20. mai 2011

Page 40

8

Helgin 20.-22. maí 2011

 Garðyrkjufélagið Síungt félag á gömlum merg

Að gleðjast með Garðyrkjufélagi Íslands Með aðild að Garðyrkjufélagi Íslands opnast brunnur þekkingar og reynslu sem orðið getur uppspretta margra ánægjustunda, hvort sem er með fjölskyldu í frístundum eða í hljóðlátri einveru og íhugun ræktandans. Vilhjálmur Lúðvíksson formaður fjallar um starfið og hvað felst í félagsaðild.

E

Jón Þ. Guðmundsson ræktar epli innan við skjólgirðingu við sjóinn norðanvert á Akranesi.

in afleiðing efnahagshrunsins er að fólk leitar nú meira í faðm fjölskyldunnar og þau gömlu og ævarandi gildi að hlúa að sínum nánustu og rækta eigin garð. Það gera menn nú í bókstaflegri merkingu því hvers kyns garðyrkja nýtur vaxandi vinsælda. Garðyrkjufélag Íslands var á sínum tíma stofnað í tengslum við endurreisn Íslands á síðari hluta 19. aldar og varð 125 ára á síðasta ári. Það var landlæknirinn Georg Schierbeck sem hingað kom árið 1883 og hófst handa um ræktunartilraunir og

hafði forgöngu um stofnun félagsins til að bæta umhverfi híbýla og mataræði landsmanna. Auk læknismenntunar var hann lærður garðyrkjumaður og vel að sér í grasafræði. Hann stofnaði skrúðgarð í hjarta Reykjavíkur á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, gerði ræktunartilraunir og gaf út fræðslukver um garðyrkju. Silfurreynirinn bolmikli sem þar vex enn í dag er lifandi minnismerki um brautryðjendastarf þessa merka manns. Schierbeck gróðursetti hann árið 1884 og er hann talinn elsta innflutta tré í landinu. Garðyrkjufélagið var stofnað árið 1885 og er eitt af elstu starfandi almannasamtökum í landinu og getur miðlað af langri reynslu sinni við núverandi aðstæður. Þar koma gildi félagsins til góða en það leggur í starfi sínu áherslu á sköpunargleði, umhyggju, þrautseigju og forvitni sem aðalsmerki ræktunarfólks.

Batnandi skilyrði til ræktunar

Miklar breytingar eru að verða á gróðurskilyrðum í landinu með hlýnandi veðurfari og skjóli af aukinni skógrækt. Nýir möguleikar skapast til að rækta tegundir og yrki sem áður var talið ólíklegt – ef ekki óhugsandi – að gætu vaxið hér. Nú er farið að rækta ótrúlegan fjölda matjurta. Fyrir utan hefðbundna rótarávexti og káltegundir eru margs konar salattegundir, kryddjurtir og lauktegundir ræktaðar. Þá hefur fjöldi tegunda berjarunna reynst vel hér á landi en síðast en ekki síst er farið að rækta ávaxtatré; epli, perur, plómur og kirsuber. Félagsmenn Garðyrkjufélagsins hafa ávallt stundað brautryðjendastarf í garðrækt og stöðugt bætast við nýjar tegundir og yrki sem sýnt er fram á hvernig rækta má hér á landi. Þeirri reynslu er miðlað með skipulegum hætti á fræðslufundum og í riti félagsins Garðyrkjuritinu. Sýnt hefur verið fram á að hátt á annað hundrað rósayrki þrífast vel hér á landi án mikillar fyrirhafnar og bera íðilfögur blóm. Einnig er farið að rækta lyngrósir eða alparósir sem lítil trú var á lengi framan af. Skjólið sem skapast hefur af síhækkandi trjám gjörbreytir aðstæðum til ræktunar. Ræktun epla, kirsuberja, stikilsberja og hindberja þótti fjarlægur draumur en nú breiðist ræktun þessara góðávaxta hratt út í kjölfar tilrauna sem einstaklingar hafa haft forgöngu um. Ræktun býflugna fylgir í kjölfarið. Ekki hefðu menn trúað þessu fyrir 20-30 árum. Brautryðjendastarf áhugafólks sem prófar sig áfram hefur vísað veginn að betri árangri í ræktuninni. Garðplöntustöðvar hafa svo fylgt eftir áhuganum og bjóða sívaxandi úrval tegunda.

Lífrænn áburður

0,72 % O5) 2,0 % 3,0 % 6,1 % 6,7 % 0,2 % 0,9 % 0,8 % 18,9 % 0,58 % ) 0,44 % 0,34 % 3) 0,23 % 40 ppm 4 ppm 24 ppm 100 ppm 10 ppm 40 ppm 1 ppm

HEIL

garðar

DSA

LA

Samasem ehf, Grensásvegi 22 00, Fax 530 3505

Lífrænn áburður unninn úr sjávargróðri

Næring fyrir gras, inni- og útiplöntur, tré, grænmeti, ávexti, golfvelli og fl. Heldur frá pöddum og er góð forvörn gegn lús.

