Page 1

SIMPLY CLEVER

SKODA Fabia


Bíll með mörg andlit - SKODA Fabia er fáanlegur í níu útfærslum.


SKODA Fabia og Fabia Combi hönnunin sameinar fágun og nytsemi. Grillið með SKODA merkinu er mjög áberandi og gefur bílnum kraftmikið og traustvekjandi útlit. Aðalljósin eru þrískipt og ná alla leið yfir á hliðarnar/ frambrettin. Þokuljósin að framan eru smekklega hönnuð og fáanleg með dagljósabúnaði.

Fabia útgáfan er með þakbogum langsum sem hægt er að fá í svörtum lit eða svartri/silfurlitaðri litasamsetningu. Þægindi farþega í aftursætum aukast til muna með SunSetvörninni sem dregur úr sólarbirtu með skyggðum rúðum.

Samþætt afturljósin sem eru í laginu eins og stafurinn C eru eitt af einkennismerkjum SKODA.


Smábíll með stíl - hlaðbakurinn SKODA Fabia.


Einn helsti kostur Fabia er notagildið. Hann er rúmgóður bæði fyrir farangur og farþega. Auk þess bjóðum við upp á mikið úrval af hagnýtum aukabúnaði sem gerir þér kleift að nýta farangursrýmið enn betur og bíllinn verður snyrtilegri fyrir vikið.

Farangurshlífin er með tveimur stillingum þannig að með því að setja hlífina í neðri stillinguna getur þú ferðast með hluti sem annars myndu hindra útsýni við akstur.

Með hjólafestingum sem staðsettar eru inni í bílnum geturðu flutt tvö reiðhjól í Fabia Combi. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af farangrinum á meðan þú keyrir ef þú notar sérhannaðan netabúnað fyrir Fabia Combi sem inniheldur þrjár netagerðir.

Innkaupapoka er hægt að festa með niðurfellanlegum krækjum sem eru beggja megin farangursrýmisins.

Farangursrýmið er hægt að nota á ýmsa vegu og þar má t.d. finna festingar fyrir smáhluti.


SKODA Fabia Combi er þægilegur fjölskyldubíll sem uppfyllir ströngustu kröfur um pláss og geymslukosti. Vegna fjölhæfninnar hlýtur bíllinn að teljast álitlegur kostur fyrir fjölskyldur með lítil börn og ekki síður fyrir hundaeigendur. Farangursrýmið er með 505 lítra geymslurými sem hægt er að auka í 1.485 lítra með því að halla aftursætunum.

Við bjóðum upp á þakboga með sérstakri svartri/silfurlitaðri hönnun eða í fallegum svörtum lit. Með farangurshillunni í Fabia Combi er hægt að færa botn farangursrýmisins upp að hleðslubrúninni og þar með verður öll tilfærsla á farangri auðveldari. Þar fyrir utan verður til hentugt geymslupláss fyrir hluti sem þú vilt geyma í bílnum til lengri tíma.


Mælaborðið er í þægilegri og ákjósanlegri fjarlægð frá ökumanninum. Innifalin í okkar tilboði eru stýri og þægindabúnaður eins og t.d. leiðsögukerfi, útvörp og MDI-búnaður (Snjallsímatenging). Með fjölvirku fjögurra arma leðurstýri geturðu stjórnað útvarpi og síma, en einnig er hægt að fá sportlegt þriggja arma stýri.

MDI (Snjallsímatenging) búnaðurinn gerir þér kleift að (með annaðhvort iPod eða USB tengjum sem eru fáanleg hjá SKODA aukahlutum) stjórna tengdum utanaðkomandi tækjum í gegnum útvarpið eða leiðsögukerfi.

Hraðastillirinn viðheldur ákveðnum hraða og gerir þér jafnframt kleift að auka og minnka hraðann án þess að stíga á bensíngjöfina. Þessari virkni er stjórnað með hnappi sem er við hliðina á hraðastillingunni.

