Menntaskólinn á Egilsstöðum
Leiðbeinandi: Þórhildur Þöll Pétursdóttir
LOKA3VE03

Vor 2023
Fyrirburar
,,Fyrirburafæðing hefur mikil áhrif á tilfinningar“
Noor Muayad
1.
2.
2.1
2.2
3.
4.
5.
6.
6.1
6.2
7.
8.
9.
1. Inngangur
Eðlileg meðganga er til vera 38-42 vikur. Ef barn fæðist fyrir þann tíma telst það vera fyrirburi. Tilgangur bæklingsins er að draga fram reynslu foreldra sem hafa fætt fyrirbura sem þarf að leggjast inn á Vökudeild. Ég mun einnig leggja áherslu á muninn á tilfinningum móður og föður.
Einnig ætla ég að varpa ljósi á hlutverk sérfræðinga við að koma til móts við tilfinningarlegar þarfir foreldra og hvernig er þeim hughreyst. Í þessum bæklingi mun ég einnig vitna í viðtal sem ég tók við foreldra sem eignuðust fyrirbura.
Sú spurning sem ég leita eftir svari við er sú „hverjar eru tilfinningar foreldra þegar þeir upplifa
fyrirburafæðingu, sem þarf að fara inn á vökudeild? Hvenig upplifa þau viðbrögð annarra á
?“meðan
2. Tilfinningar foreldra þegar barnið þeirra fæðist fyrir tíma






Meðganga er ánægjulegur þáttur í lífi fólks og flestir foreldrar finna fyrir gleðitil finningu þegar þau uppgötva að þau muni verða foreldrar. Meðgöngutímabilinu fylgja líka margar fallegar og ánægjulegar tilfinningar, t.d. þegar vart verður við hreyfingar barns í móðurkviði og þegar faðir getur líka fundið hreyfingar þess við snertingu á kviði barnsmóður (Eva Finnbogadóttir, 2015).
Þegar nær dregur að fæðingu barnsins breytast tilfinningar stundum. Þar sem aðrar tilfinningar fara að gera vart við sig, hræðslu eða kvíði í bland við hamingju og eftirvæntingu. Allar þessar tilfinningar bærast í fólki en verðandi foreldra gerir sér ekki grein fyrir að barn


þeirra muni fæðast fyrir tímann.En hvað tekur þá við? og hvað þurfa þau að undirbúa sig fyrir fyrirburafæðingu?. Sumir óttast það eða hræðast og hafa kannski heyrt sögur af fólki sem hefur gengið í gegnum fyrirburafæðingu. Bara við að heyra setninguna "barnið þitt muni fæðast fyrir tímann". Þessi setning getur vakið upp ýmsar spurningar, eins og hvað verður um móður og barn? hvernig á þetta eftir að ganga? Stóra spurningin er hvort þessar blendnu tilfinningar sem hafa verið nefndar muni fylgja foreldrum í gegnum allt ferlið við fyrirburafæðingu eða eiga þær eftir að breytast með tímanum (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
Foreldra fyrirbura upplifa margar tilfinningar í upphafi, eins og spennu, svefnleysi og ótta og stundum geta þessar tilfinningar hellst yfir þau allt einu og án ástæðu. Fyrirburafæðing getur verið áfall og ekki síst ef barnið er með einhver heilsufarsvandamál vegna fæðingarinnar (Karítas Ívarsdóttir og Ragnheiður Bachmann, 2016).
2.1 Tilfinningar foreldra þegar barnið þeirra fæðist fyrir tíma

Á fyrri hluta meðgöngu eru hamingjutilfinningar oftast ráðandi og verðandi foreldrar ganga í gegnum tilfinningarússíbana þar sem gleði, eftirvænting og hamingjutilfinningar eru ráðandi, þó kvíði og hræðsla við það óþekkta geti gert vart við sig. Þessar tilfinningar eru sérstaklega

áberandi ef um fyrsta barn er að ræða. Flestir foreldrar vænta þess að fæðingin muni verða
náttúruleg og eigi sér stað á réttum tíma, sem er frá 37- 41 viku. Þegar foreldrar fá þær fréttir að barn þeirra muni að öllum líkindum fæðast fyrir tímann, finnst þeim það vera óraunverulegt og
kemur það þeim oftast verulega á óvart. Þetta verður þess valdandi að tilfinningar þeirra breytast úr eftirvæntingu og hamingjutilfinningu yfir í sorg, kvíða og ótta, sem oft verða ríkjandi. Þessar tilfinningar koma upp vegna þess að væntanlegir foreldrar hafa ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um það hvers má vænta og hvernig er hægt að takast á við þá stöðu sem upp er komin (Bryndís Gunnarsdóttir og Júlía Jóhannsdóttir, 2019).
2.2 Tilfinningar foreldra þegar barnið þeirra fæðist fyrir tíma

