Page 1

Andi jólanna

Baráttan á Brúnni

Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir Ó K Esaman YPIS blandar Ó K E Y P I S nýju og gömlu skrauti

Stórleikur helgarinnar

70 jólin og heimilið

55 úttekt

17.-19. desember 2010 1. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 12. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal Bjútíbaróninn K arl Berndsen er opinsk ár og einlægur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ef einhver hefur mikla þörf fyrir að vita hvort ég er í sambandi þá er svarið nei og konur hafa vit á því ÓKEYPIS IS E Y Pekki ÓK að reyna að snúa „gay“ mönnum því þær vita að þeir eru ósnúanlegir!

Regína Krista Lífsglöð þrátt fyrir tólf hjartaaðgerðir á 6 árum 46 viðtal

Íslenska barna­orðabókin fær

 Þessi bók er

afbragð ungum lesanda

66 Dómur Páls Baldvins

síða 36 Karl Berndsen flutti heim um leið og kreppan skall á og hefur slegið í gegn með sjónvarpsþætti, allsherjar snyrtistofu og nú bók. 

Ljósmynd/Hari

Sakar lögreglu um að leyna gögnum

Kim Kardashian Flottasti rassinn 2010

94

Lögmaður sakar lögregluna um að hafa leynt í mánuð efnagreiningarskýrslu sem sýndi fram á að smyglað efni væri ekki á bannlista. Á því tímabili var annar sakborninga í viðkomandi dómsmáli úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

V

ilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi manns sem var, ásamt félaga sínum, sýknaður af ákæru um fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku, segir í aðsendri grein í Fréttatímanum í dag að lögreglan á Suðurnesjum hafi haldið mikilvægum gögnum í málinu leyndum í mánuð til þess eins að fá gæsluvarðhald framlengt. Í greininni kemur fram að lögreglan hafi haft skýrslu, um efnagreiningu efnisins sem tekið var af öðrum sakborningi málsins, undir höndum í mánuð án þess að láta dómara eða verjendur

sakborninga vita. Efnagreiningin leiddi í ljós að efnið væri afleiða af amfetamíni og ekki á bannlista. Vilhjálmur segir í greininni að grundvallarmannréttindi hafi verið brotin á sakborningi með ólögmætu og saknæmu hátterni lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem efnagreiningarskýrslan hafi ekki verið lögð fyrir dóminn þegar maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. „Ég vísa því alfarið á bug að við höfum haldið þessum gögnum leyndum fyrir héraðsdómi og verjanda. Við höfum enga hagsmuni

af því að halda fólki með ólögmætum hætti og skapa okkur mögulega skaðabótakröfu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sigríður bendir á að samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu Háskólans sé efnið náskylt amfetamíni og megi telja til ávana- og fíkniefna. „Matsgerðin var meðal gagna sem voru lögð fyrir héraðsdóm þegar krafist var framlengingar á gæsluvarðhaldinu. Dómurinn varð við þeirri kröfu sem er ákveðin vísbending um hvaða augum þetta var litið.“ oskar@frettatiminn.is 

Sjá grein Vilhjálms bls. 60

Gleðilega hátíð

Kostur Trönuberjasó sa Ocean Spray ............... .............. 219 kr/stk

.

Kjúklingasoð lífrænt Pacific ............... .............. 398 kr/stk

.

Kalkúnasósu mix French’s ............... .............. 789 kr/pk 6x25gr bréf

.

Kalkúnafyll ing Pepperidg e ............... .........Farm 1.739 kr/pk ..... 1.2 kg

fjórblöðungur í miðju blaðsins Dalvegi

ÞAÐ ER HOLLT AÐ SPARA LÆGRA LYFJAVERÐ Í 14 ÁR Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri

RISA

KASSI

–einfalt og ódýrt

10-14

|

201 Kópavog

ur

|

Kostur.is

|

.

Sími 560 2500


2

fréttir

Helgin 17.-19. desember 2010

 Hjálparstofnanir Margir þurfa hjálp um jólin

Stefnir í metúthlutanir um þessi jól Aldrei fleiri sóst eftir hjálp og aldrei fleiri lagt hönd á plóginn til að hjálpa þeim, segja sóknarprestur og formaður Mæðrastyrksnefndar.

Á móti kemur að það hafa aldrei borist eins mörg boð um hjálp.

Aldrei hafa jafnmargar beiðnir um hjálp borist og fyrir þessi jól á þeim fimm árum sem ég hef þjónað hér í Vídalínskirkju, sem segir mér að það eru misjöfn kjör í þessu landi,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ. „Á móti kemur að það hafa aldrei borist eins mörg boð um hjálp.“ Hún segir það reynslu margra í kreppunni að ekki sé erfiðara að fá hjálp en var

á uppgangstímum. „Fólk er að mörgu leyti velviljaðra að gefa,“ segir hún. „Þjóðin hefur tekið út þroska [frá hruni].“ Ragnhildur G. Guðmundsdót t ir, st jór na r for maður Mæðrastyrksnefndar, tekur undir orð Jónu Hrannar. „Ansi margir sóttu hjálp í fyrra og það stefnir í að það verði fleiri í ár,“ segir hún en sækja þarf um jólaúthlutun á tilteknu eyðublaði og hjálparbeiðnir

streyma inn. „En fólk er nú líka afskaplega viljugt að gefa, bæði fyrirtæki og einstaklingar, sem og félagasamtök.“ Jóna Hrönn segir einnig áberandi nú fyrir þessa jólahátíð að fyrirtæki sem hafi ekki fyrr beðið um hugleiðingar og hugvekjur leiti nú til hennar og biðji hana að koma og tala um gildi og uppbyggilega umræðu. Það eigi til dæmis við um fjármálafyrirtæki, síma-

fyrirtæki og fleiri. „Fólk langar í innihald sem hefur áhrif á líf þess og hjálpar því að opna augun fyrir verðmætum lífsins.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingar í fyrirtækjum fyrir jólin og segir aldrei fleiri hafa sóst eftir hjálp en nú. Ljósmynd/Hari

 Fjármagnstekjusk attur Ætla að hækk a sk attinn um ár amót

Pylsuvagn á hrakhólum Ekki er talið koma til greina að taka afstöðu til þess hvort selja megi pylsur úr pylsuvagni í bænum án þess að gefa upp hvar hann verður staðsettur. Það er mat bæjarlögmanns Kópavogs og því hafnaði bærinn erindi manns sem sótti um að fá að selja

Sigurður Bollason fluttur til Lúxemborgar Athafnamaðurinn Sigurður Bollason, fyrrum viðskiptafélagi Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, hefur flutt lögheimili sitt til Lúxemborgar. Þar með fetar hann í fótspor Kaupþingsmannanna Hreiðars Más Sigurðssonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, Pálma Haraldssonar, sem einatt er kenndur við Fons, og Stefáns H. Hilmarssonar, fjármálastjóra 365. Sigurður flutti lögheimili sitt til Bretlands skömmu eftir hrun í tengslum við nám konu sinnar. Hann er talinn einn af þeim sem komu best út úr hruninu þar sem hann seldi hlut sinn í FL Group og fleiri fyrirtækjum árið 2006. Sigurður komst síðan í fréttirnar í fyrra vegna þriggja félaga í hans eigu sem skulduðu milljarða vegna hlutabréfakaupa í Landsbankanum, Existu og Glitni. -óhþ

Sektarmáli olíu­félag­anna aftur frestað Fyrirtöku í máli olíufélaganna gegn ríki og Samkeppniseftirlitinu var á mánudag frestað fram til 21. janúar. Matsgerðir sér-

pyslur úr vagni sem hann er að láta smíða fyrir sig erlendis. „Nú, nú,“ sagði maðurinn, sem vill ekki vera nafngreindur. „Svo ég á ennþá séns.“ Maðurinn hefur lagt inn sambærilega beiðni í Reykjavík og er vongóður um að fá starfsleyfi áður en vagninn kemur til landsins. - gag fræðinga á skaða samráðs olíufélaganna á fyrirtækjamarkaði, sem unnar eru að beiðni olíufélaganna, voru ekki tilbúnar. Fimm ár eru liðin frá því að málið var fyrst dómtekið í héraði og hefur Heimir Örn Herbertsson, lögmaður ríkisins og Samkeppniseftirlitsins, sagt í samtali við Fréttatímann að það sé áfellisdómur yfir réttarfarinu í landinu að málið sé þar enn. Málið höfðuðu olíufélögin Ker, sem rak Esso og N1 byggir á, Olís og Skeljungur til að fá hrundið 1,5 milljarða króna sekt vegna samráðs á árunum 1993-2001. - gag

Þjónusta við íbúa á Sólheimum tryggð Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi hefur heimilað framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða. Ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum verður einnig sagt upp. Í kjölfar þessa verður skipað áfallateymi til þess að takast á við breyttar og óvæntar aðstæður. Fulltrúaráðið segir fjárveitingar ríkisins ekki duga en frá áramótum flytjast málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Í yfirlýsingu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, sveitarfélagsins Árborgar og þingmanna Suðurkjördæmis er ákvörðun fulltrúaráðsins hörmuð en jafnframt lýst yfir að íbúum á Sólheimum verði tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum. Þar segir að fjárframlög næsta árs verði í fullu samræmi við framlög þessa árs. -jh

„Konungur ævintýrabóKanna.“ The Irish Times

r Frábæf yrir sía fanta linga ung

Töframaðurinn er önnur bókin um hinn ódauðlega nicolas Flamel.

Styrkir til fatlaðra barna, fátækra barna sem og styrkir til menntunar og tómstunda á öllum skólastigum gætu rýrnað verulega, nái styrktarsjóðir ekki að ávaxta fé sitt. Velferðarsjóður barna hefur t.d. fært börnum hjól að gjöf. Ljósmynd/Hari

Styrktarsjóðir settir út á gaddinn Fáist engir vextir af innlánum geta margir styrktarsjóðir ekki úthlutað fé. Aðrir þurfa í meiri mæli að reiða sig á gjafir einstaklinga og fyrirtækja. Velferðarsjóður barna greiðir tólf milljónir í skatt en sér ekki fram á að geta ávaxtað fé sitt á innlánsreikningum og leitar annarra leiða.

L

ítið sem ekkert verður til ráðstöfunar hjá ýmsum styrktarsjóðum, hækki ríkisstjórnin fjármagnstekjuskattinn úr 18% í 20% um áramótin, eins og hún stefnir á, segir Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Hann benti efnahags- og skattanefnd Alþingis á þetta fyrir rúmum hálfum mánuði. Hann segir að þar sem ávöxtun styrktarsjóða ýmissa nálgist núllið þyrftu þeir að ganga á höfuðstól sinn ætluðu þeir að gegna hlutverki sínu. „Margir styrktarsjóðir mega aðeins ráðstafa ávöxtun sinni en ekki ganga á höfuðstólinn. Eins og skattlagningin er orðin er því ekkert til ráðstöfunar,“ segir Vilhjálmur. „Það er því verið að gera þessa sjóði að innheimtustofnun fyrir skatta.“ Það segir hann að eigi til að mynda við um styrktarsjóði Háskólans.

smám saman með þessu móti.“ Ragna Kristín Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, segir styrktarsjóð þess ekki í hættu eins og er. „Við getum haldið eitthvað áfram en það fer eftir því hvað fólk og fyrirtæki verða hjálpfús.“

Tólf milljónir í skatta

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Ljósmynd/Hari

Ekkert til fatlaðra barna

„Það er augljóst að ef ávöxtunin er engin verður ekki úthlutað. Það er bara þannig,“ segir Vilmundur Gíslason sem situr í stjórn tveggja styrktarstjóða sem heyra undir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Annar sjóðurinn er bundinn af því að vernda höfuðstól sinn, sem er sjóður Kristínar Björnsdóttur. Sá veitir styrki til að aðstoða fötluð börn og ungmenni til menntunar svo að þau fái sem líkasta uppvaxtarmöguleika og heilbrigð börn. „Þetta voru styrkir sem skiptu einstaklingana máli; frá 100 til 500 þúsund krónur á mann,“ segir Vilmundur. Hinn sjóðurinn, Sjóður Jóhönnu og Svanhvítar Erasmusdætra, er ætlaður til góðra verka innan félagsins og ekki bundinn þessu ákvæði og má því úthluta: „Ef við ætlum að úthluta úr þeim sjóði þá tæmist hann

Það er augljóst að ef ávöxtunin er engin verður ekki úthlutað. Þetta voru styrkir sem skiptu einstaklingana máli; frá 100 til 500 þúsund krónur á mann.

Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra og formaður Velferðarsjóðs barna sem úthlutaði í fyrra um 160 milljónum króna í styrki, segir blóðugt að höfuðstóllinn vaxi ekki á sama tíma og sjóðurinn greiði 12 milljónir í skatta. Sjóðurinn leiti því allra leiða til að ávaxta fé sitt. „[Skattféð] væri betur komið hjá fjölskyldum sem þurfa á að halda,“ segir hún og finnst að yfirvöld ættu að skoða að styrktarsjóðir yrðu undanþegnir fjármagnstekjuskatti. „Við sjáum samt fram á að geta veitt styrki fyrir 70 til 90 milljónir króna en það er gengið hart að þessum sjóðum,“ segir hún. Velferðarsjóðurinn á tæplega 600 milljónir króna og segir Ingibjörg hann hafa veitt álíka háa upphæð í styrki á síðustu tíu árum, til að mynda 110 milljónir króna í tómstundastarf fyrir börn á síðasta ári. Þá reiði margir foreldrar sig á sumargjafir sjóðsins þar sem börn sem standa höllum fæti fá íþróttaföt, komast á sumarnámskeið, í sumarbúðir og fá jafnvel reiðhjól. Spurð hve lengi sjóðurinn haldi vaxtalaust áfram svarar hún: „Ég ætla ekki að spá neinu um það. Það eru nógu dimmar spár í samfélaginu. Á meðan við getum, gerum við þetta glöð.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


dagur & steini

29.990 kr. / Stgr.

24.990 kr. / Stgr.

16.990 kr. / Stgr.

Nokia 5230

LG Cookie T320

Huawei U7510

Bíókort og 500 kr. símnotkun á mánuði í 12 mánuði fylgir!

Bíókort og 500 kr. símnotkun á mánuði í 12 mánuði fylgir!

Bíókort og 500 kr. símnotkun á mánuði í 12 mánuði fylgir!

2.590 kr. / 12 mán.

2.290 kr. / 12 mán.

1.490 kr. / 12 mán.

Gildir með áskrift, frelsi og Súper Nova.

Gildir með áskrift, frelsi og Súper Nova.

Gildir með áskrift, frelsi og Súper Nova.

ærstitsita›ur Setm m

sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 250 kr. /mán. greiðslugjald. Staðgreitt: Þá þarf ekki kreditkort. Það er ódýrara að staðgreiða!

í heimi!


4

fréttir

veður

Helgin 17.-19. desember 2010 Föstudagur

l augardagur

sunnudagur

Þórsmörk parka

Vetrarveðrátta á ný Búið er að vera ótrúlega hægviðrasamt á landinu undanfarnar vikur og vegir á milli landshluta oftast auðir og greiðfærir. En nú í vikunni skipti veðrið algerlega um ham. Verst verður norðanhríðin síðdegis í dag, föstudag og fram á laugardagsmorguninn. Þá fer að ganga niður hægt og bítandi og draga úr ofankomu. Íbúar Höfuðborgarsvæðisins verða hins vegar minna og jafnvel lítið varir við veðrið, þökk sé skjólinu frá Esjunni.

Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is

3

4

6

2

7

1

6

Norðan stórhríð um landið norðan- og austanvert og fer veður versnandi eftir því sem líður á daginn. Höfuðborgarsvæðið: Strekkingsvindur, frost og þvó ansi kalt. Úrkomulaust.

1

1

3

3

4

3 3

0

Enn verður leiðindaveður á landinu. Hvöss NA-átt og éljagangur norðan- og norðaustanlands.

Hægt minnkandi NA-átt og ferðaveður skánar mikið á landinu.

Höfuðborgarsvæðið: Lægir heldur og minnkandi frost.

Höfuðborgarsvæðið: Litlar breytitingar en aftur kólnandi.

Klæddu þig vel www.66north.is

 Arðgreiðslur Landsbankinn og Glitnir árið 2007

Glitnismáli vísað frá í New York Máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni og PriceWaterhouseCoopers í New York var vísað frá dómi á þriðjudag. Dómari í New York tók sér klukkutíma, eftir að fjallað var um frávísunina, til að taka ákvörðun og komst að þeirri niðurstöðu að málið ætti ekki heima í New York. Málið snýst um stefnu slitastjórnar á hendur sjömenningunum og PwC vegna 260 milljarða króna skuldabréfaútboðs árið 2007. -óhþ

Höldum áfram með málið Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, var brött þrátt fyrir að málinu gegn sjömenningunum hafi verið vísað frá dómi í New York. „Þetta voru vissulega vonbrigði en við munum halda áfram með málið hérna heima,“ sagði hún í samtali við fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp. „Vinnan sem hefur verið unnin í tengslum við málið mun nýtast í framhaldinu,“ sagði Steinunn. -óhþ

Ætlar í skaðabótamál Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar í skaðabótamál vegna frávísunar Glitnismálsins í New York. „Það segir sig sjálft að hinir stefndu hafa orðið fyrir hundraða milljóna kostnaði vegna málaferlanna. Ég get ekki talað fyrir aðra en ég fyrir mitt leyti ætla að sækja rétt minn,“ segir Jón Ásgeir í samtali við Fréttatímann. Hann segir ómögulegt fyrir slitastjórnina að leggja fram sömu stefnu á Íslandi og í New York. „Þessi stefna í New York er meiri skáldskapur en bókin þín,“ segir hann við blaðamann. -óhþ

260 milljarðar

Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri grænna styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu í gærmorgun. Þingmennirnir eru Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir. Við umræður um frumvarpið sagði Lilja að núverandi fjárlagafrumvarp gerði lítið annað en að dýpka kreppuna og verið væri að halda í efnahagsáætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þótt forsendur fyrir henni væru löngu brostnar. -óhþ

Lífvænleg fyrirtæki aðstoðuð Gengið hefur verið frá samkomulagi um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar þess eru helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins, fjármálafyrirtæki og stjórnvöld. Fjármálafyrirtækjujm ber að ljúka skoðun á fjárhagsstöðu fyrir 1. júní og gera lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda. Miðað er við fyrirtækin skuldi að jafnaði ekki meira en milljarð króna. -jh

Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina.

F Fallegar gjafaumbúðir g Hentar öllum H Gildir hvar sem er G

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

FL Group fékk þrjá milljarða í arð úr ónýtum banka að sögn franskra rannsakenda.

Upphæðin í skuldabréfaútboðinu sem er grunnur málareksturs slitastjórnar Glittnis.

Ljósmynd/ Myndasafn Morgunblaðsins

Borguðu 14 milljarða arð út úr gjaldþrota bönkum Hluthafar Landsbankans og Glitnis fláðu feitan gölt í formi arðgreiðslna árið 2007 þótt ýmislegt bendi til að pottur hafi verið brotinn í bókhaldi bankanna.

G

litnir greiddi 9,4 milljarða í arð árið 2007 og Landsbankinn 4,4 milljarða. Ástæðan var sögð methagnaður beggja bankanna. Samkvæmt ársskýrslu Landsbankans þetta ár hagnaðist bankinn um rétt tæpa 40 milljarða. Glitnir var ekki langt á eftir með tæplega 28 milljarða hagnað samkvæmt sinni ársskýrslu fyrir árið 2007. Þannig fengu stærstu hluthafarnir, Björgólfsfeðgar í Landsbankanum og FL Group í Glitni milljarða í arðgreiðslur. En áttu arðgreiðslurnar í Landsbankanum og Glitni fyrir árið 2007 í raun og veru rétt á sér? Ekki samkvæmt hinu norska Lynx Advokatfirma og franska Cofisys sem hafa rannsakað bókhald bankanna með sérstakri áherslu á frammistöðu endurskoðanda bankanna. Sem var í báðum tilvikum PriceWaterhouseCoopers. Lynx Advokatfirma skoðaði bókhald Landsbankans og komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði átt að missa leyfi sitt til bankastarfsemi um leið og ársskýrslan fyrir árið 2007 kom út. Eigið fé bankans hafi verið útblásið þar sem ekki hafi verið tekið tillit til ábyrgðar bankans á eigin bréfum sem aflandsfélög áttu. Auk þess hafi lán skuldunauta sem voru í kröggum, líkt og Eimskip og Primus, félag Hannesar Smárasonar, ekki verið færð nægilega niður. Lynx telur að niðurfærslan

Björgólfsfeðgar fengu tvo milljarða í arð úr ónýtum banka að sögn norskra rannsakenda. Ljósmynd/Myndasafn Morgunblaðsins

hafi átt að vera fimmtíu til hundrað milljörðum meiri heldur en hún var í raun og veru. Samt fékk Samson, félag feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tæpa tvo milljarða í arð fyrir góðan rekstur það árið. Frakkarnir í Cofisys fóru ekki fögrum orðum um Glitni í sinni skýrslu. Í henni kom fram að bankinn hefði verið gjaldþrota í árslok 2007. Réttast hefði verið að draga tjöldin fyrir og slökkva ljósin í stað þess að leyfa eigendum og vildarvinum þeirra að skafa bankann innan frá. Samkvæmt Cofisys var upplýsingum um tengda aðila stórlega ábótavant og því var raunveru-

10 stærstu hluthafar Landsbankans í árslok 2007 Samson eignarhaldsfélag ehf. 40,7% Landsbanki Luxembourg S.A. 6,6% LI-Hedge 4,5% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,9% ÍslandsbankiFBA – safnreikningur 2,7% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,5% LB Holding Ltd 2,5% Arion safnreikningur 2,4% Proteus Global Holding S.A. 1,9% Gildi – lífeyrissjóður 1,8%

leg útlánaáhætta bankans aldrei ljós. Kúlulánaæði Glitnismanna var gagnrýnt og talað um að bankinn væri án hliðstæðu í bankaheiminum með fjölda og upphæðir slíkra lána. Ekki hefðu verið gerðar nægar varúðarráðstafanir vegna niðurfærslna slíkra lána sem væri nauðsynlegt þar sem kúlulán væri með einn gjalddaga, í lok lánstímans, og þess vegna væri erfitt að meta greiðsluhæfni lántakandans á lánstímabilinu. FL Group fékk um þrjá milljarða í arð fyrir árið 2007 frá Glitni þrátt fyrir þessa annmarka á bókhaldinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

10 stærstu hluthafar Glitnis í árslok 2007 FL Group 30,8% Þáttur International 7% Saxbygg Invest 5% Jötunn Holding 4,8% LI Hedge 4,6% Stím ehf. 4,3% GLB Hedge 3,8% Citibank 2% Kristinn ehf. 1,7% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,3%


Jólagja handbó fak við alla in inngan ga

GJAFAKORT SMÁRALINDAR Hægt er að kaupa gjafakort á smaralind.is og á þjónustuborðinu okkar á 2. hæð.

JóLAFJöR FyRIR ALLA

E N N E M M / S Í A / NM4 4 6 5 0

Um helgina getur öll fjölskyldan upplifað skemmtilega jólastemningu í Smáralind. Föstudagur

sunnudagur

• Jólasveinarnir koma í heimsókn kl. 17 • Hljómsveitin Frjókorn spilar ljúfa jólatónlist við jólatréð á 1. hæð kl. 18.00 og 20.30

• Jólaleikritið í Vetrargarðinum kl. 14.

Laugardagur • Jólaleikritið í Vetrargarðinum kl. 14.

Frítt fyrir alla

• Jólasveinarnir koma í heimsókn kl. 15 og 17 • söngskóli Maríu, söngatriði kl. 16.30

• Jólalest Coca-Cola stoppar við Vetrargarðinn kl. 18.00-18.30

Frítt fyrir alla • Jólasveinarnir koma í heimsókn

kl. 15 og 17 • söngskóli Maríu, söngatriði kl. 16.30 • Hljómsveitin Frjókorn spilar ljúfa jóla-

tónlist við jólatréð á 1. hæð kl. 18.00 og 20.30

Sjáumst – Smáralind

• Hljómsveitin Frjókorn spilar ljúfa jólatónlist við jólatréð á 1. hæð kl. 18.00 og 20.30

Næg ! ði bílastæ

E N N E M M / S Í A / NM44 5 9 3

Opið til

2 2 til jóla


Kósy´-

6

fréttir

Helgin 17.-19. desember 2010

 Kópavogur Útlit fyrir uppbyggingu svæðisins í náinni fr amtíð

kvöld Gott verð!

Hesthúsin á gamla Glaðheimasvæðinu standa enn. Þar áttu að rísa tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði, þar á meðal þrjátíu hæða turn. Ljósmynd/Hari

Fjárfestar vilja Glaðheimasvæðið

2.790,-

Fyrir

alla

3.190,-

Fyrir

ævintýragjarna 3.190,-

Hópur erlendra og innlendra fjárfesta skoðar að kaupa gamla hesthúsahverfið á móti Smáralind í Kópavogi. Kópavogsbær seldi svæðið til tveggja félaga á sínum tíma á 6,5 milljarða króna en fékk svo lóðirnar aftur í hausinn.

H Fyrst þarf að sjá hver varan er áður en við kaupum. Þetta er áhugavert svæði, tólf hektarar og mjög miðsvæðis.

ópur innlendra og erlendra fjárfesta skoðar að kaupa Glaðheimasvæðið, fyrrum svæði Hestamannafélagsins Gusts gegnt Smáralind í Kópavogi, og byggja þar íbúða- og atvinnuhúsnæði. Þeir hittu bæjarstjórann og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á tveimur fundum, 3. og 6. desember, og er málið í vinnslu hjá skipulagsstjóra. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, vill ekki tjá sig um málið þar sem það sé á viðkvæmu stigi, en að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins, Örnu Schram, hefur engin ákvörðun verið tekin, hvorki af né á.

Mörg ljón á veginum

Frímann Frímannsson fer fyrir hópnum. Hann segir ekkert í hendi og mörg ljón á veginum áður en skýrist hvort hópurinn kaupir svæðið. Til að mynda þurfi að breyta aðalskipulagi því hópurinn vilji sjá fleiri íbúðir rísa á staðnum, blokkir í stað atvinnuhúsnæðis. „Fyrst þarf að sjá hver varan er áður en við kaupum,“ segir hann. „Þetta er áhugavert svæði, tólf hektarar og mjög miðsvæðis.“ Hann gefur ekki upp hverjir fjárfestarnir eru. „Okkur fjölgar um 100 þúsund manns á næstu fjörutíu árum,“ segir Frímann spurður hvort hann telji eftirspurn eftir nýju íbúðarsvæði. „Við horfum til framtíðar.“

Dr Gunni er Umboðsmaður ney tenda 

elskulega

Fyrir fjórum árum hófust uppkaup bæjarins á hesthúsum Gusts við Glaðheima. Bærinn greiddi 3,5 milljarða króna fyrir svæðið og seldi tveimur eignarhaldsfélögum það; Fasteignafélaginu SMI, fyrirtækinu sem byggði Smáratorg í Kópavogi og Glerártorg á Akureyri, annars vegar og Kaupangi hins vegar, í ársbyrjun 2007 á samtals 6,5 milljarða króna. Byggja átti tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsa á svæðinu, þar á meðal þrjátíu hæða turn. SMI skilaði sínum lóðum á haustmánuðum 2008 en Kaupangur sínum nú í sumar. Kópavogur tók, samkvæmt fundargerðum bæjarins, 770 milljóna króna lán í sumar til að kaupa Glaðheimasvæðið að nýju – af Kaupangi. Lánið verður greitt upp með einni greiðslu á lokagjalddaga í apríl 2015 en vextir greiddir hálfsárslega. Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrum bæjarstjóri, segir gleðilegt ef erlendir aðilar koma með fé inn í landið. „Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir bæinn en svo er bara spurning hvort meirihlutanum auðnast að halda almennilega á þessu máli. Það á eftir að koma í ljós.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Á bendinga r og k va rta nir: d rg u nn i@centr u m.is

Bækur og konfekt – verðkönnun Það styttist í þá sælutíð er maður hefur góðfúslegt leyfi frá þjóðfélaginu til að liggja útblásinn af kjötáti heima hjá sér, lesandi nýjustu bækurnar og troðandi í

Fyrir

Fé fram og til baka

sig enn meira konfekti. Því fannst mér upplagt að gera litla verðkönnun hjá þeim aðilum sem selja bæði bækur og konfekt. Auðvitað fást bækur líka í

öllum okkar frábæru bókabúðum og konfekt má vitaskuld fá í miklu fleiri búðum en í þessum fjórum. Verðkönnunin fór fram þriðjudaginn 14.

Nettó

Hagkaup

Krónan

Bónus

Furðustrandir Arnaldar

3471

3970

3572

3470

Gunnar Thoroddsen - ævisaga

4544

4880

4516

4515

Ég man þig eftir Yrsu

3652

3970

3699

3650

Mér er skemmt Einars Kárasonar

3471

4880

3464

3463

Ljósmyndabókin Poppkorn

4752

4880

3990

4541

10.10.10 Loga Geirs

3953

4490

3952

3951

Dömusiðir Tobbu

2594

3480

2586

2585

Lífsleikni Gillz

2594

3390

2585

2584

Þokan eftir Þorgrím Þráinsson

2474

3380

2579

2473

Árstíðir Þórarins Eldjárns

2399

2990

2499

2398

Samtals 10 bækur:

33904

40310

33442

33630

Mackintosh 2 kílóa dós

2898

2789

2690

2689

Nóa konfektskassi 940 gr

3498

3389

3460

3259

Samtals konfekt:

6393

6178

6150

5948

desember. Bækurnar tíu valdi ég af handahófi. Því miður er svo fjölbreytt konfektúrval í búðunum að aðeins var marktækt að bera saman tvær tegundir. Aðrar tegundir voru annað hvort ekki alls staðar til eða í mismunandi pakkningastærðum í búðunum. Í konfektinu hafði Bónus vinninginn, en Krónan hefur vinninginn í bókunum. Reyndar munar þar mest um bókina Popp-

Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is

korn sem var á sérstöku kynningarverði í Krónunni þegar ég gerði könnunina. Allir aðrir titlar eru á lægra verði í Bónus – reyndar oft ekki nema einni krónu ódýrari en í Krónunni. Verðið núna síðustu dagana fyrir jól breytist ört og ég fann að í búðunum voru menn mjög á tánum. Það verð sem hér er gefið upp á því örugglega eftir að breytast nokkrum sinnum til jóla.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 52715 12/10

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

SKELLTU ÞÉR Í SÓLINA – BURT ÚR SKAMMDEGINU:

ORLANDO LOGANDI HEITT JÓLATILBOÐ

29.900 kr.* Flug og gisting frá 69.900 kr.**

Flug frá

Kynnið ykkur hvar þið getið notið lífsins í vetur og alla möguleikana sem eru í boði í Orlando á www.icelandair.is

FLUG OG GISTING Í SÓLINNI – FJÓRÐA HVER NÓTT ÁN ENDURGJALDS Betra sætisrými, þinn eigin persónulegi skjár, meira en 150 klst. af afþreyingu og barnaefni á íslensku.

Gisting á Extended Stay við International Drive: Þú gistir í 4 nætur en greiðir aðeins fyrir 3; þú gistir í 8 nætur en greiðir aðeins fyrir 6 o.s.frv.

FLUG Í SÓLINA

PUNKTAÐU NIÐUR SÓLINA 15.000 Vildarpunktar jafngilda 10.000 krónum.

VILDARKLÚBBUR ICELANDAIR Félagar safna Vildarpunktum í öllu áætlunarflugi Icelandair. Þessir pakkar gefa 4.800 til 7.680 Vildarpunkta.

Flugfar til Orlando í Florída frá aðeins 29.900 kr.* aðra leiðina.

+ Bókaðu á www.icelandair.is Sölutímabil til 30. desember. Ferðatímabil: 11. janúar–1. mars. *Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. **Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar og gisting í 4 nætur á mann í tvíbýli á Extended Stay. Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.


8

fréttir

Helgin 17.-19. desember 2010

 Hjálparstarf kirkjunnar og stærri verslanir

Aukapoki til þeirra sem lítið eiga Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

A

ukapokinn á aðventunni er einn möguleiki fólks til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Fram að áramótum er hægt að kaupa alls kyns nauðsynjar sem ekki þurfa að vera í kæli og setja í aukapoka í flestum stærri verslunum fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda, t.d. pasta, hrísgrjón, hreinlætisvörur, niðursuðuvörur og fleira. Það er Hjálparstarf kirkjunnar sem stendur að þessu, sækir pokana í

verslanirnar og deilir þeim út í gegnum matarbúr sitt. Verslanirnar sem eru með Hjálparstarfi kirkjunnar í átakinu eru Kostur, Krónan, Nettó, Bónus og Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu og matvöruverslanir þeirra á Akureyri og í Reykjanesbæ. Anna M. Þ. Ólafsdóttir, verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, segir að átakið hafi gengið vel um síðustu jól en heldur verr nú. Þó hafi safnast 161 poki til útdeilingar. Hjálpar-

starf kirkjunnar beinir því til fólks sem er aflögufært að setja vörur eftir efnum og aðstæðum hvers og eins í aukapoka til þeirra sem hafa lítið sem ekkert milli handanna. Anna segir þetta kerfi þægilegt. Fólk geti skilið aukapokana eftir í sérmerktum körfum við kassa fyrrgreindra verslana. „Starfsfólk verslananna fylgist með, hringir og við sækjum pokana,“ segir hún.

 Hafnarfjörður Stýrihópur vill vinna áfr am

JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2010 Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistarmaður á Akureyri er höfundur jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2010. Jólaóróarnir eru seldir 4 saman í pakka á kr. 3.100 og stakir í pakka á kr. 850.

Sjálfsvíg þriggja pilta í Hafnarfirði síðasta vetur leiddi til mikillar fræðslu í bænum um vanlíðan ungs fólks. Sérfræðingar vilja nú að skimað verði eftir einstaklingum í áhættuhópi um sjálfsvíg. Ljósmynd/Hari.

Þvottavél ATA R N A

WM 10A163DN

á hreint frábærum kjörum! Tekur mest 5 kg, vindur upp í 1000 sn./mín. Með íslensku stjórnborði. Orkuflokkur A.

Jólaverð:

84.900 kr. stgr.

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

látum

Friðarljósið lýsa upp aðventuna

Vilja leita uppi ungt fólk í sjálfsvígshugleiðingum Í kjölfar sjálfsvíga þriggja ungra pilta í Hafnafjarðarbæ var ráðist í viðamikið forvarnarstarf. Það var gert af ótta við að önnur ungmenni fylgdu í fótspor þeirra. Hópur sérfræðinga vill að skimað verði eftir einstaklingum í áhættuhópi í bænum.

V

ið viljum að skimað verði eftir einstaklingum sem eru í áhættuhópi um sjálfsvíg,“ segir Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi í Hafnarfjarðarbæ. „Það gerist ekki sjálfkrafa. Einhver þarf að hafa það verkefni á sinni könnu og ýta því áfram,“ segir hann. Sjálfsvíg þriggja pilta í bænum síðasta vetur leiddi til þess að ákveðið var að mynda stýrihóp vegna vanlíðanar og sjálfsvíga ungs fólks í Hafnarfirði sem í sátu sex sérfræðingar. Niðurstaða hópsins er að allur bærinn sé nú betur vakandi gagnvart vanlíðan og að verkferlar vegna sjálfsvíga og forvarna séu ljósari en áður. Hópurinn vill einnig að gerðar verði rannsóknir og stuðlað að markvissum forvörnum. „Afleiðingar vanlíðanar geta oft verið skelfilegar og á krepputíma eru meiri líkur á því að einhver verði útundan,“ segir Geir sem sat í stýrihópnum. Hann hefur sérstakar áhyggjur af ungmennum sem hafa flosnað upp úr námi og eru án vinnu, erfiðast geti verið að ná til þeirra.

Þögnin verst

Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri segir ekki hafa verið teknar formlegar ákvarðanir um hvernig tillögum stýrihópsins verði fylgt eftir en vilji til þess sé fyrir

PIPAR\TBWA - 102975

Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað.

Það versta sem samfélag getur gert, þegar ungt fólk tekur líf sitt, er að fela það og láta sem það hafi ekki gerst.

hendi. „Það versta sem samfélag getur gert, þegar ungt fólk tekur líf sitt, er að fela það og láta sem það hafi ekki gerst. Eina leiðin til þess að bregðast við er fræðsla og þekking og nauðsynlegt er að virkja allt samfélagið með forvörninni. Við munum klárlega fara eftir tillögum starfshópsins, hvernig svo sem við útfærum það,“ segir hann. „ Fólk þarf að vita meira og skilja aðstæðurnar þegar svona kemur upp. Óttinn við hið óþekkta er verstur.“

Fræðslan fór víða fram

Frá síðasta vetri hefur verið gripið til ýmissa aðgerða í bænum, svo sem fræðslu um sjálfsvíg og forvarnir fyrir starfsfólk grunnskóla og heilsugæslustöðva bæjarins. Foreldrafélögum var boðið upp á fræðslu frá starfmönnum Rauða krossins um vanlíðan barna, forvarnir og viðbrögð, og fengu foreldrar grunnskólanema bréf þar sem bent var á stuðningsnet skólanna auk þess sem haldnir voru fyrirlestrar fyrir foreldrafélög leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla um líðan barna og unglinga. Þá var bæklingur um geðheilsu barna sendur inn á hvert heimili. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

 Landlæknisembættið

Allir unnu saman og eiga hrós skilið „Hafnfirðingar eiga hrós skilið fyrir mjög góð viðbrögð og góða vinnu,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunar­ fræðingur og verkefnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi hjá Landlæknisembættinu, sem hópurinn fékk til samstarfs

við sig. „Öll kerfin unnu saman; prestar, skólastjórn­ endur, félagsþjónustan og heilsugæslan.“ Hún segist ekki vita til þess að önnur bæjar­ félög hafa brugðist eins vel við og gert var í Hafnarfirði, en það hafi verið gert vegna

óttans um að fleiri tækju svo afdrifaríka ákvörðun sem piltarnir þrír.

Salbjörg Bjarnadóttir hjá Landlæknisembættinu.


VINSÆLASTA FABRIKKU SKYRTERTAN Í HEIMINUM ER KOMIN Í HAGKAUP


10

fréttir

Helgin 17.-19. desember 2010

 Félagsbústaðir Endurnýjun á tveimur blokkum í Vesturbæ

Stórglæsileg þriggja binda útgáfa Sturlungu er nú fáanleg að nýju

Eins og sjá má er verið að taka alla blokkina á Meistaravöllum í gegn. Ljósmynd/Hari

Íbúar úr Vesturbæ selfluttir í Breiðholt g Falleg o eiguleg gjöF „Sturlunga eykur skilning á mannlegu eðli og er fátt betra í skammdeginu en að lesa stórkostlegar sögur um átök vina og frænda þar sem valdagírugir höfðingjar hygla gæðingum sínum en svífast einskis við að koma höggi á andstæðinginn.“ K a t r í n Ja Kob s d ó t t i r m e n n ta m á l a r á ðh e r r a

„Kænska og stjórnmál fléttast í harðpólitískri atburðarás þar sem voldugustu ættum Sturlungaaldar er þeytt saman í blóðug átök um það hverjir eiga Ísland. Meistaraleg frásögn, lifandi og litríkar persónur, sígildur samtímaspegill.“ Ö s s u r s K a r ph é ði n s s on u ta n r í K i s r á ðh e r r a

„Í öllu því mannhafi sem Sturlunga greinir frá og hinni rammflóknu atburðarás má finna einhver stórbrotnustu örlög og ægilegustu fegurð samanlagðra bókmenntanna.“ e i n a r K á r a s on r i t hÖf u n du r

Leigjendur tuttugu íbúða Félagsbústaða á Meistaravöllum í Vesturbænum þurftu að flytjast upp í Yrsufell í Breiðholti á meðan blokkin var tekin í gegn. Allir ánægðir, segir framkvæmdastjórinn.

Þ Við vorum svo heppnir að eiga lausa tvo stigaganga í Yrsufelli 1 og 3 þannig að fólkið á Meistaravöllum gat flutt þangað á meðan framkvæmdir standa yfir.

að var nú bara kominn tími á þetta. Þetta eru hús sem voru byggð snemma á sjöunda áratugnum og þörfnuðust endurbóta,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, í samtali við Fréttatímann um framkvæmdir á vegum fyrirtækisins á tveimur blokkum þess á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Efri blokkin stendur tóm en Sigurður segir að til standi að flutt verði inn í fyrsta stigagang hennar fyrir jól. „Við byrjuðum framkvæmdirnar í apríl og ætlum okkur að klára báðar blokkirnar fyrir árslok 2011. Þetta er auðvitað heljarinnar dæmi því það er verið að taka blokkirnar í nefið. Það verður allt endurnýjað og við höfum meira að segja komið fyrir lyftu í fyrsta stigaganginum – nettri lyftu sem breytir miklu fyrir þá íbúa sem eru orðnir fótafúnir,“ segir Sigurður. Upphaflega var ætlunin að byggja eina hæð ofan á blokkirnar en fyrir því fékkst ekki leyfi. Og hvert fóru íbúarnir? „Við vorum svo heppnir að eiga lausa tvo stigaganga í Yrsufelli 1 og 3 þannig að fólkið á Meistaravöllum gat flutt þangað á meðan framkvæmdir standa yfir. Flestir tóku afskaplega vel í þetta enda fá þeir afslátt af leigunni á meðan. Einhverjir vildu fara annað og þá hjálpuðum við þeim með það. Flutningurinn gekk. Við erum með flutningateymi sem

hjálpar fólki að flytja frítt,“ segir Sigurður. Til að allt gangi upp þarf skipulag og Sigurður segir að það sé klárt. „Um leið og við getum flutt íbúa í fyrri blokkina, á Meistaravöllum 19-23, hefjumst við handa við seinni blokkina,“ segir Sigurður. Spurður um fjármögnun á þessum síðustu og verstu tímum segir Sigurður hana hafa gengið ótrúlega vel. „Við fáum lán frá Íbúðalánasjóði á fínum kjörum. Síðan má ekki gleyma því að þetta skapar vinnu fyrir 40 til 50 iðnaðarmenn og er í takt við vilja borgarinnar um atvinnuskapandi uppbyggingu,“ segir Sigurður. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Lyftan góða tekur sig vel út í anddyrinu á Meistaravöllum 19. Ljósmynd/Hari

Gjöfin hennar Undirföt Náttföt Sloppar

Hæðasmára 4

rétt fyrir ofan Smáralind

s. 553 7355 / www.selena.is Opið alla daga til jóla!


JÓLATILBOÐ Í HÁTÆKNI V Verð erð

Verð

159.995 kr. 15

TX-P42S20E

42” Panasonic Plasma FHD FH 600 Hz

Vinsælasta tækið komið aftur!

• Panasonic TX-P42S20E er 42 tommuu Plasma Plasma-sjónvarp a sjónv sjónvarp með frábærum myndgæðum • 1920 x 1080 punkta upplausn • 600 Hz tækni • V-Real Pro 4 myndúrvinnsla

2219.995 kr.

TX-P46S20E

46" Panasonic Plasma FHD D 6000 Hz • 42 tommu Plasma-sjónvarp með frábærum um myndgæðum m • 1920 x 10800 pu punkta upplausn • 600 Hz tækni • V-Real Pro 4 myndvinnsla

TTilboðsverð ilboð

PIPAR \ TBWA • SÍA • 103149

V Verð erð

229.995 kr.

1119.995 kr.

32LD420N

47LD450N

Verð áður 299.995 kr.

32” 2” LLG LCD D Fu Full HD

47” LG LCD Full HD

• Full HD LCD sjónvarp frá LG • 19200 x 1080 punkta upp upplausn sn • XD Engine myndvinnslubúnaður • 2 x HDMI • USB 2.0 • SRS True Surround (2 x 10W) hljóðkerfi

• 47 tommu Full HD LCD sjónvarp • 1920 x 1080 punkta upplausn • XD Engine myndvinnslubúnaður • 2 x HDMI • U USB US B 22.00 • SRS True Surround (2 x 10W) hljóðkerfi

4511

Yamaha heimabíókerfi með BluRay spilara • 5.1 Blu-Ray heimabíó með 1080p afspilun úr HDMI • Dolby Digital True HD, nettengjanlegur, sem veitir meðal annars aðgang að BD-Live og BonusView • USB tengi sem spilar DivXHD • DLNA tengimöguleiki við tölvur til að streyma yma efni

Tilboðsverð

129.995 kr.

Verð áður 169.995 kr.

YHT394BL og BSS667

Salora S l DVP-7021 Twin 2 skjáir DVPDVP • Flottir 7” skjáir frá Salora • Spilari kemur í sérboxi sem auðveldar allar stillingar og tengingar • Taska og festingar fylgja ásamt 220 V og 12 V köplum

Yamaha MCR040 Micro stæða • Frábær smástæða frá Yamaha • iPod dokka • Geislaspilari • UB tengi

Tilboðsverð

DPF7900

Telefunken efunken Digitalframe7” 4:3 4 • Stafrænn myndarammi • 16:9 • 480 x 234 upplausn • Tekur flest minniskort • Fjarstýring fylgir

Tilboðsverð

49.995 kr. r.

TTilboðsverð ilb

29.995 kr.

Verð áður 59.995 kr.

13.995 kr.

Verð áður 39.995 kr. SYSMCR040

ÁRA

Opi sunnuð á dag

VÖRUR vara

AFSL.

25 vörur á 25% afmælisafslætti.

vara

13

1

TLKR-T3 PMR rauðar

8,995

25% 6,746

Opið: virka daga 9.30 –18 | laugardag 9.30 –18 | sunnudag 9.30 –18

vara

6

Veggfesting 30-50” fixed

16.995 25% 12.746 kr.

X-mini Max II Black

12.995 25% 9.746 kr.

Verslun Ármúla 26 | Sími 522 3000 | www.hataekni.is


Ú ts öl 4 S Ö us . L ta 1 8 U ði . D T Í r E MA á ka S E B er M I L le B ik E sk R ul an .is

12

fréttir

Helgin 17.-19. desember 2010

 Vegatollar

FJA R L Æ G Ð E F T I R K AT R Í N U S I G U R Ð A R D Ó T T U R

Allur ágóði sölunnar rennur óskertur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A Á hraðferð út úr bænum? Hugmyndir um vegatolla út frá og að valda usla. Ljósmynd/Hari

Ósanngjarnt að þeir sem aki til borgarinnar borgi mest Forseti bæjarráðs Reykjanesbæjar segir hugmyndir um vegatolla þvert á loforð um annað

V Ég bý í Vogunum og sé fram á að það verði of dýrt að búa þar verði vegatollar að veruleika.

egatollar eru íþyngjandi fyrir íbúa sveitarfélagsins, segir Böðvar Jónsson, forseti bæjarráðs Reykja­ nesbæjar, um þær hugmyndir Vegagerð­ arinnar að setja upp tvær til fjórar inn­ heimtustöðvar á Reykjanesbraut. „Þessar hugmyndir eru algjörlega úr takti við það sem búið var að tala um áður,“ segir hann og bætir því við að sérstaklega hafi verið rætt um að framkvæmdir við Reykjanes­ braut yrðu ekki fjármagnaðar með vega­ tollum. Ekki sé sanngjarnt að íbúar við fjölfarnar leiðir greiði vegaframkvæmdir fyrir alla landsmenn. Rafn Sigurbjörnsson setti á fót Face­ book-síðu þegar vegatollarnir komu fyrst til umræðu og hafa nærri ellefu þúsund kvittað undir hvatningu hans: Vegtollar út frá Reykjavík - NEI, TAKK. „Ég bý í Vogunum og sé fram á að það verði of dýrt að búa þar verði vegatollar að veruleika. Einnig að húseign mín verði tiltölulega verðlaus. Þá skipta vegatollarnir landinu upp svo að það verður ekki lengur eitt atvinnusvæði,“ segir Rafn sem vinnur í Ármúla í Reykjavík. „Ég hugsa að fólk vilji frekar hafa göturnar eins og þær eru en að greiða hærri skatta. Þá má ekki gleyma því

að stór hluti af bensínverði er eyrnamerkt­ ur samgönguframkvæmdum.“ Eins og Fréttatíminn greindi frá í nóvemberlok er gert ráð fyrir að innheimta vegatolla á helstu vegum að höfuðborg­ inni. Að minnsta kosti fjórar innheimtu­ stöðvar verði á Suðurlandsvegi og ferðin frá Reykjavík til Selfoss muni kosta 310 krónur. Í gögnum Vegagerðarinnar er einnig gert ráð fyrir einni innheimtustöð í Hvalfirði, svo dæmi séu tekin. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Innheimta veggjalda* n Lágmarkstafir n Ómannaðar gjaldstöðvar n Að mestu sjálfvirk gjaldtaka, DSRC-kerfi n Myndataka (ALPR) til viðbótar við þá sem eru án tölvukubba n Gjaldhlið til hliðar til viðbótar fyrir þá sem vilja greiða með korti eða peningum *Líklegar forsendur innheimtunnar á Íslandi í fyrstu samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar.

Upplifðu nýja hljóðveröld...

„Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“

Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma

568 6880

og prófaðu Agil

...og njóttu þess besta með Agil heyrnartækjum Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Upplifðu nýja og betri hljóðveröld með Agil heyrnartækjum.

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is

©2010 Oticon Inc. All Rights Reserved.

Bubbi Morthens

Það er alltaf þessi hræðsla sem fylgir því að fara með barnið sitt í hjarta­a ðgerð. Sú tilfinning hverfur aldrei og maður venst henni aldrei.“ Þórdís Elín Kristinsdóttir í viðtali um dóttur sína, Regínu Kristu, sem hefur farið í tólf hjartaaðgerðir á sínum sex árum.

Bls. 46


14 

fréttir

Helgin 17.-19. desember 2010

icesave Niðurstaða ESA varðandi Neyðarlögin breytir miklu

Setur 600 milljarða króna Icesave-kröfu út af borðinu Neyðarlögin, sem ríkisstjórn Íslands setti í október 2008, rúmast innan lagaramma Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt niðurstöðu ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Niðurstaðan þýðir að íslenska ríkið getur aldrei fengið alla Icesave-ábyrgðina upp á 600 milljarða í fangið.

S

Þar er gert ráð fyrir því að skuldbindingar íslenska ríkisins geti orðið frá alls engu upp í 178 milljarða í þremur mögulegum niðurstöðum.

teingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi vegna nýs Icesave-samnings á Alþingi í gær. Þingmenn fara nú í jólafrí og fer umræða um samninginn fram eftir að því lýkur 16. janúar. Rætt hefur verið um að kostnaður íslenska ríkisins geti í mesta lagi orðið 47 milljarðar ef mat á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans reynist á rökum reist. Það léttir pressuna á Icesave-skuldbindingunni að ESA, eftirlitsstofnun EF TA, skuli hafa komist að því í vikunni að setning Neyðarlaganna í október 2008 hafi verið innan lagaramma og vísaði um leið sjö kvörtunarmálum vegna laganna frá. Þessi ákvörðun þýðir að innistæðureikningar munu njóta forgangs umfram aðrar kröfur í þrotabú bankanna líkt og lögin sögðu til um. Það er þó ekki á vísan að róa með kostnað vegna Icesave. Fjölmörg dómsmál geta haft áhrif á endanlega skuldbindingu íslenska ríkisins. Fréttatíminn hefur undir höndum greinargerð sem lögmenn unnu fyrir erlenda kröfuhafa eftir að ljóst varð að nýr Icesave-samningur var í höfn. Þar er gert ráð fyrir því að skuldbindingar íslenska ríkisins geti orðið frá alls engu upp í 178 milljarða í þremur mögulegum niðurstöðum.

