taka þátt í matargerðinni, þau læra mikið og verða líklegri til að borða það sem þau hafa hjálpað til við að útbúa. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir:

Haustsúpa:

- Börn geta þvegið sætu kartöflurnar og gulræturnar.

- Börn geta mælt soðið og kókosmjólkina.

- Leyfðu þeim að mæla og setja kryddin út í pottinn.

- Eftir að grænmetið hefur mýkst, geta þau hrært varlega í pottinum.

Eplakaka:

- Börn geta hjálpað til við að skera epli í bita eftir að þau hafa verið skræld.

- Láttu börnin mæla sykur, hveiti og önnur þurr hráefni og blanda saman.

- Að mylja saman streusel er skemmtilegt og einfalt verkefni fyrir litlar hendur.

Heimagerð brauð:

- Að mæla hveiti og vatn getur verið lærdómsríkt.

- Börnum finnst oft mjög gaman að hnoða deig (þótt þau þurfi kannski smá hjálp).

- Að strá fræjum yfir brauðin er einfalt og skemmtilegt verkefni.

Með því að sameina fjölskylduna í eldhúsinu skapið þið ekki aðeins dýrindis máltíðir og bakkelsi heldur einnig dýrmætar minningar. Njótið haustsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða í eldhúsinu!

Söngskólinn í Reykjavík

Af eldmóði, framtakssemi og stórhug stofnaði frumkvöðullinn Garðar Cortes Söngskólann í Reykjavík fyrir rúmlega hálfri öld síðan. Garðar fékk í lið með sér hörkuduglegt fólk og fljótt kom í ljós að eftirspurnin eftir söngnámi var mikil. Fyrir þremur árum tók Ólöf Kolbrún Harðardóttir við stöðu skólastjóra af Garðari, núverandi skólastjóri er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Enn þann dag í dag er mikil gróska í Söngskólanum og

margir af fremstu söngvurum landsins hafa lært í skólanum. Reglulega eru nemendatónleikar og á hverju ári eru sett upp stærri verk svo sem söngleikir og óperur.

Kennurum Söngskólans er margt fleira til lista lagt en að kenna nemendum söng. Eins og margir aðrir söngvarar leynist þar ástríðufullt áhugafólk um góðan mat. Hluti kennara skólans útbjó sumarlega og létta rétti fyrir Húsfreyjuna.

Hluti af starfsfólki Söngskólans. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, Signý Sæmundsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Bergþór Pálsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Dísella Lárusdóttir.

MORGUNVERÐARSKÁL

Botn: Grísk jógúrt

Miðja: Smúþí

Toppur: Granóla, hunang og fersk ber

Innihald:

Grísk jógúrt

Frosin bláber

Frosinn ananas

Fersk Jarðarber

Banani

Epli

Granóla (heimagert eða keypt úti í búð, engin skömm að því) Hunang (eða önnur sæta, svo sem agave -síróp eða stevía)

Fersk ber að eigin vali.

Smúþí:

Setjið 3-4 stórar slummur af grískri jógúrt í blandara, setjið bláber, ananas, 5-10 jarðarber, banana og niðurskorið epli yfir og blandið vel í smúþí.

Frosnu ávextirnir þykkja blönduna og þá situr hún vel ofan á jógúrtinni. Ef þið viljið linari áferð má bæta smá vatni út í.

Framreiðsla:

Berið gjarnan fram í glærum, uppháum ílátum, s.s. glösum eða krukkum, þá sjást lögin svo vel.

Hálffyllið hvert ílát af grískri jógúrt, hellið svo smúþíinum varlega yfir. Stráið granólanu yfir og síðan hunangi eftir smekk. Skreytið með ferskum berjum eða öðrum smátt skornum ávöxtum sem ykkur þykja fallegir.

Skálinni er svo hægt að breyta eftir smekk og því hvaða ávextir eru til á heimilinu hverju sinni.

Sigríður Ásta kom með fallega og góða morgunverðarskál með heimagerðu granóla. „Innblásturinn var bröns sem ég fór í hjá vinkonu minni fyrir mörgum árum þar sem allir fengu gríska jógúrt í krukku með granóla og hunangi yfir og mér fannst það svo fallegt, ferskt og bragðgott. Síðan þá hefur mér fundist gaman að vinna með alls konar tilbreytingum, útbúa eitthvað sem er bæði fallegt og ferskt.“

HEIMAGERT GRANÓLA (FYRIR METNAÐARFULLA)

Þroskaður banani

1 msk. hlynsíróp

1 msk. brædd kókosolía

1 tsk. vanilludropar

200 g tröllahafrar

30 g kókosflögur

60 g hnetur að eigin vali, saxaðar gróft, t.d. pekan- eða heslihnetur

1 tsk. kanill

½ tsk. sjávarsalt

Súkkulaðidropar eftir smekk.

Stappið saman banana, sírópi, olíu og vanilludropum í mauk.

Setjið hafra, kókosflögur, hnetur, kanil og salt í skál og hrærið saman. Hellið bananamaukinu yfir og blandið vel saman. Dreifið vel úr blöndunni á bökunarplötu.

Bakið í um 35 mínútur við 175°C. Hræra þarf í granólanu á u.þ.b. 7 mínútna fresti.

Blandið súkkulaðinu saman við þegar granólað er orðið alveg kalt.

ÍTÖLSK PARMASKINKA OG MELÓNA

(PROSCIUTTO E MELONE)

FRÁ KJARTANI VALDEMARSSYNI

Skerið melónu í báta og snyrtið, vefjið skinku utan um og setjið á disk. Dreifið ólífuolíu og balsamgljáa yfir og skreytið með basíllaufum eða granateplafræjum.

GRÆNMETISRÉTTUR ÞÓRUNNAR

AFAR EINFALDUR, HOLLUR

OG GÓÐUR RÉTTUR

Blómkál

Brokkolí

Hvítkál

Ólífuolía

Flögusalt

Rifinn Parmesan ostur

Pera

Bláber

Balsamik gljái

Ferskt kóríander

Blómkál, brokkolí og hvítkál skorið niður og steikt upp úr góðri ólífuolíu, með saltflögum eftir smekk.

Setjið á disk.

Kóríanderlaufum dreift yfir

Rifnum Parmesan osti stráð yfir.

Pera flysjuð og skorin í bita.

Perubitar og bláber sett yfir.

Diskur skreyttur með balsamikgljáa og kóríanderlaufum.

Þórunn Lárusdóttir kom með léttan og bragðgóðan grænmetisrétt sem sem hún fær sér gjarnan í hádeginu.

Dísella Lárusdóttir kom með ljúffengt sellerísalat sem er fljótlegt og næringarríkt - frábært eitt og sér eða sem meðlæti.

SELLERÍ SALAT

6 stilkar sellerí

1 skarlottulaukur

1 bolli saxaðar döðlur

1 bolli parmesan ostur (í skífum)

3/4 bolli valhnetur (gróft saxaðar)

Safi úr 1 sítrónu

4 msk. ólífuolía

Salt og pipar

Saxið allt niður (ekki of fínt) og blandið saman. Látið standa í ísskáp í 2-3 klst áður en salatið er borið fram.

CEVICHE

½ - 1 kg lúða

6-8 sítrónur

6-8 tómatar

2 meðalstórir smátt hakkaðir laukar

2-3 stk. grænn chili pipar úr dós eða krukku

¼ - ½ bolli ólífuolía

1 msk. hvítvínsedik

Fersk steinselja

1 tsk oregano

Salt og pipar

2 krukkur ólífur

Skerið lúðuna niður og kreistið sítrónurnar yfir, hrærið í annað veifið.

Skerið allt hitt smátt niður og blandið saman í sér skál. Svo 2-6 tímum fyrir notkun skal hella sítrónusafanum af fiskinum og blanda honum saman við jukkið. Berist fram með ristuðu brauði.

Eins og ég segi, í grófum dráttum: Ég notaði þorsk í gær, held það hafi yfirleitt verið lúða eða ýsa. Ég var með ferskan rauðan chili, þekki ekki krukkupiparinn eða hverju það breytir. Ég notaði matvinnsluvél þar sem segir skera smátt niður. Fiskurinn lá í sítrónusafanum í ísskáp yfir nótt þar til stuttu áður en ég fór af stað. Magnið er í flestum tilvikum frekar óljóst, hver veit hvað krukka þýddi daginn sem þessi uppskrift komst í hendur mömmu. Og svo framvegis. Þér er frjálst að umorða eins og þurfa þykir.

