Page 1

Guðni í Sunnu

Veiðir ríka Kínverja til Íslands Fréttir

Nýtt upphaf Grænlendingar berjast gegn ofdrykkju og reykingum úttekt 18

4 6.-8. júlí 2012 27. tölublað 3. árgangur

 viðtal Sunnefa Burgess

Sunnefa í klóm sjóræningja Ævintýrakonan Sunnefa Burgess hefur komið til fjörutíu og sjö landa þrátt fyrir að vera aðeins rétt um þrítugt. Sunnefa ætlar ekki að hætta að ferðast fyrr en hún hefur séð allan heiminn – Indland er næst á dagskrá. Minnstu munaði þó að ævintýrið fengi dapurlegan endi í fyrra þegar hún lenti í klóm sómalskra sjóræningja sem hefðu ekki vílað fyrir sér að drepa hana ef þannig hefði staðið á. Sunnefa útskrifaðist fyrir skömmu úr námi í félagsráðgjöf, hún ætlar í meistaranám í afbrotafræði og draumurinn er að starfa hjá lögreglunni er fram líða stundir.

Hjördís Svan Martröð móður sem stendur í hatrammri forræðisdeilu

viðtal 12

Tom Cruise

Ljósmynd/Hari

Fjarar undan fimmtugu goði

úttekt 28

Alexander Briem Snyrtimenni en ekki spjátrungur

60

síða 24

Dægurmál

PIPAR \ TBWA

SÍA

121444

Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18

SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

Gleraugnaverslunin þín


2 

fréttir

Helgin 6.-8. júlí 2012

Verslun Sólarhringsopnun hjá Dominos í sumar

Selja pizzur allan sólarhringinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

„Ungt fólk og fólk í vaktavinnu verslar á nótt­ unni og ætlum við því að gera tilraun með að bjóða upp á pizzur allan sólarhringinn í sumar,“ segir Magnús Hafliðason, rekstrarog markaðsstjóri Domino‘s á Íslandi. Dom­ inos verður með opið allan sólarhringinn á útsölustað sínum í Skeifunni. Ekki verður þó boðið upp á heimsendingu. „Æ fleiri verslanir og þjónustufyrirtæki eru með opið allan sólarhringinn og virðist það ganga vel. Við ætlum að prófa þetta í sumar þegar fólk er kannski meira vakandi fram á nótt,“ segir Magnús. Andrés Magnússon, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, er hlynntur þessari

þróun. „Við höfum lagt áherslu á frelsi á öll­ um sviðum og er afgreiðslutími verslana og þjónustufyrirtækja eitt af því sem við höfum barist fyrir,“ segir hann. Aðspurður segir hann að samkvæmt upp­ lýsingum frá þeim fyrirtækjum sem eru með opið allan sólarhringinn er það einkum ungt fólkið að verslar fram yfir miðnætti. „Síðan er rólegt til fjögur eða fimm en þó nokkuð af fólki sem vinnur vaktavinnu virð­ ist vilja nýta sér að geta verslað á nóttunni,“ segir Andrés.

Stefna ótrauðar til Kaupmannahafnar Rúm 150 af 500 eintökum ljóðabókarinnar Úr fjötrum til frelsis hafa selst á síðustu þremur vikum. Bókin er skrifuð og unnin frá grunni til enda af sextán einstæðum mæðrum sem hafa farið útaf beinu brautinni, staðið á krossgötum í lífinu og risið upp aftur – í átt til frelsis, eins og þær segja. Einstæðu mæðurnar stefna á útskriftarferð í Tívolí í Kaupmannahöfn fyrir ágóðann á bókinni, en þær luku eins og hálfs árs endurhæfingarnámi á vegum velferðarráðs Reykjavíkur, Tryggingastofnunar og Námsflokka Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. „Við höfum allra breyst,“ sagði Matthildur Matthíasdóttir í viðtali við Fréttatímann fyrir hálfum mánuði. Kaupa má bókina með því að senda póst á netfangið kvennasmiðja14@gmail.com eða hringja í númerin 8952639 eða 8668137. Hún kostar 2.500 krónur. - gag

Fyrstu fyrirtækin fá Vakann frá Ferðamálastofu Svavari bauðst skipsrúm Í sumarfríi, fæðingarorlofi og að gera upp sögulegar kosningarnar eftir síðustu helgi; þessi er staða þeirra Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda og Svavars Halldórssonar eiginmanns hennar. Ummæli Þóru skömmu eftir kosningar, þegar hún sagði í léttu gríni að hún leitaði nú eftir plássi fyrir Svavar á sjó til að rétta heimilisbókhaldið af, vöktu athygli. Ummælin voru þó ekki meira úr vegi en svo að Svavari hefur boðist skipsrúmsráðning. „Hann spurði hvort ég væri vanur en ég náði því ekki hvaðan hann hringdi,“ sagði Svavar sem hafði nýverið slitið símtali við ónefndan skipstjóra þegar Fréttatíminn náði tali af honum á mánudag. Þótt stuðningsmenn Þóru hafi lagt út fyrir útgjöldunum í kringum forsetaframboðið viðurkennir Svavar að þau hafi síðustu vikurnar ekki haft svigrúm til að leita eftir besta verðinu í innkaupum til heimilisins hverju sinni. - gag

Fyrstu íslensku fyrirtækin hafa lokið innleiðingu á Vakanum frá Ferðamálastofu, nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækin eru: Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar – Höldur, Ferðaskrifstofan Atlantik og Iceland Excursions Allrahanda. Gæðakerfið felur í sér viðameiri úttekt á starfsemi íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Kerfinu er ætlað að auka öryggi og efla gæði og fagmennsku á sviði ferðaþjónustu. Vakinn tekur meðal annars til aðbúnaðar, þjónustu við ferðamenn, þjálfun starfsfólks og umgengni við náttúruna. - jh

Viðskiptavinir Dominos geta kjamsað á pizzum allan sólarhringinn í sumar.

Skíði Áhyggjur af rekstr artapi

Tugmilljóna tap af skíðasvæðunum Bæjarráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum af rekstrartapi skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og hefur falið Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra að taka málið upp innan sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Hann segist óttast að rekstrarútkomuspá gangi ekki eftir og að tapið lendi á skattgreiðendum.

R

íflega 35 milljóna króna tap var á rekstri skíðasvæða höfuðborgarsvæðsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Rekstrartekjur þess námu tæpum 107,5 milljónum króna en gjöldin hins vegar tæpum 143 milljónum. Bæjarráð Kópa­ vogsbæjar lýsir áhyggjum sínum af rekstrartapi skíðasvæðanna og hefur falið bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuð­ borgarsvæðinu, SSH. Ekki náðist í forsvarsmenn skíða­ svæðisins en í viðtali við Morgun­ blaðið í apríl sagði Magnús Árnason, framkvæmdastjóri þess, að þrátt fyr­ ir að skíðasvæðið hefði verið opið í 64 daga, sem þætti gott, hafi talsvert færri sótt í fjöllin nú en fyrir þremur til fjórum árum vegna veðurs. Hann sagði 46 þúsund manns hafa sótt svæðið heim í vetur, en árin 2008 til 2009 hafi á milli 85 og 90 þúsund komið á ári. Fyrstu þrjá mánuði ársins var tapið rúmar 28 milljónir króna og það átti því aðeins eftir að aukast þegar á leið. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir þessa niður­ stöðu langt undir áætlunum. „Áætl­ anagerðin er áhyggjuefni,“ segir hann. „Hins vegar ef litið er til út­ komuspárinnar er reiknað með því að afkoman batni til muna og heildar­ niðurstaðan verði sú að tapið nemi 8,7 miljónum króna yfir árið. En í ljósi þeirra mánaða sem þegar eru liðnir óttumst við að þessi útkomuspá komi ekki til með að ganga eftir. Þá

Ekki hafa margir kosið að skíða í vondu veðri í vetur, en þrátt fyrir veðrið hefur skíðasvæðið verið opið. Tapið nemur tugmilljónum. Nordicphotos/Getty

er hætt við að það séu engin önnur úrræði til taks en að leita í vasa skattgreiðenda,“ segir hann. „Ég hef óskað eftir því að þetta verði tekið upp innan SSH og að menn fari yfir málið og ræði það hvernig eigi að bregðast við þessu. Ég vil ekki gefa út yfirlýs­ ingu varðandi hvernig það Ármann Kr. Ólafseigi að gera að svo stöddu,“ son, bæjarstjóri. segir Ármann ennfremur. Spurður um hvort rétt

sé að halda úti skíðasvæð­ unum, svarar hann: „Við sveitarstjórnarmenn þurf­ um raunhæfar áætlanir þannig að við vitum út frá hverju við göngum,“ segir hann. „Ég tel að við eigum að halda úti skíðasvæði á höfuðborgarsvæðinu.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Bæði á bæjarstjóralaunum í þrjá mánuði í stað sex Guðmundur Rúnar Árnason, fyrr­ um bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, verður á bæjarstjóralaunum næstu þrjá mánuði, en bæjarstjóraskipti urðu nú á dögunum. Þá tók Guð­ rún Ágústa Guðmundsdóttir við keflinu. „Stundum er gott að vera forsjáll í pólitík,“ segir Valdimar Svavars­ son oddviti Sjálfstæðismanna og minnihlutans í bænum. Fyrir til­ stuðlan þeirra hafi verið ákveð­ ið að þau Guðmundur og Guðrún skiptu á milli sín biðlaununum: Í stað þess að fá sex mánaða laun að loknu starfi fái þau hvort fyrir sig þrjá mánuði. „Þannig að þótt þau séu bæði á bæjarstjóralaunum núna verður kostnaðurinn fyrir bæ­

Guðrún tók við taumunum í Hafnarfirði á dögunum af Guðmundi.

inn ekki meiri en ella þegar uppi er staðið,“ segir hann. Bæjarstjóraskiptin eru hluti af samkomulagi sem meirihluti Sam­ fylkingar og Vinstri grænna í Hafn­

arfirði gerðu í upphafi kjörtímabils­ ins. Guðrún er fyrst kvenna í 104 ára kaupstaðarsögu Hafnarfjarð­ arbæjar til að gegna stöðu bæjar­ stjóra. - gag


Verið velkomin á stórsýningu Toyota á morgun

ALWAYS A BETTER WAY

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 60308 07/12

Frumsýnum Yaris Hybrid

Á morgun, laugardaginn 7. júlí, milli klukkan 12 og 16, heldur Toyota Kauptúni sína fyrstu bílasýningu í nýjum sýningarsal í Kauptúni 6 Garðabæ, við hliðina á Ikea. Þar verður nóg um að vera og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því að við frumsýnum þrjá flunku-nýja bíla.

Yaris Hybrid, bifreið sem notar aðeins 3,5 lítra á hverja 100 kílómetra í blönduðum akstri. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Lexus GS 450h, glæsilegur lúxusbíll sem eyðir minna og mengar minna en aðrir bílar í sama flokki.

GT86, afturhjóladrifinn sportbíll sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu um allan heim.


4

fréttir

Helgin 6.-8. júlí 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Hlýtt um allt land

Helgarveðrið einkennist af vestlægum áttum, suðvestan 3-8 en 5-10 m/s um landið NV-vert. Dálítil súld um landið vestanvert, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Á laugardag er svipuð vindátt, en úrkomuminna vestanlands og í heildina á litið heldur hlýrra. Á sunnudag þykknar upp N-til og fer að rigna og snýst í norðaustlæga átt um NV-vert landið. Hiti á bilinu 13-18 stig, hlýjast S- og SA-lands.

14

13

13

Elín Björk Jónasdóttir

16

13

13

14

15

16

14

12

17

12 17

16

Suðvestlæg átt dálítil súld V-til, annars bjartviðri. Hlýtt.

Suðvestlæg átt og skýjað V-til en bjartviðri annars staðar. Áfram hlýtt.

Suðvestæg átt en snýst í norðaustlæga átt NV-til. Þykknar upp N-til með rigningu.

Höfuðborgarsvæðið: Hæg suðvestlæg átt, skýjað og smá súld.

Höfuðborgarsvæði : Hæg suðvestlæg átt og skýjað

Höfuðborgarsvæðið: Vestlæg átt og skýjað með köflum.

vedurvaktin@vedurvaktin.is

OYSTER PERPETUAL MILGAUSS

 Ferðir Guðni í Sunnu ætlar að ná í rík a Kínver ja Michelsen_255x50_G_0612.indd 1

01.06.12 07:22

Helmingur áskriftartekna Spalar af höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í Hvalfjarðargöngum dróst örlítið saman í júní eða um 0,6 prósent. Það svarar til 1.200 bíla eða tæplega fimmtungs meðalumferðar í göngunum á sólarhring í júní, að því er fram kemur á heimasíðu Spalar. Hafa ber í huga að hvítasunnan var í maí í ár en í júní í fyrra, sem skekkir samanburð talna nokkuð fyrir báða mánuði. „Ef hvítasunnan hefði líka verið í júní í ár má ætla að umferðartölur þess mánaðar hefðu verið ögn hærri en tölur fyrir maímánuð hins vegar ögn lægri,“ segir þar. Spölur hefur tekið saman hvaðan tekjur fyrirtækisins koma en þar kemur fram að tæplega helmingur tekna Spalar af sölu ferða í áskrift á rætur að rekja til ökutækja sem skráð eru á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega fjórðungur áskriftarteknanna kemur af Akranesi og ríflega 8 prósent úr Borgarbyggð.- jh

Icelandair með nær 70 prósent ferða

25%

Guðni Þórðarson, frumkvöðull íslenskra ferðamála, stefnir á nýjar lendur, Kína. Þar er helsti ferðamarkaður framtíðarinnar og ríku fólki fjölgar stöðugt. Hann vill bjóða því víðerni Íslands og Grænlands, óbyggðir, fjöll og jökla. Ljós-

Áskriftartekna kemur af Akranesi Júlí 2012 Spölur

Minni vöruskiptaafgangur

Afgangur af vöruskiptum við útlönd í júní var í minna lagi miðað við undanfarið ár, og mun Þegar litið er til umferðar farþegaþotna minni en hann var í júní í fyrra en vöruskiptin um Keflavíkurflugvöll sést að Icevoru hagstæð um rúma 4,8 milljarða króna í landair ber þar höfuð og herðar yfir mánuðinum. Á sama tíma í fyrra voru þau hagönnur flugfélög, en nær 70 prósent af stæð um rúma 8,7 milljarða. Minni afgangur ferðum frá landinu voru á vegum þess, skýrist einkum af miklum vexti í innflutningi á að því er fram kemur á vefnum Túristi. milli ára á sama tíma og útflutningur stendur Farþegaþotur hófu sig á loft tæplega tólf nánast í stað. Inn voru fluttar vörur fyrir 47 hundruð sinnum frá Keflavíkurflugvelli í milljarða króna í júní sem er 9 prósenta auknjúní. Hlutfall Icelandair er 68,5 prósent. ing frá því í júní í fyrra, reiknað á föstu gengi. Iceland Express er annað umsvifamesta Vöxturinn skýrist af 60 prósenta aukningu á fyrirtækið í millilandaflugi með 9 innflutningi flutningatækja sem nam 6,1 milljprósent hlutdeild og WOW air er í þriðja arði og 43 prósenta aukningu í eldsneytisinnsæti með 6 prósent. Airberlin og SAS flutningi sem nam 8,6 milljörðum. Útflutningur eru stærstu erlendu félögin með 3,5 og í júní nam 51,8 milljörðum króna og er nánast 3 prósent. - jh óbreyttur frá því í júní í fyrra. - jh

mynd Hari

Dýrar ferðir fyrir fólk með mikil peningaráð Ríkir Kínverjar sækja í víðerni og óbyggðir í stað þess að vera „eins og sardínur í dós“. Guðni Þórðarson, frumkvöðull íslenskra ferðamála, opnar ferða- og viðskiptamiðstöð í Hong Kong og stefnir að því að ná þessum auðugu ferðamönnum til Íslands og Grænlands frá og með næsta vori.

FERÐAGRILL Í

16.900

12.900

8.900 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Er frá Þýskalandi

Kína fjölgar gríðarlega ríku fólki. Það þarf að bjóða því ferðir sem eru dýrar og vandaðar. Þetta er markaður sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Guðni Þórðarson, frumkvöðull íslenskra ferðamála, Guðni í Sunnu, sem hóf afskipti af ferðamálum á sjötta tug liðinnar aldar og kynnti meðal annars sólarlönd fyrir Íslendingum. Hann lætur ekki sitja við orðin tóm því Sunna mun opna fyrirtæki í Hong Kong í haust til að selja stöndugum Kínverjum ferðir til Íslands og annarra norrænna slóða frá og með næsta vori. „Kína verður stærsti markaður ferðamála í framtíðinni,“ segir Guðni. „Talið er að eftir fá ár fari um 100 milljónir Kínverja til útlanda. Við þurfum ekki að fá nema um eina milljón af þeim,“ bætir hann við í léttum dúr. Guðni segir að stofna þurfi fyrirtæki í Kína sem selji ferðir frá Kína og aftur þangað. Að því er unnið. „Við völdum að vera í Hong Kong því þar er alþjóðleg viðskiptamiðstöð, án tolla og skatta. Það hefur ekkert breyst frá því að Bretar voru þarna enda sömdu þeir við Kínverja, þegar þeir yfirtóku Hong Kong, að þessi sérstaða innan Kínaveldis héldist í 50 ár. Starfsemi í Hong Kong hefur full starfsréttindi alls staðar í Kína,“ segir Guðni. Hann segir nafn komið á fyrirtækið í Hong Kong, Iceland Travel and Trade Center. „Við munum fá íslenska aðila sem hafa áhuga á viðskiptum við Kína til að nota þjónustu okkar, ekki eingöngu í ferðamálum

en bjóðum ferðir frá Kína til Íslands og notum áætlunarflug til að byrja með frá næsta vori. Þetta verða dýrar ferðir fyrir fólk sem hefur mikil peningaráð, sem mikið er orðið um í Kína, og vill fara í ferðir utan alfaraleiða, ekki vera bara í borgum þótt upp á það verði boðið líka. Kínverjarnir sjálfir segjast vera eins og sardínur í dós og þrá að komast í slíkar ferðir. Áhersla verður lögð á Ísland sérstaklega en sumar þessara ferða verða þannig að við tökum farþegana frá Kína í áætlunarflugi til Evrópu þar sem þeir munu stoppa á einum eða tveimur stöðum, síðan til Íslands og svo áfram til Bandaríkjanna, New York. Við notum því bara tvö flugfélög, kínverskt flugfélag til Evrópu og Icelandair í allt hitt. Svo verðum við með sérstakar heimskautaferðir með óbyggðaferðum um Ísland og siglingu til Grænlands. Sú útgerð heitir Arctic Explorer. Boðið verður upp á ferðir um fjöll og jökla á óbyggðum Íslands og síðan siglingu með norsku skemmtiferðaskipi sem verður hér næsta sumar, tíu daga ferðir með vesturströnd Grænlands. Farþegar okkar fara í þessar ferðir og fá með þeim hætti raunverulegan heimskautaleiðangur og fá skírteini um það að vera heimskautafarar. Við erum því að bjóða nýja hluti á nýjum mörkuðum.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


GJAFIR FYRIR DUGLEGA STIMPLASAFNARA

Náðu þér í Vegabréf á næstu þjónustustöð N1 og fáðu stimpil í hvert skipti sem þú verslar fyrir 300 kr. eða meira – og lærðu að þekkja nokkra skemmtilega farfugla í leiðinni. Duglegir stimplasafnarar fá gjafir og þeir sem skila fullstimpluðum Vegabréfum fyrir 7. ágúst eiga möguleika á glæsilegum vinningum.

FÍTON / SÍA

Vertu á ferð og flugi með okkur í allt sumar!

WWW.N1.IS

Meira í leiðinni


6

fréttir

Helgin 6.-8. júlí 2012

 Boðsferðir Kynna þurfi borgarfulltrúum reglur um ferðaheimildir

Vildu vera vel vakandi gagnvart Wow Air

Siðareglur borgarinnar óskýrar Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar sker ekki með skýrum hætti úr um það hvort Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi, hafi brotið siðareglur þegar hann þáði boðsferð með Wow Air til Parísar í maí. Niðurstaða þess er að kynna þurfi reglur um ferðaheimildir borgarfulltrúa og starfsmanna betur og útfæra með skýrum hætti. Einnig er bent á

nauðsyn þess að settur verði á fót vettvangur til að fjalla um möguleg brot á siðareglum. Innri endurskoðun telur ákvæði siðareglna um „óverulegar“ gjafir til fulltrúa og starfsmanna borgarinnar óskýrt og geta valdið óvissu um hvað megi þiggja og hvað ekki. Reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna kveði á um skyldu til skráninga

ferða sem geti tengst setu í borgarstjórn og því háð túlkun hverju sinni hvort skrá eigi ferðir eða ekki. Skráningarskyldu hafi verið fullnægt í tilfelli Einars Arnar. Vinstri grænir og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir úttektinni.

„Þegar ný flugfélög hefja flug eða eldri bæta nýjum stöðum inn í leiðakerfi sitt er afar mikilvægt að ábyrgðarmenn ferðamála hjá Reykjavíkurborg séu vel vakandi fyrir þeim tækifærum sem í því felast. Jómfrúarferðir eða aðrar kynnisferðir í slíku samhengi eru þannig hentugar til að koma á tengslum við erlenda ferðaskipuleggjendur og fjölmiðla á viðkomandi markaði,“ segir í minnisblaði Svanhildar Konráðsdóttur, sviðstjóra Menningar og ferðamálasviðs, sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku vegna ferðar tveggja fulltrúa Höfuðborgarstofu í boðsferð Wow Air til Parísar í maí. Þar segir að Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi hafi ekki verið á þeirra vegum. Greinargerðin var lögð fyrir ráðið að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sem gagnrýndu fulltrúa borgarinnar fyrir að þiggja boðið. - gag

Njóttu þess að heyra betur með ósýnilegu heyrnartæki!

Stærð á Intigai í samanburði við kaffibaunir

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki. Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni.

G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s

 Fréttaviðtal

Þroskaheftir þvingaðir í almenna skóla Mæður þroskaheftra drengja segja að foreldrar þurfi að hafa val um hvort þeir sendi börn sín í almenna skóla eða sérskóla. Þær vilja opnari umræðu um málefni þeirra sem búa við þroskahömlun og segir önnur þeirra fordóma valda því að börnin séu pínd til að ganga í almenna skóla.

Á

ttu þroskahefta vini? Svo spyr móðir þrettán ára þroskahefts drengs sem alla tíð hefur gengið í sérskóla. Hún berst fyrir því að foreldrar fái val fyrir börnin sín um að geta sent þau í almennan skóla eða sérskóla. Ekki eigi að skikka þroskaheft börn í almennan skóla, þar sem þau mörg einangrist og líði ekki vel. „Það er verið að pína þau til þess að vera eins og aðrir,“ segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir. Kristín Guðmundsdóttir, móðir átján ára pilts sem er þroskaskertur eftir erfið veikindi í Danmörku tveggja ára gamall, vill einnig eiga val: „Af hverju getum við ekki lært af reynslu heyrnalausra barna, sem fengu sinn eigin skóla eftir erfiða reynslu innan almennra skóla?“ Ásta og Kristín fylgjast með baráttu Ágústar Kristmanns og Maríu Bjargar Benediktsdóttur fyrir því að koma Inga Kristmanns inn í Klettaskóla. Ingi er ellefu ára með þroskahömlun og annað tveggja barna sem foreldrarnir vilja að gangi í sérskólann en hefur verið synjað vegna hertra inntökureglna frá 2008. Hann skuli ganga í almennan skóla. Foreldrarnir hafa kært ákvörðun skólans til menntamálaráðuneytisins og stendur Ásta, ásamt fleirum, fyrir stuðningsyfirlýsingu við drenginn sem send hefur verið menntamálaráðherra.

Undir stuðningsyfirlýsinguna rita ásamt stjórn foreldrarfélags Klettaskóla; stjórn íþróttafélags Aspar, stjórn Félags áhugafólks um Downheilkennið og stjórn umsjónarfélags einhverfra, ýmsir þekktir einstaklingar – þar á meðal Gerður Kristný, rithöfundur, Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður, Björgvin Halldórsson söngvari og Ólafur Darri Ólafsson leikari. Þá eru Dagmar Margrét Ericsdóttir, sem gerði myndina Sólskinsdrengurinn, Margrét Pála Ólafsdóttir, frömuður Hjallastefnunnar og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, einnig í hópnum. Sjálf á Ásta Kristrún þrettán ára þroskaheftan dreng, Harald, sem alla sína skólagöngu hefur gengið í Öskjuhlíðarskóla, sem nú heitir Klettaskóli. „Mér finnst ljótt, andstyggilegt, blinda og heimska auk þess að vera gerræðislegt og mikil forræðishyggja að pína þroskaheft börn í almennan skóla. Þar eru tækifærin fá og lítið val um að kynnast öðrum krökkum sem eru eins og þau. Sonur minn á kærustu, hann er skotinn í stelpu sem er skotin í honum. Ef hann væri í Vesturbæjarskóla ætti hann líklegast enga vini,“ segir hún. Ásta Kristrún segir flest þroska­ skert börn finna að þau eru öðruvísi en þau heilbrigðu. „Það gerir sonur

Þær Ásta Kristrún og Kristín með syni sína Harald, þrettán ára, og Ragnar, átján ára.

minn,“ segir hún og ætlar það engum holt að búa við að upplifa stöðugt slíkan mun. Aðbúnaður barna með þroskahömlun í almennum skólum sé ekki fullnægjandi. Sonur Kristínar er nú í Fjölbrautaskólanum í Ármúla eftir farsælan skólaferil í Öskjuhlíðarskóla. Hún segir hann ekki kvarta. „En hann saknar sérskólans. Fjölbrautaskólinn er stórt og mikið bákn fyrir hann.“ Kristín segir að líkja megi skólagöngu hans og hans líkra í fjölbrautaskólanum við það að taka sjö ára barn úr grunnskóla og segja því að fara í framhaldsskóla, þó hvorki félagsleg geta sé ekki til staðar né forsendur til að takast á við námið – en lögin krefjast þessa. Ásta Kristrún segir að þær vildu gjarnan sjá opnari umræðu um málefni þroskaheftra. Staðan nú – að

synja þeim sem búa við þroskhömluðum um sérskólamenntun – beri merki fordóma. „Þetta eru fordómar og andúð á þroskahömlun og samfélagi þroskaheftra. „Þetta er eina samfélagið, fyrir utan Hells Angels eða skiplagða glæpastarfsemi, sem þetta má ekki vera til,“ segir hún. „Við viljum ekki tipl á tánum og viljum sjá pólitískan rétttrúnað burt,“ segir hún. „Margir eru svo með okkur, skilja okkur og eru sammála en beita sér ekki. Svo virðist sem fólk telji þann sem hlynntur er því að barn fari í sérskóla vondan við fatlaða, aðskilnaðarsinna og fordómafullur. Það er fáránlegt,“ segir Ásta. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Ófullnægjandi svör frá borginni

Kæra foreldra Inga Kristmanns er nú í umsagnarferli hjá menntamálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur krafið borgina svara og bíður þeirra áður en það kveður upp úrskurð sinn. Þrátt fyrir að Fréttatíminn hafi í tvo daga reynt að ná sambandi við Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóra Skóla- og frístundarsviðs borgarinnar, tókst það ekki og var hann á endanum sagður í fríi. Fréttatíminn beindi þá fjórum spurningum til upplýsingafulltrúa Skólaog frístundasviðs í tölvupósti: 1. Tveimur börnum hefur verið synjað um inngöngu í Klettaskóla síðustu tvö ár. Af hverju er ekki hægt að gera undanþágu frá inntökuskilyrðum fyrir þessi tvö börn, ef foreldrar þeirra vilja að þau gangi í sérskóla og telja þeim ekki vegna vel innan almennra grunnskóla? 2. Hvers vegna var inntökuskilyrðið í sérskóla þrengt árið 2008? 3. Hefur aðstaða og líðan barna með þroskahömlun innan almennra grunnskóla verið rannsökuð? 4. Snýst afstaða borgarinnar um peninga? Svör fengust ekki en Fréttatímanum bent á nokkrar skýrslur á vef borgarinnar. - gag


ENNEMM / SÍA / NM53324

Öflugir Android snjallsímar á stærsta 3G neti landsins

Sony Ericsson Xperia S

HTC One X

5.490 kr.

