

Einstakt kerfi til að auka styrk og minnka verki.
Hvað er OsteoStrong?
OsteoStrong er tækifæri til að bæta almenna heilsu á stuttum tíma einu sinni í viku. Einstakt kerfi til að auka styrk vöðva, liða og beina. OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri. Í vikulegri 20 mínútna heimsókn má búast við að sjá hraða þéttingu vöðva og beina. Með vikulegri heimsókn geta notendur aukið styrk sinn um 73% á einu ári. Jafnvægi getur aukist um 77% eftir aðeins fimm skipti.




Margir losna við stoðkerfisverki, verki í baki og liðamótum ásamt því að fá betri líkamsstöðu og auka beinþéttni.
„Mér finnst frábært að stunda OsteoStrong og er búin að mæta nánast frá opnun. Mér finnst ég vera léttari á mér, syndi hraðar og á léttara með gang í móum og brekkum. Það er auðveldara að fara í berjamó og týna sveppi án þess að vera í vandræðum með hnén og ökkla. Ég finn að ég er orkumeiri þegar ég mæti reglulega. Bylgjurnar sem maður notar í lok æfinganna eru bólgulosandi og hjálpar til við gigtina. Ég ætla alltaf að stunda Osteo-Strong.”

EFNISYFIRLIT
5 Leiðari Húsfreyjunnar Uppskera

Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri
6 Viðtal Þakklát fyrir öll tækifærin
Viðtal við Svanlaugu Jóhannsdóttur

11
Hringrásarhagkerfið Hringrásarhátíð á Hofsósi
Helga Friðbjörnsdóttir og Sigrún Bragadóttir
12
Börn Fjölskylduland
Krisztina G. Agueda
13
Barnaafmæli Veitingar sem gleðja augað Sigríður Ingvarsdóttir
16
Leiðbeiningastöð heimilanna Geymsla á ávöxtum og grænmeti
Jenný Jóakimsdóttir
18 Smásagan Fyrsti skóladagurinn
Margrét Eggertsdóttir
28 Saga daganna Ýmsir tyllidagar á næstunni
Sigríður Ingvarsdóttir
29
Kvenfélagasamband Íslands Húsfreyjan jákvæð og hvetjandi
Björg Baldursdóttir
30
Matarþáttur Húsfreyjunnar Matarboð í Grindavík
Albert Eiríksson
35 Skoðun Glöggt er gests augað
Ronni Flannery
20
Kvenfélagasamband Íslands
Alheimsþing dreifbýliskvenna
í Kúala Lúmpur
Jenný Jóakimsdóttir
26
Hönnun

Lagður og Tundra
Elín Aradóttir
Húsfreyjan 3. tbl. 2023
40
Hannyrðahornið Prjónaskapur góður fyrir andlega heilsu
Sjöfn Kristjánsdóttir
48
Nytjajurtir Rabarbari
Sigríður Ingvarsdóttir
50 Krossgátan
Frístund
51 Vangaveltur Fátt fallegra en gamlar konur með hrukkur
Björg Baldursdóttir
ATHUGIÐ SKILAFRESTUR
1. MARS 2024
Lumar þú á góðri sögu?
Húsfreyjan efnir að nýju til smásagnakeppni sem er öllum opin og frjálst efnisval.
Reglur keppninnar:
- Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli. Fjöldi orða skal vera um 1500.


- Senda skal söguna útprentaða á pappír merkta dulnefni ásamt lokuðu umslagi merkta sama dulnefni með upplýsingum um höfund sögunnar ásamt nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri.
- Smásagan skal hafa borist til Húsfreyjunnar fyrir 1. mars 2024. Utanáskriftin er: Húsfreyjan – smásaga Hallveigarstöðum, Túngata 14 101 Reykjavík.
Dómnefnd mun koma saman og velja 12 bestu smásögurnar sem fyrirhugað er að birta í Húsfreyjunni. Skýrt verður frá úrslitum í 2. tölublaði tímaritsins 2024 og fyrsta sagan birt og aðrar sögur sem valdar verða birtar í næstu tölublöðum. Umsjón keppninnar annast: Eva Björk Harðardóttir, Eva Hilmarsdóttir og Guðrún Þóranna Jónsdóttir.

1. verðlaun
Gisting fyrir tvo m/morgunverði á Berjaya hótel Akureyri

2. verðlaun Málverk eftir Guðbjörgu Hákonardóttur
3. verðlaun Gjafabréf fyrir tvo í Skógarböðin
Verðlaunahafar fá einnig gjafapakkningu frá Urtasmiðjunni.
Þau sem eiga þær smásögur sem valdar eru til birtingar fá bók að gjöf frá Bókaútgáfunni Sæmundi og ársáskrift að Húsfreyjunni.
Dómnefnd

Heiðrún D. Eyvindardóttir, safnstj. Bókasafns Árborgar Lilja Magnúsdóttir, rithöfundur og íslenskukennari Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

ÚSFREYJUNNAR
Uppskera
Segja má að bæði náttúran og lífið sjálft séu árstíðaskipt. Orðið árstíð vísar til tíðarfars eða árlegrar breytingar á veðri og því má segja að við höfum fjögur veðurtímabil. Eftir vor kemur sumar, á eftir sumri kemur haust. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til haustsins.
Haust
Haustinu fylgir sífellt meira húm, dulúð og draumkennd birtuskilyrði. Náttúran breytir um lit, fer frá skærum litum yfir í daufari liti. Tré fella blöðin og gróðurinn býr sig undir kuldaskeið vetrarins. Farfuglarnir fljúga á brott yfir til heitari landa og meiri ró færist yfir allt. Sumir finna til angurværðar þegar birtu tekur að bregða og daginn tekur að stytta. Lífið færist gjarnan yfir í rútínu hversdagsleikans eftir frjálsræði og hispursleysi sumarsins. Aðrir njóta þess að fá meiri reglu á lífið, þegar stundatöflur og hefðbundið vetrarstarf fer að stjórna daglegum venjum okkar.
Haustið er yndislegur tími með sínum dempuðu fallegu litum, kósý-heitum og kertaljósi og sinni fjölbreyttu uppskeru. Mörg okkar fá mikið út úr því að taka upp kartöflur, ná í rabarbara og gæða sér á grænmeti sem hugað hefur verið að allt sumarið. Eins eru ýmsir sem njóta þess að fara í berjamó með ljúffengt nesti í góðum félagsskap á góðviðrisdögum. Uppskerunnar er síðan notið í góðra vina hópi eða hún nýtt í allskonar gómsætar afurðir sem við njótum að gæða okkur á, fram eftir vetri.
Að uppskera eins og til var sáð Það er hægt að leggja fleiri merkingar í orðið uppskeru en eingöngu að taka upp það sem jörðin gefur af sér. Gjarnan er talað um að fólk uppskeri eins og það sáir eða uppskeri loksins laun erfiðis síns. Þetta er vísun í að leggja rækt við eitthvað ákveðið og bera að lokum talsvert úr bítum fyrir ræktar semina. Hliðstætt hugtak er að njóta ávaxta erfiðis síns þ.e. að fá umbun fyrir að leggja hart að sér við ákveðin verkefni. Þetta á vel við margt sem við erum að takast á við í lífinu. Til dæmis þegar við leggjum hart að okkur við nám og uppskerum prófgráðu, góða menntun, þekkingu og jafnvel áhugaverð störf og góð starfskjör. Leggjum rækt við andlega og líkamlega heilsu og uppskerum vellíðan, heilbrigði og þrótt. Hlúum að góðum tengslum við fjölskyldu og vini og uppskerum heilbrigð og góð sambönd, innileg samskipti og einlæga vináttu.
Að rækta garðinn sinn ,,Maður verður að rækta garðinn sinn,“ sagði Birtíngur í lok samnefndrar bókar eftir Voltaire, sem Halldór Laxness þýddi. Það er hægt að leggja margvíslega merkingu í þessa lokaniðurstöðu Birtíngs í þessu umdeilta verki, en að mínu mati þýðir hún að hvert og eitt okkar
beri ábyrgð á eigin tilveru, hvernig lífið þróast og samspili okkar við umheiminn og samferðafólk. Á sama hátt má segja að ef einstaklingar rækta ekki garðinn sinn og hlúa að því sem máli skiptir þá verði uppskeran rýr. Það þýðir ekki að gera ráð fyrir góðri uppskeru að hausti ef umhyggja, eljusemi, næring og natni hefur ekki verið fyrir hendi í langan tíma. Til að rækta garðinn sinn þarf stöðugt að hafa í huga hvað þarf til svo að uppskeran verði blómleg. Vegferðin að takmarkinu skiptir öllu máli varðandi útkomuna. Í ræktun þýðir ekki að ætla að stytta sér leið til að uppskera laun erfiðis síns, heldur þarf að leggja á sig vinnu. Sumir tala um heppni í lífinu, en aðrir segja að heppni krefjist góðs undirbúnings. Árangur og uppskera er í samræmi við það sem fólk hefur lagt á sig. Sú uppskera sem við sækjumst eftir í lífinu getur verið afar breytileg frá einum einstaklingi til annars. En lang flest viljum við að minnsta kosti uppskera heilbrigði, hamingju og góð samskipti við þá sem við elskum. Leggjum rækt við það sem máli skiptir og bætum árum í lífið og lífi í árin.
Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri Húsfreyjunnar

Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 3. tölublað, 74. árgangur, september 2023. Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt. Árgangurinn kostar kr. 5.900 í áskrift, m. vsk. Hvert blað kostar í lausasölu kr. 1.990. Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Eva Hilmarsdóttir, Eyjafirði, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi og Þóra Sverrisdóttir, A-Húnavatnssýslu.
Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Sigríður Ingvarsdóttir, singvarsd@gmail.com.
Viltu gerast áskrifandi?
Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands.
Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, husfreyjanauglysingar@gmail.com.
Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430.
Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com
Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð á umhverfisvænan pappír.
Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552 7430.
Þakklát fyrir öll tækifærin
Viðtal við Svanlaugu Jóhannsdóttur
SvanlaugJóhannsdóttir er einstaklega litrík og skemmtileg kona sem lætur verkin tala og er óhrædd við að takast á við ný verkefni. Hún er lærður viðskiptafræðingur frá HR og er með master í nýsköpun í tónlist frá Listaháskóla Íslands.
Hún hefur farið mjög víða um heiminn og m.a. búið í Ecuador, Mexíkó, Argentínu og Spáni og unnið sem sýningastjóri og leikstjóri á West End í London. Í dag er í hún framkvæmdastjóri í fyrirtækinu OsteoStrong sem hún á ásamt manninum sínum auk þess sem hún heldur reglulega tónleika og heldur utan um tökur á bíómynd, sem hún leikur í, leikstýrir og skrifar handrit. Í þessari einlægu frásögn fáum við innsýn inn í hennar fjölbreytta heim.
Að vera skrýtin eða bara öðruvísi?
Vinur minn bauð mér einu sinni í göngutúr í Húsafelli. Hann kynnti mig fyrir listamanninum Páli á Húsafelli þar sem hann var staddur inni á vinnustofunni sinni. Hann var að spila á einstöku steinhörpuna sína og leyfði okkur að njóta. Þegar hann komst að því að ég væri söngkona var hann fljótur að skunda með okkur í kirkjuna, þar sem við tókum nokkur lög saman. Það var himnesk stund fyrir mig. Hann leiddi okkur yfir í annað hús og á leiðinni talaði hann um það hvað honum þætti skrýtið hversu margir væru alltaf að reyna að vera svo sérstakir og einstakir, bara til þess eins að skera sig úr. Þessum einstaka manni fannst það ekkert til þess að leggja sig fram um. Betra væri bara að gera það sem manni þætti réttast fyrir sjálfan sig hverju sinni og þannig myndi líf manns spinna einstakan vef
sem maður gæti verið stoltur af, því að maður hefði alltaf verið sjálfum sér samkvæmur. Mér fannst það mjög fallegt og hreifst af því hvað hann var einlægur í tali. Fimmtán árum síðar lít ég tilbaka og sé að vefurinn minn, sem er enn í mótun, er farinn að taka á sig mynd sem öðrum finnst stundum áhugaverð. Það kom mér smá á óvart, því að þegar maður lítur til baka lítur leiðin skringilega út, en á hverri stundu fannst mér ég bara vera að taka hið augljósa næsta skref í lífinu.
Sveitin í Skipholtinu
Ég er alin upp af kennara og sálfræðingi og átti ofboðslega hamingjusama æsku. Í minningunni er alltaf sól, líka þegar snjór fyllti allan botnlangann og nágrannarnir sameinuðust um að moka.
Íbúð foreldra minna var í Skipholtinu í Reykjavík. Þá var enn ekki komið safnaðarheimili eða íbúðir við Háteigskirkju og „móinn minn“ var hamingjustaður þar sem ég eyddi flestum mínum stundum í minningunni. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að ég byggi í borg, mér leið alltaf eins og ég og sveitin værum eitt, þó að ég væri þar alein.
Sköpun í skólastarfi
Foreldrar mínir forgangsröðuðu á einstakan hátt. Þau hafa alltaf farið rosalega vel með peninga og ekki leyft sér mikið framan af en þau buðu okkur systkinunum upp á það að fara í Ísaksskóla. Ég var svo heppin að lenda í bekk hjá listagyðjunni og hugsjónakonunni Herdísi Egilsdóttur. Það er ekki til nokkur leið til þess að þakka svoleiðis start í lífinu.
Hjá henni lærði ég að meta tónlist og ekki síst ljóðskáld. Ég sá alltaf fyrir mér
að Davíð Stefánsson hlyti að vera eftirsóknarverðasti karlmaður allra tíma og enn í dag hlusta ég yfirleitt á texta áður en ég tek eftir laglínu. Ég lærði líka að maður getur alveg verið alls konar. Herdís saumaði, föndraði, kom fram í sjónvarpi, samdi leikrit, skrifaði lög og fyllti lífið af ævintýrum. Ég man aldrei eftir því að hún hafi komið í vinnuna þreytt eða í vondu skapi, heldur bara alltaf eins og sólargeisli.
Listagyðjur lífsins
Þegar Ísaksskóla lauk og ég byrjaði í venjulegum grunnskóla var það töluvert áfall fyrir mig. Ég skildi ekkert í því að sumir gætu bara byrjað daginn á því að hlamma sér í stólinn sinn án þess að hljóma fyrst saman í fallegum morgunsöng. Lífið varð töluvert grárra og harðara. Húsvíkingurinn Herdís hafði séð svo vel um mig. En það leið ekki nema eitt ár þar til ég fann næsta náttúruafl frá Húsavík til að fylla lífið af list og töfrum. Margrét Pálmadóttir stofnaði Barnakór Grensáskirku og ég söng þar jafn lengi og ég hafði aldur til. Hún hefur alltaf verið hvatning mín í söngnum. Ef ég hef verið eitthvað nálægt því að gefast upp á söngnum þá klikkar það ekki að Magga heyrir í mér og stappar í mig stálinu, þótt hún viti ekkert hvað er að gerast hjá mér. Einhvers konar hljóðlátur glansandi naflastrengur sem kippir í þegar þörf er á.
Hjá Herdísi fékk ég tækifæri til að leika nokkrum sinnum í sjónvarpi, til dæmis á móti Eddu Heiðrúnu Bachman og hjá Margréti fékk ég að kynnast samsöng, að setja saman tónleika og með henni fórum við oft til Ítalíu til þess að syngja,

