Svæfillinn 2011-1

Page 1

FAGDEILD SVÆFINGA HJÚKRUNARFRÆÐINGA

BRÁÐASKÓLINN

N Dagatalið 2011 Maí 19. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Grand Hótel, Reykjavík. Ágúst 6.-10 AANA 78th annual meeting. Boston,Bandaríkin. Sept. 1.-4. ALNSF Fagkongress. Hammerfest, Noregi. Sept. 19.-20 FASIO Efterårslandskursus. Kolding, Danmörk. Nóv. 17.-18. Aniva höstkongress. Stokkhólm, Svíþjóð. 2012 Febrúar Aðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga. Maí 26.-29. 10th World congress for nurse anesthetists. Ljubliana, lóveníu. Ágúst 4.-8. AANA 79th annual meeting. San Francisco, Bandaríkin.

okkrir svæfingahjúkrunarfræðingar ásamt einum gjörgæsluhjúkrunarfræðingi h af a s tofn að fy r ir tæk ið Bráðaskólann sf. Er ætlunin að kenna skyndihjálp, endurlífgun, slysahjálp, blæðingastjórn og herminám. Þetta eru Ásgeir Valur Snorrason, Jón Garðar Viðarsson, Sesselija Haukdal og Stefán Alfreðsson. Bráðaskólinn hefur nú þegar yfir að ráða nokkrum skyndihjálpar „fullorðinsdúkkum“ og eina „barnadúkku“ og eina fullkomna hermikennslubrúðu (MegaCode Kelly). Boðið verður uppá kennslu í eigin húsnæði eða komið á (vinnu)staðinn.

AÐALFUNDUR FAGDEILDAR FS

A

ðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga var haldin 17. mars sl. í húsnæði Fíh. Mættir voru ?? félagsmenn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram Ársskýrsla stjórnar. Ársreikningar. Lagabreytingar Kjör stjórnar sbr. lið 7. Kjör ráðstefnunefndar sbr. lið 8 Kjör menntanefndar sbr. lið 9 Inntaka nýrra aðila að FS. Árgjald ákveðið. Önnur mál. Ársskýrslu stjórnar má sjá á innsíð-

um Svæfilsins. Ársreikningar voru Þá lagði stjórn fram fjárhagssamþykktir athugasemdarlaust. áætlun fyrir starf Fs næsta árs. Gerðar voru nokkrar lagabreytingar áður en gengið var til kosninga. Úr stjórn gekk Unnsteinn Alfonsson. Í hans stað komu Anna Valdís Pálsdóttir og Sigríður Rúna Þóroddsdóttir. Þá var fækkað í Menntanefndin og voru Lára Borg, Þórunn Scheving og Þórdís Borgþórsdóttir valin í hana. Alger umskipti urðu í ráðstefnunefnd. Hanna Þ Axelsdóttir og Guðlín K Jónsdóttir hættu eftir tveggja ára setu en Edda Marý Óttarsdóttir af persónulegum ástæðum. Í staðFrá farandi stjórn Fs in komu Guðbjörg S Ragnarsdóttir, Hrönn Hreiðarsdóttir og Jóhanna M Sveinsdóttir. Þá var Guðbjörg Erlingsdóttir og NN kosnar skoðunarmenn reikninga.

Munið

félagsgjöldin

8. Á RG ., 1.TBL .

SV ÆFIL LIN N VOR 2011

MÁLÞING FS—SVÆFINGAHJÚKRUN Í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ oðað var til málþings um svæfingahjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð í tilefni 40 ára afmælis Fs, 27. nóvember sl. Mættu ?? félagar og hlýddu á átta fyrirlesara úr röðum svæfingahjúkrunarfræðinga halda tölu sína. Var gerður góður rómur að máli þeirra og var tölverður hugur í mönnum er hugað var að framtíðinni. Það kom berlega í ljós að sagan endurtekur sig og alltaf er hægt að læra af henni. Stefán Alfreðsson og Ásgeir Valur Snorrason röktu sögu svæfingahjúkrunar Heiðursfélagarnir heima og heiman, með dyggri aðSigurveig Sigurðardóttir og Margrét Jóhannsdóttir

