2. árgangur, 2. tbl.

Page 1

Október 2022

SKÓLABLAÐ SÍÐUSKÓLA Skólablað Síðuskóla

2. tölublað 2. árgangur

2. árgangur Skólablaðs Síðuskóla – 2. tölublað 13 barna hópur í miðstigsvali bjó til skólablaðið í þetta skipti. Það er gaman að sjá hversu mismunandi blaðamennirnir eru og hvernig hóparnir þróast. Sjálfstæðir, vinnusamir og flottir nemendur sáu um efnisöflun. Töluðu við skólafólk, tóku myndir, skrifuðu texta og spreyttu sig á tölvuvinnu. Afraksturinn er kominn hér, 2. tölublað vetrarins, mikil vinna að baki sem vonandi skilur eitthvað eftir. Það er samt alltaf þannig þegar tímarammi er þröngur þá næst ekki að klára allt þ.a. sumt af efninu komst ekki alla leið. 1


Október 2022

Ásdís og Berglind blaðamenn gengu um Spurningarnar voru skólann og lögðu tvær spurningar fyrir 1. Hver er uppáhaldsíþróttin þín ? nokkra nemendur. 2. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn ?

Grétar Rafn Leví Gíslason 3. bekk fótbolti og pizza

Eldar Logason 3. bekk fótbolti og grjónagrautur

Gabríel Þór Poulsen 6.bekk íshokkí og Dominos pizza

Krista Lind Finnsdóttir 7. bekk fótbolti og pizza eða crepes

Hekla Björg Eyþórsdóttir 7. bekk crossfit og sushi og taco

Lily Ösp Hennebry 5. Bekk fótbolti og hamborgari

Alexandra Ýr Árnadóttir 1. bekk Evlalía Kolbrún Árnadóttir 1. bekk

handbolti og grjónagrautur Kara Líf Jóhannesdóttir 5. bekk fótbolti og hamborgari

grjónagrautur og fótbolti

Daisy Björk Hennebry 1. bekk hamborgari og leika úti

Jóna Rún Árnadóttir 1. bekk handbolti og kjötsúpa

2


Október 2022

Einhverra hluta vegna kom þessi vísa upp í hugann þegar við tókum mynd af þessari skemmtilegu útfærslu af fánanum okkar sem hangir á vegg á milligangi í skólanum. Að ferðalokum Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Ljúfu lífi landið vítt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim.

Einn hópurinn í miðstigsvali er í tilraunum hjá Gunnari Símonarsyni. Þar er oft ýmislegt í gangi og mikið fjör. Á þessari mynd má sjá tilraun í gangi sem heitir ELDGOS…ætli hafi orðið stórt gos????

Ásdís og Berglind

3


Október 2022

ský, tré, blár himinn, ljósastaur, sól, toppur á blokk

…þær eru mikið saman þessar… … og herramennirnir eru alltaf saman

4


Október 2022

Bjart Sólin skín framhjá mínu hjarta grænn gróður vaknar úr skugga ég sit fastur í mínum skugga hann eltir mig hvert sem er skuggi geymir mínar syndir minnir mig á sig aftur heldur sárum mínum opnum þú sigrar með því að lifa deathwonder 1975

Allir nemendur í Síðuskóla þekkja þennan stað. Mörgum finnst lyktin ógeð… Sum þola ekki staðinn. Öðrum finnst hann frábær. En öll vitum við hvað þetta er góður staður…

5


Október 2022

Blaðamennirnir Katla og Helga skelltu spurningum á nokkra sem þær hittu í skólanum. Viktoría „Ég myndi biðja guð að senda mér einhvern annan til jarðar.“

„Ef þú myndir vera ein/n í heiminum hvað væri það fyrsta sem þú myndir gera?“

Kata „Sofa alla daga.“

Rúna „Fara í ísbúð.“

Bogey „Veit ekki.“

Mollý „Drasla allt húsið heima.“

6


Október 2022

„Ef þú fengir einn ofurkraft hvað myndir þú velja?“

Ásdís „Vera ósýnileg.“

Gulli „Kraft til að lækna fólk og hjálpa.“ Óliver „Að geta teleportað mig“

Anna María Sigurgísladóttir „Geta flogið.“

Halla Valey „Geta flogið.“

7


Október 2022

Blaðamenn leika sér með myndavélina…

8


Október 2022

Blaðamennirnir Hrafndís, Katrín og Henný leituðu uppi íþróttakennarana í Síðuskóla og báðu þau um viðtal.