Ráðlagðar gírskiptingar birtast í efra horninu hægra megin á Maxi DOTskjánum eða á innbyggðum tölvuskjá.

Rafstýrða Climatronic loftkælingin er fljót að eyða hrími og móðu af rúðunum.

Swing-útvarpið er með tvöföldu loftneti og spilar CD, CD-MP3 og CD-WMA.

Amundsen+ leiðsögukerfið inniheldur leiðsögu­ gögn og innra minni og er stýrt í gegnum 5" lita snertiskjá.


Þægindi geta verið mjög persónubundin og öll höfum við ólíkar þarfir og kröfur í þeim efnum. Fyrir þá sem tengja þægindi við mikið geymslupláss erum við með einfalda lausn.

Hægt er að velja um tvær útfærslur af hirslunum í mælaborðinu þar sem önnur er opin og hin lokuð. Neðra hólfið er bæði með ljósi og kælingu frá Climatronic loftkælingunni.

Stillanlega armhvílan á milli framsætanna er með rúmmiklu en fyrirferðarlitlu 1,2 lítra geymsluhólfi. Þægindi ökumanns og farþega eru aukin enn fremur með upphituðum framsætum.

Fremri hurðaklæðningarnar eru báðar með haldara fyrir 1,5 lítra flösku og gúmmíteygju sem getur haldið við kort eða tímarit.

Undir framsætunum leynast fyrirferðarlitlar skúffur sem hægt er að loka en þar er hægt að geyma alls kyns smáhluti. Glasahaldarinn á miðjustokknum kemur sér vel fyrir þá sem sitja í aftursætunum en þó er hann líka innan seilingar fyrir framsætin. Einnig má finna geymslupláss í vösum á sætisbökum framsæta og í geymsluhólfum í hurðaklæðningunum við aftursætin.


Allar helstu tækninýjungarnar sem fylgja þessari útgáfu eru í vélunum en þær bjóða upp á enn meiri afköst og akstursánægju. Tækniþróunin hefur leitt til minni útblásturs CO2 og er til marks um ábyrga umhverfisvitund. 1.2 TSI bensínvélarnar eru mjög fjölhæfar, lágværar og eyðslugrannar. Dísilvélarnar, með samrásar innsprautunarkerfi, eru mjög hljóðlátar og sparneytnar. Allar vélarnar sem við bjóðum upp á uppfylla EU5 mengunarstaðalinn.

Sjö gíra DSG sjálfskiptingin (Direct Shift Gearbox) sem er sérstaklega hönnuð fyrir 1.2 TSI/77kW vélina (Fabia, Fabia Combi) og 1.4 TSI/132kW vélina (Fabia RS) veitir þér í senn þægilegan, kraftmikinn og sparneytinn akstur.

Hægt er að panta sérstaklega aukahluti eins og TPM (Tyre Pressure Monitoring) og brekku­hjálp sem vinnur með ESP-stöðug­­leikabúnaðnum (Electronic Stability Programme), sem er alltaf með ASR (spólvörn; hnappur til að aftengja er sýndur á mynd).

Styrkleikar túrbóbensínvélarinnar 1.2 TSI/77kW eru frábærir vinnslueiginleikar, sparneytni og lítill koltvísýringslosun.

Afkastamesta dísilvélin fyrir Fabia er fjögurra strokka 1.6 TDI CR DPF/77kW vélin.


Akstursöryggi þitt er háð ýmsum þáttum. Sem bílaframleiðendur getum við haft jákvæð áhrif á suma þeirra. Auk grunnþátta er varða öryggi eins og eins og sterk yfirbygging og frábærir aksturseiginleikar, bjóðum við upp á mikið úrval af öryggisbúnaði fyrir alla sem sitja í bílnum. Þar sem öryggistilfinning getur verið nokkuð einstaklingsbundin og veltur á ýmsu, t.d. hvort börn eru með í bílnum, er hægt að velja aukalega öryggisbúnað sem fellur sérstaklega að þínum kröfum. Í öllum útgáfum Fabia er boðið upp á allt að 6 öryggisloftpúða; loftpúða ökumanns og farþegamegin, hliðarloftpúða að framan og höfuðloftpúða.

