3. tbl 2022

Page 1

EFNISYFIRLIT

5

6

Leiðari Húsfreyjunnar Ferðalög í raunheimum og hugheimum Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri

Viðtalið Frá Smáralind í Skógarböðin Tinna Jóhannsdóttir

Heilsa Göngutúrar og lífsstíll Axel F. Sigurðsson

12 Ritstjóraskipti hjá Húsfreyjunni Sigríður Ingvarsdóttir

14

Hringrásarhagkerfið Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi Sigríður Ingvarsdóttir

KÍ: Sumarþing NKF Grænni skref – bjartari framtíð Jenný Jóakimsdóttir

Albert eldar fyrir lesendur Húsfreyjunnar Úkraínsk veisla hjá Alexöndru Eiríksson

Tímamót Kveðjuhóf Kristínar Lindu Dagmar Elín Sigurðardóttir

Viðburður Prjónagleði á Blönduósi Svanhildur Pálsdóttir

Fræðsla Plastlaus september Sigríður Ingvarsdóttir

Leiðbeiningastöð heimilanna Vitundarvakning um fatasóun Jenný Jóakimsdóttir

Kvenfélagasamband Íslands Hallveigarstaðir 55 ára Dagmar Elín Sigurðardóttir Kvenleiki og mýkt í tónlist Fanney Kristjánsdóttir Smásagan Löglega afsökuð Jónína Leósdóttir Krossgátan Frístund Kvennasamtök WIFT á Íslandi Sigríður Ingvarsdóttir

Fróðleikur Matsveppir á Íslandi Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Hannyrðahornið Ynja, Vera og Mugison Sjöfn Kristjánsdóttir

3Húsfreyjan 3. tbl. 2022
42
44
11
46
47
48
49
20
50
22
24
28
36
Albert
16

HEIMILISIÐNAÐAR-

Heimilisiðnaðarfélag árið 1913 boðið þar á meðal þjóðbúningasaum, útsaumi og tálgun.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur frá stofnun þess árið 1913 boðið upp á námskeið í hverskyns handverki, þar á meðal þjóðbúningasaum, tóvinnu, vefnaði, útsaumi og tálgun. Allar nánari upplýsingar og skráningar á námskeið má finna á heimasíðu okkar www.heimilisidnadur.is

Allar nánari upplýsingar námskeið má finna á heimasíðu www.heimilisidnadur.is

Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Heimilisiðnaðarfélag Íslands Nethylur 2e / 110 Reykjavík / Sími 551 5500

Nethylur / Sími 551

www.heimilisidnadur.is www.facebook.com/heimilisidnadarfelagid www.instagram.com/heimilisidnadarfelagid

www.heimilisidnadur.is www.facebook.com/heimilisidnadarfelagid www.instagram.com/heimilisidnadarfelagid

2e / 110 Reykjavík
5500
NÁMSKEIÐ
FÉLAGS ÍSLANDS
Íslands hefur frá stofnun þess
upp á námskeið í hverskyns handverki,
tóvinnu, vefnaði,
og skráningar á
okkar
NÁMSKEIÐ HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS VEFVERSLUN OKKAR ER WWW.TISKUVERSLUN.IS FALLEGUR DÖMUFATNAÐUR GLÆSILEGT ÚRVAL

Ferðalög í raunheimum og hugheimum

Núþegar að sólin er að lækka á lofti og annar taktur að færast í okkar daglega líf, líta eflaust margir til baka og ylja sér við góðar minningar frá ferðalögum sumarsins. Minningarnar tengjast gjarnan ferðalögum um okkar ægifagra Ísland eða ævintýraferða er lendis. Upplifun af framandi stöðum, þar sem nýjar slóðir voru heimsóttar og þekking á sögu, menningu, matargerð og náttúruundrum síaðist inn með sólar geislunum. Við kynnumst gjarnan nýju samferðafólki á ferðalögum. Fólki sem upplifir með okkur stutt ævintýri, fólki sem verða kunningjar í stuttan tíma, ómetanlegir vinir til lengri tíma, eða lífs förunautar ævina á enda.

,,Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“

Þessar upphafslínur eru úr kvæðinu Hótel Jörð sem Tómas Guðmundsson orti. Í kvæðinu setur skáldið lífið í sam hengi við eitt allsherjar ferðalag ævina á enda, þar sem áfangastaðurinn er Hótel Jörð. Á ferðalagi lífsins er það ferðalagið sjálft sem skiptir öllu máli, en ekki end anlegur áfangastaður. Að kunna að lifa og njóta þrátt fyrir ýmsar óvæntar að stæður og að upphafleg ferðaplön gangi ekki alltaf eftir.

,,Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.“

Það er fullvíst að þegar við leggjum upp í leiðangur lífsins, þá eiga eftir að skiptast á margar árstíðir og öll veðra brigði. Margir verða fyrir óhöppum á sínum ferðalögum og óvæntar aðstæður

koma upp. Því er mikilvægt að bregðast við á jákvæðan hátt og hugsa í lausnum. Stundum koma þeir tímar að við sjáum ekki fram á veginn og leiðin framundan virðist erfið eða jafnvel ófær. Þá er gott til þess að hugsa að öll él birtir upp um síðir og í lífinu skiptast á skin og skúrir líkt og í veður farinu.

Það eina sem við vitum í upphafi ferðar er að ferðalagið muni taka enda. En hvenær og hvernig sá endir verð ur, getur enginn vitað. Því er mikilvægast að njóta ferða lagsins í gegnum lífið til hins ýtrasta í sátt við samferðafólkið og okkur sjálf.

,,Því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn til gangurinn sem fyrir þeim vakir.“

Áfram heldur skáldið að sýna okkur fram á að við erum öll misjöfn, við eigum mismunandi drauma og þrár og höfum margbreytileg markmið. Það sem veitir einum ánægju skiptir minna máli fyrir aðra. Því þurfum við að vera óhrædd við að feta okkar eigin leið og vinna að okkar markmiðum, frekar en að láta stjórnast af vilja annarra eða staðalímyndum.

Öll vitum við að félagsskapur getur skipt öllu máli á ferðalögum. Góðir ferðafélagar eru gulls ígildi. Ferðafélagar sem gefa af sér og láta sér annt hver um annan, eru ómetanlegir. Því þurfum við að vanda okkur sérstaklega vel við val á félagsskap. Við þurfum líka að vera

óhrædd að líta í eigin barm og huga að því hvernig við getum verið góðir ferða félagar og haft góð áhrif á samferðafólk okkar.

Farangur sem við burðumst með getur verið af ýmsum toga.

Sumt er okkur nauðsyn legt að hafa og eiga, en annað sem við burð umst með og veitir okkur ekkert nema þyngsli, er æskilegt að losa sig við með ein um eða öðrum hætti.

Okkur sem erum gestir á Hótel Jörð ber að viðhafa góða umgengni, sýna öðrum gestum tillitssemi og fara vel með eigur og gæði Hótel Jarðar.

Sjálf er ég að takast á við nýtt ferða lag, að þessu sinni með lesendum Hús freyjunnar. Ég veit að ég fæ úrvals samferðafólk sem er ritstjórn blaðsins. Einnig er ég full tilhlökkunar að hitta fjöldann allan af áhugaverðum einstakl ingum á ferðalaginu framundan. Litríkt fólk sem er að fást við áhugaverð verk efni um land allt og fá að skrifa um hluta af þeirra ferðalagi, reynslu og upplifun.

Ferðalög eiga að vera skemmtileg, upplýsandi og gefandi. Hvort sem um er að ræða stóra ferðalagið á Hótel Jörð eða styttri útúrdúra, þá vona ég að allir séu að njóta ferðarinnar á sinn hátt, eigi góða ferðafélaga og njóti afbragðs veð urskilyrða og hamingju á ferðalaginu.

Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri

Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 3. tölublað, 73. árgangur, september 2022. Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt. Árgangurinn kostar kr. 5.900 í áskrift, m. vsk. Hvert blað kostar í lausasölu kr. 1.990.

Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Eva Hilmarsdóttir, Eyjafirði, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi og Þóra Sverrisdóttir, A-Húnavatnssýslu.

Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Sigríður Ingvarsdóttir, singvarsd@gmail.com.

Viltu gerast áskrifandi?

Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir.

Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands.

Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, husfreyjanauglysingar@gmail.com.

Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík. Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430.

Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð á umhverfisvænan pappír.

Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552 7430.

5Húsfreyjan 3. tbl. 2022
LEIÐARI H ÚSFREYJUNNAR
SVANSMERKIÐ Prentgripur 1041 0858

Frá Smáralind

í Skógarböðin

Myndir: Silla Páls

Texti: -

Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmda stjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði, er ein af þessum ofurkonum sem virðast alltaf fullar af orku, glaðværar og ná að koma ótrúlega miklu í verk, bæði hvað varðar vinnu og einkalíf. Tinna tók ný verið u-beygju í lífi sínu, flutti norður til Akureyrar og tók að sér að stýra upp byggingu og rekstri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Undanfarin 5 ár hefur Tinna starfað sem forstöðumaður markaðs mála hjá fasteignafélaginu Reginn, stýrt markaðsstarfi Smáralindar og sinnt við skiptaþróun hjá félaginu. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri Nýsköpunarmið stöðvar Íslands, Brimborgar og stýrði mörgum verslunum um árabil. Hún er menntuð viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti, með diplo magráðu í mannauðsstjórnun og MBA gráðu.

Uppruni og uppeldi Tinna er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Jóhanns Helgasonar og Helgu Þóreyjar Jónasdóttur. Hún er yngst fimm systkina. Tinna ólst upp fyrstu ár ævi sinnar í Breiðholtinu og síðar í Fossvoginum frá 10 ára aldri. Hún er það miklu yngri en systkini hennar að hún ólst í raun aldrei upp með þeim og var sem einbirni á heimilinu. ,,Á minn mælikvarða átti ég fremur aldraða for eldra miðað við vinkonur mínar en mamma var 38 ára og pabbi 37 ára þegar ég fæðist. Það þykir enginn aldur í dag en vinkonur mínar áttu flestar mikið yngri foreldra en ég. Ég var lánsöm að fá

alla athyglina, en ólst ekki upp við neinar allsnægtir. Foreldrar mínir unnu mikið og þurftu alveg að hafa fyrir lífinu. Ég er þakklát fyrir að hafa ekki fengið allt upp í hendurnar og að hafa verið hvött til þess að vinna fyrir mér, vera þakklát fyrir lítið og vera dugleg og góð manneskja. Það var það sem mestu máli skipti. Pabbi ól upp keppnismanneskju í mér því hann vildi alltaf að ég gerði betur og hvatti mig stöðugt áfram með þvi að hrósa mér, hvetja og setja mér markmið“.

Mikil fjölskyldumanneskja

Tinna er mikil fjölskyldumanneskja og á hún sjálf tvö börn, Gabríelu sem er 21 árs og stundar nám í hugbúnaðar verkfræði í Háskólanum í Reykjavík og Elmar Daða sem er 14 ára, nýfermdur og mikill áhugamaður um fótboltaiðkun. Stjúpsynir Tinnu eru á sama aldri, 20 ára og 14 ára, Haraldur Bolli og Jónatan Hugi. Sambýlismaður Tinnu er Heimir Haraldsson, námsráðgjafi við Mennta skólann á Akureyri og hafa þau búið sér fallegt heimili efst á Brekkunni á Akur eyri. Það var vinkona þeirra beggja sem kynnti þau fyrir nokkrum árum og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Að sögn Tinnu passa þau skötuhjúin eins og flís við rass. ,,Við erum svo dásamlega ólík en samt svo lík. Bæði tvö svona gamlar en á sama tíma nútímalegar sálir og mér líður alltaf eins og við Heimir höfum alltaf verið saman. Það er svo dásamlega góð tilfinning að finna sinn rétta helming í lífinu eins og ég hef upplifað eftir að ég kynntist Heimi. Hann gerir alla daga

betri og mér finnst ég svo lánsöm að hafa kynnst honum og fá að ganga í gegnum lífið með honum“.

Gengið gegnum súrt og sætt Þessi brosmilda hlýja kona hefur eins og flestir gengið í gegnum súrt og sætt á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi fyrrum maka og sambýlismanns til 10 ára reyndust henni erfið en hann fékk heila blóðfall og veiktist alvarlega í kjölfarið. ,,Á þessum tíma bjuggum við á Bifröst og lífið blasti við okkur. Við vorum búin að byggja upp fallegt líf og framtíðin var björt. Hann fer síðan af heimilinu einn seinnipart til að fara á æfingu og þá dundu ósköpin yfir. Hann fékk heila blóðfall og var lengi á spítala og Grensás að vinna upp styrk, tal og mál, sem hann missti alveg við áfallið. Við bjuggum úti á landi, hann var fyrirvinnan því ég var í skóla á þessum tíma. Ég og börnin heimsóttum hann á Grensás þegar við höfðum tök á. Þess á milli kom hann heim í helgarheimsóknir. Ég var með allan fókus á það að láta börnin finna sem minnst fyrir þessu og halda lífinu góðu og skemmtilegu fyrir þau. Auk þess sá ég að ég þurfti að komast út á vinnu markaðinn eins fljótt og auðið var því hann var í endurhæfingu og óvíst með framhaldið. Ég setti því í fimmta gír, tók eins marga áfanga í skólanum og ég mögulega gat og kláraði þriggja ára há skólanám á einu og hálfu ári, auk þess að vinna aukavinnu. Eins og oft gerist þegar svona áföll dynja yfir þá dó eitt hvað á milli okkar tveggja og við urðum

6 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 VIÐTAL
Sigr íður Ingvarsdóttir
Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði

„Ég er þakklát fyrir að hafa ekki fengið allt upp í hendurnar og að hafa verið hvött til þess að vinna fyrir mér, vera þakklát fyrir lítið og vera dugleg og góð manneskja.“

aldrei söm. Ég tók því þá erfiðu ákvörð un að leiðir okkar skyldu skilja. Það var einstaklega erfið ákvörðun að taka, ekki síst fyrir þær sakir að mér fannst fólk dæma mig fyrir að „yfirgefa“ veikan mann. Ég var í mörg ár að vinna mig út úr þessu með hjálp fagaðila og enn þann dag í dag sækir þetta mig heim. Hann hefur náð ótrúlega miklu af sínum fyrri styrk, við erum góðir vinir, hann er ein faldlega frábær, góður faðir, á yndislega konu í dag og gæti ekki verið hamingju samari. Eftir á að hyggja er þetta samt erfiðasta lífsreynsla sem ég hef lent í en engu að síður sú dýrmætasta því ég valdi að líta þannig á það. Þetta breytti mér, styrkti og ekkert í lífinu hefur verið eins eftir þetta. Ekki á neikvæðan hátt heldur á þann veginn að ég kann betur að meta hlutina, er þakklát fyrir minna og auð mjúkari manneskja. Það er dýrmætur lærdómur, þó hann hafi verið dýrkeyptur og þyrnum stráður“ segir Tinna.

Skógarböðin

Skógarböðin við rætur Vaðlaheiðar eru nýjasta viðbótin við fjölbreytta flóru bað staða á Íslandi. Skógarböðin voru opnuð formlega fyrir gesti 22. maí sl. en fram kvæmdir við uppbyggingu baðanna tóku innan við ár. Þau standa við rætur Vaðla heiðar, beint á móti Akureyri. Eins og nafn baðanna ber með sér, þá eru þau staðsett í skógi, með því næst að skapa þá umgjörð sem stefnt var að þ.e. kyrrð og náttúrufegurð til að að upplifun gesta verði sem best auk þess sem veðursældin verður meiri. Heita vatnið, sem Skógar böðin byggja á, kemur úr Vaðlaheiðar göngum og er gott til þess að vita að hluti af öllum þeim vatnsflaumi sem fannst við gerð gangnanna nýtist með þessum hætti.

Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sig ríður María Hammer, eigendur skógar baðanna, voru lengi búin að ganga með þessa hugmynd, sem nú er orðin að veruleika, í maganum. Þau keyptu þetta land sem böðin standa í og fengu Basalt arkitekta í lið með sér.

Mikill metnaður hefur verið lagður í alla hönnun Skógarbaðanna og er umgjörð og útsýnið frá þeim einstakt. Skógarböðin hafa þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og mikla athygli frá fyrsta degi. Hjá Skógarböðun um starfa yfir 40 manns og alveg ljóst að

þau eru mikil lyftistöng fyrir afþreyingar senuna í Eyjafirði. Þetta er frábær viðbót við það sem Akureyri og Eyjafjörður hafa upp á að bjóða.

Með jákvæðnina að leiðarljósi

Að sögn Tinnu hefur hún alltaf tamið sér það að vera jákvæð. ,,Stundum meira að segja óþolandi jákvæð. Að hluta til er þetta karaktereinkenni en líka upp eldislegt því foreldrar mínir eru alltaf jákvæðir og sjá aldrei það slæma í neinu eða neinum. Ég hef margoft verið kölluð Pollýanna því það er eitt af mínum sterk ustu einkennum að vera jákvæð, alltaf og sama hvað. Auðvitað á maður misgóða daga, en maður hefur alltaf val um við horf. Ég hef tamið mér það að reyna allt

af að sjá björtu hliðarnar í öllum aðstæð um. Maður kemst ekki í gegnum allt með jákvæðnina eina að vopni, þ.e.a.s. ég fer alveg til sálfræðinga og leita mér hjálpar ef mér líður illa. Ég get ekki læknað allt með ofurjákvæðninni, en mikið ofboðs lega er hún samt skemmtilegri ferðafélagi í öllum aðstæðum en neikvæðnin. Maður kemst ansi langt með aðstoð jákvæðninn ar og það verður allt miklu viðráðanlegra og þægilegra ef maður getur tamið sér þennan eiginleika og sýn á lífið“.

Vægi milli vinnu og einkalífs

Tinna hefur alla tíð unnið mikið og verið einstaklega dugleg manneskja. Hún hef ur starfað sem stjórnandi með manna forráð síðan hún var 19 ára gömul og

8 Húsfreyjan 3. tbl. 2022

býr yfir breiðri þekkingu og einstöku jafnaðargeði. Að sögn Tinnu þá hreyfir fátt við henni og fyrir vikið þá hefur hún mikið vinnuþol. ,,Ég þarf samt að minna mig stöðugt á það að hlúa að sjálfri mér því eins og það getur verið mikill kostur að vera hamhleypa til verka, þá er það líka minn mesti löstur því ég set sjálfa mig aldrei í forgang. Ég byrjaði að ganga á fjöll fyrir svona 8 árum síðan þegar ég flutti að rótum Úlfarsfells og varð forfallinn fjallagarpur. Ég gekk daglega í mjög langan tíma á Úlfarsfellið og ég hef gengið þar upp oftar en 1.000 sinnum. Þess á milli fór ég á önnur fjöll, jökla og alla þá hóla sem ég fann. Þetta gjörbreytti mínum lífstíl, því bara það að koma sér út 30 mínútur á dag, aðeins upp í fjallshlíð, fyrir vinnu, eftir vinnu eða í hádegishléinu, gerir manni svo mikið gott. Ég náði að draga son minn, Elmar Daða mikið með mér þegar hann var yngri og maðurinn minn, Heimir deilir sem betur fer þessum áhuga með mér. Ég hef hins vegar ekki verið dugleg síðustu mánuði sökum anna og ég sakna þess á hverjum degi. En þetta er nokkuð

sem ég mun alltaf hafa sem stóran hluta af mínu lífi – nýta náttúruna til þess að jarðtengja mig, hreyfa og róa á sama tíma“ segir Tinna.