meira að segja tvisvar í Vatíkaninu. Allt þetta kenndi mér að fyrst ég gat þetta þá hlyti ég að geta ýmislegt annað sem ætti eftir að koma í ljós.
Húsfreyjan
Mér finnst ég hafa verið uppi á einstökum tíma. Báðar ömmur mínar voru að mestu heimavinnandi. Mamma mín vann þannig að hún var yfirleitt heima þegar við komum heim úr skólanum og var náttúrulega í fríi á sumrin þegar við systkinin vorum í fríi. Alger forréttindi fyrir okkur krakkana. Öllum þessum árum síðar, skil ég ekki ennþá hvernig fjölskyldur fara að því að reka sig án þess að mamman sé kennari. Mér fannst á mömmu minni að hún þyrfti að gera allt jafn mikið og jafn vel og ömmur mínar, þó að hún ynni úti. Mér fannst það alltaf ósanngjarn samanburður.
Dúskarnir í hornunum
Þegar ég var unglingur fékk ég tækifæri til þess að vera mikið inni á heimili hjá konu sem var hátt settur stjórnandi í flottu fyrirtæki í samfélaginu. Það var mér ómetanlegur lærdómur. Á heimilinu var talað vinalega um „dúskana í hornunum“ þ.e.a.s. rykhnoðrana, sem enginn var að kippa sér upp yfir vegna þess að allir fjölskyldumeðlimir voru uppteknir við að færast sér ýmislegt í fang og ögra sér á framabraut. Þannig fékk þetta hæfa fólk leyfi til þess að vera ekki fullkomið í öllu, alltaf.
Ég sá alveg frá byrjun að ef ég ætlaði að klára allt það sem mig langaði til að gera þá ætti ég ekki séns í ömmur mínar. Þannig að ég hef aldrei farið í samanburð í húsverkum. Þess í stað er ég búin að koma mér upp alls konar leiðum til þess að „stytta mér leið“. Ég hengi viskastykkin upp þannig að ég geti tekið þau beint af snúrunni og sett í skúffuna án þess að brjóta þau saman. Ég er með
skúringaróbot heima hjá mér sem fer sjálfkrafa af stað þegar við erum farin
út úr húsinu á morgnana auk þess sem
húsverkin minna. Þegar við vorum að byrja saman og barnlaus gerðum við það að rómantískri stund þegar við tókum úr þvottavélinni og hengdum upp. Við eigum þá hefð enn í dag þó að það sé ekki á hverjum degi og mér þykir ofboðslega vænt um það.
Ecuador
Önnur leið forsjálu foreldra minna til þess að gera úr okkur systkinunum víðsýna einstaklinga var að bjóða okkur þegar við vorum 11 ára í alþjóðlegar sumarbúðir sem kallaðar eru CISV. Ég var ekki vön því að fara erlendis, en fór í mánuð til Kanada til þess að leika við fimmtíu krakka sem komu víðsvegar að úr heiminum. Þvílík sæla og upplifun. Í framhaldinu fannst mér heimurinn allur vera minn leikvöllur og ég var stútfull af „útlandabakteríunni“. Það var þess vegna lítið mál fyrir mig að fara sem skiptinemi til Ecuador í heilt ár þegar ég var 17 ára. Það var skrýtið fyrir íslenskan ungling að fara eftir útivistartíma Ecuadorbúa. ,,Ha? Má ég ekki fara út eftir kl 19 á virkum dögum og ekki vera úti lengur en til kl 11 um helgar?“ Ég hafði borið út Morgunblaðið frá því að ég var 11 ára og á margan hátt fengið svo mörg tækifæri til að vera sjálfstæð, þannig að þarna þurfti ég alveg að endurstilla hugmyndir mínar um lífið.
Hvað skiptir máli?
amma átti einu sinni þannig að kannski þvoðu þær bara alls ekki nógu vel.
Það var líka erfitt að skilja hvernig þeir sem tilheyrðu innfæddum ættbálkum höfðu ekki sömu tækifæri eða réttindi. Í Ecuador skildi ég líka í fyrsta skiptið hvað stéttaskipting var í alvörunni. Mikið vildi ég að það hefði verið í síðasta skipti líka.
Allt annar taktur
Ég fann einhvern hluta af sjálfri mér í Ecuador sem ég vissi ekki af áður. Lærði að meta alls kyns suður-ameríska tónlist og lærði að dansa salsa. Ég hafði ekki hugmynd um að mjaðmirnar okkar gætu sveiflast svona til hliðanna! Stundum hef ég á tilfinningunni að fólk á Íslandi fari í partí til að allir sjái hvað þeir eru töff en ekki endilega til að blanda geði eða hafa gaman. En þarna úti fóru bara allir í partý til að hafa gaman, dansa og hlæja hátt.
Ég vandist því þó ekki, að ef maður mætti í partý þá þótti það kurteisi að labba upp að öllum gestunum og kyssa þá á kinnarnar og það þótti ekki gott að fara úr partýi nema að vera búinn að kyssa alla viðstadda bless, þó maður hefði ekkert talað við þá í millitíðinni.
Svo margt er betra á spænsku
Ég fór aldrei út úr húsi í Ecuador án þess að taka með mér orðabók. Ég naut þess að læra hvert einasta orð og fyrir mér var það svo eftirminnilegur dagur þegar ég náði að skilja heilan lagatexta í fyrsta skipti. Þá var það diskur með söngvaranum Alejandro Fernandez, Mexíkóanum með flauelsröddina. Hann söng um ástir og langanir á spænsku og allt í einu fattaði ég að það var hægt að segja svo margt á spænsku sem ekki er hægt að segja á íslensku.
Nú er ég komin heim
ég
þakka fyrir að vera uppi á árinu 2023 þegar flestir eiga uppþvottavél og
þvottavél. Maðurinn minn er listakokkur en vinnur ekki sem slíkur og um þessar mundir eldar hann á hverjum degi. Á meðan hann gerir það þá tek ég skurk á heimilinu þannig að þá líður okkur eins og við séum svolítið samtaka og leiðist
Ég var allt árið hjá vandaðri kjarnafjölskyldu og mamman þar var dugleg að ráða mér heilt. Hún var mjög hjálpleg í að kenna mér spænsku en var líka dugleg að ausa úr sínum viskubrunni til þess að undirbúa mig fyrir framtíðina. Hún lagði mikið upp úr því að kenna mér að strauja skyrtur á vandaðan hátt, sendi mig í tíma til þess að læra að elda auk þess sem hún fræddi mig um það hversu mikilvægt það væri að kunna að koma áfram skoðunum sínum þannig að eiginmaðurinn héldi að það væri hans hugmynd. Ég fylgdist alveg vel með henni því hún er vönduð og hlý kona, en sem betur fer hef ekki þurft að nota neitt af þessu.
Það var ýmislegt sem ég skildi alls ekki í Ecuador. Til dæmis af hverju það komu alltaf konur sem þvoðu fötin okkar áður en þær settu þau í þvottavélina. Þvottavélarnar voru svona uppréttar eins og
Löngu síðar bauðst mér að taka þátt í tveggja daga námskeiði í argentínskum tangósöng. Ég var komin níu mánuði á leið með fyrsta barnið okkar Arnar. Ég hafði verið í söngnámi af og til meðfram öðru síðan ég var sextán ára og elska klassíkina, en á einhvern hátt fannst mér eitthvað vanta. Á námskeiðinu kynntist ég tónlist Astor Piazzolla og ekki síður textum Horacio Ferrer. Tónlistin var allt í senn: Söngur, hvísl, hróp og hlátur.
Heill leikþáttur í einu lagi. Það gerðist eitthvað innra með mér sem staðfestist á nemendatónleikunum þegar fólk reis úr sætum til þess að klappa fyrir mér þegar ég var búin að syngja þetta eina lag. Tónlistarlega séð, var ég komin heim.
Ég fæddi yndislegu stúlkuna mína nokkrum dögum síðar og þegar hún var sex mánaða héldum við litla þriggja manna fjölskyldan til Argentínu til þess að læra, anda og svitna tangótónlist.
Til hamingju!
Litla stúlkan mín var að sjálfsögðu undurfögur en hún hafði eitthvað annað auka með sér sem Argentínumenn tóku vel eftir. Hún hafði eitthvað ljós. Fólk kom til okkar reglulega til að tala við okkur um hana. Ég man sérstaklega eftir fullorðnu pari í strætó sem kom til okkar og sagði að dagurinn þeirra væri frábær af því að hún hafði brosað til þeirra. Ég man líka eftir einum ungum töffara sem stöðvaði okkur úti á götu og sagði: Bíðið! Bíðið!!! Hann hljóp inn í verslun og kom með bangsa sem hann hafði keypt handa henni.
Ég var í söngtímum þarna úti og söng á nokkrum söngskemmtunum sem kallaðar eru „Pena“. Skemmtilegar uppákomur þar sem alls konar fólk stígur á stokk og flytur eitthvað sem þau eru að vinna að. Ég fékk frábærar móttökur og Argentínubúum fannst skemmtilegt að Íslendingurinn hefði svona mikinn áhuga á menningararfleiðinni þeirra.

Í öllum þessum samskiptum við alls konar fólk kynntist ég skemmtilegri málhefð sem er þessi: „Ég óska þér til hamingju með...“ að eiga svona yndislegt barn, að nýta röddina þína svona fallega og gefa þannig af þér, að eiga svona fallegt samband við manninn þinn.
Mér fannst einhvern veginn að á Íslandi segjum við: „Til hamingju með afmælið“, „Til hamingju með ferminguna“, „Til hamingju með barnið“, „Til hamingju með giftinguna“ en við notum það ekki fyrir hversdaglega hluti sem í raun eru samt það sem skiptir mestu máli. Ég minni mig reglulega á þetta og töfra hversdagsins.
Má ég skrá mig á biðlista?
Manninum mínum fannst lítið mál að vippa sér með mér til Argentínu og þegar honum bauðst hálfu ári síðar að stýra
sláturhúsi og kjötvinnslu á Spáni fannst mér lítið mál að fylgja honum þangað. Við bjuggum þar í fimm ár í sveitasælu og börnin mín fóru í spænskan leikskóla og síðar skóla. Þegar við vorum að koma okkur fyrir þá fór ég á bæjarskriftofuna og bað um að fá að skrá dóttur mína á biðlista fyrir leikskólann. Konan í afgreiðslunni skildi mig ekki en þar sem ég talaði góða spænsku þá varð ég pínu pirruð. Hún kallaði á samstarfskonu sína til að athuga hvort hún skildi mig betur. Eftir að hafa endurtekið mig nokkrum sinnum sagði greyið konan: ertu ekki bara til í að fylla út þessa umsókn og mæta með stúlkuna á morgun? Hún skildi bara alls ekki hugmyndafræðina við leikskóla-biðlista og ég varð að hlæja að æsingnum í sjálfri mér.
Ég sem hafði verið með mánaðarlegan launaseðil frá því að ég var 11 ára var allt í einu heimavinnandi móðir í sveit. Hugsanlega ein skrýtnasta aðstaða sem ég hefði getað ímyndað mér. En ég, sem hafði aldrei séð það neitt sérlega fyrir mér að verða móðir, neyddist nú til þess að skipta um gír, anda djúpt og læra að njóta augnabliksins enn betur en áður. Þegar ég orða þetta svona þá minnir maðurinn mig á að í leiðinni lauk ég mastersnámi, markþjálfanámi, söng reglulega á tónleikum með sinfóníuhljómsveit og fékk loksins að læra í IED sem er virtur hönnunarskóli og þar
sökkti ég mér í upplifunarhönnun. En ég er bara svo þakklát fyrir að hafa leyft mér að verða alvöru mamma.
Konur á Íslandi
Eftir fimm ár á Spáni fluttum við heim. Tímasetningin var tilviljun en það var svo ofboðslega spennandi að vera kona. Kítón, félag kvenna í tónlist var tiltölulega nýstofnað. Ég, sem hafði fylgst vel með frá Spáni, fékk loksins að taka þátt. FKA, félag kvenna í atvinnulífinu var einnig að stækka og opnast og umræða um stöðu kvenna ásamt #metoo tók yfir. Ég fór um landið með tónleika með argentínskri tangótónlist, talaði af ástríðu um lífið og breytti baráttusöngnum „Þori, get og vil“ í tangó.
Hvað get ég gert?
Ég er ekkert mikil baráttukona í mér. Mér hefur oft fundist það leiðinlegt og ég er svo þakklát öllum þeim konum sem hafa stigið fram og haft hátt um hin ýmsu málefni sem við hinar höfum svo grætt á. Á þessum tíma fór ég samt að velta því fyrir mér hvað ég gæti lagt fram. Hvað kann ég sem gæti verið lóð á vogarskálarnar? Eitt sem var augljóst var að mannkynssagan var að mestu skrifuð af körlum, um karla og út frá karllægum gildum. Var nema von að mér leiddist í sögutíma? Mér datt þess vegna í hug að byrja að skrifa sögur af konum út
frá því kvenlægasta sem mér datt í hug: skóm. Ég hef sjálf ofboðslega gaman af því að ganga í skemmtilegum skóm og datt í hug að ég gæti fundið skó sem ættu sögu. Ég hélt að ég myndi fá skó frá fyrsta stefnumótinu, kannski frá brúðkaupsdeginum, eitthvað bara krúttlegt og rómantískt en svo var alls ekki raunin.
Þegar konur fá pláss
Það kemur í ljós að þegar konur fá sviðið þá langar þær ekkert endilega að koma að ást og rómantík heldur frekar: „Þetta eru skórnir sem ég var í þegar ég gerði
eitthvað klikkað töff og sló í gegn með
því að vera ég sjálf“. Fyrst var þetta smá tilraun og ég byrjaði að setja sögurnar upp sem tónleika hjá henni Ragnheiði Jónu Jónsdóttur í Hannesarholti sem er enn ein konan sem hefur greitt götu annarra í listinni. Það kom í ljós að sögurnar áttu ýmislegt inni og fundu sér pláss í Tjarnarbíói í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. Það var ofboðslega erfitt en á sama tíma gefandi ferli. Ég sagði sögur kvennanna, fór í skóna þeirra og söng lag sem tengdi upplifunina saman. Mig dreymir um að búa til safn með svona sögum. Safna saman því sem konur langar helst að segja öðrum um sjálfar sig. Það er fátt jafn kraftmikið og það. Kannski má ég bara nýta tækifærið hérna til að segja að ég er alltaf að taka á móti sögum. Fínt að senda mér bara línu á Fésbókinni!
Að trúa hinu ótrúlega Í dag er ég eigandi fyrirtækisins OsteoStrong ásamt manninum mínum. Mér hefur þótt unaðslegt að byggja upp fyrirtæki sem hefur það aðalmarkmið að hjálpa öðrum að bæta lífsgæðin sín og fá að gera það á jafningjagrundvelli með ástinni í lífinu mínu. Við erum eiginlega alltaf saman og fáum bara alls ekki nóg af því. Við vorum fimmta landið í heiminum til þess að bjóða upp á þjónustu OsteoStrong og við höfum svo sannarlega ekki séð eftir neinu.
OsteoStrong er nýstárleg leið til þess að hjálpa fólki til að auka styrk og jafnvægi, auka beinþéttni og jafnvægi og minnka verki í stoðkerfinu. Fólk kemur í
ástundun einu sinni í viku, gerir æfingar sem taka um tíu mínútur og slakar svo
á í bekk í bylgjum sem auka blóðflæði í tíu mínútur. Ef fólk gerir þetta vikulega
nær það að bæta jafnvægið sitt um 77% á fimm skiptum og ef það er í ástundun í eitt ár nær það að auka styrk sinn um 73%. Tækin bjóða fólki að leggja meira álag á líkamann en þau ná að gera annars staðar, á jafn öruggan hátt og mögulegt er. Það fær líkamann til þess að senda skilaboð um uppbyggingu til vöðva og beina. Aukinn styrkur í liðum og baki styður svo vel við líkamann og þannig nær fólk oft að losa sig við verki.
Þetta hljómar ólíkt algengum hugmyndum um líkama okkar í dag en það eru ekkert svo mörg ár síðan að við hefðum talið það ótrúlegt að geta náð í fólk hvar og hvenær sem er í heiminum eins og við getum með gsm símum í dag. Það er svo margt spennandi framundan. Í dag sækja tæplega þúsund manns OsteoStrong vikulega á tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og draumurinn er að geta þjónustað allt landið.
Mexíkó og dauðinn
Auðvitað vissi ég þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur að ég myndi þurfa að gefa ýmislegt upp á bátinn þegar kom að listinni. Gæti ekki sinnt alls kyns litlum giggum, afmælum og jarðarförum til dæmis. Ég ákvað að þess í stað myndi ég leyfa mér að fara í stærri verkefni og nú held ég árlega hátíð í tilefni af degi hinna dauðu í Mexíkó. Bestu vinir okkar
á Íslandi þar til þau fluttu til Kanada fyrir þremur árum, voru Cristina og Rodrigo frá Mexíkó. Við héldum saman veislur helst vikulega þegar við gátum, vönduðum okkur við að elda saman, nostruðum við kokteila, dönsuðum við góða tónlist ásamt krökkum okkar allra sem léku sér saman og áttum yndislegar fjölskyldustundir. Ég spurði Cristinu út í hefðir, hugmyndir og hátíðir í mörg ár og fannst einhvern veginn að ég þyrfti að vekja athygli á þeim, sérstaklega þeim sem tengjast degi hinna dauðu.
Þriðja barn okkar hjóna, hann Garpur, lést mánaðar gamall á spítala á Spáni. Hann var með hjartagalla sem talið var að mögulegt væri að laga en smám saman kom í ljós að það var ekki hægt.
Mexíkó færir okkur hlýju Ég hafði sjálf fundið fyrir því að vera orðlaus þegar ég hitti fólk sem væri að ganga í gegnum erfiðleika og ég fann að fólkinu mínu fannst erfitt að tengjast
mér þó að ég reyndi að vera jafn opin og ég mögulega gat. Mér datt í hug að eins og Mexíkó færir okkur hlýju með Golfstraumnum þá gætum við líka notið þess að hlýja okkur við þær hugmyndir sem þau höfðu um lífið og dauðann. Þess vegna hóf ég að halda árlega tónleika sem hafa vaxið upp í að vera glæsileg skemmtidagskrá með alvarlegu ívafi í Gamla bíói. Matarveisla, sögustund, tónleikar og aðrar uppákomur þar sem allt er skreytt í hólf og gólf. Ég hef fengið mikinn stuðning frá samfélagi Mexíkóa sem búa á Íslandi og bæði Íslendingar og Mexíkóar hafa gert þessa hátíð að árlegu ævintýri hjá sér og mæta sum í sífellt flottari skrúða.
Tækifærin eru alls staðar Ég sótti námskeið í persónusköpun fyrir handritaskrif hjá Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. Þar hitti ég konu sem ég hitti svo aftur fyrir tilviljun í Skaftafelli nokkru síðar. Hún bauð mér upp á kaffisopa, eitt leiddi af öðru og í sumar vorum við saman við tökur á myndinni „Konur, draumar og brauð“ sem er mynd í töfraraunsæis-stíl. Í grunninn er þetta heimildarmynd um hörkuduglegar konur sem reka kaffi- og veitingahús hringinn í kringum landið. Sögurnar af þeim koma eins og póstkort inn í myndina en saga tveggja kvenna sem fara hringinn til þess að heimsækja þær tengir þetta saman. Ég er önnur þessarar kvenna, stílfærð litrík dívuútgáfa af sjálfri mér, hin er kassalaga sjávarlíffræðingurinn sem sér lífið öðrum augum.
Sigrún Vala Valtýsdóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við myndina. Ég kom inn, studdi hennar sýn og tók þátt í að skrifa handritið, leikstýra, leika og syngja. Þetta hefur náttúrulega verið risastórt ævintýri. Ég fékk að leika töluvert í sjónvarpi sem krakki, meðal annars með Eddu Heiðrúnu Bachman, en ég bjóst aldrei við því að vera aðalleikkona í bíómynd 42 ára gömul.
Ég þakka fyrir að vera uppi á Íslandi árið 2023 þar sem ég fæ tækfæri til að vera næstum því allt sem mér dettur í hug.
Ég veit að það kemur ekki af sjálfu sér og ég er einstaklega þakklát fyrir þær konur sem á undan hafa gengið og hafa rutt fyrir okkur slóðina.
Hringrásarhátíð á Hofsósi
Hringrásarhátíð
var haldin 22. til 24. júní á Hofsósi samhliða bæjarhátíðinni ,,Hofsós heim“.
Tilgangurinn með hátíðinni var að vekja athygli á nauðsyn þess að minnka neyslu og auka hringrás í hagkerfinu. Hátíðin var sett fimmtudaginn 22. júní með opnun á sýningu á verkum eftir Helgu Friðbjörnsdóttur fyrrum textílkennara og Sigrúnu Bragadóttur hannyrðapönkara. Þær vinna báðar með endurnýttan textíl og var sýningin sett upp í rými í gamla frystihúsinu á Hofs-
ósi. Sýningin var opin fram á laugardag og þangað kom á þriðja hundrað manns og þar á meðal forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Samhliða sýningunni var opið í Verðanda endurnýtingarmiðstöð þar sem hægt var að kaupa muni úr endurnýttu efni og textílpakka sem Tinna Laufdal hannaði, en hann innihélt snið af tösku með endurnýttu efni, rennilás og leiðbeiningum, taskan ber heitið ,,May Bag“.



