Bikarblað Keflavíkur 2024

Page 1

Kæru Keflvíkingar

,,Eitt af lykilatriðum þess að liðið spili skemmtilegan og árangursríkan körfubolta er að stuðningur ykkar sé eins og best verður á kosið´´

Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Keflavíkur býð ég ykkur hjartanlega velkomin í þessa bikarveislu. Það er viss sjarmi að spila í þjóðarhöll okkar Íslendinga og ekki verra að sjá bæði liðin okkar etja kappi hér í Laugardalshöllinni. Liðin hafa lagt mikið á í sig vetur og vonandi mun sú vinna skila liðunum alla leið í bikarúrslitin.

Eins og ég nefndi í Jólablaði Keflavíkur þá lögðum við upp með í lok sumars að hafa gaman af körfubolta og njóta hvers augnabliks sem þessi leikur hefur upp á að bjóða. Eitt af lykilatriðum þess að liðið spili skemmtilegan og árangursríkan körfubolta er að stuðningur ykkar sé eins og best verður á kosið. Ég er sannfærður um að svo verði hér í Laugardalshöllinni rétt eins og við sjáum svo oft í Blue Höllinni.

Fyrri leikurinn í undanúrslitunum er hjá karlaliðinu okkar en þar mætum við liði Stjörnunnar sem við höfum einmitt mætt í undanúrslitum síðustu tvö ár. Pétur okkar hefur náð að setja saman frábært og skemmtilegt lið á nokkrum mánuðum sem á fullt erindi í þetta verkefni og ég er þess fullviss um að við munum sýna okkar bestu hliðar í þeim leik.

Stelpurnar spila svo við nágranna okkar úr Njarðvík en það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvað viðureign milli þessara tveggja liða býður upp á. Þetta verður án efa frábær stemming frá upphafi til enda, ekta bikarleikur sem enginn má missa af. Liðið okkar í ár samanstendur nánast eingöngu af leikmönnum sem hafa farið í gegnum allt okkar unglingastarf og það er eitthvað sem við erum afar stolt af. Stemninging og karakterinn í okkar liði er einstakur.

Ég vil að lokum nýta tækifærið hér og þakka öllum okkar stuðnings- og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning. Án ykkar værum við ekki komin með bæði okkar lið í undanúrslit og mætt hingað til að hvetja okkar lið. Liðunum okkar sendi ég miklar baráttukveðjur í þessu stóra verkefni sem framundan er.

Það er gaman að vera til. Njótum til hins ýtrasta.

ÁFRAM KEFLAVÍK !!!!!!!!

Magnús Sverrir Þorsteinsson Formaður K.K.D.K

BIKARSAGAN

Keflavík - Bikarúrslit kvenna

Fjöldi titla: 15x (1988, 89, 90, 93, 94, 95, 96, 97, 98, 2000, 04, 2011, 2013, 2017, 2018)

Sigurhlutfall í Bikarúrslitum: 63% - 24 leikir (15 sigrar – 9 töp)

Keflavík - Bikarúrslit karla

Fjöldi titla: 6x (1993, 1994, 1997, 2003, 2004, 2012)

Sigurhlutfall í Bikarúrslitum: 60% - 10 leikir (6 sigrar – 4 töp)

Albert Óskarsson

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Bikarúrslitaleikurinn ‘94 á móti Njarðvík þar sem Raymond Foster fór hamförum. þetta var rosalega jafnleikur, Njarðvík réði ekkert við Foster og okkur hina. Af hverju eftirminnilegur, þarf eitthvað að ræða það….. vinna Njarðvík í úrslitum og horfa síðan upp í stúku

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Upplifun, hún er rosalega sérstök, mikil spenna, stress og gleði öllu hrært í einn kokteil, stundum getur verið erfitt að höndla þennan kokteil.

Heilræði fyrir liðin okkar?

Vörn og liðsheild vinnur titla. Áfram Keflavík!

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Án efa árið 1997 þá unnum við KR eftir framlengdan leik, við byrjuðum mjög illa og lentum strax 10 stigum undir sem hélst eiginlega allan tímann við vorum alltaf að elta en misstum aldrei trúna á að geta unnið, við náðum að jafna leikinn og vinna svo með einu stigi í framlengingu, ég hef oft horft á þennan leik og ég er bara alltaf jafn stressuð og skil ekki hvernig við fórum að því að vinna en eins og ég sagði þá trúðum við allan tímann að við gætum unnið sem varð svo raunin, við gáfumst aldrei upp og fögnuðurinn gríðarlegur í leikslok og mjög eftirminnilega hljóp Björg nýkjörinn formaður Keflavíkur svakalegan sigurhring sem við getum enn hlegið að.