Dæmi 2 Ef dómstólar ákveða að hver innlánsreikningur upp í topp verði forgangskrafa. Ef þetta verður niðurstaðan munu endurheimtur til endurgreiðslu Icesave úr þrotabúi nema 540 milljörðum. Ofan á þá 92 milljarða sem upp á vantar leggjast síðan 78 milljarða vextir. Í þessu dæmi munu almennir kröfuhafar ekki fá krónu sem gæti orðið erfitt fyrir Ísland þar sem þeir eru þeir sömu og þarf að leita til við endurfjármögnun á komandi árum. Kostnaður Íslands: 170 milljarðar Dæmi 3 Ef dómstólar dæma að svokölluð heildsölu- og peningamarkaðslán séu ekki forgangskröfur. Þá verður kostnaður helmingi minni en í dæmi 2. Kostnaður Íslands: 78 milljarðar

Steingrímur J. Sigfússon mælir fyrir frumvarpi vegna Icesave-samnings önnur jólin í röð. Ljósmynd Hari

Reyndar var fjórði möguleikinn uppi á borðinu sem gekk út á verstu mögulegu útkomu, það er endurgreiðslu á tæplega 600 milljörðum. Þeim möguleika var sópað út af borðinu í vikunni með niðurstöðu ESA. Niðurstöðurnar taka tillit til

ákvarðana dómstóla í málum varðandi til dæmis hámarksgreiðslur fyrir hvern innistæðureikning og hvernig heildsöluog peningamarkaðslán verða flokkuð. oskar@frettatiminn.is

Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er

Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf. Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina.

Þú færð gjafakortið án endurgjalds í desember í öllum útibúum Arion banka.

Dæmi 1 Dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi aðeins að greiða 21 þúsund evrur af hverjum innlánsreikningi í forgangskröfur. Ef þetta yrði niðurstaðan þyrfti íslenska ríkið væntanlega ekki að greiða krónu þar sem búast má við að fullar heimtur verði á slíkum forgangskröfum. Hægt yrði að borga Icesave upp á næstu þremur árum, alla 632 milljarðana. Kostnaður Íslands: 0

Dæmi 4 Ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að ekkert af innistæðum eða heildasölu- og peningamarkaðslánum séu forgangskröfur. Þá munu aðeins innheimtast 216 milljarðar úr þrotabúinu. Vaxtakostnaður verður 170 milljarðar. Kostnaður Íslands: 585 milljarðar Þetta dæmi er úr sögunni eftir að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, úrskurðaði á miðvikudag að Neyðarlögin sem íslenska ríkið setti í október 2008 brytu ekki í bága við lög og reglur.

orkuveitan milljarðar í skuldabréfaútboði

Lífeyrissjóðir leggja fimm milljarða inn í Orkuveituna Forstjórinn segir fjárhagsstöðuna hafa vænkast og vonar að ekki þurfi að grípa til tólf milljarða króna ábyrgðar borgarinnar.

O

rkuveitan hefur selt þó nokkrum lífeyrissjóðum fimm milljarða á markaðsvirði í skuldabréfaútboði Orkuveitunnar eins og hún stefndi að,“ segir Helgi Þór Ingason, forstjóri Orkuveitunnar. „Þetta útboð skiptir máli fyrir Orkuveituna. Við glímum við endurfjármögnun félagsins og þetta útboð er liður í því.“ Í sumar kynnti fjármálaskrif57.446.403 stofa Reykjavíkurborgar stöðu milljarðar Orkuveitunnar króna voru og kom þá fram að Ork uveit a n eigið fé væri aðeins fjármögnuð út árið. OrkuveitHelgi segir stöðunnar í una hafa vænkast septemmeð verðhækkunum í haust og berlok og hún sé flóknari en hafði vaxið svo að Orkuveitan eigi aðeins fyrir úr 14,4% í lánum þessa árs. árslok 2009 Spurður hvernig hann meti líkurní 20,1%. ar á því að borgin þurfi að hlaupa undir bagga með Orkuveitunni svarar hann: „Auðvitað velta menn í áhættustjórnun því fyrir sér hvað getur gerst og hvað ekki, en við erum hér á ágætri ferð í mjög góðri vinnu. Öll okkar vinna frá því í haust er jákvæð og ég hef töluverða sannfæringu fyrir því að hún skili árangri. Það er gott að vita af þessari tólf milljarða

Unnið er hörðum höndum að því að losa Orkuveitunni úr fjárhagskröggum sínum. Ljósmynd/Hari

króna ábyrgð [borgarinnar] en ég vona auðvitað að til þess komi ekki að við þurfum að grípa til hennar.“ Spurður nánar út í áhættuna svarar Helgi: „Ég get ekki farið út í það meir.“ Hinn 9. desember síðastliðinn fengu borgarráðsfulltrúar kynningu á stöðu fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur og vildi Helgi ekki greina nánar frá henni; forsendurnar hafi ekki breyst frá því að fimm ára fjárhagsáætlun Orkuveitunnar var kynnt í október, en hún gerir ráð fyrir að hægt verði að greiða öll lán utan hundrað milljóna evruláns sem gjaldfalli 2013. Samkvæmt þriðja árshlutauppgjöri skuldaði Orkuveitan 219,6 milljarða króna í septemberlok. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


úttekt

16 

Helgin 17.-19. desember 2010

fjárfestingarkostir Hvað ger a þeir sem vilja fjárfesta á bágbornum fjármálamark aði þegar r aunvextir eru neikvæðir?

Makaskiptasamningum við fasteignakaup hefur fækkað að undanförnu. Það rennir m.a. stoðum undir þá kenningu að fjársterkir aðilar leiti inn á markaðinn núna í leit að arðsemi. Fasteignasali segir fasteignakaup öruggasta fjárfestingarkostinn í boði. Ljósmyndir/Hari

Fjársterkir staðgreiða fasteignir og dýra jeppa Innlánsvextir eru afar lágir og markaður með ríkisskuldabréf nánast eini virki hluti fjármálamarkaðarins. Fjársterkir aðilar virðast beina sjónum í auknum mæli að fasteignamarkaðnum og staðgreiða minni eignir. Dýrir jeppar seljast frekar en smábílar og klassísk húsgögn sem halda verðgildi sínu seljast jafnt og þétt.

F

ramboð fýsilegra fjárfestingarkosta hefur ekki verið upp á marga fiska frá efnahagshruninu hér á landi haustið 2008 enda hagkerfið lokað og innlendur fjármálamarkaður bágborinn, svo ekki sé meira sagt. Hlutabréfamarkaðurinn er enn rústir einar miðað við það sem áður var og Íslendingar eru enn, tveimur árum eftir hrun, í skjóli gjaldeyrishafta og mikil óvissa ríkir um hvenær þeim verður aflétt. Innlánsvextir eru afar lágir og markaður með íslensk ríkisskuldabréf nánast eini virki hluti innlenda fjármálamarkaðarins. Hvert fara peningar við þessar aðstæður, hvernig eru þeir ávaxtaðir eða þeim eytt? Einhvern veginn verða þeir sem eiga peninga að láta þá vinna þegar raunvextir eru neikvæðir, eins og nú er. Þrátt fyrir allt – og sem betur fer – eru margir hér á landi sem eiga peninga þótt margir hafi komið laskaðir út úr hruninu. Greining Ís-

Fasteignakaup eru í raun lang öruggasti fjárfestingarkosturinn sem er í boði.

Hlutabréfamarkaðurinn er enn rústir einar, tveimur árum eftir hrun. Markaður með íslensk ríkisskuldabréf er nánast eini virki hluti innlenda fjármálamarkaðarins.

landsbanka hefur lagt mat sitt á íbúðamarkaðinn og greinir þar breytingu í þá veru að fjársterkir aðilar leiti í auknum mæli inn á þann markað. Fasteignamarkaður hrundi nánast hér á landi í kjölfar falls bankanna, fasteignir lækkuðu mjög í verði eða urðu jafnvel óseljanlegar með öllu, ekki síst stórar eignir.

Metvelta frá hruni

Velta á íbúðamarkaði hefur aukist umtalsvert að undanförnu og segja má að haustið hafi verið líflegt, eins og Greiningin bendir á, en gerður var 281 kaupsamningur um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í nóvember samanborið við 207 samninga í sama mánuði í fyrra og hefur veltan því aukist um 36% milli ára. Heildarveltan í nóvember nam 7,4 milljörðum króna og var meðalupphæð hvers samnings í nóvember 26,4 milljónir króna. Endurspeglar það að veltan var langmest með íbúðir í fjölbýli. Sérfræðingar Greiningarinnar telja að lífleg fasteignasala á haustmánuðum bendi til þess að botninum sé náð á íbúðamarkaði og ekki sé langt í að viðsnúningur verði. Þeir geta metveltu í september þegar kaupsamningar voru 347 talsins. Þá voru samningar í október alls 296 sem var aukning um 40% frá sama mánuði fyrra árs. Samanlögð velta síðustu þriggja mánaða nam 924 samningum sem er aukning um 43% frá sama tímabili fyrra árs. Samhliða þessari auknu veltu hefur verð á íbúðum verið að hækka en samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hefur íbúðaverð á landinu öllu hækkað um 1,1% undanfarna þrjá mánuði.

Fjársterkir í leit að arðvænlegum fjárfestingarkostum

„Mörgum kann að þykja það skjóta skökku við að botninum sé náð á íbúðamarkaði. Hagkerfið hefur enn ekki náð kröftugri spyrnu, kaup-

Innlánsvextir eru afar lágir. Fjárfestar leita því annarra kosta en ávöxtunar á bankareikningum.

máttur heimilanna er enn laskaður, atvinnuleysi mikið og skuldastaða heimilanna slæm. Ytra umhverfi íbúðamarkaðarins er því enn mjög hrjóstrugt þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi verið vaxandi og vextir lækkað sem hjálpar til að örva eftirspurn á markaðinum nú. Það sem gæti hins vegar skipt sköpum í þessum viðsnúningi nú er að fjársterkir aðilar séu að kaupa íbúðir í leit að arðvænlegum fjárfestingarkostum og til að dreifa áhættu í eignasafni sínu,“ segja sérfræðingar Íslandsbanka og leggja áherslu á að við aðstæður sem þessar sé eðlilegt að fé leiti inn á íbúðamarkaðinn.

Veruleg fækkun makaskiptasamninga

Það sem rennir frekari stoðum undir þá kenningu að það séu fjársterkir aðilar sem fara inn á íbúðamarkaðinn núna í leit að arðsemi og eignadreifingu er að makaskiptasamningum hefur fækkað verulega upp á síðkastið, segir Greiningin enn fremur. „Í nóvember síðastliðnum var hlutfall makaskiptasamninga aðeins 9% en var 30% fyrir ári síðan. Með makaskiptasamningum er átt við kaupsamning þar sem hluti kaupverðs framhald á næstu opnu


Árið hefst á Vínartónleikum! Á tónleikunum hljómar sígild Vínartónlist úr ýmsum áttum – m.a. Kampavínspolkinn, Dónárvalsinn sívínsæli og atriði úr Leðurblökunni. Hanna Dóra Sturludóttir syngur með hljómsveitinni og er viðbúið að hún gleðji tónleikagesti með hrífandi framkomu. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar S.Í. enda vart hægt að hugsa sér ljúfari upptakt að nýju ári. Tryggðu þér miða á þessa einstöku tónleika.

Mið. 05.01.11 » Fim. 06.01.11 » Fös. 07.01.11 » Lau. 08.01.11 »

19:30 19:30 19:30 Örfá sæti laus 17:00 Örfá sæti laus

Graeme Jenkins hljómsveitarstjóri Hanna Dóra Sturludóttir einsöngvari

Miðasala

»

www.sinfonia.is

»

Sími 545 2500

»

Miðasala í Háskólabíói er opin alla virka daga kl. 9-17 og fram að tónleikum á tónleikadegi


18

úttekt

Helgin 17.-19. desember 2010

er greiddur með annarri fasteign. Makaskiptasamningar hafa verið mjög algengir í íbúðaviðskiptum frá hruni en undanfarin misseri hefur nánast þriðjungur heildarviðskipta með íbúðir verið afgreiddur með makaskiptasamningum þar til nú þegar aftur hefur dregið úr tíðni makaskiptasamninga.“

Fólk staðgreiðir fasteignir

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali, sem á og rekur fasteignasöluna Fasteignasalinn.is, segir það vera að aukast að kaupendur staðgreiði fasteignir, ekki síst minni eignir. Hún segir töluvert um það að fólk sé að flytja heim frá útlöndum, fólk sem hafi komið sér vel fyrir ytra en sjái nú tækifæri til fasteignakaupa hér heima. Gengið sé hagstætt sem og fasteignaverð. „Það er enn hægt að ná góðu verði þegar fólk er að kaupa en það er að komast meira jafnvægi á markaðinn,“ segir hún. Ásdís nefnir einnig að talsvert sé um að foreldrar fjárfesti í eignum fyrir börn sín, setji 10, 20 eða 30 milljónir í slíka fasteign.

Klassísk örugg hönnun heldur verðgildi sínu M

ér sýnist fólk kaupa klassíska örugga hönnun sem heldur verðgildi sínu,“ segir Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, en verslunin hefur um 35 ára skeið selt húsgögn og húsbúnað þekktra hönnuða þar sem segja má að frægastir séu stólar danska hönnuðarins Arne Jacobsen, Eggið, Svanurinn og fleiri, auk þekktra lampa og annars húsbúnaðar. „Þetta eru vörur,“ segir Eyjólfur, „sem fólk þekkir, er öruggt með og getur losnað við ef það vantar peninga. Þetta stendur vel í verði ef það þarf að selja, það er staðreynd,“ bætir hann við. „Það er jöfn og góð sala í klassískum og öruggum hlutum en erfiðara að koma með nýja hluti. Það er eins og fólk þori ekki að

taka áhættu. Útkoma okkar á árinu er því mjög góð, ég er mjög sáttur,“ segir Eyjólfur en nánast öll vara er staðgreidd í Epal. Svo hefur verið alla tíð. Eyjólfur segir verslun sína auðvitað hafa fundið fyrir hruninu sem hér varð en þar á bæ hafi menn haldið sínu striki, látið lætin í kringum fjármálastarfsemina ekki trufla sig alvarlega. „Við höfum verið með ákveðna stefnu og hugmyndafræði og höldum henni áfram. Við höfum verið jákvæð og skynsöm og það er fullt af skynsömu fólki sem kaupir þessa vöru. Þótt margir hafi farið illa út úr hruninu eru samt margir sem voru ekki í neinni vitleysu.“

um tvö þúsund færri í boði, eða rúmlega fimmtán þúsund,“ segir Ásdís. Hún segir að bankar hafi fyrr á árinu dregið úr fólki með kaup, boðað brunaútsölu með haustinu vegna gjaldþrota sem vænta mætti. Sú hafi ekki orðið raunin og nú hafi stjórnvöld gripið til þeirra aðgerða að fólk haldi eignum sínum. Fólk sé því hætt að bíða og leiti þeirra lausna sem það þarf varðandi fasteignakaup eftir fjölskylduþörfum.

Lúxusjeppar renna út á nýjan leik

„Ef fólk á skuldlausa fasteign skiptir ekki máli hvernig verð þróast. Fasteignakaup eru í raun lang öruggasti fjárfestingarkosturinn sem er í boði. Fólk veit ekkert hvaða vexti það fær fyrir peningana sína en þótt allt fari til fjandans, jafnvel þótt kerfishrun verði, þá heldur það fasteigninni ef um skuldlausa eign er að ræða. Þá getur fólk beðið vandann af sér,“ segir Ásdís. Dregið hefur úr makaskiptum á fasteignamarkaðnum, að sögn Ásdísar. Hún segir þau makaskipti sem nú eigi sér stað vera þau sem henti báðum. Það hafi dregið úr því að eigendur stærri fasteigna taki hvað sem er upp í. „Það er ekki langt síðan yfir sautján þúsund fasteignir voru til sölu á landinu öllu. Nú eru

Dýrir bílar eins og Toyota Land Cruiser 150 hafa selst vel að undanförnu. Kaupendur láta gjarna eldri bíl sömu gerðar upp í og staðgreiða mismuninn.

En fleira er matur en feitt kjöt, segir einhvers staðar. Það er ekki aðeins fasteignamarkaðurinn sem er að lifna við. Bílamarkaðurinn hefur heldur verið að taka við sér að undanförnu en mesta athygli hafa þau tíðindi þó vakið að lúxusjeppar hafa runnið út eins og heitar lummur, nokkuð sem hefur ekki sést síðan í góðærinu forðum, eða óðærinu eins og sumir vilja fremur kalla það tímabil. Frá því var greint í vikubyrjun að Toyota-umboðið hefði selt 145 Land Cruiserjeppa á árinu. Þeir eru seldir í tveimur gerðum, nýjum millistærðarjeppa af gerðinni 150 sem kostar frá 8,5-12 milljónir króna og 200-gerðinni sem kostar um 17,6 milljónir króna. Aðalsalan er í 150-gerðinni en 128 slíkir hafa selst á árinu en 17 af stærri 200-gerðinni. Þetta er talsverð breyting frá því sem verið hefur undanfarin tvö ár en í „óðærinu“ seldist Land Cruiser 120, forveri 150-bílsins, allra bíla mest hér á landi, sló út smábíla sem yfirleitt seljast best í öllum löndum. Vakti það athygli út fyrir landsteina sem og gríðarleg sala í dýrustu jeppum eins og Range Rover. Sala slíkra bíla hér á landi var m.a. meiri en í Svíþjóð og Danmörku samanlagt og sagði margt um það æði sem hér var þegar gengi krónunnar var slíkt að örmyntin sú virtist vera með sterkustu gjaldmiðlum heims.

LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA

Klassísk húsgögn sem standa vel í verði seljast vel líkt og hinn frægi Corona stóll Eriks Jörgensen.

Vera kann að það ráði nokkru um sölu Land Cruiser-jeppanna nú að frumvarp um breytingar á vörugjöldum er í meðförum Alþingis og gæti orðið að lögum um áramót. Þá hækkar verð svo stórra bíla væntanlega eitthvað því vörugjöldin munu taka mið af útblæstri í stað vélarstærðar. Sparneytnir bílar munu bera lægri vörugjöld en þeir sem meira menga. Hvað sem því líður sýnir hin aukna sala að margir luma á peningum og treysta sér til að kaupa bíla sem kosta að meðaltali um tíu milljónir króna enda má ætla, miðað við það, að heildarverðmæti seldra Land Cruiserjeppa á árinu nemi um hálfum öðrum milljarði króna. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, segir það rétt að sala stærri og dýrari bíla frá Toyota hafi verið góð að undanförnu. Þar ber hæst söluna á Land Cruiser 150. Páll segir Land Cruiser-jeppann hafa verið vinsælan bíl mjög lengi og hann eigi sterkan kaupendahóp. Sá hópur Land Cruiser-eigenda sem kominn sé á miðjan aldur og þar yfir setji gamla Land Cruiser-jeppann upp í nýjan og staðgreiði milligjöfina. Þetta fólk eigi peninga. Páll segir hins vegar að smábílar hafi ekki selst vel á árinu, nema þeir bílar sem farið hafi til bílaleiga. Það sé liðin tíð að ungt fólk kaupi nýja bíla. „Fyrirhugaðar breytingar á lögum hafa örugglega haft áhrif á sölu þessara bíla síðustu vikur enda eigum við engan bíl til,“ segir Páll en hann veit ekki hve mikið verð hækkar á bíl eins og Land Cruiser 150, enda sé frumvarpið enn til meðferðar hjá Alþingi og geti breyst. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

www.lyfja.is

– Lifið heil

Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju.

Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 52431 11/10

Kannski er jólagjöfin í Lyfju


– FULLT HÚS JÓLAGJAFA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is

Opnunartímar í desember:

DEVOLD UNDIRFATNAÐUR – GEFÐU HLÝLEGA JÓLAGJÖF!

Föstudagur 17. des. Laugardagur 18. des Sunnudagur 19. des. Mánudagur 20. des. Þriðjudagur 21. des Miðvikudagur 22. des. Fimmtudagur 23. des. Aðfangadagur 24. des.

10 – 20 10 – 22 12 – 22 10 – 22 10 – 22 10 – 22 10 – 22 10 – 12

DEVOLD MULTI SPORT nærbolur. Verð 9.490 kr.

Tveggja laga ullarundirfatnaðurinn sem andar vel og flytur raka frá líkamanum þar sem hann gufar svo upp. Fötin eru mjög mjúk og þægileg og henta vel fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir ullarfatnaði. DEVOLD ACTIVE nærbolur. Verð 4.990 kr.

DEVOLD ACTIVE síðar ullarbuxur. Verð 4.990 kr.

DEVOLD MULTI SPORT síðar ullarbuxur. Verð 8.490 kr.

DEVOLD EXPEDITION nærbolur. Verð 9.990 kr. DEVOLD ACTIVE buff. Verð 3.490 kr.

DEVOLD ACTIVE nærbolur. Verð 4.990 kr.

DEVOLD EXPEDITION síðar ullarbuxur. Verð 9.490 kr.

HAFJELL JR sokkar. Hlýir og góðir. 2 pör í pakka. Verð 1.990 kr.


20% KLEMENTÍNUR STÓRAR, 2,3 KG

789 KR./KS

379

EPLI, RAUÐ

afsláttur

KR./KG

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

IR SUÐRÆN IR ÁVEXT

R

www.noatun.is

ÍSLENSKT KJÖT

20% afsláttur

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI Ú

I

KR./KG

KJÖTBORÐ

1998

R

I

1598

Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda.

Ú

LAMBA FRAMHRYGGJASNEIÐAR

R

Matarsendingar til útlanda

KR./KG

ÍSLENSKT KJÖT

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

20. desember

Önnur lönd:

20. desember

30% afsláttur

HOLTA TANDOORI KJÚKLINGUR

629 898

noatun.is

I

KJÖTBORÐ

USA og Kanada:

B

BESTIR Í KJÖTI

KR./STK.

KR./KG

Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt

R

20. desember

TB KJÖ ORÐ

Ú

Evrópa:

R

I

Síðustu dagar til að senda mat til útlanda fyrir jól

Ú

UNGNAUTABORGARI, 90 G

169

ir J ó

1998

ÍSLENSKT KJÖT

J óla hef ð

JÖTBOR

1598

RK

GRÍSALUNDIR

Ú

ÐI

BESTIR Í KJÖTI


I

FERSKIR Í FISKI

KR./STK.

Ú

NÓATÚNS GÚLLASSÚPA, 1 L

Ú

F

I

998

KR./KG KJÖTBORÐ

1998

RF

I

Ú

LAXAFLÖK BEINHREINSUÐ BESTIR Í KJÖTI

Ú

B I

1498 KR./KG

ISKBORÐ

998 R

RF

GRÍSAHNAKKASNEIÐAR

R

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

33%

afsláttur

TB KJÖ ORÐ

ISKBORÐ

J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir

ir

ir

ir

ir

ir

ir

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

ir

ir

ir

ir

ir

ir

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir

ir

ir

ir

ir

ir

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

249

KR./PK.

ir

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

ÍSLENSKT KJÖT

SVALANDI

PEPSI, 2 L

189

KR./STK.

SVEITAGRIKKI FETAOSTUR 4 TEGUNDIR

498

KR./PK.

FRÓN DEIG SÚKKULAÐIBITAOG PIPARKÖKUR

KR./PK.

ir

ir

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

ir

J óla hef ð

ir

ir

ir J óla hef ð

ir J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

ir

ir

J óla hef ð

J óla hef ð

J óla hef ð

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni J óla hef ð

ir

ir

ir

ir

ir

ir

ir

ir

Við gerum meira fyrir þig

EFA, GOTT AÐ G HIMNESKTJA AÐ ÞIGG NÓA KONFEKT, 750 G

2398 KR./PK.

LÍFRÆNTÐ RÆKTA

MÓÐIR JÖRÐ BANKABYGG, 1 KG

348

KR./PK.

DEIG SMÁKÖKU

299

198

CASA FIESTA TORTILLA CHIPS NATURAL

KEXSMIÐJAN SMÁKÖKUR 5 TEGUNDIR

GÖTEBORGS REMI KEX 2 TEGUNDIR

KR./PK.

598

KR./PK.


22

eðalsteinar

Helgin 17.-19. desember 2010

Heimur demantanna í Antwerpen Gengið er frá sölu hundraða demanta í senn með handsali einu. Engir samningar eru undirritaðir. Traust í viðskiptum og góð sambönd skipta öllu í heimi eðalsteinanna.

Þ

rjár litlar götur í Antwerpen í Belgíu eru hjarta allrar demantasölu í heiminum. Þar skipta traust og góð sambönd öllu máli. Þetta er lokaður heimur öðrum en innvígðum en danska vefnum Pleasure gafst þó tækifæri til að fylgja demantakaupmanninum Ulrik Hartmann til Antwerpen er hann gekk frá kaupum á demöntum fyrir jólasöluna í verslun sinni í miðri Kaupmannahöfn. „Sjáðu fegurðina í þessum,“ segir hann og réttir fram lófann. Milli fingranna eru tveir skínandi demantar, annar þriggja karata og hinn tveggja. Báðir eru afar vel slípaðir og tærir, hvort tveggja grundvallaratriði þegar kemur að mati á demöntum. Ulrik Hartmann á aðeins eitt erindi á litla skrifstofu í Antwerpen. Tilgangur ferðalags hans frá Kaupmannahöfn til belgísku hafnarborgarinnar er hvorki að kaupa súkkulaði, sem Belgar eru hvað frægastir fyrir, né hönnunarvörur sem haldið hafa nafni Antwerpen hátt á lofti, heldur demantakaup.

Miðpunktur heimsviðskipta með hrádemanta

Mikilvægi Antwerpen sést best á því að yfir 80% allrar verslunar með hrádemanta fer fram þar, á afmörkuðum stað í miðborginni. Yfir 1.500 skrifstofur er að finna þar við þrjár smágötur. Í öllum er höndlað með hina dýrmætu steina. Þessar þrjár götur eru heill heimur út af fyrir sig. Hoveniersstraat er miðstöð demantaverslunarinnar. Þar blandast gyðingar, í svörtum frökkum með háa hatta og slöngulokka, Indverjum, Kínverjum og Evrópubúum sem allir eru jakkafataklæddir með bindi. Allir halda þeir handtöskum þétt að sér. Demantaskrifstofurnar eru í röðum. Óteljandi myndavélar fylgjast með hverju spori þeirra sem þar ganga um götur og fylgst er með hverju andliti. Þangað á ekki hver sem er erindi. Þeir sem skjótast á milli húsa eru demantakaupmenn. Vara þeirra er meðal hinna dýrustu sem um getur í heiminum. „Ég kom fyrst til Antwerpen nítján ára gamall og það var stórkostleg upplifun. Það var afar spennandi að kynnast þeirri menningu sem demantaverslunin hefur skapað og upplifa þá stemningu sem myndast. Sem ungur maður hreifst ég af verðmæti demantanna. Það hefur breyst. Nú snýst þetta frekar um að finna rétta steininn, því fylgir spenna,“ segir Ulrik.

Vel varið vígi

Hoven­ iersstraat er mið­ stöð demanta­ versl­unar­ innar.

Heimsóknin stendur í tvo daga. Henni er varið í heimsóknir til fimm til sex demantasölumanna. Dagarnir tveir duga til þess að skoða áður en ákvarðanir eru teknar um kaupin. Ulrik Hartmann heldur sig við sömu sölumenn og hann hefur skipt við frá því hann opnaði verslun sína fyrir þrettán árum. Hann skipuleggur heimsóknir til þeirra eftir þörfum. Sumir bjóða stóra demanta, aðrir litla. Hinir þriðju eru sérfræðingar þegar kemur að slípun eðalsteinanna. Það þýðir ekki að koma í heimsókn til Hoveniersstraat án þess að gera boð á undan sér. Bílar sem þangað fara þurfa sérstakt leyfi. Tólf stálstólpar verja götuna. Ferðamenn mega ganga um og skoða en lögreglan fylgist náið með þeim eins og öðrum. Við enda götunnar er lögreglustöð. Lögregluþjónar þaðan standa vakt um brynvarða flutningabílana sem flytja hinn dýrmæta varning til og frá öllum demantaskrifstofunum.

Viðskipti byggð á trausti

Fyrsti viðkomustaður Ulriks er á skrifstofu nánustu samstarfsaðilanna, tveggja miðaldra gyðinga sem eiga og reka fyrirtækið. Þangað sækir danski kaup-

Veiðikortið 2011 Komið á sölustaði!

00000

Skemmtileg jólagjöf! Nánari upplýsingar á

www.veidikortid.is

Demanturinn skoðaður í lúpu. Þrjár litlar götur í belgísku hafnarborginni Antwerpen eru hjarta demantasölunnar í heiminum. Yfir 80% allrar verslunar með hrádemanta í heiminum fer þar fram. Ljósmynd Getty

maðurinn flesta þá steina sem síðar verða til sýnis og sölu í verslunarglugga í miðri Kaupmannahöfn. Ulrik afhendir vegabréf sitt og fær í staðinn aðgangskort í hin helgu vé. Þar er hann síðan lokaður inni í byggingu sem hýsir fjölda demantasala. Áður en hann fær aðgang að skrifstofu sölumannanna og lokast þar inni mætir honum enn ein öryggismyndavélin. Á bak við skrifborð sitja sölumennirnir tveir og fagna komumanni. Fyrir framan þá eru litlir demantar í hrúgu sem skoða skal. Aðeins þeir bestu verða fyrir vali kaupmannsins. Vigtin bíður í glugga sölumannanna. Þeir sækja kassa eftir kassa í tvo peningaskápa innst á skrifstofunni, alla fulla af demöntum. „Viðskiptin í þessari grein byggjast á trausti. Menn ganga ekki beint inn á demantaskrifstofu heldur byggist traustið upp á löngum tíma, mörgum árum. Mikilvægast er að orð skulu standa. Varan er borguð fyrir fram. Samningur um gæði vörunnar sem um er beðið skal einnig standa. Gerist það ekki brestur traustið,“ segir Ulrik Hartmann. Hann er með náin viðskiptasambönd við nokkra demantasala. „Þeir hjálpa mér mjög og hringja gjarna ef þeir telja sig geta boðið það sem ég hef áhuga á. Nýlega bauðst okkur t.d. talsvert magn demanta, í allt 150 karöt. Þar var um að ræða ábendingu frá einum af mínum birgjum sem hafði keypt demantana úr þrotabúi annars sala. Markaðurinn var óstöðugur á þessum tíma en menn gátu gert góð kaup ef þeir brugðust skjótt við. Við slógum því til og gerðum okkar bestu kaup,“ segir Ulrik sem keypti með þessum hætti umtalsvert magn demanta sem skornir voru og slípaðir með óhefðbundnum hætti. Danski kaupmaðurinn nýtir sér lúpu sem stækkar tífalt til þess að skoða og meta demantana. Sérstöku ljósi, sem lýsir sem dagsbirta væri, er beint að demöntunum. Við skoðunina sjást strax minnstu gallar. Þjálfað auga Ulriks þarf ekki nema 10-15 sekúndur til þess að ákveða hvort kaupa skal eður ei. „Því fleiri demanta sem maður hefur handleikið þeim mun betur gengur að sjá hvort um góðan eða slæman demant er að ræða,“ segir hann. „Slípunin skiptir sköpum. Af hverju ætti að borga fyrir demant sem endurspeglar ljósið ekki rétt?“ segir hann. „Oft kaupir fólk fallega lita og skæra steina en hefur ekki gætt að slípuninni. Það situr því uppi með steina sem eru slípaðir eins og botn á bjórflösku.“

Ónógur undirbúningur

Að fjórum tímum liðnum hefur Ulrik farið í gegnum alla demantana sem gyðingarnir höfðu tiltæka miðað við þær óskir sem hann hafði lagt fram áður en hann mætti á staðinn. Hann hefur velt fyrir sér steinum, allt frá 0,15 karötum til 5 karata. Sumir hljóta náð fyrir augum hans, aðrir ekki. Demantarnir sem hann velur eru lagðir til hliðar. Hann stendur upp og þakkar fyrir viðskiptin. Enn er tími til að heimsækja aðra skrifstofu. Ulrik afhendir því aðgangskort sitt og fær vegabréfið á ný. Næsti sölumaður er Indverji, eitt af nýrri andlitunum á Hoveniersstraat, þar sem gyðingar ráða mestu. Eðlilegt er þó að Indverjar bætist í hópinn í Antwerpen. Mikill hluti demanta heimsins er slípaður á Indlandi. Þar hefur því orðið til mikill demantaiðnaður. Skrifstofa indverska kaupmannsins er í um 500 metra fjarlægð frá hinni fyrri. Innrétting skrifstofu Indverjans er jafn fábreytt og sú fyrri og demöntunum pakkað með sama hætti. Undirbúningurinn er þó síðri en var hjá miðaldra herrunum á fyrri stofunni. Demantarnir stand­ast ekki kröfur danska kaupmannsins. Það er því ekkert lagt til hliðar þar en Ulrik lofar þó að líta inn

Slípun demantsins skiptir sköpum. Af hverju ætti fólk að borga fyrir demant sem endurspeglar ljósið ekki rétt? Ljósmynd Getty

næsta morgun. Mikilvægt er að halda viðskiptasambandinu.

Pöntun frá Dúbaí

Ulrik fer víðar næsta morgun. Hann kaupir fjórtán steina á fyrsta staðnum. Á þeim næsta eru til sýnis glitrandi 8, 10 og 15 karata steinar, hjartalagaðir fyrir þá rómantísku í fágætum ljósgulum lit. Hálsfesti með 85 karata demanti er dregin fram. Verðmætið er yfir 100 milljónir íslenskra króna og hentar best markaðnum í Dúbaí. Danski kaupmaðurinn er einmitt með pöntun þaðan. Eiginkonur olíumilljarðamæringanna kaupa djásnin eins og aðrar konur kaupa föt, einkum demanta í sjaldgæfum bláum og bleikum litum. Ulrik Hartmann selur bleika eða ljósrauða demanta, hinn eini á Norðurlöndum. Þeir koma úr Argyle-námunni í Ástralíu. En hvítu demantarnir gleymast ekki. Þegar Ulrik snýr til baka á þær skrifstofur sem hann heimsótti daginn áður er hann reiðubúinn að ganga frá viðskiptunum. Hann reiðir fram féð, segir „Mazel“, um leið og hann kveður gyðingakaupmennina með handabandi. Handabandið er loforð um kaup á 300-400 demöntum sem verða sendir til Kaupmannahafnar en hebreska orðið Mazel er notað jöfnum höndum í Antwerpen, New York, Tel Aviv og Bombay, fjórum demantamiðstöðvum heimsins, og þýðir „til hamingju“.

Aðeins handsal

„Þegar við höfum handsalað kaupin þýðir ekki fyrir mig að segja að ég vilji ekki demantana. Ég hef ekki undirritað neitt en handaband okkar gildir sem samningur fyrir báða aðila,“ segir Ulrik. „Þetta hefur verið spennandi ferð og ég furða mig á því hve stórir og góðir demantar voru í boði á sanngjörnu verði þar sem verðhækkun hefur orðið á markaðnum undanfarna sex til níu mánuði. Ég fer því heim með hluti sem ég er í raun hálf leiður yfir að selja.“ Það líða ekki margir dagar þar til demantarnir sem Ulrik keypti eru orðnir að glæsilegum skartgripum, hvort heldur er eyrnalokkum, armböndum, hálsfestum eða glitrandi fingurgullum. Hjól demantasölunnar snúast svo það líður ekki langur tími þar til Ulrik Hartmann flýgur á ný til stefnumóta í Hoveniersstraat í Antwerpen. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


EÐALGJÖF Eðalgjöf er áskrift að heilsurækt og vellíðan allt árið fyrir konuna í lífi þínu og fæst einungis í Baðhúsinu og inniheldur;

- Heilsurækt - Dekurdag - Átaksnámskeið - Sund í sundlaugum Reykjavíkur - Heilsudrykki - Förðunar- og snyrtiráðgjöf - Einkaþjálfun - o.fl .

Sím

i 51 5 1 9 0 0

Hægt er að panta Eðalgjöfina með tölvupósti á netfang edal@badhusid.is, í síma 515 1900 eða koma á staðinn.

Ljósmyndari: GASSI

w w w. b a d h u s i d . i s

Áskriftarsamningur, með lágmark 12 mánaða bindítíma, verð pr. mánuð kr. 6.990.

Eðalgjöfin afhendist í glæsilegri gjafaöskju. Verð kr. 9.600 og áskriftarsamningur.*

Nánari upplýsingar á badhusid.is 101215_EðalgjöfBaðhúsið.indd 1

12/15/10 2:50:02 PM


24

úttekt

Helgin 17.-19. desember 2010

Konur fæði á eigin forsendum Undirstaða sefjunarfæðinga er að þekkja líkama sinn og hvernig hann vinnur í fæðingum.

D

júpslökun, dáleiðsla og þekking á líkamsstarfseminni er ný aðferð hér á landi til að fleyta konum upplýstum og sáttum í gegnum barnsfæðingar. Hypnobirthing kallast aðferðin á ensku, sem þýða mætti sem sefjunarfæðingar, en kallast einnig sjálfdáleiðslutækni. Áslaug Hauksdóttir, ljósmóðir og frumkvöðull vatnsfæðinga hér á landi, lýsir þessari nýjung sem byltingu, eða skrefi fram á við, rétt eins og vatnsfæðingarnar voru á sínum tíma. Marie F. Mongan dáleiðslusérfræðingur er upphafsmaður sefjunarfæðinga. Tugir kvenna hafa sótt námskeið Kristbjargar Magnúsdóttur ljósmóður og stendur sjötta námskeiðið nú yfir. Hún kynnti sér málið eftir að breskur frumkvöðull í fræðunum kom hingað til lands fyrir þremur árum og hélt fyrirlestur fyrir átján íslenskar ljósmæður. Tvær hafa tileinkað sér fræðin. „Hypnobirthing gengur út á að vinna með djúpslökun, dáleiðslu, öndunartækni og spangarnudd og að vita hvernig líkaminn vinnur og hvernig fæðingin sem slík gengur fyrir sig svo að konur séu tilbúnar að takast á við hana. Konur geta þá hlakkað til þess að fæða börn sín,“ segir Kristbjörg og bendir á að aðferðin gangi bæði út á heimspeki barnsfæðinga og kennslu ákveðinnar tækni. „Lykillinn er að konur geri ekkert sem þær vilja ekki.“

Í stað hríða sé til að mynda talað um bylgjur og tali um verkjameðferðir og hjálpartæki eins og sogklukkur sé sleppt, enda konum kennt að takast á við óttann og þekkja líkama sinn. „Samspil hormóna er viðkvæmt og streituhormón vinna gegn fæðingarhormónum,“ segir hún. Óöryggi og hræðsla kvenna í nýjum aðstæðum ýtir undir streituna. „Við gerum því foreldra að virkum þátttakendum í fæðingum barna sinna og gerum þá þar með ábyrga. Þá leggjum við áherslu á að konurnar hafi með sér fæðingarfélaga sem þær geta ráðfært sig við komi eitthvað upp á, í stað þess að fylgja ókunnugum í ákvörðunum þeirra um hvernig þeir vilji gera hlutina,“ segir hún en lofar þó ekki sársaukalausum fæðingum. „Fæðing er þó eðlileg líkamsstarfsemi og ekki sár sem slík, eða eins og ein sagði svo pent: Sársauki jú, en ekki sársauki sem veldur skaða. Konur finna þrýsting, hita og nota djúpslökun til að velja hvað þær finna.“

Við leggjum áherslu á að konurnar hafi með sér fæðingarfélaga sem þær geta ráðfært sig við komi eitthvað upp á, í stað þess að fylgja ókunnugum í ákvörðunum þeirra um hvernig þeir vilji gera hlutina.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Annað tungutak í fæðingum

Kristbjörg segir konum kennt að tileinka sér annað tungutak en þekkist í kringum fæðingar.

Kristbjörg Magnúsdóttir kennir sjálfsdáleiðslutækni fyrir fæðingar. Sjálf á hún fjögur börn, það elsta fimmtán ára. Hún hafði lært tæknina þegar hún eignaðist fjórða barnið sitt, stúlku, og gekk fæðingin ljúflega heima og fæddist stúlkan í vatni. Ljósmynd/Hari

Beitti öndunartækni í gegnum hríðirnar É

Það má draga orð lækna og ljósmæðra í efa og andmæla ef manni líst ekki á aðstæður.

g ákvað ekki að læra þessa tækni vegna slæmrar fæðingarreynslu heldur fannst mér hugmyndin um að slaka á í fæðingu og reyna að vinna með bylgjunum, eins og hríðirnar eru kallaðar, mjög skynsamleg hugmyndafræði,“ segir Elín Gunnsteinsdóttir um sjálfsdáleiðslutækni, sem á ensku kallast hypnobirthing. Elín eignaðist dóttur sína Agnesi Eddu heima hinn 23. október. Pabbi hennar stóð í eldhúsinu, systir hennar

reyndi að svæfa syni hennar tvo og maðurinn hennar, Davíð Jónsson, var henni innan handar sem og ljósmóðir. „Eftir að ég fann fyrstu hríðirnar um klukkan fjögur síðdegis lokaði ég mig af og hlustaði á slökunarspólu og andaði í gegnum þennan tíma. Ég náði að vinna með hríðunum sem hjálpaði mér. Þetta var ekki vont, heldur fann ég mikinn þrýsting,“ segir Elín. „Ég náði að slaka á og það tók sársaukann burt upp að sjö í út-

víkkun. Þá bað ég manninn minn að kalla eftir ljósmóðurinni,“ segir Elín og lýsir því hvernig hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig eftir það. „Manninn minn grunaði ekki að fæðingin væri komin svona langt á veg. Hann fór út í ísbúð með strákana og sat svo í eldhúsinu á meðan ég lá inni í herbergi og andaði.“ Hún segir að hann hafi fundið mikinn mun á henni í þessari fæðingu og þeim tveimur fyrri. Hún hafi slakað betur á.

Með stjórn á aðstæðum

Elín segir að hún hafi misst svolítið fókusinn eftir að ljósmóðirin kom á staðinn, en þá hafi aðeins verið um 30-45 mínútur í barnið og fæðingin í fullum gangi. „Ég ætla nú ekki að segja að þessi tími hafi verið sársaukalaus, en hann tók fljótt af.“ Elín átti báða strákana sína, þriggja og sex ára, á spítala í Hollandi þar sem þau voru búsett og segir að hún hafi ekki orðið vör við sama hræðsluáróður „úr öllum áttum“ fyrir sársaukamiklum fæðingum og hér. „Þar er mikið um heimafæðingar og sýnd viðtöl við konur sem gekk vel að eiga börn sín. Hér mátti hins vegar til dæmis horfa á sænska sjúkraþætti, sem gerðu lítið annað en að ýta undir hræðslu margra kvenna,“ segir hún sposk. Litla stúlkan fæddist rétt fyrir tíu um kvöldið og fékk eldri sonur hennar, sem þá hafði ekki fest svefn, að klippa á naflastrenginn og taka þátt í fæðingu litlu systur sinnar. „Hann talar ekki sérstaklega um þessa reynslu en er stoltur þegar við tölum um þetta og fannst þátttakan spennandi og þykir óskaplega vænt um barnið.“ Elín segir að auk öndunarinnar hafi hún lært mikilvægi þess að vera virkari þátttakandi í fæðingu barna sinna. „Það má draga orð lækna og ljósmæðra í efa og andmæla ef manni líst ekki á aðstæður. Þótt við setjum traust okkar á heilbrigðisstarfsfólk má spyrja, gagnrýna og vera virkari. Þá er gott að vera búinn að móta sér skoðanir á því hvað maður vill og hvað ekki.“ Sjá einnig bls. 24 Elín Gunnsteinsdóttir með Agnesi Eddu og sonum sínum, Jóel Gauta sex ára og Sölva þriggja ára, sem og eiginmanninum Davíð Jónssyni. Ljósmynd/Hari


fyrst og fremst ódýrt % 8 3

ur t t á l s f

a

8 5 6 2 kr. 0 9 2 4 r Verð áðisuFowl Artem

r

tu afslát

a

2 1 7 3

kr.

8 9 98

kr. 0 0 9 9 5 r u Verð áoðkkar 1996-200 Öldin

kr.

% 7 3 ur fslátt

a

% 7 2

% 8 3

ur t t á l s f

A l jó r A n r u k bæ36 35 31 kr.

kr. 0 8 5 3 1 áður n Verð m n Alhei uri

%

tur afslát

%

% tur

tur t á l s f a

afslát

9 2 2 2 9 4 5 9 7 9 3 3 2 2 36 kr.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

kr. 0 9 9 5 r u Verð áðörlaganna Á valdi

35% tur afslát

kr.

kr. 0 9 6 3 r u Verð gáuðð afi? Ertu

35% tur afslát

kr.

70 kr. 2 4 r u ð á Verð maðurinn Töfra

r.

90 k 6 5 r u ð á Verð biskups Þóra

38%

9%

tur afslát

kr.

tur afslát

35% tur

afslát

6 4 9 2 9 8 6 9 4 6 8 4 4 5 6 3 3 3 3 3 kr.

690 kr. 5 r u ð á ð Ver unengill Morg

Krónan Krónan Krónan Árbæ Mosó Höfða

490 kr. 5 r u ð á ð r Ve ldurinn Dáva

kr.

kr.

kr.

690 kr. 5 r u ð á ð r Ve röð millanna Mart

Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Granda Akranesi Breiðholti Lindum Vestmannaeyjum

800 kr. 3 r u ð á ð r Ve er skemmt Mér

Krónan Reyðarfirði

Krónan Hvaleyrarbraut

kr.

990 kr. 5 r u ð á ð r Ve a leiksins Alvar

Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Selfossi


26

úttekt

Helgin 17.-19. desember 2010

Náði að beita réttri öndun og komin heim hress samdægurs É Ég lærði að loka á það sem gerðist í kring.

g hlakkaði til að eignast dóttur mína og var róleg,“ segir Hafsteina Guðmundsdóttir sem fór á námskeið um sjálfsdáleiðslutækni, eða Hypnobirthing á um það bil 33. viku meðgöngu með dóttur sína, Elínu Ásdísi Náttsól, sem fæddist 24. september síðastliðinn. Rétt tæpum tveimur árum áður, 26. október 2008, eignaðist hún son sinn Nökkva Stein og sér ekki margt líkt með fæðingunum tveimur. „Þegar hríðirnar, sem kallast í Hypnobirthing bylgjur, ágerðust í fyrri fæðingunni varð ég mjög hrædd, enda vissi ég ekkert hvernig sársaukinn ætti að vera. Hríðirnar urðu alltaf harðari og harðari og ég hélt um tíma að ég væri að deyja. Mér fannst ég ekki ná góðu sambandi við ljósmóðurina og hreifst ekki af andanum á deildinni. Mér fannst harkalega farið að mér og ég upplifði skammir vegna þekkingarleysis á ferlinu. Móðir mín var viðstödd báðar fæðingarnar og í þeirri fyrri var hún ofboðslega hrædd og vildi taka sársaukann af mér en núna í þeirri seinni var hún ekki eins smeik.“ Hafsteina segir að á endanum hafi hún kosið mænurótardeifingu.

Gat betur einbeitt sér

„Ég fann strauminn fara um líkamann en hann var þó ekkert á við hríðirnar, ég gat slakað á og fengið mér að borða,“ segir hún. „Eftir á, í allt að viku, var ég slöpp og með hausverk. Ég hefði heldur kosið að vera hress

Jamis Lady Bug Verð: 22.990 kr. 18.392 kr.

og að ég væri betur stemmd til þess að takast á við móðurhlutverkið þessa fyrstu daga í lífi sonar míns.“ Hafsteina rakst á lýsingu á námskeiðinu og skráði sig þegar hún fór inn á vefinn 9 mánuðir í leit að tíma í þrívíddarsónar. „Ég lærði öndun og slökunaraðferðir til að fara inn á við og geta einbeitt sér meira að fæðingunni. Ég lærði að loka á það sem gerðist í kring,“ segir hún og að hún hefði svo gjarna viljað hafa farið á námskeiðið fyrir fyrri fæðinguna. „Það hefði munað miklu. Þá hefði ég reynt Hreiðrið, því þar er mun minna af sjúkratækjum og umhverfið eins og í hverju öðru svefnherbergi. Í seinni fæðingunni gekk ég beint inn í Hreiðrið og gerði mig tilbúna. Við tókum vídeó og því sá ég að yfirbragðið var allt mun betra; ekki sömu gretturnar og óttinn.“ Ljósmóðirin Kristbjörg, sem kennir Hypnobirthing, var Hafsteinu til halds og trausts. „Fæðingin gekk rosalega fljótt fyrir sig. Dóttir mín fæddist fimm tímum frá því hríðirnar byrjuðu heima um morguninn. Ég upplifði verkina en engan veginn eins og í fyrri fæðingunni, mér fannst þeir ekki eins öflugir eða allir í einu. Ég gat því andað aðeins inn á milli,“ segir Hafsteina sem var komin samdægurs heim með dótturina. Hafsteina með börnum sínum, Elínu Ásdísi Náttsól og Nökkva Steini. Ljósmynd/Hari

Hollráð fyrir fæðingar

Jamis Commuter Verð: 71.990 kr. 43.194 kr.

– ráð Kristbjargar Magnúsdóttur

ÍSLENSKA / SIA.IS / UTI 52742 12/10

n Fá vinkonur til að segja jákvæðu

Við erum í hjólaskapi!

20-40% afsláttur af öllum hjólum og 20% afsláttur af öllum hjólaaukahlutum til jóla!

fæðingarsögurnar sínar.

n Ekki hlusta á neikvæðar fæðingarsögur. Þá er best að taka um bumbuna, eins og tekið væri fyrir eyru barnsins, og segja „Uss, uss, barnið mitt er að hlusta.“

n Fæðist barnið óvænt heima er alls ekki nauðsynlegt að klippa strax á naflastrenginn en mikilvægt að halda hita á móður og barni.

n Gangi fæðingar hratt fyrir sig er óþarfi að hræðast, það er í lagi og barnið þá tilbúið að koma í heiminn.

n Treystu á líkama þinn, ótti myndar streituhormón sem geta unnið gegn fæðingarhormónunum.

n Í sefjunarfæðingum eru kennd mismunandi öndun sem vert er að læra:

Nagladekk Verð: 6.990 kr. 5.592 kr. 28”/700 x 35 C 100 naglar

Hraðamælir Verð: 1.990 kr. 1.592 kr. 10 stillingar

Ventura verkfærasett Verð: 2.590 kr. 2.072 kr. 18 tól

Hjóladeildin er í Holtagörðum!

