Page 1

Rauรฐi herinn

1994-2014 19942014


RITSTJÓRAPISTILLINN

EFNISYFIRLIT

Fyrsta stjórnin

4

Erlendir gestir

8

Úr leiðurum Rauða hersins

14

Heiðursfélagar

16

Craig Johnston

20

Tuttugu ár í lífi klúbbs og félags!

24

Árshátíðarhelgin 2014

28

Aðsendar myndir – úrval

30

Svipmyndir úr sögu Liverpoolklúbbsins

32

Rembingurinn

37

Síðasta orðið á ...

39

Útgefandi: Liverpool klúbburinn á Íslandi Ritstjóri: Hallgrímur Indriðason Ábyrgðarmaður: Guðmundur Magnússon Umbrot: Styrmir B. Kristjánsson Hönnun á forsíðu: lfcwallpapers.com/ siggireynis Ljósmyndir: Liverpool Football Club & Athletics Ground Ltd Forsíðumyndin er af Robbie Fowler

2

Þetta tölublað Rauða hersins er óvenjulegt að tvennu leyti. Annars vegar er mest verið að líta aftur í tímann og rifja upp gamla tíma frá sögu Liverpoolklúbbsins síðustu tuttugu árin vegna afmælisins. Hins vegar kemur þetta blað eingöngu út rafrænt, sem er ný tilraun af okkar hálfu. Vona að þið talið vel í þá nýbreytni. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í undirrituðum nú þegar þessi ritstjórnarpistill er skrifaður. Frábær helgi er nýafstaðin með tímamótaárshátíð og tímamótaheiðursgesti. Robbie Fowler stóð fyllilega undir væntingum, gaf áritanir sem skiptu hundruðum og skemmti árshátíðargestum með góðum sögum af ferlinum. Þessi helgi er tvímælalaust sú stærsta sem klúbburinn hefur staðið fyrir og erfitt að sjá hvernig hægt verður að toppa þetta. Leikurinn sem fór fram á árshátíðardaginn var í raun táknrænn fyrir gengi Liverpool í vetur. Slakur fyrri hálfleikur gegn Cardiff, þó þannig að liðið var inni í leiknum, og svo var þetta tekið með trukki. Það segir ýmislegt að í þessum leik sló Liverpool markamet sitt í ensku úrvalsdeildinni (semsagt frá 1992, sem allt virðist miðað við í enska boltanum) og samt eru átta leikir enn eftir í deildinni. Sturridge og Suárez eru þegar búnir að skora fleiri mörk sín á milli á einu tímabili en það framherjapar sem áður átti metið, Robbie Fowler og Stan Collymore. Svona met eru að falla og það að fólk sé enn að tala um það í lok mars að Liverpool eigi ennþá möguleika á titlinum. Man einhver hvenær það gerðist síðast? Ég er þeirrar skoðunar að Liverpool geti orðið meistari í vor – en ég býst ekki við að það gerist. Chelsea og Man. City eru með of sterka hópa að mínu mati til þess að það gerist. Þó gæti mikið ráðist af leikjum Liverpool við þessi lið á Anfield. Ef þeir leikir vinnast er möguleikinn orðinn ansi mikill. En ég er engu að síður þeirrar gerðar, ekki hvað síst af fenginni reynslu, að ég held væntingum mínum alveg í botni. Ég yrði sjálfur himinsæll með að meistaradeildarsætið verði tryggt – það er algjört grundvallaratriði til að koma Liverpool á þann stall sem það á að vera. Það er reyndar glettilega nálægt því að takast. Brendan Rodgers hefur þegar náð betri árangri á skemmri tíma með liðið en ég þorði að vona. Liðið spilar skemmtilegan bolta og þó að varnarleikurinn sé stundum dálítið skrautlegur og brothættur bæta sóknartilburðirnir það upp og rúmlega það. Flestir leikir sem maður er hræddur um að verði bananahýði sem liðið hrasar um hafa unnist – og Liverpoolliðið er ekki að tapa mikið fleiri slíkum leikjum en önnur lið í toppbaráttunni. Og Anfield er orðið virki að nýju sem önnur lið óttast að koma á. Mér finnst hópurinn þó ekki alveg nógu breiður en geri ráð fyrir því að hann verði styrktur nokkuð ef Liverpool kemst í meistaradeildina eins og allt bendir til núna. Að mínu mati þarf að kaupa vinstri bakvörð (Cissokho er ekki nógu góður), sóknarþenkjandi miðjumann (hæpið að Moses verði áfram) og sóknarmann (nema að Rodgers ætli að hafa Borini í hópnum á næsta tímabili). Svo er hugsanlegt að breytingar verði gerðar í vörninni sem hefur verið óstöðug á þessu tímabili. Ef þetta verður gert verður Liverpoolliðið alls ekki árennilegt á næsta tímabili. Ég sagði í upphafi að tilfinningarnar væru blendnar núna. Það er ekki síst vegna þess að þetta er síðasti ritstjórnarpistillinn sem ég skrifa sem ritstjóri Rauða hersins. Það eru liðin hátt í tíu ár síðan ég tók við ritstjórn þessa blaðs af Jóni Óla Ólafssyni. Fyrir utan okkur tvo hefur aðeins Arngrímur Baldursson ritstýrt blaðinu þannig að það hefur verið töluverður stöðugleiki í ritstjórahópnum. Þegar lesendur fá næsta blað í hendur verður nýr ritstjóri, Grétar Magnússon, tekinn við, og vonandi verður hann lengi með blaðið. Þó er aldrei að vita nema að undirritaður skrifi eitthvað áfram í blaðið. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins, hvort sem það eru prentsmiðjur, umbrotsmenn eða þeir sem skrifa í blaðið. Það er þó á engan hallað þó að ég þakki sérstaklega Sigfúsi Guttormssyni, sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar allan tímann sem ég hef séð um blaðið. Og svo þakka ég ykkur, lesendur góðir, fyrir frábæra samfylgd. Með Liverpoolkveðju, Hallgrímur Indriðason


OKKAR BJÓR WORLD’S RLD’ D’S S BEST STANDARD D LAGER LA AG AGER Egils Gull var krýndur besti bjór í heimi í flokki hefðbundinna lagerbjóra á World Beer Awards 2011. Tær gullinn liturinn, ilmurinn af korni og léttristuðu malti, ásamt fersku bragðinu tryggðu okkur heimsmeistaratitilinn. Verum stolt af gullinu og skálum vel og lengi! Þetta er okkar bjór.

2.25% ALC. VOL. LÉTTBJÓR

3


Góð stemning á Ölveri, sem var heimavöllur Liverpoolklúbbsins fyrstu níu árin.

Klárlega flottasti stuðningsmannaklúbbur landsins - tveir úr fyrstu stjórn klúbbsins rifja upp fyrstu árin Liverpoolklúbburinn á Íslandi var stofnaður 26. mars 1994. Í fyrstu stjórninni sátu Jón Óli Ólafsson, sem var fyrsti formaður klúbbsins, Matthías Hinriksson, Stefán Guðmundsson, Bragi Brynjarsson og Kristinn Wiium. Við rifjum stofnunina upp með tveimur stjórnarmönnum, en annar þeirra, Bragi Brynjarsson, situr í stjórninni í dag þó að hann hafi tekið langt hlé frá stjórnarsetunni. Bragi Hvernig kom það til að klúbburinn var stofnaður? Vorum þarna góður kjarni sem að sátum og horfðum á leikina á Ölver og fannst kominn tími til að stofna stuðningsmannaklúbb fyrir besta lið í heimi.

4

Hvernig var starfinu háttað fyrsta árið? (t.d. var strax komið upp gott skipulag innan stjórnar o.s.frv.) Þetta var nú aðeins minna í sniðum í byrjun. (t.d. var Rauði Herinn var ljósrituð blöð). Menn gengu vasklega til verks, sumir meira enn aðrir. Ég hætti

eftir fyrsta árið vegna þess að ég fékk fá verkefni. Hvað er það sem er skemmtilegast við starfið innan stjórnar? Þetta er mjög gefandi starf. Árshátíðir og golfmót eru alltaf skemmtileg. Eftirminnilegasta atvik sem þú manst eftir úr starfinu. Ætli það sé ekki þegar ég hitti Thommo (Phil Thompson) í fyrsta skipti. Ég tók í höndina á honum og sagði „I thought you were bigger.“ (eftir að hafa horft á hann í sjónvarpinu öll þessi ár gnæfa yfir sóknarmönnum


Kristinn Wiium, Bragi Brynjarsson, Jón Óli Ólafsson og Matthías Hinriksson. Á myndina vantar Arngrím Baldursson.

annara liða). Svarið kom „You mean my nose!“ Af hverju komstu aftur inn í stjórnina, og hver er munurinn á stjórnarsetu nú og á fyrstu árum klúbbsins? Ég bauð mig fram sem varamann árið 2006 datt þar inn og og búinn að vera hér síðan. Munurinn er auðvitað svakalegur, allt orðið miklu stærra og meira og svo í dag fæ ég eitthvað að gera! Ég er alveg svakalega stoltur af klúbbnum okkar, við erum klárlega flottasti stuðningsmannaklúbbur landsins. Jón Óli (úr viðtali í desember 2008) „Þetta fór eiginlega á skrið eftir að Graeme Souness var rekinn úr stjórastarfinu í febrúar 1994. Ég og Matthías félagi minn fórum að velta þessu fyrir okkur og okkur fannst það furðulegt að það væri engin starfsemi í kringum stuðninginn við Liverpool. Við höfðum reyndar verið í sambandi við Magnús V. Pétursson í Jóa útherja en hann hafði nokkrum árum

áður farið með hóp á leik á Anfield. Þegar við fórum svo að skoða málin fréttum við af nokkrum klúbbum hér og þar sem höfðu svo allir hægt og rólega lognast útaf. Við ákváðum svo í mars að nú væri rétti tíminn kominn.“ Um 20-30 manns mættu á fyrsta aðalfund klúbbsins í Ölveri, þar sem fyrsta stjórnin var kosin. Síðan var farið að safna félögum. „Það var reynt að vera með alla anga úti til að kynna klúbbinn. Aðalmálið var að koma umfjöllun í blöðin og svo áttum við líka nokkra góða að í útvarpinu, meðal annars á FM957. Þá hringdu áhugasamir Liverpoolmenn bara í heimasímana okkar. Ég átti gamla Apple 2c tölvu sem ég skrifaði fyrsta tölublað Rauða hersins á. Það var bara eitt A4 blað brotið saman og maður bara hlær þegar maður horfir á þetta og ber það saman við það sem blaðið er orðið í dag. Það var erfið fæðing að koma klúbbnum af stað. Það voru engir peningar til þannig að maður keypti gíróseðla og sendi þá til þeirra sem

vildu ganga í klúbbinn. Maður spáði ekkert í það sérstaklega þá en hins vegar er ég mjög ánægður í dag með hversu langt klúbburinn er kominn.“ Jón Óli segir að tilvist klúbbsins hafi verið fljót að spyrjast út. „Við horfðum alltaf á leiki á Ölveri og smám saman fór að safnast saman hópur þangað. Það var besta leiðin til að ná félögum inn í klúbbinn. Það var hægur stígandi í klúbbnum fyrstu mánuðina en svo gekk þetta betur og það varð sífellt auðveldara að fá félaga inn í klúbbinn. Við fórum líka sjálfir að geta gert þessa hluti betur. Mesta sprengingin var þegar heimasíðan, liverpool.is, var stofnuð og síðan þá hefur félögum farið stöðugt fjölgandi.“ Jón Óli segir að það hafi einnig hjálpað klúbbnum þegar klofningur varð í stjórn hans, og einn stjórnarmaður fór af stað með nýjan klúbb sem ekkert varð úr. Þetta hljómar undarlega, en Jón Óli útskýrir það svona: „Þegar þetta gerðist fengu allir klúbbfélagar bréf um hvað væri að ger-

5


plataði mig til að bjóða mig fram aftur, þó ekki nema til að vera varamaður. Það varð úr að ég var kosinn í varastjórn. Nokkrum mánuðum eftir kjörið hætti svo einn stjórnarmaðurinn og ég var þar með kominn í aðalstjórn.“ Og það átti svo fyrir Jóni Óla að liggja að verða aftur formaður, en hann bauð sig fram í það embætti á ný árið 2006 þegar Sigursteinn hætti. „Ætli það hafi ekki bara verið af ástríðu fyrir því að klúbburinn gangi vel. Það var í það minnsta ekkert sérstakt á bak við það framboð. En það var mjög fínt að enda á því að vera formaður.“

Jón Óli Ólafsson í essinu sínu, að styðja Liverpoolliðið snemma á síðustu öld.

