Portfolio / Hulda Sól

Page 1

PORTFOLIO

Umbúðahönnun febrúar 2024

Og Natura er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem bruggar líkjör fyrir íslenskan og erlendan markað. Þeim vantaði grípandi umbúðir og umgjörð fyrir rommið sitt, Stormur. Við Agga tókum innblástur frá ólgusjó í íslensku veðri og dúkaristun. Úr því teiknaði ég tvær kraftmiklar öldur sem umvefja rommflöskuna. Miðinn er upphleyptur í takt við línur aldanna og prentaður beggja vegna á pappírinn. Þegar flaskan er handleikin blasir fyrir manni lifandi öldur inní flöskunni þegar vökvinn hreyfist og sjónarhorn breytist.

Verkefnið var unnið með Öggu Jónsdóttur, hjá Pipar\TBWA og er í eigu stofunnar.

Portfolio - Hulda Sól
3
Drykkjaseðill Tjald

Olís

Vefforrit

maí 2023

Hvert sumar setur Olís í gang sumarleik fyrir viðskiptavini sem eiga ferð á stöðvar þeirra um land allt. Í þetta sinn var leikurinn gerður rafrænn og fólst í að skanna QR kóða hjá hverri stöð. Í hvert skipti sem þú skannar ferðu í pottinn fyrir stóran vinning og að auki glaðning sem má leysa út strax.

Ég kom að verkinu að hanna flæði og viðmót vefforritsins sem gerir viðskiptavinum kleift að leysa út vinninga og fylgjast með sinni stöðu í leiknum.

Forritið var unnið í samstarfi við Dacoda, sem sáu um forritun og hýsingu leiksins.

Verkefnið var unnið með Birni Jónssyni hjá Pipar\TBWA og er í eigu stofunnar.

4 Portfolio -
Sól
Hulda
Forsíða

Innskráður notandi sem er ekki búinn að skanna stöð. Þegar hann skrollar niður sér hann kort af íslandi sem gróflega bendir á staðsetningar stöðvanna. Fyrir neðan það sér notandinn hreyfigrafík sem sýnir stærstu vinninga leiksins.

Notandi hefur skannað fyrstu stöðina sína.Glaðningurinn verður sýnilegur. Þegar glaðningurinn er valinn kemur upp strikamerki sem má sýna næsta kassastarfsmanni til að fá glaðninginn afhentan.

Notandi hefur skannað sex stöðvar og fær hamingjuóskir (og stutta hreyfigrafík af confetti). Héðan getur notandi valið glaðninga og leyst þá út sem hann hefur ekki nýtt sér hingað til. Annars má hefja ferlið aftur og skanna næstu stöð.

5

Lemon

Endurmörkun

febrúar 2023

Hollusta og stuð. Lemon vantaði ferska nýja ímynd og nýtt merki sem slær í takt við anda fyrirtækisins og höfðar meira til yngri markhóps. Ég aðstoðaði við að móta mikilvæga grafík fyrir heildar útlit og leggja línur fyrir brandið.

Ég bjó til mynstur sem nýtist vel fyrir auglýsingaog prentefni, ásamt merkingar á boli, djúskort, matseðla, innanhússmerkingar og fleira.

Verkefnið var unnið undir umsjón Öggu Jónsdóttur, hjá Pipar\TBWA og er í eigu stofunnar.

6 Portfolio - Hulda Sól
7

Hagkaup

Meðalstór auglýsingaherferð

Hinsegin dagar eru haldnir ár hvert í ágúst. Hagkaup vildu sýna samstöðu í gegnum herferð yfir hátíðina. Verkefnið var í góðum höndum þar sem ég er hluti af hinsegin samfélaginu og fór mikil ástríða í þessa vinnu. Ég vildi sýna fleiri fána undir LGBTQ+ sem fá ekki oft tækifæri í herferðum annara fyrirtækja. Tvíkynhneigð, pankynhneigð, samkynhneigð, lesbíur, trans, einkynhneigð, kynsegin og Intersex. Kynhneigð og kynupplifun getur verið flæðandi; ég sýndi það í gegnum grafíkina með því að leika mér með breytingar á litaham. Ég tel mig heppna að hafa fengið þetta verkefni.

Gleðilega hinsegin daga!

Verkefnið var unnið hjá Pipar\TBWA og er í eigu stofunnar.

8 Portfolio - Hulda Sól
9

Taco Bell

Lítil auglýsingaherferð maí 2023

Burrito Crunch er vinsæl máltíð sem fæst í takmarkaðan tíma ár hvert hjá Taco Bell. Útlitið er innblásið af björtum litum sem fylgir vorinu, á þessum tíma er að birta til á landinu og markaðsefnið í takt við það. Hlutverkið mitt í þessari herferð var að hanna útlit og síðan framleiða allt efni fyrir herferðina. Plakat, skjámyndir, kælatoppur, vörumyndir fyrir app og sjálfsafgreiðslu og efni fyrir samfélagsmiðla.

Verkefnið var unnið undir umsjón Öggu Jónsdóttur, hjá Pipar\TBWA og er í eigu stofunnar.

10 Portfolio -
Sól
Hulda
11
Kælamerking Innanhússkjár Sjálfsafgreiðsla

MAT BAR

Matseðill | Drykkseðill | Auglýsing Febrúar 2022

MAT BAR er veitingastaður í hjarta Reykjavíkur.

Eigendurnir höfðu samband við mig og óskuðu eftir klassískum, einföldum mat og drykkjarseðil sem endurspeglaði innanhúsarkítektúr staðarins.

Að auki einfalda auglýsingu í tímarit.