HOLTAGÖRÐUM

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

SÍMI 545 1500

Framljós Verð: 1.990 kr. 1.592 kr. Hægt að nota sem vasaljós

A. Svefnöndun, þar sem útöndun er helmingi lengri en innöndun. Svefnöndun er notuð milli bylgna og til að slaka á. Þær sem tileinka sér tæknina geta komist hratt í slökunarástand þegar þær hafa náð tökum á henni. B. Öndun í bylgjum/hríðum, sem er alveg áreynslulaus öndun, mjög löng innöndun og mjög löng út. Talið er hratt upp að tuttugu og andandum aldrei haldið í sér. C. Öndun kærleikans þegar móðir andar barninu niður í gegnum grindina og í heiminn í þrýstingstilfinningunni. Enginn rembingur.


markhonnun.is

hamborgarhryggur

30 % afsláttur

gleðjumst saman um jólin

1.539

kr/kg áður 2.198 kr/kg

Allt fyrir hátíðarnar Lambahryggur Léttreyktur

30% afsláttur

1.679

2 kg askja

31%

humar

1 kg skeLbrot

3.995

1.098

kr/kg áður 1.498 kr/kg

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

hangiLæri úrbeinað

2.099

kr/kg áður 2.998 kr/kg

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

30%

afsláttur

25%

humar

humar án skeLja 500 gr

afsláttur

kr/pk. áður 1.998 kr/pk

30% afsláttur

25%

afsláttur

1.499

kr/pk. áður 1.998 kr/pk.

27% afsláttur

úrbeinaður

kr/kg áður 1.798 kr/kg

1.499

kr/pk. áður 5.798 kr/pk.

hamborgarhryggur

1.259

kr/kg áður 1.298 kr/kg

afsláttur

kaLkúnn 1.fL.

31% afsláttur

898

kr/kg áður 2.399 kr/kg

humar

hamborgarhryggur

LambaLæri fersk

1.198

kr/kg áður 1.498 kr/kg


svínaLundir ferskar

40 % afsláttur Gjafakort nettó Góð Gjöf fyrir alla

1.499

kr/kg áður 2.498 kr/kg

á einum stað Lambahryggur ferskur

after dinner mints

Lindt Lindor 200 g

1.598

279

695

kr/kg. áður 1.998 kr/kg

kr/pk. tilboðsverð!

kr/pk. tilboðsverð!

smáar kLementínur 2,3 kg kassi

Partý alias

4.950

kr/stk. áður 5.998 kr/stk.

495

kr/pk. áður 598 kr/pk.

konfekt ísterta, 12 manna

Birtist með fyrirvara um prentvillur.

kjörís

1.678

kr/stk. áður 1.998 kr/stk.

Tilboðin gilda 16. - 19. desember eða meðan birgðir endast


30

viðtal

Helgin 17.-19. desember 2010

Menn taka ekki völdin með því að fletta doðröntum Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsambandinu Komintern í Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var bylting og stofnun Sovét-Íslands. Forystumenn hans fóru ekki leynt með að vopnum yrði beitt til að ná markmiðinu. Tugir valdra flokksmanna voru sendir í alhliða byltingarþjálfun í Moskvu þar sem þeir lærðu meðferð skotvopna og stunduðu skotæfingar.

Ótrúlegt er hvernig fámennum hópi lögregluþjóna var teflt gegn múgi manns enda fóru lögreglumennirnir illa út úr því.

F

ólk stendur í þeirri trú að hérlendis hafi alla tíð verið háð friðsöm stjórn­ málabarátta. Það er bara misskilningur. Menn hafa kannski ekki mikið verið að ræða þennan tíma og kosið að gleyma átökunum,“ segir Þór Whitehead prófessor. Í nýrri bók, Sovét-Ísland óskalandið, um aðdraganda byltingar sem aldrei varð, lýsir hann undir­ búningi Kommúnistaflokks Íslands, sem var deild í heimsbyltingarsam­ bandinu Komintern í Moskvu, að byltingu hér á landi. Beitt var grófu ofbeldi og fjöldi manns slasaðist. Í bókinni kemur fram að tugir valdra flokksmanna lærðu hernað, meðferð skotvopna og neðanjarðarstarfsemi í byltingarskólum í Moskvu. Bar­ dagalið flokksins hafði lögregluna undir í Gúttóslagnum 1932 og átti að leiða byltinguna.

Bylting eini tilgangurinn

„Eini tilgangurinn með stofnun Kommúnistaflokksins var að gera byltingu, að koma á sameignarþjóð­ félagi með valdi og vopnum. Komm­ únistarnir höfðust ekki við í Alþýðu­ flokknum vegna þess að þeir sættu sig ekki við aðferð hans til að komast til valda og koma á þessu skipulagi,“ segir Þór og bendir á að deila Alþýðu­ flokksins og kommúnista hafi verið um aðferð fremur en þjóðfélagslegt markmið. „Forystumenn kommúnista fóru ekkert leynt með þær aðferðir sem þeir ætluðu að beita. Þeir sögðu að þeir myndu beita vopnum hér. Einar Olgeirsson sagði það beinlínis, menn fóru ekkert í grafgötur með það. Það er tvennt í þessu. Annars vegar hispursleysið á sínum tíma þegar flokkurinn starfaði og hins vegar feluleikurinn sem menn hafa farið í síðar þegar horft var til baka. Það hentaði ekki pólitískt að menn hefðu verið svona hreinskilnir um þetta. Þetta liggur allt fyrir í málflutningi þessara manna á sínum tíma. Þá var talið að kapítalisminn væri að því kominn að hrynja. Þetta var allt svo mikill raunveruleiki í augum þessa fólks. Byltingin var ekkert fjarlægt markmið á þessum tíma, alls ekki. Í því sambandi má nefna að þegar Brynjólfur Bjarnason fór til Moskvu 1932, sagði hann við Komintern að ástandið á nokkrum stöðum á Íslandi jaðraði við byltingarástand.“ Þór bendir hins vegar á að þessir menn hafi ekki verið neinir bjálfar.

Þór Whitehead prófessor. Í bók hans, Sovét-Ísland óskalandið, er brugðið nýju ljósi á byltingarstarf Kommúnistaflokks Íslands og mesta átakatíma í sögu þjóðarinnar. Ljósmynd/Hari

Þeir hafi áttað sig á því að þeir höfðu ekki styrk til þess í nóvember 1932 að taka völdin. Hins vegar hafi verið fólk innan raða flokksins sem taldi þann tíma kominn. Sovéski sendiherrann hafði það eftir Einari Olgeirssyni, árið 1952, að hópur útlærðra byltingarmanna hefði verið þeirrar skoðunar að efna ætti til vopnaðrar uppreisnar í landinu. Það var ágreiningur innan þeirra raða um mat á ástandinu.

Á endanum verður að grípa til vopna og berjast

Í bók sinni birtir Þór nafnalista ís­ lenskra byltingarnema, og dulnefni sumra, í Moskvu á árabilinu 19291938, í Lenínskólanum og Vesturhá­ skólanum. „Þessir menn voru sendir í alhliða byltingarþjálfun,“ segir Þór. „Námið var að mestu leyti bóklegt en það var jafnframt verklegt. Menn taka ekki völdin með því að fletta doðröntum. Á endanum kemur til þess að þeir verða að grípa til vopna og berjast og þeir voru búnir undir það,“ bætir hann við og segir Íslend­ inga í byltingarskólum Moskvu hafa

Góð jólagjöf! VISOMAT blóðþrýstingsmælir. Íslenskur leiðarvísir.

Jólatilboð

7.948 kr. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is

stundað skotæfingar og lært meðferð skotvopna með sama hætti og aðrir nemendur. Slíkt hafi verið hluti af náminu.

varaliði, vel á annað hundrað manns, til að tryggja það að bæjarstjórnir fengju fundafrið og bæjarfulltrúar frið fyrir árásum og atlögum.“

Höfuðborgin í höndum byltingarflokks

Fræðileg umræða er nauðsynleg

Annað viðfangsefni hinnar nýju bókar Þórs er ákaflega veikburða ríkisvald hér. „Það er tregða í Ís­ lendingum yfirleitt að halda uppi löggæslu, allt frá 19. öld,“ segir Þór. „Ótrúlegt er hvernig fámennum hópi lögregluþjóna var teflt gegn múgi manns enda fóru lögreglumenn­ irnir illa út úr því,“ bætir hann við en í verstu átökunum slösuðust tveir þriðju hlutar lögregluliðsins. Sumir voru stórslasaðir og örorka þriggja varð varanleg. „Ástandið var alvar­ legt þegar lögreglan var orðin óvíg. Í hvaða landi sem væri hefðu það verið talin ótrúleg tíðindi að höfuðborgin væri í höndum byltingarflokks,“ segir Þór. „Viðbrögðin voru fólgin í því að stofna varalið, bæði fyrir sunnan og norðan. Fólk gerir sér ekki grein fyr­ ir því að það skuli hafa þurft í Reykja­ vík og fyrir norðan að halda uppi

Í mörgum neðanmálsgreinum gerir Þór Whitehead margar athugasemd­ ir við skrif Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og Jóns Ólafssonar, prófessors á Bifröst, og segir í eftir­ mála að hann líti á það sem framlag til fræðilegra rökræðna um sögu kommúnistahreyfingarinnar á Ís­ landi. Þór segist ekki eiga von á sér­ stökum viðbrögðum frá þeim. „Ég geri ráð fyrir því að þeir svari fyrir sig og ég áskil mér rétt til andsvara. Við búum sem betur fer í frjálsu landi. Fræðileg umræða er nauðsyn­ leg, gagnrýni er lífsnauðsynleg fyrir öll fræði – og líka gagnrýni á eigin verk. Þess vegna notaði ég tækifærið til að leiðrétta nokkrar villur í eigin verki.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Sovét-Ísland óskalandið. Kafli 75.

Aðför að forsætisráðherra Sunnudaginn 22. september 1946 efndu sósíalistar til fjölmenns úti­ fundar í Miðbæjarbarnaskólaport­ inu í nafni ASÍ, stúdenta, Banda­ lags listamanna og fleiri samtaka. Kunnir ræðuskörungar, þar á með­ al séra Sigurbjörn Einarsson, Að­ albjörg Sigurðardóttir og Halldór Kiljan Laxness, fordæmdu Kefla­ víkursamninginn af eldmóði í norð­ austanstormi og kulda. Þegar fund­ arstjórinn, Stefán Ögmundsson, prentari og varaforseti ASÍ, sleit fundi hvatti hann „allan verkalýð og launþega að vera reiðubúna til

að gera allt, sem í þeirra valdi stend­ ur, til að kæfa þá elda, sem nú eru kyntir að sjálfstæði Íslands“. Stefán var gamalreyndur baráttumaður úr innsta kjarna KFÍ og orð hans minntu á herhvöt kommúnista, þeg­ ar þeir hvöttu til atlögu gegn bæjar­ stjórn á kreppuárunum. Nokkrir forsprakkar sósíalista, einkum Sigurður Thoroddsen, verkfræð­ ingur og fyrrverandi alþingismað­ ur (sonur Skúla Thoroddsens, rót­ tæks sjálfstæðisforingja á fyrri tíð), Framhald á síðu 32


n / Fréttatíminn so ns vi ld Ba n vi ld Páll Ba

„… af þeim skáldsögum sem þessi penni hefur lesið á þessu hausti er Mörg eru ljónsins eyru sú merkilegasta vegna stílgáfu, næmni og skáldlegra tilþrifa …“ Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„... stórskemmtileg bók ... mjög góð. Ég skemmti mér afskaplega vel.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Ég hafði afskaplega

gaman af.“

Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

„… breið skáldsaga um ástina og dauðann ... mörgum þrepum ofar í bókmenntastiganum en formúlubókmenntirnar.“ Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið


32

viðtal

Niður með Ólaf Thors! Niður með landráðamennina!

Logn á eftir stormi við Sjálf­ stæðishúsið 1946. Hópurinn kom af mótmælafundi Sósíalistaflokksins gegn Keflavíkur­ samningi, reyndi að hleypa upp fundi sjálfstæðis­ manna og gerði síðan aðsúg að Ólafi Thors for­ sætisráðherra og þingmönnunum Bjarna Benedikts­ syni borgarstjóra og Gunnari Thor­ oddsen prófessor.

Helgin 17.-19. desember 2010

fylgdu eftir þessari hvatningu fundarstjórans og eggjuðu menn til að fara að Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þar sátu sjálfstæðismenn á fundi um Keflavíkursamninginn. Allt að fjögur hundruð manns söfnuðust nú saman á Austurvelli, en á annað hundrað manns ruddust inn í þéttsetinn fundarsal Sjálfstæðishússins með hrópum og köllum og uppreidda hnefa. Fólk þetta, sem blaðamanni Vísis virtist „einkennilegt í útliti og æðisgengið í augum“, tróðst upp að sviðinu, heimtaði að Ólafur Thors stæði fyrir máli sínu á Austurvelli og hrakti Gunnar Thoroddsen, lagaprófessor og alþingismann, úr ræðustóli. Þegar forsætisráðherra steig í stólinn, eins og ekkert hefði í skorist, fékk hann ekki mælt fyrir hrópum og fúkyrðum: „Niður með Ólaf Thors! Niður með landráðamennina!“ Þá sungu aðkomumenn „ættjarðarsöngva, en íhaldið fékkst ekki til að taka undir“, eins og Þjóðviljinn sagði.

Brátt birtist í anddyri hússins Steingrímur Aðalsteinsson alþingismaður, gamalreyndur verkfallsforingi á Akureyri og fyrrum skólabróðir Stefáns Pjeturssonar í Lenínskólanum. Erindi hans virtist að kveðja félaga sína út á Austurvöll. En ókyrrðin hélt áfram í um eina og hálfa klukkustund, þar til einhver heimtaði kröfugöngu. Þá gekk fólkið loks út, en rann þar saman við mannfjöldann, sem hafði skipað sér „fyrir báðar dyr hússins og beið þess að sjá herstöðvakappana koma út“. Ólafur Thors tók nú aftur til máls og sagði illt í efni, þegar ekki fengist friður til að rökræða ágreiningsmál. Var hann loks hylltur innilega af fundarmönnum. Nefndarfundur hafði verið boðaður um Keflavíkursamninginn í Alþingishúsinu og gengu þeir út til að sækja fundinn Ólafur Thors og þingmenn­irnir Gunnar Thoroddsen og Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Mannfjöldinn réðst samstundis að þeim með óhljóð-

um, hrindingum og barsmíðum og hótaði þeim misþyrmingum og dauða. Urðu lögregluþjónar að leita skjóls í Landsímahúsinu (næst Sjálfstæðishúsinu) með þá Ólaf Thors og Gunnar Thoroddsen. Bjarni Benediktsson borgarstjóri lenti hins vegar inn í þvögu, þar sem lögregluþjónar slógu um hann hring. Báðu þeir hann síðan um að snúa aftur inn í Sjálfstæðishúsið, en Bjarni svaraði hátt: „Ég er ekkert hræddur“, og gekk síðan hiklaust áfram í átt að Landsímahúsinu. Þá réðst að honum hópur fólks, sem att var áfram sem fyrr af manni einum allþreknum með þunnt ljósjarpt hár, sem verið hafði fremstur í flokki aðkomumanna í Sjálfstæðishúsinu. Þar fór Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur, einn af þekktustu kommúnistum bæjarins, sem á stríðsárunum hafði stundað nám og störf í frægustu háskólum Bandaríkjanna. Hringur lögregluþjóna um borgarstjórann brast, hann var króaður af upp við húsvegg, hattur hans kýldur niður og síðan sleginn af honum. Því næst réðst Þorvaldur aftan að Bjarna, þreif í skyrtuflibba hans, herti að hálsinum og hrópaði gjallandi röddu: „Sjáiði borgarstjórann okkar. Hann er ekkert hræddur.“ Um leið réðust menn framan að Bjarna og reyndu að lemja hann í andlitið. Kona togaði í slifsi hans, en þekktur félagi í Æskulýðsfylkingunni, Hreggviður Stefánsson, náði fastari tökum á hálstauinu, á meðan samherjar hans hrintu borgarstjóranum óþyrmilega á milli sín og öskruðu hótanir og ókvæðisorð að honum og lögregluþjónunum. Nokkrir ungir menn, sem horfðu upp á þessar aðfarir með skelfingu, vildu koma Bjarna til hjálpar, en lögregluþjónar voru fyrri til og hörfuðu með hann inn í Sjálfstæðishúsið. Skömmu síðar tók fylking lögregluþjóna sér stöðu við húsdyrnar með hjálma, kylfur, gasgrímur og táragassprengjur. Fólkið þjappaði

sér fast upp að þeim og hóf eins konar umsátur um Sjálfstæðishúsið, þar sem rúður voru brotnar með grjótkasti. Á meðan virðist hópur ungs fólks hafa ruðst inn í Landsímahúsið til að lumbra á forsætisráðherra. Þegar bíll renndi upp að bakdyrum og lögreglan fylgdi Ólafi Thors út, „ærðust þessi hjú“, að sögn Vísis, „æptu upp að hann skyldi ráðinn af dögum, rotaður og þar fram eftir götunum, en er bifreiðin ók af stað grýttu þau hana, með því að þau urðu of sein til að stöðva hana“. Alþýðublaðið sagði að mannfjöldinn við Sjálfstæðishúsið hefði stöðugt hrópað ókvæðisorð að fylkingu lögreglumanna og hótað því „að beita Alþingi og einstaklinga ofbeldi“ til að hnekkja Keflavíkursamningnum. Klukkan 18.15 tilkynnti Agnar KofoedHansen lögreglustjóri í hátalara, að fólk hefði fimm mínútur til að dreifa sér. Við það jókst aðeins æsingurinn. Þá skaut þar skyndilega upp Einari Olgeirssyni, formanni Sósíalistaflokksins. Krafðist hann þess að lögreglustjóri fengi úrskurð Finns Jónssonar dómsmálaráðherra, áður en hann gerði „árás með táragasi á reykvíska alþýðu“. Nokkru síðar komu boð frá Finni (Alþýðuflokksmanni) um að ekki skyldi beita táragasi, en menn hverfa friðsamlega burt af Austurvelli. Þá ósk höfðu menn að engu heldur „skipuðu sér þéttar saman“. Um klukkan hálfátta tilkynnti Stefán Ögmundsson loks í hátalara að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og ASÍ hefðu boðað allsherjarverkfall „til að mótmæla herstöðvasamningnum og knýja fram þjóðaratkvæði“. Fólk skyldi því halda á brott „og hlýddi hver maður á augabragði“. Hópur manna fór hins vegar að heimili forsætisráðherra í Garðastræti, hrópaði ókvæðisorð og kyrjaði Internationalen, alþjóðasöng sósíalista. Ólafur Thors „var hinn rólegasti yfir þessum látum“, en hugsaði sitt.


34

jólasveinar

Helgin 17.-19. desember 2010

Jólasveinar nútímans – Bræður í blíðu og stríðu Í tilefni af því að jólasveinarnir tínast einn og einn til byggða um þessar mundir velti Haraldur Jónasson fyrir sér hvernig færi fyrir þeim bræðrum, þyrftu þeir að kljást við íslenskan veruleika í meira en einn mánuð á ári. Teikning/Hari

Þ

að eru alls konar sögur á kreiki um að ef kaffi, sígarettur og jafn vel kóka kóla kæmi á markaðinn í dag myndi þetta allt saman verða flokkað sem ólögleg eiturlyf. Það eru þó ekki bara vörur sem eru flokkaðar öðruvísi í nútíðinni. Börn sem talin voru tossar í gamla daga flokkast nú með athyglisbrest og ofvirkni og allt upp í einhverfu. Hér er lítil saga af því þegar fimmtán manna stórfjölskylda, auk óvenju ófrýnilegs kattarræksnis, flutti búferlum úr fjallahelli í fimm herbergja íbúð í Breiðholtinu. Hin unga Grýla mætti með jólasveinana sína á innritunardeildina hjá grunn- og leikskólasviði Reykjavíkurborgar og heimtaði menntun fyrir sveinana. Eiginmaðurinn, Leppalúði, endaði þó fljótlega einn með uppeldið á sínum herðum því eftir nokkrar heimsóknir Grýlu í nágrannaíbúðir, heimtandi óþekk börn í pottinn sinn, endaði hún í kvennafangelsinu í Kópavogi. Síðar fór hún

í vist á réttargeðdeildinni á Sogni vegna þess að íslensk lög ná ekki alveg utan um kolklikkaða kerlingu sem gengur um með risastóran poka sem hún reynir að fylla af óþekkum börnum úr nágrenninu.

Stúfur í einelti

Jólasveinarnir sjálfir lentu líka í ýmsum vandræðum á uppvaxtarárunum, sístelandi nestinu frá bekkjarsystkinum sínum, auk þess sem Kertasníkir hinn ungi lenti nokkuð oft uppi á slysó því nútímakerti þykja miður góð í magann. Stúfur lenti í hrikalegu einelti og Skyrgámur grét sig oft í svefn því nútímaskyr er yfirleitt sykraður bragðbættur mjólkurbúðingur. Reykt bjúgu þykja heldur ekki sá herramannsmatur sem þau þóttu hér áður fyrr þannig að Bjúgna­ krækir fór oft svangur í rúmið. Vandamál jólasveinanna byrjuðu þó ekki fyrir alvöru fyrr en á fullorðinsárunum. Á meðan

KEEN

dömu kuldaskór Verð: 33.000 kr. (Stærðir: 38- 42)

Hlýir og þægilegir uppháir kuldaskór fyrir dömur. Fóðraðir með gerviskinni og gott grip í sóla.

þeir voru á barnsaldri voru tiktúrurnar í þeim í versta falli pirrandi og enginn verri en Hurða­ skellir sem gat bara ekki lokað varlega, sama hve oft hann var sendur til skólastjórans. Hann endaði í sérskóla þar sem enginn venjulegur umsjónarkennari réð við ofsann í honum. Flestir þeirra bræðra voru flokkaðir sem misþroska með athyglisbrest og snert af félagsfælni og sendir til sálfræðings. Hann mælti með því að þeir yrðu vistaðir á sambýli. Það var líka gert við Leppalúða kallinn sem réð ekki neitt við neitt, sérstaklega eftir táningsárin. Þá var líka búið að sleppa Grýlu út og hún sett á stóran skammt af geðlyfjum til að reyna að halda barnaátinu í skefjum. Jólakötturinn var á þessu tímabili löngu kominn upp í Kattholt þar sem hann byrjaði á því að narta í formanninn, Sigríði Heiðberg, og var eftir það hafður í einangrun. Þetta forðaði Gluggagægi ekki frá því að lenda á Litla Hrauni. Hann fékk nokkur tækifæri til að

bæta ráð sitt og hætta að liggja á gluggum fólks en eðlið er sterkt og löggan sneri hann fyrst niður þegar hann var á nítjánda ári. Það gerist svo í kringum 21. desember ár hvert að hann er tekinn. Dómarnir eru ekki þyngri en það.

Hverfisfundir vegna bræðranna

Matur hvarf í óvenjulega miklu magni og púðluhundur, sem eigandinn kallar litla lambið, var ekki látinn í friði. Einir þrír sveinar voru svo oft gripnir glóðvolgir inni á heimilum ókunnugra við að sleikja óhreint leirtau og potta. Það voru oft haldnir hverfisfundir í grennd við sambýli bræðranna. Fundirnir snerust yfirleitt um áhuga þeirra á börnum hverfisins. Það var jafnvel talið að þeir hefðu lista yfir hver barnanna væru þæg og hver óþekk. Áður en lögreglan komst í málið hvarf fjölskyldan og er talið að hún hafist við í Esjunni, þótt einnig hafi sést til hennar norður í Hlíðarfjalli.

KEEN

KEEN

smábarna kuldaskór

barna kuldaskór Verð: 16.800 kr. (Stærðir: 25- 38)

Góðir vatnsheldir barna kuldaskór með snjóvörn. Leður neðst á skóm, gott grip í sóla og távörn.

Verð: 11.500 kr. (Stærðir: 21- 25)

Hlýir og léttir smábarna kuldaskór sem auðvelt er að klæða börnin í. Távörn og gott grip í sóla.


Nýtt

í iNteRSPORt

8848 altitude

HáGæða SKíða- OG BRettaFatNaðuR

20%

KyNNiNGaR aFSláttuR Föstudag, laugardag og sunnudag, 17. - 19. des.

31.990 (fullt verð 39.990)

í liNduM, á BíldSHöFða OG á aKuReyRi

19.990 (fullt verð 24.990)

8848 WaRWiCK SOFtSHell Skíðajakki úr vindheldu og teygjanlegu durAtec softshell efni með 8.000 mm vatnsheldni og góðri öndun. Herrastærðir.

7.990 (fullt verð 8.990)

8848 GuN PaNt Skíðabuxur úr vindheldu durAtec Extreme útivistarefni. Límdir saumar og 10.000 mm vatnsheldni. Mjög góðir öndunareiginleikar. Axlabönd má taka af. Herrastærðir.

7.990 (fullt verð 8.990)

1.590 (fullt verð 1.990)

8848 JaNe / JaMeS 1/2 ZiP Peysa innanundir skíða- og snjóbrettajakka, innsta lag. Hlýtt og teygjanlegt efni með góðri öndun. Rauð og túrkisblá í dömustærðum. Rauð og svört í herrastærðum.

8848 taMi / JaMeS PaNt

8848 tuBe SeaMleSS

Buxur innanundir skíða- og snjóbrettabuxur, innsta lag. Hlýtt og teygjanlegt efni með góðri öndun. Dömu- og herrastærðir.

Þunnt buff úr teygjanlegu efni án sauma. Hægt að nota um hálsinn eða á höfðuðið undir hjálm. Dömu- og herrastærðir.

2.390

21.590

35.990

(fullt verð 2.990)

(fullt verð 26.990)

(fullt verð 44.990)

8848 aVataRa SOFtSHell

8848 SPiN SOFtSHell PaNt

Skíðajakki úr vindheldu og teygjanlegu durAtec softshellefni. 8.000 mm vatnsheldni og góðir öndunareiginleikar. Dömustærðir.

Vindheldar skíðabuxur úr teygjanlegu durAtec softshellefni með 8.000 mm vatnsheldni og góðri öndun. Dömustærðir.

8848 PlaiN Hat Skíðahúfa. Litir: Svört, bleik, rauð. Dömu- og herrastærðir.

OPið til 22:00 alla daga til jóla

aKuReyRi SíMi 460 4890

BíldSHöFða SíMi 585 7220 OPIÐ: mán. - lau. 10 - 22. sun. 12 - 22 liNduM SíMi 585 7260 OPIÐ: mán. - lau. 11 - 22. sun. 12 - 22 SelFOSSi SíMi 480 4611 OPIÐ: mán. - sun. 10 - 18 SMáRaliNd SíMi 585 7240 OPIÐ: mán. - lau. 11 - 22. sun. 13 - 22

OPIÐ: mán. - sun. 10 - 18

á BíldSHöFða í liNduM OG SMáRaliNd


36

viðtal

Helgin 17.-19. desember 2010

„Við þurfum ekki öll að vera gordjöss“ Karl Berndsen er einn af vinsælustu mönnum landsins. Þessi 46 ára útlitssérfræðingur hefur brætt hjörtu kvenna á sjónvarpsskjánum undanfarin ár með einlægri framkomu sinni og yfirburða þekkingu á öllu sem viðkemur útliti. Anna Kristine settist niður með Karli og ræddi við hann um uppvöxtinn á Skagaströnd, glamúrlífið í útlöndum og hvernig konur honum þykja vera fallegastar. Ljósmyndir/Hari

Þ

að stafar elskulegheitum og alúð frá Karli Berndsen og það er ekki til í honum hroki. Sem einhverjir kynnu að hafa tileinkað sér, hefðu þeir starfað með og fyrir heimsþekkta hönnuði og hljómsveitir eins og Karl gerði um árabil. En maðurinn, sem situr hjá mér á köldu síðdegi, gæðir sér á súkkulaðibitakökum og drekkur kaffi við kertaljós, er eins ljúfur og afslappaður og hægt er að vera þegar hann segir mér sögu sína. Engin venjuleg saga og enginn venjulegur maður! Strákurinn frá Skagaströnd sem fór til London og starfaði fyrir marga af frægustu hönnuðum heims, hljómsveitina Sugababes og flúði til Íslands þegar aðrir flúðu héðan. „Ég var nú ansi tregur að koma í heiminn,“ segir hann. „Ég mætti 1. ágúst árið 1964 eftir fjórar tilraunir móður minnar til að koma mér hingað. En ég var ekki fyrr mættur en ég meig á þýsku ljósmóðurina og læknirinn sagði: „Það verður eitthvað úr þessum strák, hann er strax byrjaður að nota hann á sér!“ Æskuárin á Skagaströnd segir hann hafa verið yndisleg og telur það forréttindi að hafa fengið að alast upp í frjálsræðinu úti á landi. Hann er yngstur þriggja barna Ingibjargar Fríðu og Carls Berndsen; elst er Laufey, svo kemur Ernst og loks Karl. Berndsen-ættin var stór kaupmannsætt frá Danmörku og langafi Karls verslaði við breska veldið og var mikill kaup- og kvennamaður, að sögn Karls: „Já, það voru margar „Hansdætur“ í sveitinni eftir hann, blessaðan!“ segir Karl hlæjandi. „Foreldrar mínir voru mjög ástríkir foreldrar. Pabbi var vélvirki og átti vélaverksmiðju auk þess að vera stjórnarformaður Skagstrendings sem átti allan togaraflotann fyrir norðan. Afi rak Olís-stöðina á Skagaströnd og þar byrjaði ég að vinna fyrir mér ellefu ára gamall. Það hefur alltaf skipt mig máli að geta séð um mig sjálfur. Ég var auðvitað ekki alveg eftir uppskriftinni, fannst fremur tilgangslaust að leika mér með bíla sem enginn keyrði og kaus fremur að leika mér með brúður og Action Man því þá gat ég gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ég var mikil félagsvera og þar sem mikil samheldni var í fjölskyldunni var yfirleitt mannmargt á heimilinu. Mér þótti sérstaklega gaman, þegar frænkurnar komu í heimsókn, að liggja á hleri og heyra um hvað þær voru að tala. Þar hófst áhugi minn á konum, hári og klæðnaði, myndi ég telja! Föður mínum líkaði kannski ekki alltaf að ég skyldi leika mér með brúður en hann gagnrýndi mig aldrei, heldur fór að leita að framtíðarstarfi fyrir mig um leið og ég hafði aldur til! Við faðir minn náðum mjög vel saman þegar kom að öllu sem sneri að veiði og byssum. Heimilið var ein karlmennska, ef svo má á orði komast, og þegar ég var fjórtán ára ég fór einn á rjúpu. Ég var ákveðinn í Framhald á næstu opnu

Föður mínum líkaði kannski ekki alltaf að ég skyldi leika mér með brúður en hann gagnrýndi mig aldrei, heldur fór að leita að framtíðarstarfi fyrir mig um leið og ég hafði aldur til.


38

viðtal

Helgin 17.-19. desember 2010

Árið í Hollywood að koma ekki heim fyrr en ég hefði náð í eina, tvær rjúpur en Karl litli kom heim sex tímum síðar með átján rjúpur. Ég var svo ánægður því þá fannst mér ég vera orðinn maður. En þarna kom indíáninn upp í mér. Það var mottó hjá pabba: „Ef þú étur það ekki, þá drepur þú það ekki.“

Leitin að framtíðarstarfinu

„Pabbi var alltaf að hugsa um hvað ég gæti gert í lífinu. Ég var farinn að klippa vini mína mjög ungur, en það var ekki sú vinna sem pabbi hafði í huga þótt honum þætti ég sérstaklega handlaginn. Eitt sumarið vann ég á verkstæðinu hjá honum. Maður einn í bænum átti þessa svaka drossíu sem þurfti að gera við gírkassann í og mér var falið það verk. Ég tók gírkassann í sundur og sá alveg á svipnum á samstarfsmönnum mínum: „Já, right, þú kemur þessum aldrei saman aftur!“ En ég gerði það sko og eigandinn ók á brott mjög ánægður með viðgerðina. Þá hugsaði ég með mér: „Þá er þetta búið, ég þarf ekki að sanna neitt meira hér!“ Mamma var mjög mikil húsmóðir og það var alltaf hlaðborð heima því mamma eldaði og bakaði allan sólarhringinn. Vinir mínir vildu alltaf hitta mig um þrjúleytið svo að þeir lentu örugglega í veislunni. Fljótlega eftir að ég komst á unglingsár var það orðinn brandari hjá okkur mömmu að velta fyrir okkur hvað pabbi myndi nú finna fyrir mig að læra. Ég var strax aktífur sem barn að ryksuga og þrífa þannig að hugur minn leiddist að því sem þótti ekki mjög karlmannlegt á þeim tíma. Annars er ég búinn að fá mig fullsaddan á allri umræðu um kynhneigð fólks. Hvað varðar fólk um hver er samkynhneigður og hver ekki? Ég lifi eftir mottó­i nu: „Dæmið ei, svo þér verðið ei dæmdir.“ Ef einhver hefur mikla þörf fyrir að vita hvort ég er í sambandi þá er svarið nei og konur hafa vit á því að reyna ekki að snúa „gay“ mönnum því þær vita að þeir eru ósnúanlegir! Ég hef alltaf viljað vera þekktur fyrir störf mín, en ekki einkamál mín.“

Lesblinda kemur í ljós

„En aftur að pabba og störfunum sem hann fann fyrir mig. Einn morguninn hringdi hann heim og sagðist vera búinn að finna framtíðarstarfið mitt. Svo kom hann heim og byrjaði með langri ræðu um fjóra togara sem vantaði einmitt það sem ég ætti að læra; ég gæti farið suður og komið strax aftur norður: Útvarpsvirki. Mér fannst himinninn hrynja yfir mig – ég var svo hræddur við rafmagn! Ég vildi læra hárgreiðslu en fór að ósk foreldra minna í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki til að taka verslunarpróf. Mér leiddist gríðarlega þar og safnaði á mig sextán kílóum! Öll svona fög eins og reikningur voru alveg lokuð fyrir mér – enda var móðir mín ekki glöð þegar ég fékk einkunnina. Það sem viðkom höndunum gat ég skilið – enda vissi ég ekki fyrr en ég var orðinn 39 ára að ég væri lesblindur. Það var mikill léttir því þá vissi ég að ég væri ekkert heimskari en aðrir. Ég hafði reyndar fengið 11 í Biblíusögum í barnaskóla, sem á ekki að vera hægt, en það var vegna þess að ég skrifaði ritgerð í stað svars við spurningum.“

„Með mér á förðunarskólanum í London var sonur milljónamærings frá Sviss sem vildi endilega að ég kæmi með sér til Hollywood. Ég hélt nú það – „Let´s go to Hollywood!“ – en ég var mjög fljótur að rústa Hollywood og flutti þaðan ári síðar. Eitt af því sem næstum rústaði mig var hversu erfitt mér finnst að segja nafnið mitt. Þegar ég er spurður að nafni, þá er eins og eitthvað klikki í höfðinu á mér og heilinn sendir boð um að mistök séu í nánd! Ég breytti staminu í soghljóð og er alltaf á innsoginu og í Bretlandi héldu þeir bara að þetta væri hreimur. En í Hollywood ætlaði ég að vinna sjálfstætt.

Þá byrjar maður á að fá sér umboðsmann, en þegar ég uppgötvaði að morgnarnir þyrftu að byrja á gini og tónik svo að ég myndi ekki stama um hádegið, þá sá ég að þetta yrði mér dýrkeypt. Ég sá fram á að ég yrði annaðhvort kominn inn á Betty Fordmeðferðarstofnunina eftir nokkrar vikur eða ég yrði að fá mér vinnu í vernduðu umhverfi á hárgreiðslustofu. Ég gekk inn á flottustu hárgreiðslustofuna á Sunset Boulevard, The Saloon – minna mátti það nú ekki vera! – og fékk vinnu. Þar unnu 38 manns og ekki auðvelt að komast þar að, en þá var Karl Berndsen ungur og sætur með ljósa lokka og frá landi

Norðurlandsmeistari í þrístökki ,,Ég var góður í íþróttum og keppti í frjálsum íþróttum. Norðurlandsmótið í frjálsum var mesta niðurlæging ævi minnar. Ég var auðvitað öðruvísi en hinir strákarnir, alltaf umkringdur kvenfólki. Allir skólar á Norðurlandi kepptu og ég keppti meðal annars í þrístökki án atrennu. Um leið og ég var að leggja í hann og búið að kynna mig, gargaði einhver töffarinn: „Þá stekkur Karl hinn kvenlegi!“ Reiðin og illskan sem kom í mig varð til þess að ég varð Norðurlandsmeistari í þrístökki án atrennu. Þá lærði ég það að ef ég gerði tvisvar sinnum betur en aðrir, yrði ég látinn í friði.” Pabbi Karls fann aðra vinnu fyrir hann sem myndi henta honum. Hann gæti orðið kokkur á skipi! „Þá hélt ég til Reykjavíkur í nám við Hótel- og veitingaskólann og lærði að verða matreiðslumaður. Kom heim, fór til sjós og hef aldrei fengið aðra eins innilokunarkennd á ævinni. Ég eldaði, það var ekki málið, en mér leiddist svo hræðilega að ég bað um að fá að fara niður til strákanna og taka þátt í aðgerð. Ég kunni betur við að vera í slorinu. En eftir þrettán daga á sjó vissi ég að þetta væri ekkert fyrir mig. Ég fékk hræðilega innilokunarkennd þegar við vorum komnir út á ballarhaf og ég sá ekki til lands. Ég verð að sjá til lands, einhverja eyju að minnsta kosti. Eftir sjóferðina ákvað ég: Hingað og ekki lengra, nú sýni ég fjölskyldu minni á hverju ég hef áhuga og hvar hæfileikar mínir liggja. Ég fór í Iðnskólann með 48 konum og brilleraði yfir þær allar. Ég gat ekki hugsað mér að vera eini karlmaðurinn og verða númer fjögur! Elsa Haralds hárgreiðslumeistari kom og bauð mér starf og það var svo dæmigert fyrir mig að ég vissi ekkert hver hún var. Ég var orðinn nítján ára og átti erfitt með að taka tiltali. Ég vann hjá Elsu á Salon VEH, sem var aðalstofan á svæðinu þá, og ég gat ekki fengið betri kennara og aga en ég fékk hjá Elsu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að starfa undir stjórn fólks sem hefur verið í bransanum lengi. Á miðju tímabilinu hjá Elsu ákvað ég að það gæti verið sniðugt að kunna líka förðun, svo ég fór til London í nám í

sem enginn þekkti. Þarna var ég valinn af einum megamanninum til að verða aðstoðarmaður hans. Ég var náttúrlega svo saklaus að ég hélt að það væri vegna þess að ég væri svo góður hárgreiðslumaður. En það var nú eitthvað bogið við ráðninguna og ég komst að því nokkrum mánuðum síðar að megamaðurinn vildi eitthvað meira en að ég væri bara að þvo hár fyrir hann! Þetta gekk alveg glimrandi nema að Rússarnir, sem höfðu verið við vaskana í þrjú, fjögur ár, flottir hárgreiðslumenn sem höfðu rekið eigin stofur í Moskvu – en grænakortslausir – voru ekki ánægðir. Ég var strax farinn að

blása og klippa og Rússarnir hötuðu mig eins og pestina. Þeir fullyrtu að ég væri búinn að fara í rúmið með öllum aðalmönnunum - en ég var saklaus, 26 ára og sveiflaði bara ljósu lokkunum. Ég lagði saman tvo og tvo, fékk út 118 og hætti að vinna hjá honum. Þessa stofu átti japönsk kona og ég sagði henni að ég gæti ekki unnið fyrir þennan mann. Hún vildi ekki missa mig og færði mig á aðra hæð. Rússunum þótti þetta mjög gott á mig. Eftir árið í Hollywood, sem var mjög lærdómsríkt, fór ég í jólafrí til Íslands og fór ekki út aftur þar sem ég var ekki með atvinnuleyfi, og jólaleyfið varð að öðrum vendipunkti”.

förðun. Ég var gjörsamlega vonlaus í förðuninni og var næstum rekinn eftir tvær vikur! Ég var alltaf að reyna að herma eftir öðrum, var ekki búinn að finna neistann. Svo kom einn kennaranna til mín og sagði: „Veistu, ég held að þetta sé ekkert fyrir þig.“ Þá gaus metnaðurinn upp í mér og ég hugsaði: „Ég skal sko sýna þér að þetta er VÍST fyrir mig!“ Það var ein þarna mjög ljúf sem sagði mér að hætta að gera það sem aðrir væru að gera, finna minn neista og mína sköpun. Þá kom eitthvert klikk í hausnum á mér og ég útskrifaðist með hæstu einkunn.“ En þetta nægði Karli auðvitað ekki, svo mikill var metnaðurinn. Hann vildi læra ljósmyndun líka. „María Guðmundsdóttir, fyrrum fyrirsæta, fegurðardrottning og ljósmyndari, á þar stóran hlut að máli. Hún benti mér á að það væri gott að geta tekið myndir líka, hún sjálf hefði leigt sér tæki og ljósamenn og lært þannig. Ég hefði auga fyrir viðfangsefninu en ætti að láta fagmenn um stillingaratriðin. Hún fullyrti að ef ég hefði áhugann gæti ég lært ljósmyndun. Ég fór eftir þessum ráðum. Mesta sköpunargleði mín í dag er að ná manneskjunni á mynd; það er mín aðal fullnæging að vinna við myndasmíði. Strákarnir hafa verið snillingar að lýsa upp í „Nýju útliti“ og ég smelli af. Þetta eru oft viðkvæm augnablik hjá konunum sem kannski hafa aldrei verið myndaðar. Allar þessar konur sem hafa orðið á vegi mínum hafa hver og ein skilið eftir sig litlar fjólur innan í höfðinu á mér.“

Hús við Elliðavatn, íbúð í Lækjargötu og þrír bílar Eftir námsdvöl í London og eitt ár í Hollywood (sjá hliðarramma), sneri Karl aftur til Íslands. „Þá hitti ég Alla vin minn, sem hafði unnið með mér hjá Elsu, og við ákváðum að opna hárgreiðslustofuna Kompaníið sem við rákum í nokkur ár. Þá var indíánafjöðrin í höfðinu á mér komin upp úr hausnum. Ég hugsaði með mér að lífið hlyti að hafa upp á meira spennandi að bjóða en að eiga hús við Elliðavatn, íbúð í Lækjargötu, þrjá bíla og borða alltaf á Hótel Borg.

Framhald á næstu opnu

Yfirleitt heillast ég mest af konum með nokkur aukakíló – þær hafa oftast meiri útgeislun.


Góður ís á frábæru verði í Bónus

Vanillu ístoppar 8 x 120ml

498 kr.

Helgin 17.-19. desember 2010

Allt sem sneri að persónulegu lífi var erfitt. Ég átti allt, en eitthvað vantaði. Ég vann myrkranna á milli og það var mér ekki nóg. Reyndar er ég kominn í sama farið aftur; var að gefa út bók, förðunarmyndband í fyrra, búinn með 44 sjónvarpsþætti og rek hárgreiðslustofu og heildverslun. Þegar mér fannst allt orðið tilgangslaust og einhæft hérna heima, seldi ég íbúðina, húsið, bílana og minn hlut í stofunni og flutti til London. Þá snerist allt við. Fyrstu sex árin voru reyndar ekki dans á rósum en það var hræðilega gaman! Þar kynntist ég mínum allra bestu vinum, Fulham-fjölskyldunni. Í henni eru bara snillingar, Ragga Gísla og Jakob Frímann, Steindóra og Friðrik Karls, Dóra Takefusa, og margir fleiri. Það var stuð frá morgni til kvölds og ég var fljótur með ágóðann af eignum mínum á Íslandi. Ég var með þessu fólki í grúppu í fjögur ár og þetta var besti tími lífs míns. Það var ekki fyllirí á okkur – það voru vissulega drukknar nokkrar rauðvínsflöskurnar – en það var svo mikil tónlist og gleði og þar eignaðist ég mína bestu vini sem ég á enn í dag. Eftir sex mánaða veru í London fékk ég umboðsmann og þá byrjaði baráttan, ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Þær voru ekki margar umboðsskrifstofurnar – og þúsundir manna að reyna það sama og ég. Ég vann meira og minna frítt í næstum tvö ár við að byggja upp bókina mína með myndum af vinnu minni sem allt þetta snerist um. Ég starfaði eingöngu sem make-up artisti fyrstu fimm árin en fór síðan meira yfir í hárið, og fór margar ferðir um heiminn. Flestar voru ferðirnar til Afríku, í Karabíska hafið, til Lapplands, Dúbaí og á marga framandi staði. Þetta er mjög vel borguð vinna en margir um hvert djobb. Við vorum um allan heim að mynda auglýsingar fyrir tískublöð eins og Marie-Claire, Vogue,Vanity Fair og fleiri þekkt tímarit. Ein myndataka af einu bikiníi þýddi kannski vikudvöl í Karabíska hafinu. Það var ekkert mjög leiðinlegt. En álagið var gífurlegt þar sem kröfurnar voru miklar og þar kom þolinmæði, kunnátta og metnaðurinn að góðum notum við að koma með eitthvað nýtt og ferskt inn í hverja töku og hvert djobb. Ég hafði ekki hugsað mér að koma heim aftur en ég var oft einmana, einn í þessum stóra heimi og Íslendingarnir flestir farnir – en ég hélt út. Það þurfti mikið fjármagn til að búa í London. Ég hugsaði bara „enjoy life, while you are alive“. Ég átti litla íbúð í London, en var minnst þar. Ég bjó í ferðatösku um allan heim og það varð á endanum þreytandi – og ég missti af fjölskyldulífinu á Íslandi. Litla frænka sem var tveggja ára var allt í einu orðin sextán ára og ég var eins og kunningi en ekki frændi. Ég vildi eiga bækistöð hér á Íslandi og við Laufey systir opnuðum kvenfataverslunina Næs Collection. Þegar við ákváðum að loka henni nokkrum árum síðar byrjaði ég með Beauty barinn þar og ætlaði að koma heim í viku mánaðarlega og vinna við hárgreiðslu. En heim ætlaði ég aldrei að flytja alveg. Ég vissi að það þýddi bara að vinna og sofa. Enda er það svoleiðis. Það gerist ekkert mikið við eldhúsborðið í Grafarvoginum. Ef ég kemst til útlanda einu sinni í mánuði þá róast ég og mér líður vel hér í dag en hver veit hvað sú vertíð endist lengi?“

En þá kom mesti þrándur í götu ævi minnar: Ég í sjónvarpsþátt – og ég sem get ekki talað orð án þess að stama.

Vanillu ís-stangir 12 x 60ml

398 kr.

Geir H. Haarde ber ábyrgðina

Lúxus-íspinnar 3 x 120ml

298 kr.

BÝÐUR BETUR

„Vendipunkturinn að því að ég flutti til Íslands var „Guð blessi Ísland“. Geir H. Haarde ber ábyrgð á því að ég er hér. Ég var staddur á hárgreiðslustofunni á fyrsta degi opnunar með Ísak vini mínum og við vorum með kveikt á útvarpinu. Þá heyrði ég Geir H. Haarde segja: „Guð blessi Ísland“ – og fannst hann eiginlega bæta við: „Hér er allt að fara til fjandans!“ og ég hugsaði: „Jæja, þá er komin kreppa – góð byrjun á einkarekstri á Íslandi – en ef það er kreppa hér, þá er sko meiri kreppa í London.“ Þessi bransi sem ég var í úti lenti mjög illa í kreppunni. Þennan dag ákvað ég að mér væri best borgið á Íslandi á meðan þessi átök stæðu yfir. Þegar aðrir flúðu úr landi, flúði ég heim. Hinn 2. janúar 2009 varð svo annar vendipunktur. Ég sat einn á stofunni minni þann dag og hugsaði: „Karl, þetta er líf þitt núna. Þú ert kominn heim. Svona verður þetta! Sendu mér tákn!“ Þá hringdi síminn – og ég sagði við skaparann: „Ja, þú ert ekki lengi að þessu!” Á hinum endanum var starfsmaður á Skjá einum að bjóða mér að vera með sjónvarpsþátt um útlit. En þá kom mesti þrándur í götu ævi minnar: Ég í sjónvarpsþátt – og ég sem get ekki talað orð án þess að stama. En vilji er allt sem þarf og með dyggum stuðningi samstarfsmanna minna við tökur hefur þetta orðið að veruleika nokkuð skammlaust! Ég hugsa að fólk sem finnst það ekki fullkomið hafi meira umburðarlyndi gagnvart öðrum sem eru ekki fullkomnir. Ég er ekki fullkominn og þar af leiðandi held ég að með einlægni minni í að vilja gera eitthvað fyrir aðra hafi þátturinn tekist. Þetta hefur verið hreint ævintýri líkast og allar


viðtal 41

Helgin 17.-19. desember 2010

þessar frábæru konur sem hafa komið fram í þáttunum hjá mér og ég hef breytt hafa gefið mér mikið og þörf mín fyrir að miðla upplýsingum vex með hverju viðfangsefninu. Á meðan ég held áfram að læra sjálfur og kenna öðrum eitthvað nýtt stoppar mig ekkert. Ég get ekki bjargað heiminum en ef ég get miðlað af reynslu minni og það orðið einhverjum til góðs er ég ánægður. Í fyrra gaf ég út kennslumyndband í förðun sem fékk góða dóma og nú er fyrsta bókin mín komin út og ber nafnið „Vaxi-n – finndu hvað fer þér best.“ Í bókinni er ég ekki að gefa nein fyrirmæli – eingöngu að sýna konum fram á grundvallarhlutföll sem þær geta miðað við í fatavali og benda á eitt og annað sem ég hef lært í gegnum tíðina í starfi mínu.“

„Þennan dag ákvað ég að mér væri best borgið á Íslandi á meðan þessi átök stæðu yfir. Þegar aðrir flúðu úr landi, flúði ég heim.“

750

KR.

OG EIMSKIP FLYTJANDI TJANDI T TJ N DI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA

Heillast af konum með aukakíló

„Lykilatriði í sambandi við ráðgjöfina sem ég veiti er að konan horfist í augu við sjálfa sig jafnt hið innra sem ytra og byggi upp sjálfstraust; á þeim grunni er hægt að gera góða hluti. Með orðinu Vaxi-n (hvernig ertu vaxin?) vildi ég koma með eitthvað nýtt sem lýsti vaxtarlagi kvenna, frekar en að notast við ávaxtaheiti eins og tíðkast hefur hingað til og mér finnst niðrandi fyrir konur. Ég vona sannarlega að konur kunni að meta þessa bók, þetta er hugsað sem handbók fyrir allt kvenfólk á öllum aldri og snýst um að finna réttu fatasniðin eftir líkamsvexti. En ég verð að segja þér alveg eins og er: Mér féllust nánast hendur þegar ég var að árita í Kringlunni á sunnudaginn og var þar umkringdur þessum líka mikla fjölda af matreiðslubókum sem nú eru í boði. Hvað ætli hver kona eigi margar matreiðslubækur uppi í skáp? Er ekki kominn tími til að þessar elskur lesi eitthvað annað en endalausar mataruppskriftir? Við þurfum ekkert öll að vera gordjöss, þetta snýst ekkert um hvort þú ert grönn eða feit. Yfirleitt heillast ég mest af konum með nokkur aukakíló – þær hafa oftast meiri útgeislun.”

Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjórn@frettatiminn.is

Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta.

NBI hf. (Landsbankinn), kt. 471008-0280.

Sniðugasta öndlugjöfin

ENNEMM / SÍA / NM44188

Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.

