Page 1

X

FLEECE

Í MYNDBANDABÚA

#BooFleece


X-Fleece Komdu sæl/sæll. Við í X-Fleece erum samankomin í framboð vegna þess að við eigum það öll sameiginlegt að gangast undir sama sértrúarsöfnuðinn, Fleece. Okkur í Fleece langar að fanga minningar næsta skólaárs á skemmtilegan og fyndinn hátt í formi fallegra myndbanda. Okkur klæjar ekki bara undan fleecepeysum okkar heldur klæjar okkur líka alveg svakalega í fingurna að fá að taka þig upp, hvort sem þú verður syngjandi á söngkeppni eða dansandi á balli. Við vonumst til að eyða næsta ári með þér fyrir aftan myndavélina X-Fleece


Stefnuskrá //Bæta búnað

Við viljum bæta búnað myndbandabúa, til dæmis með því að kaupa nýjan míkrófón og jafnvel aðra linsu. Þá getur myndbandabúi gert flottari video, haha.

//Busahrekkir og Busamynd

Við elskum busa og við viljum bjóða þau velkomin með hryllilegum vakningum og skemmtilegri busamynd.

//Hip ballvideo

Við ætlum að gera góð ballvideo. Taka upp eitthvað annað en sleiki á böllum. Samt taka líka upp sleiki á böllum,

þið fattið.

//Vine

Við ætlum að vera virk á Vine svo að nemendur geti reglulega fengið 7 sekúndur af Búa beint í snjallsímann.

//Jólavideo

Við í X-Fleecce erum öll mikil jólabörn. Okkur finnst jólavideo frá Búa vera mikilvægur hluti af jólagleðinni, auk þess sem þau veita nemendum skólans glætu af gleði við tölvuhangsið í prófastressinu.

//Kappát myndbandabúa Heldur þú að þú sért besti

étarinn í skólanum? Beggi á hinu borðinu heldur einmitt að hann sé það líka. Hvernig væri að klára þetta mál í kappáti myndbandabúa? GEGGJAÐ


Hverjir eru X-Fleece? Hákon Örn Helgason:

Ég er Hákon. Ég hef gaman af ýmistengdu efni, sjónum og fleiru. Ég er á öðru ári og nýt þess. Myndbandagerð er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og ég hef gert mörg myndbönd. Það er gaman.

Ingólfur Neto:

Alltaf þegar ég fer í sturtu renni ég fingrunum mínum í gegnum hárið mitt. Mmm hvað það er mjúkt. Ég er á öðru ári og var í búa þegar ég var busi. Hefurðu farið í strætó og séð gæja sem þú þekkir ekkert það vel og hann þekkir þig ekkert það vel heldur? Þú hugsar með þér “Fokk á ég að setjast hjá honum? á ég bara að segja hæ? eða á ég bara ekki að gera neitt?”

Kolbeinn Arnason:

Ég heiti Kolbeinn og er svona busi í MH. Á þessu fyrsta skólaári mínu í MH hef ég verið í Góðgerðarráði en nú býð ég mig fram í Myndbandabúa. Ég er samviskusamur kórdrengur sem vill ekkert frekar en að gera aðra hamingjusama.

Sigurveig Steinunn Helgadóttir:

Ég er Sigurveig og ég er bara busi. Ég hef verið í skemmtiráði og var líka einu sinni í unglingavinnunni sem ég held að muni nýtast mér einstaklega mikið. Ég hef gríðarlegan áhuga á myndböndum en ég er einmitt með svona youtube channel: Funnyvinevideoslol69. Subscribe plz.

Tómas Ragnarsson:

Halló ég heit Frímann. Eða ég held það allavega. Já, svona er lífið stundum. Það leikur svo sannarlega með mann þegar maður á síst von á því. Þannig ég heiti líklega Tómas. Eða kannski Tommi. Hver veit? Ég er tækjamörður. Samt er ég hávaxinn. Það hjálpar stundum. Stundum ekki. Ég var líka einu sinnu í leikfimiráði. Eða það er allavega það sem pabbi segir mér. Hann er maður.