Ari Hálfdán Aðalgeirsson kom með Ceviche „Rétturinn hefur fylgt fjölskyldunni minni lengur en ég, en lítið veit ég um upprunann. Uppskriftinni er gjarnan fylgt í grófum dráttum eins og gengur og þannig var það líka í þetta sinn, en svona kemur hún fyrir í handritinu.”

SALMOREJO (SPÆNSK, KÖLD OG ÞYKK TÓMATSÚPA)

Uppskrift fyrir fjóra

1 kg þroskaðir tómatar

100-200 gr hvítt brauð (t.d. snittubrauð)

½ tsk salt

2 msk. ólífuolía (jómfrúar)

1 tsk. balsamedik

Smávegis af hvítlauk

Hefðbundin skreyting:

1 harðsoðið egg, niðurskorið

2 sneiðar serrano eða parmaskinka í litlum bitum ólífuolía (jómfrúar) til að dreifa yfir

Vegan skreyting:

1 lítið avókadó, skorið í litla bita ¼ rauð paprika, skorin í litla bita ólífuolía (jómfrúar) til að dreifa yfir nokkur fersk basilíkulauf.

Takið kjarnann úr tómötunum. Skerið tómatana í fjóra hluta. Hægt er að afhýða þá eða ekki, eftir smekk. Maukið þá í matvinnsluvél. Bætið við brauði, ólífuolíu, salti, ediki og hvítlauk. Þar sem hvítlaukurinn í uppskriftinni er hrár skal gæta þess að nota ekki of mikið af honum, nema hrár hvítlaukur sé í uppáhaldi! Maukið þar til blandan er orðin jöfn. Smakkið og bragðbætið eftir smekk. Setjið í kæli áður en salmorejo er borið fram.

Eftir kælingu. Hellið salmorejo í djúpa diska eða skálar.

Skreytið hvern disk eða skál annaðhvort með hefðbundinni skreytingu eða vegan skreytingu. Gæta skal þess að skreyta rétt áður en rétturinn er borinn fram svo skreytingin falli ekki niður á botninn, heldur fljóti ofan á. Setjið fyrst eggið og skinkusneiðarnar (allt niðurskorið) eða avókadó, papriku (allt niðurskorið) og basilikulauf. Dreifið svo smá ólífuolíu ofan á eftir smekk, jafnvel teikna mynstur með olíunni.

Það er líka hægt að breyta skreytingunni að vild.

BRUSCHETTUR

Skerið brauð í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir og grillið í ofni í nokkrar mínútur, svo þær verði stökkar. Nuddið hvítlauk á hverja sneið. Skerið mozzarella niður í sneiðar og raðið á brauðsneiðarnar. Saxið tómata og lúku af basíl smátt í skál og kryddið með ögn af salti og pipar og setjið ofan á. Saxið basilíku og dreifið yfir. Ef þið viljið er gott að dreypa smá balsamíksírópi og ólífuolíu yfir.

Kjartan Valdemarsson kom með þessar fallegu og góðu brúskettur.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir kom með salmorejo sem eiginmaðurinn, Francisco Javier Jáuregui útbjó. Súpan er hefðbundin köld tómatsúpa sem er mjög vinsæl á Spáni, sérstaklega á sumrin. Þynnri og öðruvísi gerð af salmorejo er kalda gazpacho súpan. Borgin Córdoba er kjörinn staður til að gæða sér á salmorejo.

SPERGILKÁLSSALAT

2 spergilkálshausar

1 lítið epli

1 bolli græn vínber

1 ½ dl pekanhnetur

½ rauðlaukur

300 g smátt saxað beikon

Skerið stilkinn af spergilkálinu og síðan spergilkálið í bita.

Setjið í skál ásamt epli, vínberjum, hnetum, lauk og beikoni.

Dressing

2/3 dl mæjónes

2/3 dl sýrður rjómi

3 tsk. rauðvínsedik

Hrærið öllu saman og loks dressingunni saman við salatið. Skreytið með beikonbitum.

Ólöf Kolbrún Harðardóttir kom með frískandi eftirréttasalat með undurgóðri rjómasósu.

ÁVAXTASALAT Í EFTIRRÉTT

2 epli flysjuð og skorin smátt

1 banani skorinn smátt og hálf lime eða sítróna kreist

út í blönduna til að epli og banani gulni ekki.

1 og hálf appelsína, skorin smátt

12 – 14 jarðarber (fjöldi eftir smekk) skorin smátt

150 g suðusúkkulaði

Öllu blandað saman

Makkarónukökur muldar út í blönduna (magn eftir smekk)

Rjómasósa til að hafa með (ekki blanda út í ávaxtablönduna)

2 eggjarauður og 1 msk. sykur þeytt vel saman. Að vild má bæta út í líkjör eða koníaki en að lokum er 2 og hálfum dl. þeyttum rjóma blandað í og sósan er tilbúin!

QUICHE LORRAINE

Bökudeig:

4 dl hveiti

1 tsk salt

100 g kalt smjör í teningum vatn (kringum 1 dl)

Blandið hveiti og salti saman í skál.

Myljið smjör saman við. Bleytið að lokum með vatni og finnið út smám saman hvenær deigið loðir saman, en er ekki rennandi blautt.

Kælið í nokkra klukkutíma, þá er auðveldara að eiga við það, en það er

alveg hægt að vinna það í bökuform strax. Stingið með gaffli og bakið í

u.þ.b. 10 mín., áður en fyllingin er sett í.

Fylling:

5 egg

4 dl rjómi

salt, pipar, 2 tsk dill, ½ tsk múskat

250 g reykt skinka

200 g bragðmikill rifinn ostur (t.d. þroskaður gouda)

½ bréf beikon

Þeytið egg og rjóma saman með gaffli. Saltið, piprið og kryddið.

Skerið skinku og beikon í strimla.

Blandið skinkunni saman við eggjahræruna ásamt ostinum og hellið í forbakaða bökuna. Dreifið beikoninu yfir.

Bakið við 175°C í u.þ.b. hálftíma eða þar til bakan hefur tekið góðan lit.

Berið fram með góðu salati.

Bergþór galdraði fram Quiche Lorraine „Þessa böku gerði hin franska „móðir“ mín þegar ég var skiptinemi í Frakklandi. Eiginlega hafði ég allt mitt vit úr henni árin eftir að ég kom heim. Þá þótti allt sem hún hafði reitt fram frekar framandi hér á landi, en jafnframt einstaklega ljúffengt. Ýmsar bökur (tartes) voru þar fremstar í flokki.”

Samtakamáttur þingeyskra kvenna í 120 ár

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyjarsýslu var stofnað að Ljósavatni 7. júní 1905 en aðdraganda þess má mikið til þakka Jóninnu Sigurðardóttur (1879 – 1962) á Draflastöðum í Fnjóskadal. Jóninna fór 18 ára í Kvennaskólann á Akureyri og síðar til Noregs og Danmerkur í hússtjórnar- og kennaranám. Eftir heimkomuna sumarið 1903 fékk hún styrk hjá Búnaðarfélagi Íslands til að ferðast um og stunda farkennslu í matreiðslu á Norðurlandi við miklar vinsældir kvenna.

Jóninna hvatti konur eindregið til að stofna með sér félagsskap í kjölfar þessara námskeiða og vinna þannig að menningar- og félagsmálum sjálfum sér og öðrum til framdráttar. Það voru konur í Bárðardal sem tóku af skarið og boðuðu fund á Ljósavatni til að ræða stofnun kvenfélags og húsmæðraskóla. Fundinn sóttu 34 konur úr flestum sveitum sýslunnar en einstaka hreppur sendi ekki fulltrúa, þar var m.a. talið að konur hefðu ekki nægan þroska til að hafa gagn af húsmæðraskóla.

greinum, er lúta að hinum sérstaka verkahring þeirra.

Konum var mikið í mun að heimilisiðnaði yrði haldið við og að hagkvæm stjórn gæti ríkt á heimilum svo þrifnaður, reglusemi og smekkvísi í klæðaburði yrði í sem bestu horfi.