Ef þú getur borið pakkann kostar sendingin aðeins 750 krónur. Glimrandi hagstætt fyrir jólapakkana þína. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Á ekki við kæli- og frystivöru. Verð fyrir heimakstur með jólapakka er 750 kr.

80 ÁFANGASTAÐIR DAGLEGA UM LAND ALLT

VIÐ STYÐJUM MÆÐRASTYRKSNEFND!

| www.fly tjandi.is | sími 525 7700 |

GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000


úr kjötborði

Svínabógur Reyktur og grafinn lax (flak)

598,kr./kg

2.545,kr./pk.

verð áður 745,-/kg

Jólin öll í Fjarðarkaup

Hamborgarar 115g 2 í pk.

358,kr./pk verð áður 438,-/pk

FK Hangiframpartur úrb.

KF Lambahamborgarhryggur

KF Íslenskt heiðarlamb

1.598,kr./kg

1.598,kr./kg

1.398,kr./kg

verð áður 1.998,-/kg

verð áður 1.998,-/kg

verð áður 1.568,-/kg

Fjarðarkostur Hangiframpartur úrb.

Ali hamborgarhryggur úrb.

SS birkireykt læri m/beini

SS hamborgarhryggur úrb.

2.094,kr./kg

1.874,kr./kg

1.926,kr./kg

2.054,kr./kg

verð áður 2.618,-/kg

verð áður 2.498,-/kg

verð áður 2.408,-/kg

verð áður 2.568,-/kg

FK Hangilæri úrb.

2.318,kr./kg verð áður 2.898,-/kg

- Tilvalið gjafakort

www.FJARDARKAUP.is


Emmess jólasveinaís 1,5l

Kjörís ísterta 12 manna

Mackintosh 2kg

Gevalia kaffi 500g

525,kr.

1.898,kr.

2.680,kr.

498,kr.

Del Monte perur 1/1 Coke í gleri 6x0,25l

Ora grænar baunir 1/2

Ora rauðkál 540g

498,kr.

99,kr.

198,kr.

Del Monte bl. ávextir 1/1

399,kr.

399,kr. Del Monte ferskjur 1/1

399,kr.

Opið laugardag

10:00 - 18:00 Opið sunnudag Ginger ale 12x25cl

Andrex WC 12 rúllur

2.100,kr. (stk. 175,-)

998,kr.

verð áður 3.000,-

12:00 - 18:00

Tilboð gilda til sunnudagsins 19. desember Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga


44

myndir

Helgin 17.-19. desember 2010

Tvær af þekktustu ljósmyndum Mary Ellen Mark. Úr bókinni American Odyssey sem kom út 1999 og hefur að geyma safn mynda sem voru teknar víðs vegar um Bandaríkjunum frá 1963 til 1999.

Frábær ljósmyndari og kennari Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark og eiginmaður hennar, kvikmyndaleikstjórinn Martin Bell standa fyrir námskeiðum á Íslandi á næsta ári í félagi við íslenskt listafólk.

H

jónin Mary Ellen Mark og Martin Bell hafa verið árlegir gestir hér á landi um langt árabil. Þau eru bæði í fremstu röð á sínu sviði, hún einn merkasti ljósmyndari samtímans, var til að mynda kjörin mikilvægasti kvenljósmyndari heimsins árið 2000 af lesendum American Photo-tímaritsins, og hann er kunnur fyrir heimildarkvikmyndir; var til að mynda tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Streetwise, mynd um útigangsbörn í Seattle. Þau hjónin halda næsta sumar hvort sitt námskeiðið á sínu sviði í samvinnu

við heimafólkið Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara og Ingibjörgu Jóhannsdóttur, skólastjóra Myndlistarskóla Reykjavíkur, en þau tvö síðarnefndu eru einmitt hjón líka. Mary Ellen hefur verið eftirsóttur leiðbeinandi víða um heim um árabil og komast að jafnaði færri að en vilja á námskeiðum hennar. Eins og ávallt er námskeiðið sem hún stendur fyrir hér, ásamt Einari Fali, hugsað fyrir nemendur hvaðanæva að, en í þó verða nokkur sæti tekin frá fyrir íslensk ljósmyndara í þetta skiptið. Spurður hvernig það bar til að þetta

þungavigtarfólk er á leið hingað til námskeiðishalds segir Einar Falur að Íslandsáhugi þeirra risti djúpt en þó umfram allt sé ástríðan fyrir faginu aðalhvatinn. „Eins og raunin er með fólk sem er í fremstu röð í listum, þá sinnir það starfi sínu af köllun og þannig hefur það verið með Mary Ellen. Hún veit ekki hvað það er að taka sér frí heldur verður sífellt að halda áfram að skrásetja mannlífið í heiminum. Þegar hún hefur verið hér á landi hef ég oftar en ekki lent í að finna henni verkefni að mynda, misstór; þegar ég var myndstjóri Morgunblaðsins myndaði hún til dæmis fyrir mig íslenska myndlistarmenn, fjárréttir fyrir norðan, busavígslu í Kópavogi og daglegt líf í Öskjuhlíðarskóla. Sú myndröð leiddi til þess að þau hjón unnu hér í samvinnu við Þjóðminjasafnið að stórmerkilegum verkefnum, sýningunni Undrabörn, um börn í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskólum, og heimildarkvikmyndinni Alexander,“ segir Einar Falur.

Ljósmynd/RAX

Hefur verið lengi í bígerð

En Mary Ellen en ekki bara frábær ljósmyndari, sem vinnur fyrir helstu tímarit og safnar myndum í metnaðarfullar bækur, heldur er hún einnig afar virtur kennari. „Það þekki ég sjálfur vel því hún hafði afgerandi áhrif á framtíð mína þegar ég sótti námskeið hjá henni suður í Frakklandi fyrir 22 árum. Fleiri íslenskir ljósmyndarar geta sagt sömu sögu. Hún heldur námskeið nokkrum sinnum á ári, einkum í Oaxaca í Mexíkó, og þar var ég gestakennari með henni fyrir nokkrum árum. Á þessum námskeiðum vinnur hún einkum með þátttakendum að því að skerpa sýn þeirra og hugsun, vinna með styrkleikana á uppbyggilegan hátt – að hjálpa fólki að sýna heiminn og fólkið sem hann byggir á áhugaverðan hátt.“ Að sögn Einars Fals hefur Mary Ellen ítrekað rætt undanfarin ár um að halda námskeið hér á landi og loksins verður nú af því, í samvinnu við fyrirtæki í Flórída sem skipuleggur nám-

skeið hennar og fleiri ljósmyndara. „Mary Ellen þekkir orðið marga ljósmyndara hér á landi, er mikill Íslandsvinur og henni fannst tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi; verða við óskum ljósmyndara hér um að segja þeim til, og að kynna land og þjóð fyrir erlendum ljósmyndurum í leiðinni.“ Einar Falur segir að gert sé ráð fyrir að nemendur á námskeiðinu verði 15 eða 16, og þar af eru frátekin sæti fyrir fimm Íslendinga. „Martin mun á sama tíma segja nokkrum til í heimildarmyndagerð, hjálpa fólki að finna frásagnarháttinn og skerpa á sinni sýn – hann er einnig frábær kennari, margreyndur sem leikstjóri og kvikmyndatökumaður. Hann starfaði meðal annars í mörg ár sem tökumaður náttúrulífsþátta í Afríku.“

Alþjóðleg dýnamík

Höfuðstöðvar námskeiðsins verða í Myndlistarskólanum í Reykjavík í JLhúsinu og heldur Ingibjörg, sem er þar skólastjóri, utan um framkvæmdahliðina. „Þar förum við Mary Ellen daglega yfir það sem hver og einn er að mynda og Martin vinnur þar með fólki að samsetningu kvikmynda. Á kvöldin verða erindi og kynningar, meðal annars á íslenskum ljósmyndurum. Við munum einnig funda í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og væntanlega setja upp eins konar lokasýningu námskeiðsins í Þjóðminjasafninu, með þátttöku fleiri íslenskra ljósmyndara.“ Námskeiðin voru kynnt nú í byrjun desember og bókanir eru þegar farnar að berast að sögn Einars Fals. „Það er full ástæða til að benda íslenskum ljósmyndurum á að námskeiðshaldarinn féllst á þá beiðni okkar að Íslendingar greiði lægra þátttökugjald, þar sem það er reiknað í dollurum. Okkur finnst öllum mikilvægt að Íslendingar geti tekið þátt; dýnamíkin í hópnum verður líka eflaust áhugaverðari ef heimamenn eru í bland við erlenda gesti. Því hef ég kynnst á námskeiðum sem ég hef verið á hjá Mary Ellen í New York, Frakklandi og Mexíkó.“ -jk

Neðri mynd: Martin Bell við tökur á heimildarmyndinni Alexander. Til hægri: Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari.

Ljósmynd/Árni Sæberg

Ljósmynd/RAX

Efri mynd: Mary Ellen Mark að störfum fyrir sýninguna og bókina Undrabörn, um börn í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskólum.


Á R A


46

viðtal

Helgin 17.-19. desember 2010

Venst aldrei hræðslunni við að fara með barnið sitt í aðgerð Regína Krista Eyjólfsdóttir er sex ára lífsglöð stúlka í Njarðvík. Hún hefur þó gengið í gegnum meiri þrautir heldur en flestir jafnaldrar hennar því hún hefur þurft að fara í tólf hjartaaðgerðir um ævina. Hún var aðeins dagsgömul þegar hún fór til Boston í fyrstu aðgerðina. Anna Kristine ræddi við Þórdísi Elínu Kristinsdóttur, móður Regínu, um litlu stúlkuna og áhrif veikinda hennar á fjölskylduna. Ljósmyndir/Hari

H

ún er ljóshærð, gullfalleg 32 ára kona, móðir fjögurra barna og starfar sem grunnskólakennari í Akurskóla í Innri-Njarðvík. Hún lýkur námi sem félagsráðgjafi í janúar. Þessi unga kona geislar af fegurð, þokka og gleði en hún hefur þurft að ganga erfiðari spor en flestir á hennar aldri. Fyrir sex árum fæddist annað barn hennar og eiginmannsins Eyjólfs Kristins Vilhjálmssonar, dóttirin Regína Krista, með alvarlegan hjartagalla og var yngsta barnið frá Íslandi sem fór í hjartaaðgerð í Boston. Auk Regínu Kristu eiga Þórdís Elín og Eyjólfur börnin Vilhjálm Kristin, tíu ára, Gabríelu Rósu, fjögurra ára, og Daníelu Björgu 19 mánaða – og von er á fimmta barninu í mars. „Þegar ég fór í 34 vikna sónar, sem býðst öllum konum í Keflavík, kom í ljós að ekki var allt með felldu,” segir Þórdís Elín þegar hún segir mér frá erfiðri lífsreynslu fjölskyldunnar – sem þau komust frá með miklum sóma. „Þá sást að hjartahólfin, sem eiga að vera fjögur, litu ekki út eins og þau áttu að gera og ég var send til frekari skoðunar á Landspítalanum. Þar hitti ég Gunnlaug Sigfússon barnahjartalækni sem færði mér fréttirnar”.

Sorg í stað gleði

„Okkur leið alveg rosalega illa. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því nákvæmlega hvernig sú líðan var, hún var bara hræðileg. Við höfðum þarna á þessum tíma átt von á heilbrigðu barni í 34 vikur – það voru sex vikur eftir þegar þetta kom í ljós – svo að gleðin og eftirvæntingin var leyst af með mikilu sjokki, sorg, dapurleika og pínulítilli reiði líka. Næstu sex vikur meðgöngunnar voru lengi að líða og við vorum hálf lömuð allan tímann. Það sem gerði þetta sérstaklega erfitt var að við vissum að barnið væri mikið veikt og yrði mikið veikt þegar það kæmi í heiminn, en við vissum ekki hve slæmt þetta yrði. Ástandið á barninu var ekki gott, og við vissum að það myndi ekki batna, en það gæti versnað. Ég var líka fremur óheppin, því þegar ég var send á Landspítalann frá Keflavík vissi ég ekki að það væri verið að fara að athuga með hjartað í fóstrinu. Mér var sagt að það ætti að athuga hversu stórt barnið væri orðið. Svo ég fór bara í kjól og sandala og dúllaði mér til Reykjavíkur, án mannsins míns, enda algjörlega óþarft fyrir hann að taka sér frí frá vinnu til að sjá hversu stórt barnið væri orðið. Ég var nú alveg fullfær um að segja honum það sjálf. Ef ég hefði vitað hvers kyns var, hefði ég að sjálfsögðu ekki farið ein. Ég meðtók kannski einn fjórða af því sem læknirinn sagði við mig. Annars sat ég dofin og horfði á gólfið næstum allan tímann sem við töluðum saman. Ég fékk eina mynd með mér heim, sem læknirinn teiknaði upp fyrir mig. Annað hafði ég ekki að sýna manninum mínum, ég mundi ekki mikið frá samtalinu. Við hittum lækninn næst þegar Regína Krista fæddist, sex vikum síðar, svo að við höfðum aldrei tækifæri til að spyrja þeirra spurninga sem við þurftum, og maðurinn minn vissi mjög lítið þar sem ég náði aldrei að koma þessu almennilega út úr mér. Þetta var alveg hrikaleg lífsreynsla og ég mun aldrei á ævinni gleyma þessum degi. Hvorki þeirri stund þegar læknirinn sagði mér fréttirnar né þeirri þegar ég var að reyna að segja manninum mínum frá heim-

sókninni á Landspítalann. Hann átti bara von á svona tiltölulega saklausum fréttum. Ég þarf eflaust ekki að taka það fram að ég fékk aldrei að vita hvað barnið var orðið stórt enda var það aldrei tilgangur ferðarinnar! Ég hef sjaldan orðið svona hrikalega reið.“

Mikill viðbúnaður við fæðinguna

Regína Krista fæddist eðlilega eftir fulla fjörutíu vikna meðgöngu, á tilsettum degi. „Læknarnir sögðu okkur að það væri allra best að hún fæddist eðlilega, en það var vel fylgst með öllu á meðan. Ég var föst við mónitor allan tímann, en það tæki fylgdist grannt með hjartslættinum. Þannig gátu læknarnir séð hvort hún þreyttist og ef svo færi yrði skorið strax. Þetta var mjög sérstök fæðing, annars vegar vegna þess að það var mikill viðbúnaður og margir læknar viðstaddir, svo voru engin svona ,,notalegheit” eins og ég var áður vön; það var ekki möguleiki á að ganga um gólf, fara í bað eða sturtu eða slíkt, vegna þess að ég var tengd við tækin allan tímann. Hins vegar var þetta stundin sem við höfðum beðið eftir í sex vikur. Biðin var á enda og nú fengjum við fyrst að vita hvernig ástandið á barninu væri, það vissi enginn fyrirfram. Í ljós kom að Regína Krista er með sjúkdóm sem kallast vanþroska vinstri slegill (hypoplastic left heart syndrome), en auk þess var hún með mjög þrönga ósæð, op á milli hjartahólfa og svo var míturlokan (önnur hjartalokan) ekki eins og hún átti að vera. Regína Krista var skírð á vökudeild Landspítalans um fjórum klukkustundum eftir fæðingu. Nafnið hennar þýðir „drottning Krists“... Við fengum að bjóða foreldrum okkar og systkinum og auðvitað syni okkar – stoltum stóra bróður – og auk þess fengu systkin mömmu að vera viðstödd. Það er mjög takmarkaður aðgangur gesta á vökudeild en það var gerð undantekning fyrir okkur. Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem var þá sóknarprestur í Grindavík, skírði hana og hún var alveg yndisleg. Starfsfólkið á vökudeild hjálpaði okkur líka að gera skírnardaginn eins gleðilegan og hægt var við þessar aðstæður.“

Þegar heimurinn hrundi

„Við vissum strax að við þyrftum að fara með hana til Boston um leið og hún fæddist. Það var mjög sérstök tilfinning að heyra það. Ég hélt að sjokkið gæti ekki orðið meira þegar ég fékk að vita að barnið mitt væri og yrði mjög veikt og þyrfti strax í aðgerð við fæðingu. En þegar læknirinn sagði okkur að hún þyrfti að fara í aðgerð til Bandaríkjanna, þá hrundi allt. Við að heyra það varð alvarleiki málsins eiginlega enn meiri. Við vissum það ekki þá, en vitum núna, að barnaspítalinn í Boston er einn besti barnaspítali heims og þar er veitt úrvals þjónusta. Þessar áhyggjur reyndust því óþarfar. En á sínum tíma var þetta mikið mál fyrir okkur. Við vorum ekki aðeins að bíða eftir að barnið fæddist og fá þá loks að vita hvernig ástandið yrði og fylgja henni í aðgerð í kjölfarið, heldur þurftum við líka að velta fyrir okkur hverju ætti að pakka niður og hvenær, hvar við myndum gista í Boston, hvernig yrði tekið á móti okkur, hvað við yrðum lengi að heiman, hvað yrði um stóra bróður, hvernig við ættum að safna fyrir þessu öllu á stuttum tíma og svona mætti lengi telja. Og allt þetta varð að gerast á einum sólarhring.“

Handskrifað vegabréf án kennitölu

Regína Krista var skírð á vökudeild Landspítalans um fjórum klukkustundum eftir fæðingu. Nafnið hennar þýðir „drottning Krists“.

„Fyrstu tímarnir eftir fæðinguna voru því ekki eins og flestir telja eðlilega. Fyrst þurfti að plana skírnina, hringja í prest og bjóða fólki og svo stuttu seinna þurfti að græja vegabréf fyrir nýfædda barnið. Við fengum nokkurra tíma svefn en vöknuðum svo snemma daginn eftir fæðingu. Það var nú ágætis prósess sem beið okkar, en lukkaðist á endanum. Það kom ljósmyndari á vökudeild og tók myndir sem við fórum svo með í Útlendingastofu og sóttum um vegabréf. Þetta var svo mikil flýtimeðferð að vegabréfið er handskrifað og án kennitölu, þar sem hún var ekki tilbúin. Þetta ferli náði nú samt að láta nokkur tár falla, þar sem afgreiðslukonan hjá Útlendingastofu hafði fyrst beðið um að barnið kæmi með okkur og næstum því ekki gerlegt að græja þetta án þess að hún kæmi með – sem var auðvitað nokkuð sem við hefðum óskað að gæti gengið eftir, en því miður var hún föst við vélar á Vökudeild – og svo var sett út á myndina af henni þar sem hún var ekki með opin augun. Þetta eru svona smáhlutir sem eflaust mörgum finnst algert aukaatriði og ekki einu sinni merkilegt, en þetta skipti miklu máli fyrir okkur á þessum tíma. Við vorum mjög viðkvæm fyrir öllum smáatriðum”.

Yngsti farþegi Icelandair

,,Þegar við fórum til Boston, 25. ágúst 2004, daginn eftir fæðingu, var hún yngsta barnið sem hafði farið frá Íslandi og yngsti farþegi Icelandair. Ferðalagið gekk vel. Regína Krista hafði það gott og svaf alla leiðina. Með í för voru aðrir foreldrar og barnið þeirra sem var á leið í hjartaþræðingu, tveir læknar og hjúkrunarkona. Ferðalagið var líka þokkalegt fyrir


viðtal 47

Helgin 17.-19. desember 2010

Eyjólfur og Þórdís ásamt börnum sínum fjórum, Gabríelu Rósu (4), Daníelu Björgu (1), Regínu Kristu (6) og Vilhjálmi Kristni (10).

okkur foreldrana. Læknarnir sáu alveg um börnin í vélinni svo að við gátum hvílt okkur og hugað að því hvernig næstu dagar og vikur yrðu. Tilfinningarnar voru blendnar. Við þurftum í fyrsta lagi að skilja tæplega fjögurra ára gamlan son okkar eftir heima á Íslandi og í öðru lagi vorum við á leiðinni með nýfædda barnið okkar á spítala í aðgerð sem við vissum engan veginn hvernig færi. Á hinn bóginn var tilfinningin sú að þarna var ákveðið upphaf, biðin á enda og með því að hefja flugið vorum við einhvern veginn nokkrum skrefum nær því að komast heim með barnið okkar. Biðin var búin að vera löng og það var þetta sem þurfti til að komast heim og hefja lífið á ný. Við vorum einhvern veginn aldrei í vafa um að við kæmum öll heim, en það var eiginlega þannig að við leyfðum okkur aldrei að hugsa öðruvísi, við hreinlega þorðum það ekki.“

Sjúkrabíll beið á flugvellinum í Boston

„Það var í sjálfu sér ágætis upplifun að koma á sjúkrahúsið. Við vorum búin að fá góðar lýsingar frá Gunnlaugi lækni um hvernig ferlið yrði. Það stóð næstum eins og stafur á bók. Það var til dæmis um hvernig yrði tekið á móti okkur á flugvellinum, sjúkrabíllinn myndi þeytast af stað með okkur frá þaðan með rjúkandi sírenuvæli og tilheyrandi látum. Þetta stóðst allt. Ef við hefðum ekki verið viðbúin þessu hefðum við líklega orðið mjög hrædd. Það var mjög oft fyrstu dagana sem við hugsuðum: ,,Hann Gulli var búinn að segja að þetta yrði svona”. Það er auðvitað ómetanlegt að fá góðan undirbúning. Það höfðum við svona þannig séð, eins gott og það gat orðið frá læknanna hendi, en við fengum aldrei tækifæri til að tala við aðra foreldra sem

hefði svo sannarlega gert okkur lífið ögn auðveldara, að minnsta kosti hvað varðar undirbúning og aðkomu á spítalann.“

Allt snerist um að vera sterkur og jákvæður

„Við vissum í raun ekki hverjar líkurnar voru á að aðgerðin tækist. Við þorðum aldrei að spyrja. Við höfðum þó góða tilfinningu fyrir þessu, en það kemur jú til vegna þess að maður leyfir sér ekki að hugsa á öðrum nótum. Þarna snýst allt um að vera sterkur, bjartsýnn og fullur vonar. Barnið hefur einungis foreldrana til að treysta á og okkur finnst stór hluti af því vera „foreldrar sem barnið getur stólað á“; að hugsa jákvætt og trúa því að allt gangi upp. Þannig hugsum við enn í dag. Þegar við komum til Boston var farið yfir allt sem yrði gert og þó að læknarnir hafi verið ögn dramatískir á stundum, gáfu þeir okkur alltaf mikla von. Biðin á meðan hún var í aðgerðinni var löng og á meðan tókum við bara einn klukkutíma í einu. Við fengum ekki að fylgja henni í svæfingu í fyrsta skiptið en það höfum við gert í síðari skiptin. Læknarnir komu því á stofuna hennar og tóku hana. Næst sáum við hana átta klukkutímum síðar. Við sátum stjörf á biðstofunni, þorðum varla að fara á klósett. Fyrir aðgerð hittum við hjúkrunarfræðing sem kynnti sig fyrir okkur og sagðist láta okkur vita á klukkutíma fresti um gang mála. Það var alltaf mjög stressandi þegar síminn hringdi, en það róaði okkur líka að fá góðar fréttir reglulega. Við fengum að fylgjast nokkuð náið með. Eftir að aðgerð var lokið var Regína Krista fljótlega færð yfir á gjörgæslu og þar fyrst fengum við að sjá hana. Það var mjög erfitt að horfa á hana. Hún var bólgin, tengd við óteljandi slöngur og vegna vökvasöfnunar leit hún

Við vissum í raun ekki hverjar líkurnar voru á að aðgerðin tækist. Við þorðum aldrei að spyrja.

ekki lengur út eins og nýfætt barn, heldur eins og nokkurra mánaða gamalt barn. Það var ansi sérstakt. En við höfðum fengið að sjá annað barn eftir aðgerð og það hjálpaði okkur að hafa séð þetta áður, við vissum svona nokkurn veginn við hverju var að búast. Þau líta ekki svo ósvipað út þessi kríli eftir aðgerð. Öll vafin og skreytt slöngum. Okkur var afskaplega létt þegar aðgerðin var búin. Tárin streymdu, en það var ekki beint sorg, þetta voru svona sorgar-gleðitár í bland. Við vorum fyrst og fremst fegin að þetta var búið og þakklát fyrir að aðgerðin hafði heppnast vel. En fyrsti sólarhringurinn eftir aðgerð er mjög mikilvægur svo að það var ekki fyrr en daginn eftir se við gátum byrjað að anda á ný. Þá fengum við að vita að allt hefði gengið samkvæmt áætlun og að hún brygðist eðlilega við öllu.“

Skuggi yfir gleðinni

„Fljótlega eftir aðgerðina fengum við að vita að aðgerðirnar yrðu fleiri. Það vissum við ekki í upphafi. Það var líka dálítið sjokk. Við töldum okkur vera „búin“ með þennan kafla þegar þessu væri lokið. Svo var ekki. Það má segja að það hafi sett svolítinn skugga á alla gleðina eftir vel heppnaða aðgerð. En við ákváðum að reyna að láta það ekki á okkur fá og njóta augnabliksins. Það tókst auðvitað ekkert voðalega vel en við reyndum eins og við gátum. Við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að fara langt frá spítalanum. Það var í fyrsta lagi vegna þess að í svona ferð er það þetta sem allt snýst um. Það er ekki mikill tími eða orka til að hugsa um neitt annað. Okkur fannst við vera slæmir foreldrar ef við framhald á næstu opnu


48

viðtal

hugsuðum um að fara í göngutúr lengra en yfir götuna. En við lærðum það fljótlega að það á fólk að gera. Læknarnir hvöttu okkur til að fara út og skoða okkur um, hvíla okkur aðeins. Það væri nauðsynlegt til að halda sönsum. Við tókum eiginlega ekki mark á þeim fyrr en þeir sögðu okkur að ef við gætum ekki sýnt að við værum skynsöm, þá færum við ekki með barnið okkar heim! Í þessari fyrstu ferð sátum við nánast alla daga, öll kvöld og langt fram á nótt á spítalanum, en við höfum sýnt í seinni ferðum að við getum líka verið skynsöm. Þessi fyrsta ferð var líka frábrugðin öðrum að því leytinu að ég var nýbúin að fæða barn og eyddi miklum tíma í að reyna að ná upp mjólkinni. Ég fór á tveggja tíma fresti í „mjókurherbergið“ til þess að reyna að mjólka. Sólarhringurinn snerist því um þetta, að heimsækja Regínu Kristu og reyna að mjólka þess á milli”.

Með mús frá stóra bróður

„Það var mjög erfitt að skilja stóra bróður eftir heima. Verst þótti okkur að hann væri skilinn eftir á meðan mamma og pabbi færu með litla barnið langt í burtu. En hann var búinn að velja og kaupa litla mús sem hann gaf systur sinni þegar hún fæddist. Þessi mús fylgdi henni hvert sem hún fór á spítalanum og hann var myndaður með henni við hin ýmsu tækifæri. Þessar myndir skoðaði hann svo með ömmu í rólegheitum á heimasíðunni. Þetta þótti honum skemmtilegt og færði hann aðeins nær litlu systur. Músin fylgir henni enn og hún hefur nú farið sjö sinnum til Boston með Regínu Kristu og hefur upplifað ýmislegt. Vilhjálmur Kristinn hefur tvisvar sinnum fengið að koma með til Boston. Einu sinni þurftum við að vera þar í tvo mánuði og þá kom hann í heimsókn í eina viku og í enn einni aðgerðinni fékk hann að koma og átti að vera með okkur allan tímann. Þá var nefnilega gert ráð fyrir að við yrðum bara eina viku, en þær urðu fimm, svo Vilhjálmur Kristinn var sóttur fljótlega.Við lærðum fljótt að systkin eiga ekkert erindi á spítalann. Þarna snýst eðlilega allt um veika barnið, það er mikið stress og oft ansi daprir dagar. Þetta er ekkert auðvelt að horfa upp á, hvað þá fyrir lítil börn. Við höfum því í síðari skiptin alltaf skilið hin börnin eftir heima. Þó að það sé erfitt að skilja þau eftir, þá er enn erfiðara að bjóða þeim upp á þetta. Tíminn var lengi að líða þessa tvo mánuði. Þetta var virkilega erfiður tími. En hann var samt gleðilegur, þar sem allar aðgerðirnar tókust vel. Það gekk á ýmsu og það var ýmist gleði eða sorg. Við kynntumst nokkrum bandarískum fjölskyldum á þessum tíma, fjölskyldur sem við höfum hitt aftur í seinni ferðum okkar og við höldum enn sambandi við nokkra. Við hópuðumst saman fyrir tilviljun, um fimm fjölskyldur í allt, og urðum ein stór fjölskylda þennan tíma. Gengum í gegnum ýmislegt saman en þarna fengum við þennan félagslega stuðning sem við höfðum ekki í fyrsta skiptið. Þetta var erfiður tími en þegar við hugsum til baka þá var hann ekki svo skelfilegur, og það er fyrst og fremst þessu fólki að þakka.“

Erfitt fyrir ömmur og afa að vera fjarri

„Það er ekki auðvelt að vera einungis ,,áhorfandi“ þegar maður stendur barninu nærri, eins og til dæmis fyrir ömmur og afa. Við foreldrarnir erum jú á staðnum, erum í samskiptum við læknana og höfum yfirleitt allar staðreyndir á hreinu. Það hafa aðrir aðstandendur ekki. Við upplifðum það í gegnum foreldra okkar að þetta tímabil var mjög erfitt og að vissu leyti var erfiðara að vera í þeirra sporum en okkar, þar sem við erum svo inni í öllu á meðan hinir fá aðeins einfaldar útskýringar okkar á málunum. Ágætis dæmi er þegar við vorum í eitt sinn í tvo mánuði í Boston og Regína gekkst undir að minnsta kosti fjórar aðgerðir á því tímabili. Það sáu nánir ættingjar og vinir okkar sem eitthvað mjög óhugnanlegt og erfitt – sem það var auðvitað – en við vissum að með því að dvelja í þetta langan tíma og hún færi í allar þessar aðgerðir gæti það gefið henni hjarta sem starfaði eðlilega, sem það gerði ekki áður, og í leiðinni mun betri lífslíkur. Á þessu höfðu aðstandendur okkar ekki fullan skilning eins og við.“

Sjö ferðir, tólf aðgerðir

„Regína Krista er búin að fara sjö sinnum til Boston, og í þessi skipti hafa verið gerðar samtals tólf aðgerðir með hjartaþræðingum. Það er dágóður slatti fyrir sex ára snúllu. Það er að minnsta kosti ein aðgerð eftir, en mjög líklega fleiri. Það vitum við ekki og því getur enginn svarað á þessari stundu. Það eina sem við vitum er að það er ein aðgerð á dagskrá. Það eru enn flóknir hlutir sem ekki hefur tekist að laga en við vonum svo sannarlega að það takist. Við erum eiginlega hætt að spyrja. Að vísu spyrjum við alltaf, þegar við erum í Boston, hvert framhaldið verði, hvort að það sé aðgerð á dagskrá í nánustu framtíð. Við erum eiginlega farin að gera ráð fyrir að það verði alltaf „næst“, þó að við vonum svo sannarlega að einn daginn verði hún svo fín að þess þurfi ekki. En það kemur í ljós.“

Lífsglöð og kát sex ára dama

Þrátt fyrir að hafa upplifað meira og erfiðara en flestir sem eru bara sex ára, tekur Regína Krista lífinu með stóískri ró. ,,Já, Regína Krista er alveg yndisleg stúlka og ótrú-

Helgin 17.-19. desember 2010

lega lífsglöð og kát. Hún hefur sýnt mikinn þroska og er með eindæmum þolinmóð og tekur þessu öllu ótrúlega vel. Við höfum lagt okkur mikið fram um að segja henni hvernig staðan er, hvað hún hefur gengið í gegnum, en þó á þann hátt að hún sé meðvituð um allt án þess að hræða hana eða gera hana að einhverju fórnarlambi. Við höfum líka reynt að kenna henni að hún sé yndisleg eins og hún er. Þá á ég til dæmis við að hún er með stórt og mikið ör yfir alla bringuna, auk þess sem hún er með mörg lítil ör eftir nálar og slöngur. Svo er hún með sondu sem er mjög sýnileg. Hún er líka mjög lágvaxin og grönn vegna allra aðgerðanna og lyfja sem hún tekur. Hún er byrjuð í skóla og þar eru önnur börn sem eðlilega hafa ekki endilega skilning á því að hún líti svona út, en það sjá þau þegar hún er í skólaleikfimi og sundi þar sem örin sjást vel. Í stað þess að eltast við að fræða alla sem á vegi hennar verða um ástand hennar, höfum við reynt að kenna henni að vera sátt við sig eins og hún er og láta ekki á sig fá ef að börn eða fullorðnir stara á hana eða segja eitthvað. Þetta ræðum við reglulega heima. Nú er til dæmis það nýjasta, eftir að hún var ítrekað kölluð dvergur, að við ræddum við hana um að fólk liti misjafnlega út og það væri í himnalagi að vera ekki eins og allir aðrir. Hún getur tekið þátt í allflestu með vinum sínum. Hún þekkir til dæmis sín takmörk í skólaleikfimi. Hún þreytist fljótt en hún er dugleg og reynir sitt allra besta. Hún var mjög á eftir í grófhreyfingum, byrjaði seint að ganga, lærði seint að hoppa, hjóla og þess háttar. En aðalmálið er að hún getur þetta þó að hún fari sér stundum hægt. Við höfum reynt að gera allar spítalaferðirnar pínulítið spennandi. Hún lítur ekki bara á þetta sem „spítalaferðir“, þetta eru líka samverustundir með mömmu og pabba og við höfum alltaf gert eitthvað skemmtilegt eins og að fara á söfn, í dýragarð eða slíkt. Við höfum ekki fundið fyrir því að hún sé hrædd við að fara til Boston, en að sjálfsögðu koma tímar þar sem henni líður ekki vel. Henni líður alltaf mjög illa þegar hún vaknar eftir svæfingu en við reynum okkar besta til að láta henni líða þolanlega. Það hefur líka hjálpað henni hvað Músi, gjöfin frá stóra bróður, er alltaf duglegur, því hann gengur alltaf í gegnum það sama og hún. Það hafa þó nokkuð margir foreldrar og ömmur haft samband við okkur, aðallega foreldrar sem eiga börn á leið í hjartaaðgerð en einnig aðrir foreldrar sem eru á leiðinni með börn til Boston í annars konar aðgerðir. Okkur finnst sjálfsagt að miðla okkar reynslu til annarra. Við höfðum þó nokkuð mikið fyrir því að reyna að komast í samband við aðra foreldra áður en við fórum út í fyrsta skipti. Það lukkaðist ekki. En ég er alveg viss um að það hefði hjálpað okkur. Læknarnir eru auðvitað allir boðnir og búnir til að aðstoða foreldra og þeir hafa svörin við þessu praktíska, en hafa ekki endilega eins góða reynslu af því að vera þarna úti í langan tíma og svona almennt hvernig það er að vera með barnið sitt á spítala. Það er því öllum sem eru á leið til Boston með börnin sín í aðgerðir velkomið að hafa samband við okkur. Við erum bæði í símaskránni og eins má senda mér tölvupóst á thordiselin@gmail. com,“ segir Þórdís Elín.

Gott stuðningsnet mikilvægt

„Við höfum verið ótrúlega heppin hvað fjármálin varðar. Ég hef í fjögur skipti verið í fæðingarorlofi, þar af tvö skipti á meðan ég var í fæðingarorlofi með Regínu Kristu og í tvö skipti var ég í orlofi með yngri dætur mínar. Hin þrjú skiptin var ég í sumarfríi og var því ekki launalaus á meðan. Maðurinn minn hefur aftur á móti misst töluvert úr vinnu. Vinir okkar og ættingjar opnuðu styrktarreikning fyrir snúlluna og okkur þykir ótrúlega vænt um allan þann stuðning sem fólk hefur og getur sýnt okkur. Það var alltaf fjarri mér að ég myndi standa í þeim sporum að eignast barn sem þyrfti að fara í aðgerðir til útlanda og hugsaði því aldrei út í það hvernig ég myndi bregðast við. Ég sá mig ekki geta gengið í gegnum slíkt. En svo þegar maður kemur að brúnni, þá fer maður bara yfir hana. Maður getur það. Það er ekki eins og þetta sé eitthvert val, maður gerir þetta bara, mjög einfalt. En það breytir því ekki að þetta er oft mjög erfitt og það verður það áfram. En við eigum val um hvernig við tökumst á við þetta og það er mjög mikilvægt að það sé gott stuðningsnet, fjölskylda og vinir. Við einangruðumst svolítið á tímabili en ég er mjög þakklát fyrir það hvað fólk í kringum okkur er duglegt að spyrja okkur hvernig gangi. Það þykir okkur vænt um. Mér finnst aftur á móti mjög sérstakt að það er enginn fagaðili sem hugsar um líðan foreldra þegar svona gengur yfir eins og hjá okkur í upphafi. Það er

Regína Krista er lífsglöð lítil stúlka þrátt fyrir alla erfiðleikana sem hún hefur gengið í gegnum. Móðir hennar Þórdís Elín vakir yfir henni.

mjög mikilvægt að það sé einhver sem foreldrar geta leitað til og rætt málin við og þá á ég við sérfræðinga, félagsráðgjafa eða sálfræðing. Það er ýmislegt sem maður getur ekki rætt við vini og vandamenn og þess vegna er nauðsynlegt að einhver taki þetta að sér. Það er að vísu starfandi félagsráðgjafi hjá Umhyggju en það er líka mín reynsla að það eru ekki allir tilbúnir að hafa frumkvæði að því að leita sér aðstoðar ef eitthvað bjátar á. Það þarf að fylgjast betur með foreldrum. Sama segi ég um systkin. Ég veit ekki til þess að það sé neinn einstaklingur eða hópur sem leggur áherslu á að halda utan um systkin þessara barna. Það hefur að minnsta kosti enginn fagaðili, svo ég muni, spurt okkur hvernig við höfum það eða hvernig hinum börnunum okkar líði við þessar aðstæður.“

Hræðslan alltaf í farangrinum

Já, Regína Krista er alveg yndisleg stúlka og ótrúlega lífsglöð og kát. Hún hefur sýnt mikinn þroska og er með eindæmum þolinmóð og tekur þessu öllu ótrúlega vel.

„Það var að vissu leyti öðruvísi að koma þarna í annað, þriðja – svo að ég tali nú ekki um sjöunda skiptið! En það á þá bara við um hið praktíska, við vitum hvar hótelið er staðsett, við rötum um spítalann, það fer ekki langur tími í að leita að þeim stöðum sem við eigum að fara á, blóðprufur, röntgen, hjartaómun og svo framvegis, en spítalinn er tíu hæðir með fullt, fullt af krókaleiðum á hverri hæð svo þetta gat verið ruglandi í fyrstu. Við getum orðið sjálf séð um að panta flug fram og til baka, við skiljum alla pappíra frá Tryggingastofnun og þess háttar. Við vitum líka hvernig þetta gengur fyrir sig, hve margir dagar fara í undirbúning fyrir aðgerð, hvað við þurfum að gera fyrir aðgerð eins og að láta Regínu fasta, þvo henni með sérstakri sápu, hvað tekur langan tíma að jafna sig eftir hjartaþræðingu og skurðaðgerð. En það er alltaf sama tilfinningin sem kemur upp. Það er alltaf þessi hræðsla sem fylgir því að fara með barnið sitt í hjartaaðgerð. Sú tilfinning hverfur aldrei og maður venst henni aldrei, þótt maður færi hundrað sinnum. Þannig séð er hver ferð alltaf eins og sú fyrsta. Við vitum aldrei hvað kemur í ljós og hvernig gengur. Það er jú fyrst og fremst það sem býr til þessa hræðslu og þetta óöryggi.“ Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjórn@frettatiminn.is

Í stappi við Tryggingastofnun

O

kkur finnst allt vera orðið þyngra sem varðar þennan málaflokk. Við höfum þurft að standa í smá stappi við Tryggingastofnun og það er ekkert voðalega þægileg tilfinning. Tryggingastofnun borgar yfirleitt fyrir einn fylgdarmann, en þegar um alvarlegar aðgerðir

er að ræða, eins og hjartaaðgerðir, borga þeir fyrir tvo fylgdarmenn. Við finnum það alveg að þetta hefur breyst. Við reynum að láta þetta ekki á okkur fá en það er ekki hægt að leiða þetta alveg hjá sér. Við vitum að Regína Krista þarf að fara fljótlega til Boston aftur og

við kvíðum því mikið hvernig ástandið verður þá. Fréttaflutningur undanfarið hefur heldur ekki hjálpað okkur. Það var ofsalega óþægileg tilfinning að heyra það nýlega að heimahjúkrun barna væri í hættu. Þetta er nokkuð sem við vorum algjörlega háð í upphafi og

vitum að skiptir börnin og fjölskyldur þeirra miklu máli. Við höfum alveg hugsað okkur vel um hvað þetta varðar, til dæmis hvort að það væri betra fyrir dóttur okkar að við flyttumst af landi brott. Við vonum svo sannarlega að þess þurfi ekki,“ segir Þórdís.


BSRB minnir sveitarstjórnir um allt land á að sýna aðgát við niðurskurð og hlífa nærþjónustunni. Munið að velferð barna og fjölskyldna hvílir á ykkar herðum. Bregðist þeim ekki.

BSRB | Grettisgötu 89 | 105 Reykjavík | Sími 525 8300 | www.bsrb.is | bsrb@bsrb.is

Verjum velferðina!


50

kvikmyndir

Helgin 17.-19. desember 2010

Jólamartröðin besta jólamyndin Bíómyndir eru margar hverjar vel til þess fallnar að kveikja notalegar minningar og koma fólki í jólaskap. Fréttatíminn fékk nokkra kvikmyndaunnendur til að nefna bestu jólamyndirnar að þeirra mati. Eins og sést á niðurstöðunum þurfa jólin alls ekki alltaf að vera í brennidepli í „jólamyndunum“ og stundum vegur þyngra að ákveðin mynd tengist minningum um löngu liðin jól. Þannig kemur Gone With the Wind við sögu hérna og þríleikurinn um Hringadróttins sögu var tilnefndur í einu tilviki. Flest stig fékk þó The Nightmare Before Christmas sem er óumdeild jólamynd þrátt fyrir drungalegan titilinn. hvergi heima nema í ruslinu. Bresk ástarvella er aftur á móti alltaf velkomin í tækið mitt, sér í lagi þegar henni fylgir góður skammtur af húmor. Ekki skemmir fyrir að í þessari mynd fáum við að njóta Hughs Grant sem ég hef af einhverjum mjög svo óræðum ástæðum alltaf verið eilítið heit fyrir.“ – Erla Hlynsdóttir

Jack Skellington lærir sína dýrmætu lexíu um jólin í The Nightmare Before Christmas.

Besta jólamyndin The Nightmare Before Christmas – 1993 Myndin er sprottin upp úr frjóum huga leikstjórans Tims Burton og er ef til vill ekki mjög jólaleg við fyrstu sýn. Álitsgjafar Fréttatímans sjá hins vegar lengra en nef þeirra nær og telja The Nightmare Before Christmas bestu jólamyndina.

ENNEMM / SIA • NM44055

GLEÐI GJAFIR

Sendu jólapakkana með Landflutningum og allt andvirði flutningsgjaldsins rennur óskipt til jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar.

890 kr.

„Þegar jólasveininum hefur verið rænt er ljóst að jólin verða heldur óhefðbundin. Þetta er djöfullega dásamlegur jólasöngleikur um fallegt hjartalag, stór mistök og þá staðreynd að það er alltaf best að vera maður sjálfur. Boðleg áhorfendum á aldrinum sex til sextíu og sex ára.“ – Erla Hlynsdóttir

„Ég hef alltaf elskað þessa mynd. Út af tónlistinni og áferðinni. Svo tengdi ég svo lengi við aðalpersónuna. Jack Skellington er leitandi sál á toppi tilveru sinnar. Hann ákveður að hann geti ekki fundið hamingjuna þar sem hann er staddur og brýtur alla ramma í kringum sig. Rennur svo á rassgatið með það og uppgötvar að hamingjan er þar sem hún hefur alltaf verið – nákvæmlega hér. Snilld.“ – Birgir Örn Steinarsson

Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is

Jólaveislan í Fanny och Alexander eftir Ingmar Bergman kemur með jólastemninguna beint í æð.

2. sæti Fanny och Alexander – 1982 Svíinn Ingmar Bergman á aðra bestu jólamyndina að mati bíójólabarna Fréttatímans. Hér segir leikstjórinn sögu krakk-

„Love Actually. Rómantísk, fyndin og jólaleg. Kemur mér alltaf í „jólaskapið“. Kannski væmin, kannski klisja ... en samt frábær að mínu mati!“ – Guðríður Haraldsdóttir

anna Fanny og Alexanders sem takast á við lífið og tilveruna í Svíþjóð á öndverðri 20. öld. „Fanny och Alexander eftir Bergman. Jólastemningin í veislunni er svo mögnuð að hún er nánast áþreifanleg. Og litirnir, maður minn, aldrei hefur rauði liturinn verið fegurri en í þessari mynd. Svo er persónusköpunin frábær hvort sem um er að ræða þá sem eru í stórum hlutverkum eða litlum. Sagan inniheldur hina fullkomnu blöndu trega og húmors.“ – Sigríður Pétursdóttir „Uppáhalds jólamyndin mín er Fanny og Alexander. Með því að fylgjast með jólaboði Ekdahl-fjölskyldunnnar hríslast alls konar notalegar og yfirspenntar jólaminningar fram. Eina myndin sem ég ætla mér að horfa á um hver jól en geri auðvitað aldrei af því að klukkutímarnir fimm finnast ekki.“ – Einar Logi Vignisson

Klaufabárðurinn Clark Griswold getur með brölti sínu bæði eyðilagt jólin og bjargað þeim um leið.

4. sæti National Lampoons Christmas Vacation – 1989 Chevy Chase fer á sínum gamalkunnu kostum sem fjölskyldufaðirinn Clark Griswold sem er svo yfirdrifinn og öfgafullur í jólastússinu að hann gæti vel verið Íslendingur. Þrátt fyrir góðan vilja fer iðulega allt úrskeiðis hjá kallinum og jólahald stórfjölskyldunnar er því í stórhættu.

„Það er ekkert hægt að gera svona lista án þessarar myndar. Allt sem ein jól gæti prýtt og lýtt og hver þekkir sig ekki í heimilisföðurnum sem reynir að gleypa jólin sem gubba bara á hann á móti?“

„Kraftaverkið á 34. Stræti. Mæli eindregið með upprunalegu útgáfunni frá 1947. Þar er Natalie Wood í hlutverki Susan, hún var aðeins tíu ára þegar myndin var tekin og frábær leikkona. Í öðrum hlutverkum eru til dæmis Maureen O´Hara, John Payne og Edmund Gwenn. Fullkomin mynd til að horfa á með börnum og barnabörnum undir teppi. Heitt súkkulaði og piparkökur fara einkar vel með þessari mynd.“ – Sigríður Pétursdóttir

Einnig nefndar: Gremlins – 1984 „Þessari mynd að þakka að ég er svona þæg og góð.“ – Erla Hlynsdóttir

Die Hard – 1988 „Bara eitthvað með Bruce Willis. Djöfullinn sem ég elska þennan mann.“ – Lára Björg Björnsdóttir

Scrooged – 1988 „Klassísk jólasaga í kaldhæðnum búningi. Snilld.“ – Birgir Örn Steinarsson

Bill Nighy syngur jólalag eins og honum einum er lagið í Love Actually. Ástin og jólin. Álíka góð blanda og malt og appelsín.

„Amerísk ástarvella á vitanlega

„Kraftaverk á 34. stræti (1994). Hef því miður ekki séð frumgerðina (1947) en þessi finnst mér skemmtileg og mjög svo jólaleg. Trú mín á jólasveininn eykst við hvert áhorf.“ – Guðríður Haraldsdóttir

– Brynhildur Björnsdóttir

3. sæti Love Actually – 2003 Leikstjórinn og handritshöfundurinn Richard Curtis segir hér snúnar ástarsögur fjölda fólks sem fléttast saman í miðju jólabrjálæðinu í London. Fjöldi góðra leikara kemur við sögu og nægir í því sambandi að nefna Bill Nighy, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Thompson, Keira Knightley og sjálfan Hugh Grant.

Þetta er djöfullega dásamlegur jólasöngleikur um fallegt hjartalag, stór mistök og þá staðreynd að það er alltaf best að vera maður sjálfur.

Natalie litla Wood hefur óbilandi trú á jólasveininum í hinni sígildu og hugljúfu Miracle on 34th Street.

5. sæti Miracle on 34th Street – 1947/1994 Þessi sígilda og hlýja jólamynd hafnar í 5. sætinu. Hér segir frá ljúfum, gömlum manni sem er álitinn geðveikur þegar hann heldur því fram fullum fetum að hann sé jólasveinninn. Natalie Wood leikur litla stúlku sem hefur trú á þeim gamla.

Álitsgjafar: Erla Hlynsdóttir blaðakona, Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar, Einar Logi Vignisson auglýsingastjóri, Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur, Birgir Örn Steinarsson tónlistarmaður, Sigríður Pétursdóttir, umsjónarkona Kviku og rithöfundur, Brynhildur Björnsdóttir blaðakona.

A Christmas Carol „Þessi mynd hræddi úr mér lifrina þegar ég var yngri en ég horfði samt alltaf á hana á jólunum.“ – Lára Björg Björnsdóttir It’s a Wonderful Life – 1946 „Mynd sem sýnir fram á að lífið er þess virði að lifa því, sama í hve miklum hremmingum maður lendir.“ – Sigríður Pétursdóttir

About a boy – 2002 „Telst kannski strangt tiltekið ekki til jólamynda.“ – Brynhildur Björnsdóttir

Gone With the Wind – 1939 „My life is over. Nothing will ever happen to me anymore.“ – þarf eitthvað að ræða þessa dýrð?“ – Lára Björg Björnsdóttir


Gleðilega hátíð Trönuberjasósa Ocean Spray ............... .............. 219 kr/stk

.

Kjúklingasoð lífrænt Pacific ............... .............. 398 kr/stk

.

Dalvegi 10-14

|

RISA

KASSI

Kalkúnafylling Pepperidge Farm ............... .............. 1.739 kr/pk 1.2 kg

Kalkúnasósumix French’s ............... .............. 789 kr/pk 6x25gr bréf

201 Kópavogur

.

.

|

Kostur.is

|

Sími 560 2500


við erum 55

Helgin 17.-19. desember 2010

Baráttan á Brúnni Chelsea tekur á móti Manchester United í einum af úrslitaleikjum ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. United er þremur stigum á undan Chelsea fyrir leikinn.

Petr Cech

Einn af stórleikjum vetrarins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á sunnudag á Stamford Bridge, Brúnni, þegar Chelsea tekur á móti Manchester United. Chelsea er í

fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Manchester United sem trónir á toppnum. Fréttatíminn stillir hér upp líklegum byrjunarliðum og einkunn hvers og eins leik-

Aldur: 28 ára Þjóðerni: Tékki Númer: 1 Hæð: 1,96 m / Þyngd: 84 kg / Einkunn: 8,5

manns. Það kemur kannski ekki á óvart miðað við hversu jöfn liðin eru að þau fá nákvæmlega sömu heildareinkunn, 92.