Ég tók inn innblástur frá „vintage“ matseðlum varðandi uppsetningu og letur. Ég teiknaði upp gólfmynstrið í veitingahúsinu og notaði litinn frá veggnum í hönnuninni. Fyrir auglýsinguna notaði ég ljósmynd sem tekin var inni á staðnum, bætti við upplýsingum og setti inn kennimerki MAT BAR.

12 Portfolio -
Sól
Hulda
13
Drykkseðill, utan Hádegisseðill, framan Hádegisseðill, hlið Drykkseðill, innan

VAKA

Kennimerki

Nóvember 2021

Vaka er elsta hagsmunafélag stúdenta hjá Háskóla Íslands.

Vaka hafði samband og óskaði eftir uppfærslu á kennimerki þeirra. Beiðni þeirra var að bæta grafík við merkið til að minnka samanburð þeirra við bifreiðafyrirtækið Vöku og gefa félaginu eftirminnilegra merki sem nemendur tengdu við.

Ég sótti innblástur í eldri kennimerki félagsins og teiknaði upp nútíma grafík af blómi með negatívri stjörnu sem vinnur vel með leturmerki Vöku.

- Hulda Sól

14 Portfolio
Kennimerki Vöku, Bifreiðaflutninga fyrirtæki Kennimerki Vöku, Hagsmunafélag stúdenta Innblástur: eldri kennimerki Vöku; stjarna, blóm
15

VAKA

Tímarit

mars 2022

Vaka gefur út tvö tímarit á ári. Glaðvakandi á haustin og kosningablað á vorin.

Vaka heyrði í mér og bað mig að hanna og brjóta um kosningablaðið sitt. Vaka óskaði eftir sérhannaðri forsíðu með teikningu af blómi að vaxa upp úr snjó.

Tíminn var naumur og fékk ég aðeins viku til að vinna verkið. Ég fékk aðstoð frá vinkonu og prentsmið, Írisi Irmu Ernisdóttur. Saman unnum við þetta 28 blaðsíðna tímarit fyrir birtingu á vefmiðlinum Issuu.

16
Portfolio - Hulda Sól Forsíða
17
Yfirlit frambjóðenda Forsíða + Miðjuopna Ávarp oddvita og stefnumál Bak

Skiló

Skólaverkefni • Vefþróun

September 2021

Lokaverkefnið í Vefþróun var starfsnám hjá fyrirtæki í tæknigeiranum, þar vann ég verkefni fyrir Origo ásamt tveimur öðrum nemendum.

Nútíma samskipti milli stofnana, fyrirtækja, félaga og viðskiptavina eru dreifð á milli margra mismunandi miðla; sms, sími, tölvupóstur og samfélagsmiðlar. Oft á tíðum er erfitt að hafa gott yfirlit á öllum skilaboðum sem fara þar á milli. Origo óskaði eftir lausn sem myndi einfalda þessi samskipti.

Skiló er vefforrit sem auðveldar notendum að senda sérsniðin skilaboð til starfsmanna, viðskiptavina og aðra aðila. Hvort sem það sé tilkynning, tilboð, tímabókun eða staðfesting á pöntun. Notendur sem senda skilaboð geta svo fylgst með framvindu skilaboða og fá yfirlit á upplýsingum tengd sendra skilaboða t.d. hefur viðtakandi séð skilaboðin? Hvað senti ég mörg skilaboð í mars 2021? Eru viðtakendur fljótari að skoða skilaboð fyrir eða eftir hádegi?

Viðtakendum er boðið upp á að hlaða niður sérstöku appi í farsíma og fá öll skilaboð sent þar og flokkað eftir sendendum. Viðtakendur losna þá við auka tölvupósta og geta létt á sms möppuni. Nú er allt á einum stað.

18 Portfolio - Hulda Sól
Forsíða, snjallsími Forsíða, fartölva

Myndskreyting, einföld samskipti

Við lögðum áherslu á stöðugri sjáanlegri þróun vörunnar með því að nota agile vinnuferli. Í byrjun á verkefninu skipulögðum við hönnunarsprett til að efla „design thinking“ og koma upp með hugmyndir á lausnum. Við héldum reglulega notendaprufur og leystum úr vandamálum sem komu fram. Tæknin sem við nýttum í uppbyggingu Skiló var React.js og síðan Azure fyrir birtingu og geymslu gagna. Figma var notað fyrir hönnun og vinnslu á prótótýpum. Mitt hlutverk var að hanna viðmót, þróa notendaupplifun vörunnar og teikna myndskreytingar fyrir forsíðu.

Lausnin er eign Origo og er því ekki aðgengileg almenningi til notkunar eða sýnis.

19
Skiló, yfirlit skilaboða Myndskreyting, tölfræðilegar upplýsingar Myndskreyting, hafa samband

Íslensk skynditíska

Skólaverkefni • Grafísk miðlun

Apríl 2020

Verkefnið var að semja félag/samtök sem halda ráðstefnu tengt umhverfismálum. Síðan hanna allt sem tengist viðburðinum; barmmiðar, dreifibréf, dagblaðsauglýsingu, skjáauglýsingu og bækling.

Ég tengdi verkefnið við áhuga minn í umhverfismálum; skynditíska. Ég kom upp með Miðstöð íslenskra neytenda sem heldur ráðstefnu um áhrif skynditísku á Íslandi.

20
Portfolio - Hulda Sól Dreifibréf, framhlið Kennimerki Dagblaðsauglýsing Dreifibréf, bak
21
Dagskrá, túristabrot hlið A Dagskrá, túristabrot hlið B Barmmerki
huldas96@gmail.com 774 1296 Takk fyrir að skoða!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.