Hápunkturinn á stjórnarferli Braga – að spila á Anfield. Hér er hann að loknu stuðningamannamóti þar í fyrra, en hann sýndi lipra markmannstakta á mótinu. ast. Ég bjó þá í Danmörku en þetta bréf rataði til mín þangað, þó að ýmsar aðrar sendingar hafi ekki gert það. Við þetta skapaðist mikil umræða. Þarna hafði klúbburinn verið starfandi í tæp fjögur ár. Enski boltinn var líka orðinn vinsælli og meira sýnt af honum í sjónvarpi. Svo hafði netið líka mikil áhrif, þar sem maður gat komið skilaboðum strax til þeirra félaga sem voru tengdir. Allt þetta hefur

6

hjálpað klúbbnum til að vaxa og dafna.“ Jón Óli gerði hlé á stjórnarsetu sinni árið 1997 þegar hann flutti til Danmerkur. Þar bjó hann í þrjú ár. Fjögurra ára hlé varð hins vegar á stjórnarsetu hans. „Ég ætlaði mér reyndar aldrei að byrja aftur. Ég hafði hins vegar verið heima eitt tímabil og mætti þá á Ölver til að horfa á leiki. Sigursteinn Brynjólfsson, sem var kjörinn formaður á þessum sama fundi,

Forsíður fyrstu tveggja tölublaða Rauða hersins. Nokkuð annað útlit en lesendur eiga að venjast í dag.


7


Gömlu hetjurnar sem urðu Íslandsvinir Það hafa margar gamlar hetjur komið hingað til lands til að heiðra íslenska Púllara með nærveru sinni. Þegar menn hafa haldið að nú sé ekki hægt að koma með stærra nafn verður það alltaf toppað. Við rifjum hér upp þau stóru nöfn í sögu Liverpool sem hafa komið hingað til lands. stæðinginn. Ég hef starfað fyrir þjálfara sem gefa upp alltof mikið af upplýsingum. Það ýtir þér yfir brúnina. Þjálfarar Liverpool sögðu aldrei mikið um andstæðinginn. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Bob. Ég var fyrsti leikmaðurinn sem hann keypti og það var mikill heiður að vinna svo marga titla á svo stuttum tíma.

2007 – Ron Yeats

Sigfús Guttormsson tók Phil Neal tali fyrir Rauða herinn.

2004 – Phil Neal Í tilefni af tíu ára afmæli klúbbsins var reynt að fá einhverja gamla hetju til liðsins. Stjórnarmenn voru hins vegar nánast orðnir úrkula vonar þegar óvæntur hlutur gerðist. Liverpool gerði jafntefli við Portsmouth í enska bikarnum á Anfield, sem þýddi að liðið varð að spila nýjan leik á heimavelli Portsmouth. Það þýddi að færa þurfti heimaleikinn sem var áætlaður helgina sem árshátíðin var. Það varð til þess að skilaboð komu skömmu síðar um að Phil Neal, hægri bakvörður Liverpool í gullaldarliðinu á áttunda og níunda áratugnum, boðaði komu sína á árshátíðina þar sem hann losnaði við þetta frá sínum venjulegum skuldbindingum við heimaleiki. Fyrir utan titlana vann Phil Neal það

8

einstaka afrek að spila 417 leiki í röð frá 1974-1983, og spilaði átta leiktíðir án þess að missa úr leik. Í viðtali við Rauða herinn sagði hann meðal annars þetta um Bob Paisley: Bob kom okkur til að hlæja oftar en ykkur grunar. Hann vantreysti fólki. Til dæmis í Dresden í Austur-Þýskalandi. Í hálfleik ætlaði einhver að drekka te úr álkatli og hann sagði: (Phil hermir aðdáunarlega vel eftir Geordie-hreim Paisley) ,,Nei, þetta drekkið þið ekki.” Enginn skildi hvað hann væri að rugla. ,,Vatnið er eitrað. Þið hlæjið en herbergið er hlerað líka. Við ræðum bara saman úti.” Hann fór svo með okkur út til að ræða gang leiksins. Þetta var alvöruleikur í sextán liða úrslitum í Evrópukeppni og við vorum allir í hláturskasti þegar við áttum að vera að ræða um and-

Fyrirliði Liverpool á sjöunda áratug síðustu aldar, og spilaði meðal annars fyrsta Evrópuleik Liverpool, gegn KR á Laugardalsvellinum (Yeats reyndi að sannfæra alla viðstadda um að hann hefði skorað í leiknum, en þeir sem vissu betur sannfærðu hann um að svo hefði alls ekki verið). Yeats hitti einnig nokkra af leikmönnum KR frá 1964 og urðu það fagnaðarfundir. Í viðali í Rauða hernum talaði hann meðal annars um tíma sinn sem njósnara hjá félaginu á árunum 1986-2006, meðal annars á þeim tíma sem Gerard Houllier var með liðið. „Við keyptum svo marga leikmenn frá Frakklandi og enginn þeirra setti mark sitt á liðið. Hann er fyrsti framkvæmdastjóri Liverpool sem ég man eftir sem keypti úrköst frá öðrum félögum. Þetta er eitt af stærstu félögum Evrópu og það var eitthvað bogið við þetta.Við gáfum hverjum sem er fimm ára samninga. Við skrifuðum skýrslur um leikmenn en ég held að hann hafi ekki einu sinni lesið þær.“ [...] Ég var ánægður með kaupin á Sami Hyypia. Ég horfði á hann spila eftir að okkur hafði verið bent á hann. Hann


Ron Yeats Smellir sér í alíslenska lopapeysu.

Phil Thomson ásamt Arngrími Baldurssyni og Pete Sampara. átti frábæran leik og mér leist vel á pilt. Miðað við miðvörð átti hann frábærar sendingar og ég skilaði inn skýrslu þar sem ég mælti eindregið með því að þjálfari eða stjórinn ættu að sjá hann spila. Þeir gerðu það og keyptu hann nokkrum vikum síðar. [...]Sami Hyypia kann að lesa leikinn og maður veltir stundum fyrir sér

hvernig hann fer að hlutunum. Ég veit þó reyndar hvernig hann fer að þessu því ég sé sjálfan mig í honum.

2008 – Phil Thompson Thompson kom hingað til lands aðeins fjórum árum eftir að hann hætti sem aðstoðarmaður Gerrard Houllier

hjá Liverpool. Hann hafði áður getið sér gott orð sem leikmaður og er enn meðal bestu varnarmanna sem spilað hafa fyrir Liverpool. Thompson talaði tæpitungulaust, til að mynda í ræðu sem hann hélt á árshátíðinni. Hann sagði til að mynda frá viðskiptum sínum við Robbie Fowler, sem meðal annars urðu til þess að Fowler var seldur til Leeds árið 2001. Hann var hins vegar gríðarlega vel liðinn af stuðningsmönnum og á bekknum hjá Liverpool var hann alltaf lifandi, öskraði til sinna manna, hvatti þá til dáða og var mjög virkur. Hann hefur einnig verið virkur í sjónvarpsvinnu þó að hann láti kannski ekki alveg jafn illa þar. Í Rauða hernum sagði hann sögu af því þegar hann, 18 ára, fór til Bill Shankly til að leita skýringa á því af hverju hann var ekki í liðinu í leiknum hegina áður. „Á mánudagsmorguninn var ég búinn að safna nægum kjarki til að fara og hitta Bill. Ég mætti honum þegar hann var að koma út úr skrifstofunni sinni. „Sæll gæskur, hvað get ég gert fyrir þig?“ „Má ég eiga við þig orð, stjóri?“ Við gengum inn á skrifstofuna. „Já, hvað var það?“ „Mig langar til að vita hvers vegna ég spilaði ekki á laugardaginn.“ „Jesús Kristur gæskur minn. Vilt þú vita af hverju þú spilaðir ekki á laugardaginn? Þú ættir frekar að koma hingað og þakka mér fyrir að hafa ekki látið þig spila! Þessir haugar sem spiluðu á laugardaginn eru búnir að vera! Tommy Smith, Ian Callaghan og Chris Lawler og hvað þeir heita allir. Þeir eru allir búnir að vera. Hver einn og einasti. Þeir eru búnir með sitt. En þú gæskur átt eftir að spila fyrir þetta knattspyrnufélag í mörg ár í viðbót. Þú átt eftir að verða fyrirliði þessa félags. Þú átt eftir að spila með enska landsliðinu og gott ef þú átt ekki eftir að verða fyrirliði landsliðsins. Jesús Kristur almáttugur gæskur minn! Þú ættir að vera hérna krjúpandi fyrir framan mig og þakka mér fyrir að hafa ekki spilað þennan leik.“ Ég sagði ekki eitt einasta orð heldur hneigði mig og gekk út úr skrifstofunni. Mér fannst að ég væri orðinn svo risavaxinn að ég myndi reka mig upp í dyrakarminn. Mér leið alveg stórkostlega og fannst mér allir vegir færir.

