30 09 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 59. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 30.09.2016 VONDU KERFIN:

heilbrigðisKERFIÐ

Sverrir Guðnason verður Björn Borg

Ekki eins góður, en næstum því

34

Einkastofur vaxa en spítalinn hrörnar 16

Börn og sérfræðingar sammála um framtíð skólans

Þorpið brást llítilmagnanum Sagan á bak við ódæðisverkið í Eyjum

30

10

Efast um gagnsemi sanngirnisbóta Kaþólski biskupinn í Landakoti

ANNA ÞORSTEINS

4 SÉRBLAÐ UM RÁÐSTEFNUR & HÓPEFLI

RÆÐST GEGN GLANSMYNDUM SAMFÉLAGSMIÐLA FJÖGURRA MANNA FJÖLSKYLDA SVAF ÚTI Í GARÐI Í NÆTURFROSTI

BRITNEY SPEARS ELDIST VEL

Mynd | Hari

Flugliðar WOW air ósáttir við að taka til í flugvélunum Flugliðar WOW air, flugfreyjur og flugþjónar, þurfa að taka til í flugvélum félagsins á áfangastöðum, en það hefur mælst illa fyrir hjá starfsfólki, sem þarf að sinna langri og strangri vinnu í fluginu sjálfu. Flugmenn þurfa ekki að taka þátt í tiltektinni. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Það hefur verið kvartað undan þessu við okkur og við höfum því mótmælt þessu formlega við WOW air,“ segir Sturla Óskar Bragason, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, en flugliðar WOW air hafa

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

kvartað vegna þess að þeir eru látnir taka til í flugvélum félagsins á áfangastöðum. Að sögn Sturlu er það ekki í verkahring flugliða að taka til í flugvélunum eftir millilandaflug, heldur ræstitækna, og bendir hann á að önnur flugfélög kaupi þjónustu af fyrirtækjum á áfangastað. Þannig sé þessi tilhögun óhefðbundin og líklega tilkomin vegna sparnaðar. Flugliðum var tilkynnt um ákvörðun flugfélagsins með sólarhringsfyrirvara í lok ágúst, að sögn Sturlu Óskars, og mæltist hugmyndin illa fyrir. Í kjölfarið fékk félagið kvartanir inn á sitt borð sem það hafa brugðist við. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs-

ingafulltrúi WOW Air, staðfestir að flugliðar sinni tiltekt í vélunum, en mótmælir því að um þrif sé að ræða. Í skriflegu svari Svanhvítar segir: „WOW air er lággjaldaflugfélag og eins og flest önnur lággjaldaflugfélög höfum við það verklag á nokkrum áfangastöðum okkar að flugliðar krossi sætisbelti, taki rusl úr sætisvösum og skipti um ruslapoka í vögnum og tunnum inni á salernum og eldhúsum þar sem þess er þörf. Ekki undir neinum kringumstæðum er farið fram á að flugliðar þrífi flugvélar félagsins. Það þarf reyndar ekki að leita út fyrir landsteinana til að finna sambærilegt verklag hér á landi

því félagsmenn í FFÍ sem starfa hjá Flugfélagi Íslands viðhafa svipað verklag.“ Aðspurður segir Sturla að það sé rétt að Flugfélag Íslands geri það sama, en þó eingöngu í innanlandsflugi. „Það er allt annars eðlis,“ útskýrir hann. Sturla segir aftur á móti að þegar Flugfélag Íslands flýgur til útlanda, kaupi það þjónustu ræstitækna. „Þetta er því ekki sambærilegt,“ segir hann. Þegar Svanhvít var spurð hvort flugmenn þyrftu þá einnig að taka þátt í tiltektinni, líkt og flugfreyjur og -þjónar, svaraði Svanhvít: „Starfsstöð flugmanna er ekki í farþegarými.“

TOBBA MARÍNÓS HÆTT Í SYKRINUM

FÖSTUDAGUR

30.09.16

Mynd | Hari

FYLGSTU MEÐ OKKUR Í BEINNI Á FACEBOOK Í DAG KL. 15 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 10.000 KR. GJAFABRÉF. /commaiceland

SMÁRALIND

Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


Stjórnvöld á

PIPAR\TBWA - SÍA \ 164232

Við fjölmennum kannski ekki á öll mótmæli en við mætum á kjörstað og vitum hvar við setjum x-ið á kjörseðilinn. Við erum 41.633 atkvæði.


síðasta séns! Á fundum sem undirritaður átti með forystumönnum stjórnarflokkanna í upphafi kjörtímabilsins var því lofað að málefni aldraðra yrðu sett á oddinn. Það loforð var svikið. Viðlíka loforð hafa stjórnvöld gefið á opinberum vettvangi og einnig svikið. Nú er svo komið að ítrekaðar vanefndir á fyrirheitum um eðlilegar og sanngjarnar kjarabætur, eru orðnar að örgustu móðgun við 41.633 eldri borgara þessa lands sem margir hverjir njóta ekki sjálfsagðra þæginda eins og einkasalernis.

72% Betri kjör/Hærri lífeyrir/ Launamál

58%

37% 28%

Heilbrigðisþjónusta

Húsnæðismál

Afnema skerðingu/ tekjutengingu

Eins og sést á Gallup-könnun* sem ég lét gera dagana 13.–27. september, brenna kjaramál, heilbrigðismál og húsnæðismál helst á Íslendingum 67 ára og eldri. Stjórnvöld mættu átta sig á því að þó það fari ekki mikið fyrir eldri borgurum í fjölmennum mótmælum við Austurvöll, þá nýtir enginn þjóðfélagshópur sinn kosningarétt betur. Hér fyrir neðan má sjá fimm algengar kröfur sem fram komu í svörum þátttakenda. Nú er síðasta tækifærið fyrir stjórnvöld að mæta kröfum aldraðra og þar með sýna að þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn eigi atkvæði okkar skilið þegar við fjölmennum prúðbúin á kjörstaði þann 29. október næstkomandi.

Kröfur eldri borgara: ¨ 300 þúsund króna lágmarkslífeyrir ¨ Afnám tekjutengingar á lífeyri ¨ Allir eldri borgarar skulu hafa möguleika á húsnæði og þjónustu við hæfi ¨ Betri aðgangur að heilsugæslu og heimahjúkrun ¨ Fjölgun hjúkrunarheimila og frí heilsugæsla

Helgi Vilhjálmsson, íslenskur ríkisborgari *Könnunin var gerð dagana 13.–27. september. Niðurstöður eru byggðar á svörum 620 Íslendinga, 67 ára og eldri. Spurt var: Að þínu mati, hvaða málefni skipta mestu máli fyrir eldri borgara í komandi Alþingiskosningum? Eldri borgarar voru beðnir um að nefna þrjú atriði.


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Tveir læknar skiptu með sér 50 milljóna arði Heilbrigðismál Arðgreiðslur úr heilsugæslustöðinni í Salahverfi nema 244 milljónum frá 2008. Samningur stöðvarinnar við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramótin. Annar eigandinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um nýjan samning í kjölfar arðgreiðslubanns úr einkareknum heilsugæslustöðvum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Eigendur Heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi í Kópavogi greiddu sér 50 milljóna króna arð út úr stöðinni í fyrra. Heilsugæslustöðin er önn­ ur af tveimur einkareknum stöðv­ um á höfuðborgarsvæðinu – hin er Lágmúlastöðin. Eigendurnir heita Böðvar Örn Sigurjónsson og Hauk­ ur Valdimarsson. Arðgreiðslan kem­ ur fram í ársreikningi móðurfélags heilsugæslustöðvarinnar, Salus ehf., fyrir árið í fyrra og byggir á rétt rúmlega 50 milljóna króna hagnaði ársins 2014. Með arðgreiðslunni hafa eigend­ ur Salastöðvarinnar tekið sér út 244 milljóna króna arð frá efnahags­ hruninu árið 2008. Arðgreiðslurnar

renna til tveggja eignarhaldsfélaga sem eru í eigu Böðvars og Hauks. Heilsugæslustöðin er fjármögnuð af Sjúkratryggingum Íslands að lang­ mestu leyti, samkvæmt skammtíma­ samningum Salus ehf. og stofnunar­ innar – samningurinn er til eins árs í senn. Hagnaður heilsugæslustöðv­ arinnar í fyrra nam tæpum 40 millj­ ónum króna. Samkvæmt nýjum reglum um starfsemi heilsugæslustöðva á höf­ uðborgarsvæðinu munu arðgreiðsl­ ur út úr einkareknum stöðvum verða bannaðar samkvæmt öllum nýjum samningum sem Sjúkra­ tryggingar Íslands munu gera við rekstraraðila þeirra. Til að fá

nýja samninga munu eigendur heilsugæslustöðvanna því þurfa að gangast undir arðgreiðslubannið. Haukur Valdimarsson segir í sam­ tali við Fréttatímann að samningur heilsugæslustöðvarinnar við Sjúkra­ tryggingar Íslands renni út um ára­ mótin og eigendur Salastöðvar­ innar hafi ekki tekið ákvörðun um framhaldið. „Ef við höldum áfram þá þurfum við að semja upp á nýtt […] Ég sé ekki hvernig menn ætla að fara að því að reka fyrirtæki sem er ekki í plús en það er annað mál. Menn verða bara að skoða hvort þeir treysta sér að reka svoleiðis fyrir­ tæki. Þetta verður bara að koma í ljós.“

Kristján Þór Júlíusson hefur nú lagt bann við arðgreiðslum úr einkareknum heilsugæslustöðvum.

Ég hef aldrei litið svo á að þeir sem ekki kjósa Framsóknarflokkinn séu óvinir flokksins, segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

Þeir sem ekki kjósa Framsókn eru ekki óvinir flokksins Stjórnmál „Mér hefði nú fundist það eðlilegt að forsætisráðherra væri úthlutað tíma fyrir ræðu á flokksþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og frambjóðandi til formanns í Framsóknarflokknum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Ekki er gert ráð fyrir að forsætisráð­ herra og frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins ávarpi flokks­ þing Framsóknar á sunnudag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son, sem ætlar að verja formanns­ embættið, fær hinsvegar úthlutað ræðutíma í eina klukkustund. „Mér finnst það sérstakt, að ekki sé gert ráð fyrir ræðu forsætis­ ráðherra flokksins á sjálfu flokks­ þinginu, ekki frekar en á miðstjórn­ arfundi á Akureyri um daginn,“ segir Sigurður Ingi en málið verður

rætt á fundi landsstjórnar flokksins í kvöld en endanleg dagskrá mun liggja fyrir eftir fundinn. Málið veldur titringi í herbúðum forsætisráðherra sem er þó tals­ verður fyrir því ný könnun sem var gerð fyrir stuðningsmenn Sigurð­ ur Inga sýnir að Sigmundur Davíð nýtur talsvert meira fylgis meðal framsóknarmanna. Sigurður Ingi á þó vinninginn meðal landsmanna allra. „Þegar gengið er til kosninga, er rétt að reyna að höfða til allra kjós­ enda,“ segir Sigurður Ingi. „Mér sýnist þessar kannanir sýna það svart á hvítu að Framsóknarflokk­ urinn hefði mun breiðari skírskot­ un ef breytt yrði um forystu í flokknum, því ég hef aldrei litið svo á að þeir sem ekki kjósa Fram­ sóknarflokkinn séu óvinir flokksins. Þeir sem hvatt hafa mig til að bjóða mig til formanns hafa ekki síst nefnt þetta sem ástæðu fyrir því að ég ætti að bjóða mig fram.“

Kaþólski biskupinn spyr hvers vegna ríkið ætli að greiða fólki peninga án þess að dómur hafi fallið.

Kaþólski biskupinn efast um sanngirnis­bætur til Landakotsbarna Landakot Kaþólska kirkjan á Íslandi veltir háum fjárhæðum og á stórt eignasafn, en það er ríkið sem greiðir sanngirnisbætur til þeirra sem sættu illri meðferð af hálfu starfsmanna kirkjunnar. Kaþólski biskupinn, Davíð Tencer, spyr hvernig peningar eigi að hjálpa þessu fólki. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Ríkið hefur boðið 33 fyrrum nem­ endum Landakotsskóla samtals um 200 milljónir króna í sanngirn­ isbætur vegna illrar meðferðar sem þeir sættu af hálfu starfsmanna ka­ þólsku kirkjunnar. Kaþólska kirkjan á Íslandi er stöndug og eignamikil en hefur sáralítið greitt til þolenda í málinu. Hæstu bætur sem hún bauð þolendum voru um 170 þúsund krónur til Ísleifs Friðrikssonar. Hann endurgreiddi upphæðina og þótti hún smánarleg. Kirkjan á stórar fasteignir víða um land, rekur 19 kirkjur og kapellur og er með um 50 starfsmenn. Hún fær fjárstuðning að utan en auk þess hefur fjöldi sóknarbarna tvöfaldast á undanförnum áratug, og fær kirkj­ an því meira í sóknargjöld. Kaþólski biskupinn á Íslandi, Dav­ íð Tencer, furðar sig á sanngirnis­ bótunum. -Hvað finnst þér um að skattgreiðendur borgi 200 milljónir vegna tjóns sem starfsmenn kaþólsku kirkjunnar ollu? „Fyrst þarf að vera ljóst að séra George (innskot blm. skólastjóri Landakotsskóla) hafi verið dæmdur, en hann var ekki dæmdur. Hvernig er hægt að borga þessa upphæð án

Ögmundur Jónasson segir kirkjuna hafi tekið á málinu með þöggunartilburðum og hún ætti að reiða fram fé fyrir sanngirnisbótum.

Ólöf Nordal segir að ríkið verði að standa sína plikt þó kaþólska kirkjan hafi ekki tekið á málinu af festu.

dóms? Ég veit ekki hvers vegna ríkið borgar þetta og hvar það hefur feng­ ið leyfi til að borga svona upphæð af peningum skattgreiðenda.“ -Væri ekki réttara að kaþólska kirkjan greiddi sanngirnisbæturnar? „Nei, mér finnst það ekki rétt. Hvers vegna á að borga peninga?“ -Hvað finnst þér eðlilegt að gera fyrir þolendur, þegar fjöldi þeirra glímir enn við afleiðingar illrar meðferðar? „Fyrst vil ég hitta þau og tala við þau. Þá getum við fundið út hvernig ég get hjálpað.“ -Hvers vegna ætti fólkið að vilja að ræða við starfsmenn kirkjunnar sem rannsóknarnefnd hefur sagt hafa brugðist í málinu? „Hvað á ég að gera ef þau vilja það ekki? Það er að góður vilji frá minni hálfu til að tala við þau og finna það sem hjálpar. Munu peningar hjálpa þessu fólki? Ég hef mörgum sinnum beðið fyrir fórnarlömbunum. Ég las messur fyrir þau. Ef ég get hjálpað meira, þá er ég tilbúinn til þess. En þessar bætur eru eins og refsing fyrir kaþólsku kirkjuna. Mér finnst skrítið að ríkið ætli að borga þær.“ Trúir þú því að séra Goerge og Margrét Muller hafi beitt börn ofbeldi? „Ég veit það ekki. Þetta er svo flók­ ið.“ Trúir þú því sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar frá 2012? „Ég er ekki lögregla en ég tek hana alvarlega.“ Í rannsóknarskýrslunni segir að

séra Patrick Breen hafi vanrækt að tilkynna um ofbeldi sem hann vissi um. Hvers vegna er hann enn að störfum hjá kirkjunni? „Sá sem vill saka hann um það, þarf að fara til lögreglu. Ég vissi ekki að hann væri nefndur svona í skýrsl­ unni. Ég er viss um að ef Patrick vissi um ofbeldi þá myndi hann segja yf­ irmönnum sínum frá því. Ég þekki hann.“ Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að kaþólska kirkj­ an eigi að reiða fram fé fyrir sann­ girnisbótum. „Hlutskipti kaþólsku kirkjunnar í þessu máli er mjög dap­ urlegt. Í fyrsta lagi að þetta ódæði hafi viðgengist undir hennar regn­ hlíf. Kirkjan tók á málinu með til­ burðum til þöggunar og kattaþvætti. Úr því að kirkjan rís ekki undir sið­ ferðislegri ábyrgð sinni, að standa vörð um þolendur ofbeldis, þá er ekki um annað að ræða en að ríkið komi til skjalanna. Auðvitað á kirkj­ an að reiða fram þetta fé.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ekkert ákveðið um hvort rík­ ið reyni að sækja peninga sem nem­ ur sanngirnisbótunum til kaþólsku kirkjunnar síðar meir. „Mér hefur ekki fundist kaþólska kirkjan taka á þessu máli af þeirri festu sem þurfti. Það leysir ríkið samt ekki undan skyldum sínum. Landakotsskóli var hluti af íslenska skólakerfinu. Íslenska ríkið þarf því að standa sína plikt,“ segir Ólöf.


GÆÐA INNIHURÐIR Á GÓÐU VERÐI VERÐ FRÁ 31.990

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Byggingaverktakar starfa enn þrátt fyrir lokun lögreglu Skattsvik Ekkert kemur í veg fyrir að forsvarsmenn fyrirtækis sem var lokað á dögunum vegna stórfelldra skattsvika fái nýja kennitölu en verktakarnir eru enn að störfum samkvæmt heimildum Fréttatímans. „Það er almannahagur að löggjafinn gangi í lið með okkur og leysi þessi mál til framtíðar,“ segir Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Ríkisskattstjóri og lögregla lokuðu í vikunni starfsstöðvum umsvifamikils fyrirtækis í byggingarstarfsemi á Suðurnesjum og í Reykjavík vegna skattsvika sem nema á annað hundrað milljónum króna. Fyrirtæki hafði hvorki greitt virðisaukaskatt né skilað staðgreiðslu til ríkisins af launum starfsfólks. Samkvæmt heimildum Fréttatímans eru menn á vegum verktakanna þó enn að störfum undir öðru nafni. Sigurður Jensson, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir að forsvarsmennirnir geti þess vegna stofnað annað fyrirtæki á morgun og haldið uppteknum hætti. Það sé sorglegt

Sigurður Jensson skilur ekki tregðu stjórnvalda til að breyta lögunum.

en lögum hafi ekki enn verið breytt til að koma í veg fyrir slíkt. „Eins og staðan er í dag þá er lítið sem hægt er að gera til að stöðva þessa einstaklinga nema að fylgjast með nýju félögunum safna upp vanskilum og hefjast þá handa. Þetta er kannski svolítið eins og lögreglan gæti ekki aðhafst gagn-

vart af kastamiklum bankaræningjum því þeir skipta alltaf um bíl milli bankarána,“ segir Sigurður og bendir á að meðan þeir séu ekki persónulega gjaldþrota og hafi ekki hlotið dóm séu þeir í góðum málum. Hann segir brýnt að setja ákvæði um hæfisskilyrði stjórnenda inn í lög sem feli í sér að skuldi aðili persónulega eða félag/félög sem hann hefur stýrt vörsluskatta geti hann þurft að sæta atvinnurekstrarbanni. Þetta myndi til að mynda útrýma stétt svokallaðra útfararstjóra í þessum bransa. Hann segist ekki skilja tregðu stjórnvalda til að

Lagasetning gæti komið í veg fyrir afbrot fjölda manna sem ganga undir nafninu útfararstjórar.

breyta þessu, menn telji kannski að slík lög yrðu of afgerandi og dragi úr vilja manna til rekstrar. Slíkt lagaákvæði myndi hinsvegar forða samfélaginu frá miklu tjóni. en ríkissjóður verði af tugum milljarða vegna þessarar háttsemi.

Pólskar konur leggja niður vinnu á mánudag Mannréttindi Íslenska kvennaverkfallið 1975 er pólskum konum hvatning til að leggja niður vinnu á mánudag í mótmælaskyni gegn nýjum fóstureyðingarlögum. Búist er við að gífurlegri þátttöku kvenna um allt Pólland. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Konur um allt Pólland munu leggja niður vinnu á mánudaginn til að mótmæla nýjum lögum um fóstureyðingar. Pólverjar á Íslandi hafa skipulagt mótmæli við Alþingishúsið á mánudag, klukkan 17.30.

„Þúsundir pólskra kvenna hafa mótmælt á götum úti síðustu daga en á mánudag ætlum við að leggja niður vinnu í heilan dag, líkt og íslenskar konur gerðu árið 1975,“ segir Justyna Grosel. Justyna er einn skipuleggjandi mótmælanna gegn pólskri fóstureyðingalöggjöf sem hægri-öfga flokkurinn PiS lagði fram í vikunni. Hún segir nýju lögin hrifsa konur aftur til miðalda en samkvæmt þeim mega konur ekki fara í fóstureyðingu nema líf þeirra liggi við. Konur, og stúlkur niður í 11 ára sem verða barnshafandi eftir nauðgun, eiga, samkvæmt nýjum lögum, ekki rétt á fóstureyðingu og fari kona í fóstureyðingu má hún búast við fimm ára fangelsisvist. „Við mótmælum því að litið sé á nauðganir sem upphaf nýs lífs, að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn og að trúarbrögð hafi áhrif á lög og líf kvenna í Póllandi,“ segir Justyna. Upphaf þess að pólskar konur hafa ákveðið að mæta ekki til vinnu á mánudag má rekja til verkfalls íslenskra kvenna þann 24.október 1975. „Ein af okkar ástsælustu leikkonum, Krystyna Janda, setti mynd af íslenska kvennaverkfallinu á facebók-síðu sína í vikunni og þá fór bylgjan af stað. Íslenskar konur eru okkur mikil hvatning og það er búist við gífurlegri þátttöku því fjölmiðlaumfjöllun hefur verið mikil og borgarstjórar og annað áhrifafólk hefur sagst styðja verkfallið. Við ætlum að styðja mótmælin hér á Íslandi með því að hittast á Austurvelli eftir vinnu á mánudaginn, klukkan 17.30, og vonumst eftir stuðningi Íslendinga, jafnvel Alþingis.“

Einungis á milli 50 og 60 prósent nemendaíbúða Háskólans á Hólum í Hjaltadal hefur verið nýttur, að sögn stjórnarformanns félagsins sem á íbúðirnar. Nú þarf að selja þær upp í skuldir við Íbúðalánasjóð.

Hólaskóli selur nemenda­ íbúðirnar: „Þetta er búin að vera glötuð saga“ Skólamál Háskólinn á Hólum byggði allt of margar nemendaíbúðir með lánum frá Íbúðalánasjóði. Skuldir umfram eignir eru einn milljarður króna og skólinn reynir að selja íbúðirnar. Stjórnarformaður Nemendagarða Hólaskóla vonast eftir góðu samstarfi við væntanlegan kaupanda nemendaíbúðanna. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Við erum að reyna að stilla þessu þannig upp að það sé einhver glóra í þessu. […] Þetta er búin að vera glötuð saga,“ segir Víkingur Þór Gunnarsson, stjórnarformaður Nemendagarða og lektor við Háskólann á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði, aðspurður um sölu á 38 íbúðum sem skólinn hyggst selja í fjárhagslegri endurskipulagningu. Íbúðirnar voru byggðar fyrir nemendur skólans árið 2004 og voru þær fjármagnaðar af ríkisstofnuninni Íbúðalánasjóði. Allt of margar íbúðir fyrir nemendur voru byggðar á Hólum og segir Víkingur að nýting þeirra hafi einungis verið á milli 50 og 60 prósent á síðustu árum. Hann segir að ákvörðunin um að byggja svo mikið á sínum tíma hafi verið forsvarsmanna skólans og svo menntamálaráðuneytisins. „Það var mikil fjölgun nemenda á þessum árum en það sá það enginn fyrir að á annað hundrað nemenda hjá okkur yrðu í fjarnámi, eins og nú er. Afborganir

lána með þeirri nýtingu sem verið hefur eru ómögulegar þannig að við erum að reyna að koma þessu í einhverja stöðu sem „meikar sens“.“ Nemendagarðar eru sérstakt félag, sjálfseignarstofnun, sem er í eigu Háskólans á Hólum sem átt hefur í erfiðleikum fjárhagslega síðastliðin ár eins og komið hefur fram opinberlega. Fyrir tveimur árum gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu um fjárhagsstöðu skólans þar sem fram kom að hún væri mikið áhyggjuefni en uppsafnaður halli skólans nam 157 milljónum árið 2013. Víkingur segir að forsvarsmenn Hólaskóla vonist til að einhver aðili í ferðaþjónustunni kaupi nemendaíbúðirnar og leigi þær til nemenda skólans á veturna en til ferðamanna á sumrin. „Við bara vinnum að því að það verði gott samstarf á milli þeirra sem kaupa þetta og við skólann. Til dæmis ef það kæmi inn aðili í ferðaþjónustu sem hefði góða nýtingu á þessu á sumrin og gæti svo leigt nemendum á veturna.“ Samkvæmt ársreikningi Nemendagarða Hólaskóla voru skuldir félagsins umfram eignir tæpur milljarður króna árið 2014 og voru skuldirnar að mestu við Íbúðalánasjóð. Bókfærðar skuldir námu þá rúmlega 1800 milljónum króna en Arion banki og Byggðastofnun voru þá búin að færa lán sín niður að fullu. Víkingur segir að tapið lendi að mestu á íbúðalánasjóði. Í skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð, sem kom út árið 2013, voru lánveitingar sjóðsins

Í skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð var bent á það hversu áhættusöm viðskipti sjóðsins með fjármögnun nemendagarða voru. Guðmundur Bjarnason var forstjóri Ibúðalánasjóðs á árunum 1999 til 2010.

til nemendagarða víða um landið gagnrýndar, þó ekki hafi verið talað sérstaklega um Hólaskóla. „Sjóðurinn hefur meðal annars lánað til smíði nemendagarða víða um land. Erfitt er að nota slíkt húsnæði í annað en stofnað var til í upphafi, ekki síst þegar byggt er á afskekktum stöðum. Staða sjóðsins er ekki góð þegar eigendur slíks húsnæðis standa ekki í skilum.“ Þá var einnig sagt að áhætta sjóðsins vegna slíkra lánveitinga væri mikil: „Áhætta Íbúðalánasjóðs var einnig mikil þegar lánað var til smíði nemendagarða, ekki síst þegar byggt var á afskekktum stöðum.“ Heildartap Íbúðalánasjóðs af lánveitingunum til Hólaskóla liggur ekki fyrir en Fréttatíminn óskaði eftir þeim upplýsingum frá Íbúðalánasjóði. Upplýsingafullltrúi Íbúðalánasjóðs, Ylfa Kristín Árnadóttir, neitar aðspurð að gefa upp hversu mikið tap sjóðsins er vegna lánveitinga til Nemendagarða Hólaskóla.


