Mest spennandi nýjung í langan tíma -segir Peter Salmon um Golf del Sur á Tenerife sem er nýtt golfsvæði hjá VITAgolf
G
olf del Sur er mjög skemmtilegt og fjölbreytt 27 holu golfsvæði á Tenerife sem skiptist í þrjá níu holu velli, Norður-, Suður- og Links-völlinn. Golf del Sur er einn af níu golfvöllum á Tenerife eyjunni og annað tveggja golfsvæða alveg syðst á eyjunni. Golf del Sur var fyrsti völlurinn á SuðurTenerife og fagnar nú aldarfjórðungsafmæli. Níu vellir eru á eyjunni en ljúft veðurfar hefur dregið marga sólardýrkendur og kylfinga á svæðið í gegnum tíðina. Íslendingar hafa þó ekki beint hópast þangað í golf þó margir hafi farið eingöngu til að sækja sólina og blíðuna. Ástæðan hefur aðallega verið vegna óhagstæðs verðlags á golfinu. Ekki hefur verið í boði líkt og á Spáni, þar sem hægt hefur verið að fá allan pakkann með fluginu, ótakmörkuðu golfi, mat og gistingu. Nú er að verða breyting þar á eftir að VITAgolf náði samningum á Tenerife. „Golf del Sur í Tenerife er einfaldlega mest spennandi nýjung sem við hjá VITA-
„Signature“ brautin á suður-vellinum, 2. hola, nefnd „Spælda eggið“.
102
golf höfum boðið lengi. Það er aðeins 10 mínútna akstur frá flugvellinum að okkar glæsilega 4 stjörnu+ Vincci Golf hóteli sem er staðsett alveg við ströndina. Frá hótelinu er svo 2 mínútna akstur á hinn mjög svo skemmtilega 27 holu Golf Del Sur golfvöll, sem margir telja að sé besti golfvöllurinn á Tenerife. Við bjóðum alla rástíma að morgni til og svo er ótakmarkað golf í boði það sem eftir er dags. Í göngufæri frá hótelinu eru ýmsir skemmtistaðir, fjöldinn allur af börum og veitingahúsum þar sem hægt er að borða og drekka á mjög hagstæðu verði. Þegar við bætum við besta veðri í Evrópu allan ársins hring ásamt mjög hagstæðum hótel- og golfpakka á þessum slóðum er ekki hægt annað en að mæla eindregið með Golf del Sur sem frábærum valkosti fyrir golfferðina,“ sagði Peter Salmon, framkvæmdastjóri VITAgolf.
Golfverslun og afgreiðslan og útisvæði veitingastaðar.
„Black sand“ á Tenerife
All nokkur stór mót atvinnukylfinga karla og kvenna hafa farið fram á Golf del Sur, m.a. í þrígang á Evrópumótaröð karla og sex sinnum á Evrópumótaröð kvenna. Ólöf María Jónsdóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari
Sva s
Æfingaaðstða er góð á Golf Del Sur.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is