9


Ian Rush kom á árshátíðina 2009

Eina vandamálið var að Bill tefldi fram óbreyttu liði vikuna eftir! Hann vissi auðvitað hvað hinir mennirnir í liðinu gátu og hann gaf þeim annað tækifæri. En svona var sálfræðin hjá honum og hann var svo snjall í að gefa manni ótakmarkað sjálfstraust.“

2009 – Ian Rush Liverpoolklúbburinn réðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur þegar kom að 15 ára afmælinu og lét allt krepputal sem vind um eyru þjóta. Ian Rush, markahæsti leikmaður Liverpool fyrr og síðan, kom til landsins og af sinni alkunnu hógværð ræddi hann við stuðningsmenn á afmælisárshátíðinni í turninum. Í Rauða hernum sagði hann frá því þegar Napólí á Ítalíu sóttist eftir að fá hann til liðs við sig 1984. „Þeir buðu mér um milljón pund sem voru gríðarlega miklir peningar á þeim tíma. Ég vildi því ræða við þá, en þetta var rétt áður en frestur rann út til að skipta um lið. John

10

Smith, þáverandi stjórnarformaður Liverpool, neitaði mér hins vegar um það og ég var vonsvikinn yfir því. Mér fannst allt í lagi að ræða við þá sem bjóða manni slíka fjármuni. Það er þó allt gleymt núna. Þeir enduðu síðan á því að kaupa Diego Maradona.“ Hann sagði líka frá því þegar hann fór til Juventus 1987. „Ég var ánægður hjá Liverpool. Ég spilaði með frábærum leikmönnum í frábæru félagi og þetta var góður staður til að vera á. Það eina sem truflaði mig var að velska landsliðið náði ekki að komast í lokakeppni Evrópumóts eða heimsmeistaramóts. Bestu leikmenn heims spiluðu þá á Ítalíu og ég vildi vita hvernig það væri að spila þar. Ef ég hefði spilað með Wales á stórmóti hefði ég líklega aldrei farið til Juventus því þar hefði ég fengið tækifæri til að spila gegn þeim allra bestu.“

2010 – Neil Ruddock Ruddock var harðjaxl á sínum tíma

hjá Liverpool. Hann var miðpunkturinn í þriggja manna vörn á þeim tíma sem Roy Evans var með liðið, en Graeme Souness hafði reyndar fengið hann til liðsins. Hann átti nokkur eftirminnileg atvik með Liverpool. Hann skoraði meðal annars jöfnunarmarkið í 3-3 jafntefli gegn Manchester United þar sem Liverpool lenti 3-0 undir, og svo tókst honum undir lok ferilsins að fótbrjóta Andy Cole á báðum fótum í varaliðsleik. Í viðtali við Rauða herinn sagði hann hins vegar frá sínum fyrstu kynnum af Gerard Houllier þegar hann tók við sem stjóri: „Við vorum í búningsherberginu á æfingasvæðinu þegar Houllier kom og heilsaði upp á okkur leikmennina. Hann gekk á milli og heilsaði leikmönnum á borð við Robbie Fowler, David James og Jamie Redknapp með nafni. Hann kemur síðan til mín og spyr: „Fyrirgefðu, en hvað heitirðu?“ Ég svara að bragði: „Hefurðu verið í dái síðustu 15 árin?“ Hann náði ekki þessum húmor


seint í samningsundirritunina hjá Liverpool og baráttu hans við Kenny Samson um vinstri bakvarðarstöðuna í enska landsliðinu, sem okkar maður tapaði oftast. En hann sagði líka eftirminnilega, bæði á árshátíðinni og í viðtali við Rauða herinn, hvað fór í gegnum huga hans þegar hann tók síðasta vítið í vítaspyrnukeppninni í Róm í úrslitaleiknum um Evrópumeistaratitilinn gegn Roma. „Ég var ekki sérstaklega sáttur við að vera valinn til að taka síðasta vítið. Þegar ég gekk að vítapunktinum á þeirri stundu var ég skíthræddur. Öll fjölskyldan mín var þarna, systir mín, bróðir minn og eiginkona. Ég vissi að ég var ekki fyrsti valkostur til að taka þetta víti. Ég fann vel fyrir pressunni og hafði horft upp á Grazziani og Conti, leikmenn Roma, misnota vítaspyrnur. Ég hugsaði bara. „Þú þarft bara að skora – reyndu að hitta á markið.“ Ég hugsaði líka mikið um hvort ég ætti að skjóta fast eða laust og hvort ég ætti að leggja meiri áherslu á nákvæmnina. Þegar boltinn var kominn á vítapunktinn og ég var að taka tilhlaupið vildi ég ekki vera þarna. Ég vildi vera einhvers staðar annars staðar. En svo kom sú hugsun að nú væri maður að koma fram fyrir hönd klúbbsins, spila fyrir Liverpool. Reyndu að gera þitt besta! Mér var sagt að mér yrði ekki kennt um tapið þó að ég næði ekki að skora, en ég vissi samt að það yrði gert! Ég var því langt frá því að vera rólegur og yfirvegaður þegar ég bjó mig undir að taka þetta víti. Þegar svo boltinn fór í netið voru leikmennirnir jafn hissa og ég. Við vissum svo ekkert hvernig við ættum að fagna þessu. Það eina sem ég gerði var að taka eitt stökk og þegar ég horfði á hina leikmennina voru þeir skellihlæjandi.“

Neil Ruddock var hinn hressasti hér á landi

Sammy Lee er hér ásamt Guðna Bergssyni

hjá mér. Ég var farinn frá Liverpool viku seinna!“ Svo hafði hann þetta að segja um Roy Evans: „Ég hef allt gott um hann að segja. Við enduðum reyndar á því að vinna sama hjá Swindon, þar sem ég var aðstoðarmaður hans. Sumir segja að hann hafi verið of linur, en hann var það alls ekki við mig. En hann og Ronnie Moran höfðu mikla þekkingu á fótbolta. Það voru líka margir góðir leikmenn í Liverpool á tíma Evans. Stan Collymore

hefði til dæmis orðið frábær leikmaður ef hann hefði ekki talað jafn mikið út um afturendann á sér og hann gerði!“

2011 – Alan Kennedy Vinstri bakvörður í gullaldarliðinu en hann skoraði einnig mikilvæg mörk sem meðal annars tryggðu tvo Evrópumeistaratitla. Hann hélt stórkostlega ræðu á árshátíð Liverpoolklúbbsins þar sem hann kom víða við – sagði meðal annars frá því þegar hann kom fjórum tímum of

2012 – Sammy Lee Sammy Lee var í gullaldarliðinu, kannski ekki sá hæfileikaríkasti þar en gaf alltaf allt sitt. Hann ræddi opinskátt um tíma sinn sem þjálfari varaliðsins og meðal annars að hann hefði verið afar sár þegar hann var rekinn úr því starfi. En hann var spurður að því hvort hann tæki aftur við starfi hjá Liverpool ef það stæði til boða. „Já, ég færi á morgun. Ég elska þetta félag og er fyrst og fremst stuðningsmaður þess. Ég er afar lánsamur að fá

11


Dietmar Hamann fyrir framan merki hins Íslenska Liverpoolklúbbs að leika með félaginu, þjálfa hjá því og meira að segja verða aðstoðarframkvæmdastjóri. Bolton hefur reynst mér mjög vel og ég verð auðvitað að fara þangað sem krafta minna er óskað. Því miður missti ég starfið mitt hjá Liverpool en ef mér yrði boðið það aftur myndi ég taka því strax. Ég var í raun rekinn frá Liverpool í fyrra og það var mjög sárt. En ég er líka fagmaður og þarf að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni. Svona er fótboltinn og svona er lífið.“ Hann rifjaði einnig upp úrslitaleikinn fræga um Evrópubikarinn gegn Roma í Róm. „Við gengum inn á völlinn fyrir leikinn. Souness var fyrirliði en hann er besti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann leikið með. Hann tryggði að við gengjum inn á völlinn fyrir framan áhorfendur. Leikurinn var náttúrulega á þeirra heimavelli og han vildi að við sendum þau skilaboð til þeirra að við óttuðumst þá ekki neitt. Þeir trúðu því ekki að við værum að gera þetta. Þegar við gengum síðan eftir vellinum sungum við lag sem við sungum gjarnan, lag sem Chris Rea

12

gerði frægt. Áhorfendur áttu bágt með að trúa því að mættum þarna inn á þeirra heimavöll svo fullir sjálfstrausts. Þetta var ekki hroki, við höfðum bara mikla trú á okkur sem liði og vissum hvað við þyrftum að gera. Þetta var frábært.“

2013 – Dietmar Hamann Hamann er helst þekktur fyrir að hafa komið inná í hálfleik í úrslitaleik meistaradeildarinnar í Istanbul. Liðið var þá 3-0 undir en jafnaði, og endaði svo á að verða Evrópumeistari og Hamann er talinn hafa átt stóran þátt í því. Hann var í vanþakklátu hlutverki sem aftasti miðjumaður en leysti það frábærlega og staðsetningar hans á miðjunni voru óaðfinnanlegar. Hamann sagði meðal annars frá leikhléinu í Istanbul: Ég fór því að hita upp og þegar hinir leikmennirnir komu inná sá ég Djimi Traore skokka inná. Ég var steinhissa því ég heyrði Rafa segja honum að fara útaf. Ég þorði ekki að spyrja hann, svo ég fór til Carra og spurði: „Er

Djimi orðinn eitthvað ruglaður? Var ekki verið að biðja hann um að fara í sturtu?“ Jamie úrskýrði þá fyrir mér að Steve Finnan hefði kvartað undan eymslum í nára og því tók Rafa hann útaf í staðinn fyrir Djimi. Margir hafa talað um að mín innkoma hafi breytt öllu í leiknum og jafnvel unnið hann. Það finnst mér ekki sanngjarnt gagnvart hinum leikmönnunum. Maður gerir ekkert einn í knattspyrnu. Það urðu því allir að skila frábærri frammistöðu til að snúa leiknum og það gerðu allir. Jerzy Dudek varði stórkostlega í lok framlengingar og varði svo í vítakeppninni. Steven Gerrard skoraði svo hið mikilvæga fyrsta mark, því það er alveg ljóst að ef maður vill skora þrjú mörk verður maður að byrja á því að skora eitt. Hann var maðurinn sem gerði það. Jamie Carragher og Sami Hyypia voru frábærir og Djimi Traore kom með nokkrar góðar tæklingar. Ég held því að allir leikmenn hafi leikið eins og stríðsmenn í seinni hálfleik og þess vegna unnum við leikinn.


13


Úr leiðurum Rauða hersins

Engin áhætta var tekin með að fá Anelka lánaðan – enda var honum skilað strax eftir tímabilið.

Var Houllier metnaðarfullur þegar hann keypti Igor Biscan?

öllum að óvörum. „Nico“ hefur löngum þótt mikill vandræðagemlingur en eitt er víst að ef einhver getur siðað hann til þá er það Houllier. Fjölmiðlar slógu því upp að Houllier væri að taka mikla áhættu að kaupa kappann en því fer víðs fjarri enda fékk Liverpool hann lánaðan til vors og getur því skilaði honum umsvifalaust aftur ef eitthvað bjátar á. Það er ekki verið að kaupa köttinn í sekknum.

September 2000:

Mars 2003:

Gerard Houllier sagði nýverið í viðtali að eitt af mottóum hans væri að styrkja liðið við hvert tækifæri þannig að það yrði betra og betra. Það kom mörgum í opna skjöldu er kom í ljós að Liverpool væri að eltast við Igor Biscan, efnilegan varnartengilið frá Króatíu. Maður hefði haldið að það væri nóg af þeim fyrir hjá Liverpool; Carragher, Hamann og Gerrard en í ljósi áðurnefndra orða Houllier liggur ljóst fyrir hvers vegna Houllier vill fá Króatann í sínar herbúðir og bætir við: „Igor er mjög hæfileikaríkur piltur og það er einungis sjálfsagt mál að Liverpool eigi að reyna að

14

klófesta hann því að við viljum þá bestu leikmenn sem völ er á.“ Houllier er metnaðarfullur fyrir hönd Liverpool en þótt að viljinn hafi oft verið fyrir hendi þá höfðu sumir fyrirrennara hans ekki burði til að byggja upp þetta stórlið.