5.990 kr.

6.990 kr.

Vinsælasti Galaxy snjallsíminn í dag

á mánuði í 18 mánuði*

Netið í símann er ódýrara en þú heldur

Netið í símanum í 6 mán fylgir. Allt að 1 GB.

á mánuði í 18 mánuði*

89.900 kr. stgr.

Einn sá öflugasti með 4-kjarna örgjörva

Einn flottur með öllu!

Netið í símanum í 6 mán fylgir. Allt að 1 GB. 99.900 kr. stgr.

á mánuði í 18 mánuði*

Netið í símanum í 1 mán fylgir. Allt að 1 GB. 119.900 kr. stgr.

Samsung Galaxy SIII Sá allra flottasti er lentur

7.990 kr. á mánuði í 18 mánuði*

Netið í símanum í 6 mán fylgir. Allt að 1 GB. 134.900 kr. stgr.

Vertu klár á netnotkun þinni með Gagnamæli Símans 300 MB

300 MB Mánaðarverð

490 kr.

1

GB

1 GB Mánaðarverð

1.090 kr.

3

GB

3 GB Mánaðarverð

1.690 kr.

Þú getur á einfaldan hátt fylgst með því hversu mikið gagnamagn þú notar á netinu í símanum með Gagnamæli Símans eða á m.siminn.is. Skannaðu kóðann og fáðu Gagnamælinn í símann.

siminn.is I #meiraisland

*Greiðslugjald 325 kr. bætist við mánaðargjald.

Samsung Galaxy SII


8

fréttaskýring

Helgin 6.-8. júlí 2012

Forsetaframbjóðendurnir bíða eftir fyrstu tölum á RÚV. Ólafur Ragnar Grímsson, Andrea J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Þóra Arnórsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir. Mynd/Ingó

„Ósvífin nálgun“ Ólafs skilaði honum sigri Þessi „ótrúlegi“ sunnudagur, þegar Ólafur Ragnar Grímsson steig fram hálfum mánuði áður en hann sagðist ætla að hefja kosningabaráttuna – og Þóra beið eftir barninu – lagði grunninn að sigri hans. Forsetinn komst á óstöðvandi flug meðan Þóra lá í nauðvörn nær alla kosningabaráttuna. Búið var að spyrða hana saman við Samfylkinguna, henni vafðist tunga um tönn á opnum fundum, með maka sem átti það til að grípa fram í fyrir henni og leiðrétta. Þannig lesa rýnendur Fréttatímans í kosningabaráttuna. Meðbyrinn með framboði Þóru fjaraði út á sama tíma og Ólafur vann á. Fréttatíminn fer yfir hnökra og sigra kosningabaráttunnar.

É

g held að menn hafi misreiknað að andstæðingurinn hét Ólafur Ragnar Grímsson. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir slag við hann. Það er einfalda svarið,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, spurður um hvað hafi klikkað í kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur, helsta keppinautar Ólafs Ragnars um forsetaembættið? Atli Rúnar er einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Athygli og fyrrum fréttamaður. Hann telur að vandræðagangurinn á Ólafi meðan beðið var eftir afgerandi svari um það hvort hann ætlaði fram fimmta kjörtímabilið og áhugaleysið í kringum hann þá hafi blindað Þóru og hennar fólk strax í upphafi. „Og reyndar

aðra frambjóðendur líka.“ Atli Rúnar hélt að þessi áhugi annarra yrði þess valdandi að Ólafur pakkaði saman og hætti, en svo reyndist ekki heldur þvert á móti. „Svo var þessi ótrúlegi dagur – sunnudagur – þegar hann steig fram og hóf kosningabaráttuna. Þá sá maður fylgið næstum fljóta af götunum í áttina til hans.“ Margir snérust á punktinum frá vangaveltum sínum um að kjósa Þóru. Þeir hafi ekki viljað kjósa „fulltrúa ríkisstjórnarinnar“!

Frakkur Ólafur, jafnvel ósvífinn

„Þetta var frökk, jafnvel ósvífin nálgun hjá Ólafi. En þannig ganga hlutirnir og hann tók þau bara í bælinu. Og það í orðsins fyllstu merkingu: Hann tók

Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum

hana algjörlega á sæng.“ Þóra hafi ekki getað svarað fyrir sig þar sem hún beið fæðingarinnar og hlúði svo að barninu. „Og stuðningsmennirnir voru í einhverskonar fríi og biðu þess að barnið kæmi og að þá fengi hún fjölmiðlaathygli út á fæðinguna – sem mér fannst alltaf undarleg hugsun. Þarna gerðist eitthvað og þá var ekki aftur snúið,“ segir Atli Rúnar. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segir sigur Ólafs sýna hvað hann sé vinsæll í hugum margra. Þeir hafi kunnað að meta atbeina hans í Icesavedeilunni og óttast óvissuna sem hann talaði um að væri framundan. Þá hafi hann náð að festa sig í hugum margra sem mótvægi við óvinsæla ríkisstjórn og Alþingi sem sé rúið trausti.

gag@frettatiminn.is

Hún sem persóna höfðar til fólks, en hún náði ekki að segja neitt sem höfðaði til fólks.

„Þar að auki er hann mjög klókur og snjall stjórnmálamaður sem spilar á strengi þjóðarinnar eins og hljóðfæri og veit alveg hvað fólki líkar vel við að heyra. Að síðustu naut hann þess að Þóra Arnórsdóttir, sem var eini keppinauturinn sem gat velt honum af stalli, hafði ýmsar byrðir að bera. Hún var tengd við hina óvinsælu ríkisstjórn og fullyrt að hún styddi heilshugar – eins og hún hafði áður gert – aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kynnti Ólafur undir,“ segir hann. „Þannig að Þóra átti alltaf í vök að verjast. Svo var það hitt að mörgum fannst hún of ung. Einhverju máli skiptu svo makarnir. Dorrit aflaði honum einhvers fylgis en Svavar aflaði henni örugglega einskis fylgis, þó að Þóra hafi ekki endilega tapað fylgi vegna hans.“

Svavar greip fram í fyrir Þóru

Atli Rúnar telur að Þóra hafi tapað á umFramhald á næstu opnu

Basel sófi

Roma sófasett 311

Þú velur

Verð frá

GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

251.900 kr

Verð frá

172.900 kr

Íslensk framleiðsla

og draumasófinn þinn er klár Torino T2T

Áður 343.700 kr Nú aðeins 274.960 kr

HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga lokað Sunnudaga lokað

Oslo stóll Verð frá

Rín Hornsófi 2H2 Verð frá

285.900 kr

52.900 kr


10

ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS

398 kr. 12 stk.

fréttaskýring

ræðunni í kringum Svavar, en þó lík­ legast ekki þannig að tapið það hafi skipt sköpum. „En ef margt safnast saman hjálpar það alla vega ekki. Ég varð var við það á vinnustaðafund­ um að það fór til dæmis í taugarnar á mörgum; og þá sérstaklega konum, að hann var oft í að grípa fram í og leiðrétta hana. Það heyrði ég oftar en einu sinni, oftar en tvisvar. Þeim fannst þetta óþægilegt og svona smá­ atriði geta skipt máli.“ Önnur athygli sem beindist að Svavari var líkamsárás fyrri ára. Áverkavottorð móðurömmu þriggja dætra hans, bréf til Hannesar Hólm­ steins Gissurarsonar um hánótt, svo dæmi séu tekin, og fréttin um það þegar hann neitaði að taka í hönd Ástþórs Magnússonar sífram­ bjóðanda sem dæmdur var úr leik... Menn eru sammála um að Svavar hefði mátt halda sig meira til hlés. Atli Rúnar segir kosningabarátt­ una hafa verið háða á forsendum Ólafs. Taka megi dæmi af málsskots­ réttinum, sem hann hafi sjálfur vak­ ið máls á. Vangaveltum um hvenær ætti að beita honum, hvort og hvern­ ig. „Þetta var eins og eftir hans upp­ skrift. Hann er búinn að nota hann og það var engin tilviljun að hann notaði tíma sinn í umræðunum til að fjalla um hann,“ segir hann. „Hann iðaði í skinninu. Það var ótrúlegt að vera heima í stofu og horfa á þetta. Hann sýndi það enn einu sinni að það á aldrei að vanmeta Ólaf Ragnar Grímsson.“

Datt í fréttamannagírinn

498 kr. 8 stk.

298 kr. 3 stk.

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI

Þrátt fyrir að hafa haft margt gott fólk með sér og reynt, eins og Gauk Úlfarsson – sem stóð að baki kosn­ ingabaráttu Jóns Gnarr borgarstjóra og stuðning málsmetandi stjórn­ málamanna – kom allt fyrir ekki. Heimildamaður segir að innan her­ búða Þóru hafi togast á sjónarmið á stundum um hvort nýta ætti þennan stuðning eða ekki. Það hafi orðið yfirsterkara að gera það ekki og úr­ ræði sem þekkt eru úr pólitíkinni; eins og það einfalda ráð að tefla fram nafnalista stuðningsmanna, stuðn­ ingsmannayfirlýsingu, hafi komið fram of seint. Þá hafi Þóra glímt við ákveðið reynsluleysi. Hún hafi dottið í gír fréttamannsins að útskýra og spyrja í stað þess að svara. Það kunni hún. „Hún hefði unnið nánast hvern sem er – annan en Ólaf.“ Fólk nálægt Þóru hafi metið sem svo að aldur hennar hafi ekki farið eins illa í fólk eins og fyrst virtist ætla að verða en stuðningsmenn hennar hafi fundið á vinnustaðafundunum að mörgum hafi fundist sem svo nýbökuð móðir og með svo ung börn ætti að vilja vera heima. Fólk hafi sagt sem svo að það vildi ekki gera börnunum hennar þetta... „Hún sem persóna höfðar til fólks, en hún náði ekki að segja neitt sem höfðaði til fólks,“ seg­ ir viðmælandi Fréttatímans. Atli Rúnar bendir á að Þóra hafi ætlað að marka sér sérstöðu, en sér­ staðan hafi ekki náð að vera nógu skýr gagnvart kjósendum. „Hún hefði átt að taka Ólaf meira í gegn, berja meira á honum en ekki láta hann berja á sér,“ segir hann og finnst leðjuslag kosningabaráttunn­ ar hafa vantað. Sagnfræðingurinn Guðni segir þessa tilgátu einmitt vinsæla kenn­ ingu núna – að segja að hún hefði átt að vera hvassari; taka slaginn við Ólaf, deila við hann um stöðu forseta og hreinlega skora hann á hólm. „En mig grunar að hefði hún gert það hefðu margir álitsgjafar komið og sagt eins vissir í sinni sök að Þóra hefði átt að stilla sér upp sem sam­ einingartákn í anda Vigdísar því hún hafi ekkert í Ólaf í pólitískum leðju­ slag. Kannski er þetta því svona eft­ irá skýring,“ segir hann. Guðni er þó á því að margt í bar­ áttu beggja hefði mátt fara betur. „Mér fannst Ólafi takast verr upp þegar hann varð hvass og fór í skæt­ ing við fréttamenn, Þóru eða aðra

Helgin 6.-8. júlí 2012

Tveir þeirra sem helst voru áberandi og um leið umdeildastir í kosningabaráttunni. Ólafur Ragnar forseti og Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur. Mynd/Ingó

Þetta var frökk, jafnvel ósvífin nálgun hjá Ólafi. En þannig ganga hlutirnir og hann tók þau bara í bælinu. Og það í orðsins fylgstu merkingu: Hann tók hana algjörlega á sæng. forsetaframbjóðendur. Mér fannst hann frekar líklegur til að afla sér fylgist þegar hann var forsetalegur, talaði af virðingu um Þóru og með­ frambjóðendur sína, reyndi að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín og þess háttar,“ segir hann. „Með Þóru má náttúrlega segja að það voru vissir hlutir sem hennar kosningalið bar ekki ábyrgð á, en virkuðu öfugt á marga: Þórudagur, Þórubolir, Þórulög... Það var bragur yfir þessu sem mörgum fannst an­ kannalegur. Eftir á að hyggja held ég að þetta verði í síðasta sinn sem við sjáum svona forsetadaga, boli og þess háttar.“

Hin hefðu þurft kröftugri maskínur

Guðni bætir við að þótt þau tvö séu aðalatriðin megi líka líta til þess að Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir hafi goldið þess frá upphafi að hafa horfið í skuggann á turnunum tveimur. Þau geti þó ekki aðeins kennt öðrum um. „Herdís hóf kosningabaráttuna ekki vel. Það var of mikil áhersla á nám hennar og gráðuna og greinilegt að reynt var að breyta því þegar fram liðu stundir, en skaðinn var skeður,“ segir hann. „Ari Trausti náði aldrei því flugi sem þarf. Svona kosningabarátta þarf að vera massífari. Það þurfa fleiri að koma að. Það þarf fleiri sjálfboðaliða og baráttan þarf að vera umfangsmeiri til að ná árangri. Það þarf einfaldlega að vera meiri skriðþungi.“ Atli Rúnar bendir á að þótt Ólaf­ ur hafi misstigið sig víða á leiðinni hafi hann komist upp með það vegna daufra og bitlausra fjölmiðla. „Ég skal nefna eitt dæmi: Ólafur Ragnar velti upp sjálfur að eigin frumkvæði að sjávarútvegsmálin væru vel not­ hæf í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan samþykkir Alþingi lögin um veiði­

gjald. Hann var aldrei spurður hvort hann ætlaði að skrifa undir lögin eða ekki?“ En þegar öllu er á botninn hvolft segir Atli Rúnar einfalda svarið þetta: „Það er auðveldara að vera góður spyrill í Kastljósi en svara spurningum. Með öðrum orðum: Mér fannst hún sem frambjóðandi, þegar á hana reyndi, ekki nógu sterk. Mér fannst henni oft vefjast tunga um höfuð! Hún er glæsileg kona og góður spyrill. Þetta var áber­ andi. Hún skólaðist þegar á leið en framan af baráttunni, og ég sá hana á fundum, fannst mér hún ekki standa sig nógu vel.“

Guðrún sér glatað tækifæri

En þótt baráttunni sé lokið og Ólaf­ ur sitji nú sem fyrr á Bessastöðum er ekki svo að allt hafi fallið í ljúfa löð. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrr­ um þingmaður Samfylkingarinnar, studdi Þóru þótt hún hafi ekki gert það opinberlega vegna áróðursins um að framboðið væri í boði flokks­ ins. „Mér finnst þjóðin ekki hafa átt­ að sig á því hvað gæti komið út úr þessu. Mér finnst hún hafa misst af tækifæri til að breyta í anda rann­ sóknarskýrslu Alþingis,“ segir hún. „Við erum kannski með svona mikla sjálfseyðingarhvöt og þá verður það bara að vera þannig. Þjóðin vill þetta og þá verðum við að taka því. Við lif­ um við það og getum það.“ Ólafur hafi sterkari maskínu: „Hann var með sitt örugga fylgi sem vatt upp á sig,“ segir hún. „Það sem mér fannst flottast við baráttu Þóru var að hún lét aldrei hafa sig út í neinn óþverragang eða neitt sem gat orkað tvímælis. Það þarf rosa­ lega sterk bein í það. Ég held að fólk átti sig ekki á því fyrr en eftir á hvað hún hafði sterk bein,“ segir hún. „Þetta er glæsileg útkoma fyrir glænýja manneskju sem fer gegn sitj­ andi forseta.“

Talar svo landanum líki

Guðrún segir þjóðina nú strax fá smjörþefinn af því hvernig Ólafur starfi. Hann hafi sagt eitt í kosninga­ baráttunni en geri nú annað. „Það vissum við sem vildum ekki kjósa hann að hann myndi gera.“ Guðni segir að auðvitað óski menn forsetanum velfarnaðar. „Og Ólafi er ekki alls varnað. Hann er þraut­ reyndur og þurfi að verja hag Íslands á alþjóðavettvangi eru fáir eins harð­ ir í horn að taka, eins klókir og eins óskammfeilnir jafnvel eins og þarf í harðri milliríkjadeilu. Komi til þess að við þurfum að standa í ströngu vegna Icesave áfram, þá mun hann örugglega láta í sér heyra þannig að landanum líki.“


TUDOR HERITAGE CHRONO Self-winding mechanical movement Bidirectional rotatable steel bezel Sapphire crystal, screw-down crown Waterproof to 150 m, steel case 42 mm

Michelsen_25x39_TudHeritChrono.indd 1

30.06.11 10:25


12

viðtal

Helgin 6.-8. júlí 2012

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir á heimili foreldra sinna eftir að dætur hennar voru teknar af henni með lögregluvaldi. Ljósmynd Hari

Þótt við séum með sameiginlegt forræði veit ég ekki hvar þær eru, hvar þær búa, símann hjá föður þeirra, ekkert.

Börnin voru rifin úr örmum móður sinnar Þrjátíu og fimm ára gömul móðir stendur uppi án þriggja dætra sinna í hatrammri forræðisdeilu við danskan föður þeirra. Hér á eftir fer saga hennar; upplifun hennar og hennar hlið málsins studd frásögn bróður hennar og systur. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur verið hjá foreldrum sínum frá því að fjölmenn lögreglusveit tók af henni dæturnar á föstudag. Dæturnar voru vistaðar á vegum yfirvalda í tvo sólarhringa áður en þeim var fylgt úr landi með föður sínum. Hún hafði í tvígang farið með þær frá Danmörku, burt frá föðurnum, því hér vildi hún búa í faðmi stórfjölskyldunnar. Fjarri honum.

M

artröð Hjördísar Svan Aðal­ heiðardóttur varð að veru­ leika á föstudag þegar lögregluyfirvöld; sér­ sveitin klædd vestum, almennir lögregluþjónar á sjö bílum og einu hjóli, með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í broddi fylkingar, kom á heimili hennar í Kópavogi til þess að taka af henni dætur hennar þrjár og koma í hendur dansks föður þeirra sem flutti þær til Danmerkur – þar sem hann býr. Erfitt er að hægt að lýsa með orðum ástandi Hjördísar nú tæpri viku síðar: Harmi slegin, í áfalli og niðurbrotin – sambland af

þessum tilfinningum að viðbættri örvæntingu og reiði er í áttina. „Þær voru teknar úr örmum mínum,“ segir Hjördís. „Ég hef alltaf verið heimavinnandi og hugsað um þessa stelpur. Þær fara ekki að sofa án þess að ég haldi í höndina á þeim. Að þær hafi verið teknar frá mér er ófyrirgefanlegt. Ég veit ekki hvað hefur gerst. Ég veit ekki hvernig þær hafa það, en tel að þær hafi það ekki gott. Ég hef ekki fengið að tala við þær eftir að faðir þeirra fékk þær og mér líður eins og ég sé sakamað­ urinn í þessu máli. Þótt við séum með sameiginlegt forræði veit ég ekki hvar þær eru, hvar þær búa, símann hjá föður þeirra... ekkert,“ segir hún.

Hjördís stendur í hatrammri forræðis­ deilu vegna dætra sinna þriggja. Hún heldur því fram að í kjölfar dóms hæsta­ réttar hér á landi í mars í fyrra, sem kvað uppúr um að henni bæri að fara með dætur sínar út til Danmerkur, hafi myndast nýr grundvöllur til þess að taka á málinu og líta til nýrra gagna. Hún hafði farið með börnin heim í október 2010 eftir að danskir dómstólar dæmdu þeim foreldrunum sam­ eiginlegt forræði yfir stúlkunum og að þær ættu að búa hjá henni. Hún fór að hæsta­ réttardómnum og fékk faðirinn dæturnar allar helgar heim til sín um nokkurt skeið og málið fór aftur fyrir danska dómstóla. Eftir að dómur féll um að sameiginlega forræðið héldi en dæturnar ættu að búa hjá föður sínum flúði hún aftur með þær heim til Íslands – burt frá föður stúlknanna. „Ég tel og mér, hefur verið sagt, að það sé þar sem ég sagði fyrir dómnum að ef þær myndu búa hjá mér yrði það á Íslandi.“ Hún er afar ósatt við aðkomu íslenskra stjórn­ valda og telur fjölda laga hafa verið brotinn í meðferð þess, núna síðast af barnavernd­ arnefnd Kópavogs.

Sem lömuð í foreldrahúsi

Hjördís hefur frá því á föstudag gist í foreldrahúsum og þar eru einnig systkini hennar tvö henni til halds og trausts. Yngri bróðir hennar, Stefán Svan Aðalheiðarson, hefur fengið frí úr vinnu sinni hér í höfuð­ borginni og Ragnheiður Rafnsdóttir, sem er eldri og búsett á Höfn í Hornafirði, er kominn í bæinn til að styðja hana og nýtir til þess sumarfrí sitt. „Ég vakna á morgnana og hugsa; gerðist þetta?“ Hjördís situr við borðstofuborðið í þakíbúð foreldra sinna í miðbæ Reykja­ víkur. Hjördís segir hún og faðir dætra þeirra hafa kynnst í Kaupmannahöfn 2002, þegar hún var nýflutt út með fimm ára son sinn Sólon. „Hann var þá í námi og allt lék í lyndi.“ Hjördís segir manninn hafa breyst þegar hann fór að vinna. „Þá kom á hann pressa,“ segir hún. „Svo byrjar ofbeldið á mér og seinna á syni mínum. Ég flý oft með börnin. Hann lætur sig hverfa í margar

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Þær grétu. Þær héldu í mig og það endaði með því að lögreglumaður hélt mér niðri og reif af mér börnin. Þær fóru grátandi í burtu frá mér.

vikur en kemur svo aftur.“ Stefán bróðir hennar skýtur að. „Hann sýndi alltaf óeðlilega hegðun gagnvart syni Hjördísar. Alveg strax frá því að þau byrja saman. Hann var afbrýðisamur og ég man eftir því að Emma, sú elsta, lærði fljótt að koma sök á eldri bróður sinn, því faðir hennar var svo tilbúinn að taka í hann og kenna honum um allt.“ Hjördís segir þó að hún hafi ekki séð nein hættumerki þegar þau kynntust: „En mér fannst skrýtið, þegar maður hugsar til baka, að hann átti enga vini og hann hélt engri vinnu. Maður getur hugsað til baka, eins og ég hef gert síðustu þrjú ár, hvað maður var vitlaus að vera með þessum manni.“

Fjölskyldan tiplaði á tánum

Ragnheiður tekur við: „Við sem fjölskylda sáum að eitthvað var að gerast, en hún var ótrúlega dugleg við að segja: Nei, hann er bara með höfuðverk. Nei, hann er þreyttur. Og ef við sögðum eitthvað lét hann það bitna á henni. Þannig að ég segi fyrir sjálfa mig, frá því að ég kynntist honum var mað­ ur alltaf á tánum; passa að það væru ekki læti í börnunum hans, eða að maður segði ekki vitlausu hlutina til að hafa hann góðan. Þannig samband var þetta.“ Hjördís lýsir nánar upplifun sinni af sambúð þeirra. „Það var mjög erfitt tímabil þegar ég var ólétt af yngsta barninu. Þá til dæmis kastaði hann mér upp á borð. Hann sló mig þegar ég var að gefa henni brjóst.“ Þetta sem hún segir er til í lögreglu­ skýrslum og að sögn Hjördísar ekki alvar­ legasta framkoma hans í hennar garð og barnanna sem hún lýsir. Margt er að koma upp á yfirborðið: „Sólon hefur verið að gefa skýrslu á lög­ reglustöðinni og þar hefur margt komið fram sem ég vissi ekki um. Hann er í fyrsta skipti að segja frá,“ segir hún. Elsta dóttir þeirra, Emma, fæddist 2004. Dæturnar þrjár fæddust með stuttu millibili, því þær Mathilda og Mia fylgdu í kjölfarið 2006 og 2007. Þótt samband þeirra hafi hafist í Danmörku bjuggu þau minnst þar eftir að þær fæddust. „Hann fékk vinnu Framhald á næstu opnu


SUBARU XV NÝR SPARNEYTINN SPORTJEPPI

6,6 l

100 km

E N N E M M / S Í A / N M 5 07 75

í blönduðum akstri

SUBARU XV

sjálfskiptur

Fjórhjóladrifinn Vél 2,0 lítra 150 hestöfl 2,0 lítra vél Eyðsla 6,6 lítrar á 100 km í blönduðum akstri 150 hö CO2 153 g/km Veghæð 22 cm Bakkmyndavél Verð 5.890.000 kr.

KAFFI OG REYNSLUAKSTUR Í DAG! Vertu velkomin(n) til okkar í kaffi og reynsluakstur og láttu sölumenn okkar reikna út hvernig þú getur eignast nýjan Subaru XV og komist leiðar þinnar við allar aðstæður.

Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533

BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000


14

viðtal

á Englandi 2005. Þar varð hann mjög óánægður. Honum fannst allir vondir við sig í vinnunni og það var eiginlega þar sem ofbeldið gagnvart mér byrjaði. Svo fluttum við til Íslands 2006 og vorum hér. Hann missti vinnuna í október 2008, en hann vann hjá Kaupþingi. Hann fór út í janúar 2009 og fékk vinnu hjá Legó. Og við í endaðan júní.“

Ráðlagt að flytja heim

Þar urðu vatnaskil í sambandi þeirra. „Þegar ég ákvað að segja frá ofbeldinu hafði ég ekki ákveðið að fara frá honum. Þá hafði hann horfið í tvær vikur. Leikskólastjórinn sá að eitthvað var að og spurði. Ég sagði henni frá ofbeldinu. Þá fékk ég félagsráðgjafa til mín og ræddi að auki við heimilislækni, en var samt ákveðin í að fara aftur til hans – ekki fara frá honum,“ segir hún og skilji ekki hvað hún hafi verið að hugsa. „Svo var mér ráðlagt árið 2010, af félagráðgjafa úti í Danmörku, að fara heim til Íslands sem ég gerði. Þá sá ég málið í öðru ljósi. Ég talaði við Kvennaathvarfið hér heima,“ segir hún. „Ég var að afla mér upplýsinga því ég fékk stöðugar hótanir frá manninum: Ef að þú kemur ekki núna læt ég dönsku lögregluna koma og sækja börnin og þú færð aldrei að sjá þau aftur. Ég var að skoða hvaða rétt ég hafði og hvað ég ætti að gera. Þá var talað við ráðherra og fullt af fólki,“ segir hún og undrast linkind í málinu. „Þá ráðlagði Bagi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu mér að drífa mig aftur út og klára málið. Sem ég trúði að væri

Helgin 6.-8. júlí 2012

hægt og var svo vitlaus að trúa. Þá var ekkert dómsmál hafið. En hann sagði að í Danmörku væri allt svo æðislegt að ég myndi hlæja að þessu öllu saman seinna meir. Þetta sagði hann fyrir framan systur mína og fyrir framan aðstoðarmann innanríkisráðherra. Það voru mörg vitni að því,“ segir hún þar sem hún situr nú eftir án dætra sinna. „Ég hefði viljað sjá Ögmund Jónasson innanríkisráðherra banka í borðið fyrir þessi íslensku börn og segja: Hingað og ekki lengra, í stað þess að bíða og bíða. Mér þykir vænt um þennan mann sem hefur alltaf gefið sér tíma fyrir okkur, en það er eins og það sé einhver hræðsla. Það þarf einhver að taka á skarið og segja: Það verður rætt við þessi börn,“ segir hún og þau systkin segja þetta þeirra heitustu ósk sem ítrekað hefur verið hunsuð.

