Gjallarhornið 2. tbl. 21. starfsár - apríl-maí-júní 2014

Page 1

-

2. tbl. - 21. starfsár  apríl – maí - júní 2014 Útgefandi: Smiðjuhópurinn – Samtök skáta 23ja ára og eldri Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Jónsson

Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni 27. – 29. júní 2014

Nú er komið að því sem eldri skátar hafa beðið eftir frá síðasta sumri, eða frá mótsslitum síðasta móts. Fjölmargir fréttu ekki af mótinu fyrr en of seint en drifu sig í heimsókn og tóku þátt í magnaðri kvöldvöku á laugardagskvöldið eftir grillið. Þar sem dagskráin þótti svo frábær, verður hún að meginhluta sú sama og í fyrra, því 100% þátttaka var í alla dagskrárliði og þ.m.t. fjölmargar göngur sem boði var upp á. Auk þess verður golfvöllur Fræðaseturs skáta og Sogsvirkjana við Ljósafossstöð opin öllum frá fimmtudeginum og yfir mótsdagana. Hægt er að sækja skorkort vallarins hér – Sækja hér vallar- og skorkort. Við hvetjum alla til að láta gömlu skátaklíkurnar sínar vita af þessu móti, því það er svo gaman að koma og skemmta sér eins og áður með gömlum félögunum í Draumalandinu á Úlfljótsvatni og fjölskyldum þeirra. Þegar þið komið á Úlfljótsvatn, þá byrjið þið á að skrá ykkur í Þjónustumiðstöðinni og gangið frá móts- og gistigjaldi þar og þau vísa ykkur síðan á svæði gömlu skátafélagana, því gömlu góðu skátafélögin verða hver með sitt svæði auðvitað. Mótsgjald er aðeins 2.500 krónur og gistigjald er aðeins 1.200 kr. per. mann per. nótt. Aðeins er greitt fyrir 16 ára og eldri. Þeir sem þess óska geta fengið gistingu í skála og er verðið 3.400 kr. per. nótt, auk þess er rafmagn í boði á 700 krónur per. nótt.

Dagbók Smiðjuhópsins: Helgina 6. – 9. júní: Vormót Hraunbúa - í Krísuvík

Helgina 20. – 22. júní: Landnemamót - í Viðey

Helgina 27. – 29. júní: Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni Nánar: https://www.facebook.com/Landsmoteldriskata

Vikuna 20. – 27. júlí: Landsmót skáta - Hömrum Akureyri Nánar: http://www.skatamot.is/

Mánudaginn 8. sept. kl. 12:00: Endurfundir skáta – í Hraunbæ 123 Hittingur og súpa í góðra vina hópi í Skátamiðstöðinni Nánar: http://skatamal.is/vidburdur/endurfundir-skata-6

Laugardaginn 20. sept. kl. 10:00: Haustlitaferð skáta um Reykjanes Nánar: https://www.facebook.com/groups/skf.smidjuhopurinn/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.