Page 1

22

fréttaskýring

Helgin 4.-6. október 2013

1. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Krísa og vonleysi á Landspítala Heilbrigðiskerfið er á heljarþröm. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga, gífurlegt álag á starfsfólk, skortur á sérfræðingum, úreltur og bilaður tækjabúnaður og úr sér gengið húsnæði er afleiðing langvarandi niðurskurðar. Spítalinn er í krísu og starfsfólkið hefur fyllst vonleysi. Nýr forstjóri segir aukið fjármagn algjör forsenda fyrir því að snúa megi þróuninni við.

L

andflótti lækna og hjúkrunarfræðinga, gífurlegt álag á starfsfólk, skortur á sérfræðingum, úreltur og bilaður tækjabúnaður og úr sér gengið húsnæði er afleiðing langvarandi niðurskurðar á Landspítalanum. Frá árinu 2008 hefur verið skorið niður um fimmtu hverju krónu á stofnuninni þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað á sama tíma og veruleg fjölgun orðið í veikasta aldurshópnum, 70 ára og eldri. Niðurskurður hefur bitnað á sjúklingum og fólk er jafnvel sent heim án þess að vera í standi til að sjá um sig sjálft, að mati starfsfólks. Neyðarástand hefur skapast á stærsta sviði spítalans, lyflækningasviði, sem rekið hefur verið eftir sérstöku neyðarplani til að koma til móts við mikinn skort lækna sem hafa einfaldlega gefist upp á álaginu. Fréttatíminn mun á næstu vikum birta greinaflokk um ástandið á Landspítalanum sem þarf að búa við áframhaldandi niðurskurð samkvæmt næstu fjárlögum þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um annað.

farið lækkandi ár frá ári sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 1998. Fréttatíminn ræddi við lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnendur á spítalanum, sem og fleiri sérfræðinga. Þeir eru sammála um að ekki sé lengur hægt að tala um að heilbrigðiskerfið sé komið fram á bjargbrún. Það sé komið framaf henni. „Það er búið að vinna skemmdarverk á heilbrigðiskerfinu,“ segir Karl Konráð Andersen, sérfræðingur í hjartalækningum. Hann vinnur á hjartadeild Landspítalans sem heyrir undir lyflækningasvið, sem er það svið spítalans sem niðurskurðurinn hefur bitnað hvað mest á á undanförnum árum. „Fyrir nokkrum árum höfðum við hér heilbrigðiskerfi sem við vorum stolt af og gátum státað af að væri eitt hið besta í heimi. Það er liðin tíð. Nú horfum við upp á landflótta lækna og hjúkrunarfræðinga og tækjakostur og húsnæði er lélegt. Við höfum farið illa með þetta heilbrigðiskerfi,“ segir Karl.

Komið fram af bjargbrúninni

Heilbrigðisstarfsfólki fækkað

Landspítalinn er einn af stærstu útgjaldaliðum fjárlaga. Árið 2008 fékk spítalinn tæplega 50 milljarða króna fjárveitingu frá ríkinu, uppreiknað á núgildandi verðlag, en fjárveiting samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni er rúmir 39 milljarðar. Munurinn er 20 prósent, um tíu milljarðar. Framlög til heilbrigðismála í heild sinni voru rúmir 115 milljarðar á síðasta ári. Þau hafa

Í tölum sem Landspítalinn tók saman fyrir Fréttatímann og sýnir þróun ýmissa þátta í starfsemi spítalans á árunum 2001, 2007 og 2013 kemur fram að heilbrigðisstarfsfólki, læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, hefur fækkað milli áranna 2007 og 2013. Dagvinnustöðugildum á spítalanum hefur fækkað um nærri tíu prósent á síðastliðnum tólf árum, úr 3.883 dagvinnustöðugildum að

meðaltali árið 2001 í 3.595 í janúar árið 2013. Íbúum á landinu hefur á sama tíma fjölgað um tæp 15 prósent og íbúum í elsta aldurshópnum, 70 ára og eldri, hefur fjölgað hlutfallslega enn meir, en sá aldurshópur átti rúm 40 prósent allra legudaga á Landspítala á síðasta ári. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um þúsund frá árinu 2001 og eru nú 14 þúsund og munar þar mest um dagdeildaraðgerðir. Þá má nefna að sjúklingum í slysa- og bráðaþjónustu hefur fjölgað um 50 prósent frá árinu 2001.

Fólk er beinlínis sorgmætt

Starfsfólk spítalans segir að álagið sé komið yfir öll þolmörk. „Ég hef aldrei frá því ég byrjaði að vinna hér fundið eins og núna þessa miklu þreytu. Fólk er beinlínis sorgmætt yfir því hvernig farið hefur verið með það,“ segir Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild. „Við höfum gert starfsumhverfiskannanir og vinnuálagsmælingar á læknum og hjúkrunarfræðingum og þær sýna allar fram á að álagið er allt of mikið,“ segir hún „Það er krísa á öllum spítalanum,“ segir Karl, „þótt álagið sé meira á vissum deildum líkt og krabbameinsdeild og hjartadeild. Vandamálið var svo sem fyrirséð, því fólk er að eldast. Krónískir sjúkdómar eru að sliga heilbrigðiskerfið, ekki bara hér á Íslandi, heldur um allan heim. Við lifum einnig lengur því okkur hefur orðið betur ágengt með að

Ljósmynd/Hari

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

6.000

meðhöndla sjúkdóma sem fólk getur lifað lengi með,“ segir Karl. „Þessu til viðbótar kemur kreppan árið 2008 og í excel skjalinu eru heilbrigðis- og velferðarkerfið stærstu útgjaldaliðirnir og því auðveldast að skera þar niður stórar upphæðir,“ segir hann.

3.000

Landflótti sjaldan meiri

Skur ða ðger ðir 15.000 12.000

14.016 14.069 14.070 13.007

9.000

0

2013

2012

2007

2001

2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra

SLySa- og br á ða þjónuSta fjöLdi kom a 100.000 80.000 60.000

97.712

98.923 93.060 65.714

40.000 20.000 0

2013

2012

2007

2001

2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra

fjöLdi kom a á göngudeiLdir 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0

237.447 234.430 255.803 193.477 2013

2012

2007

2001

2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra

Afleiðingarnar eru þær að læknar og hjúkrunarfólk er við það að gefast upp – ef það hefur ekki þegar gefist upp. Aldrei hefur verið meira um að læknar og hjúkrunarfræðingar sæki vinnu til útlanda, ýmist fastar stöður eða tímabundnar afleysingar. Guðmundur Karl Snæbjörnsson rekur atvinnumiðlunina hvitirsloppar.is sem sérhæfir sig í ráðningum íslenskra lækna í Svíþjóð. Hann er sjálfur ekki lengur starfandi hér á landi. „Ástæðan fyrir því að ég starfa ekki lengur á Íslandi er fyrst og fremst sú að við erum komin svo langt á eftir,“ segir hann. Guðmundur segir mikla, vaxandi undiröldu meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Þeir sem ekki eru þegar farnir geta vel hugsað sér að fara,“ segir hann. Þetta rímar við niðurstöður könnunar sem stjórnendur Landspítalans létu gera árið 2010. Í henni kom meðal annars fram að aðeins 7 prósent lækna gátu tekið undir þá fullyrðingu að þeir hugsuðu sjaldan eða aldrei um að hætta störfum. Einnig kom fram að rétt um einn af hverjum tíu læknum sögðust mæla með spítalanum sem Framhald á næstu opnu


24

fréttaskýring

1. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm góðum vinnustað. „Börnin mín eru læknar og eru í sérnámi erlendis en eru hér á landi í barneignarleyfi og höfðu hugsað sér að flytja hingað og ljúka sérnámi sínu hér. Þau hættu hins vegar alfarið við eftir að heyra sögur frá vinum sínum úr læknanáminu af ástandinu á spítalanum og heilsugæslunni og í raun heilbrigðiskerfinu öllu,“ segir Guðmundur. „Þeim fannst einnig sláandi að hitta vini sína sem starfa nú í fjármálageiranum, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Þau sögðust sjá hvernig land Íslendingar vilja, „þeir vilja ekki okkur,“ sögðu þau, „þeir vilja heldur fjármálageirann.“

Helgin 4.-6. október 2013

Þetta sjokkeraði þau og olli því að þau ákváðu að flytja aftur út. Ég upplifði nánast sorg við að heyra þetta,“ segir Guðmundur.

Vonin horfin

„Þau sögðu jafnframt að allir vinirnir væru ákveðnir í að fara um leið og tækifæri gæfist,“ segir hann. „Það er náttúrlega ekki hægt að bjóða aðstoðarlæknum á Landspítalanum að sætta sig við 340 þúsund krónur í laun þegar þeir geta fengið 900 þúsund í Skandinavíu, fólk hefur einfaldlega ekki efni á því að vinna hér,“ segir hann. „Það verður einnig að benda á að læknar og hjúkrunarfólk er í mikilli sérstöðu á atvinnumarkaði. Það er beinlínis slegist um þetta fólk um allan heim og atvinnumiðlanir eru sífellt að reyna að lokka fólk úr landi með tilboðum um hærri laun og betri vinnuaðstæður,“ bendir hann á.

fimm á r a tölfr æðilegt yfir lit

lykiltölur lsH

2012

2008

39.843.615

49.720.162

1.404.627

5.928.067

fjöldi einstaklinga sem leituðu til lsH

106.528

107.472

slysa- og bráðaþjónusta - fjöldi koma

98.923

95.364

234.430

242.391

75.781

90.140

rekstrarkostnaður (isk) uppreikn. á verðlag ársins 2012 lyfjakostnaður (isk)

fjöldi koma á göngudeildir fjöldi koma á dagdeildir sjúkrahústengdar heimavitjanir fjöldi legudaga fjöldi lega/innlagna meðallegutími (dagar)

9.177

14.222

213.264

232.570

27.349

28.563

7,8

8,1

649

788

skurðaðgerðir

14.069

14.494

þar af dagdeildaraðgerðir

6.605

2.637

3.263

3.376

rannsóknir á rannsóknarsviði

1.832.182

2.068.654

þar af myndgreiningar

123.901

123.950

3.643

3.873

fjöldi rúma í árslok

fæðingar

greidd stöðugildi/ársverk, meðaltal á mánuði

Guðmundur stofnaði atvinnumiðlunina í kjölfar hrunsins en eftirspurn hefur farið ört vaxandi. „Undiraldan er gríðarlega sterk og mér sýnist ekki að við séum að ná að snúa henni við. Ég er ekki bara að segja þetta í ljósi nýrra fjárlaga, þar sem því miður er enga viðspyrnu að finna, hins vegar heyrist mér á kollegum mínum í læknastétt að vonin sé gjörsamlega horfin,“ segir Guðmundur. Bylgja og Karl taka undir þetta. „Spítalinn er fullur af fólki sem hefur ástríðu fyrir starfinu,“ segir Bylgja, „og það hefur haldið spítalanum gangandi. Ég er ansi hrædd um að nú fari fólk hreinlega að gefast upp,“ segir hún. „Það er nú eða aldrei,“ bætir Karl við. „Ef við snúum ekki þessari þróun við núna þá getum við það aldrei. Við erum komin of langt á þessari braut.“ „Svo er talað um að flytja inn lækna,“ segir Karl. „Hver vill vinna hér – við þessar aðstæður – þegar hinn sami getur valið að fara til Noregs fyrir þrefalt hærri laun? Við munum bara fá lækna sem hafa ekki þrifist annars staðar, viljum við það?“ spyr hann. Bylgja bendir á að fjöldi hjúkrunarfræðinga sé farinn að taka vinnutarnir erlendis til að hífa upp launin sín. „Það bitnar óneitanlega á starfsemi spítalans. Fólk er að vinna eins og brjálæðingar til að vinna af sér vaktir og fer svo til útlanda í „fríinu“ sínu og vinnur enn meira þar og kemur dauðþreytt til baka. Ég hef skilning á þessu en hef jafnframt af þessu miklar áhyggjur,“ segir hún.

Læknanemar flýja

Læknanemar og almennir læknar hafa gagnrýnt álagið á spítalanum

Starfsfólk spítalans hefur þurft að vinna á 110 prósent afköstum til að mæta auknu álagi

og velja í auknum mæli að taka kandídatsár sitt utan Landspítalans. Lyflækningasvið auglýsti eftir almennum læknum fyrr á árinu. Enginn sótti um. Fyrir vikið jókst álagið á sérfræðinga, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk spítalans. Enginn þeirra læknanema sem Fréttatíminn ræddi við treysti sér til þess að koma í viðtal undir nafni

um þetta mál. Í nýlegri könnun meðal almennra lækna, sem eru þeir sem lokið hafa almennu læknanámi og eru á að vinna kandídatsár sitt eða eru í sérnámi, kom fram að einungis einn af hverjum hundrað treysti sér til þess að mæla með Landspítalanum sem vinnustað og að þrír af hverjum fimm segi álag í starfi of mikið.

Þróun fr á 2001

2013

2012

fjöldi legudaga

219.534

213.264

fjöldi lega/innlagna

26.980

27.349

27.241

7,4

7,2

7,1

-

3.300

3.263

3.129

2.819

rannsóknir á rannsóknarsviði

1.952.190

1.832.182

2.158.803

-

þar af myndgreiningar

119.876

123.901

meðallegutími (dagar), legur styttri en 6 mánuðir fæðingar

2007

2001

245.155 301.874 32.709

122.277 110.123

2013 framreiknað - áætlun mv. svipaða starfsemi og í fyrra

VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka.

FAGMENNSKA SKILAR ÁRANGRI


fréttaskýring 25

Helgin 4.-6. október 2013

„Hraðinn á færibandinu er orðinn svo mikill að læknakandídatar upplifa að þeir eru ekki að fá neina kennslu eða þjálfun,“ segir Karl. Hann bendir á að spítalinn hafi þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að sinna sjúkum og í öðru lagi sé hann kennslustofnun. Í þriðja lagi ein öflugasta vísindastofnun landsins. „Það er enginn tími til að kenna læknanemum ef allir eru hér á hlaupum og álagið er eins og það er. Það sem er mest aðkallandi hverju sinni er alltaf sett í forgang og það er alltaf að sinna veika fólkinu. Kennslan kemur þar á eftir og vísindaþátturinn. En um leið og við gerum þetta erum við búin að gengisfella spítalann. Þá er hann ekki lengur háskólasjúkrahús heldur bara, með fullri virðingu, eins og hvert annað landshlutasjúkrahús, þar sem minni áhersla er lögð á framþróun og vísindi. Það grefur undan Landspítalanum,“ segir hann.

Orðsporið skiptir máli

Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, tekur undir þetta. „Þetta er það sem hefur verið að gerast undanfarin ár, en ástandið er sínu verst á lyflækningasviði. Þar var hart gengið fram við að fækka stöðum í kjölfar hrunsins og það hafði þau neikvæðu áhrif að æ færri sóttust eftir að fara í sérnám í lyflækningum því fólk upplifði að það væri ekki að fá sérmenntun heldur væri í raun að slökkva elda allan daginn. Það væri bara vinnukraftur en ekki að fá frekari framhaldsmenntun,“ segir Ómar. Hann segir álagið gífurlegt á öllu starfsfólki spítalans en kandíd-

atar finni einna mest fyrir því. „Þeim er hent út í djúpu laugina án leiðbeininga því allir eru svo uppteknir. Við höfum gagnrýnt spítalann fyrir að læknar fái enga aðlögun líkt og annað starfsfólk spítalans þegar þeir byrja í starfi. Það hefur áhrif á starfsöryggi og bein áhrif á starfsgetu einstaklings, ef fólk þarf sjálft að mennta sig í öllu sem getur komið upp. Það segir sig sjálft að fólk upplifir ekki öryggi og traust í starfi,“ segir hann Ómar segir að laga þurfi ótalmarga þætti á spítalanum. „Ákveðin vinna er farin í gang eftir að botninum var náð í sumar. Ég held að það hljóti að vera ljóst að það þurfi að búa svo um hnútana að fólk hafi áhuga á að vinna á öllum deildum spítalans,” segir hann og bætir við að orðsporið af deildunum hafi áhrif á val lækna á sérfræðigrein. „Aðstæður á lyflækningasviði eru óboðlegar og fara því læknar sem vilja sérmennta sig í lyflækningum annað hvort út í sérnám eða velja aðra sérgrein,“ segir Ómar. Þess má geta að nýlegar aðgerðir til að bæta ástandið á lyflækningasviði hafa skilað því að fjórir læknar sóttu nýverið um stöðu almennra lækna á sviðinu.

Hefur lengi sigið á ógæfuhliðina

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélag Íslands, hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. „Það var stigið ágætt byrjunarskref nú í haust þegar brugðist var við neyðarástandinu á lyflækningasviði en það þarf meira til. Það hefur sigið á ógæfu-

hliðina í langan tíma og það leiðréttist ekki umsvifalaust,“ segir Þorbjörn. „Ég þykist skynja það á því sem nýr forstjóri segir, að hann átti sig á því að það sé nauðsynlegt að beita sér í því að bæta starfsandann og að hann muni gera það,“ segir Þorbjörn Hann hefur áhyggjur af því að læknar og hjúkrunarfræðingar séu að minnka við sig starfshlutfall. „Það er einungis vegna þess að fólk er farið að starfa í auknum mæli erlendis. Það má ekki halda áfram. Ég batt vonir við að nýtt fjárlagafrumvarp væri byrjunin á því að snúa þessari þróun við – en það virðist ekki vera. Ég veit ekki hvað hægt er að gera til að bæta ástandið ef það er rétt sem forstjórinn segir, að við séum að horfa á 2,5-3 prósenta niðurskurð. Þá erum við í mikilli klemmu,” segir Þorbjörn. Hann segist hafa átt von á innspýtingu í heilbrigðiskerfið líkt og aðrir læknar. „Yfirlýsingar stjórnarflokkanna í aðdraganda kosninga og jafnvel nú í sumar gáfu tilefni til þess að vonast eftir viðsnúningi og að heilbrigðismálin fengju aukið vægi í ríkisrekstrinum á kostnað einhvers annars. Þeirri forgangsröðun stýrir enginn nema stjórnmálamennirnir sjálfir, en hún er nauðsynleg ef við ætlum að halda uppi svipuðu heilbrigðiskerfi og er í Skandinavíu,“ segir Þorbjörn. „Stofnun eins og Landspítalinn er drifin áfram af fjármagni. Þótt á henni vinni gott fólk verður það að hafa úr að moða full meðöl – og það felst fyrst og fremst í meira fjármagni,” segir Þorbjörn.

Öflugt fræðslustarf

K r istján Þór júlíusson heilbr igðisr á ðher r a

Heilbrigðiskerfi í vanda óbreytt ástand ef mörgKristján Þór Júlíusson hundruð milljónum er varheilbrigðisráðherra ið í að létta undir með lyfsegir vanda Landspítalans lækningasviði með opnun gríðarlegan að vöxtum og hjúkrunarheimilis að Vífilmikið verkefni sé þar að stöðum. Við verjum jafnvinna. „Vandinn er ekki framt 1,5 milljörðum til að einskorðaður við Landspítbyggja undir launagrunn alann, nýlega sögðu fjórir heilbrigðisstarfsfólks og læknar upp á sjúkrahúshefjum undirbúning fyrsta inu í Vestmannaeyjum og áfanga nýs spítala með því læknar voru að segja upp á að veita fjárveitingar til Ísafirði. Aðrar heilbrigðisKristján Þór Júlíusson fullnaðarhönnunar sjúkrastofnanir en Landspítalinn hótels á lóð spítalans,“ segir hann. eiga einnig í verulegum vanda,“ segir „Sumar deildir á Landspítalanum hann. eru að blómstra – þetta er ekki allt „Ég vil leggja áherslu á að stór hluti niður á við. Ég legg hins vegar áherslu af þeirri þjónustu sem verið er að á að við eigum líka að horfa til hins inna af hendi á Landspítalanum sem góða. Vissulega má segja að verkefnið annars staðar í heilbrigðiskerfinu, er ærið. Þetta er hins vegar staða sem er í góðu lagi. Við eigum afbragðs hefur verið að byggjast upp á mörgum heilbrigðisstarfsfólk sem er hæft í árum. Starfsfólk Landspítalans og þeim verkefnum sem heilbrigðisþjónannars staðar í heilbrigðiskerfinu er ustan kallar á og hefur sinnt þessum langþreytt yfir því að við sjáum ekki störfum undir miklu álagi eins og enn fyllilega til lands út úr þeirri allir aðrir í íslensku þjóðfélagi. Við kreppu sem skall hér á. Hið sama megum ekki gleyma því góða sem við gildir einnig um aðrar starfsstéttir,“ eigum. Við sjáum það í viðhorfskönnsegir Kristján. unum sjúklinga á Landspítalanum að það er gríðarlega mikil ánægja með Tækjakaupaáætlun til 2017 þá þjónustu sem þar er veitt,“ bendir Kristján á. Mórallinn og starfsandinn Heilbrigðisráðherra tilkynnti á dögunsé hins vegar ekki eins góður og best um um gerð svokallaðar tækjakaupaværi kosið. „Það er eitthvað sem við áætlunar til ársins 2017 sem næði yfir þurfum að vinna að breytingum á,“ tækjakaup fyrir Landspítalann og segir hann. „Óánægjan snýst ekki aðsjúkrahúsið á Akureyri. „Ég vonast til eins um laun heldur nær hún einnig til að hún liggi fyrir áður en lokaumræða vinnuskipulags, tækjakosts, starfsaðfjárlaga fer fram og að hún verði fest í stöðu og fleiri þátta,“ segir hann. þinginu,“ segir Kristján en getur ekki sagt fyrir um hversu miklum fjárFyrsti fasi spítalans í undirmunum hann vonast til að hægt verði búningi að verja til tækjakaupa til viðbótar þeim fjármunum sem þegar er gert Hann segir umræðuna um fjárlagaráð fyrir. frumvarpið á villigötum. „Það er ekki

Framhald á næstu opnu

Frábær ávöxtun 40,2% 25,6% 24,7% 24,7%

Frá byrjun árs 2011 hefur VÍB staðið fyrir

150

fræðslufundum SEM YFIR

20.000 manns

1 ár

2 ár

3 ár

4 ár

hafa sótt eða fylgst með á vef okkar

Fylgstu með fræðslustarfi okkar á www.vib.is

Við erum fyrsta val 31%

26%

5 ár -19,2%

Hlutabréfasjóðurinn hefur skilað frábærri ávöxtun síðastliðin ár og er góð leið til þess að taka þátt í uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. * Skv. www.sjodir.is Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Besta eignastýringin

22%

VÍB/Íslandsbanki

Niðurstaða netkönnunar Capacent Gallup í maí 2013 var sú að Íslendingar myndu leita fyrst til VÍB - eignastýringarþjónustu Íslandsbanka þyrftu þeir á eignastýringarþjónustu að halda. 30,9% þeirra sem tóku afstöðu nefndu okkur sem fyrsta val.

Í nýlegu vali breska fjármálaritsins World Finance þótti VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka standa fremst íslenskra eignastýringaraðila. Við valið er horft til margra þátta og þá helst árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu.

FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA, FRÆÐSLA OG FJÁRFESTINGARAÐFERÐIR SKILA ÁRANGRI Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði hennar. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is |

Finndu okkur á Facebook


ðt

26

fréttaskýring

Helgin 4.-6. október 2013

 Páll Matthíasson forstjóri og María heiMisdóttir fjárMálastjóri

Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna

Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild

Karl Konráð Andersen, sérfræðingur í hjartalækningum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir starfandi erlendis.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélag Íslands.