Edwin van der Saar Aldur: 40 ára Þjóðerni: Hollendingur Númer: 1 Hæð: 1,96 m / Þyngd: 84 kg / Einkunn: 7,5

1

Paulo Ferreira

Rafael

Aldur: 31 árs Þjóðerni: Portúgali Númer: 19 Hæð: 1,81 m / Þyngd: 76 kg / Einkunn: 6,5

Aldur: 20 ára Þjóðerni: Brasilíumaður Númer: 21 Hæð: 1,73 m / Þyngd: 70 kg / Einkunn: 7,5

19

Branislav Ivanovic Aldur: 26 ára Þjóðerni: Serbi Númer: 2 Hæð: 1,88 m / Þyngd: 84 kg / Einkunn: 8

2

12

John Terry Aldur: 30 ára Þjóðerni: Englendingur Númer: 26 Hæð: 1,88 m / Þyngd: 79 kg / Einkunn: 9

Ashley Cole

26

3

Rio Ferdinand Aldur: 32 ára Þjóðerni: Englendingur Númer: 5 Hæð: 1,88 m / Þyngd: 77 kg / Einkunn: 9

5

Nemanja Vidic Aldur: 29 ára Þjóðerni: Serbi Númer: 15 Hæð: 1,85 m / Þyngd: 84 kg / Einkunn: 9,5

8 39

15

Aldur: 29 ára Þjóðerni: Englendingur Númer: 3 Hæð: 1,73 m / Þyngd: 69 kg / Einkunn: 9

Aldur: 29 ára Þjóðerni: Frakki Númer: 3 Hæð: 1,75 m / Þyngd: 75 kg / Einkunn: 9

11

John Mikel Obi

Michael Carrick

Aldur: 23 ára Þjóðerni: Nígeríumaður Númer: 12 Hæð: 1,80 m / Þyngd: 81 kg / Einkunn: 7

Aldur: 29 ára Þjóðerni: Englendingur Númer: 16 Hæð: 1,83 m / Þyngd: 71 kg / Einkunn: 7

Michael Essien Aldur: 28 ára Þjóðerni: Ghanabúi Númer: 5 Hæð: 1,80 m / Þyngd: 78 kg / Einkunn: 9

Darren Fletcher

10 17

13

Frank Lampard 8

Aldur: 22 ára Þjóðerni: Brasilíumaður Númer: 8 Hæð: 1,76 m / Þyngd: 69 kg / Einkunn: 8

24

Nicolas Anelka

Nani

Aldur: 31 árs Þjóðerni: Frakki Númer: 39 Hæð: 1,83 m / Þyngd: 78 kg / Einkunn: 8 Aldur: 30 ára Þjóðerni: Frakki Númer: 15 Hæð: 1,83 m / Þyngd: 73 kg / Einkunn: 8,5

Aldur: 24 ára Þjóðerni: Portúgali Númer: 17 Hæð: 1,75 m / Þyngd: 66 kg / Einkunn: 9,5

16

3

15

5

21

Didier Drogba Aldur: 32 ára Þjóðerni: Fílabeinsstrendingur Númer: 11 Hæð: 1,88 m / Þyngd: 83,5 kg / Einkunn: 9,5

Aldur: 26 ára Þjóðerni: Skoti Númer: 24 Hæð: 1,83 m / Þyngd: 85 kg / Einkunn: 8,5

Anderson

Aldur: 32 ára Þjóðerni: Englendingur Númer: 8 Hæð: 1,83 m / Þyngd: 79 kg / Einkunn: 9

Florent Malouda

Patrice Evra

Ji-Sung Park Aldur: 29 ára Þjóðerni: Suður-Kóreubúi Númer: 13 Hæð: 1,75 m / Þyngd: 72 kg / Einkunn: 8,5

Wayne Rooney Aldur: 25 ára Þjóðerni: Englendingur Númer: 10 Hæð: 1,78 m / Þyngd: 79 kg / Einkunn: 8,5

1

20

%

FABRIKAN

afsláttur til jóla af SIA-vörum

Tekk Company Holtagörðum og Kringlunni – www.tekk.is

Opið til kl. 22 fram að jólum


56

jólagjafir

Helgin 17.-19. desember 2010

Besta

jólagjöfin Ánægð með það sem ég fæ

Lítið barn á jólunum

María Rut 17 ára

Gunnar Chan 29 ára

„Það sem mér finnst alltaf gaman að fá eru flott föt. Alltaf gaman að fá föt. Það er í rauninni misjafnt hvað er á óskalistanum ár hvert og yfirleitt er ég bara alltaf ánægð með það sem ég fæ en borðtölvan sem ég fékk jólin 2008 frá pabba stendur upp úr.“

„Ég er ekki mikið jólabarn í mér en jólin 2005 var ég bókstaflega eins og lítið barn á jólunum. Ég hafði lengi vel þráð hefilbekk og Eggert vinur minn varð við þeirri ósk. Við erum búnir að hefla út í eitt síðan ég fékk hann, meðal annars styttum við borðstofuborðið sem tók rúm fjögur ár. Þetta er lítil útgáfa af hefilbekk en þó jafn nothæfur og aðrir.“

Ferðuðumst um Skandinavíu Tommy Ström 22 ára „Ég myndi segja að besta jólagjöfin hafi verið utanlandsferð til Svíþjóðar sem ég fékk í fyrra fyrir mig og kærustuna. Mamma hennar gaf okkur miðana og við ferðuðumst víða um Skandinavíu; hittum foreldra mína sem búa í Svíþjóð, fórum til Malmö, Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Æðisleg ferð í alla staði.“

Draumaskórnir Soffía Dröfn 22 ára „Besta jólagjöfin sem ég hef fengið eru skór sem kærastinn minn gaf mér um síðustu jól. Þetta eru algjörir draumaskór, svona í hermannastíl, með hælum og hlébarðamynstri að innan. Ég nota þá alveg endalaust.“

100% náttúrulegar snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum

Dr.Hauschka snyrtivörur fyrir húðina

náttúrulega góð jólagjöf Óvænt gjöf sem gladdi Jakob Gunnarsson 17 ára

Þú færð mikið úrval af skemmtilegum jólagjafaöskjum frá Dr.Hauschka Dr.Hauschka fæst í Yggdrasil, Heilsuveri, Fjarðarkaupum og Maður lifandi.

„Eftirminnilegasta og besta gjöfin sem ég hef fengið er fyrsti gemsinn, jólin 2003. Mamma var svo á móti gsmsímum og ég hafði verið lengi að röfla í henni um einn. Hún þvertók fyrir það í hvert skipti og ég ímyndaði mér alltaf að ég myndi verða tuttugu og eitthvað þegar ég eignaðist minn fyrsta gemsa. Þetta var óvænt gjöf sem gladdi mig svo mikið á þeim tíma.“


ICEWEAR-NORWEAR

Art.n

Description: LOGO ICEWEAR

PRINTED: Color to use is indicated on material list. EMBROIDERY: Color thread to use is indicated on material list. Placement: see instructions on detail drawing.

FOR ICEWEAR

2,8

1,9

04 - logo

ICE WEAR


58

viðhorf

Helgin 17.-19. desember 2010

Skóli og þjóðfélag

Áróðursstríðið heldur áfram

Fermingarfræðsla Með Icesave um hálsinn að eilífu og trúboð í skólum?

N

okkuð háfræðslu til fermingværar umar á vegum kirkju, ræður hafa en vissulega héldu orðið um trúfræðslu menn sig þó enn um og -boð í skólum sinn við gamla lagið í haust vegna tilí mörgum skólum. lagna meirihluta Menn mega svo mannréttindaráðs ekki gleyma því að Reykjavíkurborgar prestar voru bein– og að venju tillínis ráðnir að skólfinningaþrungnar. unum til kennslu; sá sem þetta ritar Þessi skoðanaskipti eru sjaldnast sett í kenndi með fjórum sögulegt samhengi prestum í Hagaskóla en nú skal þess og L augalækjarfreistað. Skipuleg skóla milli 1970 og lestrarkennsla hófst Sölvi Sveinsson 1980. Tengsl kirkju eigi síðar en um skólastjóri Landakotsskóla og skóla hafa því miðja 18. öld en þá verið býsna náin var prestum falið að fylgjast með fram á síðustu ár. Mér finnst tillögþví að börnum væri kennt að lesa ur mannréttindaráðs vanhugsaðtil þess að þau gætu tileinkað sér ar. Trúboð á vissulega ekki heima í kristindómsfræðslu og fermst. skólum en það er út í hött að banna Fræðslulögin 1907 marka síðan kennurum að kenna sálma, teikna tímamót. Nýskipuð heimastjórn myndir byggðar á helgisögum og lítur svo á að ríkinu beri skylda til fara með börn í kirkju. Vandalaust að standa straum af menntun barna er að undanskilja börn sem aðhyllþeim að kostnaðarlausu, hvort sem ast önnur trúarbrögð eða foreldrar námið færi fram í sérstöku skóla- kjósa að hafna slíku, þau eru svo húsnæði eða í farskóla. Kennara- fá. Síðan koma önnur sjónarmið til skóli Íslands var stofnaður 1907 til álita. Er það t.d. ekki hluti af mennþess að sjá þessu nýja skólakerfi ingararfinum að kunna Nóttin var fyrir hæfu starfsfólki þannig að sú ágæt ein? Er það trúboð í þágu við blasir að hér var gengið skipu- ásatrúar að láta börn lesa kafla lega til verks. Guðmundur Finn- úr Snorra-Eddu? Er það skaðlegt bogason var hugmyndafræðingur unglingum að lesa nokkrar súrur þessara breytinga. Skólaskylda úr Kóraninum í listaþýðingu Helga er innleidd, nýtt orð í málinu, en Hálfdanarsonar? Er ekki markhún er miklum mun víðtækari nú. miðið að skila þjóðfélaginu umLögin 1907 skylda 10-14 ára börn burðarlyndum og víðsýnum eintil skólagöngu sem lýkur með fulln- staklingum? Orðaforði, orðtök, aðarprófi. Börnin gengu til prófs í siðir og viðhorf eiga margvísleglestri og móðurmáli, skrift, reikn- ar rætur í trúarlegum ritum sem ingi, söng, Íslandssögu, landafræði, nauðsynlegt er að lesa til þess að náttúrufræði og kristinfræði. vera sæmilega menntaður. Eða má Heimilunum var eftir sem áður kannski bara láta nemendur lesa ætlað að skila börnunum læsum sköpunarsöguna í Ummyndunum og skrifandi inn í skólana. Óvíds í undurgóðri þýðingu KristViðhorf til lestrar breyttust líka í jáns Árnasonar svo eitthvert dæmi kjölfar þessara laga. Allar götur frá sé nú tekið? Því miður er það svo miðri 18. öld var lestur kenndur til að margvísleg áföll dynja á nemþess að börn gætu lært kverið. Með endum og starfsmönnum skóla og fræðslulögunum 1907 varð hins við þeim þarf að bregðast. Ég hef vegar til kennslugreinin móðurmál kallað til presta vegna áfalla meðal í skyldunámi og lestur varð hluti nemenda. Ég hef líka hóað í hjúkrhennar. Guðmundur Finnbogason unarfræðinga og ráðgast við sálhafði lagt til í Lýðmenntun sinni að fræðinga. Allt fer það eftir eðli máls biblíusögur yrðu kenndar í skólum og er nauðsynlegt. Undarlegt er að en prestum skyldi falið að annast amast við slíku og sérstakt að sjá fermingarundirbúninginn. Þetta málsmetandi menn þrefa um hver viðhorf laut í lægra haldi við setn- sé hæfastur í þeim efnum. Ég held ingu fræðslulaganna. Kristindóms- að við eigum að leyfa börnum að fræðsla til fermingar var þunga- njóta sinnar barnatrúar, hver sem miðja í skólastarfi og börn fermdust hún er, og hlúa að henni. Fermingí lok skyldunáms. Árið 1926 tóku ný arfræðsla á hins vegar ekki heima í fræðslulög gildi þar sem skilið var skólum á skólatíma, hvort sem hún á milli annars vegar biblíusagna í er á forsendum kirkjunnar, annarra skólum og hins vegar kristindóms- trúfélaga eða Siðmenntar.

F

Fjármálaráðherra mælti í gær fyrir nýju Icesave-frumvarpi á Alþingi. Á honum hvílir umfram aðra að koma málinu í höfn. Það verður ekki greiðfær leið þrátt fyrir að samkomulagið sé það besta mögulega í stöðunni að mati Lee C. Buchheit, sem formenn flokkanna á Alþingi töldu færastan til að semja um málið fyrir hönd Íslendinga. Það er dálítið sorglegt umhugsunarefni að ef Steingrímur J. Sigfússon væri ekki fjármálaráðherra heldur óbreyttur stjórnarandstöðuþingmaður, mætti ganga að því sem vísu að hann væri járngrimmur andstæðingur þess að samið yrði um Icesave. Hann væri örugglega líka grjótharður í andspyrnu við veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í landinu. Skoðanir Steingríms á báðum málum voru afdráttarlausar í þessa veru áður en hann settist í ríkisstjórn Jón Kaldal í ársbyrjun 2009. kaldal@frettatiminn.is Það er óneitanlega mikil kaldhæðni örlaganna að það hafi síðan orðið hlutskipti Steingríms að berjast bæði fyrir samningum um Icesave og halda utan um samskiptin við AGS. Þar hefur honum reyndar tekist svo vel upp að Buchheit, einn af sjóuðustu samningafræðingum heims, telur frammistöðu hans á fundi með sjóðnum í Washington með þeim merkilegri sem hann hafi orðið vitni að. Engin ástæða er til annars en að taka þeim dómi Buchheits án nokkurs fyrirvara. Steingrímur er nagli eins og Íslendingar hafa lengi vitað. Skýringin á sinnaskiptum Steingríms gagnvart Icesave og AGS á sínum tíma er ósköp einföld; ábyrgðarleysi stjórnarandstöðuþingmannsins var að baki, hann var kominn með ábyrgðina á sínar herðar.

Hvoru megin hryggjar sem stjórnmálamenn liggja í pólitíkinni virðist stjórnarandstöðuhlutverkið fyrst og fremst snúast um að gera ríkisstjórn lífið sem leiðast og jafnvel þvælast fyrir í þjóðþrifamálum. Þetta einskorðast ekki við þá sem menntaðir eru í íslenskum stjórnmálaskólum. Eitt helsta leiðarstef Icesave-umræðunnar hefur verið hverjum kenna megi um að tjónið af þessum reikningum Landsbankans lendi á þjóðinni. Það má reyndar leiða líkur að því að spurningin um hverjir muni á endanum sitja uppi með þann svartapétur, sé í nokkru lykilhlutverki í því áróðursstríði sem hefur staðið – og stendur enn – um málið. Margir hafa orðið til að setja ábyrgðina á Icesave svo til alfarið í fang Sjálfstæðisflokksins. Á það hefur verið bent að Landsbankinn var banki Sjálfstæðisflokksins, eigendur hans voru handvaldir af forystunni, framkvæmdastjóri flokksins var þar varaformaður bankastjórnar og þekktir sjálfstæðismenn í lykilstöðum í þeim opinberu stofnunum sem höfðu eftirlits- og umsagnarskyldu með starfsemi Landsbankans, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Það er ýmislegt réttmætt í þessu en þó er það fullmikil einföldun að kenna Sjálfstæðisflokknum í heild um Icesave. Sanngjarnara væri að þrengja hópinn um gamla flokkseigendafélagið. Áhrif þess eru enn töluverð, ekki síst vegna þess að það heldur úti öflugustu safnaðartíðindum landsins. Það hlýtur að vera óbærileg tilhugsun fyrir þessa kynslóð, sem var svo lengi við völd, að hverfa inn í eilífðina með Icesave um hálsinn. Í því ljósi má skoða einarðlega baráttu fyrir því að kenna öðrum um, hvort sem þeir eru innan ríkisstjórnar eða gamlir samherjar úr Sjálfstæðisflokknum.

Eitt helsta leiðarstef Icesave-umræðunnar hefur verið hverjum kenna megi um að tjónið af þessum reikningum Landsbankans lendi á þjóðinni. Fært til bókar

Einar tímamælir

Slakað á sultarólinni

Útvarpsstjóri Kanans, Einar Bárðarson, hefur í mörg horn að líta og ekki síst nú í aðdraganda jóla. Útvarpsstöðvarnar lifa á auglýsingum og því ber Einari að fylgjast með því hvernig gengur hjá keppinautunum. Hann mældi því auglýsingatímann hjá fornvinum sínum úr Idol-söngvakeppninni, Simma og Jóa, en þeir eru með morgunþátt á Bylgjunni á laugardagsmorgnum. Síðustu 29 mínúturnar, þ.e. frá 11.31 til 12, slógu jólaauglýsingarnar efnisþátt þeirra fóstbræðra út, stóðu í tæplega 16 mínútur. Nákvæmlega mælt stóðu auglýsingarnar í 15 mínútur og 50 sekúndur eða 53,4% þessa síðasta hluta þáttarins. Einar veltir því fyrir sér hvað þeim finnist sem keyptu tíma í þessu 16 mínútna auglýsingamaraþoni, það er að segja ef þeir nenna að hlusta á maraþonið til enda. Einar hnykkir á því að Kaninn takmarki auglýsingaflóðið við hámark þrjár mínútur þrisvar á hverjum klukkutíma.

Jólasalan er í hámarki um þessar mundir og kaupmenn bera sig vel. Tölur benda einnig til þess að þjóðin, sem herti sultarólina verulega eftir hrunið haustið 2008, sé heldur að slaka á ólinni að nýju. Liðinn nóvembermánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem kortavelta óx að raungildi milli ára en kredit- og debetkortavelta í innlendum verslunum gefur góða mynd af þróun einkaneyslunnar. Heimilin eru því greinilega farin að eyða heldur meira en misserin á undan þótt einkaneyslan sé enn minni en var fyrir hrunið – sem betur fer myndu margir segja. Kaupmáttur launa er tekinn að mjakast upp á við, verðbólgan hefur verið að lækka, laun hækka, vextir að lækka og gengi krónunnar að styrkjast.

Kætast menn í Þingvallasjoppunni? Það ríkir takmörkuð gleði í nágrannabæjum Reykjavíkur vegna áformaðrar innheimtu vegatolla til að fjármagna vegaframkvæmdir á stofnbrautum að höfuðborgarsvæðinu. Þetta á ekki síst við um þá sem tíð erindi eiga til höfuðborgarinnar eða vinna þar jafnvel. Einhver reiknaði

það út að vegatollurinn fyrir Selfyssinga yrði um 30 þúsund krónur á mánuði og bættist þá ofan á aðra skattheimtu sem bíleigendur bera. Félag íslenskra bifreiðaeigenda er heldur hófsamara í áætlunum sínum. Það reiknar með að þeir sem þurfi að greiða allt að 700 króna veggjald fyrir hverja ferð til og frá borginni þurfi að punga út 170 þúsund krónum hið minnsta á ári. Óánægjan er ekki síst vegna þess að vegfarendur eiga ekki val um aðrar leiðir en hraðbrautirnar. Hægt var að réttlæta veggjaldið í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma með því að aka mætti fyrir Hvalfjörðinn. Hið sama gildir um göng undir Vaðlaheiðina í grennd við Akureyri. Þeir sem ekki vilja borga þar geta farið Víkurskarðið. Þetta á ekki við um þá sem fara frá Selfossi og Hveragerði til Reykjavíkur eða frá Reykjanesbæ eða öðrum Suðurnesjabæjum til höfuðborgarinnar. Spurning er síðan hvað þúsundir sumarbústaðaeigenda á Suðurlandi gera en flestir búa þeir á höfuðborgarsvæðinu. Vilji þeir komast hjá vegatollinum verða þeir væntanlega að fara til Þingvalla og þaðan austur úr. Það gæti því vænkast hagur þeirra sem reka sjoppuna í þjóðgarðinum.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


l Ti Helgin 17.-19. desember 2010

Fært til bókar

% 0 4 % 5 2

m pu

Gleðileg Jól

s ta

um

Reyktir og steiktir Íslendingar Ef eitthvað sameinar örþjóðina Íslendinga er það hangikjötsát um jól. Ný könnun MMR sýnir að 73% Íslendinga ætla að borða hangikjöt á jóladag. Þótt ekkert komi fram um meðlætið má nokkurn veginn treysta því að með verður uppstúf og kartöflur, Ora-grænar baunir og rauðkál. Sumir skella sér eflaust á dós eða krukku en aðrir steikja rauðkálið sjálfir á pönnu og hantera það eftir kúnstarinnar reglum – svona af því að það eru jól. Hefðin er líka sterk á aðfangadag. Tæplega 53% munu þá borða hamborgarhrygg, væntanlega með brúnni sósu og brúnuðum kartöflum. Svo allt sé eftir bókinni drekka menn væntanlega blöndu af malti og appelsíni með hangikjötinu og hamborgarhryggnum, hvort heldur er á aðfangadag eða jóladag, án þess að það hafi verið kannað sérstaklega. Færri borða fugla, 9,8% rjúpu og 8,3% kalkún á aðfangadag.

Sárir af ýmsum ástæðum Aldur er afstæður og ekki sama hver um vélar þegar frá honum er greint. Ómar Valdimarsson blaðamaður bloggar oft vitrænt og skemmtilega. Fyrr í vikunni mátti lesa á síðunni hans: „Manni getur nú sárnað út af minna. Vísir.is segir frá því að þýskur maður eigi yfir höfði sér ákæru fyrir manndrápstilraun fyrir að hafa skorið undan „eldgömlum“ ástmanni ungrar dóttur sinnar. Sá „eldgamli“ er 57 ára. Hann er því þremur árum yngri en ég. Samt tel

ég mig ekki eldgamlan, eða ævafornan, sem er sjálfsagt næsta stig fyrir ofan hjá unglingunum á Vísi. En það sárnar fleirum en mér, sé ég í fréttum. Það er því rétt að taka undir það með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að það væri ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að hann og félagar hans, sem voru kærðir í New York og verða nú væntanlega kærðir hér heima fyrir meint bankarán, fái bætur fyrir það mikla tjón og öll þau óþægindi sem málaferli skilanefndar Glitnis hafa bakað þeim. Skárra væri það nú ef þeir fengju ekki bætur! Þeir eiga auðvitað að fá bætur um leið og þeir eru búnir að borga okkur hinum bætur fyrir óþægindin sem við höfum orðið fyrir af völdum meðferðarinnar á Glitni, Flugleiðum, Baugi, Stoðum og hvað þetta nú allt heitir (eða hét). Alveg um leið!“

af

fa

l öl

oð Jólaverð 21.900,b l Fullt verð 28.900,blátt, grátt, svart, Ti fjólublátt, brúnt og vínrautt

Support

Margar gerðir af sjónvarpsskápum

oð b l Ti Jólaverð 15.500,Fullt verð 20.300,-

Bókahillur í úrvali

Stunið í jólalagi Þeir sem eldri eru en tvævetur muna eftir Serge Gainsbourg og Jane Birkin sem stundu sig í gegnum lagið „Je t’aime ... moi non plus“ árið 1969. Lagið lostafulla gekk fram af siðprúðum borgurum þess tíma og siðgæðisverðir Ríkisútvarpsins bönnuðu flutning þess, eins og Þórarinn J. Magnússon Samúelsritstjóri rifjar upp í pistli á Pressunni. En það er ekki lengur árið 1969. Á aðventu jóla ársins 2010 hljómar lagið góða í Ríkisútvarpinu en nú er það Baggalútur sem stynur með nautnafullum íslenskum texta. Fullnægingarlagið fræga er orðið að jólalagi. Þórarinn rifjar það upp að pempíuhátturinn var ekki eingöngu bundinn við Ríkisútvarpið íslenska. Útvarpsstöðvar víða um bönnuðu flutning lagsins..

Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040

kr. 18.800,-

Framtíðarreikningur – gjöf til framtíðar Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning barns fylgir bókin Jólasveinarnir 13 með. Gjafabréf á Framtíðarreikning er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf sem vex með barninu.

Þú getur gengið frá gjafabréfi á Framtíðarreikning og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka.

www.hirzlan.is


60

viðhorf

Helgin 17.-19. desember 2010

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Héraðsdómur blekktur

M

eð dóm i ávana- og fíkniefni Héraðsog önnur eftirlitsdóms skyld efni og telst því ekki til ávanaReykjaness í máli og fíkniefna, sem nr. S-464/2010, sem óheimil eru á ískveðinn var upp 9. lensku y f irráðadesember sl., voru tveir menn sýknaðir svæði. af refsikröfu ákæruLögreglan leynir valds fyrir innflutnmatsgerðinni ing á rúmlega 3,7 kílóum af 4 -f lúor­ Lögreglustjóranum amfetamíni. Rökin á Suðurnesjum var fyrir sýknudómnum því kunnugt um það frá 7. janúar voru meðal annars 2010 að efnið var þau að efnið var ekki á lista yfir ekki á bannlista yfir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ólögleg fíkniefni við hæstaréttarlögmaður og fíkniefni sem bönninnflutning þess. Að verjandi annars sakborninga í uð eru á íslensku kröfu Lögreglustjór- sakamáli Héraðsdóms Reykjayfirráðasvæði. Hjá ans á Suðurnesjum ness nr. 464/2010. siðmenntuðum og samkvæmt úrþjóðum hefði niðskurðum Héraðsdóms Reykjaness urstaða matsgerðarinnar umsvifasátu báðir mennirnir í gæsluvarð- laust verið kynnt sakborningum og haldi vegnar rannsóknar málsins. verjendum þeirra og líklega leitt Annar frá 15. desember 2009 til 19. til þess að þeir væru án tafar látnir febrúar 2010, en hinn frá 5. til 12. lausir úr gæsluvarðhaldi. janúar 2010. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Þvert á móti ákvað LögreglustjórMatsgerð Háskólans — Efni inn á Suðurnesjum að halda þessekki á bannlista ari vitneskju leyndri. Með þeirri Með bréfi til Rannsóknarstofu háttsemi braut Lögreglustjórinn Háskóla Íslands í lyfja- og eitur- á Suðurnesjum gegn grundvallarefnafræði, dags. 15. desember mannréttindum sakborninganna 2009, fór lögreglan þess á leit að og stuðlaði að því að þeir sætu hið innflutta efni yrði efnagreint áfram í gæsluvarðhaldi. Hinn 19. og styrkleikamælt, og niðurstaðan janúar 2010 var krafa Lögreglusend Lögreglustjóranum á Suður- stjórans á Suðurnesjum, um áframnesjum, sem fór með rannsókn haldandi gæsluvarðhald yfir öðrmálsins. Með bréfi, dags. 7. janú- um sakborninganna í málinu, tekin ar 2010, var Lögreglustjóranum á fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Suðurnesjum send matsgerð RannVið fyrirtöku kröfunnar hafði sóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og eiturefnafræði. Í matsgerðinni búið yfir þeirri vitneskju í tólf segir: daga að innflutta efnið væri ekki 4-flúoramfetamín er náskylt am- amfetamín og ekki á bannlista fetamíni að gerð. Með vísan til 4. yfir ólögleg fíkniefni. Gæsluvarðgr. laga nr. 65/1974 um ávana- og haldsfyrirtakan var kjörinn vettfíkniefni m. síðari breytingum má vangur fyrir Lögreglustjórann á telja efnið til ávana- og fíkniefna. Suðurnesjum til að bæta fyrir brot Það er hins vegar ekki að finna sitt á grundvallarmannréttindum á lista í fylgiskjali I með reglu- sakborninganna og upplýsa Hérgerð nr. 848/2001 um (3.) breyt- aðsdóm Reykjaness og verjendur ingu á reglugerð nr. 233/2001 um í málinu um tilvist og niðurstöðu

matsgerðar Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Það gerði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ekki heldur kaus á nýjan leik að halda vitneskju sinni leyndri fyrir verjanda sakborningsins og það sem alvarlegra er, einnig fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Blekkingar lögreglu

Í gæsluvarðhaldskröfu Lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 19. janúar 2010, er ekkert vikið að matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði sem komst að þeirri niðurstöðu að innflutta efnið væri 4-f lúoramfetamín sem er ekki á bannlista yfir ólögleg fíkniefni á Íslandi. Þvert á móti segir í gæsluvarðhaldskröfunni að hið innflutta efni sé amfetamín þrátt fyrir skjallega sönnun um annað. Af þessu verður ekki annað ráðið en að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi vísvitandi ákveðið að leyna tilvist matsgerðarinnar fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verjanda sakborningsins við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfunnar 19. janúar 2010. Með þessu verður að telja að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi blekkt sakborninginn og verjanda hans til þess að fallast á gæsluvarðhaldskröfuna og um leið Héraðsdóm Reykjaness til þess að úrskurða sakborninginn í gæsluvarðhald, en sakborningurinn og verjandi hans hefðu ekki samþykkt gæsluvarðhaldskröfuna, hefði niðurstaða matsgerðarinnar legið fyrir. Það var fyrst við skýrslutöku á Litla-Hrauni, 8. febrúar 2010, sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum upplýsti annan sakborninginn í málinu og verjanda hans um tilvist matsgerðarinnar, en Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá haldið matsgerðinni leyndri í rúman mánuð. Eftir því sem næst verður komist var matsgerðin fyrst á meðal málsgagna og gerð að umtalsefni við gæsluvarðhaldsfyrirtöku í

Héraðsdómi Reykjaness 16. febrúar 2010. Sakborningurinn mótmælti gæsluvarðhaldinu, en með úrskurði, dags. 17. febrúar, samþykkti Héraðsdómur Reykjaness kröfuna með vísan til almannahagsmuna þar sem sakborningurinn hefði játað að hafa ætlað að flytja kíló af kókaíni til landsins. Verjandi sakborningsins kærði úrskurðinn umsvifalaust til Hæstaréttar Íslands.

sakborningar sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins, meðal annars með sambærilegum rökstuðningi og er að finna í ofangreindum dómi Hæstaréttar Íslands og byggir á niðurstöðu matsgerðar Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, dags. 7. janúar 2010, sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kaus að leyna fyrir sakborningum, verjendum og Héraðsdómi Reykjaness.

Dómur Hæstaréttar

Saknæm og ólögmæt háttsemi lögreglu

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 97/2010, sem kveðinn var upp 19. febrúar 2010, var gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness felldur úr gildi, meðal annars með eftirfarandi rökstuðningi: ... en hann var handtekinn við

Með framangreindri ólögmætri og saknæmri háttsemi sinni stuðlaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum að því að tveimur sakborningum, sem síðar voru sýknaðir af öllum refsikröfum ákæruvaldsins í hér-

Af þessu verður ekki annað ráðið en að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi vísvitandi ákveðið að leyna tilvist matsgerðarinnar fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verjanda sakborningsins. komu til landsins 14. desember 2009 grunaður um innflutning fíkniefna. Reyndist hann vera með í vörslum sínum 3.736,11 g af efni sem líkist amfetamíni en er ekki á skrá yfir ávana- og fíkniefni sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði. ... Eru skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir því að úrskurða varnaraðila í gæsluvarðhald ekki uppfyllt og verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Með dómi Héraðsdóm Reykjaness í sakamáli nr. 464/2010 voru

aði, var gert að sæta gæsluvarðhaldi mun lengur en þörf var á. Slíkt virðingarleysi lögreglu gagnvart grundvallar mannréttindum borgaranna er með öllu ólíðandi. Með þeim vinnubrögðum Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hér hefur verið lýst er jafnframt vegið með alvarlegum hætti að því trausti sem þarf óhjákvæmilega að ríkja á milli lögreglu og dómara við meðferð sakamála. Það traust þarf lögreglan nú að endurvinna.

Barcelona og dvergarnir þrír Lionel Messi, Xavi Hernández og Andrés Iniesta eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins 2010. Þeir eiga það allir sameiginlegt að spila með spænska stórliðinu Barcelona.

Bls. 86


Til hamingju,

nanna!

Matreiðslubókin Smáréttir Nönnu er tilnefnd til hinna virtu Gourmandverðlauna í flokknum

„Best easy recipes“ veit fátt skemmtilegra en að útbúa smárétti fyrir ýmis tilefni og miðlar hér af langri reynslu sinni NaNNa RöGNvaldaRdóttiR

Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Gísla EGil HRafNssoN

fyllt horn og snúðar smápítsur og bökur snittur og vefjur kex og brauðstangir tvíbökur og kökur grillpinnar litlar bollur sósur og ídýfur grænmetisréttir ostaréttir forréttir sætir smáréttir

Tr yg gð u þé r e og bjar intak j ó l a b o ð ga ð u u n um !


62

viðhorf

Helgin 17.-19. desember 2010

Eru Íslendingar kaldlynd þjóð?

HEIMUR SKÍTS OG STJARNA

Á

gætu áheyrendur, góða fólk – eða get ég gengið út frá því að þið séuð góð, að við séum góð? Er það ekki of djarft, jafnvel glórulaus bjartsýni? Því ef maður horfir snöggvast yfir mannkynssöguna, blaðar í bókum um sagnfræði, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að maðurinn sé grimm vera, og miskunnarlítil. Óhæfuverk mannsins eru fleiri en stjörnur himinsins, og þær eru margar. Grimmd hans virðist einfaldlega engin takmörk sett. Hvort sem horft er til fortíðar eða nútíðar. Og við, sem einstaklingar, manneskjur, við sem hópur, sem þjóð, virðumst ekki hafa það afl í okkur sem þarf til þess að stöðva óskiljanlega grimmd sögunnar. Höfum ekki aflið, kjarkinn og viljann til að rísa upp úr hversdagsleika okkar, upp úr öryggi og þægindum hversdagsins, og berjast fyrir mannúð, fyrir góðsemd. Eða hversu margar stundir lífs okkar höfum við beinlínis notað í þá baráttu, baráttu gegn ofbeldi, óréttlæti, kúgun, grimmd? Hversu mörgum stundum höfum við fórnað í þá baráttu? Ég spyr þess vegna aftur; getum við, þegar við ávörpum fleiri en tvo eða þrjá í einu, hafið mál okkar með þessum orðum – góða fólk – er það blátt áfram réttlætanlegt?

Löðrandi í illsku

Við skulum samt ekki gleyma þessu: Það er til góðsemd í manninum. Það er til fórnfýsi og fegurð, það eru til sögur sem lýsa jafnvel óendanlegri góðmennsku og fórnfýsi hans. En þær sögur eru því miður ekki fleiri en stjörnur himinsins. Er þá minna um góðsemd en grimmd í heiminum? Já, segir mannkynssagan, staðhæfir það hiklaust, án umhugsunar, og er fljót að hlaða upp sönnunum, hlaða upp frásögnum, sönnunargögnum – hlaða upp líkunum.

grimmdin í manninJá, segja fjölmiðlar um, enn ein sönnun dagsins, enda er þess að það sé hún mikill meirihluti sem knýr söguna? frétta neikvæður, Er það einhvers sumar eru blátt konar laundjúp þrá áfram dimmar og eftir upplausn allra illskufullar, segja gilda? Eða hvað af drápum, svikþýðir það að vera um, nauðgunum, löðrandi í illsku? taumlausri græðgi Jú, það er að hata og fyrirlitningu lífið, fyrirlíta það gagnvart lífinu. Það svo algerlega að þú kemur líka í ljós að þráir ekkert heitar grimmdin er glimren að tortíma því, og andi söluvara, það helst á afskræmdan verða margir ríkir af Jón Kalman Stefánsson hátt. Hvað ætlarðu henni; ég þarf ekki að gefa móður þinni að nefna vopnafram- rithöfundur í jólagjöf, manni leiðendur heimsins, þínum, dóttur þinni, jú, helvíti það er kunn staðreynd sem allt spennandi sænskan krimma sem mannkynið virðist þó máttlaust er nístingskaldur, löðrandi í illsku – frammi fyrir, en ég nefni tölvuleiki þeim sem ég elska gef ég bók sem fyrir börnin okkar, leiki sem ganga fyrirlítur lífið. út á að drepa nógu marga og á sem skemmstum tíma. Þeir seljast vel, Heimur ljótleika og fegurðar rokseljast, og ein af sölubókum ársins, sænskur krimmi sem á eftir Við horfum á sjónvarpsfréttir, að rata í ófáa jólapakkana, er auglesum blöðin, hlustum á útvarp, lýst á bókarkápu með því að vitna það er maður myrtur í Noregi, börn í ritdóm stórblaðsins The Times: hneppt í þrældóm einhvers staðar í Hörkuspennandi, nístingsköld og Asíu, þau deyja úr hungri í Afríku, löðrandi í illsku. á Haítí deyr fólk eins og flugur, lifir Nístingsköld. Löðrandi í illsku. í eymd og ótta, og um alla veröld Ég gæti sjálfsagt staðið hér í fara menn um vankaðir af grimmd allt kvöld, velt fyrir mér og spurt, og dópi, myrða og nauðga og svíá hvaða leið erum við, er ekki eittvirða allt líf sem á vegi þeirra veður. hvað verulega mikið að nútímasamEinn dagskammtur af fréttum; félaginu, leynist þar ekki djúplæg hversu mörg lík liggja í honum, skemmd eða truflun, eða hvers hversu mikl eymd, vonleysi, óhamvegna er það eftirsóknarvert að ingja, hversu margar nauðganir, gefa bók í jólagjöf sem er ekki bara hungurdauði, svik, hatur? nístingsköld, heldur líka löðrandi Líklega ómælanlegt. í illsku? Að það sé beinlínis, og Og hvað gerum við, hér í skjóli markvisst, gert út á algera illsku Íslands, fjarri ógnum heimsins, ein og mannvonsku. Því sjúkari sem ríkasta þjóð veraldar, sem við erum glæpamaðurinn er, og nær hinni enn, þrátt fyrir erfiðleika, þrátt fyralgerri illsku – því betra. Því meiri ir nokkra skafla – hvað gerum við, möguleikar á sölu. Ég skil vel hvernig tökum við á móti þessum þörfina fyrir spennu, hasar, flækjur dagskammti? í glæpasögum, mikil ósköp, en fyrr Ja, sum okkur standa upp, fara má nú rota en dauðrota. Og ég spyr inn í rúm til að lesa bók sem er aftur, hvað er það í okkur sem kalllöðrandi í illsku. ar af þessum ákafa á nístingskulda, Gefum okkur það, svona til gamlöðrandi illsku? Er það blátt áfram ans, að þróuð vera utan úr geimn-

30% afsláttur af öllum jólavörum

ður a n t a f r gu Jólasæn ar k ú d a l ó J tur n u v s a l Jó ar Jólapúð Lín Design Laugavegi 176

Gildir alla helgina Opið laugardag & sunnudag

11 - 18

Sími 533 2220

www.lindesign.is

um ætti leið hér um, og að hún yrði vitni að þessum dagskammti af eymd mannkynsins, grimmd og mismun, og sæi okkur síðan leggjast upp í rúm; ekki til að jafna okkur, syrgja veröldina, heldur lesa bók sem er löðrandi í illsku. Hvað myndi hún gera? Myndi hún ekki bara forða sér burt og láta girða sólkerfið af – komið ekki nær þessari plánetu en sem nemur 100 ljósárum! Það er auðvelt að fyllast svartsýni, bölsýni, depurð í þessum heimi ofbeldis, svika, græðgi, eigingirni. Í þessum heimi skíts og stjarna, eins og Geirlaugur Magnússon skáld orti einu sinni. Og þar höfum við það, heim skíts og stjarna – heim ljótleika og fegurðar. Því þetta er fagur heimur þótt hann ætti, mætti og gæti verið fegurri, betri, réttlátari. Þegar við náum að rífa okkur frá hinum dimmu fréttum sem fjölmiðlar og sögubækur eru uppfullar af, náum að horfa í kringum okkur, þá sjáum við víða fegurð, þá sjáum við góðsemd, og þá göfgun sem vex af henni. Og þá spyr maður sig kannski, af hverju er góðsemdin aldrei á forsíðum blaða, fyrsta frétt í fjölmiðlum, og af hverju er hún nánast fjarverandi

í heimi, þá sem eiga enga möguleika á menntun, á mannsæmandi lífi, nema með aðstoð okkar sem höfum allt. Það þrengir aðeins að, tímabundið, og við drögum samstundis úr aðstoð við þá sem allra minnst eiga í þessari veröld – við sem höfum aldrei lagt það til í þróunaraðstoð sem við ættum að gera samkvæmt alþjóðasamningum. Höfum aldrei sýnt þá reisn. Erum við þá góð, er í einlægni hægt að segja það um okkur – erum við ekki alltof eigingjörn, sjálfgóð, til að kallast góðar, fallegar manneskjur? Hvað myndi Kristur til dæmis segja um okkur? Ég spyr, af hverju erum við ekki meiri en þetta, hvar er stærðin í okkur? Getum við, með þetta í huga, búist við réttlátum heimi? Hvaðan á réttlætið að koma nema frá okkur sjálfum? Eða hvernig getum við fengið okkur til þess að draga stórlega úr aðstoð við þá sem nær ekkert eiga, með þeim rökum að við höfum ekki efni á því, á meðan fjöldinn allur fer um jólin í skíðaferðir til Evrópu, í innkaupaferðir til Boston, þegar dýr raftæki seljast enn vel; í stuttu máli, þegar við lifum enn, þrátt fyrir allt, við ofgnótt? Erum við þá ekki eigingjörn og kaldlynd þjóð?

Munið, það breytir enginn heiminum fyrir okkur, við verðum sjálf að gera það. Upphafið að nýjum, betri, fallegri heimi kemur ekki að utan, kemur ekki sem ljósgeisli af himnum, kemur ekki sem lagabreyting frá stjórnvöldum – heldur kemur það að innan, frá hverjum og einum. í mannkynssögunni? Vond frétt er góð frétt, þannig hljómar sirka lögmálið. Bók sem er löðrandi í illsku selst vel, þannig hljómar sirka lögmálið. Fólk hittist á förnum vegi hér á Íslandi, í Þýskalandi, í Sidney, og það eru meiri líkur á að það tali um hörmungar og svik heldur en góðsemd og fórn. Getur verið að eftirsókn okkar eftir vondum fréttum, bókum og kvikmyndum löðrandi í illsku, auki beinlínis á böl heimsins? Að í stað þess að berjast fyrir góðsemd, fórnfýsi og auka þannig vægi þess í veröld okkar, lofum við fjölmiðlum að spila látlaust stef dauðans, stef hörmunga, stef græðgi og vonleysis? Það er auðvitað hlutverk þeirra að láta vita af þeim, segja frá illum verkum, draga þau fram í dagsljósið, en ætti það ekki líka að vera hlutverk þeirra að segja jafn ákaft frá hamingju, frá fórn, frá góðsemd?Við erum það sem við segjum og gerum, og hvað segjum við, hvað gerum við? Hvar er okkar fórn? Hvernig bætum við heiminn, hvað gerum við til að draga úr óréttlæti?

Eru Íslendingar kaldlyndir?

Hvað gerum við sem einstaklingar, sem þjóð? Ja, hér er lítið dæmi: Við lendum í fjármálakreppu, og það fyrsta sem við gerum er að draga verulega úr þróunaraðstoð, höfum ekki efni á henni, segjum við. Við sem eigum nánast allt, sveltum ekki, er ekki kalt, förum í skemmtiferðir til útlanda – um leið og þrengir að, grynnkar í buddunni, þá minnkum við snarlega aðstoð við þá sem deyja úr hungri úti

Bjarga lífi eða panta pitsu? Erum við kaldlynd þjóð? Þetta er ekki fallegt af mér, ég viðurkenni það, en ég sendi ykkur inn í skammdegið, inn í jólin, með þessa spurningu. Með þennan efa. Með þessa ásökun. En ég segi líka, og að endingu, að þar sem við bregðumst sem þjóð, þar getum við risið upp sem einstaklingar. Og það getum við, hvert og eitt okkar, með því til dæmis að aðstoða þá beint sem minna mega sín í þessari veröld, hvort sem þeir búa hér á landi eða í fjarlægum löndum. Það kostar það sama að greiða skólagjöld, fæði og læknisþjónustu fyrir barn í Afríku í einn mánuð og að panta eina 18 tommu pitsu með tveimur áleggstegundum – hversu margar pitsur eru pantaðar á Íslandi á ári? Hversu mörg börn í Afríku búa við skort og óhamingju? Þetta er einfalt reikningsdæmi. Og ekki vantar samtökin til að taka á móti framlögum. Munið, það breytir enginn heiminum fyrir okkur, við verðum sjálf að gera það. Upphafið að nýjum, betri, fallegri heimi kemur ekki að utan, kemur ekki sem ljósgeisli af himnum, kemur ekki sem lagabreyting frá stjórnvöldum – heldur kemur það að innan, frá hverjum og einum. Þaðan getur komið mikið og óstöðvandi afl. Hver manneskja, hver einstaklingur, ber ábyrgð á veröldinni. Við getum annaðhvort svikist undan eða gengist við henni. Okkar er valið. Þessi grein var flutt sem erindi á aðventukvöldi í Lágafellskirkju sunnudaginn 5. desember síðastliðinn.


64

viðhorf

Helgin 17.-19. desember 2010

Líkn göngumóðum

 Vik an sem var Beðið eftir Óla „Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu“ „Við munum ekki leggja það til að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu enda er sú ákvörðun á herðum annarra en okkar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurður um lyktir í Icesave-málinu. Verður hádegið þá sirka um hádegisbil? „Vilja seinka klukkunni“ Fjórtán þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Guðmundar Steingrímssonar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Ber þá að flýta klukkunni? „Tíð innbrot í dagsljósi“ Undanfarnar fjórar vikur hefur verið brotist inn í ellefu heimahús í Hafnarfirði og Garðabæ. Langflest innbrotin hafa átt sér stað að degi til og fáein að kvöldlagi. Má þá ekki drösla pabba gamla á Vog? „Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista“ Jón Gnarr borgarstjóri sagði, þegar hann gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, að það mætti líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn væri að vera fullur samfleytt í mörg ár.

Þótt fyrr hefði verið „Samfélagsleg ábyrgð Landsbankans“ Finnur Sveinsson hefur verið ráðinn til Landsbankans í stöðu sérfræðings í samfélagslegri ábyrgð. Borgarstjóri lítur til framtíðar „Vildi geta boðið ókeypis handklæði“ „Ég vildi óska þess að hún [fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar] væri skemmtilegri, að við gætum boðið öllum borgarbúum ókeypis í strætó og ókeypis í sund og ókeypis handklæði. Kannski náum við að gera það næst. Það væri gaman,“ sagði Jón Gnarr.

HELGARPISTILL

Hvað ef hann þarf að pissa? „Ætlar að hlaupa á bretti í sólarhring“ Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari ætlar að freista þess um komandi helgi að hlaupa í sólarhring samfleytt á hlaupabretti. Guð blessi Geir „Neyðarlögin ekki brot á EES-samningi“ Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað að loka sjö kvörtunarmálum er varða íslensku neyðarlögin þar sem stofnunin telur að lögin brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins.

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Teikning/Hari

Mannauðseining tekur völdin „Breyta á lögum um Stjórnarráðið“

Þ

Forsætisráðuneytið hefur nú hafið vinnu að frumvarpi til breytinga á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars verður lagt til að pólitískum aðstoðarmönnum verði fjölgað og sérstakri mannauðseiningu verði komið á fót.

Það eru litlar líkur á því að karlar fylgi konum sínum detti þeim í hug að rápa dagpart í Smáralind eða Kringlunni. Raunar er ólíklegt að konurnar kæri sig um að hafa þá í eftirdragi í slíkum ferðum, jafnvel þótt jólin séu á næsta leiti. Málið horfir öðruvísi við ef hjónin eru saman á ferðalagi ytra. Heimsóknir í verslunarkeðjur eru óhjákvæmilegur fylgifiskur utanferða, hvað sem líður kreppu og falli íslenskrar örkrónu. Þótt atið sé minna nú en í óðærinu svokallaða, skjótast samt margir til nálægra borga, meðal annars til að gera góð kaup í aðdraganda jóla. Karlar sem hafðir eru með í slíkar ferðir verða að undirbúa sig. Konurnar stjórna för, þeir fylgja í humátt á eftir. Þær velja búðirnar og hversu lengi er dvalið í hverri – og hvort keypt er. Hlutverk karlsins er að samþykkja. Vel taminn karl samþykkir það sem hann veit að konan ætlar að kaupa. Það styttir dvölina í viðkomandi verslun. Hann á sér hvort eð er ekki undankomuleið. Karlar eru að jafnaði hávaxnari en konur. Þennan mun eiga þeir að nýta sér í hvert sinn er þeir ganga inn í verslun í stórri verslunarmiðstöð. Í sumum þeirra eru nefnilega stólar sem sjálfsagt er að nýta á meðan konan kannar vöruúrvalið. Sitji karl sem fastast í stólnum kemur konan með það sem henni þykir fýsilegt og sýnir honum. Þar getur hann líka geymt það sem konan hefur ákveðið að kaupa og þarf því ekki að halda á því á meðan dvalið er í versluninni. Í stólnum má jafnvel gleyma sér um stund og virða fyrir sér viðskiptavini. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum og fara mishratt yfir. Konur eru í meirihluta. Sumar einar, aðrar með karla eða börn í fylgd. Í stórborginni er mannlífið fjölbreytt. Augu múslímakvenna gægjast undan höfuðbúnaði. Þær toga ekki síður í litríkar tuskurnar en hinar. Hommapar fer hratt yfir og velur bleikt. Sá sem situr í stólnum og bíður veltir því fyrir sér hvort þessir tveir karlar séu að velja föt fyrir sólarlandaferð á miðjum vetri. Föli andlitsliturinn verði að hverfa. Á handleggjum þeirra hanga flíkurnar, þunnar og fínlegar, bleikar og fjólubláar. Báðir eru í mittisjökkum úr leðri. Annar í fjólubláum. Hann er í samlitum skóm. Hinn hefur valið sér hvítan hatt. Það er ekki að sjá að þessir menn hafi minnsta áhuga á hvíldarstólum verslunarinnar. Um leið og sá í fjólubláu skónum velur sér næfurþunnt klæði sem helst líkist náttbuxum hlammar karl sér við hlið þess sem þar situr fyrir. Hann er hvíldinni feginn og truflar ekki þann sem fyrir situr heldur nikkar til hans. Hann er með tvo poka, merkta öðrum verslunum. Konan hans er greinilega á yfirreið í annarri deild. Saman bíða sitjendurnir þess sem verða vill. Hommaparið hverfur úr augsýn beggja. Stöku stóll í verslun dugar þó

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.795

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

skammt. Konurnar fara hratt og vítt yfir. Því skiptir höfuðmáli fyrir hvern karl sem fylgir í rápi að kynna sér upplýsingaskilti verslunarmiðstöðvanna. Þar eru ekki aðeins sýndar verslanir hverrar hæðar heldur einnig veitingastaðir. Með reglulegri viðkomu á þeim auðvelda karlar sér daginn til muna. Tökum Kaupmannahöfn sem dæmi. Þangað fara flestir Íslendingar sem á annað borð leyfa sér utanlandsferðir um þessar kreppumundir. Leið flestra liggur um Strikið og nágrenni og fáir láta Magasin fram hjá sér fara, stórverslunina fornfrægu við Kóngsins Nýjatorg. Hún var um hríð í íslenskri eigu – eða að láni að minnsta kosti – og gjarna kölluð Nonnabúð í höfuð aðaleigandans. Nú er hún Nonnabúð stekkur – en ekki Magasin sem slíkt. Stórverslunin blómstrar en nú í eigu enskra. Það virðist af einhverjum ástæðum fara minna í taugarnar í dönskum en þegar krúnudjásnið var í íslenskum höndum. Í verslunarferð í Magasin er efsta hæðin mikilvægust hverjum karli sem þangað ratar inn í fylgd konu sinnar; skiptir sköpum. Hún er vin þar sem næra má kropp og hvíla fætur. Nái karl konu sinni þangað er honum borgið um stund. Í boði er smurbrauð sem engir gera betur en Danir. Úrvalið er mikið og hver sneið vel útilátin, hvort heldur valin er steik, áll, lax eða róstbíf. Mæla má með bjór með smurbrauðinu. Þorsti sækir á þegar þræddar eru hæðir. Í boði er lítill, miðlungs og stór. Hóf er best í þessum efnum eins og öðrum. Lítill dugar trauðla, slekkur ekki þorsta hins langþreytta. Stór er hins vegar full grófur skammtur í einu. Karlinn verður að hafa stjórn á sér, má ekki freistast í kæruleysi vímunnar. Miðlungsstóri bjórinn hentar með einni sneið. Ef valið er róstbíf rífur piparrótin vel í, hreinsar nefgöng og ennisholur. Miðlungsstóri bjórinn gerir það að verkum að karlinn þolir næsta hálfan annan tímann í verslunarmiðstöðinni. Ef laust er pláss við glugga er sjálfsagt að setjast þar og horfa yfir iðandi borgarlífið. Þeir sem hraðast fara eru eflaust á leið á Hvít, þar sem Jónas drakk forðum. Margur Íslendingurinn hefur fylgt hans fordæmi, án þess þó að fótbrjóta sig. Elti menn konur sínar út úr miðbænum í enn stærri danska verslunarmiðstöð, t.d. Fields á Amager, gildir sama árveknin. Glöggur karl finnur þar átján veitingastaði. Flestir eru skyndibitastaðir, fólk er á hraðferð. Í boði eru borgarar, pitsur og pylsur en líka heldur fínni staðir, steikhús og jafnvel sushi-staður. Ólíklegt er að tími gefist til hangs á skárri veitingastöðunum. Því verða menn að miða á hina smærri með ákveðnu millibili, hvíla bein og kæta bragðlauka – og muna að halda sig við þann millistóra. Í Fields, eins og í Magasin, er það efsta hæðin sem líknar göngumóðum. Þar er matur, þar er drykkur . Efsta hæðin er punkturinn yfir i-ið. Vegna hennar dvelur fólk lengur – og kaupir meira. Þetta vita þeir sem skipuleggja þessi samkunduhús nútímans.