Desember 2001: Tveir markverðir voru keyptir samdægurs og þótti mönnum mikið um tilburði Houllier á leikmannamarkaðnum en hann var ekki hættur. Atvinnuleyfið fyrir Baros var loks samþykkt og síðar sama dag bættist Nicolas Anelka við hópinn,

Houllier hefur fengið góðan skammt af gagnrýni það sem af er tímabilinu og hafa menn skipst í tvo hópa að minnsta kosti á spjallinu: já og nei hóparnir. Eins og oft áður þá eru skiptar skoðanir og flest allir úr hvorum hópi hafa komið með sínar rökfærslur. Umrædd 5 ára áætlun Houllier hefur einnig mikið borið á góma. Menn eru ekki sammála hvenær þessi áætlun hófst og hvenær hún taki enda. Ég stend að minnsta kosti á því að umrædd áætlun hafi byrjaði tímabilið 1999-2000 og endi því tímabilið 2003-2004. Það verður því ekki fyrr en eftir það tímabil að verk


Fimm ára áætlun Houllier skilaði ekki því sem menn vonuðust til, en þó unnust nokkrir titlar.

Það átti eftir að koma í ljós að þessum eigendum var engin alvara með að styrkja lið Liverpool

Houllier verða gerð upp og fyrst þá kemur í ljós hvort hann haldi áfram að stýra skútunni.

reyna á hversu mikil alvara þeim er með að koma félaginu í fremstu röð. Hvort sem knattspyrnuunnendum líkar það betur eða verr hefur fjármagnið mikil áhrif á það hversu vel liðum gengur í boltanum. Þau lið sem hafa fjármagn til að kaupa bestu leikmennina ná árangri, nema eitthvað annað sé að innan viðkomandi félaga. Og nú reynir á hvort Benítez fær það fjármagn til að kaupa þá heimsklassa leikmenn sem við þurfum.

Desember 2004: [Það er] stórkostlegt að sjá leikmenn úr akademíunni fá sín tækifæri, einkum í

Hélt Hodgson í alvöru að Christian Poulsen myndi styrkja liðið? leikjum í deildarbikarnum, og ekki var síður stórkostlegt að sjá þetta unga lið komast alla leið í undanúrslit í þeirri keppni. Leikmenn eins og Neil Mellor, Stephen Warnock, Darren Potter, Richie Partridge, Zak Whitbread, David Raven og John Welsh hafa fengið tækifæri og nú síðast Mark Smyth. Þó að margir Spánverjar hafi verið keyptir fyrir þetta tímabil er Benítez óhræddur við að gefa leikmönnum frá akademíunni tækifæri, sem hlýtur að gleðja flesta stuðningsmenn.

Júní 2007: Vonir voru bundnar við Neil Mellor. Hvað hefði gerst hefði hann sloppið við meiðsl?

Tímamót urðu [...] í sögu félagsins þegar nýir eigendur keyptu félagið. Í sumar mun

September 2010: Ég hef blendnar tilfinningar til starfs Roy Hodgson það sem af er og hann var alls ekki minn fyrsti kostur í starfið. Ég ákvað þó að fyrst að hann var ráðinn myndi ég sjá til hvernig hinum vegnaði til að byrjað með. Hann gerði vel í að halda Steven Gerrard og Fernando Torres hjá Liverpool, og hann hefur fengið tvo aðra frábæra leikmenn til félagsins – Joe Cole og Raul Meireles. Ég er hinsvegtar ekki alveg eins sáttur við önnur leikmannakaup hjá honum og er þeirrar skoðunar að hvorki Christian Poulsen né Paul Konchesky muni styrkja hópinn. Ég er líka sérstaklega ósáttur við það að við skyldum setja jafn efnilegan leikmann og Lauri Dalla Velle upp í kaupin á Konchesky og hef verulegar áhyggjur af því að sú ákvörðun eigi eftir að koma okkur í koll.

15


Heiðursfélagar Liverpoolklúbbsins á Íslandi Á þeim 20 árum sem liðin eru frá því að Liverpoolklúbburinn á Íslandi var stofnaður hafa ellefu manns verið útnefndir heiðursfélagar í klúbbnum. Þeir hafa komið úr ýmsum áttum en síðustu árin hefur þessi viðurkenning þó helst verið veitt fyrir þá sem hafa lagt sérstaklega mikið á sig til að efla klúbbinn og gera hann betri en hann er. Hér kemur yfirlit yfir heiðursfélaga sem full ástæða er til að halda á lofti. 1. Magnús V. Pétursson (2000)

Heiðursfélagarnir Magnús V. Pétursson og Pete Sampara

Á upphafsárum klúbbsins var leitað leiða til að fara með hóp Íslendinga á leik á Anfield. Magnús var þar betri en enginn. Ekki aðeins þekkti hann til í Liverpool frá störfum sínum sem milliríkjadómari heldur hafði hann líka sambönd. Hann skipulagði fyrstu hópferðirnar og lagði þar með grunninn að þeim hópferðum sem síðan þá hafa verið eitt af aðalsmerkjum Liverpoolklúbbsins. Þá rak Magnús árum saman verslunina Jóa útherja, sem var í góðu samstarfi við Liverpoolklúbbinn og þar var lengi vel sá staður sem bauð upp á mesta úrvalið af Liverpoolvörum. Magnús, eða Maggi Pé eins og hann er yfirleitt kallaður, á því stóran þátt í því að koma Liverpoolklúbbnum af stað og því vel við hæfi að hann yrði fyrsti heiðursfélagi Liverpoolklúbbsins.

2. Haukur Ingi Guðnason (2002)

Haukur Ingi (hér lengst til hægri) á góðri stund á árshátíð

16

Eini stuðningsmaður annars liðs en Liverpool sem hefur hlotnast þessi heiður, en ástæðan er vitaskuld sú að hann var fyrsti Íslendingurinn til að gera atvinnumannasamning við Liverpool – það gerðist seint á árinu 1997. Hann náði aldrei að festa sig í sessi í liðinu vegna meiðsla en tókst að vera tvisvar í leikmannahópnum í deildarbikarleikjum með aðalliðinu og átti góða spretti með varaliðinu. Haukur Ingi hefur hins vegar haldið tengslum við Liverpoolklúbbinn frá því að hann fékk þessa nafnbót árið 2002 og hefur verið reglulegur gestur á árshátíðum klúbbsins síðan.


Magnús Ólafsson tekur hér við sinni viðurkenningu sem heiðursfélagi

Sigursteinn með verðskuldaða viðurkenningu

ið alla þessa leið. Magnús sá einnig lengi um alla prentun fyrir Liverpoolklúbbinn.

5. Arngrímur Baldursson (2005)

Pete Sampara, Arngrímur Baldursson og Magnús V. Pétursson

3. Pete Sampara (2002)

4. Magnús Ólafsson (2003)

Árum saman var Pete sá stuðningsmaður Liverpool sem Íslendingar þekktu best. Þegar menn mættu á Anfield var hann alltaf á barnum Park í næluvestinu sínu og allir vildu láta mynda sig með honum. Pete var einnig duglegur við að breiða það út meðal annarra stuðningsmanna hversu harðir stuðningsmenn Íslendingar væru og nú vita það flestir sem eru fastagestir á Park á leikdegi. Pete kom reglulega á árshátíðir Liverpoolklúbbsins um nokkurt skeið en nú hafa aðrir tekið við því kefli.

Sennilega er vandfundinn harðari Púllari en Magnús, sem um árabil hefur verið þekktur hér á landi sem leikari og skemmtikraftur. Magnús tekur stuðninginn við félagið alla leið. Hann flaggar alltaf heima hjá sér á leikdegi. Hann tárast þegar hann er á Anfield og You‘ll never walk alone er spilað. Og fræg er sagan af honum þegar hann fór á tapleik á Anfield, hitti svo Robbie Fowler á skemmtistað um kvöldið og hundskammaði hann fyrir að hafa þurft að láta sig horfa á tapleik eftir að hafa kom-

Arngrímur var í fyrstu stjórn Liverpoolklúbbsins, var formaður klúbbsins í þrjú og hálft ár og kom svo aftur inn í stjórnina etir að hann lét af störfum sem formaður. Vefsíðan liverpool.is, sem var hleypt af stokkunum árið 1999 og átti öðru fremur þátt í mikilli sprengingu sem þá varð á fjölda klúbbfélaga, er að miklu leyti hans verk og hann ritstýrði vefnum lengi. Síðan þá hefur hann ásamt Guðmundi Magnússyni getið sér gott orð fyrir vefinn lfchistory.net sem og bókaútgáfu um Liverpool, en tvær slíkar hafa komið út undanfarin ár. Það hefur átt sinn þátt í að breiða út orðspor íslenskra Púllara. Að auki er Arngrímur gangandi alfræðiorðabók um félagið og kemur enginn af tómum kofunum hjá honum ef menn vilja vita eitthvað um félagið, enda hefur hann leitað á ólíklegustu stöðum til að viða að sér meiri fróðleik.

6. Sigursteinn Brynjólfsson (2007) Sigursteinn kom sterkur inn í stjórnina árið 1998. Hann fór einn og óstuddur til Liverpool í þeim tilgangi að ná viðtölum við leikmenn og tókst prýðilega upp. Í

17


Sigfús Guttormsson á góðri stundu

kjölfarið mynduðust tengsl sem vörðu árum saman þannig að reglulega hafði fulltrúi Rauða hersins, tímarits Liverpoolklúbbsins, kost á því að heimsækja Melwood, æfingasvæði félagsins, og ná þar viðtölum. Þau tengsl entust þangað til ritari framkvæmdastjórans lést. Sigursteinn hefur alls gegnt formennsku í Liverpoolklúbbnum í átta ár, lengur en nokkur annar, og verið leiðandi í þeirri stækkun og eflingu klúbbsins sem hefur átt sér stað undanfarinn áratug.

Markús Einarsson

við hvernig klúbburinn hefur þróast. Hætti svo þegar hann flutti til útlanda en kom aftur í stjórnina þegar hann flutti heim á ný og sinnti meðal annars ritstjórn Rauða hersins og miðamálum. Hann tók svo við formennsku í klúbbnum árið 2006 og gegndi því til ársins 2008. Frumkvöðlastarfið sem Jón Óli vann hefur heldur betur borið öflugan ávöxt, enda klúbburinn ekki til ef ekki hefði verið fyrir þetta starf.

7. Sigfús Guttormsson (2008) Þrátt fyrir að hafa aldrei setið í stjórn Liverpoolklúbbsins hafa fáir starfað lengur fyrir klúbbinn en Sigfús. Þessi geðþekki Héraðsbúi hefur skrifað í Rauða herinn nánast frá því að blaðið hóf göngu sína og vekja greinar hans oft athygli. Hann hefur einnig verið gríðarleg öflugur í skrifum á liverpool.is alveg síðan sá vefur hóf göngu sína og skipta fréttirnar og greinarnar sem hann hefur sett þar inn nú þúsundum.