Vilja sannleikann fram

„Í mínum huga hefur ofbeldismaður fengið hjálp við að fá börnin,“ segir Hjördís. „Yfirvöld vitna í Haag-samning um að senda eigi börnin tafarlaust til baka, en í síðasta lið hans stendur að ef að rökstudd ástæða er um andlegri og líkamlegri heilsu sé stefnt í hættu beri að víkja frá fyrri greinum hans. Það er búið að biðja um vernd fyrir þessi börn. Það er búið að biðja um að kyrrsetja þau bara til þess eins að fá klukkutíma samtal svo sannleikurinn komi í ljós. Það eru til áverkavottorð, sjúkraskýrslur þegar dóttir mín var lögð inn á sjúkrahús. Það er enginn sem hlustar. Það er eins og enginn þori að gera neitt.“ Að sögn Hjör-

Caso

vínkælar

Lögreglustjórinn á vettvangi þegar dæturnar voru teknar á föstudag (t.v.) og Hjördís með dætrunum þremur á góðri stund (t.h.). Elst er Emma, svo Mathilda og loks Mia.

dísar eru þetta skýrslur frá því að faðir stúlknanna fékk dæturnar um hverja helgi á síðasta ári eftir að hún fór með þær út í kjölfar hæstaréttardómsins. Ragnheiður tekur undir og segir: „Þetta mál er til skammar fyrir íslensk stjórnvöld.“ Stefán tekur við: „Mér finnst sem íslensk yfirvöld séu að lúffa fyrir þeim dönsku. Þau séu hrædd við þau dönsku og eru að fría sig allri ábyrgð. Þau vilja þvo hendur sínar af málinu.“ Stefán lýsir því að aðgerð lögreglunnar á föstudag hafi verið eins og að vera lentur í miðri bíómynd. Tíu aðstandendur stúlknanna hafi verið mættir til að vera viðstaddir þegar yfirvöld komu til að fjarlægja þær frá móður sinni. Aldrei hafi þó staðið til að taka á móti og viðbúnaðurinn hafi komið flatt upp á þau. Hann hafi fylgst með málinu frá upphafi og hefur ávallt hvatt Hjördís til að fara rétta leið innan kerfisins. „Ég er með samviskubit yfir því að hafa hvatt hana til þess að fara eftir lögum þegar þau hafa ekki staðist. Maður hefði ekki getað trúað því að manneskju sem stígur út úr ofbeldissambandi yrði ekki hjálpað – sem við hvöttum hana til þess að gera því við trúðum því að þannig fólki væri hjálpað. Það er enginn að biðja um sérmeðferð. Við erum bara að biðja um að börnin njóti vafans og að það sé talað við þau,“ segir Stefán, bróðir Hjördísar.

Nýjum gögnum hafnað

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

PIPAR\TBWA •

SÍA •

112343

Það er enginn svikinn af útivistarfatnaðinum frá Mountain Hardwear. Veldu gæði.

REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA

Hjördís segir alla tíð litið framhjá nýjum gögnum í málinu en horft á málið út frá fyrri dómi, sem sé í raun búið að framfylgja með því að hún hafi aftur flutt út með börnin. „Ef allt hefði átt að vera rétt hefði hann átt að fara í annað afhendingarmál við mig í héraðsdómi, þegar ég flutti heim í annað sinn, þar sem öll þessi nýju gögn yrði skoðuð,“ segir hún og vísar í tímann sem hann hafði börnin á síðasta ári. „Ég get ekki lýst tilfinningunni þegar kom í ljós að þær áttu að fara til föður síns. Þær áttu að fara á föstudegi og koma á mánudegi – hverja einustu helgi. Það var verið að refsa mér því ég hafði farið með þær heim til Íslands. Það var ekkert hlustað á börnin. Allur föstudagurinn fór í að tala við þær, gráta, segja þeim að vera sterkar og vera saman, halda utan um hver aðra og að þær vissu að mamma væri að hugsa um þær,“ segir hún. „Eins og heimilislæknir okkar lýsir: Þetta varð verra, verra, verra. Ég fór þrisvar með Emmu vegna áverka til heimilislæknis. Hann sendi tilkynningu til kommúnunnar. Kommúnan gerði ekkert. Ég fór þangað fimm sinnum og bað þær um að gera eitthvað. Mér var sagt að ef þær ættu að rannsaka málið þá myndi ofbeldismaðurinn þurfa að fá að vita það og þá yrði hann

örugglega verri við stelpurnar,“ segir hún. Hún lýsir því að móðir hennar hafi sótt Emmu til hans þar sem hún hafi verið á leið fyrir danska réttinn í forræðismálinu. „Hún hringdi og sagði að ekki sé allt í lagi. Emma gráti viðstöðulaust. Þær fara inn á klósett lestar á leið heim og mamma tók hana úr á ofan og sá að barnið var með áverka á báðum höndum. Hún sendi mér mynd af því sem ég svo sýndi lögfræðingnum mínum. Lögfræðingur minn bað dómarana um frest, því ný gögn séu komin fram í málinu sem verði að rannsaka. Dómararnir neituðu því,“ segir hún. „Mamma fór strax með börnin á slysavarðsstofuna, þar sem þetta var skoðað, lýst og ég fæ áverkavottorð fyrir barnið. Ég talaði við heimislækni, hún hafði áhyggjur af vöðvabólgu og krónískum höfuðverk Emmu, svo hún var lögð inn á sjúkrahús. Þar sagði Emma barnalækni sína sögu. Barnalæknirinn sagði svo við mig: Ég hef verið barnalæknir í tuttugu ár og því miður er þetta þannig í Danmörku að ofbeldisfullir foreldrar mega hafa börnin sín hjá sér. Þegar hún sagði þetta var ég búin að ákveða að ef dæmt yrði mér í óhag að ég myndi fara heim til Íslands með börnin,“ segir hún og það gerði hún þegar dómurinn lá fyrir.

Grétu og héldu í móður sína

Hjördís gagnrýnir nú barnaverndaryfirvöld fyrir að horfa framhjá þessum gögnum. „Barnaverndaryfirvöld höfðu heimild til þess að kyrrsetja börnin og skoða málið. Því var hafnað. Formaður barnaverndarnefndar í Kópavogi hafði lofað að hann ætlaði að mæta ásamt fjórum öðrum í nefndinni á föstudaginn þegar börnin voru tekin. Ef þetta yrði erfitt fyrir börnin ætlaði hann að stoppa þessa aðgerð – sem þeir hafa heimild til að gera. Hann mætti ekki. Hann hefur ekki gefið neina skýringu á því en hann mætti ekki,“ segir hún. Hjördís segir þennan föstudag, þegar dæturnar voru teknar af henni, hafa verið hræðilegan. „Þær grétu. Þær héldu í mig og það endaði með því að lögreglumaður hélt mér niðri og reif af mér börnin. Þær fóru grátandi í burtu frá mér,“ segir hún. „Faðirinn þorði ekki að vera viðstaddur þessa aðgerð, því hann veit alveg að þegar hann birtist truflast þær af hræðslu. Hann lét lögfræðinginn mæta og vildi frekar að börnin væru í höndum ókunnugs fólks í tvær nætur, en svo kom hann í skjóli nætur og fékk þær,“ segir hún undrast að þrátt fyrir áhugaleysi á að rannsaka ásakanir hennar hafi staðan verið önnur þegar hann átti í hlut. „Lögmaður hans sendi inn kæru á hendur mér vegna þess að ég flutti frá Hornafirði með stelpurnar til Kópavogs. Kæran snerist um

það að það væri ekki gott fyrir þær að flytja og að það þyrfti að kanna ástand barnanna. Kópavogsbær ákvað strax að taka viðtal við mig og börnin. Ég hugsaði: Ég hef ekkert að fela. Ég hugsa fullkomlega um þessi börn, þannig að auðvit­ að fór ég með þau í viðtöl ef að á að kanna líðan þeirra. Þau fóru öll fjögur í viðtal hjá Barnaverndarnefnd Kópavogs. Sonur minn sagði við mig: Mamma núna ætla ég að segja frá ofbeldinu og hvað þessi maður er búinn að gera okkur,“ lýsir hún. „Ég var ekki viðstödd þessi viðtöl en Emma segir mér að hún hefði verið spurð: Hver er heitasta óskin þín? Hún hafi svarað, það er að fá að búa í friði á Íslandi. Þá var hún spurð hvað væri það skemmtilegasta sem hún gerði og Emma svaraði: Það er að hlæja með mömmu minni, því mamma er besta vinkona mín.“ Nú berstur rödd Hjördísar. „Þetta voru konurnar sem rifu þær úr höndunum á mér á föstudagskvöld. Og ég sem hafði sagt við dætur mínar: Þetta eru konur sem ætla að hjálpa okkur. Verið duglegar og segið þeim sannleikann, segið frá. Ég sagði við aðra þeirra: Þú veist að þú spurðir Emmu hver hennar heitasta ósk væri; manstu svarið við því? Hún sagði já, auðvitað veit ég það. Ég sagði þá: Þú veist að Sólon sonur minn sagði þér hvað þessi maður er búinn að gera börnunum? En samt voru þær teknar,“ segir hún og grætur.

Veit ekki um dætur sínar

Nú eru dæturnar úti í Danmörku en hvar veit Hjördís ekki. „Þar eiga þær sér engan málsvara,“ segir hún. Gætir þú farið út og hitt þær? „Ég veit ekki hver staða mín er. Ég veit það ekki.“ En getur þú haldið baráttunni áfram, eða ertu komin á endastöð? „Núna vinna lögfræðingar mínir á fullu. Enn veit ég voða lítið.“ Er ekkert sem segir að þú þurfir að vita hvar þær séu niðurkomnar? „Það hlýtur eiginlega að vera. Þegar ég hef tekið þær hingað til Íslands hef ég aldrei verið í felum með þær. Hann hefur alltaf haft símanúmerið mitt og getað haft samband. Tölvupóstfang sem hann hefur vitað, en hann hefur aldrei reynt að hafa samband við þær,“ fullyrðir Hjördís. En af hverju sækist hann þá eftir því að fá dæturnar? „Þetta er hefnd hans gagnvart mér. Hann var búinn að segja við mig að ef ég myndi segja fá ofbeldinu myndi hann taka af mér börnin. Ef honum væri ekki sama um þessi börn hefði hann ekki látið svona. Hann veit hvað þær eru glaðar á Íslandi. Hann hefði aldrei gert þetta svona ef þetta væri góður maður.“


fyrir ævintýri sumarsins The NorTh Face er sTærsTa úTivisTarmerki heims.

ÍSLENSKA SIA.IS UTI 60403 06/12

Í gönguferðum og útivist á Íslandi skiptir mestu að búa sig vel.

verÐ frá: 22.990 Kr.

verÐ: 18.990 Kr.

tilboÐ: 49.990 Kr.

verÐ: 17.990 Kr.

tilboÐ: 7.990 Kr.

TNF Base Camp DuFFel leiðaNgurspokar Sterkir og traustir. Stærðir M - L – XL.

TNF reCoN Dagpoki Með þægilegu baki. Vel innréttaður! Í skólann og á fjöllin.

TNF TaDpole 2 maNNa Létt göngutjald 2,4 kg. Vatnsvörn 1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm taffeta. Álsúlur. Hæð 100 cm. Almennt verð: 59.990 kr.

TNF Trekker CoNv. göNguBuXur Hægt að renna skálmum af. Fljótþornandi, létt stretch-efni. Fást bæði á dömur og herra.

TNF glaCier Flíspeysur Fást bæði á dömur og herra. Ýmsir litir. Almennt verð: 9.990 kr.

verÐ frá: 11.990 Kr.

verÐ: 69.990 Kr.

tilboÐ: 21.592 Kr.

verÐ: 44.990 Kr.

tilboÐ: 52.792 Kr.

TNF skyrTur Flottar og vinsælar. Fást bæði á dömur og herra. Ýmsir litir.

TNF alpiNe projeCT 3 laga gTX Top jakki Í fjallaferðir og útivist. „Active Shell“ vatnsvörn og útöndun. Bæði til á dömur og herra.

TNF HeDgeHog gTX iii Léttir, öflugir og þægilegir. GTX-vatnsvörn og vibram-sóli. Fást bæði á dömur og herra. Almennt verð: 26.990

TNF verBera BaCk­ paCker göNguskór Öflugir með GTX-vatnsvörn. Vibram-sóli, góður stuðningur. Fást bæði á dömur og herra.

TNF Blue kazoo DúNsveFNpoki „650+fill“ gæsadúnn. Þyngd: 1.140 g Þolmörk: -9°C Almennt verð 65.990 kr.

NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS


Kalt og blautt en svolítið hressandi Gamla bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum hefur verið heimahöfn íslenskra veiðiskipa í yfir 100 ár. Hún hefur sterk tengsl við íslenska sjómenn og þess vegna kjörinn staður til að ljósmynda sumarlínuna okkar. Á bryggjunni fundum við vatnsloka sem eru notaðir til að dæla drykkjarvatni á fiskiskipin. Þegar við skrúfuðum frá fengum við ískalt úrhelli sem minnti okkur á íslenska sumarið - kalt og blautt en líka svolítið hressandi.


magazine.66north.is

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA


18

úttekt

Helgin 6.-8. júlí 2012

2

Þetta er önnur greinin í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um endurreisn grænlensks samfélags sem nú hillir undir að geti orðið að ungu kynslóðinni í Grænlandi er að takast að innleiða. Hugarfarsbreytingin felst í aukinni sjálfstæðisvitund og ábyrgð sem er jafnframt nauðsynleg til

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

þess að Grænlendingum takist að skapa sér það heilbrigða samfélag sem þeir kjósa að búa í.

sigridur@ frettatiminn.is

veruleika. Sigríður Dögg fór til Grænlands og kynnti sér þá þróun sem orðið hefur á samfélaginu á undanförnum árum og þá hugarfarsbreytingu sem

Vakning hefur orðið í grænlensku samfélagi á undanförnum árum og er nú markvisst barist gegn ofneyslu áfengis og annarra vímuefna sem er veigamesti þátturinn í nýrri lýðheilsustefnu. Ljósmynd/SDA

Herör Grænlendinga gegn ofdrykkju og reykingum Í Grænlandi stendur nú yfir umfangsmikil barátta fyrir bættri lýðheilsu. Djúpstæð vandamál blasa við: Herfileg misnotkun áfengis og fylgifiskar svo sem ofbeldi, sjálfsvíg og misnotkun á börnum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir kynnti sér þetta mikilvæga verkefni og komst að því að vandinn felst meðal annars í þeim skaða sem hömlulaus áfengisneysla kynslóðar Grænlendinga á sjöunda og áttunda áratugnum olli þeim börnum sem þá voru að vaxa úr grasi. Þau börn eru nú foreldrar.

U

HELGAR BLAÐ

pp úr síðustu aldamótum varð Grænlendingum ljóst að þeir yrðu að koma á fót áætlun til að vinna gegn þeim alvarlegu vandamálum sem samfélagið stendur frammi fyrir; tíðum sjálfsvígum ungmenna, félagslegum vandamálum tengdum áfengisneyslu, kynferðislegu ofbeldi, aukinni offitu og fjölda dauðsfalla vegna krabbameins tengdum reykingum. Augu manna varðandi heilsu þjóðarinnar höfðu opnast í lok tíunda áratugarins þegar tvær stórar rannsóknir á heilsu almennings voru gerðar, önnur árið 1993 og hin árið 1998. Rannsóknin árið 1998 leiddi til að mynda í ljós að nær tíundi hver Grænlendingur yfir átján ára aldri þjáðist af sykursýki. Til samanburðar er hlutfallið á Íslandi 6 prósent hjá konum og 3 prósent hjá körlum. Niðurstöðurnar voru sannarlega mikið áhyggjuefni og kom yfirvöldum á óvart, að sögn Birgit Niclasen, læknisfræðilegs ráðgjafa í heilbrigðisráðuneyti Grænlands. Yfirvöldum var ljóst að ástandið var með þeim hætti að ekki væri nægilegt að bregðast við því með sértækum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins heldur þyrfti meira að koma til. Árið 2003 var lýðheilsuverkefni hrint úr

vör undir yfirskriftinni Inuuneritta sem þýðir „Eignumst gott líf“. Í kjölfarið var samþykkt fyrsta lýðheilsustefnan sem tók gildi árið 2007. Í henni er lögð áhersla á níu þætti sem voru taldir varða heilsu almennings og vert að sporna við fæti gegn: áfengis- og hassneyslu, ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi, sjálfsvíg, mataræði og hreyfingu, kynlífsfræðslu, reykingar, heilsu barna og ungmenna, heilsu eldri borgara og tannheilsu. Lýðheilsustefnan var kynnt um allt land og varð mikil vakning í kjölfarið að sögn Birgit. Spurð um árangur þeirra verkefna sem sett voru af stað sem hluti af lýðheilsuáætluninni, segir Birgit: „Tvær heilsufarsrannsóknir voru gerðar árið 2005 og svo aftur 2009. Nýja rannsóknin leiddi í ljós að ekki höfðu verið framfarir á öllum sviðum. Við höfum séð mjög jákvæða þróun hvað varðar aukna hreyfingu og minna sælgætisát. Við höfum einnig merkt jákvæða breytingu á tannhirðu sem er jafnframt góður mælikvarði á félagslega stöðu. Ýmislegt annað hefur því miður ekki breyst til batnaðar, svo sem reykingar, þar sem engin breyting hefur orðið, sem og neysla áfengis, sem hefur ekki dregist jafnmikið saman og við vonuðumst eftir,“ segir Birgit.

„Við höfum ekki enn fengið endanlegar niðurstöður í þeim mælingum sem gerðar voru á þessu ári og eru ætlaðar til þess að meta hvernig við stöndum gagnvart þeim markmiðum sem sett voru með lýðheilsuáætluninni,“ segir Birgit.

Félagsleg staða áhrif á heilsu

Hún bendir á að allar jákvæðar breytingar sem eigi sér stað er varða lýðheilsu eigi sér fyrst stað í Nuuk og breiðist þaðan út til minni bæja og byggðanna. „Í nýrri lýðheilsuáætlun sem tekur gildi þegar þessari lýkur, árið 2013, höfum við reynt að bregðast betur við þessu. Eitt af því sem spilar inn í eru fjárhagslegir erfiðleikar sem fólk í byggðunum á hlutfallslega helst við að stríða. Við þurfum því einnig að taka tillit til utanaðkomandi áhrifa í áætluninni sem hafa hamlandi áhrif á þá þróun sem við erum að vinna að,“ segir hún. Nýverið breyttu stjórnvöld út af þeirri stefnu að sama verð á öllu rafmagni, hita, vatni og matvælum skyldi vera á landinu – er því nú dýrara að lifa í þorpunum og byggðunum. Á sama tíma er atvinnuleysi þar hlutfallslega mest og félagsleg vandamál að sama skapi. Rannsóknir sýna að bein tengsl eru á


úttekt 19

Helgin 6.-8. júlí 2012

milli félagslegrar stöðu og heilsu. Í Grænlandi sést þetta greinilega í rannsóknum sem gerðar voru á árunum 2005-10 á heilsu hinna efnuðustu og fátækustu í samfélaginu. Tvöfalt fleiri hinna fátækustu reykja, tæp 80 prósent á móti 40. Munurinn á drykkju er sá sami, 60 prósent hinna fátækustu drekka of mikið en 28 prósent hinna efnuðustu. Hinir fátækustu þjást frekar af langvarandi sjúkdómum og búa við mun fábreyttara mataræði. En hver eru stærstu vandamálin? „Það fer eftir því til hvers maður horfir. Það er margt mjög jákvætt að gerast,“ segir Birgit. „Við sjáum þó að það hefur reynst erfitt fyrir hluta samfélagsins að taka þátt í þessum breytingum, sérstaklega fólk í byggðunum. Þar eru skólar oft ekki eins góðir og því erfitt að sækja sér góða menntun sem verður þess jafnframt valdandi að það er erfiðara fyrir fólk að taka þátt í þeim jákvæðu breytingum sem eru í gangi í samfélaginu. Íbúar í samfélögunum í byggðunum hafa jafnframt aðra reynslu en fólk í stærri samfélögum og það er erfitt að breyta einhverju sem fólki finnst ekkert vera vandamál. Þess vegna verða breytingar fyrst í Nuuk og breiðast síðan út um landið,“ segir Birgit. „Mitt helsta áhyggjuefni er heilsa barna. Ég hef til að mynda skoðað sérstaklega fjölskyldur þar sem foreldrar geta ekki hugsað um börn sín án utanaðkomandi hjálpar. Vandamálin tengjast mjög oft misnotkun áfengis sem hefur áhrif á fjölskyldulífið og heilsu barnanna,“ segir Birgit.

Áfengisneysla mikið vandamál

Áfengisneysla í Grænlandi er mun meiri en á öllum öðrum Norðurlöndunum nema í Danmörku en Danir neyta mesta magns áfengis allra Norðurlandabúa. Neysla Grænlendinga er hins vegar annars eðlis en Dana og einkennist af túrafylleríum. Áfengisneysla hefur dregist allverulega saman í Grænlandi frá því um miðjan níunda áratuginn þegar hún náði hámarki. Árið 1782 lögðu Danir bann við sölu áfengis til nýlenduþjóðarinnar Grænlendinga. Banninu var aflétt smám saman og árið 1954 gátu íbúar á vesturströndinni keypt áfengi að vild. Árið 1960 neyttu Grænlendingar yfir 14 ára aldri að meðaltali 6 lítra af vínanda á ári. Það jókst hratt á 7. áratugnum og í kjölfarið var Edrúráðið sett á fót í því skyni að greina áfengisvandann og bregðast við honum. Í niðurstöðum Edrúráðsins frá árinu 1971 kemur fram að 37 prósent allra heimila stríða við áfengisvandamál. Árið 1974 var neyslan komin í 19 lítra á mann á ári en í kjölfarið voru settar takmarkandi reglur á sölu áfengis sem urðu til þess að neyslan dróst saman um nær helming. Eftir að reglurnar voru afnumdar jókst áfengisneyslan að nýju og náði sögulegu hámarki árið 1987 í 22 lítrum af vínanda á mann árlega. Árið 2011 var neyslan 9,8 lítrar á mann á ári og hefur dregist saman um 3,7 lítra frá því árið 2000. Til samanburðar var áfengisneysla á Íslandi 7,5 lítrar árið 2007 en Hagstofan hefur ekki gefið út tölur um áfengisneyslu Íslendinga síðan þá. Fyrsta áfengismeðferðarstöðin var opnuð á Grænlandi árið 1995 og í kjölfarið var önnur meðferðarstöð opnuð í Ilulissat. Árið 1999 var áfengis- og vímuefnaráð sett á stofn sem hefur það að markmiði að vinna að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu, sem og að úrræðum. Mikill meirihluti fólks sem fætt er á árunum 1960-1985 ólst upp við að foreldrar þeirra áttu við áfengisvandamál að stríða, samkvæmt rannsóknum Peter Bjerregaard, prófessors í miðstöð heilbrigðisrannsókna í Grænlandi. Alls sögðust 60-70 prósent þessa fólks hafa alist upp við alkóhólisma. Þriðjungur þeirra varð oft fyrir kynferðislegri

misnotkun, 43 prósent höfðu gert tilraun til sjálfsvígs eða strítt við sjálfsvígshugsanir, 42 prósent átti sjálft við áfengisvandamál að stríða og nær 70 prósent reyktu.

Börn alkóhólista nú foreldrar

Alls sögðust 60-70 prósent þessa fólks hafa alist upp við alkóhólisma. Þriðjungur þeirra varð oft fyrir kynferðislegri misnotkun ...

Birgit er spurð að því hvers vegna áfengisneysla er svona mikið vandamál í Grænlandi? „Vegna þess að Grænlendingar eru ekki vanir því að neyta áfengis. Þetta átti sér líka stað í iðnríkjunum – þegar fólk flutti frá þorpum í bæi og borgir urðu til mikil vandamál tengd áfengisneyslu. Áfengi kom í raun til Grænlands á sjötta áratug síðustu aldar og börn fyrstu kynslóðar þeirra sem neyttu áfengis eru nú foreldrar. Vandamálið verður enn stærra ef þú elst upp við

LEIÐIN TIL HOLLUSTU Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is.

www.skyr.is

misnotkun áfengis, hefur ekki fengið að læra hvernig setja á mörk eða einfaldlega hvernig venjulegir hlutir eru gerðir. Það er skaðlegt að eiga ekki í nánu tilfinningasambandi við foreldra þína líkt og gerðist á þessum árum. Hvernig geturðu átt í tilfinningasambandi við börnin þín ef þú áttir ekki í slíku sambandi við foreldra þína? Ef þú hefur aldrei fengið að borða á reglulegum tímum, hvernig áttu að geta gefið börnunum þínum morgunmat áður en þau fara í skólann? Það tekur skamma stund að eyðileggja en margar kynslóðir að laga aftur,“ segir Birgit. „Við lítum á áfengisvandamálið sem stærsta vandamálið í hinni nýju lýðheilsuáætlun. Í öðrum vandamálum, svo sem reykingum, mat-

aræði, hreyfingu og þess háttar erum við með eitt ár þar sem við undirbúum aðgerðir tengd þessum vandamálum og framkvæmum þær síðan árið á eftir. Hvað varðar áfengisvandann erum við hins vegar með aðgerðir í framkvæmd öll fjögur árin. Það á ekki aðeins við um okkar áætlun heldur einnig aðrar áætlanir sem tengjast heilbrigði, svo sem heilbrigði barna,“ bendir hún á. „Frá og með 1. janúar 2012 hafa verið gerðar miklar umbætur á áfengismeðferðarkerfinu sem er hluti af lausninni á þessu fjölþætta vandamáli, því áfengisneysla er ekki orsök vandamálsins heldur afleiðing. Það hafa almennt orðið miklar framfarir á sviði áfengisvarna frá því lýðFramhald á næstu opnu


20

Krumma

úttekt

Helgin 6.-8. júlí 2012

Full búð af nýjum BRIO vörum

4.199 kr.

Birgit Niclasen segir að áfengisvandamálið sé skilgreint sem stærsta vandamálið í nýrri lýðheilsuáætlun. Ljósmynd/SDA

14.990 kr.

3.094 kr.

heilsuáætlunin hóf göngu sína árið 2007. Við settum í gang samvinnuverkefni á vegum sveitarfélaganna sem náði bæði til félagslega kerfisins og heilbrigðiskerfisins þar sem við greindum fjölskyldur sem áttu von á barni og voru með sérþarfir sem við brugðumst við. Ef vandinn var ekki ljós fyrir þennan tíma opnuðust augu allra þarna. Þarna var hópur fjölskyldna sem þurfti á mikilli hjálp að halda, ekki einungis vegna þess að þau voru í áfengisneyslu, heldur voru þau einnig ómenntuð, voru atvinnulaus, höfðu sjálf alist upp við alkóhólisma og erfiðar aðstæður og höfðu þar af leiðandi litla færni. Það var ekki nóg að ráðast bara á áfengisvandann heldur þurfti einnig að taka á menntun og félagslegum vandamálum og húsnæðismálum og fleira. Hjá þessum fjölskyldum var allur skalinn af félagslegum og öðrum vandamálum þessu tengt auk áfengisvandamálsins,“ segir Birgit.

Ókeypis áfengismeðferð fyrir alla

14.990 kr.