Hvað heitir þú fullu nafni? Steinar Logi Rúnarsson Hversu lengi hefur þú verið að kenna? 3 ár í Síðuskóla og 4 ár í Hafnarfirði. Hvers myndir þú óska þér ef þú ættir eina ósk? Að eiga fullt af peningum. Hvaða íþrótt varst þú í þegar þú varst lítill? Fótbolta, sundi og körfubolta. Í hvaða stjörnumerki ert þú? Fiskur Hvenær átt þú afmæli? 11. mars

Hvað heitir þú fullu nafni? Veronika Guseva Hversu lengi hefur þú verið að kenna? 13 ár. Hvers myndir þú óska þér ef þú ættir eina ósk? Að allir myndu lifa lengi. Hvaða íþrótt varst þú í þegar þú varst lítil? Skíðaskotfimi. Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi Hvenær átt þú afmæli? 19. febrúar

9


Október 2022

Blaðamennirnir Einar og Viktoría fóru af stað til að taka viðtal. Mest langaði þau að taka viðtal við skólastjórann en hún var á fundi og þá voru þau svo heppin að rekast á hressa kennslukonu í unglingadeild, sem samþykkti strax að svara nokkrum spurningum.

Viðtal við kennarann Sigríði Jóhannsdóttur sem alltaf er kölluð Sigga Jó.

Hvað gerir þú í vinnunni?

Ég kenni 8., 9. og 10. bekk á unglingastigi stærðfræði og íslensku.

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að verða kennari?

Það var nú bara alveg dauðaóvart ég ætlaði nefnilega að verða hjúkka. Ég fór bara einhvern veginn alveg óvart að kenna og finnst það voða gaman.

Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?

Rjúpa

Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 10 milljónir í lottóinu?

Ég myndi gefa e-ð af því, einhverjum sem þarf því að halda. Fara síðan til útlanda og njóta lífsins.

Hvernig myndir þú haga þér ef þú værir sett í hæsnabúninginn okkar?

Ég myndi örugglega gera GAAAA GAGGAGAGG, GA GA GAGG…

10


Október 2022

Blaðamennirnir Eva og Gabríel gengu um skólasvæðið og leituðu að einhverju áhugaverðu til að taka myndir af. Þau stöldruðu við á útisvæðinu og ákváðu að taka nokkrar myndir þar. Það er ekki víst að útisvæðið líti svona út mikið lengur og þá verður gaman að eiga myndir til að skoða breytingarnar.

Kannski lítur þetta útisvæði allt öðruvísi út um þetta leyti á næsta skólaári. Hvað ætli verði þarna? Nýr, miklu stærri og flottari kastali? Körfuboltavöllur eða kannski vellir? Stærri og fleiri klifurgrindur? Rólur? Eða???? 11


Október 2022

Píta, pasta, pitsa – Valáfangi á miðstigi.

Brandarahornið Einar litli var inni í stofu að horfa á sjónvarpið þegar mamma hans spurði „Viltu heita brauðsneið?“ „Æ nei,” svaraði hann. „Ég vil bara heita Einar áfram.“

Einu sinni var gömul kona að labba með hundinn sinn sem var svartur. Þá kom hvítur hundur og gelti á hinn hundinn sem gelti ekki. Þá kallaði gamla konan „RASISTI!!”

Nýi kennarinn var að reyna að kenna börnunum jákvæða sjálfsmynd. Hann byrjaði á því að segja: „Allir sem halda að þeir séu heimskir, standið upp.” Eftir nokkrar sekúndur stóð Nonni litli upp. „Finnst þér þú vera heimskur, Nonni?” spurði kennarinn blíðlega. „Nei, alls ekki mér fannst bara óþægilegt að sjá þig standa hérna aleinan.”

12


Október 2022

Þegar þetta eintak af Síðuskólablaðinu var í vinnslu var veðrið alltaf mjög gott. Blaðamennirnir fóru óhræddir út að mynda.

Margar af myndunum hjá þeim sýna okkur að oft þarf fyrirmyndin ekki að vera stór eða mikil til að úr verði skemmtileg mynd.

Myndunum höfum við dreift um blaðið.

Myndir af fótboltavellinum

13


Október 2022

Hjólin okkar Á haustin koma mjög margir nemendur hjólandi í skólann. Hjólagrindur eru af skornum skammti, eitthvað sem við vonum að lagist þegar farið verður í breytingar á skólalóðinni. Hér eru myndir af hjólunum við innganginn á B gang. Þegar myndin var tekin voru mun færri hjól en vanalega því nemendur á miðstigi voru í vali sem fór fram utanskóla og höfðu hjólað þangað. Það er greinilegt að plássið fyrir hjólin sem eftir eru er ekki mikið… Væri kannski hægt að nýta hjólagrindurnar betur?