25%

SÝNING Á ANTÍKSAUMA­ VÉLUM

AFSLÁTTUR

af öllum aukahlutum fyrir saumavélar

Saumaðu á barnið SÝNIKENNSLA Í BARNAFATASAUM ÚR EFNUM FRÁ FÖNDRU LAUGARDAGINN 1. OKTÓBER KL. 11­16 LJÓS OG LÍFSSTÍLL Í 85 ÁR

Komdu á barnafatadaga hjá Pfaff 30. september til 3. október og lærðu að sauma á börnin eða fáðu frábærar nýjar hugmyndir að fallegum fötum sem krakkarnir vilja vera í. Nýjustu sniðin og skemmtilegu efnin frá Föndru verða notuð í sýnikennslunni. Saumavélar frá 47.920 kr.

20% AFSLÁTTUR

PFAFF - Grensásvegi 13 - 108 Reykjavík - Sími 414 0400 - www.pfaff.is

Overlockvélar frá 55.920 kr.

af öllum saumavélum nema útsaumsvélum

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 OG Á LAUGARDÖGUM KL. 11-16


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Tæplega þrefalt fleiri dáið úr lyfjaeitrun en bílslysum Lyf Lögreglan hefur áhyggjur af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu. Hún rannsakar nú andlát ungrar konu sem virðist hafa dáið úr ofneyslu. Þá er tala þeirra sem hafa verið með lyfjaeitrun þegar þeir létust komin upp í 27. Konan er þá hugsanlega númer 28.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af aukinni neyslu á læknadópi svokölluðu en talið er að andlát sem rekja megi til lyfjaeitrunar eða eru tengd slíkum eitrunum séu að minnsta kosti 27 á þessu ári. Það eru fleiri en létust úr lyfjaeitrun fyrir tveimur árum síðan. Þó ekki jafn margir og létust á síðsta ári, þegar 36 andlát voru tengd lyfjaeitrun. Til samanburðar þá hafa 25 látið lífið í bílslysum á síðustu þremur árum. „Við finnum fyrir aukningu í þessu, bæði læknadópi og eins í öðru,“ segir Runólfur Þórhalls-

Við eigum afmæli og nú er veisla

son, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hefur þegar fundað með landlækni vegna þessa máls, en það var gert þegar tveir ungir menn neyttu fentanýls með þeim afleiðingum að annar lést langt fyrir aldur fram. Lögreglan rannsakar ennfremur andlát konu um þrítugt og óttast er að hún hafi tekið yfirskammt og látist í kjölfarið. Einn maður var handtekinn, en sá var með henni. Honum er ekki gefið að sök að tengjast andláti konunnar með nokkrum hætti, heldur var hann undir svo miklum áhrif-

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Nature’s Rest heilsudýna með botni. Stærð: 160x200 cm. Fullt verð: 99.900 kr.

Aðeins 79.920 kr.

20% AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni.

„Ég kaus Framsóknarflokkinn og það var dýrt atkvæði,“ segir Björn Olgeirsson sem missti vinnuna eftir hrun og flutti út til Noregs með fjölskyldu sína. Hann segir að loforðið um „leiðréttinguna,“ hafi meðal annars orðið þess valdandi að hann kaus flokkinn. „Ég sótti um leiðréttinguna, eins og aðrir Íslendingar, enda vorum við að borga af háum húsnæðislánum, eins og aðrir Íslendingar. Ég og konan mín fengum níu hundruð þúsund í leiðréttingu hvort, en þar sem við neyddumst til að selja húsið og flýja land vegna atvinnuleysis er ekki útlit fyrir að við fáum hana greidda. Samkvæmt skilmálum leiðréttingarinnar var hægt að fá hana greidda inn á höfuðstól lána eða

nýta hana sem persónuafslátt ef lánin voru uppgreidd. Í tilfelli okkar vorum við ekki að greiða skatt á Íslandi og ekki að borga af lánum. Þess vegna virðumst við ekki eiga að fá þessa upphæð greidda.“ Björn segir að það hafi þó aldrei fengist nein skýr svör. „Fyrst talaði ég við Willum Þór Þórsson, þingmann Framsóknarflokksins, sem varð óður og uppvægur að hjálpa og sagðist ætla að hafa samband. Ég heyrði síðan ekki meira í honum. Þá ræddi ég við Höskuld Þórhallsson sem ætlaði að skoða málið en allt fór á sömu leið. Málið endaði svo á borði Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra, eftir að hafa tekið sér góðan tíma, vísaði hún málinu til fjármálaráðherra. Þaðan hefur ekkert heyrst. Ég hef reynt að grafast fyrir um hvort fleiri séu í mínum sporum. Það hlýtur að vera. Það fóru svo gríðarlega margir út eftir hrun vegna atvinnuleysis. Skammast fólk sín svona mikið eða fór það allt úr landi án þess að gera upp lánin sín. Ég vil ekki gefa þetta eftir fyrr en það er fullreynt. Okkur var úthlutað þessari leiðréttingu og við lentum í sömu skuldasúpunni og aðrir. Ég sé enga sanngirni í því að við séum sett hjá. Þetta er svo-

Það passa ekki allir inn í rammann

Afmælis-

stóllinn

Polo

hægindastóll Svart eða brúnt PU-leður Stærð: 80x90 H: 105 cm.

AFSLÁTTUR

Við eigum afmæli og nú er veisla

Aðeins 19.950 kr. PURE COMFORT

Fibersæng & fiberkoddi PURE COMFORT koddi

Fullt verð: 3.900 kr.

NATURE’S REST heilsurúm

Þú finnur afmælisbæklinginn okkar á www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími sjá

www.dorma.is

Nature’s Rest heilsudýna með botni. Stærð: 160x200 cm. Fullt verð: 99.900 kr.

Aðeins kr. 1.900 kr.

Dómsmál Lilja Guðný Björnsdóttir segir sýknudóm yfir fimm mönnum, sem sextán ára gömul dóttir hennar kærði árið 2014 fyrir hópnauðgun, vera dæmi um að ofbeldi gegn konum hér á landi sé kerfislægt.

Aðeins 79.920 kr.

PURE COMFORT sæng

Fullt verð: 9.900 kr.

Aðeins kr. 5.900 kr. AFMÆLIS-

TILBOÐ

20%

Sæng + koddi

AFSLÁTTUR

Aðeins 7.800 kr. Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður

„Það er ekki hægt að nota leiðréttinguna nema fólk sé búsett hér á landi,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. „Löggjöfin setur ákveðinn ramma og það falla alltaf ákveðnir einstaklingar utan hans. Það var miðað við að hægt væri að nýta leiðréttinguna

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni.

www.dorma.is

til lækkunar á persónuafslætti í allt að fjögur ár. Sá tími er ekki liðinn svo við vitum ekki enn hvað stór upphæð kemur til með að falla niður.“ Skúli segir að það hafi ekki margir gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Það hafi fleiri hópar fallið

Björn Olgeirsson segir framsóknaratkvæðið hafa verið dýrt.

lítið eins og fólk sem hrökklast að heiman út af einræðisstjórnum. Húsin þeirra eru þá bara gerð upptæk.“

Við vitum ekki hvað stór hluti leiðréttingarinnar fellur niður, segir Skúli Eggert Þórðarson.

utan við rammann. Til að mynda fólk með mjög lágar tekjur. Persónuafslátturinn nýtist þeim ekki heldur.

Móðir segir sýknudóm ömurlega niðurstöðu fyrir samfélagið

50%

Fullt verð: 39.900 kr.

Lögreglan finnur fyrir aukinni neyslu í samfélaginu, en hún var með mál ungrar konu til skoðunar sem lést vegna ofneyslu lyfja, að því er talið er.

Segist svikinn um leiðréttinguna

Skuldaleiðrétting Hjón sem fengu samtals 1800 þúsund í leiðréttingu frá ríkisstjórninni hafa ekki séð krónu af upphæðinni. Þau misstu vinnuna árið 2013 og fluttu úr landi en ekki virðist gert ráð fyrir fólki sem svipað er ástatt um.

NATURE’S REST heilsurúm

um lyfja að ástæða þótti til þess að færa manninn á lögreglustöð til athugunar. Með þeim tölum sem fram eru komnar í ár má reikna með að andlát tengd lyfjaeitrun, séu orðin um 90 talsins. Það eru næstum þrefalt fleiri en hafa dáið í bílslysum á sama tíma. Við þetta má þó bæta að deilt er um það hvernig skilgreina eigi andlát tengd lyfjaeitrun. Inni í þessum tölum eru meðal annars sjálfsvíg og slysfarir þar sem viðkomandi hefur verið með mikið magn lyfja í líkama sínum. | vg

„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði og enn og aftur hefur réttarkerfið brugðist þolendum nauðgana,“ segir Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir ungrar konu, sem kærði fimm menn fyrir hópnauðgun árið 2014 í samkvæmi í Breiðholti. Málið varð mjög umdeilt, en einn piltanna tók meðal annars atvikið upp á síma sinn og

var dæmdur fyrir. Allir voru þeir hinsvegar sýknaðir af hópnauðgun. Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll í nóvember, þar sem allir piltarnir voru sýknaðir. Þá var einnig staðfestur sýknudómur yfir einum piltanna sem átti að hafa nauðgað henni síðar sama kvöld. Einn piltanna var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka atvikið upp. Það mál verður tekið aftur til efnislegrar meðferðar í héraðsdómi. „Þetta er ömurleg niðurstaða fyrir samfélagið. Skilaboðin eru hræðileg, því nú má gera það sem þarna var gert,“ segir Lilja Guðný, sem er

Lilja Guðný Björnsdóttir er reið fyrir hönd dóttur sinnar og segir dóminn ömurlegan fyrir samfélagið. Myndin er stilla úr viðtali sem Stöð 2 tók við Lilju á síðasta ári.

reið gagnvart réttarkerfinu og finnst eins og það hafi brugðist dóttur sinni með grófum hætti. „Þetta sýnir bara að ofbeldi gegn konum er kerfislægt,“ segir hún. | vg


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

Hönnunin er Crossover — eðlið er Hybrid Við kynnum Kia Niro Hybrid

Reynsluaktu fyrsta Hybrid bílnum frá Kia Umhverfisvitund og akstursánægja sameinast í Kia Niro, fyrsta Hybrid bílnum frá Kia. Hann er aflmikill með karakter jepplings, umhverfismildur og áreiðanlegur, leitast alltaf við að keyra á rafmagni — og eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km í blönduðum akstri. Honum fylgir svo að sjálfsögðu hin einstaka 7 ára ábyrgð.

Komdu í Öskju og reynsluaktu Kia Niro Hybrid. Við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Verð frá 4.290.777 kr. Mánaðarleg afborgun 35.777 kr.* Kia Niro Hybrid — bensín og rafmagn, 3,8 l/100 km, sjálfskiptur DCT– 6 *m.v. 50% útborgun og lán í 84 mánuði með 8,75% vöxtum og árlegri hlutfallstölu kostnaðar 10,45%

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Þegar þorpinu mistókst að vernda lítilmagnann

„Það má vel vera að ef þetta hefði verið einhver annar, þá hefðum við gengið kannski meira inni í þetta, við hefðum kannski getað stöðvað þetta,“ segir Hlynur Már Jónsson, vert á Lundanum í Vestmannaeyjum, og sá sem hringdi til lögreglu og bað hana um að aðstoða konu sem átti eftir að verða fyrir hrottalegri líkamsárás síðar um kvöldið. Ágreiningur var uppi á milli konu á miðjum aldri og mun yngri manns, sem bæði eru Vestmannaeyingar. Sjálfur segir Hlynur Már að hann hafi haft mestar áhyggjur af því að þau myndu falla um hvort annað, enda bæði mjög drukkin á þessum tíma, á fimmta tímanum aðfaranótt næstliðins sunnudags. Hlynur sá ekki fyrir hvað átti eftir að gerast en innra með honum var þessi ónotatilfinning, sem varð til þess að hann ákvað að hringja á lögreglu og biðja hana um að koma

05:00 Vitni C sá manninn tala við konuna, og lýsir því að hún hafi ýtt honum frá sér.

05:13 Árásin virðist hafa átt sér stað á Fífilgötu rétt eftir 05:13. Ung kona sá þolandann nakta á götunni og dökkklæddan mann ganga á brott. Hún lýsir göngulaginu og fasi mannsins sem pollrólegu.

Vestmannabraut

Fífilgata

Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

04:39 Hlynur Már Jónsson hringdi á lögregluna. Hún kom þó ekki.

gur Kirkjuve

Þegar konu var misþyrmt í Vestmannaeyjum um fyrri helgi, mistókst öllum að vernda hana og koma í veg fyrir hrottafengna árás. Dyraverðir áttuðu sig ekki á vandamálinu en hringdu samt á lögreglu vegna ónotatilfinningar, lögreglan sinnti ekki kallinu og Héraðsdómur Suðurlands neitaði að úrskurða meintan ­geranda í gæsluvarðhald. Manninum var sleppt úr haldi á miðvikudaginn.

Á kortinu má sjá feril fólksins áður en árásin átti sér stað.

og aðstoða konuna. Lögreglan kom þó ekki fyrr en nokkru síðar. Hún var upptekin í öðru útkalli, og gat ekki sinnt tveimur útköllum á sama tíma. Lögreglumaður spurði því Hlyn Má hvort um neyðartilfelli væri að ræða. Hlynur svaraði neitandi. Ákvörðun sem hann sér sárlega eftir og nagar samvisku hans í dag. Honum til varnar; hann hringdi á lögregluna því hann vildi aðstoð. Skyndilega var hann settur í þá stöðu að forgangsraða störfum lögreglunnar. Um það bil hálftíma síðar fannst konan akin í garði, skammt frá skemmtistaðnum, og var svo illa útleikin að kalla þurfti á þyrlu til þess að fljúga með hana á spítala í Reykjavík. Spurningin sem bæjarbúar sitja uppi með er einföld; hvernig gat svona lagað gerst? Ekki átt auðvelda ævi „Ég held að það hafi örugglega tengst því hver hún er að ekki hafi verið brugðist við fyrr,“ segir sjómaður og góður vinur konunnar

Það er ómögulegt að segja, en við gerum öll upp á milli fólks að vissu marki. Það er bara ljót staðreynd. Hlynur Már Jónsson

sem Fréttatíminn ræddi við. Hann var sjálfur staddur úti á sjó þegar hann fékk hinar hrikalegu fregnir af vinkonu sinni, sem hafði verið misþyrmt hrottalega um nóttina. Konan sem um ræðir er 45 ára gömul og vel þekkt í Vestmannaeyjum líkt og árásarmaðurinn. Allir þeir sem Fréttatíminn ræddi við vissu hverjir áttu hlut að máli. Enda bærinn lítill og fólk talar saman. Konan hefur átt við vímuefnavanda að stríða og allir viðmælendur Fréttatímans eru sammála um að hún hafi átt erfitt uppdráttar. Hún var gefin kjörforeldrum ung að aldri og ólst upp í Vestmannaeyjum. Konan hefur komið við sögu

lögreglu, en þó aldrei fyrir alvarleg afbrot. Og þó það hafi aldrei verið orðað með berum orðum, þá má draga þá ályktun að ofbeldi hafi ávallt hvílt sem skuggi yfir lífi konunnar. Hlynur Már segir að hann þekki töluvert til aðstæðna konunnar. „Hún hefur ekki átt auðvelda ævi,“ segir hann alvöruþrungin. Hlynur áréttar að hann hafi oft séð hana í verra ölvunarástandi en kvöldið örlagaríka. Það hafi ekki verið vandamálið. Það var hinn ungi maður sem sýndi af sér ógnandi hegðun sem virðist hafa brotist út í hrottalegu tilræði við konuna að lokum. Sá er 23 ára gamall fjölskyldumaður. Hann á unga konu og ungt barn. Hann vinnur við ferðamannaiðnaðinn í Vestmannaeyjum og er íslenskur, líkt og þolandi árásarinnar. Einn viðmælandi Fréttatímans sagði manninn þó hafa slæmt orð á sér. Meðal annars beri hann viðurnefnið „Klikk“ og heimildum ber saman um að maðurinn hafi

verið sakaður um dýraníð í æsku. Maðurinn neitar sök, en viðurkennir að hafa átt í útistöðum við konuna um kvöldið. Myndbandsupptökur staðfesta það. Var hægt að gera meira? Konan og maðurinn virðast byrja að kýta fyrr um kvöldið. Í ­g reinargerð lögreglustjóra, sem birtist í úrskurði hæstaréttar, kemur fram að maðurinn hafi talið að konan ætlaði að brjóta rúðu á Lundanum. Sjálfur starfar hann sem dyravörður, þó ekki á Lundanum, og ákvað af eigin frumkvæði að snúa konuna niður. Dyravörður á staðnum kom að og segir í úrskurðinum að hann hafi séð manninn standa yfir konunni, halda höndum hennar fyrir aftan bak. Konan hafi þá verið á hnjánum með höfuðið ofan í steyptum öskubakka. Dyravörðurinn sagði manninum að láta konuna í friði en sjálfur lýsti hann framferði mannsins þannig að hann hefði verið að kvelja konuna sem gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

www.volkswagen.is

Volkswagen Amarok

Afkastamikill vinnubíll Amarok býður upp á einstaklega gott vinnuumhverfi, mikið innanrými og stóran pall. Frábærir aksturseiginleikar og þýsk gæði endurspeglast í þessum kröftuga pallbíl. Amarok Startline með fjarstýrðum og tímastilltum vélahitara (Webasto) og loftkælingu fæst nú á sérstöku tilboðsverði.

Amarok Startline 4Motion D/C 2.0 TDI 140 hestöfl kostar frá

5.840.000 kr. (4.709.677 kr. án vsk) Eyðsla frá 7,6 lítrum/100 km.

HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Atvinnubílar


BLEIKASLAUFAN.IS #BLEIKASLAUFAN

Eliza Reid, Ewan Reid og Allison Reid

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kristín Steinarsdóttir

Björgvin Franz Gíslason og Edda Björgvinsdóttir

Gísli Örn Garðarsson og Kolbrún Högnadóttir

Ástríður Magnúsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir

Jón Ragnar Jónsson, Hanna Borg og Ásthildur Ragnarsdóttir

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ingibjörg Ásta Unnarsdóttir

Steiney Skúladóttir og Halldóra Geirharðsdóttir

Kristján Eldjárn og Sigrún Eldjárn

ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR OKKUR Mömmur eru ómetanlegar og hafa gert svo ótal margt fyrir okkur. Pössum vel upp á þær. Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til endurnýjunar tækjabúnaðar, sem notaður er við skipulega leit að krabbameini í brjóstum.

Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Hlynur Már Jónsson var að vinna á Lundanum sama kvöld og konu var misþyrmt skammt frá staðnum. Hlynur hringdi í lögregluna og óskaði eftir aðstoð, en var settur í þá stöðu að þurfa að forgangsraða verkefnum lögreglunnar.

Maðurinn sem um ræðir er Vestmannaeyingur og starfar við ferðamannaiðnaðinn. Hann er um tuttugu árum yngri en konan og á barn og unnustu.

Hlynur segir að dyravörðurinn hafi séð hvað var að gerast út um gluggann og hlaupið út til þess að aðstoða konuna. Hann hjálpaði henni á fætur og skipaði manninum að halda sig fjarri. Það var þó ekki nóg. Ofbeldið virðist hafa haldið áfram. Hlynur áttar sig ekki á því hvort það hafi verið hægt að gera meira. Hvort þarna hafi verið augnablikið til þess að stöðva þessa hægu atlögu mannsins að konunni, sem virðist hafa endað með martraðarkenndum hætti. Spurður hvort þeir hefðu gert meira ef um aðra konu hefði verið að ræða, svarar Hlynur af hreinskilni: „Það er ómögulegt að segja, en við gerum öll upp

á milli fólks að vissu marki. Það er bara ljót staðreynd.“ Er þetta akút? Hlynur og félagar lokuðu Lundanum um klukkan fjögur um nóttina. Þeir voru að þrífa staðinn, sópa gólfið og gera upp viðskipti kvöldsins þegar Hlynur varð var við konuna og manninn fyrir utan staðinn. Hann segir oft háreisti hjá fólki sem bíður eftir leigubílum eða er á leiðinni heim eftir lokun. Það sé ekkert óvanalegt. En þarna hafi þau tvö verið ein eftir, þau hafi verið að takast á og rífast harkalega, auk þess sem leigubílarnir voru hætti að ganga. Hlynur hringir því á lögregluna.

Þegar hann er beðinn um að lýsa samtalinu lýsir hann því svona: „Ég hringdi um 04:39 minnir mig, og óska eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings á milli þeirra.“ Spurður hvort hann hafi nafngreint þau í símtalinu svarar hann játandi. „Lögreglan spyr mig þá hvort þetta sé eitthvað akút, þar sem þeir séu að sinna öðru útkalli,“ segir Hlynur og bætir við: „Á þeim tíma sýndist mér það ekki.“ Sjálfur sér hann eftir svarinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig fór. En sökin er ekki hans; heldur lögreglunnar sem krefst þess af honum að forgangsraða verkefnum f­ yrir lögreglu. „Svo líður smá tími, einn starfsmaður hjá mér verður var við að þarna eru einhver áflog, við förum þá út og segjum þeim að það sé búið að hringja á lögregluna,“ segir Hlynur sem vonaðist til þess að þau færu einfaldlega heim og svæfu úr sér. Hann segist ekki hafa séð neina áverka á konunni, og grunaði ekki hvað myndi gerast næst.

ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER 2016 Auglýsing frá yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður um móttöku framboðslista og aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag Framboðsfrestur til Alþingiskosninga rennur út föstudaginn 14. október nk. kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður taka á móti framboðslistum miðvikudaginn 12. október kl. 10-12 og aftur föstudaginn 14. október kl. 10-12 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu. Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum/öllum tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Allar framangreindar yfirlýsingar skulu ritaðar eigin hendi. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði einnig skilað á rafrænu formi. Bent er á að meðmælendalista má slá inn á þar til gert vefsvæði á www.island.is. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 29. október nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talning atkvæða mun fara fram að kjörfundi loknum. Aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður verður í Hagaskóla og að kjörfundi loknum fer talning atkvæða fram í íþróttahúsinu við Hagaskóla. Nánari upplýsingar má nálgast á www.kosning.is eða með því að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4700 eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is.