Borðleggjandi yfir hátíðina

Fjallabiti

-hálfþurrkað nasl

Forréttir -reyktir og grafnir

DV •

1

unn m

ga

æsta ei

atg

H

nk

Hólsfjallahangikjötið

æði n

Hæsta einkunn í smökkun DV 200 6-200 7 Hæsta einkunn í smökkun DV 200 9

Prentun.is

Hreint lostæti úr íslenskri náttúru... Þessar vörur fást í Fjarðarkaup, Melabúðinni, Þinni verslun Seljabraut, Kosti Njarðvík og Samkaup

Fjallalamb hf.

Röndinni 3

6 70 K ó p a s k e r i

S í m i 4 6 5- 214 0

w w w. f j a l l a l a m b . i s


66

bækur

Helgin 17.-19. desember 2010

 Bók ardómur Árstíðirnar Sigrún og þór arinn Eldjárn

Óvæntur smellur

Eldjárnabít

 Árstíðirnar Sigrún og Þórarinn Eldjárn 36 bls. Veröld

Ég er að fara í ferð / ég finn ég bara verð, segir í ferðakvæði Þórarins Eldjárn og undir lýsir Sigrún Eldjárn opnu með krakka að sleikja ís við bílrúðu. Úti blæs vindur flugdreka, ungi litli flýr úr rammanum, það eru fjöll með hettum, snjókarl sem ekki rímar, burstabær og útlent tré. Samvirkar yrkingar þeirra Eldjárna í mynd og máli eru nú að verða bálkur, nýja harðspjaldabókin þeirra ber heitið Árstíðir og þar skauta þau saman um íslenska

loftslagið. Vetur, sumar, vor og haust eru ramminn um nýju bókina. Kverið er dægilegasta skemmtun, Þórarinn er svo afslappaður í ríminu, flippar út í annarri hverri línu í sínum absúrd húmor, smitaður af málinu sem leiðir hann áfram eins og talandi skáldum er svo hætt. Margt verður honum að yrkisefni í bókarrammanum: slátur, leysing í bæjarlæk, sólgleraugu og jarðarberjaís. Hann hikar ekki við að elta forvera

 Bók adómar

sína, Jónas lítur við. Þá koma hér við sögu kverúlantar hans en af þeim geymir hann skápafylli: hér kynnumst við Sumarliða á Mel sem er flugufælinn pöddupati. Undir þessu liggja svo myndir Sigrúnar – pastell ef mér skjöplast ekki, stórir grunnar með meginefni og faraldi sem færist síðu af síðu, leiðarhnoða samsett af ís, snjókarli, jarðarberi og unganum fyrrnefnda. Litir eru heilir og sterkir, fígúrur allar með

Sigrúnarlaginu og á stöku stað stungið inn mynsturbekkjum. Þessa bók má leggja í safnið með hinum listaverkunum sem verða, þegar talið er saman, einhver dægilegasti samsetningur sem Svarfaðardalurinn hefur skilað okkur á liðnum áratugum. Megi þau lengi rýma og ríma. -pbb

Sumarlandið – Framliðnir lýsa andláti sínu og endurfundum í framlífinu eftir Guðmund Kristinsson er óvæntasti smellur ársins. Er í 7. sæti á aðallista Eymundsson.

 Bók ardómur Íslensk a barnaorðabókin

 Grallarar í gleðileit Björk Bjarkadóttir 36 bls. Mál og menning

Ferill Bjarkar

 Skrímsli á toppnum Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler, Rakel Helmsdal. 32 bls. Mál og menning

Bókaröð um skrímsli Sjötta bókin í röðinni um skrímslin, litla og stóra, er komin út, Skrímsli á toppnum. Þeir félagar eru nú að takast á við lofthræðslu. Líkt og í fyrri bókunum halda höfundarnir norrænu fast um stílinn í knöppum skýrum textum og myndatækninni sem Áslaug Jónsdóttir ber alla ábyrgð á. Bókin er fyndin og falleg og kærkomin viðbót í ritröðina. -pbb

Björk Bjarkadóttir á nú orðið að baki röð harðspjaldabóka fyrir börn. Hún er að þróast sem höfundur, tækni hennar í myndvinnslunni að skríða fram í lifandi teikningum sem hún leggur stundum ofan í mynstur. Myndirnar hennar standa nærri einföldum barnateikningum, þær eru lifandi og spennandi. Texti sögunnar sem nú hefur bæst við er fyrir fullorðna lesendur, en allar bækur hennar eru á langveginn og heimta því lestur í sæti eða við borð, brotið er óhentugt til lestrar undir sæng. Það breytir því ekki að hér er listavel unnið efni og til fyrirmyndar. -pbb

 Hringaló og Grýla Steinar Berg og Brian Pilkington 46 bls. Fossatún

Steinar og tröll Í Fossatúni er í uppbyggingu fjölskyldugarður og þar hefur frömuðurinn Steinar Berg opnað skjöl fyrir tröll. Úr umhverfinu spinnur hann á bók, sem Brian Pilkington myndlýsir, nýjar tröllasögur. Telst mér til að Hringaló og Grýla sé þriðja bókin í þessari röð. Sögur Steinars eru til lestrar fyrir ung börn og fullorðnum til skemmtunar. Stíllinn er víða þunglamalegur en söguefnið unnið af hugmyndaríki og lifandi áhuga á að halda söguhefðum íslenskum lifandi fyrir nýjum kynslóðum. -pbb

i m m i r k n n i Har síomark sem hittir

andi og „ H rö ð , s p e n n a s a g a … s n ið u g g læ p n h já fl o tt fr u m ra u i.“ Ó s k a ri H ra fn tir / Vi ka n Gu ðr íð ur Ha ra

ld sd ót

Upprennandi lestrarhestar. Hver opna barnaorðabókarinnar er fýsileg fyrir forvitna stautara. Ljósmynd/Hari

Afbragð fyrir unga lesendur Ný íslensk barnaorðabók frá Máli og menningu er falleg og vönduð að allri gerð.

H

ér á bæ er hilla lögð undir orðabækur. Þær eru af ýmsu tagi – mættu gjarna vera fleiri, einhvers staðar er latnesk orðabók sem ég vildi gjarna hafa handbæra – í geymslu er önnur hilla með orðabókum. Núorðið leita menn á neti að orðaskýringum en það er ekki það sama og að fletta bókinni. Orðabækur fyrir börn eru sjaldséðir gripir. Þó fann ég tvær nýlegar orðabækur fyrir krakka sem báðar eru í notkun hér: Stóru myndaorðabókina sem kom út 2007 á Eddutíma Máls og menningar og er algert möst á heimilum þar sem tungumálanám stendur yfir; og svo Enskíslenska, íslensk-enska Barnaorðabók frá 2008 sem er þýdd og staðfærð af Nönnu Rögnvaldardóttur og gefin út af Máli og menningu líka. Þessi rit rifjuðust upp þegar inn um lúguna kom Íslensk barnaorðabók frá Máli og menningu, útgáfan styrkt af Bókmenntasjóði, höfunda er ekki getið fyrr en á annarri síðu; Ingrid Markan og Laufey Leifsdóttir hafa tekið bókina saman en Anna Cynthia Leplar myndskreytir. Þetta er bók í stóru broti, 175 x 245 mm í harðspjaldi, 250 blaðsíður. Í bókarlok eru nokkrar yfirlitsmyndasíður sem krakkar hafa alltaf gaman af að skoða. Raunar er hver opna verksins fýsileg forvitnum stautara, orðasafnið er með helstu upplýsingum, beygingardæmum og skýringarsetningum. Allt er þetta einfalt og skýrt. Hver opna er skreytt minnst tveimur smámyndum eftir Önnu í lit. Þessi bók er afbragð ungum lesanda, fallega umbrotin og vönduð að allri gerð þótt hún sé erlent prent. Mál og menning er merkilegt forlag þótt það sé orðið útihús í bræðraborg arfa

Valdimars Jóhannssonar. Erindi metnaðarfullra forlaga á okkar örsmáa markaði er brýnt, sumpart til að halda andliti í því flóði afþreyingartexta sem út spýtist, sumpart til að viðhalda sér. Hafi ný kynslóð lesenda ekki aðgang að sæmilegum orðaforða er viðbúið og yfirvofandi að orðfæðin leggist yfir andlegt líf okkar allra og þá hættir að sjást til veðurs í samfélaginu í flestum skilningi. Barnaorðabókin er því nauðsynlegt hreinsitæki í slæmu málsamfélagi. Og þótt börn og unglingar móti málið með sínum hætti þarf ekki lengi að skoða sig um á fjasbókinni til að sjá að orðfæðin er skæður smitsjúkdómur. Auðvelt er að lenda í rausástandi eftir þá heimsókn. En svo má böl bæta ... Víst er sköpunargáfa ungra talenda vanmetin og mætti að ósekju vinna með hana skipulega á ákveðnum aldursskeiðum í skólakerfinu, hefðu kennarar til þess hugkvæmni og úthald. En í millitíðinni geta foreldrar tryggt sér passa fyrir krakkana sína inn í upplýsta málheima með því að hafa orðabók sem þessa uppi við og gera hana að hversdagslegu brúkstæki í samtali heimilisins. Hafi höfundar, upphafsmenn og útgefandi þökk fyrir þennan kostagrip.

 Íslensk barnaorðabók Ingrid Markan og Laufey Leifsdóttir Myndlýsingar: Anna Cynthia Leplar 250 bls. Mál og menning

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


Heima og heiman „Pétur er einn af orðlögðustu ferðagörpum sinnar tíðar.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson

Táknmynd Íslands Jökulsárlón á Breiðamerkursandi hefur á Heimsreisa bragðlaukanna

Gullnáma

Fjöllin laða og lokka

Íslenzkir þjóðhættir eftir séra Jónas frá Hrafnagili er grundvallarrit í íslenskri bókmenningu og sannkallað afreksverk þegar litið er til þeirra aðstæðna sem höfundurinn bjó við. Bókin kom fyrst út 1934, og sú útgáfa er lögð til grundvallar hér. Þegar hún var endurútgefin árið 1945 var fullyrt á bókarkápu að þar færi „... sú bók íslenzk sem tvímælalaust hefur hlotið bezta dóma.“

Pétur Þorleifsson er frumkvöðull í fjallaferðum. Hér lýsir hann göngu á 103 fjöll, há sem lág, löngum göngum og stuttum - fyrir alla fjölskylduna. Hverri göngulýsingu fylgir greinargott kort.

Kærleikur og von

Heimsreisa bragðlaukanna

Heimsmynd tungumálanna

Í fimmtán ár ferðaðist listaljósmyndarinn Ken Opprann um heiminn og myndaði fólk á fundi við guð sinn. Hann var viðstaddur ótal trúarhátíðir helstu trúarbragða heims, vitjaði helgistaða og sótti fólk heim. Myndirnar bera vitni falslausri einlægni og þrotlausri leit að þeim mætti sem er æðri öllum skilningi. Bókin geymir einnig glögga umfjöllun um Hindúasið, Kristindóm, Gyðingdóm, Búddasið og Íslam.

Meistarakokkurinn Gordon Ramsay er í miklum metum, ekki hvað síst vegna þess hversu auðvelt er að fylgja uppskriftum hans. Í þessari stóru og glæsilegu bók fá lesendur að kynnast lykilréttum úr matarmenningu Mið-Austurlanda, Taílands, Bandaríkjanna, Kína, Indlands, Spánar, Frakklands, Ítalíu, Grikklands og Bretlands.

Tungumál veraldar segja lifandi menningarsögu. Í þessari glæstu bók er boðið til mikillar reisu, þar sem lesendur kynnast eitt þúsund tungumálum um veröld víða. Lýst er bakgrunni þeirra, sögu, tengslum við önnur mál og sérkennum. Með hjálp fjölbreytilegra ljósmynda, skýringarmynda og landakorta opnast heillandi veröld - aðgengileg og umfram allt bráðskemmtileg.

síðustu árum orðið nokkurs konar táknmynd Íslands í augum umheimsins. Aðdráttarafl staðarins er með ólíkindum og umhverfið magnað. Þorvarður Árnason hefur tekið myndir af Lóninu á öllum árstímum og við ólík veðurskilyrði - við blasir heillandi veröld sem er lyginni líkust.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Bókin fæst í enskri, franskri og þýskri útgáfu, auk þeirrar íslensku.

Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs, áður skrifaði hann Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll í félagi við Ara Trausta Guðmundsson. Í þessari bók kynnumst við Pétri nánar í ítarlegu viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar.

Þessi bók á erindi í öll íslensk eldhús.

Bókaútgáfan Opna · Skipholti 50b · 105 Reykjavík · sími 578 9080 · www.opna.is


68

matur

Helgin 17.-19. desember 2010

 Uppskrift Samnorr æn gersemi

Bóndadóttir með blæju

Það er því kjörið að matbúa Bóndadóttur með slör fyrir fjölskylduna; bæði til að taka þátt í hámóðins tískubylgju hins norræna eldhúss en líka til að horfa á fjölskylduna

borða gamalt rúgbrauð sem delikatessu.

1. Afhýðið eitt og hálft kíló af eplum, takið kjarnann úr þeim, brytjið og setjið í pott ásamt 100 grömmum af hrásykri og vanillustöng sem þið hafið rist og skorið innan úr (hendið bæði baununum

og stönginni í pottinn). Hitið að suðu og leyfið að malla þar til eplin eru orðin að þykku mauki en enn með góðum bitum saman við. Leyfið maukinu að kólna og fjarlægið vanillustöngina.

 Uppskrift Silfur hafsins

Marineruð síldarflök mýkjast í edikblöndunni og setjið ásamt síldarbitunum fólk borðar þau án þess að í dauðhreinsaða krukku vita af því. ásamt fínlegri hlutunum af nokkrum dill-greinum Hér er því uppskrift að og hellið kaldri ediksmarineraðri kryddsíld: blöndunni yfir þannig að 1. Kaupið sex saltsíldar og fljóti vel yfir. fáið fisksalann til að flaka Þessi síld er nokkuð þær fyrir ykkur. Útvatnið krydduð og jólaleg. Þeir síldarflökin yfir nótt í sem vilja minna krydd (og ísskáp. meira síldarbragð) geta 2. Setjið 400 millilítra sleppt kóríander, negulaf vatni, 400 millilítra af nöglunum og allrahanda ediki, einn bolla hrásykur, og helmingað piparinn 2 matskeiðar piparkorn, og sinnepsfræin og skipt eina matskeið af kóríanút rauðlauk fyrir enn derfræjum, 2 matskeiðar Allar þjóðir Skandinavíu mildari hvítan lauk (eða sinnepsfræ, 10 negulnagla, halda síldina í heiðri. Þar bara sterkari hefðbundinn 15 allrahanda-ber og 2 má fá dýrindis steikta síld gulan lauk). Síðan getið þið lárviðarlauf í pott, kveikið á öðru hverju veitingagert prufur með eplaediki, undir, látið suðuna koma húsi og endalaust úrval vínediki eða einhverju upp og leyfið að malla í um marineraðrar síldar. Okkur allt öðru. Í raun má allt hálftíma. Kælið. hefur gengið erfiðlega nema rugla of mikið með 3. Þerrið síldarflökin og að fá heimilisfólkið til að hlutfallið milli vatns, ediks skerið í þriggja sentimetra og sykurs. Markmiðið ætti vinna beinin úr nýrri síld bita (það má líka leyfa (það er deyjandi hæfni á að vera að ramba loks á Íslandi) en beinin eru hins flökunum að vera heilum). uppskrift sem mun lifa í Skerið tvo stóra rauðlauka ættinni löngu eftir að þið vegar ekkert vandamál í og eina gulrót í sneiðar og eruð dauð og gleymd. marineraðri síld. Beinin

Ljósmynd/Alda Lóa

Okkur finnst engin ástæða til að trúa goðsögum um að Íslendingar hafi frekar soltið en að leggja sér síld til munns eða að þeir hafi fyrst og fremst notað síld sem áburð á tún. Við viljum trúa því að rekja megi litlar heimildir um hvernig Íslendingar borðuðu síld til þess að sveitirnar stjórnuðu menningarlífinu og hinni opinberu sögu og neysla á sjávarfangi sjáist því illa í heimildum.

KRYDDAÐU UPP Á NÝJUNGUM INNBYGGÐ KVÖRN!

KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST

2. Skerið um 200 grömm af gömlu rúgbrauði í smáa

teninga og steikið upp úr um 50 grömmum af smjöri og með um 75 grömmum af hrásykri. Gætið þess að þetta brenni ekki við (og notið ómerkilegustu pönnuna ykkar).

3. Setjið um þriðjung af brauðmolunum neðst í eina skál eða mörg glös, síðan þriðjung af eplamaukinu, þá meira af brauði og svo koll af kolli. Ofan á efsta lagið koma síðan um 200 millilítrar af þeyttum rjóma. Ef þið eigið frosinn rabarbara er kjörið að nota hann í staðinn fyrir

eplin (og setja þá eilítið meira af sykri í pottinn) enda er það í alla staði þjóðlegra.

blandið þið dálitlu af sykruðu rúgbrauði úr uppskriftinni hér að ofan saman við.

Á kaffihúsinu Loka, efst á Lokastíg, var einu sinni hægt að fá heimalagaðan ís með rúgbrauði. Það hefur verið nútímaleg útfærsla á Bóndadóttur með blæju. Þið getið gert svona ís heima með því að styðjast við uppskrift að vanilluís (ef þið eigið ísvél) og sjóða þá ef til vill 2-4 matskeiðar af calvados með rjómablöndunni til að vísa til eplanna. Þegar ísinn er tilbúinn

Það mætti líka setja þessa uppskrift í ostakökubúning með því að blanda rúgbrauðsmolunum saman við óbráðið smjör og þrýsta niður í kökuform og hella ostakökublöndu kryddaðri með calvados og/eða eplamauki yfir og baka (ef stuðst er við New York-ostakökur) eða kæla (ef stuðst er við sætari og eftirréttarlegri útgáfur).

 Matartíminn Íslandssagan á diskinum

Það er pólitísk óskynsemi í matinn Ef trúa má sögunni eru Íslendingar eyjarskeggjar sem standa á ströndinni og horfa inn til landsins. Þeir snúa baki í gjafir hafsins en mæna löngunaraugum á búfénaðinn. Þessi staða er fullkomlega óskynsamleg út frá landkostum. Og eins og önnur óskynsemi á hún rætur í pólitík.

... vegna þess að sagan hefur verið sögð af sigurvegurunum; kúgurunum sem reyndu að sannfæra þjóðina um að síld og kræklingur væri ófínni matur en magáll og svið.

Ljósmynd/Hari

Eins og ýmsar útgáfur af marineraðri síld eru sameiginlegar öllum þjóðum Skandinavíu eiga þær líka í sameiningu eftirrétt úr gömlu rúgbrauði og eplum eða rabarbara. Og í öllum löndunum kallast þessi réttur Bóndadóttir með blæju eða eitthvað ámóta; jafnvel Jómfrú með slör.

Í Hafbergi við Gnoðarvog fæst ágæt saltsíld. Biðjið Geir eða einhvern annan afgreiðslumann að flaka hana fyrir ykkur. Kallarnir í fiskbúðinni eru svo klárir að þeir ná örugglega betri nýtingu en þið.

E

ftir að íslenskir bændur komu í veg fyrir þéttbýlismyndun og uppbygg­ ingu sjávarútvegs undir lok fimm­ tándu aldar og í byrjun þeirrar sextándu má segja að Ísland hafi verið landbúnaðar­ samfélag sem vildi svo til að lá í miðjum fengsælustu fiskimiðum veraldar. Það var ekki fyrr en undir lok nítjándu aldar sem Íslendingar sneru sér til hafs. Fram að þeim tíma voru þeir eins og Korsíkubúar: eyjarskeggjar sem leituðu ekki á haf út eins og Sardiníumenn held­ ur horfðu inn til landsins. Matarmenning Korsíkubúa hverfist um villisvín, kastaníu­ hnetur og sveppi á meðan Sardiníumenn heita í höfuðið á frænku síldarinnar. Án þess að við ætlum að hætta okkur út í stjórnmála- og menningarsögu Miðjarð­ arhafsins getum við fullyrt að munurinn á matnum hjá íbúum þessara tveggja eyja á sér ekki aðeins landfræðilegar skýringar. Auðvitað spila skógarnir á Korsíku rullu, enda miklar matarkistur. En orsakirnar liggja ekki síður í pólitík, völdum og valda­ baráttu. Sú er alla vega raunin hér á Íslandi. Ís­ lenskir bændur nýttu styrk sinn fyrir 500 árum til að stöðva þéttbýlismyndun af ótta við að verða undir í samkeppni um vinnu­ afl. Þéttbýlið var forsenda þess að hægt væri að byggja upp fiskveiðar sem atvinnu­ veg. Þótt bændur hafi sjálfir róið til fiskjar höfðu þeir ekki bolmagn til að stunda út­ hafsveiðar. En þeir höfðu nægan pólitísk­ an styrk til að hindra að öðrum tækist það. Af þessum sökum höfðu hin gjöfulu fiski­ mið kringum Ísland góð áhrif á byggðar­ lög á Bretagne-skaga, í Baskalöndum og á austurströnd Bretlands á meðan lífskjör almennings hér heima hrörnuðu. Andstaða bænda við sjávarútveg eru ef til vill skiljanleg. Vegna kólnandi veðurs og stórskertra landgæða var íslenskur landbúnaður í raun kominn á hnén um 1400. Hann stóð varla undir sjálfum sér, hvað þá blómlegu samfélagi. Landbúnað­ urinn skrimti síðan næstu aldirnar í skjóli pólitískrar kúgunar, vistarbanda og hjúa­ laga þar sem vinnufólk var í raun gert að réttindalausu geldfé, sem var óheimilt að giftast og eignast börn. Undir lok nítjándu aldar fóru bændur

að missa tökin á samfélaginu. Fólkið flúði undan þeim til Vesturheims. Síðar tóku verstöðvarnar að byggjast upp. Þörf bænda fyrir ókeypis vinnuafl var þá mætt með barnaþrælkun allt þar til vélvæðing­ in gerði framlag barnanna óþarft. Menn­ ingarlegur heilaþvottur var svo sterkur að vinnufólkið, sem slapp úr sveitunum og fluttist á mölina, sendi börnin sín í þrælk­ unarvist í sveit. Að baki þessu lá linnu­ laus áróður um vont fólk og kúltúrlaust í verstöðvum en glæsilegt menningarlíf upp til sveita. Það er varla fyrr en á átt­ unda áratug síðustu aldar að það verður ekki lengur mannkostalýsing í íslenskum skáldverkum að persónur séu úr sveit og merki um viðsjárverðan karakter að hann hafi alist upp á mölinni. En gamli bænda­ áróðurinn er enn ríkjandi í þjóðarsálinni. Íslendingar falla þannig fram og tilbiðja hvern þann sveitalurk sem Ómar Ragnars­ son dregur fram, sem eitthvað hreint, upp­ runalegt og fagurt í andstöðu við óhreint, spillt og ljótt líf verstöðvanna. Yfirlýsing Jörundar hundadagakonungs með því að setja þorsk í skaldarmerki Ís­ lands sýnir að bylting hans snarist ekki síður um nýtingu auðlinda til atvinnuþró­ unar en stjórnskipan. Og hún minnir okk­ ur á að átökin milli sveitanna (einangrun­ ar) og verbúðanna (samskipta við útlönd) voru kvik í gegnum alla Íslandssöguna. Og við ættum að hafa þetta í huga þegar við veltum fyrir okkur matarmenningu Ís­ lendinga. Að hluta til er lítið vægi sjávar­ fangs afleiðing pólitískrar valdabaráttu en að hluta til sjáum við ekki vægi hafs­ ins vegna þess að sagan hefur verið sögð af sigurvegurunum; kúgurunum sem reyndu að sannfæra þjóðina um að síld og kræklingur væri ófínni matur en magáll og svið.

Matur

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is


70

andi jólanna

Helgin 17.-19. desember 2010  Tákn jólanna

15%

Tilvalið í jólapakkann!

Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum

Fyrir eplin og appelsínunar. Ávaxtaskál frá IKEA undir jólaávextina.

Rauð jól Rauður hefur haldið velli sem jólaliturinn enda lifir hann af allar tískusveiflur. Tengsl rauða litarins við jólin er hægt að rekja aftur til 15. aldar þegar hefð var fyrir því í Evrópu að setja upp helgileik um Adam og Evu á aðfangadag. Rauð epli voru þá hengd á grenitré til að tákna forboðna tréð. Fólk tók upp á því að setja upp sambærileg tré á heimilum sínum um jólin og síðan þá hefur rauður ásamt grænum verið litur jólanna.

Eldrauð og falleg skál undir jólakonfektið frá Iittala.

Jólalegur kakóbolli frá Iittala.

Earth friendlyjólastjarna úr pappír úr versluninni Heimili og hugmyndir.

Á jólaborðið. Íslenska jólaskrautið Sólstirni frá Stáss fæst meðal annars í Epal.

Kertastjakinn Skrauti eftir Stefán Pétur Sólveigarson. Hann fæst meðal annars í versluninni Kraum.

 Endurvinnsla

Öðruvísi jólatré

H Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

ið hefðbundna grenitré hentar ekki öllum, en þess í stað er hægt að leyfa ímyndunaraflinu að ráða för og útbúa öðruvísi jólatré, til dæmis úr munum sem maður hefur sankað að sér en hefur nánast enga þörf fyrir. Það var einmitt þannig sem jólatré hinnar hollensku listakonu Jane Shcouten, sem rekur vefverslunina All the luck in the world, varð til þegar hún límdi gamla muni á vegginn í formi jólatrés. Önnur hollensk listakona, Ingrid Jansen frá Wood & Wool stool sem endurvinnur gömul húsgögn, setti saman tré úr nokkrum spýtum, með þá stærstu neðst og svo koll af kolli. Einfaldar hugmyndir sem veita innblástur. Einnig er hægt að búa til tré úr bylgjupappa eða hverju því sem til fellur; aðalmálið er að kalla fram hið táknræna form grenitrésins. -keva

H E LG A R B L A Ð

Engar greninálar falla af pappatrjám.

 Hugmynd

All colors 50 den

Plasir

1.498 kr.

1.980 kr. 120 den

2.486 kr.

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is

Dótið úr ruslaskúffunni getur orðið að jólatré

Hreinlegt og fallegt Hvít jól Á heimilum þar sem gluggar eru stórir og birtan mikil getur verið mjög fallegt að setja upp jólaskraut í hvítu. Pappaluktir hangandi í fallegum borðum utan um ljósaperur yfir borðinu verða eins og risastór ljósasería sem gefur fallegan blæ. Hvítur dúkur á borðum, hvítar servíettur og kristall tákna hreinleika og jafnvel nýtt upphaf þar sem rýmið verður eins og óskrifað blað. Til þess að gefa útlitinu aukinn glamúr hentar að notast við silfurlitað skraut og jafnvel hægt að strá glimmeri yfir jólaborðið. Þetta er ágæt leið til að tryggja að jólin verði hvít. -keva


Hraunfoss við Fimmvörðuháls – 940 g Snæfellsjökull – 400 g

Goslok á Fimmvörðuhálsi – 800 g

Reynisfjara – 940 g

Lundi – 135 g

Eldgos á Fimmvörðuhálsi – 800 g

Kerlingarfjöll – 940 g

Nói Síríus hefur verið gleðigjafi íslensku þjóðarinnar í 90 ár. Nú státa konfektkassarnir frá Nóa af nýjum og stórbrotnum ljósmyndum af íslenskri náttúru, þar á meðal af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Þessi glæsilegu verk margra af bestu ljósmyndurum þjóðarinnar gera upplifunina enn ánægjulegri – hvort sem þú gefur eða þiggur Nóa konfekt.


72

andi jĂłlanna

Helgin 17.-19. desember 2010

ďƒ¨ JĂłlaskraut

María mey María mey minnir óneitanlega å jólin Þar sem sagan af Maríu og fÌðingu Jesúbarnsins er sÜgð hver einustu jól. à myndum og styttum af Maríu mey er hún oftast klÌdd blåu, en Það var til Þess að sýna hversu mikilvÌg hún var. Flestir å hennar tíma klÌddust jarðlitum og voru målverk í Þeim litum, einnig vegna Þess að auðvelt var að blanda Þå liti. Blåa litinn var hins vegar aðeins hÌgt að búa til úr sÊrstÜkum steini sem heitir últramarín og var afar sjaldgÌfur og dýrari en gull. Hann var notaður til að måla skikkju eða klÌði Maríu til að sýna mikilvÌgi hennar sem móðir Jesúbarnsins. Þessi stytta fÌst í versluninni Myconceptstore.is bÌði í blåu og hvítu og nokkrum stÌrðum. Verð frå kr. 6.900 kr. -keva

MarĂ˝ fyrir utan vinnustofu sĂ­na ĂĄ SkĂĽnegatan Ă­ StokkhĂłlmi.

HÜnnuðurinn Marý IðnhÜnnuðurinn Marý starfar í Stokkhólmi með fråbÌru fólki å besta stað sem hún gÌti mÜgulega låtið sig dreyma um. Hún hefur nåð góðum årangri og fjallað er um verk hennar í vÌntanlegri bók um norrÌna hÜnnuði.

D -IKIĂˆĂ’RVALAFFLOTTUM#ARTERlSNšTTFĂŽTUM Ă…&IĂˆRILDINUOGNĂ’ERUJĂ‹LANšTTFĂŽTINšFRšBžRU TILBOĂˆSVERĂˆIAĂˆEINSKR%INNIGFALLEGAR #ARTERlSSAMFELLUROGGALLARšGĂ‹ĂˆUVERĂˆI

"ARNAVERSLUNIN&IĂˆRILDIĂˆ .OTAĂˆOGNĂ•TTFYRIRBĂŽRNIN

&AXAFENI WWWFIDRILDIDIS WWWFACEBOOKCOMFIDRILDID

yggĂ°ateppiĂ° er ein Ăžekktasta hĂśnnun MarĂ˝jar, ĂžaĂ° er Ăşr Ă­slenskri ull og ĂŚtlaĂ° tveimur aĂ° kĂşra undir og er ĂžakiĂ° orĂ°um yfir dyggĂ°ir. „Hugmyndina fĂŠkk ĂŠg frĂĄ gĂśmlum slenskum dyggĂ°aklĂŚĂ°um sem eru geymd ĂĄ Ăžjóðminjasafninu, ĂžrjĂĄr Ă­slenskar rĂşmĂĄbreiĂ°ur frĂĄ ĂžvĂ­ um 1800. Ă Ăžeim er Ăştsaumur, myndrĂŚnn boĂ°skapur sem minnir ĂĄ ÞÌr dyggĂ°ir sem prýða ĂĄttu góða eiginkonu ĂĄ Ăžeim tĂ­ma. Ég hugsaĂ°i um hvaĂ°a dyggĂ°ir ĂŚttu viĂ° Ă­ nĂştĂ­manum og hannaĂ°i teppiĂ° sem Ăłbeina ĂĄminningu um ÞÌr, ĂŚtlaĂ° pari eĂ°a hjĂłnum sem geta kĂşrt saman undir teppinu,“ segir MarĂ˝ sem leggur ĂĄherslu ĂĄ jĂĄkvĂŚĂ°an boĂ°skap Ă­ hĂśnnun sinni. „Ég vil fyrst og fremst deila gleĂ°i, leik og jĂĄkvĂŚĂ°um boĂ°skap meĂ° fĂłlki og nota til Ăžess ĂłlĂ­kar leiĂ°ir Ă­ hĂśnnun og ĂłlĂ­k efnistĂśk.“ Vinnustofa hennar er ĂĄ SkĂĽnegatan ĂĄ SĂśdermalm sem er 100.000 manna eyja Ă­ miĂ°jum StokkhĂłlmi. Ăžar er suĂ°upottur skĂśpunar og lista, spennandi mannlĂ­f og kaffihĂşs og gallerĂ­ ĂĄ hverju horni. „Þetta er svona 101 StokkhĂłlmur,“ segir MarĂ˝ og jafnframt aĂ° hĂşn ĂžrĂ­fist best umvafin

lĂ­fi og menningu og kaffihĂşsum. „à vinnustofunni, sem ĂŠg deili meĂ° fjĂłrum Üðrum sjĂĄlfstĂŚĂ°um vĂśruhĂśnnuĂ°um og tveimur hĂśnnunarfyrirtĂŚkjum, vinn ĂŠg mest aĂ° frĂ­lans-verkefnum og viĂ° eigin hĂśnnun og finnst skemmtilegast aĂ° vinna aĂ° nokkrum verkefnum Ă­ einu,“ segir MarĂ˝ sem er meĂ° mĂśrg jĂĄrn Ă­ eldinum um Ăžessar mundir og hafa fyrirtĂŚki eins og hiĂ° franska Pernod Ricard, einn stĂŚrsti framleiĂ°andi ĂĄfengra drykkja, sĂłst eftir samstarfi viĂ° hana. „Þeir hafa ĂĄhuga ĂĄ Samskoti, sem eru tvenns konar skotglĂśs, annaĂ° fyrir tvo og hitt fyrir fimm til aĂ° drekka Ăşr samtĂ­mis.“ segir MarĂ˝. HĂşn var jafnframt valin sem einn af 70 hĂśnnuĂ°um sem verĂ°a til umfjĂśllunar Ă­ vĂŚntanlegri bĂłk frĂĄ sĂŚnska forlaginu Arvinius og fjallar um hĂśnnuĂ°i ĂĄ NorĂ°urlĂśndunum. „JĂĄ, ĂžaĂ° er nĂłg aĂ° gerSamskot er frumleg og skemmtileg hĂśnnun frĂĄ MarĂ˝. Ăžar eru nokkur snafsaglĂśs fest saman og nokkrir geta drukkiĂ° Ăşr Ăžeim samstĂ­mis.

VerkiĂ° Rignandi er samsett Ăşr mĂśrgum ljĂłsum.

ast. Undanfarna mĂĄnuĂ°i hefur margt spennandi veriĂ° aĂ° gerast hjĂĄ mĂŠr og ĂžaĂ° er eins og allt sĂŠ aĂ° taka viĂ° sĂŠr ĂĄ sama tĂ­ma. Ég er bĂşin aĂ° vera Ă­ viĂ°rĂŚĂ°um viĂ° nokkur fyrirtĂŚki Ă­ sambandi viĂ° Ă˝mis ĂłlĂ­k verkefni mĂ­n,“ segir MarĂ˝ ĂĄnĂŚgĂ°. MarĂ˝ hefur frĂĄ ĂžvĂ­ hĂşn man eftir sĂŠr notiĂ° sĂ­n best ĂĄ sviĂ°i skĂśpunar og ĂŚtlaĂ°i sĂŠr aĂ° lĂŚra myndlist og grafĂ­ska hĂśnnun Ă­ LHĂ? en tilviljun rĂŠĂ° ĂžvĂ­, nokkrum dĂśgum ĂĄĂ°ur en umsĂłknarfresturinn rann Ăşt, aĂ° hĂşn frĂŠtti af nĂ˝ju nĂĄmi Ăžar. „Ég kom viĂ° Ă­ skĂłlanum til aĂ° hitta vini mĂ­na og Ăžar rakst ĂŠg ĂĄ fĂłlk sem var ĂĄ fyrsta ĂĄri Ă­ vĂśruhĂśnnun. Ég lĂŠt slag standa, sĂłtti um Ă­ Þå deild og komst inn og sĂŠ ekki eftir ĂžvĂ­.“ -keva


Gabby Maiden Cinemascope Jacket, Laboratory Pant

Gabby Maiden Amelia Jacket, Valentina Leggings

LAUGAVEGUR 56 VWWW.NIKITACLOTHING.COM

Micha Thyge Amsterdam Jacket, Yoshiko Top, Soul denim Skirt, Sorrow Scarf


74

andi jólanna

Helgin 17.-19. desember 2010

Þykir vænt um allt skrautið

Jólakúlur í glugga undir súð og hvítt jólatré lýsir upp stofuna. Kristrún Eyjólfsdóttir leikmyndahönnuður skreytir vel fyrir jólin.

K „Fyrst maður er með gervitré er fínt að fara alla leið og hafa það mjög gervilegt, segir Kristún.

Snjókornin eru klippt úr úr hvítum pappír og gerði Kristrún þau upprunalega fyrir Stundina okkar.

JÓLAGJÖFIN Í ÁR:-)

ristrún Eyjólfsdóttir er leikmyndahönn­ uður hjá Sjónvarpinu og sér meðal annars um sviðsmynd Stundarinnar okkar þar sem hún fær tækifæri til að leika sér og fá útrás fyrir sköpunargleðina. Heimili hennar, lítil risíbúð í miðbænum, fer ekki varhluta af hæfileikum hennar þar sem Kristrún er búin að skreyta fyrir jólin. „Fjölskyldan mín skreytir mikið fyrir jólin og foreldar mínir hafa notað sama jólatréð ár eftir ár og því er nánast drekkt í skrauti. En það er ég sem sé um að skreyta það og hleypi engum öðrum að,“ segir Kristrún hlæjandi. Íbúð Kristrúnar er undir súð sem takmarkar rýmið en Kristrún nýtir það til hins ýtrasta. Stofan stendur í jólabjarma frá jólaljósum og hvítu jólatré. „Fyrst maður er með gervitré er fínt að fara alla leið og hafa það mjög gervilegt,“ segir Kristrún. Á veggina hefur hún fest upp snjókorn úr pappír. „Þetta eru snjókorn sem ég klippti út fyrir Stundina okkar, og ég lagði svo mikla vinnu í þau að ég tímdi ekki að henda þeim og skreytti meira að segja nokkra pakka með þeim.“ Í glugganum eru jólakúlur í hvítum vösum. „Mér fannst vasarnir eitthvað svo tómlegir og prófaði þá að setja kúlurnar í þá. Ég á svo mikið af jólakúlum því ég kaupi nýjar nánast árlega og vil ekki alltaf nota sömu litina. Ein jólin tók ég mig til og festi kúlur með kennara­ tyggjói á vegginn og lét þær mynda stóran spíral,“ segir Kristrún. En hvert er uppáhaldsjólaskrautið? „Það er erfitt að segja, kannski jólatréð með öllu sínu og auðvitað stóra silfur jólakúluskrímslið í loftinu, en ég get eiginlega ekki gert upp á milli. Mér þykir sérstaklega vænt um það skraut sem ég hef fengið í afmælisgjafir í gegnum árin. Það er kostur að eiga afmæli í desember.“ -keva

Silfur jólakúluskrímslið eins og Kristrún kallar það, fékk hún frá frænda sínum. Upprunlega er það úr IKEA.

Lítil handgerð mús situr á gardínustönginni og horfir yfir stofuna.

 Nýtt

Ljósmyndir uppi á vegg Í

HÚLLAHRINGUR! SKEMMTILEG NÝJUNG:-) Þungir, bólstraðir og eru frábær æfingatæki sem styrkja maga, mitti, mjaðmir, bak og læri. Uppl í síma 6953764, www.hullahringir.is

Kristrún Eyjólfsdóttir er leikmyndahönnuður Sjónvarpsins og fær þar útrás fyrir sköpunargleðina.

Ljósmyndir eftir íslenska ljósmyndara fást í nýju galleríi ArtPhotos sem var stofnað af þremur ungum konum.

nýstofnuðu ljósmyndagalleríi er hægt að kaupa ljósmyndir eða leigja enda markmiðið að auðvelda aðgengi að ljósmyndalist. Galleríið, sem heitir ArtPhotos, eiga þær Berglind Andrésdóttir, Rakel Björt Jónsdóttir og Bára Kristjánsdóttir sem luku allar nýverið námi í listrænni ljósmyndun. Þær segjast hafa áttað sig á því að unnendur ljósmynda ættu ekki auð­ velt með að ganga inn í verslun og velja sér ljósmynda­ list, og hafi því ákveðið að stinga sér í djúpu laugina með stofnun ArtPhotos. Allar ljósmyndirnar sem eru til sölu eru eftir konur og meðal þeirra sem eiga þar verk eru Sólný Pálsdóttir, María Kristín Steinsson, Rebekka Guðleifsdóttir, Rúna Dögg Cortes, Ólöf Erla Einarsdóttir, María Katrín, Ruth Ásgeirsdóttir, Ásdís Eva Ólafsdóttir og Ásta Sif. Galleríið er til húsa í Skipholti 35. Sjá artphotos.is -keva Updraft heitir þessi mynd eftir grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu.


WWW.CINTAMANI.IS

SPJARAÐU ÞIG

HLYLEG JÓLAGJÖF Ástæðan fyrir því að við elskum að fá Merino-ullarnærföt í jólagjöf er einföld: Merino-ullin er fínunnið náttúruefni sem temprar hitastigið næst líkamanum til að okkur líði sem best. Merino-ullin kólnar ekki þótt hún blotni, þornar fljótt og dregur ekki í sig lykt. Merino-ullarnærföt eru lykillinn að vellíðan í allri útivist og fullkomin í mjúka pakkann.

GUNNAR

HALLGERÐUR

LANGBRÓK

Stærðir: XS-3XL

Stærðir: XS-3XL

Stærðir: XS-3XL

CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805

CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003

CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11 101 REYKJAVÍK, S. 517 8088


Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur um jólin

76

andi jólanna

Helgin 17.-19. desember 2010

 Notalegt í miðbænum

Edda horfir til næsta árs með mikilli bjartsýni, enda margt spennandi að gerast. Hún stígur á svið í spennandi leikverkum og verður liðsstjóri í spurningaþætti á Skjá einum eftir áramótin.

Heldur í hefðina

Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt heimili í miðbæ Reykjavíkur. Þar býr hún ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Má Magnússyni tónlistarmanni, og syni þeirra á efstu hæð í gömlu og fallegu háreistu húsi þar sem Edda hefur nostrað við hvern krók og kima. Ljósmyndir/Hari

Engiferöl er frábær lífrænn gosdrykkur fyrir alla fjölskylduna. Hann er sættur með eplasafa og því laus við allan viðbættan sykur. Milt engiferbragð gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og því kjörinn yfir hátíðarnar. Þú verður að prófa!

H

vert sem litið er á heimili leikkonunnar Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur er að finna fallega muni, bæði nýja og gamla, og að sjálfsögðu er jólaskrautið komið upp. Hlý og notaleg birta berst frá kertum í glugga, hvít hreindýr hafa lagst til hvílu í jólasnjónum við logandi kerti aðventukransins og ugla kúrir á trjágrein undir stiganum. „Mig dreymdi svo sérstakan draum um stóra uglu sem kom til mín og settist á öxlina á mér og ætli ég fari ekki að safna uglum núna, en ég síðustu árin hef ég safnað hreindýrum,“ segir Edda og má sjá nokkur þeirra prýða hillur, hvít, silfurlituð og gyllt. „Ég blanda saman nýju og gömlu skrauti en er reyndar sérstaklega hrifin af skrauti í fiftís-stíl. Sumt jólaskraut hefur mikið tilfinningalegt gildi, sérstaklega hlutir sem ég eignaðist sem barn eins og hvíti engillinn sem amma Lóló gaf mér og svo hlutir sem ég hef fengið frá ömmu Unni úr Kópavoginum en kransinn á hurðinni var alltaf fyrstur upp hjá henni og nú fæ ég að hafa hann. þannig held ég í ákveðna hefð sem mér finnst skipta miklu máli en svo bæti ég alltaf einhverju skemmtilegu við safnið og þar eru uglur, fugla- og jólakúlur sem eru kannski eins og múffur eða ís í brauði í miklu uppáhaldi.“ Fyrir þessi jól segist Edda helst heillast af hvítu og

silfurlituðu skrauti og glimmeri. „Já, nóg af glimmeri,það er málið,“ segir hún og skellir upp úr. „Reyndar finnst mér jólailmurinn skipta miklu máli og hann kalla ég fram með hangikjötinu og greni. Svo set ég alltaf nokkur amaryllis-blóm í vasa því þau eru svo falleg og gefa góða lykt,“ segir Edda. „Já, þegar jólatréið er komið þá fyllist allt af ilminum af greni og þá eru jólin komin, svo skreyti ég það með litlum íslenskum fánum,“ segir hún og brosir. Jólunum vill Edda helst eyða í faðmi fjölskyldunnar ásamt köttunum tveimur, þeim Kjána og Sölku sem hét áður Ísold. „Salka er norskur skógarköttur sem er nýkominn til okkar. Við erum enn að finna nafn á hana og Salka eða Litla dýrið virðist ætla að verða ofan á.“ Edda er bjartsýn á komandi ár, enda margt spennandi að gerast hjá henni. „Það sem er fram undan er frumsýning á Fjalla-Eyvindi í Norðurpólnum, og svo hefjast hjá mér æfingar á verkinu Farsæll farsi sem frumsýndur verður hjá LA í mars og síðast en ekki síst mun ég taka að mér að vera liðsstjóri í nýjum spurningaþætti á Skjá einum sem heitir Ha! og verður fyrsti þátturinn sýndur í janúar svo það er margt sniðugt og skemmtilegt fram undan og árið 2011 lofar góðu.“ Edda ásamt jólakettinum, norska skógarkettinum sem er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.

Meðal þess sem Edda hefur safnað eru litla afsteypur af íslenskum kirkjum.

Hreindýrin tvö í aðventukransinum eru úr Tekkhúsinu. Hvíta jólaengilinn fékk Edda að gjöf frá ömmu sinni þegar hún var lítil og hann hefur því mikið tilfinningalegt gildi.

Fæst í verslunum um allt land

Kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is


35% AFSLÁttUR

Bóksölustinn

2. sæti

Bóksölustinn

Allar bækur

1. sæti

Barna- og unglingabækur

YFIR

500R

3.715 kr. Verð áður 5.890 kr.

NÝJA R BÆKU

3.245 kr.* Verð áður 4.990 kr. Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir

Stelpur Kristín Tómasdóttir Þóra Tómasdóttir

Bækurnar á bónusverði Bóksölustinn

38% AFSLÁttUR

3. sæti

Bóksölustinn

Skáldverk

7. sæti Ævisögur

2.385 kr. Verð áður 3.280 kr.

4.005 kr. Verð áður 6.490 kr.

Hrikalega skrýtnar skepnur Skjöldur og Skúli

Guðrún Ögmundsdóttir Halla Gunnarsdóttir

2.600 kr. Verð áður 3.990 kr. Vampírufræði Þýðandi Uggi Jónsson

3.690 kr. Verð áður 5.280 kr. Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson

39% AFSLÁttUR

38% AFSLÁttUR

3.994 kr. Verð áður 6.490 kr. Árni Matt Árni M. Mathiesen Þórhallur Jósepsson

3.985 kr. Verð áður 5.880 kr. Útlagar Sigurjón Magnússon

2.780 kr. Verð áður 3.990 kr. Þór - Leyndamál guðanna Friðrik Erlingsson

3.985 kr. Verð áður 6.490 kr. Draumaráðningabókin Símon Jón Jóhannsson

* Lægsta verð landsins samkvæmt verðkönnun ASÍ á jólabókum 14. desember 2010

Smáratorgi 1 Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is


heilabrot

Helgin 17.-19. desember 2010

?

Spurningakeppni fólksins

1. Lee Buchheit. 2. Engan. 3. Fylgist ekki svo vel með þeim að ég viti það. 4. Til Lúxemborgar. 5. PricewaterhouseCoopers. 6. Hún sagðist ekki vera samkynhneigð. 7. Náði ekki nafninu þegar ég heyrði fréttina. 8. Montevideo. 9. Ég man það ekki. 10. Faxaflói. 11. 2004? 12. 9. 13. Dagur B. Eggertsson. 14. Brunamálastofnun. 15. Arnar Þór Sævarsson. 16. Veit það ekki. 17. Hef ekki hugmynd. 18. Það er nú skömm að þessu en ég man það ekki.

11 rétt Lúðvík skorar á Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands.

Sudoku

7 2 5

9 6 5

1. Hver var aðalsamningamaður Íslands í Icesave-deilunni? 2. Hvað vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta marga leiki á nýafstöðnu Evrópumóti? 3. Hvert er slagorð vefsins amx.is 4. Hvert er Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri 365, að flytja lögheimili sitt? 5. Hvað heitir endurskoðunarfyrirtækið sem liggur undir ámæli fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar við endurskoðun reikninga Glitnis og Landsbankans? 6. Hvað sagðist grátklökk Oprah Winfrey ekki vera í viðtali nýlega? 7. Hver verður næsti formaður Kennarasambands Íslands? 8. Hvað heitir höfuðborg Úrúgvæ? 9. Hvaða löngu látni söngvari var náðaður af ríkisstjóra Flórída á dögunum? 10. Hvað heitir flóinn sem höfuðborgin stendur við? 11. Hvenær vann hin sænska Carola Eurovision-söngvakeppnina? 12. Hver er þversumman af 1431? 13. Hver er formaður borgarráðs? 14. Hvaða stofnun stýrir Björn Karlsson? 15. Hver er bæjarstjóri Blönduóss? 16. Hvar býr rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson? 17. Hver samdi lagið við nýjasta jólalag Baggalúts, Saddur? 18. Hver er fyrirliði Manchester United?