Þurfum enga 10 milljarða

Þ

olmörkum er löngu náð,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Það er búið að skera hér niður alveg inn í bein. Niðurskurðurinn á árunum 2007-11 var samkvæmt Hagfræðistofnun 24 prósent en þá má ekki gleyma því að þá hafði þegar verið skorið mikið niður,“ segir hann. „Staðan er erfið. Það er aukið álag á starfsfólk og fjárveitingin sem við höfum núna dugir ekki fyrir rekstrinum. Það er mikilvægt að fá það bætt þannig að reksturinn einfaldlega gangi upp. Tækin eru síðan annar kafli. Fyrri ríkisstjórn hafði gert ráð fyrir 900 milljónum árlega í tækjakaup, þar af voru 600 milljónir í sérstaka viðbótargreiðslu sem átti að koma árlega í þrjú ár. Þeir fjármunir eru ekki í fjárlagafrumvarpi næsta árs,“ bendir hann á. „Það sem við erum að sjá hjá starfsfólki núna er einfaldlega uppsöfnuð þreyta. Við náðum ákveðnum árangri í hagræðingu, fjórðungs hagræðingu, en það reyndi á starfsfólki sem leggur sig 110 prósent fram. Til viðbótar er húsnæði og

María Heimisdóttir fjármálastjóri.

tækjakostur orðinn úreldur sem eykur enn frekar álag,“ segir hann.

Þurfum ekki 10-12 milljarða

Spurður hvort 10-12 milljarða innspýting sem formaður fjárlaganefndar hefur sagt opinberlega að þurfi í Landspítalann myndu nægja til þess að snúa þróuninni við segir Páll: „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur og segja að við þurfum ekki svo mikið núna. Það er náttúrulega dýrara en það að byggja nýjan spítala en við þurfum ekki 10-12 milljarða inn í reksturinn til þess að stíga þau nauðsynlegu spor í átt til endurskipulagningar sem við teljum okkur þurfa. En við þurfum töluvert fé,“ segir Páll. Hann segir að stjórnendum spítalans hafi létt nokkuð eftir að hafa hitt heilbrigðisráðherra og fundið fyrir skilningi hans á stöðu spítalans. „Hann ætlar að leggja áherslu á að auknir peningar fáist til nauðsynlegra tækjakaupa. Það er gott, þá er eitt atriði í vinnslu, en við þurfum meira fjármagn til starfseminnar til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir hann. „Mörg þúsund manns vinna hér á spítalanum og fólk er orðið þreytt því það leggur hart að sér dag og nótt. Við höfum verið að hugsa hvað við getum gert til að

Páll Matthíasson nýráðinn forstjóri Landsspítalans.

bæta starfsánægju. Það er ekki nóg að grípa til aðgerða sem kosta ekki mikla peninga, þótt auðvitað sé margt hægt að gera með markvissum aðgerðum og viðhorfum sem efla mannauðinn og kosta ekki mikið. Umræðan þarf líka að vera uppbyggileg. Stafsfólkið okkar er hins vegar komið með áhyggjur af þjónustu við sjúklinga og til að bæta hana þurfum við aukið fjármagn. Það er morgunljóst að við þurfum nýjan spítala til að geta boðið upp á þá þjónustu sem við viljum að sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. Nýr spítali er einfaldlega nauðsynleg endurnýjun á úr sér gengnu, gömlu og gamaldags húsi. Það er hins vegar langt ferli og þangað til nýr spítali verður tekinn í notkun þurfa að eiga sér stað ákveðnar skipulagsbreyt-

Ný Barnafatalína frá Lin Design

Íslensk hönnun 100% Hágæða Bómull

0-10 ára

örn eimb ð g g ðle jákvæ a l ð g e eru ar m a. BÖRN l jarðarinn U rbarn N a R i ð t Ö r i J a ST til j geim n úr laboð i a t k s u i nd oma yggja Þau k b p p og u

Peysur

st. 50-134/140

2.490 kr

Kjólar

st. 86/92-146/152

Smekkir 1.090 kr

3.980 kr Pils

rna. arba il jarð

st. 50-116

1.990 kr st. 50-140

1.980 kr

www.lindesign.is

Samfellur st. 56-86 1.590 -1.890kr Margir litir og gerðir

Náttföt

st. 56-134/140

3.980 kr Vöggusett 70x100cm 8.990 kr

100x140cm

Endurgjöf Samfélagsleg ábyrgð

10.980 kr xið upp úr ið þitt er va Þegar barn til okkar hana aftur mdu þá með ko i, n n ki flí afslætti a gegn 15% og fáðu nýj

Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220

on . Eld

in örn nub r ö j .is t ign mS d es uu t n i s l . le ww áw

.. Váá

Leggings Allar fígúrur eru saumaðar í fötin í stað plastprentunar Lestu um kosti ísaums í stað plastprentunar á

ingar,“ segir Páll. „Spítalinn var sameinaður fyrir rúmum áratug en mesta hagræðingin út úr þeirri sameiningu átti að felast í því að flóknasta starfsemin væri öll á sama stað. Við höfum hins vegar ekki náð henni fram í þessum gamla húsakosti. Við þurfum að fara í það að endurskoða þetta. Framkvæmdastjórnin setti í ársbyrjun mikla orku í það að endurskoða starfsemi spítalans. Við fengum McKinsey ráðgjafafyrirtækið til að fara ofan í það og niðurstaðan er ýmsar hugmyndir um hvernig við getum endurraðað starfseminni þannig að hún falli betur að því húsnæði sem við höfum og hún passi betur inn í nýjan spítala þegar hann kemur,“ segir hann.


fréttaskýring 27

Helgin 4.-6. október 2013

„Það myndi gefa starfsfólkinu von ef við gætum farið af stað í þá vegferð. Þá er komin leið til að sjá strax árangur en fyrst og fremst leið til að bæta þjónustuna og auka skilvirkni, nýta betur það fjármagn sem við höfum. Þetta allt saman kostar hins vegar eitthvað stofnfé. Það er það sem við þurfum að fá í viðbót við einhverja núlllausn frá Alþingi,“ segir Páll.

Alþingi ræður forgangsröðun

„Alþingi ræður forgangsröðun á fjárlögum. Okkur finnst algjört grundvallaratriði að tala skýrt og láta tölurnar styðja okkar mál og í raun biðla til Alþingis um það að forgangsraða þannig að við getum hafið þessa vegferð, náð viðspyrnunni og farið að bæta þjónustu Landspítalans,“ segir hann. Páll segir að verið sé að meta hversu mikið endurskipulagningin myndi kosta. „Við áttum von á að við hefðum aðeins meiri tíma til að vinna þetta því við áttum von á meiri viðspyrnu í fjárlögum. Við höfum til að mynda ekki kynnt þessar hugmyndir markvisst ennþá fyrir starfsmönnum en við erum byrjuð að reikna og vonumst til að vera með gróft kostnaðarmat á þessum nauðsynlegu skipulagsbreytingum á næstu vikum,“ segir hann. María Heimisdóttir, fjármálastjóri Landspítalans tekur undir þetta. „Eitt er töluleg hagræðing. Það sem skiptir hins vegar ekki síður máli eru þau skilaboð sem við sendum starfsfólki okkar, að við séum að færast í átt að betri aðstæðum fyrir sjúklinga,“ segir María. „Þótt grænt ljós kæmi á nýjan spítala í dag yrði hann ekki tilbúinn fyrr en eftir einhver ár. Við myndum því alltaf þurfa að búa við núverandi húsakost í ákveðinn tíma. Það, að fara í þessar skipulagsbreytingar, myndi senda skilaboð til starfsfólksins að við séum að undirbúa okkur undir að fara í nýjan spítala. Þá þurfum við að fara með nýja verkferla, nýtt skipulag inn í nýja húsið. Húsið sjálft breytir ekki öllu heldur þurfum við að breyta því hvernig við vinnum. Það er mjög mikilvægt að geta notað þessi ár, fram að nýjum spítala, til að endurskipuleggja starfsemina, gefa okkur þetta nýja svigrúm til að þróa þjónustuna og bæta aðbúnað sjúklinga,“ segir hún.

Loforð myndu hjálpa

Aðspurður segir Páll að tímasett loforð um nýjan spítala myndu sannarlega hjálpa til að bæta ástandið en þau myndu ein og sér ekki nægja. „Við þurfum fé svo við getum strax farið í að vinna í endurbótum og breytingum af ýmsu tagi. Ég skil vel að ríkisstjórnin setji sér það að markmiði að skila afgangi af fjárlögum, við þurfum að ná böndum á ríkisfjármálin en þá stöndum við frammi fyrir nokkrum erfiðum kostum; það þarf að skera niður í ríkisútgjöldum, en þá brýni ég fyrir Alþingi að spyrja sig: hver er skásti kosturinn, þurfum við ekki að vernda Landspítalann og heilbrigðiskerfið, fjöregg þjóðarinnar?“ spyr Páll. „Eitt af því sem McKinsey ráðgjafarfyrirtækið gerði var að bera saman kostnaðarhlutfall tiltekinna eininga hér miðað við stóru sjúkrahúsin í Svíþjóð, Sahlgrenska og Karolinska, og það kom í ljós að hlutfallslegur kostnaður okkar er um 58 prósent af kostnaði sambærilegra deilda þar, þannig að við erum að reka spítalann mjög hagkvæmt. Það eru ef til vill 40 ríki í heiminum með almennilegt heilbrigðiskerfi. Önnur velja ef til vill að hafa það ekki eða hafa ekki til þess bolmagn. Nú er stóra spurningin sem ég vil beina til Alþingis: Ætlum við að verja því fé sem þarf til að viðhalda heilbrigðiskerfinu eða ætlum við að gera eitthvað annað?“ spyr Páll.

1. hluti

V igdís H auk sdóttir , for m a ður fjár l aganefndar a lþingis

Þörfin fer ekki á milli mála Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hefur ítrekað talað um opinberlega að brýn þörf sé á 10 -12 milljarða innspýtingu fjármagns í rekstur Landspítalans, til viðbótar við þá 40 milljarða sem spítalinn er í dag rekinn fyrir. „Það fer ekki á milli mála hver þörfin er eins og ég og fleiri höfum talað um. Ég talaði hins vegar aldrei um að sú upphæð færi Vigdís Hauksdóttir strax inn í fyrsta fjárlagafrumhagnaði varpið. Það þarf að vinna að þarfagreiningu

fyrir spítalann og meta fjárþörfina áður en aukafjármagni verður veitt til hans. Hins vegar vil ég benda á að fjárlagafrumvarpið fær nú þinglega meðferð og ekkert fjárlagafrumvarp hefur farið óbreytt í gegnum þingið. Þetta er breytanlegt plagg. Það kemur til meðferðar fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu og þá geta einstakir þingmenn reynt að hafa áhrif á það. Stjórnarflokkarnir hafa sammælst um að skila 500 milljón króna af ríkisrekstrinum árið 2014 og því

FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER Hilton Reykjavík Nordica kl. 14-17

Hjálmar Gíslason

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm ekki um að ræða að auka fjárveitingu til Landspítalans frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu nema fjármunirnir verði teknir annars staðar frá eða nýjum tekjustofnum bætt við. Það er alþekkt að fjármunir eru færðir á milli liða í meðferð frumvarpsins fyrir Alþingi. Ég kem til með að leggja mitt af mörkum svo rétta megi stöðuna á Landspítalanum. Heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum samfélagsins og hún verður að vera í lagi.“

Þorsteinn Víglundsson

Pétur Jónsson

Árni Þór Árnason

Guðrún Jóhannesdóttir

Andrés Jónsson

Helga Margrét Reykdal

Andri Gunnarsson

Páll Jóhannesson

Þorvarður Gunnarsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Hulda Bjarnadóttir

Smáþing Sigmar Guðbjörnsson

Unnur Svavarsdóttir

Nýr vettvangur fyrir smá fyrirtæki Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA efna til Smáþings þar sem málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi verða í kastljósinu. Þau eru lykilþáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar, veita tugum þúsunda vinnu og eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda. Litla Ísland er nýr vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.

Dagskrá

Það sem betur má fara

Setning

Skynsamlegar skattabreytingar Andri Gunnarsson og Páll Jóhannesson, lögmenn hjá Nordik Lögfræðiþjónustu

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket

Umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Lífið á Litla Íslandi Pétur Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medialux

Sögur af hinu smáa og stóra Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku Andrés Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda Unnur Svavarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri GoNorth

Hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki skapað mörg ný störf á næstu 3-5 árum? Niðurstöður nýrrar Outcome könnunar

skráðu þig á www.sa.is

Heilbrigt verktakaumhverfi á Íslandi Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri Truenorth

Endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte Hversu framtakssamir eru Íslendingar? Niðurstöður nýrrar Capacent könnunar

Þingslit og viðbrögð Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Netagerð og spjall, kl. 16-17 Hvað getum við gert fyrir þig? Kynning á þjónustu SA og aðildarsamtaka í forrými. Hittu frumbyggja Litla Íslands, spáðu í framtíðina, fáðu fræðslustjóra að láni og kynntu þér STARF. Þingstjóri: Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA

Smáþingið er opið öllum – ekkert þátttökugjald


24

fréttaskýring

Helgin 11.­13. október 2013

2. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Húsnæði geðsviðs stenst ekki nútímakröfur Drungalegt og úr sér gengið húsnæði geðsviðs Landspítalans að Hringbraut stenst illa kröfur nútíma­ geðlækninga. Öryggismálum er þar einnig ábótavant svo tryggja megi öryggi sjúklinga sem starfsfólks. Geðsvið verður ekki hluti af nýjum spítala og því er enn brýnna en nokkru sinni að ráðast í nauðsynlegar endurbætur og viðhald sem hefur verið vanrækt svo það lekur og myglusveppur þrífst.

A

ðbúnaður sjúklinga og umhverfi þeirra er ein af þremur meginstoðum í meðferð geðsjúkra, að sögn Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans. Hinar tvær eru sjúklingurinn sjálfur og starfsfólkið sem veitir honum meðferð og það umhverfi sem meðferðin fer fram í. Umhverfi og aðbúnaður geðsjúkra er afar mikilvægur og því brýnt að fram fari nauðsynlegar endurbætur á úr sér gengnu húsnæði geðsviðs, sem stenst illa kröfur nútímageðlækninga, að sögn Maríu. Fyrir skömmu var tekin í notkun geðgjörgæsludeild, svokölluð bráðageðdeild, sem mikil þörf var á. Þar eru veikustu sjúklingarnir vistaðir í tíu einbýlum þar sem fyllsta öryggis sjúklinga er gætt. Þetta eru mikið veikir sjúklingar sem oft eru með hegðunartruflun og eru jafnvel hættulegir umhverfi sínu eða sjálfum sér. Áður voru þessir sjúklingar vistaðir með öðrum minna veikum á þremur deildum á Hringbraut sem

var ekki ákjósanlegt. Eyrún Thorstensen er deildarstjóri bráðageðdeildar. Hún segir hönnun nýju deildarinnar sérstaklega vel heppnaða og hún hafi skilað bættri þjónustu við sjúklinga, jafnt þeirra sem liggja á deildinni sjálfri, sem til sjúklinga á öðrum deildum.

Bráðageðdeild fækkaði leguplássum

Með tilkomu bráðageðdeildar fækkaði hins vegar leguplássum á geðdeildum Landspítalans um sjö því einni af þremur almennum legudeildum geðsviðs var breytt í bráðageðdeild. Nauðsynlegt þykir að svo mikið veikir sjúklingar séu á einbýli og því fækkaði legurúmum á deildinni um sjö. Ákjósanlegast hefði þó verið að bæta við bráðageðdeildinni og auka þjónustuna þannig enn meir. „Við breytingar á deildinni var öryggi sjúklinga haft í fyrirrúmi,“ segir María. „Hönnunin miðaðist við að útrýma hættusvæðum, svo sem skúmaskotum og svæðum utan almenns sjónsvæðis starfsfólks, til að koma í

veg fyrir árekstra. Einnig var hugsað fyrir því að enginn hlutur hér á deildinni geti nýst fólki til að skaða sjálft sig eða aðra, hurðahúnar, sturtuhausar, blöndunartæki, speglar, húsgögn og þar fram eftir götunum, allt er þetta sérvalið hér inn með öryggissjónarmið í huga,“ bendir hún á. Húsnæði geðdeildanna á Hringbraut var byggt árið 1979 og hefur lítið sem ekkert breyst síðan enda tekur arkítektúrinn mið af því. Umhverfið er niðurdrepandi og drungalegt með löngum, dimmum göngum með dökkum loftum. Veggir í stigagöngum og á fleiri stöðum eru grófir og steyptir þannig að steinnibbur standa út. Deildirnar eru fullar af skúmaskotum og dimmum hornum sem erfitt reynist að hafa gætur á, sem er mjög óheppilegt ef sjúklingar sýna tilburði til að skaða sjálfa sig eða aðra. Flest herbergin eru tvíbýli og húsbúnaður er úr sér genginn að undanskilinni dag- og göngudeild fíknigeðdeildar á jarðhæð, sem endurnýjuð var fyrir bráðum áratug. „Áform um nýjan spítala gera ráð

Deildirnar eru fullar af skúmaskotum og dimmum hornum sem erfitt reynist að hafa gætur á, sem er mjög óheppilegt ef sjúklingar sýna tilburði til að skaða sjálfa sig eða aðra.

Kynningar­ og góðgerðamálefnið Á allra vörum, réðst í söfnun fyrir bráðageðdeild í ár og afhenti í gær, fimmtudag, um 50 millj­ ónir auk ýmissa gjafa, sem nýtast munu til áframhaldandi fram­ kvæmda við bráðageðdeildina. Lósmyndir/Hari

fyrir að geðsvið sé í „varanlegu húsnæði“, eins og það var orðað,“segir María. „Það þýðir að ekki er gert ráð fyrir okkur í nýjum spítala og því verðum við hér. Það voru mikil vonbrigði en við verðum að sætta okkur við það. Lágmarkskrafan er þá að húsnæðinu sé haldið við og hér fari fram nauðsynlegar endurbætur í þágu sjúklinga,“ segir hún.

Öryggi sjúklinga ábótavant

„Við erum ekki að tala um neitt pjatt, heldur einfaldlega öryggi sjúklinganna,“ segir María og nefnir nokkur dæmi: „Samkvæmt vinnureglum okkar, sem eru settar í þágu sjúklinganna, förum við ekki með veikustu sjúklingana í lyftu milli hæða. Það getur skapað ýmis vandamál, bæði eru aðstæður í lyftu ekki öruggar og einnig getur rýmið skapað vanlíðan hjá sjúklingnum. Við förum því alltaf með veikustu sjúklinga á milli hæða um stigagang en arkítektúrinn á honum er þess eðlis að veggirnir í stigaganginum eru beinlínis hættulegir. Ef til átaka kemur við sjúkling getur fólk meitt sig illa við að kastast utan í veggina,“ bendir hún á. Legudeildirnar eru þannig hannaðar að fyrir framan hver tvö herbergi Framhald á næstu opnu


26

fréttaskýring

Helgin 11.-13. október 2013

2. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, t.v. og Eyrún Thorstensen, deildarstjóri bráðageðdeildar.

Sautján deildir á fimm stöðum í borginni  Á geðsviði Landspítalans eru níu legudeildir, fjórar göngudeildir og fjórar dagdeildir á fimm stöðum í borginni:

 Á Hringbraut eru fjórar legudeildir. Þar er ný bráðageðdeild en auk hennar tvær legudeildir og fíknigeðdeild. Þar eru einnig þrjár dag- og göngudeildir.

 Á Kleppspítala eru fjórar legudeildir; öryggisgeðdeild og réttargeðdeild auk sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar og almennrar endurhæfingargeðdeildar. Þeir sem eru lagðir inn á öryggisgeðdeild hafa verið sviptir sjálfræði í a.m.k. sex mánuði. Það er yfirleitt fólk með

tvígreiningar, fíknivanda og alvarlegan geðrofssjúkdóm. Þar er einnig réttargeðdeildin sem vistar fólk sem dæmt hefur verið fyrir afbrot en er of veikt til að afplána dóm sinn í fangelsi. Réttargeðdeildin var flutt á Klepp af Sogni í Ölfusi árið 2012.

 Í einbýlishúsi á Laugarásvegi er endurhæfingardeild og legudeild fyrir fólk á aldrinum 18-25 sem er að veikjast af sínu fyrsta eða öðru geðrofi. Þar eru fá legurúm, 7-8, en allt að 50 manns eru að jafnaði innskrifaðir og mæta sumir daglega, aðrir nokkrum sinnum í viku. Þar er einnig fyrsta endurhæfing og eftirfylgni með ungu fólki sem veikist af geðrofi.

 Hvíta bandið á Skólavörðustíg er dagdeild og göngudeild átröskunar, sem og dagdeild fyrir þunglyndissjúklinga og fólk með persónuleikaröskun. Þar er sérstakt átröskunarteymi starfandi.

 Eitt af samfélagsteymum geðsviðs, svokallað “outreach” teymi, hefur aðstöðu að Reynimel. Teymið hefur starfað í tæp fjögur ár og náð góðum árangri, meðal annar hefur orðið mikil fækkun í innlögnum hjá þeirra skjólstæðingahópi, sem er fólk sem á hvað erfiðast uppdráttar, svo sem heimilislausu fólki og langt leiddum fíklum.

er lítið hol með klósetti annars vegar og sturtu hinsvegar. „Það er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir slík hættusvæði,“ bendir hún á. Þó svo að reynt hafi verið að gera umhverfið sem öruggast hefur sjúklingum tekist að binda endi á líf sitt á geðdeild. „Við höfum misst fólk,“ segir María. „Slíkt á ekki að henda og því miða allar breytingar að því að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks,“ segir hún.

Breytingar bæta líðan

Breytingar á nýrri bráðageðdeild eru langt komnar þó svo að aðeins sé lokið við annan ganginn af tveimur. Kostnaðurinn við breytingarnar nemur þegar rúmum hundrað milljónum – og nokkra tugi þarf til viðbótar svo ljúka megi við verkið. Fimmtán milljónir fengust frá velferðarráðuneytinu en restin kom úr rekstri spítalans sjálfs, stærsti hluti af rekstrarfé geðsviðs Kynningar- og góðgerðamálefnið Á allra vörum, réðst í söfnun fyrir bráðageðdeild í ár og afhenti í gær, fimmtudag, um 50 milljónir auk ýmissa gjafa, sem nýtast munu til áframhaldandi framkvæmda við bráðageðdeildina. Framlög velviljaðra samtaka eru geðsviði ómetanleg, að sögn Maríu. Eyrún segir að breytingarnar á bráðageðdeildinni hafi breytt því verulega hvernig hægt er að annast veikustu sjúklingana. „Með því að gera deildina öruggari þurfum við í mun minna mæli að loka veikasta fólkið af. Við getum stýrt umgangi á deildinni mun betur og komið þannig í veg fyrir árekstra. Einbýlin hjálpa einnig mjög mikið til en fólk getur sjálft valið að læsa að sér þó svo að starfsfólk hafi samt sem áður aðgang að herbergjum þeirra, þá má þannig koma í veg fyrir að sjúklingar ráfi inn á herbergi annarra,“ bendir Eyrún á. „Við þurfum mun minni inngrip og sjúklingarnir upplifa sig fyrir vikið frjálsari og líður því betur,“ segir hún. Enn skortir þó upp á aðgang

sjúklinga að lokuðum garði sem nýverið var útbúinn við geðdeildina að Hringbraut í kjölfar ábendinga Evrópuráðs til varnar gegn pyntingum. Til þess að komast í hann þarf að fylgja sjúklingi um langa ganga og á milli hæða sem eykur hættuna á stroki og uppákomum og það hefur gerst hjá okkur. Auðveldlega má koma upp stiga úr bráðageðdeildinni niður í garðinn en áætlað er að hann myndi kosta um 10 milljónir. Þær eru ekki til.