B

stoð áhorfenda. Síðan rakti Hanna I. Birgisdóttir sögu IFNA. Lára Borg reyndi að skera úr um hvort svæfingahjúkrun væri fageða fræðigrein. Kolbrún Albertsdóttir færði sterk rök fyrir því að rannsóknir eigi heima í svæf-

ingahjúkrun. Síðan fór Stefán Alfreðsson í framtíðina og ræddi um „tvinn“skurðstofur (hybrid) með aðstoð Rikku Mýrdal. Edda Marý Óttarsdóttir og Jón Garðar Viðarsson ræddu um framtíð svæfingahjúkrunarfræðinga annarstaðar en á svæfingadeild. Að lokum flutti Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir fyrirlestur um siðferðilegar hliðar á líffæraflutningum. Í hléum var svo myndasýning með

gömlum og nýjum myndum af svæfingahjúkrunarfræðingum. Rúsínan í pylsuendanum var þó krýning heiðursfélaga Fs þeirra Margrétar Jóhannsdóttur og Sigurveigar Sigurðardóttur. Fræðslunefnd skipuðu: Edda Marý Óttarsdóttir, Guðlín K. Jónsdóttir og Hanna Þórunn Axelsdóttr. Málþingið var haldið í húsnæði Fastusar hf.

VIÐURKENNING Á SVÆFINGAHJÚKRUNARNÁMINU

I

FNA hefur sett í gang vottunarferli (APAP) fyrir svæfingahjúkrunarnám. Er þá farið yfir stefnu og framkvæmd námsins til að hvetja samhæfingu við menntastaðla IFNA. Fs bauðst tækifæri til að sækja um mat á námi í svæfingahjúkrun á Íslandi.

Menntanefnd IFNA stendur fyrir þessu mati sem skiptist í þrjá flokka: registration, recognition, accreditation. Til að reynslukeyra matið var boðið uppá „pilot accreditation application“ sem yrði okkur að kostnaðarlausu verði hún samþykkt af IFNA.

Ef námið stenst matið þá erum við komin á stall með bandarískum háskólum sem bjóða upp á svæfingahjúkrunarnám. Eins og er þá hefur eitt svæfingahjúkrunarnám fengið registration viðurkenningu en tvö bandarísk fengið recognition en ekkert accretitaion.


SVÆFILLINN

Bls. 2

8. ÁRG., 1.TBL.

Bls. 3

SÉRFRÆÐINGUR—DIPLÓMA- EÐA MEISTARAPRÓF

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR FS 2010

Sögu hjúkrunar er stuttlega fjallaðum Íframsérhæf-ingu innan hjúkrunar. Þar kemur að um miðjan sjötta áratuginn vaknaði

árs ættu svæfingahjúkrunarfræðing Íþó-arbyrjun innan Fs að vera nokkuð yfir 90. Það er einhver brotalöm í skráningu því skv.

áhugi á því fyrirkomulagi sem tíðkaðist erlendis við veitingu sérfræðileyfa. (bls. 300). Það var svo í hjúkrunarlögum frá árinu 1974 að kveðið var á um að enginn mætti kalla sig sérfræðing í hjúkrun án leyfis frá ráðherra. Tveimur árum síðar, þann 31. mars 1976, var gefin út reglugerð um veitingu sérfræðileyfa. Þar voru nokkrar sérgreinar hjúkrunar viður-kenndar opinberlega í fyrsta sinn. Það ár voru veitt 151 sérfræðingsleyfi, þar af á sviði svæfingahjúkrunar 25 (bls. 301). Á árunum 1976 til 1993 voru veitt als 79 sérfræðingsleyfi í svæfingahjúkrun. Á haustmánuðum 1993 voru kröfur um menntun og starfsreynslu þeirra sem öðlast vildu sérfræðingsnafnbót hertar verulega að ósk hjúkrunarfræðinga. Hvernig bar það til? Þegar hjúkrunarfélögin sameinuðust í eitt þá kom fram krafa um að