8. Jón Óli Ólafsson (2009) Fyrsti formaður Liverpoolklúbbsins og leiðandi í því að koma klúbbnum á koppinn. Var einn af þeim sem eyddi ómældum tíma og jafnvel fjármunum í að safna félögum og það starf átti heldur betur eftir að reynast ómetanlegt miðað

18

Jósep Svanur Jóhannesson varð heiðursfélagi 2013

9. Sigurður Reynisson (2010) Siggi Reynis, eða Sjúrður eins og hann er stundum kallaður, hefur hannað nánast allt prentverk sem frá Liverpoolklúbbnum hefur komið frá því á árdögum klúbbsins. Hann hannar til að mynda forsíðuhaus Rauða hersins og borða á vefnum, en hans stærsta verk er dagatalið, sem Siggi hefur hannað frá upphafi með glæsibrag. Siggi sat einnig í stjórninni í nokkur ár en þó að hann sitji ekki


Jón Óli Ólafsson átti stóran þátt í því að stofna klúbbinn ásamt því að vera fyrsti formaður hans lengur þar er hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða þegar á þarf að halda, og er einn af þeim sem er alltaf tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir klúbbinn.

utanumhald. Síðan sinnti hann markaðsmálum og átti stóran þátt í að fjölga samstarfsaðilum, sem gerði klúbbinn fjárhagslega sterkari og gat þar með

haldið úti öflugri starfsemi. Hann hélt einnig utan um marga viðburði sem klúbburinn stóð fyrir og gerði það alltaf með stakri prýði.

10. Markús Einarsson (2011) Sat í stjórn Liverpoolklúbbsins í átta ár, lengst af sem gjaldkeri, og hélt vel um fjármálin á þeim tíma. Hann var á sínum tíma langelstur í stjórninni, en miðlaði óspart af reynslu sinni á fundum, enda þaulvanur félagsmálum, og komu innlegg hans oft í góðar þarfir. Hann átti einnig töluverðan þátt í að gera klúbbinn fjárhagslega sterkari og þar af leiðandi að þeirri öflugu einingu sem hann er orðinn núna.

11. Jósep Svanur Jóhannesson (2013) Svanur sat í stjórn í mörg ár, tók að sér margvísleg verkefni og leysti þau öll vel. Lengi hélt hann um félagaskráningarnar sem var þá ógurleg vinna og

Sigurður Reynisson tekur við sinni viðurkenningu úr hendi Neil Ruddock

19


Craig Johnston var í gullaldarliði Liverpool á níunda áratugnum:

Átti að taka af mér fótinn þegar ég var barn Gullaldarlið Liverpool á níunda áratug síðustu aldar er af mörgum talið það besta sem Liverpool hefur teflt fram. Úr því liði hafa komið nokkrar goðsagnir á borð við Kenny Dalglish og Ian Rush. Aðrir leikmenn eru þekktir en hafa þó einhvern veginn ekki sömu stöðu og tveir þeir fyrrnefndu. Einn þeirra er hinn ástralski Craig Johnston. Hann hefur lifað viðburðaríku lífi. Eftir að hafa auðgast mikið á viðskiptum varð hann gjaldþrota og stundar nú aðallega ljósmyndun. Hann hefur einnig fitlað við tónlist og samið nokkur lög. En hann hefur afrekað að verða fimm sinnum enskur meistari auk þess að verða Evrópumeistari og enskur bikarmeistari með Liverpool. Hann skoraði meira að segja sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum, en alls skoraði hann 49 mörk fyrir Liverpool. Hann var nýlega í ítarlegu viðtali við útvarpsþáttinn World Football á BBC, og hér fylgir endursögn úr því viðtali.

Ferill Johnstons er merkilegur fyrir þær sakir að engu munaði að hann myndi aldrei ná að spila knattspyrnu. „Á fyrsta skóladeginum mínum, þegar ég var sex eða sjö ára, lenti ég í slagsmálum og var barinn ansi illa. Strákurinn sparkaði meðal annars í hægri fótinn á mér og út frá því kom sýking

20

í hann. Sýkingin fór í beinmerginn og fóturinn bólgnaði svo illa að á endanum komust læknarnir að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að taka af mér fótinn. Foreldrar mínir voru gjörsamlega eyðilagðir og móðir mín þurfti að skrifa undir eyðublöð þar sem leyft var að taka fótinn. Einhverra hluta vegna var á

staðnum bandarískur skurðlæknir sem var á ferðalagi, dr. Glass, sem var sérfræðingur á þessu sviði. Hann heyrði af þessu tilfelli minu og vildi gera tilraun til að bjarga fætinum, þó að það yrði áhættusamt. Foreldrar mínir samþykktu það og honum tókst ætlunarverkið. Sem var eins gott því að það hefði hægt ansi mikið á mér sem vængmaður í fótbolta ef ég hefði aðeins verið með einn fót!“ Nokkrum árum seinna, þegar þú ert á táningsaldri, ferðu svo til reynslu hjá Middlesborough. Þetta var á áttunda áratugnum, fyrir daga youtube og dvd-diska. Hvernig kom þetta til? „Meðan ég var að jafna mig á þessari sýkingu hafði ég hrifist mjög af fótboltanum. Ég sagði við mömmu að ég vildi fara til Englands og spila þessa íþrótt – reyna að komast að einhvers staðar. Foreldrar mínir mótmæltu og komu með þrenns konar rök. Í fyrsta lagi hafði læknirinn sagt við mig að ég gæti aldrei spilað íþrótt sem krafðist mikilla líkamlegra átaka og snertingar. Golf og brimbretti væru íþróttir sem ég ætti frekar að stunda. Í öðru lagi var mamma yfirkennari í skóla í hverfinu okkar og hún sagði við mig hreint út að einkunnirnar mínar væru hræðilegar, enda hafði ég misst svo mikið úr vegna veikindanna. Og í þriðja lagi hefðu foreldrar mínir ekki efni á því. Eins og krakkar gera þá suðaði ég, kvartaði og röflaði


endalaust og sagði þrjóskulega að ég vildi verða knattspyrnumaður. Á endanum samþykkti mamma þetta og foreldrar mínir seldu húsið sitt til að fjármagna för mína til Middlesborough þar sem ég fór til reynslu. Þú ert lélegasti knattspyrnumaður sem ég hef séð Það hlýtur að hafa verið mikil pressa á þér þegar þú fórst til Englands í ljósi þess að foreldrar þínir seldu húsið sitt til að þú fengir þetta tækifæri? Þetta var árið 1975 og ég var 15 ára gamall. Ég var að yfirgefa skólann og félaga mína og allt sem ég þekkti. Á þeim tíma var sjónvarpið svarthvítt og ferðalög til útlanda voru ekki algeng. Ég var dauðskelkaður og hræddur um hvað kæmi fyrir mig en ég

hafði á móti ódrepandi löngun til að spila fótbolta. Þegar ég spilaði æfingaleik kom Jackie Charlton, þáverandi framkvæmdastjóri, í búningsklefann okkar í leikhléi. Framkvæmdastjórar koma yfirleitt aldrei á þessa leiki þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að gera. Við vorum 3-0 undir, hann var rauður af reiði og hundskammaði alla í búningsklefanum. Hann sagði hluti eins og „þú getur ekki neitt“ og „þú ert gagnslaus“. Svo kom hann til mín og spurði: „Hvaðan ert þú?“ Ég saup hveljur og sagði: „Ég er frá Newcastle í Ástralíu.“ Og hann sagði: „Þú ert lélegasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á ævinni. Farðu.“ „Núna?“ spurði ég. Hann játaði því. Ég brast í grát í búningsklefanum og það hefði mátt heyra

saumnál detta. Ég pakkaði niður mínum blauta búningi og svo varð ég að hringja í foreldra mína og segja þeim fréttirnar. Það er það erfiðasta sem ég hef þurft að gera. Þegar ég náði sambandi heyrði ég spenninginn hinum meginn á línunni. „Craigers, Cragiers, hvernig var reynslutíminn hjá þér?“ Ég sagði: „Jack Charlton var þarna.“ „Ó! Frábært! Og hvað sagði hann?“ Og ég sagði: „Hann sagði að ég væri einn af bestu leikmönnunum sem hann hafði séð og hann vill að ég verði áfram.“ Svo lagði ég á og brast aftur í grát. Þá þurfti ég að gera upp við mig hvað ég ætlaði að gera því að Jack Charlton hafði ekki rangt fyrir sér. En 4-5 árum seinna gengurðu til liðs við Liverpool, sem var yfirburðalið á þeim tíma og eitt besta liðið í Evrópu. Hvernig varðstu leikmaður Liverpool? Ég æfði einn á bílastæðinu hjá Middlesborough. Ég teiknaði mörk með krít á vegginn. Síðan stillti ég upp fótboltum fimmtán metra í burtu og skaut svo bæði með vinstri og hægri fæti. Ég æfði því sérstaklega þá hluti sem ég var lélegur í. Þetta varð að þráhyggju hjá mér og þó að ég hafi verið aleinn var þetta einn af bestu tímum lífs míns. Það eina sem ég gerði var að vinna að því að vera betri knattspyrnumaður að kvöldi en þegar ég vaknaði um morguninn. Þá gerðist tvennt. Það kom nýr knattspyrnustjóri til Middlesborough, John Neil. Fyrsta vinnudaginn hans lagði hann bílnum í bílastæðið og sá mig þar. Ég var enn með sítt hár eins og ég væri að koma beint af ströndinni. Hann býður góðan dag og ég svara. Hann spyr hvað ég sé að gera og ég svara að ég sé að æfa mig. Hann fór þvínæst í búningsklefann og spyr hver ég sé. Og þeir svara: „Þetta er kengúran.“ Neil spyr: „Getur hann eitthvað?“ og fær svarið: „Nei, hann er drullulélegur.“ Hann tók því, kom samt alla daga og heilsaði mér. Þegar hann hafði verið þarna í einhvern tíma kom upp sýking í félaginu þannig að liðið gat ekki stillt upp varaliði þegar það átti að spila útileik gegn Scarborough. Þá var stungið upp á því að setja kengúruna í hópinn. Þeir höfðu það ekki í huga að ég myndi endilega spila – ég yrði aðeins í hópnum til að liðið þyrfti ekki að gefa leikinn. Hins vegar meiddust tveir leikmenn þannig að ég kom inná. Og ég skoraði með skoti, vippu og beint úr aukaspyrnu. Þetta