Sigurlaug Arnardóttir verkefnastjóri hjá Landvernd var með náttúrutengda
leiki fyrir börn og fyrirlestur um hringrásarhagkerfið. Sigrún hannyrðapönkari var með vinnusmiðju í hannyrðagraffi og gerð skrautveifa/fána þar sem efni í eigu Verðanda fékk nýtt hlutverk. Á sýningunni var einnig hægt að sjá vinningsverk frá samkeppni Prjónagleðinnar sem fram fór fyrr um sumarið á Blönduósi. Hátíðinni var slitið seinnipartinn á laugardeginum og er stefnt á að halda aðra hátíð að tveimur árum liðnum. Góður rómur var gerður að hátíðinni og almenn ánægja með framtakið.
Umsjón: Sigríður IngvarsdóttirMyndir Hega

Fjölskylduland
Notalegur samverustaður fyrir fjölskylduna
Einsmikilvægt og það er að njóta útiverunnar þá er einnig gott að geta komið inn að leika. Fjölskylduland er nýr innileikvöllur og fjölskyldumiðstöð sem staðsett er í Dugguvogi í Reykjavík. Þar er lögð áhersla á afþreyingu og góða þjónustu við yngstu kynslóðina.
Krisztina G. Agueda er stofnandi
Fjölskyldulands og faglegur hreyfiþjálfari sem hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Hún er fædd og uppalin í Ungverjalandi en hefur búið á Íslandi um árabil ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum. Hún hvetur foreldra til að njóta tímans með barninu sínu
á skemmtilegan, örvandi og áhrifaríkan hátt og telur að foreldrar hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að styðja vellíðan og þroska barna sinna.
Fallegt og örvandi umhverfi
Fjölskylduland er fyrsti heildræni innileikvöllurinn með fjölskyldumiðstöð hér
á landi. Þar er lögð áhersla á að skapa fallegt, öruggt og örvandi umhverfi fyrir yngri börn. Þjónustan í Fjölskyldulandi byrjar við meðgöngu og fylgir börnum (og foreldrum þeirra) upp að grunnskólaaldri. Leiksvæði Fjölskyldulands hvetur börn til skapandi leiks og rannsókna en einnig er það góður staður fyrir samveru fjölskyldunnar.



Að sögn Krisztinu þá myndar Fjölskylduland styðjandi umhverfi fyrir foreldra, verðandi foreldra og aðra umönnunaraðila og fjölskyldumeðlimi. Þar er boðið er upp á ýmis námskeið og opna tíma í stundatöflu. Einnig er fjöldi samstarfsaðila í Fjölskyldulandi, sem allir eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á þjónustu við börn og foreldra. Hún segir Fjölskylduland vera samverustað sem margar fjölskyldur hafi beðið eftir.
Hreyfinámskeið, bumbuhittingur og brjóstagjöf
Það er margt sem er í boði í Fjölskyldulandi s.s. vinsælu hreyfinámskeiðin fyrir börn 0-6 ára og foreldra þeirra. Þá stendur Hugarfrelsi fyrir ýmiss konar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börnum, unglingum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.
Mánaðarlega er bumbuhittingur og foreldrahittingur í boði endurgjaldslaust, þar sem boðið er upp á ýmsa fræðslu sem tengist þroska hjá barninu, brjóstagjöf og allt sem tengist ungabörnum. Fjölskylduland er til húsa í Dugguvogi 4 og er opið alla daga frá kl. 10 til kl. 18. Nánari upplýsingar um starfsemi Fjölskyldulands er að finna á heimasíðunni, www.fjolskylduland.is
Veitingar sem gleðja augað
Góðar hugmyndir fyrir barnaafmæli
Afmæli eru stórir viðburðir í hugum barna og mikið tilhlökkunarefni hjá flestum. Barnaafmæli eru tilefni til að koma saman, njóta góðra veitinga og eiga skemmtilegar stundir saman. Væntingar, hugmyndir og upplifun afmælisbarnanna sjálfra skiptir að sjálfsögðu mestu máli sem og að virða þeirra óskir og leyfa þeim að taka þátt í undirbúningnum þ.e. eftir aldri, getu og áhuga. Þegar kemur að undirbúningi afmæla
er margt sem þarf að huga að. Svo sem hversu stór á veislan að vera, aldurssamsetning gestanna, tímasetning, hvernig skipulagningu er háttað og að sjálfsögðu hvers konar veitingar eiga að vera í boði. Afmælin og umstangið í kringum þau getur virkað dálítið yfirþyrmandi fyrir suma önnum kafna foreldra, en með fyrirhyggju, góðri skipulagningu og smá hugmyndaauðgi verður allur undirbúningur og framkvæmd mun einfaldari.
Stór hluti af afmælisveislunni eru þær veitingar sem boðið er upp á. Ýmsar áherslur geta verið í gangi s.s. að á boðstólum sé hollusta, að veitingarnar höfði til yngstu kynslóðarinnar sem og til fullorðinna og síðast en ekki síst að það sem er á boðstólum sé fallegt og gleðji augað. Meðfylgjandi eru nokkrar hugmyndir að veitingum, sem hægt er að styðjast við þegar kemur að undirbúningi barnaafmæla.
Texti: Sigríður
Ingvarsdóttir -
Myndir:

Gúrku-kaktus

Endinn skorinn af gúrku og álpappír vafinn um endann og gúrkunni komið fyrir í fallegri skál eða blómapotti. Fyllt upp með súkkulaðirúsínum. Ávextir þræddir upp á tannstöngla sem síðan er stungið í gúrkuna.
Súkkulaði bangsa-kaka og fiðrildakaka
Fallega skreyttar súkkulaðikökur tilheyra flestum barnaafmælum. Auðvelt er að finna góða uppskrift af skúffuköku, frönskum súkkulaðikökum eða jafnvel keypta þurrefnablöndu eins og ,,Betty Crocker“ og baka í kringlóttu formi. Ef gera á bangsaköku þarf að baka eina kringlótta köku og setja deig í þrjú muffinsform fyrir nef, og eyru. Skreyta síðan eftir eigin hugmyndaauðgi.
Fiðrildakakan er gerð þannig að súkkulaðikaka er bökuð í kringlóttu formi. Skorin í tvennt nema hvað aflangt stykki er sérstaklega skorið út úr miðj-
unni sem er búkurinn á fiðrildinu. Krem sett á kökuna og skreytt á litskrúðugan hátt. Á þessari útfærslu eru litlir sykurpúðar þræddir upp á tanstöngla til að setja framan á fiðrildið.
vatni, hunangið og gerið í skál og hrærið saman. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur þar til það er komin þykk leirkennd froða ofan á.
Setjið svo næst allt þurrefni saman í skál.
Gerblöndunni er hellt smám saman út í þurrefnið meðan vélin er að hnoða. Ef þið eruð ekki með hrærivél þá hellið þið örlitlu í einu af blöndunni út í hveitið.
Þegar það er komið er allt að einum bolla af volgu vatni bætt við deigið smátt og smátt.
Kleinuhringjaormur

Hægt er að kaupa fallega tilbúna kleinuhringi og raða upp í orm sem kemur virkilega vel út á veisluborði. Saltstangir eru notaðar sem fætur og hægt að nota allskonar skraut til að búa til augu á fremsta kleinuhringinn.
Látið svo stykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast á volgum stað, eins og t.d. upp á stól upp við miðstöðvarofn, í a.m.k 30 mínútur.
Stráið hveiti á borðið og svo ofan á deigið og fletjið út með kökukefli. Ekki gera það of flatt heldur leyfið því að vera frekar þykku.
Fylling:

Contadina pizzasósu úr Bónus
Pepperóní
Rifinn ostur
Oregano eða pizzakrydd
Smyrjið pizzasósunni jafnt yfir deigið og klippið pepperóní niður í ræmur.
Dreifið svo rifna ostinum yfir og að lokum pepperóníinu.


Stráið pizzakryddinu frá Prima eða Oregano yfir allt.
Rúllið svo deiginu upp í pylsulagaða lengju.
Ávaxtaspjót
Flestir eru hrifnir af ávöxtum og gott er að bjóða einnig upp á hollustu í barnaafmælum. Litskrúðugir ávextir eru þræddir upp á grillpinna og raðað fallega upp.
Pizzasnúðar
Uppskriftina má einnig finna á vefsíðunni: www.paz.is
Í snúðana þarf:
4 bolla hveiti
2 tsk. salt
2 msk. hunang
1 bréf þurrger eða 1 1/2 matskeið
1 1/2 bolla af volgu vatni
1 msk. oregano eða pizzakrydd frá Prima smá svartan pipar (val)
Byrjið á að setja 1/2 bolla af volgu
Skerið lengjuna í hæfilega þykkar sneiðar og raðið á ofnplötu. Gott er að strá smá rifnum osti yfir snúðana ef vill.
Bakist á 200°C á blæstri í 20 mínútur, eða þar til snúðarnar eru orðnir gullinbrúnir á litinn.
Gulróta- og möndlumuffins

100 gr súkkulaði - saxað
100 gr möndlur - án hýðis og hakkaðar
2 egg
100 gr sykur
60 gr smjörlíki eða olía
120 gr hveiti
2 gulrætur - rifnar
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
Þeytið saman egg og sykur - Blandið saman hveiti, matarsóda og salti í stóra skál - Bætið smjöri og gulrót við eggjablönduna með sleif - Hrærið eggjablöndunni varlega saman við þurrefnin
- Bætið súkkulaði og möndlum saman við - Setjið í muffins form (ca 12 stykki) og bakið í 25 mín við 180°C.

fínraspaður börkur af einni sítrónu, blandað saman í skál.
Rómaostur og 50 gr sýrður rjómi, hrært saman og ¾ af kryddjurtablöndunni bætt við
Osturinn settur á matarfilmu og rúllað upp eins og pylsu, sett í frysti í ca 40 mín
Pekanhnetur ristaðar og saxaðar
Hnetunum og kryddjurtunum blandað saman og dreift á sléttan flöt
Osturinn tekinn úr plastinu og rúllað upp úr hnetublöndunni, passa að þekja vel
Geymt í kæli þar til borið fram Gott að setja smá ólífuolíu og hunang yfir rúlluna, og borið fram með kexi og/ eða grænmeti
Bætið við ísköldu vatni (1 tsk. í einu) í matvinnsluvélina á meðan hún blandar þar til hummusinn er orðinn passlega mjúkur.
Litlar pavlovur og pavlovu-gums
6 eggjahvítur
300 gr sykur
1 tsk. mataredik
½ tsk. vanilludropar
Þeytið eggjahvíturnar vel og sykrinum bætt smám saman við á meðan þeytt er. Þegar blandan er orðin stíf er ediki og vanilludropum bætt út í og hrært rólega. Deigið sett með skeið á bökunarpappírsklædda plötu.
Súkkulaðikúlur
Bakið uppáhalds súkkulaðikökuna ykkar og bjótið niður í skál þegar hún er orðin köld
Bætið súkkulaðikremi við kökuna (t.d. Betty Crocker frosting) - hér er best að nota hendurnar. Bætið við kremi þar til blandan er orðin nógu mjúk til þess að móta kúlur, en ekki svo blaut að hún festist við hendurnar

Kælið kúlurnar og hjúpið með súkkulaði (við notuðum bæði hvítt og dökkt súkkulaði)
Skreytið með kökuskrauti
Hummus
Bakað í 1 1/2 klukkustund við 100 gráður. Alls ekki opna ofninn á meðan kökurnar eru bakaðar. Best er að slökkva á ofninum að bakstri loknum og leyfa kökunum að kólna í ofninum.
Hægt er að raða pavlovum á fat og skreyta hverja og eina með rjóma og ávöxtum og e.t.v. after eight súkkulaði. Eins er hægt að setja ávexti í fat, rjóma yfir og raða síðan pavlovum, ávöxtum og kókosbollum ofan á. Hér er einnig sett þunn karamellusósa yfir allt gumsið.
Ostarúlla
Smátt saxaðar ferskar kryddjurtir (basilika, mynta, steinselja, graslaukur) og
Hummus er hollur og einfalt að búa hann til. Hummus fer vel með brauðbollum, kexi eða ávöxtum. Uppskrift: 1 dós kjúklingabaunir, 2 msk. tahini, 1 lítið hvítlauksrif og 2 msk. af ólífuolíu blandað saman í matvinnsluvél.

Sítrónusafi, salt og cumin bætt við eftir smekk.

Mikilvægt er að geyma ávexti og grænmeti við rétt skilyrði til að minnka sóun. Eitt af því fyrsta er að versla rétt inn, kaupa hæfilegt magn og minna og oftar þær tegundir sem hafa minna geymsluþol.









Þessir ávextir gefa frá sér etýlene og ætti ekki að geyma í ísskáp:
- Avokadó; setja samt í ísskáp þegar fullþroskað
- Bananar; geymast samt vel í ísskáp þegar þeir eru fullþroskaðir.
- Nektarínur; setja í ísskáp þegar fullþroskaðar
- Ferskjur; setja í ísskáp þegar fullþroskaðar
- Perur; setja í ísskáp þegar orðnar alveg þroskaðar
- Plómur; geyma í ísskáp þegar fullþroskaðar
- Mangó; geyma við stofuhita


- Tómatar; best að geyma við 10 – 12°C
Þessir ávextir og grænmeti eru sérstaklega viðkvæmir fyrir etýlene og ætti að halda þeim frá þeim ávöxtum sem nefndir eru hér að ofan:
- Fullþroskaðir bananar; geymast ágætlega í ísskáp fullþroskaðir, en hýðið verður brúnt
- Brokkolí; geyma í ísskáp
- Hvítkál; geyma í ísskáp
- Gulrætur; taka grænu blöðin af fyrir geymslu
- Blómkál; geyma í ísskáp


- Agúrkur; eins og tómatar, geymast best við 10 – 12°C
- Eggaldin; geyma í ísskáp
- Salat og annað blaðgrænmeti; best að geyma í poka eða plastíláti í ísskáp, með eldhúsbréfi, sem dregur þá í sig rakann
- Steinselja; best að stinga stönglinum í vatn
- Baunir
- Paprika
- Sætar kartöflur; ætti ekki að geyma í ísskáp
- Vatnsmelónur; ekki að geyma í ísskáp
Gott ráð til að fríska upp á grænmeti sem er orðið aðeins lint og visið er að skella því í ískalt vatnsbað til að fríska það aðeins við. Þetta má gera jafnt við salatblöðin, gulrætur, rófur, kartöflur ofl.
Svo er um að gera að muna að skella því, sem við ætlum ekki að nota, í frystinn eða nota strax í t.d. súpur, grænmetisrétti eða þeytinga. Gangi þér vel.

Þú finnur uppskriftir og fleiri ráð á heimasíðu Leiðbeiningastöðvarinnar leidbeiningastod.is
Smásagan hluti af sorgarúrvinnslu
Margrét Eggertsdóttir

Égfæddist á Akureyri árið 1950. Ársgömul flutti ég til Reykjavíkur með Catalina-flugbáti ásamt foreldrum mínum og eldri systur. Ég ólst að mestu upp í Reykjavík utan fjögurra ára sem fjölskyldan bjó í Keflavík. Foreldrar mínir voru Eggert J. Jónsson, lögfræðingur og Sigríður Th. Árnadóttir, bankastarfsmaður. Ég lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og hef unnið ýmis störf síðan, m.a. fyrir lögfræðinga og stéttarfélög. Ég er nú komin á eftirlaun, bý á Álftanesi og á fjögur uppkomin börn og 10 barnabörn.
Ég varð snemma læs eða á fimmta ári og las allt sem ég náði í. Frá sex ára aldri var ég í sveit í nokkur sumur hjá móður-
systur minni sem hafði gaman af lestrarþorsta mínum og lánaði mér m.a. Guðrúnu frá Lundi til að lesa og spurði mig svo út úr og ræddi innihaldið eins og við fullorðna manneskju. Ég veit ekki hvort þetta hafði áhrif eða hvað hefur valdið því að ég hef mjög gaman af að vinna með texta og á auðvelt með að skrifa. Ég hef svolítið fengist við þýðingar og skrifað greinar og pistla, en einhvern veginn ekki gefið mér tíma eða tækifæri til að skrifa sögur.
Sagan sem hér fylgir varð til fyrir u.þ.b. 20 árum og var hluti af sorgarúrvinnslu minni á þeim tíma. Ég ákvað að senda hana inn til gamans og til að sjá hvaða viðtökur hún fengi.
Skeifunni 8, 108 Reykjavík
Sími 517 6460 - www.belladonna.is



Nýjar haustvörur streyma inn
Við bjóðum upp á garn frá Drops, handlitað garn frá Dottir dyeworks og margar aðrar vörur sem tengjast prjónaskapnum.
Prjóna, heklunálar, tilbúnar hekl- og prjónapakkningar og margt fleira.
PRJÓNAKVÖLD TVISVAR Í MÁNUÐI
Búðin er staðsett í Grindavík við Garðsveg, neðst á Víkurbrautinni í húsi sem kallast Bakki.
www.prjonasystur.is - prjonasysturehf@gmail.com

Opnunartími:

Þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 17:00-19:00.
Einnig er hægt að hafa samband til að koma utan opnunartíma
Fyrsti skóladagurinn
Hún
stóð þarna í skólaportinu og reyndi að láta lítið fara fyrir sér. Þetta var fyrsti dagurinn hennar í nýja skólanum. Hann hafði víst ekki byrjað mjög vel og hún þráði að finna sér afdrep þar sem hún gæti grátið í friði, en það varð að bíða betri tíma.
Hún var nýkomin úr sveitinni eftir sumarið og þegar hún kom var allt breytt. Hún hefði helst viljað vera þar áfram hjá frænku sinni, en mamma tók það ekki í mál. Hún átti að koma heim. Heim – hvaða heim? Þetta var ekki heimilið sem hún þekkti. Þau höfðu flutt í bæinn meðan hún var í sveitinni og þetta var lítil og leiðinleg kjallaraíbúð og það vantaði heilmikið af dótinu þeirra. Svo átti þetta bara að vera bráðabirgðahúsnæði og þess vegna var ákveðið að hún færi í Miðbæjarskólann. Hann var miðsvæðis í bænum og ef þau flyttu í annað hverfi, gengju allir strætisvagnar niður í miðbæ, svo að það yrði þá ekki vandamál. Hún færi bara með strætó í skólann.
Það var þetta með að allir strætisvagnar gengju niður í miðbæ. Þennan morgun hafði hún einmitt hitt á eina strætisvagninn sem ekki fór niður í miðbæ, ,,Austurhverfi“ hét hann, hún komst að því seinna. Það var þegar hún hafði farið heilan hring um austurbæ Reykjavíkur og uppgötvaði að hún var komin aftur á stoppistöðina sem hún hafði farið frá. Hún var reyndar ekki kunnug í borginni, búin að búa í sjávarþorpinu í fjögur ár og var ekki nema átta ára þegar hún flutti þangað. Og nú var hún komin aftur á sömu stoppistöðina.
Hún fór heim og prófaði að grenja til að vita hvort hún slyppi ekki við að fara í skólann þennan dag, hún gæti bara farið á morgun. En mamma var ekki á því, hún ætlaði nú ekki að byrja á því að ala einhvern aumingjaskap upp í krökkunum. „Þvoðu þér í framan og þú ferð í skólann“, sagði hún.
Það tók hana dálítinn tíma að finna skólastofuna sem hún átti að vera í og tíminn var byrjaður. Hún bankaði varlega á dyrnar og þar mætti henni fullur bekkur af forvitnum andlitum og reiðilegt andlit kennarans sem var pirraður yfir þessari truflun.
- Af hverju kemurðu svona seint?
- Ég tók vitlausan strætó.
- Hvernig stendur á því að þú þarft að taka strætó í skólann og ert að byrja að hausti? Af hverju ertu ekki í skólanum í þínu hverfi?
- Hm . . . Hérna. .
- Hvað ertu að segja, ég heyri ekki til þín?
- Við fluttum í bæinn í bráðabirgðahúsnæði og ég veit ekki hvar við verðum svo að það var ákveðið að ég færi í þennan skóla svo að ég þyrfti þá ekki að taka nema einn strætó.