meistaranám yrði grundvöllur sérfræðingleyfa í hjúkrun. Rökin voru m.a. að hjúkrun væri háskólanám. Líklega hafa allir yngri hjúkrunarfræðingar þess tíma fallist á þessi rök. Hinsvegar var engu meistaranámi í hjúkrun til að dreifa á þessum tíma á Íslandi. Það liðu nokkur ár áður en svo varð. Þegar svo meistaranám hófst við Námsbrautina þá var það rannsóknarnám en á engan hátt klínískt. Þannig er það ennþá eftir 15 ár. Að vísu var búið til „klínísk“ námsleið en hún ber öll þess merki að rannsóknarmeistari hafi samið námsskránna. Í þeirri leið er hvergi ætlast til að meistaraneminn hitti einn einasta sjúkling eða skjólstæðing. Ég gæti alveg eins orðið læknir með því að horfa á Bráðavaktina eða Greys Anatomy. Það er líklega eina klíníkin sem ég veit um sem er án klíník. Ef Hjúkrunarfræðideildin ætlar að taka þátt í því að koma HÍ á topp 100 bestu háskólanna þá þarf deildin að gera meirikröfur til klíníska námsins. Rannsóknar-

námið er ágætt en klínískt nám án klíník er grátlegt. Hjúkrunarfræðingar taka iðulega á sig fyrstu skerðingar hvar sem þær verða. Það er engu líkara en að verið sé að spara í HÍ. Vegna þess hve dýrt er að halda úti verknámi þá hefur deildarráð Hjúkrunarfræðideildarinnar líklega ákvað að sleppa verknáminu og „kjafta sig“ í gegnum klíníkina. Það er lag fyrir hjúkrunarfræðinga að pressa á Hjúkrunarfræðideildina að koma á alvöru klínísku námi. Það gerum við með því að leiðrétta reglugerðina fyrir sérfræðingsleyfin. Við látum hana þrýsta á Hjúkrunardeildina að koma á klínísku námi. Núna þrýstir reglugerðin hjúkrunarfræðingum út í lélegt, erfitt og dýrt klíníkstnám til að geta orðið sérfræðingar. Ætti þetta ekki að vera öfugt? Það að geta stundað rannsóknir, gerir mann ekki endilega góðan klíníker. Þá þarf klíník. Það ætti að vera markmið Hjúkrunarfélagsins að reglugerðin endurspegli raunveruleikann.

Nokias var haldin í Færeyjum í ár. Þangað voru mættir um 350 norðurlandabúar, þar af sex íslendingar, að hlusta á fyrirlestar í þrjá daga. Ísland átti fulltrúa meðal fyrirlesara; Þórdís Borgþórsdóttir hélt fína tölu um ógleði eftir aðgerðir og Stefán Alfreðsson sagði frá menntamálum okkar á Íslandi. Nordannet Nordannet starfsemin á Íslandi hefur verið frekar í láginni í ár. Engir nemar fóru út á okkar vegum en tveir nemar komu að utan. Auk þess hefur litlu fé verið varið í starfið og enn minna eftir hrun. Nordannet er í raun samstarf milli nokkra háskóla á norðurlöndum. Fs hefur hinsvegar styrkt starfið til að efla menntunarmöguleika íslenskra svæfingahjúkrunarnema. IFNA Barbara Geirsdóttir fyrverandi formaður Fs fór á sinn síðasta stjórnarfund hjá IFNA. Barbara var búin að vera í stjórn IFNA frá 2006. Með henni var Stefán núverandi formaður og IFNA fulltrúi. Fundirnir stóðu yfir í

þrjá daga. WNCA 2010 den Haag í Hollandi Það fóru átta íslendingar á heimsráðstefnu IFNA í Hollandi í júní í sumar. Ásgeir Valur var með fyrirlestur um skiptinemasamband Norðurlanda (Nordannet) og einnig veggspjald. Þá var Sigurður E Sigurðsson, læknir á FSA, með fyrirlestur um blóðhlutanotkun í aðgerðum. Í tilefni 20 ára afmælis IFNA 2009 hefur verið gefin út bók um sögu sambandsins. Arild Sörensen (Noregi) og Tuula Sora (Finnlandi) sáu um að safna gögnum og setja saman bókina. Kom bókin út á heimsráðstefnunni (WCNA) í Haag 2010. Margar myndir í bókinni af Íslendingum Svæfillinn Svæfillinn kom út einu sinni á árinu, þar sem ekki barst meira efni frá lesendum. Hann hefur verið sendur öllum sem er á póstlista stjórnar Fs. 17. mars 2011. F.h. stjórnar Fs, Stefán Alfreðsson ,