Reykjavík, 1. október 2016 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður Erla S. Árnadóttir Páll Halldórsson Fanný Gunnarsdóttir Katrín Helga Hallgrímsdóttir Tómas Hrafn Sveinsson

Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður Sveinn Sveinsson Sjöfn Ingólfsdóttir Þuríður Jónsdóttir Heimir Örn Herbertsson Þóra Hallgrímsdóttir

Ég er búinn að fara í gegnum þetta í huganum, fram og til baka, og er með nógu mikið samviskubit eftir á. Hlynur Már Jónsson

Spurður hvort hann hafi fundið merkjanlega breytingu í samtalinu við lögreglu eftir að hann upplýsti um hvaða konu var að ræða, svarar Hlynur neitandi. „Ekki þannig,“ segir hann og bætir við: „Þetta var samt í fyrsta skiptið sem þeir komu ekki strax þegar ég hringdi.“ Til útskýringar virðist þokkalegt samstarf á milli Lundans og lögreglunnar. Þannig hringir starfsfólkið beint í lögreglu í stað þess að hringja í Neyðarlínuna. Það spari tíma og oft sé tíminn mikilvægur þegar kemur að vandamálum í kringum ölvað fólk sem sækir staðinn heim. Svarið kom því Hlyni á óvart, sem leggur þó sjálfur ekki meiri merkingu í það aðra en þá að lögregluembætti á landsbyggðinni séu hugsanlega fjársvelt. „Þeir þurfa bara fleiri lögregluþjóna,“ segir Hlynur. Síðasta vonin Næst verður atburðarásin ógreinilegri. Maður, sem er kallaður vitni C í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands, segist hafa verið á leið í vinnuna í bifreið sinni klukkan fimm um morguninn þegar maður vatt sér að honum. Sá spurði hann hvort hann hefði séð stelpu á ferð, en vitni svaraði neitandi. Vitnið sá þá konuna þar sem hún stóð örskammt frá og lýsir því þannig að maðurinn hafi farið til konunnar og rætt við hana. Sjálfur lýsir hann því þannig að konan hafi ekki virst vilja tala við manninn og gengið í burtu, yfir götuna, í áttina að sjúkrahúsinu. Vitni C var síðasti maðurinn sem sá þau saman áður en hún fannst illa leikin skammt frá. Hann var jafnframt síðasta von konunnar um að komið væri í veg fyrir yfirvofandi ofbeldi. Óþekkjanleg Það var svo skömmu síðar, eða um klukkan fimm, sem vitnið B heyrir læti úti á götu. Í framburði hennar kemur fram að hún hafði farið sjálf að sofa klukkan fimm um nóttina, en þá heyrt lætin úti og litið út um gluggann. Þar sá hún nakta manneskju liggja á götunni. Þá sá hún mann ganga frá konunni og lýsir hún honum sem pollrólegum og reykjandi. Konunni fannst hann unglegur, en sjálf er hún ekki orðin þrítug. Konan lýsti manninum þokkalega auk þess sem hún sagði göngulag mannsins sjálfsöruggt. Konan hringdi í Neyðarlínuna og hljóp út til konunnar. Sjálf segir hún svo í skýrslutöku að aðkoman hafi verið skelfileg; konan var óþekkjanleg eftir ofbeldið. Lögreglan kom loksins á staðinn, eftir að konan hafði hringt í Neyðarlínuna, hálftíma eftir að Hlynur var beðinn um að forgangsraða verkefnum lögreglunnar í ­Vestmannaeyjum. Konan var svo illa farin að ástæða

þótti til þess að kalla til sjúkraþyrlu til þess að flytja hana samstundis undir læknishendur í Reykjavík. Konan var mjög illa farin en ekki var þörf á uppskurði, að sögn móður konunnar, sem Fréttatíminn ræddi við. Hún sagði dóttur sína muna illa eftir atvikinu, aðeins að hún hefði barist um hæl og hnakka á meðan á árásinni stóð. Konan útskrifaði sig sjálf út af spítalanum, en móðir hennar segir að það hafi meðal annars verið vegna þess að hún vildi ekki þurfa að rifja atvikið aftur upp. Það hafi verið henni erfitt. Hún er á batavegi og bíður eftir að bólgan minnki, en þó er að ljóst að áverkarnir eru ekki eingöngu ­líkamlegir. Konan hefur neitað að þiggja alla aðstoð frá lögreglu vegna málsins og vantreystir starfsfólki þar. Aðspurð hversvegna það sé, útskýrir móðir hennar, að lögreglan hafi lógað hundi konunnar gegn hennar vilja, og það eigi hún erfitt með að fyrirgefa. „Takið bara stöðu með henni,“ sagði móðir hennar þegar blaðamaður upplýsti hana um að Fréttatíminn hygðist birta grein um ­málið. Hann valdi mig Það er ljóst að margir velta vöngum yfir því hvernig konunni var misþyrmt svo hrottalega þegar svo margir voru annaðhvort vitni að hluta árásarinnar, eða fundu að eitthvað meira var að. Móðir konunnar segist undrandi á skeytingarleysinu. „Það var fullt af fólki þarna sem hefði getað hjálpað henni.“ Hlynur Jónsson, vert á Lundanum, hugsar líka til baka og veltir því fyrir sér hvað hafi verið hægt að gera betur. „Ég er búinn að fara í gegnum þetta í huganum, fram og til baka, og er með nógu mikið samviskubit eftir á. Maður veltir því fyrir sér hvort maður hefði átt að grípa frekar í taumana, en þetta virtist einhvernveginn smávægilegt á þessum tíma,“ segir Hlynur. Hann segir að sér hafi fundist eins og það hafi ekki verið í hans verkahring að fara út og stía þeim almennilega í sundur, inni í þá ákvörðun spilaði ýmislegt, allt frá tryggingum starfsfólks yfir í að ágreiningurinn virtist ekki alvarlegur þá. Hann segir að líklega hefði hann brugðist öðruvísi við ef um aðra konu hefði verið að ræða. „Og ég efast líka um að árásarmaðurinn hefði misþyrmt annarri konu svona hrottalega,“ segir Hlynur um atvikið. Það er því ljóst að bæði vegfarendur, starfsfólk, lögreglan og að lokum Héraðsdómur Suðurlands, sem hafnaði gæsluvarðhaldi yfir manninum, nú síðasta á miðvikudag, brugðust konunni og mistókst þannig að koma henni til aðstoðar. Móðir konunnar segir að hugsanlega hafi ekki verið hægt að koma í veg fyrir ofbeldið og að ásetningur mannsins hafi verið mjög einbeittur. Hún segir að dóttir sín hafi ekki sagt „hann vildi mig“, eins og fram kom í greinargerð lögreglunnar. Að sögn móður hennar sagði hún: „Hann valdi mig“.


Gæðavörur frá traustum framleiðanda

fegurð

styrkur

frumleiki

Nú á rði e betra v

Kæliskápur 202cm

Tvöfaldur Kæliskápur

Tvöfaldur Kæliskápur

Stál. Heildarrými: 357 lítrar. Kælirými: 247 lítrar. Frystirými: 110 lítrar. Mál B-H-D í mm: 595 x 2017 x 597 Verð áður: 169.900,- Verð nú: 144.900,-

Stál. Heildarrými: 532 lítrar. Kælirými: 361 lítrar. Frystirými: 171 lítrar. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Klakavél. Mál B-H-D í mm: 912 x 1789 x 754. Verð áður: 219.900,- Verð nú: 186.900,-

Stál. Heildarrými: 555 lítrar. Kælirými: 376 lítrar. Frystirými: 179 lítrar. Klakavél. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Mál B-H-D í mm: 912 x 1794 x 732. Verð áður: 349.900,- Verð nú: 297.900,-

RB36J8035SR

RS7567THCSR

ecobubble þvottavélar

ngu m eingö Við selju mótor lausum með kola ára ábyrgð

RH56J6917SL

Uppþvottavél í sérflokki með Waterwall tækni

með 10

AddWash TM

TM

SAMSUNG WW80 8 KG. 1600 SN. Verð áður: 119.900,Verð nú: 99.900,-

SAMSUNG WW70 7 KG. 1400 SN. Verð áður: 94.900,Verð nú: 79.900,-

49”

SAMSUNG DV80 8 kg Þurrkari Verð áður: 159.900,Verð nú: 135.900,-

Framhlið úr burstuðu stáli / Stillingar ofan á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 5 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db / Stillanleg efrigrind / Grind efst fyrir hnífapör með sérstökum "FLEX" bakka / 2 þvottaarmar + "WATERWALL" / Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm

55”

Verð áður: 199.900,- Verð nú: 169.900,-

55”

LED • 1920X1080 • 400 PQI • Nýtt Smart viðmót

UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi

UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi

49” K5505 Verð áður: 139.900.Verð nú: 118.900,-

55” KU6475 Verð áður: 239.900.Verð nú: 199.900,-

55” KU6655 Verð áður: 249.900.Verð nú: 209.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655




16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

LYF

Sjúkrahúsin stærst en vaxa minnst

18,3

17,4

HEILSUGÆSLA 19,7

+5%

11,5 HJÁLPARTÆKI

+71%

9,7 5,2 +86% TANNLÆKNAR 12,9 9,4 +38%

Ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins hafa vaxið mjög mismunandi frá aldamótum. Á sama tíma og framlög til stóru sjúkrahúsanna hafa vaxið um 29 prósent hafa framlög til sérfræðilækna vaxið um 76 prósent. Sjúkrahúsin voru um 54 prósent af kerfinu öllu um aldamótin en eru nú 48 prósent. Ef hlutur sjúkrahúsanna ætti að verða jafn og áður þyrfti að auka framlög til þeirra um 8,6 milljarða króna. Aðrir þættir sem hafa vaxið mest er heilsugæslan, hjúkrunarheimili og endurhæfingarstöðvar. Einkavæðing er lítil innan heilsugæslunnar en mikil í endurhæfingu og hjúkrunarheimilum. Aukin þátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði virðist hafa haldið aftur af aukningu kostnaðar. Hlutdeild ríkisins lækkar að krónutölu en í heildina eykst lyfjakostnaður mun minna en annar heilbrigðiskostnaður. Sama má segja um tannlækningar, þær vaxa meira en sjúkrahúsin en minna en heilbrigðiskerfið í heild. Það kann að vera að mikill kostnaður sjúklinga valdi því að fólk kaupi síður lyf og tannlæknaþjónustu. Heildarframlög skattgreiðenda og sjúklinga til einstakra þátta heilbrigðiskerfisins árið 2015 og til samanburðar meðaltal áranna 1998-2000 á föstu verðlagi dagsins í dag.

SJÚKRAHÚS

FORVARNIR 1,3

1,4

+23%

78,7

HJÚKRUNARHEIMILI 30,6

16,9

60,9

+80% SJÚKRAÞJÁLFUN 8,7 4,6 SÉRFRÆÐINGAR

+29%

+91%

11,3 6,6 +76% Upphæðir eru í milljörðum króna.

Stefnuleysi eða kerfisbundin einkavæðing? Krafa um skýra stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu hefur vaxið samhliða kröfugerð um aukin framlög að undanförnu. Skýrsla ráðgjafafyrirtækis McKinsey um Landspítalann dró fram veikleika kerfisins. Það virðist hafa vaxið stefnulaust á undanförnum árum og án markmiða um að sinna helst mikilvægustu verkefnunum. Margt bendir til að kerfið hafi fremur verið mótað af umdeildum hagfræðikenningum en faglegum sjónarmiðum.

Karl Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Birgi Jakobsson landlækni. Allir hafa þeir lagt áherslu á uppbyggingu Landspítalans sem miðju íslenska heilbrigðiskerfisins. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur hins vegar verið að veikja Landspítalann. Sjúkrahúsin hafa vaxið minna en kerfið í heild á meðan sérfræðistofur, heilsugæsla og hjúkrunarheimili hafa vaxið langt umfram kerfið í heild.

Landspítalinn hrörnar Auðvitað er til innan hvers þáttar heilbrigðiskerfisins þörf um vöxt. Það er án efa mikil þörf fyrir að fjölga hjúkrunarheimilum, efla Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is heilsugæslu og styrkja einkarekstur sérfræðilækna. En það er hæpið að Ráðgjafafyrirtækið McKinsey tekur þörf fyrir vöxt innan þessara þátta undir með forystumönnum innan sé viðvarandi meiri en þörfin á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins; Landspítmanna á borð við alans. Kára Stefánsson, forstjóra ÍslenskrÞað eru FIÐ ER isK gð ri ilb he ar erfðagreiningar, nánast all-

VONDU KERFIN:

ir sem skoðað hafa þessi mál sammála um að tregða stjórnvalda undanfarinna ára við að verja fé til Landspítalans hafi ekki aðeins sett starfsemi spítalans í hættu heldur sé á góðri leið með að kippa stoðunum undan heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn hljóti alltaf að verða miðja kerfisins; þar er starfsfólk menntað, veigamestu aðgerðirnar framkvæmdar og þar ætti að fara fram mat á þörfinni og stefnumörkun til að mæta henni, ekki bara varðandi starfsemi spítalans sjálfs heldur einnig varðandi aðgerðir og meðferð sem framkvæmdar eru af öðrum aðilum. Sérfræðingar eflast Þar sem stefnumörkun velferðarráðuneytisins hefur verið veik hafa sjónarmið Sjúkratrygginga Íslands markað uppbyggingu kerfisins. Þar eru gerðir samningar við sérfræðinga og sjálfstætt starfandi stofnanir. Verðmæti þessara samninga hefur vaxið miklum mun

meira en framlög til Landspítalans frá aldamótum. Á meðan Landspítalinn og önnur sjúkrahús fengu um 28 prósent hærri framlög frá skattgreiðendum í fyrra en um aldamótin fengu sérfræðilæknar um 76 prósent hærri fjárhæð frá skattgreiðendum og sjúklingum. Þeir hlutar heilbrigðiskerfisins sem hafa vaxið mest að undanförnu eru stofur sérfræðinga, heilsugæsla og hjúkrunarheimili; þeir hlutar kerfisins sem stefnt er að efla einkarekstur. Sá hluti kerfisins sem samstaða er um að halda í opinberum rekstri, sjúkrahúsin sjálf, hefur hins vegar vaxið lítið. Og í raun dregist saman sé miðað við fjölgun landsmanna. Aukinn einkarekstur Þegar fjárveitingar til kerfisins eru skoðaðar má merkja stefnu um að efla þá hluta kerfisins þar sem einkarekstur fer vaxandi en draga saman þá hluta sem eru í opinberum rekstri. Afleiðingin er ekki

aðeins sú að fjármagni sé beint til einkafyrirtækja heldur veldur því að þau verkefni sem einkafyrirtækin sinna, sem oftast eru þau veigaminni og minna aðkallandi, fá forgang á meðan þau verkefni sem opinberu stofnanirnar sinna, sem oft eru flóknari, veigameiri og meira áríðandi, sitja á hakanum svo biðlistar lengjast og þjónustan versnar. Þessu til viðbótar hefur verið bent á að Sjúkratryggingum hafi ekki tekist að veita einkastofum faglegt eða fjárhagslegt aðhald. Það sést til dæmis í fjölda hálskirtlaaðgerða, sem vísað er til hér að neðan. Vandi heilbrigðiskerfisins er því ekki hvað síst afleiðing þess að tilteknar stjórnmálakenningar réðu meira um stefnuna á undanförnum árum en fagleg sjónarmið. Kerfið þjónar nú betur þeim sem hafa trú á auknum einkarekstri og hagsmunum þeirra sem reka einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu en landsmönnum sjálfum.

Fjórum sinnum líklegra að Íslendingur missi hálskirtlana Í kynningu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey á skýrslu um Landspítalann og heilbrigðiskerfið var meðal annars varpað upp mynd af því hvernig stefnuleysi í heilbrigðismálum getur birst. Tekið var dæmi af hálskirtlatöku annars vegar og mjaðmaskiptum hins vegar. Litið er á hálskirtlatöku sem aðgerð sem einkareknar sjúkrastofur ráða við en mjaðmaskipti er flókin aðgerð sem ekki er framkvæmd nema á sjúkrahúsum. Eins og sjá má af myndinni eru Íslendingar heimsmeistarar í hálskirtlatöku. Árið 2014 voru framkvæmdar 520 slíkar aðgerðir á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi, meira en fjórum sinnum fleiri en að meðaltali í öðrum löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Næst flestar aðgerðir voru gerðar í Hollandi, 240, minna en helmingi færri en á Íslandi. Á hinni myndinni sést að aðeins voru gerðar 179 mjaðmaskiptaaðgerðir á hverja 100 þúsund Íslendinga árið 2014 á meðan meðaltal hinna landanna var nálægt 240. Það þyrfti að fjölga aðgerðum um þriðjung til að komast upp í meðaltalið og um 125 prósent til að ná jafnmörgum aðgerðum og framkvæmdar eru í Belgíu, 401 aðgerð á hverja 100 íbúa. Ástæða færri mjaðmaskiptaaðgerða á Íslandi er ekki minni eftirspurn. Í dag bíða um 492 landsmenn eftir slíkri aðgerð. Miðað við afköst tæki um tíu mánuði að tæma þennan biðlista. Til samanburðar bíða aðeins 38 eftir hálskirtlatöku á spítölunum.

Margar hálskirtlatökur –fáar mjaðmaaðgerðir Ísland 520 Holland

Belgía Sviss

Belgía

Þýskaland

Finnland

Austurríki

Danmörk

Finnland

Lúxemborg

Noregur

Þýskaland

Frakkland

Grikkland

Danmörk

Svíþjóð

Svíþjóð

Sviss

Lúxemborg

Austurríki Frakkland

Holland

Bretland

Ítalía

Írland

Bretland

Danmörk

Ísland 179

Portúgal

Írland

Spánn

Spánn

Ítalía

Byggt á glæru úr kynningu McKinsey. Aðgerðir á hverja 100 þúsund íbúa.

Miðað við afköst þeirra, en þó einkum einkastofa sem framkvæma flestar aðgerðanna, tæki það þrjár vikur að tæma biðlistana. Ástæða þess að McKinsey dregur upp þessa mynd er að hún kristallar vanda íslenska heilbrigðiskerfið eftir langvarandi stefnuleysi. Kerfinu tekst ekki að forgangsraða verkefnum. Það er ekki svo að bólgnir kirtlar séu mest áríðandi verkefni heilbrigðiskerfisins, þótt ekki sé ástæða til að gera of lítið úr hugsanlegum skaða af þeim. Og það er heldur ekki svo að í öðrum löndum séu bólgnir kirtlar stórkostlega vanmeðhöndlað vandamál.

Ástæða þess að McKinsey dregur fram þennan samanburð er að hann sýnir hvernig stefnuleysið hefur þokað kerfinu í að gera veigaminni aðgerðir sem einkastofur ráða við og framkvæma með stuðningi skattgreiðenda en ekki tekist að halda í við aðrar þjóðir þegar kemur að veigameiri aðgerðum sem færa fólki stóraukin lífsgæði. Segja má að myndin sé af kerfi sem byggst hafi upp af aðhaldi gagnvart stærri opinberu kerfunum en eftirlitsog aðhaldsleysi gagnvart einkareknum lækningastofum. | gse


OPNUNAR TILBOÐ Vorum að opna nýja verslun á Krókhálsi 6

Fer upp í allt að 72 km hraða, árekstra skynjarar, Follow me stilling og allt að 5km drægni

DJI Phantom 4 kr. 199.990.

Fylgir með

DJI Phantom 4 + 1 batterí kr. 219.990.

DJI Phantom 4 + 2 batterí og hleðslustöð kr. 239.990.

flott úrval af aukahlutum DJI Phantom 3 Standard

89.990 kr.

DJI Phantom 3 Advanced

124.990 kr.

DJI Phantom 3 professional

149.990 kr.

Sendum frítt um allt land Sími 566-666 | Krókháls 6 | dronefly@dronefly.is | www.dronefly.is

DJI osmo 4k

89.990 kr.

Fylgdu okkur


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Hvað kosta Við undirskrift samninga við lækna í ársbyrjun undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar loforð um að hækka framlög til heilbrigðismála til samræmis við það sem er á Norðurlöndunum. Loforð nokkurra stjórnmálaflokka ganga lengra, vilja miða við Svíþjóð þar sem hlutfallið er 11 prósent af landsframleiðslu. Og sumir vilja auk þess gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa. Píratar vilja telja tannlækningar þar með. Við gerð kjarasamninga við lækna í ársbyrjun í fyrra undirritaði ríkisstjórnin yfirlýsingu um að hækka framlög til heilbrigðismála. Þar stendur: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti.“ Framlög Norðurlandaþjóðanna til heilbrigðismála eru nokkuð misjöfn. Sem hlutfall af landsframleiðslu eru Svíar hæstir með 11 prósent en Finnar lægstir með 8,6 prósent. Meðaltalið er 9,7 prósent.

Forstjóri Landspítalans:

„Eitruð blanda“ í heilbrigðiskerfinu Auka þarf samvinnu innan ólíkra stofnana heilbrigðiskerfisins og skapa heildarhugsun þar sem markmiðin eru þau sömu, segir Páll Matthíasson. Hann segir að heildarsýn skorti sem meðal annars hafi leitt til samstarfsörðugleika á milli Landspítala og Sjúkratrygginga þar sem síðarnefnda stofnunin vilji auka einkarekstur í kerfinu á kostnað spítalans.

undirfjármagnaður og fleiri þættir kerfisins.“ Hann bendir á að 20 prósenta niðurskurðurinn á spítalanum eftir hrunið 2008 hafi haft slæmar afleiðingar á starfsemina og að Landspítalinn finni enn fyrir afleiðingum þess niðurskurðar. En hvað á Páll við með því að heildarsýn skorti í heilbrigðiskerfið? „Heilsugæslan, sjúkrahúsþjónustan og öldrunarþjónustan þurfa að vera órofa heild. Það skortir mjög á þetta á höfuðborgarsvæðinu þó heilsugæslan og sjúkrahúsþjónustan sé víða tengd á landsbyggðIngi F. Vilhjálmsson inni. Þetta er galli vegna þess að ef ingi@frettatiminn.is það er ekki heildaryfirsýn og kerfið „Einn helsti galli heilbrigðiskerfiser ekki skipulagt með heildarhagsins er að það skortir heildaryfirsýn muni að leiðarljósi þá verður það í kerfinu, það er of brotakennt,“ dálítið brotakennt og tilviljanasegir Páll Matthíasson, forstjóri kennt hvernig hlutir byggjast upp.“ Landspítalans, í viðtali við FréttaPáll tekur dæmi af því að verkefni hafi verið að færast út frá tímann um sýn hans á helstu galla Landspítalanum og til einkarekíslenska heilbrigðiskerfisins og hvað sé til að ráða að hans mati til að inna læknastofa án þess að „pólitísk ráða bót á þeim. stefnumörkun liggi þar á bak við“. Stærsta galla heilbrigðiskerfisins Hann segir að þetta eigi líka við segir Páll hins vegar vera undirfjárum flóknari aðgerðir sem hingað mögnun til lengri tíma litið. „Galltil hafa verið gerðar á spítalanum. ar heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru Hann segir að þetta sé á ýmsum meðal annars þeir að það er vansviðum, meðal annars innan ýmfjármagnað issa sérgreina í til langs tíma, lyflæknisfræði. sérstaklega á Páll segir að hann telji að Landspítalanum. Ef maður heilbrigðisKERFIÐ þetta sýni að stundum séu skoðar þró„skrítnir hvatunina í fjármögnun heilbrigðiskerfisins þá ar“ að verki í heilbrigðiskerfinu. fór að draga úr á Landspítalanum Ha nn seg ir að sa msk ipt i heilsugæslunnar og heilbrigðisum aldamótin þannig að það er ákveðinn galli að Landspítalinn er stofnana gætu verið betri þar sem

VONDU KERFIN:

Páll Matthíasson segir að samskiptin á milli Landspítalans og Sjúkratrygginga mættu vera betri en að vandamálið sé að þessar stofnanir hafi ólíka sýn á framtíð heilbrigðiskerfisins. Mynd | Hari

stundum sé ekki hægt að senda fólk sem þarf sjúkrahúsþjónustu af heilsugæsunni á spítala vegna þess að á spítölunum sé fólk með einfaldari heilbrigðisvandamál sem væri hægt að sinna á heilsugæslunni. „Þetta ber allt að sama brunni: Það er ekki búið að hugsa þetta kerfi til hlítar sem heild.“ Annað sem Páll nefnir sem galla er hvernig kerfið er fjármagnað og mismunandi fjármögnun heilbrigðisþjónustu eftir því hvort um er að ræða sjúkrahúsþjónustu sem ríkið greiðir fyrir á fjárlögum eða þjónustu einkarekinna læknastofa í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Hann kallar þessi tvö ólíku fjármögnunarkerfi „eitraða blöndu“. „Stór galli er fjármögnun kerfisins. Stofnun eins og Landspítalinn er á fjárlögum; það er bara einhver

G O U K S Ö T N I Ð Ú B A K HANS

A R Á 5 5

20%

afmælisafsláttur af öllum vörum til 3. október

www.th.is 551 5814

TÖSKU-OG HANSKABÚÐIN Laugavegi 103 við Hlemm

ákveðin upphæð sem er ætlað að nota til reka stofnunina og það skiptir engu máli hvort sjúklingar eru 1000 eða enginn. Við hlið þessa kerfis er rekið kerfi á vegum Sjúkratrygginga Íslands þar sem sérfræðilæknar fá greitt fyrir hvert viðvik í kerfi sem kallast „fee for service“. Þetta kerfi við hliðina á kassalega fjármögnun ríkisstofnana er mjög eitruð blanda. Það er mjög mikilvægt að breyta þessu þannig að fjármögnunin á þessum tveimur kerfum sé líkari.“ Ein af birtingarmyndum þess hversu heilbrigðskerfið er brotakennt eru samstarfsörðugleikar sem Páll segir að verið hafi á milli Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir vinni að sameiginlegu markmiði. Ég held að grunnurinn á bak við þá samstarfsörðugleika, sem vissulega eru á milli Landspítala og Sjúkratrygginga í mjög mörgum málum, sé að sýnin á framtíð heilbrigðiskerfisins sé ekki sú sama. Landspítalinn telur að mikilvægt sé að þjóðarsjúkrahúsið sé byggt upp þannig að það verði sem öflugast og þar sé f lóknustu sjúklingum sinnt í góðu samstarfi við heilsugæsluna og stofusérfræðinga út í bæ. En mér virðist hins vegar sem sýn Sjúkratrygginga sé sú – þú verður kannski að spyrja þá nánar út í hver hún sé – að þar sé meiri trú á að láta hlutina þróast meira utan sjúkrahúsanna. Það er sem sagt ekki samstaða milli ólíkra stofnana innan heilbrigðiskerfisins um heildarsýnina.“ Páll undirstrikar að hann sé ekki mótfallinn einkareknum læknastofum heldur að samhæfa þurfi allt heilbrigðiskerfið betur. „Vissir hlutir eiga betur heima á stofum úti í bæ en ekki inni á spítalanum. Þetta eru einfaldari aðgerðir og verkefni sem hægt er að vinna sig í gegnum mjög hratt og sem hafa minna kennslugildi. Þessar aðgerðir má gera úti í bæ og borga minna fyrir þær en inni á spítalanum. Það eru hagsmunir kaupandans, fólksins í landinu sem pólitíkin er fulltrúi fyrir, að samhæfingin og yfirsýnin sé meiri. Við á Landspítalanum getum ekki leyst þetta samhæfingarvandamál heldur þarf velferðarráðuneytið að stuðla að sameiginlegu átaki sjúkrahúsa, Landlæknisembættisins, heilsugæslunnar og einkareknu sérfræðistofanna.“

Búið að lofa 27 milljörðum Til að hækka framlög á Íslandi upp í þá tölu þyrfti að hækka framlag úr ríkissjóði úr 165 milljörðum króna á þessu ári í 192,5 milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir að sjúklingagjöld hækki til jafns við ríkisútgjöld, að yfirlýsingin feli ekki í sér stefnubreytingu um þátttöku sjúklinga í kostnaði. Hlutur sjúklinga myndi þá hækka úr um 38 milljörðum króna á þessu ári í 44,5 milljarða króna á næsta ári. Ef markmiðið er fyrst og fremst að efla Landspítalann er ekki hægt að auka þátttöku almennings nema með því að hækka hlutfallið annars staðar í kerfinu þar sem samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta gjöld af sjúklingum sem liggja inni á sjúkrahúsum. Til að ná þessu fram þarf að auka við tekjustofna ríkissjóðs. 27,5 milljarðar króna eru um 16 prósent af tekjuskatti einstaklinga og tæp 40 prósent af tekjuskatti fyrirtækja. Þar sem samkvæmt Salek-samkomulaginu er gert ráð fyrir hækkun lífeyrisiðgjalda er vandséð að einstaklingar gætu staðið undir hækkun tekjuskatts á næstu árum. Fyrirtækjaskattur er lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum og ef hugmyndin er að sækja fyrirmyndir þangað um rekstur ríkissjóðs er kannski eðlilegt að gera ráð fyrir að skattar á fyrirtæki og fjármagn hækki á Íslandi á næstu árum. Margir flokkar hafa bent á tekjuöflun með útboði á fiskveiðikvóta. Til að ná 27,5 milljörðum króna út úr því þyrftu Íslendingar á ná betra meðalverði á þorskígildistonn en Færeyingar á uppboðunum í sumar. 71 milljarð til að jafna við Svía Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu eru svo til allir flokkarnir með loforð fyrir kosningar um að standa við hana. Það er eins og ekki sé mikið mark tekið á henni í umræðunni. En nokkrir flokkar vilja gera gott betur og miða við 11 prósent af landsframleiðslu eins og reyndin er í Svíþjóð og meðal þeirra þjóða sem verja mestu til heilbrigðismála; Hollands, Sviss og Þýskalands. Til þess þyrfti að hækka


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

loforðin? framlög ríkissjóðs upp í 224 milljarða króna og hlut sjúklinga upp í 50,5 milljarðar króna. Aftur gildir það að ef megnið af viðbótinni á að fara til uppbyggingar Landspítala þá minnkar hlutur sjúklinga en hlutur skattgreiðenda hækkar. Til að ná á þessum markmiðum með auknum tekjum ríkissjóðs þarf nokkra uppstokkun á tekjukerfinu. Líklega gera þeir flokkar sem lofa þessum árangri ráð fyrir umtalsverðum tekjum ríkissjóðs af útboði á fiskveiðikvóta og gjaldtöku af öðrum auðlindum í almannaeign.

| 19

Núverandi árlegur kostnaður:

Loforð ríkisstjórnar frá 2015:

Sjúklingar:

Skattborgarar:

milljarðar króna

milljarðar króna

38

Sjúklingar:

165

+6,5

milljarðar króna

203 milljarðar króna Útgjöld til heilbrigðismála eru 26 prósent af skatttekjum ríkissjóðs.