Einnig er hægt að fá bílinn með stefnuvirkum halógen aðalljósum sem stuðla að auknu öryggi þegar beygt er fyrir horn.

Einnig er hægt að fá þokuljós með dagljósabúnaði og beygjulýsingu sem aukabúnað. Þessi eiginleiki kveikir sjálfvirkt á annað hvort hægra eða vinstra þokuljósi, eftir því hvert stýrið snýr og hvort kveikt sé á stefnuljósum, þegar keyrt er undir 40 km/klst.

Hægt er að fá bílinn með þjófavarnarkerfi sem hefur eftirlit með innanrýminu, bílflautu með vararafhlöðu og hallanema. Aftengibúnaður fyrir innanrýmisgæslu (sjá mynd), sem fáanlegur er sem aukabúnaður, hentar hundaeigendum sérstaklega vel.


Sólskyggnin verja þig fyrir óþægilegum sólargeislum.

Þrír hæðarstillanlegir höfuðpúðar stuðla að auknu öryggi farþega í aftursætum.

Staðalöryggisbúnaður í Fabia bílunum er Isofix festingarbúnaður fyrir tvo barnabílstóla og sérstakar öryggisbeltafestingar sem eru nauðsynlegur hluti Top Tether barnabílstólsins. Hjá SKODA aukahlutum má finna barnabílstóla í miklu úrvali og fyrir börn á öllum aldri.

Ef þú þarft að koma barnabílstól fyrir í farþegasætinu frammí, þá er hægt að fá bílinn með aftengingarbúnaði fyrir öryggisloftpúðann farþegamegin. Aftenging fer fram með bíllyklinum.

Þegar bílnum er ekið um þröngt rými nýtast fjarlægðarskynjararnir afar vel en þeir vara við ef fjarlægðin á milli afturstuðara og hugsanlegrar hindrunar er of lítil


Fabia Elegance er fallegasta búnaðarútfærslan fyrir þessa útgáfu. Hún er með svartri Chess innréttingu með ónyx/ónyx mælaborði, eða, sé þess óskað (og án aukagjalds), ljósbrúnni innréttingu með ónyx/fílabeinslituðu mælaborði. Innanrýmið skartar auk þess fallegum krómuðum íhlutum. Staðalbúnaðurinn í Elegance-útfærslunni inniheldur enn fremur innbyggða aksturstölvu, Climatic-loftkælingu, hæðarstillanleg framsæti, rafstýrða og upphitaða hliðarspegla, lesljós fyrir aftursæti og gólfmottur.


Fabia Ambition er vel heppnuð útfærsla sem sameinar þægindi og nytsemi. Hægt er að fá hana með smekklegri grárri eða svartri Domino-innréttingu með ónyx/silfurgráu eða ónyx/ónyx mælaborði. Staðalbúnaður Ambition útfærslunnar inniheldur enn fremur innbyggða aksturstölvu, stillanlegt útvarp, rafhitaða framrúðu, samlæsingar, lokanlegt hanskahólf með lýsingu og aðskilin aftursæti.


Fabia Classic er grunnútfærsla bílsins og er hún með fallegri blárri eða grárri Stone innréttingu með ónyx/silfurgráu eða ónyx/ónyx mælaborði.


Pulse-innrétting í gráu/svörtu með sportlegum sætum og ónyx/ónyx eða ónyx/silfurgráu mælaborði (efri mynd til vinstri). Floss-innrétting í svörtu með tauáklæði/leðri/gervileðri með ónyx/ silfurgráu eða ónyx/ónyx mælaborði (efri mynd til hægri). Drops Blue-innrétting með ónyx/ónyx eða ónyx/silfurgráu mælaborði (neðri mynd til vinstri).