,,Gott fjölskyldulíf felst í gleði, já kvæðum samskiptum og uppbyggingu á eiginleikum þeirra sem á heimilinu búa. Ég elska að gera heimilið mitt fallegt og vildi oft óska þess að ég hefði valið mér þann starfsvettvang að verða innanhúss arkitekt því ég elska að innrétta, breyta og gera fínt í kringum okkur. Við erum rólyndisfólk þó við séum dugleg og atorkusöm og heimilið okkar einkennist af jafnvægi. Heimir er einstaklega dug legur heimavið og tekur þátt í öllu á heimilinu og sinnir í raun fleiri hlutum þar en ég því ég er meira í vinnunni. Við elskum að fá börnin okkar og fjölskyldu til okkar í mat og kaffi, bjóða góðum vinum heim og eiga gæðastundir með fólkinu okkar. Það er dýrmætast af öllu“.

Góð ráð til ungra kvenna og nýbakaðra mæðra Aðspurð um góð ráð til ungra kvenna og nýbakaðra mæðra er Tinna fljót að gefa

góð svör; ,,Að þora að elta draumana og fylgja eigin hjarta og sannfæringu. Standa með sjálfum sér og láta ekki álit annarra hafa áhrif á manns eigin drauma eða ákvarðanir. Stundum eru erfiðu ákvarðanirnar þær bestu og maður verður að hafa dug og þor til að prófa, ögra sér og stíga út fyrir þæginda rammann. Þetta á bæði við í einkalífinu og í starfi. Í nútíma samfélagi er líka ein staklega mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér og hlaða batteríin reglulega. Maður þarf að eiga áhugamál sem hlaða mann ánægju og tæma hugann.

Ég varð ung móðir og þurfti svo sann arlega að hafa fyrir því að sinna krefjandi starfi með dóttur mína litla, standa mig í móðurhlutverkinu og gera allt „rétt“. Þegar maður er svona ungur þá hefur maður ekki alveg þroskann til að vera æðrulaus í hlutverkinu og leyfa sér að njóta þess. Ég segi því oft við börnin mín að þau verði að bíða með barneignir því maður njóti þess svo miklu betur þegar maður er orðinn eldri, örlítið reyndari og vitrari og njóti þess meira vegna þroskans sem maður hefur tekið út með

9Húsfreyjan 3. tbl. 2022

hverju árinu sem líður. Það er hins vegar alveg dásamlegt í dag að eiga svona stór börn og vera sjálf svona ung en ég er líka einstaklega heppin með mín börn og stjúpbörn sem eru svo heilsteypt og flott og miklir vinir mínir og okkar“.

Gott að búa á Akureyri

Að sögn Tinnu er einstaklega gott að búa á Akureyri því þar er rólegra yfir öllu en í höfuðborginni. Asinn er minni, fjarlægðirnar styttri og allt er örlítið ein

faldara. ,,Það hentar mér einstaklega vel því ég er svo mikil náttúrukona og göm ul sál að ég vildi helst búa í sveit, utan skarkalans. Akureyri er frábær bær sem á mikið inni og mun vaxa mikið á næstu árum trúi ég. Ég sé mig því alveg búa hér til framtíðar en engu að síður þá get ég búið hvar sem er, svo lengi sem heimilið mitt sé hamingjuríkt“.

Framtíðin

,,Ég hef það fyrir venju að horfa ekki

mikið til framtíðar og ákveða til dæmis ekki að ég ætli að starfa á sama vinnu staðnum í mörg ár eða búa í sama hús inu að eilífu. Mér finnst lífið of spenn andi til að vera ekki stöðugt á höttunum eftir því að uppfæra mig, sjá mig taka breytingum og efla sjálfa mig og mitt líf. Mig langar þó að ná meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og fara að njóta þess meira að stunda áhugamál, verða geggjuð í golfi og ferðast með fjölskyld unni“ segir Tinna að lokum.

10 Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Göngutúrar og lífsstíll

Axel F. Sigurðsson sérfræðingur í lyf lækningum og hjartalækningum hefur í gegnum árin birt rúmlega 100 ágrip og fræðigreinar í innlendum og erlendum vísindaritum og kennslu bókum. Hann fylgist afar vel með hvað er að gerast í rannsóknum sem lúta að heilsu fólks og daglegri líðan og hefur verið ötull að koma því á framfæri m.a. í gegnum vef sem hann heldur úti undir

heitinu mataraedi.is. Hann segir mark miðið vera að veita fólki greiðan aðgang að vönduðu efni og fróðleik sem byggir á gagnreyndum vísindarannsóknum og ráðleggingum viðurkenndra sérfræð inga.

Í meðfylgjandi grein fjallar Axel um mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir heilsu fólks.

Heilsa

okkar og líðan er að miklu leyti háð athöfnum okkar og lífs stíl. Oftast er ekki flókið að grípa til aðgerða sem bæta heilsuna og draga úr líkum á sjúkdómum. Fyrsta skrefið er að átta sig á því að lífsstíllinn skiptir máli og að trúa því að einfaldar athafn ir geti skipt sköpum fyrir heilsu okkar.

Oft ræði ég við fólk um mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir heils una. Stundum rek ég mig á að fólk áttar sig ekki á mikilvægi líkamsræktar fyrir andlega og líkamlega líðan. Sumir telja jafnvel að það sé einhvers konar mýta að hreyfing skipti máli og að vísindalegar rannsóknir hafi ekki sýnt fram á slíkt. Hið sanna er að þetta er alrangt. Vísindarannsóknir hafa nefnilega sýnt að hreyfing getur skipt sköpum fyrir heilsu okkar.

Þegar við eldumst minnkar vöðva styrkur og stirðleiki eykst. Líkams rækt, sem við gátum stundað þegar við vorum yngri, verður okkur erfiðari og stundum óframkvæmanleg. Þá má hins vegar ekki leggja árar í bát og leggjast upp í sófa.

Einföld hreyfing eins og göngutúrar getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu okkar og dregið úr hættu á sjúkdóm

um. Hreyfing hefur góð áhrif á blóð þrýsting og blóðfitur auk þess sem hún getur dregið úr hægfara bólguvirkni í líkamanum. Fræðilega getur þetta dregið úr hættu á krabbameinum og hjarta-og æðasjúkdómum.

Áhugaverð grein birtist í The New England Journal of Medicine sem er eitt af virtustu læknatímaritum heims. Greinin lýsti niðurstöðum rannsókna sem gerðar höfðu verið á 707 karl mönnum á aldursbilinu 60-80 ára. Enginn þessara manna reykti. Skráð var hversu langt þeir gengu á hverjum degi. Eftirfylgni stóð í 12 ár. Rann sóknin var hluti af stærra verkefni sem kallast Honululu Heart Program.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru býsna sláandi. Dánartíðni var næstum tvisvar sinnum hærri meðal karlmanna sem gengu minna en 1.6 km á dag en meðal þeirra sem gengu meira en 3.2 km á dag. Eftir 12 ár voru 43.1% karl anna í fyrrnefnda hópnum látnir en aðeins 21.5 prósent karlanna í síðar nefnda hópnum. Bæði var um að ræða fækkun dauðsfalla vegna krabbameina og vegna hjarta-og æðasjúkdóma.Töl fræðilegar aðferðir voru notaðar til að leiðrétta fyrir aðra áhættuþætti eins og

aldur, blóðfitur, blóðþrýsting og sykur sýki. Í læknisfræðinni einblínum við oft á lækningaaðferðir og lyfjameðferðir sem geta bætt heilsu, lækkað blóðþrýst ing eða blóðsykur og bætt blóðfitur. Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameð ferð háþrýstings, blóðfituraskana og sykursýki. Hins vegar má ekki gleyma að einfaldar aðgerðir sem snerta lífsstíl okkar geta stundum haft jafnmikil eða meiri áhrif í átt til betri heilsu. Þess vegna má Honululu rannsóknin ekki falla í gleymsku.

Göngutúrar á Íslandi Hér á landi búum við í umhverfi þar sem göngufæri kann að vera býsna erfitt yfir vetrartímann. Hálkuslys eru algeng og fólk veigrar sér við að ganga úti sem er afar skiljanlegt. Á slíkum tímum eru mannbroddar mikilvægt öryggistæki sem sjálfsagt er að notfæra sér.

Mörg bæjarfélög á Íslandi hafa byggt fjölnota íþróttahallir. Þar er hægt að ganga á svokölluðum tartanbraut um við góðar aðstæður. Flestar þessar íþróttahallir hafa opið fyrir almenning daglega og er aðgangur ókeypis.

Axel F. Sigurðsson sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum Texti: Sigr íður IngvadóttirMynd:
11Húsfreyjan 3. tbl. 2022
HEILSA
Úr einkasafni

Ritstjóraskipti hjá Húsfreyjunni

hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar Sigríðar Ingvarsdóttur, sem tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur er ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi.

Gengið

Sigríður er Þingeyingur líkt og for veri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðast liðið sumar lét hún af störfum sem for stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára störf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri.

Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitar stjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og há skóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins

og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu.

Sigríður er spennt fyrir nýjum verk efnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjöl breyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna.

Sigríður tekur við góðu búi af Krist ínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræð ingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Hús freyjan verið hluti af hennar lífi, opnað

ótal dyr að kynnum við magnaðar kon ur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Hús freyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvar andi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakkar til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur.

Kristín Linda Jónsdóttir, fráfarandi ritstjóri Húsfreyjunnar. Sigríður Ingvarsdóttir, nýr ritstjóri Húsfreyjunnar.
12 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
RITSTJÓRASKIPTI
Texti: Sigr íður IngvarsdóttirMynd: Silla Páls

Texti: Sigr íður IngvarsdóttirMyndir: Silla s

Verðandi endurnýtingar miðstöð á Hofsósi anda aukinnar meðvitundar um umhverfismál

Verðandi endurnýtingarmiðstöð ehf var stofnuð í febrúar 2020 af Solveigu Pétursdóttur stuðningsfulltrúa og Þuríði Helgu Jónasdóttur innan hússarkitekt. Þær hafa báðar brennandi áhuga og reynslu af endurnýtingu í textíl og húsgögnum. Solveig er með menntun í skrifstofustörfum og sem stuðnings fulltrúi í grunnskóla. Hún hefur starfað í banka og unnið við bókhald og sinnir handavinnu í frístundum. Hún hefur sótt ýmis námskeið t.d. í silfursmíði, þjóð búningasaum, leðursaum og fleiri nám skeið tengd handverki. Þuríður Helga hefur lært myndmótun, húsgagnasmíði, hönnun og er með MA í hagnýtri menn ingarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem smíðakennari í hlutastarfi við grunnskólann í Varmahlíð.

Að sögn Solveigar og Þuríðar Helgu þá er hugmyndafræðin í takt við aukna meðvitund um umhverfismál í þjóð félaginu. Þó þarf meira til að stemma stigu við neysluæðinu sem ríkir. Megin tilgangur Verðanda er að stuðla að endurnýtingu hluta og fatnaðar og koma þannig til móts við aukinn vilja og þörf í þjóðfélaginu. Hugmyndafræðin er byggð á hringrásarhagkerfinu og sjálfbærni.

Fyrirtækið Verðandi ehf er staðsett á Hofsósi í húsi sem heitir Þangstaðir og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar, en fyrirtækið fékk það til afnota í fimm ár endurgjaldslaust. Húsnæðið var í mjög slæmu ástandi þegar þær stöllur tóku við því og það tók eitt ár að gera það not hæft.

14 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
HRINGRÁSARHAGKERFIÐ
Pál
Í

Starfsemi fyrirtækisins felst aðallega í endurnýtingu á fatnaði og húsgögnum og sölu á endurnýttum hlutum. Einnig gefst fólki tækifæri til að nýta aðstöðuna til að endurnýta í eigin þágu. Þá stendur Verðandi fyrir ýmsum námskeiðum og fræðslu og tekur að sér verkefni fyrir stofnanir og fyrirtæki eins og til dæmis að sauma aðgangsarmbönd fyrir nýliðna Prjónagleði á Blönduósi.

Moltugerð, kertagerð, Reddingarkaffi o.fl. Helga og Solla, eins og þær eru gjarnan kallaðar, hafa staðið fyrir námskeiðum

af margvíslegum toga s.s. moltugerð, bæði í gerð moltunnar og í framhaldinu námskeið í að smíða moltukassa. Eins héldu þær námskeið í samstarfi við danskan fatahönnuð í gegnum netið sem tókst einstaklega vel. Þar var sérstaklega verið að höfða til ungra kvenna sem sumar hverjar voru að stíga sín fyrstu skref í prjóna- og saumaskap. Þar voru t.d. prjónaðar snyrtibuddur úr endur unnu efni, lúffur og fleira.

Fyrir síðustu jól héldu þær stöllur kertagerðanámskeið þar sem brædd voru ný kerti úr gömlum kertaafgöngum og vaxi.

Í samstarfi við Reykjavík Tool Library og Fab lab smiðjuna á Sauðárkróki hafa verið haldin sk. Reddingakaffi en þar geta einstaklingar komið og fengið að stoð við að laga allskonar hluti á staðn um s.s. fataviðgerðir og viðhald og lag færingar á allskonar tækjum og tólum. Reddingakaffið verður haldið reglulega yfir vetrarmánuðina.

Á bæjarhátíðinni á Hofsósi, sem hald in er árlega á sumrin, stendur Verðandi fyrir smiðju fyrir börn þar sem boðið er upp á fjölbreytt verkefni í anda endur nýtingar.

15Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Sumarþing NKF í Reykjanesbæ

Grænni skref - bjartari framtíð

Konur, loftslag og kraftur jarðar

Kvenfélagasamband Íslands var gest gjafi á síðasta Norræna Sumarþingi Nordens Kvinnoförbund (NKF) sem haldið var á Park Inn í Reykjanesbæ 10. og 11. júní sl. í blíðskaparveðri. Þingið átti upphaflega að fara fram í júní 2020, það voru því spenntar konur sem mættu til að njóta fræðslu og samveru.

Rúmlega 80 konur frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi tóku þátt í þinginu.

Formleg dagskrá þingsins hófst með setningarathöfn á föstudagsmorgni þar sem Dagmar Elín Sigurðardóttir for seti Kvenfélagasambands Íslands byrj aði á að bjóða gesti velkomna. Guðrún Þórðardóttir formaður NKF setti þingið formlega og börn frá heilsuleikskólanum Skógarási bræddu viðstadda með fal legum söng um vináttu og náttúruna á opnunarhátíðinni. Vilborg Eiríksdóttir fyrrum varaforseti KÍ var fundarstjóri á þinginu.

Föstudagurinn var helgaður fræðslu og fyrirlestrum tengdum þema þingsins sem var Grænni skref - bjartari framtíð, kon ur, loftslag og kraftur jarðar.

Fyrsta erindið kom frá þeim Írisi Evu Einarsdóttur, jarðfræðingi og verkefna

stjóra hjá Orku náttúrunnar og Laufeyju Guðmundsdóttur sýningarstjóra Jarð hitasýningar ON. Þeirra erindi bar heitið Kraftar jarðar og nýting. Þær fóru vel yfir hvernig tekist hefur til að nýta jarðhita á Íslandi. Næst var svo Fida Abu Libdeh, forstjóri og stofnandi GeoSilica Ísland. Fida sagði frá sögu sinni sem innflytjandi og frumkvöðull á Íslandi og sagði meðal annars frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að horfast í augu við í ferli sínu við stofnun GeoSilica varanna. Fida bauð svo gestum að prófa vörurnar og kaupa.

Næstur var Fannar Jónsson, gæða og umhverfisstjóri Bláa Lónsins sem fræddi gesti um tilurð og starfsemi Bláa Lónsins í samhengi við Umhverfis- og gæðamál. Hann kom að auki færandi hendi með gjafir frá Bláa Lóninu til allra gesta og var því vel tekið.

Að loknum hádegisverði á hótelinu hélt dagskráin áfram. Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræðingur hjá Umhverfis stofnun, sagði frá verkefninu Grænni skref sem er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum með starfsemi sinni og efla umhverfisvit

und starfsmanna. Þorbjörg sagði einnig frá verkefni Umhverfisstofnunar Saman gegn sóun. Næst á dagskrá var erindi Þuríðar H. Aradóttur Braun, forstöðu manni Markaðsstofu Reykjaness, um Reykjanes sem Unesco Global Geopark. Áhugavert erindi hjá Þuríði sem tengdist vel við skoðunarferðina sem boðið var upp á daginn eftir.

Síðust með erindi á föstudeginum var Sigríður Tryggvadóttir sem fjallaði um sitt ferðalag varðandi endurnýtingu á fatnaði. Sigríður er saumakona og rekur nú Saumahorn Siggu, sem býður upp á vinnusmiðjur í fatabreytingum og hefur hún verið í samstarfi við Kvenfélagasam band Íslands í verkefninu Vitundarvakn ing um fatasóun. Sigríður endaði svo flottan dag með því að vera með „tísku sýningu“ á fatnaði sem hún hefur endur nýtt og breytt. Allir gestir voru sammála um að erindin og fyrirlestrar hefðu verið vel heppnaðir og náð að fanga þema þingsins og tengja vel við aðra dagskrá á þinginu.

Að loknum fyrirlestrum bauð Mark aðsstofa Reykjaness þinggestum í kokk teil. Eftir fyrirlestrana var frjáls tími sjálfsögðu var tekin af prúðbúnum þinggestunum á hátíðarkvöldverði.

16 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Texti: Jenn ý JóakimsdóttirMyndir: Silla Páls Að
hópmynd

Frá vinstri: Mjöll Einarsdóttir hefur mætt á fjölmörg NKF þing og lét sig ekki vanta í þetta sinn. Sigurlaug Viborg fyrrum forseti KÍ og Siw Warholm frá sænska kvenfélaga sambandinu.

Nokkrar kvenfélagskonur skelltu sér líka í hópinn og sýndu flíkur frá Sigríði sem hún kallar Karakter.

Vilborg Eiríksdóttir var fundarstjóri á þinginu og hefur hún setið í stjórn NKF sl ár. Drífa Hjartardóttir fyrrum forseti KÍ og formaður NKF á árunum 1996-2000, Guðrún Þórðardóttir formaður NKF 2016-2022 og Siw Warholm frá sænska kvenfélagasambandinu en hún var formaður NKF 2008-2012.

Börn frá leikskólanum Skógarás sem sungu svo fallega við opnunar hátíð þingsins.

Sigríður Tryggvadóttir mætti með góðan hóp með sér til að sýna ýmsar útfærslur á fatabreytingum sem hún hefur unnið að. Sigríður er lengst til vinstri í kjól sem hún saumaði úr slæðum.