Skattborgarar:

+27,5

milljarðar króna

Loforð um 11% af landsframleiðslu: Sjúklingar:

+12,5

milljarðar króna

Skattborgarar:

Sjúklingar:

Skattborgarar:

milljarðar króna

milljarðar króna

milljarðar króna

+59

-38

+109,5

275 milljarðar króna

275 milljarðar króna

Útgjöld til heilbrigðismála yrðu 33 prósent af skatttekjum ríkissjóðs. Til að mæta hækkuninni þyrfti að skera niður á móti eða hækka skatttekjur um tæpa 48 milljarða króna umfram hækkanir vegna aukinnar landsframleiðslu, 7,1 prósent. Miðað er við framlög til heilbrigðismála eins og þau eru í hæðst í heiminum; í Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Sviss, 11%.

Útgjöld til heilbrigðismála yrðu 40,5 prósent af skatttekjum ríkissjóðs. Til að mæta hækkuninni þyrfti að skera niður á móti eða hækka skatttekjur um tæpa 99 milljarð króna umfram hækkanir vegna aukinnar landsframleiðslu, eða um 14,6 prósent.

237 milljarðar króna Útgjöld til heilbrigðismála yrðu 29,2 prósent af skatttekjum ríkissjóðs. Til að mæta hækkuninni þyrfti að skera niður á móti eða hækka skatttekjur um tæpa 21,7 milljarða króna umfram hækkanir vegna aukinnar landsframleiðslu, 3,3 prósent. Miðað er við framlög til heilbrigðismála samkvæmt meðaltali Norðurlandaþjóðanna sem hlutfalli af landsframleiðslu, 9,7%.

Loforð um 11% og gjaldfrjálsa þjónustu

Ef markmiðið er fyrst og fremst að efla Landspítalann er ekki hægt að auka þátttöku almennings nema með því að hækka hlutfallið annars staðar í kerfinu þar sem samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta gjöld af sjúklingum sem liggja inni á sjúkrahúsum. ingar, hefur bent á breytir það ekki miklu fyrir hvern landsmann almennt og yfirleitt. Auðvitað er það svo að sum okkar borga meira til heilbrigðiskerfisins vegna þess að þau þurfa oftar og lengur að nota lyf og sækja læknaþjónustu, en það er ekki hægt að sjá það fyrir hvert okkar lendir í þeirri aðstöðu. Að langmestu leyti fjármagna skattgreiðendur heilbrigðisþjónustuna eins og ríkissjóður væri sameiginlegt tryggingafélag. Við borgum jafnt og þétt alla ævina meðan við höldum starfsþreki en fáum svo greiddan kostnað þegar við erum veik, lasburða eða lúin af elli. Gjaldtaka og önnur kostnaðarþátttaka sjúklinga riðlar ekki þessari meginvirkni. Þar sem sátt er um að skattgreiðendur greiði fyrir heilbrigðisþjónustu í gegnum ríkissjóð, eins og menntun, má líta á gjaldtöku af sjúklingum sem skattheimtu. Þeir sem eru fylgjandi sjúklingagjöldum segja hana auka skilvirkni kerfisins og koma í veg fyrir ofnotkun fólks á heilbrigðisþjónustu. Þeir sem eru andvígir gjaldtökunni segja hættuna af ofnotkun svo smáa og aukna skilvirkni það veigalitla að það vegi ekki upp á móti því óréttlæti sem felst í því að innheimta hátt í 20 prósent af heilbrigðiskostnaðinum af fólki þegar það er veikt og lasburða og þarf á sama tíma iðulega að taka á sig tekjuskerðingu vegna veikindanna. Eðlilegra sé að innheimta gjaldið þegar fólk er heilbrigt. Á meðan gjaldtaka getur haldið fólki frá ofnotkun þá ýtir hún líka fólki frá sem þarf á þjónustunni að halda, einkum hinum tekjulægstu. En til að ná þessu markmiðum fram, aukningu framlaga til heilbrigðismála upp í 11 prósent og gjaldfrjálsa þjónustu til viðbótar, þarf að stokka upp tekjukerfið og ná víðtækri sátt um að meginhlutverk ríkissjóðs sé að auka öryggi og jöfnuð í samfélaginu. | gse

KJÓSUM GOTT LÍF Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um atvinnulíf í aðdraganda kosninga. Kaldalón í Hörpu, þriðjudaginn 4. október, kl. 8.30–10.00. Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til umræðunnar og hvetja frambjóðendur allra flokka til að setja atvinnulífið á oddinn.

DAGSKRÁ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, setur fundinn Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, kynnir áhersluatriði Samtaka iðnaðarins: EFNAHAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI – nauðsynlegur sjálfbærum vexti HÚSNÆÐI – grunnþörf yngri og eldri kynslóða MENNTUN – forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni SAMGÖNGUR OG INNVIÐIR – lífæð heilbrigðs samfélags ORKA OG UMHVERFI – fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið NÝSKÖPUN – drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna

UMRÆÐUR Össur Skarphéðinsson Samfylkingu

Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn

Smári McCarthy Pírötum

Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum

Þórunn Pétursdóttir Bjartri framtíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokki

Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skráning á www.si.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 2 8 0 2

Gjaldtaka er skattur Loforð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu felur í sér að gjaldtaka af sjúklingum yrði færð yfir á skattgreiðendur. Eins og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein-


NÚ ER TÆ

RGÐIR ENDAST BI N ÐA ME Á ÐI BO TIL U ÆR ÁB FR Á R LA BÍ AR NG NI NÝIR SÝ 260.000 KR.

KAUPAUKI VETRARDEKK OG/EÐA AUKAHLUTIR AÐ EIGIN VALI AÐ ANDVIRÐI 260.000 KR. FYLGJA NÝJUM NISSAN PULSAR

NISSAN PULSAR VERÐ FRÁ: 3.290.000 KR.

SUBARU LEVORG

ENNEMM / SÍA /

NM77530

Komdu og fáðu upplýsingar hjá sölumönnum um TILBOÐSVERÐ á völdum nýjum SUBARU LEVORG sýningar- og reynsluakstursbílum.

DACIA DUSTER Komdu og fáðu upplýsingar hjá sölumönnum um TILBOÐSVERÐ á völdum nýjum DACIA DUSTER sýningar- og reynsluakstursbílum.

PYLSA OG GOS Í HÁDEGINU Í DAG Líttu við hjá okkur í hádeginu kl. 12–13, fáðu þér pylsu og gos, njóttu afbragðs þjónustu og reynsluaktu glænýjum spennandi bílum sem þig hefur dreymt um að prófa.


ÆKIFÆRIÐ!

M. LU BÍ M JU NÝ UM LD VÖ R KA AU UP KA IR EG GL VE JA T. EINNIG FYLG 320.000 KR.

KAUPAUKI

HEILSÁRSDEKK OG DRÁTTARBEISLI FYLGJA NÝJUM X-TRAIL

NISSAN X-TRAIL VERÐ FRÁ: 5.190.000 KR.

280.000 KR.

KAUPAUKI ISUZU D-MAX RENAULT MEGANE Komdu og fáðu upplýsingar hjá sölumönnum um TILBOÐSVERÐ á völdum nýjum RENAULT MEGANE sýningar- og reynsluakstursbílum.

ATVINNUBÍLAR

Heitklæðning á pall og dráttarbeisli. Einnig er aukaafsláttur af sýningarbílum.

Við bjóðum nokkra nýja sýningarbíla á veglegu tilboði á meðan birgðir endast.

GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 – BL söluumboð / Vestmannaeyjum / 481 1313 og 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

lóaboratoríum

Frá kr.

74.900

lóa hjálmtýsdóttir

m/morgunmat Allt að

15.000 kr. afsláttur á mann

Síðustu sætin

Skelltu þér í

BORGARFERÐ BÚDAPEST Hotel Novotel Centrum Frá kr. 89.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur.

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

VERONA

SKAÐLEGT HUGMYNDAKERFI

Hotel Mastino Frá kr. 93.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur.

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

RÓM Hotel Eurostars International Palace Frá kr. 113.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. október í 4 nætur.

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

ENNEMM / SIA • NMNM77524

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

LISSABON Turim Europa Frá kr. 87.900

Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 3. nóvember í 3 nætur.

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

SEVILLA Hotel Catalonia Santa Justa Frá kr. 74.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. nóvember í 3 nætur.

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

Í

sland er óvenju illa farið eftir áratugi nýfrjálshyggjunnar sem svo er kölluð, safnhaugs samfélagshugmynda sem eru lauslega byggðar á hagfræði en þó mest á trúarsetningum um hvernig samfélagið muni blómstra ef hinn sterki er leiddur til öndvegis. Þessi hugmyndastefna hafði mikil áhrif víða um heim, gróf undan opinberri þjónustu og skipulagðri stéttabaráttu lágstéttanna en hafði óvíða jafn slæm áhrif og hér. Sem kunnugt er bólgnaði íslenska fjármálakerfið meira út en önnur, uppblásið af stjórnvöldum sem blinduð voru af kenningum nýfrjálshyggjunnar. Og þegar íslenska bólan sprakk heyrðist hvellurinn víða. Aldrei höfðu jafn fáir bankamenn valdið jafn miklum skaða á jafn litlum tíma. Og aldrei höfðu nokkur stjórnvöld sofið jafn rækilega á verðinum. Sem kunnugt er benti fjármálaráðherrann íslenski á hættumerkin og taldi þau sérstök heilbrigðismerki: Sjáið veisluna, hrópaði hann. En merki nýfrjálshyggjunnar má ekki aðeins sjá í stóru bólu og Hruninu. Á meðan félagslegi hluti húsnæðiskerfa margra landa lét á sjá undan trúboði nýfrjálshyggjunnar þá var lunginn úr því íslenska seldur hæstbjóðanda. Eigendum verkamannabústaða var heimilt að selja íbúðir sínar út úr kerfinu. Og engar nýjar voru setta inn í staðinn. Kerfinu, sem kynslóðirnar höfðu barist fyrir og byggt upp frá kreppunni miklu, var eytt á einni nóttu. Hvers vegna? Kenningin var að það væri náttúrlega gott að brjóta niður fé-

lagsleg kerfi og færa undir heilagan markaðinn. Önnur merki eyðileggingarinnar eru nú að koma í ljós í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur ríkt faglegt stefnuleysi. Kerfið hefur ekki verið aðlagað að þörfum sjúklinga heldur að hugmyndum nýfrjálshyggjunnar um óumræðilega kosti einkareksturs umfram opinberan rekstur. Fjárframlög hafa verið aukin til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins þar sem einkarekstur hefur skotið rótum en þeim hluta sem enn er í opinberum rekstri er haldið í spennitreyju. Hvers vegna? Það má Guð vita. Líklega er hvatinn sambland af einsýni og botnlausri sannfæringu sem oft fylgir þröngu sjónarhorni. Það er erfitt að sannfæra Íslending um að einkarekstur sé náttúrlega betri en opinber rekstur. Við áttum vonda ríkisbanka áratugum saman og svo baneitraða einkabanka í örfá ár. Af tvennu illu voru ríkisbankarnir líklega skömminni skárri. Það er sárt að viðurkenna það fyrir þau okkar sem munum þjónustuna sem þeir veittu að líklega getum við bara ekki gert betur. Alla vega sýnir reynslan það ekki. Það er heldur ekki hægt að færa rök fyrir einkarekstri með því að skoða úttektir á samkeppnisstöðu íslensks þjóðfélags. World Economic Forum gerir slíkar úttektir sem njóta virðingar. Ísland kemur svona lala út úr samanburði við aðrar þjóðir. Við stöndum næstu nágrannalöndum nokkuð að baki

en erum samt númer 26 í röðinni. Það gæti verið verra. Þegar einstakir þættir eru skoðaðir kemur í ljós að landið, þjóðin og fámennt og öruggt samfélagið hífir okkur upp. Ýmsar félagslegar stoðir eru á pari við nágrannalöndin; skólarnir, heilbrigðiskerfið, hafnir og ýmsir innviðir. En þegar kemur að fyrirtækjum, trausti í viðskiptum, stjórnunarháttum, endurskoðun, fjármálagjörningum og slíku þá erum við órafjarri okkar nágrönnum og erum í tossabekk ásamt vanþroska ríkjum Austur-­ Evrópu og Afríku; ríkjum sem eiga sér stutta sögu lýðræðis. Við erum kannsk i öng v ir heimsmeistarar í opinberum rekstri en við eigum þó þar margt gott. Hitaveita Reykjavíkur er til dæmis ágætt dæmi; allt frá því hún var stofnuð og fram að þeim tíma að það komst í tísku að reka opinberar stofnanir eins og væru þær einkafyrirtæki. Þá snerist allt fljótt til verri vegar hjá Hitaveitunni. Því miður er fátt sem bendir til þess að von sé á stefnubreytingu stjórnvalda. Samkvæmt heilbrigðisáætlun til 2020 er ráðgert að auka enn völd og áhrif Sjúkratrygginga Íslands. Kerfið á að byggja upp í líkingu almenns markaðar. Sjúkratryggingar taka að sér að vera kaupandinn og fagfólkið á að leika seljanda. Það er eins og stjórnvöld telji að önnur samskipti en markaðstorgið leiði til spillingar og rangrar niðurstöðu. Það má vel vera að stærri þjóðir þurfi að byggja upp svona markaðskerfi. Í Svíþjóð eru sjúkratryggingar sem gera samninga við sjálfstætt starfandi lækna og einkastofur. Svíar eru hins vegar þrjátíu sinnum fleiri en við. Sjúkratryggingar þeirra hafa bolmagn til að veita sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækjum bæði faglegt og fjárhagslegt aðhald. Sjúkratryggingar okkar eru hins vegar lítið annað en leiktjöld. Á bak við þær þenst kerfi einkarekstrar út án eftirlits eða aðhalds.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.



Gott úrval af lífrænum i ávöxtum og grænmet

Epli, Royal Gala

Perur, Conference

Sítrónur

Kiwi

Mangó, Kent

Avocadó

Sætar kartöflur

Gildir til 2. október á meðan birgðir endast.

449 kr/pk

verð áður 499

Chicago Town pizzur

Wish Bone salatdressing Gerir gott salat betra.

Pepperoni og osta.

aup Nýtt í Hagk

Häagen-Dazs íspinnar

Vanilla Caramel Almond og Salted Caramel.

California Style mangó

Snarl sem er stútfullt af vítamínum.

Risa rækjur, „Tail-on“

Fulleldaðar. Hrikalega góðar með Panda Express sósunum.

STEINBAKAÐ SÚRDEIGSBRAUÐ · Aldagömul frönsk uppskrift · Sjávarsalt · Langtíma kæli hefun · Steinbakað (gefur bestu gæðin þar sem bakstur fer fram við mjög háan hita)


POUSSIN er franska orðið yfir ungkjúkling

798 kr/pk verð áður

1.099

SAFARÍK NÝJUNG þannig helst fuglinn mjúkur og safaríkur

Mikilvægt er að elda fuglinn í steikingarpokanum. Mylar Cook steikingarpokar eru vinsæl og viðurkennd gæðavara sem mikið er notuð af matreiðslufólki um allan heim. Við ákveðið hitastig opnast pokinn á hliðunum og kjötið byrjar að brúnast. Í hverjum poka er hálfur kjúklingur – fullkomin sælkeramáltíð fyrir einn.

Framleiðandi: Reykjagarður hf. 850 Hella www.holta.is

TILBOÐ

TILBOÐ

25%

TILBOÐ

20%

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

KJÚKLINGABRINGUR

LAMBASKANKAR

LAMBAPRIME

verð áður 2.949

verð áður 1.998

verð áður 3.799

1.598 kr/kg

2.212 kr/kg

TILBOÐ

3.039 kr/kg

TILBOÐ

25%

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

KALKÚNA LASAGNA

NAUTAFILE

3.999 kr/kg

899 kr/kg 99

verð áður 4.999

verð áður 1.1

aup Nýtt í Hagk

PANDA EXPRESS SÓSUR

3 tegundir af frábærum sósum frá Panda veitingastaðnum sem er einn besti kínverski staðurinn í heiminum.

PIPAR\TBWA

Poussin er ný og spennandi vara á íslenskum markaði en aðferðin er vel þekkt hjá sælkerum í Evrópu og Ameríku. Kjúklingurinn er yngri en við eigum að venjast, kjötið mýkra og safaríkara og losnar vel frá beinum.

ELDIÐ Í POKANUM


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Myndir | Getty

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa eytt síðustu dögum í að greina kappræðurnar út frá öllum sjónarhornum, meðal annars handahreyfingum. Þannig hefur verið bent á að mikill munur hafi verið látbragði þeirra: Hreyfingar Trump hafi að vanda verið tilþrifamiklar og leikrænar, meðan handahreyfingar Hillary hafi verið látlausari og smærri.

Sjónvarpskappræðurnar: „Svikamylla á kostnað kjósenda“ Trump sýndi sitt rétta andlit í kappræðum gegn Clinton á mánudag. En hvaða máli skiptir þetta sjónvarpsleikhús? Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Kappræðum forsetaframbjóðendanna er oft lýst sem mikilvægasta viðburði kosningabaráttunnar og því haldið fram að þær hafi allt frá 1960, þegar Kennedy og Nixon mættust í sjónvarpssal, sannað mikilvægi sjónvarpsins fyrir stjórnmál í Bandaríkjunum. En sögulegt hlutverk þeirra er töluvert flóknara. Fyrir utan þessar fyrstu kappræður er erfitt að sýna fram á að þær hafi nokkru sinni haft afgerandi áhrif á niðurstöður kosninga. Þeim hefur hins vegar verið lýst sem „svikamyllu á kostnað kjósenda“, og mikilvægasta framlag þeirra hefur líklega verið að viðhalda einokun stóru flokkanna tveggja í forsetakosningum. Hvort kappræður mánudagsins nái að skrifa sig á blöð sögunnar er enn óvíst. Þær minntu kjósendur

þó nokkuð örugglega á hvaða mann Trump hefur að geyma. Kappræðurnar voru sögulegar Samkvæmt mælingum horfðu 84 milljónir á kappræðurnar á mánudag í sjónvarpi, fyrir utan þær milljónir sem horfðu á þær á internetinu, sem er met í sögu bandarísks sjónvarps. Aldrei fyrr hafa jafn margir horft á kappræður forsetaframbjóðenda, en fyrra metið var sett árið 1980, þegar 80,6 milljónir manna fylgdust með Carter og Reagan mætast í sjónvarpssal. Um leið eru kappræður mánudagsins einn stærsti sjónvarpsviðburður í sögu Bandaríkjanna. Það er hins vegar enn óvíst hvort þær hafi náð að breyta gangi bandarískrar stjórnmálasögu. Þó kannanir síðustu viku hafi sýnt að fylgi við Clinton hafi aukist að nýju hefur munurinn á milli Clinton og Trump minnkað mikið frá því í ágúst. Helsta ástæðan er sú að Trump hefur unnið á meðal óákveðinna kjósenda og þó sérstaklega þeirra sem sögulega hafa stutt frambjóðendur Repúblikana.

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Með því að sýnast „forsetalegur“, sæmilega yfirvegaður og í þokkalegu jafnvægi tókst Trump að slá á áhyggjur kjósenda sem höfðu haft efasemdir um að hann væri starfinu vaxinn. Fyrir kappræðurnar voru stjórnmálaskýrendur því á einu máli um að Trump gæti mögulega unnið stórsigur á mánudaginn, og gæti jafnvel unnið upp forskot Clinton með því einu að hegða sér sómasamlega, svara Clinton af yfirvegun og kurteisi og skýra stefnumál sín af skynsemi. Mæta tímanlega, ekki froðufella Þessi væntingastjórnun skiptir öllu máli í kappræðum: George W. Bush kom t.d. betur fyrir í kappræðum þeirra John Kerry árið 2004 en margir höfðu átt von á. Í kosningabaráttunni höfðu andstæðingar Bush útmálað hann sem einfeldning sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ekki skilning á heimsmálum. Þegar á hólminn var komið kom Bush mun betur fyrir en margir höfðu búist við, auk þess sem Kerry stóð ekki fyllilega undir þeim miklu vonum sem við hann voru bundnar, en kosningateymi Bush hafði gert sitt besta til að spila upp væntingarnar til Kerry. Þó kannanir hefðu sýnt að kjósendur teldu almennt að Kerry hefði staðið sig mun betur í kappræðum þeirra Bush snérist fjölmiðlaumfjöllunin um hversu vel Bush hefði þó komið fyrir, og því tókst Kerry ekki að nýta kappræðurnar til að saxa verulega á forskot Bush. Kosningastjórar frambjóðendanna reyna því, bæði þá og nú, sitt besta til að draga úr væntingum til síns frambjóðenda og blása upp væntingarnar til andstæðingsins. Þegar New York Times flutti fréttir af því að Trump hefði ákveðið að sleppa því að búa sig undir kappræðurnar við Hillary með hefðbundnum hætti, t.d. með því að liggja yfir greinargerðum um helstu hitamál dagsins eða æfa tilsvör með ræðuþjáfurum, töldu margir að kosningaskrifstofa Trump væri einfaldlega að reyna að draga úr væntingum. Enda bjuggust stjórnmálaskýrendur sem og aðrir ekki við miklu: Charles Krauthammer, álitsgjafi á Fox News, sagði að svo framarlega sem Trump hundskaðist til að mæta á réttum tíma og „væri ekki froðufellandi“, yrði hann sjálfkrafa sigurvegari. Trump gekk í allar gildrur Clinton Frammistaða Trump á mánudag bendir hins vegar til að fréttir New York Times hafi verið réttar því Trump kolféll á Krauthammer-prófinu. Fyrstu tíu til fimmtán mínútur kappræðnanna virtist Trump ætla

Hillary Clinton þótti bera af í kappræðunum í Hofstra háskóla. Könnun CNN sýndi að 62% kjósenda töldu hana hafa átt kvöldið meðan 27% töldu að Trump hefði staðið sig betur. Þetta er mesti munur á frambjóðendum síðan CNN tók að mæla upplifun fólks á frammistöðu frambjóðenda í sjónvarpskappræðum árið 1984.

að halda sjó, meðan hann talaði um tollamál og alþjóðaviðskipti en það breyttist þegar Clinton tókst að egna Trump til að sýna sitt rétta eðli. Og ekki þurfti mikið til. Clinton benti á að Trump hefði sannarlega notið umtalsverðar velgengni í lífinu, eftir að hafa sett á stofn fyrirtæki með 14 milljón dollara láni frá föður sínum og þessi athugasemd dugði til að koma Trump úr jafnvægi, enda er hann gríðarlega viðkvæmur fyrir efasemdum um árangur í viðskiptum eða umfang auðæfa sinna. Afgang kvöldsins var hann í sínum gamalkunna ham, sýndi af sér frekjulegan yfirgang, baðaði út höndunum og greip fram í fyrir Clinton alls 51 sinni. Að kappræðunum loknum kvartaði Trump svo undan því að Clinton hefði „ekki komið almennilega fram“ við sig og að hann myndi því ekki vera jafn kurteis í næstu kappræðum: Þá myndi hann t.d. rifja upp framhjáhald Bill Clinton. Clinton burstaði Trump Allar kannanir sýna og nánast allir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að Trump hafi staðið sig hörmulega í kappræðunum. Könnun Politico sýndi að 79% pólítískra innherja í Washington teldu að Clinton hefði sigrað Trump í kappræðunum, þar af 99% Demókrata og 57% Repúblíkana. Könnun CNN meðal almennings sýndi að 62% töldu Clinton hafa komið betur út, samanborið við þau 27% sem töldu Trump hafa borið af. Trump tókst að skaða framboð sitt með vanhugsuðum tilsvörum. Hann gumaði meðal annars af því að hafa ekki greitt tekjuskatta: Það sannaði hversu gáfaður hann væri og að hann væri klókur bissnessmaður og ef hann hefði greitt skatta

hefði fénu hvort sem er verið sólundað af stjórnvöldum í einhverja vitleysu. Hann viðurkenndi einnig að hafa glaðst yfir hruni fasteignamarkaðarins 2007-8, þar sem hann sá sér færi á að hagnast í hinu sögulega efnahagslega áfalli. Skipta kappræður yfirhöfuð máli? Það er því mögulegt að kappræður mánudagsins hafi gert út um möguleika Trump á sigri. Sem væri óvenjulegt, því eins og áður sagði hafa sjónvarpskappræður forsetaframbjóðenda yfirleitt ekki haft úrslitaþýðingu fyrir niðurstöður kosninga. Í raun er aðeins eitt dæmi um að sjónvarpskappræður hafi ráðið úrslitum með afgerandi hætti, en það voru þær fyrstu, haldnar árið 1960, þar sem frambjóðendurnir Richard M. Nixon og John F. Kennedy tókust á. Slæm frammistaða Nixon í sjónvarpssal er talin ein mikilvægasta ástæða þess að hann laut í lægra haldi fyrir Kennedy. Þegar Nixon mætti í sjónvarpssal var hann með snert af flensu, illa rakaður og afþakkaði að auki förðun fyrir útsendinguna. Í samanburði við Kennedy, sem var hraustleikinn og æskan uppmáluð, sólbrúnn og brosandi, leit Nixon út fyrir að vera þvalur og tuskulegur. Og á meðan þau sem hlustuðu á kappræðurnar í útvarpi töldu Nixon hafa komið betur fyrir voru þau sem horfðu á þær í sjónvarpi þeirrar skoðunar að Kennedy hefði verið sigurvegari kvöldsins. Kappræður eiga sér stutta sögu Athyglisvert er hversu nýtilkomnar sjónvarpskappræður eru í bandarískum forsetakosningum. Þó kennslubækur nefni undantekningarlítið kappræður Nixon og Kennedy sem dæmi um mátt sjónvarpsins er staðreyndin Framhald á bls. 28


Það dimmir í dalnum

„Guðrún frá Lundi var sögukona af guðs náð.“ DAG N Ý K R I S T J Á N S D Ó T T I R , P R Ó F E S S O R Í Í S L E N S K U M B Ó K M E N N T U M V I Ð H Í

„Engum sem farið hefur um Hrútadal dylst það að hann er með fegurstu sveitum landsins.“

Dalalíf er einn vinsælasti sagnabálkur Íslandssögunnar. Fyrsta bindið kom út árið 1946 og var Guðrún áratugum saman sá íslenski rithöfundur sem var mest lesinn. Nú hafa fyrstu þrjár bækurnar verið endurútgefnar í glæsilegum búningi.