Innréttingarnar sem sjá má hér að ofan eru fáanlegar sem aukabúnaður ásamt fleiri góðum vörum, t.d. litla leðursettinu (fyrir stýri, handbremsuhandfang og gírstangar­ hnúð), Climatronic-loftkælingu með rafstýringu, Swing og Blues útvörpum, Amundsen+ leiðsögukerfi, þakboga, 14"–17" álfelgum og fleira. Allar helstu upplýsingar um úrval aukabúnaðar fyrir Fabia-útfærslurnar færðu hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila SKODA.


Candy White uni

Corrida Red uni

Pacific Blue uni

Sprint Yellow special

Brilliant Silver metallic

Rosso Brunello metallic

Cappuccino Beige metallic

Platin Grey metallic

Lava Blue metallic

Storm Blue metallic*

Arctic Green metallic

Rallye Green metallic

Satin Grey metallic

Anthracite Grey metallic

Black Magic pearl effect Litasamsetningar

Litir að utan

hvítt þak

silfurlitað þak og hliðarspeglar

Candy White uni

Safari Beige metallic**

Race Blue metallic

(aðeins fyrir Fabia Scout)

(aðeins fyrir Fabia RS)

* Fáanlegir á fyrri hluta 2012. ** Gildir fyrir fyrri hluta 2012.

Corrida Red uni

Pacific Blue uni

Sprint Yellow special

Brilliant Silver metallic Rosso Brunello metallic

Cappuccino Beige metallic

Dæmi um litasamsetningar

Corrida Red uni með hvítu þaki

Rallye Green metallic með hvítu þaki

Lava Blue metallic með silfurlituðu þaki og hliðarspeglum

Black Magic pearl effect með silfurlituðu þaki og hliðarspeglum

 

Platin Grey metallic

Lava Blue metallic

Storm Blue metallic

Arctic Green metallic

Rallye Green metallic

Satin Grey metallic

Anthracite Grey metallic

Black Magic pearl effect

Hér geturðu séð allar litagerðirnar sem eru í boði fyrir Fabia-bílana. Til að fá frekari upplýsingar um nýjustu tilboðin (fyrir Fabia, Fabia Combi, Fabia Scout, Fabia Monte Carlo og Fabia RS) skaltu hafa samband við næsta löggilta þjónustuaðila SKODA.


Göturnar eru gráar. Skreyttu ferðalögin þín með líflegum þaklitum á SKODA Fabia.


7.0J x 17" Trinity álfelgur fyrir 205/40 R17 dekk.

6.5J x 16" Comet álfelgur fyrir 205/45 R16 dekk.

6.5J x 16" Elba álfelgur fyrir 205/45 R16 dekk.

6.5J x 16" Atria álfelgur fyrir 205/45 R16 dekk.

6.0J x 15" Antares álfelgur fyrir 195/55 R15 dekk.

6.0J x 15" Line álfelgur fyrir 195/55 R15 dekk.

6.0J x 14" Atik álfelgur fyrir 185/60 R14 dekk.

6.0J x 15" stálfelgur fyrir 195/55 R15 dekk með Satellite hjólkoppum.

6.0J x 14" stálfelgur fyrir 185/60 R14 dekk með Tethys hjólkoppum.

5.0J x 14" stálfelgur fyrir 165/70 R14 dekk með Comoros hjólkoppum.


1,498

1,498

1,433 1,642

1,426 1,886

989

994

315 l 703

505 l 959

2,465 4,247

Ytri mál

1,364

922

1,383

1,380

860

1,224

958

675

1,384

1,380

14.1°

14°

12.1°

16.2°

2,465 4,000

860

958

989

1,426 1,886

994

1,433 1,642

Innri mál

Lengd (mm)

4,000/4,247*

Hliðarrými að framan/aftan (mm)

1,380/1,384; 1,383*

Breidd (mm)

1,642

Höfuðrými að framan/aftan (mm)

989/994

Hæð (mm)

1,498

Farangursgeymsla (hám. l)

2,465

– án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld

Hjólhaf (mm) Sporvídd að framan/aftan (mm) Hæð frá jörðu (mm)

* Gildir fyrir Fabia Combi. Ef aðeins eitt gildi er skráð gildir það fyrir báðar útgáfurnar.