Að sögn Birgit hefur aðgengi verið bætt að áfengismeðferðum. „Við höfum þjálfað og menntað fólk í skólakerfinu sem og í félagslegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu í því skyni að koma betur auga á þegar vandamál eru til staðar og gera því kleift að ræða við þá sem þess þurfa um misnotkun áfengis og kynna fyrir þeim úrræði. Við erum einnig með fjölskylduúrræði og fleira. Þetta byrjaði með lýðheilsuáætluninni 2007 og hefur þróast og eflst.“ Eitt af markmiðum lýðheilsustefnunnar var að bjóða upp á ókeypis áfengismeðferð fyrir alla. Það hefur ekki enn verið innleitt og kostar það einstakling um 600 þúsund íslenskar krónur að fara í sex vikna áfengismeðferð. Sum fyrirtæki hafa innleitt stefnu í áfengismálum og greiða þennan kostnað fyrir starfsfólk. Það er þó ekki sjálfgefið og Fréttatíminn ræddi meðal annars við konu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sem hafði fengið að fara í áfengismeðferð árið 2005, hafði síðan fallið og sótt um að fara í aðra meðferð nú í vor en hefði verið synjað um það. Hún var úrræðalaus þar sem hún hafði enga möguleika á því að greiða sjálf fyrir meðferðina. Mimi Karlsen, ráðherra fjölskyldumála, var spurð að því hvers vegna áfengismeðferð væri ekki hluti af heilbrigðiskerfinu í landi þar sem áfengisneysla væri jafn mikið vandamál og raun ber vitni? Hún var einnig spurð hvers vegna alkóhólismi væri ekki skilgreindur sem

sjúkdómur í Grænlandi líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gerir? „Það er misjafnt hvernig á þetta er litið,“ segir Mimi. „Við leggjum mikla áherslu á að fólk sjálft taki ábyrgð á því sem það vill breyta í lífinu í staðinn fyrir að við tökum ákvörðun um hvað skal gera. Fólk þarf sjálft að finna hjá sér þörf til að takast á við vandann,“ segir hún. Mimi segir jafnframt að miklu fé hafi verið varið til fjölskyldumála og hluti þess fer í að greiða fyrir áfengismeðferð foreldra með börn sem geta ekki greitt fyrir meðferðina sjálf. „Einnig geta fjölskyldur í miklum vanda sótt um styrk til sveitarfélagsins til að kosta áfengismeðferð,“ segir Mimi.

Sannfærð um jákvæðar breytingar

Birgit Niclasen er sannfærð um að á fáeinum árum muni sjást miklar breytingar til góðs er varða áfengisvandann. „Við erum þegar farin að sjá viðhorfsbreytingu hjá fólki varðandi áfengi. Við sjáum fleiri áfengislausa viðburði og minna umburðarlyndi gagnvart misnotkun áfengis. Við vorum með stóra ráðstefnu um áfengisvandann síðastliðið haust sem heilbrigðisráðherrann stýrði og var undir yfirskriftinni: „Tími fyrir viðhorfsbreytingu gagnvart áfengi“. Það er eitt af því sem við erum að reyna að gera núna, að breyta viðhorfum almennings gagnvart áfengi en einnig að reyna að fækka þeim börnum sem þurfa sértæka aðstoð vegna drykkju heima fyrir,“ segir hún. Aðspurð segist Birgit sannfærð um að hægt sé að breyta þessu. „Já, það er hægt. Það fer hins vegar eftir ýmsu hvað það tekur langan tíma. Fyrir flesta tekur það einungis eina kynslóð. Fyrir þá sem eiga í mestu erfiðleikunum getur það tekið þrjár til sex kynslóðir. Það fer eftir því hvernig viðhorfin breytast. Það er ekki hægt að breyta fólki nema það finni sjálft þörfina á því að breytast. Við erum að vinna með miklu fókusaraðri hætti núna en fyrir fimm árum þegar fyrsta áætlunin kom út og því höfum við mikið að byggja á.“ Hvaða breytingar verða marktækastar á næstu fimm árum? „Eftir fimm ár munum við sjá miklar framfarir hvað varðar reykingar. Tveir þriðju hluta Grænlendingar reykja en við sjáum samdrátt í innflutningi á tóbaki og innflutningur á áfengi hefur einnig minnkað. Við getum ekki látið hjólin snúast án þess að allir leggist á eitt.“

3.648 kr.

3.315 kr.

Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is

Mimi Karlsen, ráðherra fjölskyldumála, segir að miklu fé hafi verið varið til fjölskyldumála á undanförnum árum. Ljósmynd/SDA


Aktu

Sparklega ...lifðu Sparklega

Bíll á mynd: Chevrolet Spark LT Nánari upplýsingar á www.benni.is

rt æ b Frá erð v

Chevrolet SPARK er svalur og skynsamlegur valkostur Sparlegur = Sparklegur: Hagnýtu atriðin skipta nú mun meira máli í lífstíl okkar. Chevrolet Spark uppfyllir allar helstu kröfur dagsins í dag um sparneytna bíla á skynsamlegu verði. Hann eyðir litlu og mengar lítið. Sparnaðurinn skilar sér því bæði í budduna þína og í betra andrúmslofti.

Chevrolet SPARK L bensín, bsk.

kr. 1.790 þús.

Frítt í stæði fyrir SPARK Komdu í heimsókn og reynsluaktu Chevrolet

CAPTIVA

VOLT

CRUZE

Bílabúð Benna • Tangarhöfða 8 • S: 590 2000 Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • S: 420 3330

ORLANDO

MALIBU

Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • S: 461 3636

Nánari upplýsingar á www.benni.is

AVEO


25-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SUMARVÖRUM Í JÚLÍ

Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

ILVA Korputorgi, s: 52 mánudaga - föstudaga 11-18:30 la


einfaldlega betri kostur

SUMARSPRENGJA

Í IN G R F ND E IMS

Ð VÆ RS A LÍ RG JÚ 8 BO Ð 6 U NA ÖF GA ÁH A D

HE

22 4500 www.ILVA.is augardaga 10-18, sunnudaga 12-18

INU

Barnabeygla Beygla m/skinku, osti og sultu. 395,-

ALLIR

KRAKKAR FÁ GEFINS ÍS LAUGARDAG OG SUNNUDAG


24

viðtal

Helgin 6.-8. júlí 2012

Meðan aðrir safna frímerkjum safnar Sunnefa löndum. Eftir hættulegt rán í Tansaníu var hún við að bugast, en ákvað að halda draumnum á lífi, enda lífsmottó hennar: „Ekki láta þig dreyma í lífinu – lifðu draum þinn.“ Ljósmynd Hari

Ég var með byssustinginn í lærinu allan tímann.

Rænt af sómölskum sjóræningjum Hún hefur ferðast til fjörutíu og sjö landa og ætlar ekki að hætta fyrr en hún hefur séð allan heiminn. Það hefur verið draumur hennar í mörg ár – en það var draumur sem næstum var bundinn endir á í Tansaníu í fyrrasumar. Ræningjar hirtu allt af henni og hótuðu að drepa hana og vinkonur hennar. Hið sama henti nokkru síðar er ræningjar með sveðjur létu til skarar skríða gegn henni og pabba hennar. Meðan aðrir safna frímerkjum safnar Sunnefa Burgess löndum í belti sitt og hún sagði Önnu Kristine af ótrúlegum ævintýrum sínum.

V

ið Sunnefa Burgess höfðum mælt okkur mót og þegar hún lét sjá sig lá við að ég hrópaði upp yfir mig; þetta var ekki dökkhærða, þrekvaxna konan sem ég átti von á og hefur sýnt hetjutilburði, heldur nett og gullfalleg ung kona með sítt ljóst hár. En Sunnefa Burgess hefur það sem þarf til að láta drauma sína rætast. Fyrir tæpri viku lauk hún BA í félagsráðgjöf og bar ritgerð þeirra Þorbjargar Valgeirsdóttur heitið „Sakhæfir geðsjúkir fangar – úrræði og úrræðaleysi.“ Nú, nokkrum dögum áður en dómur yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breikvik fellur, er ekki úr vegi að spyrja Sunnefu út í niðurstöður þessarar rannsóknar en fyrst ætlum við að heyra af mjög svo ævintýranlegum ferðalögum Sunnefu um heiminn. Enda eru einkunnarorð hennar „Don´t dream your life, but live your dream,“ sem mætti útleggjast „Ekki láta þig dreyma í lífinu, lifðu draum þinn.“

Í heimsreisu

„Burgess nafnið mitt kemur frá pabba sem heitir Noel og er breskur. Þau mamma kynntust þegar mamma var í tannlæknisnámi í Skotlandi, en hún heitir Lára Ingibjörg Ólafsdóttir. Pabbi er hins vegar menntaður verkfræðingur en starfaði lengi við breska sendiráðið. Þau skildu eftir sextán ár en halda mjög góðum samskiptum. Við erum fjögur systkinin og ég er þriðja í röðinni og sú eina sem fór inn á þessa braut.“ Samt var hún alls ekki viss um hvað hún vildi læra en vissi að hún vildi ferðast og byrjaði því þar, 19 ára að aldri: „Fyrst fór ég til Spánar í spænskuskóla um sumarið, kom heim til að ákveða hvað ég vildi gera fleira og fór í tíu mánaða heimsreisu. Við fórum tvö saman, ég og Bogi vinur minn, og flökkuðum um í tuttugu og tveimur löndum. Við flugum til Bandaríkjanna, niður til MiðAmeríku í gegnum hana alla og Mexíkó, tókum fimm daga rútuferð frá Guatemala til Los Angeles og í rútunum kynntumst við mörgu skemmtilegu fólki. Síðan fórum við yfir til Thaiti og Cook Island og Fiji, síðan yfir til Nýja- Sjálands þar sem við ferðuðumst

um í heilan mánuð í húsbíl, þaðan til Ástralíu og loks til Asíu þar sem við heimsóttum Singapúr, Tæland, Laos, Víetnam og Kambódíu. Hugmyndin var svo sú að fara yfir til Indlands, en þegar við sáum að við næðum bara tveimur vikum þar, ákváðum við að fara aftur til Tælands og vera þar síðustu tvær vikurnar. Þetta var alveg magnað, en nú á ég Indland eftir.“

Einn sætur á karnivali í Rio de Janero

Eftir hvert ferðalag hef ég komið heim og unnið eins og brjáluð í þjónustustörfum á veitingastöðum til að safna fyrir næstu ferð. Ein þeirra ferða var til Brasilíu og þar sem ég var að dansa á karnivalinu kynntist ég mjög sætum strák frá Chile. Hópurinn minn var að skilja, það varð úr að ég fór bara með honum heim til Chile, ætlaði að vera í viku en það endaði með að ég bjó þar í eitt og hálft ár,“ segir hún brosandi. „Það var meiri háttar að búa þar. Ég stundaði fjarnám við menntaskóla hérna heima þaðan, því ég var mikið heima á daginn meðan aðrir voru að vinna. Það sem ég hef lært mest af mínum ferðum er að lífsgæðakapphlaupið er fáránlegt hérna heima. Það er komið út í algjörar öfgar þegar tíu ára börn geta ekki farið í skólann nema í nýjum Diesel gallabuxum! Ég vil eyða mínum peningum í minningar, ekki í dýran fatnað. Með því að búa svona víða og á stöðum sem eru svo ólíkir Íslandi lærir maður ótrúlega margt. En stéttaskiptingin í Chile er mjög áberandi og þar er algjör útlendingadýrkun. Þar fara Þjóðverjar fremstir í flokki. Allt sem er flott heitir eitthvað Alemania. Svo er Pinochet einn anginn. Sá maður er annaðhvort dýrkaður eða hataður og þá er það aðallega ríka fólkið sem dýrkar hann, því hann kom með peninga inn í landið. Það hins vegar bitnaði á fátæka fólkinu sem horfði á ættingja sína fljóta niður ána. Svona atriði gera mig reiða. Fjölskylda stráksins sem ég bjó hjá var miðstéttarfólk og bjó í mjög fallegu húsi. Skólafélagar hans voru mjög vel efnaðir – og þegar fólk í Chile er mjög efnað, þá er það sko efnað. Einn vinur hans bjó til dæmis í húsi úr gulli. Absúrd.“ Sunnefa segist mest hafa lært af ferða-

lögum sínum og búsetu í öðrum löndum að menntun skiptir öllu máli. „Áður en ég fór út fannst mér menntun ekki nauðsynleg, en þegar maður býr svo í landi þar sem ekki er hægt að fá vinnu við að þjónusta á veitingastöðum nema vera með próf upp á það, gerði ég mér grein fyrir hversu mikilvæg menntun er. Á heimilinu sem ég bjó á í Chile var þjónustustúlka sem vann frá 7 á morgnana til 19 á kvöldin, gerði allt, þvoði þvotta, þreif húsið, eldaði og annað og fékk tíu þúsund krónur í mánaðarlaun. Bara vegna þess að hún hafði ekki haft tök á að mennta sig neitt.“ Ástæða þess að hún kom heim frá Chile var sorgaratburður i fjölskyldunni. „Amma mín sem ég var mjög náin og var uppáhalds konan mín í heiminum greindist með krabbamein meðan ég bjó í Chile og ég fór beint upp í næstu flugvél og náði að vera með henni síðustu mánuðinn hennar á lífi. Svo fór ég aftur til Chile, en gerði mér þá grein fyrir að eftir að hafa fengið svona skell vildi ég bara vera heima á Íslandi með fólkinu mínu svo ég flutti aftur heim. Kærastinn ætlaði að koma stuttu á eftir mér, en það flosnaði upp úr sambandinu. Hins vegar erum við öll mjög góðir vinir og ég fór og heimsótti þau ári síðar. Það ár fór ég í fjögurra mánaða ferðalag um Suður Ameríku. En ég mæli með því að fólk prófi að verða ástfangið á karnivali í Brasilíu!“

Var orðin vön að borða morgunverð með tíu manns

Hún segir að þráin eftir að ferðast sé í rauninni bara vírus: „Sumir safna frímerkjum, ég safna löndum. Efst á ferðalistanum mínum er Indland en mig langar að fara þangað þegar ég hef tíma til að vera þar í að lágmarki tvo mánuði. Mauritíus er líka ofarlega á lista því miðað við myndir sem ég hef séð er það einn fallegasti staður í heimi. Ég átti lengi þann draum að fara til Ísrael og fór þangað í vetur. Það var mjög magnað. Allt sem ég hafði ímyndað mér um Ísrael er ekki þannig. Tel Aviv er frábær stórborg, allir sitja á útikaffihúsum og mikið líf, listir og stemning þarna. Hvergi hef ég

Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is

upplifað jafn mikla hjálpsemi og þar.“ Þegar Sunnefa lagði land undir fót í heimsreisuna fór hún með vini sínum. Í ferðalögum sem þessum eru margir á sömu leið og því kynnist maður endalaust af fólki. Sumir ákveða að ferðast saman um tíma og því eignuðumst við fullt af góðum vinum sem við höldum ennþá sambandi við. „En það er mjög erfitt að koma heim úr svona ferðalagi. Ég ákvað einu sinni að koma heim fyrir jólin áður en allir voru komnir í jólafrí. Fyrsta morguninn þegar ég vaknaði heima hjá mömmu og fór fram til að fá mér morgunmat hugsaði ég: „Vá, hvað ég er einmana.“ Ég var orðin svo vön því að borða morgunmat með allavega tíu öðrum. Allt í einu fannst mér ég alein í heiminum. Það er alltaf yndislegt að koma heim og hitta alla, en svo kemur söknuðurinn eða fráhvarfseinkennin.“

Vinurinn Remi í Tansaníu

Í fyrra ákvað Sunnefa að fara á fund hjá AISEC-samtökunum, sem eru starfrækt í sjötíu löndum. Hægt er að fá starf í öðrum löndum í gegnum samtökin eða fara í hjálparstörf. „Ég fór á helgarnámskeið og var þá komin í gagnagrunn hjá þeim. Mig hafði alltaf langað að fara í sjálfboðastarf, en þetta var bara svo brjálæðislega dýrt, næstum hálf milljón fyrir að vilja hjálpa. Oft er alltof mikið af sjálfboðaliðum á ákveðnum stöðum en svo eru aðrir staðir þangað sem bráðvantar sjálfboðaliða. Pabbi mælti með Tansaníu, því hann hafði dvalið í Afríku. Ég fann verkefni um HIVfræðslu og ákvað að fara í menntaskóla og barnaskóla og fræða börn og unglinga um hættuna. Ég fékk mjög lítið af svörum, svo ég ákvað að fara bara út í óvissuna. Ég lenti í Tansaníu og sem betur fer var nú einhver sem sótti mig, keyrði mig að ferju og sagði mér að fara með ferjunni á annan stað í borginni. Þar beið mín „tuc tuc“ , svona lítill vagn, mér var ekið að kofa og sagt að fara þangað inn og sofna, ég yrði svo sótt eftir klukkutíma. Klósettið var gat í gólfinu, eldhúsið var einn prímus og þarna var ekkert nema einhverjar dýnur á gólfinu. Það voru þarna Framhald á næstu opnu


ÍSLENSKaR PaPRIKUR Í LaUSU

854

Við gerum meira fyrir þig

KR./KG

ÍSLENSKIR TóMaTaR Í LaUSU

Ávöxtu

Ú

afsláttur

529

NEKTaRÍNUR

ÐI

KR./KG

KR./KG

100% akJöT! NauT

ÍSLENSKT KJÖT

Ferskur fiskur daglega

1499

20% 649

F

FERSKIR Í FISKI ISKBOR

s r mánaðarin

ISKBORÐ

Ú

KEILUSTEIK MEð HvÍTLaUK oG ESTRaGoN

RF

RF

KR./KG

I

382

ÍSLENSKT KJÖT RJóMaoSTUR, 5 TEGUNdIR

20%

185

afsláttur

Ú

bESTIR Í KJÖTI

I

Ú

3358

B

KR./KG

Ú

R

KJÖTBORÐ

KR./STK.

Ú

I

bESTIR Í KJÖTI

KR./STK.

TB KJÖ ORÐ

R

KJÖTBORÐ

B

UNGNaUTa PIPaRSTEIK

R

TB KJÖ ORÐ

I

249

R

I

UNGNaUTa HaMboRGaRI, 120 G

4198

ÍSLENSKT KJÖT

GaMLI aMSTERdaM, 250 G

698

ÍSLENSKT KJÖT

KR./STK.

20%

4349

Ú

B

bESTIR Í KJÖTI

I

Ú

I

TB KJÖ ORÐ

KR./KG

KJÖTBORÐ

R

KJÖTBORÐ

! FERSkuR

3479

R

R

bESTIR Í KJÖTI

UNGNaUTaFILLE

Ú

1998

B

afsláttur

I

KR./KG

TB KJÖ ORÐ

Ú

1598

R

I

LaMbaLæRISSNEIðaR, KRyddaðaR að ÞÍNUM óSKUM

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

T FLJÓTLEOGTT! OG G

20%

afsláttur

KNoRR RISoTTo, SvEPPa oG aSPaS

398 KR./PK.

EGILS PILSNER, 0,5 L dóS

ÍM HEILL KJÚKLINGUR, FERSKUR

845

99

MCCaIN SæTaR KaRTÖFLUR, SLéTTaR, 454 G

KR./KG

549

KR./STK.

KR./PK.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt


viðtal

Helgin 6.-8. júlí 2012

þrjú herbergi og sturtan var krani í loftinu með ísköldu vatni og allt morandi í flugum. Ég náði nú að sofna aðeins en þegar ég vaknaði stóðu þrjár ungar stúlkur yfir mér, ein frá Bandaríkjunum, ein frá Kanada og ein frá Tékklandi. Þær voru grátandi og ekkert vinalegar við mig. Þá kom í ljós að ein þeirra hafði verið í fjórar vikur, önnur í þrjár og sú þriðja í tvær. Þær höfðu komjð alla þessa leið og ekki fengið neitt að gera. Maður fær á tilfinninguna að þarna hafi verið peningaplott á ferð, þetta var algjört fíaskó. Samtökin hér heima stóðu sig vel, en samtökin í Tansaníu klikkuðu algjörlega. Við borgðum 100 dolllara á mann fyrir leigu á kofanum í sex vikur, en ég er ekki alveg

búin að gera upp við mig hvort það væri verið að svindla á okkur eða ekki. Það er ekkert sem heitir skipulag í Tansaníu. Við urðum mjög góðar vinkonur þessar fjórar og ákváðum að taka málin í okkar hendur og skipuleggja starfið. Við vissum að það væri von á fjörutíu sjálfboðaliðum eftir nokkra daga. Ekkert húsnæði var að fá, svo við fengum það i gegn að keyptar væru kojur í kofann og þar bjuggum við rúmlega fjörutíu plús leðurblaka og tvær rottur. Ég gat ekki sofið fyrstu vikuna því ég hafði ekki flugnanet en þegar ég vaknaði með andlitið á rottu á kinninni á mér, skírði ég hana bara Remi og við urðum góðir vinir. Og þetta var ekkert lítil krúttleg rotta sko! Svo voru risakóngu-

lær um allt...“ Þær vinkonur komu sér upp starfsaðstöðu á ströndinni, skrifuðu, plönuðu og gerðu allt sem gera þurfti fyrir verðandi sjálfboðaliða. „Það var ekkert auðvelt, því þarna eru til dæmis kaþólskir skólar og í þeim skólum mátti ekki nefna orðin kynlíf, smokkur eða eyðni. Þegar við stelpurnar vorum búnar að taka þetta verkefni að okkur, bjuggum við til heimasíðu og gerðum áætlun fyrir þessa fjörutíu sem voru að koma svo þeir lentu ekki í því sama og við. Við útdeildum verkefnum á þau. Þá fór þetta að ganga smurt. Sendum þeim tölvupósta hvað þau þyrftu að taka með sér, því mér hafði verið sagt að ég þyrfti ekki að koma með neitt

nema fötin mín. Það var undantekning að fólk væri sótt á flugvöllinn, krakkar niður í átján ára stóðu þar oft heila nótt. En við sáum til þess að það yrði alltaf einhver að sækja þau.“

Rænt í Dar es Salaam

„Við vinkonurnar gátum ferðast vegna þess að okkar vinna fór að mestu leyti fram í tölvum svo við fórum til Zanzibar og svo til Kenýa og þegar við vorum á leiðinni þaðan komum við inn í borgina Dar es Salaam, stærstu borgar Tansaníu. Rútan stoppaði ekki á rútustöðinni, heldur keyrði inn í borgina og við vorum ekki alveg vissar um hvar við værum staddar. Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við bara gengið, en ein stelpnanna hafði snúið svo illa á sér fótinn að við ákváðum að taka leigubíl. Það voru þarna tveir leigubílstjórar sem létu okkur ekki í friði, buðu okkur verð sem hljómaði vel, við værum greinilega nálægt ferjunni. Ég ætlaði að setjast fram í, þegar bílstjórinn sagði að vinur hans yrði að koma með í bílnum – semsagt hinn leigubílstjórinn. Ég rúllaði niður rúðunni hjá mér alveg niður, en það geri ég alltaf í útlöndum til að eiga undankomuleið. Eftir hálftíma í bílnum var komið myrkur og þeir keyrðu bara inn í dularfullt hverfi. Ég talaði spænsku við eina vinkonu mína og sagði henni að þetta væri orðið eitthvað furðulegt. Skyndilega vorum við stödd í dimmasta hverfi borgarinnar, félagarnir stöðvuðu bílinn, sneru sér við og beindu að okkur byssum. „Við erum sómalískir sjóræningar. Okkur langar ekki að drepa ykkur en afhendið okkur alla peningana ykkar. Ef þið reynið að flýja verðið þið drepnar, ef þið reynið að öskra verðið þið drepnar. Það eru þrír bílar með okkur svo þið getið ekki flúið.“ Þá kom þriðji maðurinn inn í bílinn og settist farþegamegin frammi í, en sá sem hafði setið þar lagðist yfir okkur. Við fórum að tína upp úr töskunum okkar alla peninga sem við fundum og þeir sögðu að ef við værum með innanklæðisveski og létum þá ekki fá þau fengjum við að kenna á því. Þá

mundi ég skyndilega að ég var með eitt slíkt. Ég náði að draga peninga upp og stakk þeim á vinkonu mína án þess að þeir sæu. Ein vinkona mín sagðist vera með kreditkort og þeir náðu því og tveimur öðrum og svo var rúntað milli banka í þrjá klukkutíma. Ég var með byssustinginn í lærinu allan tímann. Þeir sögðu alltaf að hraðbankarnir virkuðu ekki. Sá þriðji fór úr bílnum, en hinir tveir ræddu hvort þeir ættu að drepa okkur eða sleppa okkur. Sá sem vildi drepa okkur tók af okkur myndavélar og síma, en hinn laumaði peningum að okkur þegar við vorum komnar út úr bílnum. Annar mannanna fór með okkur að þriðja leigubílnum og setti okkur inn í hann. Ég var viss um að nú yrðum við drepnar, seldar mansali eða nauðgað. Þegar við vorum komnar úr augsýn ræningjanna rukum út úr bílnum, fundum „tuc tuc“ og hann keyrði okkur á ferjuna. Þegar við vorum komnar á okkar „heimaslóðir“ fórum við á einskonar bar þar sem við þekktum alla og þar brotnðum við algjörlega saman. Það liðu sex tímar þar til við komum úr rútunni, á tryggt land og vorum meðal vina.“ Síðar kom auðvitað í ljós að hver einasti hraðbanki hafði virkað og sjóræningjarnir höfðu tæpa hálfa milljón íslenskra króna upp úr krafsinu, sem kreditkortafyrirtækin endurgreiddu stúlkunum.

Með sveðju við hálsinn

„Það var ekki fyrr en ég lenti í næsta hryllingi sem ég varð verulega hrædd. Þarna náði ég einhvern veginn að hugsa: „Þetta er nú bara töff. Ég lenti í höndunum á sómölsk­um sjóræningjum og lifði af.“ Pabbi kom til mín í heimsókn og við gistum á stað við ströndina. Þar voru lítil hús og boðið upp á alvöru mat, en ég hafði eiginlega bara lifað á avocado, mangó og hrísgrjónum þessar vikur. Fyrsta daginn sem pabbi var þarna ákváðum við að fara til Dar es Salaam. Við gengum að ferjunni eftir vegi sem er mjög langur og yfirleitt mikil umferð þar. Við höfðum gengið í einn og hálfan tíma í átt að ferjunni og ákváðum að ganga alla leið,

Frá Tansaníu: 1. Sunnefa gerði sér að góðu að handþvo allan þvott, enda lúxusnum ekki fyrir að fara. 2. Hér bjó Sunnefa, fyrst með þremur öðrum, svo með fjörutíu og þremur, tveimur rottum og einni leðurblöku og lét sér fátt um finnast. 3. Vinkonurnar hvíla sig í stofunni. 4. Fallegt fólk sem á nóg af brosi. Þarna sá Sunnefa hversu litlu veraldleg auðæfi skipta. Hins vegar var myndatextinn hennar við þessa mynd: „Ég vildi bara taka þá og bjarga þeim öllum frá flugunum...“ 5. Stundum þarf að hafa hugmyndaflug og þegar þurrkherbergi vantar er bara búið til eitt slíkt í svefnherberginu.

50% lægri lántökugjöld* Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Með því að lækka lántökugjöld um 50% vill Ergo auðvelda þér að taka lán fyrir farartækinu sem þig dreymir um. Á ergo.is finnur þú nánari upplýsingar um bílalán, græn lán og ferðavagnalán. Reiknaðu með Ergo.