Kvenfélag Suður-Þingeyinga varð engu að síður að veruleika í kjölfar umrædds fundar og Jóninna tók að sér formennsku fyrstu árin. Með henni í stjórn voru Kristbjörg Marteinsdóttir og Valgerður Einarsdóttir. Þeim konum sem komu að stofnun félagsins var mikið í mun að styðja við og efla hverja aðra því í fyrstu lögum félagsins sem urðu fullbúin árið 1907 stóð meðal annars - að tilgangur félagsins væri að efla félagslega samvinnu kvenna sem miði að því að vekja áhuga þeirra sjálfra og almennings á því að efla sjálfstæði kvenþjóðarinnar út á við og auka almenna menntun kvenna, en þó einkum í þeim

Í framhaldi af stofnun Kvenfélags Suður-Þingeyinga var hver deildin af annarri stofnuð í hreppum sýslunnar, ári seinna voru deildirnar orðnar 9 og tala félagskvenna 164. Það skal þó tekið fram að fyrir voru þá tvö félög starfandi í sýslunni, Kvenfélag Húsavíkur stofnað 1895 og félag kvenna í Mývatnssveit sem nefndist Hringurinn. Árið 1944 var nafni félagsins breytt í núverandi heiti og deildir urðu að kvenfélögum. Í dag eru 11 kvenfélög skráð í Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga og fjöldi félaga er 381.

Árið 1914 tók Kvf. Suður-Þing. þátt í stofnun Sambands Norðlenskra kvenna. Meginverkefnin hafa þó alla tíð verið að framfylgja markmiðum í lögum þess. Fræðslumálin voru brýn og í upphafi var áherslan á byggingu húsmæðraskóla og að koma á legg sjóði til að hefja fjársöfnun til byggingarinnar. Síðar var þeim sjóði breytt því Menningarsjóður þingeyskra kvenna var settur á laggirnar 1913 með árstillögum félagskvenna áranna 1905 –1913. Tilgangurinn var aðallega að efla menntun kvenna með styrkveitingum og svo er enn. Fyrir sjóðnum fer þriggja manna stjórn, formaðurinn frá Kvf. S.Þ. og meðstjórnendur frá Norðurþingi og Héraðsnefnd Þingeyinga.

Fljótlega urðu heilbrigðis- og líknarmál að mikilvægum þætti í starfi félagsins og lögð var mikil áhersla á söfnun á fé til að styðja við helstu heilbrigðisstofnanir

Stjórn 1965: frá vinstri: Arnfríður Karlsdóttir, Kristjana Árnadóttir og Hólmfríður Pétursdóttir Arnarvatni, fyrrverandi formaður. Aftari röð: Hólmfríður Pétursdóttir, Þuríður Hermannsdóttir og Elín Aradóttir. Texti: Sigrún JónsdóttirMyndir: Aðsendar

landsins, sérstaklega á Norðurlandi. Of langt mál yrði að rekja frekar þá styrki alla en það voru veruleg framlög með ýmsum hætti. Lítið sem ekkert hefur breyst í áherslum og starfi í gegnum ár og öld þótt vitanlega hafi orðið ýmsar breytingar í takt við breytta lífshætti.

Starfið í dag Árið 2024 gáfu félögin 9.046.141 kr. í styrki til margvíslegra málefna. Öll aðildarfélögin safna í sjóði með fjölbreyttum hætti og félagsmenn greiða árstillög.

Vinnuframlög félagsmanna við alls kyns verkefni eru drjúg, árið 2024 voru alls skráðar 5.104 vinnustundir.

Fastanefndir félagsins eru fjórar. Rekstrarnefnd sem sinnir viðhaldi gamla húsmæðraskólans. Skólinn var fullbyggður 1929 og var í eigu ríkissjóðs að hluta en einnig í eigu sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavíkur. Í júní 1987 gaf ríkissjóður Kvenfélagasambandi Suður-Þing sinn hluta í húsinu með þeim kvöðum að óheimilt væri að selja eða láta húsnæðið af hendi nema þá sem gjöf til ríkisins. Árið eftir gerðu Húsavík og sýslusjóður slíkt hið sama og gamli húsmæðraskólinn var þá alfarið kominn í eigu sambandsins. Í húsinu eru varðveittar miklar gersemar frá upphafsárum skólans, vefnaður og húsbúnaður svo það er mikilvægt og krefjandi verkefni að viðhalda húsnæðinu.

Bergmálsnefnd gefur árlega út tímaritið Bergmál sem inniheldur skýrslur allra kvenfélaganna í sambandinu og margs konar annað efni frá félagsmönnum.

Orlofsnefnd skipuleggur og heldur utan um árlegar orlofsferðir kvenna í Suður-Þingeyjarsýslu, óháð félagsaðild. Kjörnefnd starfar fyrir aðalfund. Í haust, í viku einmanaleikans 3.-10. okt., mun Kvenfélagasambandið fagna 120 ára afmæli sínu með veglegri sam-

komu þann 4. okt. að Breiðumýri og í leiðinni halda á lofti vitundarvakningu gegn einmanaleika og einsemd.

Nú 120 árum eftir stofnun Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga lifa konur í allt öðrum veruleika en þá var. Margt hefur borið á góma og oft hæðir og lægðir í störfum kvenfélaganna. Kvenfélögin lifa þó enn og hafa borið gæfu til að fá til sín yngri konur í bland við eldri. Verkefni taka mið af tíðaranda hverju sinni, nú eru viðhorf til jafnréttisog umhverfismála rædd í félögum og lögin endurskoðuð. Hvað varðar framtíðina, þá er tilgangur kvenfélaganna óbreyttur og þau hafa alla burði til að geta blómstrað, enda gefa störf í kvenfélögum fólki þýðingarmikil tækifæri til að hafa áhrif í sinni heimabyggð. Sambandið stuðlar enn að valdeflingu meðal félagsmanna og lögð er áhersla á gleði og góða samveru í bland við alvarlegri mál. Án kvenfélaga væri samfélagið snauðara.

F.h. Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga Sigrún Jónsdóttir ritari

(Upplýsingar hér að ofan er að miklu leyti að finna í bókinni Dagamunur, sem gefin var út af Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga árið 1975.)

Núverandi stjórn á aðalfundi í Grenivík 2025: frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún Jónsdóttir.
Jóninna, Kristbjörg og Valgerður.

Um höfundinn

ElínKona Eddudóttir fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún ólst upp við Laugardalinn, lærði hárgreiðslu og var einn af fyrstu dýrahirðum Húsdýragarðsins í Reykjavík. Seinna, þegar börnin hennar fjögur voru orðin stálpuð, fór hún aftur í nám og kláraði meðal annars BA í ferðamálafræði. Elín Kona hefur verið ötul við skriftarstólinn, bæði við ræðuskrif og sem starfandi ljóðskáld, en hún yrkir hefðbundin tækifærisljóð eftir pöntun. Nokkur ljóð eftir hana má finna á ljod.is. Árið 2023 gaf hún út bókina Eiginkona Bipolar 2 – ljóðasaga, sem fjallar í meginatriðum um þær miklu áskoranir sem fylgja því að eiga

maka með geðhvarfasýki og hvernig það litar lífið og tilveruna. Elín Kona segist vera tiltölulega nýfarin að reyna fyrir sér í smásagnaskrifum. Hún á m.a. sögu í bókinni „Sögurnar okkar“ sem hægt er að finna á Amazon.com. Elín Kona segist elska að prófa nýja hluti og stekkur oft á námskeið og fyrirlestra sem verða á vegi hennar, í heimspeki, menningu, regnbogum, ritsmiðjum, sjálfsrækt, gagnrýninni hugsun, gervigreind og jafnrétti. Að læra er að lifa eru einkunnarorð hennar. Smásagan „Íslenskur dagur á Kanarí“ er ein af mörgum sögum sem valin var til birtingar í Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar árið 2024.

Íslenskur dagur á Kanarí

Það var í janúarlok að hjónin Ásta og

Ármann, skruppu í tveggja vikna ferð til Kanaríeyja. Fyrstu dagana tóku þau því rólega og slökuðu á við sundlaugarbakkann í hótelgarðinum. Svo var það á laugardagsmorgni að þau ákváðu að skoða Íslendingaparadísina á Kanarí.