1,433/1,426 134/135*

– með varadekki lækka gildin um 15 l/25 l*

315; 505*/1,180; 1,485*


Tæknilýsingar Vél

Strokkar/rúmtak vélar (cc)

1.2 MPI/44 kW

1.2 MPI/51 kW

1.2 MPI/51 kW Green tec

1.4 MPI/63 kW

1.2 TSI/63 kW

1.2 TSI/63 kW Green tec

Bensínvél

Bensínvél

Bensínvél

Bensínvél

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

3/1,198

3/1,198

3/1,198

4/1,390

4/1,197

4/1,197

Hámarks afköst/sn. (kW/mín.-1)

44/5,200

51/5,400

51/5,400

63/5,000

63/4,800

63/4,800

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1)

108/3,000

112/3,000

112/3,000

132/3,800

160/1,500–3,500

160/1,500–3,500

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Reglugerð um loftmengunarvarnir Eldsneyti

Afköst Hámarkshraði (km/klst.)

155/156**

163/164**

163/164**

175/176**

177/178**

177/178**

Hröðun 0-100 km/klst.

16.5/16.7**

14.9/15.0**

14.9/15.0**

12.2/12.3**

11.7/11.8**

11.7/11.8**

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km) – innanbæjarakstur

7.3

7.3

6.8

8.0

6.6/6.6***

6.3

– utanbæjarakstur

4.5

4.5

4.3

4.7

4.4/4.3***

4.4

– blandaður akstur

5.5

5.5

5.2

5.9

5.2/5.1***

5.1

CO2 útblástur (g/km)

128

128

119

139

121/119***

117

Þvermál beygjuhrings (m)

10.0

10.0

10.0

10.0

10.0

10.0

Aflflutningur Gerð Kúpling

Gírskipting

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

1,095/1,115**

1,095/1,115**

1,095/1,115**

1,104/1,124**

1,116/1,136**

1,116/1,136**

530

530

530

530

530

530

1,550/1,570**

1,550/1,570**

1,550/1,570**

1,559/1,579**

1,571/1,591**

1,571/1,591**

540/550**

540/550**

540/550**

550/560**

550/560**

550/560**

800

800

800

1,000

1,100

1,100

Þyngd Venjuleg þyngd – venjulegrar útgáfu með 75kg ökumanni (kg) Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) Heildarþyngd (kg) Kerruþungi án bremsa (hám. kg) Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg) Yfirbygging

5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma 0,32–0,33 samkvæmt vélarútfærslu; GreenLine: 0.30

Loftviðnámsstuðull Cw Undirvagn Framöxull

McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng

Afturöxull

Sveifaröxull með samsettum örmum

Bremsukerfi

Tvöfalt skáskipt vökvabremsukerfi með lofttæmingu

– frambremsur

Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper

– afturbremsur

Skálabremsur; annars konar diskabremsur í samræmi við vélartegund

Stýring

Bein tannstangarstýring með rafvélrænu vökvaaflstýrikerfi

Felgur

5.0J x 14"; 6.0J x 14"; 6.0J x 15"; GreenLine og Green tec: 6,0J x 15"

Dekk

165/70 R14; 185/60 R14; 195/55 R15; GreenLine og Green tec: 185/60 R15

Rúmmál tanks (l)

* Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst. ** Gildir fyrir Fabia Combi. Ef aðeins eitt gildi er skráð gildir það fyrir báðar útgáfurnar. *** Gildir fyrir bíla með 6.0J x 15" álfelgur og 185/60 R15 dekk með lítilli rennimótstöðu.

45

( ) Á við um útfærslur með sjálfskiptingu.