Við gróðursetningu í Selskógi. Jenný Jóakimsdóttir, Ása Steinunn Atladóttir og Helga Guðmundsdóttir. (Ljósmynd: Guðrún Þórðardóttir).
17Húsfreyjan 3. tbl. 2022 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS

sem konur nýttu til þess að skoða sig um í Reykjanesbæ. Um kvöldið var svo valfrjáls ferð með rútu í Bláa Lónið að loknum kvöldverði og voru það yfir 50 konur sem skelltu sér í Lónið og nutu vel í góðu veðri.

Á laugardeginum vöknuðu þingkonur endurnærðar og tilbúnar í skoðunarferð um Reykjanesið. Full rúta af eftirvænt ingarfullum konum byrjaði á að stoppa við Garðskagavita í Garði. Unnur Hall dórsdóttir var leiðsögumaður í ferðinni og tókst henni að halda hópnum bæði áhugasömum og spenntum með sögum sínum af þeim stöðum sem stoppað var á. Oft var mikið hlegið. Frá Garðskaga vita var keyrt sem leið lá í Hvalsneskirkju þar sem hópurinn fékk erindi um sögu kirkjunnar frá formanni sóknarnefndar Reyni Sveinssyni. Síðan var stoppað við brúna á milli heimsálfa, við Reykjanes vita og við Gunnuhver.

Kvenfélag Grindavíkur tók á móti hópnum í hádegisverð og nutu konur þess svo að skoða sig um í Grindavík. Kærar þakkir fær Kvenfélag Grinda víkur, með Sólveigu Ólafsdóttur í broddi fylkingar, fyrir frábærar móttökur og skipulagningu. Frábærri ferð þennan laugardag lauk með því að þátttakendur gróðursettu tré í Selskógi við Ingibjargar stíg og lögðu þannig sitt af mörkum við að lágmarka kolefnisfótspor þingsins. Ingibjargarstígur er til heiðurs Ingibjörgu Jónsdóttur sem var einn af stofnendum Kvenfélags Grindavíkur og formaður þess í áratugi. Hún hafði forgöngu um að tré yrðu gróðursett norðan við Þorbjörn og nefndi hún skóginn Selskóg. Nú er þar myndarlegur skógur og fallegt útivistar svæði. Í Selskógi er minnisvarði um Ingi björgu.

Þinginu var slitið formlega með há tíðarkvöldverði á laugardagskvöldinu þar sem Ása Steinunn Atladóttir, formaður Kvennasambands Reykjavíkur var veislustjóri, Drífa Hjartardóttir, fyrrum forseti KÍ og fyrrum formaður NKF flutti hátíðarræðu. Helga Magnúsdóttir frá Félagi kvenna í Kópavogi söng fyrir gesti við undirleik Kaleb Joshua. Guðrún Þórðardóttir formaður NKF sleit þing inu formlega með því að afhenda keðju NKF til Noregs, þar sem keðjan verður varðveitt á Kvennasafni (Kvinnemuseet) í Kongsvinger.

Á þessu vel heppnaða þingi var 103ja

Stjórn NKF frá vinstri: Vilborg Eiríksdóttir, Sonja Haapakoski frá finnska kvenfélagasambandinu (Mart taliitto) , Annika Jansson frá finnsk- sænska Kvenfélagasambandinu (Martha), Guðrún Þórðardóttir for maður NKF, Olaug Tveit Pedersen frá norska kvenfélagasambandinu (Norges Kvinne- og familieforbund) Siw Warholm frá sænska kvenfélagasambandinu (Riksförbundet Hem och Samhälle), Terhi Lindqvist frá Marttaliitto og Aina Alfredsen Fröde formaður Norges Kvinne- og familieforbund.

Drífa Hjartardóttir fyrrum forseti KÍ sem var formaður NKF á árunum 1996-2000. Dagmar Elín Sigurðar dótir forseti KÍ, og Guðrún Þórðardóttir síðasti formaður NKF frá 2016-2022.

Guðrún Þórðardóttir afhenti Ainu Alfredsen Fröde formanni Norska Kvenfélagasam bandsins fána NKF og keðju samtakanna til varðveislu á kvennasafni (Kvinnemuseet) í Kongsvinge í Noregi.

ára sögu NKF slitið, en það var sam eiginleg ákvörðun stjórnar NKF að ekki væru lengur skilyrði fyrir að halda áfram í þessari mynd. Allir þátttakendur voru sammála um að halda vinskapnum og norrænu samstarfi áfram í breyttri mynd

í takt við nýja tíma. Voru konur strax farnar að huga að næsta hittingi. Kven félagasamband Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu þingið og lögðu sitt af mörkum við að skapa yndislega samveru og minningar.

18 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS

Að þessu sinni er gjaldið á þingið með öllu inniföldu. Gist verður á hinu fallega Putrajaya Marriot hóteli í Kuala Lumpur.

HVAÐ ER INNIFALIÐ:

Þinggjaldið og öll þinggögn

Ferðir á hótel fram og til baka frá alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur

Morgunverðarhlaðborð, hádegismatur, kvöldverðir og kaffitímar.

Heilsdagsskoðunarferð með hádegisverði sem að þessu sinni verður um miðbik þingsins

· Konunglegt Gala hátíðarkvöld í Konungshöllinni ásamt ferðum Allir ferðamannaskattar og gjöld Val er um að gista í einstaklings- tveggja manna- eða þriggja manna herbergjum.

Skráningargjöld pr. mann með gistingu í átta nætur (komið 17. maí og flogið heim 25. maí. Ath. flug ekki innifalið)

Þriggja manna herbergi = 855 bresk pund (142.511 ISK gengi 9. ágúst 2022)

Tveggja manna herbergi = 910 bresk pund (151.678 ISK gengi 9. ágúst 2022)

Einstaklingsherbergi = 1075 bresk pund ( 179.181 ISK gengi 9. ágúst 2022)

*þinggestir eru kvattir til að bóka sér ferðatryggingar sem eru ekki innifaldar í gjaldinu

Athuga að við bókun þarf að gefa upp nafn á herbergisfélögum. Skráningarfrestur er til 31. desember 2022. Skráning fer fram á: https://acww.org.uk/2023-world-conference

Velkomið að hafa samband við Jenný á skrifstofu KÍ sem aðstoðar við skráningu.

UM MALASÍU OG KUALA LUMPUR:

Malasía er eitt af þeim löndum í Asíu sem minnir okkur hvað mest á hinn vestræna heim, bæði hvað varðar tungumál og lífsstíl. Flestir heimamenn tala ensku frekar vel og er ástæðan líklega sú að Malasía var bresk nýlenda allt til ársins 1957. Landið er þekkt fyrir sínar hvítu strendur og guðdómlega matargerð. Kuala Lumpur er höfuð borg Malasíu og stærsta borg landsins, í daglegu tali er borgin kölluð KL og þar búa um 2 milljónir manna. Þar er blanda af hinu gamla og nýja, mörg hundruð ára gömul hús frá nýlendutímanum og háhýsi byggð úr stáli og gleri standa við hliðina á kínverskum hofum og fallegum moskum. Alþjóðlegt samfélag sem fangar athygli ferðamanna. Borgin hýsir einnig tvíburaturnana Petronal Towers sem eru meðal hæstu bygginga heims, 88 hæðir og 452 metra. KL er þekkt fyrir frábæra möguleika í verslun t.d. kínverska næturmarkaðinn og frábærar verslunarmiðstöðvar. Í borginni er alþjóðaflugvöllur og þaðan fara tengiflug um allan heim.

UM HÓTELIÐ:

Putrajaya Marriot hótelið í Kuala Lumpur er fimm stjörnu hótel sem staðsett er 25 mínútum frá miðborginni og 45 mínútum frá alþjóðaflugvellinum. Á hótelinu eru útisundlaug og heilsulind. Þar er úrval veitingastaða, allt frá ekta kínverskri matargeð og klassískum kaffihúsaréttum. IOI City Mall er í nágrenninu og býður hótelið upp á ókeypis skutl á helstu verslunar staði í borginni.

30. HEIMSÞING ACWW (ALÞJÓÐASAMBAND DREIFBÝLISKVENNA) Í KUALA LUMPUR Í MALASÍU 17. - 23. MAÍ 2023

Margverðlaunaður rithöfundur

Smásagan er að þessu sinni eftir hinn reynslumikla og vel kunna rithöf und Jónínu Leósdóttur. Jónína er fædd í Reykjavík, ólst upp í vesturbænum og hefur að mestu haldið sig þar, að frá töldum nokkrum árum þegar hún bjó í Bretlandi. Hún lauk stúdentsprófi úr fornmáladeild Menntaskólans í Reykja vík og BA-prófi í ensku og bókmennta fræðum frá Háskóla Íslands.

Um tveggja áratuga skeið starfaði Jónína sem blaðamaður og ritstjóri, m.a. hjá tímaritinu Nýju lífi, og þýddi jafn framt og skrifaði bækur af ýmsum toga auk fjölda smásagna. Fimm leikrit eftir Jónínu hafa verið sýnd í Sjónvarpinu og einnig hafa leikverk eftir hana verið flutt í Útvarpsleikhúsinu og víðar.

Árið 2008 hlaut Jónína Ljóðstaf Jóns úr Vör, verðlaun í ljóðasamkeppni á vegum Kópavogsbæjar. Einnig hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir smásögur og leikverk og árið 2009 hlaut hún viðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir skrif sín fyrir ungmenni. Jónína stofnaði Fjöruverðlaunin, bókmennta verðlaun kvenna, ásamt nokkrum öðr um rithöfundum árið 2007. Hún er nú

heiðursfélagi samtakanna sem standa að veitingu verðlaunanna.

Árið 2013 sendi Jónína frá sér bókina Við Jóhanna, sem er ástarsaga hennar og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þær Jóhanna eiga þrjá syni og níu barnabörn.

Bækur eftir Jónínu eru orðnar tæp

lega tuttugu talsins. Síðastliðin ár hafa komið út eftir hana fimm skáldsögur um hina orkumiklu eftirlaunakonu, Eddu á Birkimelnum, sem leysir dularfullar ráð gátur í fullkominni óþökk lögreglunnar. Ný skáldsaga eftir Jónínu er væntanleg á þessu ári.

Löglega afsökuð

Ellen bar sig auðvitað aumlega, eins og aðrir. Í símtölum við vini og vandamenn formælti hún fordæmalausum tímum, líkti sóttkví við fangelsisvist og harmaði aðskilnað frá barnabörnum. Hún vildi ekki vekja tortryggni. En í raun og veru var 2020 eitt besta ár ævi hennar.

Heimsfaraldurinn hófst einmitt þegar dætur Ellenar voru að gera hana vitlausa vegna yfirvofandi afmælis. Vírusinn kom eins og kallaður.

Þú hefur ekki haldið upp á eitt einasta stóraf mæli, mamma.

Það var engin tilviljun, eins og þær hefðu átt að vita. Ellen var lítið fyrir samkvæmi, sérstaklega mannamót þar sem tilefnið tengdist henni sjálfri. Þess

vegna hafði hún meldað sig veika síðasta daginn í vinnunni, hún hafði haft pata af kveðjuboði, áletraðri köku og ræðu höldum.

En þetta verða bara þínir allra nánustu og þú þarft ekkert að gera, mamma, við sjáum um allt.

Hún hafði nú heyrt þetta áður, meðal annars í tengslum við fjórar fermingar sem dæturnar töldu sig hafa hrist fram úr erminni án utanaðkomandi aðstoðar.

Ellen hafði „bara“ bakað kransakökur, látið áletra servíettur og kerti, leigt dúka, skreytt sali, útbúið snittur, reddað græn metisréttum á síðustu stundu og vaskað upp í lokin.

En dæturnar sóru og sárt við lögðu. Núna fengi hún ekki að lyfta litlafingri.

Þær myndu senda hana í dásamlegt dek ur. Þegar hún mætti loks á svæðið, upp stríluð og endurnærð, biði uppdekkað borð. Þú verður drottning í heilan dag, sögðu þær.

Dekur? Ellen ætti ekki annað eftir en að leggjast allsber á bekk og láta ókunn uga manneskju fara um sig höndum. Hún fékk hroll við tilhugsunina. En um það leyti sem hún var að komast í þrot í afmælisstaglinu birtist Þríeykið eins og af himnum ofan og boðaði þjóðinni mikinn ófögnuð. Þar með leystust vandamál Ell enar á einu bretti.

Varnarsóttkví, viðkvæmir hópar, undirliggj andi kvillar, aldraðir. Þetta voru lausnarorðin.

Veislan var slegin af, um það var eng

20 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 SM ÁSAGAN

inn ágreiningur. Dæturnar áttu erfiðara með að sætta sig við heimsóknabannið. Þó hafði Ellen grafið upp gamlan ast maúða og látið hann liggja á eldhús borðinu til þess að minna stelpurnar á þrálátu barkabólguna sem hún fékk um árið. Og sjötug kona var ekkert ung lamb, minnti hún á og studdi lófa við mjóbakið þegar hún stóð á fætur.

Ekki svo að skilja að Ellen hefði eitt hvað á móti dætrum sínum eða barna börnum, síður en svo. Hún kunni meira að segja vel við báða tengdasynina og vissulega myndi hún sakna vinkvenna sinna sem einnig yrðu að sæta bann inu. En hún fengi örugglega aldrei aftur svona tækifæri, fullkomna ástæðu til þess að gera það sem hana hafði dreymt um alla þá áratugi sem hún hafði verið úti vinnandi: Að hafa það bara huggulegt heima hjá sér.

Hún var fljót að aðlagast nýjum að stæðum.

Endalaus innivera var ekkert mál. Ell en hafði aldrei átt bíl svo hún hafði alltaf hreyft sig mikið. Hún hafði gengið milli heimilis, vinnustaðar og verslana, oft með þunga innkaupapoka, allan ársins hring og í hvaða veðri sem var. Eiginlega hafði hún fengið nóg af fersku lofti fyrir lífstíð.

En þar sem hún þekkti hætturnar sem fylgdu hreyfingarleysi hóf hún að iðka tröppuleikfimi – daglegar göngur upp og niður nokkrar hæðir hússins sem hún bjó í. Þarna mætti hún ekki nokkrum manni, enginn notar stigann í lyftublokk.

Hún naut þess að láta senda sér ný lenduvörur heim að dyrum. Hvílíkur lúxus að geta afgreitt innkaupin á nátt sloppnum. Fólkið sem mætti með mat inn sá hana ekki einu sinni. Það skildi pokana eftir á pallinum og var rokið nið ur í lyftunni þegar Ellen opnaði dyrnar.

Þess vegna hafði hún engar áhyggjur af klæðaburði sínum eða afleiðingum þess að komast ekki í klippingu mánuð um saman. Það var svolítið spennandi að safna í fyrsta sinn hári, komin á þennan aldur. Hún hlakkaði til að geta notfært sér leiðbeiningar á YouTube um hvernig setja mætti fallegan hnút í hnakkann. Verst hvað hárið var lengi að vaxa.

Ellen skipti líka um gír í eldhúsinu þar sem hún hóf áhugaverðar tilraunir með aðstoð uppskrifta af netinu, prófaði ný stárlegt hráefni og kitlaði bragðlaukana

með framandi kryddi. Eftir að hafa ánetjast bökunarkeppni í sjónvarpinu tók hún einnig til við að galdra fram gómsætar kökur. En því var sjálfhætt þegar frystihólfið fylltist. Það var engin leið fyrir eina manneskju að torga öllum þessum tertum og Ellen hafði alist upp við þann sið að henda aldrei mat.

En þótt Ellen verði drjúgum tíma í bakstur og matargerð og hreyfði sig aldrei skemur en í hálftíma á dag (sam kvæmt ráðleggingum Ölmu landlæknis) fór megnið af sólarhringnum einfald lega í að hafa það náðugt. Í huga Ellenar þýddi það að gera eingöngu eitthvað skemmtilegt.

Þríeykið var öxullinn í til veru hennar, Ellen fylgdist með hverjum einasta upplýsingafundi. Hún sat þó ekki aðgerðarlaus. Stundum tyllti hún sér við borðstofu borðið, lagði kapal eða glímdi við þús und-bita púslu spil á meðan Þór ólfur, Víðir, Alma og gestur dagsins tjáðu sig og svöruðu spurningum. Stundum sat hún í sófanum, prjónaði eða leysti krossgátur.

Hún prjónaði líka eða saumaði út á meðan hún horfði á myndir og seríur á Netflix. Dætur Ellenar höfðu ekki tekið annað í mál en að hún fengi sér áskrift og það hafði verið ágæt ábending. Það var mjög þægilegt að geta horft á langar þáttaraðir án þess að bíða í heila viku eftir næsta skammti.

Ekki svo að skilja að hún hætti að lesa bækur í sóttkvínni. Ellen hafði alltaf verið lestrarhestur og barnabörnin, sem öll voru um eða yfir tvítugt, tóku að sér að bera í hana bækur sem þau sóttu á safnið og skildu eftir við dyrnar. En þegar bókasafnið lokaði sneri Ellen sér að rafbókum og það reyndist ákveðinn léttir. Þannig losnaði hún við áhyggjur af því að krakkarnir smituðust af kóvid við að sinna erindum fyrir ömmu sína. Þetta hafði legið dálítið á henni.

Ellen var ekki ein um að hafa áhyggjur.

Hún fann að fjölskyldan bar ugg í brjósti varðandi hina löngu verndarsóttkví ætt móðurinnar. Dæturnar óttuðust að hún endaði eins og Gísli á Uppsölum, algjör lega úr tengslum við annað fólk. Líf án mannlegra samskipta væri engum hollt. Þær lögðu til þá lausn að hún leyfði þeim að kíkja í heimsókn. Þær gætu mætt í plastgalla með hettu, eins og tækni menn í lögguþáttum, og að sjálfsögðu með grímur og gúmmíhanska. En Ell en þjáðist ekki af félagslegri einangrun. Hún átti vídeósamtöl við vini og vanda menn mörgum sinnum í viku og fylgdist náið með netmiðlum. Svo var hún orðin hálfgerður Fésbókarfíkill og hafði end urnýjað kynni við fjölda fyrrum vinnu félaga og gamalla skólasystkina.

Ellen hefði ekki trúað því að óreyndu að hún þekkti fjögurhundr uð-og-eitthvaðmanns!

Vitanlega var hún ekki í stöð ugu sambandi við alla þessa aðila, hún hefði aldrei komist yfir það. En hún renndi yfir færslur Fésbókarvina sinna í nokkur skipti á dag og smellti lækum, hjörtum og broskörlum á hluti sem vöktu athygli hennar.

Já, hún hafði sannarlega margt við að vera og hafði sjaldan verið í jafnmiklum tengslum við annað fólk.

Eftir afslöppuðustu jól sem Ellen hafði upplifað byrjaði bóluefni svo að berast til landsins og dætur hennar fóru að telja niður. Þær fylgdust með bóluefnadaga tali sóttvarnarlæknis á netinu og máttu vart vatni halda þegar árgangur móður þeirra var loks boðaður í Laugardals höllina. Æsingurinn var svo ægilegur að þær mættu báðar til þess að fylgja henni í bólusetninguna, það mátti ekki minna vera.