Þau byrjuðu á að ganga niður á barinn El Dur því þar stóð fyrir dyrum að halda Íslendingafund. Góður vinur þeirra hafði bent þeim á að svona fundur væri stórmerkileg upplifun svo þau settust þar niður og pöntuðu sér kaffi. Sólin skein og Skúli fundarhaldari var mættur til að græja míkrafónahátalarakerfið. Vinur hans var með honum og seldi þar íslenska heimabakaða ástarpunga.

„Vá,“ sagði Ármann, „við erum á kaffihúsi sem selur kaffi og með því og þeir standa hér og selja bakkelsi á svörtu. Fyrir utan ólöglegheitin þætti svona gjörningur óforskammaður heima á Íslandi“ sagði hann hneykslaður. Ásta svaraði honum ekki því inn kom kona sem hún kannaðist við og heilsaði. Sú hafði meðferðis tvo stóra poka og settist fyrir framan þau.

Fundurinn hófst með því að fundarstjóri bauð Flokksmanninum Georgi að halda ræðu og þáði hann það. Hann hóf ræðuna á ljóði eftir einhvern kall og fór mikinn vegna hælisleitenda sem hann sagði að ættu að vera annars staðar en á Íslandi. Hann fullyrti að allt fólkið á Kanarí væri hamingjusamt og heppið að vera Íslendingar með nýjar mjaðmir, nýjar tennur og nýja augasteina.

Heima á Íslandi þyrfti enginn að vera óánægður með stjórnarfarið, það væri í góðum höndum. Ísland væri hreinasta land í heimi með hreinasta vatn í heimi, bestu álverin og bestu virkjanirnar og nú stæði fyrir dyrum að fylla það af dásamlega hreinum og tærum vindmyllum. Íslendingar þyrftu ekki að hafa skoðanir á öllu, ættu bara að brosa hringinn og treysta stjórnmálamönnum. Gagnrýnin hugsun væri leiðinleg og svo var skálað fyrir framtíðinni og Flokknum. Hann stóð í svona stellingu sem einræðisherrar eru gjarnan í og hreif fólkið á fundinum með sér sem varð svo rosalega þjóðernislegt að það stóð upp í lok ræðu og sagði einum rómi „HEILL GEORG!“ Þegar

hann hafði talað bað konan með stóru pokana um orðið. Hún sagðist hafa bakað rúgbrauð og það væri til sölu þarna á barnum. Fundargestir klöppuðu fyrir því og ánægjukliður fór um salinn. Þegar fundinum lauk fóru þau og fengu sér samloku á næsta veitingastað því þar voru íslensku hádegisfréttirnar stilltar á sjónvarpsskjáinn.

Eftir hádegi drifu þau sig í hina vikulegu félagsvist. Spilað var á fimmtán borðum og var spilinu stýrt af festu og fagmennsku. Ásta og Ármann voru í glimrandi góðu skapi og fannst sérstaklega gaman hvað þau könnuðust við margt fólk. Þarna voru gamlir sveitungar og kunningjar bæði frá Snæfellsnesi og Borgarnesi og svo hittu þau líka frændfólk Ármanns frá Selfossi. Í kaffinu var boðið upp á íslenskar pönnukökur með rabarbarasultu og rjóma. Eftir félagsvist komu þau við á Mínígolfvellinum þar sem vel var tekið á móti þeim og allir töluðu íslensku. Jahh allir nema fimm, tveir sem töluðu finnsku og þrír sem töluðu norsku.

Þegar þau höfðu lokið átján holu hring

með tilheyrandi feilskotum og skemmtilegheitum settust þau niður og fengu sér kaffi. Við borðið sátu tveir menn sem kynntu sig fyrir Ástu og Ármanni. Annar sagðist heita Örn hálfviti og Ásta hváði. „Já,“ sagði hann, „ég er búinn að vera með viðurnefnið ´hálfvitinn´ í yfir sextíu ár, alveg síðan ég var sex ára og bjó í Dölum. Mér gekk víst eitthvað illa að lesa.“ Hann sagði að hann væri nú alveg læs í dag og með doktorsgráðu en hefði aldrei losnað við þetta svokallaða millinafn og nú væri hann búinn að ákveða að hætta að eyða orku í að láta það fara í taugarnar á sér. Íslendingar væru bara svona eineltar og fyrst það hefði fylgt honum allt hans líf og líka til Kanarí væri eins gott að taka það bara í sátt og njóta þess að vera hálfvitinn, það væri skárra en viðurnefnið „öryrkinn“ sem hinn maðurinn við borðið hefði. Maðurinn sem vísað hafði verið til brosti og sagði, „jahh, ég hef nú aldrei verið óánægður með það. Ég fékk viðurnefnið ´öryrkinn´ vegna þess að ég þótti svo ör að yrkja.“ Hópurinn skellti upp úr og eftir gamansamt spjall voru þau sammála um að viðurnefni væru vond en sum þó ekki alslæm.

Um kvöldið borðuðu þau á góðum veitingastað og fóru svo í langan göngutúr á eftir. Úti var yndislegt veður, frekar lygnt og þægilegur hiti. Eftir matinn lá leiðin framhjá Íslendingabarnum Mannabar. Glaðleg kona af kínverskum uppruna veifaði brosandi til þeirra og sagði á íslensku: „Hæ. Gjörið svo vel að koma inn.“ Þau sáu að tveir íslenskir tónlistarmenn voru að stilla græjurnar sínar, annar með harmonikku, hinn með gítar og ákváðu að fá sér sæti þar. Fljótt fylltist staðurinn og fengu færri sæti en vildu. Tónlistin byrjaði að óma, íslensk ættjarðarlög og gamlir sjómannasöngvar bergmáluðu um allt hverfið. Íslendingarnir fengu sönghefti og tóku hraustlega undir sönginn. Eftir að lagið „Ó Jósep Jósep“ hafði verið sungið af mikilli innlifun, sagði karlinn sem sat við hliðina á Ástu aumlega við hana, „Ef hann hefði ekki gefið henni dagsetningu væri hann kannski enn laus og liðugur og slyppi þá við nöldur og skammir alla daga.“ Ásta leit á hann í forundran og spurði: „Ha, hver?“ „Nú hann Jósep“ sagði karlinn. Ásta fór yfir textann í huganum og fann ekkert þar í fljótu bragði sem

mögulega segði henni að konan sem Jósep ætlaði að giftast væri skammaglöð nöldurskjóða. „Hvers vegna segirðu það?“ spurði hún og sneri sér betur að honum. „Nú konur eru bara þannig“ svaraði hann hnugginn og fékk sér sopa af Irish coffíinu sínu. „Þær eru alltaf að skamma mann og maður þorir varla að vera heima hjá sér fyrir þessu.“ „Ég er ekki þannig“ sagði hún og horfði stíft í augun á honum. „Ég nöldra ekki og ég skamma ekki fólk, bara aldrei…og ég er kona.“

Hann horfði á Ástu á móti með tómlegum augum og sagði, „konan mín er sínöldrandi og alltaf að skammast í mér og fyrrverandi konan mín var það líka.“ „Yfir hverju þá helst?“ spurði Ásta áhugasöm. „Hún þolir ekki að ég taki í nefið“ vældi hann og fékk sér annan sopa af viskíblandaða rjómakaffinu sínu. Ástu varð hugsað til gamla oddvitans í sveitinni forðum sem tók í nefið. Hann kom einu sinni í heimsókn og stoppaði í tvo þrjá tíma og tók þessi lifandis býsn í nefið. Og í ekkert smáræðis nef. Tóbakið var hreinlega um allt eldhús og allt stofugólfið og bara alls staðar þar sem hann fór um. Mestu hrúgurnar skildi hann eftir þar sem hann sat lengst. Hún hafði aldrei séð annan eins sóðaskap og af því að hún átti barn sem týndi allan fjandann upp í sig þá var hún nánast búin á taugum þegar hann loksins fór. „Ég skil,“ sagði hún svo við karlinn, „og ég skil ekkert í konunni þinni að nenna að búa með sóðalegum neftóbakskarli sem ofan á allt er klagandi hana fyrir nöldur um víðan völl.“ Ármann glotti en karlinn varð ringlaður og virtist ekki vita hvernig hann ætti að taka þessu. Til að bæta olíu á eldinn sagði Ármann við karlinn að hann skildi hann bara mjög vel og væri í sömu stöðu. Konan hans nöldraði líka stöðugt í honum vegna þess að hann pissaði alltaf yfir sófann þegar hann nennti ekki á klósettið því henni þætti svo leiðinlegt að þrífa hann. Eins og hún hefði eitthvað annað að gera? Tveir menn höfðu sest hjá þeim og heyrt umræðuna því annar sagði að hann skildi þá svo vel því konan hans kvartaði stöðugt yfir því að hann klippti táneglurnar á sér um allt hús og hinn sagði konuna sína vera sívælandi yfir því að hann skeindi sig í gardínurnar. Karlinn starði á þá gapandi af undrun og