Foreldrar ganga í gegnum erfiðar tilfinningar og kvíða þegar barn þeirra þarf að dvelja á vökudeild. Þó barnið sem umkringt sérfræðingum í meðhöndlun fyrirbura þá geta foreldrarnir upplifað reiði og pirring og að enginn taki eftir þeim eða tilfinningum þeirra, hvort sem það eru heilbrigðisstarfsmenn eða ættingjar. Þau eru hrædd við að missa barnið sitt og við tilhugsunina um hvað á eftir að taka við. Einnig vakna margar spurningar hjá foreldrum um líðan þeirra og upplifun. Því er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma til að vinna úr tilfinningum sínum, því þetta er álag sem ekki allir ráða auðveldlega við, jákvæð viðhorf geta því hjálpað til muna. Hugsunin um að komast heim í sitt eigið umhverfi með barnið getur verið hvati og sú von getur hjálpað þeim mikið (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).

3. Erfiðleikar sem foreldrar standa frammi fyrir þegar barn þeirra fæðist fyrir tímann




Myndun nýrrar fjölskyldu veldur foreldrum oft miklu álagi þar sem nærvera nýsbarns í lífi foreldra er í sjálfu sér einn af þeim áskorunum sem nýbakaðir foreldrar standa frammi fyrir. Það fylgir því mikil ábyrgð sem hvílir á þeim í nýju hlutverki (Feður/makar, 2018). Þetta

fjölskylduverkefni, sem er skemmtilegt og erfitt í senn, er erfiðara ef þetta barn er fyrirburi, því ábyrgðin og þarfir fyrirburans er ekki alveg þær sömu og barn sem fæðist eftir eðlileg
meðgöngulengd. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að þau munu þurfa að eyða tíma sínum á



gjörgæslu til þess að tryggja heilsu barnsins síns. Allt þetta getur leitt af sér streitu, ótta og reiði sem situr eftir að loknum öllum þeim tíma sem barnið dvelur inn á vökudeild. Þetta ástand getur haft langvarandi áhrif á foreldra (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
Það kann að valda foreldrunum skelfingu að fara inn á Vökudeild í fyrsta skipti og það augnablik verður eitt af þeim sem ekki gleymast. Hitakassar með litlum börnum eru útum allt, þau eru tengd við allskonar slöngur, snúrur og pípandi tæki sem heyrist í úr öllum áttum. Að sjá sitt eigið barn á meðal þessara barna getur kallað fram tilfinningar um ótta, magnleysi og vonleysi. Aðskilnaður foreldra frá barni er líka talin ein erfiðasta reynslan sem þau ganga í gegnum, því hver fyrirburi er frábrugðinn þeim næsta og eru þarfir þeirra allra mismunandi. Þegar foreldrar eru aðskildir frá nýfæddum barni sínu getur það skapað neikvæðar minningar fyrir þá (Guðrún Elva Guðmundsdóttir, 2014).
Sú hugmynd að foreldrar sætti sig við þá staðreynd að þeir muni eignast fyrirbura er erfið og ekki ná allir foreldrar að aðlagast þessum aðstæðum. Rannsóknir hafa sýnt að tilfinningar og ótti foreldra er mjög mismunandi, en oft er tilfinningin um að barnið þeirra þjáist á meðan þessu stendur það erfiðasta sem þeir upplifa. Einnig er ein mikilvægasta spurningin í huga þeirra á því augnabliki, mun barnið okkar finna fyrir sársauka meðan á meðferð stendur? (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
4. Hver er ástæðan fyrir vanlíðan foreldra við fyrirbura fæðingu?
Skortur á upplýsingum og undirbúningi var ein af orsökum þess að foreldrar upplifðu óöryggi við fæðingu fyrirbura. Einnig það að geta ekki tekið fullan þátt í umönnun barnsins meðan það dvaldi á ungbarnagjörgæslu. Skyldi vera einhver munur á upplifun móður og föður? Hvað er helsta orösk vanlíðunar hjá hvoru þeirra? (Bryndís Gunnarsdóttir og Júlía Jóhannsdóttir, 2019).
Ein ástæðan fyrir vanlíðan mæðra við fæðingu fyrirbura er sú að þær vilja vera með barninu sínu meira en nokkuð annað, en þurfa að vera aðskildar frá því á meðan barnið dvelur á nýburagjörgæslu. (Guðrún Guðmundsdóttir, 2014).
Hvað varðar feður er ástæðan fyrir vanlíðan þeirra við fyrirburafæðingu sú að sumir þeirra vilja fara aftur til vinnu fljótlega eftir fæðingu og finnst þeim tíminn sem fer í þetta ferli allt of langur (Drífa Baldursdóttir, 2009).
5. Hlutverk spítalans og lækna í að hughreysta foreld