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Upplifunin að mæta í höllina í bikarúrslitaleik er alltaf sérstök og þegar við vorum upp á okkar besta vorum við þarna ár eftir ár, við gerðum alltaf mikið úr þessu og höfðum alveg bikarviku vorum mikið saman alla vikuna elduðum saman daginn fyrir leik og svo var sameiginlegur morgunmatur á leikdegi, það er ekkert sem toppar það að mæta í höllina, ég fæ bara fiðring þegar ég hugsa til baka

Heilræði fyrir liðin okkar?

Nr.1,2 og 3 er að njóta þess að vera í höllinni það er ekki sjálfgefið að komast þangað sumir ná aldrei að fara í höllina, svo er bara að gíra sig í leikinn og hafa trú á verkefninu, það er ekkert eins leiðinlegt og að tapa í höllinni en svo er alveg sjúklega skemmtilegt að vinna það er ekkert sem toppar það að vinna bikarúrslitaleik ! Áfram Keflavík

1988 1989 1990 1993 1994 1995 1996 1997 1998 2000 2004
Anna María Sveinsdóttir
1993 1994 1997

Björg Hafsteinsdóttir

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Eftirminnilegasti bikarleikurinn er án efa leikurinn 1997 gegn KR. Við náðum okkur aldrei á strik í leiknum en á einhvern ótrúlegan hátt náðum við að vinna. Örugglega sætasti sigurinn á ferlinum.

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Það er alltaf gaman að mæta í höllina, sviðið er stórt og umgjörðin skemmtileg. Það var alltaf smá fiðringur í maganum fyrir þessa leiki en maður reyndi að nota það á jákvæðan hátt þegar leikurinn var byrjaður.

Heilræði fyrir liðin okkar?

Heilræði mitt til leikmanna er að njóta augnabliksins og spila sem lið. Í framtíðinni man enginn hvort einhver skoraði meira en annar heldur að bikarinn var okkar og það var það sem skipti máli.

Erla Reynisdóttir

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Bikarleikurinn við KR árið 1997 við KR. Það sem er eftirminnilegast er hversu hræðilega við byrjuðum leikinn, skorðum ekki fyrstu 10 mínúturnar og vorum undir allan leikinn. En við neituðum að gefast upp og náðum að jafna 10 sekúndum fyrir leikslok og komum okkur í framlengingu sem við svo unnum 11-0! Aldrei í hættu

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Þetta eru skemmtilegustu leikir sem ég hef spilað! Eftirvæntingin og undirbúningurinn gerði þetta alltaf að skemmtilegustu leikjunum. Að stíga inn á völlinn með Höllina fulla og finna adrenalínið fara um mann allan og um leið að reyna að stjórna stressinu var bara geggjuð upplifun! Svo unnum við alla þessa leiki sem ég tók þátt í með Keflavík þannig að minningar mínar úr Höllinni eru geggjaðar!

Heilræði fyrir liðin okkar?

Njóta augnabliksins og nýta stressið og eftirvæntinguna á jákvæðan hátt.

1988 1989 1990 1993 1994 1995 1996 1997 1994 1995 1996 1997 1998 2000 2004 Font: HG Maru GothicMPRO

Sverrir Þór Sverrisson Þjálfari 48 ára

Meistaraflokkur Kvenna

Emelía Ósk Gunnarsdóttir Bakvörður 25 ára

Anna Lára Vignisdóttir Framherji 19 ára

Katla Rún Garðarsdóttir Bakvörður 24 ára

Hanna Gróa Halldórsdóttir

ára

Thelma Dís Ágústsdóttir Framherji 25 ára

Birna Valgerður Benónýsdóttir Miðherji 23 ára

Lovísa Bylgja Sverrisdóttir Bakvörður 18 ára

Sara Rún Hinriksdóttir

ára

Anna Ingunn Svansdóttir Bakvörður 22 ára

Elisa Pinzan Bakvörður 25 ára

Gígja Guðjónsdóttir Bakvörður 21 árs

Eygló Kristín Óskarsdóttir Miðherji 23 ára

ára

Ásdís Jónsdóttir

ára

Daniela Wallen Framherji 28 Framherji 27 Bakvörður 16 Bakvörður 16 Elentínus Guðjón Margeirsson Aðst. þjálfari 47 ára Ásthildur Eva Olsen Bakvörður 20 ára