- Hvurslags vitleysa er þetta? Nú, jæja, þarna er sæti fyrir þig. Seztu!
Öll andlitin horfðu á hana þegar hún gekk að sætinu og settist niður. Tárin þrengdu sér fram, en þau skyldu ekki hafa betur. Hún hafði fyrr komist í hann krappan, barist við grátinn og haft betur og það ætlaði hún líka að gera núna. Hann var annars andstyggilegur þessi kennari og þó - hvað vissi hann svo sem um hana. Greinilega ekki neitt og ekki hafði mamma látið sér detta í hug að hringja í skólann til að láta vita um ófarir hennar – eins og alltaf hafði hún bara viljað fá að sofa í friði. Sofa og gleyma.
Þetta var annars fallegur haustdagur
og geislar morgunsólarinnar reyndu öðru hverju að teygja sig í hana þar sem hún stóð þarna í skugganum og fylgdist með hinum krökkunum. Strákarnir að sýna sig og tuskast, sumir farnir að vatnsgreiða hárið. Þarna var einn svolítið sætur. Stelpurnar voru vel klæddar og öruggar með sig og léku sér saman í hóp í einhverjum hringleik. En hvað hún vildi vera eins og þær - svona glaðar og fínar.
Krakkarnir úr bekknum gáfu henni auga öðru hverju. Tvær stúlkur tóku sig út úr hópnum, önnur var dökkhærð með topp og brún athugul augu og hin var með tvær langar og ljósar fléttur, uppbrett nef og hafði stríðnislegan svip. Þær gengu til hennar og spurðu hvort hún vildi ekki leika með þeim.
Hún kyngdi, herti upp hugann og hugsaði að það stæði nú ekki beint utan á henni að heimsins besti pabbi hefði dáið um sumarið. Það væri líka allt of sárt að segja frá því svo að hún kreisti fram bros og þar sem hún kom ekki upp nokkru orði dreif hún sig bara með þeim í leikinn og reyndi að láta allt sýnast eðlilegt. Var það ekki líka alltaf best…?
Höfundur Margrét Eggertsdóttir
Alheimsþing dreifbýliskvenna í Kúala Lúmpur í Malasíu
Allssóttu 11 fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) alheimsþing dreifbýliskvenna (ACWW- Associated Country Women of the World) sem haldið var dagana 17. – 25. maí sl. Naut hópurinn gestrisni Kvenfélagasambandsins í Pahang í Malasíu, sem voru gestgjafar þingsins. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá var skipulögð í kringum hefðbundnu þingfundi. Skemmtanir á hverju kvöldi með hinum ýmsu þemum, boðið var upp á skoðunarferðir og menningu landsins var gerð góð skil. Hápunkturinn í dagskránni var Gala hátíðarkvöldverðurinn i Konungshöllinni í Malasíu, en drottning þeirra, Queen Azizah, er forseti kvenfélagasambandsins í Pahang og var gestgjafi kvöldsins. Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ sat þingfundi og


fór með atkvæði Kvenfélagasambandsins á þinginu fyrir hönd stjórnar KÍ.
Íslenski hópurinn mætir til Kúala Lúmpúr Íslenski hópurinn mætti til Kúala Lúmpúr eftir langt ferðalag seinnipart þriðjudagsins 16. maí. Konur frá gestgjafafélaginu tóku vel á móti hópnum á flugvellinum. Hópnum var síðan ekið með rútu á hótelið sem var hið glæsilegasta. Það voru því vel þreyttar konur sem lögðust til hvílu um kvöldið og spenntar að vakna næsta dag til að njóta dásemda Malasíu. Miðvikudagurinn 17. maí var skráningardagurinn og þegar hópurinn hafði fengið þinggögnin sín skipti hópurinn sér upp í tvo bíla og skellti sér í útsýnisferð um borgina. Hópurinn, sem sú
sem þetta skrifar var í, var svo heppinn að lenda á leigubílstjóra sem tók að sér að keyra okkur um borgina. Fór hann með hópinn á nokkra markverða staði í borginni. Meðal annars í KL Tower sem er um 400 metra hár turn þar sem hægt er að virða fyrir sér útsýnið yfir alla borgina sem er vel dreifð og kom á óvart hversu græn borgin er með mikið af trjám og gróðri í bland við minni eldri hús og nútímaleg háhýsi.
Kynningarfundur og málstofur
Fimmtudagurinn 18. maí hófst með kynningarfundi þar sem farið var yfir hvernig heimsþingin fara fram, við hverju megi búast á þingfundum, hvernig kosningar fara fram og fleira sem skipti þátttakendur máli. Einnig var farið yfir
hinar ýmsu siðareglur sem þátttakendur voru beðnir að virða, verandi í múslimsku landi. Meðal annars viðeigandi klæðnað við opnunarhátiðina og í boðinu í konungshöllina seinna í vikunni. Eftir hádegið voru svo svæðisfundir með svæðisforsetum þar sem í okkar tilfelli var fundur með Afroditu Roman frá Rúmeníu sem er svæðisforseti ACWW fyrir Evrópu. Hún kynnti þar skýrslu sína frá síðasta heimsþingi sem, eins og gefur að skilja, var ansi lituð af því hvernig félagar í Evrópu báru sig að í félagsstarfinu á tímum Covid og samkomutakmarkana. Hún sagði líka frá Evrópuþinginu sem haldið var í Glasgow síðastliðið haust í máli og myndum.
Föstudaginn 19. maí fóru fram fundir og málstofur þar sem rætt var um starf ACWW, og gafst þar líka tími til umræðna um verkefni og starf ACWW. Heimsforsetinn Magdie de Kock, svæðisforsetar og framkvæmdastýra ACWW stjórnuðu málstofu þar sem þær sögðu meðal annars frá þeim breytingum sem orðið hafa á stefnu og starfi samtakanna
KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
frá síðasta þingi í Melbourne árið 2019. Breytingarnar fólu meðal annars í sér uppfærslu á Logoi ACWW sem þótti ekki vera alveg nægilega lýsandi fyrir starf samtakanna. Einnig var sagt frá og útskýrður aðdragandi þess að ný stefnumörkun fyrir ACWW verði nú lögð fram á heimsþinginu.
Einn fundurinn var svo helgaður verkefnum og sagt frá mikilvægum tengslum milli verkefna og hagmunagæslu ACWW við samstarfsaðila, styrkjendur og Sameinuðu þjóðirnar. Formaður Verkefnanefndar, Edwina Marr og Marie Kenny, formaður nefndar sem sér um samskipti við Sameinuðu þjóðirnar, stjórnuðu þeirri málstofu. Þriðja málstofa dagsins fjallaði um Mannréttindamál, samstarf kynslóða og raddir dreifbýliskvenna. Claire Mahon, mannréttindalögmaður frá Nýja Sjálandi og Tharindra Arumapperuma frá Sri Lanka ræddu þar mikilvægi þess að raddir dreifbýliskvenna heyrðust bæði þar sem þær eru staddar, þ.e. á landsvísu og á alþjóðavísu.
Opnunarhátíðin
Næsti dagur var ansi viðburðarríkur, þar sem þá var afar virðuleg opnunarathöfn, en á hana mættu bæði konungur og drottning Malasíu. Mikið tilstand og rauður dregill um allt hótelið fyrir hina ýmsu tignu gesti sem mættu á opnunarathöfnina í boði konungshjónanna. Ekki mátti taka myndir á meðan konungshjónin voru í húsi og var hátíðleikinn afar mikill meðan á atriðum opnunarathafnarinnar stóð. Þar á meðal fánaathöfn þar sem fánar þjóða heims voru bornir inn, dansarar dönsuðu og þjóðsöngur Malasíu spilaður af hljómsveit frá her Malasíu. Sýnt var beint frá opnunarhátíðinni í fjölmiðlum í Malasíu.
Drottningin Azizah ávarpaði þinggesti og bauð þátttakendur velkomna til Malasíu sem formlegur gestgjafi þingsins. Í ávarpi sínu sagði hún frá starfi sínu með ACWW sem hún byrjaði að taka virkan þátt í árið 2004. En hún er einnig forseti Kvenfélagssambandsins í Pahang. Hún sagði frá því að í Melbourne árið 2019 hafi hún verið tilnefnd í

heimsforseta ACWW en hefði þurft að draga tilnefningu sína til baka þegar í ljós kom að þau hjónin hefðu verin valin sem konungur og drottning Malasíu. Hún endaði ávarpið á að segja: „Ég vona að þið eigið ánægjulega dvöl í mínu fallega landi, Malasíu. Í dagskránni höfum við lagt okkur fram við að sýna ykkur fjölbreytileika menningar okkar, matargerð, handverk, áhugaverða staði fyrir dagsferðirnar og makadagskrána til að gera ykkur öllum kleift að upplifa Malasíu,“ sagði hún.
Krónprinsinn, elsti sonur konungs-




hjónanna, Tengku Hassanal flutti síðan ræðu, en hann er vel þekktur umhverfisog jafnréttissinni. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á að hlustað sé á raddir kvenna. Tengku Hassanal lagði áherslu á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvörðunum sem varða líf þeirra og sagði að það myndi gera stefnumótendum betur kleift að takast á við kynbundin áhrif loftslagsbreytinga og skapa í kjölfarið réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla.
„Mikilvægt er að tryggja að raddir kvenna heyrist og þær komi að öllum stigum ákvarðanatöku, allt frá skipu-
lagningu til framkvæmda. „Það er líka mikilvægt að tryggja að konur,hvar sem þær eru, hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu, og að tekið sé tillit til heilsuþarfa þeirra í aðlögun og mótvægisaðgerðum við loftslagsbreytingar,“ sagði hann í ræðu sinni.
Það var svo konungurinn sem setti þingið formlega með því að slá í risastórt gong sem var á sviðinu.
Fjölbreytt dagskrá á þingfundum Magdie de Kock frá Suður- Afríku er heimsforseti ACWW og stjórnaði
hún þingfundunum sem voru alls níu á þinginu. Á hverjum þingfundi voru fluttar skýrslur frá formönnum nefnda og svæðisforsetum ásamt því að kosið var um þær lagabreytingar og ályktanir sem höfðu verið lagðar fram fyrir þingið. Kosningar fóru svo fram í embætti til næstu þriggja ára og var Magdie de Kock endurkjörin heimsforseti til næstu þriggja ára og Afrodita Roman Evrópuforseti sömuleiðis.
Á þinginu voru kynntar breytingar á stefnumótun ACWW til næstu þriggja ára eða 2023 til 2026. Samhliða kjarnaverkefnum sem bregðast við staðbundinni forgangsröðun, mun ACWW vinna náið með samstarfsaðilum til að styrkja áhrif hvers verkefnis og byggja upp sjálfbærni þeirra. Færri verkefni verða fjármögnuð á hverju ári, en meira fjármagn veitt í hvert þeirra, þannig að það verði meiri fjárfesting til lengri tíma í hverju samfélagi.
Breytingarnar felast helst í að hleypt hefur verið af stokkunum nýrri áætlun þróunarverkefna, sem tryggir meiri og betri samfélagsáhrif fyrir þær konur sem eru í mestri hættu á að vera skildar eftir. Þróunarverkefni ACWW byggja á 40 ára reynslu, en haldið verður áfram að forgangsraða þeim málum sem dreifbýliskonur leggja áherslu á í sínum samfélögum. Áherslur verkefna næstu þriggja ára beinast að loftslagssnjöllum landbúnaði (Climate-Smart Agriculture), heilsu og menntun kvenna í dreifbýli (Rural Women’s Health, and Education) og á samfélagsþróun fyrir öll kjarnaverkefni.
ACWW er með ráðgefandi stöðu við margar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og á þinginu var sagt frá því að undanfarið hefur mikið verið unnið í því að styrkja þá stöðu enn frekar til að raddir kvenna í dreifbýli nái eyrum þeirra sem taka ákvarðanir sem varða líf þeirra.
Einn af starfsmönnum ACWW, Nick Newland, var nýlega kosinn formaður landsnefndar félagasamtaka við UNESCO og mun í haust stjórna málstofu á þeirra vegum sem fengið hefur vinnuheitið „Breyting hugarfars fyrir jafnrétti kynjanna“. Þessi staða setur ACWW við ákvörðunarborð innan UNESCO og felur í sér tækifæri til að koma betur á framfæri röddum dreifbýliskvenna.

KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Skoðunarferðir og hátíðarkvöldverður í Konungshöllinni
Um miðbik þingsins sunnudaginn 21. mai var öllum þinggestum boðið í skoðunarferðir. Hópnum var skipt á þrjá staði. Sú sem þetta skrifar ásamt Lindu B. Sverrisdóttur heimsótti National Craft Institute eða Institut Kraf Negara (IKN) einsog skólinn er kallaður á Malasísku. IKN er staðsettur nokkrum kílómetrum frá miðbæ Kúala Lúmpur og er háskólasvæði í fallegri grænni vin inni í miðri borginni. Í skólanum eru 250 nemendur sem læra þar forn handverk Malasíu. Textílvefnað, batikgerð, körfugerð, tréskurð, keramik og málmsmíði. Nemendurnir koma allstaðar að frá Malasíu,búa í skólanum í þrjú ár og fá frítt fæði og húsnæði meðan á náminu stendur. Hópnum okkar var skipt í litla hópa og fengu allir að spreyta sig í
hinum ýmsu vinnustofum. Við Linda fengum að prófa málmsmíði og tréskurð. Aðrar skoðunarferðir voru í Margmiðlunarháskólann í Kúala Lúmpúr og restin af íslenska hópnum fór í ferð þar sem innfæddir tóku á móti hópnum og var boðið meðal annars að taka þátt í Malasísku brúðkaupi í skóginum rétt fyrir utan borgina.
Um kvöldið var svo heimsóknin í konungshöllina þar sem drottningin Azizah var gestgjafi á hátíðarkvöldverði þingsins. Prúðbúnum þinggestum var ekið í sex stórum rútum í forgangsakstri og í lögreglufylgd til hallarinnar. Höllin er stórglæsileg og var tekin í notkun 2011. Hún stendur á hæð í úthverfi Kúala Lúmpur á 100.000 fermetra lóð. Hún er samsett úr nokkrum álmum með turnum. Að loknum kvöldverði og fjölbreyttum skemmtiatriðum fylgdi drottningin hópnum í skoðunarferð um höll-
ina, hún spjallaði við gesti og sýndi hin ýmsu herbergi hallarinnar sem voru hin glæsilegustu.
Skemmtidagskrá og
malasískt handverk

Á hverju kvöldi á þinginu var boðið upp á skemmtidagskrá þar sem mat og menningu í Malasíu voru gerð góð skil, en Malasísk, indversk og kínversk menning blandast vel saman í landinu. Á þinginu var einnig settur upp markaður á hótelinu með malasísku handverki sem þinggestir gátu skoðað og verslað. Þinggestum, sem ekki þurftu að sitja alla þingfundi, gafst síðan kostur á að skrá sig í hinar ýmsu skoðunarferðir sem skipuleggjendur buðu upp á. Þannig fengu þinggestir gott tækifæri á að skoða sig nokkuð vel um í Kúala Lúmpur og nágrenni. Á milli þingfunda gafst einnig smá tími til að njóta í hótelgarðinum og jafnvel skella sér í sundlaugina.
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta heimsþing hafi verið mikil upplifun, enda vel staðið að öllu skipulagi af hálfu gestgjafanna í Kvenfélagasambandinu í Pahang í Malasíu og starfsfólki skrifstofu ACWW, sem voru óþreytandi við að liðsinna þinggestum.
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru af því sem þingið hafði upp á að bjóða. Á síðasta þingfundinum og á lokaathöfninni var svo kynning á næsta heimsþingi ACWW sem haldið verður í Ottawa í Kanada í apríl 2026. Þingið verður kynnt nánar þegar nær dregur og hvetjum við kvenfélagskonur til að fylgjast vel með því og fjölmenna þangað með okkur.
Ályktanir
sem samþykktar voru á heimsþinginu
„Kynjaáhrifagreining á landsbyggðinni“
„ACWW hvetur ríkisstjórnir til að greina áhrif þess á öll kyn að búa í dreifbýli þegar hugað er að áætlanagerð og stefnumótun. Tryggja þarf að skoðuð verði áhrif þessara tveggja breytna, að vera kona og að búa í dreifbýli. Lögð er áhersla á að tekið verði fullt tillit til kynjabreytunnar í dreifbýli þannig að dregið verði úr skaðlegum áhrifum fyrirhugaðra áætlana og stefnu um landsbyggðina er varða konur.“
„Stofnun aðgerðaáætlana um atvinnu kvenna í dreifbýli“
„ACWW hvetur allar ríkisstjórnir til að sinna

KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
sérstökum þörfum dreifbýliskvenna með því að vinna með fulltrúum kvennahópa til að koma á, innleiða og fylgjast reglulega með aðgerðaáætlun um atvinnumál kvenna sem tryggir aðgang þeirra að þjálfun og menntun; sanngjarna og örugga starfshætti; vinnuskilyrði þeirra og laun; aðgang að auðlindum eins og fjármagni, efni, tækni og landi/eignum og; þar á meðal en ekki takmarkað við ráðgjöf varðandi starfsferil, viðskipti og frumkvöðlastarfsemi.”
„Að taka á matarsóun“
„Að ACWW leggi áherslu á að taka á matarsóun í öllum sínum verkefnum og aðgerðum og málsvörn (advocacy), með því að viðurkenna að matarsóun á sér stað um alla alþjóðlegu fæðuframboðskeðjuna og að samræmdar aðgerðir eru nauðsynlegar til að draga úr matartapi og matarsóun á hverju stigi.”

Alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna var stofnað árið 1929. Kvenfélagasamband Íslands gerðist aðili að ACWW árið 1980.

Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Dreifbýliskonur eru burðarás fjölskyldna, samfélaga og þjóða, en þær verða hvað verst fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og átökum.
Um 10 milljónir kvenna í um 450 félögum í 80 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum.
Lykilhugtakið í öllu starfi ACWW er valdefling kvenna í öllum sínum fjölbreytileika hvar sem er í heiminum.
ACWW var stofnað til að magna upp raddir kvenna á landsbyggðinni, safna saman staðreyndum um líf þeirra og notar síðan þær upplýsingar til að kalla stjórnvöld til ábyrgðar.
Skipta má starfi ACWW í þrjú áherslusvið: loftslagssnjallan landbúnað,
heilsu kvenna í dreifbýli og menntun og samfélagsþróun. ACWW styrkir þróunarverkefni á þessum sviðum, sem bætir ekki aðeins sveitarfélög um allan heim, heldur stuðlar einnig að skilvirkri og upplýstri hagsmunagæslu.
ACWW heldur alþjóðaþing og svæðis-
þing á þriggja ára fresti. Vitandi að rödd kvenna er svo miklu sterkari þegar við tölum saman. Vinátta myndast og konur um allan heim geta lært af hvor annarri. Aðalskrifstofa ACWW er staðsett í London, Englandi. Á skrifstofunni starfa 7 starfsmenn í fullu starfi.
Myndir: Silla Páls
Texti: Sigríður Ingvarsdóttir -

Lagður og Tundra
Hönnunarfyrirtæki Elínar og Ingvars
AðHólabaki í Austur Húnavatnssýslu er rekið kúabú af þeim hjónum Elínu Aradóttur og Ingvari Björnssyni. Hjónin reka einnig hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkjunum Lagður og Tundra. Á bænum reka þau jafnframt verslun þar sem vörur fyrirtækisins eru seldar, auk valdra gjafavara frá innlendum og erlendum framleiðendum. Vefverslun er síðan nýjasta viðbótin, en hún er rekin undir veffanginu tundra.is.
Fyrstu vörur hönnunarfyrirtækisins fóru á markað 2011, en starfsemin hefur þróast mikið með tímanum. Upphaflega var áherslan á framleiðslu vefnaðarvara, sem var dreift í heildsölu í verslanir víða um land. Nú eru í boði mun fjölbreyttari vörur bæði í heildsölu og smásölu. Smásala gegnum verslunina á Hólabaki og vefverslunina er nú stærri hluti af starfseminni en heildsala.
Náttúra norðurslóða Íslensk náttúra og nánasta umhverfi hefur frá upphafi verið innblástur vöruhönnunar hjá fyrirtækinu. Þannig hafa ljósmyndir af gróðrinum í vegkantinum á heimreiðinni á Hólabaki orðið að myndskreytingum á rúmfatnaði og postulíni. Fjallahringurinn hefur verið prentaður á silkislæður og ljósmyndir af húsdýrum, fuglum og nálægum náttúruvættum hafa ratað á púðaver og svuntur svo eitthvað sé nefnt. Elín sér alfarið um hönnun og útfærslu varanna. En framleiðslu er útvistað til innlendra og erlendra framleiðenda. Stór hluti vefnaðarvaranna, s.s. púðaver, svuntur og töskur, er saumaður
á Íslandi og er kappkostað að nýta þjónustu innlendra aðila hvað varðar aðföng og umbúðir, eins og kostur er. Lagerhald og dreifing fer síðan fram að Hólabaki.
Hvernig fara bústörfin og hönnunarstörfin saman?
Verkaskipting á Hólabaki er nokkuð skýr þegar kemur að rekstrinum. Ingvar sér
alfarið um kúabúskapinn, með aðstoð eldri kynslóðar á bænum. Elín rekur hins vegar hönnunarfyrirtækið ásamt sínu starfsfólki. Til viðbótar við áðurnefnda starfsemi eru hjónin einnig leigutakar
Gljúfurár í Húnaþingi og sjá þau í sameiningu um sölu veiðileyfa og umsjón veiðihúss. Þau hafa því þó nokkuð mörg járn í eldinum og í mörg horn að líta á bænum. Að sögn Elínar fer þetta ágætlega saman. „Við erum á kafi í margs konar rekstri og eins og flestir þekkja
sem eru í eigin atvinnurekstri þá getur það bæði verið krefjandi og umtalsverð binding. Að vera sinn eigin herra er samt eitthvað sem okkur finnst heillandi. Skilin milli vinnu- og frítíma verða stundum ansi óljós og í raun erum við aldrei í fríi þegar við erum heima hjá okkur, sem sumir myndu e.t.v. telja sem ókost við okkar lífsstíl. Við höfum samt komist ágætlega í gegnum þetta í þennan rúma áratug sem við höfum staðið í þessu.
Breytt búsetulandslag í sveitum
Segja má að hönnun og gjafavöruframleiðsla sé eins konar aukabúgrein á Hólabaki? Við værum að öllum líkindum ekki með hönnunarfyrirtæki í rekstri hér, ef við værum ekki einnig í búrekstri. Það er búreksturinn sem er háður þessari staðsetningu og landnytjum hér. Hins vegar er það svo að búsetulandslag og atvinnustarfsemi er mikið að breytast almennt í sveitum. Þeim bændum, sem hafa eingöngu tekjur af hefðbundnum landbúnaði, fækkar alltaf. Mjög margir bændur stunda einnig ferðaþjónustu, skógrækt, ýmiss konar verktakastarfsemi, nú eða vinna hreinlega sem launþegar hjá öðrum fyrirtækjum eða stofnunum í sínu héraði. Hér á okkar svæði er líka þó nokkuð um að jarðir séu ekki í ábúð árið um kring, heldur einungis nýttar til orlofsdvalar. Aukabúgrein er því að verða ansi teygjanlegt hugtak og stundum erfitt að skilgreina hvað er „auka“ og hvað er „aðal“.

Hvað næst – hvar liggja tækifærin?
Á þessu ári höfum við verið að efla verslunina okkar hér heima á bæ. Sumarið 2023 er fyrsta sumarið sem við
höfum verið með fastan opnunartíma, en fram að því var verslunin fyrst og fremst opin í tengslum við markaðsviðburði eða samkvæmt pöntunum fyrir hópa. Við höfum verið að bæta merkingar, en þurfum sannarlega að koma okkur betur á kortið hjá ferðaskrifstofum og í gegnum markaðssetningu á vef. Það eru klárlega tækifæri í þessu, sérstaklega af því að nú er aftur vaxandi straumur erlendra ferðamanna til landsins. Verslunarrekstur er í
raun ákveðin ferðaþjónustustarfsemi og staðsetning á sveitabæ býður upp á ákveðna sérstöðu og óvanalega verslunarupplifun. Vörurnar okkar eru líka margar hverjar aðeins í sölu hjá okkur og vöruúrvalið því einstakt. Í framtíðinni væri líka mjög áhugavert að geta selt matvöru úr eigin afurðum í versluninni og þannig breikkað verulega úrvalið af varningi. En heimavinnsla á bænum er þó enn aðeins á hugmyndastigi.

Ýmsir tyllidagar á næstunni
Ýmsirdagar ársins skipa stærri sess en aðrir í hugum fólks. Hátíðisdagar, afmælisdagar, dagar tengdir ýmsum atburðurm eins og brúðkaupum, trúlofunum og fleiru og svo auðvitað frídagar og allskonar merkisdagar í fjölskyldum.
Ef grannt er skoðað þá eru flestir dagar ársins tileinkaðir hinum ýmsu málefnum og tilefnum hér og þar í heiminum. Meðfylgjandi eru nokkrar dagsetningar á næstunni sem tileinkaðar eru hinum ýmsu málum.
17. september

Alþjóðlegur Kántrí tónlistardagur
Kántrítónlist er ein vinsælasta tegund tónlistar í heiminum. Hún kemur frá Bandaríkjunum. Alþjóðlegi kántrítónlistardagurinn var settur á fimmta áratug síðustu aldar og hefur verið haldið upp á hann árlega síðan. Um allan heim eru haldnar sveitatónlistarhátíðir þar sem unnendur safnast saman og hlusta á lifandi tónlist og taka sporið. Línudans er t.d. mjög vinsæll víða á slíkum hátíðum.
1. október
Alþjóðlegur kaffidagur
Á þessum degi eru allir hvattir til að fá sér gott morgunkaffi, hitta vini yfir ljúffengum kaffibolla og njóta þessa eðaldrykkjar á ýmsan hátt. Því kaffi er meira en drykkur. Hjá mörgum einstaklingum er kaffi ástríða. Kaffi hefur jafnvel sína eigin undirmenningu, tungumál og lífsstíl. Því er alþjóðlegi kaffidagurinn tilvalinn til að prófa sig áfram með nýstárlega kaffidrykki.


31. október Alþjóðlegur Sparnaðardagur
Það er skynsamlegt að huga að framtíðinni og gera fjárhagsáætlanir.
14. október
Alþjóðlegur eftirréttardagur

Eftirréttir eru alltaf vinsælir. Hægt er að nota ímyndunaraflið til að töfra fram sætar, safaríkar eða súrar bragðsprengjur sem geta verið mjúkar, stökkar, heitar eða kaldar og í öllum tilfellum ljúffengar og fallegar á að líta. Alþjóðlegi eftirréttadagurinn getur verið góð afsökun til að dekra við sig og sína og bjóða upp á gómsæta og girnilega eftirrétti í allskonar formi.
Með því að spara á markvissan hátt getum við oft eignast eða upplifað hluti sem okkur hefur dreymt um. Alþjóðlegi sparnaðardagurinn varð upphaflega til í Mílanó á Ítaliu árið 1934 á alþjóðlegu sparnaðarþingi þar sem fulltrúar 29 landa hittust og komu sér saman um að leggja áherslu á og kynna sparnað um allan heim. En það var gert í kjölfar áhrifa kreppunnar miklu á hagkerfi um allan heim og var dagurinn viðleitni til að endurheimta þá trú sem fólk hafði á sparnaði í viðleitni til að tryggja betri lífskjör. Til að halda upp á daginn væri hægt að stofna reikning og setja sér markmið varðandi sparnað fyrir einhverju sem okkur langar virkilega í.
31. október
Hrekkjavaka (Halloween)
Á þessum degi er tilefni til að klæða sig í hrollvekjandi búninga, skreyta heimilin og útbúa ,,hryllilegar“ veitingar fyrir fjölskyldu og vini. Krakkar fara gjarnan hús úr húsi og safna ýmsu góðgæti. Hér á landi hafa vinsældir Hrekkjavökunnar

verið að aukast ár frá ári. Rekja má sögu hrekkjavökunnar til gelísku hátíðarinnar ,,Samhain“ sem markaði lok uppskerutímabilsins og upphaf vetrar. Keltar töldu að á Samhain-nóttinni yrðu mörkin milli lifandi og dauðra óljós. Andar hinna dauðu áttu þá að geta snúið aftur til hins jarðneska heims.

1. nóvember

Dagur ilmkerta
Ef þú ert unnandi ilmkerta ertu heppin(n) því nú eiga þau sinn eigin dag. Dag sem er tileinkaður rólegheitum og því að njóta þess að hafa góð ilmkerti í hýbílum okkar sem eiga að stuðla að aukinni vellíðan, slökun og hamingju. Til að halda upp á ilmkertadaginn er tilvalið að kveikja á góðu ilmkerti, gefa sér tíma til

að slaka á, setja á róandi músik og njóta líðandi stundar.
23. nóvember
Þakkargjörð
Fjórða fimmtudag í nóvember er haldin Þakkargjörðarhátíð. Siður sem er í miklum metum í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá er góður tími til að hugsa um allt það sem við getum verið þakklát fyrir og njóta með fjölskyldu og vinum
góðrar þakkargjörðarmáltíðar, sem oftast samanstendur af kalkún með fyllingu og graskersböku. Uppruna hátíðarinnar má rekja til ársins 1620 þegar hópur enskra landnema, sem þekktir voru sem pílagrímar, komu til Massachusetts í Ameríku. Í þakklætisskyni fyrir ríkulega uppskeru með hjálp frumbyggja héldu pílagrímarnir veislu til að þakka fyrir að þeir lifðu af og áttu gnægð matar.
Húsfreyjan jákvæð og hvetjandi
Ritstjórnarfundur Húsfreyjunnar
Húsfreyjunnar og ritstjóri hennar áttu tveggja daga samverustund á Laugabakka í Miðfirði þriðja til fjórða júní sl. Þar var tíminn vel nýttur til fundarhalda og rýni á efni blaðsins. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hópur hittist í raunheimum en fundirnir undanfarið hafa farið fram í netheimum.
Ritstjórn
Farið var yfir efni og útlit blaðsins í heild, niðurstöður rýnihóps, tillögur að efnistökum og margt fleira. Það er staðreynd að í áranna rás hefur verið sífellt erfiðara að halda úti blaðaútgáfu, þar sem mikið af fjölbreyttu efni er nú að finna á netinu og ýmsum samfélagsmiðlum. Með einhverju móti þarf að fjölga áskrifendum blaðsins, en blaðið kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift eingöngu tæplega 6000 krónur. Hægt er að fá blaðið í netáskrift.
Það var samdóma álit ritstjórnar og ritstjóra að Húsfreyjan sé virkilega gott blað og bjóði upp á mikið af fróðlegu, skemmtilegu og góðu efni. Blaðið hefur þróast og efnistök og efnisval verið í takt við tíðarandann hverju sinni. Mikill fróðleikur hefur ratað á síður blaðsins í
þá rúmlega sjö áratugi sem Húsfreyjan hefur komið út þar sem viðtöl við framúrskarandi konur eru fastur liður. Hagnýtar leiðbeiningar um heimilishald, handavinnuþættir og mataruppskriftir eiga sinn fasta sess í blaðinu ásamt ýmsu öðru efni s.s fréttum frá kvenfélögum landsins. Áfram á að halda þeirri stefnu að vera með jákvæð og hvetjandi gildi
að leiðarljósi í efnisvali og leggja áherslu á fjölbreytni, ekki síst með viðtölum við konur með mismunandi bakgrunn, víðsvegar af landinu, sem eru að fást við áhugaverða hluti.
Það er einlæg von ritstjórnar og ritstjóra að Húsfreyjan, síung á áttræðisaldri, muni halda velli um langa framtíð með dyggum stuðningi áskrifenda sinna.
Texti: Björg Baldursdóttir formaður ritstjórnar Húsfreyjunnar -
Mynd: Rósa Maren Vinson
Texti: Albert EiríkssonMyndir: Silla Páls
Matarboð í Grindavík
Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur, býr við rætur fjallsins Þorbjörns ásamt eiginmanni sínum, Eiríki Dagbjartssyni. Heimili þeirra er einstaklega hlýlegt og smekklegt og margt fallegt að skoða. Solla, eins og hún er kölluð, er sérdeilis hláturmild og kann þá góðu list að gera grín að sjálfri sér. Hún hlær sig máttlausa þegar hún segir að einu sinni hafi vinkona hennar haft á orði að ef hún væri veggur, væri hún voða þreytt, enda eru ótal munir hengdir á þá!
Við fengum að fylgjast með matarboði hjá Sollu, en hún hafði boðið til sín sjö öðrum félögum sínum úr Kvenfélagi Grindavíkur.
Þegar okkur bar að garði, voru þær Rannveig Böðvarsdóttir í óða önn að útbúa fádæma girnilega og ljúffenga rétti, - greinilega engir nýgræðingar í veisluhaldi, því að þótt þær væru hraðhentar var allt með léttum leik.
Gengið er út á pallinn úr eldhúsinu og þar blasti við

Svartsengisæði
600 g Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
Bræðið yfir vatnsbaði og dreifið á smjörpappír í ofnskúffu.
Appolo Hraunlakkrís bitar
Nóa trompbitar
Hnetubland

Litlir sykurpúðar
Brytjið allt smátt og setjið yfir bráðið súkkulaðið. Bræðið Freyju karamellur með rjóma og hellið yfir. Setjið í frysti í 2 klst., brjótið að vild eða skerið í bita, skreytið með jarðarberjum og berið fram.
Albert
sami myndarskapur og innan dyra, traustbyggt og glæsilegt grill, heitur pottur og síðast en ekki síst „Hvítvínskúlan“, garðhús úr gleri sem hægt er að opna í hvaða átt sem er, eftir því hvernig vindurinn blæs og sólin skín. Í kúlunni var heldur betur glatt á hjalla þegar dömurnar voru sestar til að gæða sér á beikonvöfðum ananas, melónu-parmaskinku pinnum og jarðarberjum ásamt Blue Nun freyðivíni með 24 karata gulli!
Þá var haldið inn að veisluborðinu og við tók hver dýrindis rétturinn á fætur öðrum; avókadó forréttur, fylltur kjúklingur í aðalrétt með kartöflum og salati. Eftirréttirnir voru „Svartsengisæði“, „Háhælaskór“ kvenfélagskonunnar og smjörkökur. Mæla má eindregið með því að prófa allar þessar uppskriftir, þær eru hver annari betri!
Kökuskór
Um 20 kökur
Bollakökur:
240 g hveiti
220 g sykur
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
115 g mjúkt smjör
3 egg
1/2 bolli mjólk