3

6 7 8 1

9 3 3

6

Marta María Jónasdóttir aðstoðarritstjóri Pressunnar

7

4 5 9 2 1 5

Sudoku fyrir lengr a komna

1 4 8 4 2 1 6 5

9 6 7

13 rétt

4 9

1. Lee Buchheit. 2. Engan. 3. Vönduð miðlun frétta. 4. Til Lúxemborgar. 5. PricewaterhouseCoopers. 6. Hún er ekki lesbía. 7. Ekki hugmynd. 8. Montevideo. 9. Jim Morrison. 10. Veit ekki. 11. 1999. 12. 9. 13. Dagur B. Eggertsson. 14. Hef ekki hugmynd. 15. Arnar Þór Sævarsson. 16. Bergen. 17. Serge Gainsbourg. 18. Fernando?

Svör: 1. Lee Buchheit 2. Engan 3. Vönduð miðlun frétta 4. Til Lúxemborgar 5. PricewaterhouseCoopers 6. Lesbía 7. Þórður Á. Hjaltested 8. Montevideo 9. Jim Morrison 10. Faxaflói 11. 1991 12. 9 13. Dagur B. Eggertsson 14. Brunamálastofnun 15. Arnar Þór Sævarsson 16. Bergen í Noregi 17. Serge Gainsbourg 18. Nemanja Vidic

Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði

krossgátan

1 6 3 9 8 2 1 4 7 9 2 3

3 8 5

lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni KORTABÓK

RÆKILEGAR

BAKSA

STJÖRNUÁR

ÁKEFÐ

GRIPNIR

ATORKA

UNG

BÆTIEFNA BÆLI ANDI

SJÓN

80

ERFIÐI OFNRÉTTUR

DELTA

JÁRNSKEMMD

TÍMAEINING

FUGL

STAGA

EKKI ÞESSAR

HYLLI

SAMTÖK

FORFAÐIR

TEYGJUDÝR

HVAÐ 2 EINS

EINS UM A

SKJÖGUR

HLJÓÐFÆRI

RAÐTALA

ER

KK NAFN

VÖRUMERKI

FRJÓVGA

ÞYRFTI

SEINAST

RYKKORN

KRAFTUR

EKKI

KVK. SPENDÝR

BEST

TRYGGINGAFÉ

ANDSTREYMI

BÝFUR

HILLING ÓHREINKAÐUR

RAUÐBRÚNI

SKÁL

Á FÆTI SAMTÖK

VEITTU EFTIRFÖR

GAMALL HLUTUR

ÞRÍ

ÆTTGÖFGI

AF

DJÆF

HLJÓTA

Í RÖÐ

LÆKKA

IÐKA

ÞUS

VEGSAMA

ÁRSGAMALL

FRÆGÐ

UTAN

BRÚN

GAS

DREIFT

GLÓPUR

STYKKI

GÓÐGJARN

JAFNA

NÝJA

VERKFÆRI

HVAÐ

LISTI

RÖNDIN

TÍMI

ÚTLIMUR FISKUR

TÓFT

KVENKLÆÐNAÐUR

Á FÆTI

VARKÁRNI

RÍKI

Í RÖÐ

ÍÞRÓTT

ÞANGAÐ TIL

BÓKSTAFUR UTAN

LEIÐINDAPÉSI

Í RÖÐ STÖNG

LOFTTEGUND

SÆTI

LEYFI


Munið vinsælu gjafabréfin okkar! NILS - NJ@RANGA.DK

NIKKO STIRLING FJARLÆGÐARMÆLIR

Tilvalinn í jólapakka golfarans og veiðimannsins.

Jólatilboð aðeins 22.995,-

DAM TASLAN VÖÐLUR Verð aðeins

.

8.995,-

SKOTVEIÐIHANSKAR

VEIÐISETT

Verð aðeins frá 3.995,-

Ron Thompson Steelhead veiðistöng og Okuma hjól með girni.

Aðeins

9.995,-

ÍSBOR, STÖNG OG SPÚNAR FLUGUHNÝTINGASETT

Jólatilboð aðeins

14.995,-

Veniard fluguhnýtingasett með öllu.

REDINGTON FLUGUVEIÐISETT

Verð aðeins 13.995,-

Stöng, hjól og lína. Hólkur fylgir.

PROLOGIC GÆSAGALLI

Verð frá

Vatnsheldur jakki og buxur í felulitum.

Verð aðeins

29.900,-

DR.SLICK VEIÐISETT

29.900,-

NÝ T T Á ÍSLAN

DI!

Töng, skæri, klippur og box.

DANVISE Jólatilboð aðeins

9.995,-

Frá

4.895,-

ALDREI AFTU

HEAT FACTORY VARMAPÚÐI

KALT!

R

Varmapúðar sem passa í hanska og fleira.

Aðeins

RJÚPNAVESTI

Frábært verð.

Aðeins

8.995,-

DAM VÖÐLUTÖSKUR Verð aðeins

5.995,-

3.595,-

Verð frá 3.895,RON THOMPSON ÖNDUNARVÖÐLUR OG SKÓR

Vinsæl og vönduð belti í felulitum.

SAVAGE GEAR LAXAHÁFAR Verð frá 6.895,-

VEIÐIHORNIÐ - SÍÐUMÚLA 8 - 568 8410 - VEIDIHORNID.IS

HEAT FACTORY MERINO ULLARSOKKAR- EÐA VETTLINGAR

Vasi fyrir Heat Factory varmapúða. Heat Factory varmapúðar fylgja með. Aldrei aftur kalt!

5.995,-

SKOTABELTI

4.995,-

49.900,-

HNÍFASETT Verð aðeins

Aðeins

SIMMS FREESTONE ÖNDUNAVÖÐLUR OG SIMMS SKÓR. Aðeins

GÆSAFLAUTUR Aðeins

195,-

Veiðibúð allra landsmanna -

VEIDIMADURINN.IS

Frábært verð.

Aðeins 29.900,-

SPORTBÚÐIN - KRÓKHÁLSI 5 - 517 8050


82

sjónvarp

Helgin 17.-19. desember 2010

Föstudagur 17. desember

Föstudagur

Sjónvarpið

22:35 National Lampoon’s Christmas Vacation Alvörujólamynd þar sem Chevy Chase leikur fjölskyldufaðirinn Clark Griswold en það eina sem hann dýrkar meira en ferðalög allt fyrir áskrifendur með fjölskyldunni er að halda jólin hátíðleg í faðmi hennar. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

23:10 Taggart - Miðillinn Skosk sakamálamynd þar sem rannsóknarlögreglumenn í Glasgow fást við snúið sakamál. Meðal leikenda eru Alex Norton, Blythe Duff, Colin McCredie og John Michie. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Laugardagur

19:40 Páll Óskar - Leiðin upp á svið Sigurlaug M Jónasdóttir ræðir við Pál Óskar um lögin hans, textana, vinsældirnar, tilfinninguna að standa á sviði með Sinfóníuhljómsveit Íslands, baráttuandann og framtíðina.

21:15 Four Christmases Frábær gamanmynd þar sem Vince Vaughn og Reese Witherspoon leika par sem neyðist til að heimsækja fjölskyldu sína á jólunum eftir að áskrifendur flugi þeirraalltí fyrir fríið er aflýst. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sunnudagur 4

21:00 Law & Order: Special Victims Unit (20/22) Bandarísk sakamálasería um sérdeild lögreglunnar í New York sem rannsakar kynferðisglæpi.

20:15 Undur vatnsins Heimildarmynd frá 2009 eftir Pál Steingrímsson. Myndin fjallar um vatn á Íslandi í öllum sínu fjölbreytileik. Hið mikilfenglega Norður-Atlantshaf, fjöldi stöðuvatna, dynjandi fossar, tærir lækir og gruggugar jökulár sem flæða óheftar yfir stór landsvæði í eldgosum.

16:15 Í boði Ashkenazys e. 16:50 Jóladagatalið - Jól í Snædal e. 17:20 Táknmálsfréttir 17:30 Sportið Í þættinum er fjallað um hinar ýmsu íþróttagreinar frá margvíslegum hliðum á skemmtilegan hátt og tekur líka á málum líðandi stundar í íþróttaheiminum. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 18:00 Otrabörnin (2/26) 18:25 Jóladagatalið - Jól í Snædal 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 6 5 20:15 Útsvar Spurningakeppni sveitarfélaganna. Lið Akraness og Vestmannaeyja eigast við. gerð: Helgi Jóhannesson. 21:20 Meðan þú svafst Bandarísk bíómynd frá 1995. Einmana ung kona í Chicago bjargar draumaprinsinum sínum frá ræningjum. Meðan hann liggur í dái þykist hún vera kærasta hans en gamanið kárnar þegar hún kynnist fjölskyldu hans. Leikstjóri er John Turtletaub og meðal leikenda eru Sandra Bullock, Bill Pullman, Peter Gallagher og Peter Boyle. 23:10 Taggart - Miðillinn 00:05 Miami-löggurnar Bandarísk spennumynd frá 2006 um tvo lögreglumenn í Miami sem komast í hann krappan. e. 00:20 Kiljan Bókaþáttur e. 02:10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 07:30 Game Tíví (14/14) 08:00 Dr. Phil (71/175) 08:40 Rachael Ray (147/175) 09:25 Pepsi MAX tónlist 16:50 Rachael Ray (148/175) 17:35 Dr. Phil (72/175) 18:15 Life Unexpected (2/13) 19:00 Melrose Place (9/18) 19:45 Family Guy (13/14) 20:10 Rules of Engagement (8/13) 20:35 The Ricky Gervais Show (8/13) 21:00 Away We Go 22:40 30 Rock (3/22) 23:05 Law & Order: Special Victims Unit (19/22) 23:55 The L Word (1/8) Bandarísk þáttaröð um hóp af lesbíum í Los Angeles. 00:05 Rachael Ray (144/175) 00:45 Whose Line is it Anyway? (5/39) 00:50 Dr. Phil (68/175) 01:10 Merlin and the Book of Beasts 02:40 Jay Leno (161/260) 5 6 03:25 Jay Leno (162/260) Spjallþáttur á léttum nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 04:10 The Ricky Gervais Show (8/13) Bráðfyndin teiknimyndasería frá snillingunum Ricky Gervais og Stephen Merchant, sem eru þekktastir fyrir gamanþættina The Office og Extras. Þessi þáttaröð er byggð á útvarpsþætti þeirra sem sló í gegn sem podcast á Netinu. 04:35 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 18. desember Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:04 Gurra grís (16/26) 07:40 Galdrabókin (17/24) 08:09 Teitur (43/52) 07:45 Kalli litli Kanína og vinir 08:20 Sveitasæla (17/20) 08:10 Oprah 08:34 Otrabörnin (13/26) 08:55 Í fínu formi 08:58 Konungsríki Benna og Sóleyjar 09:10 Bold and the Beautiful (27/52) 09:30 The Doctors 09:09 Mærin Mæja (38/52) 10:15 60 mínútur 09:18 Mókó (34/52) 11:05 Mercy (11/22) allt fyrir áskrifendur 09:26 Einu sinni var... lífið (18/26) 11:50 Hopkins (5/7) 09:53 Hrúturinn Hreinn (15/40) 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:03 Jóladagatalið - Jól í Snædal e. 13:00 Ramsay’s Kitchen Nightmares 10:35 Að duga eða drepast (11/20) e. (6/8) 11:20 Á meðan ég man (8/8) Textað 13:50 La Fea Más Bella (290/300) á síðu 888 í Textavarpi. e. 14:35 La Fea Más Bella (291/300) 11:50 Kastljós e. 15:20 Eldsnöggt með Jóa Fel (12/12) 4 5 13:10 EM kvenna í handbolta 15:55 Barnatími Stöðvar 2 15:05 Sportið e. 17:00 Bold and the Beautiful 15:40 EM kvenna í handbolta 17:25 Nágrannar 17:35 Táknmálsfréttir 17:53 The Simpsons (12/22) 18:25 Jóladagatalið - Jól í Snædal 18:23 Veður 18:54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19:30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19:40 Páll Óskar - Leiðin upp á svið 19:16 Veður 20:40 Refurinn og barnið Frönsk 19:25 Auddi og Sveppi bíómynd frá 2007. Þetta er í 20:00 Logi í beinni senn náttúrulífsmynd og ævintýri 21:25 Total Wipeout (4/12) um vináttu ungrar stelpu og 22:35 National Lampoon’s Christmas tófu. Leikstjóri er Luc Jacquet Vacation og meðal leikenda eru Bertille 00:15 Trapped in Paradise Tveir Noël-Bruneau, Isabelle Carré og illþokkaðir náungar sem hafa Thomas Laliberté. nýverið losnað úr fangelsi plata 22:20 Verksmiðjustúlkan e. lítillátan bróður sinn til að 23:55 Valdavíma Frönsk bíómynd koma með sér til smábæjarins frá 2006 um skeleggan rannParadísar í Pennsylvaníu að sóknardómara sem berst gegn ræna banka. spillingu. Eva Joly mun vera 02:05 Waitress Hugljúf og rómanfyrirmynd aðalpersónunnar í tísk gamanmynd um þjónustumyndinni. e. stúlkuna Jennu sem er föst í 00:30 Silfur Egils óhamingjusömu hjónabandi 01:40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok en hún lifir í þeirri von um að hún muni að lokum geta skotið saman nægu þjórfé svo hún geti hafið nýtt líf. 03:50 Mermaids Cher leikur Flax, rótlausa og kynþokkafulla konu sem er óþrjótandi uppspretta vandræða í huga 15 ára dóttur sinnar í þessari skemmtilegu og dramatísku kvikmynd. Flax flakkar frá einum stað til annars og á erfitt með að ná fótfestu. 05:35 Fréttir

Skjár einn

STÖÐ 2

Sunnudagur Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Hvellur keppnisbíll 08:01 Húrra fyrir Kela (49/52) 07:10 Tommi og Jenni 08:24 Ólivía (8/52) 07:35 Galdrabókin (18/24) 08:34 Babar (14/26) 07:45 Þorlákur 08:57 Leó (4/27) 07:55 Algjör Sveppi 09:00 Disneystundin 09:40 Geimkeppni Jóga björns 09:01 Snillingarnir (13/28) 10:00 Leðurblökumaðurinn 09:24 Sígildar teiknimyndir (13/42) 10:25 Stuðboltastelpurnar 09:29 Gló magnaða (13/19) 10:45 iCarly (18/25) allt fyrir áskrifendur 10:00 Jóladagatalið - Jól í Snædal e. 11:10 Glee (5/22) 10:25 Önnumatur. e. 12:00 Bold and the Beautiful fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:55 Jólabakstur Camillu (1/2) e. 12:20 Bold and the Beautiful 11:25 Landinn e. 12:40 Bold and the Beautiful 11:55 Návígi e. 13:00 Bold and the Beautiful 13:50 Garðarshólmi e. 13:20 Bold and the Beautiful 14:50 Táknkerfi kynjanna e. 13:45 Logi í beinni 6 4 5 15:40 EM kvenna í handbolta 15:20 Sjálfstætt fólk J 17:50 Táknmálsfréttir 16:00 Hlemmavídeó (8/12) 18:00 Stundin okkar Um 16:30 Auddi og Sveppi 18:25 Jóladagatalið - Jól í Snædal 17:05 ET Weekend 19:00 Fréttir 17:55 Sjáðu 19:35 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:45 Landinn Frétta- og þjóðlífs18:49 Íþróttir þáttur í umsjón fréttamanna um 18:56 Lottó allt land. Ritstjóri er Gísli Einars19:04 Ísland í dag - helgarúrval son og um dagskrárgerð sér Karl 19:29 Veður Sigtryggsson. Textað á síðu 888 í 19:35 Elf Bráðfyndin jólamynd Textavarpi. fyrir alla fjölskylduna. Will Ferrell leikur dreng sem elst upp 20:15 Undur vatnsins 21:10 Dorrit litla (2/8) hjá álfum jólasveinsins. Þegar 22:10 Sunnudagsbíó - Skíni ljós Heimhann fullorðnast rennur loksins ildamynd eftir Martin Scorsese upp fyrir honum hinn skelfilegi sannleikur; að hann sé ekki álfur um hljómsveitina Rolling Stones. Ferill sveitarinnar er rakinn og og þurfi því að fara aftur til sýndar upptökur frá tónleikum. mannheima og boða jólaboðskapinn - með ansi spaugilegum 00:15 Silfur Egils 01:35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok afleiðingum. 21:15 Four Christmases 22:50 Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street Einstök mynd byggð á Broadway söngleiknum um Sweeney Todd í leikstjórn Tims Burton með Johnny Depp og Helenu Bonham Carter í aðalhlutverki. Myndin fjallar um Sweeney Todd sem snýr aftur til London eftir útlegð og tekur upp fyrri iðju sem rakari. Hann vingast við leigusala sinn og saman stofna þau til afar óhugnarlegs viðskiptasambands. 00:45 Final Analysis 02:50 Snakes on a Plane 04:35 ET Weekend 05:20 Hlemmavídeó (8/12) 05:50 Fréttir

Skjár einn

11:50 Rachael Ray (145/175) 13:15 Rachael Ray (146/175) 13:15 Rachael Ray (147/175) 14:05 Dr. Phil (71/175) 14:45 Dr. Phil (72/175) 15:30 Judging Amy (16/23) 16:15 How To Look Good Naked (4/12) 17:05 Spjallið með Sölva (13/13) 17:45 Matarklúbburinn (6/6) 18:10 Parenthood (11/13) 19:00 The Office (17/26) 19:25 30 Rock (3/22) 19:50 America’s Funniest Home Videos (31/46) 20:15 Psych (9/16) Bandarísk þáttaröð um ungan mann með einstaka athyglisgáfu sem aðstoðar lögregluna við að leysa flókin sakamál. 21:00 Law & Order: Special 10:10 Liverpool - Utrecht Victims Unit (20/22) 11:55 NBA körfuboltinn: New York 21:50 Dexter (6/12) Fimmta Knicks - Miami Heat þáttaröðin um dagfarsprúða 13:45 Spænsku mörkin morðingjann Dexter Morgan sem 14:35 Icelandic Fitness and Health drepur bara þá sem eiga það 15:15 Small Potatoes skilið. 16:10 Wendy’s Three Tour Challenge allt fyrir áskrifendur 22:40 House (17/22) Bandarísk 17:20 The Short Game þáttaröð um skapstirða lækninn 17:45 Veiðiperlur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun dr. Gregory House og samstarfs18:20 La Liga Report fólk hans. 18:50 Spænski boltinn: Espanyol 23:30 Nurse Jackie (11/12) Skemmti6 Barcelona leg þáttaröð um hjúkrunarkonu 21:00 Box - Sergio Martinez - Paul sem er snjöll í sínu starfi en þarf Williams 5 að4 fá dópið sitt reglulega. 22:30 UFC Live Events 124 00:00 Kinsey 00:00 Matarklúbburinn (6/6) 00:25 Pepsi MAX tónlist 02:00 Pepsi MAX tónlist 08:50 Man. Utd. - Arsenal 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:35 Premier League World 2010/11

11:20 Rachael Ray (143/175) 13:35 Dr. Phil (69/175) 14:15 Dr. Phil (70/175) 14:55 Judging Amy (15/23) 15:40 America’s Next Top Model (11/13) 16:30 90210 (6/22) 17:15 Psych (8/16) 18:00 Survivor (2/16) 18:45 Game Tíví (14/14) 19:15 Rules of Engagement (8/13) 19:40 The Ricky Gervais Show (8/13) 20:05 America’s Funniest Home 07:00 Juventus - Man. City Videos (11/46) 18:15 Juventus - Man. City 20:30 Big Daddy 20:00 Icelandic Fitness and Health 22:05 Sin City Expo 2 00:05 Spjallið með Sölva (13/13) 20:30 La Liga Report Sölvi Tryggvason fær til sín 21:00 Main Event góða gesti og spjallar um lífið, 21:50 European Poker Tour 6allt- Pokers fyrir áskrifendur tilveruna og þjóðmálin. Honum 22:40 Box - Amir Khan - Marcos Rene er ekkert óviðkomandi og í þáttMaidana fréttir, fræðsla, sport og skemmtun unum er hæfileg blanda af gríni 00:00 NBA körfuboltinn: New York og alvöru. Knicks - Miami Heat 00:45 Zack And Miri Make A Porno 02:25 Whose Line is it Anyway? (6/39) Bráðskemmtilegur spunaþáttur 4 5 16:00 Sunnudagsmessan þar sem allt getur gerst. 17:00 West Ham - Man. City 02:50 Jay Leno (163/260) Spjall18:45 Stoke - Blackpool þáttur á léttum nótum þar sem 20:30 Ensku mörkin 2010/11 háðfuglinn Jay Leno fær til sín allt fyrir áskrifendur 21:00 Premier League Preview góða gesti og slær á létta strengi. 2010/11 03:35 Jay Leno (164/260) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:30 Premier League World 2010/11 04:20 Pepsi MAX tónlist 22:00 Laudrup 06:00 Pepsi MAX tónlist 22:30 Premier League Preview 11:05 Premier League Review 2010/11 2010/11 12:05 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 23:00 Aston Villa - WBA 4 5 08:00 Happy Gilmore 6 12:35 Sunderland - Bolton 14:45 Arsenal - Stoke 10:00 The Bucket List allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 17:15 Liverpool - Fulham Bein 08:00 An American Girl: Chrissa 12:00 Jurassic Park 3 10:30 Golfing World (58/70) 19:45 Birmingham - Newcastle Stands Strong 14:00 Happy Gilmore allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:20 Golfing World (59/70) 21:30 Blackburn - West Ham 10:00 The Cable Guy 16:00 The Bucket List 17:10 Golfing World (59/70) 23:15 Wigan - Aston Villa 12:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum 18:00 Jurassic Park 3 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Golfing World (60/70) 14:00 An American Girl: Chrissa 20:00 Tenacious D: in The Pick of 4 18:50 World Golf Championship 2010 Stands Strong SkjárGolf Destiny 22:50 Golfing World (60/70) Frétta16:00 The Cable Guy 08:00 Golfing World (56/70) 22:00 Lonely Hearts 4 5 þáttur þar sem fjallað er um allt 18:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum 08:50 Golfing World (57/70 00:00 Yes það nýjasta í golfheiminum. 20:00 The Thomas Crown Affair r 09:40 Golfing World (58/70) 02:00 Curandero 4 5 (10/10) 6 23:40 PGA Tour Yearbooks 22:00 Grandma’s Boy 10:30 South African Open (1/2) 04:00 Lonely Hearts 00:30 ESPN America 00:00 Skeleton Man 14:30 South African Open (1/2) 06:00 Fool’s Gold

6

6

08:00 Love Wrecked 10:00 The Valley of Light allt fyrir áskrifendur 12:00 Back to the Future III 14:00 Love Wrecked 16:00 The Valley of Light fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Back to the Future III 520:00 Fool’s Gold 6 22:00 Little Children 00:15 Skyfigthers 6 4 02:00 Rocky Balboa 04:00 Little Children


sjónvarp 83

Helgin 17.-19. desember 2010

19. desember

STÖÐ 2 07:00 Aðalkötturinn 07:25 Sumardalsmyllan 07:30 Elías 07:40 Galdrabókin (19/24) 07:50 Hvellur keppnisbíll 08:00 Algjör Sveppi 09:15 Mörgæsirnar frá Madagaskar 09:40 Ógurlegur kappakstur 10:05 Histeria! allt fyrir áskrifendur 10:30 How to Eat Fried Worms 12:00 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Hawthorne (3/10) 4 14:35 Modern Family (21/24) 15:05 The Middle (3/24) 15:35 Jólaréttir Rikku 16:10 Eldsnöggt með Jóa Fel (12/12) 16:50 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:25 Frasier (20/24) 19:55 Jamie’s Family Christmas 20:25 Sjálfstætt fólk 21:05 Hlemmavídeó (9/12) 21:40 Numbers (9/16) 22:25 Mad Men (4/13) Þriðja þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapésans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfirborðsmennskan alger. Dagdrykkja var hluti af vinnunni og reykingar nauðsynlegur fylgifiskur sannrar karlmennsku. 23:15 60 mínútur 00:00 Daily Show: Global Edition 00:30 The Deep End (1/6) 01:15 Undercovers (2/13) 02:05 Dollhouse (11/13) 02:55 The Groomsmen Skemmtileg mynd frá Ed Burns (She’s The One, Brothers McMullen) um fimm æskuvini sem glíma hver á sinn hátt við fullorðinslífið og allt það sem fylgir því að stofna fjölskyldu og axla ábyrgð. 04:30 Numbers (9/16) 05:10 Jamie’s Family Christmas 05:35 Fréttir

Í sjónvarpinu Lýtalæknarnir í Dr . 90210

Sker burt lýsið í þunglyndiskasti eiginkonunnar Dr. Robert M. Rey, hljómar nafnið kunnuglega? Þetta er maðurinn með svarta beltið í Taekwondo sem sparkar platta úr höndum píslarinnar með stóru varirnar, eiginkonunnar. Hann reynir að ná fullkomnun í bardagalistinni eftir að hafa skorið burt lýti viðskiptavina sinna og aukið sjálfstraust þeirra. Maðurinn heldur uppi raunveruleika-sjónvarpsþættinum Dr. 91210 á sjónvarpsstöðinni E! Entertainment og er fylgst með honum ásamt lífi og starfi nokkurra annarra lýtalækna í Englaborginni. Rey lítur á sig sem litla drenginn frá Suður-Ameríku sem braust úr sárri fátækt og náði að meika’ða í Bandaríkjunum. Hann lifir hátt, nýbúinn að festa kaup á íburðarmiklu húsnæði, með sundlaug í fullri stærð, en á eftir að selja sitt gamla. Hljómar líka eitthvað svo kunnuglega! Konan bíður heima eftir Rey allan daginn, hálf þunglynd og ofsalega 5

6

5

6

09:40 Box - Sergio Martinez - Paul Williams 11:10 Spænski boltinn: Espanyol - Barcelona 12:55 Juventus - Man. City 14:35 Equipment Í 15:00 Wendy’s Three Tour Challenge 16:15 Wendy’s Three Tour Challenge 17:25 Fréttaþáttur Meistaradeildar Evrópu allt fyrir áskrifendur 17:50 Kobe - Doin ‘ Work 19:20 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:50 Spænski boltinn: Real Madrid - Sevilla 22:00 US Open 2010

07:35 Blackburn - West Ham 09:20 Birmingham - Newcastle 11:05 Liverpool - Fulham 12:50 Premier League World 2010/11 allt fyrir áskrifendur 13:20 Blackpool - Tottenham 15:30 Chelsea - Man. Utd fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Sunnudagsmessan 19:00 WBA - Wolves 20:45 Sunnudagsmessan 21:45 Blackpool - Tottenham 23:30 Sunnudagsmessan 4 00:30 Chelsea - Man. Utd. 02:15 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 08:00 Golfing World (58/70) 08:50 Golfing World (59/70) 09:40 Golfing World (60/70) 10:30 South African Open (2/2) 14:30 South African Open (2/2) 18:30 PGA Tour Yearbooks (10/10) 19:20 South African Open (2/2) 23:20 Ryder Cup Official Film 2008 00:20 South African Open (2/2)

4

5



6

smá, með smábörnin hlaupandi öskrandi um. Á meðan sogar hann burt lýsið, sagar af beinum, minnkar nef, klippir undirhökuna af og skapabarmana burt og hnyklar vöðvana inn á milli. Allt er sýnt og á fyrstu þættina geta viðkvæmir aðeins horft í gegnum fingur sér – í bókstaflegri merkingu. Þátturinn endurspeglar yfirborðsmennsku og tekur ansi oft á sýndarlýtum sem og þrá eftir að ná æskublómanum aftur. Það er ekkert verið að skafa utan af hlutunum og þótt viðhorfið til lýtaaðgerða sé afar jákvætt fer það ekki á milli mála að fegurðinni fylgir sársauki. Fínn ó-raunveruleikaþáttur. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir


84 

bíó

Helgin 17.-19. desember 2010

frumsýning The killer inside me

Morðóður jólasveinn

Skuggahliðar mannssálarinnar

N

ýjasta mynd breska leikstjórans Michaels Winterbottom, The Killer Inside Me, hefur vakið mikil viðbrögð þar sem hún hefur verið sýnd og er að sama skapi umdeild þótt gagnrýnendur hafi víðast ausið hana lofi. Íslendingum gefst nú loksins möguleiki á að sjá myndina þar sem hún verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag, föstudaginn 17. desember. The Killer Inside Me byggist á skuggalegri skáldsögu Jims Thompson og segir frá aðstoðarlögreglustjóranum Lou Ford í smábæ í Texas árið 1952. Hann er hvers manns hugljúfi en undir traustu yfirbragðinu leynist sannkallaður djöfull í mannsmynd. Það sem hann kallar „veiki“ sína felur nefnilega í sér að hann nýtur

þess að nauðga og myrða. Hann var við það að lenda í fangelsi mörgum árum áður en fósturbróðir hans tók þá á sig sökina. Nú gerir „veikin“ hins vegar vart við sig á ný með skelfilegum afleiðingum. Myndin er vægast sagt ofbeldisfull og ekkert er gefið eftir þegar kafað er ofan í dýpstu myrkur sálarteturs aðstoðarlögreglustjórans. Viðkvæmt fólk er varað við og þeir sem vilja ekki missa af þessari mögnuðu mynd ættu að búa sig vel andlega undir fund sinn með „besta syni“ Central City. Casey Affleck þykir sýna stórleik í hlutverki Lou en Jessica Alba og Kate Hudson eru einnig í veigamiklum hlutverkum.

frumsýning Another Year

Gömlu hjónin eru sátt við sitt en sömu sögu er ekki að segja af fólkinu í kringum þau.

Casey Affleck þykir frábær í hlutverki geðbiluðu löggunnar Lou Ford.

Bíó Paradís býður upp á sannkallaðan hvalreka fyrir þá unnendur lélegra hryllingsmynda sem komnir eru í jólaskap 18. desember. Þá verður sýnd myndin Silent Night, Deadly Night frá árinu 1984. Myndin segir frá unglingi sem sturlast þegar foreldrar hans eru myrtir og tekur upp á því að myrða fólk á subbulegan hátt íklæddur jólasveinabúningi. Myndin þykir sérlega léleg, sem ljær henni hins vegar ómótstæðilegan sjarma auk þess sem aðalleikarinn Eric Freeman stendur sig eins og hetja með öxina.

danny Boyle: Leggur r aunir á leik ar a og áhorfendur

Kraftur látleysisins Breski leikstjórinn Mike Leigh hefur einstakt lag á því að gera mannlegar og látlausar bíómyndir sem rista djúpt og snerta við fólki þótt þær líði stundum áfram eins og ekkert sé að gerast. Þetta er einmitt tilfellið í hans nýjustu mynd, Another Year, sem verður frumsýnd á Íslandi um helgina en þar koma öndvegis leikarar súrsætri sögu til skila með mikilli hægð. Leigh hóf feril sinn sem leikskáld og sviðsleikstjóri en fyrsta kvikmynd hans byggðist á eigin verki, Bleak Moments, árið 1971 sem vakti mikla athygli. Hann tók sér síðan langt hlé frá bíómyndum og lét ekki til skarar skríða fyrr en árið 1988 með High Hopes. Síðustu myndir hans eru Vera Drake, Topsy-Turvy, Naked og hin áhrifaríka Secrets&Lies sem var sýnd á Íslandi fyrir nokkrum árum við góðar undirtektir. Í Another Year segir Leigh frá rosknum hjónum sem eru sátt við líf sitt en fólk í kringum þau leitar endalaust til þeirra með vandamál sín. Kvikmyndatímaritið Empire gefur myndinni fimm stjörnur og lofar hana í hástert. Ruth Sheen og Jim Broadbent leika gömlu hjónin en Broadbent er leikari þeirrar náttúru að ekkert virðist honum ofviða og hann er jafnvígur á grín, hádramatík og allt þar á milli.

B

James Franco er spáð Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í 127 Hours en óhætt er að segja að hann beri myndina uppi þar sem hann er nánast einn á tjaldinu alla myndina.

Svimandi 127 klukkustundir

Breski leikstjórinn Danny Boyle er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir. Nýjustu myndar hans, 127 Hours, er víða beðið með mikilli eftirvæntingu þótt einhverjir sem hafa séð hana hafi fengið í magann.

esta hátíðarbragðið

D

Laxinn frá Ópal Sjávarfangi er í þægilegum og fallegum sneiðum, tilbúinn á hátíðarborðið. Allur lax frá Ópal Sjávarfangi er beinlaus, þurrsaltaður og unninn úr fersku hráefni. Láttu bragðið og verðið koma þér skemmtilega á óvart.

127 Hours er spennumynd um mann sem getur ekki hreyft sig.

anny Boyle hitti beint í mark með Slumdog Millionaire árið 2008. Myndin tryggði honum Ósk­ arsverðlaunin fyrir leikstjórn auk þess sem myndin var valin besta myndin og sópaði til sín sex Óskars-styttum til viðbótar. Boyle er nú kominn langan veg frá fátækrahverfum Indlands þar sem hann segir í 127 Hours á áhrifaríkan hátt frá hremmingum fjallgöngumanns sem lendir í sjálfheldu í eyðimörk í Utah. Myndin byggist á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2003 þegar grjóthnullungur féll á fjallgöngumanninn Aron Ralston sem sat pikkfastur í klettum Utah í nær fimm daga með bjargið ofan á öðrum handleggnum. Að lokum gat hann ekki annað gert en skorið af sér handlegginn til þess að losna og eftir þá aðgerð tók við löng ganga áður en hann komst undir manna hendur. 127 Hours hefur vakið gríðarleg viðbrögð þar sem hún hefur verið sýnd og þegar er byrjað að spá henni velgengni á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Myndin var sýnd á kvik-

myndahátíðinni í Toronto, var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í London og almennar sýningar hófust í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar. Fréttir hafa borist af einhverjum áhorfendum sem þurftu á læknishjálp að halda á meðan þeir sátu undir sýningu myndarinnar. Einn fékk aðsvif og var trillað út úr kvikmyndahúsinu á börum og annar fékk ofsahræðslukast. Þessi áföll hafa ekki verið rakin beint til ansi nákvæms atriðis með aflimuninni en slíkt verður þó að teljast líklegt. Fleiri svipaðar sögur hafa borist úr kvikmyndasölum þar sem myndin hefur verið sýnd. Gagnrýnendur hafa tekið 127 Hours fagnandi og ausið hana lofi. Þannig stendur hún til dæmis í 93% hjá Rotten Tom­ atoes og þykir flestum mest til leiks James Franco í aðalhlutverkinu koma auk þess sem Boyle er sagður sýna allar sínar bestu hliðar sem leikstjóri. Franco er einna þekktastur sem vinur og andstæðingur Kóngulóarmanns­ ins í Spiderman-myndunum þremur auk þess sem hann fór

á kostum sem hasshaus í Pin­ apple Express á móti Seth Rogen. Hann þykir mjög líklegur til að hreppa Óskarinn fyrir túlkun sína á angist göngugarpsins sem stendur frammi fyrir því að þurfa að sarga af sér handlegg. Boyle er fjölbreyttur kvikmyndagerðarmaður sem er lítið fyrir að endurtaka sig en hann á að baki Shallow Grave, Trainspotting, 28 Days Later, A Life Less Ordinary, The Beach, Sunshine og svo Slumdog Million­aire. Hann hafði haft hug á að kvikmynda þjáningar Arons Ralston í fjögur ár áður en hann lét til skarar skríða en hann segir myndina vera spennumynd um mann sem getur ekki hreyft sig. Gert er ráð fyrir að 127 Hours komi í kvikmyndahús á Íslandi í lok janúar..

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Eigðu bragðgóð jól með okkur


86 

snillingar

Helgin 17.-19. desember 2010

gullknötturinn Hver er besti leikmaður ársins 2010?

Barcelona og dvergarnir Lionel Messi, Xavi Hernández og Andrés Iniesta eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins 2010. Þeir eiga það allir sameiginlegt að spila með spænska stórliðinu Barcelona.

Þ

að kemur í ljós 10. janúar næstkomandi hvaða leik maður hlýtur Gullknött Alþjóða knattspyrnusambandsins árið 2010. Þetta er í fyrsta

sinn sem þessi verðlaun verða afhent en þau urðu til við samruna tvennra verðlauna; Leikmanns ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, sem valinn er

af þjálfurum og fyrirliðum aðildarlanda sambands ins, og Gullknattarins sem blaðamenn velja og franska fótboltablaðið France Football hefur afhent.

Lionel Messi hlaut hvor tveggja þessara verðlauna á síðasta ári og hann er tilnefndur í ár ásamt félögum sínum í Barcelona, Xavi Hernández og A ndrés

Iniesta. Þessir þrír voru lykilmenn í frábæru liði Barcelona sem vann tvöfalt á Spáni, deild og bikar. Auk þess léku Xavi og Iniesta lykilhlutverk í liði Spánar

Xavi Hernández

Fullt nafn: Xavier Hernández Creus Aldur: 30 ára Staða: miðjumaður Hæð: 1,70 metrar Þyngd: 68 kg Leikir/mörk: 546/55 Landsleikir/mörk: 98/8

6

„Í hvert sinn sem ég sé Xavi spila þá ákveður hann reglurnar á vellinum – svo mikið er víst.“ Diego Maradona

Lionel Messi

Fullt nafn: Lionel Andrés Messi Aldur: 23 ára Staða: sóknarmaður Hæð: 1,69 m Þyngd: 67 kg Leikir/mörk: 236/154 Landsleikir/mörk: 53/15

10

„Af hverju er Messi besti leikmaður í heimi? Af því að hann getur látið erfiða hluti líta út fyrir að vera auðvelda. Hann flýtur um völlinn og allir halda að hann sé týndur. En hann er það ekki og andstæðingar hans vita það.“ Johan Cruyff

Aðgangur í Bláa Lónið

Spa meðferðir

Snyrtimeð ferðir

Nudd

Veitingar á LAVA

galind a Lóninu – Læknin Gisting í Blá

t

Gjafakor

Gjafakort – þá fá allir eitthvað fallegt! Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsins á baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa og Hreyfingu í Glæsibæ.

Blue Lagoon húðvörur

Líkamsrækt

Einkaþjálfu n


snillingar 87

Helgin 17.-19. desember 2010

þrír sem vann heimsmeistaratitilinn í Suður-Afríku. Fréttatíminn leit nánar á þremenningana sem eiga það sameiginlegt að vera léttir og lágir í loftinu. oskar@frettatiminn.is

Hvar er Sneijder? M

argir hafa undrast að hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder hafi ekki verið á meðal þriggja efstu manna í kjörinu á knattspyrnumanni ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Sneijder hefur átt frábært ár, vann þrefalt með Inter Milan, deildina, bikarinn og meistaradeildina, og var besti leikmaður hollenska liðsins sem tapaði fyrir Spánverjum í úrslitaleik HM í sumar. „Wesley Sneijder ætti að vera á meðal þriggja efstu. Ég veit að það ríkir mikil reiði á

Ítalíu vegna þess að Sneijder er ekki á meðal þriggja efstu og ég skil það. Hann hefur átt frábært ár,“ sagði Xavi, einn af þremur efstu, við spænska fjölmiðla þegar tilkynnt var um valið. Sneijder hefur lítið viljað tjá sig um málið. Þegar valið var kynnt sagðist hann óska Messi, Xavi og Iniesta til hamingju jafnvel þótt hann væri leiður. „Það er ekkert sem ég get gert. Allir vilja að ég segi eitthvað en það er ekkert sem ég get sagt,“ sagði Sneijder. -óhþ

FT 12.12.10.10_Layout 1 12/16/10 3:08 PM Page 1

Andrés Iniesta

8

Fullt nafn: Andrés Iniesta Luján Aldur: 26 ára Staða: miðjumaður Hæð: 1,70 m Þyngd: 65 kg Leikir/mörk: 332/28 Landsleikir/mörk: 54/9

NÝTT FRÁ HÁSKÓLAÚT GÁFUNNI

8

„Iniesta er frábært dæmi um það hvernig knattspyrnumaður á að vera. Hann er einstakur maður og ég vona að hann breytist ekki. Hann er líka mjög agaður og getur spilað fleiri en eina stöðu.“ Vincent Del Bosque

GRUNAÐ VÆNGJATAK Eysteinn Þorvaldsson

Granna­ slagur í Barcelona B

arcelona sækir granna sína í Espanyol heim um helgina í spænsku úrvalsdeildinni. Leikir þessara liða hafa oft verið átakamiklir og spennandi jafnvel þótt getumunurinn á liðunum sé gífurlegur. Espanyol hefur þó bætt sig mikið á þessari leiktíð og er í hópi efstu liða. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 40 stig og hefur aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli. Espanyol er í fjórða sæti með 28 stig. Liðin gerðu markalaust jafntefli á sama velli í apríl á þessu ári.

ÍSLENSKIR SÖNGDANSAR Í ÞÚSUND ÁR Sigríður Þ. Valgeirsdóttir

KONAN SEM FÉKK SPJÓT Í HÖFUÐIÐ Kristín Loftsdóttir

SKÁLDUÐ SKINN Sveinn Eggertsson OFBELDI MARGBREYTILEG BIRTINGARMYND Erla Kolbrún Svavarsdóttir

RÚNIR Ritstj. Guðni Elísson

H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003


88

tíska

Helgin 17.-19. desember 2010

Úr íslensku jökulvatni

Gyðja Collection er íslensk hönnunarlína stofnuð af Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur árið 2007. Nú er komin á markaðinn glæsilegt ilmvatn frá Gyðju undir nafninu Eyjafjallajökull. Ilmurinn er unninn úr íslensku jökulvatni úr jöklinum sjálfum og til skrauts er lítill hraunmoli úr gosinu sem hangir á litlu ilmvatnsglasinu. Sala á ilmvatninu hófst um síðustu helgi og hefur hún gengið gríðarlega vel. Forsvarsmenn Gyðju ákveðið að stofna hvatningarsjóð, sérstaklega ætlaðan konum í björgunarsveitum. Mun hluti af ágóða af allri sölu á ilmvatninu renna í þann sjóð.

Andlit Viva Glam Nú er árssamningur söngkonunnar Lady GaGa við snyrtivörufyrirtækið MAC að renna út. Hún hefur verið andlit fyrirtækisins og hefur þetta verið ein farsælasta herferðin í sögu þess. Nú hefur Mac boðið söngkonunni að framlengja samning sinn og föstudaginn 9. desember var tilkynnt að hún yrði andlit línunnar Viva Glam auk þess að vera talsmaður fyrirtækisins. Heimsþekkti ljósmyndarinn Nick Knight hefur verið fenginn í það að mynda glæsilegu söngkonuna.

Þröngsýni og dómharka Íslendinga

5

Hvort sem það er meðvitað eða ekki þá eigum við það til að dæma aðra. Klæðnað, hegðun eða útlit. Á góðan eða vondan hátt.

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Ómeðvitað snúum við okkur við ef við komum auga á eftirtektaverðan einstakling og ranghvolfum í okkur augunum. „Sástu pilsið? Ógeðslegt!“ Það sem er svo merkilegt er að gagnrýnin lýsir mestmegnis þeim sem lætur orðin falla. Sá einstaklingur hefur engan rétt til að segja til um hvað er flott og hvað er ekki flott. Þröngsýni. Eflaust er hinn aðilinn mjög ánægður með val dagsins. Heimagert pils! Einstaklingar eru oft flokkaðir eftir lífsháttum og klæðnaði. Arty, skinka, hnakki, „Plane Jane“ og svo framvegis. En við erum jafn ólík og við erum mörg og það er heldur takmarkað að flokka einstaklinga í þessa hópa. Þetta eru aðeins einhverjar staðalímyndir. Hvernig fólk hegðar sér eða klæðir sig. Við verðum að venja okkur af því að tala um fólk á niðrandi hátt og hugsa okkur um áður en við byrjum. „Hvað græði ég á því að tala um ljótu skóna sem stelpan þarna hinum megin er í?“

Frozen Diamonds heitir nýjasta línan frá Make Up Store. Hún er jólaleg, flott og hefur vakið gríðarlegan áhuga. Eins og nafnið gefur til kynna eru litirnir frekar kaldir og er mikið er lagt upp úr bláum, grænum og fjólubláum lit. Make Up Store er til húsa í Kringlunni og Smáralind og hægt er að nálgast jólalínuna þar.

Þriðjudagur Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: H&M Sokkabuxur: Copra Skór: friis company

Ég var stödd á skemmtistað um síðustu helgi þegar vinkona mín, sem nýflutt er til landsins, gekk inn. Hún vakti mikla athygli í níðþrönga hlébarðasamfestingnum sem ýtti undir flottan líkamsvöxt hennar. Hún var öðruvísi. Karlmenn horfðu á eftir henni og hún vakti mikla athygli. En það sem meira var, kvenkynið horfði enn meira. Þessum grimmu, gagnrýnandi augum. Augnaráði sem skannaði hvert smáatriði. En hörð var hún á því að ætla ekki að breyta klæðaburði sínum vegna þröngsýni og dómhörku Íslendinga.

tíska

Jólalína frá Make Up Store

dagar dress

Mánudagur Peysa: Nostalgia Buxur: MNG jeans. Portúgal Skór: GS skór

Gaman að vera öðruvísi Áslaug Sóllilja Gísladóttir er 20 ára mær frá Sauðárkróki sem hlustar mikið á tónlist og æfir Kettelbells þar sem hún fær alla sína þjálfun með mikilli útrás. Hún elskar að tjá sig á listrænan hátt hvort sem það er gegnum leiklist, dans eða teikningar. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög fjölbreyttur og mér finnst gaman að vera öðruvísi. Ég legg einnig mikið upp úr því að vera í þægilegum fötum sem mér líður vel í,“ segir Áslaug. „Ég fæ innblástur í tísku aðallega frá fólkinu í kringum mig, bæði vinkonum og öðrum. Er meira í því að fá fatahugmyndir frá umhverfinu frekar en netinu eða tískublöðum. Fötin mín kaupi ég mest í Gyllta kettinum, Top Shop, Spúútnik og svo búðum erlendis. Þar fæ ég föt sem fáir eða enginn á.“

Fimmtudagur Kjóll: Gyllty kötturinn Sokkabuxur: Copra Sokkar: Copra Skór: GS skór Bolur: Top Shop

Miðvikudagur Skór: Top Shop Buxur: Aftur Jakki: Fatamarkaður Bolur: Spúútnik

Föstudagur: Skór: Top Shop Bolakjóllinn: Forynja Leggings: Nakti apinn


90 Tilvalin jólagjöf no1 - st. 41-46 kr. 3350

no2 - st. 37-42 kr. 4195

no3 - st. 37-42 kr. 4560

tíska

Helgin 17.-19. desember 2010

Þrír sérhannaðir kjólar

Óhefðbundin herferð

Einn brúðarkjóll er aldrei nóg fyrir ríka og fræga fólkið. Hin 29 ára Nicole Richie giftist söngvaranum Joel Madden um síðustu helgi og hafði hún þrjá kjóla til skiptanna. Mikið var lagt upp úr kjólunum og fékk hún heimsþekkta hönnuði til að sérsauma þá á sig. Hún vildi hafa allt fullkomið. Þetta var mikill dagur

Nýjasta herferð tískuvörufyrirtækisins Givenchy hefur nýlega verið sett af stað og vakið gríðarlega athygli. Þar er fyrirsætan Stephen Thompson í fararbroddi ásamt Daphne Groeneveld. Það sem hefur vakið mesta athygli varðandi herferðina er að andlit fyrirtækisins, Stephen, er albínói. Fyrirsæturnar sitja mjög þétt saman og hefur hár Daphne verið aflitað hvítt til þess að passa við hans háralit. Auglýsingar Givenchy brjóta í bága við hefðbundnar herferðir og leyfir skapandi hugsunarhætti að stjórna ferðinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur upp á því að nota óvenjulegar fyrirsætur því í fyrra var kynskiptingurinn Lea T andlit fyrirtækisins. -kp

 K auptu stílinn amber rose fer eigin leiðir no4 - st. 37-42 kr. 4195

Alltaf vel til fara

A

no5 - st. 41-46 kr. 4195

no6 - st. 37-42 kr. 4560

Opnunartími

virka daga 12-18 laugardag 12-16 www.xena.is

Grensásvegi 8 S: 517-2040

og eftirminnilegt kvöld. Stór tjöld voru sett upp, lifandi fíll var á svæðinu og veglegar veitingar í boði. Gestalistinn var ekki af verri endanum; stór, langur og helstu stjörnurnar mættu í sínu fínasta pússi. Það vakti þó mikla athygli að fyrrum vinkona Nicole, Paris Hilton, var ekki á svæðinu. -kp

shanti Shequoiya Douglas hefur verið ein þekktasta söngkona Bandaríkjanna síðustu ár. Hún hóf feril sinn ung að aldri, hefur selt mörg hundruð þúsund platna og unnið með helstu tónlistarmönnum samtímans. Það er þó ekki eingöngu rödd hennar sem kemur henni svo langt á framabraut. Hún er bæði falleg og hefur góðan smekk þegar kemur að fatavali. Hún er alltaf vel til fara og fylgist með nýjustu tískunni.

Kultur 36.990 kr.

Cosmo 14.990 kr.

Vero Moda 3.990 kr.

Fókus 11.990 kr.


tíska 91

Helgin 17.-19. desember 2010 

mir anda Kerr Með eigin snyrtivörulínu

Ein af tíu flottustu fyrirsætum heims

ÚTSALA

M

Material Girls á heimsvísu Fatalína Madonnu, Material Girls, sem hóf göngu sína árið 2009, hefur farið fram úr öllum væntingum. Hún hefur selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og er nú stefnan að gera línuna alþjóðlega. Í ársbyrjun 2011 mun Material Girls fást víðsvegar um Evrópu og í um níutíu búðum í Kanada. Gossip Girl-leikkonan unga, Taylor Momsen, er andlit fyrirtækisins og hafa þær stöllur unnið mikið saman frá upphafi.