Hlutverk starfsfólks á Vökudeild er mjög mikilvægt við fæðingu fyrirbura. Þau geta haft áhrif á líðan foreldranna og auðveldað þeim aðlögun að foreldrahlutverkinu.




Starfsfólkið leiðbeina þeim og leyfa að taka þátt í umönnun barnsins þann tíma sem barnið dvelur á ungbarnagjörgæslu. Jákvæð samskipti starfsfólks og foreldra eru mikilvæg fyrir báða aðila og styrkir tengsl þeirra auk þess að styðja foreldrana Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).


Rannsóknir hafa sýnt að foreldrar treysta ekki alltaf heilbrigðisstarfsmönnunum til þess að sinna barni þeirra á meðan þau eru ekki sjálf á staðnum. Þau upplifa hræðslu um að barn þeirra fái ekki stöðugt eftirlit og finnst óþægilegt að fara heim á meðan barnið ennþá þar. Á sama tíma upplifa heilbrigðisstarfmenn að þau hafi góða yfirsýn yfir barnanna sem eru í þeirra umsjá (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
Ef vantraust er til staðar milli foreldra og starfsfólks, leiðir það til þess að samband þeirra á milli verður ekki nógu gott. Rannsóknir sýna að gott samstarf og traust er mikilvægt til þess að gera upplifun foreldra af Vökudeild betri og jákvæðari (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
6. Upplifun foreldra þegar fyrirburi þeirra var lagður inn á nýburagjörgæsludeild
Upplifun foreldra þegar barn þeirra er lagt inn á Vökudeild eftir fæðingu hefur áhrif á líðan þeirra, það er þó mismunandi hvernig best er að mæta þörfum þeirra. Þessi reynsla getur verið mjög stressandi bæði andlega og líkamlega fyrir foreldrana. Frá því að fæðingarhríðir hefjast og alveg þangað til að barnið er útskrifað af Vökudeild eða móðir er útskrifuð af sjúkrahúsi með eða án barns. Þetta er tímabilið þar sem tilfinningar foreldranna eru afar blendnar. En er þessi upplifun mismunandi hjá mæðrum og feðrum og hvaða tilfinningar brjótast um hjá þeim (Bryndís Gunnarsdóttir og Júlía Jóhannsdóttir, 2019).
6.1 Hvernig er upplifun móðurinnar?

Tilfinningar móður af því að eignast barn eru einstakar, móðirin myndar strax ákveðin tengsl við barnið sitt á meðgöngunni sem oftast styrkjast við fæðingu barnsins. Ef móðir fæðir barn
fyrir tímann getur hún farið að efast um sjálfan sig. Einnig getur það vakið margar spurningar um það hvernig hún muni takast á við að hugsa um þetta litla barn.

