30 05 2014

Page 20

viðtal

#HASKOLABRU

20

Helgin 30. maí-1. júní 2014

1

2

1 Nanna með blóðföður sínum. 2 Faðir Nönnu með hringinn úr draumnum örlagaríka. 3 Nanna í faðmi nýju fjölskyldunnar, með blóðföður sínum, eiginkonu hans og dætrum þeirra. 4 Nanna ásamt systrum sínum Jane og Carinu. 5 Systurnar þrjár ákváðu að fá sér allar eins hring.

#TAEKNIFRAEDI

PIPAR\TBWA

SÍA

141298

#ITROTTAAKADEMIA

#FLUGAKADEMIA

ÞÚ ÁTT VALIÐ!

„Is this Nanna?“

Í Keili býðst þér að gerast tæknifræðingur, flugmaður, ævintýraleiðsögumaður eða einkaþjálfari, svo örfá dæmi séu tekin, auk Háskólabrúar sem býður aðfaranám til háskólanáms. Keilir býður vandað og fjölbreytt nám en áhersla er lögð á nútímalega kennsluhætti og persónulega þjónustu. Tæknifræði Keilis heyrir undir verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Háskólabrú Keilis er tekin gild í öllum háskólum á Íslandi. Umsóknarfrestur í tæknifræði er til 5. júní. Umsóknarfrestur í Háskólabrú, Flugakademíuna og Íþróttaakademíuna er til 10. júní.

KEILIR

ÁSBRÚ

578 4000

Við mamma erum mjög ólíkar og hún hefur þurft að reyna að ná Pollýönnu niður úr skýjunum. Það hefur samt verið gott að hafa þetta mótvægi frá henni,“ segir hún hlæjandi. Ekkert dró til tíðinda í leitinni að blóðföðurnum en þegar Nanna hóf störf á markaðsdeild Morgunblaðsins, um 25 ára gömul, heyrði Styrmir Gunnarsson ritstjóri af því að hún væri að leita föður síns og bauð fram aðstoð sína. „Gæðablóðið og mannvinur sem hann er benti mér á að tala við bandaríska sendiráðið og bauðst til að vera mér innan handar. Á þessum tíma taldi ég að pabbi væri í Bandaríkjunum þar sem mamma hafði kynnst honum. Ég sendi bréf út en það bar engan árangur. Það voru mér nokkur vonbrigði því ég var viss um að þessi leið myndi virka. Um svipað leyti fór ég á ráðstefnu til Miami með Margréti Kr. Sigurðardóttur, sem þá var fyrrverandi yfirmaður minn af Morgunblaðinu. Þar var okkur boðið í mat hjá frænku Margrétar sem er gift Jóni Gerald Sullenberger sem þá var að flytja vörur til Íslands, og hann hafði sjálfur þurft að leita að föður sínum sem hann fann á endanum. Hann sagði mér að ég beinlínis yrði að leita að rótunum mínum, það væri skylda mín, ekki bara gagnvart mér heldur líka börnunum mínum. Hann sagði að ég yrði aldrei heil manneskja fyrr en ég væri búin að finna hinn helminginn. Jón bauðst líka til að aðstoða mig en það stoðaði lítið því pabbi var ekkert í Bandaríkjunum lengur.“

keilir.net

Fyrir um sex árum sá Nanna í sjónvarpinu sagt frá fólki sem hafði fundið ættingja sinn á Facebook og ákvað hún að fara þá leið. „Ég „addaði“ öllum í heiminum sem hétu Thongurai og til öryggis líka fólki sem bar mjög svipað nafn. Ég bæði sendi vinabeiðnir og skilaboð þar sem ég sagði frá leitinni og lét fylgja með myndina af mömmu og pabba sem var tekin af þeim í Denver þar sem þau kynntust. Ég var kominn með gríðarlegan fjölda af ókunnugu fólki á Facebook og á endanum varð ég heppin. Blóðfaðir minn sagði mér síðar að Taílendingar trúi mikið á heppni. Fyrir um tveimur árum fékk ég símtal. Það var hringt úr bresku númeri og ég hélt fyrst að þetta væri frá einhverri vinkonu minni úti en þegar ég svara símanum er bara sagt við mig: „Hi. Is this Nanna?“ og konan hinum megin á línunni segir að ég hafi sett mig í samband við hana á Facebook, hún heiti Jane Griffin og sé systir mín. Ég óttaðist fyrst að þetta væri bara einhver ruglu-