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

70 ára afmæli


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

sú að kappræður þeirra voru undantekning: Það var ekki fyrr en 16 árum síðar sem forsetaframbjóðendur mættust næst í sjónvarpskappræðum. Það sem meira er, lengst af heyrði það í raun til algerra undantekninga að frambjóðendur mættust yfirhöfuð í kappræðum. Árið 1858 mættust frambjóðendur saman á sviði í kappræðum í fyrsta skipti, þegar Abraham Lincoln skoraði á Stephen Douglas að mæta sér fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þegar Douglas neitaði áskoruninni elti Lincoln hann á kosningafundum um fylkið og gerði hróp að honum úr áhorfendaskaranum. Að lokum gafst Douglas upp og samþykkti sjö opnar kappræður milli þeirra tveggja víðsvegar um fylkið. Í kappræðunum tókust Lincoln og Douglas m.a. á um þrælahald, en Lincoln gaf síðar út texta þeirra í bók sem fékk gríðarlega athygli og tryggði honum sigur í forsetakosningunum 1860. En þó kappræður frambjóðenda til öldungadeildar eða þings hafi orðið algengari næstu áratugi, var það ekki fyrr en eftir seinna stríð sem forsetaframbjóðendur mættu hvor öðrum frammi fyrir alþjóð. Ómerkileg fjölmiðleikhús Árið 1940 skoraði Wendell Wilkie, frambjóðandi Repúblikana, á Franklin Delano Roosevelt í kappræður, en Roosevelt jafnt sem fjölmiðlar höfnuðu hugmyndinni á þeim forsendum að slíkt væri lítið annað en ómerkilegt fjölmiðlaleikhús. Eftir stríð var kappræðum frambjóðenda í prófkjörum stóru flokkanna nokkrum sinnum útvarpað og svo sjónvarpað fyrir kosningarnar 1952 og 1956. Mikilvægasta ástæða þessa var að samkvæmt fjölmiðlalögum frá 1934

legt fyrir þriðjuflokksframbjóðendur að fanga athygli almennings meðan frambjóðendur þeirra geta ekki talað til almennings í kappræðum.

Fyrir kappræðurnar á mánudag sögðu 34% kjósenda að þær myndu skipta miklu máli þegar þeir gerðu upp hug sinn um hvern þeir hygðust kjósa í nóvember. Hlutfallið var ívið hærra meðal skráðra Repúblikana en Demókrata, sem bendir til þess að kjósendur flokksins hafi enn nokkrar efasemdir um Trump.

bar ljósvakamiðlum að gera ólíkum sjónarmiðum jafn hátt undir höfði. Væri einum frambjóðanda gefið rými til að kynna sig og stefnumál sín, yrði að gefa öðrum frambjóðendum til sama embættis sambærilegt rými. Þetta hefði þýtt að þær útvarps- eða sjónvarpsstöðvar sem settu á svið kappræður fyrir forsetakosningar hefðu þurft að bjóða öllum þriðjaflokksframbjóðendum að taka þátt, en á því höfðu hvorki stóru flokkarnir né sjónvarpsstöðvarnar mikinn áhuga. Helmingaskipti stóru flokkanna Árið 1960 veitti Bandaríkjaþing tímabundna undanþágu frá þessum lögum svo hægt væri að sjónvarpa kappræðum Nixon og Kennedy og árið 1970 samþykkti Bandaríkjaþing svo að afnema lögin. Nixon, sem þá var að undirbúa kosninga-

baráttu sína fyrir endurkjöri, synjaði þeim aftur á móti um samþykki enda hafði hann vonda reynslu af sjónvarpskappræðum. Það var því ekki fyrr en 1975 að sátt náðist um að slaka á reglunum, en það ár var lögunum breytt á þann hátt að sjónvarpsstöðvar mættu sýna beint frá kappræðum forsetaframbjóðenda, jafnvel þó frambjóðendur smærri flokka væru útilokaðir, ef kappræðurnar væru skilgreindar sem „fréttnæmur stóratburður“ sem ekki væri á vegum sjónvarpsstöðvanna sjálfra. Í kosningunum 1976 mættust frambjóðendur því í fyrsta sinn í sjónvarpssal síðan 1960. Sjónvarpskappræður frambjóðendanna hafa því alla tíð verið einn mikilvægasti varnargarður stóru flokkanna gegn frambjóðendum smærri flokka: Það er nánast óger-

Skýr stefna er eitt en framkvæmd stefnu skiptir öllu máli 4Dx örnámskeið og reynslusögur íslenskra stjórnenda, 6. október 2016

Kynntu þér áhrifaríka og margreynda aðferð við innleiðingu á raunverulegum og varanlegum hegðunarbreytingum á örvinnustofu FranklinCovey.

Stund

Fimmtudaginn 6. október 09.00 til 12.00

Staður

Nordica Hótel, Salur H

Ráðgjafi

Kristinn T. Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus

Reynslusögur

Hrefna Ösp Sigurfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, lýsir því hvernig aðferðafræðin var innleidd í öllum bankanum í fyrra og lýsir helstu sigrum og áskorun við sprett tvö sem hófst í haust. Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Þjónustu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, lýsir því hvernig stjórnendateymi þeirra hefur nýtt sér 4Dx aðferðafræðina til að bæta árangur í þjónustuveitingu og brjótast út úr viðjum vanans.

Þátttakendur

Stjórnendur íslenskra vinnustaða og þeir sem bera ábyrgð á árangri

Verð

19.900 kr.

Innifalið Metsölubókin The 4 Disciplines of Execution. Þriggja klukkustunda ör­ námskeið á aðferðafræði FranklinCovey um inn­ leiðingu stefnu. Tveggja tíma einkafundur með ráðgjafa í kjölfar námskeiðs Aðgangur að ítarefni á sérstakri vefsíðu Morgunverður

Skráning

thora@franklincovey.is 775 7077

www.franklincovey.is

www.expectus.is

Svikamylla gegn kjósendum Í samræmi við nýju lögin voru sjónvarpskappræðurnar fyrir kosningarnar 1976, 80 og 84 skipulagðar af Kjósendasamtökum kvenna (League of Women Voters), en samtökin hafa unnið að því að efla konur til þátttöku í stjórnmálum síðan 1920. Stóru flokkarnir vildu hins aukin yfirráð yfir skipulagi kappræðnanna og fyrir kosningarnar 1988 kröfðust þeir þess að samtökin gengju að reglum sem samdar höfðu verið um hvernig kappræðunum skyldi háttað, allt frá umgjörð þeirra til þess hvernig efni spurninga yrði valið. Samtökin höfnuðu kröfunni, gerðu reglurnar, sem flokkarnir höfðu viljað halda leyndum, opinberar og úthrópuðu stóru flokkana fyrir að ætla sér að breyta kappræðunum í „svikamyllu gegn kjósendum“. Í kjölfarið voru Kjósendasamtök kvenna gerð brottræk sem skipleggjendur kappræðnanna og stóru flokkarnir tóku yfir. Hvor flokkanna skipar fimm fulltrúa í The Commission on Presidential Debates, sem síðan sér um skipulag sjónvarpskappræðna. Það þarf ekki að koma á óvart að nefnd þessi heldur áfram samstöðu Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins gegn smærri flokkum. Að vísu samþykktu flokkarnir að leyfa Ross Perot að taka þátt í kappræðunum 1992, en gott gengi hans í kosningunum það ár varð til þess að ósk hans um að fá að taka þátt í kappræðunum árið 1996 var hafnað. Árið 2000 samþykkti nefndin svo þær reglur að frambjóðandi þyrfti að hafa fengið minnst 15% í fimm viðurkenndum skoðanakönnunum. 15% reglan bjargaði Clinton Ástæða þess hve tvísýnt er með niðurstöður kosninganna í nóvember hefur stundum verið skýrð með því að Trump sé óvenjulegur frambjóðandi sem hafi einhvernveginn sprengt upp öll fyrri módel. Þó þessi skýring sé í fljótu bragði trúverðug er hún röng. Skýringanna er miklu fremur að leita í því að bæði hann og Hillary eru óvenjulega illa þokkaðir frambjóðendur: Hvorugu hefur tekist að tryggja sér að fullu stuðning hefðbundinna kjósendahópa síns flokks, og hvorugu hefur tekist með áberandi hætti að höfða til stórra nýrra kjósendahópa sem hafa áður staðið utan stjórnmálaátakanna. Kannanir hafa t.d. sýnt að stuðningur Trump meðal ómenntaðra hvítra karla úr verkalýðsstétt er í raun ekkert svo frábrugðinn stuðningi þeirra við fyrri frambjóðendur Repúblikana. Afleiðing þessa er sú að óvenjulega stór hluti kjósenda, sérstaklega úr yngstu aldurshópunum, geta varla hugsað sér að kjósa illskárri kostinn af tveimur slæmum, Clinton eða Trump. Samkvæmt könnunum eru 15-20% enn óákveðnir eða ætla að kjósa Jill Stein, frambjóðanda Græningja, (2-4%) eða Gary Johnson, frambjóðanda Frjálshyggjuflokksins, (5-10%). Það er fyrst og fremst af þessum sökum sem kappræðurnar á mánudag kunna að hafa skipt sköpum fyrir Clinton. Framboð Clinton bindur vonir við að þegar kjósendur átta sig á því að valið stendur raunverulega aðeins um þau tvö, að næsti forseti Bandaríkjanna verði annað hvort Donald Trump eða Hillary Clinton, muni fólk taka sönsum og fylkja sér um hana. Kappræðurnar á mánudag gáfu kjósendum svo sannarlega kost á að bera frambjóðendurna saman, hlið við hlið: Annars vegar vantstilltan rudda og hins vegar Clinton, holdgerving rósemi og yfirvegunar. Hefðu Gary Johnson og Jill Stein svo fengið að deila sviðinu með Hillary og Trump hefði valkosturinn kannski ekki orðið jafn augljós.

Saga sjónvarpskappræðna í Bandaríkjunum 1858: Abraham Lincoln gegn Stephen Douglas um öldungadeildarsæti Illinois: Fyrstu eiginlegu kappræðurnar í bandarískri stjórnmálasögu og forleikur að kosningabaráttu Douglas og Lincoln 1860. 1934: Fjölmiðlalög sett sem kveða á um að ljósvakamiðlum beri að gefa ólíkum sjónarmiðum jafnt vægi: M.a. túlkað sem krafa um að ef einn frambjóðandi fái rými í útvarpi eða sjónvarpi skuli aðrir frambjóðendur fá sama rými. Kemur í veg fyrir að hægt sé að skipuleggja kappræður þar sem frambjóðendum smærri flokka er meinuð þátttaka. 1960: Fyrstu sjónvarpskappræður bandarískrar stjórnmálasögu: Richard M. Nixon sem kom illa fyrir í sjónvarpi. Meðan Nixon þurrkaði af sér svita og virtist fölur leit John F. Kennedy út eins og holdgervingur æskunnar. 1975: Fjölmiðlalögunum frá 1934 breytt þannig að hægt er að sýna frá kappræðum ef aðrir en sjónvarpsstöðvarnar skipuleggja þær. 1976: Aðrar sjónvarpskappræður í sögu Bandaríkjanna. Gerald Ford gegn Jimmy Carter.

1980: Carter neitaði að mæta í fyrstu kappræður kosningabaráttunnar, þar sem John B. Anderson, sem bauð sig fram utan flokka var leyft að taka þátt. Reagan mætti því Anderson einn og fékk gullið tækifæri til að kynna sig og stefnumál sín. Áhorfsmet var slegið í næstu kappræðum, þar sem 80,6 milljónir manna fylgdust með því þegar Carter og Reagan mættust einir. 1988: Flokkarnir taka sjálfir yfir sjónvarpskappræðurnar, League of Women Voters, sem höfðu annast þær 1976, 80 og 84, lýstu því yfir að stóru flokkarnir ætluðu að breyta þeim í „svikamyllu gagnvart bandarískum kjósendum.“

1992: Ross Perot fær að taka þátt í kappræðum George H.W. Bush og Bill Clinton, í annað sinn síðan 1980 sem frambjóðandi annars en stóru flokkanna tveggja fær að taka þátt í kappræðum. Fylgi við Perot stökk úr 7% fyrir kappræðurnar í 19% á kjördag. 1996: Stóru flokkarnir hafna beiðni Perot um að taka þátt í sjónvarpskappræðunum og gera þannig út af við framboð hans. 2000: Nefnd stóru flokkanna um framkvæmd forsetakosninga setur 15% regluna: Frambjóðendur smærri flokka í raun útilokaðir frá þátttöku.


ÚRVAL FERÐA FYRIR ÞIG Í HAUST OG VETUR ÞAÐ ER KEPPIKEFLI OKKAR AÐ BJÓÐA UPP Á FJÖLBREYTTAR FERÐIR OG FAGLEGA ÞJÓNUSTU Á ÖLLUM SVIÐUM, ÞVÍ FERÐIN ÞÍN SKIPTIR OKKUR MIKLU MÁLI. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI YKKUR Í SÍMA 585 4000 OG Í HLÍÐASMÁRA 19 - OPIÐ ALLAN SÓLAHRINGINN Á URVALUTSYN.IS

GOLFFERÐIR

SKÍÐAFERÐIR

Við bjóðum upp á flottar ferðir til Alicante og Kanarí í haust. Erum með Golfskólann í október sem er fyrir alla áhugasama um golf. Glæsilegir vellir, stutt í alla þjónustu, ótakmarkað golf og vönduð gisting. Reyndir íslenskir golffararstjórar.

Hinar vinsælu skíðaferðir til Madonna eru komnar í sölu. Vinsælar dagsetningar bókast fyrst. Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu, úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa. Fararstjóri; Níels Hafsteinsson Er stórfjölskyldan að fara í skíðaferð? Hafðu samband við hopa@uu.is

159.900

VERÐ FRÁ KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðan

OWN CAPE TARFUNDUR

NG K Y NNI S T Ö ÐINNI, Í S MUR U Í DA G HÖRP :30 KL. 17

MADONNA

134.900

VERÐ FRÁ KR. á mann í tvíbýli með morgunverði.

SÉRFERÐIR

BORGARFERÐIR

Ævintýraferð þar sem ferðast verður frá Cape Town um vínlöndin upp til Klein Karoo og meðfram ströndinni. Fararstjórar ferðarinnar eru Bói og Villi sem bjuggu þar um tíma.

ERTU MEÐ HÓP?

SUÐUR AFRÍKA

FLEIRI SÉRFERÐIR Á UU.IS VERÐ FRÁ

498.900 KR.

á mann m.v. 2 fullorðna.

VIÐSKIPTAFERÐIR BÓKUM UM ALLAN HEIM Við erum óháð flugfélögum sem gerir okkur ávallt kleift að finna hagkvæmustu flugleiðina fyrir þig.Við skipuleggjum þína ferð hvort sem er til Evrópu eða á framandi slóðir. Sólarhringsvakt fyrir samningsbundin fyrirtæki. Hafðu samband við okkur á netfangið vidskiptaferdir@uu.is eða í síma 5854400

Innifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, ferðataska og handfarangur.

BERLÍN, DUBLIN, BUDAPEST & FLEIRI

Við skipuleggjum ferðina fyrir allar gerðir af hópum. Sendu fyrirspurn á hopar@uu.is Úrval Útsýn hefur áratuga reynslu af skipulagningu borgarferða bæði fyrir einstaklinga og hópa. Fáðu tilboð!

SÓLARFERÐIR

Í ALLAN VETUR TIL TENERIFE & KANARÍ Það verður sól og hiti hér í allan vetur. Láttu okkur um að koma þér í sólina á frábæru verði. Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, ferðataska, handfarangur og íslensk fararstjórn. VERÐ FRÁ

59.900 KR.

á mann m.v. 2 fullorðna.

Ath. Gildir aðeins með nýjum bókunum.

ALICANTE & KANARÍ


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Hvernig verður grunnskólinn árið 2050?

Skólinn þarf fleiri leiktæki og fótboltavelli Til að laga sig að breyttu samfélagi og vinnumarkaði framtíðarinnar þarf grunnskólinn að breytast. Í grunnskóla framtíðarinnar verða hlutverk kennara og nemenda allt önnur en í dag. Börnin fá að ráða ferðinni meira sjálf og stundataflan, eins og við þekkjum hana, verður óþörf. Skólastarfið verður meira skapandi og ef börnin fengju að ráða væri miklu meiri útivera og frjáls tími til að leika saman. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Ef börnin sem Fréttatíminn ræddi við fengju að ráða færi skólastarfið að miklu leyti fram utan dyra. Þau vilja meiri tíma til að leika sér úti, fleiri leiktæki og fleiri fótboltavelli, og helst fá að ráða tíma sínum meira sjálf. Skólastarfið færi samt ekki aðeins fram í útileikjum því öll eru þau sammála um að það sé mjög mikilvægt að læra stærðfræði og íslensku. Þeim finnst einnig mikilvægt að læra tungumál og helst vilja þau læra fleiri og byrja á því fyrr. Einnig var þeim tíðrætt um matinn í skólanum sem þau voru mestmegnis ánægð með en ef þau fengju að ráða væri meira um spagettí og pítur. Flestum leiðist börnunum í ensku en segja samt allar greinar vera mikilvægar, sérstaklega stærðfræði. Þau eru sammála um að hópastarf sé mjög skemmtilegt og að þemadagar séu skemmtilegastir. Fullkominn framtíðarskóli

Egill Orri, Pétur Snær, Tinna og Sara Rún eru öll sammála um að það þurfi að vera miklu meiri útivera og frjáls tími í skólanum. Þau kalla eftir því að fleiri leiktæki verði sett upp. Mynd | Hari

Stefanía Þóra Ólafsdóttir, 9 ára nemi í Barnaskóla Hjallastefnunnar, ætlar að verða söngkona. Hvernig væri fullkominn skóli? „Í rosalega góðum skóla væri góður matur og farið mikið út, til að fara í feluleik og eltingarleik. Ég myndi líka vilja læra meira um plöntur, fara út og skoða þær í mismunandi skógum.“ er því í þeirra huga skóli sem leggur áherslu á samskipti, frjálsan leik, hreyfingu og góðan mat í bland við grunngreinar á borð við stærðfærði, íslensku og tungumál. Byltingin kallar á breytingar Rætist framtíðarspár um breytingar á samfélagi og vinnumarkaði munu

STÆRÐIR 14-28

PANTAÐU Í NETVERSLUN WWW.CURVY.IS EÐA KÍKTU VIÐ Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9

SVARTAR GALLABUXUR 6.990 KR

RIFNAR GALLABUXUR 8.990 KR

Bjóðum uppá fría póstsendingu !

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

áskoranir næstu kynslóða verða allt aðrar en þær sem við glímum við í dag. Í skýrslunni Framtíð atvinnu sem World Economic Forum gaf út fyrr á þessu ári er því spáð að ekki síðar en árið 2020 verði atvinnumarkaðurinn allur annar, fyrst og fremst vegna „fjórðu iðnbyltingarinnar“, tækniframfara sem munu umbylta samfélaginu eins og við þekkjum það í dag. WEF bendir á að til þess að svara þessum miklu samfélagsbreytingum sé nauðsynlegt að laga skólakerfið að breyttum aðstæðum. Skólinn getur ekki lengur verið stofnun sem undirbýr börn fyrir störf fortíðarinnar. Í stað þess að kenna börnum að fylgja fyrirmælum og fá tíu á krossaprófum þarf skóli framtíðarinnar að kenna börnum að vera lausnamiðuð og skapandi. Hann þarf að kenna börnum að hugsa út fyrir boxið. Þriðjungur þeirra eiginleika sem í dag eru taldir mikilvægir til að pluma sig í samfélaginu verða úreltir eftir fimm ár. Að hlúa að sköpunargáfu barna hefur hingað til verið í neðstu sætum forgangslista skólanna en í dag er skapandi hugsun talin vera einn mikilvægasti eiginleiki framtíðarinnar. Skólinn þarf að hlúa að sköpun Skóli þar sem kennari stendur fyrir framan börn sem sitja í beinum röðum við sitt eigið borð og miðlar upplýsingum gagnrýnislaust, er að líða undir lok. Þetta er úrelt kerfi sem var hugsað til að búa til hlýðna borgara sem unnu eftir stimpilklukku. Að kunna að mæta á réttum tíma og hlýða skipunum verður ekki það sem útvegar þegnum framtíðarinnar atvinnu. Ef skólinn á að þjálfa börn í að vera skapandi frumkvöðlar sem leysa vandamál með gagnrýnni hugsun í samvinnu við aðra þarf kerfið að breytast. Og

Pétur Snær Finnlaugsson, 10 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða fótboltamaður. Hvernig væri fullkominn skóli? „Hann væri með mörgum útitækjum og það væru fleiri íþróttatímar. Það væri píta í matinn en ekki mikið af grænmetislasagna. Það ættu líka að vera fleiri fótboltavellir, helst þrír, því við erum alltaf að slást um völlinn. Svo er gaman að vita eitthvað nýtt, eins og um pláneturnar og trén úti. Mér finnst líka gaman að fara í próf.“

„Að ganga inn í skóla framtíðarinnar verður miklu frekar eins og að ganga inn á vinnustað heldur en skólann eins og við sjáum hann fyrir okkur í dag.“ Svanborg R. Jónsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu HÍ um skapandi skólastarf.

það er að breytast, hægt og rólega. „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa kennara heldur spilar viðhorf foreldra og samfélagsins um hvað sé alvöru skólastarf inn í,“ segir Svanborg R. Jónsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu HÍ um skapandi skólastarf. „Að geta bjargað sér og brugðist við óvæntum aðstæðum er hluti af sköpunarferlinu og því mun skóli framtíðarinnar hlúa að því. Samfélagsbreytingar eru hluti af veruleikanum og við verðum að vera fær í að leysa vandamál. En það eru enn margir sem líta á nýsköpunarmennt og listgreinar sem skemmtilega tilbreytingu frekar en alvöru nám.“ Grunnskólinn árið 2050 „Nemendur verða mun meiri þátttakendur í skipulagningu námsins en með sameiginleg markmið að leiðarljósi,“ segir Svanborg. „Auk þess að vinna í því að gera fólk hæft til að starfa og lifa í samfélaginu munum við reyna að efla það sem manneskjur. Við munum ýta undir krakkana á forsendum styrkleika þeirra og áhuga frekar en að reyna að lækna það sem talið er vera ábótavant. Skólinn verður



32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

ÞAÐ ER FLUG Á ÞÉR! PA RÍ S

frá

7.999 kr.

Skóli þar sem kennari stendur fyrir framan börn sem sitja í beinum röðum við sitt eigið borð og miðlar upplýsingum gagnrýnislaust, er að líða undir lok. Hér eru börnin í Barnaskóla Hjallastefnunnar að byrja daginn á því að tala saman. Mynd | Hari

*

n ó v. - d e s .

BO STON

frá

15.999 kr. *

n ó v. - m a r s

BE RLÍ N

frá

9.999 kr.

á Tenerife með GamanFerðum! * n ó v. - d e s .

TORONTO

frá

13.999 kr.