Ótti getur einnig gert vart við sig því mæður óttast að barnið geti verið með einhver vandamál
í tengslum við fyrirburafæðingu og hvernig mun hún sigrast á þessari reynslu. Þannig munu tilfinningarnar mögulega verða litaðar af ótta og sektarkennd. Allar áætlanirnar og væntingarnar í sambandi við barnsfæðinguna breytast á augabragði. Við innlögn barns á Vökudeild verður meiri aðskilnaður á milli móður og barns og því er stuðningur frá heilbrigðisstarfsmönnum og þeim sem sinna barninu afar mikilvægur svo móðirin nái að takast á við þessar aðstæður heilsufarlega (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
Það eru þrjár meginástæður fyrir því að mæður upplifa sig í mikilli tilvistarkreppu við fæðingu fyrirbura: (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
I. Í fyrsta lagi finnst hún ekki hafa staðið sig sem móðir (Elfa Einarsdóttir og Ilmur Einarsdóttir, 2019).
II. Í öðru lagi er hún döpur því hún óttast að hún hafi ekki getað eignast heilbrigt barn (Drífa Baldursdóttir, 2009).
III. Í þriðja lagi finnur hún fyrir daglegum kvíða og vonar að barnið nái sér og að hún geti tekið það með sér heim (Linda Blöndal, 2014).
Við fyrirburafæðingu reyna sumar mæður að afneita tilfinningum sínum og er það talið vera ómeðvitað til þess að reyna að sigrast á þessu ferli andlega eins og hægt er. Þetta er varnaraðferð til þess að þurfa ekki að takast á við þær erfiðu tilfinningar sem fylgja þeim daglega á meðan dvöl þeirra stendur á sjúkrahúsi og börnin á Vökudeild (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
6.2 Hvernig er upplifun föðurins?
Þrátt fyrir muninn á föðurhlutverkinu og móðurhlutverkinu finnur faðirinn fyrir erfiðum tilfinningum eins og sorg, kvíða og ótta (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).



Fyrirburafæðing gerir þessi aðlögun að föðurhlutverkinu erfiðara. Margir foreldrar hafa líka efasemdir um uppeldisgetu sína þótt uppeldisupplifunin sé mjög ánægjuleg. Bæði mæður og feður fyrirbura upplifðu mikil sorgarviðbrögð á því tímabili (Varda Stanger og Ramat Efal, e.d.).


Sjaldnast eru foreldrar tilbúnir til að fæða fyrirbura eða takast á við áföll, kvíða og streitu sem því fylgir (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).