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

*Tilboðið gildir til 15. júlí

>

www.ergo.is

>

ENNEMM / SÍA / NM52926

26

6. Hér var ekki fyrir að fara flottri eldavél en maturinn bragðaðist engu að síður vel – það er að segja þegar þær fundu loksins matvöruverslun eftir þriggja vikna dvöl.

ergo@ergo.is


viðtal 27

Helgin 6.-8. júlí 2012

þriggja tíma gang. Við komum að opnu svæði, svo kom kirkjugarður og þar stóð maður. „Ég held að þessi sé að fara að ræna okkur,“ segi ég við pabba og ætlaði að ganga aftur upp á veginn. Þá birtust þeir fimm, með sveðjur. Skáru af okkur fötin, tóku allt af okkur en náðu ekki að skera buxurnar af pabba. Þegar pabbi leit á mig, sá hann að einn var með sveðjuna alveg við hálsinn á mér og ég get ímyndað mér hversu hræðileg upplifun það er að sjá barnið sitt í lífshættu. Ég varð ofsalega reið. Ég var búin að halda svo fast í að svona eins og að vera rændur gerðist bara einu sinni, en þegar ég lenti svo í þessu aftur, þá missti ég eiginlega móðinn og hugsaði: „Hvað gerist eiginlega næst? Hvað meira getur gerst?“ Lögreglan reyndi virkilega að hjálpa okkur að finna ræningjana, stóð sig mun betur en inni í Dar es Salaam. Eftir þessa reynslu hætti ég að treysta. Ef svona lagað gat gerst við fjölmenna götu á tíu sekúndum, hvað annað og verra gat þá gerst? Mamma flaug út til okkar og ég fór heim til Íslands sama dag og hún. Mér leið illa í langan tíma, ég gat ekki borðað, var með kvíðahnút í maganum og annað eftir því. Þegar ég kom heim leitaði ég mér áfallahjálpar hjá yndislegum geðhjúkrunarfræðingi, Rúdólf Adolfssyni, vann úr þessari erfiðu reynslu – og skellti mér til Ísrael! Ég skyldi ekki láta þetta eyðileggja drauma mína um að sjá heiminn.“

„Sakhæfir, geðsjúkir fangar“

hryllilegan glæp. Núna liggur fyrir geðmat, tvö þar sem annað segir hann sakhæfan en hitt ósakhæfan. Það verður merkilegt að sjá hvernig dómurinn verður eftir tvær vikur. Hér á Íslandi fer það eftir geðþótta dómaranna. Dómarinn getur dæmt einstakling sakhæfan þrátt fyrir að geðlæknir hafi metið einstaklinginn á þann hátt að hann hafi verið í geðrofi á verknaðarstundu og því ósakhæfur. Svo, með öllu þessu dópi, þá verður þetta enn erfiðara. Þá er erfitt að meta hvort manneskjan var í geðrofi eða undir áhrifum eiturlyfja. Það eru engar reglur til hér um geðrannsókn. Sumir fá að hitta geðlækni í einu viðtali. Sumir þurfa miklu lengri tíma, því einn tími sem á að skera úr um sakhæfi

eða ósakhæfi er ekki raunhæft. Það er fullt af veikum einstaklingum inni á Litla-Hrauni sem fá litla aðstoð. Þar er geðlæknir í 20 prósenta starfi og sinnir þessum veiku einstaklingum eins vel og hann getur en það er ekki nóg, það þarf að hafa sjúkradeild í fangelsum fyrir sakhæfa geðsjúka fanga þar sem þeir fá ekki langtímainnlögn á geðdeild. Ítrekað hefur stjórnvöldum verið bent á þetta úrræðaleysi í málefnum sakhæfra geðsjúkra fanga, bæði af Fangelsismálastofnum sem og erlendum nefndum.“ Á sumrin og með skóla starfar Sunnefa hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Allrahanda á Lækjartorgi og segir það hollt fyrir sálina: „Þegar maður hefur í mörg ár

verið að kynna sér skuggahliðar mannsins, er svo hollt að skipta alveg um gír á sumrin, hitta nýtt og skemmtilegt fólk og fara inn í annan heim. Mér finnst gaman að lifa og tek lífinu ekki of alvarlega.“ Hún er ákveðin í að læra afbrotafræði og hefur fundið draumanámið í Leicester í Bretlandi, nálægt pabba sínum og nálægt litla bróður: „Námið sem ég er að sækja um er meistaranám í klínískri afbrotafræði. Klínísk afbrotafræði leggur meðal annars áherslu á tengsl glæpa og geðsjúkdóma, kynferðisglæpi og glæpi tengda eiturlyfjum. Eftir námið langar mig að starfa við afbrotadeild lögreglunnar, það er draumurinn. Ég vona að sá draumur rætist.“

SVEITABITI Mýksti brauðosturinn á markaðnum nú á tilboði! Fáanlegur 26% og 17%.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Sunnefa útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands fyrir tveimur vikum eins og fyrr sagði. BA ritgerðin hennar er afar áhugaverð og margt af henni að læra: „Þegar ég var nýbyrjuð í félagsráðgjöf skrifaði ég um morðmál og fékk þá áhugann á sakhæfi og ósakhæfi og ákvað að gera þetta lokaverkefni um „sakhæfi geðsjúkra fanga“ og kafa svolítið ofan í það. Það var mjög erfitt að finna upplýsingar um þetta málefni en með hjálp fjölda fagfólks tókst það. Ef ég á að súmmera þetta upp í stuttu máli, þá er niðurstaðan sú að þegar manneskja er grunuð um að

hafa framið alvarlegan glæp er hún send í geðmat. Einstaklingurinn fer svo fyrir dóm, en dómarinn hefur geðmatið bara til hliðsjónar. Geðlæknirinn þarf að meta hvort gerandinn hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu og dómarans að dæma hvort farið sé eftir geðmatinu. Það er óskaplega þunn lína þarna á milli. Á Íslandi er viðkomandi sakhæfur ef hann er siðblindur. Í tilviki Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns í Noregi í fyrra, er mjög erfitt að segja hvort hann sé sakhæfur eða ósakhæfur. Það tók hann níu ár að undirbúa verknaðinn, en hvort hann var sakhæfur á verknaðarstundu...? Það þarf enginn að segja mér að maður sem er heill á geði framkvæmi svona


28

úttekt

Helgin 6.-8. júlí 2012

Fjarar undan fimmtugu goði

ven Spielberg í Minority Report og War of the World og leikið á móti Cameron Diaz í tvígang í Vanilla Sky og Knight and Day. Stílistinn Michael Mann tefldi honum fram sem leigumorðingja í Collateral og það verður nú bara að segjast eins og er að það fer Cruise betur að leika skúrka en góðu gæjana sem hann hefur sérhæft sig í. Hann var frábær skíthæll í Magnolia og enn betri drullusokkur í smáhlutverki í gamanmyndinni Tropical Thunder.

Stórstjarnan Tom Cruise varð fimmtugur á þriðjudaginn. Ekkert varð þó af fagnaðarlátum á Íslandi eins og til stóð og leikarinn er sagður hafa flogið af landi brott á afmælisdaginn. Fimmtugur kappinn hefur litla ástæðu til þess að gleðjast á tímamótunum þar sem þriðja eiginkona hans, Katie Holmes, hefur farið fram á skilnað. Fregnir herma að Cruise hafi sleikt sárin í faðmi barna sinna og Nicole Kidman sem fór frá honum fyrir nokkrum árum. Fréttatíminn stiklar hér á stóru yfir feril eins valdamesta mannsins í Hollywood sem þekkir mótlæti vel þrátt fyrir ótrúlega velgengni í kvikmyndaheiminum.

T

homas Cruise Mapother I V fæddist þann 3. júlí árið 1962. Hann á ættir að rekja til þýskra, írskra og enskra innflytjenda. Hann ólst upp við kröpp kjör og kaþólska trú undir hælnum á ofbeldisfullum föður sem Cruise hefur lýst sem svo að vera heigull og tuddi. Þegar Cruise var tólf ára fór móðir hans frá föður hans og tók með sér börnin tvö, Tom og systur hans Lee Anne. Faðir hans lést árið 1984 og var fjölskyldunni enginn harmdauði. Cruise sótti fimmtán mismunandi skóla í æsku og varð reglulega fórnarlamb eineltis. Hann byrjaði ungur að leika í skólaleikritum en hugur hans stóð þó ekki til Hollywood þar sem hann ætlaði sér að verða kaþólskur prestur. En leiklistin togaði og árið 1981 lék hann aukahlutverk í myndunum Endless Love og Taps. Stóra tækifærið kom síðan tveimur árum síðar þegar hann fór með aðalhlutverkið í Risky Business og feril hans hefur nánast verið óslitin sigurganga síðan. Árið 1986 festi hann sig í sessi sem stórstjarna í Top Gun sem

hann fylgdi eftir með The Color of Money þar sem hann lék á móti goðsögninni Paul Newman en þeir tveir deildu ástríðufullum áhuga á akstri kappakstursbifreiða. Hann mætti síðan öðrum stórlaxi 1988 þegar hann lék á móti Dustin Hoffman í Rain Man. Myndin hlaut Óskarinn sem besta myndin. Ári síðar var Cruise fyrst tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikarinn fyrir túlkun sina á fatlaða uppgjafarhermanninum Ron Kovic í Born on the Fourth of July. Hann var einnig tilnefndur til BAF TAverðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og fékk Golden Globeverðlaunin. Cruise hefur aldrei hreppt Óskarinn en fengið tilnefningar fyrir Jerry Maguire og sem besti aukaleikarinn í Magnolia. Bæði þessi hlutverk skiluðu honum þá Golden

Voldugur og umdeildur

Globe-verðlaunum. Fáir leikarar síðustu áratuga eru gæddir jafn sterkum miðasöluþokka og Tom Cruise sem hefur haldið stöðu sinni sem trygging fyrir mikilli aðsókn og metfé þótt á ýmsu hafi gengið í einkalífinu. Mission Impossible-myndirnar hafa malað Cruise og framleiðendum þeirra gull þannig að hann á eftir að leika leyniþjónustumanninn Ethan Hunt í það minnsta einu sinni enn. Hann hefur einnig átt farsælt samstarf með leikstjóranum Ste-

Flest það sem Tom Cruise snertir verður að gulli í Hollywood en miðasöluþokkinn hefur ekki fylgt honum eftir í einkalífinu þar sem hann verður reglulega fyrir skakkaföllum og kemur sér í klandur vegna öfgafulls stuðnings við Vísindakirkjuna. Mynd/NordicPhotos/Getty

#egilsappelsIn

Tom Cruise er ekki síður öflugur kvikmyndaframleiðandi en leikari. Hann er talinn í hópi ríkustu og valdamestu aðila í Hollywood og er sagður eiga það sameiginlegt með George Lucas, Steven Spielberg og Jerry Bruckheimer að tryggja árangur milljarða dollara myndasería. Cruise var samningsbundinn Paramount til fjórtán ára en kvikmyndaverið lét hann róa árið 1996, að sögn vegna þess að virði Cruise sem leikara og framleiðanda átti að hafa fallið verulega vegna umdeildrar framkomu hans og skoðana á opinberum vettvangi. Paramount virðist hafa ofmetið áhrif opinberrar umræðu á styrk Cruise sem er hvergi af baki dottinn og sló hressilega í gegn með fjórðu Mission Impossible-myndinni og á sjálfsagt eftir að skila drjúgu dagsverki með Jack Reacher og Oblivion. Óneitanlega hefur samt fallið á glansmyndina á liðnum árum en hálfrar aldar gömul stjarnan heldur þó enn sjó, hvað sem nú gerist en ætla má að skilnaður Cruise og Holmes verði subbulegur og í sviðsljósinu.

FÍTON / SÍA

Rebecca De Mornay Tom Cruise fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í bíómynd árið 1983 þegar hann lék unglingspilt sem ætlaði að lyfta sér ærlega á kreik á meðan foreldrar hans voru að heiman. Hann kallaði meðal annars til vændiskonu sem Rebecca De Mornay lék og var fyrr en varði kominn á kaf í vafasöm mál. Kynni Cruise og Mornay við gerð myndarinnar voru býsna góð og þau hófu samband sem stóð frá 1983 til 1985.

Cher Söng-og leikkonan Cher hefur margoft sagt frá því að hún hafi átt í sambandi við Tom Cruise upp úr 1985.

Mimi Rogers Tom Cruise og leikkonan Mimi Rogers (Someone to Watch Over Me, Desperate Hours) gengu í hjónaband árið 1987. Rogers er sex árum eldri en Cruise og talið er að hún hafi kynnt hann fyrir Vísindakirkjunni. Þau skildu árið 1990 .

Kynþokkafullur og andstyggilegur

Árin 1990, 1991 og 1997 taldi tímaritið People Cruise á meðal fimmttíu fallegustu manneskja heims. Árið 1995 setti kvikmyndatímaritið Empire hann á blað sem eina af 100 kynþokkafyllstu kvikmyndastjarna sögunnar og flokkaði hann tveimur árum síðar sem eina af fimm stærstu kvikmyndastjörnum allra tíma. Árið 2006 var hann efstur á lista Forbes yfir voldugasta frægðarfólk heims. Þrátt fyrir styrkleika og útlit er Cruise þó síður en svo allra. Helmingur aðspurðra í Gallup-könnum fyrir USA Today árið 2006 höfðu neikvætt viðhorf til leikarans og mörgum þótti hegðun hans óásættanleg. Um svipað leyti féll Cruise um 40 prósent á vísitölu markaðssérfræðinga sem mæla vinsældir frægðarfólks. Þá kom einnig á daginn að Cruise var sú stórsjarna sem fólki vildi almennt síst eiga fyrir besta vin. Meðan áberandi hjónaband Cruise og Nicole Kidman hélt var mikið spáð í kynlíf þeirra og orðrómur um að Cruise væri samkynhneigður var þrálátur. Hann fékk breska blaðið Daily Express dæmt fyrir meiðyrði árið 1998 eftir að blaðið hélt því fram að hjónaband hans og Kidman væri markleysa til þess að breiða yfir kynhneigð Cruise. Cruise hefur höfðað fleiri slík mál á hendur fólki, þar á meðal samkynhneigða klámmyndaleikaranum Chad Slater sem hélt því fram að hann hefði átt í kynferðissambandi við Cruise. Cruise íhugaði einnig að stefna The Beast þegar hann rataði á lista þess yfir 50 andstyggilegustu manneskjur ársins 2004. Ekkert varð þó af málssókninni og Cruise sat sem fastast á þessum sama lista ári síðar.

Eldheitur í vísindatrúnni

EKTA ÍSLENSK SKEMMTUN

Konurnar í lífi Cruise

Cruise hefur komið sér ítrekað í bobba með hegðun sinni og yfirlýsingum sem oftar en ekki tengjast öfgafullri vísindakirkjutrú hans. Þegar hann gekk af göflunum í útsendingu hjá Ophru Winfrey var

Nicole Kidman Tom Cruise og Nicole Kidman kynntust við gerð kappakstursmyndarinnar Days of Thunder árið 1990 og þau gengu í hjónaband á aðfangadag það sama ár. Þau ættleiddu saman börnin Isabella Jane, fædda 1990, og Connor Anthony, fæddan, 1995. Kidman og Cruise skildu að borði og sæng í febrúar 2001. Kidman var þá komin þrjá mánuði á leið en missti fóstrið. Þau léku saman í hinum erótíska svanasöng meistara Stanley Kubrick, Eyes Wide Shut, 1999 . Athygli vekur að ferill Kidman tók flugið 2001 og hún náði fyrst almennilegri siglingu eftir að hún skildi við Cruse .

Penélope Cruz Cruise lék á móti Penélope Cruz í Vanilla Sky árið 2001 og þau byrjuðu saman í kjölfarið. Samband þeirra entist til ársins 2004.

Katie Holmes Cruise og Katie Holmes byrjuðu að hittast í apríl 2005 og Tom fór fljótlega upp úr því að úttala sig ákaft um ást sína á Holmes en ástartjáning hans náði hámarki þegar hann gekk af göflunum í sjónvarpsþætti Oprah Winfrey þar sem hann hoppaði sem óður maður í sófasetti spjallþáttadrottningarinnar. Katie og Cruse eignuðust Suri litlu í apríl 2006 og gengu í hjónaband í nóvember það sama ár í athöfn á vegum Vísindakirkjunnar á Ítalíu. Rúmum fimm árum síðar hefur nú Katie sótt um skilnað .


mögum nóg boðið og uppákoman endaði á lista yfir óvæntustu sjónvarpsuppákomurnar árið 2005. Cruise hefur verið viðloðandi Vísindakirkjuna sem kennd er við L. Ron. Hubbard síðan 1990 en kirkjunni hefur bæði verið lýst sem ofsatrúarsamtökum og gróðafyrirtæki. Cruise heldur því til dæmis fram að aðferðafræði Vísindakirkjunnar hafi hjálpað honum að sigrast á lesblindu. Árið 2004 gerði Tom Cruise allt brjálað þegar hann lýsti því yfir að hann teldi að geðlæknisfræði ætti að vera gerð útlæg um leið og hann gagnrýndi leikkonuna Brooke Shields fyrir að hafa tekið þunglyndislyf vegna fæðingarþunglyndis. Hann sagði ekkert efnaójafnvægi til í mannslíkamanum og að geðlækningar væru gervivísindi. Shields svaraði honum fullum hálsi og sagði að Cruise ætti að halda sig við að bjarga heiminum frá geimverum og láta mæður sem þjáðust af fæðingarþunglyndi um að ákveða sjálfar hvaða meðferðarúrræði hentuðu þeim best. Cruise bað síðar Shields persónulega afsökunar á ummælum sínum. Vísindakirkjan er þekkt fyrir andúð sína á geðlækningum og heldur þótti hljómurinn í afsökunarbeiðni Cruise holur en hvað sem því líður er nokkuð ljóst að fimmtugur er leikarinn í krísu. Hann hefur trú sína en fráfarandi eiginkonan frelsi til þess að tala við lækna, taka lyf og gera hvað annað til þess að vinna úr sínum málum.

Frægir í Vísindakirkjunni

Vísindakirkjan og kenningar hennar eiga rætur sínar í sjálfshjálparhugmyndum vísindaskáldsagnahöfundarins L. Ron Hubbard. Hann kynnti Vísindakirkjuna til sögunnar árið 1952 en samkvæmt kenningum hans er mannfólkið ódauðlegar andlegar verur sem hafa gleymt uppruna sínum og náttúru. Vísindakirkjan hefur jafnan haft sínar dyr galopnar fyrir tónlistarfólki, rithöfundum og leikurum í þeim tilgangi að aðstoða fólkið það við að horfa andlega á líf sitt og feril og hjálpa þeim að hámarka árangur sinn – auk þess sem frægðarfólkið vekur vitaskuld athygli á kirkjunni, laðar fólk að og er örlátt á auð sinn til starfsins. Meðal þekktra einstaklinga í Vísindakirkjunni eru John Travolta, Juliette Lewis, Kirstie Alley, Leah Remini, Nancy Cartwright, Beck, Jason Lee, Jenna Elfman, Anne Archer, Lisa Presley og auðvitað Tom Cruise. Í bókinni Helter Skelter frá árinu 1974, sem fjallar um brjálæðinginn Charles Manson og morðótt gengi hans, kemur fram að Manson hafi verið virkur í Vísindakirkjunni á upphafsárunum.

Sími 512 4900 landmark.is

Magnús Einarsson

Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266

Sigurður Samúelsson

Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312

Bergur Steingrímsson

Löggiltur fasteignasali Sími 896 6751

Sveinn Eyland

Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820

Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309

Kristberg Snjólfsson

Sölufulltrúi Sími 892 1931

Eggert Maríuson

Sölufulltrúi Sími 690 1472

Haraldur Ómarsson

Sími 512þig4900 Landmark leiðir heim! Við erum Landmark* landmark.is * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla. Magnús Einarsson

Sigurður Samúelsson

Bergur Steingrímsson

Sveinn Eyland

Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sími 896 2312 Sími 896 6751 Sími 690 0820

Landmark leiðir þig heim!

Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309

Kristberg Snjólfsson

Sölufulltrúi Sími 892 1931

Eggert Maríuson

Haraldur Ómarsson

Sölufulltrúi Sími 690 1472

sölufulltrúi sími 845 8286

Við erum Landmark

* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla.

sölufulltrúi sími 845 8286

*


30

viðtal

Helgin 6.-8. júlí 2012

Snorri greindist með Parkinson 39 ára gamall Snorri Már Snorrason bjóst ekki endilega við að komast allan hringinn í kringum landið á hjóli sínu þegar hann hóf ferð sína í byrjun júní. En með seiglu komst hann á leiðarenda, þrátt fyrir erfiðan ferðafélaga; Parkinson-sjúkdóminn. Snorri var ekki að safna fé. Hann vildi með ferð sinni hvetja fólk til að hreyfa sig og viðhalda hreysti og úthaldi eins og það best geti.

É

g hef oft fengið galna hugmynd en ég held að þessi sé sú vitlausasta,“ segir Snorri Már Snorrason glettinn. Í sumarbyrjun fetaði hann í fótspor svo margra sem hafa farið hringinn hlaupandi eða á hjóli að undanförnu. Margir til að safna fé til góðra málefna. Hann til að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira en venjulega og viðhalda hreysti og úthaldi sem best það geti. Hann hjólaði hringveginn á þremur vikum og skoraði Parkinson-sjúkdóm sinn um leið á hólm. „Ég ætlaði mér ekki að stinga sjúkdóminn af heldur frekar að koma þeim skilaboðum á framfæri að ég stjórna en ekki hann,“ segir Snorri enda komst hann ekki hratt yfir, því hann var með mótvindinn í fangið hálfa leiðina og þurfti til að mynda að hafa mikið fyrir því að komast niður Holtavörðuheiði vegna roks, en hann hafði hlakkað til að láta sig renna niður brekkuna. „Ég varð eiginlega hissa á því hvað þetta var skemmtilegt allt saman og satt að segja hélt ég að skemmtiferðin yrði mun styttri og að mér tækist ekki að klára hringinn en þótt það blési vel á móti til Egilsstaða, og að þetta væri erfitt á köflum, hélt geðheilsan. Og á meðan andlega hliðin er í lagi er þetta hægt.“

Hreyfing gegn Parkinson

Hann stefndi á að hjóla í um sex klukkustundir á dag og um hundrað kílómetra að jafnaði en endaði á að vera um tíu til tólf klukkustundir á reiðskjótanum með þá 80 til 120 kílómetra sem hann hjólaði í hvert sinn. „En móttökurnar allsstaðar

voru frábærar og það kom mér á óvart hvað margir vissu af mér. Facebook-síðan skilaði sínu og það snerti við mörgum að ég væri að þessu til þess eins að hvetja fólk til að hreyfa sig.“ Snorri segir hreyfingu skipta miklu máli fyrir þá sem berjist við Parkinson-sjúkdóm. „Það má ekki gefast upp eftir að hafa greinst með ólæknandi sjúkdóm eins og Parkinson, því þú veist ekki hvort búið er að dæma þig úr leik. Það er því ástæða til þess að berjast,“ segir hann. „Já, og benda aðstandendum á að Parkinson-sjúklingar mega hreyfa sig.“ Snorri Már er 47 ára gamall. Hann greindist með Parkinson fyrir átta árum, aðeins 39 ára, og er því með þeim yngri sem fá þær fregnir að þeir þurfi æfina á enda að kljást við sjúkdóminn.

Frekur og krefjandi sjúkdómur

„Ég er ekki sá yngsti sem hefur greinst með Parkinson-sjúkdóm hér á landi. En ég hef oft sagt það að ég er ekki að greinast með sama sjúkdóm og sá sem fær Parkinson sjötugur. Eða betur sagt, ég tek öðruvísi á honum. Ef ég væri eldri hefði ég sagt að ég væri orðinn gamall og myndi sætta mig við það. En þar sem ég var aðeins 39 ára varð ég að berjast.“ Er það hægt? „Mér hefur gengið ágætlega. Það eru til fimmtíu til sextíu birtingarmyndir Parkinsons og það eru ekki allir eins heppnir og ég. Samt má segja að hver og einn gæti gert betur með því að hreyfa sig og sinna sér: Hugsa um heilsuna en ekki sjúkdóminn,“ segir Snorri Már. „Parkinson er mjög frekur. Hann

Ég var skólabókadæmi um Parkinson-veikina. Það sást strax og ég fór í heilaskanna. Ég var með þessa skemmd sem Parkinson-sjúklingar eru með; 75 prósent dópamínfrumanna voru dauðar.

Snorri Már Snorrason ákvað að fara hringinn í kringum landið til að hvetja fólk til þess að bruðla ekki með hreyfigetuna sína heldur halda henni við með hreyfingu. Hann hefur glímt við Parkinson í átta ár og ætlar að eiga átta önnur góð ár, en honum hafði aðeins verið lofað fimm til tíu góðum árum. Mynd/Hari

vill alltaf vera í fyrsta sæti. Greinist þú með eitthvern annan sjúkdóm gefur hann ekki sætið sitt eftir og verður verri. Það er því mikilvægt að vera í góðu formi og geta tekist á við Parkinson-sjúkdóminn í þessum frekjuköstum hans.“ Snorri er 75 prósent öryrki en heldur starfsorku sinni við með líkamsþjálfun og hreyfingu. Hann er í fullri vinnu hjá Prentverksmiðjunni Odda sem umbúðahönnuður. Og þeir réðu hann fyrir þremur árum. „Þeir vissu að ég væri með fimm ára Parkinson-greiningu og það truflaði þá ekki neitt. Parkinson hefur áhrif á hreyfigetuna, en ég er með sömu hugsun og áður og það er hún sem þeir sækjast eftir.“

Fann fyrst fyrir máttleysi

Snorri fór að finna fyrir máttleysi hægra megin í líkamanum og þar sem systir hans hafði greinst með MS-sjúkdóminn var í upphafi talið að hann væri einnig með þann sjúkdóm. „Mér er ekki vel við sprautur og það þarf mænustungu til að skoða hvort fólk sé með MS. Ég bað því um að skoðað yrði hvort ég gæti verið með eitthvað annað. Ég fékk sprautu í handlegginn og Isotope-meðferð. Ég var skólabókadæmi um Parkinson-veikina. Það sást strax og ég fór í heilaskanna,“ segir hann. „Ég var með þessa skemmd sem Parkinson-sjúklingar eru með; 75 prósent dópamínfrumanna voru dauðar. Það þýddi ekkert að þræta um þetta. Ég ákvað að taka á þessu. Ég er mjög heppinn að fjölskyldan mín hefur staðið við hliðina á mér

og leyft mér að haga mér eins og ég vil,“ segir hann. „Konan mín studdi mig rækilega í hjólaferðinni. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar. Hún keyrði bílinn á eftir mér og snattaðist í kringum mig. Ég hjólaði 1.410 kílómetra en hún keyrði 2.600,“ segir hann. „Stundum komst ég ekki alla þá leið sem ég ætlaði mér. Hún sótti mig og þurfti svo að keyra mig til baka daginn eftir. Þetta er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér áður en við fórum af stað.

Ósjálfráðar hreyfingar erfiðar

Ferðin tók þrjár vikur og Snorri hjólaði í fimmtán daga. Snorri vissi áður en hann lagði af stað að Parkinson-sjúkdómurinn er ekki þægilegur ferðafélagi í daglegu lífi og hörmulegur hjólafélagi. „Við Parkinson-sjúklingar þurfum að hugsa um allar hreyfingar. Við þurfum að hugsa hægri, vinstri, hægri, vinstri. Ósjálfráðar hreyfingar eru erfiðar. Og þar sem ég finn fyrir sjúkdómnum hægra megin gerist það að hægri höndin vill ekki hlýða mér í langan tíma og sérstaklega óheppilegt að geta ekki bremsað með hægri hendinni, sem er afturbremsan og því fara hjólreiðar og Parkinson ekkert sérstaklega vel saman. En það klikkaði ekki mikið í þessari ferð. Ég átti einn slæman dag í ferðinni. Hann var líka djöfullegur. En ég var góður daginn eftir og ánægður með formið á mér.“ Snorri hefur fundið sjúkdóminn ágerast með árunum. „Já, ég er að

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is missa meiri mátt og það er farið að sjá rækilega á mér. En sjúkdómurinn er ekki farinn að leggjast á sálina á mér. Slæmur suma daga en góður aðra. Ég man ekki alltaf eftir því að ég sé með Parkinson. Ég vakna ekki á morgnana og hugsa; einn Parkinson-dagurinn enn. Ég vakna eins og hver annar maður, tilbúinn að fara að vinna.“

Stefnir á átta önnur góð ár

Og hann ætlar að halda áfram að hjóla og fara í ræktina. „Ég ætla nú ekki að taka annan svona stóran bita á næstunni, en ég kem til með að fara í hjólreiðaferðir.“ Heilsan sé honum svo mikilvæg. „Ég myndi vilja að kerfið í heild sinni tæki betur á því að hjálpa þeim sem eitthvað amar að til að hreyfa sig í stað þess að bryðja pillur – og koma okkur út úr sjúkdómunum og gerast heilbrigðir einstaklingar þótt við séum að berjast við okkar.“ Tilvísanir á hreyfingu, fleiri stöðvar eins og Reykjalund og Hveragerði væru vel þegnar. Og hann gefst ekki upp. „Ég ætla ekki að bíða eftir því að sjúkdómurinn taki yfir líf mitt. Þegar ég greindist var mér sagt að vera rólegur – ég ætti að ná fimm til tíu góðum árum. Ég hef átt átta góð ár og ég ætla að ná átta öðrum. Það myndi ég ekki gera með því að sitja heima og bryðja pillur.“

Snorri þann 18. júní.