*

n ó v. - m a r s

S A N FRANC I SCO

frá

23.499 kr. *

okt.- mars

MONT RÉAL

frá

13.999 kr. *

n ó v. - m a r s

í meiri tengslum við nærsamfélagið og óformlegt nám verður líka metið til náms.“ „Að ganga inn í skóla framtíðarinnar verður miklu frekar eins og að ganga inn á vinnustað en skólann eins og við sjáum hann fyrir okkur í dag. Starfið verður ekki bútað niður í 40 mínútna kennslustundir og það verður miklu meira flæði milli greina og aldurshópa.

Tinna Guðjónsdóttir, 9 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða læknir. Hvernig væri fullkominn skóli? „Með fleiri leiktækjum og meiri tíma úti. Og meira af þema og íþróttum.“ Námsgreinaskiptingin verður ekki jafn ráðandi heldur verður flokkunin meira í átt að þeim grunnþáttum sem við erum byrjuð að vinna með í aðalnámskránni frá 2008; sköpun, sjálfbærni, lýðræði og heilsu og heilbrigði.“ Jón Torfi Jónsson, prófessor og fyrrverandi forseti Menntavísindasviðs, tekur undir með Svanborgu. „Í skóla framtíðarinnar ættu viðfangsefnin að hafa breyst mjög mikið, en ekki endilega formið. Hugsanlega verður ekki jafn mikil áhersla á hefðbundinn lærdóm heldur á ólíka þætti menntunar, því sem snýr að listum, sköpun og ekki síst samskiptum af öllu tagi. Það verður lögð meiri áhersla á að uppgötva og skoða nýja hluti. Kennarinn verður ekki minna þarfur en hann er í dag en hlutverk hans verður ekki að miðla. Starf kennarans er svo margslungið og skólinn sem stofnun hefur mörg önnur hlutverk en vanalega eru dregin fram í dagsljósið. Skólinn er gæslustofnun í meira mæli en fólk gerir sér grein fyrir, hann gegnir veigamiklu félagslegu hlutverki og hann er líka ákveðin trygging jafnræðis því mörg börn fengju ekki snertingu við flókið umhverfi sitt ef ekki væri í skólanum þótt skólinn ætti þegar að ganga mun lengra í því efni. Þessi atriði verða fyrirferðarmeiri í skóla framtíðarinnar.“ Kennarinn sjaldan mikilvægari Margir hafa velt því fyrir sér hvort tæknin eigi eftir að taka yfir og í

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Egill Orri Sigurðsson, 9 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða fótboltamaður. Hvernig væri fullkominn skóli? „Það væri minni stærðfræði og meiri fótbolti og þema. Við ættum að vera miklu meira úti og það ættu að vera fleiri fótboltavellir.“

10 mikilvægustu hæfileikar framtíðarinnar: 1. Að geta unnið úr vandamálum 2. Gagnrýnin hugsun 3. Skapandi hugsun 4. Mannauðsstjórnun 5. Mannleg samskipti 6. Tilfinningagreind 7. Að geta tekið ákvarðanir 8. Samningahæfni 9. Þjónustulund 10. Að geta brugðist hratt við nýjum aðstæðum Heimild: Skýrsla World Economic Forum um framtíð atvinnu á 21. öldinni

myndum sem dregnar eru upp af framtíðarskólum spilar tæknin oft mikið hlutverk. Sumir hafa gengið svo langt að segja kennara verða hálf óþarfa í framtíðinni, þar sem allar upplýsingar verði hægt að nálgast á vefnum. Jón Torfi segir tæknina hafa haft mun minni áhrif á skólastarfið en spáð var fyrir um og allt önnur og í raun hafi áhrif hennar hingað til mestmegnis snúið að samskiptum fólks. En vitaskuld muni hún sífellt verða ágengari í öllu lífi okkar – ýta út mörgu sem nú er kennt og kalla á

Sara Rún Gísladóttir, 10 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða tannlæknir. Hvernig væri fullkominn skóli? „Það væri gaman að byrja daginn á stærðfræði, fara svo út og borða nestið sitt og vera svo lengi í íþróttum. Og gera kannski smá íslensku og ensku. Ég myndi líka vilja byrja fyrr í dönsku. Mér finnst líka að það ættu að vera litlar stofur fyrir hvert fag og svo væri rosalega stórt svæði með fullt af leiktækjum.“ annað í staðinn. „Við getum haft jákvæði samskipti og fengið endalausar upplýsingar um hvaðeina, hvaðan sem er úr heiminum en við getum líka orðið fyrir einelti og siðferðislegar spurningar verða sífellt ágengari vegna tækninnar. Menn héldu að kennarinn yrði óþarfur en starf kennarans hefur þvert á móti sjaldan verið mikilvægara og kennaramenntun er að breytast mjög mikið til þess að taka mið af breyttum áherslum.“ Ölum ekki upp þræla „Ef kennarar eiga að gera alla gömlu hlutina og nýju hlutina þá er ansi mikið á þá lagt,“ segir Jón Torfi. „Og að mínu mati fer ekki næg umræða fram um hlutverk

„Kennarinn verður ekki minna þarfur en hann er í dag en hlutverk hans verður ekki að miðla.“ Jón Torfi Jónsson, prófessor og fyrrverandi deildarforseti Menntavísindasviðs.

skólans í menntun barna og hlutverk kennara í því ljósi. Kannski er of mikil áhersla á kennslu í þessari umræðu en of lítil á samskipti, einstaklinginn og manneskjuna í flóknu samfélagi. Ég held að það sé nauðsynlegt að við undirbúum ungt fólk til að verða stjórnendur framtíðarinnar en ekki þrælar eða þjónar hennar. Það eru allskonar áskoranir framundan og við þurfum að líta á þær með jákvæðu hugarfari og vera tilbúin að taka frumkvæði í mótun framtíðarinnar.“ Eins og sagt var frá í upphafi þá virðast hugmyndir yngstu viðmælenda okkar um það hvernig skólinn eigi að vera eiga mikinn samhljóm með hugmyndum fræðinga og framtíðarspámanna. Börnin vilja meiri frjálsan leik og samskipti, meiri útiveru og hollan mat í bland við mikið af þemadögum og nauðsynlegar grunngreinar. Hljómar alls ekki svo vitlaust. Kannski við ættum bara að leyfa börnum að vera með í ráðum þegar kemur að því að ræða menntamál. Eða flýta aðeins fyrir ferlinu og gera þau strax að minni þjónum og meiri stjórnendum.

Tómas Ari Arnarson, 9 ára nemi í Barnaskóla Hjallastefnunnar, ætlar að verða fótboltamaður. Hvernig væri fullkominn skóli? „Það er að læra og vera mikið úti, klifra í trjánum og spila fótbolta og borða góðan mat, eins og spínatpasta. Við ættum líka að læra fleiri tungumál.“


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR

50%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Æfði í tvo tíma á dag í hálft ár til að verða Björn Borg

Einn sá besti Björn Borg þykir vera einn besti tennisleikari sögunnar. Sverrir Guðnason sést hér sem Borg ásamt Tuvu Novotny sem leikur eiginkonu tenniskappans, Mariu Simionescu, í myndinni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason hefur á síðustu árum orðið landsþekktur í Svíþjóð. Hann hefur hlotið sænsku kvikmyndaverðlaunin tvisvar og leikur tenniskappann Björn Borg í nýrri mynd. Í framtíðinni vill hann gjarnan leika í íslenskum kvikmyndum.

VILT ÞÚ VINNA GLÆSILEGT OFYR GRILL?

Grillin frá OFYR búa yfir einstakri hönnun og eldunar eiginleikum. Veglegur grillflöturinn gerir grillaranum kleift að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Grillið er stílhreint og einfalt sem gerir það að verkum að klassískar línur grillsins vinna í sátt við umhverfið.

Allir viðskiptavinir sem versla í verslun KRUMMA fram að jólum eiga kost á því að fara í pott og vinna glæsilegt grill frá OFYR að verðmæti kr,- 275.000

Dregið verður 23. desember

K

onan sem stendur hægra megin við Sverri Guðnason leikara við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu í Stokkhólmi kannast augljóslega við hann. Hún horfir þannig á hann, eins og hún eigi jafnvel að heilsa honum; lítur á hann aftur og aftur, horfir niður á borðið, og verður pínulítið vandræðaleg á meðan þau bíða saman eftir kaffinu sínu. Sverrir hefur á síðustu árum orðið landsþekktur leikari í Svíþjóð. Hann hefur hann leikið í myndum eins og Monicu Z, Flugparken og Gentlemen sem fengið hafa góðar viðtökur. Fyrir hlutverk sín í Monicu Z og Flugparken fékk Sverrir sænsku kvikmyndaverðlaunin Guldbagge og var einnig tilnefndur fyrir hlutverk sitt í Gentlemen. Þá hefur hann einnig leikið í Wallander-­ þáttunum. Fyrir nokkrum vikum var frumsýnd í Svíþjóð myndin Den allvarssama leken eftir skáldsögu sænska rithöfundarins Hjalmars Söderbergs, sem Sverrir leikur aðalhlutverkið í. Steinsnar frá kaffihúsinu, utan á bíóhúsi við götuna Sveavägen í miðborg Stokkhólms, hanga auglýsingaspjöld um ástarmyndina með ljósmyndum af Sverri í faðmlögum við mótleikkonu sína. Við fleygjum okkur Þykir sláandi líkur Borg Sverrir Guðnason þykir vera sláandi líkur Björn Borg í myndinni en auk þess að verja miklum tíma í að æfa sig í tennis hefur Sverrir reynt að líkja eftir svipbrigðum og líkamsbeitingu tennishetjunnar.

niður við borð, lepjum kaffi og Sverrir segir Fréttatímanum frá störfum sínum og lífi. Túlkar þjóðhetju Sverrir leikur tennishetjuna Björn Borg í mynd sem verið er að taka upp um einvígi hans og Bandaríkjamannsins John McEnroes í byrjun níunda áratugarins. Tökur hafa staðið yfir á myndinni í Tékklandi, Gautaborg og Monakó og lýkur þeim brátt. Leikstjóri myndarinnar er Daninn Janus Metz og bandaríski leikarinn og gjörningalistamaðurinn Shia LaBoeuf leikur John McEnroe. „Ég spilaði tennis í tvo tíma á dag í hálft ár. Ég gerði í raun ekkert annað þennan tíma, ég var bara að æfa og borða vel því þegar maður spilar svona mikið tennis þá fara kílóin af manni hratt. Ég er auðvitað ekki orðinn jafn góður og Björn Borg en ég er sæmilegur. Ég ætla að halda áfram að spila eftir myndina,“ segir Sverrir og undirstrikar að hann hlakkar til að spila með nútímalegan tennisspaða en ekki litla, þunga, gamaldags tréspaðann sem hann hefur notað í myndinni. Borg talinn stærri en Zlatan Til að undirstrika hversu stórt nafn Björn Borg er í Svíþjóð þá valdi sænska blaðið Dagens Nyheter hann sem besta íþróttamann í sögu Svíþjóðar í árslok 2014. Borg var þar á lista á undan fótboltamanninum Zlatan Ibrahimovic sem var ekki sáttur við þá niðurstöðu og sagði að hann teldi að hann ætti að vera í fimm efstu sætunum yfir bestu íþróttamenn Svíþjóðar frá upphafi. Sverrir er því að túlka sænska þjóðhetju sem hefur meðal annars hefur stofnað sitt eigið fatamerki eftir að hann lagði tennisspaðann á hilluna. Þó Sverrir hafi æft sig mikið í tennis út af Borg-myndinni – mótleikari hans, Stellan Skårsgård, hefur hælt honum í viðtali við Dagens Nyheter fyrir hversu fljótt hann komst upp á lagið með íþróttina – þá þarf stundum að nota atvinnumenn við tökurnar á vissum senum í myndinni. Ýmsum brögðum er því beitt til að gera einvígi Borgs og McEnroes sem trúverðugast. Vildi ekki gegna herskyldu Sverrir hefur eingöngu leikið í Svíþjóð á liðnum árum enda hefur hann búið í landinu frá því hann var tólf ára. Sænska er því eins og hans annað móðurmál. „Ég fæddist í Lundi en fluttist aftur til Íslands þegar ég þriggja ára. Það tók mig svona mánuð að læra sænsku þegar ég flutti hingað aftur þegar ég var tólf. Ég var svo fljótur að læra málið þannig að það heyrðist ekki á mér að ég væri ekki Svíi. En ég var kannski ekki með orðaforðann á hreinu þannig ég vissi ekki nöfnin á hlutunum.“ Sverrir var í Svíþjóð sem barn, líkt og svo margir Íslendingar hafa gert í gegnum árin, af því að foreldrar hans, Bryndís Sverrisdóttir og Guðni Jóhannesson, voru þar við nám og störf en hann ­hefur ílendst. Sverrir er gjarnan kallaður Svíi með íslenskar rætur þegar talað er um hann í sænskum fjölmiðl-

„Ég er ­auðvitað ekki orðinn jafn góður og Björn Borg en ég er ­sæmilegur.“

um. Hann er hins vegar ekki með sænskan ríkisborgararétt, bara íslenskan. „Ég er íslenskur ríkisborgari en ekki sænskur. Ég veit ekki af hverju ég hef ekki sótt um sænskan ríkisborgararétt; ég hef kannski bara ekki séð tilganginn með því. Þegar ég var yngri þá var ennþá herskylda [hún var afnumin árið 2010] og ég hugsaði að ég vildi ekki vera sænskur ríkisborgari af því ég vildi ekki ganga í herinn. Ég er kannski að spá í fá mér sænskan ríkisborgararétt núna til að geta haldið sænsk þemapartí og boðið upp á síld og spilað sænska þjóðlagatónlist.“ Síðastliðin 25 ár hefur Sverrir bara heimsótt Ísland sem gestur, mest á sumrin og til að vinna í unglingavinnunni þegar hann var yngri. Hann segist skilja að Svíar eigni sér hann þar sem hann hafi bara unnið í Svíþjóð. „En ég byrjaði að leika á Íslandi sem barn en ég hef ekkert leikið þar síðan. Ég hef oft fengið boð um hlutverk í myndum á Íslandi en ég hef ekki náð að púsla því saman við þau verkefni sem ég er með hér. En mig langar að leika á Íslandi.“ Saga af ómögulegri ást Myndirnar af faðmlaginu utan á bíóhúsinu eru af karakter Sverris, Arvid Stjärnblom, og persónunni Lydiu Stille, sem leikin er af Karin Franz Körlöf, úr Den allvarssamma leken. Sverrir segir að myndin sé „ómöguleg ástarsaga“ þeirra Arvids og Lydiu. Lydia er gift þegar hún hefur ástarsamband við blaðamanninn Arvid. Hún vill hins vegar ekki yfirgefa manninn sinn og Arvid kvænist konu sem hann elskar ekki. Þau halda hins vegar áfram að hittast þrátt fyrir þetta. „Þemað í bókinni er eiginlega: „Maður velur ekki“. Arvid lendir einhvern veginn í svo mörgu. Hann lendir í því að verða blaðamaður og byrja að skrifa gagnrýni um óperur og hann lendir í því að kvænast konu sem hann elskar ekki. Það á eiginlega við um alla í bókinni og myndinni; fólk velur ekki til fulls hvaða leið það fer í lífinu. Maður getur pirrað sig mjög mikið á þessum karakter.“ Bæði Arvid og Lydia eignast svo fleiri elskendur og eitt leiðir af öðru. Femínískari sýn Sverrir segir að myndin sé ólík skáldsögunni að því leytinu til að Arvid er sögumaðurinn í bókinni og að frásögnin eigi sér stað í gegnum hann. Í myndinni ákvað leikstjórinn, Pernilla ­August, hins vegar að segja söguna með öðrum hætti til að reyna að skilja aðrar sögupersónur betur. „Þegar ­maður sér myndina þá getur ­maður fundið til sam­kenndar með öllum persónunum. Þetta


L

1. október

U R

A IF

LAUGARDA I D G N

TAX E E R F

TaxFree dagar til mánudagsins 3. október

Sirkus Íslands kemur í heimsókn

Blár = c90/m59/y0/k Gulur = c0/m20/y100 15-50% afsláttur af umgjörðum

Gleraugnaverslunin þín

2 fyrir 1

af súrdeigs rúnstykkjum 27. sept. - 3. okt.

Litun og plokkun kr. 3.800 verð áður kr. 4.700 Vax upp hné kr. 3.500 verð áður kr. 4.700 Lúxusandlitsbað kr. 9.999 verð áður kr. 11.800 Handsnyrtingu kr. 5.000 verð áður kr. 6.800

Gulur = c0/m20/y10 Blár Vítamíndagar = c90/m59/y0 Sími 555 2056

FEBRÚAR

TILBOÐ

99KR.

© Fjarðarfréttir 201609

20-50% afsláttur af öllum vítamínum til 3. október


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

gat maður ekki í bókinni af því bókin var skrifuð þannig að maður var í hausnum á honum allan tímann og gat því bara skilið það sem hann gerði. Pernilla gerir myndina þannig að maður er með öllum karakterunum og konurnar fá meira pláss. Lydia er til dæmis ekki bara einhver draumadís úti í bæ. Í myndinni skilur maður betur af hverju Lydia gerir það sem hún gerir á meðan maður þurfti eiginlega að fatta það sjálfur í bókinni að þau voru að gera alveg sömu hlutina.“ Bókin Den allvarssamma leken var gefin út fyrir rúmri öld, árið 1912, og var því skrifuð á tíma þar sem staða konunnar í samfélaginu var allt önnur en í dag. Lydia er því kannski skiljanlegri fyrir nútímalesendur en fyrir hundrað árum. „Stundum er Lydiu lyft fram sem sporgöngukonu femínista. En ég veit það ekki: Ég held að Söderberg hafi verið svolítið pirraður á henni því hann reynir ekki að láta lesandann skilja hana. Kannski fannst lesandanum Lydia vera svolítið klikkuð fyrir 100 árum. Pernilla reynir að segja hennar sögu með Ómögulegt ástarsamband Í nýjustu kvikmynd sinni, Den allvarssamma leken, leikur Sverrir mann sem á í ómögulegu ástarsambandi.

öðrum hætti. Kannski virkar þessi saga betur í dag af því hún er svo nútímaleg,“ segir Sverrir. Hvernig er frægð í Svíþjóð? En hvernig er það fyrir Sverri að vera landsþekktur í Svíþjóð? Verður hann fyrir áreiti á götum úti? Fyrir utan að vera þekktur leikari þá hefur Sverrir einnig ratað á síður blaða sem fjalla um einkalíf fræga fólksins, meðal annars vegna skilnaða hans við barnsmæður sínar tvær. Tímaritið Café hefur kallað hann „tengdamömmudraum“, eða tengdamömmutrylli upp á íslensku, og valið hann einn af bestu klæddu mönnum landsins tvö ár í röð. Einkalíf Sverris er hins vegar ekki mikið til umfjöllunar í gulu pressunni í Svíþjóð að öllu jöfnu og segir Sverrir að hægt sé að stýra því talsvert sjálfur hversu mikla athygli einkalíf manns fær. „Stokkhólmur er svolítið eins og Reykjavík, að fólk er ekkert mikið að abbast upp á mann. En það fer svolítið eftir því hvar maður er. Ef maður fer á út á land í minni bæi þá spyr fólk mann hvað maður sé að gera þar. Eða ef maður fer í Ikea eða Gröna Lund þá getur þetta orðið svolítið mikið. En þetta er ekki óþægilegt, flestir eru bara „nice“ og vilja segja manni að

„Stokkhólmur er svolítið eins og Reykjavík, að fólk er ekkert mikið að abbast upp á mann.“

Stokkhólmur eins og Reykjavík Sverrir segir að það sé ekki erfitt að vera frægur í Stokkhólmi; borgin sé svolítið eins og Reykjavík þar sem þekkt fólk fái yfirleitt að vera í friði fyrir áreiti. Sverrir sést hér sem Arvid Stjärnblom í Den Allsvarssama Leken.

það hafi séð einhverja mynd sem þeim fannst góð. Þetta er fín borg að vera frægur í. Ef ég miða mig við Shia [LaBoeuf], til dæmis, þá er miklu erfiðara að vera frægur í Bandaríkjunum en í Svíþjóð.“ Sverrir segist hafa fundið fyrir því að konan við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu þekkti hann en að hann kippi sér lítið upp við það lengur. „Ég hugsaði meira um þetta í byrjun ferilsins. Nú er þetta meira að mamma tekur eftir því þegar hún er með mér. Flestir horfa hins vegar á mann þegar maður tekur ekki eftir því. En ég geri þetta líka sjálfur þegar ég sé einhvern frægan sem ég þekki.“ Hvað tekur svo við hjá Sverri þegar tökum á myndinni um Björn Borg er lokið? Ætlar hann á að leika á sviði, líkt og hann hefur gert í nokkur skipti, eða er einhver íslensk mynd sem hann gæti hugsað sér að leika í? „Ég er ekki alveg klár á því. Ég held að ég ætli að fara í smá frí, vera með stelpunum mínum þremur og fara í smá ferðalag eða eitthvað slíkt. Þetta er búið að vera svolítið puð.“ Sverrir klárar kaffibollann, stendur upp, kveður með handabandi og gengur út af kaffihúsinu: Hann þarf að drífa sig í tíma hjá einkaþjálfara til að halda sér í formi út af tökunum á myndinni um Björn Borg.

... í þjónustu við útgerðina Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónusta Áratuga reynsla og þekking

TIL DÆMIS: MAS 1350-S Skipsrafstöð Vél: S12R-MPTAW. 1351 kW við 1500 sn/min 50Hz Mengunarvottun : IMO2

TIL DÆMIS: SOLE SM-105 Skrúfuvél 95 Hö við 2500 sn/mín. Rúmtak: 4,996 ltr.

TIL DÆMIS: Gerð: S8U-MPTK 1343 kW við 1060 sn/mín. Borvídd x slaglengd: 240 x 260 Rúmtak: 94,10 ltr. Mengunarvottun : IMO2

Eigum úrval af viðurkenndum þenslutengjum fyrir röralagnir á lager MD VÉLAR | Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | hjalti@mdvelar.is | www.mdvelar.is


HJÓNIN VIÐ HLIÐINA EFTIR SHARI LAPENA

„UMTALAÐASTA SPENNUSAGA ÁRSINS!“ - STYLIST

KEMUR ÚT Í DAG! Sálfræðileg glæpasaga í fremstu röð. Taugatrekkjandi fjölskyldusaga um ástríður og svik, tvöfeldni og óheilindi.