3 tsk. vanillusykur
Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti og salti. Bætið smjörinu við og eggjum einu í einu, hrærið mjólk og vanillusykur saman og bætið við. Hrærið á meðalhraða.
Smjörkrem:
250 g smjör
500 g flórsykur
3 tsk. vanillusykur
2 tsk. vanilludropar
1msk. rjómi
Smjörkökur
175 g smjör
90 g sykur
250 g hveiti
1/2 tsk. vanilludropar hrásykur
Þeytið smjör, sykur og vanillu létt og ljóst, bætið hveiti rólega við deigið. Hnoðið saman í höndum, rúllið deiginu upp í lengju og veltið upp úr hrásykrinum. Kælið í 30 mín. áður en kökurnar eru mótaðar. Bakið við 160°C í u.þ.b. 16 til 20 mín., eða þar til gullinn litur er kominn á kökurnar.
Kjúklingabringur með fyllingu
Maríneringin er miðuð við 700 g af kjúklingi.
3 stilkar sítrónugras, fínsaxaðir
2 msk. engifer, fínrifið
4 msk. sojasósa
1/2 msk. hunang, fljótandi
4 msk. sesamolía
Kóríander, fínsaxað
1 rautt chili-aldin, fínsaxað
1 límóna, skorin í báta
Maukið saman í matvinnsluvél sítrónugras, engifer, sojasósu, hunang og sesamolíu. Hellið kryddmaukinu yfir kjúklinginn. Látið kjúklinginn marínerast í 2 klst. eða lengur. Kjúklingurinn verður meyrari og
safaríkari því lengur sem hann fær að marínerast. Stráið kóríander og
söxuðu chili-aldini yfir rétt áður en kjúklingurinn er borinn fram. Gott að hafa límónubátana með kjúklingnum í ofninum.
Fylling:
20 steinlausar döðlur, saxaðar gróft 3-4 hvítlauksrif, söxuð
Fyllt avókadó
4 avókadó
2 stórir tómatar
2 msk. smátt skorinn rauðlaukur
1 tsk. rifinn hvítlaukur
2 msk. ólífuolía
½ tsk. salt
Pipar
Fersk basilíka
Balsamico Glassa
75 g parmesan, gróft rifinn
Jarðarber
Skerið avókadóin í tvennt, fjarlægið steininn. Blandið saman tómötum, rauðlauk, hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar og basilíku og setjið yfir. Hellið balsamico gljáanum yfir til skrauts, þá parmesan og leggið jarðarber yfir til skrauts.
1/2 búnt fersk steinselja, söxuð 1/2 krukka Feti í kryddolíu
Smá olía af Fetanum
Brauðteningar
Nýmalað salt og pipar
Skerið raufar í kjúklingabringurnar, blandið öllu saman og fyllið raufarnar.
Eldið í air fryer í u.þ.b. 20 mín við 180°C. Snúið við eftir 10 mín.
Hvítlaukssósa:
2 dl majónes
1 dl þeyttur rjómi
6-10 hvítlauksrif
1 lítið búnt steinselja
1 msk. Dijon sinnep
½ msk. sykur
Sítrónusafi
Blandið öllu saman og berið með kjúklingnum.
Kartöfluréttur:
Skolið 1 kg af kartöflum og sjóðið í saltvatni í 10 mín.
20 g mjúkt smjör
75 g rifinn parmesan
1 tsk. LMB krydd frá Grillkónginum
1 tsk. chili flögur
grillsalt frá Grillkónginum
Blandið öllu saman og setjið í eldfast mót. Skerið kartöflurnar í tvennt, setjið þær ofaná kryddblönduna. Stráið parmesan og grillsalti yfir og penslið með smjöri. Bakið í 30 mín. við 200°C.
Salat:

Tómatar
Paprika
Vínber
Granatepli
Olía af fetaosti
Skerið allt niður og raðið öðru ofan á salatblað. Hellið olíunni yfir.
Með kjúklingnum var borið Zonin rauðvín og Wente Morning Fog Chardonnay hvítvín.

Sólveig Ólafsdóttir, Rannveig Böðvarsdóttir, Sæbjörg Erlingsdóttir, Karen Elísdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Steinunn Gestsdóttir og Linda Kristmundsdóttir.







Glöggt er gests augað
Ronni Flannery um upplifun af landinu okkar
Ferðaþjónusta
víðs vegar um landið skipar æ stærri sess í atvinnuuppbyggingu okkar Íslendinga. Við reynum að höfða til erlendra ferðamanna þegar við auglýsum gistingu og afþreyingu. Sífellt er er reynt að markaðssetja Ísland allt árið um kring til að nýta betur fjárfestingar og innviði í greininni. Tekjur af erlendum ferðamönnum skipa stóran sess í hagtölum landsins og við fundum virkilega fyrir samdrættinum sem varð víða þegar að erlendir ferðamenn skiluðu sér ekki til landsins vegna covid.
En þegar hugað er að þeim stóra markhóp sem erlendir ferðamenn eru, þá er örugglega misjafnt hverju þeir leita eftir, þó svo að íslensk náttúra, tónlistarlíf og ýmiskonar upplifun skipi stóran sess í huga flestra sem koma hingað til lands.
Ronni Flannery umhverfislögfræðingur frá Montana í Bandaríkjunum er ein af fjölmörgum erlendum einstaklingum sem hefur hreinlega tekið ástfóstri við Ísland. Það er forvitnilegt að vita hvað það er sem erlendir ferðamenn eins og hún sækjast eftir hér á landi og hvað stendur upp úr hjá þeim varðandi dvöl á Íslandi, því eins og orðatiltækið segir þá er glöggt gests augað.
Fjármunum í ferðalög vel varið
Í gegnum tíðina hef ég verið svo lánsmöm að hafa fengið að njóta þess að heimsækja mörg lönd og framandi staði í heiminum. Reyndar ferðaðist ég ekki mikið sem barn þar sem fjölskylda mín var ekkert sérstaklega auðug og það var alls ekki eins algengt að vera á faraldsfæti þá og er í dag. Segja má að ég hafi fengið ferðabakteríuna eftir útskrift úr menntaskóla og í dag er ég þeirrar skoðunar að það sé mjög góður kostur að eyða peningum í ferðalög og upplifun ferkar en að sanka að sér dauðum hlutum.

Þar sem svo margir fallegir og áhugaverðir staðir eru í heiminum og frítími í ferðalög er af skornum skammti, sérstaklega hér í Bandaríkjunum þar sem frídagar eru mun færri en á Íslandi þarf maður að vera duglegur að forgangsraða. Því hef ég í gegnum tíðina sjaldnast heimsótt sömu staði aftur þ.e. ekki fyrr en ég kom til Íslands. Aðeins nokkrum mánuðum eftir fyrstu ferð mína og sonar míns til Íslands árið 2019, bókaði ég næstu Íslandsferð.
Nýtur frelsisins á húsbíl Ég hef leigt húsbíl í ferðum mínum til Íslands, því þannig nýt ég frelsis, sjálfstæðis, sveigjanleika sem sá ferðakostur býður upp á. Ég get stoppað lengur eða skemur á stöðum án þess að vera bundin af fyrirframbókaðri gistingu. Ég hef ferðast víða um Ísland og heimsótt alla landshluta, en á þó eftir marga forvitnilega staði sem ég er ákveðin í að skoða. Hápunktarnir til þessa eru Norðurland, þá sérstaklega Siglufjörður, Vestfirðir og Hornstrandir. Þrátt fyrir að ég hafi aðeins notið Íslands að sumri til, þá hef ég upplifað öll veðrabrigði.
Þar sem ég er frekar kulvís og vil gjarnan nýta peninginn vel og Ísland er ekki þekkt fyrir að vera ódýrt land, þá hafa margir vinir mínir verið forvitnir um af hverju ég heillast svo mikið af Íslandi.
Umsjón: Sigríður Ingvarsdóttir







ÁSTÆÐUR ÞESS AÐ ELSKA ÍSLAND 10
Þessi spurning varð til þess að ég fór að velta fyrir mér af hverju þetta stafaði og meðfylgjandi eru tíu mikilvægustu ástæður þess að ég elska Ísland.... og þessi röð fer ekki eftir mikilvægi.
1Þessi eintaka og ósnorta náttúra sem maður sér hvergi annars staðar ! Mér finnst ekkert fallegra en hlíð sem er þakin lúpínum eða klettabelti, sem er fullt af fuglum í hreiðrum eða mosaþakið grjót. Að ferðast um Ísland er eins og að ferðast um risastóran þjóðgarð, sem samanstendur af góðu fólki, góðum mat og áhugaverðum menningarviðburðum. Stóra áskorunin fyrir Íslendinga i framtíðinni er að vernda náttúruna og setja hana í forgang. 2 Íslendingar! Það er ótrúlega gefandi að fá að kynnast Íslendingum og miklu áhugaverðara að heimsækja staði þegar þú heyrir sögurnar og hvað heimafólk hefur að segja. Þeir Íslendingar sem ég þekki eru hlýir og gestrisnir, fyndnir og glöggir. Þeir eru frábærir kokkar og hafa góðan tónlistarsmekk. Þeir eru gæddir innsæi og eru opnir. Hugulsemi og frumkvæði Íslendinga eykur aðdráttarafl Íslands, og sem betur fer virðast Íslendingar njóta þess að ræða við ferðafólk. 3
Lakkrís og súkkulaði í sama lostæta pakkanum. Svo ótrúlega góð blanda, sem allir Íslendingar virðast elska og ég skil bara ekkert í að maður fái þetta hnossgæti ekki annars staðar!
4Í beinu framhaldi er best að nefna mat. Ég hreinlega elska íslenskan mat, vil sérstaklega nefna fiskisúpu, plokkfisk, skyr, smjör og hvera-rúgbbrauð, sérstaklega með miklu smjöri og ekki skemmir að hafa reyktan íslenskan lax ofan á. Það að borða íslenskan mat er eins og tónlist í mínum eyrum. Allt svo hreint, upprunalegt og gott. Og það er einstök upplifun að borða gúrkur og tómata ræktaða á svæðinu með jarðhita.
5 Sundlaugarnar. Ég get ekki sagt nógu mikið um almenningssundlaugarnar á Íslandi. Ekki eingöngu vegna afþreyingarhlutans og endalausa heita vatnsins og ekki bara vegna þess að sonur minn krafðist þess að við heimsóttum eina á dag (sem er mögulegt þar sem þær eru svo margar). Íslenskar laugar bjóða upp á frábær tækifæri til að verða vitni að ósviknu íslensku lífi í núinu. Frábær staður til að safnast saman, deila fréttum dagsins og pústa. Þar sem ég kem frá landi sem leggur ofuráherslu á líkamslögun (og þá er ég að gera lítið úr því), þá get ég sagt að það er ótrúlega endurnærandi að vera meðal fólks sem virðist alveg sama af hvaða stærð eða lögun líkami þess er, á meðan það passar upp á að þvo sér nógu vel áður en það fer út í laugina. Þvílík ánægja sem sundlaugarnar veita bæði heimafólki og ferðalöngum og einnig frábær fjárfesting með skattfé!
6Hái hamingjustuðullinn. Þegar ég er á ferð um landið og í samneyti við Íslendinga þá er ég hreinlega að springa úr hamingju. Það kemur ekki á óvart að ferðamenn elska Ísland, þó svo að þeir séu að leita að mismunandi afþreyingu. Ísland veitir innblástur með bæði aukinni orku og róandi tilfinningu og manni líður vel og það er sannarlega hluti af því að fá mig til að vilja koma aftur og aftur og dvelja lengur og lengur.
7 Sjónvarpsþættirnir Ófærð/ Trapped, sérstaklega 1. þáttaröð.
8
Það er alltaf einhver ný upplifun handan við hornið. Maður er alltaf að uppgötva falda sælureiti á Íslandi.
9 Íslenskt stolt, sem er hvorki mont né þjóðerniskennd, heldur endurspeglar ósvikna ástúð fyrir svo miklu af því sem Ísland stendur fyrir. Allt frá hreinni orku landsins og skuldbindingu við lausnir tengdar loftslagsbreytingum til þeirrar staðreyndar að Íslendingar eru eina þjóðin í heiminum sem getur lesið upprunalegu fornsögurnar. Ég held að ég hafi aldrei heyrt Íslending kvarta um veðrið eða nokkuð annað yfirleitt. Í staðinn hefur heimafólk, sem ég hef rætt við verið uppteknara af því að njóta lífsins til hins ítrasta á svo margvíslegan hátt.
10 Álfar. Ég á ennþá eftir að hitta einn, en ég er hrifin af möguleikanum á að einn daginn gæti ég hitt einn.
Lífsánægja og verkaskipting innan heimilis
Anna Guðrún Ragnarsdóttir doktorsnemi í hagfræði

Hverhefur ekki upplifað að þræta við maka sinn um það hver ryksugar oftar, sækir börnin í skóla eða vinnur of mikið utan heimilis? Við könnumst flest við að það, hvernig pör skipta með sér verkum innan heimilisins, getur valdið ágreiningi og tímabundnu ósætti innan sambandsins. Öllu óljósara er þó hvort þetta hafi merkjanleg áhrif á lífsánægju einstaklinga, en hún er einmitt meginviðfangsefnið í doktorsnámi Önnu Guðrúnar Ragnarsdóttur í Háskóla Íslands.
Samfélagslegar breytingar
Þegar við tölum um verkaskiptingu innan heimilisins er fyrst og fremst verið að tala um hvernig pör skipta með sér launaðri vinnu annars vegar og hins vegar ólaunuðum. Hér áður fyrr var þessi verkaskipting skýr, karlmaðurinn sá um að afla tekna utan heimilisins á meðan kvenmaðurinn sá um heimilishald og umsjá barna. Á seinustu áratugum hefur
samfélagið tekið miklum breytingum
í átt að auknu kynjajafnrétti. Það er að verða sífellt algengara að konur og karlar sinni launaðri vinnu og heimilisstörfum
í jafnari mæli og hefur hin hefðbundna verkaskipting innan heimilisins þar með minnkað.
Kenningar hagfræðinnar útskýra hvernig verkaskipting og þar með sérhæfing eykur skilvirkni vinnu, hvort sem er innan heimilis eða utan. Þegar verkaskipting innan heimilisins minnkar má
því ætla að sérhæfingin og skilvirknin dragist saman sömuleiðis. Þá hafa kröfur
á bæði karla og konur aukist. Nútíma
íslenskt samfélag kallar eftir því að hver
einstaklingur, hvort sem hann er karl eða kona, hafi spennandi og gefandi starf, aðstoði börnin við heimalærdóm og hinar ýmsu tómstundir, gæti þess að heimilið sé óaðfinnanlegt og maturinn sé eldaður frá grunni. Þá þarf að hitta vinina og ekki má gleyma að stunda líkamsrækt og eigin áhugamál. Samspil minni sérhæfingar og aukinna krafa getur svo leitt af sér aðstæður þar sem fólk finnur fyrir áhrifum tímaskorts með tilheyrandi streitu og álagi.
Á meðan við erum flest sammála um að við viljum lifa í samfélagi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi getur verið að samdráttur í verkaskiptingu hafi umræddar neikvæðar afleiðingar. Þannig höfum við tvær ólíkar hliðar sem verka hvor á aðra en óljóst er hvaða áhrif það getur haft á lífsánægju einstaklinga og er tímabært að varpa frekara ljósi á þetta samband.
Verkaskiptingin
Ljóst er að verkaskiptingu er ólíkt háttað milli landa, en þó sérstaklega eftir menningarheimum og kynjajafnrétti á viðkomandi svæði. Erfitt er að nálgast sambærileg gögn um verkaskiptingu eftir löndum eða heimshlutum og því er vandasamt að draga fram gagnlegan samanburð milli landa. Það er þó hægt að draga þá ályktun út frá fyrri rannsóknum að í flestum tilfellum virðist verkaskipting innan heimilisins byggja á sögulegum hlutverkum karla og kvenna, þ.e. konan er enn sú sem sinnir meirihluta af heimilisstörfum og karlinn er enn sá sem sinnir meirihlutanum af launaðri vinnu.
Lítið hefur verið safnað af gögnum varðandi verkaskiptingu innan heimilisins á Íslandi. Þó má finna upplýsingar um meðalfjölda launaðra vinnustunda á viku hjá bæði konum og körlum á vef Hagstofu Íslands. Þá safnaði Hagstofan upplýsingum um fjölda klukkustunda sem konur og karlar eyða í heimilisstörf árið 2021. Við getum nýtt þessi gögn til að bera þau saman við sambærileg gögn frá Ástralíu.
Áhugaverðar niðurstöður
frá Ástralíu
Niðurstöður mínar á sambandi lífsánægju og verkaskiptingar innan heimilisins í Ástralíu benda til þess að lífsánægja karla er ótengd þeim tíma sem eytt er í heimilisverk. Aftur á móti gefa niðurstöðurnar til kynna að ástralskar konur vilji fremur sinna heimilisverkum sjálfar og vilji hreinlega síður að karlinn geri það.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að launuð vinna hafi neikvæð tengsl við lífs-
Ísland Ástralía
Tafla 1: Meðalfjöldi klukkustunda á viku sem eytt er í launaða og ólaunaða vinnu á Íslandi og í Ástralíu, árið 2021. Heimild: Hagstofa Íslands (2021, 2023) og HILDA.
ánægju bæði karla og kvenna, áhrifin eru þó sterkari hjá konum. Þá er lífsánægja karla neikvætt tengd við vinnuframlag konunnar en ekki öfugt.
Heilt á litið, benda niðurstöðurnar til þess að ef ástralskt par er að reyna að hámarka heildarlífsánægju sína að þá borgar verkaskipting innan heimilisins sig

Áskrift að Húsfreyjunni er tilvalin vinargjöf
Hún kemur út 4 sinnum á ári og þú getur pantað fallegt gjafabréf með.
Hafðu samband við skrifstofu Húsfreyjunnar í síma 552 7430 eða keyptu gjafaáskrift á husfreyjan.is.
þar sem karlinn sinnir meirihlutanum af launaðri vinnu og konan sér um meirihlutann af heimilisstörfum.