ÁRS SKÝ RSL A S TJÓRN AR FS 2010

(Framhald af bls. 3)

síðar á árinu. Einnig var rætt um sameiginlega starfslýsingu fyrir svæfingahjúkrunarfræðinga á norðurlöndum. Danir hafa verið beðnir um að líta á málið. Danski fulltrúinn vakti athygli á rannsóknarkrækju á heimasíðu þeirra. Öllum rannsakendum á norðurlöndum er velkomið að nota sér þennan vef. Danir sögðu frá því að mikil kerkja er hlaupin í samskipti FASIO og DSR. Komið hefur til tals að FASIO kljúfi sig frá DSR. Það er fordæmi fyrir því. Danskir bráðahjúkrunarfræðingar hafa stofnað samtök fyrir utan DSR. Norðmenn bættu við að þetta hafi verið í umræðunni hjá þeim líka. Í Svíþjóð hefur ANIVA ævinlega verið sjálfstætt félag. Seinni Nosam fundurinn var í Færeyjum í tengslum við Nokias-ráðstefnuna en vegna óhagstæðra flugsamganga tókst okkur ekki að vera á þeim fundi. NOKIAS 2010

formaður.

bókum Fíh eru þeir 77. Breyting varð á stjórn Fs á árinu eins og sést á síðar. Haldið var málþing í tilefni 40 ára afmælis Fs. Heiðursfélögum Fs fjölgaði um tvo. Svæfillinn kom út einu sinni. Stjórnarstörf Stjórn 01.01.2010 til 19.03.2010: Stefán Alfreðsson, formaður Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, gjaldkeri Unnsteinn Alfonsson, ritari Þórhildur Þórisdóttir, meðstjórnandi 19.03.2010 til 31.12.2010: Stefán Alfreðsson, formaður Berglind Þorbergsdóttir, gjaldkeri Unnsteinn Alfonsson, ritari Þórdís Borgþórsdóttir, meðstjórnandi Fundir Haldnir voru 5 stjórnarfundir á árinu 2010. Að auki sótti formaður tvo fundi með fagsviði Fíh, aðalfund Fíh og Hjúkrunarþing 2010. Loks var haldið málþing Fs. Þá voru þrír fundir í útlöndum, tveir Nosam og einn IFNA og tvær ráðstefnur tengt þeim. Þar að auki hafa verið óformlegir fundir með bæði fræðslunefnd og formanni menntanefndar á árinu. Á stjórnarfundum bar ýmislegt á góma. Tölvert var rætt um endurnýjun heimasíðu Fs. Það tókst þó ekki að klára þá vinnu á árinu 2010 en væntanlega lýkur því árið 2011. Nokkur tími fór í það að útbúa tillögu að heiðursfélaga Fs í tilefni 40 ára afmælis Fs. Að lokum var samþykkt af stjórn að heiðra gamla félaga úr Fs á á 40 ára afmælinu. Það var líka rætt á stjónarfundum að stofna styrktarsjóð fyrir svæfingahjúkrunarfræðinga til að fara á ráðstefnur í útlöndum með fyrirlestur, erindi eða veggspjald en frekari útfærsla býður betri tíma. Þá gaf stjórn Fs álit sitt á erindi frá Landlækni um „time out“ á skurðstofum. Stjórnin ákvað að einfalda innheimtu félagsgjalda með því að setja það alfarið í netbank-