„Spennuþrungin saga sem fer með lesandann í tilfinningalega rússíbanareið. Sífelldar óvæntar afhjúpanir fengu mig til að fletta áfram eins og óða.“ Tess Gerritsen

„Hrikalega grípandi, fullkomlega raunsæ og stíllinn er dásamlega knappur. Saga sem kemur manni algjörlega í opna skjöldu.“ Daily Mail


38 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Gerbreyttur heimur flutninga eftir 30 ár Mannkynið verður hið bráðasta að finna sér aðra orkugjafa en nú eru notaðir. Á yfirgefnum herflugvelli norðan við Berlín vinna vísindamenn við tilraunir í þá átt. Þar sanka endalausar raðir af sólarskjöldum að sér orku af himnum ofan og sjálft leynivopnið er stór flutningabíll sem tengdur er við rafmagnsvíra með fálmurum, með sama hætti og sporvagnar. Þjóðverjar stefna að algerum viðsnúningi í orkumálum á næstu 30 árum. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is

Á yfirgefnum sovéskum herflugvelli norðan við Berlín vinna vísindamenn hörðum höndum við að framleiða allskonar framtíðartól svo að það minnir helst á bækistöð skúrks í Bondmynd. Nema hvað að hér eru menn ekki að reyna að eyða heiminum. Þeir eru að reyna að bjarga honum. Ljóst er að mannkynið verður að finna betri orkugjafa en nú tíðkast og það fljótt, en hverjir verða á endanum ofan á veltur að nokkru leyti á því sem gerist hér. „Þetta er eins og þegar VHS og Betamax tókust á og það er ekki endilega víst að besta tæknin muni sigra,“ segir Ronan Kavanagh, írskur umhverfisblaðamaður frá Energy Intelligence, en eins og flestir vita þótti Beta vera betri tæki þótt VHS næði meiri útbreiðslu. Þjóðverjar stefna nú að svokölluðu „Energiwende,“ algerum viðsnúningi í orkumálum á næstu 30 árum. Heitið er vísun í „Die Wende,“ sem var sameining Þýskalands árið 1990. Er því gefið í skyn að breytingar þessar verði síst minni. Meðal markmiða er að 80 prósent af allri raforku verði endurnýtanleg árið 2050, að rafbílum fjölgi frá 20.000 í dag upp í sex milljónir árið 2030 og að saman-

lögð orkunotkun verði helminguð. Jafnframt ætla þeir að vera búnir að loka öllum kjarnorkuverum árið 2022. Samkvæmt Parísarsáttmálanum á að vera búið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent árið 2030, en Þjóðverjar ætla að gera enn betur og vera búnir að minnka um 55 prósent á næstu 15 árum og eru þegar komnir um hálfa leið að því markmiði. SVR tímabundið í fararbroddi En hvernig ætla menn að fara að? Sparneytnari bílar og betri skipulagning geta skilað miklu. Vinnuvélarnar á Hamborgarhöfn afferma nú og ferma skipin jafn óðum í stað þess að snúa tómhentar helming tímans. Vörubifreiðar flytja vörur í báðar áttir í stað þess að keyra tómar til baka sem minnkar eldsneytisneyslu til muna. Flestum þessum hlutum hefur reyndar þegar verið hrundið í framkvæmd og eru farnir að skila sér. Erfiðara er að ná seinni hluta markmiðanna, en til þess þarf nýja tækni og aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Vetni er einn möguleiki, en m ­ eðal helstu kosta þess eru að þegar vetni er klofið til að knýja farartæki spúir það frá sér meinlausri vatnsgufu í stað koltvísýrings. Reykjavíkurborg

Pinex® Smelt

Munndreifitöflur

H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2

250 mg

Fálmarar tengdir rafmagnsvír knýja áfram nýjan trukk frá sænska framleiðandanum Scania.

var reyndar ein fyrsta borg í heiminum til að gera tilraunir með vetnisstrætóa og voru þrír í umferð frá árunum 2003 til 2007. Fleiri borgir hafa reynt það sama en sjaldnast haldið áfram eftir að tilraunastigi lauk. Þrátt fyrir að vera umhverfisvænir og hljóðlátir þykja strætóar þessir dýrir í bæði framleiðslu og notkun, en vetni kostar mun meira en olía. Tæknin myndi þurfa að verða mjög útbreidd til þess að hún yrði ódýrari, en þangað til þarf að niðurgreiða hana. Vörubílasporvagnar Á gamla sovéska herflugvellinum við Uckermark er reynt að fara aðrar leiðir. Sjálft svæðið er svo mengað af völdum flugvéla að það hentar ekki til ræktunar. Þess í stað er búið að stofna annarskonar búgarð hér og endalausar raðir af sólarskjöldum sanka að sér orku af himnum ofan allan liðlangan daginn. Í flugskýlunum hefur skrifstofum og tilraunastofum verið komið fyrir og jafnframt hefur verið byggður æfingavegur sem ætlað er að líkja eftir aðstæðum á þjóðvegum Þýskalands. Það er hér sem við fáum að sjá sjálft leynivopnið. Sænskur trukkur frá Scania kemur keyrandi niður brautina. Að útliti er hann eins og aðrir vöruflutningabílar, nema að úr þaki hans teygja fálmarar sig upp og tengja hann við víra sem eru strengdir fyrir ofan. Rafmagnsvírinn knýr hann áfram nánast eins og um lest

Samkvæmt Parísarsáttmálanum á að vera búið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent árið 2030, en Þjóðverjar ætla að gera enn betur og vera búnir að minnka um 55 ­prósent á næstu 15 árum og eru þegar komnir um hálfa leið að því markmiði. væri að ræða. Er þá ekki allt upptalið, því þegar hann þarf að taka fram úr, eða það kemur að vegarkafla þar sem engar rafmagnslínur eru, tekur olíuvél hans við. Hann er því ekki háður vírunum, en getur notast við þá þegar við á og sparar þannig mikla olíu. Bílstjóralausir rafbílar Verkfræðingar Siemens, sem hanna bílana í samstarfi við Scania, segja að lausn þessi sé einungis raunhæf fyrir langferðabíla og trukka, en að jafnframt megi notast við rafstöðvar þessar til að fylla á rafbíla fyrir almenning. Þannig megi slá tvær flugur í einu höggi. Þeir segja að það taki um tíu ár að greiða þann kostnað sem hlýst af lagningu línanna með olíusparnaðinum einum saman, en eftir það hlýst beinn hagnaður af. Þá ber að hafa í huga að í fyrirsjáanlegri framtíð verða æ fleiri bílar bílstjóralausir, en fyrir slíka henta rafmagnsvírarnir sérstaklega vel. Auk slíkrar framtíðartækni má einnig notast við þá sem þegar er til. Sem dæmi má nefna að bandarískir trukkar eru straumlínulagaðri en evrópskir. Hinir fyrrnefndu hafa vélina framan á bílnum, en hinir síðarnefndu eru í laginu eins og múrsteinar sem gerir það að verkum að þeir nota mun meiri olíu. Kemur þetta til af því að í Evrópu er Framtíðin ber í skauti sér rafbíla, sem þjóðir heimsins stefna að.

vélarhúsið talið með þegar lagaleg hámarkslengd trukka er ákvörðuð, en í Bandaríkjunum er það mælt sér. Evrópskir framleiðendur ­óttast nú að lönd á borð við Kína kjósi frekar bandarísku framleiðsluna og eru því að breyta reglunum. William Todts hjá samtökunum Transport and Environment, sem fylgjast með því að umhverfis­markmiðum sé náð, ­segir að ­reyndar hafi átt að breyta þeim­ fyrr, en að Volvo-verksmiðjurnar hafi þá verið nýbúnar að kynna nýja trukkalínu og hafi tekist að fresta nýjum lögum um nokkur ár. Endalok bensínaldar Það verður spennandi að sjá hvort við munum einn daginn sjá sjálfvirka vöruf lutningabíla, knúna áfram með rafmagnslínum, keyra eftir þjóðvegum Þýskalands, eða jafnvel hringvegi Íslands. Flestir eru sammála um að engin allsherjarlausn hafi verið fundin, heldur eru menn að notast við fjölbreytilegar aðferðir, en líklegt er að undir lok aldarinnar verði flestar eða allar bifreiðar knúðar á allt annan hátt en þær eru nú „Það er merkilegt að fyrir rúmum 100 árum notuðust menn helst við rafmagn til að knýja bíla,“ segir Írinn Kavanagh. „En eftir að menn hættu að nota olíu til að lýsa upp borgir vantaði olíuiðnaðinn nýjan vettvang fyrir vörur sínar og það kom í ljós að bensínbílar voru mun langdrægari.“ Með langdrægum rafmagnsbílum má ef til vill fara að hlakka til að hinni háværu og mengunarsömu bensínöld fari að ljúka.


60% Gjafir fyrir öll

Yfiri r !4000 Allt að tækifæ titlar frá öllum Allt

9 0 % 9 0 afslá % að

á Fiskislóð 39 Opið alla daga kl. 10–19

helstu útgefendum landsins!

afstlátu ttrur

AukAAfsláttur % 5auk0 r lá s aaf ttu

% 0 5 ttur lá s f a auka

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .

Bókamarkaðsverð 2.990 kr.

Bókamarkaðsverð 5.990 kr.

Nú 1.495 kr.

Nú 2.995 kr.

% 0 5 ttur lá s f a a k u a

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .

Bókamarkaðsverð 4.990 kr.

Nú 2.495 kr.

Fjöldi titla sem fást eingöngu á bókamarkaðnum

% 5 7 láttur s f a a auk

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .

Bókamarkaðsverð 4.990 kr.

Nú 1.250 kr.

Bókamarkaður Forlagsins · Fiskislóð 39 · 101 Reykjavík · forlagid@forlagid.is · Opið alla daga kl. 10–19

*Birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .


40 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Stundum gerast góðir hlutir of hægt

Metrópólítan óperan í New York er eitt virtasta óperuhús veraldar. Það vakti nokkra athygli þegar tilkynnt var að á yfirstandandi starfsári verður á dagskrá óperuhússins óperan L’Amour de Loine eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho, sem frumflutt var á Salzborgarhátíðinni árið 2000. Þetta mun vera í fyrsta sinn í sem ópera eftir konu er tekin til sýninga við óperuhúsið í New York frá árinu 1903, eða í 113 ár, en þá var sýnd óperan Der Wald eftir Ethel M. Smyth. Smyth var enskt tónskáld og baráttukona fyrir réttindum kvenna og almennum kosningarétti í Bretlandi. Í viðtali við New York Times um frumflutninginn sagði Saariaho að biðin eftir óperu eftir kventónskáld sýndi hve hægt þessi mál væru að þróast, en sagði jafnframt að þau þróuðust samt, í tónlist eins og á öðrum sviðum.

Eru konur að taka yfir norræna tónlist? Norrænir músíkdagar hófust í gær í Reykjavík þar sem hægt er að taka sér far með nýjum straumum í norrænni samtímatónlist. Tónlistarhátíðin er elsta samstarf Norðurlandanna á menningarsviðinu, fyrst haldin árið 1888. Í fyrsta sinn nú er hlutur tónskálda af báðum kynjum jafn í dagskrá hátíðarinnar, en hún fer fram í Hörpu um helgina. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Guðný Þóra Guðmundsdóttir er listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga að þessu sinni. „Það er tæplega hægt að segja að konur séu að taka yfir norræna samtímatónlist,“ segir Guðný spurð um þá staðhæfingu. „Enn eru bara 14 til 20 prósent tónskálda í tónskáldafélögum Norðurlandanna kvenkyns. Þetta snýst frekar um meðvitund þeirra sem setja saman dagskrá hátíða og stofnana á Norðurlöndum. Meðvitund um að jafna hlut kynjanna er að aukast og uppsveiflan í þessum málum er vissulega mikil.“

Marcella Lucatelli er ein af tónskáldunum sem koma fram á Norrænum músíkdögum í Reykjavík um helgina. Forvitnileg dagskrá hátíðarinnar er öllum opin. Verk Lucatelli dansa á landamærum gjörningalistar og tónlistar. Mynd | Lars Bjarnø

Guðný Þóra telur að Norðurlöndin séu framar á þessu sviði en til dæmis þjóðir sunnar í Evrópu. Hér norður frá hafi konur gert sig mun meira gildandi í samtímatónlist, en til dæmis í Þýskalandi. Á stórum evrópskum tónlistarhátíðum sé illa hallað á tónlist kvenna. Tónskáldin á hátíðinni í Hörpu senda inn verk á hátíðina. Guðný segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun að líta vel á verkin

LJÓSADAGAR -20%

% 20–50 r af

-30%

afsláttu inniljósum

Áður: kr. 14.895

Áður: kr. 9.885

HANGANDI LJÓS

DRAGLJÓS

11.916 kr. 6.920kr. Fjórir litir í boði

-30%

-30%

Áður: kr. 8.895

Áður: kr. 14.995

10.497kr. HANGANDI LJÓS

Litir: Svart/grátt/hvítt

6.227 kr. VEGGLJÓS

Litir: Svart/grátt/hvítt

-30% Áður: kr. 6.995

4.897 kr.

-20% Áður: kr. 2.995

2.396 kr. KÚPULL

Sex litir í boði

-30% Áður: kr. 16.450

11.515 kr. HANGANDI LJÓS

HANGANDI LJÓS

Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík

með það fyrir augum að auka hlut kvenna, takmarkið hafi verið að hlutur þeirra væri 30-35 prósent í dagskránni. „Það var síðan gleðilegt að gæði verkanna voru það mikil að jafnt hlutfall náðist. Það var óvænt ánægja.“ Eins og á fleiri sviðum samfélagsins vantar ungar tónlistarkonur fleiri fyrirmyndir á sviði tónsmíða. „En þetta er allt að breytast og vitundarvakning undanfarinna ára virðist vera að skila sér. Tónskáldasamfélagið er að verða fjölbreyttara,“ segir Guðný en bætir við að mikilvægt sé að kventónskáld losni að lokum undan því að rætt sé um verk þeirra sem verk kventónskálda. Alltof oft gerist það að gagnrýnendur og aðrir sem fjalla um tónlist leggi út frá þeirri staðreynd, en tónlist er bara tónlist, hvert sem kyn tónskáldsins er. „Kannski er stóra málið nú að frelsa okkur undan því að vera alltaf „kventónskáld“ frekar en fyrst og fremst tónskáld og listamenn.“ Mesta plássið á Norðurlöndum Marcela Lucatelli er frá Brasilíu en hefur búið í Danmörku í tíu ár. Hún lærði tónsmíðar í tónlistarháskólanum í Esbjerg og er í danska tónskáldafélaginu. Hún segir talsverðan mun á löndunum tveimur þegar kemur að nýrri tónlist og viðmóti gagnvart konum í listgreininni. „Í Sao Paulo, þaðan sem ég kem, og reyndar víðar í landinu er að finna ágætlega sterka feminíska tónlistarsenu en samt er mikill munur á Brasilíu og Norðurlöndum þegar kemur að stuðningi og athygli sem konur í tónlist fá,“ segir Lucatelli. „Á Norðurlöndum er miklu meira pláss og það er meiri hefð fyrir því að hlusta á tónverk kvenna, ég er mjög stolt af því að vera orðin hluti af norrænni tónlist.“ Lucatelli er upphaflega söngkona, kemur oft fram í verkum sínum og veltir mikið fyrir sér röddum, söng og tengslum tónlistar og tungumáls. Hún segist vilja hrista upp í áheyrendum sínum og ekkert endilega láta þeim líða of vel. „Það er kominn tími á að hlusta á konur og veita því fulla athygli sem þær eru að fást við í tónlist og öðrum listgreinum. Ef horft er yfir tónlistarsöguna er ljóst að við höfum ekki alltaf hlustað. Núna erum við upptekin af því að leita í nýjar áttir og verða fyrir nýrri reynslu sem er ólík því viðtekna. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess sem hefur verið þaggað niður með einum eða öðrum hætti, það á jafnt við um tónlist kvenna og minnihlutahópa,“ segir Lucatelli.

Guðný Þóra Guðmundsdóttir

Marcela Lucatelli

Halla Steinunn Stefánsdóttir

Allar hétu þær -dóttir Nordic Affect tónlistarhópurinn hefur á undanförnum árum vakið nokkra athygli í íslensku tónlistarlífi og víðar fyrir forvitnilega nálgun á bæði nýjar og gamlar tónsmíðar. Hópurinn hefur unnið mikið með kventónskáldum og beint kastljósinu líka að hlut kvenna í tónlist á öldum áður, sem alltaf er að koma betur í ljós að var meiri en áður var talið. Hópurinn sendi frá sér plötuna Clockworking í fyrra. „Það tók gagnrýnendur í Bandaríkjunum ekki langan tíma að fatta að öll nöfn flytjenda og tónskálda enduðu á -dóttir,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi hópsins. Hún segir að viðbrögð gagnrýnenda við þeirri uppgötvun hafi verið jákvæð og platan fékk víða fínustu umfjöllun. Halla er bæði flytjandi og tónskáld á Norrænum músíkdögum, en jafnframt hefur hún nýlega hafið listrannsóknir í doktorsnámi sínu við Lundarháskóla í Svíþjóð. Sjálf er hún að mörgu leyti til merkis um þá þróun sem átt hefur sér stað innan fræða og listsköpunar að undanförnu, þar sem gamlar línur eru riðlast. „Í auknum mæli eru sett spurningamerki við þann aðskilnað sem ríkt hefur milli skapanda og flytjanda. Þverfaglegt samstarf á sér æ oftar stað og það krefst óneitanlega nýrra vinnuaðferða. Sumir vilja líta á þær breytingar sem eiga sér stað í listum og í raun á ýmsum öðrum fræðasviðum sem skref í burtu frá karllægum gildum og yfir í kvenlæga sýn á heiminn. Þetta á jafnt við um aukið samstarf innan lista, eða það að hlusta á og tengjast heiminum á annan hátt, verða meðvitaðri um heildina en um leið hið einstæða.“


AFMÆLIS VEISLA

10 ÁRA AFMÆLISVEISLA Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN LANDSINS * 20 Þ ÚSUND

E5-573G

AFSLÁTT

VERÐ ÁÐ UR UR 99.990

NÝJASTA 2017 KYNSLÓÐ FARTÖLVA!

3 GA

• • • • • • • • •

DA Ð TILBO 5

Intel Pentium Dual Core 3558U 1.7GHz 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 256GB SSD ofur hraður diskur 15.6’’ FHD LED Anti-Glare 1920x1080 2GB GeForce GT 920M leikjaskjákort 2.0 TrueHarmony Wide Range hljóðkerfi 1300Mbps WiFi MU-MIMO, BT 4.0, USB 3.0 720p Crystal Eye HD Skype vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

30. september 2016 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

20

IPS

VERÐ ÁÐ UR UR 179.990

YOGA700

• • • • • • • • •

Intel Core i5-6200U 2.8GHz Turbo 4xHT 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 256GB SSD ofur hraður diskur 14’’ FHD IPS 1920x1080 fjölsnertiskjár Intel HD 520 DX12 Skylake skjákjarni AccuType lyklaborð með baklýsingu 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0 Glæný rafhlöðutækni allt að 7 tímar Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

7”MOBII

7’’ IPS fjölsnertiskjár 1024x600 Quad Core 1.3GHz A53 64-bit örgjörvi Hexa Core Mali T720 DX11 3D skjákjarni 8GB flash og allt að 32GB microSD 4G-LTE, 300Mbps WiFi, BT 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 4 tímar USB2 micro og microSD kortalesari 2x vefmyndavélar 2MP FHD og 0.3MP Android 5.1 Lollipop og fjöldi forrita

HÆGT AÐ SNÚA 360°

FYRIR POKÉMON GO!

R

UR 4.990

Ý N SENDING

0 2.495 5 AFSLÁTT % UR

HITZ

4 LITIR

HEYRNARTÓL

GW100

GPSKRAKKAÚR ENGAR ÁHYGGJUR MEÐ WONLEX!

12.990

FSLÁTTU

VERÐ ÁÐ

54.990

RT SÍMKO TEKUR ÖLLUM FRÁ LÖGUM É F SÍM

• • • • • • • • •

Nýjasta kynslóð leikjatölva frá Sony 500GB harður diskur fyrir alla leikina Notar HDR tækni fyrir ótrúlega dýpt Spotify, Netflix, Youtube ofl öpp Fullkominn HD margmiðlunarspilari;) Taktu upp öll flottustu atvikin og deildu Styður PlayStation VR græjur;) Öflugri, þynnri og léttari ný kynslóð Nýr þráðlaus Dual Shock 4 stýripinni

NÝ KYNSLÓÐ LEIKJATÖLVA!

LENT!

159.990

5 0% A

34.990 22” 24.990 | 24” 27.990

G 4 SIM DUAL

3

• • • • • • • • •

28’’ VA-LED FHD 1920x1080 skjár 3000:1 native skerpa og True 8-bit litir 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina Flicker-free og Low Blue Light tækni 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Einstök myndgæði með Wide Color Gamut 2x HDMI 1.4, VGA, HDMI kapall fylgir

7

DAGA TILBOÐ

PS4SLIM

FULL HD SKJÁR

M7410

80QD008SMH

ÖFL OG LÉTTARI

I

28”VALED

FÆST Í3 FÆST 2ÍLITUM LITUM FRÁBÆR SKÓLANN! FÆST ÍÍ 2LITUM

AFSLÁTT

ALLT 2x HDM

• • • • • • •

NI STÝRIPIN FYLGIR

SLÓÐ KYN UGRI, ÞYNNRI

TENGDU TENGI;)

PS4

GC2870H

VERÐ ÁÐ 49.99 UR 0

79.990

ÞÚSUND CORNING GO FJÖLSNERT RILLA GLASS ISK 178° SJÓNA JÁR MEÐ RHORNI

IS TILBOÐ

TPL408E2K

5.995

VERÐ ÁÐ UR 11.990

Ertu íErtu í m m vandræðu vandræðu þráðlausa með þráðl með ausa netið?netið?

NET YFIR RAFMAGN

Bráðsniðugt og vandað GPS krakkaúr með 1.22’’ LED lita snertiskjá, SOS takki fyrir neyðarsímtal og SMS sendingu með staðsetningu.

3 LITIR S SO PPUR

MICRO

SIM

HNA

M VIRKAR MEÐ ÖLLU SIM KORTUM:)

A SENDIR BOÐ Í SÍM FORELDRA!

2TB00

19.9

• • • • • • • • •

1.22’’ lita LED snertiskjár Allt að 10 símanúmer í símaskrá Hægt að velja 3 SOS símanúmer Með innbyggðri vekjaraklukku Viðvörun kemur í síma ef úr er tekið af Hægt að skoða ferðir barnsins yfir daginn GEOgirðing varar við ef úr fer út fyrir svæði Allar aðgerðir stjórnast úr síma foreldra App í boði fyrir IOS og Android

9.990 WONLEX GPS KRAKKAÚR

1TB SLIM

12.990

AFMÆL

IS

TILBOÐ

ENZO

29.990

VERÐ ÁÐ 34.99 UR 0

4 LITIR

KEMUR

FJÓRUMÍ LITUM!

1TB SLIM FLAKKARI

LEIKJASTÓLAR

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

SENDUM

FRÍTT

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

UR ARTÖLV ALLAR F R E B Í SEPTEM

*Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016

Fullbúinn skólafélagi! Með full HD skjá, ofur hröðum SSD disk, öflugra þráðlausu neti og Nvidia leikjaskjákorti fyrir alla grafíska vinnslu.

FULL HD

AFMÆL

P20E


42 |

Kerrur

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

GOTT UM HELGINA

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Bragðmiklar súpur í Friðarhúsi

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.

Frá Feneyjum í Hafnarhúsið Í Feneyjum getur að líta annað hvert ár eitthvað af því helsta sem myndlistarmenn heimsins hafa að bjóða þegar myndlistartvíæringurinn (bíenal) er haldinn þar í borg. Stundum ferðast verkin sem þar verða til um veröldina þannig að fleiri geti notið en bara þeir sem heimsækja vatnaborgina eilífu. The Enclave, kvikmynda- og hljóðinnsetning írska listamannsins Richard Mosse, hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hún var frumflutt á Feneyjatvíæringnum árið 2013. Myndefnið var tekið upp í Kongó þar sem Moss, kvikmyndatökumaðurinn Trevor Tweeten og tónskáldið Ben Frost dvöldu meðal vopnaðra uppreisnarmanna til að safna myndefni. Verkið er innblásið af meistaraverki bandaríska rithöfundarins Joseph Conrad. Eftir opnun verksins munu aðstandendur verksins sitja fyrir svörum. Hvar? Hafnarhús, Listasafn Reykjavíkur. Hvenær? Opnun kl. 20 í kvöld. Spurningar og svör kl. 21.

Afrískir taktar í Gamla bíói VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams

Sýningareintak á staðnum.

Friðarhús er, eins og nafnið gefur til kynna, helgað friði. Samtök hernaðarandstæðinga boða þar reglulega til funda og ræða erjur og stríðsbrölt mannanna og hvernig megi stemma stigu við þeim ósóma. Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti er súpuveisla. Boðið verður upp á hnausþykka fiskisúpu friðarsinnans og grænmetissúpu róttæklingsins og auðvitað er kaffi og kaka á eftir. Ásdís Thoroddsen mun að loknu borðhaldi lesa úr nýútkominni skáldsögu sinni sem heitir Utan þjónustusvæðis – krónika. Hvar? Friðarhús, Njálsgötu 87. Hvenær? Föstudagskvöld kl. 19. Hvað kostar? 2000 kr.

VÍKURVAGNAR EHF.

Fest Afrika Reykjavík er tónlistar- og menningar hátíð sem nú er hafin í Gamla bíói og víðar í Reykjavík. Það var trommarinn og dansarinn Cheick Bangoura, sem búið hefur á Íslandi frá 1999, sem stofnaði hátíðina árið 2009 og hefur hún vaxið og dafnað. Hátíðin heldur áfram í kvöld og á morgun og lýkur loks á sunnudag. Íslenskir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið en öll á tónlistin það sameiginlegt að eiga þræði sem liggja aftur til Afríku, eins og kannski á við um alla tónlist almennt. Á hverju kvöldi eru tónleikar en það er líka fjölmargt annað á dagskrá, til dæmis ráðstefna um ýmislegt er varðar Afríku á morgun, laugardag, klukkan. 10. Hvar? Tónleikar í Gamla bíói, ýmis dagskrá víðar. Sjá slóðina festafrikareykjavik.com Hvenær? Tónleikar hefjast kl. 21 í kvöld, laugardag og sunnudag. Hvað kostar? 3900 kr. á tónleikana, helgarpassi 9900 kr, en líka ókeypis viðburðir í boði.

Velheppnaður skólabragur Áhugafólk um skólamál ætti ekki að missa af ráðstefnu um skólabrag sem fram fer í dag þar sem fjallað verður um inngrip og úrlausnir í samskiptavanda nemanda innan grunnskólans. Góður skólabragur kemur í veg fyrir samskiptavandamál og dregur úr líkum á áhættuhegðun á samfélagsmiðlum. Það er Erindi, samtök á sviði uppeldismála, sem standa fyrir ráðstefnunni. Þarna verða meðal annars kynnt átaksverkefni sem farið hefur verið í þessum málum í Kársnesskóla og danskir sérfræðingar segja frá úrræðum gegn einelti og áhættuhegðun sem notuð hafa verið í Danmörku. Hvar? Salurinn í Kópavogi Hvenær? Föstudag kl. 14-16.45 Hvað kostar? Ókeypis og allir velkomnir.

Ljósir tónar í hádeginu Íslenski flautukórinn er duglegur að halda hádegistónleika í Listasafni Íslands. Tónleikar þessa óvenjulega kórs eru reglulega í boði í sérstakri hádegistónleikaröð sem fram fer síðasta föstudag hvers mánaðar og ætlað er að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Yfirskrift tónleikanna nú er Ljósir tónar og tengist hann sýningu á verkum Valtýs Péturssonar sem opnuð var í safninu á dögunum. Það eru Berglind Stefánsdóttir og Karen Erla Karólínudóttir sem leika verk eftir Hoffmeister, Kuhlau og loks hugleiðingar Bjargar Brjánsdóttur um þrjú íslensk þjóðlög. Hvar? Listasafn Íslands við Tjörnina. Hvenær? Í dag, föstudag, kl. 12. Hvað kostar? Alveg ókeypis.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

Umræður um pólskar kvikmyndir og partí Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kvikmyndahátíðin RIFF er komin af stað. Pólland er í sérstökum fókus á hátíðinni en pólsk kvikmyndalist á sér langa og merka sögu. Þá sögu og gerjun í pólsku bíói dagsins í dag á að ræða á málþingi í dag en fjölmargar pólskar kvikmyndir og stuttmyndir eru sýndar á hátíðinni. meðal annars tíu kvikmynda röðin Boðorðin 10 sem unnin var fyrir pólska ríkissjónvarpið og leikstýrt var af meistara Krzysztof Kieslowski, sem þekktastur er fyrir kvikmyndirnar Rauður, Hvítur og Blár. Annars eru myndirnar í pólsku deild hátíðarinnar með eindæmum fjölbreyttar. Í kvöld er síðan pólskt partí með pólskri tónlist, en ekki hvað? Hvar? Málþing um pólskar kvikmyndir í Norræna húsinu. Partí á Hlemmur Square. Hvenær? Málþing kl. 15. Partí kl. 21. Hvað kostar? Ókeypis


d u g l o a r f ul l k r y M

„Sofi Oksanen kann að koma á óvart.“ HELSINGIN SANOMAT

Norma Ross stendur skyndilega ein uppi þegar móðir hennar lætur lífið á voveiflegan hátt. w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


44 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Vinnustofan: Flóran og kötturinn Kústur Á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur stendur fallegt hús eftir arkitektinn Skúla H. Norðdahl. Í þessu fallega húsi býr blómamálarinn Eggert Pétursson og er með vinnustofu. Eggert og flóran. Mynd | Rut.

