Íslensk olíuvinnsla

Page 39

Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

þyrfti þess vegna að leita sér utanaðkomandi hjálpar, til að mynda frá Norðurlöndum og Evrópusambandið (ESB) (Utanríkisráðuneytið, 2009). Þetta veldur því að viðbragðstími er langur og útbreiðsla og áhrif olíuleka gætu orðið mikil.

5.7.1 Áhrif við Norður- og Austurland Eins og fram kemur í kaflanum hér að ofan er mjög ríkt og fjölbreytt lífríki norðan og austan Íslands. Komist mikið magn olíu í sjóinn norðan eða austan lands, til að mynda vegna neðansjávarleka í borholu, olíuleiðslu eða vegna slyss í olíuflutningaskipi, gætu afleiðingarnar verið miklar á lífríkið.

5.7.2 Áhrif við Suður- og Suðvesturland Við suður- og suðvesturströnd Íslands eru margar mikilvægar hrygningarstöðvar fiskistofna. Nefna má ýsu, þorsks, loðnu, ufsa og síldar. Ef að olíuslys yrði á þessu svæði gæti það haft mikil áhrif á allt vistkerfi þessa stofna. Sé til að mynda horft til þorsks og ýsu er mikilvægasta tímabil fyrir endurnýjun stofnsins að vori til þegar hann hrygnir. Hrognin og seiðin lifa í efstu 30 m sjávar og reka með straumum frá suðurströndum, vestur eftir inná Faxaflóa og norður með Vesturlandi. Olía vegna slyss við suður eða vesturströnd landsins gæti fljótt borist í þetta vistkerfi og fylgt sömu straumum og hrognin gera. Hafstraumarnir á þessu svæði gætu breitt olíunni um stórt svæði á mjög skömmum tíma. Þetta gæti valdið truflun á hrygningu þessara stofna og einnig mengað veiðanlegan hluta þeirra. Olíuslys á þessu svæði hefði þá einnig áhrif á veiðisvæði Faxaflóans og Reykjanesskagans, en þar hefur veiðst þorskur og loðna ásamt öðrum tegundum síðan á landnámsöld (Sigling.is, e.d.)

Surtsey og Eldey auk hafsvæða kringum þær stafar einnig mikil hætta af olíuslysi á þessu svæði. Sjófuglar, einkum ungfuglar gætu orðið fyrir verulegum skaða, en Eldey talin vera stærsta súlubyggð heims. Vegna þess hve viðkvæmt svæðið er þá hefur það verið friðlýst (Sigling.is, e.d.)

5.8 Hugsanleg áhrif olíuslyss á íslenskt hagkerfi Eins og áður hefur komið fram í verkefninu getur olíuslys við strendur Íslands haft gríðarleg áhrif á lífríkið. Efnahagur Íslands hefur síðan á landnámsöld verið mjög háður þessu lífríki og byggja grunnstoðir hagkerfisins á farsælum og nýtanlegum fiskmiðum við landið. Í þessum kafla

36 Misserishópur K


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.