Svæfillinn 2011-1

Page 1

FAGDEILD SVÆFINGA HJÚKRUNARFRÆÐINGA

BRÁÐASKÓLINN

N Dagatalið 2011 Maí 19. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Grand Hótel, Reykjavík. Ágúst 6.-10 AANA 78th annual meeting. Boston,Bandaríkin. Sept. 1.-4. ALNSF Fagkongress. Hammerfest, Noregi. Sept. 19.-20 FASIO Efterårslandskursus. Kolding, Danmörk. Nóv. 17.-18. Aniva höstkongress. Stokkhólm, Svíþjóð. 2012 Febrúar Aðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga. Maí 26.-29. 10th World congress for nurse anesthetists. Ljubliana, lóveníu. Ágúst 4.-8. AANA 79th annual meeting. San Francisco, Bandaríkin.

okkrir svæfingahjúkrunarfræðingar ásamt einum gjörgæsluhjúkrunarfræðingi h af a s tofn að fy r ir tæk ið Bráðaskólann sf. Er ætlunin að kenna skyndihjálp, endurlífgun, slysahjálp, blæðingastjórn og herminám. Þetta eru Ásgeir Valur Snorrason, Jón Garðar Viðarsson, Sesselija Haukdal og Stefán Alfreðsson. Bráðaskólinn hefur nú þegar yfir að ráða nokkrum skyndihjálpar „fullorðinsdúkkum“ og eina „barnadúkku“ og eina fullkomna hermikennslubrúðu (MegaCode Kelly). Boðið verður uppá kennslu í eigin húsnæði eða komið á (vinnu)staðinn.

AÐALFUNDUR FAGDEILDAR FS

A

ðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga var haldin 17. mars sl. í húsnæði Fíh. Mættir voru ?? félagsmenn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram Ársskýrsla stjórnar. Ársreikningar. Lagabreytingar Kjör stjórnar sbr. lið 7. Kjör ráðstefnunefndar sbr. lið 8 Kjör menntanefndar sbr. lið 9 Inntaka nýrra aðila að FS. Árgjald ákveðið. Önnur mál. Ársskýrslu stjórnar má sjá á innsíð-

um Svæfilsins. Ársreikningar voru Þá lagði stjórn fram fjárhagssamþykktir athugasemdarlaust. áætlun fyrir starf Fs næsta árs. Gerðar voru nokkrar lagabreytingar áður en gengið var til kosninga. Úr stjórn gekk Unnsteinn Alfonsson. Í hans stað komu Anna Valdís Pálsdóttir og Sigríður Rúna Þóroddsdóttir. Þá var fækkað í Menntanefndin og voru Lára Borg, Þórunn Scheving og Þórdís Borgþórsdóttir valin í hana. Alger umskipti urðu í ráðstefnunefnd. Hanna Þ Axelsdóttir og Guðlín K Jónsdóttir hættu eftir tveggja ára setu en Edda Marý Óttarsdóttir af persónulegum ástæðum. Í staðFrá farandi stjórn Fs in komu Guðbjörg S Ragnarsdóttir, Hrönn Hreiðarsdóttir og Jóhanna M Sveinsdóttir. Þá var Guðbjörg Erlingsdóttir og NN kosnar skoðunarmenn reikninga.

Munið

félagsgjöldin

8. Á RG ., 1.TBL .

SV ÆFIL LIN N VOR 2011

MÁLÞING FS—SVÆFINGAHJÚKRUN Í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ oðað var til málþings um svæfingahjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð í tilefni 40 ára afmælis Fs, 27. nóvember sl. Mættu ?? félagar og hlýddu á átta fyrirlesara úr röðum svæfingahjúkrunarfræðinga halda tölu sína. Var gerður góður rómur að máli þeirra og var tölverður hugur í mönnum er hugað var að framtíðinni. Það kom berlega í ljós að sagan endurtekur sig og alltaf er hægt að læra af henni. Stefán Alfreðsson og Ásgeir Valur Snorrason röktu sögu svæfingahjúkrunar Heiðursfélagarnir heima og heiman, með dyggri aðSigurveig Sigurðardóttir og Margrét Jóhannsdóttir

B

stoð áhorfenda. Síðan rakti Hanna I. Birgisdóttir sögu IFNA. Lára Borg reyndi að skera úr um hvort svæfingahjúkrun væri fageða fræðigrein. Kolbrún Albertsdóttir færði sterk rök fyrir því að rannsóknir eigi heima í svæf-

ingahjúkrun. Síðan fór Stefán Alfreðsson í framtíðina og ræddi um „tvinn“skurðstofur (hybrid) með aðstoð Rikku Mýrdal. Edda Marý Óttarsdóttir og Jón Garðar Viðarsson ræddu um framtíð svæfingahjúkrunarfræðinga annarstaðar en á svæfingadeild. Að lokum flutti Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir fyrirlestur um siðferðilegar hliðar á líffæraflutningum. Í hléum var svo myndasýning með

gömlum og nýjum myndum af svæfingahjúkrunarfræðingum. Rúsínan í pylsuendanum var þó krýning heiðursfélaga Fs þeirra Margrétar Jóhannsdóttur og Sigurveigar Sigurðardóttur. Fræðslunefnd skipuðu: Edda Marý Óttarsdóttir, Guðlín K. Jónsdóttir og Hanna Þórunn Axelsdóttr. Málþingið var haldið í húsnæði Fastusar hf.

VIÐURKENNING Á SVÆFINGAHJÚKRUNARNÁMINU

I

FNA hefur sett í gang vottunarferli (APAP) fyrir svæfingahjúkrunarnám. Er þá farið yfir stefnu og framkvæmd námsins til að hvetja samhæfingu við menntastaðla IFNA. Fs bauðst tækifæri til að sækja um mat á námi í svæfingahjúkrun á Íslandi.

Menntanefnd IFNA stendur fyrir þessu mati sem skiptist í þrjá flokka: registration, recognition, accreditation. Til að reynslukeyra matið var boðið uppá „pilot accreditation application“ sem yrði okkur að kostnaðarlausu verði hún samþykkt af IFNA.

Ef námið stenst matið þá erum við komin á stall með bandarískum háskólum sem bjóða upp á svæfingahjúkrunarnám. Eins og er þá hefur eitt svæfingahjúkrunarnám fengið registration viðurkenningu en tvö bandarísk fengið recognition en ekkert accretitaion.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.