Heilsueldhúsið heilsurettir.is

Með vinum og vinnufélögum í lok ferðar.

Snorri kominn á Kirkjubæjarklaustur eftir 95 km dag.


ÍSLENSKA SIA.IS BLA 60410 07/12

Blue lagoon algae mask er uppseldur – AFTur Blue Lagoon þakkar frábærar móttökur á nýja Blue Lagoon algae mask sem er enn og aftur uppseldur. Hann er væntanlegur aftur innan tíðar en það er lítið mál að panta hann hjá okkur. Skannaðu QR-kóðann eða farðu inn á bluelagoon.is og tryggðu þér þennan undramaska. Við sendum vöruna til þín, þér að kostnaðarlausu, um leið og hún verður fáanleg aftur.

Blue Lagoon algae mask er nýr og nærandi þörungamaski sem dregur úr fínum línum, styrkir efsta varnarlag húðarinnar og fær húðina til að ljóma.* Yfirbragð húðarinnar verður heilbrigðara og fallegra.

KoNuR Sjá áRaNGuRINN**

*In vitro og in vivo prófanir: Grether-Beck S. **Neytendapróf: 20 konur.

www.bluelagoon.is


32

fréttir vikunnar

Helgin 6.-8. júlí 2012

Vikan í tölum Framkvæmd forsetakosninganna kærð

Útflutningur Fjarðaáls 95 milljarðar

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra framkvæmd forsetakosninganna og krefjast ógildingar. Fötluðum kjósanda var heimilað að kjósa með aðstoð eigin aðstoðarmanns en öðrum meinað um það.

Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða á síðasta ári. Ál er um 40 prósent af öllum vöruútflutningi frá Íslandi, álíka mikið og sjávarafurðir. Hlutur Fjarðaáls er um 17 prósent af útflutningnum.

Gylfi í Tottenham

Fylgi stjórnarflokkanna eykst lítillega

Gylfi Sigurðsson er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham. Hann lék áður með Hoffenheim en var lánsmaður hjá Swansea. Tottenham greiðir þýska liðinu 8 milljónir punda, tæplega 1,6 milljarða króna.

Játuðu innflutning á amfetamíni Þrír Pólverjar, sem ákærðir eru fyrir að smygla inn 8,6 kílóum af amfetamíni í sápubrúsum, játuðu við Héraðsdóm Reykjavíkur að hafa flutt efnin inn.

320 voru sólskinsstundir samtals í Reykjavík í júnímánuði. Þær hafa aðeins einu sinni orðið fleiri en það var árið 1928.

Fylgi stjórnarflokkanna eykst lítillega samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin mælist með 19 prósent, bætir við sig einu prósentustigi en VG tveimur, mælist með 12 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, 38 prósent.

10

milljónir króna fær knattspyrmumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í vikulaun hjá Tottenham samkvæmt breskum fjölmiðlum.

100 Hópur á vegum Vinnuskólans fór um borgina á fimmtudag og stenslaði ljóð íslenskra skálda á gangstéttar á völdum stöðum í tilefni þess að Reykjavík er orðin ein Bókmenntaborga Unesco.

Júní sólríkur og hlýr Nýliðinn júní var afar sólríkur. Hann er einn af fjórtán hlýjustu mánuðum síðan 1845 í Stykkishólmi og þar af hafa fjórir af þessum fjórtán verið á síðasta áratug.

manns starfa nú hjá CCP í Shanghai við kínverska útgáfu EVE Online og þróun nýs tölvuleiks, DUST 514, sem væntanlegur er á markað síðar á árinu.

Ljósmynd/Hari

Heitustu kolin á

Ertu þá farinn? Tom Cruise kláraði sín mál á Íslandi í snatri og dreif sig heim til Bandaríkjanna þar sem hans bíður leðjuslagur með lögfræðingum.

Baldur Hermannsson Hin dæmigerða andstyggilega forræðisdeila. Lögmenn Katie Holmes sjá um að dreifa hvers kyns óhróðri um þann góða dreng, Tom Cruise, til þess að veikja stöðu hans í deilunni. En við Íslendingar skulum standa með Tom, hann er vandaður piltur og leið vel á landinu okkar, hann er eiginlega Íslandsvinur og best væri að hann næði sér í einhverja góða íslenska stúlku, því ekki hafa þessar útlendu dræsur reynst honum vel.

Illugi Jökulsson Ekki botna ég í því að erlendir blaðamenn séu ekki búnir að bjóða mér grilljónir fyrir frásögn af því þegar ég mætti Tom Cruise og Katie Holmes á götu. Þó hef ég frá mörgu að segja.

Kristján B Jónasson Íslendingar virðast nú að komast á þá skoðun að Íslandsvinurinn Tom Cruise sé ógn við sjálfstæði landsins og tilefni nýrrar umsáturskenningar.

Ertu þá kominn?

sýslu. Getur karlinn á Bangsastöðum ekki komið dýrinu til bjargar?

Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa rekið augun í ísbjörn á flakki á Vatnsnesi og leit hófst strax í kjölfarið. Á Facebook er nokkur uggur í fólki, ekki síst þeim sem telja nokkuð ljóst hver örlög dýrsins verða finnist það.

Snorri Ásmundsson

Eiður Svanberg Guðnason

Málæði greip fótboltabullur á Fésbókinni þegar fréttist af samningi Gylfa Þórs Sigurðssonar við Tottenham.

Finnist hvítabjörn norður á Vatnsnesi mun vitleysisumræðan byrja einn ganginn enn. Borgastjórinn í Reykjavík mun krefjast þess að björninn verði fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal,enda telur hann hvítabirni til húsdýra. Aðrir munu krefjast þess að dýrið verði flutt til Grænlands, en Grænlendingar vilja auðvitað ekki sjá það. Eina lausnin er að aflífa dýrið strax. Það er mannúðlegast.

Gísli Ásgeirsson Ísbjarnanna ógnarlyst enginn setur skorður Óvissunni eyðum fyrst Ólaf sendum norður.

Þórunn Erlu Valdimarsdóttir þá á að drepa þriðja hvíta bangsann - og það í Bangsa

26

íslenskir íþróttamenn munu keppa á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í mánuðinum í London.

Það er ófyrirgefanlegt að drepa ísbirni. Byssuskytturnar sem hafa verið að myrða þá ættu með réttu að fara í nokkurra ára fangelsi og tafarlausa byssuleyfissviftingu.

Hvert ferðu næst?

2.230

Guðrún Sesselja Arnardóttir Skynsamlegt hjá Gylfa, hann fer bara til Liverpool þegar Gerrard hættir. Spila þeir ekki annars sömu stöðu? Ég man þetta aldrei........

milljarðar eru samanlagt inni á reikningum lífeyrissjóðanna okkar. Eignir þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru 137 prósent sem er það sama og var fyrir fall bankanna.

Þráinn Bertelsson Þessi drengur á vonandi eftir að ná enn lengra í sinni í íþrótt og láta fleiri drauma rætast. Það er til dæmis styttra frá Tottenham yfir í Man Utd en frá Liverpool til Manchester.

Björn Ingi Hrafnsson Til minnis: Panta sex Tottenham-treyjur með nafninu Sigurdsson aftan á...

Góð vika

Slæm vika

fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands

fyrir Pálma Haraldsson, aðaleiganda Iceland Express

Fyrstur fimmta kjörtímabilið

Kærður fyrir viðskiptanjósnir

Ólafur Ragnar Grímsson er sigurvegari forsetakosninganna síðastliðinn laugardag. Hann fékk tæplega 53 prósent atkvæða, Þóra Arnórsdóttir rúm 33, Ari Trausti Guðmundsson tæp 9, Herdís Þorgeirsdóttir tæp 3, Andrea Ólafsdóttir tæp 2 og Hannes Bjarnason tæpt 1 prósent. Ólafur Ragnar hlaut meirihluta atkvæða í öllum kjördæmum nema Reykjavík. Stærstur var sigur forsetans í Suðurkjördæmi þar sem hann hlaut tæp 64 prósent atkvæða. Með sigrinum brýtur Ólafur Ragnar blað. Enginn forseti í lýðveldissögunni hefur áður setið lengur en 16 ár en Ólafur Ragnar hefur nú sitt fimmta kjörtímabil í embætti forseta Íslands, sem stendur til ársins 2016.

Flugfélagið WOW Air og flugþjónustan Keflavík Flight Services hafa kært meintar viðskiptanjósnir af hálfu Pálma Haraldssonar, Björns Vilbergs Jónssonar og annarra ótilgreindra starfsmanna Iceland Express til lögreglu. Í kærunni kemur fram að starfsmaður Isavia hafi orðið þess var við hefðbundið eftirlit að flugstjórnarmiðstöð hjá Iceland Express á Keflavíkurflugvelli, OCC, hleraði svokallaða tetrarás KFS. Þá segir einnig að Björn Vilberg Jónsson hafi viðurkennt að tilgangur hlerunarinnar væri að afla upplýsinga um farþegatölur og annað sem snúi að starfsemi félagsins WOW Air og að þær upplýsingar væru sendar beint til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda og stjórnarformanns Iceland Express. Forráðamenn Iceland Express segja ásakanir WOW og KFS fáránlegar.


NUTRILENK

 Vik an sem var

NÁT TÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN

Þeir eru það þessir þyrlukallar Hann er mjög fínn og alþýðlegur maður. Tom Cruise hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki og DV fékk Hall Helgason, leikstjóra, til þess að rifja upp kynni sín af stórleikararnum. Frjálsar hendur slá á putta Forsetinn hefur orðið að slá á fingur ríkisstjórnarinnar hvað eftir annað. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og einn helsti hvatamaðurinn að framboði Ólafs Ragnars Grímssonar í vor, tíundaði kosti síns manns í Morgunblaðinu.

Skráðu þig á facebook síðuna

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Tel að NutriLenk hafi bjargað ferlinum

Er það gott plan? Wow air byggir starfsemi sína að stórum hluta á afriti af starfsemi Iceland Express. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, var þungur á brún þegar hann svaraði ásökunum WOW air um njósnir.

Ásdís Hjálmsdóttir er afreksíþróttakona í spjótkasti og því er mikið álag á líkamann vegna strangra æfinga. Haustið 2009 fékk ég brjóskskemmd í hnéð á mörkum hnéskeljar og lærleggs. Þessu fylgdi mikill sársauki og það brakaði í hnénu á mér í hverju skrefi. Sársaukinn var það slæmur að ég gat ekki æft af fullum krafti og gat ekki einu sinni labbað niður stiga án þess að finna til í hnénu.

Hvernig væri að binda Árna við Eyjar? Ég vil bara binda framleiðslu íslensku lopapeysunnar við Ísland. Framleiðsla á „íslenskum lopapeysum“ í útlöndum hristir þjóðernistaugar Árna Johnsens, alþingismanns, sem vill bregðast hart við.

Ég hef mikið keppt erlendis undanfarin ár og á öllum stórmótum. Í ágúst síðastliðnum tryggði ég mér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í Ég var búin að fá tíma í aðgerð þar sem sumar og ég tel að NutriLenk hafi átti að bora inn í beinið í þeirri von að bjargað ferlinum. brjóskið myndi endurnýja sig en það var eina mögulega úrræðið.

Losnaði við hnéverkinn PRENTUN.IS

Lilja Mós biður ekki að heilsa Ég var orðinn þreyttur á Íslandi og öllum þeim blekkingaraleik sem þar viðgengst. Siggi stormur hefur yfirgefið klakann og komið sér fyrir á Spáni og gerði Eiríki Jónssyni grein fyrir ástæðunum.

Daginn áður en ég átti að fara í aðgerðina þá fann ég ekkert til í hnénu. Ég hef tekið NutriLenk síðan og aldrei fundið neitt fyrir hnénu aftur.

Viku áður en ég átti að fara í aðgerðina var mér bent á að prófa NutriLenk og ég ákvað að slá til þar sem ég hafði engu að tapa og var tilbúin að reyna allt til að laga hnéð á mér. Strax á fyrstu dögunum minnkaði verkurinn og ég fór að geta æft.

Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Við mikið álag og með árunum getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Heilbrigður liður

Liður með slitnum brjóskvef

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA

Ásdís Hjálmsdóttir 26 ára Ólympíufari

NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum

Sumar er Sangria Komdu á Tapas barinn og smakkaðu á sumrinu.

Ísköld Sangría, stútfull af ferskum ávöxtum með Fresita jarðaberjafreyðivíni, appelsínusafa og leyniblöndu af sterku áfengi og líkjörum.

990 kr. Kanna, 1 l 3.090 kr. Glas

Láttu það eftir þér, vertu frjáls, njóttu lífsins.

RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is


34

viðhorf

Helgin 6.-8. júlí 2012

Slaknar á kreppuklóm

B

Hagkerfið braggast

Batamerki má sjá í hagkerfinu. Hagvöxtur er hraður hér í alþjóðlegum samanburði, var 4,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við árstíðarleiðréttingu en á sama tíma neikvæður um 0,1 prósent á evrusvæðinu og jákvæður um 0,1 prósent sé litið til Evr­ ópusambandsríkjanna í heild. Hagvöxtur hefur því skapað störf og þar með dregið úr atvinnuleysi, því böli sem við fengum að kynnast af alvöru eftir hrunið haustið 2008. Atvinnuleysi hérlendis er nú hið sjötta lægsta þegar litið er til landanna innan evrópska efnahagssvæðisins, árstíðar­ leiðrétt var það 6 prósent í maí samanborið við 11,1 prósent meðal evruríkjanna og 10,3 prósent meðal allra Evrópu­ Jónas Haraldsson sambandsríkjanna. Rúmlega jonas@frettatiminn.is fimm þúsund fleiri Íslendingar voru við störf í maí síðastliðn­ um en í sama mánuði í fyrra. Sérfræðingar reikna með því að heldur dragi úr atvinnu­ leysi hér á næsta ári. Þetta er jákvæð þróun sem ber að fagna þótt fullsnemmt kunni að vera að halda því fram að kreppunni sé lokið, eins og haft var eftir Gylfa Zoëga hagfræðiprófessor nýlega. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hag­ vöxtinn raunar of lítinn. Hann þurfi að vera meiri en raun ber vitni, ella náist þau störf ekki til baka sem töpuðust né atvinnuleysið niður með þeim hraða sem æskilegt sé. Þá má ekki gleyma að þau gjaldeyrishöft sem við búum við halda okkur í viðjum. Því miður er ekki að sjá að við losnum undan þeim á næstunni. Lánshæfismat ríkissjóðs er stöðugt, sem vissulega er betra en meðal margra annarra Evrópuríkja þar sem það fer versnandi en hafa verður í huga að fá þeirra eru með verra lánshæfismat en Ísland. Þau eru aðeins þrjú, eins og Greining Íslands­ banka hefur bent á, það er að segja Grikk­

land, Portúgal og Kýpur. Lánshæfismat Spánar og Íslands er nokkuð svipað. Þá líta stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ekki of björtum augum fram á veg, miðað við niðurstöðu könnunar á stöðu og framtíðar­ horfum þeirra, einkum meðal stjórnenda í sjávárútvegi og byggingariðnaði. Byggingar­ iðnaðurinn varð fyrir alvarlegu áfalli við hrunið og enn langt í land en afstaða stjórn­ enda í sjávarútvegi hefur væntanlega ráðist af átökum um fiskveiðistjórnunarkerfið og veiðileyfagjöld. Enn er því spölur til lands en þrátt fyrir allt hefur ræst bærilega úr hjá okkur eftir skell­ inn stóra. Aukinnar bjartsýni gætir meðal neytenda. Væntingavísitala Gallup, sem birt var fyrr í vikunni, hefur ekki verið hærri frá því í maí 2008. Í vísitölu fyrir stórkaup sést að áhugi á íbúðakaupum er að glæðast á ný og mest í yngsta aldurshópnum, það er að segja þeirra sem líklega eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þörf þessa hóps er uppsöfnuð en líklegt er að fólk á þessum aldri hafi undan­ farin ár haldið að sér höndum varðandi íbúðakaup en eygi nú færi á slíku þegar hag­ kerfið er að braggast. Jákvæð þróun á vinnumarkaði og í hag­ kerfinu sést í afkomu ríkissjóðs. Aukning kaupmáttar og einkaneyslu, umfram það sem fjárlög byggja á, bætti afkomu ríkis­ sjóðs um nær 15 milljarða króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þar munar um aukið aflaverð­ mæti sem jókst á föstu verðlagi um 26 pró­ sent á fyrsta ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra, auk ferðamannateknanna sem meðal annars standa undir nokkurri styrkingu krónunnar. Met í fjölda erlendra ferðamanna sem hingað koma eru slegin mánaðarlega. Spár stofnana og greiningaraðila gera ráð fyrir að atvinnuleysi verði 4,6 til 5 prósent árið 2014 en meiri munur er á spám um verðbólguþróun. Verðbólgudraugurinn er þrálátur en svo framhaldið verði eins og vonir standa til þarf að berja hann niður með öllum tiltækum ráðum.

Stjórnskipun

Forsetaembættið og stjórnarskrárbreytingar

S

skýr og gefi sem minnst svigrúm til mis­ taða forsetaembættisins í stjórnskip­ munandi túlkunar. Það er til dæmis tals­ un landsins, valdheimildir þess og verður galli á tillögum stjórnlagaráðs, sem valdmörk, voru eins og gefur að kynntar voru á síðasta ári, að þær eru ekki skilja talsvert til umræðu í aðdraganda nægilega afdráttarlausar um ýmsa þætti, forsetakosninga. Að kosningum loknum sem embættið varða. Sést það best á því hefur þessi umræða haldið áfram, ekki að menn hafa ekki getað komið sér saman síst í tilefni af ýmsum ummælum nýendur­ um hvort tillögurnar feli í sér valdameira kjörins forseta. Þetta þarf í sjálfu sér eða valdaminna forsetaembætti. Forsetinn ekki að koma á óvart, enda hafa átt sér hefur sjálfur túlkað tillögurnar á einn veg, stað meiri umræður og átök um forseta­ stjórnlagaráðsfulltrúar á annan veg og embættið á síðustu árum heldur en við fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar hafa höfum átt að venjast frá lýðveldisstofnun. að einhverju leyti mismunandi sýn í þessu Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis hafa allt Birgir Ármannsson sambandi, þótt þeir séu allir sammála um þetta kjörtímabil barist fyrir verulegum alþingismaður að tillögurnar þyrftu að vera mun skýrari. breytingum á stjórnarskránni og þótt ekki Eins og áður er getið er staða forsetaembættisins sé með öllu ljóst hvernig þau mál þróast er augljóst að eitt þeirra atriða, sem þarfnast umræðu og skoðunar í breytingar á ákvæðum um forsetaembættið eru meðal tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í slíkri þess sem tekist verður á um í því sambandi. vinnu er eðlilegt að fjölmörg önnur atriði séu skoðuð Ég lengi verið þeirrar skoðunar að tilefni væri til og rædd. Í sumum tilvikum ættu slíkar umræður að þess að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um leiða til breytinga á núgildandi greinum um eða upp­ embætti forseta Íslands. Ég hef margsinnis, í ræðu og töku nýrra ákvæða en í öðrum tilvikum kann niður­ riti, vakið athygli á því að ástæða væri til að umskrifa staðan að vera sú að skynsamlegra sé að láta breyting­ þessi ákvæði þannig að þau endurspegluðu betur hina arnar eiga sig. Það er jafn óskynsamleg afstaða að öllu raunverulegu stöðu forsetans samkvæmt stjórnar­ þurfi að breyta í stjórnarskránni eins og að engu megi skránni og þeim stjórnskipunarvenjum sem skapast breyta. Hver sem niðurstaðan er í einstökum tilvikum hafa frá lýðveldisstofnun. Þannig væri til dæmis alveg verða hins vegar allir að gera sér grein fyrir því að ástæðulaust að hafa í stjórnarskrá ákvæði sem gæfu vanda ber til stjórnarskrárbreytinga, þær þurfa bæði til kynna raunveruleg völd forseta á tilteknum sviðum, að byggja á fræðilegum rannsóknum og pólitískum sem væru svo tekin úr sambandi með öðrum ákvæð­ umræðum og æskilegast er að sem víðtækust sátt náist um, þ.e. þeim sem fela í sér að forseti feli ráðherrum um niðurstöðuna. Stjórnarskrá er grundvallarlöggjöf að fara með vald sitt og að forseti sé ábyrgðarlaus af sem önnur löggjöf í landinu byggir á og verður að vera stjórnarathöfnum. Núverandi framsetning stjórnar­ þannig úr garði gerð að hún marki stjórnskipun lands­ skrárákvæðanna hefur á síðustu árum leitt til margs ins skýran ramma og veiti borgurunum skjól gagnvart konar misskilnings og jafnvel mistúlkunar, sem full ríkisvaldinu hvernig svo sem hinir pólitísku vindar ástæða er til að eyða. blása frá einum tíma til annars. Um leið er tilefni til að taka af skarið um ýmis önnur Einmitt út af þessu síðastnefnda er full ástæða til að álitaefni varðandi stöðu forsetans. Endurskoðun á taka undir þau viðvörunarorð, sem fram komu hjá for­ stjórnarskránni þarf að leiða til niðurstöðu um það seta Íslands þegar úrslit kosninganna lágu fyrir, að það hvort forsetaembættið á að vera valdameira í stjór­ sé bæði óskynsamlegt og óheppilegt að knýja fram nið­ nskipuninni heldur en venjur og fræðikenningar hafa urstöðu í stjórnarskrármálum í miklum ágreiningi. Á gefið til kynna – eða jafnvel áhrifaminna. Í sjálfu sér óvissu- og átakatímum eins og við lifum er full ástæða má færa ágæt rök fyrir hvorri niðurstöðunni sem er. til að fara sérstaklega varlega í þessu sambandi. Það skiptir hins vegar miklu máli að niðurstaðan sé

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


LAUGAVEGI 46, 101 REYKJAVIK

Tel: 571 8383

Hรกsumar รญ hรกborginni 3H\NH]LN\Yย‹Z!ย‹Z[PSS'Z[PSSMHZOPVUPZย‹Z[PSSMHZOPVUPZ

ร‰g ver sla

รญ miรฐb orginn i

Litla Jรณlabรบรฐin Laugavegi 8 101 Reykjavรญk

Sรญmi: 5522412 lindsay@simnet.is

SUMARLANGUR LAUGARDAGUR 7. JรšLร Iรฐandi mannlรญfiรฐ streymir um alla miรฐborgina. Boรฐiรฐ er upp รก lifandi tรณnlist รก Laugavegi og Skรณlavรถrรฐustรญg. Seiรฐandi sรณlarsamba dunar รก Ylstrรถnd Ingรณlfs og hljรณmsveitin White signal lรฆtur ljรณs sitt skรญna รก Lรฆkjartorgi og vรญรฐar. Afslappandi plรถtusnรบรฐar verรฐa svo รก sveimi รญ Hjartagarรฐi รก Hljรณmalindarreitnum.

Verum, njรณtum og verslum โ€“ รพar sem hjartaรฐ slรฆr!


36

viðhorf

Helgin 6.-8. júlí 2012

Skammdegisflipp

Fært til bókar

Guðni og „samfylkingarandinn“ Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokksins var helsti hvatamaður þess að Ólafur Ragnar Grímsson gæfi kost á sér fimmta kjörtímabilið í röð, þótt vart væri hægt að leggja annan skilning í orð forsetans í áramótaávarpinu en að hann ætlaði sér að hætta. Guðni gladdist því á kosninganótt þegar úrslitin lágu fyrir og enn fremur í grein í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Þar fagnar hann því að forsetinn fái fjögur ár til viðbótar til þess að berja á Jóhönnu, Steingrími og Össuri og verja landið fyrir þeim, í Evrópusambands- og Icesavemálum. „Varðstaða Ólafs Ragnars Grímssonar boðar okkur öryggi á erfiðum tímum. Forsetinn hefur orðið að slá á fingur ríkisstjórnarinnar hvað eftir annað. En hann veitir nú sínum gömlu samherjum það aðhald

sem þeir þurfa í stærstu málum samtímans. Hann hefur tekið sér stöðu með þjóðinni.“ Eitt helsta skammaryrði Guðna í greininni er „samfylkingarandi“ sem hann telur vera meðal þess sem helst ógnar framtíð Íslendinga. Þessi andi „sem hefur minnimáttarkennd og undirgefna alþjóðahyggju að leiðarljósi. Andi sem vill ekki sjálfstæði Íslands og berst með öllum tiltækum að koma okkur undir erlent vald, er á móti fullveldi landsins.“ Af skrifum Guðna, helsta stuðningsmanns

Ólafs Ragnars, má ráða að þessi sami andi hafi herjað á helsta keppinaut forsetans í nýafstöðnum kosningum. „Þóra Arnórsdóttir,“ segir ráðherrann fyrrverandi, „komst aldrei í kosningabaráttunni frá því að vera fulltrúi Icesave-manna og ESB-sinna sem kaus að láta ríkisstjórnina í friði með öll sín ætlunarverk. Hún féll úr hreinum meirihluta niður í 33% fylgi af því að hún sjálf náði ekki að þvo hendur sínar og hafði í kringum sig óða samfylkingarmenn sem sköðuðu framboð hennar.“

Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi

Einstakar búðargjafir Kíktu á gjafatilboðin

lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

H

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Höfðatún í Reykjavík er kennt við frægasta hús borgarinnar og raunar landsins alls. Erlent ferðafólk í rútuförmum kemur að Höfða svo það geti séð með eigin augum húsið sem hýsti fund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikaels Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Á þeim fundi var grunnur lagður að lokum kalda stríðsins, þeirrar ógnar sem hvílt hafði yfir allri heimsbyggðinni allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Kjarna­ flaugar stórveldanna beindust að hvoru öðru með hættu á gjöreyðingu heimsbyggðarinnar. Þessi fundur og sá árangur sem þar náðist, þótt menn áttuðu sig ekki fyrr en nokkru síðar, var merki­ legri en flestir slíkir og með ýmsu öðru undanfari heimssögulegra atburða, niðurrifs hins illræmda Berlínarmúrs, falls kommúnismans og endaloka Sovétríkjanna. Þess vegna greyptist mynd Höfða í minni fólks víða um heim. Þetta hvíta hús Íslendinga var á sjónvarpsskjám og forsíðum um allan heim haustið 1986 og sú frægð helst enn. Það sjá starfsmenn Fréttatímans við Sætún eins og aðrir sem daglega eiga erindi fram hjá þessu fræga húsi. Þar stilla útlendir gestir landsins sér upp til þess að fara með minn­ inguna heim, líkt og þegar við látum mynda okkur í París með Eiffelturninn í baksýn eða í Washington með annað hvítt hús í bakgrunni. Höfði sýnir, þegar heim er komið, að viðkomandi var í Reykjavík, höfuðborg Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um átök stjórnar og stjórnarandstöðu í landsmálum eða meiri- og minnhluta í stjórnum sveitarfélaga, til dæmis borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir kemur þó að samstaða myndast um mál sem kjörnir fulltrúar fást við. Það átti við þegar æðstu yfirvöld höfuð­ borgarinnar náðu saman um það að fella niður nafn þeirrar götu sem kennd er við frægasta hús borgarinnar. Samstaða náðist um það í desember 2009, í stjórnartíð Hönnu Birnu og hennar fólks, að nafni Höfðatúns, milli Laugavegar og Sæbraut­ ar, yrði breytt í Katrínartún. Katrínartún, eftir hverjum? Svo hugsuðu þeir og spurðu sem lásu tíðindi af þessu á sínum tíma og reyndu að rifja upp hvort Íslendingar ættu Katrínu miklu í sögu sinni en voru litlu nær þegar þeim var sagt að Höfðanafnið fræga viki úr götu­ heitinu svo minnast mætti Katrínar Magnússon. Jafnvel fróðustu menn kveiktu ekki á konunni. Þeir kipptu sér samt ekki verulega upp við þetta, töldu ákvörðun borgaryfirvalda skammdegisflipp og gengu út frá því að næsti borgarstjóri kæmi viti fyrir sitt fólk með hækkandi sól, enda borgar­ stjórnarkosningar þá í vændum. Jón Gnarr var kominn á skrið með sitt Besta lið. En það breytti engu þótt skammdegið viki fyrir björtum dögum og Gnarr settist í stólinn. Ágrein­ ingur varð verulegur milli meiri- og minnihluta, nema í einu máli. Höfðatúnið hélst á dauðalista borgaryfirvalda og sama gilti um Skúlatún, milli Borgartúns og Skúlagötu, sem er ekki kennt við ómerkari mann en sjálfan Skúla fógeta, föður borgarinnar. Nýi meirihlutinn hélt fast við ákvörðun þess gamla að breyta Skúlatúninu í Þórunnartún, eftir Þórunni Jónassen. Sömu menn og kveiktu ekki á Katrínu miklu, það er að segja þeirri íslensku, voru litlu nær um frú Jónassen. Sama gilti um Sætún, sem liggur milli Borgar­ túns og Höfðatúns, þaðan sem sér út á sæ, eins og nafnið bendir til. Fyrrverandi og núverandi borgaryfirvöld rífast um flest en eru þó sam­ stiga um að sjávartúnið heiti framvegis Guð­ rúnartún. Kennt við hvaða Guðrúnu?, spurðu þeir sem hvorki könnuðust við Katrínu né Þórunni og mundu í svipinn ekki eftir neinni frægari í Íslandssögunni en Guðrúnu Ósvíf­ ursdóttur. Jú, sögðu þeir sem gerst máttu vita, Guðrúnu Björnsdóttur. Vóru þeir, frómt frá sagt, öngvu nær, þótt eflaust hafi Guðrún Björnsdóttir verið hin mætasta kona, ekki síður en frú Magnússon og frú Jónas­ sen á sinni tíð. Verkið var síðan fullkomnað með ákvörðun fyrri borgaryfirvalda, með fullum stuðn­ ingi núverandi borgaryfirvalda í framkvæmd, að austurhluti Skúlagötu héti framvegis Bríetartún. Það lifnaði aðeins yfir þeim sem voru eins og álfar


#egilsappelsIn

FÍTON / SÍA

EKTA ÍSLENSKT SUMARFRÍ

Skrifað í Sætúni 8 – nei fyrirgefið – Guðrúnartúni 8.