hneykslunar gætti í svip hans. Ármann og nýkomnu mennirnir virtust ánægðir með sig og þegar Ásta sá púkasvipinn í augum eiginmannsins gat hún ekki annað en skellt upp úr. Hvílík uppákoma. Karlinn varð eldrauður í framan af reiði og rauk upp af stólnum með svo miklum látum að borðið fór með og allt sem á því var skall í gólfið. „Helvítis vitleysa er þetta“ argaði hann, „hvers konar bull er verið að bera á borð fyrir mann?“ „Bara svipað og þú berð á borð fyrir okkur“ sagði Ármann og horfði gáskafullur en ákveðinn í augu hans. „Drífðu þig nú heim og hlustaðu á konuna þína, þið hljótið að ná einhverri sátt, það er miklu betra en að sitja hér fullur og kvarta.“

Karlinn fór tautandi í burtu og glerbrotin voru sópuð upp. Ásta og Ármann pöntuðu annan umgang af drykkjum og duttu í íslenska sönggírinn með öðrum söngelskum Íslendingum. Að lokum sungu allir lagið „Ég er kominn heim“ af mikilli innlifun og varð ættjarðarástin svo mikil að nokkrir Íslendingarnir féllust glaðir og reifir í faðma yfir borðunum. Þegar hjónin voru komin heim í háttinn, voru þau dauðþreytt, ánægð og upprifin. Hvílík stemning. Hvílík menning. Jiminn hvað þetta var dásamlegur dagur. Og íslenskur. Þau kysstust og sögðu „takk fyrir daginn“ og svifu svo inn í draumalandið

www.vikaeinmanaleikans.is

HEIMA ER BEST

Kristín Örnólfsdóttir

Haustið er yndislegur tími fyrir okkur handavinnufólk. Að setjast niður á ljúfu haustkvöldi og gera handavinnu, í hvaða formi sem er, fyllir hjarta okkar vellíðan. Í hannyrðahorninu er að þessu sinni boðið upp á uppskrift af skrautlegum leikskólavettlingum, sem upplagt er að nota afganga í. Einnig er að finna uppskrift af fallegum treflum sem prjónaðir eru með sígildu gatamunstri sem gerir þá klassíska.

Heima er best, er setning sem mikið hefur verið saumuð í java í gegnum tíðina og hangir á veggjum margra heimila. Hér erum við með nýja, látlausa útgáfu af þessari fallegu setningu.

Ragnheiði Maríu Adólfsdóttur þakka ég kærlega fyrir frábæra samvinnu og aðstoð við gerð hannyrðahornsins.

TREFILL

Léttur og skemmtilegur trefill í tveimur breiddum.

Uppskriftin er í rauninni hugmynd eða leiðbeiningar

því auðvelt að er að breikka, mjókka, stytta eða lengja trefilinn að vild. Það eina sem þarf að hafa í huga er að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 11.

Breidd: 28 - 34 cm

Lengd: ca. 180 - 210 cm

Garn

Mjórri og marglita trefill

Saga mini frá Icewear Garn

Litur 1 (#40419) - 50 g

Litur 2 (#4013) - 50 g

Litur 3 (#4003) - 50 g

Litur 4 (#4001) - 50 g

Mohair silk frá Icewear Garn (#4013) - 50 g

Breiðari og einlitur trefill

Saga mini frá Icewear Garn #1134 - 150 g

Mohair silk frá Icewear Garn #1005 - 75 g

Prjónar

Hringprjónn nr 4.5

MYNSTURMYND

Hvert mynstur nær yfir 11 L og fjórar umferðir.

Endurtakið L 1-11 út umferðina.

Pjónið sl

Prjónið 2 L sl saman

Sláið upp á prjóninn

marglita treflinum er aðeins skipt um lit í Saga Mini, sami Mohair silk liturinn er notaður allan tímann.

MJÓRRI OG MARGLITA TREFILL

Notið hringprjón nr 4.5 og einn þráð af Mohair silk og einn þráð af Saga mini (lit 1). Fitjið upp 55 L. Prjónið samkvæmt mynstri með eftirfarandi litasamsetningu.

1. skref: Endurtakið mynstur 5 sinnum (samtals 20 umferðir). Slítið lit 1 (Saga mini) frá og skiptið yfir í lit 2 (Saga mini).

2. skref: Endurtakið mynstur, 4 sinnum (samtals 16 umferðir). Slítið lit 2 (Saga mini) frá og skiptið yfir í lit 3 (Saga mini).

Endurtakið umferðir 1-4.

3. skref: Endurtakið mynstur, 3 sinnum (samtals 12 umferðir). Slítið lit 3 (Saga mini) frá og skiptið yfir í lit 4 (Saga mini).

4. skref: Endurtakið mynstur, 2 sinnum (samtals 8 umferðir). Slítið lit 4 (Saga mini) frá og skiptið yfir í lit 3 (Saga mini).

5. skref: Endurtakið mynstur, 3 sinnum (samtals 12 umferðir). Slítið lit

6. skref: Endurtakið mynstur, 4 sinnum (samtals 16 umferðir).

Endurtakið skrefin 6, fimm sinnum til viðbótar eða eins oft og óskað er.

Endið á því að prjóna skref 1, einu sinni til viðbótar.

Fellið af.

BREIÐARI OG EINLITUR TREFILL

Notið hringprjón nr 4.5 og einn þráð af Mohair silk frá

Icewear Garn og einn þráð af Saga mini frá Icewear Garn.

AÐFERÐ

Treflarnir eru prjónaðr fram og til baka. Allan trefilinn eru tveir þræðir prjónaðir saman; einn þráður af Mohair silk og einn þráður af Saga mini. Þegar skipt er um lit í

Fitjið upp 77 L.

Prjónið samkvæmt mynstri og endurtakið umferðir 1-4

þar til réttri lengd er náð.

Fellið af.

LITAGLAÐIR BARNAVETTLINGAR

Einfaldir og skrautlegir barnavettlingar sem halda litlum höndum heitum. Tvær minni stærðirnar koma í styttri og lengri útgáfu; styttri útgáfan er prjónuð með klassísku stroffi en lengri útgáfan nær lengra upp á handlegginn. Upplagt er að nota afganga í þessa vettlinga.

Stærðir: 1-2 ára 3-4 ára 5-6 ára

Ummál: 14 cm 16 cm 17,5 cm

Lengd á belg: 10 cm 12 cm 15 cm

Lengd á þumli: 3,5 cm 4,5 cm 5,5 cm

Garn

Kambgarn frá Ístex eða álíka gróft garn

Prjónar

Sokkaprjónar nr 2.5 og 3

Prjónfesta

10x10 cm =13 cm og 15 umferðir

LENGRI ÚTGÁFAN

(aðeins stærðir 1-2 ára og 3-4 ára)

Fitjið upp 36-42 L á sokkaprjóna nr 3 með lit 1. Skiptið lykkjunum jafnt yfir á 4 sokkaprjóna og prjónið stroff; 1 L sl, 1 L br til skiptis, samtals 2 umferðir.

Prjónið nú samkvæmt munsturmynd þar til stykkið mælist um það bil 5-6 cm.

Skiptið yfir í sokkaprjóna nr 2.5, prjónið 1 umferð sl með

Endurtakið

lit 1 og takið úr 6-6 L jafnt yfir umferðina. Nú ættu að vera 30-36 L á prjónunum. Prjónið stroff; 1 L sl, 1 L br til skiptis, samtals 2-3 cm. Næsta skrefi er lýst í kaflanum báðar útgáfur.

STYTTRI ÚTGÁFAN

Fitjið upp 30-36-42 L á sokkaprjóna nr 2.5 með lit 1.

Skiptið lykkjunum jafnt yfir á 4 sokkaprjóna og prjónið stroff; 1 L sl, 1 L br til skiptis þar til stroffið mælist 4-5-6 cm.