Ástralía er ekki Ísland
Töluverður munur er á kynjajafnrétti og venjum þegar litið er til Íslands og Ástralíu. Það er því ekki hlaupið að því að heimfæra ástralskar niðurstöður til Íslands. Ég tel líkur á því að talsvert ólíkar niðurstöður mundu fást hér á landi. Aftur á móti er mikilvægt að hafa í huga að verkaskipting getur verið af hinu góða. Það er því mikilvægt að samfélagið leyfi þeim einstaklingum sem kjósa að stunda mikla verkaskiptingu á sínu heimili að gera svo án þess að það sé litið hornauga.
Veljumnúnaþaðsem okkurfinnstgaman
Prjónaðarsumarpeysur

Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur
Líftækni,kraftlyftingarlyfjaþróun, og köfun

Myndir: Silla Páls
Kristjánsdóttir -

Texti: Sjöfn
Prjónaskapur góður fyrir andlega heilsu
Sjöfn Kristjánsdóttir
Það er staðreynd að á eftir sumri kemur haust. Þó flest tregum við oft að sumarið taki enda þá er um að gera að taka haustinu opnum örmum því haustið er í heild sinni falleg og yndisleg árstíð. Þá er tilvalið að draga upp prjónana og fara t.d. að huga að jólagjafaprjóninu. Hér eru fjórar uppskriftir sem eru tilvaldar í slíkt prjón, fylgihlutir sem allir geta notað svo er líka svo gaman að prjóna bæði vettlinga og sokka.
Það er talið mjög gott fyrir andlega heilsu að prjóna. Því hefur verið haldið fram að það að prjóna á hverjum degi hafi róandi áhrif á viðkomandi og stuðli að aukinni hamingju. Þar sem prjónaskapur er mjög afslappandi
UNGBARNA HOSUR
Stærð: 0-6 mán.
Prjónfesta: 23 lykkjur á prjóna nr. 4 = 10 cm
Garn: Katia Merino 100% EÐA Bamboo Wool frá Icewear.
Það sem þarf:
- Sokkaprjónar nr. 4
- Nál til frágangs
- 50 g af garni
Hosurnar eru prjónaðar fram og til baka. Uppskriftinni er skipt upp í 3 skref:
1. skref: Táin (þetta skref er prjónað með garðaprjóni (slétt á réttu og röngu).
2. skref: Styttar umferðir (þetta skref er prjónað slétt á réttu og brugðið á röngu).
3. skref: Stroff í kringum ökklann.
getur hann dregið úr streitu og kvíða. Prjónið hjálpar einnig til við að örva heilann, halda eibeitingu og bæta minnið. Sé prjónað í félagslegu umhverfi minnkar einnig áhættan á einmanaleika og einangrun.
Þegar við erum með hendurnar uppteknar við að prjóna getum við einnig brotið upp óhollt mynstur eins og t.d. að ná okkur sífellt í einhverjar freistingar eins og sætindi, sígarettur eða símann.
Ávinningur af því að prjóna er svo allar fallegu afurðirnar sem við erum að skapa og getum t.d. gefið ástvinum eða þeim sem minna mega sín.
Hér að neðan eru nokkur atriði sem mikilvæg eru í þessari uppskrift:
Snúin lykkja
Til þess að fá sléttu lykkjuna snúna í hálsmáli og stroffi þarf að prjóna svona:
Réttan: Prjónið aftan í sléttu lykkjuna í stað þess að prjóna framan í hana.
Rangan: Prjónið aftan í brugðnu lykkjuna í stað þess að prjóna framan í hana.
Blóm prjónuð í hosur
Blómið er prjónað í umferð 5 í skrefi 2.
Aðferð: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir að miðju umferðar. Farið 3 umferðir niður og tvær lykkjur til vinstri, prjónið ofan í hana, prjónið 2 lykkjur slétt. Prjónið aftur ofan í lykkjuna sem er 3 umferðum fyrir neðan, prjónið 2 lykkjur slétt. Prjónið aftur ofan í lykkjuna sem er 3 umferðum fyrir neðan, prjónið 2 lykkjur slétt. Prjónið út umferð. Hér er vídjó til útskýringar - https://bit.ly/prjonudblom. Á bls. 41 eru myndrænar útskýringar.
Fitjið upp 31 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4. Prjónið samkvæmt skrefum hér að neðan (aðeins er prjónað á tvo sokkaprjóna):
Skref 1:
1. umferð (réttan): Slétt prjón.
2. umferð (rangan): Prjónið 1 lykkju slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 1 lykkju slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 1 lykkju slétt. Nú eiga að vera 35 lykkjur á prjóninum.
3. umferð: Slétt prjón.
4. umferð: Prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt. Nú eiga að vera 39 lykkjur á prjóninum.
5. umferð: Slétt prjón.
6. umferð: Prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 5 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt. Nú eiga að vera 43 lykkjur á prjóninum.
7. umferð: Slétt prjón.
8. umferð: umferð: Prjónið 4 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 7 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 14 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 4 lykkjur slétt. Nú eiga að vera 47 lykkjur á prjóninum.
9. – 17. umferð: Slétt prjón.
Skref 2 – styttar umferðir:
1. umferð (réttan): Prjónið 19 lykkjur slétt. Prjónið 8 lykkjur slétt (ristin). Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. Snúið við.
2. umferð (rangan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna, með bandið fyrir framan eða að ykkur, prjónið 7 lykkjur brugðnar, prjónuð 2 lykkjur saman brugðnar. Snúið við.

3.
eins og eigi að prjóna hana slétta, með bandið fyrir aftan eða frá ykkur, prjónið 7 lykkjur slétt. Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. Snúið við.
Endurtakið umferð 2 og 3 þar til 34 lykkjur eru eftir á prjóninum (MUNIÐ EFTIR AÐ PRJÓNA BLÓMIÐ Í UMFERÐ 5). Þá eru tvær umferðir eftir í þessu skrefi:
1. (rangan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna, með bandið fyrir framan eða að ykkur, prjónið 7 lykkjur brugðnar, prjónuð 2 lykkjur saman brugðnar. Snúið við.
2. (réttan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana slétta, með bandið fyrir aftan eða frá ykkur, prjónið slétt út umferð. Nú eiga að vera 33 lykkjur á prjóninum.
Skref 3 – stroff um ökkla: Prjónið 2 umferðir (slétt á réttu, brugðið á röngu). Nú er stykkið prjónað svona:
1. umferð (rangan): Prjónið 1 lykkju snúna slétta og 1 lykkju brugðna til skiptis út umferð.
2. umferð (réttan): Prjónið 1 lykkju slétta og 1 lykkju snúna brugðna til skiptis út umferð. Endurtakið umerð 1 og 2 alls 10 cm. Fellið af á röngunni með brugðningu - www.bit.ly/brugdning. Í affellingu kemur best út að prjóna brugðnu lykkjuna snúna.
Frángangur
Saumið sokkinn saman, undir il og aftan á ökkla. Skolið úr sokkunum undir kaldri bunu í vaskinum (gott að leyfa þeim að liggja í vatni í kannski 7-10 mín). Kreistið lauslega úr þeim og leggið til þerris. Ekki er æskilegt að leggja ull til þerris í bert sólarljós, það getur litað ljósa ull.
UNGBARNA VETTLINGAR
Stærð Þvermál yfir handabak Garnmagn
Ungabarn 5,5 cm 50 g
3-6 mán. 7 cm 50 g
6-12 mán. 7 cm 50 g
1-2 ára 7cm 50 g
Prjónfesta: 26 lykkjur á prjóna nr. 3.5 = 10 cm
Garn: Katia Merino Baby EÐA Baby Wool frá Icewear

Garn.
Það sem þarf:
- Sokkaprjónar nr. 2.5 og 3.5
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
Nikita vettlingar eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna nr. 3.5.
SSK – slip slip knit
Færið 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón (eina lykkju í einu), prjónið aftan í þær saman slétt www.bit.do/slipslipknit
Snúin lykkja
Til þess að fá sléttu lykkjuna snúna í hálsmáli og stroffi þarf að prjóna svona: Prjónið aftan í sléttu lykkjuna í stað þess að prjóna framan í hana.
Blóm prjónuð í vettling
Blóm 1 er prjónað eftir 6, 7, 7, 7 sléttar umferðir frá neðra stroffi.
Blóm 2 er prjónað eftir 5, 5, 5, 6 umferðir frá fyrsta blómi. Prjónið eins mörg blóm og komast fyrir á vettlingnum.
Aðferð: Prjónið 5, 6, 6, 7 lykkjur, prjónið blóm: Farið 3 umferðir niður og eina lykkju til vinstri, prjónið ofan í hana, prjónið 2 lykkjur slétt. Prjónið aftur ofan í lykkjuna sem er 3 umferðum fyrir neðan, prjónið 2 lykkjur slétt. Prjónið aftur ofan í lykkjuna sem er 3 umferðum fyrir neðan, prjónið 2 lykkjur slétt. Prjónið út umferð (sjá útskýringamynd). í næstu umferð þarf að prjóna 3x tvær lykkjur saman til að jafna út lykkjufjölda (sjá mynd). Hér er linkur á þessa aðferð: https://youtu.be/Yg2mdhFwptM.
Fitjið upp 30, 32, 34, 36 lykkjur á sokkaprjón nr. 3.5. Tengið í hring og prjónið stroff (1 snúin sl, 1 br), 2, 2, 4, 4
umferðir. Prjónið svo slétt prjón þar til stykkið, frá uppfiti, mælist 5, 6, 7, 8 cm.
Skiptið yfir á prjóna nr. 2.5 og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið svo brugningu (1 snúin sl og 1 br) alls 6, 6, 8, 8 umf. Prjónið 1 umferð slétt til viðbótar á sokkaprjóna nr. 2.5. Skiptið nú aftur yfir á sokkaprjóna nr. 3.5. Ég skipti lykkjunum á þrjá prjóna. Þannig eru 15, 16, 17, 18 lykkjur á prjóninum fyrir handabak og restinni af lykkjunum er skipt á tvo prjóna (lófi):
Prjónn 1 (handarbak): 15, 16, 17, 18 lykkjur
Prjónn 2 (lófi): 8, 8, 9, 9 lykkjur
Prjónn 3 (lófi): 7, 8, 8, 9 lykkjur
Með þessu eru jafn margar lykkjur á framhlið og bakhlið vettlingsins. Mér finnst persónulega þægilegra að prjóna á þrjá prjóna og prjóna með fjórða prjóninum. Þið getið líka prjónað á fjóra prjóna og skipt lykkjunum í fernt.
Prjónið nú 4, 4, 6, 6 umferðir. Nú þarf að gera ráð fyrir þumli (nema á minnstu og næstminnstu stærðina, þeir sem eru að prjóna þær stærðir þurfa bara að skoða síðustu setningu í næstu efnisgrein). Það er gert svona: Umferð byrjar á á hlið vettlings (prjónn 1). Á öðrum vettlingnum er prjónað þar til 8, 9 lykkjur eru eftir af prjóninum. Takið hjálparband og prjónið 6, 7 lykkjur. Setjið þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn (prjónið þessar lykkjur aftur og með aðallit eða þeim lit sem vettlingurinn er, prjónið út umferð. Á hinum vettlingnum er gert eins nema á hinum endanum á vettlingnum eða í lok umferðarhttps://bit.ly/þumalband. Prjónið áfram þar til vettlingurinn (frá stroffi) mælist 5, 7, 8.5, 10 cm.
Úrtaka
Tekið er úr á hliðum svona: Byrjið á prjóni 1. Prjónn 1: Prjónið SSK (sjá útskýringu fremst í uppskrift).
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið 2 lykkjur saman slétt.
Prjónn 2: Prjónið SSK. Prjónið út prjóninn.
Prjónn 3: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum.
Prjónið 2 lykkjur saman slétt.
Endurtakið úrtöku í hverri umferð þar til 6-8 lykkjur eru eftir á prjóninum. Klippið bandið, dragið í gegnum lykkjurnar og saumið endann niður inn í vettlinginn.
Þumall
Þumallinn er ekki gerður á tvær minnstu stærðinar. Setjið lykkjurnar á hjálparbandi yfir á sokkaprjóna nr. 3.5 og takið upp 2 auka lykkjur á sitthvorum endanum á þumlinum.
Það er gert til að það myndist síður gat. Í fyrstu umferð eru þær lykkjur svo prjónaðar með þannig að lykkjur verði aftur jafn margar og gerðar voru þegar hjálparbandið var prjónað í = 12, 14 lykkjur (þær tvöfaldast því það eru bæði lykkjur fyrir ofan og neðan gatið).
Prjónið slétt prjón í hring þar til þumallinn mælist 3, 3.5 cm. Prjónið síðan 2 lykkjur saman slétt út umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel.







Frágangur
Gangið frá endum, skolið úr vettlingunum undir volgu vatni og leggið á þurrt handklæði. Látið þorna.
BLÓM PRJÓNUÐ Í
SKREF
NIKITA HOSUR - Í umferðinni á eftir blómaumferð þarf að prjóna saman lykkjurnar til að lykkjufjöldi verði réttur. Lykkjurnar, sem eru á milli örvana (punktarnir), eru prjónaðar sléttar.
HOSUR (BUXUR, HÚFUR OG VETTLINGAR)
Í umferðinni á eftir blómaumferð þarf að prjóna saman lykkjurnar til að lykkjufjöldi verði réttur. Lykkjurnar, sem eru á milli örvanna (punktarnir), eru prjónaðar sléttar.
1 - Farðu eina lykkju til vinstri og þrjár lykkjur niður: Blómalykkja. SKREF 2 - Prjónið ofan í blómalykkjuna slétt. Nú er fyrsta lykkjan í blóminu komin. Prjónið 2 lykkjur slétt. SKREF 5 - Prjónið fjórar lykkjur slétt og byrjið aftur á skrefi 1. SKREF 3 - Prjónið aftur ofan í blómalykkjuna slétt. Nú er komin önnur blómalykkja. Prjónið tvær lykkjur slétt. SKREF 4 - Prjónið aftur ofan í blómalykkjuna slétt. Nú er komin blómalykkja númer 3. Prjónað saman brugðið Prjónað saman sléttFULLORÐINS VETTLINGAR
Ummál belgs
XS: 17 cm - S: 18 cm - M: 19 cm - L: 20 cm
Ummál um úlnlið
XS: 14 cm - S: 15 cm - M: 16 cm - L: 17 cm
Það sem þarf - Sokkaprjónar nr. 3.5 - Nál til frágangs
Prjónfesta
Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 25 lykkjur á prjóna nr. 3,5 gera 10 cm
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með mynstri. Hér að neðan koma atriði sem mikilvæg eru í þessari uppskrift.
Slip, slip, knit (SSK)
SSK er ensk skammstöfun yfir Slip, slip, knit. Færið tvær lykkjur yfir á hægri prjón (eina í einu) með því að fara með hægri prjón framan í þær. Farið með vinstri prjón inn í báðar lykkjurnar og prjónið aftan í þær saman slétt –https://bit.ly/sskbystroff.
Snúin slétt lykkja
Til þess að fá sléttu lykkjuna snúna í hálsmáli og stroffi þarf að prjóna svona: Prjónið aftan í sléttu lykkjuna í stað þess að prjóna framan í hana - https://bit.ly/snuinslett.
Fitjið upp 34, 38, 42, 44 lykkjur á sokkaprjóna nr. 3.5 með lit 1. Tengið í hring og prjónið brugðningu (1 lykkja snúin slétt og 1 lykkja brugðin til skiptis) alls 6, 7, 7, 8 cm.
Prjónið 1 umferð slétt (ekki snúið slétt) með sama lit og stroffið og aukið út um 8, 4, 6, 4 lykkjur jafnt yfir umferð. Þá eiga að vera 42, 42, 48, 48 lykkjur á prjónunum. Skiptið lykkjum á 3 prjóna svona:
1. prjónn (handabak): 10, 10, 12, 12 lykkjur

2. prjónn (handabak): 11, 11, 12, 12 lykkjur
3. prjónn (lófi): 21, 21, 24, 24 lykkjur
Prjónið nú mynstur samkvæmt mynsturmynd, þar til vettlingurinn, frá stroffi, mælist 5.5, 6, 6, 7 cm.
Þumalband

Nú þarf að prjóna þumalbandið inn í vettlinginn. Það er prjónað í á prjóni nr. 3.
Vinstri vettlingur: Prjónið 3 lykkjur samkvæmt mynsturmynd. Takið aukabandið og prjónið með því 7, 8, 8, 9 lykkjur slétt. Færið þessar lykkjur aftur yfir á vinstri prjón og prjónið út umferð samkvæmt mynsturmynd.
Hægri vettlingur: Prjónið samkvæmt mynsturmynd þar
til 10, 11, 11, 12 lykkjur eru eftir af prjóni 3. Takið aukabandið og prjónið með því 7, 8, 8, 9 lykkjur slétt. Færið þessar lykkjur aftur yfir á vinstri prjón og prjónið út umferð samkvæmt mynsturmynd.
Prjónið nú áfram mynsturprjón með lit 2 þar til vettlingurinn, frá stroffi, mælist 7.5, 8, 8.5, 9 cm. Skiptið yfir í lit nr. 3 og prjónið mynsturprjón þar til vettlingurinn, frá stroffi, mælist 15, 16, 17, 18 cm.
Úrtaka
Prjónið áfram samkvæmt mynsturmynd í úrtöku eins langt og þið komist upp með. Eftir það er úrtakan prjónuð einlit með lit nr. 1.
1. umferð:
1. prjónn: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið SSK. Prjónið út prjóninn.
2. prjónn: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir af prjóninum. Prjónið 2 lykkjur saman slétt. Prjónið 1 lykkju slétt.
3. prjónn: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið SSK. Prjónið út prjóninn þar til 3 lykkjur eru eftir af prjóninum. Prjónið 2 lykkjur saman slétt. Prjónið 1 lykkju slétt.
2. umferð: Prjónið mynstur og án úrtöku.
3. umferð: Eins og umferð 1.
4. umferð: Prjónið mynstur og án úrtöku.
Nú er tekið úr í hverri umferð þar til 8-10 lykkjur eru eftir á prjónunum. Slítið bandið og þræðið það í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
Þumall
Þumallinn er prjónaður einlitur með lit nr 1 (eða eftir smekk). Setjið lykkjurnar á hjálparbandi yfir á sokkaprjóna og takið upp 2 auka lykkjur á sitthvorum endanum á
þumlinum. Það er gert til að það myndist síður gat. Í fyrstu umferð eru þær lykkjur svo prjónaðar með þannig að lykkjur verði aftur jafn margar og gerðar voru þegar hjálparbandið var prjónað í = 14, 16, 16, 18 lykkjur (þær tvöfaldast því það eru bæði lykkjur fyrir ofan og neðan gatið).

