Lífið er ferðalag - mín saga
Hulda Ólafsdóttir markþjálfi ACC & hönnuður og eigandi Hjartalags
Æskan
Mitt ferðalag hófst árið 1969 þegar ég fæddist. Ég fæddist ekki með gullskeið í munni. Mamma var ein og átti ekkert en hún var úrræðagóð og flutti hún með mig norður í land til að gerast kaupakonaí sveit til að sjá okkur farborða. Ég átti hamingjusama ævi í sveitinni minni en innra með mér bjó óöryggi yfir því að ég átti ekki sama pabba og systkini mín sem ég ólst upp með. Mér fannst því stundum að ég tilheyrði ekki al veg nokkurri fjölskyldu. Ég var elst og ruddi brautina og þurfti að hafa fyrir hlutum. Ég átti til að vera uppreisnargjörn og ákveðin, sumir sögðu frek, en þar var óöryggið að tala. Ég vildi vera séð og ég vildi vera heyrð. Í skólanum fékk ég jákvæða athygli fyrir að standa mig vel og skara fram úr í námi og íþróttum þar til að ein hverjum fannst líklega nóg um og varð ég fyrir einelti síðustu tvö árin sem hafði gríðarleg áhrif á mig. Ég missti sjálfstraustið og hæfileikann til að tjá mig upphátt, ásamt því hvarf öryggi mitt og traust í langan tíma og átti ég upp úr því erfitt með að treysta nýju fólki. Ég breyttist úr lífsglaðri, frakkri stelpu í feimna og óframfærna yfir nótt.