1.2 TSI/77 kW

1.2 TSI/77 kW Green tec

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

1.2 TDI CR DPF/55 kW

1.2 TDI CR DPF/55 kW GreenLine

1.6 TDI CR DPF/55 kW

1.6 TDI CR DPF/66 kW

1.6 TDI CR DPF/66 kW Green tec

1.6 TDI CR DPF/77 kW

Díselvél með túrbínu og beinni Díselvél með túrbínu og beinni Díselvél með túrbínu og beinni Díselvél með túrbínu og beinni Díselvél með túrbínu og beinni Díselvél með túrbínu og beinni samrásarinnsprautun samrásarinnsprautun samrásarinnsprautun samrásarinnsprautun samrásarinnsprautun samrásarinnsprautun

4/1,197

4/1,197

3/1,199

3/1,199

4/1,598

4/1,598

4/1,598

4/1,598

77/5,000

77/5,000

55/4,200

55/4,200

55/4,000

66/4,200

66/4,200

77/4,400

175/1,550–4,100

175/1,550–4,100

180/2,000

180/2,000

195/1,500–2,000

230/1,500–2,500

230/1,500–2,500

250/1,500–2,500

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Dísilolía

Dísilolía

Dísilolía

Dísilolía

Dísilolía

Dísilolía

191 (189)/193** (190)**

191/193**

166/167**

172

166/167**

176/177**

176/177**

188/190**

10.1 (10.2)/10.2** (10.3)**

10.1/10.2**

14.2/14.3**

14.2/14.3**

14.1/14.2**

12.6/12.7**

12.6/12.7**

10.9/11.0**

6.8 (7.0)

6.3

4.8

4.1

5.1

5.1

4.5

5.1

4.5 (4.4)

4.4

3.3

3.0

3.6

3.6

3.4

3.6

5.3 (5.3)

5.1

3.8

3.4

4.2

4.2

3.8

4.2

124 (124)

117

99

89

109

109

99

109

10.0

10.0

10.0

10.0

10.0

10.0

10.0

10.0

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling, raf- vökvaknúin)

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

5 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

1,130 (1,164)/1,150** (1,184)**

1,130/1,150**

1,189/1,209**

1,203/1,219**

1,204/1,224**

1,204/1,224**

1,204/1,224**

1,219/1,239**

530

530

530

530

530

530

530

530

1,585 (1,619)/1,605** (1,639)**

1,585/1,605**

1,644/1,664**

1,658/1,674**

1,659/1,679**

1,659/1,679**

1,659/1,679**

1,674/1,694**

560 (580)/570** (590)**

560/570**

590/600**

590/600**

600/610**

600/610**

600/610**

600/610**

1,200

1,200

1,000

1,000

1,000

1,200

1,200

1,200

5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma 0,32–0,33 samkvæmt vélarútfærslu/0,31**; GreenLine: 0.30

McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri spyrnum og jafnvægisstöng Sveifaröxull með samsettum örmum Tvöfalt skáskipt vökvabremsukerfi með lofttæmingu Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper Skálabremsur; annars konar diskabremsur í samræmi við vélartegund Bein tannstangarstýring með vökva rafvélrænu vökvaaflstýrikerfi 5.0J x 14"; 6.0J x 14"; 6.0J x 15"; GreenLine og Green tec: 6,0J x 15" 165/70 R14; 185/60 R14; 195/55 R15; GreenLine og Green tec: 185/60 R15 45


Þakhirslurnar koma sérstaklega vel að notum þegar flytja þarf hvers kyns útilífsbúnað. Einnig er hægt að fá SKODA geymslukassa með 380-lítra geymsluplássi en þess má geta að hann stóðst City Crash-prófið með glæsibrag.

