Tímarit HR 2018 - 2019

Page 34

34

Dr. Marcel Kyas lektor við tölvunarfræðideild

Tímarit HR 2018- 2019

„Hugbúnaður stýrir næstum öllum aðgerðum í nútíma þjóðfélagi“ Hvað ertu að rannsaka núna?

Ég rannsaka snjallumhverfi og snjallvæðingu (e. Internet of Things) og þá helst út frá öryggi og hvernig hægt er að staðsetja sig og rata innan bygginga.

Af hverju er mikilvægt að rannsaka þetta? Híbýli okkar verða sífellt meira tengd. Til dæmis eru ljósaperurnar sem eru notað­ ar hérna í háskólabyggingunni tengdar þráðlausu neti. Einnig má nefna vörur eins og Hue-ljósin frá Philips og Traadfri frá Ikea sem er hægt að stjórna með appi. Við notum búnað eins og Alexu frá Amazon,

sem er nokkurs konar stafræn heimilishjálp, til að stjórna þeim. Þessi tækni getur hjálpað okkur í daglegu lífi, til dæmis getur snjall­ umhverfi aðstoðað sjónskerta einstaklinga við að rata í ókunnu umhverfi. Einnig er hægt að nota þessa tækni á sjúkrahúsum við að fylgjast með hverju einasta tæki og hvaða lyfjaskammta það gefur. Þessi tækni er þó líka hættuleg. Samsung hefur ráðlagt fólki að eiga ekki í trúnaðarsamtölum fyrir framan sumar tegundar snjallsjónvarpa frá fyrirtæk­ inu og Alexa getur tekið upp og geymt allar samræður sem eiga sér stað nálægt tækinu. Það er hægt að eiga við þessi kerfi og þannig koma af stað flogaköstum hjá viðkvæmum eða skemma flutningskerfi rafmagns.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.