Viðkvæmur sjúklingahópur

María bendir á að bráðageðdeildin hafi meiri áhrif á aðrar deildir en starfsfólk hefði gert sér í hugarlund fyrirfram. „Sjúklingahópurinn okkar er fjölbreyttur en hann mjög viðkvæmur, algengasta innlagningarástæðan eru áleitnar sjálfsvígshugsanir. Það er því mikilvægt að allir fái næga athygli. Reynslan sýnir að inniliggjandi sjúklingar með til að mynda þunglyndi og kvíða sem voru á deild með órólegum sjúklingi upplifðu spennuþrungið andrúmsloft og héldu sig því oft til hlés. Þegar órólegustu sjúklingarnir hafa verið færðir inn á bráðageðdeild verður umhverfið rólegra og sjúklingar með kvíða og þunglyndi sýna meira frumkvæði til sjálfshjálpar og sækja í þjónustu starfsfólks. Þannig fá þessi sjúklingar meira út úr meðferðinni,“ segir María. Starfsfólk tveggja almennra legudeilda og legudeild fíknigeðdeildar hefur lagt sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu við sjúklinga miðað við aðstæður. Peningur sem safnaðist í svokölluðu Brospinnaátaki, sem er framtak starfsfólks geðsviðs spítalans, var notaður til þess að breyta þvottaherbergi á legudeild fíknigeðdeildar í svokallað „altmuligt“ herbergi. Þar geta heimsóknir farið fram, sjúklingar geta fundið þar afdrep og þar eru einnig viðtöl sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Húsgögnin; legusófi og hægindastóll, fengust í Góða hirðinum því


fréttaskýring 27

Helgin 11.-13. október 2013

þannig mátti nýta söfnunarféð sem best. Fyrir einu og hálfu ári tók starfsfólk sig saman í því að efla og bæta þjónustu við sjúklingana og réðst í svokallað LEAN-verkefni sem felst í því að hugsa alla verkferla deildarinnar upp á nýtt í því skyni að nýta mannauðinn sem best í þágu sjúklinganna. Kjartan J. Kjartansson er yfirlæknir á deildinni og Helga Sif Friðjónsdóttir deildarstjóri. Þau segja að hugmyndafræði deildarinnar sé að mæta sjúklingi þar sem hann er staddur og finna viðeigandi meðferðarúrræði. Markhópur deildar eru sjúklingar í neyslu og með annan lífshamlandi geðvanda. „Einnig sinnum við barnaverndarmálum,“ bendir Kjartan á. „Hingað kemur fólk sem er á götunni og mætir ósjaldan fordómum annars staðar í heilbrigðiskerfinu,“ segir Helga. „Við erum í samvinnu við Reykjavíkurborg um nærþjónustu fyrir utangarðsfólk,“ segir Helga. Þau taka undir með Maríu og segja að nauðsynlegt sé að bæta aðbúnað sjúklinga á deildinni, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Nauðsynlegar endurbætur á deildinni myndu sennilega kosta álíka og á nýrri bráðageðdeild, yfir 100 milljónir. Aðspurður segir Kjartan eitt helsta vandamál deildarinnar vera skort á úrræðum sem taka við eftir útskrift sjúklinga. „Fyrir vikið verður hér ákveðið fráflæðisvandamál því lítið er um búsetuúrræði fyrir fólk sem er að koma úr neyslu eða er jafnvel enn í neyslu. Það er hópurinn sem fáir vilja hjálpa. Samfélagið þarf að gera ráð fyrir þessum hópi og horfast í augu við að hann þarf hjálp,“ segir Kjartan.

2,3% þjóðarinnar nutu þjónustu geðsviðs. Alls þurftu um 5.600 einstaklingar á þjónustu geðdeildar að halda á síðasta ári. Það er 2,3% allra íbúa landsins eldri en 18 ára. Tæplega fimm þúsund manns leituðu á bráðaþjónustu geðdeildar, þrettán manns á degi hverjum. Það eru fleiri en þurftu á bráðaþjónustu hjartagáttar að halda.

átján hundruð

Alls lágu rúmlega sjúklingar á ára aldri þurftu á innlögn á geðdeild að halda í fyrra. Daglega sækja

níu legudeildum geðsviðs í fyrra sem þýðir að átta af hverjum þúsund íbúum yfir 18

213 manns þjónustu dag- og göngudeilda geðsviðs og gerir það rúmar 52 þúsund komur á þessar deildir árið um kring.

er að fá geðrof í fyrsta sinn. Það er mjög notalegt umhverfi með 8 legurúmum og allt að 50 innskrifuðum sjúklingum sem njóta áframhaldandi þjónustu, eftirfylgni og endurhæfingu. Húsið er frá því um 1970 og margar innrétt-

ingar jafngamlar húsinu og því nauðsynlegt að ráðast þar í endurbætur,“ segir hún. María áætlar að endurnýjun hverrar legudeildar myndi kosta ríflega hundrað milljónir. Á Hringbraut þurfi að endurnýja þrjár

legudeildir, sem myndi kosta að minnsta kosti þrjú hundruð milljónir en að auki sé verulegur kostnaður vegna viðhalds á þeim fimm byggingum sem heyri undir sviðið. „Við höfðum vonast eftir því að fá aukið fé til viðhalds þegar

við fengum að vita að við værum í varanlegu húsnæði en það hefur því miður ekki gengið eftir,“ segir María. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

NÝTT FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI Nýjung!

Hundruð milljóna endurbætur nauðsynlegar

Hjördís Tryggvadóttir er sálfræðingur og teymisstjóri á Teigi, dag- og göngudeild fíknigeðdeildar sem endurnýjuð var árið 2004. Hún segir aðbúnaðinn vel ásættanlegan og húsnæðið í ágætis standi.

D-VÍTAMÍNBÆTT

LÉTTMJÓLK OG NÝMJÓLK Nú í 1/2 lítra umbúðum

Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og hjálpar okkur að takast á við daginn með bros á vör. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.

D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk - eins og hollur sólargeisli

:-D

ENNEMM / SÍA / NM53669

Þegar María er beðin að áætla hversu miklu ríkið þyrfti að kosta til svo fara megi í nauðsynlegt viðhald og ráðast megi í nauðsynlegar endurbætur á húsnæði sem nú hefur verið úrskurðað varanlegt hikar hún. „Ég á bágt með að áætla það nákvæmlega. Allt viðhald á þeim fimm byggingum sem geðsviðið rekur starfsemi sína í hefur verið vanrækt. Hér á Hringbraut er lekavandamál, rakaskemmdir og grunur er um myglusvepp. Ný réttargeðdeild að Kleppi er mjög vel heppnuð en aðrar deildir á Kleppi þurfa viðhald og endurnýjun. Þetta gamla, fallega hús á Kleppi á skilið að því sé sýnd virðing með tilhlýðilegu viðhaldi,“ bendir hún á. María segir að Dagdeild Hvítabands- og átröskunar sé á Skólavörðustíg og þjóni vel sínu hlutverki. Ánægja sé með staðsetningu deildarinnar þar enda ekki hugmyndir um að flytja hana annað. „Við rekum einnig legudeild og göngudeild í einbýlishúsi á Laugarnesvegi. Hún er ætluð fólki á aldrinum 18-25 ára sem


24

fréttaskýring

Helgin 18.-20. október 2013

3. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Vökudeild Barnaspítala Hringsins er dýrasta deild kvenna- og barnasviðs og tækjaþörfin þar hvað mest. Hún hefur alfarið reitt sig á gjafafé til tækjakaupa og ríkið hefur því ekki þurft að veita fé til tækjakaupa fyrir deildina undanfarna áratugi. Á árunum 2010-12 var kvennaog barnasviði Landspítalans færðar gjafir fyrir alls 307 milljónir króna. Ljósmynd/Hari

Vökudeildin dýrust en fær ekkert frá ríkinu Nýr spítali myndi bæta mikið þjónustu við börn því jafnmörgum börnum er sinnt á deildum Landspítalans í Fossvogi og á Barnaspítalanum, 13 þúsund á hvorum stað ár hvert. Vökudeildin, gjörgæsludeild nýbura, er ein dýrasta deild spítalans en hefur alfarið þurft að reiða sig á gjafafé til tækjakaupa undanfarna áratugi.

V

ökudeild Barnaspítali Hringsins er dýrasta deild kvenna- og barnasviðs og tækjaþörfin þar hvað mest. Samt sem áður hefur ríkið ekki þurft að veita fé til tækjakaupa fyrir deildina undanfarna áratugi því tækjakaup eru öll fjármögnuð með gjafafé, mest frá Barnaspítalasjóði Hringsins. Á árunum 2010-12 voru kvenna- og barnasviði Landspítalans færðar gjafir fyrir alls 307 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Það sem af er árinu hafa sviðinu verið færðar gjafir fyrir um 50 milljónir. Fyrir vikið er Barnaspítalinn jafn vel tækjum búinn og fullkomnustu barnaspítalar erlendis. Barnaspítalinn tilheyrir kvenna- og barnsviði Landspítalans. Barnaspítalinn sinnir flestum sviðum lækninga barna undir 18 ára að aldri, að undanskildum þeim aðgerðum og rannsóknum sem fram fara í Fossvogi, en það eru meðal annars háls- nef og eyrnalækningar barna, heilaskurðlækningar barna og bæklunarlækningar barna. Aðgerðir á þeim sviðum fara fram í Fossvogi en börn liggja þar ekki yfir nótt nema þau þurfi að vera á gjörgæslu. Þurfi börn að liggja inni eftir aðgerðir eru þau færð yfir á Barnaspítalann við Hringbraut. „Það er mikill misskilningur að nýr spítali hafi ekki áhrif á þjónustu við börn,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs. „Um það bil jafn mörg börn fá þjónustu á báðamót-

töku LSH í Fossvogi og á Barnaspítalanum ár hvert, um 13 þúsund komur á hvorum stað,“ segir hann. Bráðamóttakan í Barnaspítalanum er mestmegnis fyrir börn sem leita til LSH vegna sjúkdóma og til barnaskurðlækna en flest þau börn sem slasast eða meiðast fara á bráðamóttökuna í Fossvogi. Á nýjum spítala yrði öll bráðaþjónusta á einum stað sem væri þá jafnframt í mun meiri nálægð við lækna og húsnæði Barnaspítalans. Að auki væri á henni sérstök barnaeining. „Þegar börn slasast fara barnalæknar héðan af Barnaspítalanum stundum yfir í Fossvoginn til þess að aðstoða við að sinna þeim. Auk þess erum við stöðugt að flytja börn frá Fossvoginum yfir á Barnaspítalann því þau liggja ekki inni í Fossvoginum,“ bendir hann á en kostnaður er vegna þessa flutninga auk þess sem auðvitað er æskilegt að flytja veika sjúklinga sem minnst á milli staða, að sögn Jóns Hilmars. Húsnæði gjörgæsludeildar LSH er jafnframt orðin mjög úr sér gengið og eru mörg herbergi gjörgæslusjúklinga svo lítil og pláss almennt mjög takmarkað að foreldrar hafa ekki góða aðstöðu til þess að geta dvalið þar með börnum sínum eins og æskilegt væri. Ný gjörgæsla í nýjum spítala bætti úr þessu.

Kvennadeildin úr sér gengin

Á kvennadeildum er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta fyrir kon-

ur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, sem og þjónusta fyrir konur með almenna eða illkynja kvensjúkdóma, svo sem krabbamein í kvenlíffærum. Þjónustan er veitt á göngu-, dag- og legudeildum eftir atvikum. Að sögn Hrundar Magnúsdóttur, deildarstjóra kvennadeildar, hefur þjónusta deildarinnar breyst mikið á undanförnum árum. Legurýmum hefur verið fækkað og göngu- og dagdeildarþjónusta aukin en það er í takt við þróun í heilbrigðisþjónustu víða um heim. „Tækjaþörf deildarinnar er ekki mikil og er tækjakostur í ásættanlegu ásigkomulagi. Sjúklingar og starfsfólk á deildinni líður hins vegar fyrir að húsnæði hefur lítið verið endurnýjað né heldur hefur viðhaldi verið sinnt sem skyldi,“ segir Hrund. Hún bendir á að mikið veikar konur þurfi að vera tvær til þrjár saman á stofu og að fimm konur deili sama salerni, sem sé langt frá því ásættanlegt, ekki nema vegna aukinnar smithættu ýmissa sjúkdóma við slíkar aðstæður. Að auki séu sjúkrarúm og önnur húsgögn orðin gömul og úr sér gengin og þarfnist endurnýjunar. Húsnæðið var byggt árið 1973 og hefur verið lítið sem ekkert endurnýjað síðan. Jón Hilmar tekur undir þetta. „Kvennadeildin hefur setið á hakanum undanfarin ár því stefnt er á að hún færist að stórum hluta yfir í nýjan spítala. Okkur finnst ekki rétt að óska eftir gjafafé fyrir endurnýjun deildarinnar

Líf Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna. Líf er stofnað með langtímaverkefni í huga og það mun afla fjár með félagsgjöldum sem greidd verða ár hvert og einnig standa að margvíslegum fjáröflunum. Að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu. Þó skírskotun sé augljós til kvenna vegna kvennadeildar leggja aðstandendur LÍF áherslu á að félagið er fyrir karla og konur enda njóta karlar einnig þjónustu kvennadeildar þar sem börn þeirra fæðast og margir dvelja þar einnig á meðan fæðingu/sængurlegu stendur.

ættur

D-vítamínb

upp á tugi milljóna ef hún á síðan að færast í nýjan spítala innan fárra ára. Við þurfum hins vegar ef til vill að endurskoða þá afstöðu ef bygging nýs spítali er ekki í sjónmáli,“ segir Jón Hilmar. Húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar var nýlega endurnýjað fyrir m.a. að hluta fyrir gjafafé frá LÍF, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans sem réðst í landssöfnun fyrir um tveimur árum. Þar er sérhæfð þjónusta við konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og náið samstarf við starfsfólk barnadeilda, fyrst og fremst vökudeild. Söfnunin náði langt upp í þann kostnað sem hlaust af endurnýjun deildarinnar sem nam um 80 milljónum. Fjölbýlum var breytt í einbýli með salernisaðstöðu og aðstöðu fyrir aðstandendur, húsgögn voru endurnýjuð og nauðsynlegar endurbætur voru gerðar á raflögnum og vatnsog skólplögnum auk þess sem sett var inn loftræstikerfi sem var ekki til staðar áður. Þá var sett upp sérstakt lyfjaherbergi sem eykur öryggi sjúklinga til muna. Álíka endurbóta er þörf á kvennadeild og nauðsynlegra endurbóta er einnig þörf á skurðstofugangi kvennadeildar og fæðingargangi. Gert er ráð fyrir að skurðstofur sem tengjast fæðingaþjónustan færist yfir í nýjan spítala, líkt og legudeildir kvennadeildar eins og áður sagði. Af sömu ástæðum og með kvennadeild, væntinga um nýjan spítala, hefur húsnæði á fæðingargangi Framhald á næstu opnu


26

fréttaskýring

Helgin 18.-20. október 2013

3. hluti

því ekkert verið endurnýjað undanfarin ár. Þar fæðast nú um það bil þrír af hverjum fjórum nýjum Íslendingum.

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Langir biðlistar á BUGL

Hringurinn Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging

Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sérþarfir. Í félaginu eru nú 335 konur á öllum aldri. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði á veturna, félagskonum til fræðslu og skemmtunar. Starfsemin byggist hins vegar fyrst og fremst á því mikla starfi sem fram

fer í nefndum félagsins. Fjáröflunarleiðirnar eru söfnunarbaukar, sem staðsettir eru víða, s.s. í Leifsstöð, jólakaffi og happdrætti, sem haldin eru á aðventunni á hverju ári, jólabasarinn, sem haldinn er í nóvember á hverju ári, minningarkortin, sem seld eru allt árið, jólakortin og veitingasalan í Barnaspítalanum.

Styrkveitingar úr Barnaspítalasjóði Hringsins árið 2012  Barnaspítali Hringsins, göngudeild: 5

 

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.

sem geta aukið á geðrænan vanda barna, svo sem búsetuóöryggi samfara erfiðu efnahagsástandi og neikvæðri samfélagsumræðu,“ segir Guðrún Bryndís. „Þessu til viðbótar hefur tölvunotkun ungmenna breyst verulega undanfarin ár og við þekkjum ekki nógu vel neikvæð áhrif hennar. Netnotkun hefur stóraukist og við vitum hreinlega ekki hvaða áhrif hún getur haft. Hið eina sem ég get sagt er að ég hræðist hana, sérstaklega með tilliti til eineltis og félagslegrar einangrunar,“ segir Guðrún. Alls eru 17 legurými á legudeild BUGL. Líkt og á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar hefur áherslan undanfarin ár verið á að fækka innlögnum og auka dagog göngudeildarþjónustu. Börn sem lögð eru inn á BUGL eru hins vegar oft í sjálfsvígshættu og þurfa því sólahringshjúkrun og læknismeðferð, að sögn Höllu Skúladóttur, aðstoðardeildarstjóra legudeildar BUGL. „Flest þeirra barna sem þurfa innlögn eru á aldrinum 13-18 ára en dæmi eru um að börn allt niður í leikskólaaldur hafi þurft að leggjast inn. Bráðatilfelli ganga fyrir með innlagnir og þegar svo mikill fjöldi bráðatilfella berst er ekki hægt að taka inn önnur börn en þau sem þurfa bráðaþjónustu,“ segir Halla. Húsnæðiskostur legudeildar er til mikillar fyrirmyndar. Nýverið styrkti Barnaspítalasjóður Hringsins, líknarfélög og félagasamtök, svo sem Lions og Kiwanis BUGL svo hægt væri að endurgera útisvæði og gera það að hluta meðferðarsvæðis BUGL. Lokið var við framkvæmdir nú í sumar og er nú eina útimeðferðarsvæði landsins“, að sögn Höllu.

Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2

Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.

útbLáStur aðeinS 94 g

3.840.000

Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000

Umboðsaðilar:

bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

3,3

Innanbæjar akstur

4,0

/100km

3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0

L

/100km

L

Barka- og raddbandaspeglunartæki, skoðunarborð með fylgihlutum, fiberlaryngoscope til skoðunar á börnum, höfuðljós og smásjár. Bráðamóttaka barna, Fossvogi: Styrkur vegna endurnýjunar á hjólastól og yfirdekkningar á sófum og stólum. Meðgöngu og sængurkv.deild LSH: 2 ljósameðferðarteppi vegna nýburagulu. Skammtímavistunin Árlandi: Ipad spjaldtölva með hulstri. Sjónarhóll: Rekstrarstyrkur v/ starfsmanns og ½ foreldraráðgjafa. Vinafélag Móvaðs: Styrkur vegna kaupa á bíl. Styrkveitingar ársins námu rétt tæplega 135 milljónum króna. Stærsti styrkurinn var 70 milljóna króna styrkur til Barnaspítala Hringsins og mest fór til vökudeildar í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs.

/100km

 Skurðstofa LSH, Fossvogi: Skurðarborð.  Háls-nef og eyrnadeild barna LSH:

L

vogir sem mæla upp að 300 kg. Barnaspítali Hringsins, vökudeild: 4 Basix hjúkrunarvagnar, 2 vökvadælur, 40 sprautudælur og 5 standar. Endurnýjun 2/3 hluta mónitorakerfis vökudeildar (13 mónitorar) ásamt 10 mónitorum, fjölþættum og flóknum nemum, fylgibúnaði og tengingu við móðurstöð fyrir vinstri væng vökudeildar. Barnaspítali Hringsins, bráðamóttaka: Skoðunarbekkir, blöðruómskoðunartæki, 10 vökvadælur og 3 sprautudælur. Endurbætur, tilfærsla og breytingar á húsnæði bráðaherbergis í aðstandenda- og kyrrðarherbergi. Barnaspítali Hringsins, legu-dagdeild: 30 vökvadælur, 8 sprautudælur og 5 standar. Barnaspítali Hringsins, skurðlækn.: Laprascopíustæða. Barna- og unglingageðdeild, BUGL: Endurgerð útileiksvæðis.

Barna- og unglingageðdeild (BUGL) við Dalbraut er hluti af kvenna- og barnasviði Landspítalans. BUGL skiptist í göngudeild og legudeild og sérhæfir sig í mati og meðferð á geðröskunum barna og unglinga ásamt kennslu, handleiðslu og rannsóknum á sviði geðheilbrigðisþjónustu barna. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á göngudeild BUGL, og Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar, segja að þjónustu í heilbrigðiskerfinu utan spítala við börn með geðraskanir sé verulega ábótavant. Fyrir vikið sé gífurlegt álag á bráðaþjónustu BUGL sem geri það að verkum að biðlisti eftir þjónustu á göngudeild BUGL er lengri en nokkru sinni fyrr og biðtími fjórfalt lengri en ásættanlegt sé. Alls eru nú 124 börn á biðlista eftir þjónustu BUGL og meðalbiðtími þeirra 1214 mánuðir. Til samanburðar voru 62 á biðlista eftir þjónustu í janúar 2009. „Árið 2012 komu 310 ný bráðatillfelli og hafa þau aldrei verið fleiri,“ bendir Guðrún Bryndís á. Til samanburðar voru bráðatilfelli árið 2009 alls 227 talsins. „Það er útlit fyrir enn fleiri bráðamál í ár,“ segir hún. „Börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda eru yfirleitt með sjálfsvígshótanir eða sjálfsvígshugsanir en einnig börn sem talin eru vera með geðrofseinkenni,“ segir Linda. Algengast er að það séu eldri börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda, á aldrinum 12-18 ára, en inn á milli eru yngri börn, allt niður í sex ára. „Ef um sjálfsvígshættu er að ræða fær viðkomandi tíma sam-

dægurs þar sem sjálfsvígshætta er metin. Það bíður enginn sem vill ekki lifa lengur. Byggt á niðurstöðu viðtals er ákveðið hvort barn fer í innlögn eða fær göngudeildarþjónustu,” segir hún. Nýtt húsnæði göngudeildar BUGL var tekið í notkun árið 2008 og var bygging þess fjármögnuð af Barnaspítalasjóði Hringsins og fleiri góðgerðasamtökum ásamt ríkissjóði. Guðrún Bryndís segir að 12-14 mánaða biðtími eftir þjónustu fyrir börn með geðraskanir sé allt of langur. Linda tekur undir það. „Ásættanlegur biðtími væri þrír mánuðir fyrir þjónustu í göngudeild,“ segir Linda. Þær segja að vandamálið leysist ekki einungis með því að auka við þjónustu á BUGL. „Við erum svokölluð þriðja stigs heilbrigðisþjónusta sem er mjög sérhæfð og eigum því að taka við sjúklingum sem ekki er hægt að meðhöndla í fyrsta og annars stigs þjónustu,“ bendir Linda á. Fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta er til að mynda heilsugæslan og sérfræðingar á stofu auk sérhæfðra stofnana í líkingu við Þroska- og hegðunarstöð. „Mikilvægt er að byggja upp betri þjónustu í nærumhverfi barnanna svo hægt sé að grípa fyrr inn í þegar vandi kemur upp. Foreldrar standa oft ráðalausir þegar geðræn veikindi gera vart við sig sem í sjálfu sér er algjör andstæða við það sem gerist þegar um líkamleg veikindi er að ræða,“ segir Guðrún Bryndís. „Hina miklu aukningu í bráðatilfellum má ef til vill skýra með samdrætti í þjónustu við börn með þroska- og geðraskanir annars staðar og hugsanlega einnig af félagslegum orsökum. Með félagslegum orsökum er átt við, í þessu samhengi, að úrræði foreldra eru ef til vill færri en áður og að auki hafa bæst við vandamál

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


26

fréttaskýring

Helgin 25.-27. október 2013

4. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Það þarf að vekja vonina aftur Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

Algjörrar umbyltingar er þörf á húsnæði bráðamóttöku Landspítala svo tryggja megi öryggi og aðbúnað sjúklinga og aðstöðu starfsfólks sem segir að vekja þurfi vonina á ný. Allt að níu sjúklingar deila stofu og smithætta er því mikil. Deildin fékk einungis tíunda hluta þess fjármagns sem þörf var á til tækjakaupa í fyrra og undanfarin ár hefur lítið verið hægt að endurnýja af tækjum. Starfsfólk leitaði að skoðunarstól fyrir háls- nef og eyrnalækningar á eBay stóllinn H Eþví LG A R BáL A Ð bráðamóttökunni brotnaði og ekki eru til peningar fyrir nýjum.