Meistaraflokkur Karla

Pétur Ingvarsson Þjálfari 54 ára

Remy Martin Bakvörður 25 ára

Matthew Ásgeir Arris Bakvörður 21 árs

Almar Guðbrandsson Miðherji 33 ára

Igor Maric Bakvörður 38 ára

Urban Oman Framherji 25 ára

Sigurður Pétursson Bakvörður 21 árs

Finnbogi Páll Benónýsson Framherji 18 ára

Jakob Máni Magnússon Bakvörður 17 ára

Nikola Orelj Framherji 21 árs

Marek Dolezaj Bakvörður 25 ára

Grétar Snær Haraldsson Bakvörður 19 ára

Halldór Garðar Hermannsson Bakvörður 27 ára

Júlían Breki Elentínusson Bakvörður 17 ára

Jaka Brodnik Framherji 32 ára

Frosti Sigurðsson Framherji 18 ára

Danero Thomas Framherji 37 ára

Bryndís

Guðmundsdóttir

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Ég verð að segja tveir leikir en það er þegar ég vann með Keflavík 2011 og svo Snæfell 2016. Árið 2011 var mjög svo kærkominn fyrir okkur Keflvíkinga þar sem við höfðum tapað í úrslitaleikjunum árunum á undan 2009 og 2010. Ég man hvað við vorum allar stemdar þetta árið því við vorum svo staðráðnar í sækja þennan bikar og fara með hann heim eftir að hafa tapað honum árunum á undan og ég held það hafi verið líka mikill léttir fyrir Jonna þjálfara að hafa loksins unnið bikarinn. Síðan 2016 var þetta fyrsti bikartitill Snæfells og þessi dagur er hreinlega ógleymanlegur. Þetta var svakaleg gott fyrir mig persónulega þar sem tímabilið byrjaði ekki vel fyrir mig og verða svo bikarmeistari með þessu félagi var svo ljúft ég held að allir úr bæjarfélaginu hafi mætt að styðja okkur þennan dag. Þetta var alveg ógleymanlegt og eins og þeir sem hafa spilað í höllinni og unnið bikarinn vita og þekkja hvernig tilfinningin er að standa uppi sem sigurvegari.

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Hún er bara ólýsanleg, þetta er eitt af tveimur augnablikum sem maður er hreinlega að æfa fyrir og þarna dreymir alla að vera. Það er bara svo gaman að mæta í höllina á sjálfan úrslita daginn og sjá stúkuna fulla af stuðningsmönnum að hvetja sig áfram.

Heilræði fyrir liðin okkar?

Mæta og hafa gaman og skilja allt eftir á gólfinu, ekki ofhugsa og horfa á þennan leik eins og hvern annan deildarleik.

Gunnar Einarsson

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

2004 leikurinn stendur uppúr þar sem við mættum Njarðvík. En þar sem allir leikir renna saman í eitt þá get ég samt sagt að þessi sé extra sætur þar sem við lögðum nágranna okkur frá Njarðvík og svo var tiltilnum fagnað í Stapanum.

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Að fara í höllina í úrslit eru þeir leikir sem standa uppúr og skemmtilegast að spila. Að spila fyrir framan troðfulla stúkuna, stemmingin og lætin gefur svo mikla orku. Að standa uppi sem sigurvegari þegar leiknum líkur er klárlega besta tilfinningin.

Heilræði fyrir liðin okkar?

Hugsið vel um ykkur dagana fyrir leikna, passið uppá að fá nægan svefn og borða holla og næringaríka fæðu. Hugsið um leikinn þegar þið vaknið og sjáið ykkur standa ykkur vel og vinna leikinn. Stress og fiðrildi í maganum er jákvæður hlutur sem þýðir að líkaminn er að gera sig tilbúinn fyrir komandi leik. Áfram Keflavík!

2004 2011 2013 +2016 (Með Snæfell) 1994 1997 2003 2004

Magnús Þór Gunnarsson

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Eftirminnilegasti leikur er 2012. Kef vs Tindastóll. Vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem ég keppti til úrslita og pabbi minn var ekki í stúkunni. Ég man fyrir leik svona 50min í leik þá hringi ég í Sigga bró og er grátandi í símanum. Hann kemur til mín og pikkar mig upp og stappar í mig stálinu (eins og alltaf sem hann gerir). Ég spila leikinn set held ég 11 frekar en 13 stig í fyrrihalfeik.

Í lok leiks þá erum við að vinna með 2 og nokkrar sek eftir og það er brotið á mér og ég set 2 viti til að klára leikinn. Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég sem fyrirliði lyfti þessum bikar með frábæra vini mínum Gunna stef.