Tilfinningar foreldranna eru flóknar og breytilegar frá fæðingu til útskriftar fyrirburans, eins og sést hér: (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
1. Foreldrunum fannst tengsl sín við fyrirbura sína sterkari en tengsl foreldra við heilbrigt barn (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010, bls.).
2. Sumir foreldrar telja líka að þeir vilji eyða meiri tíma sínum með barninu sínu (Guðrún Elva Guðmundsdóttir, 2014).
3. Þeir upplifðu meira öryggi í foreldrahlutverkinu eftir að hafa verið með barninu undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks (Að egnast fyrirbura, e.d.).
4. Sumir foreldranna reyndu að velta ekki of mikið fyrir sér hver framtíð barnsins yrði heilsufarslega, til þess að kvíði þeirra sjálfra og óöryggi verði ekki hindrun í tengslamyndun þeirra (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
5. Foreldrum finnst þörf á því að heilbrigðisstarfsfólk sé hjá þeim á meðan þeir eru með fyrirbura í allan sólarhringinn vegna ótta um að eitthvað gæti komið fyrir barnið hvenær sem er (Bryndís Gunnarsdóttir og Júlía Jóhannsdóttir, 2019).
6. Tilfinningar eru blendnar en þær eru líka mismunandi milli foreldra (Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir, 2010).
7. Viðtal við foreldra sem höfðu upplifða það að eignast fyrirbura
Ég tók viðtal við foreldra sem hafa upplifða það að eignast fyrirbura og þetta var það helsta sem þar kom fram:
Foreldrunum datt aldrei í hug að barnið þeirra, Klara, myndi fæðast fyrsta dag sjöunda mánaðar. „Engar líkur voru á því alla megönguna, allir voru heilsuhraustir, bæði ég og Klara“ sagði móður Klöru. Fyrsta slæma tilfinningin sem við fengum var hræðsla. Eftir það sagði faðirinn: „Ég var hræddur um konuna mína og barnið mitt, en á fæðingarstundinni var ég að hugsa um að lina sársauka hennar svo hún myndi ekki finna fyrir slæmum tilfinningum“.
Samtalið um erfiðleikana sem þau glímdu við var ólíkt milli móður og föður, eins og móðirin sagði „Þeir 15 dagar sem Klara dvaldi inn á Vökudeild voru meðal erfiðustu stundanna fyrir mig, því ég ímyndaði mér alltaf að einn daginn myndu þau hringja í mig af spítalanum og segja við mig að dóttir mín hafi dáið“.
Hvað föðurinn varðar sagði hann „erfiðleikarnir sem hann stóð frammi fyrir voru vegna ótta hans um Klöru og að hann þurfti að hjálpa konu sinni í öllu því sem fylgir fyrirburafæðingu“
Hann komst ekki alltaf til þess að aðstoða og þótti honum það virkilega erfitt. Móðirin sagði einnig að eiginmaður hennar hafi verið sá sem studdi hana mest á þessum stundum, sem hún lýsti sem „erfiðum augnablikum“.
Faðirinn bætti einnig við að heilbrigðisstarfsmenn gegndu miklu hlutverki í að létta þeim líðanina á þessum erfiðu augnablikum. Þau voru þarna til að fullvissa þau um barnið þeirra og segja þeim að það sem er að gerast hjá henni sé eðlilegt því Klara fæddist fyrir tímann. Móðirin nefndi einnig að læknirinn hennar hafi verið vel vakandi yfir að vinna með tilfinninga og reyna að losa hana við óttann, sorgina og vonbrigðin. Hún sagði að í hvert skipti sem hún talaði við lækninn leið henni mun betur.
Í þessum bæklingi vek ég athygli á tilfinningum móður og föður fyrirbura sem var lagður inn á
Vökudeild. Þetta er ein erfiðasta stund sem foreldrar ganga í gegnum. Tilfinninga foreldranna fyrir fæðingu barnsins eru ólíkar þeirra sem koma eftir fæðingu barnsins. Þar sem barnið kom fyrir tímann og foreldrar eru ekki tilbúnir þessum breytingum alveg strax.
Foreldrar geta líka þjáðst af þessum langvarandi áhrif á líðan þeirra. Í Þessum bækling er einnig viðtal sem ég tók við foreldra sem eignuðust fyrirbura, og upplifðu tilfinningarússibani, svo sem sorg, gleði, ótta og hræðsla. Heilbrigðisstarfsmenn hafa þó jákvæð áhrif á foreldrana og fjölskyldur sem eiga fyrirbura.
Það er mjög mikilvægt að gott samstarf sé á milli heilbrigðisstarfsmenn og foreldra. Með því að hafa fræðslu og hlýja getur þar skipt miklu máli til þess að draga úr kvíða foreldranna. Um þetta eru rannsóknir og foreldrar sem hafa reynslu af þessu sammála.
Bryndís Gunnarsdóttir og Júlía Jóhannsdóttir. (2019). Upplifun foreldra af nýburagjörgæslum. Sótt 25. febrúar, 2023, af: https://skemman.is/handle/1946/33916
Drífa Baldursdóttir.(2009). Fyrirburar.is. Sótt 27. febrúar, 2023, ef:
http://www.fyrirburar.is/foreldrahlutverkid/tilfinningar-foreldra/studningur-fra-odrum (e.d.). Að eignast fyrirbura. Sótt 30. febrúar, 2023, af: https://fyrirburar.net/
Elfa Einarsdóttir og Ilmur Einarsdóttir. (2019). Að deila móðurhlutverki með heilbrigðisstarfsfólki, tengslamyndun móður og fyrirbura. Sótt 15. mars, 2023 ,af:
https://skemman.is/bitstream/1946/33190/1/tengslamyndunmodurogfyrirbura.pdf
Eva Finnbogadóttir. (2015). Föðurhlutverkið. Skynjun feðra á þátttöku á meðgöngu. Sótt
25. Febrúar, 2023, af: https://skemman.is/handle/1946/21873
Eyrún Pétursdóttir og Margrét Ólafsdóttir. (2010). Upplifun foreldra sem eignast barn sem þarfnast innlagnar á nýburagjörgæslu. Sótt 15. mars, 2023, af:
https://skemman.is/bitstream/1946/5821/1/Eyr%C3%BAn!Lokaritger%C3%B0in.pdf
Guðrún Guðmundsdóttir. (2014 ). Sængurkonur með nýbura á Vökudeild. Sótt 30.
febrúar, 2023, af: https://skemman.is/handle/1946/18426
Karítas Ívarsdóttir og Ragnheiður Bachmann. (2016). Andleg líðan á meðgöngu
https://www.heilsugaeslan.is/library/Files/MM/Andleg-lidan/Andleg%20l%C3%AD
%C3%B0an%20%C3%A1%20me%C3%B0g%C3%B6ngu-.pdf
Linda Blönda. (2014, 17. nóvember). 300 fyrirburar fæðast árlega. Visir.is
https://www.visir.is/g/2014141118983/300-fyrirburar-faedast-arlega
Feður/makar. (2018). Ljósmóðir.is https://www.ljosmodir.is/medgangan/fedur