Starfsáætlun Norðlingaskóla 2013 - 2014

Page 53

matshópnum eru: Sif Vígþórsdóttir, Aðalbjörg Ingadóttir, Fanney Snorradóttir, Álfheiður Eva Óladóttir og Berglind Ólafsdóttir en hún er fulltrúi foreldra og varamaður í skólaráði skólans. Þá er í matsteyminu einn fulltrúi nemenda sem er skólaárið 2013-2014 Hildur Aradóttir enda er talið afar mikilvægt að hafa samráð við nemendur um mat á skólastarfinu.

Matsáætlun frá upphafi haustannar 2012 til loka vorannar 2015 Hér á eftir er sett fram þrepaskipt matsáætlun þar sem fram kemur hvaða þættir verða metnir, hvenær og hverjir koma að því mati. Þessi matsáætlun nær yfir þrjú skólaár, þ.e. frá hausti 2012 til og með vorannarinnar 2015. Gert er ráð fyrir því að matið byggist að mestu upp á svokölluðu 2+2 mati, rýnihópafundum og matsfundum starfsfólks og nemenda og foreldra sem og úrvinnslu úr samtölum við aðila skólasamfélagsins sem og ýmsum gögnum sem varða skólahaldið. Veigamesti þátturinn í því að afla megindlegra gagna vegna mats á skólastarfi Norðlingaskóla eru viðhorfakannanir sem árlega eru lagaðar fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk af matsdeild Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Viðhorf nemenda eru könnuð með matstækinu Skólapúlsinum en viðhorf foreldra og starfsmanna eru könnuð með Skólapúlsinum og/eða könunum sem unnar eru af starfsfólki matsdeildar Skóla- og frístundasviðs. Þá er gert ráð fyrir því að nota matstækið Skólamat (sbr. www.skolamat.is) þegar matsteymi skólans eða starfsfólk telur þörf er á að kanna frekar einstaka þætti skólastarfsins. Skólamatið er kannanagrunnur sem byggir á því að meta þá þætti sem samkvæmt rannsóknum einkenna góða skóla. Þannig teljum við að bæði eigindlegum og megindlegum matsaðferðum verði blandað saman en þannig er bestu ljósi varpað á stafið í skólanum. Gert er ráð fyrir því að á þriggja ára tímabili náist að kanna viðhorf skólasamfélagsins til allra þátta skólastarfsins. Í þeirri vinnu sem farið hefur fram á síðustu árum í skólum landsins og tengist mati á skólastarfi hefur gagnsemi hins talaða orðs eða samræðunnar ekki verið nægilega vel nýtt sem hluti af matsferlinu. Á sama tíma hefur orðið æ algengara að starfsmannasamtöl fari fram í skólunum en þau hafa verið kjarasamningsbundin um nokkurt skeið. Því er hér lagt til að nýta samtölin sem einn þátt í matsvinnu skólanna og ná þannig enn frekar að innleiða í matið bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir. Þó þarf í þessu sambandi að passa þann trúnað sem ríkja á milli stjórnenda og starfsmanna og fá samþykki starfsmanns fyrir þeim þætti sem á heima í matsgögnum skólans. Gert er ráð fyrir því að á hverju vori verði gerð stutt matsskýrsla fyrir skólaárið en síðan verði gefin út viðameiri skýrsla á þriggja ára fresti. Þá er gert ráð fyrir því að í framhaldi af matsskýrslunum verði árleg skólaþróunaráætlun Norðlingaskóla síðan endurskoðuð og í framhaldi af því gerð símenntunaráætlun sem miðar að því að styðja við skólaþróunaráætlunina. Þannig byggist frekari þróun skólastarfsins og símenntun starfsfólksins að því mati sem fram hefur farið.

52


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.