PMD stjórnendanám við Opna háskólann

Page 1

PMD STJÓRNENDANÁM HR Programme for Management Development


PMD-STJÓRNENDANÁM HR

PMD-stjórnendanám HR er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu stjórnenda og auka færni og frumkvæði þeirra í dagsins önn. Markmið PMD-námsins er að styðja stjórnendur í að takast á við áskoranir á vinnustað, vakta breytingar og tækifæri í viðskiptalífinu, nýta sannreyndar og hagnýtar leiðir til að laða fram það besta með hliðsjón af nýrri tækni, tækifærum og þróun alþjóðasamfélagsins. Nokkrir helstu sérfræðingar og samstarfsaðilar Háskólans í Reykjavík leiða kennslu með stuðningi PMD-fagráðs. Námið er á meistarastigi og kennslan byggir að miklu leyti á raunverkefnum (e. case studies) og verkefnum tengdum vinnustað þátttakenda. Fyrir þig? Námið er ætlað stjórnendum með minnst 3ja ára stjórnunarreynslu. PMDstjórnendanám HR er kjörinn vettvangur fyrir þá stjórnendur sem vilja bæta við menntun sína og hæfni samhliða vinnu, án þess að skuldbinda sig til langtímanáms.

Sjá nánar um stjórnendanám www.opnihaskolinn.is


UPPBYGGING PMD-STJÓRNENDANÁMS HR Námið samanstendur af fimm lotum sem kenndar eru með fjögurra vikna millibili. Hver lota er kennd á fimmtudegi og föstudegi frá 9:00–17:00. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir verkefnavinnu í hverri lotu.

1 2 3

Forysta til framfara Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: • Þekki betur eigin styrkleika og hafi náð betri yfirsýn yfir rekstur. • Hafi sett sér markmið um framfarir og unnið að áætlun um árangur. • Hafi eflt eigin leiðtogahæfileika og hafi betri sýn á áskoranir og tækifæri. Leiðbeinandi: Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans.

Stefnumótun & stjórnun breytinga Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: • Hafi náð tökum á helstu hugtökum stefnumótunar. • Þekki til áhrifa mismunandi aðferða í stefnumörkun. • Geti beitt viðeigandi tækjum og tólum vegna greiningarvinnu. • Hafi spreytt sig á nokkrum af þeim aðferðum sem kynntar verða. • Kunni skil á helstu þáttum er varða skipulag og mannlega þætti breytingarstjórnunar. • Geti sett saman áætlanir um helstu þætti breytinga og skilgreint krítíska þætti. • Hafi fengið æfingu í því að takast á við krítíska árangursþætti. Leiðbeinandi: Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við viðskiptadeild HR og Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar HR.

Rekstur og verðmætasköpun Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: • Hafi almennan skilning á ársreikningum og hvernig einstakir þættir þeirra tengjast verðmætasköpun fyrirtækja. • Hafi náð tökum á helstu hugtökum fjármála, einkum þeim sem lúta að verðmati. • Geti beitt helstu aðferðum verðmats og skoðað niðurstöður á gagnrýninn hátt. • Hafi almenna og hagnýta þekkingu á helstu þáttum í stjórnun fjármála. Leiðbeinandi: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og stundakennari við HR.

4 5

Árangur á markaði Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: • Séu neytendamiðaðir og þekki mikilvæg atriði í neytendasálfræði. • Skilji hlutverk markaðsrannsókna í rekstri fyrirtækja. • Séu færir um að hanna markaðsáætlun og fylgja henni eftir. • Þekki samþætt markaðssamskipti og helstu kennitölur markaðsfræðinnar. Leiðbeinandi: Valdimar Sigurðsson, Nova-dósent í markaðsfræði og forstöðumaður rannsókna og doktorsnáms við viðskiptadeild HR.

Samningar & verkefnastjórnun Samningatækni Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: • Fái skilning á undirliggjandi þáttum í samningaviðræðum og helstu hugtökum samningatækni. • Auki hæfni sína til að leysa úr ágreiningi og snúa átökum í árangursríkt samstarf. • Auki hæfileika sína til að ná hagstæðri niðurstöðu og skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambönd. Leiðbeinandi: Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR. Verkefnastjórnun Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: • Hafi þekkingu á skipulagsfræði verkefna innan fyrirtækis og kunni að skilgreina viðskiptatækifæri verkefna (e. business case) með arðsemisútreikningum, áhættumati, beinum og óbeinum ávinningi. • Þekki til undirbúnings og áætlunargerðar verkefna s.s. afmörkun, gerð tölusettra markmiða og áfangaskiptingu verkefnis (WBS), critical path o.fl. • Hafi þekkingu á tímavirði peninga. Kunni að reikna heildarkostnað. verkefnis og greina hann niður á áfanga og verkstig. • Kunni skil á framvindueftirliti, áhættu og óvissu. Leiðbeinandi: Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild HR.


PMD-STJÓRNENDANÁM HR PROGRAMME FOR MANAGEMENT DEVELOPMENT (PMD) • Hagnýt námslína fyrir stjórnendur sem hafa metnað til að tileinka sér nýja hæfni, öðlast aukna færni og kanna nýjar leiðir. • Kjörinn vettvangur fyrir þá stjórnendur sem vilja bæta þekkingu og getu, án þess að skuldbinda sig til langtímanáms. • Tekur mið af því að færustu stjórnendurnir horfa til framtíðar og eru reiðubúnir að mæta nýjum áskorunum. • Náminu lýkur með PMD-viðurkenningu.

„PMD-stjórnendanámið er frábær leið til þess að hressa upp á kunnáttuna og fá innsýn inn í nýjustu stefnur og strauma. Kennarar og öll aðstaða til námsins var til fyrirmyndar. Verkefnavinnan í kjölfar hverrar lotu fékk mig til að setja fræðin í enn betra samhengi við þau verkefni sem ég var að kljást við í mínu starfi. Ég mæli eindregið með þessu námi fyrir stjórnendur.“ Margrét Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og ráðgjafasviðs Maritech

Nánari upplýsingar og skráning: Guðmunda Smáradóttir Verkefnastjóri gudmundas@hr.is Sími 599 6378 Skráðu þig núna á www.opnihaskolinn.is

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | opnihaskolinn@hr.is | www.opnihaskolinn.is

„Sem önnum kafinn stjórnandi hjá Bláa Lóninu og þriggja barna móðir þótti mér hentugt að geta tekið snarpar og hnitmiðaðar kennslulotur. Leiðbeinendur voru færir, lögðu áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir með góðri nálgun við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Aðstaðan í Opna háskólanum var til fyrirmyndar og ekki spillti fyrir að deila tímum með hressu fólk með ólíkar skoðanir, menntun og bakgrunn. Væntingar mínar til námsins stóðust allar og mun ég tvímælalaust mæla með PMD- stjórnendanáminu hjá HR.“ Edda Sólveig Gísladóttir, markaðsstjóri Bláa Lónsins


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.