BÁÐAR ÚTGÁFUR

Skiptið yfir í sokkaprjóna nr 3, prjónið 1 umferð sl með lit 1 og aukið út um 6-6-6 L. Nú ættu að vera 36-42-48 L á prjónunum.

Prjónið um það bil 2-3-4 cm samkvæmt mynsturmynd.

Nú er komið að því að merkja fyrir þumli.

Vinstri vettlingur: Prjónið 11-13-15 L samkvæmt munstri, prjónið 6-7-8 L með þræði úr öðrum lit, setjið þær lykkjur aftur yfir á vinstri prjón og prjónið samkvæmt munstri.

Hægri vettlingur: Prjónið 19-22-25 L samkvæmt munstri.

Prjónið næstu 6-7-8 L með þræði úr öðrum lit, setjið þær lykkjur aftur yfir á vinstri prjón og prjónið samkvæmt munstri.

Haldið áfram að prjóna samkvæmt munstri þar til belgurinn (frá stroffi) mælist 8-9.5-11.5 cm. Slítið liti 2 og 3 frá. Prjónið 3 umferðir sl með lit 1 og hefjið síðan úrtöku.

ÚRTAKA

Athugið að mikilvægt er að sami lykkjufjöldi sé á fyrstu tveimur prjónunum og seinni tveimur prjónunum.

1. prjónn: Prjónið 1 L sl, takið 1 L óprjónaða, prjónið 1 L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Prjónið sl út prjóninn.

2. prjónn: Prjónið sl þar til 3 L eru eftir á prjóninum. Prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L sl.

3. prjónn: Eins og fyrsti prjónn.

4. prjónn: Eins og annar prjónn.

Endurtakið þessi fjögur skref þar til 8-10-8 L eru eftir á prjónunum.Slítið bandið og þræðið það í gegnum lykkjurnar 8-10-8.

Litur 1, nr. 1213

Litur 2, nr. 1224

Litur 3, nr. 1220

Litur 1, nr. 1201

Litur 2, nr. 1209

Litur 3, nr. 1206

ÞUMALL

Fjarlægið auka þráðinn og setjið lykkjurnar upp á 3 sokkaprjóna nr 3. Takið einnig upp lykkjur við sitthvorn enda opsins þar til 14-16-18 L eru á prjónunum þremur (7-8-9 L á fyrsta prjóni, 3-4-5 L á öðrum prjóni og 4-4-4 L á þriðja prjóni). Byrjið að prjóna þumalinn innan handar. Prjónið sl með lit 1 þar til þumallinn mælist 3-3.5-4 cm. Þá hefst úrtaka.

Umferð 1. Allar stærðir.

1. prjónn. Prjónið 1 L sl, takið 1 L óprjónaða, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Prjónið sl þarf til 3 L eru eftir á prjóninum, prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L sl.

2. prjónn. Prjónið 1 L sl, takið 1 L óprjónaða, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, prjónið sl út prjóninn.

3. prjónn. Prjónið þar til 3 L eru eftir á prjóninum, prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L sl.

Umferð 2:

Stærð 1-2 ára: Prjónið 1 L sl, takið 1 L óprjónaða, prjónið 2 L sl saman steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, prjónið 1 L sl. Endurtakið einu sinni til viðbótar. Nú ættu að vera 6 L á prjónunum. Slítið bandið og þræðið það í gegnum lykkjurnar 6.

Stærð 3-4 ára: Endurtakið umferð 1. Nú ættu að vera 8 L á prjónunum. Slítið bandið og þræðið það í gegnum lykkjurnar 8.

Stærð 5-6 ára: Endurtakið umferð 1.

Umferð 3: Aðeins 5-6 ára: Prjónið 1 L sl, takið 1 L óprjónaða, prjónið 2 L sl saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, prjónið 1 L sl. Endurtakið einu sinni til viðbótar. Nú ættu að vera 6 L á prjónunum. Slítið bandið og þræðið það í gegnum lykkjurnar 6.

FRÁGANGUR

Gangið frá lausum endum.

Þvoið vettlingana samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garninu eða pressið varlega með straujárni og rökum klút.

Litur 1, nr. 0968

Litur 2, nr. 9664

Litur 3, nr. 0051

Litur 1, nr. 1216

Litur 2, nr. 1220

Litur 3, nr. 1206

Litur 1, nr. 1218

Litur 2, nr. 1210

Litur 3, nr. 1200

HEIMA ER BEST

ÚTSAUMUR

Hér er hin klassíska setning Heima er best í nýrri útfærslu.

Efni og áhöld

- Kremhvítur javi með grófleikann 5.4 spor á hvern cm (ca. 20 cm á breidd og ca. 20 cm á lengd)

- Jafanál

- Útsaumshringur, 18 cm í þvermál

- Tvinni í öðrum lit en litirnir í myndinni.

DMC útsaumsgarn

Upplagt er að nýta afganga. Litirnir í myndinni.

Litur 1 nr 326 (rauður)

Litur 2 nr 320 (grænn)

Litur 3 nr 336 (dökkblár)

Litur 4 nr 334 (ljósblár)

MUNSTURMYND FYRIR KROSSSAUM

Hver reitur sem litaður er, táknar einn kross.

AÐFERÐIR

Byrjið á því að finna miðju javans og þræðið með tvinna (sjá bleika línu í munstri). Notið tvo þræði af útsaumsgarni.

Saumið krosssaum út frá miðju samkvæmt munsturmynd. Gangið frá endum jafnóðum.

FRÁGANGUR

Fjarlægið tvinnann sem merkti miðjuna. Pressið myndina varlega með straujárni og blautum klút.

Setjið myndina í ramma eða notið útsaumshringinn sem ramma.

Fornkvendi, frumbyggja og völva

Bryndís

Fjóla Pétursdóttir er fædd 22. júní 1970. Hún er uppalin í Reykjavík, í gróðrarstöðinni Mörk við Stjörnugróf. Foreldrar hennar, Martha Clara Björnsson og Pétur N. Ólason stofnuðu Mörk 1967. Bryndís er ættleidd og kom til foreldra sinna eins árs gömul. Systir Bryndísar, Halla Hrund Pétursdóttir landslagsarkitekt er fjórum árum yngri.

„Ég var átján ára þegar ég fór að heiman í Garðyrkjuskólann Í Hveragerði 1990 og útskrifaðist þaðan 1992. Síðan fór ég til Danmerkur og vann sem garðyrkjufræðingur á Brikholm Planteskole í eitt ár. Þar kynntist ég Jan Klitgaard sem varð síðar eiginmaður minn. Við eigum saman þrjú yndisleg börn; Hönnu Björk, Helenu Sól, og Jónas Hrafn. Það var alltaf planið að ég myndi taka við gróðrarstöðinni af pabba. En mig langaði að fara í lífræna ræktun. En þetta var árið 1997 og þá var enginn tilbúin í það. Ég man að pabbi sagði: „Almáttugur, á að setja okkur á hausinn!“. Ég gæti ekki hugsað mér að nota eitur eða tilbúinn áburð. Þannig að ég sagði þá bara kvitt og bless. Þá fórum við Jan norður á Húsavík þar sem hann var garðyrkjustjóri nokkur ár og ég var að vinna þar við garðyrkju. Leiðir okkar skildu svo árið 2000.“

Bryndís flutti síðar á Laugar í Reykjadal með núverandi manni sínum, Jóni Friðriki Benónýssyni. „Ástin kviknaði á frjálsíþróttavellinum 2002, þegar ég var aðstoðarþjálfarinn hans hjá frjálsíþróttadeild HSÞ. Við giftum okkur svo 2010 á íþróttavellinum á Laugum í Reykjadal, eini staðurinn sem kom til greina.“

Bryndís og Jón Friðrik eiga saman einn son, Pétur Friðrik, sem er fæddur 2007. Þau búa núna á Akureyri. Þangað flutti fjölskyldan til að styðja Pétur Friðrik í íþróttaferli sínum, en hann er spretthlaupari og landsliðsmaður.

Ferðaþjónusta og huldufólk

Bryndís og Jón Friðrik ráku ferðaþjónustu á Laugum í um sjö ár.