Hamingjumoli: Tilvera sem hefur engan tilgang

Eggert deilir vinnustofu sinni með Mist og Kústi, tveimur heimilisköttum sem eiga það til að hanga nálægt Eggerti meðan hann vinnur. Hann mætir á vinnustofuna um leið og hann vaknar og er þar fram að miðnætti og hlustar á plötur úr safninu sínu til að halda sér við efnið. Eggert var að fara síðustu umferð yfir verk sem hann var að vinna að, fyrsta verkið sem hann klárar á þessu ári. „Þetta eru hæstu blóm, blóm sem vaxa á fjallstoppum. Þarna er jöklasóley

í miðjunni og svo er vetrarblóm, steinbrjótur og fjallaskarfakál.“ Stór hluti af degi Eggerts fer fram niðri í kjallara á vinnustofu hans: „Þess vegna er vinnustofan heima, annars væri ég aldrei heima. Mér finnst vinnustofa vera staður þar sem meður hefur bækur, mér leiðist svona verkstæðistilfinning. Ég vil hafa bækur og plötur og heimilislegt, þótt það sé nú ekkert rosalega heimilislegt í augnablikinu,“ segir blómamálarinn og hlær. | hdó

Innflytjandinn: Pauline McCarthy

Hamingjan er ekki raunveruleg. Hún er manngert fyrirbæri, mælistika sem við notum til að réttlæta tilveru sem hefur engan tilgang … annan en að vera hamingjusamur. xoxo | Mystique

„Ég byrjaði á breytingaskeiðinu þegar ég var 45 ára og skildi ekkert hvað var að gerast,“ segir Pauline McCarthy. Mynd | Rut

TVÆR SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS Á AÐEINS 6.900 KR. SPARAÐU ALLT AÐ 42% AF ALMENNU MIÐAVERÐI

dA a D

NS a D

KORTASALA WWW.ID.IS 568 8000

Missti minnið og skildi ekki af hverju Pauline McCarthy hefur tileinkað líf sitt því að koma breytingaskeiðinu út úr skápnum. Hún hefur búið á Íslandi í 24 ár og segir Akranes vera gimstein Íslands. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

É

g kom hingað fyrst þann 19. desember árið 1992 og það fyrsta sem ég lærði að segja var gleðileg jól,“ segir Pauline McCarthy og skellihlær. Stuttu eftir að Pauline kom hingað frá heimabæ sínum, Glasgow, giftist hún íslenskum manni sem hún skildi við stuttu síðar. „Ég elska Íslendinga svo mikið að ég er búin að giftast tveimur,“ segir hún og hlær ennþá meira. „Ég fann mér annan miklu betri og við höfum verið gift í 12 ár.“ „Við fluttum hingað á Akranes því sonur okkar, sem er einhverfur, var lagður í svo mikið einelti í Reykjavík. Við vorum orðin alveg úrræðalaus þegar læknirinn hans

ráðlagði okkur að flytja í umhverfi þar sem engin þekkti hann, og hann mælti með Akranesi. Þremur mánuðum síðar vorum við flutt hingað og það bjargaði lífi sonar míns. Þetta var ein besta ákvörðun lífs míns og Akranes er yndislegur bær, gimsteinn Íslands.“ „Ég byrjaði á breytingaskeiðinu þegar ég var 45 ára og skildi ekkert hvað var að gerast. Fyrstu einkennin voru minnisleysi og ég var skíthrædd um að ég væri komin með alzheimer, ég skildi ekkert. Ég fór í allskonar próf og fékk svo þau svör að þetta væru afleiðingar af stressi og hormónabreytingar. Mér var svo létt því það þýddi að þetta myndi batna þegar þessu skeiði lyki. Ég fór á fullt í að leita að upplýsingum á netinu en fann ekkert nema hundleiðinlegar og þurrar læknisfræðilegar greinar. Ég komst að því að breytingaskeiðið var ennþá algjört tabú svo ég ákvað að mitt markmið í lífinu yrði að koma breytingaskeiðinu út úr skápnum,“ segir Pauline sem hefur síðastliðin tíu ár haldið úti vefsíðu um breytingaskeiðið auk þess að ferðast um Bretland og Bandaríkin með sýningu þar sem hún fjallar um breytingaskeiðið á persónulegan hátt, alltaf með húmorinn að leiðarljósi. „Ég er líka með hlaðvarp á vefsíðunni þar

Ég komst að því að breytingaskeiðið var ennþá algjört tabú svo ég ákvað að mitt markmið í lífinu yrði að koma breytingaskeiðinu út úr skápnum

sem ég tala um allt sem viðkemur þessu tímabili í lífi okkar kvenna og ég er með hlustendur alla leið til Ástralíu og Suður-Afríku.“ „Mitt breytingaskeið er ekki ennþá búið. Meðaltíminn er fimm ár en ég er ein af þessum heppnu sem þarf að lifa með því lengur,“ segir Pauline og hlær. „Það eru ekki bara konur sem hafa samband við mig til að fá upplýsingar heldur líka karlmenn. Þeir spyrja mig hvað í ósköpunum hafi eiginlega komið fyrir eiginkonur þeirra, þær hafi breyst í bandbrjálaðar nornir og þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við. Og þá útskýri ég að þetta séu bara hormón. Og að besta leiðin sé að minnka sykurát og stress og byrja að stunda jóga. Ég reyni að gera þetta allt sjálf þó ég eigi reyndar erfiðast með að sleppa sykrinum.“


Innréttingar Innréttingar Íslensk hönnun – þýsk gæði

Íslensk hönnun – þýsk gæði

Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhúsEirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innan­ sarkitektum og sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í hússar kitektum og sérsmíðaðar í fullkominni verk­ Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem smiðjutíma í Þýska landi. Einingarnar samsettar til sparar í uppsetningu og tryggirkoma meiri gæði. landsinsokkar sem sparar tíma uppsetningu og tryggir Sérstaða fellst í því aðíbjóða heildarlausn fyrir meiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða eldhúsið. Höfuðáhersla er heildarlausn fyrir þjónustu eldhúsið.og lausnir sem falla að þörfum lögð á persónulega og lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna ogog Höfuðáhersla er lögð á persónulega þjónustu eldhústækin og tryggðu þér lausnir sem falla að þörfum og lífsstíl hvers og eins. raunveruleg á réttu verði.tilboð í innréttinguna Líttu við hjágæði okkur og fáðu Hönnun og ráðgjöfog á staðnum. og eldhústækin tryggðu þér raunveruleg gæði

á réttu verði.

Innréttingar

Íslensk hönnun – þýsk gæði Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektum og sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggir meiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfum og lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum.

EIRVÍK Innréttingar Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is


46 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Hvað gerist þegar sígildum gallabuxum er breytt? Þá er líklegt að einhverjir rísi upp og mótmæli.

Teygja í 501 Tíska dettur sjald­nast að himnum ofan og oft á sígild tíska sér langa og merka sögu. Það á við um 501 gallabuxurnar frá Levi’s Þessi sem fyrirtækið byrjaði að náði að fetta sig og framleiða árið 1890 og bretta í 501 gallabuxum án hafa síðan notið mikilla þess að nota þurfa stredsefni. vinsælda.

Buxurnar eiga leggjast þétt að líkamanum og hafa síðan veðrast og fagurblár liturinn dofnað lítillega með þvotti. Í síðustu viku tilkynnti gallabuxnarisinn engu að síður að nú yrðu gerðar breytingar á þessari klassísku hönnun, í fyrsta sinn í 143 ára sögu þessa menningarfyrirbæris sem bandaríska fyrirtækið hefur flutt um heim allan. 501 buxurnar eru nefnilega að fá „streds-meðferðina“ eins og það var orðað í fréttatilkynningu. Hreintrúarmenn á gallabux-

ur hafa fussað nokkuð yfir þessu og segja það ekki samræmast vel hefðinni að teygjanleiki þessa dáða fatnaðar sé aukinn, en talsmenn fyrirtækisins sverja af sér allar útlitsbreytingar. Þeir segja að munurinn verði aðeins skynjanlegur þegar notandinn sé kominn í buxurnar. Íhaldsmennirnir vilja ekki endilega tengja buxurnar stredsefni sem yfirleitt er frekar tengt þröngum pilsum, leggings-buxum og jógabuxum. Það þykir ekki

samrýmast vel þeirri ímynd sem gallabuxurnar hafa haft, sem tengist vinnu, endingargildi og ákveðinni hörku. Markaðsmenn Levi’s þykjast samt finna að breytinga sé þörf og að neytendur séu að leita að fatnaði sem býður upp á meiri sveigjanleika og auðveldar fólki að hreyfa sig í heimi sem er sífellt á ferðinni. Hvort breytingar á þessari sígildu vöru ganga upp, verður að koma í ljós. | gt

Prakkara­ kisi leggur undir sig Pétursbúð Kötturinn Kókó hefur komið ítrekað í Pétursbúð í Vesturbænum í Reykjavík undanfarna viku og hjúfrar sig í hillu sem geymir salernKötturinn Kókó hefur gert sig heimakominn í Pétursbúð. Mynd | Hari isvarning og á það til að stilla sér upp hjá harðfiskforða bauðst til að labba með köttinn komið saman til að meta hvað verðbúðarinnar. Fréttatíminn að heimili hans en þegar þangað ur gert í málum kattarins. Ákveðið sendi ljósmyndara á vettvang. var komið voru öll ljós slökkt og hefur verið að leyfa Kókó að ganga Send voru út boð á eigendur um að sækja köttinn en ekkert svar hefur borist. Viðskiptavinur á vettvangi

enginn heima. Þegar Fréttatíminn náði tali af starfsmanni Pétursbúðar sagði hann að rannsóknarnefnd hefði

frjálsum um verslunina svo lengi sem hann truflar ekki viðskiptavini og klórar ekki í eigur búðarinnar. Sátt hefur því náðst í málinu. | hdó

Gísli að hjóla um vegi Watopiu í stofunni sinni.

Engin hrekkjusvín í Zwift

Hjólreiða- og samfélagsforritið Zwift er að verða æ vinsælla á Íslandi. Í forritinu getur hver sem er hjólað með hverjum sem er frá öllum heimshornum á útópísku eyjunni Watopia fyrir framan tölvuskjá á heimili sínu.

H

Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

jólreiðakappinn Gísli Ólafsson hefur stundað leikinn Zwift í eitt og hálft ár en hefur verið að leika sér í samskonar leikjum síðan 2001. Hann hefur reynt að fá alla fjölskylduna til að taka þátt í leiknum og hefur hann náð að plata konuna sína að stíga á hjólið nokkrum sinnum.

Hristir letina af Gísli Ólafsson nýtir sér Zwift forritið sitt 6 daga vikunnar. Hann tengir hjólið sitt við þjálfunarbúnað og hjólar um vegi Watopia: „Ég er tengdur við tölvu og þegar best lætur þá er ég með sjónvarpið fyrir framan mig. Aðal málið er að þú ert að hjóla með lifandi fólki. Ef ég er að hjóla upp eitthvert fjall í Zwift og er latur þá kemur alltaf fólk og fer fram úr mér og það gefur mér spark í rassinn til að ná að hrista letina af.“

Minnkar útiveruna Leikir með samfélagsmiðlaívafi geta oft orðið ávanabindandi. Gísli segist ekki finna fyrir því að leikurinn verði að fíkn en hreyfing í sjálfu sér sé alltaf ávandabindandi. Gísli hefur einnig kynnst allskyns fólki frá öllum heimshornum: „Ég kynntist einum besta vini mínum í eldri leiknum sem býr í Þýskalandi og ég er búin að fara og hitta hann tvisvar ytra. Það eru allskonar keppnir og viðburðir sem maður mætir á. Á veturna á Íslandi getur verið ógeðslegt veður þannig það getur verið mjög freistandi að fara þangað frekar en út. Þannig þetta minnkar eitthvað útiveruna.“ Ef maður klessir á einhvern í leiknum, hvað gerist þá í raunveruleikanum? Leikurinn er þannig að hann passar að þú klessir aldrei á neinn, þannig það eru engin hrekkjusvín í Zwift.


SÓFA OG STÓLA

DAGAR SCANDINAVIAN DESIGN

Retro sófi - 3 sæta

Verð: 93.675

DÖNSK GÆÐAHÖNNUN

Verð:

20%

135.920

Scandinavian stólar í úrvali

SKETCH

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

FRÁBÆRT ÚRVAL

- kerti og ilmur Winner - 3 sæta

Verð:

167.920

DAWOOD

VIOLINO

20% AFSLÁTTUR

20% 30% AFSLÁTTUR

Tomcat - hvíldarstóll VERIKON

Leðursófar

Bach stólar - margir litir

SKETCH

20%

20%

AFSLÁTTUR

Hvíldarstólar - base, hvítur og svartur

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Morris sófi

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar

VIOLINO

Skern sófi

20-50%


HAUSTLAUKAR

FRÁ 495KR.

Status | borðlampi Vnr. 52266090

12.745.fullt verð 16.995.Plast, 35cm, E27.

ERIKA & CALLUNA

395KR./STK

BREIDD OG GRANDI Dalma | loftljós Vnr. 52269347

MARKAÐSDÖGUM

LÝKUR UM HELGINA

30%

5.995.fullt verð 7.995.Kopar, E27.

AUKAAFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Á MARKAÐSTORGI

Á BÍLASTÆÐI BYKO BREIDD Gentle | loftljós Vnr. 52269350/51

FÖSTUDAG 12-18 LAUGARDAG 10-16 SUNNUDAG 12-16

byko.is

18.745.fullt verð 24.995.-

Brúnt/grátt, 45cm, 4 x E27.


Embla | loftljós

Amber | loftljós

9.745.-

8.995.-

Vnr. 52238389

Vnr. 52238388

fullt verð 12.995.-

fullt verð 11.995.-

Gler, E27.

Gler, E27.

Allar perur á

25% afslætti Status | loftljós

Bambus | loftljós

14.995.-

9.745.-

Vnr. 52266088

fullt verð 19.995.Plast, 31cm, E27.

Synergy | borðljós Vnr. 52269360

4.495.fullt verð 5.995.-

Málmur, svart, E27.

Vnr. 52238288

fullt verð 12.995.35cm, viður, E27.

Bambus | loftljós Vnr. 52238448

13.495.fullt verð 17.995.-

Gitter | loftljós

Vnr. 52238126/332/331/125

4.495.fullt verð 5.995.-

Kopar/ króm/ messing/ svart, E27.

Afsláttur af öllum ljósum

25%

frá 28. september til 24. október

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda frá 28. september til 24. október 2016 eða á meðan birgðir endast.

45 cm, viður, E27.


50 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016

Pólverjar kalla enn á frelsi „Það eru tvær pólskar kvikmyndir sem ég myndi alls ekki missa af á Riff,“ segir Marta Magdalena Niebieszczanska, blaðamaður og ritstjóri Iceland News Polska, en fókusinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff, er settur á Pólland þetta árið. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik-­og stuttmyndir auk þess sem sérviðburðir og málþing tengd Póllandi verða á dagskrá. Þar að auki verða boðorðin 10, röð tíu kvikmynda sem Kieslowski leikstýrði og pólska sjónvarpið framleiddi árið 1988, sýndar í tímaröð um helgina. „Í fyrsta lagi myndi ég alls ekki

Marta Magdalena Niebieszczanska segir tvær pólskar myndir á Riff vera algjörlega ómissandi.

Marta ætlar ekki að missa af spennandi fjölskyldusögu pólsks „cult“ málara og sögu þriggja kvenna sem elta drauma sína árið 1990. Mynd | Hari

missa af The Last family sem er fyrsta mynd Jan P. Matuszynski. Myndin fjallar um myndlistarmanninn Zdzislaw Beksinski, sem fæddist árið 1929 og er algjört „cult“ í Póllandi, en hann er þekktastur fyrir að mála súr­ realísk og mjög drungaleg verk. Myndin fjallar líka um son hans sem er þekktur útvarpsmaður og þýðandi og eiginkonu hans sem er strangtrúaður kaþólikki. Mjög áhugaverð og spennandi saga um mjög óvenjulega fjölskyldu.“ „Hin myndin sem ég ætla pottþétt að sjá er United States of Love. Hún fjallar um þrjár konur

sem búa í Póllandi árið 1990 sem var rosalegur umbrotatími. Þetta var fyrsta mikla frelsisárið okkar en líka fyrsta árið sem algjör óvissa ríkti um framtíðina. Konurnar líta út fyrir að vera hamingjusamar en ákveða samt sem áður að umbreyta lífi sínu til að elta drauma sína. Myndin gerist í fortíðinni en ég býst við að hún endurspegli það sem er að gerast akkúrat núna í Póllandi því fólk er ennþá þreytt á gamaldags hugsunarhætti og er enn að kalla eftir meira frelsi.“ | hh

Twittingur: Enginn vandræði og bara gleði

Rúna, Picasso og týndu síðurnar

Aron að spjalla við netvini á Twitter.

Samfélagsmiðilinn Twitter er kjörinn staður til að kynnast fólki í netheimum. Fólk skiptist á skoðunum og deilir sögum úr daglegu lífi. Nú vilja íslenskir notendur hittast í raunheimum og kalla hittinginn Twitting.

að vera vinsæll á samfélagsmiðlinum og að þetta sé hittingur fyrir alla og hvetur fólk til að stíga út fyrir þægindaramman: „Ég held að þetta sé ágætur staður fyrir tengsl, meðal annars. Þetta er náttúrulega fólk allstaðar að úr samfélaginu. Hvort þetta eru iðnaðarmenn eða læknar eða leikarar, stærðfræðingar eða verkfræðingar, skiptir engu máli. Ísland er svo lítið land, þess vegna er twittersamfélagið hér svolítið sérstakt, við erum svo fá og allir þekkjast einhvernveginn og það er alltaf hægt að tengja.“

„Twitter samfélagið hefur tök á því að hittast í raunveruleikanum og ég held að þetta sé ágætis vettvangur fyrir fólk að kynnast þegar maður er í samskiptum við marga þarna dagsdaglega og þekkir það kannski ekkert fyrir. Það eru nokkrir einstaklingar þarna sem maður hefur verið í einhvers konar samskiptum við í langan tíma og manni líður eins og maður þekki þá,“ segir Aron Leví Beck sem er spenntur fyrir að hitta netvini í raunheimum. Aron segir að maður þurfi ekki

Heldur þú að þetta verði vandræðalegt? „Nei, ekki fyrir mig allavega. Ég á mjög auðvelt með að hitta fólk. Þetta er örugglega vandræðalegt fyrir einhverja. Ég segi bara enginn vandræði og bara gleði.“ | hdó

Hitablásarar INDUSTRIAL GRADE

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.890

Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa

8.890

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

Rafmagnshitablásari 2Kw

12.830 1.990

15 metra rafmagnssnúra Kapalkefli 10 metrar WIS-kapalkefli 25 metrar

6.190

3.190

2.990

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Myndlistarkonan Sigrún Guðjónsdóttir, eða Rúna, eignaðist fágætan fjársjóð í Kaupmannahöfn árið 1946. Fjársjóðurinn var bókin Grâce et Mouvement, með verkum unnum á árunum 1926-1938 eftir Pablo Picasso. Bókina keypti hún og Gestur, maðurinn hennar, af samferðamanni þeirra, Karli Kvaran. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Þ

etta var árið 1946 í Kaupmannahöfn. Kalli hitti Gest og bauð honum að kaupa bókina af sér. Ég geri ráð fyrir að hann hafi keypt þetta í einhverri bókabúð bara eða jafnvel galleríi, ég veit það ekki. Þetta var svo ótrúlegt að Gestur gat ekki látið tækifærið látið fram hjá sér fara. Við höfðum í raun engin efni á að kaupa þetta. Kalli hefur líklega verið alveg skítblankur. Maður óð nú ekki í peningum á þessum árum, engin námslán, bara ekkert.“ Myndirnar voru fjórtán í upphafi en þrjár hurfu á einkennilegan hátt: „Þegar við Gestur fórum í ferðalag suður til Evrópu, árið 1951, skildum við myndirnar eftir í galleríi á Íslandi því okkur datt sú fjarstæða í hug að selja þær. Við áttum svo óttalega takmarkaða peninga. En við sáum myndirnar aldrei aftur, það var svolítið magnað.“

Rúna á vinnustofu sinni. Mynd | Rut.

Við fundum húsið þar sem kallinn bjó og píndum vinkonu okkar til að banka upp á og segja honum að við værum komin alla leið frá Íslandi til að hitta hann.

Bönkuðu upp á hjá Picasso Hjónin ferðuðust með vinafólki sínu til Frakklands árið 1951. Vinirnir komu við í litlu þorpi þar sem Picasso átti hús. „Við fundum húsið þar sem kallinn bjó og píndum vinkonu okkar til að banka upp á og segja honum að við værum komin alla leið frá Íslandi til að hitta hann. Konan hans svaraði að það hefði verið allt í lagi en hann væri bara í París en sagði okkur frá tveimur stöðum sem við gátum skoðað verk eftir hann svo þetta var voða ævintýri,“ segir Rúna um sín ýmsu kynni af listamanninum.

Mynd við sérstök tilefni Rúna, sem varð níræð á árinu, er búin að gefa frá sér flestar myndirnar til barna og barnabarna. „Mappan er náttúrulega svolítið þunn, ég er búin að gefa allar myndirnar, nema eina. Bókin var gefin út í 300 eintökum sem er náttúrulega ekki mikið, ægilega fínn pappír. Hann gat gert þetta með fáum strikum, gamli maðurinn.“ Börn og barnabörn Rúnu hafa flest fengið eina mynd í ramma við sérstök tilefni. Fyrsta

myndin var gefin þegar dóttir þeirra hjóna giftist. Ein manneskja utan fjölskyldunnar á mynd úr bókinni og er það góð vinkona Rúnu, Guðný Magnúsdóttir leirlistakona: „Hún er voðalega nátengd okkur, þegar hún tók upp á því að fara í háskólann að læra eitthvað þá gaf ég henni mynd. Svona er nú þetta.“ „Við byrjuðum okkar feril, við Gestur, í leir þegar við komum heim úr Akademíunni í Kaupmannahöfn. Við fórum að hugsa á hverju skollanum ætlum við að lifa þegar við komum heim. Þetta var voðalega skemmtilegur tími, þetta var ‘46 til ‘47 og það var svo mikill uppgangur í leirmunagerð og í öllum vefnaði. Strax eftir stríðið byrjaði að lifna yfir hlutunum, segir Rúna sem er enn á fullu í myndlistinni. „Ég er svo þrjósk, ég get ekki hætt þessu. Mér finnst aldrei gaman að sýna eitthvað gamalt.“


TIL HAMINGJU! 50 ÁRA AFMÆLI SJÓNVARPS Á ÍSLANDI

Hátíðarhöld RÚV alla helgina

Sögusýning, skoðunarferðir, Stúdíó A upptaka

Vöfflukaffi, lifandi tónlist, beinar útsendingar og uppákomur um allt hús

Komdu í kaffi, kynntu þér starfsemina, njóttu dagsins með okkur! Starfsfólk RÚV á Akureyri býður í vöfflukaffi og kynnir starfsemina í nýju húsnæði við Hólabraut

AFMÆLISDAGSKRÁ SJÓNVARPS

ÚTSENDING ALLAN SÓLARHRINGINN – GLÆNÝTT EFNI, GAMLIR KUNNINGJAR OG ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR


NÝTT Í BÆNUM

Tölum um … ástina

Ólöf Rut Stefánsdóttir Allt sem ég hef lært um ást hef ég lært frá Jane Austin. Ástin er því eitthvað sem ég hef leitað í hjá öðrum, en svo skilst mér að bestu ástina sé að finna hjá sjálfri mér. Vildi að ég hefði fattað það fyrr, heitandi Oh-love.

Hjalti Jón Sverrisson Ástin fyrir mér er staður þar sem er samhljómur í tengslunum. Hún er samræða, en ekki einræða. Ástin kann ekki að horfa niður á þig, aðeins í augun á þér. Annars væri hún fölsk – og það kann hún ekki heldur.

Andrea Eyland Ástin er ótrúlegt af l. Hún fyllir hjartað af hamingju, kroppinn af krafti, sálina af súrefni og lífið af lukku. Ástin er þú, ég & börnin. Þetta var ástarjátning. Svona gerir ástin mann klikkaðan.

Nýtt í farsímabransanum Nú geta allir hent gömlu farsímunum sínum því nýjasta útfærsla af síma fyrirtækisins Apple var að koma til landsins. ­I-síminn, númer 7, er strax orðinn heitasta lumma bæjarins og fólk bíður í eftirvæntingu eftir að eignast einn slíkan. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Nýtt í leikhúsinu Njála var gríðarlega vinsæl sýning síðastliðinn vetur. Sýningar byrja aftur á verkinu um helgina svo þeir sem grétu fögrum tárum eftir að hafa misst af sýningunni geta fundið gleðina á ný í Borgarleikhúsinu.

Nýtt í bíó Margar myndir verða sýndar um helgina á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þar má til dæmis finna sundbíó, rómantískar ­myndir og gersemar fyrir heimildamyndanölla.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.