SKODA aukahlutir gefa bílnum flott útlit og auka jafnframt notagildi hans. Hjá okkur geturðu fengið, sem viðbót við aukabúnaðinn, ýmsar vörur eins og vindskeið, álfelgur, útvörp, leiðsögukerfi, þakboga og margt fleira. Við bjóðum einnig upp á útlitspakka sem inniheldur fram-, aftur- og þakvindskeið, púströrsenda úr ryðfríu stáli, álfelgur og skrautfilmu með köflóttu mynstri. Þú getur líka valið úr miklu úrvali af barnabílstólum fyrir börn á öllum aldri. Þú færð sérstakan aukahlutabækling hjá viðurkenndum söluaðila SKODA með ítarlegum upplýsingum um aukahluti.

Hitarafknúið kælibox er með 15 lítra geymsluplássi og gerir þér kleift að halda mat og drykkjum ferskum hvernig sem viðrar.

Sílsahlífarnar eru bæði fallega hannaðar og verja þröskuldana fyrir skemmdum.


Almennar upplýsingar Skoda viðhaldsþjónusta

SKODA aukahlutir

Settu bílinn þinn í góðar hendur. Það er bílnum þínum fyrir bestu að þú látir viðurkenndan SKODA þjónustuaðila annast bílinn þinn.

SKODA aukahlutir bjóða upp á barnabílstóla, þakboga, álfelgur, sólhlífar og fleira. Frekari upplýsingar um SKODA aukahluti er að finna í vörulista SKODA fyrir einstakar gerðir SKODA bíla.

Hjá okkur færðu aðeins það besta Bíllinn þinn þarf háþróaðar tæknilausnir. Þess vegna hafa allir viðurkenndir þjónustuaðilar SKODA öll nauðsynleg verkfæri og ástandsgreiningakerfi til taks, sem ásamt tæknilegum ferlum frá framleiðanda, tryggja fulla virkni og áreiðanleika bílsins. Við tryggjum starfsfólki okkar faglega þjálfun Með stöðugri þróun tæknilausna í bílnum aukast samsvarandi hæfniskröfur til starfsfólksins. Til að mæta þessum kröfum stöndum við fyrir reglulegri þjálfun fyrir starfsfólk viðurkenndra þjónustuaðila þar sem það fær allar þær leiðbeiningar sem það þarf til að geta sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt. Einkunnarorð okkar eru: Verum sanngjörn og heiðarleg við okkar viðskiptavini Við leggjum áherslu á varkára, faglega og vinsamlega ráðgjöf til viðskiptavina við afgreiðslu fyrirspurna og ennfremur gerum við kröfur um áreiðanleika og nákvæmni hvað varðar viðgerðir og viðhaldsvinnu. Allir þessir þættir eru undir stöðugu eftirliti innri gæðastjórnunar. Alhliða þjónusta: › Viðhaldsskoðun Ef þú vilt að bíllinn þinn sé í góðu ástandi og endist lengi og ef þú vilt ekki tapa ábyrgðinni er nauðsynlegt að viður­­­kenndur þjónustuaðili SKODA framkvæmi reglulega viðhaldskoðun á bílnum. Viðhaldssáætlunin segir til um hvenær framkvæma þarf viðhaldsskoðunina og umfang hennar. › Réttingar og sprautun Hægt er að láta laga skemmdir á yfirbyggingu og lökkuðum svæðum í kjölfar óhapps hjá viðurkenndum þjónustuaðila SKODA, þar sem slíkar viðgerðir eru meðhöndlaðar af kunnáttu, í samræmi við fyrirmæli framleiðanda, með SKODA varahlutum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir öryggi þitt og þinna heldur einnig fyrir notagildi bílsins og til að halda uppi verðgildi hans. › Skiptibíll Viðurkenndur þjónustuaðili SKODA getur útvegað þér skipti­bíl á meðan gert er við bílinn eða á meðan hann er í viðhaldsskoðun. › Við sækjum og sendum fyrir þig Ef þú kemst ekki með bílinn til þjónustuaðila SKODA mun viðurkenndur þjónustuaðili SKODA finna tíma, í samráði við þig, til að sækja hann. Bílnum þínum verður skilað aftur þegar viðhaldsskoðun er lokið. Þjónustan sem hér er nefnd er aðeins hluti þeirrar þjónustu sem SKODA býður upp á og hún getur verið ólík eftir löndum. Hafðu samband við þjónustuaðila SKODA til að fá frekari upplýsingar um það sem í boði er og um sérstök skilyrði þeirra þjónustuþátta sem eru í boði.