MAXICROP er næring fyrir alla ræktun, inni- og útiplöntur, blómstrandi og grænar, grænmeti, ávexti, tré, runna og grasflatir. Gott á golfvelli, íþróttavelli og í gróðurhús. MAXICROP heldur frá og er forvörn gegn öllum tegundum skordýra. MAXICROP inniheldur alla plöntufæðuna í handhægu formi. MAXICROP er ríkur af náttúrulegum vaxtaraukandi efnum, inniheldur öll sporefni sjávar og nauðsynlegustu steinefni. MAXICROP gefur blómum og blöðum dýpri lit og lengir blómstrunartímann. MAXICROP örvar rótarmyndunina og gerir stilkana lengri. MAXICROP nærir jurtirnar af jurtahormónum. Það er ekki hægt að gefa of mikið af MAXICROP . Gefið stóra skammta sjaldan, eða litla skammta oft. Notkun MAXICROP:

1 matskeið í 1 lítra af vatni

Silfurreynirinn bolmikli á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis er lifandi minnismerki um brautryðjendastarf Schierbecks landlæknis. Hann gróðursetti tréð árið 1884. Það er talið elsta innflutta tré í landinu.

Hvað býður félagsaðildin upp á? Með aðild að Garðyrkjufélagi Íslands opnast brunnur þekkingar og reynslu sem orðið getur uppspretta margra ánægjustunda, hvort sem er með fjölskyldu í frístundum eða í hljóðlátri einveru og íhugun ræktandans sem hyggur að fjölbreytileika lífsins og samhljómi sínum við það. Garðyrkjufélagið skapar ramma fyrir samvinnu áhugafólks og heldur uppi öflugu fræðslustarfi með fyrirlestrum og starfrækir fjölbreytta heimsíðu, <gardurinn.is>, til að miðla fróðleik og upplýsingum milli félagsmanna og til almennings. Þegar þörf krefur útvegar félagið efnivið til ræktunar, ekki síst þegar um brautryðjendastarf og séróskir félagsmanna er að ræða. Félagið gefur m.a. á hverju ári út lista yfir fræ sem boðið er upp á til sáningar og kennir þar margra og oft sjaldgæfra grasa! Á vegum félagsins eru starfræktir fimm klúbbar; matjurtaklúbbur, rósaklúbbur, sumarhúsaklúbbur og blómaskreytingaklúbbur, svo og hinn nýstofnaði ávaxtaklúbbur. Þeir halda uppi margvíslegu sérhæfðu félagsog fræðslustarfi hver á sínu sviði. Matjurtaklúbburinn hefur orðið afar vinsæll að undanförnu og í gangi er átak á vegum Garðyrkjufélagsins til eflingar matjurtarækt í landinu. Tilraunaverkefni um svonefnda „grenndargarða“ í nánd við íbúðarhverfi innan borgarlandsins, í samvinnu við Reykjavíkurborg, hefur staðið í tvö ár og Kópavogur bæst í hópinn. Á vegum Eyjafjarðar- og Akureyrardeildar félagsins eru starfræktir matjurtagarðar við miklar vinsældir. Á vegum rósaklúbbsins er starfræktur tilraunagarður í landi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn og á heimasíðu klúbbsins eru upplýsingar um harðgerar rósir sem henta við íslenskar aðstæður. Rósaklúbburinn tekur virkan þátt í

samstarfi norrænna rósafélaga og er meðlimur í alþjóðasamtökum rósafélaga. Hann skipuleggur ferðir fyrir félaga sína á norrænu rósahelgarnar sem haldnar eru annað hvert ár. Á næsta ári verður rósahelgin haldin hér á landi og annast rósaklúbburinn undirbúninginn. Vaxandi sumarhúsaeign landsmanna og stækkandi sumarlönd í eigu þéttbýlisbúa gefa tilefni til nýrra viðfangsefna og aukinnar fjölbreytni í ræktun á stærri skala en áður var. Sumarhúsaklúbburinn er vettvangur öflugs félagsstarfs þeirra sem áhuga hafa á ræktun sumarlanda og skipulagi ræktunar umhverfis sumarbústaði. Fátt er skemmtilegra frístundastarf en að prófa sig áfram og láta reyna á hvað vaxið getur ef rétt er að verki staðið og markvisst reynt að byggja upp þekkingu og reynslu. Hægt er að skrá sig í Garðyrkjufélagið á heimasíðu félagsins <gardurinn.is> hvenær sem er. Árgjald félagsins er einungis 5.900 kr. og með því fylgir ársrit félagsins, Garðyrkjuritið, aðgangur að fræðslufundum og klúbbum félagsins og afnot af lifandi og fréttnæmri heimasíðu. Síðast en ekki síst verður að nefna afsláttarkjör og ýmis tímabundin sérkjör í mörgum helstu garðyrkjuverslunum landsins. Aðildarkjör eru því afar hagstæð og gjaldið borgar sig fljótt, beint sem óbeint.

Félag í takt við tímann

Það er ánægjulegt að finna þá vakningu áhuga á garðrækt sem nú breiðist út um þjóðfélagið. Um þessar mundir leggur félagið áherslu á að byggja upp samband milli ræktunarfólks um land allt og sameina það um að hlúa að fegrun í hinu byggða umhverfi og fjölbreyttu gróðurfari í landinu. Félagsdeildir hafa verið stofnaðar um allt land og þjóna land-


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.