„Ég er búin að vera skyggn síðan ég var barn. Ég hef alltaf skynjað náttúruna í fleiri víddum heldur en bara það sem augað sér. Þannig að ég hef verið meðvituð um álfana og huldufólkið alveg síðan ég man eftir mér. Ég hef alltaf verið svona meðvituð um það sem er annars staðar. Þegar við vorum þarna á Laugum, þá bjuggum við alveg upp við heiðina og þar við stóran stein var fallegur álfastaður þar sem var mikið af álfum og huldufólki í kring.“

Hún gerði sér grein fyrir að þessi menningararfur væri mikilvægur fyrir ferðamenn og ákvað að einbeita sér að því að kynna hann. Hún opnaði gistiheimili á Laugum þar sem hún bauð upp á lífrænt gistiheimili og gönguferðir á slóðir huldufólks.

„Ég fékk því aðstoð huldufólksins við að kynna landið og búa til skemmtilegar minningar fyrir fólk. Þannig gat ég einbeitt mér að því að kynna sem mest þennan menningararf og leiða ferðamenn í gönguferðir til álfastaða á heiðinni og gefa þeim tækifæri á að skynja þennan frið og þessa töfra sem eru þarna. Þetta varð til þess að þau urðu umhverfisvænni fyrir vikið. Þau fóru heim og hugsuðu allt öðruvísi um náttúruna sína af því að við vitum náttúrulega að um áttatíu prósent af heiminum býr í þéttbýli. Sumir héldu áfram að vera í sambandi við mig, margir buðu mér út í sitt heimaland, í sitt umhverfi til þess að skoða það hvort þar væru álfar. Ég ákvað að vera með lífrænt gistiheimili, það endurspeglaði okkar, hvernig okkur langar að lifa. Ég gat ekki hugsað mér að gera annað á kostnað álfanna og huldufólksins. Við þurfum að ganga betur um ef við ætlum

að halda áfram að lifa með landinu. Ég þarf auðvitað þá bara að lifa í samræmi við það. Þannig að við fórum þá leið, þó það væri náttúrulega alls ekki arðbært, því að nóttin hjá mér kostaði bara eins og nóttin hjá hinum.“

„En svo kom COVID þarna 2020. Þá var það svona spurning hvort við ættum að þrauka þetta, eða hvort við ættum að selja eignina á meðan við gátum og hætta í ferðaþjónustunni? Þannig að við ákváðum bara að gera það og taka stökkið á þeim tíma. Það var mikið gæfuspor. Við vorum bara mjög sátt við þá ákvörðun.“

Kvenfélagið

„Þegar ég flutti á Laugar var eitt af því fyrsta sem ég gerði að ganga í kvenfélagið. Sem aðkomukona með börn og til að kynnast samfélaginu og öðrum konum á staðnum fannst mér það bara sjálfsagt.“ Hún segir kvenfélagið hafa kennt sér mikið, hvernig það var að starfa í svona samfélagi. Kvenfélag Reykdæla sér m.a. um erfidrykkjur og kaffisölu við leiksýningar hjá Leikdeild Eflingar. Bryndís segir að kvenfélagið hafi undirbúið hana fyrir að verða húsfreyja á stóru heimili og að taka á móti fólki. Bryndís segir að eldri konurnar í kvenfélaginu hafi kennt henni margt og hún hafi sótt mikið í þeirra visku.

Lystigarðurinn á Akureyri - Huldustígur

Eftir að hafa flutt til Akureyrar fór Bryndís að vinna sem garðyrkjufræðingur í Sólskógum.

„Ég var svo glöð að fara að vinna sem garðyrkjufræðingur aftur og fá bara laun útborguð á hverjum mánuði. En svo fékk ég hælspora og greindist með sykursýki þannig að ég þurfti að hætta að vinna. Var alveg heilt ár í veikindaleyfi. Það var

„ÞEGAR ÉG FLUTTI Á LAUGAR VAR EITT AF ÞVÍ

FYRSTA SEM ÉG GERÐI AÐ GANGA Í KVENFÉLAGIÐ.

SEM AÐKOMUKONA MEÐ BÖRN OG TIL AÐ

KYNNAST SAMFÉLAGINU OG ÖÐRUM KONUM Á

STAÐNUM FANNST MÉR ÞAÐ BARA SJÁLFSAGT.“

„MIG LANGAR AÐ TALA VIÐ BÖRNIN, MIG
LANGAR T.D. AÐ FARA Í SKÓLANA. VIÐ VERÐUM
AÐ FARA ÚT OG KENNA BÖRNUNUM OKKAR AÐ HLUSTA Á NÁTTÚRUNA, AÐ SKYNJA HANA.“

alveg hálft ár þar sem ég gat eiginlega ekkert gengið, kannski hálftíma á dag. Þannig að ég þurfti að velja af kostgæfni hvar mig langaði að ganga þennan hálftíma sem ég gat verið á löppunum. Ég bjó þá rétt hjá Lystigarðinum. Ákvað þá að ganga þennan hálftíma sem ég hafði þar. Oft hef ég verið í samskiptum við huldufólkið sem er þar og fékk hugmynd um að kortleggja staðsetningar þess. Ég ræddi því við huldufólkið í garðinum og fékk samþykki þeirra.“

Með stuðningi Lystigarðsins og Akureyrarbæjar, réð hún teiknara, Rakel Hinriksdóttur, sem er grafískur hönnuður og listakona á Akureyri, til að teikna kort sem sýnir staðsetningar huldufólks í garðinum. Gönguleiðin fékk nafnið Huldustígur.

„Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli og Lystigarðurinn var strax meðvitaður um að þetta myndi styðja við umgengnina í garðinum og auka upplifunina, fólk var ekki bara að koma og horfa á blómin heldur líka að skynja betur umhverfið.“

Í kjölfarið á þessu fékk Bryndís styrk frá Akureyrarbæ og fékk sér skrifborð hjá Akureyrarakademíunni í eitt ár þar sem hún gat unnið í þeim ævintýrum,

eins og hún segir, sem fóru af stað eftir þetta. „Þetta verkefni opnaði á umræðuna. Fólk hafði ánægju af því að tala um þetta við mig. Ég fór t.d. með fyrirlestra á hjúkrunarheimili og þar sem eldri borgarar eru. Ég fékk mikið þakklæti og vakti það mikla frásagnarþörf hjá þeim. Þetta var oftast fólk sem kemur úr sveitunum og átti eftir að segja sína sögu af huldufólki. Þannig að það varð til mjög góð umræða hérna í Eyjafirði um þetta.“

Ráðstefnur og frumbyggjar

Bryndís hefur haldið ráðstefnur um huldufólk og náttúrutengsl. Fyrri ráðstefnan var á Íslandi og vorið 2024 hélt hún ráðstefnu á ensku. Hún hefur einnig kynnt þetta efni í íslenska sendiráðinu í London og í Jónshúsi í Danmörku. Bryndís leggur áherslu á að Íslendingar séu eins og frumbyggjar sem hafa ennþá náin tengsl við náttúruna, ólíkt mörgum öðrum þjóðum þar sem þessi tengsl hafa rofnað. Hún vill vekja athygli á þessum menningararfi og mikilvægi þess að viðhalda honum.

„Það er fullt af völvum og sjáendum út um allt land. Ég er bara ein sem hef ákveðið að stíga fram og sinna þessu

opinberlega. Mig langar að tala við börnin, mig langar t.d. að fara í skólana. Við verðum að fara út og kenna börnunum okkar að hlusta á náttúruna, að skynja hana.“

„Mótvægiskubburinn“ og sprungur í jörðu Þegar Bryndís missti heilsuna eftir flutning í nýtt hús komst hún að því að hún var viðkvæm fyrir rafmagni úr jörðu, sem stafaði af misgengjum undir húsinu. Með hjálp rafvirkja og draumráðninga þróaði hún „Mótvægiskubbinn“ sem dregur úr neikvæðum áhrifum misgengja. Hún hefur prófað kubbinn hjá bændum þar sem hann hefur sýnt sig að bæta heilsu dýra og auka afurðir. Rannsóknir með Háskólanum á Akureyri og jafnvel lögreglunni hafa stutt kenningar

hennar um áhrif misgengja á heilsu og slysatíðni á vegum. Heimildamyndin „Mótvægi“ fjallar um þetta verkefni. Myndina má finna á Youtube.