21


var besta stund lífs míns. Áætlunin mín hafði virkað og það hafði borgað sig að halda áfram í einverunni í stað þess að fara heim til vina minna í Ástralíu. Allt small saman í fótboltanum. Vissi að kengúran yrði góð Og hvað kom þér svo þaðan til Liverpool? Það varð svipuð atburðarráðs um ári síðar. Það komu upp veikindi hjá félaginu og áttu erfitt með að skrapa saman í lið. Í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar, í leik gegn Everton, var ég settur í byrjunarlið aðalliðsins. Ég átti mjög góðan leik, en það fyndna var að í fyrirsögnunum í blöðunum daginn eftir var haft eftir Jack Charlton: „Ég vissi alltaf að kengúran myndi verða góð.“ Johnston var ungur að árum þegar hann gekk til liðs við Liverpool en hann varð fljótt vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Þeir sáu að þó að hann væri ekki endilega sá hæfileikaríkasti gaf hann alltaf allt í leikina og það kunnu þeir að meta. Hápunktur ferilsins var sennilega þegar hann skoraði eitt marka Liverpool í 3-1 sigri á Everton í úrslitaleik enska bikarsins árið 1986. En Liverpool var síðasta félagið sem hann lék með sem atvinnumaður. Hann hætti að spila knattspyrnu árið 1988, þegar hann var aðeins 27 ára. Þá hafði ýmislegt gengið á. Meðal annars kom upp mikill harmleikur í fjölskyldunni. „Ég var að búa mig undir að fara í jólapartý Liverpool árið 1987, klæddur eins og Dane Edna. Þá hringdi mamma til að segja mér að systir mín hefði lent í hræðilegu slysi og væri í dái á spítala í Marokkó. Ég komst þangað um kvöldið með einkaflugvél. Systir mín var hræðilega illa farin. Höfuðið var næstum tvöfalt stærra en það átti að vera því að hún hafði orðið fyrir gaseitrun. Hún var svo flutt til Ástralíu þar sem hún rankaði við sér en hefur nánast verið heiladauð síðan. Þetta var gríðarlega erfiður tími og var ástæðan fyrir því að ég ákvað að leggja skóna á hilluna snemma, þegar ég var 27 ára gamall. Ég vildi vera heima og hjálpa til við endurhæfingu hennar. Studdi fórnarlömb Hillsboroughslyssins Ári seinna varð svo hið hræðilega slys á Hillsborough-vellinum í Sheffield þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust. Hvernig

22

fréttirðu af því? Ég var að vinna í Sydney við íþróttaþátt í sjónvarpi. Þegar fréttirnar bárust varð ég að fara strax til Liverpool til að hjálpa til. Hvað gerðirðu? Ég hafði gengið í gegnum harmleikinn með systur mína, sem hafði orðið fyrir heilaskemmdum vegna gaseitrunar. Ég sat við rúmið hennar til að reyna að vekja hana úr dáinu mánuðum saman. Eitt af því sem við reyndum var að klípa eða kitla pínulitla dóttur hennar þannig að hún færi að gráta eða hlæja, og það kallaði fram alls konar tilfinningar hjá systur minni sem hjálpaði henni að vakna. Þegar við komum til Sheffield voru spítalarnir einu staðirnir sem við gátum farið á. Flestir sjúklinganna höfðu einmitt orðið fyrir súrefnisskorti í heila þar sem þeir höfðu hreinlega kramist. Það var svipað því sem kom fyrir systur mína. Ég ákvað því að fá með með mér Alan Hansen, Bruce Grobelaar, John Aldridge og Ian Rush og þeir töluðu í hljóðnema til þess að vekja þá úr dáinu. Við fengum nöfnin á börnunum og foreldrunum sem áttu um sárt að binda og hver uppáhaldsleikmaður þeirra var. Alan Hansen gerði eitt frábært. Hann hvatti fólk með sínum einstaka skoska hreim til að koma á næsta leik og óskaði þeim góðs bata. Þetta var það besta sem við gátum gert og ég gerði þetta.

Varð næstum gjaldþrota Þú hannaðir fræga fótboltaskó sem áttu að auðvelda mönnum að senda eða skjóta boltanum í boga. Það gekk á ýmsu þar og þú fórst frá því að njóta mikillar velgengni yfir í að vera nánast þurrkaður út. Svona er líf uppfinningamannsins. Ég var reyndar með aðra hugmynd sem mér fannst ennþá betri en skórinn. Hún kostaði mig 2,5-3 milljónir punda og 12 ár ævi minnar. Hún kallaðist Superskills og var þjálfunaráætlun, studd af FIFA. FIFA hafði aldrei áður stutt við þjálfunarforrit, og hefur ekki gert það síðan. Það sem gerðist var að ég varð peningalaus, aðallega vegna þess að fólk sem hafði lofað að styðja við verkið stóð ekki við það. Þess vegna tapaði ég öllu. Ég vaknaði einn morguninn og átti hvorki hús né bíl. Ég var bókstaflega heimilislaus. Maður getur alltaf lifað innan girðingar alla ævi eða tekið áhættu og þá annaðhvort notið velgengni eða mistekist gjörsamlega og farið á svo dimman stað að maður er hræddur um að komast aldrei þaðan aftur. Hvernig komstu út úr þessu? Ég var bæði særður og í áfalli eftir þetta. Ég hafði engar tekjur, hús eða fjölskyldu. Ég vissi að ég yrði að komast í burtu en hafði ekki efni á að komast neitt. Það eina sem ég átti var gömul myndbandsupptökuvél, en hún tók líka kyrrmyndir. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun. Ég gekk því um göturnar í 2-3 vikur og tók mynd af hverju sem er, og í leiðinni fór ég í gegnum hvað hefði farið úrskeiðis og hvers vegna. Ég gat ekki einu sinni byrjaði að koma hlutunum í lag, ég held að ég hafi orðið að komast yfir áfallið fyrst. Ljósmyndunin hjálpaði mér til þess og síðustu 8-9 ár hef ég verið ljósmyndari. Ég hef lifað á því síðan. Að lokum, hvað finnst þér um Luis Suárez? Að mínu mati er Luis Suárez besti leikmaðurinn sem hefur spilað með Liverpool frá upphafi, tæknilega og miðað við frammistöðuna á vellinum. Ég spilaði með Rush, Dalglish og Souness sem ættu þessa nafnbót kannski skilið en enginn annars en Suárez hefur fengið mig til að standa upp úr sætinu og hvetja hann áfram. Liverpool ætti að gera allt sem í þeirra mannlega valdi stendur til að halda honum. Þegar ég velti fyrir mér hver ég vil að spili í mínu liði er svarið: Ég vil Luis Súarez – sem framherja, hægri kantmann, vinstri bakvörður og markmann!


23


Tuttugu ár í lífi klúbbs og félags! Liverpool klúbburinn á Íslandi var stofnaður fyrir 20 árum. Aðrir munu rekja það sem hefur drifið á daga klúbbsins en það hefur líka margt gerst í lífi Liverpool Football Club frá því 26. mars 1994. Hér verður tæpt á því allra helsta, góðu og slæmu, sem hefur gerst í sögu Liverpool Footall Club á síðustu tveimur áratugum. og skoraði í sínum fyrsta leik. Liverpool var í baráttu um titilinn en endaði í fjórða sæti á markahlutfalli. Þrjú lið voru jöfn af stigum en markahlutfallið setti Liverpool í fjórða sæti. 1997/98. Hinn ungi Michael Owen skoraði 23 mörk á leiktíðinni og um sumarið sló hann í gegn á HM í Frakklandi. Eftir leiktíðina var ákveðið að fá Frakkann Gerard Houllier til að sinna starfi framkvæmdastjóra með Roy Evans. 1998/99. Liðinu gekk vel til að byrja með undir stjórn Roy Evans og Gerard Houllier. Þegar leið á haustið fór að halla undan fæti og í nóvember ákvað Roy að láta af störfum. Gerard tók við og stjórnaði nú einn. Í nóvember kom Steven Gerrard inn á í fyrsta sinn í leik með aðalliðinu. 1993/94. Ungur piltur, Robbie Fowler, lék sinn fysta leik, og skoraði fyrsta af fjölmörgum mörkum fyrir félagið. Graeme Souness lét af störfum í lok janúar og Roy Evans tók við sem framkvæmdastjóri. Um vorið lék Liverpool sinn síðasta leik fyrir framan hin heimsfrægu Kop áhorfendastæði. Þau voru rifin og ný stúka byggð. 1994/95. Liverpool vann Deildarbikarinn eftir 2:1 sigur á Bolton Wanderers á Wembley. Hinn magnaði Steve McManaman skoraði bæði mörkin. Roy Evans var kominn á blað í titlasöfnun. 1995/96. Roy Evans kom Liverpool aftur á Wembley nú í úrslitaleik í F.A. bikarnum. Því miður tapaðist leikurinn 1:0 fyrir Manchester United. Robbie Fowler skoraði 36 mörk í öllum keppnum og var algjörlega óstöðvandi. 1996/97. Ungur og efnilegur varnarmaður,

24

Jamie Carragher, lék sinn fyrsta leik í janúar. Í einum af síðustu leikjum leiktíðarinnar kom annar ungliði Michael Owen inn á

1999/2000. Gerard Houllier keypti leikmenn á borð við Sami Hyypia, Stephane Henchoz, Dietmar Hamann og Vladimir


Smicer. Liðið styrktist mikið og engu mátti muna að Meistaradeildarsæti næðist. Það rann úr greipum í síðustu umferð. 2000/01. Ógleymanleg leiktíð. Liverpool vann einstaka bikarþrennu. Fyrst Deildarbikarinn eftir vítaspyrnusigur á Birmingham. Svo F.A. bikarinn á ótrúlegan hátt á móti Arsenal og Evrópukeppni félagsliða á enn ótrúlegri hátt með gullmarki á móti Alaves. Tveir bikarar á fimm dögum. Sannarlega óviðjafnanlegir vordagar! Leiktíðin endaði svo á því að Liverpool tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í síðustu umferð. 2001/02. Sigurgangan hélt áfram í lok sumars og Góðgerðarskjöldurinn eftir sigur á

Manchester United og Stórbikar Evrópu á kostnað Bayern Munchen bættust í safnið. Liverpool hafði þar með unnið fimm titla á einu almanaksári. Einstætt afrek. Robbie Fowler fór óvænt til Leeds United um haustið. Gerard Houllier var við dauðans dyr á haustdögum eftir mikla ósæðaraðgerð. Phil Thompson, nánasti aðstoðarmaður hans, tók við stjórn liðsins þar til Gerard kom aftur til starfa á útmánuðum. Liðið var orðið mjög sterkt og endaði í öðru sæti í deildinni. 2002/03. Sumarliðarnir El Hadji Diouf, Salif Diao og Bruno Cheyrou náðu aldrei að standa undir væntingum og í stað þess að liðið héldi áfram að taka framförum fór að halla undan fæti og Meistaradeildarsæti

náðist ekki. Liverpool vann þó Deildarbikarinn eftir eftirminnilegan 2:0 sigur á Manchester United á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Sá leikvangur var oft heimsóttur af Rauða hernum á þessum árum. 2003/04. Það gekk upp og niður. Gerard virtist ekki hafa náð sér eftir veikindin og það varð að ráði að hann léti af störfum eftir leiktíðina. Spánverjinn Rafael Benítez kom í hans stað. Gerard endaði á því að koma Liverpool í Meistaradeildina í síðasta leik. Michael Owen ákvað að hafa vistaskipti og fór til Real Madrid um sumarið. 2004/05. Liverpool komst í úrslitaleik Deildarbikarsins en tapaði eftir framlengingu fyrir Chelsea. Ótrúleg Evrópuvegferð endaði með kraftaverkinu í Istanbúl. Liverpool náði að vinna Evrópubikarinn, í fimmta sinn, á ótrúlegan hátt sem aldrei gleymist. AC Milan komst í 3:0 í fyrri hálfleik en þrjú mörk frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso, á sex mínútum á upphafskafla síðari hálfleiks jöfnuðu leikinn 3:3. Pólverjinn Jerzy Dudek tryggði svo Evrópubikarinn með því að verja víti frá Andriy Shevchenko. Gott ef Jóhannes Páll páfi annar og almáttugir kraftar komu ekki við sögu á Ataturk leikvanginum! Steven Gerrard tók við Evrópubikarnum. Margir segja þetta besta úrslitaleik sögunnar. Stuðningsmenn Liverpool vita að minnsta kosti ekki um neinn betri! 2005/06. Stórbikar Evrópu bættist í safnið í ágúst en Heimsbikar félagsliða náðist ekki í desember þrátt fyrir algjöra yfirbuði gegn Sao Paolo í Japan. Dómari leiksins dæmdi

25


þrjú mörk af Liverpool! Robbie Fowler sneri heim á Anfield í lok janúar! Einn af eftirminnilegustu atburðum á þessum viðburðaríku árum. Önnur bikarvegferð hófst eftir áramótin og hún endaði í Cardiff. Liverpool vann F.A. bikarinn í enn einum ótrúlegum úrslitaleik. Mögnuðum úrslitaleik lauk 3:3 á móti West Ham United. Liverpool hafði betur í vítaspyrnukeppni og nú var Spánverjinn Jose Reina hetjan. Tvö stórfengleg mörk Steven Gerrard og það síðara á allra síðustu stundu, sem jafnaði metin 3:3, fóru beinustu leið í annála. Leikurinn hefur síðan verið nefndur Gerrard úrslitaleikurinn!