Prjónið slétt í hring þar til þumallinn mælist 5.5, 6, 6, 6.5 cm. Prjónið síðan allar lykkjur saman slétt (2l saman, 2l
saman o.s.frv.). Klippið frá, dagið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel.
Frágangur
Gangið frá öllum endum og þvoið vettlingana samkv. þvottaleiðbeiningum á garni. Leggið til á handklæði og látið þorna. Með svona litlar flíkur er best að skola úr undir köldu vatni, kreista lauslega og leggja til.
FULLORÐINS SOKKAR
Prjónfesta: 28 lykkjur á prjóna nr. 3.5 = 10 cm.
Sokkarnir eru prjónaðir í hring með mynstri. Ummálið er eins í öllum stærðum en lengdin er ekki sú sama. Hér að neðan koma útskýringar á þeim atriðum sem mikilvæg eru í þessari uppskrift.
Slip, slip, knit (SSK)


SSK er ensk skammstöfun yfir Slip, slip, knit. Færið tvær lykkjur yfir á hægri prjón (eina í einu) með því að fara með hægri prjón framan í þær. Farið með vinstri prjón inn í báðar lykkjurnar og prjónið aftan í þær saman slétt –https://bit.ly/sskbystroff.
Snúin slétt lykkja
Til þess að fá sléttu lykkjuna snúna í hálsmáli og stroffi þarf að prjóna svona: Prjónið aftan í sléttu lykkjuna í stað þess að prjóna framan í hana - https://bit.ly/snuinslett.
Fitjið upp 54 lykkjur (allar stærðir) með aðalit á sokkaprjóna nr. 3.5. Skiptið lykkjum á 3 prjóna (18 lykkjur á hvern prjón). Tengið í hring og prjónið brugðningu (1l snúin slétt og 1l brugðin til skiptis) alls 3 cm. Prjónið nú mynstur samkvæmt mynsturmynd, alls 4, 4, 5, 5 mynstur (eða eftir smekk. Leyfið aukalit að flæða með án þess að slíta hann

alltaf frá. Hægt er að gera þá alveg upp að hnjám eða sem ökklasokka). ATH að enda á umferð 9 í mynstri áður en byrjað er á hælstalli.
Skiptið nú lykkjunum á prjónana svona:
1. prjónn (il): 27 lykkjur
2. prjónn (rist): 14 lykkjur
3. prjónn (rist): 13 lykkjur
Hælstallur
Hælstallurinn er prjónaður fram og til baka með aðallit (prjónn 1).
1. umferð (réttan): Takið 1 lykkju óprjónaða (eins og eigi að prjóna hana slétt) með bandið fyrir aftan. Prjónið slétt út umferð. Snúið við.
2. umferð (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða (eins og eigi að prjóna hana brugðna) með bandið að ykkur, prjónið brugðið út umferð. Snúið við.
Endurtakið umferð 1 og 2 þar til þið hafið prjónað alls 26 umferðir (ein umferð er einn prjónn).
Hæltunga
Þessi tunga myndast við það að nota úrtöku sem myndar svo sjálfan hælinn á sokknum. Við byrjum á því að skipta lykkjunum í þrennt. Nú eru 27 lykkjur á prjóninum. Þeim er skipt í þrennt, 9 lykkjur á hvorum enda og 9 lykkjur fyrir miðju.
Úrtakan í hæltungu
1. skref (réttan): Prjónið slétt 18 lykkjur. Snúið við.
2. skref (rangan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna (látið bandið liggja að ykkur), prjónið brugðið 8 lykkjur. Snúið við.
3. skref (réttan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana slétta. Prjónið þar til 1 lykkja er eftir
að síðasta snúning (þar sem þið snéruð við síðast). Prjónið SSK. Snúið við.
4. skref (rangan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir að snúning, prjónið tvær lykkjur saman brugðnar. Snúið við.
Endurtakið skref 3 og 4 þar til 9 lykkjur eru eftir á prjóninum. Endið á því að prjóna umferð á röngunni.
Upptaka lykkna á hælstalli
Haltu á sokknum þannig að réttan snúi að þér. Þú átt semsagt ekki að sjá inní sokkinn:
1. skref: Prjónið 5 lykkjur á hæltungu sléttar.
2. skref: Prjónið 4 lykkjur slétt á annan prjónn (notið sama prjón til þess að prjóna upp jaðarlykkjur á hælstalli).
3. skref: Prjónið upp jaðarlykkjurnar á kanti hælstallsins, alls 13 lykkjur. (Stundum þarf að taka upp fleiri lykkjur til þess að loka götum en þá þarf að passa að prjóna þær saman með öðrum lykkjum í næstu umferð á eftir til þess að jafna út lykkjufjöldann.)


4. skref: Prjónið lykkjur á rist (27 lykkjur).
5. skref: Prjónið upp jaðarlykkjurnar á kanti hælstallsins, alls 13 lykkjur. Prjónið svo 5 lykkjur af hæltungunni á sama prjóninn. Slítið bandið og byrjið á upphafi umferðar þaðan sem frá var horfið (prjónn 1 il, þar sem aukabandið liggur).
Nú lítur sokkurinn svona út. Prjónn 1: il. Prjónn 2: il. Prjónn 3: rist.
Tekið er úr í hverri umferð (4 lykkjur hægra megin og 4 lykkjur vinstra megin), alls 8 lykkjur. Eftir þessa úrtöku eiga að vera 54 lykkjur á prjóninum. Prjónið samvæmt mynsturmynd þar til sokkur, frá kanti hælstalls, mælist 14, 15.5, 17, 18 cm (sjá útskýringu með uppskrift).
Úrtaka á tá
Umferð 1:
Prjónn 1 (il): Prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið SSK. Prjónið út prjóninn.
Prjónn 2 (il): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið tvær saman slétt. Prjónið 1 lykkju slétt. Prjónn 3 (rist): Prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið SSK. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið tvær saman slétt. Prjónið 1 lykkju slétt.
Umferð 2: Prjónið slétt og án úrtöku.
Nú eru 62 lykkjur á prjóninum en við viljum hafa einungis 54 lykkjur líkt og í byrjun. Til þess að jafna út lykkjufjöldann þarf að taka úr lykkjur í hliðum sokksins. Það er gert sitthvoru megin við ristina (ath. að prjóna strax samkvæmt mynsturmynd þar sem frá var horfið, byrja í umferð 10 í mynsturmynd)
Vinstra megin við rist (upphaf umferðar): Prjónið SSK. Hægra megin við rist (áður en lykkjur á rist eru prjónaðar): Prjónið 2 síðustu lykkjurnar í il saman sléttar.
Endurtakið umferð 1 og 2 einu sinni til viðbótar (2x í heildina). Hér eftir er tekið úr í hverri umferð þar til 14 lykkjur eru eftir á prjónunum (7 lykkjur á il og 7 lykkjur á rist). Lykkjið saman þessar 14 lykkjur. Klippið bandið, dragið í gegnum lykkjurnar og saumið endann niður og inn í sokkinn. Prjónið hinn sokkinn eins.
Frágangur
Gangið frá öllum endum og þvoið sokkana samkv. þvottaleiðbeiningum á garni. Leggið til á handklæði og látið þorna. Með svona litlar flíkur er best að skola úr undir köldu vatni, kreista lauslega og leggja til.
RAB ARB ARI

Rabarbari er harðgerð planta af súruætt sem vex víða. Grasafræðilega er rabarbari grænmeti en stilkar hans eru meðhöndlaðir sem ávextir. Rabarbari er ódýr og auðveldur í ræktun og tilvalið að rækta hann hér á landi, þar sem nægt framboð er af landi og vatni og hann getur sprottið á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt.
Á Íslandi er rabarbari helst notaður í sultu- saft- og grautargerð, en einnig er hann talsvert notaður í bakstur eins og t.d. í bökur, kökur og eftirrétti.
Rabarbarasulta
Rabarbari er einnig vinsæl vara erlendis og mikið framleiddur í nágrannalöndum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann er notaður víða um heim í bakkelsi, drykki og heilsuvörur.
Hér á landi er stilkur rabarbarans nánast eingöngu notaður en í stilknum er að finna mikið af K og C vítamíni. Aðra hluta hans er einnig hægt að nýta. Rætur rabarbarans hafa t.d. verið notaðar sem lækningarjurt í áraraðir í Asíu og Evrópu, helst við meltingartruflunum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að

Hér áður fyrr var rabarbarasulta oftast útbúin þannig að sama magn var sett af sykri og rabarbara í pott og soðið saman ásamt smá af vatni þar til sultan var orðin passlega þykk. Þetta mikla sykurmagn í sultunni var eflaust til þess að sultan geymdist betur. Í dag er yfirlett settur mun minni sykur og sultan ekki geymd eins lengi, þar sem hægt er að sjóða sultu oftar yfir árið úr frosnum rabarbara.
Rabarbarasulta
2 kg rabarbari
600 g sykur
500 g púðursykur

Strokið af rabarbarastilkunum með rökum klút og þeir skornir í smáa bita. Rabarbari ásamt sykri settur í pott ásamt örlitlu vatni. Mikilvægt er að hræra reglulega í sultunni. Soðin við vægan hita þar til sultan er orðin hæfilega þykk. Sett í hreinar glerkrukkur. Geymist í kæli.
eftirsóknaverða andoxunar og bólguhamlandi virkni er að finna í rótum og stilkum rabarbara.
Talið er að rabarbari hafi borist hingað til lands á seinni hluta 19. aldar og hefur rabarbari því verið ræktaður á Íslandi í u.þ.b. 140 ár. Talið er að ættkvíslir hans séu um 60 talsins.
Varðandi geymslu á rabarbara er best að skera hann niður í hæfilega bita, setja í hæfilegum skömmtum í plastpoka eða plastílát og frysta.
Heitur rabarbararéttur
500 g rabarbari
3 msk. sykur
100 g súkkulaði
Rabarbarinn skorinn í bita og settur í eldfast mót. Sykri og brytjuðu súkkulaði sáldrað yfir.
Deig
1 dl hveiti
1 dl sykur
1 dl haframjöl
½ dl kókosmjöl
100 g smjör
Öllum innihaldsefnum í deiginu blandað saman í skál og mulið saman í höndunum og sáldrað yfir rabarbarann.
Bakað við 175°C í ca. 30 mínútur eða þar til deigið er orðið bakað. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða ís.
Í þennan rétt er einnig mjög gott að nota frosinn rabarbara.
Verðlaunakrossgáta
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
SNÍKIR

FRÆGÐARVERKI
ÓMERKILEG
UPPGEFINN STYRKJAKLOSSAR KOMUM NIÐUR KEYR SANDEYRI Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
2
NÆSTUM ÖLLUM FRÁ AUSTURÁLFU
VARPA GRÁTKJÖKRIÐ RÚLLUÐU
MEGINHNÖTTUR VÖLDUÐ MANNSNAFNS MATGRÆÐGI SKRÚBBURINN
GLEÐIMERKIS
SVERFA FÓTABÚNAÐI
STRÁKAPÖR TRUFLA ÞEKJUÞAUFARANNA TEYGÐ OG SNÚIN NOTA BÁÐIR
1
KONU ÆÐAR Frístundar krossgátur © Húsfreyjan AFURÐ EININGAR Á HAFI RÉÐU ÚR TÁKNUM VANGINN PLANTA Frístundar krossgátur © Húsfreyjan

ÆLIR REYKJARKÓF
8 FRÁ MIÐAUSTURLÖNDUM HVÍTUR MÁLMUR
4 SK.ST. ÞYNGDAR

TJÓNINU SYLLA Í TORFHÚSI
SMÁKORN VANSÆMD Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
SVOLEIÐIS
ÞANGAÐ TIL HÓTAÐU
5 HERMIR MJÖG RISTUN MISLÍKAÐI ÝRING 6 RÆÐUR YFIR GERA HROKKIÐ
MÓTBÁRUR ÁVINNING
9 Í HLÓÐAELDHÚSI STÍA SKYNJAÐI LÍKS GOTT EÐLI NÁLGUN 7 HELGIMYNDANNA SLOKKNUÐ SJÓBIRTINGSVATNS
10 ÖLSTOFANNA FYRTUMST
Lausnarorð berist útgefanda fyrir 12. október nk. merkt KROSSGÁTA. Verðlaun: Hlutskipti saga þriggja kynslóða frá Sæmundi, Árið 1969 varð það hlutskipti systkinanna í Sænska húsinu að horfa á föður sinn leiddan saklausan í lögreglufylgd út af heimili sínu. Móðirin yfirgaf heimilið skömmu síðar. Saga fjölskyldunnar er saga af harðneskjulegri stéttaskiptingu, fátækt, óreiðu og harmi. Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og Jón Hjartarson rita bókina. Launstafir tímans frá Sæmundi, Þessi bók geymir brot af höfundarverki Heimis Steinssonar (1937–2000). Hér er að finna upphaf sjálfsævisögu, skrif um æskustöðvar á Seyðisfirði, ræður frá Skálholts-, Þingvalla- og útvarpsstjóraárum. Allt er það fleygað með ljóðum. Höfundur var prestur, skólameistari í Skálholti, fræðimaður, háskólakennari, útvarpsstjóri og þjóðgarðsvörður. Þýsk sálumessa frá Sæmundi,Bernie Gunther, fyrrum einkaspæjari, lögreglumaður og uppgjafarhermaður, dregur fram lífið við eymdaraðstæður í rústum höfuðborgar Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöld. Borginni er skipt upp í hernámssvæði og Bernie þarf að eiga samskipti við herstjórnir af ýmsu þjóðerni.. Höfundur Philip Kerr, Helgi Ingólfsson íslenskaði. Lausnarorð í 2. tbl: Vafningur. Vinningshafar: Auður Pálsdóttir, Reykjavík fær; Vegur mannsins frá Sæmundi. Rósa Arilíusardóttir Borgarnesi fær; Fræðabálkur að ferðalokum frá Sæmundi. Ásgerður Albertsdóttir, Fáskrúðsfirði fær; Júnkerinn frá Bræðratungu frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.


Fátt fallegra en gamlar konur með hrukkur
var dag nokkurn ekki alls fyrir löngu að ég vaknaði, svona eins og vanalegt er að gerist. Byrjaði auðvitað á hinum venjubundnu morgunverkum, kíkja á fréttir í símanum, kveikja á útvarpinu og hlusta á fréttirnar þar, taka pillurnar mínar (er sem sagt komin á þann aldur) fá mér kaffi og skreppa á pallinn til að gera það sem helst má ekki nefna. Að helstu morgunverkum unnum stóð til að drífa sig á fætur hress og kát að vanda. Setti upp nýju gleraugun sem ég hafði fengið daginn áður, dauðfegin að vera laus við þau gömlu sem alltaf sigu fram á nefið og letrið á dagblöðunum var alltaf hálf þokukennt. Þau nýju sátu vel á nefinu, sama hvernig ég beygði mig, hristi höfuðið og gerði allskyns hundakúnstir, sem sönnuðu að líklega væri þetta vandamál, að vera alltaf með gleraugun á nefbroddinum, úr sögunni.

Ég leit hreykin í spegilinn til að skoða nú almennilega hvernig þessi flottu gleraugu klæddu mig, þetta voru svona „týpugleraugu“ sögðu dömurnar í búðinni.
Hjálpi mér nú allir heilagir! Ég þekkti varla þessa konu í speglinum! Ég sá að vísu að gleraugun voru þessi nýju, en hver var þessi kona með allar þessar hrukkur!!!
Smátt og smátt rann upp fyrir mér að þetta væri að öllum líkindum ég en ég kannaðist ekkert við þessar hrukkur. Nú þyrfti ég að fá álit nágrannakonunnar, systur minnar, hvort ég hefði verið svona hrukkótt í gær.
Ég stormaði yfir til systu með hálfgerðan skelfingarsvip á andlitinu (sem bætti örugglega ekki ástandið) og spurði með öndina í hálsinum hvort hún tæki eftir einhverju sérstöku við andlitið á mér. Hún horfði rannsakandi á mig og taldi að það hefði ekkert breyst síðustu
vikurnar eða mánuðina. Ég spurði þá í örvæntingu hvort hún sæi ekki allar hrukkurnar sem hefðu bæst við í nótt. Hún horfði á mig í forundran en fór svo að skellihlæja. „Það er greinilegt að nýju gleraugun virka“ stundi hún upp milli hláturskviðanna.
Ég var smá sneypuleg þegar ég lúskraðist heim til mín. Auðvitað verð ég að sætta mig við nokkrar hrukkur komin á minn aldur, eða hvað, það er nú fullt af ráðum til gegn hrukkum. Gúggla það.
Leitarorð: How to get rid of wrinkles. skilar um það bil 22,400,000 leitarniðurstöðum á 0.38 sekúndum. !!! Lesa þetta allt. Já sæl! Ég hafði nú hugsað mér að halda jól og þá með allar hrukkurnar mínar.
Gluggaði örlítið í ósköpin. Það má nú prófa Bótox, eða lasermeðferð eða húðslípun…. Æ, held ekki, enda heldur þungt fyrir budduna. Andlitslyfting! Hvert á að lyfta andlitinu. Lendir nefið ekki bara uppi á enni. Svo eru nú til þessi fínu hrukkukrem sem gera andlit sem líkjast skriðjökli rennislétt á örfáum vikum, vel að merkja að sögn framleiðenda. Hef nú prófað nokkur slík en ekkert dróst saman nema buddan. Sá reyndar að frægur húðlæknir lét hafa eftir sér að ef hrukkukrem skiluðu lofuðum árangri þá fyrirfyndist ekki hrukkótt manneskja. Hitti um daginn vinkonu mína sem er aðeins yngri en ég og ekki hrukku að sjá á hennar fallega andliti. Aðspurð hvert leyndarmálið væri, hvaða krem hún notaði, var svarið; Ætli leyndarmálið sé ekki að nota ekkert krem!
Í leit minni að ódýrri lausn við þessum fellingum í andlitinu á mér fann ég loksins eina sem kostar ekkert og á að svínvirka.Face yoga og Face fit.
Þarna var lausnin komin! Teygja,
nudda, gapa, teygja meira, slaka, anda, hugsa fallega, horfa í sólina, ( samt alls ekki fara í sólbað, það eyðileggur húðina) anda djúpt, núvitunda. Prófaði þetta á hverjum degi í viku og svei mér þá ef hrukkurnar voru ekki farnar að grynnast. Því miður varð lát á æfingum þegar ég gerði eina æfinguna vitlaust og fór næstum úr kjálkaliðnum. En ég er viss um að þetta virkar og kostar ekkert nema smá tíma og talsverða þolinmæði.
Eftir allar þessar örvæntingarfullu tilraunir og leit að leiðum til að losna við þessar eðlilegu og óhjákvæmilegu breytingar á húðinni hef ég smám saman áttað mig á því að úr því sem komið væri, þyrfti ég að sætta mig við hrukkurnar, eins og flestar konur á mínum aldri. Held að þær dýpki og þeim fjölgi bara ef ég er endalaust að ergja mig út af þeim. Hrukkur fylgja aldrinum og því fleiri hrukkur, því fleiri ár sem við getum glaðst yfir. Enda þennan pistil á orðum Ingibjargar Eyfjörð.
„Mér finnst fátt fallegra en að sjá gamlar konur með hrukkur, sjá að þær hafa lifað. Mann inum er ekki eðlislægt að vera með slétta húð að eilífu, okkur er eðlislægt að eldast – allt saman eldist. Og það er frábært.
Reynum að njóta þess.“