SKODA varahlutir Öryggi SKODA varahlutir eru þeir sömu og notaðir eru við uppruna­ lega samsetningu ökutækja SKODA .Hágæðaefni og tækni­ lausnir tryggja öruggan og áhyggjulausan akstur. Framboð SKODA AUTO býður upp á úrval varahluta og búnaðar sem notaður er við framleiðslu ökutækjanna; úrvalið einskorðast ekki aðeins við algengustu varahluti. SKODA tryggir framboð upprunalegra varahluta jafnvel eftir að hætt er að framleiða viðkomandi tegund. Langur endingartími Hágæðaefni og framleiðslutækni sem notuð er við framleiðslu SKODA tryggja áreiðanleika og langan endingartíma. Umhverfisvernd Á meðal SKODA varahluta eru skiptihlutir sem framleiddir eru með lágmarks umhverfisáhrifum hvað varðar úrgang, umframhita og vatnsmengun.

Upplýsingar á netinu Á www.skoda-auto.com færðu upplýsingar sem auðvelda þér að velja þá tegund sem uppfyllir þínar þarfir með hjálp nákvæmra tæknilýsinga og ljósmynda af öllum gerðum SKODA.


Eitt helsta markmið SKODA AUTO er að þróa og framleiða vörur með eins litlum umhverfisáhrifum og hægt er yfir allan líftímann með því að leggja sérstaka áherslu á endurvinnanleg hráefni. SKODA bifreiðarnar eru framleiddar með háþróaðri tækni í nútímalegum verksmiðjum sem standast ströngustu skilyrði. Ryðvörnin á lökkuðum hlutum bílsins er alfarið gerð með blýlausu KTL og vatnsleysanlegri málningu. Stefna okkar er að lágmarka eldsneytiseyðslu og útblástur en þess má geta að vélarnar okkar standast alla nýjustu mengunarstaðla. Öll framleiðsla SKODA AUTO er í samræmi við lög og reglugerðir varðandi verndun jarðvegs og vatns. Afrakstur þessarar stefnu er sá að SKODA bílarnir standast tækni-, öryggis-, gæða- og umhverfiskröfur. SKODA AUTO leggur sitt af mörkum við að halda umhverfinu hreinu og veitir jafnframt viðskiptavinum sínum þægilegan ferðamáta. Umhverfismerkið er til marks um vitund og umhverfislega ábyrgð SKODA AUTO og viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun og tillitssemi við líf og náttúru.

Sumar gerðir í þessum bæklingi eru sýndar með valfrjálsum búnaði eða aukabúnaði sem tilheyrir ekki endilega staðalbúnaðinum. Allar tæknilýsingar og upplýsingar um hönnun, búnað, efni, ábyrgðir og útlit voru réttar þegar þessi bæklingur fór í prentun. Aftur á móti áskilur framleiðandi sér rétt til breytinga án fyrirvara. Upplýsingar í þessum bæklingi eiga aðeins að vera leiðbeinandi. Vegna þeirra takmarka sem fylgja prentuninni geta litir á bílum í þessum bæklingi verið öðruvísi en í veruleikanum. Vinsamlega hafðu samband við viðurkenndan söluaðila SKODA til að fá nýjustu upplýsingar og frekari upplýsingar um staðal- og valfrjálsan búnað, nýjasta verð og afhendingarskilmála. Bæklingurinn var prentaður á sellulósapappír sem bleiktur var án klórs. Pappírinn er 100% endurvinnanlegur.

FA15220 09/11

www.skoda-auto.com

FA15220 09/11

www.skoda.is SKODA sölu- og þjónustuaðilinn þinn:

Skoda Fabia 2012  

baeklingur