Hún var ekki fyrr sest aftur inn í bíl inn en að kórinn upphófst.

Nú getum við aftur farið að undirbúa af mælið þitt, mamma!

Ellen andvarpaði og leit með eftirsjá um öxl.

21Húsfreyjan 3. tbl. 2022

WIFT á Íslandi - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Ís landi var stofnað í september 2006. Samtökin voru sett upp að fyrirmynd WIFT móðursamtakanna sem stofnuð voru í Los Angeles árið 1997. Aðal markmið WIFT á Íslandi er að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlut verkum í framleiðslu kvikmynda og sjón varpsefnis.

Fyrsta WIFT tengslanetið var stofnað í Los Angeles á áttunda áratugnum sem viðbrögð við yfirburðum karla í kvik myndaiðnaðinum. Í dag eru um 50 WIFT samtök og WIFT samstarfsaðilar í sex heimsálfum þar sem allir vinna að kynjajafnvægi í kvikmyndabransanum.

Ný stjórn WIFT og margt framundan Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagins á vormánuðum 2022. Í nýrri stjórn sitja: Lea Ævars, forseti, Þurí Bára Birgis dóttir, Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Sólrún Freyja Sen, Hafdís Kristín Lárusdóttir og Sigrún Vala Valgeirsdóttir. Dögg Mósesdóttir er áfram fulltrúi WIFT á Íslandi hjá WIFT Nordic.

Síðasta kjörtímabil var ansi litað af Covid 19. Ný stjórn hlakkar til að hitta meðlimi félagsins að nýju og í persónu. Það eru margar nýjungar framundan en við ætlum okkur stóra hluti á þessu kjör tímabili. Ætlunin er að setja upp nám skeið, halda fyrirlestra og bíókvöld með meðlimum og bjóða upp á ýmis fríðindi.

Málefni kvenna í kvikmyndabransanum Lea Ævars, nýr forseti WIFT á Íslandi brennur fyrir málefnum kvenna í kvik

myndabransanum en hún setti á stofn RVK Feminist Film Festival – Kvik myndahátíð, sem sýnir einungis kvik myndir eftir kvenleikstýrur. Alla tíð síðan Lea kom úr kvikmyndanámi árið 2016 hefur hún verið ötull talsmaður kvenna í bransanum.

Að sögn Leu er í gangi samstarfs verkefni milli WIFT á Íslandi og RVK Feminist Film Festival, rannsókn á öllum stöðum kvenna í kvikmyndastéttinni á Íslandi, sem væri fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi. ,,Norðurlöndin, sem við berum okkur saman við, eiga tölulegar upplýsingar um stöðu kvenna í greininni. Við áætlum að klára þessa rannsókn árið 2023.“

“Kvikmyndamiðillinn er ótrúlega sterkur áhrifavaldur í lífi fólks á öllum aldri og því eru samtök eins og WIFT

svo mikilvæg, til að opna augu fólks fyrir sjónarhornum kvenna sem hafa ekki fengið nægan sýnileika og athygli í gegnum árin. WIFT tengslanetið styrkir konur í kvikmyndabransanum á heims vísu og styrkurinn eykst ár frá ári með öllum meðlimum WIFT samtaka um allan heim. Við hvetjum hver aðra og sækjumst eftir nauðsynlegum breyt ingum til jafnréttis innan kvikmynda greinarinnar” - segir Lea

Vöntun kvenna greininni Fyrrum stjórnir WIFT á Íslandi hafa staðið fyrir margvíslegum gjörningum til að vekja athygli á vöntun kvenna í grein inni. Á Eddunni árið 2013 mættu WIFT konur í jakkafötum til að undirstrika hversu einsleitt samfélagið er þegar að eins sögur karla eru sagðar og sýn karla

WIFT á Íslandi kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi
22 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
KVENNASAMTÖK
Félag
Viðtal: Sigríður IngvarsdóttirMyndir: Úr einkasafni

ein metin vænleg til framleiðslu. Árið 2018 tók WIFT að sér að sjá um opn unaratriði Eddunnar en þá var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á #metoo byltinguna. WIFT á Íslandi hvatti konur til að sýna samstöðu og mæta í svörtum eða rauðum klæðnaði á hátíðina eins og kollegar þeirra út í heimi.

Að sögn Leu fer kvikmyndabransinn ört stækkandi og má í því sambandi nefna skýrslu sem kom út á vegum vinnuhóps á vegum stjórnvalda. ,,Fyrst má nefna það að við mótmæltum því harðlega að engin kona væri tilnefnd í vinnuhóp sem væri að tala okkar máli. Sem betur fer fengum við framgengt breytingu á þeirri tilhögun. WIFT stjórnin las skýrsluna,Kvikmyndastefna til næstu 10 ára, vel og vandlega, en þar mátti sjá að umfjöllun

um jafnrétti var ábótavant. Álitsgerð inni sem við skiluðum inn var ekki vel tekið af öllum innan vinnuhópsins. Við í WIFT erum að leita eftir jafnrétti í kvik

myndastéttinni og látum í okkur heyra þegar nauðsyn krefur. Framtíðin eins og við sjáum hana er björt og segjum hátt og snjallt - Áfram með smjörið”.

23Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Matsveppir á Íslandi

Viðtal við Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðing

Það verður stöðugt vinsælla hér á landi að tína sér sveppi til matar. Yfirleitt er auðvelt að verða sér úti um sveppi og leyfilegt er að tína sveppi í þjóðskógum og flestum reitum skógræktarfélaga. En að sjálfsögðu þarf að fá leyfi til sveppa tínslu á landi sem er í einkaeigu.

Best er að tína sveppi í þurru veðri, nokkrum dögum eftir rigningu. Tína skal unga, heila sveppi sem eru þéttir í sér, en láta gamla sveppi og of unga sveppi eiga sig. Aldrei á að leggja sér til munns sveppi sem einhver vafi leikur á hvort séu mat sveppir eða ekki. Sumir sveppir eru eitr aðir og því skal alltaf hafa það sem reglu að borða eingöngu sveppi sem við þekkj um og vitum að eru góðir matsveppir.

Unnið með sveppi í 40 ár Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir er einn fær asti sveppafræðingur landsins og starfar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún er með doktorspróf í sveppafræði frá Mani toba háskóla og hefur verið tengd svepp um í um 40 ár, eða frá því að hún byrjaði fyrst að skoða og greina smásveppi úr jörð foreldra sinna í Hrunamannahreppi árið 1981 í tengslum við líffræðinám sitt í Háskóla Íslands.

Hún segir að sveppir séu mögnuð fyrirbæri ,,þeir eru hvorki dýr né plöntur, heldur sveppir og eru í sérstöku ríki, svepparíkinu.“ Þó séu sveppir skyldari dýrum en plöntum. Líkami sveppa er gerður úr þráðum en þeir sveppir sem við tínum eða borðum eru aldin sveppanna. Ferskir sveppir eru 60-90% vatn en þeir gefa matnum bragð og áferð. Í sveppa próteini er að finna eitthvað af þeim amínósýrum sem líkami okkar þarf á að halda úr fæðunni og getur ekki framleitt sjálfur. Sveppir eru tormeltir þar sem þeir eru ofnir úr sveppþráðum með veggi sem meltast hægt og þar með virka sveppir á Sigríður IngvarsdóttirMyndir : Silla Páls og einkasafn

meltingarveg manna á sama hátt og trefj ar. Sem trefjar eru sveppir bæði mjúkir og ljúffengir.

Að sögn Guðríðar Gyðu er uppáhalds sveppur hennar líklegast furusveppur. Það er fljótlegt að hreinsa hann og ganga

frá. ,,En ég safna aðallega furusveppum og lerkisveppum. Eins er gaman að safna kóngssveppum, þeir eru stórir og henta mjög vel í súpur. Kúalubbi sem vex með birki er líka góður en maður þarf að vera snöggur að safna honum þar sem hann

24 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 FRÓÐLEIKUR
Viðtal:

skemmist fljótt, en sveppamý verpir eggjum í pípulagið neðan á hattinum um leið og sveppurinn kemur upp. Því er stafur kúalubba oftar nothæfur heldur en hatturinn.“

Guðríður Gyða hvetur fólk til að nýta sér matsveppi, enda fátt betra en að elda og borða það sem maður hefur sjálfur tínt eða veitt. En hún leggur áherslu á við borðum aðeins sveppi sem við vitum af hvaða tegund er og að tegundin sé góður matsveppur. Það vaxa eitraðir sveppir á Íslandi og þá getur hreinlega verið lífs hættulegt að leggja sér til munns. Svepp ina þarf að tína unga og ferska og mat reiða þá áður en þeir fara að skemmast. Eins á aldrei að geyma svepparétti lengur en einn dag í kæli því sveppir endast mjög illa og skemmast fljótt.

Funga Íslands – Sveppir, ætir eður ei Guðríður Gyða heldur úti öflugum og mjög vinsælum fésbókarhóp sem ber heitið,, Funga Íslands – Sveppir, ætir eður ei“. Markmiðið er að miðla upp lýsingum um íslenska sveppi bæði þá sem nýta má til matar sem og aðra forvitni lega sveppi sem fólk rekst á í sínu dag lega amstri og vill vita deili á. Þannig safnast saman upplýsingar um hvenær ársins sveppir bera aldin og útbreiðslu þeirra hérlendis. Þegar spurt er um sveppi sem ekki hafa sést áður hérlendis reynir sveppafræðingurinn að fá frekari upplýsingar um fundarstað og að fá sent sýni af sveppnum til varðveislu í sveppa safni Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Finnendur hafa oftast brugðist vel við og spennandi sýni sveppa, sem eru að nema hér land og ýmissa sjaldséðra sveppa, hafa ratað í sveppasafnið þá leiðina.Í fés bókarhópnum er fólk sem hefur reynslu af nýtingu matsveppa erlendis frá, kann að súrsa og salta vissa sveppi og að nota aðrar verkunaraðferðir en þær sem ég nota sem eru þurrkun og frysting.

Guðríður Gyða hefur einnig leitt sveppagöngur fyrir ýmsa aðila til dæmis hina árlegu sveppaskógargöngu Skóg ræktarfélags Eyfirðinga, þar sem hún fer með hópa til sveppatínslu og fræðir þá um sveppi og hvernig best sé að greina þá og meðhöndla. Að sögn Guðríðar Gyðu eru til erlend sveppagreiningaröpp en ekkert slíkt íslenskt app er til enn sem komið er.

Hvar og hvenær skal tína Það fer eftir landshlutum hvaða sveppir finnast hvar. Stór hluti af tegundum mat sveppa á Íslandi vex t.d. í Borgarfirði s.s. í skógarreitunum við Hreðavatn og í Skorradal. Því er vinsælt að fara þangað til sveppatínslu. Það ræðst alfarið af ár ferði hvernig sveppauppskeran er. Á Norður- og Austurlandi var t.d. engin sveppatíð sumarið 2021 vegna þurrka. Í góðu árferði er hægt að búast við að finna sveppi um miðjan júlí, þ.e. ef gerir góða rigningardembu. Því er gott að leita sveppa 2-3 dögum seinna t.d. í lerki- eða furuskógi. Þá sveppi, sem mynda svepp rót með trjám er að finna eins langt frá trénu og ræturnar ná.

Þegar farið er til sveppatínslu er best að hafa körfu eða víðbotna ílát sem loftar til að tína sveppina í, lítinn hníf, góða skó og mottu til að krjúpa á. Óþekkta sveppi á ekki að setja í sama ílát og matsvepp ina heldur í bréfpoka eða lítil ílát Þegar sveppum, sem ætlunin er að greina, er safnað þarf allur stafurinn að fylgja með, líka það sem festir hann við undirlagið. Best er að stinga hnífnum skáhallt undir stafinn og lyfta sveppnum upp og safna

síðan bæði ungum og fullþroska aldinum því sum einkenni sjást best þegar ald inið er ungt en endanleg stærð sést á full þroska aldinum.

Verkun matsveppa Guðríður Gyða bendir á nauðsyn þess að hreinsa sveppi vel og þurrka óhreinindi af þeim með rökum klút. Fáir sveppir þola það að vera hreinsaðir með vatni. Skrapa og skera burt skemmdir t.d. eftir sniglabit eða för eftir fugla.

Varðandi verkun sveppanna og geymslu þá er algengast að frysta þá eða þurrka.

Frysting: Sveppir skornir niður og soðnir við vægan hita í eigin safa í 10-15 mínútur. Að því loknu er hægt að frysta þá í hæfilegum skömmtum.

Þurrkun: Sveppir sneiddir niður í 2-5 mm þykkar sneiðar og þurrkaðir við 4050 gráður, helst í heitum loftblæstri. Til eru sérstakir grænmetisþurrkarar sem hægt er að nota. Þegar sneiðarnar eru stökkar eru þær settar í loftþéttar krukkur og kannað nokkrum dögum seinna hvort þær séu ekki enn þá stökkar. Hægt er að geyma sveppi á þennan hátt í nokkur ár.

25Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Algengir matsveppir

Pípusveppir hafa þau einkenni að undir hattinum er lag af samsíða pípum sem lítur út eins og svampur. Matsveppirnir lerkisveppur, kóngssveppur, kúalubbi, smálubbi og furusveppur eru allt pípu sveppir.

Að sögn Guðríðar Gyðu eru eftirfar andi sveppir frekar algengir, góðir mat sveppir:

Sandsúlungur, Suillus variegatus: Vex með furu á þurru og fremur rýru landi og finnst nokkuð víða um land. Þessi sveppa tegund hentar einstaklega vel til þurrkun ar. Sveppurinn er með gulgrátt pípulag og slímugan hatt í raka en annars þurr.

Kóngssveppur, Boletus edulis: Vex með birki, fjalldrapa og ýmsum barrtrjám víða á landinu. Hann þykir einn af bestu mat sveppunum, einkum þurrkaður. Hann er með brúnan fitugan hatt, hvítt pípulag sem verður daufgult og ljóst netmynstur á staf. Frekar digur sveppur og getur orðið stór með aldrinum.

Lerkisveppur, Suillus grevillei: Finnst í lerkiskógum. Er gulur eða appelsínugulur með gult pípulag. Finnst í miklu magni á Norður- og Austurlandi, frá seinni hluta júlí og fram í september. Hattur sveppsins er slímugur í raka og hatthúðin oft fjar lægð fyrir suðu / þurrkun. Skera þarf neðan af staf sveppsins og skrapa hann að utan.

Reyðilubbi eða rauðhetta, Leccinum versipelle: Vex á stangli í birkiskógum og kjarri, einkum á Vestfjörðum. Góður matsveppur sem þarf að elda vel, en við það minnka líkur á óþoli. (Sumir hafa óþol fyrir þessari sveppategund). Svepp urinn er með rauðbrúnan eða rauðgulan hatt og getur hatthúðin náð niður á brún pípulagsins. Stafurinn er oftast með dökkum yrjum og dökknar í skurðsár og sveppurinn dökknar við eldun.

Ullblekill, Coprinus comatus: Ágætis mat sveppur sem vex á grasflötum og veg köntum oft í röskuðu landi. Varast ber að safna ullblekli við fjölfarna vegi vegna hættu á mengun. Eingöngu skal nota unga, lokaða sveppi. Best að verka hann eins fljótt og hægt er, áður en hann leysist upp og verður að svörtum vökva. Þessi sveppur er ágætur frystur.

Furusveppur, Suillus luteus: Þykir ein staklega ljúffengur, enda kallaður smjör sveppur á mörgum tungumálum. Furu sveppur vex með furum og felur sig oft í mold eða lyngi. Oft má sjá glampa á húðina á honum í sólskini. Hann er með brúna og slímuga hatthúð og pípulagið er fölgult. Skera þarf neðri hluta stafsins af og hatthúðin er yfirleitt rifin af honum.

Kúalubbi, Leccinum scabrum: Vex með birki og er mjög ljúffengur. Hann er einna fyrstur pípusveppa á sumrin og vex fram á haust. Er þurr með brúnan hatt, drapplitt pípulag og stafurinn er svart dröfnóttur. Hann maðkar hratt og því er gott að kljúfa hann í tvennt til að kanna skemmdir.

Túnkempa, Agaricus campestris: Líkist ræktuðu matkempunni. Finnast oftast fáir saman í baugum í graslendi. Er smár, fyrst kúlulaga og mjallhvítur með bleikar fanir sem verða súkkulaðibrúnar með aldri um leið og hattur verður nokkuð flatur. Má þurrka eða frysta, þó ber að varast að nota gamla sveppi.

26 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
kærleiksríkt aðstæður Gróðrarstöðin við gróður í yfir 40 ár

Kantarella, Cantharellus cibarius: Vex aðallega á Vestfjörðum og á vestanverðu landinu en einnig hér og þar á Norðaust urlandi. Hatturinn er fölgulur eða egg gulur og niður stafinn ganga lág rif. Þessi sveppategund endist lengi og þykir ljúf feng. Þetta er frekar seigur sveppur með sérstöku bragði og gefur öðrum sveppum aukið bragð í blöndum.

Gullbroddi, Hydnum repandum: Vex í skógum á vestan- og norðanverðu land inu og er mikið notaður matsveppur. Hatturinn er rauðgulur og broddalagið er næstum hvítt. Bestur frystur.

Húsfreyjan 3. tbl. 2022
Áskrift að Húsfreyjunni er tilvalin vinargjöf Hún kemur út 4 sinnum á ári og þú getur pantað fallegt gjafabréf með. Hafðu samband við skrifstofu Húsfreyjunnar í síma 552 7430 eða keyptu gjafaáskrift á husfreyjan.is. 27 Kvenfélagasamband Íslands 3. tbl. 72. árg. 2021 Verð 1.990 kr. Jákvæð og hvetjandi Jákvæðoghvetjandi Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur og kvenfélagskona Njálurefillinn Ævintýri og afrek Alma Möller Samvinna og samstaða þjóða Ragnheiður Eiríksdóttir Húsfreyjan prjónuð úr lopa og mohair Halla María Svansdóttir Afar girnilegur matarþáttur KvenfélagasambandÍslands 1.tbl.73.árg.2022 Verð1.990kr. Jákvæðoghvetjandi Veljumnúnaþaðsem okkurfinnstgamanKvenfélagasamband Íslands 4. tbl. 72. árg. 2021 Verð 1.990 kr. Jákvæð og hvetjandi Landsþing KÍ Jólamaturinn Prjónauppskriftir Jólastemning Smásögur Sesselja Ómarsdóttir Líftækni,kraftlyftingarlyfjaþróun, og köfun KvenfélagasambandÍslands | 2.tbl.73.árg.2022 Verð1.990kr. Jákvæðoghvetjandi Heillandi að vísa á árangursríkar leiðir Helga Magnea kvenfélagskona í Nönnu Uppskriftir Öldu og Þóru Prjónaðarsumarpeysur Borðum blóm sumar Grace og sólguli kjóllinn Dagbók saumakonu Marsipanhorn Alberts 97 70018 79800 02 ISSN 0018-7984

YNJA, VERA OG MUGISON

Sjöfn Kristjánsdóttir

Sjöfn Kristjánsdóttir gefur okkur hér þrjár uppskriftir til þess að prjóna á börnin fyrir haustið, en það er Ynja barnapeysa, Vera húfa og Mugison vettlingar.

