Golfkúbbur Reykjavíkur 80 ára
1964. Önnur holan í Grafarholti, horft af teig yfir á flöt. Tvær í hring! Ólafur Ingi Skúlason var afreksmaður í golfi á sínum yngri árum. Stutt var fyrir hann að fara í golf því hann ólst upp á Laxalóni við rætur Grafarholtsvallar og rak þar um margra ára skeið fiskeldi eftir að hann varð fullorðinn. Ólafur skráði sig í sögu GR með eftirminnilegum hætti þegar hann fór holu í höggi, tvisvar sinnum á sama hringnum í Grafarholtinu árið 1969, 6. holu og 10. holu, sem er par 4 hola en var styttri en hún er í dag eða 260 metrar. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur leikið þetta afrek og einn örfárra í heiminum.
Norðurlandamótið 1974. Gamla 16. holan í Grafarholti gengin, þá par 3.
Yfirburðir! Björgvin Þorsteinsson sigraði sex sinnum á Íslandsmótinu. Hér er hann í Grafarholti árið 1974 en þá vann hann með miklum yfirburðum. Á myndinni tekur hann við hamingjuóskum frá Jóhanni Óla Guðmundssyni. Loftur Ólafsson sem hafnaði í 3. sæti er hægra megin við þá.
Sveit GR tók þátt í Evrópumóti félagsliða á Spáni árið 1988. Frá vinstri: Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson, Sigurður Pétursson og Björgúlfur Lúðvíksson. Hannes, Sigurður og Ragnar eiga saman sjö Íslandsmeistaratitla á árunum 1978-1985.
Fyrrum formaður GR, Ari Guðmundsson, mætir á fyrsta teig.
Sigursælir. Suðurnesjamenn hafa verið sigursælir á Íslandsmótum í Grafarholti. Hér er Þorbjörn Kjærbo með Guðnýju konu sinni og syninum Rúnari. Þorbjörn vann titilinn þrjú ár í röð 19681970 m.a. einu sinni í Holtinu. Gylfi Kristinsson vann 1983, Sigurður Sigurðsson 1988 og Örn Ævar Hjartarson 2001.
Íslandsmótið í Grafarholti 1980. Hannes Eyvindsson varð Íslandsmeistari í Leiru 1978, á Akureyri 1979 og í Grafarholti 1980.
Evrópumót piltalandsliða var haldið í Grafarholtinu 1981. Þrír þessara kappa hafa ráðið Viðar Þorsteinsson í fararbroddi, þá Stefán Stefánsson, ein- miklu hjá GR síðustu misserin, f.v. Gestur Jónsson fyrrverandi valdur og svo keppendur Íslands. formaður, Margrét kona hans, Jón Pétur, núverandi formaður og Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri. Aðrir á mynd eru Þórólfur Friðgeirsson ræsir og Stefán Svavarsson, þáverandi gjaldkeri GR. 24
Kylfingar spá í stöðuna í Coca-Cola mótinu árið 1963. tFv. Sigurjón Hallbjörnsson, Ólafur Ágúst Ólafsson, Eyjólfur Jóhannsson, Halldór Magnússon, Viðar Þorsteinsson, Óttar Yngvason, Gunnar Þorleifsson, Sveinn Snorrason, Jón Thorlacius og Ragnar Jónsson.
Kvenfólkið! Þær háðu baráttu um sigurinn á Íslandsmótinu í Grafarholti 1980. Frá vinstri: Jakobína Guðlaugsdóttir GV, Ásgerður Sverrisdóttir GR og Sólveig Þorsteinsdóttir GR. Sólveig varð Íslandsmeistari þetta ár, Jakobína önnur og Ásgerður þriðja. Labb rabb! Kristján Einarsson og Konráð Bjarnason með Labb rabb tæki í Grafarholtinu 1974. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is