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Upplifunin er engu lík. Um leið og maður labbar í Laugardagshöllina þá fær maður fiðring um allan líkama. Eiginlega ólýsanleg tilfinning. Aðal atriði er að ná að halda spennustiginu réttu.

Heilræði fyrir liðin okkar?

Eina ràðið sem ég get sagt við þau er að fara NJÓTA ÞESS AÐ FÁ AÐ SPILA HÖLLINNI. Fátt skemmtilegra en að spila í höllinni fyrir framan fulla stúku af Keflvískum àhorfendur. Það er gott að muna að það er rosalega làg prósenta af leikmönnum sem komast í þessa leiki.. Þannig bara njóta að spila og vinna titil..

LETS GO KEF

2003 2004 2012

Eftirminnilegasti Bikarúrslitaleikur?

Fyrsti leikurinn er alltaf minnistæður en við töpuðum honum gegn Njarðvik og var þetta árið 1990, gleymi ekki stemningunni í húsinu og tilfinningunni að vera á gólfinu. Hefði getað átt betri leik ætla ekki að rifja það frekar upp. Fyrsti sigurinn í bikar er eftirminnilegur en þá áttum við toppleik og unnum Snæfell frekar stórt en Keflavíkurliðið 1993 var óhemju sterkt. Mér hefur alltaf þótt tilfinningin að spila í höllinni frábær og það verður að segjast að ekki allir komast þangað og því mikilvægt að gera allt úr deginum sem hægt er.

Hvernig er að mæta í höllina og spila Bikarúrslit?

Þetta er einn af stærstu leikjum hvers tímabils og dagurinn er alltaf sérstakur, mér finnst meiri tilfinningar í bikarúrslitum og þegar bæjarfélagið fylkir sér á bakvið liðið er stemningin einstök. Hef verið svo lánsamur að spila 9 úrslitaleiki og unnið 5 titla, þar af einn með Grindavík 1995 sem var mjög eftirminnilegur og fyrsti titill Grindavíkur á stóra sviðinu. Að upplifa bikarsigur er aðeins öðruvísi en að verða Íslandsmeistari vegna þess að þetta er einn leikur sem sker út um þetta en ekki séría og því mikilvægt að vera tilbúin. Það er ekkert til sem heitir dagsform, annaðhvort eru leikmenn tilbúnir eða ekki.

Heilræði fyrir liðin okkar?

Já og vonandi að okkar leikmenn lesi þetta áður en Njarðvík og Stjarnan sjá þetta fyrir undanúrslit.

Fyrst er heilræði til þjálfara og er það að koma með eitthvað nýtt í byrjun leiks sem vonandi hinn þjálfarinn hefur ekki gert ráð fyrir, mikið stress og setur þetta menn oft út af laginu að bregðast við einhverju sem þeir gerðu ekki ráð fyrir.

Til leikmanna eru það nokkrir hlutir, fylgja leikplaninu og treysta því, hugsa vel um matarræði daga að leik því stressið tekur aðeins meira af orkunni en í venjulegum leik. Spila leikinn í huganum kvöldið áður og sjá sig í þeim aðstæðum að gera allt 100%, þ.e. hvern á ég að dekka í vörn, hvaða reglur eiga við um viðkomandi (geta verið fleiri en ein/nn), fara vel í gegnum sóknarleikinn og sjá öll skot ofan í. Gera allt til þess að liðinu líði vel á gólfinu og koma liðsfélögum í gegnum stressið ef það sést á þeim. Vera leiðtogar í verki en ekki í orði.

Fara inn á völlinn til að njóta en ekki síður til að skilja allt eftir fyrir liðið og sjálfan sig því þetta er ekki sjálfgefið að spila í höllinni og hvað þá að ná í úrslitaleikinn. Þegar leikmenn mæta í höllina að gera sér grein fyrir rýmd hússins og lýsingu, síðan þurfa skot að vera hærri en venjulega, hef séð of marga verða stutta og flata í skotum í þessu húsi og er það bara vegna stærðarinnar á salnum sem leikmenn eru ekki vanir. Áfram Keflavík.

Guðjón Skúlason 1993 1994 1997 2003 +1995 (Með Grindavík)

Sverrir Þór Sverrisson Þjálfari Kvenna

Hvernig er stemningin í hópnum fyrir Bikarvikunni?

Stemningin í hópnum er mjög góð og mikil tilhlökkun fyrir Bikarleiknum gegn Njarðvík, alltaf gaman að komast í höllina í stóra leiki.