K

lukkan er átta. Starfsfólk á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi er komið saman í svokölluðu fjarskiptaherbergi til að fara yfir stöðuna á deildinni áður en dagvaktin tekur við. Þetta er kallað stöðumat. Hjúkrunarfræðingur sem er að ljúka við næturvakt lýsir því hvernig nóttin gekk fyrir sig svo starfsfólkið sem er að taka við á dagvaktinni geti gert sér grein fyrir ástandinu. Fundurinn er stuttur og hnitmiðaður og að honum loknum fara hjúkrunarfræðingar og læknar

Bráðasvið

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Bráðamóttakan í Fossvogi er stærsta deild sjúkrahússins, þar er neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis sem sinnir um 120 tilfellum á ári. Bráðasvið veitir einnig upplýsingar og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Læknisfræðileg ábyrgð sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu er hjá bráðasviði. Samstarf er náið við Neyðarlínuna, Slökkvilið höf-

í svokallað rapport þar sem farið er yfir ástand hvers og eins sjúklings. Morguninn er óvenju rólegur og andrúmsloftið létt og afslappað þótt allir séu í stöðugri viðbragðsstöðu. Á yfirliti yfir sjúklinga á skjá í fjarskiptaherberginu má sjá ástæðu komu þeirra, hvenær þeir komu og hver staðan er á umönnun þeirra. Í dag, eins og aðra daga, eru ástæðurnar margvíslegar. Eitranir, kviðverkir og öndunarerfiðleikar svo fátt eitt sé nefnt. Þó svo að vikan fylgi ákveðnum

uðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslu Íslands um málaflokkinn en læknar sviðsins starfa ásamt áhöfnum sjúkraþyrlu við björgun og flutning veikra og slasaðra. Á bráðasviði er sjúkrahúsapótek Landspítala sem sér um alla lyfjaumsýslu á spítalanum og rekur jafnframt Miðstöð lyfjaupplýsinga þar sem veittar eru upplýsingar um áhrif og milliverkanir lyfja.

sveiflum í álagi sem brugðist er við með mönnun, er aldrei hægt að sjá fyllilega fyrir hvenær álagið er sem mest á deildinni því slysin gera ekki boð á undan sér.

100 þúsund sjúklingar á ári

Bráðamóttakan sinnir árlega um eitt hundrað þúsund manns. Það er tæpur þriðjungur þjóðarinnar. Fleiri börn koma á bráðamóttöku í Fossvogi en koma á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, tæplega 14 þúsund á ári hverju. Sérstakt fimm

Miðstöð sjúkraskrárritunar er einnig á höndum bráðasviðs. Hjúkrunarþjónusta sjúkrahótels tilheyrir einnig bráðasviði. Bráðasvið veitir jafnframt þjónustu fyrir aðstandendur þeirra sem látast með voveiflegum hætti, ýmist í slysi eða fyrir eigin hendi. Á bráðadeild í Fossvogi er lítil kapella þar sem aðstandendum býðst að kveðja sína nánustu. Framhald á næstu opnu


28

fréttaskýring

Helgin 25.-27. október 2013

4. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Hjalti Már Björnsson bráðalæknir

Hætta á stöðnun í heilbrigðiskerfinu Hjalti Már Björnsson lærði bráðalækningar í Virginíu í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir um tveimur árum. Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi komið heim segir hann ástæðuna sambland af vinnu eiginkonu sinnar og fjölskylduaðstæðum. „Það voru sannarlega ekki launin eða vinnuaðstæðurnar sem freistuðu mín,“ segir hann og hlær. „Það er hins vegar dálítið áhugavert að fá að taka þátt í því að byggja upp heilbrigðiskerfið á Íslandi. Það er mun auðveldara að hafa áhrif hér en út í hinum stóra heimi enda landið lítið með stuttum boðleiðum. Það er auðvelt að fá fólk með sér til að byggja upp og breyta,“ segir hann. Hjalti hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur í íslensku heilbrigðiskerfi á undanförnum árum. „Það hefur alltaf verið þannig að íslenskir læknar hafa farið út í sérnám og komið heim með einhverjar nýjungar með sér. Það hefur hins vegar breyst eftir hrunið því nú koma sárafáir heim. Það er því ákveðin hætta á að stöðnun verið í heilbrigðiskerfinu í jafn einangruðu útkjálkalandi og Ísland er,“ segir Hjalti. Hann segir að það sé samt sem áður áberandi hversu áhugasamt og öflugt starfsfólkið sé í íslensku heilbrigðiskerfi enda hafi það brennandi áhuga á að veita góða þjónustu. „Aðbúnaður og tækjakostur er hins vegar langt að baki því sem gerist að jafnaði í Bandaríkjunum, ekki aðeins á okkar deild heldur er á öðrum deildum sem hefur mikil áhrif á störf okkar. Það er til að mynda mjög áberandi hvað röntgendeildin á Landspítalanum hefur verið svelt af tækjabúnaði, en það hefur umtalsverð áhrif á þær rannsóknir sem við þurfum að gera og háir okkur mikið,“ segir Hjalti.

Húsnæðið óhentugt fyrir bráðastarfsemi

Góður starfsandi á deildinni

Aðspurður segir Hjalti andann á bráðadeildinni mjög góðan. „Fólk er mjög samhent í að reyna að veita sjúklingunum góða þjónustu. En það er mjög mikil þreyta komin í allt starfsfólk í heilbrigðiskerfinu, á okkar deild eins og öðrum. Fólk sýndi því skilning að það kreppti að eftir hrun og fann að það var nauðsynlegt að allir sneru saman bökum og tækju á sig aukið álag. Núna er hins vegar

komið ákveðið vonleysi í fólk þegar það sér ekki fram á betri tíð miðað við núverandi stefnu stjórnvalda. Þess vegna eru margir í hlutastarfi annars staðar og flestir af yngri sérfræðingunum vinna hluta af árinu erlendis til að hífa upp tekjurnar. Það gerir það hins vegar erfiðara að manna deildina þegar læknar neyðast til að taka sér launalaust frí til þess að fara utan og vinna. Vandræði við mönnun eykur álagið á þá sem eftir eru,“ segir hann. Hjalti segir að bráðadeildin búi að því að á henni starfa allmargir mjög reyndir læknar, margir komnir yfir sextugt. „Margir þeirra myndu gjarnan vilja draga úr vaktaálagi en það er ekki hægt vegna manneklu,“ bendir hann á. Sett hefur verið upp tveggja ára kennsluprógramm í bráðalækningum sem núna er fullmannað í. „Þetta er tveggja ára grunnur að sérnámi en síðan hvetjum við læknana okkar til að ljúka sérnáminu erlendis. Þannig bæta þeir við sig þekkingu,“ segir Hjalti. Hann vonast til þess að með þessu megi tryggja að nægilegur fjöldi bráðalækna verði til að þjóna Íslendingum í framtíðinni. „Svo er hins vegar annað mál hvort þeir hafi yfirleitt áhuga á að starfa á Íslandi í framtíðinni ef áfram verður svona mikill munur á aðstöðu og launum. Það er áríðandi að bregðast við því fljótt,“ segir Hjalti.

Krabbameinssjúklingar þurfa betri aðstöðu

Bráðamóttakan sér einnig um að taka á móti krabbameinssjúklingum sem veikjast vegna þess að þeir eru með bælt ónæmiskerfi vegna krabbameinslyfjagjafar. „Að-

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 3 - 2 2 0 6

Úr ljóðinu Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson

„Húsnæðið er að auki mjög óhentugt fyrir bráðastarfsemi. Verst er að sjúklingar eru ekki einir á stofum, við þurfum að biðja fólk að segja sjúkrasögu sína bak við tjald þar sem aðrir geta heyrt sem er mjög óþægilegt fyrir sjúklinga. Annað er að deildin er mjög þröng og hólfaskipt og því erfitt að hafa yfirsýn yfir sjúklingana. Ákjósanlegt væri að hjúkrunarfræðingar væru með sjónlínu inn á stofu þegar þeir eru að vinna gagnavinnu í tölvu. Einnig eru hér mjög langir gangar sem

umtalsverður tími fer í að ganga. Við höfum mælt að á hverri átta tíma vakt ver hjúkrunarfræðingur heilli klukkustund í að ganga á milli staða. Það er tími sem fer þá ekki í að sinna sjúklingum,“ segir Hjalti. Hann bendir á að það skipti líka mjög miklu máli að verið sé að reka bráðaþjónustu á nokkrum stöðum á Landspítalanum. „Auk bráðamóttökunnar hér í Fossvogi er bráðamóttaka fyrir hjartasjúklinga, hjartagáttin, á Hringbraut og svo er bráðamóttaka geðdeildar á þriðja staðnum, síðan er það bráðamóttaka barna og kvennadeildin. Það væri mikið hagræði að hafa það allt á einum stað. Þegar við þurfum samvinnu við lækna á öðrum deildum sem eru ekki í sama húsi verða boðleiðirnar einfaldlega lengri og hætta á að samskiptin verði ekki eins örugg,“ segir Hjalti.

stiga flokkunarkerfi tryggir að veikasta fólkið fái þjónustu fyrst. Þeir sem eru minna veikir geta þurft að bíða lengur. Bráðamóttakan er ein þeirra deilda sem gert er ráð fyrir á nýjum spítala. Árið 2010 var ráðist í talsverða endurnýjun á húsnæði bráðamóttökunnar í Fossvogi þegar bráðamóttakan á Hringbraut og bráðamóttakan í Fossvogi sameinuðust. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðsviðs, segir að þjónusta við sjúklinga hafi batnað við sameininguna en hún hafi einnig haft í för með sér talsverða hagræðingu. „Þegar sameiningin átti sér stað var litið svo á að hún væri einungis fyrsta skrefið í áttina að frekari sameiningu sem myndi eiga sér stað í nýjum spítala. Nú er hins vegar ljóst að nýr spítali verður ekki að veruleika innan þess tíma sem við væntum á allra næstu árum og við því þarf að bregðast,“ segir Guðlaug Rakel. Húsnæðiskostur bráðadeildar er úr sér genginn þrátt fyrir að endurbæturnar sem gerðar voru fyrir þremur árum hafi bætt nokkuð úr skák. Vandamálið er stærra en svo að hægt sé að laga það með smá endurbótum – algjörrar umbyltingar er þörf og í hana verður ekki ráðist í núverandi húsnæði, ekki síst þegar fyrirætlanir eru uppi um að byggja nýjan spítala á næstu árum. Ragna Gústafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri fer yfir vankantana: „Það þarf að útbúa fleiri einbýli með salernum á bráðamóttökunni þannig getum tryggt meira öryggi sjúklinga í því húsnæði sem við erum. Það eru allt of fá einbýli til þess að við getum með góðu móti komið í veg fyrir smithættu. Hér deila sjúklingar herbergjum og baðherbergjum,“ bendir hún á. Á stærstu stofunni liggja allt að níu sjúklingar. „Það er algjörlega óásættanlegt. Við þurfum að taka sjúkrasögu sjúklinga sem fela oft í sér viðkvæmar upplýsingar þótt við reynum að komast hjá því að hafa viðkvæma sjúklinga, svo sem fólk sem hefur gert sjálfsvígstilraunir, í herbergi með öðrum þótt það sé ekki alltaf hægt að koma í veg fyrir það,“ segir hún. Bráðaherbergi deildarinnar er allt of lítið og rúmar vart þau tæki og starfsfólk sem þarf til að sinna einum sjúklingi í alvarlegum tilfellum. Að auki er deildin vanbúin tækjum þótt hún sé ekki eins tækjaþurftarfrek og margar aðrar deildir spítalans.

SJÁIÐ TINDINN! ÞARNA FÓR ÉG


fréttaskýring 29

Helgin 25.-27. október 2013

stæður fyrir ákveðna sjúklinga eru ekki eins og best verður á kosið, við viljum bæta aðstöðu fyrir viðkvæma sjúklingahópa eins og krabbameinssjúklinga sem þurfa sannarlega betri aðstöðu,“ segir Ragna. Bára Benediktsdóttir, mannauðsráðgjafi bráðasviðs, segir að sviðið sé þokkalega sett hvað varðar starfsfólk þótt auðvitað sé einhver skortur á læknum. Síðustu þrjú ár hafa hins vegar fimm sérfræðingar í bráðalækningum ráðið sig til sviðsins sem hafa nýverið lokið sérmenntun í faginu erlendis og fleiri séu væntanlegir. Alls eru 18 sérfræðilæknar starfandi á sviðinu auk 16 deildarlækna. Auk sérfræðinga í bráðalækningum séu þar sérfræðingar í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar, svo sem í lungnalækningum, heimilislækningum, skurðlækningum, nýburalækningum, bráðabarnalækningum og fleira. Alls starfa um 90 hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku og 15 sjúkraliðar auk 25 móttökuritara. Undir hádegi fer sjúklingum að fjölga. Þeir koma með sjúkrabílum, með aðstandendum eða sjálfir og eru meðhöndlaðir eftir því hve veikindi þeirra sýnast bráð við fyrstu skoðun. Veikustu sjúklingarnir, sem eru í bráðri hættu, eru meðhöndlaðir á jarðhæð en þeir sem eru ekki í bráðri hættu flytjast upp á aðra hæð. Á annarri hæð eru meðhöndluð langflest beinbrot, nema þau sem eru talin ógna lífi fólks. „Hingað kemur þverskurður af samfélaginu,“ segir Guðlaug Rakel. „Og allir fá sömu þjónustu. Við leggjum metnað okkar í að koma eins fram við alla, sama í hvaða ástandi fólk er,“ segir hún og bendir á að kjörorð bráðadeildar séu „Við fyrir þig“.

Smáslys og beinbrot algengust

Algengustu ástæðurnar fyrir komu á bráðamóttöku eru smáslys, svo sem skurðir, tognanir eða minniháttar beinbrot, að sögn Hjalta Más Björnssonar, sérfræðings í bráðalækningum. Einnig er mikið um alvarleg bráð veikindi á borð við kransæðastíflur og heilablóðföll. „Hér áður fyrr var bráðadeildin móttökueining þar sem sjúklingar fóru í gegn til að leggjast á aðrar deildir. Nú er það hins vegar svo að ef sjúklingar koma frá öðrum læknum úti í bæ leggjast þeir beint inn á deildir. Á bráðadeild koma þess í stað þeir sem eru með bráð veikindi eða óljós einkenni. Okkar verkefni er þá að greina sjúklingana og finna út á hvaða deild þeir eigi að leggjast,“ segir Hjalti. Algeng ástæða komu er eitrun vegna ofneyslu lyfja eða áfengis- og fíkniefna. Á vikulegum fundi lækna og hjúkrunarfræðinga deildarinnar, svokölluðum L &L fundi, sem stendur fyrir „lærum og lagfærum“ er farið yfir tvö tilfelli sem þykja þess eðlis að það geti reynst lærdómsríkt fyrir deildina að fara yfir þau saman. „Ýmist eru tekin dæmi þar sem við teljum að eitthvað hefði ef til vill mátt betur fara, eða dæmi þar sem sérstaklega vel tókst að leysa úr flóknum vandamálum sem við teljum að allir geti ef til vill lært af,“ segir Guðlaug Rakel. Þennan morguninn er sagt frá tveimur tilfellum sjúklinga sem komu inn með einkenni sem bentu fyrst í stað til eitrana. Annað reyndist eitrun vegna langvarandi lyfjanotkunar en hitt reyndist sýking. Farið er yfir tilvikin skref fyrir skref og læknar og hjúkrunarfræðingar beðnir að leggja til hvaða rannsóknir skuli panta og lesa úr niðurstöðum þeirra. Í þessu tilfelli voru viðstaddir almennt sammála um að vel hefði verið leyst úr málum sjúklinganna þótt fáein atriði hefðu mátt betur fara en þau eru lítilvæg í þessum tilfellum.

Starfsfólkið var byrjað að leita á eBay að stól fyrir háls-, nef- og eyrnalækna því skoðunarstóllinn brotnaði um daginn og við höfum ekki efni á að kaupa nýjan.

Starfsfólk er almennt ánægt með starfsandann þótt allir séu sammála um að starfsaðstaðan sé langt undir því sem ásættanlegt mætti teljast. Hér starfar stór og góður hópur frábærra starfsmanna sem hefur metnað til að sinna sjúklingum af fagmennsku og umhyggju. Ragna óttast að fólk sé farið að fyllast vonleysi yfir ástandinu. „Það þarf að vekja vonina aftur,“ segir hún. „Við erum föst í þessu erfiða ástandi. Við verðum að fá að vita að það vari ekki að eilífu. Þá kemur gleðin aftur,“ segir hún. Spurð hvernig hægt sé að bæta ástandið til skemmri tíma segir hún að nauðsyn-

legt sé að ráðast í tækjakaup sem allra fyrst. „Starfsfólkið var byrjað að leita á eBay að stól fyrir háls-, nef- og eyrnalækna því skoðunarstóllinn brotnaði um daginn og við höfum ekki efni á að kaupa nýjan,“ bendir hún á. Guðlaug Rakel tekur undir þetta. „Við erum með langan lista af tækjum sem bráðnauðsynlegt er að festa kaup á. Ég myndi áætla að tækjakaup hafi numið 6 milljónum á síðasta ári. Þörfin var að minnsta kosti 60 milljónir,“ segir Guðlaug Rakel. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Blöndun krabbameinslyfja í æð Í framleiðslueiningu apóteksins, sem heyrir undir bráðasvið, fer fram blöndun á krabbameinslyfjum og næringu í æð. Unnið er með smitgát til að koma í veg fyrir bakteríumengun og tryggja gæði framleiðslunnar og öryggi sjúklinganna. Til þess þarf sérútbúið húsnæði og sérþjálfað starfsfólk sem vinnur samkvæmt gæðastöðlum. Í blöndunareiningunni fer fram blöndun á öllum krabbameinslyfjum fyrir Landspítala, ásamt næringu í æð, bæði fyrir börn og fullorðna. Auk þess eru í apótekinu búnir til augndropar úr stungulyfjum

sem annars væru ófáanlegir. Þar er líka blandað töluvert af flóknum verkjadreypum, bæði fyrir inniliggjandi sjúklinga og sjúklinga í heimahúsum. Alls eru allt að 23 þúsund blöndur blandaðar á ári í einingunni bæði fyrir Landspítala og sjúklinga í heimahúsi en að meðaltali er blönduð næring eða verkjalyf fyrir 5-10 sjúklinga utan spítalans á hverjum tíma. Þessi þjónusta gerir sjúklingum kleift að dvelja heima og er hægt að útskrifa þá fyrr en ella, spara þannig peninga og auka lífsgæði sjúklinganna.


26

fréttaskýring

Helgin 1.-3. nóvember 2013

5. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Söfnunarfé nær allt enn inni á bók Húsnæði Grensásdeildar hefur ekki verið endurnýjað frá bygginu þess árið 1973 og er orðið úrelt. Ekki er hægt að tryggja öryggi sjúklinga hvað smitvarnir varðar og einungis hægt að baða þá tvisvar í viku vegna bágborinnar baðaðstöðu. Fá úrræði eru fyrir sjúklinga að lokinni dvöl á Grensási og er einn sjúklingur kominn með lögheimili þar því hjúkrunarheimili eru treg við að taka við sjúklingum í öndunarvél. Féð sem safnaðist í landssöfnuninni Á rás fyrir Grensás er nær allt enn inni á bankabók, því ríkið fæst ekki til að reiða fram það fjármagn sem upp á vantar svo hægt sé að ráðast í nauðsynlegar endurbætur.

H

úsnæði Grensásdeildar hefur ekki breyst frá því það var tekið í notkun fyrir fjörutíu árum, að því undanskildu að sundlaug var byggð við húsið og tekin í notkun árið 1985. Aðbúnaður sjúklinga og starfsfólks á Grensási er þjóðinni vel kunnur. Fyrir fjórum árum fór í gang átakið Á rás fyrir Grensás, sem Edda Heiðrún Backman leikkona stóð fyrir undir merkjum Hollvina Grensásdeildar. Söfnuðust rúmlega 100 milljónir króna og var hluti söfnunarfjárins nýttur til að bæta aðgengi að húsnæði deildarinnar. Grensásdeild er hluti af lyflækningasviði Landspítalans. Á deildinni fer fram sérhæfð endurhæfing þeirra sem verða fyrir heilsutapi af völdum slysa og sjúkdóma, svo sem heilaskemmda í kjölfar heilablóðfalls eða heilaáverka eða mænuskaða vegna slyss. Flestir sjúklingar koma beint á Grensásdeild af öðrum deildum spítalans. Alls eru 400 sjúklingar útskrifaðir af Grensásdeild árlega. Meðallegutími sjúklinga er tæpur mánuðir en sumir liggja allt upp í ár og jafnvel lengur. Þar eru til að mynda sjúklingar í öndunarvél í lengri eða skemmri tíma, sem hafa lamast vegna mænuskaða.

Tæki fyrir gjafafé

„Hér fer fram mjög þung hjúkrun og því er nauðsynlegt að vera með fjölda tækja til að auðvelda starfsfólki vinnu sína og bæta aðbúnað sjúklinga,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Grensásdeild. Flest þau tæki sem eru í notkun á deildinni hafa fengist fyrir gjafafé. Þegar söfnunarátakið fór í gang fyrir fjórum

Leguplássum á Grensási hefur verið fækkað úr 40 í 24 eftir hrun. Sjúklingar eru færðir fyrr á dagdeildir en áður sem þýðir aukinn kostnað fyrir sjúklinginn sjálfan og oft mikla vinnu fyrir ættingja sjúklingsins. Ljósmyndir/Hari

árum var mikið rætt um nauðsyn þess að auka við húsrými og bæta aðbúnað sjúklinga á deildinni. Ekkert hefur gerst í þeim málum. Að sögn Sigríðar var húsnæði Grensásdeildar byggt sem hjúkrunarheimili fyrir fjörutíu árum. Það var því ekki byggt með þá starfsemi í huga sem þar fer fram. Herbergin eru lítil og mjög fá einbýli. „Það er varla hægt að bjóða fólki upp á það nú til dags að deila herbergi með öðrum vikum og mánuðum saman,“ segir Sigríður. Sjúklingar hafa ekki aðgang að eigin baðherbergi og er baðaðstaða svo bágborin að einungis er hægt að baða sjúklinga tvisvar í viku. Þau fáu einbýli sem eru á deildinni eru notuð fyrir veikustu sjúklingana. „Á þeim er samt sem áður engin handlaug, sem er nauðsynleg til að draga úr smithættu milli sjúklinga,“ segir Sigríður. Einbýlin hafa heldur ekki sér salernisaðstöðu eða sturtu og því þarf að fara með veikustu sjúklingana fram á gang til þess að komast inn á baðherbergi svo megi baða þá. Nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki innbyggður á sjúkrastofurnar líkt og æskilegt væri, svo sem súrefni og sog, og fyrir vikið eru stofurnar, sem þegar eru

of litlar, oft fullar af tækjum, og langt frá því vistlegar þó svo að þar þurfi sjúklingar oft að dveljast í upp undir ár. Að sögn Sigríðar hafa verið teiknaðar nauðsynlegar breytingar á legudeildum Grensáss og áætlað er að þær kosti rúmar 300 milljónir. Þær fást ekki. Alls eru 24 pláss á legudeild Grensáss. Fyrir hrun voru leguplássin 40. Síðan þá hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum verið fækkað um 12 og deildarstjórum um einn. „Við höfum reynt að koma í veg fyrir að biðlistar myndist með því að færa sjúklinga mun fyrr á dagdeild sem við nýtum í æ meira mæli,“ segir Sigríður. „En það þýðir aukinn kostnað fyrir sjúklinginn og oft mikla vinnu fyrir ættingja hans. Sjúklingurinn greiðir þá öll lyf og greiðir fyrir ferðakostnað og þeir sem eru utan af landi þurfa að greiða fyrir sjúkrahótel. Það getur tekið á fyrir öryrkja að búa í margar vikur á sjúkrahótelinu og greiða fyrir ferðaþjónustu,“ segir hún.