„Úr einni uppskrift yfir í 200 uppskriftir, búð, 3 bækur og starfsfólk. Þessari þróun óraði okkur ekki fyrir en hún var samt sem áður alltaf draumurinn og markmið ið. Nú er sá draumur orðinn að veruleika og við erum hvergi nærri hætt“.

Lengi framan af hamaðist ég á vinnu markaðnum, í verkefnum sem voru misáhugaverð og gáfu mér mismikla gleði. Ég útskrifaðist af Hönnunar- og textílbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2002. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem ég kláraði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum. Þó svo að meistaranámið hafi ekki gefið mér reynslu í sköpun þá gaf það mér mikla reynslu í textasmíðum, íslenskri málnotkun og sjálfsaga. Innst inni langaði mig alltaf til að vinna með höndunum og gera það sem ég er góð í. Sá draumur rættist heldur betur og varð að þessum dásamlega fallega veruleika.

Ég byrjaði að prjóna um 12 ára aldurinn. Það hafði engum tekist að kenna mér að prjóna þar sem ég var örvhent. En ein góð vinkona mömmu tók það verkefni að sér og niðurstaðan var mín fyrsta húfa og að sjálfsögðu upp úr kollinum á mér. Síðan þá hefur prjónaskapur alltaf legið vel fyrir mér.

Ég bý í Reykjavík með manninum mínum, Grétari Karli og börnum okkar, Sögu, Ara og Kára. Prjónaferðalag okkar Grétars byrjaði árið 2017 þeg

ar við vorum með Ara lítinn. Ég sat og prjónaði öll kvöld, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Eins og margir vita gat ég ekki farið eftir uppskriftum, hvorki íslenskum né erlendum svo ég endaði alltaf á því að skálda þær flíkur sem ég prjónaði. Svo var það eitt kvöldið, þegar ég sat með prjónana og bunkann af prjónaflíkum við hlið mér, að Grétar minnist á hvort ekki væri sniðugt að skrifa upp eitthvað af þessum flíkum? Ég horfði á hann stórum augum og sagði „nei aldeilis ekki, ég kann ekki að lesa uppskriftir, af hverju ætti ég að kunna að skrifa þær?“. Ég svaf á þessu um nóttina og daginn eftir dró ég fram tölvuna og byrjaði að skrifa. Framhaldið er eitt stórt ævintýri og vonandi heldur það ævintýri áfram að vaxa og dafna um ókomna tíð.

Árið 2020 kom fyrsta prjónabókin út, en hún bar heitið: UNA PRJÓNABÓK. Það var samstarf okkar Sölku Sólar Eyfeld. Sú bók sló heldur betur í gegn og seldist í yfir 6 þúsund eintökum fyrir jól það sama ár. Árið 2021 gaf ég út bókina PRJÓN ER SNILLD en sú bók inniheldur 63 vinsælustu uppskriftir STROFF frá upphafi. Bókin er 313 blað síður og þar er hægt að finna fjölbreyttar prjónauppskriftir af barna- og fullorðins flíkum, peysum, sokkum, vettlingum, heimferðarsettum og fleira. Í september á þessu ári kemur svo nýja bókin út á þýsku og verður seld á þýskum markaði. Leonie Karn, vinkona mín og samstarfsfélagi, hefur verið að þýða uppskriftirnar mínar yfir á þýsku og heldur úti þýsku vefsíðunni okkar. Sú sala hefur gengið vel og í kjölfarið ákváðum við að gefa út PRJÓN ER SNILLD á þýsku og leyfa fleiri löndum að njóta uppskriftanna.

Fyrir þá sem vilja skoða fyrirtækið nánar er hægt að heimsækja Sjöfn í Stroff verzlun, Skipholti 25 eða skoða vefverslunina www.stroff.is.

28 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 HANNYRÐAHORNIÐ

YNJA barnapeysa

EFNI

Tveir þræðir af VIP frá Lana Gatto. Stærðir og magn af garni Stærð VIP

6-12 mán 200 gr (700 m)

1-2 ára 250 gr (900 m)

2-4 ára 250 gr (900 m)

4-6 ára 300 gr (1000m)

6-8 ára 350 gr (1200 m)

8-10 ára 400 gr (1400 m)

ATH. að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust. Það sem þarf:

• Hringprjónar nr. 6 (40 og 60/80 cm langir)

• Hringprjónar nr. 5 (fyrir stroff á bol)

• Sokkaprjónar nr. 6 (ermar)

• Sokkaprjónar nr. 5 (fyrir stroff á ermum)

• Nál til frágangs

• Prjónamerki

MÁL

Lengd á bol, frá handvegi, með stroff

6-12 mán: 20 cm

1-2 ára: 22 cm 2-4 ára: 25 cm 4-6 ára: 29 cm 6-8 ára: 32 cm 8-10 ára: 36 cm

Ummál á bol 6-12 mán: 64 cm

1-2 ára: 68 cm

2-4 ára: 71 cm 4-6 ára: 77 cm 6-8 ára: 84 cm 8-10 ára: 90 cm

PRJÓNFESTA

Lengd á ermum frá handvegi, með stroff

6-12 mán: 16 cm

1-2 ára: 18 cm 2-4 ára: 20 cm 4-6 ára: 24 cm 6-8 ára: 28 cm 8-10 ára: 32 cm

Ummál á ermum

6-12 mán: 21 cm

1-2 ára: 22 cm

2-4 ára: 24 cm 4-6 ára: 25 cm 6-8 ára: 26 cm 8-10 ára: 27 cm

Prjónfestan í þessari peysu er sú að 18 lykkjur á prjóna nr. 6 gera 10 sm með því að nota tvöfaldan þráð af VIP frá

Lana Gatto. Þá gera: 36 lykkjur 20 sm 54 lykkjur 30 sm 72 lykkjur 40 sm og svo framvegis.

Athugið að höfundur notaði prjóna nr. 7 til að fá rétta prjónfestu.

Lestu nánar um prjónfestu á www.stroff.is/prjonfesta.

GOTT AÐ VITA

Skammstafanir: SL: Slétt prjón

BR: Brugðið

UMF: Umferð

L: Lykkja/Lykkjur

SM: Sentímetrar

PM: Prjónmerki

Prjónmerki: Prjónmerki eru notuð til að merkja staði í þeirri flík sem þú ert að prjóna. Í þessari uppskrift er prjónamerkjum krækt í lykkjur í úrtöku í ermi og í laskalykkjur.

Lengd á bol og ermum Ég mæli alltaf með því að þú mælir tilvonandi eiganda peysunnar. Lengd á bol og ermum eru algjört smekksmál og þú getur auðveldlega stýrt síddinni.

29Húsfreyjan 3. tbl. 2022

AÐFERÐ

Lesið vel yfir uppskrift áður en þið byrjið. Peysan er prjónuð ofan frá og niður og í hring, með sléttu prjóni í baki og ermum, og laskaútaukningu og broken rib í framstykki.

Broken rib

1. umferð: Prjónið 1 lykkju slétta og 1 lykkju brugna. 2. umferð: Prjónið allar lykkjur sléttar. Endurtakið umferðir 1 og 2 yfir allan frampartinn af peysunni.

Fitjið upp 52, 56, 60, 64, 68, 72 lykkjur á hringprjón nr. 6 (40 cm langan). Prjónið 1 lykkju snúna slétta (myndband: www.bit.do/snuinlykkja) og 1 lykkju brugna til skiptis, alls 10, 11, 12, 13, 14, 15 cm. Prjónið kragann niður að innan verðu með sléttu prjóni (myndband: www.bit.do/faldpr jon).

Það er gert með því að prjóna hverja lykkju í þá lykku sem fitjað var upp á. Ef þið treystið ykkur ekki til þess að prjóna kantinn niður þá er ekkert mál að sauma hann niður í lokin.

Berustykki

Nú þarf að gera ráð fyrir útaukningu í laska. Umferð byrjar fyrir miðju að aftan. Gott er að merkja upphaf umferðar með prjónamerki.

Umferð 1

1. Prjónið 10, 12, 12, 14, 14, 16 lykkjur slétt (hægri hluti bakstykkis).

2. Prjónið 1 lykkju slétt og krækið í hana prjónamerki nr. 1.

3. Prjónið 3 lykkjur slétt (hægra axlarstykki).

4. Prjónið 1 lykkju slétt og krækið í hana prjónamerki nr. 2.

5. Prjónið 21, 23, 25, 27, 29, 31 lykkjur broken rib (fram stykki).

6. Prjónið 1 lykkju slétt og krækið í hana prjónamerki nr. 3.

7. Prjónið 3 lykkjur slétt (vinstra axlarstykki).

8. Prjónið 1 lykkju slétt og krækið í hana prjónamerki nr. 4.

9. Prjónið 11, 11, 13, 13, 15, 15 lykkjur slétt (vinstri hluti bakstykkis).

Umferð 2 - útaukning

Nú þarf að auka út í laska, eða sitthvoru megin við laskalykkjurnar fjórar. Umferð byrjar áfram fyrir miðju að aftan. Prjónið að prjónamerki nr. 1. Aukið út með M1R (sjá út skýringu bls 3), prjónið 1 lykkju slétt (laskalykkja), aukið út með M1L (sjá útskýringu bls 3). Endurtakið útaukninguna við öll fjögur prjónamerkin, alls 8 auka lykkjur í hverri útaukningar umferð.

Umferð 3

Prjónið án útaukninga. Broken rib í framstykki og slétt prjón annars staðar.

Endurtakið umferð 2 og 3 þar til þið hafið aukið út 15, 16, 17, 18, 20, 21 sinnum. Nú eiga að vera 172, 184, 196, 208, 228, 240 lykkjur á prjóninum. ATH að broken rib mynstur er prjónað allt framstykkið, alveg niður að stroff. Prjónið bol.

Bolur

Nú þarf að skipta stykkinu upp í bol og ermar. Umferð byrjar fyrir miðju að aftan:

1. Prjónið 27, 29, 30, 33, 35, 38 lykkjur slétt (hægri hluti bakstykkis).

2. Setjið 33, 35, 37, 39, 43, 45 lykkjur á hjálparband / hjálparnælu (hægri ermi).

3. Fitjið upp 5 nýjar lykkjur (hægri handvegur).

4. Prjónið 53, 57, 61, 65, 71, 75 lykkjur með broken rib (fram- stykki).

5. Setjið 33, 35, 37, 39, 43, 45 lykkjur á hjálparband / hjálparnælu (vinstri ermi).

6. Fitjið upp 5 nýjar lykkjur (vinstri handvegur).

7. Prjónið 26, 28, 31, 32, 36, 37 lykkjur slétt (vinstri hluti bakstykkis).

Nú eiga að vera 116, 124, 132, 140, 152, 160 lykkjur á prjón- inum. Ermalykkjur eru komnar á hjálparband/ hjálparnælu.

Athugið sérstaklega að 3 lykkjur af þeim lykkjum sem fitjaðar eru upp í handvegi fara í framstykki og eru þá prjónaðar með mynstri og tvær fara í bakstykki og eru þá prjónaðar slétt.

Prjónið nú þar til bolur, frá handvegi, mælist 17, 19, 22, 25, 28, 32 cm (mælið framstykkið). Skiptið yfir á hringprjón nr. 5.5, prjónið stroff eins og stroff í hálslíningu (nema hér er stroffið ekki prjónað upp), alls 3, 3, 3, 4, 4, 4 cm. Fellið af með brugningu, www.bit.do/brugning.

Ermar

Nú þarf að færa lykkjurnar, sem þið settuð á hjálpar- band, yfir á hringprjón (40 cm) nr. 6, eða sokkaprjóna nr.

6. Einnig þarf að þræða eða koma lykkjunum, sem þið fitjuðuð upp á undir handakrikanum á sokkaprjón/hringprjón líka. Þá takið þið upp þessar 5 lykkjur sem fitjaðar voru upp við bolinn því þær eru einnig hluti af ermi. Þegar komið er að stroff þarf að færa lykkjurnar yfir á sokkaprjóna.

Magic loop

Hægt er að nota magic loop aðferðina í ermar og háls- mál ef fólki þykir það betra eða vill ekki festa kaup á 40 cm löngum hringprjón. Endilega skoðið aðferðina hér: www.bit.do/magic-loop

Nú eiga að vera 38, 40, 42, 44, 48, 50 lykkjur á prjóninum. Tengið í hring og prjónið ermina með sléttu prjóni þar til hún mælist 13, 15, 17, 20, 24, 28 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 5.5 og takið úr 10, 10, 8, 8, 10, 10 lykkjur jafnt og þétt yfir umferðina.

30 Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Útskýring á M1R, M1L

Make one right og make one left eða auka um 1l til hægri og 1l til vinstri. Þetta er aðferð til þess að auka út í laska. Með því að snúa lykkjum til hægri eða vinstri vísa þær rétt báðu megin við laska lykkju.

M1R: Takið bandið upp milli síðustu lykkju fyrir laskalykkju og laskalykkju, farið með prjóninn aftan í bandið og prjónið framan í það slétt.

M1L: Takið bandið upp á milli síðustu lykkju fyrir laskalykkju og laskalykkju, farið með prjóninn framan í bandið og prjónið aftan í það slétt.

Útskýring á M1R, M1L

Make one right og make one left eða auka um 1l til hægri og 1l til vinstri. Þetta er aðferð til þess að auka út í laska. Með því að snúa lykkjum til hægri eða vinstri vísa þær rétt báðu megin við laskalykkju.

M1R: Takið bandið upp milli síðustu lykkju fyrir laskalykkju og laskalykkju, farið með prjóninn aftan í bandið og prjónið framan í það slétt.

Nú eiga að vera 28, 30, 34, 36, 38, 40 lykkjur á prjóninum. Prjónið stroff eins og hálslíningu og á bol, alls 3, 3, 3, 4, 4, 4 cm. Fellið af með brugningu. Dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og slítið frá. Prjónið hina ermina eins.

Frágangur

M1L: Takið bandið upp á milli síðustu lykkju fyrir laskalykkju og laskalykkju, farið með prjóninn framan í bandið og prjónið aftan í það slétt.

Sjá myndband: www.bit.do/m1r-m1l

Felið alla enda og lagið göt í handvegi ef þau eru til staðar. Skolið í vél og vindið á 400-600 snúningum (kasmír er viðkvæmt efni). Leggið peysuna til á þurrt handklæði og sléttið vel úr henni. Látið þorna vel. Það er voða gott að leggja hana til nálægt ofni því þá þornar hún fyrr.

Útskýring á laskalykkjum og útaukningu Bláar örvar: sýna laskalykkjurnar tvær, þær eru frá hálsmáli og niður allt berustykkið.

Bláar örvar: sýna laskalykkjurnar tvær, þær eru frá hálsmáli og niður allt berustykkið. Appelsínugular örvar: sýna þá staði þar sem aukið er út í annarri hvorri umferð, alla leið frá hálsmáli og niður berustykkið.

Appelsínugular örvar: sýna þá staði þar sem aukið er út í annarri hvorri umferð, alla leið frá hálsmáli og niður berustykkið.

Sjá myndband: www.bit.do/m1r-m1l 3 Útskýring á laskalykkjum og útaukningu

31Húsfreyjan 3. tbl. 2022
´ KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS TBL. 71. ÁRG. 2020 VERÐ KR. 97 70018 798008 01 ISSN 0018-7984 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS HUSFREYJAN 90 97 70018 79800 02 ISSN 0018-7984 HUSFREYJAN ´ KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS 3. TBL. ÁRG. 2020 VERÐ KR. 1990 Kolvetnaminni matur Uppskrift af vináttu Bökum eigin brauð COVID-þrif á heimilumEinstakur útsaumur Djúp gleði að miðla þekkingu um mikilvægi heimilanna 97 70018 79800 03 ISSN 0018-7984 Ég kemst í hátíðarskap Helga Möller og Elísabet Ormslev KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS 4. TBL. ÁRG. 2020 VERÐ KR. 1990 97 70018 79800 04 0018-7984 KvenfélagasambandÍslands 1.tbl.72.árg.2021 Verð1.990kr. Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur og kvenfélagskona 97 70018 79800 01 ISSN 0018-7984 Samvinna og samstaða þjóða KvenfélagasambandÍslands 3.tbl.72.árg.2021 Verð1.990kr. 97 70018 798008 03 ISSN 0018-7984 GRUNNURINN AÐ LÍFI OKKAR DR. RAGNHEIÐUR I. ÞÓRARINSDÓTTIR REKTOR LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS PRJÓN: FLÉTTA OG RANDVER FLOTTAR PEYSUR AFTURNÝTING OG ENDURNÝTING SMALABAKA OG BLÁBERJABAKA SMÁSAGA OG KROSSGÁTA KvenfélagasambandÍslands 4.tbl.72.árg.2021 Verð1.990kr. Jákvæðoghvetjandi Landsþing KÍ Jólamaturinn Prjónauppskriftir Jólastemning Smásögur 9770018 79800 0018-7984 9770018 79800 0018-7984 Sesselja Ómarsdóttir Líftækni,kraftlyftingarlyfjaþróun,og köfun Húsfreyjan er fjölbreytt og vandað tímarit Kvenfélagasambands Íslands Hægt er að velja um að fá blaðið sent heim á pappír eða fá áskrift eingöngu rafrænt. Allir áskrifendur hafa aðgang að áskriftarvefnum á husfreyjan.is. Á áskriftarvefnum er að finna mörg eldri blöð Húsfreyjunnar. Til að gerast áskrifandi ferðu inn á husfreyjan.is eða hefur samband við skrifstofu Húsfreyjunnar s. 552 7430

MUGISON vettlingar fyrir börn

EFNI

Katia Merino Sport - www.stroff.is/sport

Stærðir og magn af garni

6-12 mán 50 gr

1-2 ára 50 gr

2-4 ára 50 gr

4-6 ára 100 gr

6-8 ára 100 gr

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf

• sokkaprjónar nr. 3 og nr. 4,5

• nál til frágangs

• spotti af garni í öðrum lit til að setja þumallykkjur á

MÁL

Þvermál yfir handarbak

6-12 mán: 6 sm

1-2 ára: 7 sm

2-4 ára: 7,5 sm

4-6 ára: 8 sm

6-8 ára: 8,5 sm

PRJÓNFESTA

Prjónfestan í þessum vett lingum er sú að 20 lykkjur á prjóna nr. 4,5 gera 10 sm með því að nota Merino Sport frá Katia.

Þá gera: 40 lykkjur 20 sm Lestu nánar um prjónfestu á www.stroff.is/prjonfesta.

GOTT AÐ VITA

Skammstafanir:

SL: Slétt prjón

BR: Brugðið

UMF: Umferð

L: Lykkja/Lykkjur

SM: Sentímetrar

AÐFERÐ

Lesið vel yfir uppskrift áður en þið byrjið Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með MUGISON mynstrinu góða. Ég mæli með að þið notið 3 sokkaprjóna og prjónið svo með þeim fjórða.