Hvernig undirbýr þjálfari liðið fyrir svona leiki?

Undirbúningur fyrir bikarleikinn er mjög svipaður og fyrir aðra leiki. Förum vel yfir andstæðinginn og skerpum á öllu okkar til að koma sem best undirbúinn.

Getum við orðið Bikarmeistarar?

Það eru mjög sterk lið komin í 4 liða úrslit , þar á meðal 3 efstu lið deildarinnar Við mætum sterku Njarðvíkur liði í 4.liða úrslitum og þurfum að eiga mjög góðan alhliða leik til að komast í úrslitaleikinn. Við eigum að sjálfsögðu möguleika að verða Bikarmeistarar en það eru sterkir andstæðingar sem þarf að sigra til að ná Bikarnum til Keflavíkur

Skilaboð til stuðningsmanna?

Það er mjög mikilvægt að Keflvíkingar mæti vel í höllina og styðji við bakið á okkar flotta liði sem við eigum. Góður stuðningur skiptir miklu máli í svona stórleikjum og vonandi verður höllinn troðfull af Keflvíkingum. Àfram Keflavík

Anna Ingunn Svansdóttir Fyrirliði kvenna

Hvernig er stemningin í hópnum fyrir Bikarvikunni?

Það er mjög góð stemning, erum búnar að bíða eftir þessari viku og erum mjög spenntar að fara í höllina!

Hvernig undirbýr fyrirliði sig og liðið fyrir svona leiki ólíkt öðrum leikjum?

Undirbúningurinn fyrir bikarleiki er sá sami myndi ég segja og fyrir aðra leiki en þó aðeins stærri, þar sem þetta er allt eða ekkert. Það er alltaf aðeins meiri spenningur fyrir svona stóra leiki.

Getum við orðið Bikarmeistarar?

Auvitað! Ég hef alltaf fulla trú á mínu liði.

Skilaboð til stuðningsmanna?

Já ég vil sjá stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenna og styðja vel við bakið á okkur. Búa til mikla stemningu og mæta með læti. Stuðningur gerir svo ótrúlega mikið. Viljum sjá alla Keflvíkinga í stúkunni!!!!

Pétur Ingvarsson Þjálfari Karla

Hvernig er stemningin í hópnum fyrir Bikarvikunni?

Stemningin er góð menn búnir að bíða lengi eftir þessari viku

Hvernig undirbýr þjálfari liðið fyrir svona leiki?

Undirbúningurinn er nokkuð hefðbundinn, við erum að fara samt að spila gegn liði sem er eitt fremsta bikarlið í íslenskri íþróttasögu. Við skoðum leikmenn liðsins, sóknarleik og varnarleik andstæðingana og reynum svo að finna leiðir til þess að ráðast á þá.

En á endanum snýst þetta um hugarfar leikmanna á stóra sviðinu í Laugardalshöllinni

Getum við orðið Bikarmeistarar?

100% getum við unnið öll lið í þessari Bikarkeppni, við þurfum samt að eiga mjög góða 2 leiki til þess að ná að standa uppi sem sigurvegarar.

Skilaboð til stuðningsmanna?

Til þess að vinna Besta bikarlið íslenskrar íþróttasögu þurfa áhorfendur að stíga virkilega upp og við þurfum gríðarlega öflugan stuðning frá sem allra flestum á þriðjudaginn, ef þeir ná að vinna á áhorfendapöllunum þá aukast líkurnar verulega að við vinnum á leikvellinum

Halldór Garðar Hermannsson Fyrirliði karla

Hvernig er stemningin í hópnum fyrir Bikarvikunni?

Stemningin í hópnum er mjög góð og við erum gríðarlega spenntir fyrir bikarvikunni.

Hvernig undirbýr fyrirliði sig og liðið fyrir svona leiki ólíkt öðrum leikjum?

Svipaður undirbúningur og fyrir alla leiki, mér finnst þetta snúast meira um andlega þáttinn. Rétt spennustig er mjög mikilvægt.

Getum við orðið Bikarmeistarar?

Já það er markmiðið!

Skilaboð til stuðningsmanna?

Hvet alla Keflvíkinga að koma með okkur í Laugardalshöllina og eiga frábæra bikarviku.

Markmið okkar er að veita úrvals þjónustu og bjóða ávallt upp á góðar bifreiðar fyrir þá aðila sem kjósa að leigja sér bíla til lengri tíma.

Kaskótrygging
www.blue.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.