dallur en svo skýrðist málið. Hún varð klökk og þetta var augljóslega búið að liggja mikið á henni. Hún sagði að ég yrði að skilja þeirra hlið. Þær hefðu aldrei vitað af mér. Hún hafði strax þekkt pabba minn af myndinni en aldrei haft kjark til að hringja í mig. Pabbi hafði aldrei sagt fjölskyldunni sinni frá okkur en systir mín hafði heyrt að hann hefði kynnst íslenskri konu í Denver. Hún lagði mikið á sig til að senda mér mjög nákvæmar upplýsingar ásamt myndum í tölvupósti um ættarsöguna og hvar hann hefði kynnst móður minni. Hún sagði mér að pabbi hefði flutt til Englands ári eftir að ég fæddist, hann búi þar með Supranee Thongurai, konunni sinni, og að ég eigi ekki eina heldur tvær systur, Jane og Carinu. Jane starfar sem lögfræðingur en Carina hafði ekki svarað vinabeiðninni frá mér. Pabbi er síðan ekki á Facebook enda kominn á aldur, 66 ára gamall. Það sem ýtti á eftir Jane að hringja loks í mig var að hún var að taka upp nafn eiginmanns síns sem er írskur, auk þess sem hún var nýorðin móðir og eflaust hefur móðurtilfinningin hvatt hana áfram. Við byrjuðum að spjalla saman reglulega í síma og mér fannst eins og við hefðu þekkst alla ævi. Hún var svo óformleg, hlý og glöð og það var auðvelt að tala við hana. Hún ákvað síðan að segja pabba frá mér. Hann varð ákaflega glaður en eiginkona hans tók þessum fregnum illa í fyrstu og fannst hún vera svikin en á endanum ákvað hún líka að mér yrði tekið opnum örmum inn í fjölskylduna og þegar ég talaði við hana í símann byrjaði hún strax að líkja mér og dætrum sínum saman til að undirstrika að hún væri búin að meðtaka mig. Nú ætti hún þrjár dætur.“

Óttaslegin og full tilhlökkunar

Um miðjan maí var stundin loks runnin upp. Nanna var komin ásamt æskuvinkonunum til Hampshire í London þar sem þær fögnuðu stórafmæli einnar vinkonunnar og höfðu sannarlega aukaástæðu til að fagna þegar pabbi Nönnu var á leiðinni. „Við vorum úti í garði hjá vinkonu minni og biðum eftir honum. Ég var búin að tala við hann í síma áður og þó það hafi farið mjög vel á með okkur ákvað ég samt að búa mig undir það versta. Ég hafði alveg heyrt sögur af því að þegar fólk hittist svona í fyrsta skipti að það endi með ósköpum. Honum seinkaði aðeins, því hann þurfti að stoppa bílinn og leyfa vélinni að kæla sig

því hann keyrði svo hratt til mín, og ég varð allt í einu viss um að hann væri hættur við því hann var ekki kominn. Ég var mjög stressuð. Þegar hann loksins kemur gengur hann bara að mér með tárvot augu, segir „My baby,“ faðmar mig og klappar mér á kollinn, svona eins og ég væri litla barnið hans. Það komu engin tár hjá mér þarna því ég reyndi að halda „kúlinu“ eins og sannur Íslendingur og furðu lostin yfir hlýlegum móttökunum. Vinkonurnar mínar stóðu aðeins frá en tóku þetta upp á myndband og þegar ég horfði á myndbandið hjá þeim heyrði ég þær snökta. Þær leyfðu okkur síðan að vera í næði og við pabbi settumst saman niður á bekk í garðinum. Þá sá ég að hann var með stóran gullinn hring á hægri hendi og ákvað að trúa honum fyrir draumi sem mig dreymdi fyrir löngu, því ég trúi nefnilega á drauma. Þessi draumur var mjög sterkur, amma mín heitin var í honum og hún sagði mér að finna föður minn. Við vorum staddar á skrifstofu fyrir fólk sem var að leita að týndum ættingjum og við eitt skrifborðið sat eldri maður með stóran gullinn hring á hægri hendi. Maðurinn í draumnum var á sama aldri og pabbi þegar ég hitti hann, en í draumnum var hann reyndar í jakkafötum en hann var í sportlegri fötum þegar við hittumst. Ég mundi mjög vel eftir þessum hring því þetta var ekki eitthvað sem maður sá íslenska karlmenn ganga með.“ Þau fóru síðan saman heim til pabba hennar og þó Nönnu fyndist hún örugg var hún samt svolítið stressuð í fyrstu að fara ein með honum og sagði á léttu nótunum við vinkonur sínar að hafa samband við lögregluna ef hún skilaði sér ekki. Þess var þó ekki þörf og var hún boðin velkomin á heimilið. „Konan hans tók mér opnum örmum og þau sögðu að þeirra hús væri mitt hús. Þau búa í litlu fallegu húsi nálægt Heathrow-flugvellinum og hafa gert frá því þau fluttu til Englands. Mér hefur alltaf liðið afskaplega vel í London, frá því ég kom þangað fyrst um sextán ára gömul, og vinkonur mínar sögðu seinna að ég hefði eflaust bara fundið fyrir pabba mínum þarna. Þau hjónin eru bæði stoltir Taílendingar og þegar ég kom ilmaði allt af taílenskum mat. Pabbi starfar sem kokkur og kynntist konunni sinni á hóteli þar sem hún starfaði sem þjónustustúlka. Hún er núna hætt að vinna úti en sér um barnabörnin í staðinn fyrir að þau fari á leikskóla sem er mjög dýr. Um kvöldið var haldin stór grillveisla þar sem fjölskyldan var saman komin og


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.