Fitjið upp 24, 32, 32, 40, 40 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið stroff (1sl og 1br lykkja til skiptis) alls 4, 4, 4, 6, 6 umferðir.

AÐFERÐ

Prjónið nú mynstur í hring (sjá mynd f. neðan) til stykkið, með stroffinu, mælist 6.5, 8, 9.5, 11, sm (gott er að enda á þeim stað í mynstri þar ein umferð er prjónuð slétt (umf 6 eða 12 í mynsturmynd), það er fallegra heldur en að hætta í miðju mynstri).

Lesið vel yfir uppskrift áður en þið byrjið.

Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með MUGISON mynstrinu góða. Ég mæli með að þið notið 3 sokkaprjóna og prjónið svo með þeim fjórða. Fitjið upp 24, 32, 32, 40, 40 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið stroff (1sl og 1br lykkja til skiptis) alls 4, 4, 4, 6, 6 umferðir.

Skiptið yfir á þrjá sokkaprjóna nr. 3, prjónið brugningu (1 sl og 1 br lykkja til skiptis) alls 4, 5, 6, 6 umferðir. Skiptið aftur yfir á þrjá sokkaprjóna nr. 4.5, prjónið eina umferð slétt og skiptið lykkju num jafnt á 3 prjóna þannig að helmingurinn af lykkjunum fer á einn prjón og hinn helmingurinn deilist á tvo prjóna. Ég skipti þeim þannig að fyrri helmingur (handarbak) fer á einn prjón og seinni helmingur (inní lófa) fer á tvo prjóna. Prjónið nú 6, 8, 8, 10 umferðir í hring (með sama mynstri).

Prjónið nú mynstur í hring (sjá mynd f. neðan) þar til stykkið, með stroffinu, mælist 6.5, 8, 9.5, 11, 12 sm (gott er að enda á þeim stað í mynstri þar sem ein umferð er prjónuð slétt (umf 6 eða 12 í mynsturmynd), það er fallegra heldur en að hætta í miðju mynstri).

Skiptið yfir á þrjá sokkaprjóna nr. 3, prjónið brugningu (1 sl og 1 br lykkja til skiptis) alls 4, 5, 5, 6, 6 umferðir. Skiptið aftur yfir á þrjá sokkaprjóna nr. 4.5, prjónið eina um ferð slétt og skiptið lykkju- num jafnt á 3 prjóna þannig að helmingurinn af lykkjunum fer á einn prjón og hinn helmingurinn deilist á tvo prjóna. Ég skipti þeim þannig að fyrri helmingur (handarbak) fer á einn prjón og seinni helmingur (inní lófa) fer á tvo prjóna. Prjónið nú 5, 6, 8, 8, 10 umferðir í hring (með sama mynstri).

32 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
Fjölskyldufyrirtæki síðan 1929 PFAFF

4, 4, 4, 6, 6 umferðir. hring (sjá mynd f. neðan) þar stroffinu, mælist 6.5, 8, 9.5, 11, 12 á þeim stað í mynstri þar sem prjónuð slétt (umf 6 eða 12 í er fallegra heldur en að mynstri).

Prjónn nr. 3 (lófi): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið tvær lykkjur saman slétt með því að fara framan í lykkjurnar, prjónið eina lykkju.

Þumalband prjónað í vettling Hér er ágætlega vel útskýrt hvernig á að prjóna hjálparband fyrir þumal: www.stroff.is/thumalband Nú þarf að gera ráð fyrir þumli. Það er gert svona: Á öðrum vettlingnum eru prjónaðar 0, 2, 2, 3, 3 lykkjur, takið hjálparband og prjónið 5, 5, 5, 6, 6 lykkjur. Setjið þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn (prjónið þessar lykkjur aftur). Prjónið út umferð. Á hinum vettlingnum er prjónað þar til 5, 7, 7, 9, 9 lykkjur eru eftir af umf. (síðasti prjónn vettlings). Takið hjálparband og prjónið 5, 5, 5, 6, 6 lykkjur. Setjið þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn og prjónið út umf.

Endurtakið í hverri umferð þar til 6-8 lykkjur eru eftir á prjóninum. Klippið bandið, dragið í gegnum lykkjurnar og saumið endann niður og inn í vettlinginn. Prjónið annan eins vettling.

Prjónið áfram þar til vettlingurinn (frá neðra stroff, eða það stroff sem fer um úlnlið barnsins) mælist 6.5, 8, 8.5, 9, 10 sm. Byrjið úrtöku.

sokkaprjóna nr. 3, prjónið br lykkja til skiptis) alls 4, 5, 5, Skiptið aftur yfir á þrjá sokkaprjóna umferð slétt og skiptið lykkju þannig að helmingurinn af prjón og hinn helmingurinn Ég skipti þeim þannig að fyrri (handarbak) fer á einn prjón og seinni fer á tvo prjóna. Prjónið nú 5, hring (með sama mynstri). saman slétt með því að fara aftan í lykkjurnar.

Úrtaka

Myndband sem sýnir úrtöku fyrir tá, bæði fyrir sokka og vettlinga: www.bit.do/taurtaka Í úrtöku er haldið áfram með mynstur í takt við úrtöku. Skiptið lykkjunum áfram jafnt á þrjá prjóna. Tekið er úr á hliðum svona:

Prjónn nr. 1 (handarbak): Prjónið 1l, prjónið 2l saman slétt með því að fara aftan í lykkjurnar. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið tvær lykkjur saman slétt með því að fara framan í lykkjurnar, prjónið eina lykkju.

Prjónn nr. 2 (lófi): Prjónið 1 lykkju, prjónið tvær lykkjur saman slétt með því að fara aftan í lykkjurnar. Prjónn nr. 3 (lófi): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið tvær lykkjur saman slétt með því að fara framan í lykkjurnar, prjónið eina lykkju. Endurtakið í hverri umferð þar til 6-8 lykkjur eru eftir á prjóninum. Klippið bandið, dragið í gegnum lykkjurnar og saumið endann niður og inn í vettlinginn. Prjónið annan eins vettling.

Þessi mynd sýnir hvar á að taka úr í vettlingnum. Örvarnar vísa á þá fjóra staði sem tekið er úr á hliðinunum. Velja le og placea myndinni

Þumall Setjið lykkjurnar á hjálparbandi y takið upp 2 auka lykkjur á sitthvorum endanum á þumlinum. Það er gert til að það myndist síður gat. Í fyrstu umferð eru þær lykkjur svo prjónaðar með þannig að lykkjur verði aftur jafn margar og gerðar voru þegar hjálparbandið var prjónað í = 10, 10, 10, 12, 12 lykkjur (þær tvöfaldast því það eru bæði lykkjur fyrir ofan og neðan gatið). Prjónið slétt prjón í hring þar til þumallinn mælist 2.5, 3.5, 4, 4, 4.5 sm. Prjónið síðan allar lykkjur slétt saman (tvær saman, tvær saman, tvær saman og svo koll af kolli) þar til þær eru 5, 5, 5, 6, 6 eftir. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel.

Þumall Setjið lykkjurnar á hjálparbandi yfir á sokkaprjóna og takið upp 2 auka lykkjur á sitthvorum endanum á þumlinum. Það er gert til að það myndist síður gat. Í fyrstu umferð eru þær lykkjur svo prjónaðar með þannig að lykkjur verði aftur jafn margar og gerðar voru þegar hjálparbandið var prjónað í = 10, 10, 10, 12, 12 lykkjur (þær tvöfaldast því það eru bæði lykkjur fyrir ofan og neðan gatið). Prjónið slétt prjón í hring þar til þumallinn mælist 2.5, 3.5, 4, 4, 4.5 sm. Prjónið síðan allar lykkjur slétt saman (tvær saman, tvær saman, tvær saman og svo koll af kolli) þar til þær eru 5, 5, 5, 6, 6 eftir. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel.

Frágangur Gangið frá öllum endum og þvoið vettlingana samkv. þvottaleiðbeiningum á garni. Leggið til á handklæði og látið þorna. Athugið að Katia Merino Sport má fara í þurrkara.

Frágangur Gangið frá öllum endum og þvoið vettlingana samkv. þvottaleiðbeiningum á garni. Leggið til á handklæði og látið þorna. Athugið að Katia Merino Sport má fara í þurrkara. 2

Þumalband prjónað í vettling

Nú þumli. Það prjónaðar 0, 2, takið hjálparband og prjónið 5, 5, 5, 6, 6 þessar lykkjur aftur yfir

Þumalband prjónað í vettling Hér er ágætlega vel útskýrt hvernig á að prjóna band fyrir þumal: www.stroff.is/thumalband ú þarf að gera ráð fyrir þumli. Það er gert svona: öðrum vettlingnum eru prjónaðar 0, 2, 2, 3, 3 takið hjálparband og prjónið 5, 5, 5, 6, 6 lykkjur. þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn (prjónið þessar aftur). Prjónið út umferð. Á hinum vettlingnum þar til 5, 7, 7, lykkjur eru eftir af umf. (síðasti vettlings). Takið hjálparband og prjónið 5, 5, 5, Setjið þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn og prjónið

Prjónið áfram þar til vettlingurinn (frá neðra stroffi, það stroff sem fer um úlnlið barnsins) mælist 6.5, 9, 10 sm. Byrjið úrtöku. Úrtaka Myndband sem sýnir úrtöku fyrir tá, bæði fyrir vettlinga: www.bit.do/taurtaka Í ú rtöku er haldið áfram með mynstur í takt við Skiptið lykkjunum áfram jafnt á þrjá prjóna.

Prjónn nr. 2 (lófi): Prjónið 1 lykkju, prjónið tvær lykkjur
AÐFERÐ Mynd:
ramma og fara í
Tekið AÐFERÐ Mynd: Velja ramma og fara í le og placea myndinni
Hér er ágætlega vel útskýrt hvernig á að band fyrir þumal: www.stroff.is/thumalband
þarf að gera ráð fyrir
er gert öðrum vettlingnum eru
á prjóninn (prjónið aftur). Prjónið út umferð. Á hinum vettlingnum þar til 5, 7, 7, 9, 9 lykkjur eru eftir af umf. vettlings). Takið hjálparband og prjónið 5, Setjið þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn umf. Prjónið áfram þar til vettlingurinn (frá neðra það stroff sem fer um úlnlið barnsins) mælist 9, 10 sm. Byrjið úrtöku. Úrtaka Myndband sem sýnir úrtöku fyrir tá, bæði vettlinga: www.bit.do/taurtaka Í ú rtöku er haldið áfram með mynstur í Skiptið lykkjunum áfram jafnt á þrjá prjóna. Flott föt fyrir flottar konur Skeifunni 8, 108 Rvk. - S. 517 6460 - www.belladonna.is

VERA húfa

EFNI

Katia Merino 100% eða Feeling frá Lana Gatto með Angel by Permin eða Silk Mohair frá Lana Gatto eða 50 Shades of Mohair frá Katia.

Feeling eða Stærð Merino 100% Mohair

Nýburi 50 g 25 g

3-6 mán 50 g 25 g

6-12 mán 50 g 25 g

1-2 ára 100 g 25 g

2-4 ára 100 g 25 g

4-8 ára 100 g 25 g

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf

• Hringprjónar nr. 4.5 (40 cm)

• Sokkaprjónar nr. 4.5

• Nál til frágangs

• Prjónamerki

MÁL

Ummál

Nýburi: 33 cm

3-6 mán: 35 cm

6-12 mán: 38 cm

1-2 ára: 40 cm

2-4 ára: 42 cm

4-8 ára: 43 cm

Skammstafanir:

SL: Slétt prjón

BR: Brugðið

UMF: Umferð

L: Lykkja/Lykkjur

SM: Sentímetrar

PM: Prjónamerki

PRJÓNFESTA

Prjónfestan í þessari húfu er sú að 22 lykkjur á prjóna nr. 4,5 gera 10 cm með því að nota einn þráð af Merino 100% og einn þráð af mohair.

Þá gera: 44 lykkjur 20 cm 66 lykkjur 30 cm 88 lykkjur 40 cm og svo framvegis.

Lestu nánar um prjónfestu á www.stroff.is/prjonfesta.

AÐFERÐ

Lesið vel yfir uppskrift áður en þið byrjið. Húfan er prjónuð neðan frá og upp og í hring með gata mynstri. Eyrun eru prjónuð eftir á. Hér að neðan koma útskýringar á þeim atriðum sem eru mikilvæg í þessari uppskrift.

I-cord snúra Ég nota aðallega I-cord snúrur í húfur og til þess að þræða í mittið á buxum. Hún er unnin þannig að þú fitjar upp 3 lykkjur á sokkaprjóna. Prjónar 1 umferð slétt, snýrð ekki við heldur færir lykkjurnar frá vinstri enda prjónsins yfir á hægri endann. Prjónar aftur 1 umferð slétt, færir aftur lykkjurnar frá vinstri til hægri og svo framvegis. Þetta er endurtekið þar til þú hefur fengið rétta lengd á snúr unni. Í þessari húfu tekur þú upp 3 lykkjur á sitthvorum enda húfunnar og prjónar þær niður. www.bit.do/snura

I-cord kantur Þessi kantur er fallegur og einfaldur í framkvæmd og gerir kantana á eyrunum fallega. I-cord kantur er gerður þannig að 2 síðustu lykkjurnar í

34 Húsfreyjan 3. tbl. 2022

lykkjur brugðnar.

Umferð 3 – 4: Prjónið 5 lykkjur sléttar, 3 lykkjur brugðnar.

og prjónið hitt bandið eins.

og prjónið hitt bandið eins.

og prjónið hitt bandið

5 lykkjur sléttar, 3 lykkjur brugðnar. 1-4.

Umferð 3 – 4: Prjónið 5 lykkjur sléttar, 3 lykkjur brugðnar.

Endurtakið umferð 1-4.

Tekið skal fram sem nota húfuna

Umferð 3 – 4: Prjónið 5 lykkjur sléttar, 3 lykkjur brugðnar. ndurtakið umferð 1-4. ynsturmynd

Endurtakið umferð 1-4. Mynsturmynd

Tekið skal fram að bönd á húfum sem nota húfuna en ekki hönnuðar.

Mynsturmynd

Mynstur - textaútskýring

hverri umferð eru teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan eða að þér og 2 fyrstu lykkjurnar eru alltaf prjón aðar slétt, bæði á réttunni og röngunni. Hlekkur til útskýringar - www.bit.do/i-cord4

Umferð 1: Prjónið 5 lykkjur sléttar, 3 lykkjur brugðnar. Umferð 2: Takið 2 lykkjur óprjónaðar, eina í einu, yfir á hægri prjón. Prjónið aftan í þær saman slétt. Sláið bandinu upp á prjóninn, prjónið eina lykkju slétt, sláið bandinu upp á prjóninn, prjónið tvær lykkjur saman slétt, prjónið 3 lykkjur brugðnar.

Umferð 3 – 4: Prjónið 5 lykkjur sléttar, 3 lykkjur brugðnar. Endurtakið umferð 1-4. Mynsturmynd

Húfa

Fitjið upp 66, 72, 76, 80, 84, 88 lykkjur á hringprjón nr. 4.5. Prjónið stroff (1 sl. og 1 br.) alls 6, 6, 6, 8, 10, 12 umf. Prjónið eina umferð slétt og aukið út um 6, 8, 4, 8, 4, 8 lykkjur jafnt og þétt yfir umferðina - www.bit.do/reik naukn.

Nú eiga að vera 72, 80, 80, 88, 88, 96 lykkjur á prjóninum.

Prjónið samkvæmt mynsturmynd þar til húfan, frá uppfiti, mælist 10, 11, 13, 16, 18, 21 cm.

Úrtaka

1. Prjónið 2 brugðnar lykkjur saman í öllum brugðnu flöt unum, út umferð.

2. Prjónið 2 umferðir án úrtöku.

3. Prjónið 2 brugðnar lykkjur saman í öllum brugðnu flöt unum, út umferð.

4. Prjónið 2 umferðir án úrtöku.

5. Prjónið 2 lykkjur saman slétt út umferð.

6. Prjónið 1 umferð slétt.

Klippið bandið og dragið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru á prjóninum. Lokið húfunni.

Eyru

Athugið að ekki er gert ráð fyrir eyrum á tveimur stærstu stærðunum. Ef þið viljið hafa húfurnar án eyrna og banda þá þarf að hafa í huga að prjóna 1-2 cm lengra en gefið er upp í uppskrift svo húfan verði ekki of stutt. Mælið frá miðju að aftan 2 - 2,5 cm í hvora átt (eða 4 - 5 cm á milli eyrna). Prjónið upp frá réttunni 12, 12, 14, 16 lykkjur með sokkaprjónum nr. 4.5.

Tekið skal fram sem nota húfuna

Umferð 1-4 Prjónið fram og til baka með garðaprjóni (slétt á réttu og röngu) nema tvær síðustu lykkjurnar, þær eru teknar ópr jónaðar af prjóninum með bandið fyrir framan (sjá nánar

því að hafa böndin á barnið. Í öryggismálum böndum á húfur höndum, kæru prjónarar, ekki.

því að hafa böndin löng heldur á barnið. Í öryggismálum barna böndum á húfur vegna slysahættu. höndum, kæru prjónarar, hvort ekki.

því að hafa böndin á barnið. Í öryggismálum böndum á húfur höndum, kæru prjónarar, ekki.

Tekið skal fram að bönd á húfum eru á ábyrgð sem nota húfuna en ekki hönnuðar. Ekki er því að hafa böndin löng heldur rétt til að binda á barnið. Í öryggismálum barna er ekki mælt böndum á húfur vegna slysahættu. Svo það höndum, kæru prjónarar, hvort þið viljið hafa ekki.

Fr ágangur

Fr ágangur Skolið úr húfunni, handklæði. Ég skola bunu og velti henni blotni í gegn.

Byrjið úrtöku. 2 lykkjur prjónaðar slétt, tvær lykkjur prjón aðar saman slétt með því að prjóna aftan í þær. Prjónið slétt út umferð þar til 4 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 lykkjur saman slétt og færið svo 2 síðustu lykkjurnar óprjónaðar yfir á hægri prjón. Snúið við og prjónið til baka. Tekið er úr á réttunni (annarri hvorri umferð) þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur saman slétt, prjónið 1 lykkju. Endið með 3 lykkjur á prjóninum. Prjónið hitt eyrað eins.

Fr ágangur Skolið úr húfunni, vindið lauslega handklæði. Ég skola alltaf úr í bunu og velti henni mjúklega blotni í gegn.

Skolið úr húfunni, vindið lauslega og leggið handklæði. Ég skola alltaf úr í vaskinum undir bunu og velti henni mjúklega til og frá þannig blotni í gegn.

Snúra

Fr ágangur Skolið úr húfunni, handklæði. Ég skola bunu og velti henni blotni í gegn.

Með þessum þremur lykkjum er prjónuð áfram snúra (sjá nánar um I-cord snúru fremst í uppskrift). Ekki er gert ráð fyrir snúrum á tveimur stærstu stærðunum. Prjónið þar til bandið mælist 18, 22, 22, 24 cm. Fellið af og prjónið hitt bandið eins.