14


Október 2022

Viktoría og Einar sáu loksins skólastjórann á ganginum og spurðu hana þá hvort að þau gætu fengið að taka viðtal við hana og hún sagði strax já já… Þau voru öll stödd fyrir framan skrifstofuna hennar og fyrst ætlaði hún að setjast í stólinn sem er þar fyrir framan en bauð þeim síðan inn á skrifstofuna sína. Viðtal við Ólöfu Ingu Andrésdóttur, skólastjóra í Síðuskóla. …..á ég ekki bara að setjast hér?? Nei ég er bara að grínast í ykkur, komið hér inn …..

Hvað gerir þú í vinnunni?

Hvernig kom það til að þú varðst skólastjóri hér?

Ég geri allskonar í vinnunni ég þarf að svara tölvupósti ég þarf... hérna... vitið þið hvaða rekstur er í skólanum? Nei... ok, ég þarf að sjá um það allt saman, um alla peninga og borga allt sem við gerum í skólanum. Fylgjast með hvort við erum að kaupa rétt í mötuneytinu, hvort við eigum kannski að kaupa meiri bækur, hvort laun allra eru greidd og svo eru allskonar önnur verkefni í skólanum sem ég þarf að sinna. T.d. eins og umhverfisnefndin og SMT. Síðan þarf að skipuleggja skólastarfið, ég er með allskonar verkefni tengd því og ég þarf að láta öllum líða vel svo það sé gott að vera í Síðuskóla. Það kom nú til þannig að ég byrjaði í Síðuskóla 1997. Ég get varla hugsað svona langt aftur… nei þetta er svo agalega langt (hlær). Þá var ég kennari hérna og svo var ég deildarstjóri, síðan aðstoðarskólastjóri. Þegar skólastjórastarfið var auglýst þá var ég búin að vera svo lengi og kunni á allt fannst mér svo mig langaði að prófa að vera skólastjóri, sótti um og þess vegna er ég hérna núna.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Risarækjur í hvítlauksolíu með góðu brauði.

Hvað myndir þú gera ef þú fengir 10 milljónir í lottó?

Hvað myndi ég gera???? Ég myndi fara í ferðalög, þvælast mikið um og skoða heiminn.

Hvernig myndir þú haga þér ef þú myndir vera sett í hænsnabúninginn okkar?

Ég myndi bara láta eins og hæna!

Er þetta búið?? Já, takk fyrir okkur 😊 15


Október 2022

Ljóð fengin að láni úr ljóðabókinni EKKI Á VÍSAN AÐ RÓA eftir Egil Eðvarðsson Vindgangur Vindgangur í veðrinu vandi að ráða ferð. Hentist upp í himininn með hött og brugðið sverð. Var bara úti að leika þegar vindhviðu bar að. Hefði betur haldið mig á hættuminni stað. Svíf í lausu lofti lendi ekki í bráð. Flókið mjög að finna mig því flugið… hvergi skráð. Fýk yfir til Frakklands, Framhjá París, Róm. Kominn er til Ástralíu á afbragðs gúmmískóm. Hendist yfir höf og lönd, til Honolúlú – verð að eignast betri axlabönd þá aðra fer ég ferð. Egill Eðvarðson

Kólibrífuglinn Sigga fór í sumarfrí, sá hvar lítill kólibrí sat í lofti kyrr af því að vængjum hraðast veifar allra fugla. Vissuð þið það, Arndís Rún og Ugla? Egill Eðvarðson

16


Október 2022

Viðtal við Gunnar Símonarson, umsjónarkennara í 5. bekk. Hvað hefur þú unnið lengi í Síðuskóla?

Þetta er þriðja árið mitt

Hvað er uppáhaldsdýrið þitt?

Brauðhnefur

Ef þú værir dýr hvaða dýr værirðu?

Letidýr

Finnst þér krakkarnir í síðuskóla vera þægir?

Af hverju ákvaðst þú að vera kennari?

Mér finnst kennarastarfið vera mjög mikilvægt starf því krakkarnir skipta máli því þau eru framtíðin.

17


Október 2022

Ásdís og Berglind 7. bekk Katla 5. bekk Katrín 5. bekk

Viktoría 5. bekk

Einar 5. bekk

Gabríel 6. bekk

Hrafndís 5. bekk

Helga Berglind 5. bekk

Karen Freyja 5. bekk

Henný Þóra 5. bekk Sofie Ýsabella 5. bekk Eva 7. bekk

Skólablað Síðuskóla – Október 2022 – 2. árgangur – 2. tölublað 18


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.