Vatnsverkefnið Nýjasta verkefni Bryndísar snýst um að skynja vatn. Hún uppgötvaði að vatn getur geymt tilfinningar og upplýsingar frá umhverfi sínu. Hún hefur gert tilraunir þar sem fólk, bæði fullorðnir og

börn, geta skynjað eiginleika vatns frá mismunandi stöðum með því að halda á glasi með vatninu eða mála með því. Niðurstöður sýna að fólk getur skynjað umhverfið þar sem vatnið var tekið, jafnvel tilfinningalega hleðslu sem tengist atburðum á staðnum. Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli, sérstaklega í Vísindaskóla barnanna á Akureyri þar sem hún segir að strákar reyndust sérstaklega næmir fyrir þessari skynjun.

Framtíðarverkefni Bryndís heldur áfram að ferðast og halda fyrirlestra um náttúrutengsl og skyggni. Hún er að skipuleggja ráðstefnuna „Álfastund“ í Borgarnesi í október, sem mun leggja áherslu á verndun lands og sögu Borgarfjarðar. Þá er hún í samstarfi við frænku sína, Þórunni Björnsdóttur, sem er að skrifa handrit um tengsl Íslendinga við landið. Þær eru einnig að undirbúa leiðangur á Vestdalsheiði á Austfjörðum til að reyna að ná sambandi við forna völvu sem fannst þar árið 2004, með því að skynja vatnið úr ánni sem hún lá við. Hún telur að þessi verkefni séu mikilvæg til að viðhalda og endurvekja visku forfeðra okkar og tengsl okkar við náttúruna, sérstaklega í ljósi aukinnar tækni og gervigreindar. Hún hefur einnig verið boðin til Rigshospitalet í Kaupmannahöfn til að halda fyrirlestur fyrir lækna og hjúkrunarfólk um tengingu við náttúruna og lýðheilsu.

Bryndís lýsir sjálfri sér sem „fornkvendi, frumbyggja og völvu“ sem vinnur með því að skynja og koma því til skila sem hún upplifir í dag, án þess að byggja á fyrri heimildum. Hún hefur aldrei lent í fordómum vegna hreinskilni sinnar og nákvæmni í því sem hún skynjar. Fjölskylda hennar hefur alla tíð stutt hana, þótt þau hafi stundum verið gagnrýnin, sem hún segir að hafi hjálpað henni að sanna sig.

Áskrift að Húsfreyjunni er tilvalin vinargjöf

Hún kemur út 4 sinnum á ári og þú getur pantað fallegt gjafabréf með.

Hafðu samband við skrifstofu Húsfreyjunnar í síma 552 7430 eða keyptu gjafaáskrift á husfreyjan.is.

Verðlaunakrossgáta

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan FLEKKUN YTRI KENNILEITI TRALLHLJÓÐ RYKKORNS

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan FJÁRRÉTTA TÖRNUM SJÖUNDU STJÖRNU LÖSKUNIN SJÁVARGANGINUM STOÐ 1 FÉLAG

KÁMAR

NÆRRI

TILHEYRA OSS HNÖTTUR ÚR GERVIEFNI

SJÚKRAHÚS RITNINGU MÚSLIMA 2 VOT ENDURGJALDI

SÆKJAST EFTIR

STÓRGERÐA VEISLA 3

BERI Í MILLI HLJÓÐFÖLL

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan MÁLMUR HREYFINGU LAUMAST ASKJA TAUG FRUMDRÆTTIR

LASINN

YFIRLÝSINGAR

SLÍPAÐS GLERS 5

TÁKNAR BAKKGÍR ÁTTI ÖRK STUTTNEFNI SIGRÍÐAR HEITANA

KARTÖFLUFLÖGUM KVENFUGL

VÍGÐA BORÐINU SLEPJUÐU 4

SPYR HAGLEIKSMANNA UMSÖGN 6

BIBLÍU SKIPSTJÓRA BLÓMI Í EGGI KONUNAFNI

ALABASTRI 7

TEGUND BEYGJU BRÚKUN ÁRMYNNIS

SEFANDI

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan MJALLAR

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan FESTA MEÐ ÞRÆÐI

ÁFENGI

GÆLUDÝR

SKAMMAÐI DUGLEGRAR

BREYTT YFIRLÝSING FYRIR STUTTU

ILLRA ANDA ÁGJÖF FREKJUR

ÍRSKIR MUNKAR ÁSYNJA UPPTALNINGU

EKKI ÞJÁLFAÐ

AFSTÝRA UMRÓT

KNÝR BÁT GEYSAST VITFIRRING GRUNNUR DISKUR FRENJIST

SPAKA EINS OG KÚ 9

KRINGUMSTÆÐURNAR 8

VÆTUMÆLIR 10

Lausnarorð berist útgefanda fyrir 20. október nk. merkt KROSSGÁTA Verðlaun: Og óvænt munu hænur hrossum verpa frá Sæmundi. Í bók þessari finnur lesandinn kvæði ort undir fjölbreyttum háttum. Má þar nefna sonnettur, dróttkvæði, limrur og ferskeytlur, hefðbundnar ofl. auk kvæða ort undir fjölda annarra afbrigða háttbundins kveðskapar. Höfundar: Gunnar J. Straumland. SAMTÍMARÍMUR frá Sæmundi. Í Samtímarímum eru fjórir splunkunýir rímnaflokkar eftir jafnmörg skáld. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrir og skrifar inngang. Þegar ég var lítill var ég alltaf hræddur frá Sæmundi. Ljóð og örsögur. Gunnar Randversson fæddist á Akureyri 1959 en ólst upp á Ólafsfirði. Þegar ég var lítill var ég alltaf hræddur er fimmta ljóðabók Gunnars. Lausnarorð í 2. tbl: Malbikun. Vinningshafar: Auður Pálsdóttir, Reykjavík fær; Sjávarföll- ættarsaga frá Sæmundi. Rannveig Ívarsdóttir, Reykjavík fær; Viðkomustaðir- saga af Lóu frá Sæmundi. Jóna Júlía Böðvardóttir, Patreksfirði fær; Yndishrúga frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.

BÆKUR

ORÐABÖND eftir Kápurnar

Bókin

ORÐABÖND er samsköpunarverk fimm höfunda. Þær eru: Brynhildur Auðbjargardóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Sveinbjörg Sveinsdóttir. Þær eru allar fæddar á árunum 1961-1969. Í bókinni er fléttað saman örsögum, smásögum og ljóðum sem gefa innsýn í fjölbreytileika lífsins frá vöggu til grafar. Í Orðabönd eru 51 textar sem eru settir upp í sex bálka. Textar eru frá öllum höfundum í hverjum bálki og þeir látnir kallast á undir ákveðinni yfirskrift. Bálkarnir eru: Afturblik, Himnaró, Svifbrot, Hugar stilla, Sálarsáldur og Ljósför.

Bókina gáfu þær út sjálfar. Þær kalla sig Kápurnar sem þær stofnuðu í tilefni út gáfunnar.

Í miðjum kórónaf araldri að hausti 2020 sóttu þær allar námskeið í skapandi skrifum hjá Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi. Nú í sumar leit svo afrakstur skrifanna dagsins ljós í verkinu ORÐABÖND. Ritstjóri með höfundum er Guðrún Steinþórsdóttir sem einnig ritar formála. Eftirmála ritar Vig-

Brynhildur Auðbjargardóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sveinbjörg Sveinsdóttir og Hrund Apríl Guðmundsdóttir.

dís Grímsdóttir. Prófarkalesari er Erna Erlingsdóttir og hönnuður bókarinnar er Eva Hrönn Guðnadóttir. Það er gaman að segja frá því að tveir höfundar, þær Brynhildur Auðbjargardóttir og Sveinbjörg Sveinsdóttir hafa fengið birtar sögur sínar í Húsfreyjunni eftir að hafa sent inn sögur í Smásagnasamkeppnina.

Útgáfa bókarinnar er svo sannarlega innblástur fyrir aðra höfunda sem enn liggja á verkum sínum, jafnvel ofan í skúffu. Húsfreyjan óskar þeim innilega til hamingju með útgáfu bókarinnar sem er einstaklega ljúf aflestrar og falleg. Með fylgir hvatning til þeirra allra og annarra höfunda að halda áfram að skrifa.

Texti: Jenný JóakimsdóttirMyndir: Aðsendar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.