Tekið skal fram að bönd á húfum eru á ábyrgð þeirra sem nota húfuna en ekki hönnuðar. Ekki er mælt með því að hafa böndin löng heldur rétt til að binda húfuna á barnið. Í öryggismálum barna er ekki mælt með böndum á húfur vegna slysahættu. Svo það er í ykkar höndum, kæru prjónarar, hvort þið viljið hafa þau eða ekki.

Frágangur Skolið úr húfunni, vindið lauslega og leggið á þurrt hand klæði. Ég skola alltaf úr í vaskinum undir volgri bunu og velti henni mjúklega til og frá þannig að hún blotni í gegn.

35Húsfreyjan 3. tbl. 2022
AÐFERÐ
brugðnar.

Úkraínsk veisla hjá Alexöndru

Hin úkraínska söngkona, Alexandra Chernyshova, kallar ekki allt ömmu sína. Eftir að Rússar réðust inn í hennar heimaland bretti hún upp ermar og hefur tekið þátt í fjöl mörgum tónleikum til styrktar úkraínsku þjóðinni. Þess má lika geta að Alexandra hefur tekið virkan þátt í undirbún ingi tónlistarefnis sem Tónagull stendur fyrir á úkraínsku fyrir úkraínsk börn og fjölskyldur þeirra á Íslandi.

Alexandra hefur búið á Íslandi í tæpa tvo áratugi og hefur látið til sín taka í tónlistar lífinu, hún talar mjög góða íslensku og er listakokkur. Alexandra útbjó nokkra þjóð lega úkraínska rétti og bauð vinum sínum í veislu.

Alexandra fæddist árið 1979 í Kænugarði.Hún er bæði sópransöngkona, tónskáld og kennari með 17 ára reynslu. Árið 2003 fluttist hún til Íslands. Hún er gift Jóni Rúnari Hilmarssyni. Í Úkraínu fékk Alexandra verðlaun fyrir óperu röddina sína „Nýtt nafn Úkraínu” og vann fyrsta sæti í tónsmíðalagakeppni um Kænugarð, árið 2000. Áður en Alexandra fluttist til Íslands var hún fastráðin einsöngvari við Kyiv Opera.

Hér á Íslandi hefur Alexandra var dugleg að kynna úkra ínsku menningu, má nefna tónlistar dagskrána „Stúlka frá Kænugarði” með úkraínskum klassiskum lögum í flutningi Alexöndru Chernyshovu með píanóundirleik og sögu mann Guðrúnu Ásmundsdóttur. Þessi dagskrá var sýnd árið 2012 og 2013 á fjölmörgum hátíðum víða um Íslandi og loka tónleikar voru í Kaldalóni í Hörpu. Að tónleikum loknum í Hörpu var gestum boðið upp á úkraínskan borsh og pampuski.

Skömmu eftir að Alexandra fluttist til Íslands og bjó í Skagafirði þá stofnaði hún Óperu þar og með samstarfi við Sinfóniuhljómsveit Norðurlands setti hún upp í fullri lengd „La Traviata” eftir G.Verdi. Þetta var árið 2007. Næsta ár stofnaði hún Söngskóla Alexöndru og stúlkna kórinn Draumaraddir Norðursins og setti upp fimm óper ur í viðbot á næstu árum, auk þess að taka þátt í alþjóð legum verkefnum Nordplus með söngskólann.

Vinkonurnar Guðrún Ásmundsdóttir og Alexandra Chernyshova sömdu óperu um vináttu Hallgríms Péturs sonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur „Skáldið og biskups dóttirin” og var hún frumsýnd árið 2014 í Saurbæjarkirkju í Hvalfirði þar sem Hallgrímur Pétursson hafði þjónað sem prestur. Árið 2015 kom út nótnabók fyrir rödd og píanó með 14 lögum úr óperunni “Skáldið og Biskupsdótt irin”. Óperan var kynnt í Gnessin Akademíunni, Moskvu,

Kamenoostrovskiy kastala í Petursborg, í Japan Tokyo og Mie. Árið 2017 var óperan frumsýnd í konsertuppfærslu í Taras Shevchenko Háskólanum í Kænugarði í tilefni 150 ára Glier Tónlistar Háskóla í Úkraínsku þyðingu eftir Alexöndru og mömmu hennar Evgeniu. Árið 2020 hlaut óperan „Skáldið og Biskupsdóttirin”, 1. sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni Isaak Dunajevskiy í Moskvu og lagið Ave María úr sömu óperu komst á topp tíu bestu í World Folk Vision alþjóðlegri tónlistarkeppni. Á þessu ári verður gefin út geisladiskur með tónlist úr óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin”, þetta er samstarfsverkefni Dreamvo ices á Íslandi og hljómsveitar Gossorquestra undir stjórn Oleksandr Gosachinskiy í Úkraínu. Verkefni fékk styrk Jó hannesar Nordal.

Í Reykjanesbæ hefur Alexandra haldið fjölmarga stofu tónleika heima hjá sér og Nýárstónleika í samstarfi við heimatónlistarfólk. Árið 2020 fékk Alexandra menningar verðlaun Reykjanesbæjar „Súluna” fyrir framlag sitt til menningar.

Árið 2021 fékk óperuballet fyrir börn og fullorðna eftir Alexöndru Chernyshovu, „Ævintýrið um norðurljósin”, við handrit mömmu hennar, Evgeniu, Grand Prix í Art festival „Aurora” í Stokkhólmi. Árið 2022 kom út námsefni fyrir söngnemenda og tónmennt með tónlistarefni úr óperu ballettnum.

Á síðustu árum hefur Alexandra staðið fyrir Óperu fyrir leikskólabörn og kynnt fyrir þau yngstu „Hvað er ópera?” í samstarfi við Jón Svavar Jósefsson. Þau hafa m.a. heim sótt leikskóla í Reykjanesbæ og Akureyri. Á þessu ári mun Ópera fyrir leikskólabörn heimsækja leikskólakrakka í Reykjavík.

Árið 2021 frumsýndi Alexandra nýjustu óperuna sína „Góðan daginn frú forseti”, um fyrsta kvenforseta í heim inum, Vigdísi Finnbogadóttur, sem fjallar um ævi hennar og störf. Alexöndru finnst frú Vigdis merkileg og mögnuð kona, en samt venjuleg kona og alveg allt annað en hún imyndaði sér. Alexöndru langar að fleiri vissu um Vigdísi úti í heimi um afrek hennar og Íslands og þess vegna skrifaði hún stóra óperu í 3 þáttum.

Í dag er Alexandra að vinna að upptökum á „Skáldið og Biskupsdóttirin”, sömuleiðis tónsmiðum fyrir heim ildarmynd um Fagradals eldgosið í samstarfi við Jón Hilmarsson og að lokum að semja nýjan óperuballet um jólasveinana þrettán. Eiríksson

36 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 ALBERT ELDAR FYRIR LESENDUR HÚSFREYJUNNAR
Myndir: Silla Páls Albert

Úkraínsk veisla hjá Alexöndru Chernyshova

Gestir í boðinu voru Guðrún Ásmundsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Elísabet Guðrún Jensdóttir, Jón Arvid Tynes, Linda Ólafsdóttir, Einar Hansen, Þóra Kristín Ásgeirs dóttir og Sigríður Jóhannesdóttir.
37Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Borsh

fyrir 8-10 manns

500-600 g svínarif

2 tómatar, saxaðir smátt

1 pasta sósa

1/3 af meðalstóru hvítkáli

2 -3 stórar rauðrófur

1 steinselja, söxuð

2 stórar gulrætur

5 meðalstórar kartöflur

2 laukar

1 hvítlaukur

Olía

Safi úr eini sítrónu Sýrður rjómi

Pampúshki

(hvítlauksbrauð með borsh )

Mjólk 100 g

Smjör 1 msk.

Ger 10 g

Hveiti 200 g Sykur 1 msk.

2-3 hvítlaukur

Smá salt

Smá steinselja

Blandið gerinu í heita mjólk, bætið við hveiti, sykri og smjöri. Blandið saman, búið til deig, sem þarf að standa í 30 mín. á heitum stað. Eftir þann tíma þurfið þið að gera meðal stórar kúlur og setja á bökunarpappír á ofnplötu og baka ca 15 mín. í ofni við 160°C.

Þegar pampúshki bollurnar eru til búnar þá getið þið saxað hvítlauk og steinselju og sett ofan á þær.

Setjið kjötið, sem þið eruð búin að skola og skera í bita, í stóran pott ásamt 2-3 lítrum af vatni. Sjóðið og hendið svo fyrsta vatninu. Fyllið pottinn með nýju vatni og látið það sjóða. Veiðið skánina ofan af næstu 20-25 mín. Þegar vatnið er orðið hreint þá setjið þið flysjaðar kartöfl urnar, skornar í litla bita,í pottinn. Steikið gulrætur, lauk og kjöt í 2 msk. af olíu á pönnu og setjið í pottinn. Skerið kálið og setjið það í vatnið og látið sjóða í 20 mín. Setjið í pottinn

pasta sósu með söxuðum tómötum. Flysjið rauðrófur, skerið í litla bita. Þegar þær eru steiktar, hellið yfir sítrónusafa á pönnuna, setjið ofan í pottinn. Látið sjóða í 10 mín.

Bætið við salti og pipar. Slökkvið undir og látið standa í 15-20 mín. með lokið á pottinum áður en rétturinn er borinn fram með stein selju og sýrðum rjóma.

Mikilvægt er að hafa pampúshki til búið og bjóða með borsh.

38 Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Vareniki

Deig fyrir vareniki 600 g af hveiti egg ml mjólk

Salt

Hveiti er blandað saman með mjólk, eggjum og salti. Þegar deigið er tilbúið á að búa til hringi alveg eins og fyrir pizzu, nema alls ekki þykka. Munið: Ef það verður of þykkt þarf að sjóða vareniki lengur og þá geta þau eyðilagst. Vareniki má ekki vera of lengi í vatni. Það þarf að nota glas til þess að skera úr deiginu til þess að búa til stóra hringi. Fyllið hringi með fyllingu, lokið saman með puttunum og búið til sætan Varenik með fléttu. Látið vareniki á bretti og setjið þau í frystinn minnsta kosti 30 mín. Sjóðið vatn í potti. Þegar það er sjóðandi þá seturðu vareniki ofan í pottinn. Það er gott að salta vatnið í pottinum og setja smá olíu ofan í vatnið til þess að vareniki límist ekki saman. Hrærið vareniki varlega í pottinum. Þegar vareniki koma upp á yfir borðið þá leyfir þú þeim að vera 3 mínutur í viðbót, tekið eitt varenik út og smakkið. Takið vareniki úr vatni í skál eða annan pott og setið ofan í nokkrar skeiðar af smjöri, hrærið smá vareniki og smjörið. Vareniki eru núna tilbúnar til að borða, gott er að hafa bæði hvítlaukssósu og tómatsósu með.

Fylling fyrir vareniki 1 500 g nautahakk 3 laukar Salt og pipar

Takið hýðið af lauknum, maukið hann í hrærivél og blandið vel saman við hakkið, bætið við salti og pipar.

Fylling fyrir vareniki 2 200 g þurrkaðir lerkisveppir 2 laukar 5 kartöflur Salt og pipar

Sjóðið þurrkaða lerkisveppi í vatni ca. 1 klst. Takið hýðið af lauknum, skerið hann í litla bita og steikið á pönnu með olíu. Sjóðið kartöflur, takið hýðið af og stappið þær. Skerið sveppi í litla bita og steikið smá stund á pönnu. Blandið vel saman sveppum, lauk og stöppuðum kartöflum, salti og pipar.

40 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
2
200

Hunangs kaka

Köku deig: 100 g smjör 150 ml hunang 2 egg 350 g hveiti ½ msk. af matar sóda

Köku krem: 1 msk. af sykri 500 ml vanillu skyr 100 ml sýrður rjómi Hindber fyrir skraut

Hitið upp smjörið og setjið hunang ofan í, hrærið saman. Takið úr egginu eggjarauðuna og eggjahvítuna. Hrærið eggjarauðuna með hrærivél og blandið með hveiti. Hrærið eggjahvítuna með hrærivél og blandið með hveiti. Setjið matarsóda ofan í hveitið og blandið með smjöri og hunangi. Varlega blandið þetta saman. Skiptið deiginu í sex jafna

hringi sem munu vera sex hæðir af kökubotnum. Bakið í ofninum við 150°C. Látið köku hæðir kólna. Nú má smyrja hæðir með kremi, hverja hæð fyrir sig og setja saman í köku. Skreytið köku með hindberjum. Setjið köku í ísskáp. Hún er fersk og best þegar hún er borin fram beint úr ísskápnum.

41Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Kristín Linda Jónsdóttir hættir sem ritstjóri Húsfreyjunnar

Húsfreyjan er drottning heimilisins

tæplega tuttugu ára ritstjórn Kristínar Lindu Jónsdóttur er kom ið að kaflaskiptum þar sem hún hættir nú sem ritstjóri Húsfreyjunnar.

Eftir

Kristín Linda ritstýrði sínu fyrsta blaði í mars 2004 og var hennar fyrsta rit stjórnargrein ”Húsfreyjan er drottning heimilisins.” Skemmtilegt er að í síðustu ritstjórnargreininni er einnig fjallað um drottningu heimilisins, Húsfreyjuna.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með hvað blöðin hafa breyst í takti við tímann og ánægjulegt hversu fjölbreytt efnistökin hafa verið þó fastir liðir hafi haldið sér.

Í tilefni af þessum tímamótum komu saman stjórn Kvenfélagasambands Ís lands og Húsfreyjunnar ásamt fyrrver andi forsetum KÍ og góðum samstarfs konum Kristínar Lindu, en því miður áttu ekki allar heimangengt.

Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf var Kristínu Lindu færður blómvöndur og orkusteinakeðja frá Óskaböndum.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar þakkar Kristínu Lindu fyrir mjög farsælt og gott samstarf

á liðnum árum og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.

Texti: Elín Sigurðardóttir Silla Páls Dagmar Elín Sigurðardóttir , Kristín Linda Jónsdóttir og Björg Baldursdóttir formaður útgáfustjórnar.
42 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 TÍMAMÓT
Dagmar
Myndir:
Standandi eru: Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ, Helga Guðmundsdóttir fyrrum forseti KÍ, Sigurlaug Viborg fyrrum forseti KÍ, Linda B. Sverrisdóttir formaður SBK og situr í útgáfustjórn Húsfreyjunnar, Drífa Hjartardóttir fyrrum forseti KÍ, Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ, Sólrún Guðjónsdóttir ritari KÍ, Guðrún Þórðardóttir fráfarandi forseti KÍ, Björg Baldursdóttir formaður útgáfustjórnar Húsfreyjunnar og Guðrún Þóranna Jónsdóttir í útgáfustjórn Hús freyjunnar. Krjúpandi eru: Kristín Linda Jónsdóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Magdalena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ og í ritstjórn Húsfreyjunnar.
43Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Prjónagleði á Blönduósi

Samvera, gleði, garn og prjónaskapur

Það er óhætt að segja að fallegar kon ur í fallegum peysum hafi sett svip sinn á Blönduós helgina 10. – 12. júní s.l. þegar Prjónagleðin var haldin þar í sjötta sinn. Samvera, gleði, garn og prjónaskapur dregur að prjónara frá öllum landshornum og einn ig erlendis frá, til þess að upplifa það frábæra prjónasamfélag sem verður til á þessari einstöku íslensku prjónahátíð.

Prjónagleðin er eins og nafnið gefur til kynna prjónahátíð, sem haldin er af Text ílmiðstöð Íslands á Blönduósi, aðra helg ina í júní ár hvert.

Fjölbreytt námskeið og fyrirlestar eru hryggjarstykkið í hátíðinni og frábært að upplifa hvað prjónafólk er fróðleiksfúst og tilbúið að læra eitthvað nýtt hvort sem það er ný prjónatækni, garnlitun, afgangaprjón, spuni eða um umhverfisáhrif prjónaskapar. Um 20 námskeið voru haldin að þessu sinni og uppselt var á mörg þeirra.

Garntorgið

Segja má að Garntorgið sé hjarta Prjónagleðinnar. Lambhúshetturnar sem tóku þátt í hönnunar- og prjóna samkeppni Prjónagleðinnar voru til sýnis á Garntorginu auk þess sem þar var kaffihús og huggulegt svæði þar sem hægt var að tylla sér með kaffibollann, spjalla og prjóna.

Að þessu sinnu seldu 30 aðilar vörur sínar á Garntorginu og óhætt er að segja að úrvalið af garni og prjóna tengdum vörum hafi verið frábært. Ís lenskt ullargarn, sem rekja má heimTexti og myndir

til bónda, spunnið í Gilhaga eða Upp spuna, var áberandi sem og íslenskir handlitarar sem buðu upp á gullfallegt handlitað garn í miklu úrvali. Margar prjónaverslanir buðu einnig upp á það besta úr sínum fórum á torginu. Það er ótrúlega hvetjandi og spennandi fyrir prjónafólk að hafa allt þetta úrval undir sama þaki og ýmislegt fal legt sem dettur í innkaupapokann.

Prjónahönnun Þrír íslenskir prjónahönnuðir sýndu hönnun sína á hátíðinni í ár. Thelma Steimann hélt fyrirlestur og sýndi prjónahönnun sína og garn í félagsheimilinu og vakti verðskuldaða athygli fyrir fallegt garn og hátískuhönnun þar sem umhverfis sjónarmið eru höfð að leiðarljósi.

Helga Thoroddsen hefur hannað

peysur í fjölda ára og er um þessar mundir að vinna að bók með hönnun sinni. Helga er mikill prjóntæknimeistari og peysurnar hennar sem voru til sýnis á Garntorginu bera þess merki.

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjáns dóttir sýndi einnig á Garntorginu, hún er er afkastamikill prjónahönnuður sem vinnur með liti og mynstur á mjög hríf andi hátt.

Prjónamessa, prjónaganga og prjónakvöldvökur Prjónamessan og prjónagangan voru á sínum stað og einnig voru prjónakvöld vökur bæði á föstudags og laugardags kvöld, þar sem gestir hátíðarinnar nutu þess að hittast, prjóna, spjalla og eiga saman gæða prjónastundir.

Óhætt er að segja að góðar prjóna minningar og vinátta hafi orðið til þessa dásamlegu helgi á Prjónagleðinni 2022. Þær lifa í hjarta og sál þangað til við hitt umst á næstu Prjónagleði sem haldin verður 9. – 11. júní 2023.