Málstol ein erfiðasta fötlunin

Einn stærsti hluti starfseminnar á Grensási er

Upplifðu Iceland Airwaves með Símanum Daníel Bjarnason

Jófríður Ákadóttir

Elín Ey

Úlfur Eldjárn

Samaris

Sísý Ey

Apparat Organ Quartet


fréttaskýring 27

Helgin 1.-3. nóvember 2013

sjúkra- og iðjuþjálfun auk mat. Iðjuþjálfunin aðlagar talþjálfunar. Við deildina einnig fólk að nýjum starfa fjórir talmeinafræðhjálpartækjum, svo sem ingar sem gert er að sinna hljólastólum. „Við hjálpum öllum sjúklingum Landfólki einnig að finna sér spítalans. Sjálfir telja talný áhugamál, því oft getur meinafræðingar að þörfin fólk ekki stundað sömu sé tíu stöðugildi. Algengt áhugamál og áður en það er að sjúklingar þurfi talveiktist,“ segir Sigríður. þjálfun eftir heilablóðfall Skortur á úrræðum og heilaskaða og fer hún fram á Grensási. Dæmi eru eftir Grensás um að fólk missi algjörlega Þó svo að húsnæði endurmálið og felst þá hlutverk hæfingardeildar Landtalmeinafræðings í því að spítalans hafi ekki breyst aðstoða viðkomandi við að frá því fyrir fjörutíu árum geta gert sig skiljanlegan og legudeildarrýmum á ný. „Ég myndi segja að verið fækkað umtalsvert það að missa málið sé ein undanfarin ár er þörfin á erfiðasta fötlun sem hægt þjónustu Grensásdeildar Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrer að glíma við,“ segir meiri nú en nokkru sinni unar á Grensásdeild. Sigríður. fyrr, að sögn Sigríðar. Sjúkraþjálfun Grensás„Tækninni hefur fleygt deildar fer fram í litlu rými á jarðhæð auk svo fram að fólk lifir nú miklu frekar af en áður þess sem gangar og hol víða um deildina eru erfiðar aðgerðir og slys,“ bendir hún á. „Við notaðir til sjúkraþjálfunar vegna plássleysis í sinnum nú fólki í öndunarvélum sem hefur sjúkraþjálfunarsalnum. Þröngt er um tæki og hlotið svo alvarlegan mænuskaða að lungun sjúklingar og starfsfólk þurfa að hafa sig alla lamast,“ segir Sigríður. „Við erum mjög framarvið til að rekast ekki á þau, og hvort annað. lega í endurhæfingu hér á landi. Vandamálið er Nýverið bættist við tæki í sjúkraþjálfuninni, hins vegar það að fá úrræði eru fyrir sjúklinga sem sérstaklega er ætlað til að veita lömuðu sem útskrifast héðan,“ bendir hún á. „Hér er fólki hreyfingu. Tækið var gjöf frá Fiskþurrktil að mynda sjúklingur sem fékk heilaskaða unarfyrirtækinu Klofningi á Suðureyri, en tveir vegna heilablóðfalls og hefur mjög skerta færni starfsmenn fyrirtækisins höfðu nýverið þurft að en þarf að öllum líkindum að bíða í fimm ár eftir nýta sér þjónustu Grensáss. búsetuúrræði,“ segir Sigríður. „HjúkrunarheimIðjuþjálfunin er veigamikill þáttur í endurilin eru treg að taka við sjúklingum í öndunarhæfingu sjúklinga, að sögn Sigríðar. Hún fer vél. Við erum til að mynda með einn sjúkling fram í rými í kjallara sem hugsað var sem sem er með lögheimili hér hjá okkur því hann geymslurými. Þar er lágt til lofts og gluggar fær hvergi annars staðar inni,“ bendir hún á. litlir og hátt uppi á veggjum. „Þetta er alls ekki Sigríður er afskaplega þakklát fyrir það mikla ákjósanlegt húsnæði fyrir þá starfsemi sem verk sem starfsfólkið innir af hendi dag hvern. hér fer fram,“ segir Sigríður, „en við gerum „Við erum líka mjög heppin með að hér eru okkar besta miðað við aðstæður.“ Iðjuþjálfunin þakklátir og þolinmóðir sjúklingar og það eru í miðast við að þjálfa upp færni sjúklinga svo þeir raun forréttindi að fá að vinna með þeim,“ segir aðlagist sem best nýju lífi við breyttar aðstæðhún. ur. Mikil handaþjálfun fer fram, sem og þjálfun Sigríður Dögg Auðunsdóttir í athöfnum daglegs lífs, til að mynda er eldhús í iðjuþjálfuninni þar sem fólk þjálfast í að elda sigridur@frettatiminn.is

Gunnar Finnsson, formaður samtakanna Hollvinir Grensásdeildar

Heilbrigðisráðherra svaraði engu Gunnar Finnsson er formaður samtakanna Hollvinir Grensásdeildar sem stofnuð voru árið 2006 í þeim tilgangi að styrkja endurhæfingarstarf Grensáss. Hann hefur þrívegis sjálfur þurft að nýta sér þjónustu Grensáss. Hann segir nauðsynlegt að byggja viðbótarálmu við Grensásdeild og bæta með því aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Með því að flytja þjálfunina í nýja álmu myndi einnig skapast rými til að bæta legudeildir þannig að breyta megi sjúkrarýmum í einbýli og koma upp nauðsynlegri salernis- og baðaðstöðu fyrir sjúklinga. „Það þýðir lítið að höfða til hjartans þegar talað er við ráðamenn – það þarf að tala til pyngjunnar,“ segir Gunnar. „Því höfum við reiknað út fjárhagslegan ávinning Grensásdeildar þar sem við sýnum fram á að rekstur deildarinnar er mjög arðbær fyrir ríkið,“ segir Gunnar. Hann bendir á að rekstrarkostnaður Grensásdeildar sé rúmlega hálfur milljarður á ári. „Um 70 prósent allra sjúklinga á Grensási eru á vinnufærum aldri. Fjórðungur þeirra fjögur hundruð sem útskrifast árlega, um 100 manns, geta horfið til fullra starfa að nýju og greiða skatta og gjöld til ríkisins sem á sex árum eru orðin hærri upphæð en nam rekstrarkostnaði Greinsásdeildar á einu ári. Þá er ótalinn sá sparnaður sem felst í því að ekki þurfi að greiða þessu fólki örorkubætur,“ segir Gunnar. „Hvað sjúklingana sjálfa snertir, sem geta ekki farið á vinnumarkaðinn aftur en þjálfast nóg til að geta sinnt nauðþurftum sínum sjálfir, þá er seint metið til fjár þau auknu lífsgæði sem það færir þeim. Hafa ber í huga að endurhæfing kemur fyrst og fremst að gagni sé henni beitt tímanlega,“ segir hann.

Árið 2010 fól Álfheiður Ingadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, Landspítala að gera tillögur um endurbætur og stækkun á húsnæðiskosti Grensásdeildar, að sögn Gunnars. Heildarkostnaður við þær framkvæmdir framreiknaður til verðlags í dag er um 1,1 milljarður króna. Þá átti ráðuneytið að vinna að mögulegri aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun þessara framkvæmda. „Það var aldrei gert og nýr ráðherra fylgdi því ekki eftir og aldrei var svarað ítrekuðum spurningum um stöðu mála,“ segir Gunnar. „Hollvinir Grensásdeildar, með samþykki forstjóra LSH, hófu því, sem hlutlaus milliliður, viðræður við Landssamtök lífeyrissjóða um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun framkvæmdanna,“ segir Gunnar. „Nokkrir lífeyrissjóðir lýstu sig reiðubúna til viðræðna um þessa fjármögnun og var það tilkynnt velferðarráðherra í desember á síðasta ári og farið fram á viðræður um mögulega framkvæmd hennar. Þeirri beiðni var aldrei svarað þrátt fyrir skriflega ítrekun,“ segir hann. „Það ber að hafa í huga í þessu sambandi að lífeyrissjóðir hafa mikinn hag af endurhæfingu og að hún sé sem skilvirkust vegna þess að endurhæfing og sá árangur sem hún skilar hefur bein áhrif á upphæð og lengd bótagreiðslna í hverju tilviki. Þar sem um ævilangar greiðslur getur verið að ræða skipta gæði og hraði endurhæfingarinnar miklu máli en endurhæfing kemur fyrst og fremst að gagni ef henni er beitt tímanlega en það gerist ekki nú sakir sífelldra biðlista. Með bættum og stækkuðum húsakosti er áætlað að fjöldi þeirra sjúklinga sem deildin útskrifar og geta horfið til fullra starfa á ný mundi aukast um 20% á ári,“ segir Gunnar.

Sæktu appið

Margrét Rán

Daníel Þorsteinsson

Lára Rúnarsdóttir

Sveinbjörn Thorarensen

Vök

Sometime

Lára Rúnars

Hermigervill


28

fréttaskýring

Helgin 8.-10. nóvember 2013

6. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

„Ég líki stundum spítalanum við stórútgerð. Stórútgerð gerir út mörg skip, frystitogara, og skuttogara svo eitthvað sé nefnt. Þannig má líkja krabbameinsdeildinni við skip og annað skip er hjartadeildin. Við erum hins vegar að gera út úrelt skip eða síðutogara með forneskjulegan tækjabúnað á meðan samkeppnislöndin eru með fullkomnustu skuttogara og tækjabúnað. Þegar svo er þá fara góðir læknar á betri sjúkrahús, segir Helgi Sigurðsson

Læknar hafa þagað of lengi Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir segir að heilbrigðiskerfið hafi brotnað niður innan frá því unga fólkið sé ekki að skila sér heim úr sérnámi. Hann segir þörf á hugarfarsbreytingu ráðamanna í garð Landspítalans.

R

áðamenn virðast ekki hlusta né heyra þegar kallað er á hjálp eins og hefur verið gert ítrekað á síðustu mánuðum. Við læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn höfum líka þagað of lengi,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Háskóla Íslands og settur yfirlæknir krabbameinsdeildarinnar. Sérfræðingar í krabbameinslækningum Landspítalans í dag eru níu talsins, jafn margir og þeir voru samtals á sjúkrahúsunum í Reykjavík fyrir um 20 árum. Á sama tíma hefur krabbameinslæknum fjölgað um meir en helming á hinum Norðurlöndunum, en samkvæmt sænskum viðmiðum ættu þeir að vera 15 hér á landi. Frá árinu 2008 hafa fjórir krabbameinslæknar sagt upp og flutt til slíkra starfa erlendis auk þess hafa tveir frumkvöðlar krabbameinslækninga á Íslandi, þeir Þórarinn Sveinsson og Sigurður Björnsson, hætt störfum fyrir aldurs sakir. Einungis einn sérfræðingur hefur komið í staðinn fyrir þess sex sérfræðinga, en á sama tíma er sjúklingum og verkefnum að fjölga. Neyðarástand hefur í raun verið ríkjandi á sviði krabbameinslækninga síðustu mánuði vegna þessa. Auk þess sem skortur á deildarlæknum og aðstoðarlæknum á Landspítalanum hefur bitnað illa á krabbameinslækningadeildinni. Helgi segir kerfið hafa brotnað niður innan frá. „Ástæðurnar er fyrst og fremst langvarandi niðurskurður til Landspítalans eða öllu frekar að uppbygging krabbameinslækninga hefur nánast staðið í stað í 10 ár eða lengur. Á sama tíma hefur sjúklingum fjölgað um 5-10% árlega og verkefnum að sama skapi,“ segir hann. „Neyðarástandinu sem skapaðist vegna læknamönnunar á krabbameinsdeild Landspítalans hefur nú vonandi verið afstýrt, þótt ástandið sé enn ótryggt og lítið megi út af bregða svo starfsemi deildarinnar fari ekki aftur úr skorðum,” segir Helgi.

Vantar enn 6 lækna til viðbótar

„Við erum með 8 starfandi sérfræðinga og verðum brátt með tvo reynda deildarlækna, sem verða hjá okkur í minnst 1/2 ár og fleiri deildarlæknar hafa sýnt áhuga að koma til starfa hjá okkur í lengri tíma,“ segir Helgi. „Það gerir níu samtals lækna – sem er samt um 6 færri en við þyrftum að vera miðað við það sem gerist í Svíþjóð. Sex íslenskir læknar eru í sérnámi á bestu stöðum erlendis, það er

háskólasjúkrahúsum í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Auk þess eru 12 íslenskir krabbameinslæknar við störf erlendis og margir þeirra á lykilstofnunum,“ bendir hann á. „Íslenska heilbrigðiskerfið er í dag ódýrara í rekstri miðað við kerfin á hinum Norðurlöndunum einkum borið saman við það í danska, en árangur okkar, til dæmis í krabbameinslækningum, er jafngóður og í Svíþjóð og hefur á síðustu áratugum verið mun betri en í Danmörku,“ segir Helgi. „Danir vöknuðu hins vegar upp við vondan draum fyrir 10 árum eða svo þegar þeir áttuðu sig á því að árangur þeirra var mun lakari á ýmsum sviðum heilbrigðismála en hinna Norðurlandanna. Nú er svo komið að Danir eru að nútímavæða sitt kerfi og eru að fara fram úr hinum Norðurlöndunum á flestum sviðum heilbrigðismála. Það varð einfaldlega hugarfarsbreyting í Danmörku,“ segir Helgi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur, að læknar sem ljúka sérnámi erlendis skili sér ekki heim. „Ef unga fólkið í sérnámi skilar sér ekki aftur heim er hætt við að kerfið okkar brotni niður innan frá. Þegar ég og mín kynslóð fór í sérnám kom nánast ekkert annað til greina en að koma heim að námi loknu. Mér var til dæmis boðin yfirlæknisstaða í Lundi þegar ég hætti störfum þar. Dóttir mín er krabbameinslæknir eins og ég, en hún starfar við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hún er sennilega sest að erlendis, eins og svo margir aðrir af hennar kynslóð lækna,“ segir Helgi.

Nýliðun er forsenda framfara

„Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki átta sig á að jöfn nýliðun verður stöðugt að eiga sér stað á háskólasjúkrahúsi landsmanna. Það er algjör forsenda framfara. Við gætum auðvitað fengið útlenska lækna til starfa hér á landi, til dæmis frá austur Evrópu eða Austurlöndum og höfum reyndar oft ágæta reynslu af því. Það sem menn gleyma í því samhengi er í fyrsta lagi að þeir læknar sem við fengjum væru alls ekki með sambærilega menntun og reynslu og þeir íslensku læknar sem eru í sérnámi á bestu spítölum í heimi. Í öðru lagi hafa þeir heldur ekki samböndin sem okkur er nauðsynleg í þessu litla samfélagi okkar,“ segir Helgi. Hann bendir á að íslensku læknarnir hafi sambönd sem þeir hafa byggt upp í gegnum nám sitt við leiðandi lækna á sínu sviði og í raun bestu lækna heims. „Þegar við fáum flókið vandamál upp í hendurnar höfum við í raun

í gegnum tíðina haft beinan aðgang að bestu þekkingu á sviði læknisfræði á hverjum tíma, algjörlega ókeypis – þetta er stórkostlega vanmetið. Ef unga fólkið hættir að skila sér heim missum við þessi sambönd,“ segir Helgi. „Við myndum aldrei hafa efni á að ráða til okkar leiðandi erlenda lækna af þeim sjúkrahúsum sem Íslendingarnir eru að læra á. Þar má nefna John Hopkins, Yale, Mayo, Fred Hutchinson, Massachusetts General Hospital, Sonnybrook, Karolinska, Salgrenska svo eitthvað sé nefnt. Ef íslenskir læknar menntaðir frá þessum stöðum stefna á það að koma heim, þá verður aðstaðan líka að vera þeim boðleg,“ segir hann. Þegar heim er komið hafa þeir svo ómetanlegt tengslanet meðal annars til að koma ungum deildarlæknum í framhaldsnám á bestu stöðum erlendis. „Þessi keðja þekkingar getur rofnað ef ekki kemur til hugarfarsbreyting ráðamanna í garð Landspítalans,“ segir hann.

Fimm ára vanræksla

Helgi segir að ekki megi gleyma því jákvæða sem íslenskt heilbrigðiskerfi hafi upp á að bjóða. „Landspítalinn hefur staðið sig vel í gegnum tíðina. En það er bara þannig að ef ekkert gerist í fimm ár eða lengur og hlutirnir fá að drabbast niður stöndum við hrikalega illa. Nú þegar vantar aðstöðu og tæki, en umfram allt nýliðun. Með stöðugri nýliðun erum við að fá til baka bestu þekkingu og færni sem völ er á. Landspítalinn er þekkingarfyrirtæki þar sem þekking er algjör forsenda framfara. Ráðamenn virðast ekki skilja hversu mikilvægt þetta er okkur,“ segir Helgi. Krabbameinsdeildin hefur dregist aftur úr slíkum deildum á Norðurlöndum ekki síst hvað varðar tækjakost. Reyndar er verið er að taka í notkun nýjan línuhraðal, sem safnað var fyrir meðal annars af þjóðkirkjunni. „Línuhraðalinn er af bestu gerð og er hann notaður við geislameðferðina, og gerir okkur kleift að bjóða upp á ýmsa tækni og meðferðarnýjungar sem við höfum ekki haft yfir að ráða. Sá nýi er að leysa af hólmi 17 ára gamalt geislatæki,“ segir Helgi. Í mörgum löndum eru gæði krabbameinsdeilda meðal annars mæld út frá því hve mörg tæki eru innan við fimm ára gömul, en flest tækin á krabbameinsdeild Landspítalans eru mun eldri en það. Hinn línuhraðallinn er til að mynda að verða tíu ára, sem er viðmiðunarlíftími slíkra tækja. Íslendingar eiga tvö geislatæki en samkvæmt viðmiðunartölum frá Evrópu og á

Norðurlöndunum ættu þau að vera þrjú. Nýi línuhraðallinn kostaði um 360 milljónir með fylgibúnaði auk virðisaukaskatts samtals um 450 milljónir. Á síðasta ári varði ríkið með viðbótarframlögum um 600 milljónum til tækjakaupa á Landspítalanum, sem er einfaldlega allt of lítið til að viðhalda þjónustu hvað þá stuðla að frekari framförum.

Mikilvægan staðalbúnað vantar hér

Á Íslandi er ekkert svokallað PET-CT tæki með viðeigandi fylgibúnaði. Þetta er sambyggt tölvusneiðmyndar- og ísótópatæki sem í dag er staðalbúnaður í tengslum við krabbameinsmeðferð á öllum hinum Norðurlöndunum. PET-CT eru mun nákvæmari búnaður við greiningu og mati á umfangi sjúkdóms, en getur líka gefið afar mikilvægar upplýsingar um árangur meðferðar. Hægt er að fá lykilupplýsingar um efnaskipti í æxlum einkum og hve virk þau eru. Í Danmörku einni eru 30 slík tæki eða eitt tæki miðað við 300 þúsund íbúa. PET-CT tæki er notað í greiningu og sérstaklega meðferð krabbameins og einnig annarra sjúkdóma. „Við fengum sendinefnd frá Færeyjum í heimsókn til okkar um daginn. Sá sem var í forsvari hennar var algjörlega gáttaður á því að við ættum ekki slíkan búnað hér á landi,“ segir Helgi. „Það er hins vegar ekki til umræðu að kaupa það því það kostar ef til vill um 1.200 milljónir,“ segir hann. Íslenskir krabbameinslæknar geta sent sjúklinga á vegum Sjúkratrygginga Íslands í PETCT tæki í Danmörku en mörgum sjúklingum hrís hugur við að ferðast. „Við notum það því miklu minna en ef við værum með slíkt tæki hér, sendum sennilega um 40 sjúklinga á ári til Danmerkur til að fara í PET-CT. Ef við værum hins vegar með tæki hér myndum við nota það oft á dag fyrir sjúklinga auk þess sem það myndi nýtast sjúklingum á öðrum deildum, svo sem á skurðsviði eða blóðsjúkdómadeild,“ segir Helgi. Einn íslenskur sérfræðingur í krabbameinslækningum sem var að íhuga að flytja hingað til lands fyrir nokkur hætti við meðal annars þegar hann komst að því að ekki væri slíkt tæki hér á landi og ekki á döfinni að kaupa það fyrr en nýr spítali verður tekinn í notkun, að sögn Helga. „Ef til vill árið 2020,“ segir bætir hann við. PET-CT myndi skipta sköpum í ýmsum tilfellum, svo sem lungnakrabbameini, þar sem tækið myndi hjálpa til við að ákvarða hvort fólk þurfi að gangast undir skurðaðgerð eða


fréttaskýring 29

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Erum á úreltum síðutogurum

„Ég líki stundum spítalanum við stórútgerð. Stórútgerð gerir út mörg skip, frystitogara, og skuttogara svo eitthvað sé nefnt. Þannig má líkja krabbameinsdeildinni við skip og annað skip er hjartadeildin. Við erum hins vegar að gera út úrelt skip eða síðutogara með forneskjulegan tækjabúnað á meðan samkeppnislöndin eru með fullkomnustu skuttogara og tækjabúnað. Þegar svo er þá fara góðir læknar á betri sjúkrahús, rétt eins og góðir skipstjórnarmenn myndu ekki sætta sig við úreltan síðutogara og lélegan tækjabúnað. Þessu verða ráðamenn að átta sig á, við verðum að búa til háskólasjúkrahús sem gerir umhverfið það aðlaðandi að unga fólkið vilji koma heim,“ segir Helgi. Aðspurður segir hann aðbúnað sjúklinga þokkalegan. Göngu-, dagog legudeild krabbameinsdeildarinnar er í hjarta gamla spítalans. „Legudeildin var endurnýjuð árið 1996 og þótti þá mjög fín en hún þykir það ekki í dag,“ segir hann. Einungis eru tvö einbýli á 15 rúma deild. Fundarherbergi er oft sem legurými en þar er enginn opnanlegur gluggi. „Fólk sem liggur inni er mun veikara en fyrir 20 árum þegar deildin var endurnýjuð því áherslan hefur færst mjög mikið á dagdeild og göngudeildir. Því þyrftum við að geta boðið sjúklingum upp á einbýli, svo það geti verið hér með aðstandendum og haft meira næði,“ segir hann. Herbergin eru flest tvíbýli og eru fjórir sjúklingar um hvert klósett og sturtuaðstaða er frammi á gangi. Aðstaða göngudeildar er að mörgu leyti ágæt. „Við höfum verið í fararbroddi við uppbyggingu á slíkri starfsemi á Landspítalanum en deildin var endurnýjuð árið 2000. Hún þótti þá með því besta sem gerðist á Norðurlöndum en í dag er uppbygging slíkra deilda að taka miklum breytingum sem við höfum ekki fylgt eftir,“ segir Helgi. Geisladeildin er í kjallara K-byggingarinnar sem var tekin í notkun árið 1988. Gert er ráð fyrir að hún verði þar áfram eftir að nýr spítali verður tekinn í notkun en önnur starfsemi krabbameinsdeildar flyst í nýjan spítala.

1500 greinast árlega Um 1500 manns greinast með krabbamein á hverju ári. Um 70% læknast af sínum sjúkdómi. Í dag eru 13.000 manns á lífi í landinu sem hafa einhvern tímann greinst með krabbamein. Það eru 4% þjóðarinnar. Hlutfall 65 ára og eldri sem hafa greinst með krabbamein er um 10%.

Alls hljóta um 115 sjúklingar meðferð á krabbameinsdeild daglega Að jafnaði eru 15 sjúklingar inniliggjandi á krabbameinsdeild á degi hverjum. Um 50 sjúklingar koma á göngudeild krabbameinsdeildar á hverjum virkum degi. Helmingur þeirra kemur á dagdeild til lyfjagjafar í æð.

Hinn helmingurinn, sem er oft í virkri lyfjameðferð í töfluformi eða kemur vegna ýmissa annarra ástæðna, einkennameðferð svo og eftirlit. Um 50 sjúklingar fara í geislameðferð á hverjum degi. Auk þess er starfsfólk krabbameins-

deildar í samstarfi við fjölmarga aðra um meðferð sjúklinga eins og á líknardeild og í heimaþjónustu, það er hjá hjúkrunarþjónustunum Heimahlynningu, sem er starfandi í tengslum við líkanardeildina, og svo Karítas.

Framfarir í heilbrigðismálum ekki frá ráðamönnum „Helstu framfarir í heilbrigðismálum þjóðarinnar hafa yfirleitt ekki komið frá ráðamönnum né Alþingi, það eru nánast alltaf einstaklingar eða samtök sem hafa leitt þær fram. Ef við förum yfir söguna þá hafði Oddfellowhreyfingin forgöngu um að safna fé fyrir Vífilsstaðaspítala og stór fjárhæð kom sem gjafafé frá landsmönnum svo og frá Íslendingum í Vesturheimi. Konur í Reykjavík söfnuðu fyrir Landspítalanum. Vatnsveitunni var komið í gagnið fyrir baráttu kvenna og einstakra lækna. Pólitíkusarnir höfðu þá lítinn sem engan skilning á mikilvægi hennar.

A-Class - bíll ársins 2013 Framúrskarandi hönnun, hrein meistarasmíð. Hjartsláttur nýrrar kynslóðar. Mercedes-Benz A-Class var valinn Bíll ársins 2013 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna. Við tökum undir það. Mercedes-Benz A180, CDI dísil, beinskiptur 6 gíra, verð frá 4.790.000 kr.