ana. Mun þá hér eftir koma „gíróseðlill“ í netbanka félagsmanna Fs eftir aðalfund ár hvert. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Á aðalfundi Fíh var Þórdís Borgþórsdóttir mstj. í framboði til aðalstjórnar Fíh. Því miður náði hún ekki kjöri en hún hafði verið í stjórn árið á undan. Aftur verður kosið um fulltrúa fagdeilda í stjórn Fíh árið 2012 og eru félagsmenn Fs hvattir til að mæta og kjós sinn mann. Á hjúkrunarþingi Fíh um haustið voru mættir nokkrir svæfingahjúkrunarfræðingar á annars fámennu þingi. Getum við verið nokkuð sátt við þátttöku okkar fólks. Það er mikilvægt að taka þátt í slíku félagsstarfi því þarna er stefna Fíh lögð og getur verið auðvelt að hafa áhrif. En það er best ef Fs væri búið að halda sitt stefnumótunarþing á undan til að leggja línuna fyrir okkur. Aðalfundur 2010 Aðalfundurinn var haldinn á veitingahúsinu Eldhrímnir Borgartúni 16 19. mars. Það bar helst til tíðinda að Ingibjörg Linda Sigurðardóttir og Þórhildur Þórisdóttir gengu úr stjórn en í stað þeirra komu Berglind Þorbergsdóttir og Þórdís Borgþórsdóttir. Edda Marý Óttarsdóttir bauð sig fram í Fræðslunefnd til viðbótar við Guðlínu Katrín Jónsdóttur og Hönnu Þórunni Axelsdóttur. Menntanefnd Nám í svæfingahjúkrun hófst um haustið. Als eru 12 nemar skráðir og er áætluð útskrift 2012. Þá er einn svæfingahjúkrunarfræðingur skráður í klíníska meistarnám Hjúkrunardeildar HÍ. Fræðslunefnd Fræðslunefndin stóð fyrir málþingi 27. nóvember. Tókst það með ágætum og var ekki annað að heyra en þáttakendur væru ánægðir með fyrirlestrana. Fræðslunefndina skipuðu Edda Marí Óttarsdóttir, Guðlín Katrín Jónsdóttir og Hanna Þórunn Axelsdóttir. Allir fyrirlesararnir voru svæfingahjúkrunarfræðingar: Ásgeir Valur Snorrason Edda Marí Óttarsdóttir

Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir Hanna Ingibjörg Birgisdóttir Jón Garðar Viðarson Kolbrún Albertsdóttir Lára Borg Ásmundsdóttir Stefán Alfreðsson Heiðursfélagar Fs Friðrikka Sigurðardóttir var gerð að heiðursfélaga í Fs á 30 ára afmælisfundi 2. desember 2000. Í tilefni 40 ára afmælis Fs var ákveðið á stjórnarfundi að heiðra þær Margréti Jóhannsdóttur og Sigurveigu Sigurðardóttir og gera þær að heiðursfélaga Fs á málþingi Fs 27. nóvember sl. Segja má að þær ásamt Friðrikku Sigurðardóttur sé þeir svæfingahjúkrunarfræðingar sem lögðu grunn að starfi okkar með því að fara til útlanda og mennta sig þar. Síðan hafa íslenskir svæfingahjúkrunarfræðingar getað menntað sig heima á Fróni. Eru nú þrír heiðursfélagar innan Fs. Erlent samstarf Fs á í tölverðum erlendum samskiptum. Fyrst er að nefna norrænt samstarf svæfingahjúkrunarfræinga á Norðurlöndum (NOSAM). Haldnir eru fundir einu sinni á ári í aðildarlöndunum til skiptis. Þá er Fs stofnaðili að IFNA (alþjóðasamtökum svæfingahjúkrunarfræðinga). Þá hefur Ásgeir Valur Snorrason komið á samstarfi í skólamálum við hin Norðurlöndin nema Finnland um skiptinema (Nordannet). NOSAM Haldnir voru tveir NOSAM fundir á árinu. Sá fyrri í Kaupmannahöfn í maí og á þeim fundi var m.a. eftirfarandi rætt: Gefinn hefur verið út bæklingur til kynningar á svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingum á norðurlöndunum. Einnig hefur verið gerður Nosam standborði til að hafa á ráðstefnum og gera okkur sýnilegri. Rætt var um að svæfinganám á norðurlöndum sé misjafnt og að mikilvægt væri að ræða menntamál á hverjum fundi. Tölverð umfjöllun var um NOKIAS-ráðstefnuna í Færeyjum (Framhald á bls. 2)

Svæfillinn  Tímarit Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga  Ritstjóri og ábm.: Stefán Alfreðsson  Sími: 821 8554  Netfang: stal@internet.is  Höfundar efnis: Stefán Alfreðsson.  Ljósmyndir: Stefán Alfreðsson.  Yfirlestur: Þórdís Borgþórsdóttir Stjórn Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga: Stefán Alfreðsson, formaður. (stal@internet.is), Berglind Þorbergsdóttir, gjaldkeri. (berglth@landspitali.is), Sigríður Rúna Þóroddsdóttir, ritari. (sigrruna@landspitali.is) og Anna Valdís Pálsdóttir, meðstj. (annavpal@landspitali.is), Þórdís Borgþórsdóttir, meðstj. (disaborg@landspitali.is).  Reikningur FS: 0111 26 31844.  Kt.: 6809891929.  Félagsgjald kr. 3.000.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.