Heimakonur á Blönduósi kátar á Garntorginu. Svanhildur Pálsdóttir,viðburðarstjóri Prjónagleðinnar 2022.
44 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 VIÐBURÐUR
: Svanhildur Pálsdóttir, viðburðarstjóri Prjónagleðinnar 2022
Systurnar Sigríður Júlía og Sigurlaug Rún Brynleifsdætur prjónandi í prjónamessunni. Hluti af peysum Helgu Thoroddsen sem koma út á bók fljótlega. Garnskúlptúr á sýningu Thelmu Steimann. Þessar mættu í prjónagönguna og gengu prjónandi til messu í Blönduóskirkju. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir sýndi sína litríku hönnun á Prjónagleðinni.
45Húsfreyjan 3. tbl. 2022

Plastlaus september

í september stendur yfir Plastlaus september sem er árlegt árvekniátak

þar sem athygli er beint að ofnotkun á plasti og skaðsemi þess. Jafnframt er bent á nýjar lausnir sem geta komið í staðinn fyrir plast. Tilgangurinn með Plast lausum september er að vekja almenning til aukinnar vitundar um umhverfisáhrif plasts og hvetja bæði almenning og fyrir tæki til þess að draga úr neyslu.

Plastlaus september var fyrst haldinn árið 2017 og hefur verið haldinn árlega síðan.

Plastlaus september eru grasrótarsam tök og formaður þeirra er Natalie Oul lette.

Skaðsemi plasts

Plast er nauðsynlegt efni í ýmsar öryggis vörur, lækningavörur og fleira og við getum ekki verið alveg án plasts. Notkun á plasti er hins vegar yfirgengileg og allt of mikið plast er einnota eða notað í skamman tíma, sérstaklega ef miðað er við hversu erfitt getur reynst að endur nýta eða endurvinna plast.

Árlega eru framleidd um 400 milljónir tonna og til þess notuð u.þ.b. 800 millj ónir tonna af hráolíu. Það er um 6% af heildarolíunotkun heimsins, eða svipað magn og allt flug er að nota. Því miður

er plastframleiðsla í heiminum ekki að minnka heldur aukast. Spár gera ráð fyr ir tvöföldun framleiðslumagns til ársins 2050 og að plastframleiðsla muni þá vera 15-20% af kolefnisfótspori heimsins.

Árlega enda 8 milljón tonn af plasti í sjó. Talið er að í heimshöfunum sé u.þ.b. 1 tonn af plasti á móti hverjum 3 tonnum af fiski. Því miður er talið að plast í sjó muni tvöfaldast fram til ársins 2050 og þá verði meira magn af plasti en af fiski.

Eins og staðan er nú er minna en 10% plasts endurunnið. Mestallt plast er urð að þar sem það brotnar niður í örplast. Örplast er mjög skaðlegt lífríkinu, það berst í grunnvatn og inn í fæðukeðjuna. Í plasti eru ýmis viðbætt efni sem geta verið krabbameinsvaldandi og hormón araskandi. Það er einnig skaðlegt fyrir lífríkið að þessi efni berist út í jarðveginn.

Er nauðsynlegt að setja bann við notkun á plasti?

Frá og með 1. janúar á síðasta ári var óheimilt samkvæmt lögum að nota burð arpoka úr plasti. Áður en þessi lög voru samþykkt notuðu Íslendingar u.þ.b. 3540 milljónir plastpoka á ári. Ákveðnir einnota plasthlutir voru bannaðir vegna þess að þeir eru algengustu plasthlutirnir

sem finnast úti í náttúrunni. Við þurfum að venjast því að þessir plasthlutir séu ekki lengur normið. Það er stöðug þróun í plastlausum vörum og eftir nokkur ár munum við, eða börnin okkar, e.t.v. furða okkur á því að við höfum áður notað svona mikið plast sem var svo skaðlegt fyrir lífríkið.

Vitundarvakning

Að sögn Natalie vilja aðstandendur Plastlauss septembers vekja athygli fólks á nauðsyn þess að minnka notkun plasts ásamt því að fræða fólk og fyrirtæki um þær leiðir sem til eru til að draga úr sóun og mengun vegna plasts. ,,Við viljum fræða fólk um skaðsemi plasts fyrir líf ríkið þ.m.t. okkur sjálf, magn plasts í sjónum, reyna að bæta upplýsingar um plast og kveða niður mýtur. Við þurfum öll að vera vakandi fyrir þeim skaðvaldi sem plast er og leggja okkar af mörkum til að minnka notkun þess og draga úr óþarfa neyslu eins og hægt er.“ segir Na talie.

Heimildir: https://www3.weforum.org/docs/ WEF_The_New_Plastics_Economy.pdf https://ourworldindata.org/plasticpollution)

Natalie Oullette
46 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 FRÆÐSLA
Texti: Sigríður Ingvarsdóttir

Vitundarvakning um fatasóun

Plastið í fötunum okkar

og við höfum fjallað um áður í greinum tengdum verkefni Kven félagasambands Íslands „Vitundarvakn ing um fatasóun„ þá er tískuiðnaðurinn þekktur fyrir að vera ótrúlega meng andi. Plastið í fötunum okkar er einn af mengunar völdunum. Í tilefni af plastlausum septem ber er því kjörið að skoða hvort við getum lagt okkar af mörkum.

Eins

Um 60 prósent af fötunum sem við klæðumst innihalda örtrefjar úr plasti. Þekkt ust eru pólýester, nælon og akrýl. Því miður haldast þessar trefjar ekki alveg í fötunum okkar. Eitt hvað af trefjunum losna út í loftið við venjubunda notkun, en það hefur verið sýnt fram á að þvotturinn gæti verið verulegur þáttur í þeim 8 milljónum tonna af örplasti sem skolast í hafið árlega. (Staðreynd: Sérfræðingar vita aðeins hvert um 1 prósent af því plasti fer.) Engu að síður segja rannsóknir sem birtar voru árið 2016 að við einn þvott í þvottavél gætu yfir 700.000 trefjar losnað út með skolvatninu. Eins og margt annað plast þá enda þessar trefjar í sjónum og valda óafturkræfu tjóni á vistkerfi okkar.

Til að koma í veg fyrir að plast berist í vatn verðum við að fjarlægja það úr fötunum okkar og hætta notkun á öllu plasti sem ekki er nauðsynlegt.

Við þurfum að auka þrýstinginn á að finna leiðir til að draga úr plasti sem berst í hafið okkar. Það getur almenning ur meðal annars gert með því að þrýsta á að tískuiðnaðurinn; framleiðendur og vörumerki, fjárfesti í rannsóknum til að leysa vandamálið með örplastið, þrói leiðir til að framleiða umhverfisvænni efni og hætti að nota plast í fatnað.

Þangað til getum við reynt að minnka það að fötin okkar losi milljónir af ör plasti og lagt okkar af mörkum til að lág marka skaðann.

Rannsóknir eru enn á frumstigi en þessar tillögur eru svo sannar lega þess virði að prófa, þær eru líka góðar til að fara betur með fötin okkar þannig að þau endist lengur.

1. Þvoið við lágan hita Þvottur við lágan hita er ólíklegri til að losa út plasttrefjar.

2. Settu þvottinn þinn í sérstakan poka Notaðu Guppy Bag eða Coraball í þvottavélina þína. Það er sagt hjálpa til við að safna ört refjum sem losna úr föt unum þínum við þvott áður en þær menga frá sér í frárennslivatnið.

3. Fylltu þvottavélina Full þvottavél dregur úr núningi á milli hluta – með öðrum orðum, þvotturinn nuddast ekki eins mikið saman og losar þá ekki eins mikið af trefjum.

4. Dragðu úr snúningshraða Hraðari vinding þurrkar þvottinn hraðar en best er að nota lægstu mögu legu vindingu til að þráðurinn slitni sem minnst.

5. Loftþurrka frekar en þurrka í þurrkara Þurrkun er árásargjarnari en loftþurrk un – og gæti valdið því að fötin þín losi meira af plasti.

6. Fækkaðu skiptunum sem flíkurnar fara í þvottavélina Viðraðu eða blettahreinsaðu flíkur sem eru ekki óhreinar.

7. Kauptu færri flíkur úr flís Pólýester flís gæti vel verið einn stærsti orsakavaldur plastörtrefja. Líka þó að flísið sé úr endurunnu plasti. Íhugaðu að kaupa ullarfatnað í staðinn.

8. Notaðu fötin þín lengur Líklegt er að fötin þín losi meira af plasti í fyrstu þvottunum – þannig að fleiri nýj ar flíkur í fataskápnum auka magn plasts sem þú sendir út í umhverfið.

9. Kauptu hágæða föt sem endast Skoðaðu á miðanum hvaða efni eru í flíkinni áður en þú kaupir. Veldu fatnað úr náttúrulegum trefjum frekar en gerviefnum.

10. Fargaðu á réttan hátt Farðu með flíkur úr gerviefnum beint í endur vinnslugám. Ef flíkin er 100% Pólyester, skoðaðu miðann eða hafðu samband við seljanda/ framleiðanda um hvernig má endurvinna. Aldrei ætti að brenna gerviefni, þau gefa frá sér eitraðar gas tegundir.

Fleiri greinar, um hvernig við förum sem best með fötin okkar, er að finna á heima síðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna á www.leidbein ingastod.is

47Húsfreyjan 3. tbl. 2022 LEIÐBEININGASTÖÐ HEIMILANNA Umsjón: Jenný Jóakimsdóttir

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir 55 ára

Konur

á Íslandi hófu að safna fyrir sérstöku kvennaheimili skömmu eftir að þær fengu kosningarétt á öðrum áratug síðustu aldar. Það tók tæplega hálfa öld að safna fyrir byggingu hússins, sem stendur á Túngötu 14 í Reykjavík. Húsið var nefnt Kvennaheimilið Hall veigarstaðir í höfuðið á fyrstu landsnáms konunni í Reykjavík, Hallveigu Fróða dóttur. Húsið var formlega tekið í notkun fyrir 55 árum, þann 19. júní 1967 og er stolt okkar kvenna. Hafa konur séð um rekstur þess frá upphafi.

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er sjálfseignarstofnun í eigu Kvenfélaga sambands Íslands (KÍ), Kvenréttinda félags Íslands (KRFÍ) og Bandalags kvenna í Reykjavík (BKR).

Hússtjórn Hallveigarstaða er skipuð formönnum félaganna þriggja. For maður, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, ritari, Tatjana Latinovic, for maður KRFÍ og meðstjórnandi Vilborg Þ. K. Bergman, formaður BKR. Fram kvæmdastýra Hallveigarstaða er Jenný Jóakimsdóttir.

Húsið er leigt út fyrir margvíslega

starfsemi og í kjallaranum er samkomu salur sem er leigður út til veislu- og fundarhalda. Á heimasíðunni www.hall veigarstadir.is má sjá nánari upplýsingar. Í tilefni af 55 ára afmælinu var haldið kaffisamsæti og góðum gestum boðið. Formaður bauð gesti velkomna en all margir gestir fögnuðu með okkur. Heið ursgesturinn, frú Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp og sagði m.a. frá bók sinni „Sprakkar“. Rakel Adolfsdóttir, forstöðu kona Kvennasögusafnsins flutti erindið

Horft til baka, um sögu hússins. Kristín Sigsteinsdóttir, dóttir Helgu Magnúsdótt ur á Blikastöðum sagði gestum skemmti lega sögu um móður sína, en hún var ein af þeim sem komu að söfnuninni fyrir húsinu. Kvennakórinn Hrynjandi, sem æfir í samkomusalnum, söng að lokum nokkur lög. Húsmóðir Hallveigarstaða, Ásdís Hjálmtýsdóttir, sá um kaffiveitingar og um veislustjórn sá Eva Björk Harðar dóttir, varaforseti KÍ.

Stjórn Hallveigarstaða með Elizu Reid. Dagmar Elín Sigurðardóttir, Vilborg Þ.K. Berg man, Eliza Reid og Tatjana Latinovic. Kvennakórinn Hrynjandi ásamt stjórnanda sínum Jóni Svavars Jósefssyni. Hallveigarstaðir.
48 Húsfreyjan 3. tbl. 2022 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Texti: Dagmar Elín SigurðardóttirMyndir: Silla Páls

Kvenleiki og mýkt mikilvæg í tónlistinni

Tónlistarkonan Fanney Kristjáns dóttir var á dögunum að gefa út sína aðra sólóplötu sem ber nafnið „Bleed’n Blend”.

Fanney sem syngur og semur undir listamannsnafninu Kjass segir að til gangur plötunnar sé að gefa fólki kraft og von til að halda áfram með lífið eftir erfiðleika, áföll og ofbeldi.

„Kjass er að gera gott fyrir aðra. Tón list er svo huggandi. Markmiðið mitt er að skapa tónlist sem er eins og eins og stórt faðmlag sem kemur þegar við þurfum mest á því að halda. Það er alveg sama hvað við erum að fara í gegnum erfiða hluti, það er alltaf einhver sem skilur okkur og getur stutt okkur í gegn um það”.

Fyrsta plata Kjass „Rætur” hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverð launanna sem plata í opnum flokki árið 2018 nú kveður við nýjan litríkan tón í tónlistinni sem tekur snarpa beygju í átt að poppi og rokki. Fanney hefur mjúkan og skemmtilegan tón í röddinni sinni en aðspurð segist hún alltaf hafa hrifist af Emilíönu Torrini og Norah Jones og þau áhrif megi heyra á nýju plötunni, svo læðist Pearl Jam líka bakdyramegin inn í tónlistina á skemmtilegan hátt.

Skiptir máli að konur tjái sig á sinn hátt Fanney lærði djasssöng í FÍH og útskrifaðist úr kennaradeild Tón listarskóla FÍH árið 2016. Hún segir að námið hafi verið mikill stuðningur. „Ég gerði mér grein fyrir því í náminu að ég gæti gert þetta allt saman sjálf. Þar fékk ég tæki og tól til að gera mín

eigin lög og það var mjög valdeflandi. Það skiptir mig máli að konur tjái sig á sinn hátt. Það er svo mikill munur á því að vera með sitt eigið verkefni sem kona í staðinn fyrir að ganga inn í eitthvað karllægt form. Ég er ótrú lega þakklát fyrir hvað ég hef getað gefið mér góðan tíma og unnið þetta verkefni algjörlega á mínum forsendum.

Að skapa tónlist alveg út frá sér, sínum reynsluheimi og kvenleikanum í víðustu merkingu þess orðs er virkilega dýr mætt”.

49Húsfreyjan 3. tbl. 2022 M yndir: Daníel Starrason TÓNLIST

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan MORAR SKÝLIN RÖSK

Frístundar krossgátur

© Húsfreyjan SKERA GRIKKJA SEM FLAUG OF NÁLÆGT SÓL MEÐ LÍTILLI KÍSILSÝRU HVORT SAMRÆÐA

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan SUBBUKOLL BÓKSTÖFUM YRKJASTBLAÐ ENDALOKA

REFSA MEÐ RUKKUN 1 KAPPSAMA

FYLKI Í V-KÍNA

2 ÓBILGJÖRN YFIRHÖFN Í HÚSI TÍNDI AÐSTOÐ ÞRJÓSKA UNGT SVÍN LANDKÖNNUÐ KVABBAR DUGLEG

3 FLJÓTI Í VATNSBORÐI SKIPAKVÍ

SITJA ÁLÚTUR SNJÓFJALAR HLJÓMFALLS ÁSYNJA ÞÓRS SNÆDDA

LAUK 4 MJÖG AUÐVELDA HARÐSKEYTTU

TILRÆÐA HEIMSÓKN ÁNÆGJUBLOSSI

ÞYNGDARTÁKN MANNGERÐ

KARLFUGLINN TILVALIN ÓHREINKAÐI

5 SKJÓLLAUSARA ANGRAR Í YTRI HLUTA ÓMERKILEGT TÆKI ÁLFA

EKKJUMANNI GRIND Í ELDSTÓ

MAGUR BUSL REIÐMENN ÓTTI MJAKA TIL GLOPPUNA

FITA

BROSA Í LAUMI SKAPARA ERFÐAEININGIN 6

ÞEKKTS 8 LYFTIDUFT MJÓ SPÝTA SMÁLANDINU VELTING

GÓÐ EINKUNN SKÁBRAUT BLEYTA SKJÖGUR HANDFANG

DRAUGAR ALVARLEGUM 7

DRÖSLAÐI ÁNAUÐINA

Frístundar krossgátur © Húsfreyjan LÍNA 9 ÁREITTAR

Verðlaunakrossgáta 2 3 7 8 9

Lausnarorð berist útgefanda fyrir 10. október nk. merkt KROSSGÁTA Verðlaun: Og svo kom vorið frá Bókaútgáfunni Sæ mundur. Og svo kom vorið eru smásögur og fyrsta bókin eftir Guðjón Baldursson. Í þessu smásagnasafni raðast saman sögur af hversdagslegu en óvenjulegur fólki og aðstæðum sem það kann að rata í. Sumt er fyndið annað er grátbroslegt. Vegur mannsins frá Bókaútgáfunni Sæmundur. Der Weg des Menschen, sem birtist hér undir heitinu Vegur mannsins, kom fyrst út 1948. Bókin byggir á sex erindum sem höfundurinn Martin Buber flutti i Hollandi skömmu eftir seinna stríð og fjallar um tengsl manneskjunnar við sjálfa sig, Guð og aðra. Torfi Jónsson þýddi. Birtingaljóð og laust mál frá Bókaútgáfunni Sæmundur. Bókin geymir kveðskap og ritgerðir eftir feðginin Sigurð Ágústsspn tónskáld, Ásthildi Sigurðardóttur húsfreyju í Birtingarholti og Sigur finn Sigurðson, fyrrverandi bónda og skrifstofumann á Selfossi. Lausnarorð í 2. tbl 2022: Hattatíska. Vinningshafar, Sigurlaug Sigurðardóttir, Kópavogi fær Eilífðarstef frá Sæmundi. Halldóra B. Ragnarsdóttir, Reykjavík fær Völva Suðurnesja frá Sæmundi. Elenora Katrín Árnadóttir, Reykjanesbæ fær Sigríður á Tjörn frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.

FÖRUNEYTI SÆTTA SIG VIÐ BLÁAN BLETT

50 Húsfreyjan 3. tbl. 2022
1
4 5 6
ÖFLUG FORVÖRN GEGN BEINÞYNNINGU Kalkþörungar með D3, K2 og C vítamínum ásamt viðbótar magnesíum og mangan ALLAR VÖRUR HAFKALKS ERU ÁN AUKEFNA OG ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE) ÖFLUG FORVÖRN GEGN BEINÞYNNINGU Kalkþörungar með D3, K2 og C vítamínum ásamt viðbótar magnesíum og mangan EYRAVEGUR 7, SELFOSS Sími: 482-1144 www.gleraugnagalleri.is BÖKUM BETRA SAMFÉLAG Frábærar svuntur til sölu fyrir alla hjá Kvenfélagasambandi Íslands. Kjörnar til jólagjafa eða fyrir þig í bakstur og matargerð heima á aðventunni og árið um kring. Fáanlegar í grænu, bleiku, bláu og svörtu. Pantið og fáið sent: kvenfelag@kvenfelag.is eða sími 552 7430 VERÐ: 4.500 KR.
NÝJA HÚÐTILFINNINGU VAKNAÐU MEÐ NÝTT FYLLIR GEFUR RAKA ENDURNÝJAR1 2 3 MOISTURE BOOSTER NIGHT CARE OFURLÉTT ÁFERÐ

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.