Miklu mótlæti getur fylgt gleði

„Sjúklingar og aðstandendur þeirra spyrja oft hvort starf krabbameinslæknis sé ekki erfitt, að umgangast stöðugt veika einstaklinga sem er í erfiðri meðferð hvað þá sjúklinga sem eru í banalegunni. Almenningur áttar sig ekki á að jafnvel miklu mótlæti getur fylgt mikil gleði, ennfremur þakklæti,“ segir Helgi. „Bara það að geta einkennastillt sjúklinga tímabundið getur verið ávinningur og það ekki síst hjá sjúklingum sem eiga lítið eftir. Það fylgir því auðmýkt að geta stutt fólk í gegnum erfiða tíma og hjálpað því og þeirra aðstandendum að aðlagast kringumstæðum. Allir helstu lífsspekingar komast alltaf að sömu niðurstöðum um lífið og hamingjuna, sem er að elska og vera elskaður og umfram allt að láta gott af sér leiða. Með þetta í huga þá er það í raun forréttindastarf að vera læknir. En sem læknir ert þú ávallt að reyna að láta gott af þér leiða í meðferð og einkennastillingu sjúklinga með því að lækna, líkna og hughreysta. Við erum í raun að fá verulega umbun í gegnum starfið. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sýna okkur stuðning, umburðarlyndi og þakklæti sérstaklega þegar þeir vita að álagið hjá okkur er mikið. Það er okkur ómetanlegt, og við lærum margt af því ekki síst það að sjúklingurinn verður okkur ávallt í öndvegi,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigríður@frettatiminn.is

Fyrsta geislatækið sem kom til landsins var gjöf frá Oddfellowhreyfingunni. Hringskonur hafa safnað í áratugi fyrir barnaspítalann. Nú er spítalinn í þeirri stöðu að nánast öll ný tæki hafa fengist fyrir gjafafé. Kirkjan er að safna fyrir nýja línuhraðlinum svo og félagasamtök með stuðningi framtaka eins og Bláa naglanum. Hvers konar búskapur er þetta? Við þurfum hugarfarsbreytingu ráðamanna í garð Landspítalans,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Háskóla Íslands og settur yfirlæknir krabbameinsdeildar Landspítalans. H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 6 6 8

ekki. Auk þess þarf PET-CT til þess að gefa mörg nýjustu krabbameinslyfin.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


30

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

7. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Yfirvöld verða að trúa okkur

Á tæpum áratug hefur sérfræðingum í nýrnalækningum á Landspítalanum fækkað um helming og ekki tekst að ráða í lausar stöður. Enginn sótti um þegar auglýst var fyrir skömmu. Yfirlæknir hefur verulegar áhyggjur af næstu mánuðum og vill aðgerðir strax. Hann segir að yfirvöld verði að trúa heilbrigðisstarfsfólki þegar það lýsi áhyggjum sínum af ástandinu á spítalanum.

V

ið þurfum yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda um að viðreisnin sé hafin, yfirlýsingu um að nú sé hafið stórátak til að snúa þessari neikvæðu þróun við, það er nauðsynlegt svo að þeir sem eiga í hlut skilji að það sé eitthvað á sjóndeildarhringnum,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, um ástandið á spítalanum. Mikil fækkun hefur orðið í röðum nýrnalækna spítalans á undanförnum árum. Stöðugildin eru nú liðlega 3 en voru sex árið 2004. „Á sama tíma hafa verkefnin aukist jafnt og þétt. Sjúklingum sem njóta meðferðar vegna nýrnabilunar á lokastigi hefur fjölgað mikið, en hún felst í blóðhreinsunarmeðferð (skilun) annars vegar og ígræðslu nýra hins vegar. Sem dæmi má nefna að í ársbyrjun 2004 voru 70 íslenskir sjúklingar með starfandi ígrætt nýra en nú eru þeir 152. Það hefur ekkert breyst í starfsemi deildarinnar þrátt fyrir mannekluna. Við höfum ráðið til okkar duglegan deildarlækni og það hefur hjálpað mikið. Svo reynum við að leggja enn harðar að okkur til þess að láta þetta ganga upp. Það gengur hins vegar ekki til lengdar þannig að það er ljóst að aðgerða er þörf strax,“ segir Runólfur. „Annars óttast ég að fleiri hætti,“ segir hann. „Langtímamarkmiðið er nýr spítali en það dugir ekki til, við þurfum að lifa af þangað til enda ekki ljóst hvenær nýtt sjúkrahús verður komið í gagnið. Við þurfum aðgerðir strax sem hafa þau áhrif að allir starfsmenn spítalans séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að snúa þróuninni við, þurfum viðreisn sem þýðir þá líka að botninum sé náð,“ segir Runólfur

Áhyggjur af næstu mánuðum Sérfræðingar hafa ýmist farið í launalaust leyfi til árs eða minnkað við sig starfshlutfall. Að sögn Runólfs eru skýringarnar þær að læknarnir telja vinnuaðstöðuna á Landspítalanum ekki boðlega og vinnuálag óhóflegt. Þá hafi starfsþróunarmöguleikar margra sérfræðilækna verið afar takmarkaðir og ekki verið hlúð nægilega að læknum eða öðru starfsfólki. „Við höfum auglýst eftir sérfræðingum í nýrnalækningum en enginn hefur sótt um,“ segir Runólfur. Hann segist hafa áhyggjur af næstu mánuðum. „Bregðast þarf við á kröftugan hátt, að minnsta kosti með yfirlýsingu um að samstaða sé um að ráðast í stórátak. Annars óttast ég að hlutirnir fari á verri veg innan fárra mánaða, manneklan er slík. Við stöndum mjög tæpt, það er reyndar misjafnt eftir sviðum en innan lyflækningasviðs er ástandið þannig að ekkert má út af bregða,“ segir Runólfur. „Kannski er stærsta málið að viðurkenna opinberlega að gríðarlegt vandamál sé fyrir hendi. Það er engin lausn að fara í málalengingar um að fólk sé eftir sem áður að fá góða þjónustu og að við séum með þjónustu á heimsmælikvarða í ýmsum málaflokkum, það er fljótt að dala,“ segir hann. „Árangurinn sem ráðamenn státa sig af má rekja til fyrri tíma. Þeir verða að gera sér grein fyrir að afleiðingarnar af því ástandi sem er uppi núna koma ekki fram fyrr en síðar, t.d. hvað snertir meðferð krabbameinssjúklinga. Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra. Hitt tekur lengri tíma að koma í ljós. Yfirvöld verða að trúa okkur þegar við segjum að starfseminni hér sé verulega ábótavant. Við erum ekki að tjá okkur um þessi mál vegna pers-

„Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra. Hitt tekur lengri tíma að koma í ljós. Yfirvöld verða að trúa okkur þegar við segjum að starfseminni hér sé verulega ábótavant,“ segir Runólfur Pálsson yfirlæknir.

Jólavörurnar eru komnar öt Jólarúmf

Dúkar -

Íslensku

jólasvein

arnir

tréð

Jólaskraut á jóla

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is

Ís

hö len nn sk un


ónulegra hagsmuna eða hagsmuna læknastéttarinnar. Við erum að ræða um hagsmuni sjúklinga og þjóðarinnar,“ segir hann.

Afrakstur áralangs niðurskurðar Runólfur segir að ástandið á Landspítala sé afrakstur áralangs fjársveltis, það sé ekki eingöngu tilkomið vegna mikils niðurskurðar eftir hrun, niðurskurðurinn hafi löngu verið hafinn og í raun hafi aldrei verið nægilegu fé verið veitt til starfsemi Landspítalans frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð í eitt háskólasjúkrahús árið 2000. En auknar fjárveitingar munu duga skammt nema önnur úrræði fylgi með. Fyrst og fremst þarf að nýta vel þá fjármuni sem veittir eru til spítalans eins og stjórn-málamenn hafa ítrekað bent á en til að það sé unnt þarf að byggja fjármögnun rekstrarins á umfangsmikilli kostnaðargreiningu líkt og í mörgum öðrum löndum og fyrirbyggja sóun sem m.a. stafar af útgjöldum er hljótast af viðhaldi úreltra bygginga og ófullkomins tækjakosts. „Landspítali hefur aldrei haft aðbúnað í líkingu við það sem þekkist á háskólasjúkrahúsum í öðrum löndum. Þá á ég ekki bara við aðstöðu lækna, heldur allra starfsmanna, og nær það til vinnuaðstöðu, tækjakosts og ýmis konar stuðningsþjónustu. Það þarf að endurskipuleggja alla starfsemi sjúkrahússins,“ segir hann. Þá þarf að hyggja sérstaklega að háskólahlutverki spítalans sem er ein öflugasta mennta- og vísindastofnun landsins. Sérstaklega er mikilvægt að styrkja tengslin við Háskóla Íslands. Runólfur segir að læknar sem hafi starfað á Landspítalanum lungann úr sinni starfsævi líkt og hann sjálfur, hugsi sér ef til vill til hreyfings á síðari hluta hennar. „Ég hygg að læknar á miðjum aldri gætu hugsað sem svo að þeir séu búnir að leggja sitt af mörkum en vilji ekki eyða öllum sínum starfsferli við þessar aðstæður,“ segir hann. „Eftir því sem fleiri hætta versnar ástandið hjá þeim sem eftir eru. Það skapast vítahringur. Eins og stendur tekst okkur að halda uppi viðunandi þjónustu við sjúklinga, en um leið og þjónustan verður lakari en læknar geta sætt sig við skapast tilefni til að fara eitthvert annað því enginn vill vera ábyrgur fyrir slíku,“ segir hann. „Við verðum að fá lækna heim að loknu sérfræðinámi en það er ekki síður mikilvægt að fá ungu læknana um borð á ný,“ segir Run-

ólfur og bætir við að nauðsynlegt sé að blása til sóknar í framhaldsnámi í lyflækningum á Landspítala. „Hér hefur verið völ á að taka fyrstu þrjú árin í framhaldsnámi í lyflækningum en frekara nám fer svo fram erlendis. Sé allt með felldu hér höfum við fulla burði til að veita framhaldsmenntun í almennum lyflækningum sem er sambærileg við það sem gerist á erlendum háskólasjúkrahúsum. Engin eftirspurn er eftir náminu hér því unglæknar telja námsaðstöðuna ekki boðlega þar sem gífurlegt vinnuálag og mannekla stendur í vegi fyrir því að hægt sé að skapa eðlilegt jafnvægi milli vinnu og menntunar en það er forsenda slíks framhaldsnáms,“ segir hann. „Við þurfum stuðning við það svo við getum gert þetta nám eftirsóknarvert. Þetta er grundvallaratriði sem varðar framtíð íslenskrar læknisfræði. Fyrir það fyrsta eru ungir læknar í framhaldsnámi mjög mikilvægur hlekkur í læknisþjónustu sjúkrahúss á borð við Landspítala. Það er mjög óheppilegt að byggja þjónustuna nær alfarið á reyndum sérfræðilæknum. Ungir læknar sem hefja sitt framhaldsnám hér brúa bilið sem skapast óhjákvæmilega vegna fjarveru lækna er stunda sérfræðinám erlendis. Þá gegna ungir læknar í framhaldsnámi þýðingarmiklu hlutverki við handleiðslu yngri

PIPAR\TBWA • SÍA • 132503

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

Framhald á næstu opnu

www.rekstrarland.is

Hótel Sögu 22. nóvember

Ýtt úr vör

kl. 8:30 - 12:00

Opnunarráðstefna nýrra samstarfsáætlana ESB

Horizon 2020 | Erasmus+ | Creative Europe 8:30  Ný kynslóð samstarfsáætlana ESB 2014 - 2020 Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun Opnunarávarp Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra European Programmes 2014 - 2020 Jan Truszczynski, Director General, DG Education and Culture, European Commission Rannís og samstarfsáætlanir ESB Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís Fyrirspurnir Fundarstjóri: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri, mennta- og menningarmálaráðuneyti 9:50  Kaffihlé 10:10  Kynning á nýjum samstarfsáætlunum ESB: Horizon 2020

Erasmus+

Creative Europe

Salur: Katla

Salur: Hekla

Salur: Esja

Denise Heiligers, DG Research and Innovation

Jan Truszczynski, DG Education and Culture

Susanne Ding, DG Education and Culture

Morten Möller, ICT Unit, DG Research and Innovation

Ágúst H. Ingþórsson og Anna R. Möller, forstöðumenn Landskrifstofa menntáætlunar og Evrópu unga fólksins

Ragnhildur Zoëga og Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Creative Europe Desk

Mario Roccaro, Marie Sklodowska Curie, DG Education and Culture Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri Rannís Fundarstjóri: Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís

Fundarstjóri: Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri menntamála, mennta- og menningarmálaráðuneyti

11:45  Létt hádegissnarl fyrir gesti opnunarráðstefnu

Betri melting

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

Fundarstjóri: Karitas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, mennta- og menningarmálaráðuneyti


32

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

7. hluti

Friðbjörn Sigurðsson, yfirlæknir almennra lyflækninga

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm lækna og læknanema. Loks styður blómlegt framhaldsnám við nýliðun sérfræðilækna. Það háir okkur mjög að framhaldsnámið í lyflækningum hefur molnað í sundur og gerir það meðal annars að verkum að sérfræðilæknar geta ekki hugsað sér að vinna hér. Við verðum að setja Landspítalann í samhengi við önnur háskólasjúkrahús svo hægt sé að skilja það sem hér er í gangi. Hér hefur því miður ríkt ráðaleysi um langa hríð og ekki verið brugðist við aðsteðjandi vanda. Innra skipulag og starfsemi stofnunar eins og Landspítala þarf að endurskoða reglulega til að mæta

Auglýsum eftir þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið

Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum, óttast að hlutirnir fari á enn verri veg innan fárra mánaða verði ekkert að gert, manneklan sé slík. Ljósmynd/Hari

Nýrnalækningar á Íslandi Alls eru 70 sjúklingar í skilunarmeðferð. Fjöldi nýrnaígræðslna hefur verið 13 á ári að meðaltali, þar af 8 ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum hér á Landspítala og 5 frá látnum gjöfum á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Þeir sem gangast undir ígræðslu í Gautaborg koma heim um viku síðar og er umsjón meðferðar þeirra í höndum nýrnalækna Landspítala eftir það.

Heimsóknir á göngudeild nýrnalækninga hafa verið um 2000 á ári. Auk þeirra eru sjúklingar á legudeild og nýrnalæknar veita jafnframt ráðgjöf vegna nýrnasjúkdóma og skyldra vandamála á öðrum legudeildum Landspítala og til annarra heilbrigðisstofnana á Íslandi, þar á meðal til Heilsugæslunnar. Lítið framboð er á þjónustu nýrnalækna á Íslandi utan Landspítala.

Þegar vandi lyflækningasviðs var sem mestur, í september síðastliðnum, kynntu heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans aðgerðaáætlun til að bæta stöðu lyflækningasviðs. Í kjölfarið var Friðbjörn Sigurðsson skipaður tímabundið sem yfirlæknir almennra lyflækninga sem fer fyrir starfshópi sem skila mun tillögum um úrbætur á starfsemi lyflækningasviðs þann 30. nóvember næstkomandi. „Margra ára niðurskurður hefur þrengt svo að starfsemi spítalans að hún er nú komin í þrot og eru lyflækningar sú eining sem hefur tekið stærsta skellinn,“ segir Friðbjörn. „Sérhæft starfsfólk hefur gefist upp og leitað annað eftir vinnu, unglæknar ráða sig ekki til starfa vegna óhóflegrar vaktabyrði, tæki eru úr sér gengin og húsnæðið er lélegt. Nemar í heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands geta ekki hugsað sér að Landspítali verði þeirra framtíðarvinnustaður. Almenningi er allt þetta ljóst en þykir væntanlega hryggilegt að þessi staða var fyrirséð,“ segir Friðbjörn. „Nú er ef til vill búið að ræða nóg um vandann og menn ættu nú að snúa sér að því að leysa hann. Það er einmitt hlutverk nefndarinnar sem ég er í forsvari fyrir að koma með tillögur þar að lútandi,“ segir hann. „Við munum skoða hvernig skipulagi almennra lyflækninga á Landspítalanum verði best háttað og hvað þurfi til þess að snúa málum við, þannig að aftur verði eftirsóknarvert að vera í framhaldsnámi á spítalanum. Einnig þarf að líta til þess hvernig laða megi lækna sem lokið hafa sérnámi sínu erlendis aftur heim,“ segir Friðbjörn. „Sum úrlausnarefni snúast um peninga en önnur ekki,“ segir hann. „Við erum til að mynda að skoða mannafla innan lyflækninga og skoða framleiðnina á einstökum einingum þeirra út frá tölum frá hagdeild sjúkrahússins. Við erum að vonast til að geta lagt fram tillögur um hvernig hófleg vinna lækna verði skipulögð,“ segir Friðbjörn.

Mikil vinna fer ofan í skúffu

„Á undanförnum árum hafa margir komið að vinnu um hvernig megi bæta Landspítala. Sjúkrahúsið býr nefnilega yfir ótrúlegum mannauði. Því miður fer mikið af þessari góðu vinnu niður í skúffu og gleymist, þar sem allur kraftur sjúkrahússins fer í að leysa hvernig eigi að mæta niðurskurði á fjárveitingum eða leysa óvæntar uppákomur. Til að mynda var nefnd að störfum um hvernig spítalinn ætti að starfa á nóttunni og var þar litið til reynslu Breta. Nefndin lauk störfum fyrir tveimur árum en ekkert var gert með niðurstöðuna. Við erum nú að dusta rykið af þeirri góðu vinnu. Það skiptir t.d. lykilmáli fyrir framhaldsnám lækna á sjúkrahúsinu að þurfa ekki að binda

Friðbjörn Sigurðsson yfirlæknir almennra lyflækninga.

á annan tug unglækna í næturvinnu á hverjum tíma, auk þess að missa enn fleiri úr dagvinnu af því að þeir eru að fara eða koma af næturvakt. “ „Annað sem við erum að skoða er Landspítalann sem háskólasjúkrahús, það eina með það hlutverk á landinu. Það eru vissar skyldur sem snúa að slíku sjúkrahúsi, þ.e. þjónusta við sjúka, menntun heilbrigðisstarfsmanna og stundun rannsókna. Engan þessara þriggja þátta má vanrækja, að öðrum kosti molnar háskólasjúkrahúsið innan frá. Þó við segjum oft að þessi störf séu samtvinnuð þarf að skilgreina betur skiptingu starfa í klínískri þjónustu, kennslu og rannsóknum. Það er mikið verk fyrir höndum nú, en Landspítalamenn munu verða öflugir í að byggja upp innviði sjúkrahússins á ný, fái þeir umboð til þess“ segir hann. Friðbjörn segir tvennt standa upp úr í vinnu nefndarinnar hingað til. „Það kemur æ betur í ljós hversu stór hluti vandræða Landspítala stafar af óhentugu húsnæði. Forsenda sameiningar spítalanna fyrir rúmum 13 árum var að koma spítalanum undir eitt þak. Ekkert bólar hins vegar á nýjum spítala og er líklegt að það verði nú skoðað af fullri alvöru að raða upp í húsin á nýtt þannig að öll bráðastarfsemi verði á einum stað. Það er þó ljóst að slíkar tilfæringar verða ófullnægjandi og verulega kostnaðarsamar,“ segir Friðbjörn. „Þá rekumst við endurtekið á það hversu mikilvægt það er að fá fullvissu um það frá stjórnvöldum að nú sé botninum náð. Enn er mörgum ekki ljóst hvort við eigum von á því að heilbrigðiskerfið eigi eftir að sökkva dýpra. Þetta skiptir sköpum varðandi það hvort fólk vilji vinna á Landspítala. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki víða á Vesturlöndum og hafa Íslendingar í þessum geira verið eftirsóttir vegna menntunar sinnar og færni. Það er því lykilatriði að skýr skilaboð komi frá ráðamönnum um að viðreisn Landspítala sé hafin. Við auglýsum því eftir þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið,“ segir Friðbjörn.

Það er því lykilatriði að skýr skilaboð komi frá ráðamönnum um að viðreisn Landspítala sé hafin.


við erum 33

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Yfirlæknir á lyflækningasviði segir yfirvöld hafa vanrækt að bregðast við vanda sptítalans.

breytingum á þörfum sjúklinga og samfélags,“ segir Runólfur.

Hann segir að endurskoða þurfi alla starfsemi spítalans í takt við breytta þörf sem sprottið hefur upp úr breyttri samfélagsgerð. Öll heilbrigðiskerfi vestrænna ríkja séu að fást við það sama: eldri þjóð með aukna byrði vegna langvinnra sjúkdóma. Því hefur víða verið brugðist við með aukinni áherslu á þjónustu almennra lyflækninga fremur en að byggja alfarið á sérhæfðri læknisþjónustu. „Þessi hugmyndafræði er á byrjunarreit hér og hefur jafnvel mætt andstöðu. Að mínu mati hefur það aukið á vanda lyflækningasviðs og átt þátt í hruni framhaldsnámsins. Við horfðumst líka í augu við nýlega vinnutímatilskipun frá Evrópusambandinu sem öll önnur lönd mættu með fjölgun lækna. Við gerðum ekkert og héldum að vandamálið myndi leysast af sjálfu sér – sem það gerir að sjálfsögðu ekki,“ segir hann. „Því miður virðist hafa verið vanrækt að bregðast við yfirvofandi vanda Landspítala um árabil þrátt fyrir aðvörun margra aðila. Það er ekki hægt að horfa fram hjá ábyrgð stjórnvalda og stjórnenda spítalans á undanförnum árum en margir aðrir eiga hlut að máli og þar erum við læknar ekki undanskildir. Oft á tíðum hefur virst sem hagsmunir einstakra starfseininga hafi ráðið för fremur en hagsmunir sjúkrahússins í heild,“ segir hann. „Þetta vandamál er margþætt en eitt er víst að ef ekkert verður að gert, mun mannekla í röðum lækna fara vaxandi og við þurfum ef til vill að senda fólk til útlanda í aðgerðir og önnur meðferðarúrræði, sem er bæði dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni. Ég hef heyrt rætt um að til greina komi að ráða hingað erlenda lækna. Ég hef ekkert á móti því en hef jafnframt litla trú á því að það takist. Hvers vegna ættu hæfir læknar að koma hingað þegar læknaskortur er í löndum þar sem starfsaðstæður eru miklu betri og launin hærri, svo sem á hinum Norðurlöndunum eða í Bretlandi?“ spyr Runólfur. „Við verðum að bæta starfskjörin hér ef við ætlum að fá hæfa lækna til starfa.“ Hann segir að vissulega séu ákveðin tækifæri falin í því að starfa hér á landi. „Einmitt vegna þess að hér eru margvísleg tækifæri til að láta gott af sér leiða og stuðla að framþróun. Vísindastarf er að mörgu leyti gott og mikil efniviður til rannsókna fyrir hendi en það skortir verulega á fullnægjandi stuðning við þá sem stunda vísindarannsóknir.“

Lykilatriði að byggja upp framhaldsnámið að nýju Runólfur segir lykilatriði fyrir endurreisn lyflækningasviðs Landspítalans að framhaldsnám í lyflækningum verði byggt upp að

Framhald á næstu opnu

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA 13-1539

Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar

Hvað felst í Skráargatinu? Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna.

Veldu Skráargatið Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.