Draumaferð á hverjum degi Við bjóðum þér að reynsluaka nýjum B-Class

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 5 2 5

í framan þegar nefndar voru þær Guðrún, Katrín og Þórunn. Hver þekkir ekki sögu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur? Jafnvel eina eimreið landsins ber nafn hennar. Þekkingarsnauðum álfunum var létt og fannst jafnvel fyndið að þar með fengi helsti karlaklúbbur landsins, frímúrarnir, Bríeti beint í æð. Höll frímúraranna við Skúlagötu mun standa við Bríetartún í fyllingu tímans. Umboðsmaður Gnarrs sendi húseigendum í Túnunum orðsendingu á dögunum og minnti á nafnabreytingu gatnanna. Það var ágætt fyrir þá sem héldu að þetta væri ekki aðeins skammdegisflipp heldur hreint grín. Þeim var það nokkur huggun að borgarstjórinn lofaði að borga ný skilti og götunúmer, svo þeir sem erindi eiga að Höfða villist ekki, en Höfði sjálfur, frægasta hús á Íslandi, mun samkvæmt sömu ákvörðun borgaryfirvalda, standa við Félagstún 1 í framtíðinni! Nafnabreytingum taka menn nefnilega si svona, hvað sem líður misvitrum ákvörðunum. Munið þið eftir einhverjum sem ætlar að skutlast eftir hádegið til Reykjanesbæjar í stað þess að fara einfaldlega til Keflavíkur eða fari ekki til Egilsstaða í stað Austur-Héraðs eða Fjótsdalshéraðs, eða hvað það ágæta sveitarfélag heitir nú? Að sama skapi er hætt við að einhver ruglist ef senda á hann í Norðurþing þótt sá hinn sami standi klár á Húsavík.


38

ferðir

Helgin 6.-8. júlí 2012 KYNNING

KYNNING

 Ferðalög Vegahandbókin fertug

 Golf Dr aumastarf að flytja Íslendinga út til heitari landa

Hinn ómissandi ferðafélagi

Heimsmeistarar í ástundun golfs

Vegahandbókin er nú fertug og er útgáfusaga þessarar bókar, sem mörgum ferðalangnum er ómissandi ferðafélagi, merk. „Fyrst þegar bókin kom út, árið 1973, seldist hún upp með látum. Varð allt brjálað og handagangur í öskjunni – eins og maðurinn sagði. Og ný útgáfa kom út strax árið 1974,“ segir Halfdan Örlygsson útgefandi.

Kortabók fylgir

Ný útgáfa Vegahandbókarinnar er komin í bókabúðir og á bensínstöðvar – hinn ómissandi ferðafélagi. Þessi merkilega útgáfustarfsemi stendur nú á tímamótum en hún er nú fertug. „Já, þetta eru tímamót. Þetta er í raun fertugasta sumarið sem hún er í bílum landsmanna,“ segir Halfdan: „Hún hefur verið í stöðugri uppfærslu alla tíð. Þetta er 15. útgáfa og það sem má teljast bylting varðandi notkun bókarinnar nú er sérstök kortabók. Fólki hefur stundum fundist erfitt að eiga við lítil kort og sjá ekki framhaldið en nú er auðvelt að fletta á milli bókarinnar og svo kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Menn geta, ef þeir lesa leiðbeiningarnar um notkun bókarinnar, hæglega sveiflað sér á milli.“ Útgáfa Vegahandbókarinnar, sem nú stendur á tímamótum eins og áður segir, er athyglisverð. „Upphafið er að guðfaðir bókarinnar, Örlygur Halfdanarson faðir minn, gaf út Ferðahandbókina sem er þá forveri Vegahandbókarinnar. Svo var það fyrir um fimmtán árum að við steypum saman Vegahandbókinni og Ferðahandbókinni. Þá komu allar þessar myndir inn; mönnum þótti til að setja inn kort og texta,“ segir Hálfdan.

Þrír ættliðir

Ritstjórar bókarinnar eru þrír og er hver um sig fulltrúi sinnar kynslóðar – þrír ættliðir: Eva Hálfdanardóttir, Hálfdan Örlygsson og Örlygur Hálfdanarson. Nýju útgáfunni fylgja fleiri hundruð ljósmyndir, hljóðbók þar sem Háldan Örlygsson er sjálfur Arnar Jónsson les þjóðsögur ánægður með nýja ásamt fleirum... „Þetta er heilmikil Vegahandbók; aukin útgerð og margir sem koma að málog bætt útgáfa og er um auk þess sem við erum í samþessi ágæti ferðabandi við sveitarfélög, þá sem eru félagi nú kominn „on staðkunnugir og svo höfum við line“. verið í fimm ár við að þróa vef – vegahandbokin.is – bækurnar eru komnar „on line–, á íslensku, ensku og þýsku. Ferðavefur þar sem finna má upplýsingar, meðal annars um yfir þrjú þúsund örnefni og ágætt að byrja ferðalagið þar.

Ingibergur Jóhannsson lifir og hrærist í golfíþróttinni og hefur gert alla tíð. Sem krakki tók hann stefnuna í þá átt og hefur undanfarin ár starfað við að flytja Íslendinga til sólríkra landa til að spila golf - nú sem deildarstjóri Golfdeildar Úrvals Útsýnar.

É

g byrjaði að fikta við golfið árið 1973 – þá kynntist ég því. Og við tók heilt sumar í barnapössun og við að selja Vísi auk þess að vera kylfusveinn til að eiga fyrir fyrsta golfsettinu. Já, ég byrjaði níu ára gamall,“ segir Ingibergur Jóhannsson deildarstjóri Golfdeildar Úrvals Útsýnar. Þrátt fyrir þetta segist hann ekki vera keppnismaður í íþróttinni, „mitt nafn er ekki þekkt í keppnisgolfinu, ég hef farið lægst 3 í forgjöf, sem er ágætt svo sem. En, ég er lærður golfkennari, var að ljúka því um daginn ásamt góðum hópi og er PGA-kennari.“

Draumalíf golfarans

Ingibergur hefur starfað í um það bil átta ár við það að flytja Íslendinga út til heitari landa þar sem þeir geta lagt stund á golfíþróttina og einbeitt sér að henni við fyrsta flokks aðstæður. Það hlýtur að teljast draumastarfið? „Við getum orðað þetta sem svo að hann er margur félaginn sem spilar golf og öfundar mig mikið. Ég er sjö til átta vikur, vor og haust, úti og á Tenerife yfir veturinn. Já, ég er mikið erlendis með góðu og skemmtilegu fólki að vafstra í kringum golfið. Eini gallinn er að þeim mun meira sem maður vinnur við þetta, þeim mun minna spilar maður sjálfur,“ segir Ingibergur. En, það verður náttúrlega ekki við öllu séð. Það eru ekki síst félagar hans í hinum rótgróna golfklúbbi Amen sem renna til hans öfundarauga. „Amen? Já, þetta er með tilvísan í Amen Corner. Þetta er eina heilaga stundin hjá mér og fastur liður í hverjum ráðningarsamningi, að ég sé laus við þá. Alltaf á mánudögum eftir hádegi hittumst

við og spilum,“ segir Ingibergur. Amen telur um sextán til tuttugu manns, hópur sem hittist árið 2001 þegar Ingibergur var á Spáni í æfingabúðum. „Þá var klúbburinn stofnaður, þar var kveikjan.“

Allt að 60 þúsund Íslendingar í golfinu

Ingibergur segist vitaskuld ekki hafa farið varhluta af þeim mikla og vaxandi áhuga á golfinu meðal Íslendinga. Hann segir jafnframt að kreppan hafi sett að einhverju leyti strik í reikninginn, þá með þeim hætti að einkennandi fyrir þá hópa sem hann er að flytja út séu á aldrinum 55 plús. „Þó þetta sé allur aldursskalinn þá eru þeir sem helst sækja í þessar ferðir fólk á besta aldri sem er minna skuldsett og með sæmilega tryggar tekjur. Þá hefur áhrif að ferðirnar hafa lækkað miðað við gengi evru – við höfum náð gríðarlega hagstæðum samningum og fengum okkar birgja úti til að endurskoða verðskrá sína að teknu tilliti til gengismála. Þeir sem það gerðu ekki urðu af viðskiptum okkar.“ Og það er eftir nokkru að slægjast fyrir þá sem standa í ferðaþjónustu sem tengist golfinu. Þar eru Íslendingar heimsmeistarar miðað við hina margfrægu höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru. Samkvæmt könnunum, þeir langstærstu, að sögn Ingibergs. „Aðeins í Svíþjóð eru hlutfallslega fleiri skráðir í golfklúbba. En, þeir eru svo margir sem ekki eru í klúbbum hér sem eru að spila. Miðað við tölur frá Gallup og Capacent erum við langstærst – þær tölur sýna að 50 til 60 þúsund Íslendingar fara í golf einu sinni á ári eða oftar.“ Ingibergur Jóhannsson. Níu ára passaði hann börn, bar út Vísi og var kylfusveinn til að safna fyrir fyrsta settinu – hann lifir og hrærist í golfinu.

gakktu lengra Í sumar Úrval af vönduðum gönguskóm frá þekktum framleiðendum.

ÍSLENSKA SIA.IS UTI 60191 06/12

Þú getur treyst okkur Þegar velja Þarf gönguskó.

verð: 52.990 kr.

verð: 54.990 kr.

tilboð: 34.392 kr.

verð: 29.990 kr.

Meindl island GTX Hálfstífir og margrómaðir. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu.

scarpa HeKla GTX klassískir gönguskór fyrir dömur. fást í kringlunni og glæsibæ. Herraútfærsla: scarpa ladakh.

Meindl Kansas GTX sérlega þægilegir og traustir, goretex vatnsvörn. fáanlegir í dömuog herraútfærslu. almennt verð: 42.990 kr.

TnF VindicaTor Mid GTX Þægilegir í léttar göngur. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu.

NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS


2012 LungA


40

veiði

Helgin 6.-8. júlí 2012

 Fluga vikunnar Gunnar Bender

Rauður Francis – mér finnst hún rosalega góð

Gunnar Bender veiddi sinn fyrsta lax á Rauðan Francis.

Margir þurfa ekki annað en heyra nafnið Gunnar Bender og „Æji, ég segi bara Rauður Francis. Mér finnst hún rosaþá hvarflar hugurinn að veiði. Maðurinn hefur enda verið lega góð. Þeir eru nú samt margir sem fela hana í boxinu, vægast sagt áberandi sem einn helsti stangveiðispekúlant finnst þetta ekki alvöru fluga. Alltaf talað niður til Rauða þjóðarinnar, hóf að fjalla um veiði á DagFrancis. En, mér finnst hún góð. Ótrúlega fengsæl. Ég hef veitt, tjahh, örugglega 30 blaðinu fyrir um 35 árum og er enn að – heldur betur umfangsmikill og áberandi: laxa á hana. Já, mér finnst hún æðisleg. ritstjóri Sportveiðiblaðsins, með veiðiþætti Ég var í Norðurá fyrir mörgum mörgum á ÍNN, skrifar Veiði-Pressuna, veiðiþætti í árum. Þetta var þegar veiðileyfin kostuðu Skessuhorn og svo fjallar Gunnar um veiði á ekki handlegg. Þar fann ég þessa flugu Bylgjunni. Því ekki úr vegi að snúa blaðinu á árbakkanum. Fór þaðan í Grímsá og Rauður Francis. Margir tala niður til við og láta hann sitja fyrir svörum. Gunnar veiddi minn fyrsta flugulax á hana: Rauðþessar fögru flugu. velur flugu vikunnar að þessu sinni: an Francis.“

 Veiði Best klæddi veiðiklúbbur landsins

Hvar eru Crane-bræður?

Glerfínir í laxveiðinni Ekki er ofsögum sagt að segja Þóri Grétar Björnsson stangveiðigeggjara; á Facebooksíðu sinni hefur hann skráð við trúarskoðanir: „Fishing is a religion“ og í símaskrá er hann titlaður „veiðimaður“. Þórir Grétar fer fjölda veiðiferða á ári hverju en ein stendur þó uppúr – ferð í Aðaldalinn og þar leggja menn sérstaklega uppúr því að vera flottir á árbakkanum.

H E LG A R B L A Ð Með bindi og flottir á því. Bræðragengi eru áberandi meðal þeirra sem eru í þessum best klædda veiðiklúbbi landsins svo sem tvíburarnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir, Jón Óskar og Þorvar Hafsteinssynir og Máni og Nökkvi Svavarssynir. Vantar eiginlega bara þá Crane-bræður, Fraiser og Niles.

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Þórir Grétar er í tuttugu punda klúbbnum. Ekki er það bara svo að menn gleymi sér alfarið við að vera flottir á bakkanum, því nokkrir félaga hafa sett í yfir 20 punda lax.

V

Allt í grillmatinn

ið tókum þá frábæru ákvörðun á fyrsta fundi okkar að mæta snyrtilega til fara við ána, vera helst með bindi. Svo þróaðist þetta misjafnlega hjá hverjum um sig, sumir fóru þá leið að fara í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar þar sem flottustu bresku fötin fást, og keyptu sér klæðnað þar sem þeir svo mæta í. Í heildina eru menn mjög virðulega klæddir og er það gert í virðingaskyni við veiðisvæðið og íbúa þess. Það að auki er þetta hrikalega skemmtilegt,“ segir Þórir Grétar Björnsson stangveiðimaður.

Lúxuslíf á lækjarbakka Veiði hefur verið lýst sem einveru í náttúrunni, helst fjarri mannabyggð og þá ætti kannski klæðaburðurinn ekki að vera neitt lykilatriði – ekki eins og menn séu að klæða sig upp fyrir nokkurn mann. En, eins og Þórir Grétar útskýrir er þetta atriði sem ekki skal gera lítið úr. Hann tilheyrir hópi sem fer árlega í Laxá í Aðaldal og þetta er sú ferð af mörgum sem rís uppúr að hans mati: „Þessi hópur myndaðist í þeirri tilraun

Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi www.noatun.is

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Dekkað borð úti í guðsgrænni náttúrunni. Félagarnir í veiðiklúbbnum kunna þá lyst að gera vel við sig í mat og drykk.

tvíburanna Ásmundar og Gunnars Helgasonar við að mynda góðan hóp manna til veiðiferðar í Nes, það er nefnilega þannig að félagsskapurinn skiptir öllu máli ef veiðitúrinn á að heppnast vel. Þeim tókst vel til,“ segir Þórir Grétar og fer hvergi leynt með hversu ánægður hann er með þennan tiltekna veiðiklúbb: „Þetta eru 8 stangir, mannaðar með 16 mönnum. Flestir okkar leggja nánast allt í þetta og eru að nurla fyrir þessu allan veturinn. Við komum úr öllum stéttum þjóðfélagsins og eigum það sameiginlegt að hafa gaman af veiðinni þarna.“

Gera vel við sig í mat og drykk Félagarnir gera vel við sig í mat og drykk og fer miklum sögum af því hversu vel fer um þá á árbakkanum: „Við höfum þá hefð að hafa „Happy Hour“ einu sinni í ferðinni og klípum þann tíma af veiðitímanum, síðast mætti ég með austurlenska sjávarréttasúpu sem konan mín græjaði hérna á Selfossi og ég keypti brauð á leiðinni til að hafa með, svo kom hver og einn með drykki en ég laumaði nokkrum jólabjórum með á borðið sem ég hafði geymt í 9 mánuði fyrir þessa ferð.“ Þó svo virðist, þegar litið er til hóglífis og fínimennsku sem hópurinn iðkar, að veiðin sé aukaatriði þá er það ekki alveg svo. Og rétt að inna Þóri eftir því hvernig gæftir hafa verið, svona í lokin? „Við erum nokkrir þarna sem erum komnir í „20 punda klúbbinn“ sem er nokkuð frábær árangur, Gunnar Helga er með einn 107 cm og Þorvar Hafsteinsson (sem menn þekkja frá pönktímabilinu sem forsöngvari Jonee Jonee) fékk einn 108 cm eftir um 10 mínútna veiði fyrsta daginn sem hann kom. Það eru langstærstu laxarnir, Nökkvi Svavarsson kemur svo næstur með 104 cm, held ég.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is


I AM YOUR SUMMER DEAL Verð frá 139.995.KAUPAUKI

Ný hágæða stafræn SLR myndavél með 24.2 Megapixla C-MOS myndflögu og 18-55VR linsu með hristivörn. GUIDE valmyndakerfið auðveldar öllum að taka betri myndir á augabragði. D-Movie kvikmyndataka í háskerpu (1920x1080p). 11 punkta sjálfvirkt fókus kerfi, hátt ljósnæmi ISO (100-6400) sem má framlengja í 12800, Live View og stórum 3“ háskerpu skjá.

Sumarpakki frá Nikon í kaupbæti: Kælitaska fyrir sex gosdósir, svifdiskur, strandbolti, spilastokkur að virði 5.995.-

KAUPAUKI

Verð 24.995.-

Sumarpakki frá Nikon í kaupbæti: Kælihulstur

COOLPIX S3300 – Litrík sýn á þína veröld. Nett og meðfærileg myndavél með 16 megapixla upplausn, NIKKOR gleiðhornslinsu, 6x optískum aðdrætti og hristivörn. Sjálfvirkar umhverfisstillingar, stór 2.7“ LCD skjár og HD hreyfimyndataka. Eins fæst hún í 8 líflegum litum. Taktu skemmtilegar myndir við öll tilefni.

Með öllum Nikon vélum fylgir íslenskur leiðarvísir.

www.nikon.is

SÖLUAÐILAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Heimilistæki – Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík – 569 1500 – www.ht.is Sjónvarpsmiðstöðin – Síðumúla 2, 108 Reykjavík – 568 9090 – www.sm.is Beco – Langholtsvegi 84, 104 Reykjavík – 533 3411 – www.beco.is Fotoval – Skipholti 50b, 105 Reykjavík – 553 9200 – www.fotoval.is MAX – Kauptún 1, 210 Garðabær – 412 2200 – www.max.is Hagkaup – Smáralind, 201 Kópavogur – 563 5000 – www.hagkaup.is Tölvulistinn – Reykjavík, Hafnarfirði – 414 1700 – www.tl.is

fyrir gosdós, farsímavasi fyrir ströndina, spilastokkur að virði 2.495.-

Nikon School D-SLR Intro – 2.5 klst kynningarnámskeið ásamt Check & Clean í 3 ár fylgir með D3200 að verðmæti 25.000.-

SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI Hljómsýn – Akranesi; Framköllunarþjónustan – Borgarnesi; Blómsturvellir – Hellissandi; Hrannarbúðin – Grundarfirði; Skipavík – Stykkishólmi; Snerpa – Ísafirði; Kaupfélag V-Húnvetninga – Hvammstanga; Smárabær – Blönduósi; Skagfirðingabúð – Sauðárkróki; SR Byggingavörur – Siglufirði; Valberg – Ólafsfjörður; Kauptún – Vopnafirði; Verslunin Pan – Neskaupstað; Geisli – Vestmannaeyjum; Mosfell – Hellu; Heimilistæki – Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Húsavík; Tölvulistinn – Akureyri, Egilstaðir, Selfoss og Reykjanesbæ; Omnis – Akranes, Borgarnes og Reykjanesbæ.


42

golf

Helgin 6.-8. júlí 2012

 Heimavöllurinn minn Gr afarholtsvöllur

 Golf Úttekt á Gr afarholtsvelli í Reykjavík

„Beggi Skans“ heitinn dró Ragga út á völl „Forgjöfin í dag er átta, en ég hef lítið sem ekkert getað spilað golf undanfarin þrjú ár svo það verður bara að teljast bærilegt held ég,“ segir stórsöngvarinn Ragnar Gunnarsson sem fleiri þekkja sem Ragga Sót – forsöngvara Skriðjökla. Heimavöllur hans er Grafarholtsvöllurinn þó hann eigi ættir að rekja til Akureyrar. Hann fer ekki í grafgötur með að Grafarholtið er völlur á heimsmælikvarða eins og betur er komið að hér til hliðar. Raggi hóf feril sinn sem golfari fyrir norðan: „Það var gam-

all maður á Akureyri sem hét Ingólfur, en gekk ávallt undir nafninu Tíma-Sjankó vegna þess að hann var umboðsmaður Tímans sáluga, sem tók mig þá kornungan með sér á golfvöllinn í fyrsta skiptið. Þá var golfvöllur Akureyringa þar sem nú er Háskóli. Mörgum árum seinna þegar Jaðarsvöllur var kominn í gagnið álpaðist ég með Pétri Ringsted félaga mínum og Sigurði bróður hans í golf og spilaði af og til í nokkur ár.“ Eftir að Raggi fluttist suður var það Baldvin Ólafsson, eða „Beggi Skans“ sem dró Ragga á golfvöllinn. Og þá fékk hann bakteríuna svo um munaði. „Beggi lést tveimur árum síðar í ömurlegu bílslysi í Suður Englandi þar sem hann ásamt nokkrum félögum mínum var í golfferð – blessuð sé minning hans.“ Svo heiftarlega er Raggi gripinn bakteríunni að hann stendur nú, ásamt Svanþóri Þorbjörnssyni í samstarfi Við Hörð Hilmarsson og ÍT-ferðir, fyrir golfferðum til Spánar. „Við bjóðum upp á golfferðir á nokkra eðal staði, aðallega erum við að selja ferðir á Las Colinas og La Finca sem eru að flestra mati tveir að bestu völlunum á Costa Blanca-svæðinu – reynum að kappkosta að bjóða aðeins það besta, og klossörugga fararstjórn.“ - jbg

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is

00000

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

Í fylgd með þeim Ragga og Komma á sjálfum Grafarholtsvelli, sem þeir félagar fullyrða að sé í heimsklassa. Ljósmynd/Hari.

Grafarholtið á heimsmælikvarða „Ég er ekki bara góður söngvari,“ tilkynnti Raggi Sót útsendurum Fréttatímans hróðugur eftir velheppnað vipp inn á flöt. Hann var ekki dónalegur félagsskapurinn sem útsendarar blaðsins fengu þegar þeir löbbuðu hring á Grafarholtsvellinum fyrir skemmstu; Raggi og Kormákur Geirharðsson sem eru fjarska ánægðir með sinn heimavöll.