Torres. Hann endaði leiktíðina með 33 mörk! Liverpool lék oft vel á leiktíðinni, var ofarlega í deildinni og komst í undanúrslit í Meistaradeildinni en féll eftir mikla rimmu við Chelsea. Það voru margar rimmurnar við Chelsea á þessum árum. 2008/09. Liverpool átti sína bestu deildarleiktíð í nokkurn tíma og endaði í öðru sæti. Nokkur dýr jafntefli í kringum áramótin komu í veg fyrir að Englandsmeistaratitilinn kæmi heim. Steven Gerrard var alveg magnaður og skoraði 24 mörk. Hann var kjörinn Knattspyrnumaður ársins.

2006/07. Skjöldurinn bættist í bikaraskápinn í byrjun leiktíðar eftir góðan sigur á Chelsea. Enn ein mögnuð Evrópuvegferð endaði með úrslitaleik um Evrópubikarinn við AC Milan í Aþenu. Liverpool lék í raun betur en í Istanbúl en nú var heppnin með Milan sem vann 2:1. Amerískir kaupsýslumenn, George Gillett og Tom Hicks, keyptu Liverpool F.C. í byrjun febrúar og lofuðu öllu fögru.

2009/10. Í stað þess að liðið yrði enn betra fór að molna undan því og það hrapaði niður í sjöunda sæti. Liverpool komst þó í undanúrslit í Evrópudeildinni en féll naumlega úr leik fyrir Atletico Madrid. Eigendurnir misstu traust allra dag frá degi. Ekki bættu samskiptaörðugleikar þeirra og Rafael Benítez úr skák. Stuttu eftir lok leiktíðar var Rafael ekki lengur framkvæmdastjóri Liverpool. Hinn reyndi Roy Hodgson var ráðinn í hans stað.

2007/08. Sterkir leikmenn komu til liðsins og fór mest fyrir Spánverjanum Fernando

2010/11. Það var snemma ljóst að Roy Hodgson var ekki rétti maðurinn í að

26

stjórna Liverpool. Allt gekk á afturfótunum og hann virtist ekki ná til leikmanna og stuðningsmanna. Ljós á myrkum haustdögum kviknaði þegar John Henry og viðskiptafélag hans í Boston náði að bjarga Liverpool F.C. úr klóm þeirra George Gillett og Tom Hicks. Í ljós kom að ekki mætti tæpara standa því við lá gjaldþroti! Eftir hálft ár í starfi var Roy látinn hætta sem framkvæmdastjóri og Kóngurinn ræstur út! Hver hefði trúað því að Kenny Dalglish ætti eftir að verða framkvæmdastjóri Liverpool á nýjan leik? Stuðningsmenn Liverpool trúðu ekki sínum augum og eyrum! Liðið tók strax miklum breytingum til batnaðar undir stjórn Kenny og endaði leiktíðina mjög vel. Miklar sviptingar urðu á síðasta degi janúar þegar Liverpool keypti sóknarmennina Luis Suarez og Andy Carroll. Sama dag fór Fernando Torres til Chelsea. 2011/12. Tvær bikarvegferðir undir stjórn Kóngsins voru sérlega eftirminnilegar og Liverpool komst á nýja Wembley í fyrsta sinn. Loksins náðist titill þegar Liverpool vann Deildarbikarinn eftir háspennuleik við Cardiff City sem lauk 2:2. Liverpool hafði betur í vítaspyrnukeppni


sem tók heldur betur á taugarnar. Anthony Gerrard, frændi Steven skaut framhjá úr síðustu spyrnu og Liverpool vann bikarinn. Hin bikarferðin endaði með úrslitaleik á móti Chelsea sem tapaðist naumlega. Illa gekk að skora í deildinni þrátt fyrir góða leiki á tíðum. Tréverk og alls konar óheppni þýddi að Liverpool endaði í áttunda sæti. John Henry og félagar ákváðu að best væri að skipta um framkvæmdastjóra og seinni valdatíð Kenny Dalglish var á enda en hún færði titil og mál var til komið. Í hans stað var ráðinn Norður Írinn Brendan Rodgers.

á að lengja samning sinn við Liverpool. Kóngurinn kom enn og aftur til liðs við Liverpool á haustdögum þegar hann tók boði eigenda félagsins um að ganga til liðs við stjórn Liverpool F.C. Liverpool vann fyrstu þrjá deildarleikina og hefur verið meðal efstu liða það sem af er leiktíðar. Liðið hefur tekið miklum framförum

undir stjórn Brendan Rodgers og leikið frábærlega með fyrirliðann Steven Gerrard í lykilhlutverki. Mörkunum hefur rignt og stuðningsmenn Liverpool leika við hvurn sinn fingur. Þegar þetta er skrifað er Liverpool langt komið með að tryggja Meistaradeildarsæti og berst við þrjú önnur lið um sjálfan Englandsmeistaratitilinn. Það getur allt gerst á lokasprettinum og við stuðningmenn Liverpool vonumst eftir því allra besta og við vitum hvað er! Sigfús Guttormsson tók saman.

2012/13. Það gekk lengi stirðlega framan af hjá Brendan og fyrsti deildarsigurinn kom ekki fyrr en í lok september. Smám saman fór þó liðið að braggast. Um jólin fór leikur liðsins að taka þá mynd á sig sem Brendan talaði um þegar hann tók við. Koma þeirra Daniel Sturridge og Philippe Coutinho í janúar bætti leik liðsins mikið. Slæm bikarbrottföll voru ergileg en lokasprettur liðsins í deildinni var mjög góður. Liðið lék æ betur og mörkin komu í stríðum straumum. Luis Suarez skoraði 30 mörk áður en hann var settur í 10 leikja bann eftir skammarlega atlögu að leikmanni Chelsea. Evrópusæti náðist ekki en batamerki voru greinileg. Jamie Carragher lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. 2013/14. Luis Suarez hugðist komast frá Liverpool á sumardögum en honum var settur stóllinn fyrir dyrnar. Hann endaði

27


Árshátíðarhelgin 2014 Stærsta árshátíð í sögu Liverpoolklúbbsins var haldin 22. mars síðastliðinn, og þar var heiðursgesturinn Robbie Fowler, líklega stærsta nafn sem hingað hefur komið. Ríflega þrjú hundruð og fjörutíu manns mættu á Spot og skemmtu sér konunglega, auk þess sem Robbie áritaði líka fyrr um daginn í ReAct, þar sem gríðarlegur fjöldi fólks mætti. Hér má sjá svipmyndir af stemmningunni.

. Mjög löng var löng. ct eA R í Röðin

Hreimur hita ði upp

28

Einn ungur fék k

að vera í fangin u á Fowler.

kyrjað af walk alone You‘ll never

að vanda.

innlifun.


Robbie Fowler og Haukur Ingi Guðnason.

Yfirþjónninn á árshátíðinni. Fagmennskan í fyrirrúmi.

Darren Farl ey hermdi ef tir hverjum um á fætur knattspyrnu öðrum. Han manninn sló í gegn .

Robbie Fowler á spjalli um ferilinn. Hallgrímur Indriðason ræðir við hann.

Lutoniturleika b m ftur. u u ræð ominn a innilega n væri k m in ir r ft u e g lt é atu álsson h íundi ár Stefán P s og að n in s n n a gsm stuðnin

Að vanda var gefinn ferðavinningur – þessi heppni árshátíðargestur er að fara á Anfield á næsta tímabili.

29


Aðsendar myndir – úrval Lesendur hafa oft verið duglegir að senda skemmtilegar myndir tengdar Liverpool. Hér má sjá brot af því besta síðustu ár.

Stefanía Klara í sínum fyrsta Liverpoolgalla. Boðskapurinn þarfnast ekki frekari skýringa.

Liverpoolþema í þessari myndskreytingu.

Hér eru systkinin Einar Óli, Helgi Hrannar og Elísa Guðrún.

30

Krúttlegur sigurvegari fagnar hér Liverpoolmarki.

Bolurinn hans pabba mátaður.


Sumir smiðir taka tómstundagamanið sitt alvarlega.

Liverpoolsystkinin Victoría, Mikael, Þórunn og Ernst.

Þórarinn Eldjárn mátar Liverpoolhúfu afa síns.

Maríusz, Harpa, Róbert Andri , Aníta Ósk og Sædís María í fermingarmyndatöku hjá Anítu og Sædísi.

Aron Dagur Óskarsson, sem var níu mánaða þegar þessi mynd var tekin.

Tveir bræður ásamt frænku sinni. Vel uppalin börn greinilega.

31


Svipmyndir úr sögu Liverpoolklúbbsins

Þeir nafnar og heiðursfélagar Magnús V. Pétursson og Magnús Ólafsson taka vel undir þegar You‘ll never walk alone er sungið á árshátíð Liverpoolklúbbsins snemma á þessari öld.

Jón Óli Ólafsson og Sigursteinn Brynjólfsson stjórnarmenn á árshátíð Liverpoolklúbbsins 2003.

Góð stemning á fánadegi á Egilsstöðum árið 2002.

Vel klæddar á barnaárshátíð í byrjun aldar.

Á Melwood. Jerzy Dudek gefur eiginhandaráritun.

32

Kristmann Pálmason og Gerard Houllier árið 2002.

Jamie Carragher hress í viðtali við Jón Óla Ólafsson.


Lengi hafa verið vinabönd á milli Liverpool og Celtic. Hér gerir Kristbjörn Ægisson sitt til að treysta þau fyrir leik liðanna á Anfield 2002.

Danny Murphy fær afhenta teikningu af sér frá stuðningsmönnum Liverpool fyrir að vera valinn besti leikmaður tímabilsins 2002-2003. Með honum á myndinni eru Jón Óli Ólafsson, Sigursteinn Brynjólfsson, Hallgrímur Indriðason og Jóhannes Ásbjörnsson.