Mótmælandi Magnús Jónsson //Flugnabani NFMH 2013-2014 Undanfarið hef ég, ásamt mörgum öðrum eflaust, velt fyrir mér hvern ég skuli kjósa í myndbandabúa. Ég hef ekki enn kynnt mér hvort að einhver sé í framboði á móti X-Fleece, en eitt veit ég og það er að framboð X-Fleece er líklega eitt lélegasta framboð sem ég hef séð hingað til. Málið er ekki bara það að ég hafi litla trú á því að þau geti gert góða hluti, heldur einfaldlega veit ég að þau munu ekki gera neitt nema ömurlega hluti. Lítum aðeins á meðlimina. Þrátt fyrir að Hákon og Tómas séu báðir góðvinir mínir, þá eru þeir bara ófyndnir og mjög lélegir í að klippa myndbönd í þokkabót. Þrátt fyrir að ég geti ekki með nokkru móti ímyndað mér af hverju búi myndi þurfa gjaldkera þá ímynda ég mér að verri kost en Ingólf sé erfitt að finna, Máltækið „Margur verður af aurum api” á líklega vel við hann, svo ímynda ég mér að hann sé bara frekar lélegur í að klippa. Ég þekki ekki vel til Kolbeins og Sigurveigar en þau líta út fyrir að vera algjörir skíthælar sem að kunna ekkert að klippa. Ég hvet þig því kæri kjósandi til þess að setja ALLS EKKI X við Fleece því að þá munu öll myndbönd næstu annar vera eins leiðinleg og illa klippt og meðlimir framboðsins.


M

E

Ð

M

Æ

Vilhelm Þór Neto //Oddviti Myndbandabúa 2012-2013 Sæl, ég heiti Vilhelm Þór og ég hef saknað þess að vera í búa síðan ég hætti í honum. Meðal þeirra sem voru með mér þá voru einmitt Hákon og Ingó, sem á þeim tíma voru busar. Ef það er eitthvað sem þeir hafa uppá að bjóða þá er það reynsla og nýjar hugmyndir. Ég er nokkuð viss að bakgrunnurinn þeirra muni færa búa upp á nýjar hæðir. Ef ég gæti kosið, myndi ég greinilega kjósa X-Fleece í Búa, þetta er helvíti sniðugur hópur, með reynslu af ballmyndböndum, sem þarf svo sannarlega þegar kemur að því a taka upp á böllum. X-Fleece vita ekki bara hvað þau eiga að gera, heldur eru þau líka orkuríkur og jákvæður hópur sem mun svo sannarlega koma með minty fresh ferskleika í Búa.

Magnea Óskarsdóttir //Skemmtiráð 2013-2014 Kæri kjósandi! Þú veist vel að við þurfum hugmyndaríka, klára og metnaðafulla krakka til að sjá um ráð eins og Myndbandabúa. Ég efast ekki í eina sekúndu um að þau Hákon, Ingó, Kolbeinn, Tommi og Sigurveig munu rúlla næsta ári upp ef þau verða kosin. Ég hef fengið að kynnast þessum krökkum misvel síðustu tvö ár og ég sannfæri þig um að öll eru þau bæði með reynsluna og fagmannleikann sem þarf. Allt eru þetta framúrskarandi krakkar, á fullu í félagslífi MH, klárir og metnaðarfullir sem og munu gera næsta ár að tærri snilld! Kjóstu rétt. X-Fleece í Myndbandabúa

L


E

N

D

U

R

Ásvaldur Sigmar Guðmundsson //Myndbandabúi 2013-2014 Myndbandabúi er frekar mikilvægur hluti af nemendafélaginu og þegar eitthvað stórt er að gerast þá má búast (hehe) við því að Búi sé mættur á svæðið með myndavél. En það er ekki nóg að myndavélin sé þarna og einhver lúðus fyrir aftan hana. Sem núverandi busi myndbandabúa þá veit ég hvað það er sem þarf til og ég veit líka að X-Fleece hefur einmitt það sem þarf til. Ef að þú hefur tekið þér ákvörðun og sú ákvörðun inniheldur ekki hugsunina: „Ég ætla að kjósa X-Fleece í Myndbandabúa“, þá er sú ákvörðun röng. Það gæti líka verið að þú sért með hita svo þú ættir bara að halda þig heima út kosningavikuna, Plís. Ég hlakka til að kjósa X-Fleece, það er víst mjög góð tilfinning og maður fær meira að segja smá kick út úr því, eins og kókaín án afleiðinga. Kjóstu X-Fleece.

Móeiður Kristjánsdóttir //Fréttapési 2013-2014 Það sem þarf í Búa er náttla að kunna að klippa og cutta og föndra og tæknistöff.. og þessir krakkar kunna það alveg! En það sem að er líka mjög mikilvægt er hvað krakkarnir í Búa þurfa að vera fyndnir og sniðugir. Ég, sem kjósandi og stuðningsmaður x-Fleece, get fullvissað aðra kjósendur um það að þau í x-Fleece eru rugl fyndin! Ég get ekki beðið eftir að sjá myndbönd frá búa á næsta ári! X-FLEECE Í BÚA ÞVÍ ÞAU ERU FYNDIN

(og kunna að klippa)


#BooFleece

Sérstakar Þakkir //Hrefna Björg Gylfadóttir //Axel Sigurjónsson //Kattholt //Velmerkt //ÁTVR //Gísli Pálmi

Stuðningsmannalisti //Mamma Kolbeins //Pabbi Kolbeins //Ásgeir Kolbeins

X-Fleece Bæklingur  
X-Fleece Bæklingur  
Advertisement