ALLT AÐ

40 %

JÓLAGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR Opnunartími: mánud. - föstud. kl.11.00 - 1800. - laugard. 11.00 - 16.00 sunnud. 12.00 - 16.00

Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is

www.emami.is

iranda Kerr er á toppnum yfir tíu flottustu fyrirsætur samtímans. Hún hefur unnið með frægustu tískuframleiðendum heims, setið fyrir á forsíðum tískutímarita en þekktust er hún þó fyrir störf sín sem ein af englum Victoria Secret. Þrátt fyrir að hafa lagt allan heiminn að fótum sér er hún þó með báða fætur á jörðinni og segist bara vera venjuleg stelpa sem hafi náð að koma sér á framfæri. Hún hóf fyrirsætuferil sinn ung að aldri en gaf sér þó tíma til náms. Hún hefur háskólagráðu í heilsu- og snyrtifræði frá háskóla í Ástralíu. Hún ólst upp í litlum bæ í Ástralíu með fjölskyldu sinni og segist skilja mikilvægi þess að lifa í jafnvægi við náttúruna og hefur alltaf verið meðvituð um kosti þess að lifa heilbrigðu lífi. Miranda býr nú í New York og sinnir fyrirsætustörfum sínum samhliða því að reka sína eigin snyrtivörulínu. Fyrir þremur árum byrjaði hún að þróa húðsnyrtivörur úr líffrænum efnum í hæsta gæðaflokki. Með reynslu sína að baki kom hún, ásamt fleiri sérfræðingum, á fót lífræna snyrtivörufyrirtækinu Kora. Síðan þá hefur hún stjórnað línunni af mikilli nákvæmni. Vörunum, sem eru fyrir alla aldurshópa, er aðallega ætlað að næra, bæta og endurheimta rakann í húðinni. -kp

EMAMI HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI Við kynnum dásamlega jólalínu. Í tilefni af því fylgir frír bolur eða leggings með öllum kjólum til jóla. Íslensk hönnun á góðu verði. Verslunin er staðsett á fyrstu hæð, nálægt Hagkaup. Verslanir EMAMI

Kringlunni s: 5717070

Laugavegi 66 s: 5111880


92

tíska

Helgin 17.-19. desember 2010

Karlmannsföt fyrir konur

Nú er tími til kominn fyrir þær stelpur sem hafa ekki rennt í gegnum fataskápinn hjá kærastanum, bróður eða föður og hnuplað einhverjum flíkum. Árið 2009 einkenndist mjög af stórum jökkum og víðum buxum sem eins hefðu getað komið úr fataskáp karlmanns. Nú heldur sú þróun áfram og næsti áfangi er jakkaföt, bindi eða slaufur. Konur hafa undanfarið þurft mikla dirfsku til að klæðast þessum fatnaði en nú hafa frumkvöðlar tískunnar rutt þessa braut og þykir þetta hinn mesti tískufatnaður.

AnnaLynne McCord leikur eitt af aðalhlutverkum bandarísku sjónvarpsþáttanna 90210. Hún hefur góðan stíl og klæðir sig eftir því hvað hentar henni best.

Charice Pempengco er ung stúlka frá Filippseyjum sem sló rækilega í gegn með söng sínum á Youtube. Hún var uppgötvuð af sjónvarpsþáttastjórnandanum Oprah Winfrey og síðan þá hafa allar götur verið greiðar. Charice hefur gott auga fyrir tísku og veit hvað hentar hennar stíl best.

eMAMI Stækk ar við sig

1

2

4

5

3

6

1 Hafðu pilsið í mitti og taktu framlenginguna upp að framan. Lara Bringle er eftirsótt fyrirsæta frá Ástralíu og hefur setið fyrir hjá þekktustu tískuframleiðendum heims. Hún kemur alltaf viðstöddum á óvart þegar kemur að klæðavali og nær alltaf að fanga athygli þeirra.

Leighton Meester úr Gossip girl er þekkt fyrir sinn glæsilega stíl. Hún er alltaf flott, hvort sem hún er að leika einhvern karakter eða í raunveruleikanum. Hún er óhrædd við að ryðja brautina og er mikill tískufrumkvöðull.

2 Dragðu saman efnið eins vel og hægt er og búðu þig undir að fletta efninu yfir strenginn. 3 Flettu tíu cm af efninu yfir strenginn og taktu endana saman. 4 Nú er kominn vísir að blómi. 5 Þá er að binda böndin tvö þétt saman. Nauðsynlegt er að gera tvöfaldan hnút svo að blómið haldist. 6 Nú geturðu staðsett blómið á öxlinni, krossað böndin í bakið og tekið þau svo saman að framan – og þú ert komin með glæsilegan jólakjól. Ljósmyndir/Tóbías Sveinbjörnson

kynning Sérfræðingur frá Asics á staðnum

17. desember kl. 16:00-21:00 í Smáralind 18. desember kl. 15:00-21:00 í Kringlunni

ÍSLENSKA / SIA.IS / UTI 52702 12/10

20%

jólaafsláttur

HOLTAGÖRÐUM

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

SÍMI 545 1500

Að binda blóm á kjól N

ýlega var tískufataverslunin EMAMI opnuð á neðstu hæð Kringlunnar. Verslunin er undirlögð af fatnaði, skartgripum og fylgihlutum eftir íslenska hönnuði og það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi fyrir neytendur að íslensk hönnun og handverk hafi náð aukinni fótfestu í stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur. EMAMI er þriggja ára hönnunarfyrirtæki, stofnað af þeim systrum Steinunni og Unni Garðarsdætrum ásamt Brynjari Ingólfssyni. Fyrsta EMAMI-verslunin hér á landi var opnuð fyrir rúmu ári á Laugaveginum og nú hafa þau bætt við verslun í Kringlunni. Jafnframt er fatnaður EMAMI seldur í 130 verslunum víðsvegar um heiminn. Vöruúrval verslunarinnar hefur aukist til muna og ný hönnun litið dagsins ljós. Að sjálfsögðu verður hinn umbreytanlegi Limitless-kjóll frá þeim til sölu í versluninni en nú í nýjum búningi, 100% silki og hin besta gæðavara. Það er ekki erfitt að breyta sniði kjólsins en sakar heldur ekki að fá smá leiðbeiningar. Lærðu að gera fallega blómið og notaðu Limitless-kjóllinn um jólin. -kp


Helgin 17.-19. desember 2010 Skyrta 5.900,Golla 3.950,Buxur 7.900,-

4.950,-

kim K ardashian Flottasti r assinn 2010

4.950,-

4.950,-

1

Ljósmyndari Heiða.is

4.950,-

5.900,-

Kringlan 8-12 103 Reykjavík s: 588-1705

Hafnarstræti 106 600 Akureyri s: 463-3100 Sendum í póstkröfu

HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN

Kúlurass Kim rústaði rassakeppnina 2010

PIPAR\TBWA - SÍA - 102921

HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS Í fátækustu ríkjum Afríku vinnum við að því að útvega hreint vatn og bæta þar með heilsu og almenna afkomu. Við eflum fólk til sjálfshjálpar og styrkjum konur sérstaklega. Hér heima veitum við fjölskyldum í fjárhagsvanda aðstoð með ráðgjöf, mat, fatnaði, lyfjagreiðslum og stuðningi við börn. Það eru því margir sem treysta á þitt framlag, bæði hér heima og erlendis. Þú getur valið: ■ valgreiðslu í heimabanka ■ gjafabréf á gjofsemgefur.is ■ frjálst framlag á framlag.is ■ 907 2002 fyrir aðstoð innanlands ■ 907 2003 fyrir aðstoð erlendis ■ söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499

G

lamúrgellan Kim Kardashian rústaði rassakeppni ársins 2010. Tilkynnt var um sigurvegara í viðamikilli og hávísindalegri netkönnun á miðvikudaginn. Hinar guðdómlegu gleðikúlur Kim þóttu skara fram úr í könnuninni. Og andstæðingarnir voru engir áhugamenn því í öðru sæti lenti Þyrnirós þrýstinna rassa, Jennifer Lopez, sem hefur malað flestar rassakeppnir undanfarin ár. Hin bústna Beyonce kom í þriðja sæti og þokkadísin Jessica Biel í því fjórða. Lady GaGa, sem enginn vissi að hefði rass, skaut sér óvænt í fimmta sætið og kólumbíska kynbomban Shakira varð með sínar kjarnorkurasskinnar í sjötta sæti. Sjöundi, en þó alls ekki sístur, var rassinn á Rihönnu.

7


dægurmál 95

17.-19. desember 2010

Dansað við Shakespeare Í

2

slenska hreyfiþróunarsamsteypan vinnur nú að nýju dansverki sem ber heitið Kandíland og þar er sótt í konungaverk Williams Shakespeare. Verkið rannsakar valdaþörf manneskjunnar með líkamann að vopni og mikið fer fyrir líkamlegri togstreitu; reiptog, hártoganir og örþrifaráð þegar valdið skiptir um hendur og fætur. Í Kandílandi er gósentíð og glys og glamúr eru allsráðandi. Þar sveltur enginn og allir eru hamingjusamir. Í Kandílandi vilja líka allir vera konungar og ráða þótt einungis sé pláss fyrir einn. Ekkert er heilagt og menn svífast einskis til að ná völdum í höllinni, þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur í senn. Dansarar í verkinu eru Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður, Ragnheiður Bjarnarson og Vigdís Eva Guðmundsdóttir. Þá fer Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari með hlutverk og Víkingur Kristjánsson leikstýrir.

Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan vinnur nú að nýju dansverki sem ber heitið Kandíland. Verkið verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 30. desember.

3

4

HHHH

HHHH

Brautryðjandaverk um íslenska sveppi. Nauðsynleg bók fyrir alla áhugamenn um sveppi og íslenska náttúru.

... framtak Jóns G. er frábært og ljóst að ekki er kastað til höndum við verkið. ... óneitanlega mikill fengur fyrir ferðalanga þegar óbyggðirnar kalla. – Kristján Hrafn Guðmundsson, DV

5

Kvikmyndin verður frumsýnd í febrúar 2011!

6

Heildarsafn íslenskra tröllasagna úr íslenskum þjóðsagnaarfi. Öll íslensk tröll á einum stað. Glæsilegt þjóðsagnasafn.

Hörkuspennandi saga handa börnum og unglingum.

SKRUDDA.IS


96

dægurmál

Helgin 17.-19. desember 2010

secret North Sækja fr am með eldinn að vopni

Horft í heilunarkraft eldsins Valgerður Einarsdóttir hönnuður og Linda Svanbergsdóttir viðskiptafræðingur hafa undan­farin tvö ár rekið fyrirtækið Secret North og sérhæfa sig í gerð etanól-eldstæða. Þær hafa hingað til aðallega sinnt sérverkefnum fyrir hótel og veitingastaði í Bandaríkjunum í samvinnu við Guðlaugu Jónsdóttur arkitekt en nú beina þær sjónum að heimilum og fyrir þessi jól settu þær á markað eldstæði skreytt listaverki eftir Elísabetu Ásberg.

E

tanólið varð fyrir valinu hjá okkur meðal annars vegna þess að við viljum vera umhverfisvænar og etanólarinn sótar ekki og gefur ekki frá sér reyk,“ segir Linda. „Með etanólinu opnast líka f leiri hönnunarmöguleikar en hefðbundin arineldstæði bjóða upp á og við erum frjálsari í efnisvali. Við þurfum heldur ekki að binda okkur við ákveðnar steintegundir og getum leyft okkur miklu meira í hönnun og formi.“ Linda segir umhverfisvænt brennslugel notað í eldstæðin. Það er selt í einnota dósum en ein slík brennur upp á rúmum tveimur klukkustundum. Þær stöllur kalla eldstæðin sín hraunstjaka og Valgerður

Og nú er alveg tíminn til að hafa hlýju í kringum sig inni við og njóta stundanna.

segir að þeir eigi við á öllum heimilum. „Þeir veita mikla hugarró og vellíðan ásamt því að búa yfir mikilli og jákvæðri orku,“ segir hönnuðurinn. Secret North býður upp á þrjár gerðir hraunstjaka fyrir þessi jól sem allir eru gerðir úr íslensku hrauni. „Hraunið er fallegur náttúrusteinn sem býr yfir mikilli orku og hefur hæfileika til að heila og veita kraft.“ Linda bendir á að hraunstjakarnir séu bæði meðfærilegir og þægilegir í notkun og að þá megi nota bæði innandyra og úti. „Þessi eldstæði gefa fólki möguleika á að hafa eldinn í kringum sig við fleiri aðstæður og tækifæri en áður hafa þekkst. Þeir eru hreyfanlegir og það er hægt að taka þá með sér út. Auðvitað verður samt að taka mið af íslenskum aðstæðum og það þýðir ekkert að fara með þá út í grenjandi rigningu og 20 vindstigum. En við góð skilyrði er æðislegt að hafa þá úti enda gefa þeir af sér góðan varma. Okkur finnst sjálfum frábært að geta fært eldstæðin með sér hvert sem er; inni í stofu, eldhús, jafnvel í sumarbústaðinn eða til vinanna. Góður eldur setur punkt-

Jól 2010 Mikið úrval af fallegum fatnaði ofl.

Linda og Valgerður fengu Elísabetu Ásberg til samstarfs við sig og hún hannaði listaverk á eina gerð eldstæðanna. Ljósmynd Hari.

inn yfir i-ið í hvers kyns mannfafnaði. Eldurinn hefur líka svo dáleiðandi og róandi áhrif og með logunum nær maður að flýja daglegt amstur. Og nú er alveg tíminn til að hafa hlýju í kringum sig inni við og njóta stundanna.“ Elísabet Ásberg hannar listaverk á eina gerð stjakanna þar sem lögð er áhersla á frjósemi og nýtt upphaf. Aðeins verða seld 500 eintök af þessum stjökum og hvert eintak er númerað og skráð á eiganda enda í raun um listaverk að ræða. Elísabet notar ösku úr Eyjafjallajökli í verkið sem á enn að auka á kraft eldstæðisins.

hrefna Sætran Sópar að sér viðurkenningum

Viðurkenning kallar á aðra matreiðslubók Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran, eigandi og yfirkokkur á Fiskmarkaðnum við Aðalstræti, gerir það gott um þessar mundir. Hún er nýbakaður gull- og silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramóti matreiðslumeistara og hefur nú bætt enn einni rósinni í hnappagatið með tilnefningu til Gourmand-verðlaunanna sem besti kvenkokkurinn fyrir bók sína Fiskmarkaðurinn.

M

atreiðslubók Hrefnu, Fiskmarkaðurinn, hefur fengið góðar móttökur og Salka, útgefandi hennar, undirbýr nú þriðju prentun hennar á fjórum mánuðum. Spurð hvort hætta sé á að sá heiður sem henni hafur hlotnast undanfarið stígi henni til höfuðs, segir Hrefna að hún óttist slíkt ekki. „Þetta virkar bara frekar hvetjandi og auðvitað er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir eitthvað sem maður gerir vel.“ Þótt bók Hrefnu beri nafn veitingastaðar hennar er fiskurinn ekki alls ráðandi í uppskriftunum. „Það er mikið af fiskréttum í henni en líka kjöt- og grænmetisréttir þannig að þarna á að vera eitthvað fyrir alla.“ Hrefna segir að velgengni bókarinnar kalli óhjákvæmilega á aðra bók en nú er unnið að enskri útgáfu hinnar tilnefndu bókar. „Við fáum mikið af túristum á Fiskmarkaðinn, rétt eins og allir veitingastaðir á Íslandi. Bókin er á matseðlinum hjá mér þannig að það er hægt að panta hana með matnum og gestir okkar hafa margir beðið um hana á ensku. Íslenskan er þannig tungumál að það er erfitt að klóra sig fram úr henni ef maður kann hana ekki þannig að við eigum eftir að rokselja bókina á ensku. Ég á alls konar matreiðslubækur

Hrefna einfaldaði uppskriftirnar í bókinni til þess að fólk ætti auðveldara með að elda réttina heima hjá sér. „Ég sleppti því flóknasta í hráefnunum en það er samt alveg sama bragð af réttunum og á Fiskmarkaðnum.“

á tungumálum sem ég skil ekki en samt get ég unnið mig í gegnum uppskriftirnar. Ég held þó að slíkt sé nánast útilokað með íslenskar bækur ef maður kann ekki málið.“ Sex íslenskar bækur voru tilnefndar til Gourmand-verðlaunanna og þar af voru fjórar frá Sölku. Bók Völundar Snæs Völundarsonar, Silver of the Sea, sigraði í íslenska flokknum en hún kemur út snemma á næsta ári.

Ég fékk líka gjöf Merkisspjöldin frá Sóley og félögum hægt að nálgast í IÐU í Lækjargötu 2 og 10-11

www.soleyogfelagar.is


dægurmál 97

Helgin 17.-19. desember 2010

tónleik ar Stóns á Sódómu

Keith hylltur Í

slenska Rolling Stones-sveitin Stóns blæs til tónleika á Sódómu Reykjavík laugardaginn 18. desember í tilefni af því að þann dag eru 67 ár liðin frá því rokkgoðsögnin Keith Richards fæddist. Stóns er skipuð landsliðsmönnum úr íslenska rokkheiminum, köppum

2010 Price sem löguleg ljóska eftir átta tíma á hárgreiðslustofu.

Frá bústinni brúnku til lögulegrar ljósku

úr hljómsveitunum Mínus, Lights on the Highway, Motion Boys og Esju, sem eiga það sameiginlegt að hafa spila bæði á sveittum búllum og tónleikasölum um allan heim. Stóns ætla, ásamt góðum gestum, að leika lög sem spanna feril fyrirmynda sinna í Rolling Stones, sem þeir telja „elstu, merkustu og bestu

Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega 98 milljónir í endurgreiðslu í desember. Hvernig greiðslu færð þú? Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is

Breska brjóstabomban Katie Price kann þá list, betur en flestir aðrir, að vekja á sér athygli. Þetta elgtanaða, sílíkonfyllta fljóð, sem kallaði sig lengst af Jordan, hefur nú skipt um háralit. Price, sem hefur verið brúnhærð undanfarin tvö ár, sló ljósmyndara og aðra áhugamenn um frægðarfólk fullkomlega út af laginu síðastliðinn laugardag þegar hún mætti á hnefaleikakeppni 2008 Price sem í Las Vegas, þar bústin brúnka, sem landi hennar hárið eins og Amir Kahn belgískt súkkubarðist, með ljóst, laði á litinn. barmasítt hár. Var það mál manna að Price hefði farið úr því að vera bústin brúnka í lögulega ljósku. Ástæðan fyrir breytingunni ku vera sú að „ljóskur skemmta sér betur“ að því er Daily Mail heldur fram. Þessu útliti, sem sjá má á einni af meðfylgjandi myndum, var þó ekki náð án blóðs, svita og tára – og átta tíma dvalar á hárgreiðslustofu.

2007 Price litfríð og ljóshærð og skemmti sér vel.

rokkhljómsveit allra tíma“. Í tilkynningu frá sveitinni er rifjað upp að Keith var á sínum tíma ítrekað valinn í erlendum tónlistarmiðlum líklegasta rokkstjarnan til þess að deyja. Hann stóð þá spádóma alla af sér og fagnar því á laugardag að komast á eftirlaunaaldurinn.

Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins.


98

dægurmál

matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir

Helgin 17.-19. desember 2010

Á alltaf brauðdeig í krukku

Í

síðasta Fréttatíma urðu þau mistök að nafn höfundar greina í glæsilegum sérkafla um jólabaksturinn féll niður. Eins og sjá mátti á efnistökum var þar enginn nýgræðingur á ferðinni enda konan á bak við orðin, Nanna Rögnvaldardóttir, einn þekktasti matgæðingur landsins um árabil. Er það hér með fært til bókar.

Nanna er höfundur fjölmargra rita um mat og matargerðarlist. Þar á meðal er hin veglega Matarást, sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut viðurkenningu Hagþenkis og viðurkenningu bókasafnsfræðinga sem besta uppflettiritið. Nýjasta bókin hennar heitir Smáréttir Nönnu og inniheldur uppskrift-

ir að einföldum smáréttum sem krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Nanna segist alltaf hafa haft áhuga á matargerð en hafi þótt skelfilega vondur kokkur fram undir þrítugt. Spurð um hver sé hennar eftirlætismatur segist hún ekki geta gert upp á milli rétta. „Ég á eiginlega engan uppáhaldsmat – eða líklega á ég frekar alltof

marga uppáhaldsrétti – en það sem mig langar mest í einmitt núna er steikt andarbringa með granateplasíróps-hunangssósu.“ Í ísskápnum segist Nanna alltaf eiga smjör, parmesanost, egg og sex mismunandi tegundir af hnetum. „Og venjulega brauðdeig í krukku.“

HOLTAGÖRÐUM

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

P

abbi var auðvitað lögfræðingur fyrst og fremst auk þess sem hann lét til sín taka í bæjarmálapólitíkinni í Hafnarfirði, en skáldskapurinn var þó aldrei langt undan,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem hefur, ásamt systrum sínum Lovísu og Ingibjörgu, gefið út á bók heildarsafn ljóða föður síns, Árna Grétars Finnssonar. Fyrsta ljóðabók Árna, Leikur að orðum, kom út 1982 og var gefin út af Jóni Kristni Gunnarssyni, forstöðumanni Sædýrasafnsins í Hafnarfirði. Alls urðu bækurnar fjórar áður en Árni lést í fyrra og hafa þær verið ófáanlegar í töluverðan tíma. Til að heiðra minningu föður síns réðust systkinin því í að gefa út heildarsafn á verkum hans. Safnið dregur nafn sitt af þekktasta ljóði Árna, Lífsþor, sem er úr fyrstu bók hans. Ljóðið hefur einmitt hljómað víða undanfarin misseri; verið lesið upp á Alþingi, í kirkjum og öðrum samkomum um landið, enda á boðskapur þess vel við á okkar tímum. Fyrsta erindið af fjórum hljómar svona: Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun.

ÍSLENSKA / SIA.IS / UTI 52236 11/10

990kr.

lífsþor safn ljóða Árna Grétars Finnssonar

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga

Húfur og vettlingar í jólapakkann

Verð frá

... líklega á ég frekar alltof marga uppáhaldsrétti

Finnur segir að faðir hans hafi gjarna að loknum löngum vinnudegi setið fram eftir við skriftir. „Hann skrifaði líka mikið á ferðalögum, hvort sem innblásturinn kom yfir hann í veiðiferðum um landið með fjölskyldunni eða á ferðum hans um heiminn.“ Ljóðin lagði hann svo fyrir fjölskylduna til yfirlestrar. Myndskreytingar léku stórt hlutverk í bókum Árna og í þessu nýja heildarsafni eru upprunalegu myndskreytingarnar úr öllum bókunum fjórum.

WWW.UTILIF.IS

Plötuhorn Dr. Gunna

Pólýfónía

The Thief’s Manual

Skot







Apparat Organ Quartet

Cliff Clavin

Benni Hemm Hemm

Átta ár eru liðin síðan fyrsta plata Apparats kom út. Það gæti þó hafa gerst í gær því flest er við það sama í hljóðheimi orgelkvartettsins. Þessi staðreynd kemur kannski illa við þá sem bjuggust við byltingarkenndri framþróun, en ég er sáttur við að fá þétta og góða plötu, alltaf skemmtilega og djöfullega svala á köflum. Bandið slengir nýmóðins bótum á evrópskar stuðblöðrur, hamrar þétt þýskararokk, dillibossast á Kraftwerkstæðinu, vitnar í tónlist ítalskra hryllingsmynda og svo framvegis. Allt er Apparats-stimplað í bak og fyrir og Herra minn trúr: Það er sko gæðastimpill!

Þessir rokkstrákar úr Garðabæ nefna bandið eftir póstmanninum í Staupasteini. Þetta er fyrsta platan þeirra, níu laga rokkhlunkur. Bandið er X-megin í tilverunni og spilar í sömu deild og Dikta og Noise, syngur á ensku og byggir lögin sín í kringum hrjúf gítar-riff – of mikið altrokk til að vera metall, of mikill metall til að vera altrokk. Það er allt pottþétt í framkvæmdinni, sándið flott og bandið velspilandi. Lögin eru bara misgóð, stundum hittir bandið naglann lóðbeint á höfuðið í svölu rokki (t.d. „As it seems“), en stundum er rokkað af full miklu andleysi. Fínasta byrjun samt.

Á fjórðu plötu sinni fær Benni spilaglöðu krakkana í Retro Stefson til að spila undir hjá sér í öllum tíu lögunum. Lögin eru léttleikandi og flest skemmtileg. Tónlist Benna á þessari plötu minnir stundum á skoska eðalbandið Belle & Sebastian, þetta er þægilegt indiepopp með sterkum vísunum í sixtís-popp. Textar Benna rista þó ekki jafn djúpt og hjá Skotunum, heldur eru þeir hálfgert orðakítti til að fylla upp í glufur í lögunum. Varðeldasöngvalegt kæruleysi einkennir þessa plötu, hún er afslöppuð og kát, og mörg skot fara beint í mark hjá Benna.


dægurmál 99

Helgin 17.-19. desember 2010

gæðaplötur Péturs Grétarssonar

Spennandi breytur

E

itt mesta furðuverk í tón­ list er hæfileiki tónlistar­ manna til að hleypa í ge g nu m s i g ólíklegustu  straumum tón­ Love Songs listarsögunnar Brad Mehldau og Anne án þess að of­ Sofie von Otter hlaða eigin per­ Útgáfa: NAIVE formans, nú eða valda í honum spennufalli. Það er álitamál hvort er verra. Það sýnist sitt hverjum þegar tónlistarmenn leita út fyrir ramm­

ana sem þeir hafa annaðhvort sett sér sjálfir eða látið smíða utan um sig á markaðsverkstæðum stór­ fyrirtækjanna. Ástarsöngvarnir á þessum tveimur diskum þeirra Brads Mehldau og Anne Sofie von Otter eru annars vegar svíta nýrra laga eftir Mehldau við ljóð eftir Söru Teasdale (með tveimur undan­ tekningum) sem samin voru að tilstuðlan Carnegie Hall í New York og Wigmore Hall í London. Hins vegar er um að ræða safn uppáhaldslaga þeirra tveggja.

Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 17. desember Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schoonjans hörpuleikari Skúlatún 2, 6. hæð kl. 12.15 Árlegir jólahádegistónleikar Önnu og Sophie. Á tónleikunum flytja þær uppáhaldsjólalögin sín í fjölbreyttri dagskrá. Aðgangur 1.000 kr. Jólahazar Kimi Records Bakkus kl. 21 Íslenska útgáfufélagið Kimi Records ætlar að halda jóla- og útgáfufögnuð föstudaginn 17. desember með stórtónleikum á tónleikastaðnum Bakkus við Tryggvagötu. Þær hljómsveitir sem koma fram á tónleikunum hafa allar gefið út efni árinu hjá útgáfunni en fram koma: The Heavy Experience, kimono, Miri (dj sett), Orphic Oxtra, Prinspóló, Retro Stefson, Reykjavík!, Stafrænn Hákon og Sudden Weather Change. Hús opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 21:30 Aðgangur ókeypis Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju Langholtskirkja kl. 23 Þrítugustu og þriðju jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir helgina 17-19 desember. Þar syngur kórinn ásamt Gradualekór Langholtskirkju en stórnandi er Jón Stefánsson. Gestakór verður Táknmálskórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Einsöngvari með táknmálskórnum er Kolbrún Völkudóttir. Einsöngvarar eru Andri Björn Róbertsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Einnig syngja kórfélagar úr Gradualekór Langholtskirkju einsöng. Aðgangur 3.500 kr. Í hléi er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur. Laugardagur 18. desember Orphic Oxtra Faktory kl. 22 Orphic Oxtra fagnar fyrstu plötu sveitarinnar með útgáfutónleikum. Hljómsveitirnar Hyrrokkinn og Sudden Weather Change spila á undan aðalnúmeri kvöldsins. Aðgangur 1.000 kr. Langholtskirkja kl. 20 og 23 (sjá lýsingu að ofan) Sunnudagur 19. desember Jólatónleikar fjölskyldunnar Salurinn, Kópavogi kl. 16 Skólakór Kársness flytur jólalög ásamt gestum. Aðgangur 2.900 kr. Kammersveit Reykjavíkur Áskirkja kl. 17 Á jólatónleikum sínum kynnir Kammersveitin Bach-soninn Carl Philipp Emanuel. Einleikarar eru Margrét Árnadóttir í Sellókonsert í A-dúr og Melkorka Ólafsdóttir í Flautukonsert í G-dúr. Konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir og Javier Núnes leiðir Kammersveitina frá sembalnum. Aðgangur 2.500 kr. Jólatónleikar á Norðurpólnum Norðurpóllinn – Miðstöð menninga og lista kl. 20 Tónleikar til styrktar fjölskylduhjálpar Íslands. Meðal listamanna sem koma fram eru Björn Thoroddsen og Guitar Islandico, Ragnheiður Gröndal, Þrjár raddir og Beatur og Ari Eldjárn. Aðgangur 2.500 kr. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju Langholtskirkja kl. 20 (sjá lýsingu að ofan) Mánudagur 20. desember Kyrrð og friður í Lágafellskirkju Lágafellskirkja, Mosfellsbæ kl 20. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og Inga Backman söngkona flytja jólalög frá ýmsum löndum og tímum. Kaffi að tónleikum loknum ásamt jólapakka kostar kr 1.000

Það er skemmst frá því að segja að þessi samvinna geng­ ur fullkomlega upp. Það er ekki sjálfsagt að stefnumót tveggja frábærra listamanna geti af sér svona heillavænlegt afkvæmi. En þetta eru greinilega engin skyndikynni og svona getur eng­ inn spilað og sungið án þess að búa yfir ríkulegri virðingu fyrir viðfangsefninu. Mehldau tekst í lagaflokki sín­ um að búa til einhverja tímalausa blöndu sem von Otter hvílir ákaf­ lega vel í.

Röddin er frábær og raddbeit­ ingin fjölbreytt hvort sem tekið er á því eða farið á trúnó í návígi við hljóðnemann. Píanistinn og tón­ smiðurinn Mehldau kemur ekki síður sterkur frá þessu. Hvergi finnur maður fyrir því að hann halli sér að klisjum hvort sem er í eigin tónsmíðum eða útsetning­ um á fjölbreyttu lagasafni seinni disksins þar sem höfundar eru meðal annarra Leonard Bern­ stein, Jaques Brel, Michel Le­ grand og Bítlarnir. Pétur Grétarsson

Svona getur enginn spilað og sungið án þess að búa yfir ríkulegri virðingu fyrir viðfangsefninu.


100

dægurmál 

Helgin 17.-19. desember 2010

einher jarnir: Ber a út hróður víkinganna

Tímalaus lög sem fólk þekkir

Jú, það gengur bara rosalega vel. Þetta er spretthlaup um allan bæ,“ segir söngvarinn Páll Rósinkranz um nýja diskinn sinn, Ó hvílík elska, sem hann gefur út ásamt konu sinni Rut. Á disknum syngur Páll gömul erlend lög með íslenskum textum í bland við þekkt íslensk lög og óhætt er að segja að blanda hans hafi svínvirkað. Platan er í efsta sæti í Hagkaupi og Páll kvartar ekki. „Maður veit aldrei hvað virkar en þetta eru tímalaus lög sem fólk þekkir. Þau eru öll frá því í gamla daga, lög sem hver kynslóð þarf að kynnast. Það er frábært að þessi lög skuli ná í gegn núna,“ segir Páll. Eins og áður sagði gefur Páll diskinn út ásamt konu sinni og þreytir frumraun sína sem plötuútgefandi. „Það er bara frumskógarlögmálið sem gildir. Við erum auðvitað að leggja lífið í þetta og það er mikill lærdómur að fylgjast með þessu svona,“ segir Páll og viðurkennir að konan hans sé harðari en hann að passa upp á að diskurinn fái almennilega uppstillingu í búðum. „Hún er betri en ég í því,“ segir hann og hlær. -óhþ

Gunnar er til alls líklegur í fullum herklæðum og segir mikilvægt að Íslendingar sendi út skýr skilaboð um að land þeirra sé miðja víkingaheimsins.

Berjast af fullri hörku

bletti. „Það er tekist á í alvöru en við erum vanir menn og gætum þess að öryggið sé í lagi.“ Gunnar segir að í raun sé það hneisa að víkingum sé gert hærra undir höfði í öllum nágrannalöndum Íslands þegar víkingar allra landa horfi til Íslands sem fyrirmyndar. „Pólverjar hafa haldið víkingahátíð frá árinu 1891 og áhuginn á Englandi er slíkur að þar eru fleiri hundruð manns í víkingafélögum. Þetta er svipað á öllum hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi. „Það eru víkingafélög í Frakklandi, Rússlandi og allt niður til Ítalíu og svo auðvitað í Bandaríkjunum og Kanada. Einherjarnir eru að ná 5000 aðdáendum á Facebook-síðu sinni og þeir eru fæstir Íslendingar,“ segir Gunnar og hvetur landa sína til þess að sýna í verki úr hverju þeir séu gerðir og vega upp á móti útlendingunum á Facebook. „Facebook-síðan okkar er að verða vinsælasta víkingasíðan í heimi en Íslendingar eru þar í minnihluta. Okkur vantar fleiri Íslendinga til þess að fólk í öðrum löndum trúi því að það erum við sem eigum þessa sögu og varðveitum hana.“

Á meðan Íslendingar keppast við að sverja af sér útrásarvíkingana sína berst hópur manna við að halda á lofti minningu hetjanna sem riðu um héruð og herjuðu á nágrannalönd okkar með slíku offorsi að það er enn í minnum haft. Gunnar Ólafsson fer fyrir hópi manna sem hafa vígbúist að hætti fornfeðra vorra og sveifla þungum sverðum og öxum í stað fartölva og Excel-skjala. Og þessir kappar eru ekkert að grínast þannig að þegar þeir berjast þá þykir ekkert óeðlilegt við það að einhverjir fari af velli blóðgaðir og með marbletti.

G

unnar er stoltur víkingur ef til vill vegna þess að hann fluttist af landi brott aðeins tveggja ára gamall og byrjaði ungur að verja heiður forfeðra sinna í Bandaríkjunum. „Þetta hefur blundað í mér frá því að ég var krakki. Ég er 49 ára gamall í dag en ég flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna þegar ég var tveggja ára og þar gerði ég mikið úr arfleið minni. Þegar ég var í skóla í Bandaríkjunum og átti að læra að Kólumbus hefði fundið Ameríku þá stóð ég upp og mótmælti og

sagði að víkingarnir hefðu gert það. Og ég fékk mikla athygli fyrir þetta og í Bandaríkjunum var mikið látið með að ég væri víkingur,“ segir Gunnar. „Þegar ég kom heim sá ég svo að það var voðalega lítið að gerast í þessu hérna og að áhuginn á víkingunum var miklu minni en úti í hinum stóra heimi. Aðrar þjóðir eru miklu uppteknari af sögu víkinganna og horfa til Íslands sem Mekka víkingaheimsins en við gerum ekkert til þess að viðhalda sögu okkar.“

Árið 2008 stóð Gunnar því fyrir stofnun Víkingafélags Reykjavíkur, Einherjanna, og sá félagsskapur sem taldi í upphafi 23 meðlimi er nú með yfir 50 félaga og Reykjavíkurborg hefur lagt þeim til gamlan bragga í Nauthólsvík þar sem þeir sveifla vopnum sínum gráir fyrir járnum í bókstaflegri merkingu. Hann stefnir, ásamt félögum sínum, að því að halda mikla víkingahátíð í Reykjavík dagana 17. til 19. júní og vonast til þess að geta laðað fjöldann allan af víkingum frá öðrum

löndum til borgarinnar. Einherjarnir klæðast þungum brynjum og nota sérsmíðuð vopn sem eru gerð að fyrirmynd þeirra vopna sem víkingar börðust með í gamla daga og þegar þeir takast á er ekkert gefið eftir. Gunnar segir að bardagar þeirra séu engar sýningar og útilokar ekki að einhverjir þurfi að fara upp á slysó eftir bardagana næsta sumar. Fyllsta öryggis sé þó vissulega gætt en engum bregði við það að verða blóðgaður eða við að fá nokkra mar-

Félagar úr Víkingafélaginu tóku að sér að vera lífverðir Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar í gleðskap á dögunum. Hún varð eðlilega ekki fyrir neinu áreiti. “Við tókum ekkert fyrir þetta enda var gaman að vera í kringum þessa stelpu og við vorum alls gáðir og drukkum bara orkudrykki og kók, eins og alvöru víkingar.”

Dætur heiðra minningu föður síns

„Afar áhugaverð skáldsaga, frumleg og heilsteypt.“ E i n A r FA lu r i ng ól F s s on / Morgu n bl A ði ð

„Tvímælalaust ein besta skáldsaga ársins.“ F r i ðr i k A bE nón ý s d ó T T i r / F r é T TA bl A ði ð

„ég hafði mikla ánægju af því að lesa þessa bók.“ E gi l l H E l g A s on / k i l jA n

Spilabók AB, eftir Þórarin Guðmundsson, kom út árið 1989. Hún seldist fljótlega upp og hefur verið ófáanleg um langt árabil. Bókin var endurútgefin fyrir skömmu og vinsældir hennar hafa lítið dvínað á því 21 ári sem liðið er frá því hún kom fyrst út þar sem fyrsta prentun er á þrotum og önnur er væntanleg. „Þessar vinsældir Spilabókarinnar komu okkur klárlega á óvart,“ segir Helga Dröfn, dóttir Þórarins. „Þetta er gömul bók og við höfðum því ekki mikla tilfinningu fyrir eftirspurninni. Og þótt fólk hafi af og til haft samband í gegnum árin og spurt hvort við gætum útvegað bókina gerðum við okkur ekki grein fyrir því að eftirspurnin væri þetta mikil.“ Krabbamein dró Þórarin til dauða árið 1991 en afkomendur hans ákváðu að láta slag standa þegar Jónas Sigurgeirsson, hjá Bókafélaginu, falaðist eftir leyfi til að endurútgefa bókina. „Fyrir okkur eru þessar vinsældir bókarinnar eiginlega aukaatriði en við vildum halda minningu pabba á lofti með útgáfunni. Með endurútgáfunni sá ég líka tækifæri fyrir strákana mína til að eignast bókina en við systur höfum auðvitað ekki einu sinni getað keypt bókina fyrir börnin okkar.“ Helga Dröfn segir að mikið hafi verið spilað á æskuheimili hennar en spilaáhugi föður hennar spratt upp úr skákinni. Þórarinn var sonur hjónanna Guðmundar Ágústssonar skákmeistara og Þuríðar Þórarinsdóttur tónskálds Guðmundssonar. Heimili þeirra hjóna var nefnt „Hótel Skák“ og þar var stöðugur straumur fólks nánast allan sólarhringinn og setið að tafli á mörgum borðum. „Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á skák og spilum, og þá ekki bara venjulegum spilastokki heldur líka alls konar borðspilum og þetta smitaðist auðvitað yfir til okkar. Ég var níu eða tíu ára þegar hann kenndi mér póker en gallinn var bara sá að hinir krakkarnir kunnu ekki spilið þannig að það

Spilaáhugi föðurins smitaðist yfir til Helgu Drafnar og systra hennar sem fagna góðu gengi Spilabókarinnar sem pabbi þeirra skrifaði fyrir rúmlega 20 árum.

reyndi ekki mikið á pókerkunnáttuna. Þegar ég var unglingur var hann dottinn í bridds en þá var ég með unglingaveikina og hafði ekki mikinn áhuga á því.“ Spilabókin er eins konar kennslubók í spilamennsku. Í henni er lýst 68 spilum, auk fjölmargra afbrigða. Má þar nefna rommí, bridds, kana, póker, félagsvist og rússa. Þórarinn fylgdi Spilabókinni eftir með bók um kapla og bridds og var að vinna að bók um borðspil sem honum auðnaðist ekki að klára.


, ar ka ng lí ni itt pe t h r, all nu g ko o in an , v yld tið k tli jöls , ú l, f tin á Ás gam u áh

Skv. Metsölulista Eymundssonar - Barna- og unglingabækur 8.12.-14.12 og Bóksölulistanum - Barna- og unglingabækur 6.12.-12.12.

og flott „Fræðandi ungar ar bók sem all ð eiga.“ ua stúlkur ætt n Jónsdóttir,

DYNAMO REYKJAVÍK

Steinun Ragnhildur iðlakona fjölm

★★★★ Hólmfríður Gísladóttir, Morgunblaðinu

„Bók sem unglingsstúlkur mega ekki láta framhjá sér fara“ Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona

„Stelpur! Þetta verðið þið allar að gjöra svo vel og lesa!“

★★★★ Björg Magnúsdóttir, Pressunni

Bræðraborgarstíg 9


102

dægurmál

Helgin 17.-19. desember 2010

r agnar Jónasson Varð persóna í glæpasögu

Vonast til að vera ekki morðinginn

Ég er byrjaður á bókinni og bíð spenntur eftir sögulokum, en vona að Ragnar reynist ekki vera morðinginn.

G

læpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson, sem er á bólakafi í jólabókaflóðinu miðju með bók sína Snjóblindu, er einnig persóna í nýjum reyfara rithöfundarins Söndru Balzo sem gerir út á sömu mið og Ragnar á ólíkt stærri markaði í Bandaríkjunum. „Þannig er mál með vexti að síðastliðinn vetur bað Sandra mig um leyfi til nefna sögupersónu hjá sér Ragnar,“ segir Ragnar. Sandra kom til Íslands vorið 2009 þegar

hún tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu glæpasagnahöfunda en hún hefur notið vinsælda fyrir reyfara sína sem gerast í Wisconsin í Bandaríkjunum. Í bókum hennar leysir kaffihúsaeigandinn Maggy Thorsen, sem er af norskum ættum, sakamál eins og henni sé borgað fyrir það. Nýjasta bók hennar, A Cup of Jo, er komin út og þar kemur Ragnar nokkuð við sögu. „Ég er byrjaður á bókinni og bíð spenntur eftir sögulokum, en vona að Ragnar reynist

Bleikt.is byrjar með látum

ekki vera morðinginn,“ segir nafni persónunnar, Ragnar Jónasson. Ragnar ákvað að gjalda Söndru í sömu mynt og gaf því sögupersónu í bókinni sinni, Snjóblindu, nafnið Sandra. „Sandra kemur töluvert við sögu í Snjóblindu. Hún er reyndar áratugum eldri en nafna hennar, afar indæl kona sem býr á dvalarheimilinu á Siglufirði og býr yfir mikilvægum upplýsingum í málinu. Ég hugsa að þeim nöfnum kæmi vel saman.“ -þþ

Ragnar hefur ekki komist að því hvort hann er morðinginn í nýjustu bók Söndru Balzo.

páfagaukurinn Jakob Á tr austan vin í Herdísi Tryggvadóttur

Hlín Einarsdóttir ritstjóri fór af stað með vef sinn bleikt.is með miklum látum fyrir sléttri viku. Vefurinn er sagður ætlaður drottningum og tekur á öllu milli himins og jarðar um samskipti kynjanna, útlit og tísku. Hlín virðist hafa fengið óskabyrjun þar sem tæplega 71.000 notendur sóttu vefinn heim fyrstu dagana eftir opnun föstudaginn 10. desember. Þessi aðsókn myndi duga til að fleyta bleikt.is örugglega inn á lista Modernus yfir tíu mest sóttu vefi landsins. Vefurinn er þó ekki aðeins vinsæll heldur líka umdeildur og þannig ærðu ummæli Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, um konur, margan óstöðugan netverjann og mikið fór fyrir gagnrýni og óánægju með orð Sveins Andra á Facebook og víðar.

Ellý Vilhjálms alltaf vinsæl Það virðist ekki minnka eftirspurnin eftir lögum Ellýjar Vilhjálms eftir því sem árin líða. Heyr mína bæn, nýr þrefaldur safndiskur með söng hennar, er kominn í annað sæti Tónlistans, metsölulista Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Safnið skýtur ástsælum listamönnum á borð við Bubba Morthens, Pál Rósinkranz og Ragga Bjarna ref fyrir rass. Ellý nær þó ekki að koma Baggalútsmönnum af toppnum sem tróna þar með jólaplötu sína, Næstu jól.

30.000 eintök af Furðuströndum

HALLE™, HALLE BERRY™ Bellah Brands Inc.

Bókin Furðustrandir eftir Arnald Indriðason hefur nú verið prentuð í 30 þúsund eintökum. Von er á þriðju prentun um helgina en bókin hefur slegið rækilega í gegn. Hún er nú þegar mest selda bók ársins. Furðustrandir hefur fengið fína dóma og eru flestir gagnrýnendur á þeirri skoðun að þetta sé besta bók Arnaldar til þessa.

Jósef Presley tróð upp á jólamarkaði Jósef Ólafsson, oft kallaður hinn íslenski Elvis Presley, sló í gegn á jólamarkaðnum við Elliðavatn um síðustu helgi. Jósef mætti í fullum skrúða, eins og hans er von og vísa, og tryllti mannskapinn með vel völdum Presley-slögurum. Sérstaka lukku vakti þegar hann tók Blue Christmas. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir markaðnum en félagið er einnig með markað í Kauptúni Garðabæ.

www.halleberryfragrances.com

Páfagaukurinn Kobbi er ræðinn og kann vel að meta félagsskap. Hann tekur Herdísi vinkonu sinni ætíð fagnandi. Ljósmynd Hari.

Áralöng vinátta konu og fugls Herdís Tryggvadóttir var árum saman nágranni páfagauksins Jakobs, eða Kobba, á meðan hann hélt til í Blómavali í Sigtúni. Hún hefur litið inn hjá fuglinum reglulega og segir þeim hafa orðið vel til vina. Þau hittast sjaldnar eftir að Blómaval flutti sig um set.

J Hann er stundum sofandi en þegar ég ávarpa hann opnar litla greyið augun og er svo vingjarnlegur.

á, já, já. Hann þekkir mig alveg og tekur mér fagnandi þegar ég kem að búrinu,“ segir Herdís, sem er komin yfir áttrætt og hefur haft gætur á Kobba í um það bil tuttugu ár. „Hann er stundum sofandi en þegar ég ávarpa hann opnar litla greyið augun og er svo vingjarnlegur. Hann sperrist allur upp þegar hann sér mig og þá vaknar hjá mér samviskubit yfir því að hafa ekki reynt að fá hann settan í stærra búr,“ segir Herdís sem hefur stundum áhyggjur af því að hinn fiðraði félagi hennar þurfi meira rými. „Ég flutti í hverfið fyrir rúmum þrjátíu árum og þá var Blómaval í Sigtúni. Ég hef fylgst með honum frá því hann kom þangað. Ég stoppa alltaf hjá honum og spjalla aðeins við hann. Blómaval flutti fyrir nokkrum árum og heimsóknum mínum til hans hefur fækkað eftir það en ég lít samt til hans af og til. Ég veit að honum var stundum hleypt út úr búrinu sínu í Sigtúni eftir að versluninni var lokað og konurnar voru að ganga frá. Þá fékk hann að labba um; ég held að hann sé ekki vel fleygur. En hann stendur vel fyrir sínu, laðar að sér krakka og fólk staldrar við hjá honum.“

Lára Jónsdóttir hjá Blómavali segir að ekki væsi um Jakob hjá þeim enda eigi hann allnokkra vini úr hópi viðskiptavina búðarinnar og starfsfólkið passi upp á að gera vel við hann í mat. „Hann þarf að hafa aðgang að góðu korni og svo fær hann líka epli.“ Segja má að Kobbi sé gestur í Blómavali sem hefur heldur betur ílengst. „Hann kom til landsins með flugmanni og var lengi vel á einkaheimilum og um skeið í Húsdýragarðinum en þaðan kom hann til okkar,“ segir Lára. „Fuglinn er mikil félagsvera og eigandi hans, sem hefur tengsl við Blómaval, taldi víst að þar yrði honum best borgið þar sem hér er auðvitað stöðugur straumur af fólki.“ Láru telst til að Kobbi hafi verið í Blómavali í upp undir tuttugu ár og hún segir hann hafa eignast marga vini á þessum tíma. Margir koma reglulega og spjalla við hann og sumir geta jafnvel kallað til hans þegar þeir koma inn og þá svarar hann. Hann lærir að þekkja fólk sem umgengst hann reglulega og sumum sem hann þekkir vel leyfir hann að klóra sér í hnakkanum. En hann splæsir því ekki á alla.“ toti@frettatiminn.is


E&Co. – Ljósmynd Ari Magg

Íslenzk framleiðsla – íslenzkt hráefni. Ullarvörur frá GEYSI: Dömutrefill 8.400 kr., Þórdís – dömupeysa 19.000 kr.

H LÝ & L I T R Í K J Ó L MEÐ DÖMUTREFLINUM FRÁ GEYSI FIMM FALLEGIR LITIR

Verið hjartanlega velkomin í verzlanir okkar. Opið frá 10 til 22. Geysir Skólavörðustíg 16, sími 555 6310.


HE LGARBL A Ð

Hrósið… ... fær Lee C. Buchheit, formaður samninganefndar Íslands í Icesave-málinu, sem náði margfalt betri samningi við Breta og Hollendinga en forverar hans í formannsstóli samninganefndarinnar.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Yrsa í Chile í jólabókaflóðinu

Metsöluhöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir, sem hefur slegið í gegn um þessi jól með hrollvekjunni Ég man þig, er fjarri góðu gamni nú þegar jólabókaverðtíðin nær hámarki. Hún er stödd í Chile þar sem hún vinnur að jarðhitaverkefni á vegum verkfræðistofunnar Verkís. Það kemur þó ekki í veg fyrir góða sölu því samkvæmt útgefanda hennar, Veröld, er búist við að bókin seljist í sextán þúsund eintökum sem er mun meira heldur en hennar fyrri bækur.

Allt frá afasímum til snjallsíma

-óhþ

Gillz og Tobba á topp 10

Lífskúnstnerarnir Egill Gillz Einarsson og Tobba Marinós eru bæði á lista yfir tíu mest seldu bækurnar í síðustu viku samkvæmt metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda sem kom út á miðvikudag. Lífsleikni Gillz, bók Egils, er í fimmta sæti og Dömusiðir Tobbu eru í tíunda sæti. Þær eru báðar gefnar út af Bókafélaginu. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart þar sem bæði eru metsöluhöfundar; Gillz fyrir bók sína Mannasiðir Gillz, sem kom út í fyrra, og Tobba fyrir bókina Makalaus sem kom út fyrr á þessu ári. -óhþ

LG OPTIMUS ONE

LG COOKIE T300

Flottur Android sími sem fer vel í hendi.

Ódýr sími með snertiskjá og 2GB minniskorti.

Símalán-útborgun:

Símalán-útborgun:

0 kr.

Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 49.900 kr.

Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.*

0 kr.

1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 19.900 kr.

MEÐ ÞESSUM LG OG NOKIA SÍMUM FYLGIR

un

áÍ sla nd

bi

rg ðir

e nd

ast

DORO PHONO EASY 338

NOKIA C5 Frábær Ovi sími frá Nokia.

Kjörinn fyrir ömmu og afa.

Símalán-útborgun:

Símalán-útborgun:

0 kr.

Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 32.900 kr.

0 kr. Frelsiskort fylgir ásamt 1000 kr. inneign

ENNEMM / SÍA / NM4 4 3 1 9

VEFVERSLUN

Smáhátalari fyrir símann Taska fyrir símann Bílstandur

a

Reykskynjarar í miklu úrvali

0 MB

n

PIPAR\TBWA- SÍA

Þeir bjarga lífum

i, 1 0

Veldu einn: eð Ám

Glæpafélag Vestfjarða kunngjörir í kvöld, föstudagskvöld, hvaða rithöfundur hlýtur Tindabikkjuna 2010 fyrir bestu glæpasögu ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunagripurinn er veittur en hann er eftir listakonuna Marsibil Kristjánsdóttur. Gripurinn verður afhentur við hátíðlega athöfn á barnum Langa Manga kl. 21.01 í kvöld. Auk þess verður lesið upp úr nokkrum íslenskum glæpasögum sem komu út á þessu ári. -óhþ

GLÆSILEGIR KAUPAUKAR

Það er siminn.is

Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 17.900 kr.

* Ef greitt er með kreditkorti er hægt að dreifa eftirstöðvunum vaxtalaust á allt að 12 mánuði. Greiðslugjald er 250 kr./mán.

k ot *N

Glæpafélag Vestfjarða velur krimma ársins

1.000 kr. inneign á mánuði í eitt ár Netið í símanum á 0 kr. í einn mán.* Enski boltinn í símann á 0 kr. í einn mán.

17. desember 2010  
17. desember 2010  

Fréttatíminn Helgarblað

Advertisement