Rauði herinn - afmælisblað

Page 24

Tuttugu ár í lífi klúbbs og félags! Liverpool klúbburinn á Íslandi var stofnaður fyrir 20 árum. Aðrir munu rekja það sem hefur drifið á daga klúbbsins en það hefur líka margt gerst í lífi Liverpool Football Club frá því 26. mars 1994. Hér verður tæpt á því allra helsta, góðu og slæmu, sem hefur gerst í sögu Liverpool Footall Club á síðustu tveimur áratugum. og skoraði í sínum fyrsta leik. Liverpool var í baráttu um titilinn en endaði í fjórða sæti á markahlutfalli. Þrjú lið voru jöfn af stigum en markahlutfallið setti Liverpool í fjórða sæti. 1997/98. Hinn ungi Michael Owen skoraði 23 mörk á leiktíðinni og um sumarið sló hann í gegn á HM í Frakklandi. Eftir leiktíðina var ákveðið að fá Frakkann Gerard Houllier til að sinna starfi framkvæmdastjóra með Roy Evans. 1998/99. Liðinu gekk vel til að byrja með undir stjórn Roy Evans og Gerard Houllier. Þegar leið á haustið fór að halla undan fæti og í nóvember ákvað Roy að láta af störfum. Gerard tók við og stjórnaði nú einn. Í nóvember kom Steven Gerrard inn á í fyrsta sinn í leik með aðalliðinu. 1993/94. Ungur piltur, Robbie Fowler, lék sinn fysta leik, og skoraði fyrsta af fjölmörgum mörkum fyrir félagið. Graeme Souness lét af störfum í lok janúar og Roy Evans tók við sem framkvæmdastjóri. Um vorið lék Liverpool sinn síðasta leik fyrir framan hin heimsfrægu Kop áhorfendastæði. Þau voru rifin og ný stúka byggð. 1994/95. Liverpool vann Deildarbikarinn eftir 2:1 sigur á Bolton Wanderers á Wembley. Hinn magnaði Steve McManaman skoraði bæði mörkin. Roy Evans var kominn á blað í titlasöfnun. 1995/96. Roy Evans kom Liverpool aftur á Wembley nú í úrslitaleik í F.A. bikarnum. Því miður tapaðist leikurinn 1:0 fyrir Manchester United. Robbie Fowler skoraði 36 mörk í öllum keppnum og var algjörlega óstöðvandi. 1996/97. Ungur og efnilegur varnarmaður,

24

Jamie Carragher, lék sinn fyrsta leik í janúar. Í einum af síðustu leikjum leiktíðarinnar kom annar ungliði Michael Owen inn á

1999/2000. Gerard Houllier keypti leikmenn á borð við Sami Hyypia, Stephane Henchoz, Dietmar Hamann og Vladimir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.