Lestu meira um Skráargatið á

skraargat.is


YPIS

34

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

7. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm Vilhelmína Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs

Vinnan er erfið og álagið mikið Lyflækningasvið er stærsta svið spítalans. Á því starfa um 1400 starfsmenn og tekur það til víðtækrar starfsemi sem nær yfir helstu verkefni lyflækninga, svo sem hjarta, lungu, meltingu, nýru, krabbamein, blóðsjúkdóma, geislalækningar og smitsjúkdóma. Að auki heyra undir sviðið öldrunardeildir á Landakoti, líknardeild í Kópavogi og endurhæfingardeildin á Grensási. Miklir erfiðleikar hafa verið á sviðinu undanfarin misseri, skortur á læknum og mikið álag á starfsfólk, sem náði hámarki í sumar og í september gerðu heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans samkomulag um aðgerðaáætlun til þess að bregðast við þeim vanda sem upp var kominn. Vilhelmína Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. „Við höfum verið í vandræðum með mönnun í nokkrum sérgreinum lækninga, þá sérstaklega í krabbameinslækningum bæði lyflækningum krabbameina og geislameðferð krabbameina og í nýrnalækningum. Við höfum til þessa verið nokkuð vel sett hvað varðar mönnun hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta,“ segir Vilhelmína. „Við finnum þó að það er erfiðara að ráða starfsfólk inn á þyngstu legudeildirnar hjá okkur. Vinnan er mjög erfið og álagið mikið.“ „Það er nokkuð sérstakt við Ísland að hér fara læknar utan í sérfræðinám og koma ekki til baka fyrr en í fyrsta lagi um fertugt. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur sérfræðilækna er býsna hár hjá okkur, um 53 ár. Starfsaldur lækna er frekar stuttur og því er talsverð þörf fyrir endurnýjun. Ungir læknar hafa verið tvístígandi varðandi það að koma heim þó það hafi gengið betur

núna síðasta árið. Það er líka nauðsynlegt að taka fram að læknar eru flestir mjög sérhæfðir og maður skiptir ekki bara einum út fyrir annan,“ segir hún. „Margir hafa tekið lyflækningar í grunninn og svo tekið aðra undirsérgrein og eru þar með komnir með mikla sérhæfingu.

Brugðist við vandanum

Hún segir að deildarlæknar séu ósáttir við það vinnuálag sem þeir búa við í framhaldsnáminu sínu og mikið vaktaálag bitni á náminu. „Við erum að vinna að endurskipulagningu á starfseminni. Það felst í því að við skipuleggjum sérstaklega almennu viðfangsefnin, sem allir læknar geta unnið. Þá gefst einnig tækifæri til að sinna betur sérhæfðustu verkefnunum. Þannig höfum við endurskipulagt eina legudeild þar sem við leggjum inn sjúklinga sem gert er ráð fyrir að útskrifist innan 72 klukkutíma. „Með því höfum við náð að stytta legutímann en jafnframt bæta skilvirkni og gæði. Þá höfum við endurskoðað framhaldsnám og vinnufyrirkomulag ungu læknanna til þess að draga úr álagi á þá og tryggja þeim betra framhaldsnám.“ Vilhelmína segir mikilvægt að skoða stöðu lyflækningasviðs í samhengi við það sem á sér stað á heimsvísu. „Við tölum oft eins og við séum algjörlega ein með vandamálin hér á Íslandi en það er sama hvaða læknatímarit maður les, allir er að takast á við það sama. Læknaskortur er alls staðar viðvarandi, á Norðurlöndunum, í Bretlandi. Bretar hafa verið gagnrýndir fyrir að sækja til sín lækna í sínar gömlu nýlendur og mikil umræða hefur verið um hvort það sé

siðferðilega rétt að þeir sogi plássi á hjúkrunarheimili til sín lækna frá Indlandi og og eru eiginlega allir á Afríku þar sem þörfin er enn lyflækningasviði. Bráðameiri. Við erum komin á þann sjúklingar sem leggjast inn stað að við verðum að huga að þurfa því oft að leggjast því að auglýsa eftir læknum inn á gang sjúkradeilda í útlöndum, það getur verið eða lenda á öðrum deildum Vilhelmína Haraldsdóttir, hjálplegt ef við fáum áhugautan sviðsins,“ segir hún. framkvæmdastjóri lyflæknsamt fólk til að vinna hér sem „Þetta er mjög slæm staða ingasviðs. er til í að læra málið fljótt og fyrir alla, það eykur álag á vel,“ segir hún. starfsfólkið og þeir sem eru bráðveikir og Aðspurð segir hún launin reyndar ekki leggjast inn fá síðri aðstöðu og þjónustan hjálpa til. Hún játar því að erfitt gæti verið við þá verður ekki eins markviss frá fyrsta að keppa við aðrar þjóðir í launum. „Við degi. Þetta er líka slæmt fyrir þá sem eru eigum ekki að lækka standardinn, en það að bíða eftir hjúkrunarheimili því það er síer alltaf einhverjir sem koma út af öðru en fellt verið að færa þá til og þeir fá nýjan herlaununum og hafa áhuga á landi og þjóð. bergisfélaga á nokkurra daga fresti. Þetta Við munum allavega reyna þetta,“ segir stendur þó til bóta því til stendur að opna hún. nýja hjúkrunardeild á Vífilsstöðum fyrir þá sem eru að bíða eftir hjúkrunarheimili Breyting á aldurssamsetningu og þar munum við fá fleiri rúm og betri aðstöðu fyrir þessa öldruðu einstaklinga.“ „Við finnum fyrir því að hér á landi er mikil „Það er ljóst að viðfangsefni lyflækninga fjölgun á öldruðum sem eru oft með marga munu bara aukast á næstu árum og við langvinna sjúkdóma og gjarnan á mörgverðum að bregðast við því. Við bindum um tegundir af lyfjum. Þessir sjúklingar miklar vonir við þá endurskipulagningu leggjast mikið inn til okkar og það er mikið sem á sér stað á starfseminni. Þar lítum við álag sem fylgir því. Þeim þarf að sinna vel til þess sem nágrannaþjóðirnar hafa verið og vandamál þeirra eru flókin. Við höfum að gera því þær lentu heldur fyrr í þessum jafnframt á lyflækningasviði fundið mjög aðstæðum. Hins vegar háir það lyflæknmikið fyrir því hve margir eru á bið eftir ingasviði mjög hve húsnæði spítalans er rými á hjúkrunarheimili. Alls eru um 220lélegt, einbýli fá og skortur á salernum. 30 manns sem bíða á landinu á hverjum Þá er afar erfitt að reka starfsemina á tíma og um helmingur á höfuðborgarsvæðsvona mörgum stöðum það á ekki síst við inu. Allir vilja vera á einbýli og hafa hjúkrum bráðastarfsemina sem er dreifð bæði unarheimilin brugðist við því með því að á Hringbraut og í Fossvogi og það verður breyta fjölbýlum í einbýli en við það fækkar sjúklingum og starfsfólki miklum erfiðleikplássum. Á hverjum tíma liggja 40-50 um og er mjög óhagkvæmt í rekstri.“ manns á spítalanum sem eru að bíða eftir

Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans kemur út fimmtudaginn 28. nóvember

Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn. Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is HELGARBLAÐ

ÓKEY

PIS

KALT ÚTI HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

ÓKEYPI

PIS

Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum H E L G A Rog BLAÐ yfirhitavörn 9 þilja

S

PIS ÓKEY

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

7.990

IS ÓK EYP

Ryco-2006T Rafmagnsþilofn Turbo með yfirhitavari 3 stillingar 2000w

4.490

Verðlisti á heimasíðu

Rafmagnshitablásari 2Kw

1.890

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.990

Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ!

KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Því miður virðist hafa verið vanrækt að bregðast við yfirvofandi vanda Landspítala um árabil þrátt fyrir aðvörun margra aðila.

nýju. Að sama skapi þurfi að hlúa að framhaldsmenntun í ýmsum öðrum sérgreinum. „Þannig gætum við laðað til okkar hæfa sérfræðilækna. Ef ekki, verður hér auðn í framtíðinni. Meðalaldur sérfræðilækna á Landspítalanum er mun hærri en á sambærilegum sjúkrahúsum annars staðar og æ fleiri nálgast nú eftirlaunaaldur. Ef lítil sem engin nýliðun verður, lendum við í ógöngum. En hver ætti að vilja vinna hér við þessar kringumstæður? Íslenskir læknar hafa næg atvinnutækifæri annars staðar þar sem aðstæður eru mun betri.“ Sívaxandi útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu hafa reynst stjórnmálamönnum ljár í þúfu hér sem annars staðar og skortur á yfirsýn yfir kerfið í heild hefur leitt til ómarkvissra fjárveitinga og í sumum tilvikum fjársveltis lykileininga þjónustunnar, að sögn Runólfs. „Flatur niðurskurður hefur jafnan verið það eina sem ráðamenn hafa haft fram að færa. Það er löngu

tímabært að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið með gæði og hagkvæmni þjónustunnar að leiðarljósi. Ítrekað hefur verið rætt um vanda heilsugæslunnar, og að hún eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga, en heilsugæslulæknar sjálfir hafa viðurkennt að hún sé á engan hátt í stakk búin til þess,“ segir Runólfur. Það verður að taka á þeim vanda. Enn fremur er nauðsynlegt að skilgreina verkefni og ábyrgð sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og lækna sem starfa á göngudeildum sérgreina á Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tryggja verður fullnægjandi framleiðni og fjármögnun verður að vera í samræmi við unnin verk. Þetta hefur aldrei verið gert hér. Það er ýmislegt sem hyggja þarf að, svo sem hvað verður um sjúklinga sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem hætta störfum? Það þarf að skoða þetta allt í heild,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


32

fréttaskýring

Helgin 22.-24. nóvember 2013

8. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Ljósmyndir/Hari

201

3

Jólahlaðborð Nóatúns Veislur frá 1990 kr.pr.mann Nánari upplýsingar á www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Jólaskeiðin 2013 Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir með emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar. Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 67 ár

Guðlaugur A Magnússon

Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222

Skurðstofur í fjórum húsum Þ Mikið óhagræði skapast af því að hafa skurðstofur í fjórum húsum líkt og reyndin er með Landspítalann. Skurðstofurnar eru of litlar og of fáar og hafa jafnvel ekki verið endurnýjaðar frá því þær voru byggðar, í kringum 1970. Þær rýma vart þann nútímatæknibúnað sem nauðsynlegur er í skurðlækningum nútímans auk þess sem ekki er hægt að tryggja fyllsta öryggi og sýkingavarnir vegna aðstöðuleysis. Á skurðlækningasviði er veitt almenn og sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta sem nær til svæfingar- og gjörgæslustarfsemi og blóðbanka, auk skurðlækninga.

að er enn niðamyrkur úti þegar mér er vísað inn á skurðstofu fjögur á fimmtu hæð Landspítalans í Fossvogi. Þar er dagurinn löngu byrjaður. Sjúklingurinn liggur á borðinu og hefur þegar verið svæfður. Hann er á leið í flókna skurðaðgerð þar sem fjarlægja á æxli úr heila. Skurðstofan er full af fólki og tækjum, þar eru fjórir sérfræðilæknar og fjöldi sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarnema og læknanema. Hver og einn hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna í því flókna ferli sem skurðaðgerð er. Tækin eru ótalmörg og taka mikið pláss. Ég horfi í kring um mig til þess að átta mig á því sem hér er í gangi, sérstaklega í ljósi þeirra upplýsinga sem ég hef viðað að mér um ástandið á Landspítalanum. Skurðlækningasviðið er síðasta klíníska sviðið sem ég skoða í greinaflokki um ástandið á Landspítalanum. „Hjarta spítalans“, segja þeir sem hér vinna. Skurðstofa fjögur er ein af 21 skurðstofum spítalans. Tveimur hefur verið lokað því þær eru einfaldlega of litlar til þess að þær megi nýta. Skurðstofurnar

Yfir 14 þúsund aðgerðir eru gerðar á hverju ári á skurðsviði, það eru tæplega 40 aðgerðir á hverjum degi. Auk starfsemi legudeilda er veitt umfangsmikil göngudeildarþjónusta þar sem komur eru rúmlega 36 þúsund á ári, og dagdeildarstarfsemi fer vaxandi.

Á sviðinu eru 20 skurðstofur í fjórum byggingum. Á dauðhreinsun að Tunguhálsi fer fram sérhæfð þjónusta sem lýtur að dauðhreinsun varnings og búnaðar. Svæfingadeildir eru við skurðstofueiningarnar í Fossvogi og við Hringbraut. Gjörgæsludeildir eru í Fossvogi og við Hringbraut. Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi þeirra.

eru í fjórum húsum en í fimmta húsinu fer fram dauðhreinsun á áhöldum frá skurðstofum. „Það er langt frá því ásættanlegt, enda mikið óhagræði af því,“ segir Helga Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á skurðsviði, sem hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala í fjörutíu ár. Hún, eins og svo margir, bíður eftir nýjum spítala. Húsnæði skurðdeildanna í Fossvogi hefur lítið breyst í fjörutíu ár og svarar langt frá því þörfum nútímans. Lofthæðin er til að mynda svo lítil að ekki er hægt að hafa skurðlampana í nægilegri hæð yfir sjúklingnum svo vel sé. Flest tæki eru á hjólastöndum á gólfi í stað þess að hanga niður úr loftinu og þvælast því mun frekar fyrir en ella. Því skurðstofurnar eru flestar of litlar að auki. Skurðstofa fjögur er ein sú stærsta, enda stór tæki sem nota þarf við heilaskurðaðgerð sem þessa, eitt þeirra er sérstakt, tölvustýrt staðsetningartæki sem sýnir nákvæmlega staðsetningu æxlisins í heilanum, tæki sem er örsmá myndavél sem komið

Blóðbankinn við Snorrabraut tilheyrir skurðlækningasviði en þar fer fram blóðsöfnun og blóðvinnsla, auk sérhæfðrar ráðgjafar og verkefna, svo sem við stofnfrumusöfnun og stofnfrumuvinnslu. Auk þess annast Blóðbankinn rekstur blóðbankaþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Framhald á næstu opnu

Aðalsérgreinar lækninga á skurðlækningasviði: Almennar skurðlækningar, augnlækningar, blóðbankafræði, bæklunarskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugaskurðlækningar, hjarta- og lungnaskurðlækningar (brjóstholsskurðlækningar), lýtalækningar, svæfingaog gjörgæslulækningar, þvagfæraskurðlækningar, æðaskurðlækningar.


34

fréttaskýring

Helgin 22.-24. nóvember 2013

8. hluti

 Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadEild

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Starfsfólkið er mikilvægast

Helga Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á skurðsviði

er fyrir inni í sjúklingnum og sýnir aðgerðarsvæðið á skjá, stór smásjá sem einnig er notuð við nákvæmar aðgerðir sem þessa auk hefðbundinna tækja sem nota þarf í skurðaðgerðum. Öll þessi tæki voru ekki til staðar þegar húsnæðið var byggt í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og því er nauðsynlegt að horfa til þess þegar rætt er um nýjan spítala þar sem ætlunin er að hafa allar skurðstofur á sama svæði, sem og svæfingardeildir og gjörgæsludeildir, en þær eru nú bæði á Hringbraut og í Fossvogi.

Ein svæfing og gjörgæsla

Helga Kristín sat í byggingarnefnd um nýjan spítala og segir að sýnt hafi verið fram á verulega hagræðingu í rekstri með því að færa starfsemina alla á einn stað. „Við munum geta sparað í mannafla því við þurfum ekki að keyra tvöfalt vaktakerfi í gjörgæslum og svæfingum auk þess sem við þurfum ekki í sífellu að vera að flytja tækjabúnað á milli,“ bendir hún á. „Við erum með skurðstofur í fjórum húsum en því til viðbótar með dauðhreinsunardeild í fimmta húsinu, á Tunguhálsi. Það tekur að lágmarki þrjár klukkustundir að senda frá okkur tæki og áhöld í dauðhreinsun þar til við fáum þau til baka. Því erum við með dauðhreinsun hér á skurðdeildinni fyrir þau tæki sem við megum ekki missa úr húsi í svo langan tíma,“ segir hún. Vegna þrengsla á skolherbergjum skurðdeilda er ófullnægjandi aðskilnaður milli hreins og óhreins svæðis sem eykur óneitanlega líkurnar á sýkingum. Í nýrri skýrslu um húsnæði skurðstofa, svæfinga- og gjörgæsludeilda sem unnin var fyrir framkvæmdastjóra sviðsins, kemur fram að kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á skurðstofugangi í Fossvogi sé 45 milljónir. Bæta þurfi við einni bráðaskurðstofu, gera þarf upp eina skurðstofu sem er óbreytt frá því í kringum 1970, bæta þurfi aðstöðu til dauðhreinsunar svo skilja megi að hreint og óhreint svæði auk fleiri vandmála sem tilgreind eru í skýrslunni og varða aðstöðuleysi og öryggi sjúklinga. Auk þess sem nauðsynlegra breytinga sé þörf á skurðstofum segir í skýrslunni að stækka þurfi vöknun í Fossvogi um þrjú rými sem kosta myndi um 30 milljónir til viðbótar.

Hættuleg lyfta

Svipuð vandamál eru á Hringbraut þar sem skurðstofur eru einnig of fáar og of

litlar. Þar er að auki alvarlegt vandamál á gjörgæslu og vöknun á Hringbraut sem skapar oft lífshættulegar aðstæður við flutning á fárveikum sjúklingum. Lyftan sem notuð er til að flytja sjúklinga milli hæða er allt of lítil og í raun óviðunandi því ekki er hægt að koma inn í hana nauðsynlegum tækjum, svo sem öndunarvélum, ásamt sjúkrarúmi og nauðsynlegu starfsfólki. Vinnuhópurinn sem vann skýrsluna leggur til að byggð verði 400 fermetra viðbygging ofan á og við A álmu á Hringbraut þar sem koma mætti fyrir stoðrýmum fyrir skurðstofur auk bráðalyftu. Um leið verði hægt að bæta aðstöðu á skurðstofugangi og jafnvel fjölga skurðstofum eða bæta aðstöðu fyrir móttöku sjúklinga. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 140 milljónir. Það er farið að birta af degi þegar aðgerðin sjálf hefst því undirbúningurinn tekur dágóðan tíma. Sérfræðilæknarnir ræða saman á sænsku því sérfræðingur í heilaskurðlækningum frá Karolinska spítalanum í Svíþjóð er kominn til að aðstoða íslensku læknana en tveir þeirra tóku sérnám sitt á Karolinska. „Við erum kannski ekki með bestu skurðstofur í heimi, en sjáðu útsýnið,“ heyrist mér einn segja við sænska sérfræðinginn og benda út um gluggann á fjallasýnina í morgunsólinni. Þótt fólk sé einbeitt á skurðstofunni er andrúmsloftið létt. „Þó svo að ég sé búin að vinna hér í fjörutíu ár hlakka ég alltaf til að mæta í vinnuna,“ segir Helga Kristín. Aðrir sem ég ræði við á sviðinu taka undir þetta.

Vonbrigði mikil

Helga Kristín segir að starfsfólk spítalans hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar ný ríkisstjórn tilkynnti um að ekki yrði ráðist í byggingu nýs spítala í bráð. „Ég fann hvernig vonin brast hjá mörgum. Það sem hjálpar í þessum aðstæðum er hve starfsfólkið er sveigjanlegt og vinnur af fagmennsku. Það er vel menntað og með mikla reynslu og getur leyst úr flóknum verkefnum af öryggi. Það hefur verið sparað í rekstri spítalans alla mína tíð hér en ég man aldrei eftir því að ástandið hafi verið jafn slæmt og nú. Ég skil

Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild, segir að mikið hafi verið unnið í að gera starfsemi Landspítalans skilvirkari á undanförnum árum. Vandamál felist hins vegar í því að hafa starfsemi á tveimur stöðum, tækjabúnaði og mannafla þurfi því að skipta á milli. „Þetta er eins og að deila eldavél með fólkinu í næsta húsi. Við þurfum eitt hús svo verkefnin vinnist betur. Við leitum mikið aðstoðar milli greina og það er mikið til unnið með nálægðinni,“ segir Eiríkur. Hann leggur hins vegar áherslu á að mikilvægasti þáttur spítalans sé mannauðurinn. „Ég held því fram að sjúklingurinn sé í raun í þriðja sæti. Starfsfólkið er mikilvægast, því næst tækjabúnaður, síðan sjúklingurinn og síðast húsnæðið. Það er vel hægt að framkvæma flóknar aðgerðir í bragga ef þar er fært starfsfólk með rétt tæki. Hins vegar spilar þetta allt saman því til þess að fá til okkar gott starfsfólk verðum við að bjóða upp á góða starfsaðstöðu og tækjabúnað, og meðal rakanna fyrir því að byggja þurfi nýjan spítala er að við þurfum að geta laðað til okkar gott starfsfólk,“ segir Eiríkur.

Verkefnin með ólíkindum

„Við megum ekki gleyma því í allri umræðunni um Landspítalann, að það er í raun með ólíkindum hvað við erum að leysa flókin verkefni, gera flóknar aðgerðir, í ekki fjölmennara samfélagi en við erum. Við erum að veita jafn góða þjónustu og á öðrum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum, jafn góða. Við erum ekki best í heimi og getum aldrei orðið það. En við getum verið jafngóð og önnur háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum og við eigum að setja okkur það markmið að vera það,“ segir Eiríkur. Á síðasta ári komu þrír nýir sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum til starfa á Landspítalanum, sem að sögn Eiríks er ómetanlegt fyrir spítalann. „Unga fólkið er okkar súrefni. Við verðum að tryggja að hingað vilji fólk koma. Það snýst ekki allt um peninga. Að mínu viti er lausnin á vandræðum okkar í heilbrigðiskerfinu þríþætt. Í fyrsta lagi er þarf að breyta viðhorfum, í öðru lagi skipulagi og í þriðja lagi auka fjármagn til heilbrigðismála. Það er hins vegar að sjálfsögðu áhyggjuefni sem öll Vesturlönd standa frammi fyrir, að kostnaður í heilbrigðiskerfinu eykst ár frá ári, tæki, áhöld og annað kostar æ meira. Við getum ekki haldið svona áfram endalaust. Við ætlum að sækja fram og halda í nýjungar en við verðum líka að velja hvað við ætlum ekki að gera. Við verðum að ganga heiðarlega fram hvað það varðar að það er ýmislegt sem við ætlum ekki að gera. Við verðum að taka afstöðu til þess hvort við ætlum að veita sjúklingum sem hafa í grunninn lélegar lífslíkur, vegna veikinda eða hás aldurs, dýra og flókna læknismeðferð. Við erum nú þegar að forgangsraða í heilbrigð-

Eiríkur Jónsson yfirlæknir.

isþjónustu en læknar og hjúkrunarfólk þurfa að taka þessa umræðu, við getum ekki sett þetta í hendurnar á pólitíkinni,“ segir Eiríkur. „Við þurfum að sækja fram en þetta getur ekki bara verið opinn reikningur. Hið sama er uppi á teningnum á öllum Vesturlöndum, fólk er að eldast og sjúkdómar eru farnir að láta á sé kræla sem við þurftum áður fyrr ekki að hafa áhyggjur af. Það verður æ brýnna að ræða hvenær við ætlum að aðhafast, hvar á að draga línuna. Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir endalausum kostnaði,“ segir hann.

Vilja aðgerðaþjark

Eiríkur fer fyrir hópi lækna sem hrundið hafa af stað söfnun fyrir kaupum á svokölluðum aðgerðaþjarki, eða róbot, sem nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, svo sem vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og við aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðferð eru inngripsminni en ella, að sögn Eiríks, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. „Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi. Þetta er dýrt tæki, kostar um 300 milljónir, en við þurfum hins vegar einungis að hugsa um kostnaðinn við tækið sjálft því við erum nú þegar með sérfræðilækna á Landspítalanum sem hafa reynslu af því að nota þetta tæki,“ segir Eiríkur. Tæki sem þetta er að finna á nær öllum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum og hefur verið í notkun í 10-15 ár. „Það er nauðsynlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þurfi að standa í því sjálft að safna fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði segir hann: „Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni. Viðkomandi sérgreinar neyðast til að vekja athygli á þörfinni með þessum hætti. Við gerum það samt sem áður í samráði við yfirstjórn spítalans því það myndi ekki ganga ef allir færu í einu í gang með tækjasöfnun fyrir tækjum sem hver og einn telur þörf á,“ segir Eiríkur. Stefnt er að því að safna helmingi upphæðarinnar og mun Landspítalinn brúa rest. Eiríkur vonast eftir því að tækið verði komið í notkun strax á næsta ári.

Framhald á næstu opnu

Kínversk handgerð list Frábær jólagjöf!

• Vasar • Pottar • Diskar • Myndir • Lampar o.m.fl.

Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is


36

fréttaskýring

Helgin 22.-24. nóvember 2013

8. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm ekki hvernig hægt er að skella skollaeyrum við því sem fagfólkið segir. Tugir starfsmanna og erlendra sérfræðinga hafa lagst yfir það að finna bestu lausnina á vanda spítalans fyrir þjóðina. Við gerum það ekki í okkar eigin þágu, heldur í þágu sjúklinganna, þjóðarinnar, og niðurstaðan er sú að best er að byggja nýtt meðferðarhús á Hringbraut. Auðvitað hefði verið best af öllu að byggja nýjan spítala frá grunni á einhverjum allt öðrum stað eins og Vífilsstöðum en taka varð inn í myndina þann kostnað sem hlytist af því að endurbyggja alla þá starfsemi sem þegar er til staðar á Hringbraut, svo sem nýlegan barnaspítala, og fleira,“ segir Helga. „Það þýðir ekkert að þrasa um staðsetninguna lengur. Niðurstaðan af áralöngum rannsóknum er sú að það sé hagkvæmast að byggja við Hringbraut. Við erum ekki að tala um nýjan spítala, heldur einungis um að koma upp nýju meðferðarhúsi þar sem hægt væri að bæta aðstöðu til skurðaðgerða til mikilla muna, svo og aðstöðu fyrir svæfingardeildir og gjörgæslu,“ segir hún.

Þrengsli á vöknun

Skurðstofan er full af fólki og tækjum, þar eru fjórir sérfræðilæknar og fjöldi sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarnema og læknanema. Hver og einn hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna.

Smám saman fækkar fólki á skurðstofunni. Þeir sem hafa lokið sínu hlutverki yfirgefa svæðið um leið. Sjúklingurinn er færður inn á vöknun um leið og hann hefur verið búinn undir það. Í skýrslu vinnuhóps um húsnæði skurðsviðs kemur fram að mikil óánægja sé meðal starfsfólks á vöknun með þrengsli og lélegar vinnuaðstæður. Búið sé að teikna upp lausnir en fátt sé um úrbætur í því takmarkaða rými sem nú er nýtt undir vöknun. Því felist allar raunverulegar lausnir í því að stækka eininguna um þrjú stæði líkt og lagt hefur verið til og metið er að kosti um 30 milljónir. Eftir að sjúklingur er vaknaður er hann færður yfir á eina af legudeildum spítalans ef talið er að

hann þurfi að dvelja yfir nótt. Eitt af helstu vandamálum skurðsviðs er svokallaður fráflæðisvandi. Á hverjum tíma er fjöldi sjúklinga inniliggjandi sem þarf ekki lengur á læknisþjónustu að halda en er ekki nógu heilbrigt til að sjá um sig sjálft og bíður ýmist eftir plássi á hjúkrunarheimili eða heimahjúkrun.

Ein deildin stífluð til hálfs

Ein legudeildin er nánast stífluð til hálfs því helmingur sjúklinga er á bið eftir úrræðum. Margir bíða á spítalanum í mánuð, jafnvel lengur, og fyrir vikið hægist á skurðaðgerðum því engin rúm eru til að taka við þeim sem koma úr aðgerðum. Undanfarin ár hefur áhersla færst yfir á dag- og göngudeildarform og

dregið hefur verulega úr innlögnum yfir nótt. Þrátt fyrir það lengjast biðlistar, sérstaklega eftir aðgerðum sem eru ekki lífshótandi, svo sem liðskiptiaðgerðum eða öðrum bæklunaraðgerðum. Sjúklingar eru misþolinmóðir að sögn tveggja hjúkrunarfræðinga sem starfa við svokallað innköllun, sem felst í því að búa sjúklinga undir aðgerð símleiðis. Fyrsta viðtal hjúkrunarfræðings við sjúkling fyrir aðgerð fer því fram í gegnum síma. Eitt af þeim verkefnum sem skurðsviðið vinnur nú í er að breyta verkferlum með þeim hætti að jafna betur álag á starfsfólk deildanna og eru verkefnin því færð til eftir álagi og mönnun. Sérhæfð teymi starfa með hverri sérgrein enda

vinna sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar í teymum með ákveðnum skurðlæknum í tilteknum sérgreinum. „Allur mannafli mun nýtast betur þegar við erum komin í eitt húsnæði,“ bendir Helga Kristín á. Sýnt hefur verið fram á að tveir milljarðar muni sparast í rekstri Landspítalans árlega vegna breytts rekstarfyrirkomulags í einu húsnæði. Árlegur rekstrarkostnaður spítalans er um 40 milljarðar og fyrirhugaður byggingar- og fjármagnskostnaður við nýjan spítala er á bilinu 60-80 milljarðar, rúmlega rekstrarkostnaður spítalans í eitt ár. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.

Heilaskurðaðgerðinni miðar vel og allt fer fram samkvæmt áætlun. Skerma hefur þurft fyrir vetrarsólina sem sker í augu og útsýnið hverfur og skurðstofan verður einungis miðlungs skurðstofa en án útsýnis. Heilaskurðlæknarnir tilkynna viðstöddum ánægðir að þeir hafi fundið æxlið og séu nú að fjarlægja það. Aðgerðin heppnaðist og sjúklingurinn er því læknaður.

Við erum með skurðstofur í fjórum húsum en því til viðbótar með dauðhreinsunardeild í fimmta húsinu, á Tunguhálsi.

Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2

3.840.000

Umboðsaðilar:

bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

3,3

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

L

Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000

/100km

Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.

útbLáStur aðeinS 94 g

L

3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


10

fréttir

Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

9. hluti

Á síðustu átta árum hefur ríkið veitt tæpum þremur milljörðum til tækjakaupa en þörfin á tímabilinu er metin á bilinu 12-16 milljarðar. Vantar því að minnsta kosti 11 milljarða upp á að mæta þörf Landspítalans til endurnýjunar tækjabúnaðar á síðustu átta árum.

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Ljósmynd/Hari

Landspítalinn greiðir árlega tæpar sjötíu milljónir í virðisaukaskatt vegna tækjakaupa. Spítalinn fær nær jafnmikið í gjafafé og hann fær frá ríki til tækjakaupa. Fjárframlög ríkisins til tækjakaupa eru venjulega um 300 milljónir en sambærilegir spítalar á Norðurlöndunum verja 1,5-2 milljörðum í endurnýjun tækja árlega.

Landspítali greiðir ríkinu 70 milljónir árlega í skatt vegna tækjakaupa

N

ánast jafnmikið fé fæst árlega til tækjakaupa frá velunnurum Landspítalans og ríkið veitir beint til tækjakaupa. Á áru num 2010-2012 fengust, 909 milljónir fengjust í gjafafé og fjárveiting frá ríki var 983 milljónir. Af þeim greiddi spítalinn um 200 milljónir í virðisaukaskatt til ríkisins enda hagnast ríkið um sjötíu milljónir árlega vegna virðisaukaskatts sem Landspítalinn greiðir af tækjakaupum árlega. Árleg fjárþörf til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja nemur 1,5-2

milljörðum króna, samkvæmt viðmiði sambærilegra spítala á Norðurlöndunum. Á árunum 2006-2013 voru framlög ríkisins á bilinu 233383 milljónir á núvirði, auk 600 milljóna sérstakrar fjárveitingar á þessu ári sem fór í að kaupa nýtt geislatæki vegna krabbameinslækninga, svokallaðan línuhraðal. Á síðustu átta árum hefur ríkið veitt tæpum þremur milljörðum til tækjakaupa en þörfin á tímabilinu er metin á bilinu 12-16 milljarðar. Vantar því að minnsta kosti 11 milljarða upp á að mæta þörf Land-

GERIR GÆFUMUNINN!

málum og þurfum að endurnýja mörg stór sem smá tæki á næstunni,“ bendir hann á. Jón Hilmar segist vongóður um að framlög til tækjakaupa verði aukin og bendir milljónir á orð heilbrigðisráðherra því til 2006 325 stuðnings sem hefur látið vinna 2007 289 sérstaka tækjakaupaáætlun fyrir 2008 323 Landspítalann og Sjúkrahúsið á 2009 383 Akureyri til ársins 2014 sem að 2010 268 sögn heilbrigðisráðherra verður lögð fram við 2. umræðu fjárlaga2011 233 frumvarpsins sem fram fer í næstu 2012 273 viku. „Það er nauðsynlegt að vita 2013 862 hver fjárveitingin verður nokkur ár 2014 ? fram í tímann því liðið getur allt að ár frá því að ákveðið hefur verið að Gjafafé til tækjakaupa* kaupa tiltekið tæki þangað til það 2010 285 er komið í hús. Bjóða þarf út stærri 2011 218 kaup á evrópska efnahagssvæðinu og er ferlið umfangsmikið,“ 2012 480 bendir Jón Hilmar á. „Ef við fáum 1-2 milljarða í nokkur ár náum við *Uppreiknað á verðgildi ársins 2013 að vinda ofan af vandanum,“ segir spítalans til endurnýjunar tækjahann. búnaðar á síðustu átta árum. Á forgangslista um tækjakaup á Landspítala eru til að mynda nýtt Halda sér á floti með gjafafé æðaþræðingatæki sem kostar um 150 milljónir, nauðsynlegt er að „Við höfum náð að halda okkur endurnýja á þriðja tug svæfingaá floti með gjafafé, til að mynda véla á næstu tveimur til þremur fær Barnaspítalinn ekki krónu frá árum og kostar sá búnaður 300ríkinu til tækjakaupa, öll tæki eru 400 milljónir, að sögn keypt fyrir gjafafé,“ segir Jóns Hilmars. Auk þess Jón Hilmar Friðriksþarf spítalinn að kaupa son, framkvæmdastjóri stórt ísótópatæki, sem kvenna- og barnasviðs kostar 120 milljónir Landspítalans. Hið sama og speglunartæki sem gildir um margar deildir kostar um 100 milljónir. spítalans en gallinn við „Svo eru smærri tæki þetta fyrirkomulag er að eins og hjartaómtæki og sögn Jóns Hilmars sá að fleira, greiningatæki fyrir gjafafé er í langflestum sýkla- og veirurannsókntilfellum eyrnamerkt sérir, aðgerðatæki fyrir hálsstökum tækjum. „Það er , nef- og eyrnalækningar mjög eðlilegt að gjafafé Jón Hilmar Friðriksog söfnunarfé fari í son, framkvæmda- og búnaður vegna skurðstofu, svo fátt sé nefnt,“ ákveðin tæki, við höfum stjóri kvenna- og segir Jón Hilmar. „Þá má ekkert á móti því, það barnasviðs Landnefna að nýverið bilaði gerir það hins vegar að spítalans. dauðhreinsunarofn sem verkum að minna spennóhjákvæmilegt er að endurnýja andi tæki og búnaður, svo sem og kostar það 60 milljónir. Ef við rúm, skurðarborð eða blóðþrýstfengjum einungis 200 milljónir til ingsmælitæki geta orðið útundtækjakaupa líkt og fjárlögin gera an,“ segir hann. Aðspurður segir ráð fyrir færi þriðjungurinn bara í hann æskilegt að verja að minnsta þennan ofn,“ segir Jón Hilmar. kosti 200-300 milljónum á ári í að Spurður hvað gerist á Landspítendurnýja slíkan smærri búnað. alanum ef ekki verði undið ofan af Alþingi úthlutar fjármunum til tækjavandanum segir Jón Hilmar tækjakaupa á Landspítalanum og að á endanum muni hluti starfsemsérstök nefnd innan spítalans forinnar stöðvast eða dragast saman. gangsraðar til tækjakaupa miðað „Einhvern tímann verða sum nauðvið bráðaþarfir sviðanna. Jón synleg tæki einfaldlega ónýt og þá Hilmar fer fyrir nefndinni. Hann segir þær rúmar tvö hundruð millj- getum við ekki gert neinar nauðsynlegar aðgerðir eða rannsóknir ónir sem fjárlagafrumvarpið gerir sem krefjast viðkomandi tækjaráð fyrir að veitt verði til tækjabúnaðar. En það mun vonandi ekki kaupa á næsta ári þýði að engin koma til þess,“ segir hann. ný tæki verði keypt, fjármunirnir dugi einvörðungu til þess að mæta Sigríður Dögg Auðunsdóttir eldri skuldbindingum. „Við höfum verulegar áhyggjur af tækjasigridur@frettatiminn.is

Fjár muNir til tæk jak aupa Fr á 2006*


50

fréttaskýring

10.

Helgin 6.-8. desember 2013

hluti

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Heilbrigðisráðherra mun veita milljarði til tækjakaupa á Landspítala á næsta ári til viðbótar 262 milljónum sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Á næstu fimm árum fær Landspítalinn um 5,5 milljarða til tækjakaupa sem vinda á ofan af uppsafnaðri þörf.

Á næstu fimm árum fær Landspítalinn um 5,5 milljarða til tækjakaupa sem vinda á ofan af uppsafnaðri þörf. Ljósmynd/Hari

Milljarða innspýting til tækjakaupa Gói í nýju hlutverki!

****

„Falleg og vel skrifuð bók ... Teikningarnar lyfta undir góða frásögn og gera bókina að einni af eigulegustu barnabókum sem völ er á ...“

Pressan.is

UGLA

F

járþörf Landspítalans vegna tækjakaupa næstu fimm árin verður mætt samkvæmt nýrri tækjakaupaáætlun heilbrigðisráðherra sem kynnt verður á næstunni. Í henni er gert ráð fyrir að bráðatækjaþörf verði mætt að mestu næstu tvö árin og að þeim loknum verði tryggð upphæð til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja sem er sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum, 1,8% af rekstrarfé ár hvert. Tækjakaupaáætlunin hefur verið kynnt fyrir ríkisstjórninni og fjárlaganefnd. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er áætlunin unnin í samvinnu við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri um þörf á endurnýjun tækja og búnaðar á þessum tveimur sjúkrahúsum til ársins 2018. „Áætluninni er stillt þannig upp að uppsafnaðri þörf verður mætt á næstu tveimur árum en árið 2016 gerum við ráð fyrir að fjárveiting til tækjakaupa verði hlutfall af veltu, líkt og í löndunum í nágrenni við okkur,“ segir Kristján. Á næstu tveimur árum fær Landspítalinn úthlutað milljarði til viðbótar við þá upphæð sem tiltekin var í fjárlagafrumvarpi ársins 2014, 262 milljónir. Samtals fær Landspítalinn því 1.262 milljónir til tækjakaupa á næsta ári. Sjúkrahúsið á Akureyri fær 273 milljónir samanlagt til tækjakaupa á næsta ári. Kristján Þór bendir á að raunvirði fastra fjárveitinga til tækjakaupa hafi rýrnað um 50 prósent á síðustu árum. „Þessi áætlun, sem gildir til ársloka 2018, gerir ráð fyrir að á fimm árum verði rúmum 6,5 milljörðum varið til tækjakaupa

á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, um 5,5 milljarðar fara til Landspítalans og tæpar 900 til Sjúkrahússins á Akureyri,“ segir Kristján. Hann bendir á að undanfarin ár hafi fjárveiting til tækjakaupa á Landspítalanum numið um 0,6% af rekstrarfé og muni hún því þrefaldast. Miðað við 40 milljarða króna rekstrarkostnað nemur 1,8% fjárveiting til tækjakaupa 720 milljónum króna árlega.

1-2 milljarðar árlega myndu vinda ofan af vandanum

ráðherra um fjárhæðir í tækjakaupaáætlun höfðu ekki verið kynntar Landspítalanum þegar þetta er skrifað og því var ekki hægt að leita viðbragða forsvarsmanna spítalans við þeim. Í greininni í síðustu viku skýrði Jón Hilmar frá því að á forgangslista um tækjakaup á Landspítala séu til að mynda nýtt æðaþræðingatæki sem kostar um 150 milljónir, nauðsynlegt sé að endurnýja á þriðja tug svæfingavéla á næstu tveimur til þremur árum en sá búnaður kosti 300-400 milljónir. Auk þess þarf spítalinn að kaupa stórt ísótópatæki, sem kostar 120 milljónir og speglunartæki sem kostar um 100 milljónir, sem og smærri tæki og búnað sem nemur 2-300 milljónum.

Alþingi úthlutar fjármunum til tækjakaupa á Landspítalanum og sérstök nefnd innan spítalans forgangsraðar til tækjakaupa miðað við bráðaþarfir sviðanna. Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri Umræðan hefur þroskast kvenna- og barnasviðs Landspítalans, fer fyrir nefndinni. Í umfjöllun Kristján Þór segir að umræðan Fréttatímans um tækjaþörf Landum heilbrigðismál hafi þroskast spítalans sem birtist í mikið frá því fjárlagasíðustu viku lýsti hann frumvarpið kom fram verulegum áhyggjum af fyrir um tíu vikum. tækjamálum því mörg „Mér finnst vera meiri stór og smá tæki væru skilningur og meiri alkomin á tíma. Hann menn sátt um það að við sagði nauðsynlegt að þurfum að kappkosta vita hver fjárveitingin sem þjóð, Íslendingar, verður nokkur ár fram að halda úti sérhæfði í tímann því liðið getur heilbrigðisþjónustu á allt að ár frá því að sem flestum sviðum. ákveðið hefur verið Það getur þó verið erfitt að kaupa tiltekið tæki í 300 þúsund manna Kristján Þór Júlíusson þjóðfélagi. Umræðan þangað til það er komið heilbrigðisráðherra. í hús. „Bjóða þarf út undanfarnar vikur stærri kaup á evrópska hefur einkennst af sjónefnahagssvæðinu og er ferlið umarmiðum ýmissa hagsmunahópa fangsmikið,“ benti Jón Hilmar á. og viljinn til að gera vel í heilbrigð„Ef við fáum 1-2 milljarða í nokkur isþjónustu er mjög ríkur og alár náum við að vinda ofan af vandmennur. Þau sjónarmið sem komið anum,“ sagði hann. Framhald á næstu opnu Upplýsingarnar frá heilbrigðis-

FramLög tiL heiLbrigðismÁLa ekki Lægri FrÁ 1998

Landspítalinn er einn af stærstu útgjaldaliðum fjárlaga. Árið 2008 fékk spítalinn tæplega 46 milljarða króna fjárveitingu frá

ríkinu, uppreiknað á núgildandi verðlag, en fjárveiting samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni er rúmir 38

milljarðar. Munurinn er 17 prósent, um átta milljarðar. Á tímabilinu hækkuðu framlög til LSH um 1 milljarð vegna nýrrar starfsemi

og er skerðingin því í reynd um 9 milljarðar eða 20%. Framlög til heilbrigðismála í heild sinni voru rúmir 115 milljarðar á síðasta

ári. Þau hafa farið lækkandi ár frá ári sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 1998.


52

fréttaskýring

10.

hluti

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Heilbrigðisstarfsfólki fækkað Í tölum sem Landspítalinn tók saman fyrir Fréttatímann og sýnir þróun ýmissa þátta í starfsemi spítalans á árunum 2001, 2007 og 2013 kemur fram að heilbrigðisstarfsfólki, læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, hefur fækkað milli áranna 2007 og 2013. Dagvinnustöðugildum á spítalanum hefur fækkað um nærri tíu prósent á síðastliðnum tólf árum, úr 3883 dagvinnustöðugildum að meðaltali árið 2001 í 3595 í janúar árið 2013. Íbúum á landinu hefur á sama tíma fjölgað um tæp 15 prósent og íbúum í elsta aldurshópnum, 70 ára og eldri, hefur fjölgað hlutfallslega enn meir, en sá aldurshópur átti 44 prósent allra legudaga á Landspítala á síðasta ári. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um þúsund frá árinu 2001 og eru nú 14 þúsund og munar þar mest um dagdeildaraðgerðir. Þá má nefna að sjúklingum í slysa- og bráðaþjónustu hefur fjölgað um 50 prósent frá árinu 2001

Helgin 6.-8. desember 2013

hafa fram eru samhljóma þeim sjónarmiðum sem ég setti fram opinberlega í júlí í sumar, þar sem ég taldi að eftir niðurskurð undanfarinna ára værum við komin að endimörkum Landspítalans að vinna verk sín á þeim forsendum sem okkar besta fagfólk taldi að við gætum gert,“ segir Kristján. Spurður hvers vegna þau sjónarmið hans hefðu ekki endurspeglast í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014 segir hann að spurningin sé í raun röng. „Í fjárlagafrumJón Hilmar Friðriksvarpinu er son, framkvæmdaekki gert ráð stjóri kvenna- og barnasviðs Landfyrir neinum spítalans. niðurskurði til Landspítalans milli ára auk þess sem boðað var að við aðra umræðu yrði lögð fram sérstök tækjakaupaáætlun. Í umrótinu sem varð, komst þetta einfaldlega ekki að, og til viðbótar kemur það síðan í ljós þegar líður á haustið að Landspítalinn verður sennilega rekinn með rúmlega 1300 milljón króna halla á árinu 2013. Ef stjórnendur spítalans treysta sér ekki til að hagræða á árinu 2013 til að mæta umframútgjöldum, líkt og reglur ríkisins kveða á um, þarf að mæta hallarekstrinum á næsta ári.

Þetta eru nýjar upplýsingar og sjónarmið sem komið hafa fram á undanförnum vikum,“ bendir Kristján á. Samkvæmt heimildum Fréttatímans höfðu stjórnendur Landspítalans vonast eftir því að hallarekstri þessa árs yrði mætt með aukafjárveitingu í fjáraukalögum. Það var ekki gert. Inntur eftir ástæðunum segir Kristján að ekki sé hægt að viðhafa aðrar reglur um Landspítalann en aðrar stofnanir ríkisins. „Það er hallarekstur víða, í 10-12 heilbrigðisstofnunum, menntakerfinu og löggæslunni og alls staðar gilda sömu reglur,“ segir hann.

aðalbyggingar við Hringbraut, meðferðarkjarna, rannsóknarhúss og sjúkrahótels, sem og kostnaðaráætlun við hönnun og framkvæmdir bygginganna og áætlaðan fjölda ársverka,“ segir hann. „Það er þó afar mikilvægt að í þeirri vinnu verði leitað svara við þeim athugasemdum sem fram komu í kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins með frumvarpi sem varð að lögum nr. 53/2013 en þar segir m.a. að um sé að ræða langstærsta fjárfestingarverkefni sem ríkið

Góðar jólagjafr

1.262

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

862

n Framlög ríkisins til tækja-

Framkvæmdaáætlun nýs spítala endurskoðuð Aðspurður segir Kristján Þór ráðgert að hefja framkvæmdir við nýbyggingar og endurbætur á húsakosti Landspítalans á þessu kjörtímabili enda segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að húsakostur Landspítala sé óviðunandi. „Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst,“ segir Kristján Þór. „Nú er í vinnslu endurskoðuð framkvæmdaáætlun í samstarfi við stjórn Nýs Landspítala ohf. og stjórnendur Landspítala. Á haustdögum fól ég stjórn Nýs Landspítala ohf. að stilla upp sundurliðuðum möguleikum á framkvæmdatíma

hefur ráðist í og að ljóst sé að það geti haft afgerandi áhrif á þróun rekstrarkostnaðar við heilbrigðiskerfið. Fjárlagaskrifstofan segir slík áform kalla á vandaða greiningarvinnu af hálfu stjórnvalda en ekki einungis þeirra sem starfa munu í nýjum húsakosti eða annast um byggingu hans. Þegar niðurstaða þessarar vinnu liggur fyrir er hægt að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Kristján Þór.

kaupa frá 2006*

n Gjafafé til tækjakaupa* Upphæðir í milljónum króna 480 383 325

323 289

268

285

273 233

2006

2007

2008

2009

2010

218

2011

2012

2013

2014

*Uppreiknað á verðgildi ársins 2013

Góðar fermingargjafir SNJÓBRETTAPAKKAR

30% 100% merino ullarfatnaður á alla fjölskylduna, verð frá kr. 4.995

Lúffur og hanskar á börn og fullorðna, verð frá kr. 3.995

MONTANA, 3000mm vatnsheld

Frábært úrval af dúnjökkum, verð frá 19.995

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.

Húfur, verð frá kr. 5.995

11.995 kr. 9.596 kr.

Fjölbreytt úrval af bakpokum frá SALOMON, LOWE ALPINE og PINGUIN Hanskar, verð frá kr. 6.995

Í s le n s k u

www.alparnir.is

Mikið úrval af svefnpokum frá PINGUIN og ROBENS

PGóð gæði ALPARNIR PBetra verð GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727

Heilbrigðiskerfi á heljarþröm  
Heilbrigðiskerfi á heljarþröm  

Heilbrigdistiminn

Advertisement