Kennsluskrá í viðskiptafræði - grunnnám 2011

Page 54

Kennsluskrá 2011-2012

• Þekkja tilraunir alþjóðasamfélagsins eða einstakra svæða til að vinna gegn loftlagsbreytingum • Þekkja lög og stefnu íslenskra stjórnvalda í loftlags- og orkumálum • Þekkja notkun jarðefnaeldsneytis og hugsanleg hliðaráhrif hennar • Þekkja til endurnýjanlegra orkugjafa og helstu tækifæri á því sviði • Þekkja starfsemi íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála • Þekkja efnahagslegar, siðferðilegar og félagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga • Geta mótað sér skoðun, skilið og gagnrýnt umræðu og umfjöllun um orku- og loftlagsmál Lýsing: Í námskeiðinu er farið í gegnum auðlindahagfræði sem og hefðbundnar hagfræðikenningar um markaðsbresti og ríkisbresti. Sérstaklega verður hugað að orkuiðnaðinum. Ljóst er að aukning á notkun jarðefnaeldsneytis setur þrýsting á ríkisstjórnir, alþjóðasamfélagið og hin frjálsu markaðsöfl með að greina og meta raunverulegan kostnað sem leggst á umhverfið vegna þessarar notkunar. Áherslan í námskeiðinu er mikið á loftlagsmál og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Veðurfræðilegur grunnur þeirra er einnig skoðaður. Hinar ýmsu lausnir á umhverfisvandanum og aukinni orkunotkun verða ræddar og settar í heildarsamhengi við stefnu ríkisstjórna, alþjóðasamfélagsins og fyrirtækja. Staða Íslands verður sérstaklega rædd og fengnir verða áhugaverðir gestafyrirlesarar til að nálgast viðfangsefnið frá ýmsum hliðum. Lesefni: Hanley, Nick. (2007). Environmental Economics: In Theory and Practice. Macmillan Publishers. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður og vettvangsferðir Námsmat: Verkefni, þátttaka í tímum og lokapróf Tungumál: Íslenska Rekstrargreining V-202-REGR 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Vor (dagskóli) og sumar (HMV) Stig námskeiðs: Grunnnám-Framhaldsnámskeið Tegund: Skyldunámskeið Undanfarar: Fjárhagsbókhald Skipulag: Fjórir fyrirlestrar á viku auk dæmatíma Kennarar: Ólafur Jóhannsson MSc , stundakennari Hæfniviðmið: Að námskeiði loknu er stefnt að því að: • Nemendur hafi öðlist skilning á grundvallaratriðum rekstrarbókhalds, samspili þess við fjárhagsbókhald og mikilvægi rekstrarbókhalds sem tækis við ákvarðanatöku, eftirlit og áætlanagerð Lýsing: Fjallað verður um grundvallaratriði í rekstrarbókhaldi, m.a. hegðun/ tegundir kostnaðar og áhrif á rekstrarvogun (Operating Leverage), viðeigandi og nauðsynlegar upplýsingar fyrir ákvörðunartöku, ferlisbókhald (Process 53


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.