
4 minute read
HS Veitur hf
from Ársskýrsla 2012
Árið 2012 var fjórða rekstrarár HS Veitna hf í kjölfar þess að Hitaveita Suðurnesja hf var sem slík lögð niður en við hlutverki hennar tóku tvö sjálfstæð fyrirtæki, HS Orka hf og HS Veitur hf .
Starfsemi HS Veitna hf var með hefðbundnu sniði á árinu . Þrátt fyrir ástand efnahagsmála varð viðsnúningur í raforkunotkun sem jókst eftir samdrátt áranna á undan . Aukning varð á almennri raforkunotkun um 1,75% og 13,6% á ótryggðri orku og þá 4,05% aukning í heild . Vegna breytinga á sölukerfi á heitu vatni á Suðurnesjum á árinu 2010 er samanburður milli ára erfiður en þó ljóst að lítilsháttar aukning varð á sölu um mæla miðað við árið á undan . Fjárfestingar á árinu 2012 voru nánast þær sömu og árið áður og námu alls 424 m .kr . en 440 m .kr . á árinu 2011 .
Afkoma ársins var ágæt og bókfærður hagnaður af rekstri félagsins 442 m .kr . en áætlun gerði ráð fyrir 431 m .kr . hagnaði . Árið áður var hagnaðurinn 270 m .kr . Lausafjárstaða félagsins er mjög góð, m .a . vegna þess að eina lán félagsins er ekki á gjalddaga fyrr en 2018 . Í áætlunum ársins var gert ráð fyrir að nýta góða lausafjárstöðu m .a . til að kaupa til baka eigin skuldabréf, sem eru á gjalddaga 2018, fyrir 350 m .kr . Engin bréf reyndust hinsvegar vera föl og varð því ekki af slíkum kaupum eins og gert hafði verið árin áður . Heildarútgáfan nam á sínum tíma alls 6 .000 m .kr . og hafa alls verið keypt bréf að nafnvirði 1 .085 m .kr . Skuldir félagsins hafa þannig verið lækkaðar um u .þ .b . 18% umfram ákvæði lánasamninga og bætir þetta afkomuna í framtíðinni vegna lægri vaxta og verðbóta .
Atriði sem enn veldur áhyggjum er að hlutfall vatnskaupa af sölu á heitu vatni fer hækkandi, þrátt fyrir að gjaldskrár fylgist algörlega að . Þannig hefur þetta hlutfall hækkað úr 52,15% árið 2008 í 55,99% árið 2012 að teknu tilliti til afskrifta . Ekki hefur fundist önnur skýring en sú að heimilin séu að auka nýtingu hemlanna sem eykur kaup HS Veitna á vatni án þess að tekjur hækki á móti en viðmiðunin hefur verið 65% nýting . Vatnskaupin eru samkvæmt mælingu á magni og hitastigi en um 65% tekna af vatnssölu á Suðurnesjum eru samkvæmt hemlum .
Á síðari hluta ársins 2011 hófst vinna svokallaðrar WACC nefndar en hlutverk hennar var að setja reglur og undirbúa reglugerð vegna leyfðs fjármagnskostnaðar og leyfðrar arðsemi í raforkudreifingu og raforkuflutningi . Stjórn HS Veitna skilaði á sínum tíma inn athugasemdum við framlagðrar tillögur en ekkert tillit var tekið til þeirra . Stjórnin telur mikið vanta á að endanlegar niðurstöður taki tillit til raunverulegrar stöðu fyrirtækjanna og núverandi fjármagnsskipunar og hefur því kært endanlegar reglur . Það er mat fyrirtækisins að illmögulegt verði að ná eðlilegri arðsemi af raforkudreifingu næstu árin nema hækkað sé viðmið um eiginfjárhlutfall og vaxtaálag hækkað í takt við raunveruleikann . Þá hefur fyrirtækið gert athugasemdir við lagaákvæði um tekjuramma dreifiveitna sérstaklega að miða skuli við að hluta 6 ára gamlar rekstrartölur (20%) . Sífellt er verið að auka kröfur sem auka rekstrarkostnað en sem dæmi þá myndi slíkur aukinn rekstrarkostnaður á árinu 2013 ekki hafa full áhrif í tekjuramma fyrr en á árinu 2019 .
Um næstu áramót taka loks gildi ákvæði laga sem sett voru 2008 varðandi aðskilnað samkeppnis- og einkaleyfisstarfsemi raforku . Orkustofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig skuli haga málum eftir gildistöku laganna og ljóst að gerðar eru athugasemdir við ákveðna þætti í samstarfi HS Veitna og HS Orku eins og það er nú . HS Veitur hafa kynnt sín sjónarmið og bent m .a . á þann mikla kostnaðarauka sem óhjákvæmilega myndi fylgja fullum aðskilnaði og verður á árinu leitast við að ná fram viðunandi lausn á málinu . Nú hefur borist bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar uppfærslu á reglugerð um framkvæmd raforkulaga og jafnframt óskað eftir ábendingum um æskilegar breytingar á laga- og regluumhverfi . Vonandi skapast þarna tækifæri til að vinda ofan af helstu göllum á núverandi fyrirkomulagi og vinda um leið aðeins ofan af ofureftirliti Orkustofnunar sem er orðið verulega íþyngjandi .
Seint á síðasta ári sögðu Selfossveitur upp samningi við HS Veitur um afnot af húsnæði á Austurvegi 67 þannig að finna varð nýtt húsnæði fyrir starfsemina fyrir 1 . apríl 2013 . Eftir all mikla skoðun á möguleikum á Selfossi varð niðurstaðan að festa kaup á húsnæði að Eyrarveg 53 sem er um 300 m2 stálgrindarhús byggt 1991 með 3 .400 m2 lóð . Verður starfsemi HS Veitna í Árborg færð þangað nú á vordögum en áður verður ráðist í nokkrar lagfæringar og breytingar á húsnæðinu .
Vatnsmagn frá orkuveri 2012 var 11 .702 .452 tonn sem er 2,8% aukning frá árinu áður . Framleiðsla varmaorku var 646,4 GWst eða 1,3% aukning en mesta orkuframleiðsla einstaks mánaðar var í janúar eða 67,5 GWst . Mesta framleiðsla í tonnum var einnig í janúar eða 1 .168 .797 tonn . Hámarks framleiðsla einstakan dag í orkuveri var um 479 l/s en hámarksálag einstakan dag var 10 . janúar eða 103 MW í varma .