Búningsklefinn á Anfield þegar fyrsta hópferð klúbbsins fór í skoðunarferð um völlinn.

Ákaft fagnað á Úrillu Górillunni þegar deildarbikarinn var í höfn árið 2012.

Liverpoolklúbburinn á Íslandi safnaði skömmu eftir að Gerard Houllier fékk hjartaáfall peningum til að styrkja sjúkrahúsið sem skar hann upp. Hér afhenda þrír stjórnarmenn Pete Sampara afraksturinn.

Öflugur íslenskur hópur á leik Liverpool og Newcastle á Anfield 2004.

33


Sigurjón Brink skemmti alltaf árshátíðargestum í upphafi til að koma mönnum í rétta gírinn. Hann tók aldrei neitt fyrir þetta og mat klúbburinn það alltaf mikils. Sigurjón lést langt fyrir aldur fram árið 2011.

Ógurleg fagnaðarlæti Sigursteins Brynjólfssonar yfir Liverpoolmarki. Þótt ótrúlegt megi virðast gegndi þessi maður formennsku í klúbbnum í alls átta ár – og gerði það bara býsna vel þrátt fyrir útlitið á honum á myndinni.

34

Yngsti gestur fánadags á Allanum á Akureyri haustið 2008.


Golfmót Liverpoolklúbbsins, Liverpool Open, hefur verið árviss viðburður um nokkurt skeið. Hér slær einn rauðklæddur á mótinu 2011.

Stjórnarmenn í Liverpoolklúbbnum á Anfield að loknu móti stuðningsmannaklúbba sem fór fram þar í maí 2013.

Það er gott að vera vel merkt.

Klúbburinn hefur alltaf reynt að láta gott af sér leiða. Hér fá tvö langveik börn ferð á Anfield í boði klúbbsins í byrjun árs 2008.

Bjóðum

tölvukerfið

þi velkomið

í hýsingu Hýsing tölvukerfis hjá Advania dregur úr rekstrarkostnaði og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum. »

Aukið öryggi Gögnin eru afrituð yfir í annan hýsingarsal og þannig geymd á tveimur stöðum. Hýsingarumhverfi okkar er voað samkvæmt ISO 27001 sem er alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi.

»

Hámarksaðgangur að hugbúnaði og gögnum Öll gögn og hugbúnaður er aðgengilegur á einfaldan og þægilegan há.

»

Sérfræðingar vakta gögn og kerfi Sérfræðingar okkar eru á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins

Hafðu samband og kynntu þér kosti hýsingar hjá Advania. Það er símtal sem borgar sig.

Sætún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is


36


Rembingurinn

VIÐ ERUM MEISTARAR Aldrei hefur þessi pistill verið skrifaður eftir aðrar eins vikur í lífi stuðningsmanns Liverpool. Hvar á maður að byrja? 20.ára afmæli klúbbsins? United-slátrunin? Robbie Fowler? Úff! Byrjum á því að afsaka síðasta Rembing sem, fyrir mistök var endurtekinn. Kannski var það bara ágætt því hann var skrifaður eftir tapið á móti Hull og meðaltal blótsyrða í hærri lagi enda mætti þar óvænt ræpa sem slettist yfir okkur með látum og ógeði. Deja-vúið lak niður lærið. En jedúddamía hvað 2014 er búið að vera fokking geðveikt. Þrátt fyrir fjölfatlaða vörn í mörgum leikjum og fastamenn á miðjunni séu sumir með skottækni zebrahests, þá er liðið búið að vera æðislegt. Mér er sama þótt ég móðgi einhvern en þetta er skemmtilegasta lið LFC sem ég man eftir EVER! Og er þar af nógu að taka. Við erum meira að segja með lykilmenn s.s. Coutinho, sem við erum rosalega spenntir fyrir, sem er ekkert að brillera sem stendur. Breytir engu. Liðið sem heild er ógnarsterkt og skapandi. Gerrard er farinn að finna lyktina af löngu, löngu verðskulduðum titli og hann leiðir liðið áfram eins og herforingi. Er flottari kapteinn í boltanum, ANYWHERE? Nei. Um S.A.S. þarf ekkert að fjölyrða frekar. Og þó. Sturrage einn og sér væri orðinn legend á þessu fyrsta ári hjá klúbbum en svo bætist við fjöllistamaðurinn frá Úrúgvæ, sem eftir síðasta El Classico, er tattóveraður sem næst-besti leikmaður heims. Punktur. Þökkum Óðni, Allah og Mikka Mús fyrir Luis Suarez. Þorir einhver að hugsa það til enda hvernig haustið og 2014 væri án hans!? Það eru forréttindi að horfa á og upplifa þennan dæmalausa snilling skrifa sig í sögubækurnar í hverjum leiknum á fætur öðrum. Gaurinn datt í Legend-status á mettíma, þrátt fyrir allt fokkið.

Að heyra „Just can´t get enough“ öskrað á Anfield aftur, eftir raunir sumarsins, strax í október segir allt um stöðu hans hjá okkur stuðningsmönnum. Það kæmi manni óendalega á óvart ef hann færi frá LFC úr þessu. Kannski eftir nokkur ár en allt segir mér að hann „eigi heima“ í Liverpool í dag. Stjóri ársins er Brendan Rodgers það er frágengið. Það sem hann hefur áorkað með óverulega breyttu liði frá síðasta tímabili er hreinlega ótrúlegt, fáránlegt… fokking kreisí!? Hann er kannski ekki kominn með allan tíman sem hann þarf, skipulagið stundum sheikí, vörnin í ruglinu EN það er ekki lítil fullorðins-landliðs-station-turbo MOTIVERING sem hann er að ná og með því kreistir hann út gæðin í flestum leikmönnum, í það minnsta til að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. 82 mörk og 8 leikir eftir þegar þetta er skrifað! Hvað er að frétta!? Fyrir mér er Liverpool FC orðnir meistarar. Sama hvar í þessum 4 sætum við lendum erum við með eitt besta og skemmtilegasta lið deildarinnar og þar með í heiminum. Við erum í dag þar sem Liverpool á að vera; að slást á toppnum með leiftrandi sóknarbolta, með geggjaða leikmenn, frábæran stjóra og þessa einstöku stemmingu sem enginn klúbbur neins staðar kemst nálægt. Munum þó að ef gefa mun á bátinn í síðustu leikjunum, að við getum huggað okkur við það að við erum ekki að styðja litla liðið í Pakistan með #MoyesForLife á hliðarlínunni, brotlentan Hollending í ekkasogum og bilaðan míkrófón á miðjunni. Við erum Liverpool! YNWA! Í Fowlers nafni, Rembingurinn

37


Síðasta orðið á ... ann 26. Mars árið 1994 eða fyrir tuttugu árum, tóku fimm fjallmyndarlegir karlmenn sig saman og mynduðu fyrstu stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi, þeir voru Jón Óli Ólafsson, Arngrímur Baldursson, Bragi Brynjarsson, Stefán Guðmundsson & Matthías Hinriksson. Mig minnir að það hafi verið 1996 eða 1997 sem ég sjálfur gekk í klúbbinn og á einhvern ótrúlegan hátt var ég fljótlega kominn í stjórn klúbbsins og skil ekki ennþá hvernig ég lét plata mig út í þetta. En þetta er bara svo ótrúlega gefandi og skemmtilegur félagsskapur að það er erfitt að hætta! Þegar þetta er ritað er afmælis árshátíðarhelgi Liverpoolklúbbsins nýlokið og ég er sannfærður um við höfum sett alveg ný viðmið í hvernig er hægt að halda svona stóran Liverpool dag. Þar komu örugglega hátt í þúsund manns við í ReAct og fengu áritun og myndatöku með heiðsurgestinum okkar Robbie Fowler eða „God“ eins og hann er yfirleitt kallaður. Því næst fylltum við SPOT og horfðum á Liverpool sigra Cardiff 6-3. Stemningin var engu lagi lík og algjörlega mögnuð. Það hefur aldrei áður verið uppselt á árshátíð Liverpoolklúbbsins 4 tímum eftir að miðasala hefst en það gerðist núna, í heildina voru þetta 340 manns sem mættu á SPOT þetta laugardagskvöld og skemmtu allir sér konunglega með dyggri aðstoð frá ræðumanni kvöldins Stefáni Pálssyni, grínistanum Darren Farley og svo auðvitað heiðurgestinum okkar Robbie Fowler sem fáir urðu fyrir vonbrigðum með. Eftirá að hyggja þá hefðum við líklegast getað selt 500 miða á þetta kvöld hjá okkur. Þetta sýnir hvað við erum í miklum sérflokki og flestir koma aftur og aftur og hópurinn stækkar með hverju árinu. Það er ekkert launungarmál að aðrir stuðningsmannaklúbbar hér á Íslandi horfa til okkar með öfundaraugun og spyrja sig, hvernig í ósköpunum fara þeir að þessu, að flytja þessa fyrrverandi leikmenn á hverju ári og alltaf stækka nöfnin? Í fyrra var það Evrópumeistarinn Didi Hamann, núna var „God“ Robbie Fowler. Ástæðan er einföld, við pössum vel uppá okkar gesti og þetta spyrst út meðal fyrrverandi leikmanna Liverpool og þeim langar að koma til okkar. Þeir vita að þetta verður ofboðslega skemmtilegt og að íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru frábærir! Hápunktur árshátíðarinnar fyrir mér var að gera Hallgrím Indriðason að heiðursfélaga í klúbbnum okkar. Hallgrímur hefur verið í stjórn undanfarin 14 ár og unnið gríðarlega mikla vinnu fyrir klúbbinn, alla í sjálfboðavinnu. Fyrst sá hann um félagatalið í nokkur ár en tók svo við ritstjórn Rauða Hersins og hefur séð um blaðið með miklum glæsibrag. Við höfum lengi verið öfundaðir af öðrum stuðningsmannaklúbbnum fyrir þetta málgagn okkar og þar á Hallgrímur stærstan heiður. Hallgrímur hefur ákveðið að draga sig í hlé í vor og ég vil nota þetta tækifæri til þess að enn og aftur þakka honum fyrir hans frábæra framlag öll þessi ár. Það er ekki hægt skrifa þennan pistil án þess að minnast örlítið á gengi liðsins. Hvað er svo sem hægt að segja sem ekki hefur verið sagt áður? Lítið sem ekkert, þetta er einfaldlega alveg með ólíkindum hvað það er skemmtilegt að horfa leiki liðsins þessa dagana. Hvað eftir annað en er liðið að skora 4 mörk eða fleiri í leik. Leikirnar á móti Spurs (5-0 Úti), Everton (4-0 heima), Arsenal (5-1 heima) og ManUtd (3-0 úti) voru ekkert annað en stórkostlegir. SaS eru eitt magnaðasta framherjapar síðustu 20 ára eða svo hjá Liverpool. Ég krossa fingur og vona að draumurinn rætist í maí. Tölum samt ekki meir um það! Að lokum vil ég þakka öllum tóku þátt í afmælishátíðinni okkar og gerðuð þetta svo skemmtilegt. Við sjáumst aftur á þeirri næstu! -Mummi

39


40

Rauði herinn - afmælisblað  

Gefið út í tilefni af 20 ára afmæli Liverpoolklúbbsins á Íslandi

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you