Þ

að var „tee-time“ 10-10 og veðurherðar yfir aðra velli; ótrúlegt hversu vel guðirnir léku við hvurn sinn fingur hefur tekist til að hanna þennan völl og þegar golfspekúlantar Fréttatímans koma honum fyrir í þessu hrjóstruga landtóku út Grafarholtsvöllinn í fylgd þeirra svæði sem Grafarholtið er.“ Ragga og Komma. Þessir miðaldra popparOg umhverfið og völlurinn staðfestir ar hafa fundið sig í golfinu, eins og reyndar hvert orð: „Fyrsta holan er ein besta byrjunmun algengt í þeirri stétt manna. Þeir eru arhola sem menn geta hugsað sér með teigAð standa báðir fanta-fínir spilarar. Kormákur hefur inn hátt uppi og gott útsýni yfir völlinn, svo spilað golf frá því hann var strákur, starfkoma holurnar hver af annarri svo ólíkar en á fimmaði reyndar ungur á Grafarholtsvellinum, í mynda samt svo góða heildarmynd. Þegar tánda teig ein sjö ár, og þekkir því þarna hverja þúfu. komið er inn í dal kemur fimmta holan, svo „Þennan teig byggði ég nú,“ segir hann saklaus en hættuleg eins og margir vita, og í Grafarþegar hann stillir kúlunni upp á einum mikilvægt er að halda haus þar til er komið holtinu er teiganna sem allir eru hinir glæsilegustu. á áttundu.“ Reyndar er öll aðstaða og frágangur til frábært. Hinn ógurlega fimmtánda hola fyrirmyndar; við hvern teig eru græjur til að hreinsa golfkúlur og kylfur ef svo ber undir. Félagarnir eru sammála um að næstu þrjár séu tilReykvíkingar eru lukkunnar pamfílar. Innan borgtölulega meinlausar ef menn þekkja sín takmörk, armarka er að finna golfvöll, Grafarholtsvöllinn, sem ellefta par þrír getur verið snúin og tólfta gefur ýmsa er í heimsklassa. Þetta fullyrða þeir félagarnir sem möguleika. Þrettánda og fjórtánda tiltölulega meintóku golfspekúlanta Fréttatímans með sér einn hring lausar holur, en... „svo er komið að því. „The final í Grafarholtinu og það vantaði ekkert uppá ánægjuna four“,“ tilkynnir Raggi: „Að standa á fimmtánda með sitt þegar þeir fullyrðu að þeir hafi spilað golf um teig í Grafarholtinu er frábært. Þessi par fimm hola heim allan... „Í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu... þetta er glæsileg en jafnframt erfið og ég veit ekki hvað er alveg á pari við það sem best gerist á heimsvísu,“ margir hafa eyðilagt góðan hring á þessari holu, (og segir Raggi stoltur af sínum klúbbi. Kormákur staðþað staðfestir ljósmyndari blaðsins raunamæddur, festir þetta en hann er einmitt í lokuðum klúbbi sem sem fram til þess hafði verið að spila sitt besta golf) er með það á stefnuskránni að fara um heim allan og eða þá næstu tveim þar á eftir. Það sem fullkomnar spila golf um svokallaða kristalskál. góðan göngutúr með golfkylfurnar í eftirdragi á þessum frábæra velli er að setjast inn hjá vertinum Framúrskarandi hönnun Herði Traustasyni og gæða sér á kræsingum sem hann og hans starfslið reiðir fram, og aldrei er ölið Raggi dregur hvergi af sér við að lýsa dásemdum betra en eftir góðan golfhring.“ heimavallarins: „Ég hef spilað alla 18 holu velli á Íslandi nema Mosó. Oftast eru margir þeirra í betra Jakob Bjarnar Grétarsson ástandi en Grafarholtið framan af sumri, en þegar kemur að hönnuninni ber Grafarholtið höfuð og jakob@frettatiminn.is

Leynilindin

Við ónefnda holu er að finna lind, uppsprettu, sem heimamenn láta ekki fram hjá sér fara þegar þeir eiga leið þar um. „Þetta er sjálfur Gvendarbrunnurinn,“ segja félagarnir og svolgruðu vatnið sem þeir eru sannfærðir um að sé lífsins elexír – allra meina bót. Ljósmyndir/ Hari

Punktamót sem varir allt sumarið, 6 bestu hringirnir gilda. Vikulegir útdrættir á glæsilegum vinningum.


l l u g a n r a B 5 Sígildar plötur fyrir börn á öllum aldri

Barnaborg

Bessi segir börnunum sögur

Ómar Ragnarsson - Syngur fyrir börnin

Skoppa og Skrítla á söngferðalagi

Karíus og Baktus

Einstaklega eiguleg askja með fimm sígildum barnaplötum í fullri lengd Fullkomin í ferðalagið eða barnaherbergið

FÁANLEG Í NÆSTU VERSLUN


44

bílar

Helgin 6.-8. júlí 2012

 Jepplingur Nissan Qashqai

Sparneytinn með nýrri dísilvél Fyrir stóru fjölskyldurnar hentar Qashqai +2. Hinn nýi Nissan Qashqai er einn hinna nýju jepplinga sem margir sækjast eftir. Bíllinn er með 2WD og 4WD sem gefur ökumanni kost á að haga stillingum í takt við aðstæður og spara þar af leiðandi eldsneyti. Nú er Nissan Qashqai fáanlegur með nýjum dísilvélum sem eyða frá 4,6 lítrum af eldsneyti á hverja 100 kílómetra, sem er með því allra lægsta sem þekkist meðal fjórhjóladrifsbíla. Jafnframt er útblásturinn mjög lítill og hér er því á ferðinni umhverfisvænn kostur. Í boði eru, að því er fram kemur á heimaíðu umboðsins BL, tvær vélarstærðir af dísil;

ný kraftmikil og sparneytin 1.6dCi sem fæst með 6 gíra beinskiptingu og sérstökum auto stop-start búnaði sem drepur á vélinni og ræsir hana sjálfkrafa þegar stöðvað er, til dæmis á umferðarljósum. Qashqai fæst svo sjálfskiptur dísil með 2.0dCi 150 hestafla vél sem búinn er 6 gíra sjálfskiptingu. Fyrir þá sem eru með stórar fjölskyldur er sjálfsagt að skoða Qashqai+2 sem er ný 7 manna útgáfa af Nissan Qashqai. Með Qashqai +2 gefst fjölskyldum sem þurfa að geta flutt fleiri en 4 farþega tækifæri kostur á hentugum bíl fyrir íslenskar aðstæður.

Sparneytinn Nissan Qashaqai-jepplingur með dísilvél.

 Ford Nýr Explorer jeppi kynntur

 Renault–Nissan Veðjuðu á r afbíla fyrir rúmum fjórum

Klár í sumarferðalögin

Báðir með rafbíla í fjöldaframleiðslu

Eldsneytisnotkun er 10,3 lítrar á hundraðið miðað við langkeyrslu. Brimborg kynnti fyrr í mánuðinum nýjan Ford Explorer, kláran í fjölskylduferðalögin í sumar fyrir þá sem vilja öflugan jeppa. Explorer er með 290 hestafla V6 bensínvél sem skilar 290 hestöflum. Eldsneytisnotkun er 10,3 lítrar Nýr Ford Explorer er með 290 hestafla V6 bensínvél og á hundraðið miðað sex gíra sjálfskiptingu. við langkeyrslu. ökumanni viðvart með því að það Bíllinn er búinn kviknar á ljósi í hliðarspegli þeim 6 gíra SelectShift sjálfskiptingu megin sem bifreið nálgast. auk þess sem hægt er að velja um Ford Explorer er með 20 tommu fjórar mismunandi skynvæddar álfelgum og hljómflutningstækjum stillingar á drifstýringarkerfinu frá Sony, 11 hátölurum, leðurallt eftir aðstæðum. áklæði og einnig er hægt að panta Í nýja Ford Explorer er lýsingin úrval aukabúnaðar hjá ráðgjöfum stillanleg og því hægt að velja þá umboðsins, að því er fram kemur á lýsingu sem er þægilegust í misheimasíðu þess. munandi aðstæðum og við misSæti jeppans eru fjölstillanleg munandi birtuskilyrði. Einnig er þannig að auðvelt er að hlaða hann hægt að fá hann með BLIS (Blind og koma fyrir fyrirferðamiklum Spot Information System) sem hlutum. skannar blinda blettinn og gerir

Nýjar höfuðstöðvar Toyota Toyota hefur flutt alla starfsemi sína frá Kópavogi yfir í Kauptún 6 í Garðabæ, við hlið Ikea þar sem áður var stórverslun Byko. Í Kauptúni verður sala á nýjum og notuðum Toyota- og Lexusbifreiðum, auka- og varahlutaverslun, bílaverkstæði, málningar- og réttingaverkstæði, bílaþvottur og hraðþjónusta sem sinnir smurþjónustu og þjónustuskoðunum auk annarrar starfsemi sem tilheyrir þjónustu fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu Toyota að með flutningnum sé stigið stórt skref í átt að betri þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins þar sem öll starfsemin sé komin undir eitt þak, en þjónustan var í ellefu byggingum áður. Toyota afhenti fyrsta bílinn í hinum nýju höfuðstöðvum á mánudaginn. Björn Friðrik Björn Friðrik Svavarsson, Úlfar Svavarsson tók við lyklunum að Toyota Yaris HySteindórsson, Haraldur Þór Stefánsson, Kristinn J. Einarsson brid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi. og Gunnar Þór Eggertsson.

BL vinnur að því að fá leyfi fyrir innflutningi rafbíla sem ætti að geta hafist á næsta ári

B

ílaframleiðendurnir Renault–Nissan veðjuðu opinberlega á rafbíla fyrir rúmum 4 árum og nú eru báðir framleiðendurnir búnir að ná þeim áfanga að fjöldaframleiða rafbíla, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins, BL. Renault hóf almenna sölu á Kangoo-rafbíl og Fluence-rafbíl í nóvember á síðasta ári í nokkrum löndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Írlandi og Danmörku. Fleiri lönd hafa verið jafnt og þétt að bætast í hóp þeirra sem selja Renault-rafbíla. BL er að vinna að því að fá leyfi til innflutnings á rafbílum og ef allt gengur eftir þá ætti innflutningur að geta hafist fyrri hluta Kangoo Express ZE. Sendibíll ársins 2012. Lengd: 4,21m. Hæð: 1,85m. næsta árs. Breidd: 1,83m. Flutningsrými: 3m³. Vél: 60 hestöfl og tog 226Nm. Rafmagnsútgáfa af Kangoo er framleidd 2 bílarnir sem fara í framleiðslu 2012 eru annars í sömu verksmiðju og núverandi Kangoo og er eins. vegar nýr bíll sem er í svipaðri stærð og Clio og heitir Hinn bíllinn sem kom á markað í fyrra var rafmagnsZoe og hins vegar mjög lítill bíll, á mörkum vespu og útgáfa af fólksbílnum Fluence sem kemur í kjölfarið bíls, eins til tveggja manna og kallast Twizy. Mikil á Megane II Saloon. Fluence er þó aðeins stærri en þróunarvinna og prófanir hafa átt sér stað og má Saloon-bíllinn en þeir eiga það sameiginlegt að vera meðal annars nefna að nokkur hundruð Kangoo- og framleiddir í sömu verksmiðjunni í Tyrklandi. Hinir Fluence-prófunarbíla fóru á göturnar í Evrópu strax árið 2010 og voru þeir þá þegar komnir í endanlegri útgáfu.

Tækni rafbílanna

Rafmótorarnir sem eru í þróun hjá Renault–Nissan eru frá 60 hestöflum uppí 140 hestöfl eða á bilinu 44 til 100 kW. Rafmótorarnir koma strax inn með hámarks tog þegar gefið er inn og eru mjög hljóðlátir. Hröðunin er línuleg og stiglaus, engar gírskiptingar. Rafmótorarnir eru um 160 kíló að þyngd.

Rafhlöður Fluence ZE. Lengd: 4,62m Hæð: 1,48m. Breidd: 1,81m. Farangursrými: 327 lítrar. Vél: 96 hestöfl og tog 226Nm. Einnig gæti verið í boði stærsta vélin sem er í þróun en hún er 140 hestöfl.

Rafhlöðurnar eru lithium-ion og mismunandi í lögun og stærð allt eftir því hver þörfin og plássið er í hverjum bíl. Hver eining í rafhlöðunni samanstendur svo af fjórum rafhlöðusellum. Þyngd á 24 kWh rafhlöðunni er 250 kg.

Drægni

Uppgefin drægni bílanna er frá 155 km í Kangoo og upp í 210 km í tilfelli Zoe en við íslenskar aðstæður, segir í tilkynningu umboðsins, er rétt að ræða frekar um 80 til 120 km en fer auðvitað mikið eftir aksturslagi. Þegar rætt er um uppgefna drægni þarf að hafa hugfast að hér er um fræðilega getu að ræða en ýmislegt dregur úr þeirri vegalengd sem mögulegt er að komast á hleðslunni svo sem aksturslag, ljósanotkun og notkun á miðstöðinni. Zoe ZE. Lengd: 4,08m. Hæð: 1,59. Breidd: 1,73m. Vél: 88hestöfl og tog 220Nm. Uppgefin drægni: 210 km.

Nýjung!

D-vítamínbætt LÉttmJÓLK Twizy ZE. Lengd: 2,33m. Hæð: 1,45. Breidd: 1,24m. Tveggja sæta. Vél: 5 til 20 hestöfl og tog 70Nm. Hefur hröðun á við 125cc hjól.

Ending á rafhlöðum

Rafhlöðurnar eru 22 til 24 kWh en af því eru bara 20 kWh sem nýtast en það er gert til þess að eftir uppgefinn notkunartíma, sem er 5 til 6 ár, þá sé notandinn nánast ekkert farinn að finna neinn mun á endingu þeirra. Talað er um að eftir 5 ár sé hámarks geta þeirra komin niður í 20 kWh og niður í 16 kWh eftir 8 til 10 ár sem þýðir að rafhlöðurnar eru sannarlega nothæfar í bíla eftir 10 ár en drægnin er komin niður í 100 til 120 km. Eftir 10 ára notkun eru rafhlöðurnar enn öflugri en hefðbundnar nýjar rafhlöður eru í dag og því er hægt að nýta þær áfram við annað svo sem til að geyma orku við sólarorkuframleiðslu. Þetta tryggir að ekki þarf að hafa fyrir því að farga rafhlöðunum eftir notkun í rafbílum með tilheyrandi kostnaði og meira að segja er Renault að vinna að því hægt verði að selja rafhlöðurnar, ekki bara skila inn, en ekkert er enn í hendi í þeim efnum.


46

matur

Helgin 6.-8. júlí 2012  Veitingahús nýtt á gömlum grunni

Frábært asískt fusion á Buddha Café Geiri í Kjötbúðinni með kjöt á grillið.

Naut á grillið

Stundum er stór og djúsí nautasteik það eina rétta á grillið og þarf ekkert að ræða það sérstaklega. Í Kjötbúðinni á Grensásvegi eru allar þarfir steikarunnandans uppfylltar. Stór og góð 300-400 gr nautasteik, fitusprungin og vel meyrnuð, helst um 3-4 cm á þykkt, til dæmis ribeye með beini, entrecode, t-bein eða framfile. Gott er að steikin nái stofuhita fyrir eldun. Kryddið með grófmöluðum svörtum pipar og grófu salti og berið svo truffluolíu á steikina eftir eldun. Eldunartími er 4 mínútur á hvorri hlið á mjög heitu grilli fyrir medium eldun (mikilvægt er að opna ekki grillið nema þegar steikinni er snúið við), hvílið steikina í 5-8 mín áður en hún er borin fram. Þetta má ekki vera of flókið, stendur fyrir sínu sem slíkt en köld grillsósa er ákjósanleg með. Í hana fer: 1 dós sýrður rjómi, 100 ml matreiðslurjómi, 1 matskeið hunang, 2 hvítlauksgeirar smátt saxaðir, smá appelsínuþykkni, salt og pipar. Hrært saman (má notast á kartöfluna líka). Meðlæti, stór bökunarkartafla og grillað grænmeti eins og zucchini, paprikur, sveppir, rauðlaukur, sætar kartöflur.

Buddha Café er nýr asískur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, staðsett að Laugavegi 3 sem er á mótum Skólavörðustígs, Laugavegar og Bankastrætis.

M

aturinn sem boðið er upp á er blanda af japönskum- og kantónískum mat. Bræðurnir Torfi og Hákon Arasynir, sem eiga og reka staðinn, sækja hæfileikana í asískri matargerðarlist ekki langt því þeir ráku ásamt föður sínum veitingastaðinn Indókína í um tvo áratugi. Þeir byggja því á ríkulegri hefð í matreiðslu og veitingahúsarekstri og gestir staðarins fara ekki varhluta af því. Að undanförnu hafa þeir lagt í viðamiklar endurbætur á húsnæði sem áður hýsti meðal annars Búnaðarbankann og veitingastaðinn Kaupfélagið. Eftir að Indókína lokaði 2007 starfaði

Hákon á Hótel Holti og var einnig í Kokkalandsliðinu um tíma. Hann er núna yfirmatreiðslumeistari á nýja veitingastaðnum og hefur með sér kokka sem eru sérhæfðir eru í japanskri matargerð. Fyrrum fastagestir á Indókína munu kannast við einn rétt og annan innan um á fjölbreyttum matseðlinum á Buddha Café en klassísk jap önsk matargerð á borð við sushi bætist þar við. Enginn sem sækir staðinn ætti að velkjast í vafa um að mikill metnaður er lagður í matargerðina. Af seðlinum má

Bræðurnir Torfi og Hákon Arasynir fyrir miðju með úrvalsliði kokka á Buddha Café.

nefna sérlega bragðgóðan og lunga­ mjúkan nautakjötsrétt í sósu nefndan eftir staðnum og þar með Buddha sjálfum, kjúklingaspjót í yakitori-sósu og andabringusalati að japönskum hætti. Allar sósur eru gerðar á staðnum frá grunni og kjötið er hægeldað

í fjóra tíma sem gerir það einstaklega meyrt og gómsætt. Óhætt er að mæla með þessum nýja veitingastað sem eykur fjölbreyttnina í ört vaxandi veitingahúsaflóru Reykjavíkur. hari@frettatiminn.is

Maturinn er sérlega vel framsettur, mjúkur undir tönn og einstaklega bragðgóður. Salurinn er stór og andrúmsloftið er skemmtileg blanda; asísk áhrif í bland við íslensk.


allt sumar er möguleiki á vinningum sinalco-töppunum PIPAR\TBWA • SÍA • 121175

yfir 5.000 vinningar! samsung spjaldtölvur 46” samsung 3d sjónvarp Wii leiKjatölvur

samsung gio gsm Fjöldi gómsætra vinninga Frá KFC og taCo Bell og alls Konar nammi Frá góu

®

Í öllum Sinalco-töppum er númer. Settu það inn í sumarleik Góu á Facebooksíðu Góu (www.facebook.com/goa.is) og þú veist strax hvort þú hefur unnið. Allir sem skrá sig gætu svo átt von á risavinningum til viðbótar á FM957 í allt sumar.


48

bækur

Helgin 6.-8. júlí 2012

Hugsjór Jóhanns Hjálmarssonar Ný ljóðabók, Hugsjór, eftir Jóhann Hjálmarsson skáld og þýðanda er komin út á forlagi JPV. Hann hefur ekki sent frá sér safn ljóða nú í níu ár. Jóhann á að baki merkilegan feril, einn af brautryðjendum í formbyltingunni með Aungli í tímanum 1956. Hann á nú að baki átján frumsamdar ljóðabækur, fimm söfn ljóðaþýðinga og hefur að auki verið afkastamikill ritrýnir um langt skeið en ferill hans í opinberu bókmenntalífi spannar nú nær sextíu ár. Ljóð hans hafa farið víða í þýðingum á nær 30 tungumálum og einnig komið út í sérstökum bókum í fimm löndum. Í nýju bókinni birtir Jóhann tæplega sextíu ljóð í þremur köflum.

 Ritdómur Boðið vestur

Vinsæll Hollendingur

Sumarhús með sundlaug, ný bók hollenska rithöfundarins Hermans Koch, situr í efsta sæti kiljulistans á metsölulista Eymundsson. Gagnrýnandi Fréttatímatímans gaf henni fullt hús stiga, fimm stjörnur, í síðustu viku.

Tveir nýir norrænir krimmar Útgáfufyrirtækið Undirheimar, krimmadeild Uppheima, hefur sent frá sér tvær nýjar þýðingar á nýlegum sakamálasögum. Draugaverkir eftir Thomas Enger kemur í kjölfar sögunnar Skindauða sem kom út í fyrra. Halla Sverrisdóttir þýðir úr norsku. Blaðamaðurinn Henning fær skilaboð frá dæmdum morðingja sem kveðst vita hvað hafi gerst á dánardegi sonar Hennings. En fyrir þær upplýsingar þarf að greiða gjald. Tvíeykið Roslund og Hellström átti fyrir fáum misserum á lesborðum landsmanna söguna Ófreskjan, Nú kemur frá þeim saga af skuggahliðum Svíþjóðar í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar. Box 21. Ung vændiskona finnst illa leikin og líf hennar og ungs fíkils reynist samtvinnað.

 Ritdómur Má ekki elsk a þig

Óður til Vestfjarða

Guðlaug og Karl bjóða fólki að kynnast matarmenningu Vestfjarða.

 Boðið vestur Guðlaug Jónsdóttir og Karl Kristján Ásgeirsson Ljósmyndir: Ágúst Atlason Uppheimar, 260 síður, 2012.

Vakning virðist hafin í dreifðum byggðum landsins um að matarmenning liðinna tíma kunni að vera efniviður í nýsköpun í matargerð. Þessa verður vart samfara því að einokun valdamikilla samsöluaðila er rofin og framleiðendur matvöru af sjó og landi sjá sér hag í að stíga af brautum samþjöppunar og taka upp vænlegri, verðmætari og vandaðri dreifingu, milliliðalítið til neytenda. Þá standa bara eftir hin fornu virki meðalmennskunnar í matseld, sjoppurnar, bensínskúrarnir sem alla jafna eru drýgstir í sölu þriðja flokks fæðu úr verksmiðjum, virki sem verða að hverfa ef byggðir landsins eiga að eiga sér von í ferðamennsku. Hjónin Guðlaug og Karl hafa sett saman bók sem er í senn óður til nátturu á Vestfjörðum og þess sem hafa má úr þeirri matarkistu. Bókin er komin út á þremur tungumálum, prýðilega skrýdd ljósmyndum af matföngum og fjarlægum stöðum sem stöðum í alfaraleið hinna vondu vega þar norðurfrá. Þau hafa dregið saman ýmsan eldri fróðleik en aðalatriði verksins eru uppskriftir af hollum og góðum mat; fiski, fugli, kvikfénaði, sjávarfangi og góðgæti úr jurtaríkinu. Bókinni er skipað niður eftir mánuðum; hefst á sólardeginum með sígildir pönnukökuuppskrift, svo tekur saltfiskurinn við þar er gerð grein fyrir sólþurrkun og léttsöltun okkar daga og bætt í tveimur uppskriftum, á eftir fylgja kaflar um hákarl og harðfisk og þannig feta þau sig áfram. Lesefni verksins er þannig í senn fróðleikur um matarmenningu okkar, endurnýjun hennar og uppskriftir. Og með þessari þrennu er brugðið upp árstíðarlýsingu á lífi þeirra fyrir vestan. Nú er verkið til marks um aukna vitund um möguleika, ávísun á betra mataræði en flestir búa við. Hindrun mín í því að njóta þessa er landfræðileg: Hvar fæ ég hamflettan skarf? Kerfil, hundasúru, fífla og bláskel get ég tínt, svo ekki sé talað um hvönn, skarkola og skötusel fæ ég víða, en bútung og þyrskling – hvar kemst ég yfir slíkt? Boðið vestur er fallega hugsuð bók og kærkomin upprifjun um að bætt matarmenning er brýn, hún lýsir átakshugsun sem er nauðsynlegur þáttur í þeirri endurreisn Vestfjarða sem við að vestan viljum sjá og er því þakkarverð. -pbb

Allt í grillmatinn Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi www.noatun.is

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Ást í meinum Jenny Downham.

Flétta sögunnar nýju er vandlega hugsuð, skáldkonan hefur næman skilning á mannfólki í vanda og ræður yfir kunnáttu til að tjá hann í stóru og smáu.

 Má ekki elska þig Jenny Downham Þýðing: Nanna B. Þórsdóttir JPV 384 síður, 2012

J

enny Downham er ensk leikkona sem hefur á fáum árum sent frá sér tvær skáldsögur sem hafa náð nokkurri hylli. Fyrsta verk hennar, Áður en ég dey, kom út í íslenskri þýðingu fyrir fjórum árum og var nærfærin og áhrifamikil frásögn í fyrstu persónu af unglingsstúlku sem haldin var banvænum sjúkdómi. Nú, réttum átján mánuðum eftir útkomu nýrrar skáldsögu, You against me, birtist okkur þýðing Nönnu B. Þórsdóttur í kilju undir heitinu: Má ekki elska þig. Titillinn á íslensku er öllu þrengri merkingarlega en á frummálinu. Átökin í verkinu er lögð út frá fornu þema; ást í meinum og forboðnu sambandi unglinga af ólíkum stéttauppruna. En að baki þeim átökum eru stærri átök, tryggð, traust, samband foreldra og barna. Flétta sögunnar nýju er vandlega hugsuð, skáldkonan hefur næman skilning á mannfólki í vanda og ræður yfir kunnáttu til að tjá hann í stóru og smáu. Systkinin Tom og Ellí voru rifin upp frá heimaslóðum sínum í London þegar faðir þeirra fasteignasalinn nýtti sér verðmun húseigna í borginni og ótilgreindri smáborg á Suður-Englandi að því virðist. Tom á í vandræðum með að ná fótfestu í nýjum vinahóp. Ellí, sem er yngri, er einangruð. Í bæjarblokkunum býr Mikey ásamt systrum sínum, Karyn og Holli. Móðir þeirra er að basla ein, faðirinn er fjarri. Karyn er veik fyrir Tom og fer heim til hans í partí. Ellí er heima og verður vitni að því þegar Karyn ofurölvi á samræði við Tom. Daginn eftir kærir Karyn hann fyrir nauðgun. Báðar fjölskyldurnar mynda skjaldborg um sitt: Mikey finnur útrás fyrir óánægju sína og hyggur á hefndir, dúkkar upp í veislu sem haldin er á heimili Tom og Ellíar sakamanninum til stuðnings, þar hittir hann Ellí og þau eiga saman, fara að hittast og verða skotin. En þá eru málaferlin eftir yfir bróðurnum og allt verður flóknara. Hér er semsagt verið að kanna sálarlíf tveggja ungmenna náið, jafnframt stöðu foreldranna, yngri systra og fórnarlambsins. Heimilin, skólinn, vinnu-

staður, gatan, borg og sveit notar Down til sviðsetningar á þessari örlagasögu þar sem örvæntingarfullar tilraunir foreldra til að vernda börn sín í aðstæðum sem eru óyfirstíganlegar að því virðist taka sitt rúm að baki tilraunum Mikey og Ellíar til að komast að hinu sanna og rétta og um leið að finna blíðari tilfinningum sínum farveg. Lýsingin á þeirra sambandi er fallega unnin. Ekki síðri er persónulýsing geranda og fórnarlambs, Toms og Karynnar. Og að baki er sögusvið velstæðrar millistéttar úthverfanna og eymd þeirra sem læstir eru í faðmi velferðarþjónustunnar – þau duldu stéttaátök sem einkenna samfélag Bretlandseyja eru hér grunnur sögunnar, óbifandi raunveruleiki með sárum örlögum, ólíkt því sem viðgengst í tjáningu íslenskra höfunda sem halda kirfilega fyrir augun og vilja ekki sjá hið lagskipta samfélag hér á landi, nema litið sé til baka. Skáldsaga á borð við þessa ratar örugglega til margra lesenda. Frásögnin er línulaga, stokkið milli tveggja aðalsviða sem eru bundin við Mikey og Ellí, þeirra sjónarhorn er ráðandi í frásögninni, sakleysi þeirra og skyldurækni er fyrirferðarmikið þema í byggingu sögunnar, hér er varla að finna neikvæða persónulýsingu, nema ef vera skyldi lýsingin á föðurnum og vinkonu Karynnar, en þær persónur taka líka þróun, breytast í framgangi sögunnar. Hér er því í boði sannfærandi skáldsaga, vandlega hugsuð, prýðilega þýdd og snertir í senn á fallegu tilfinningalífi ungmenna og stórum háska sem ofbeldiskennt kynlíf getur leitt yfir fjölskyldur þar sem á endanum allir verða fórnarlömb.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


50

heilabrot

Helgin 6.-8. júlí 2012

8 manna úrslit

Spurningakeppni fólksins

Sudoku

2 Spurningar Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar? 2. Hvaða nafn gáfu Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson nýfæddri dóttur sinni? 3. Hvað heitir eiginkona Dominique Strauss-Kahn, sem ætlar nú að skilja við hann? 4. Hvaða heimsþekkta kantrí-söngkona kom í sumarfrí til Íslands

Árni Þór Hlynsson,

á dögunum?

blaðamaður

reikningsskilamaður

5. Hvað heitir fyrsta eiginkona Tom Cruise?

1. Tom Cruise.

1. Róbert Masrshall.

2. Hulda eitthvað.

6. Hvaða persónu er Andy Griffith þekktastur fyrir að leika?

2. Ásdís Hulda.

3. Catalina.

7. Hvað afrekaði bandaríski fréttamaðururinn Anderson Cooper

3. Ekki hugmynd.

4. Shania Twain.

á dögunum?

4. Shania Twain.

 5. Mimi Rogers.  6. Matlock.  7. Kom út úr skápnum.

8. Fyrir hvaða hlutverk er leikkonan Julianna Rose Mauriello þekktust?

9. Hólmavík.

8. Ekki hugmynd.

10. Hver samdi skáldsöguna Korter?

9. Pass.

10. Sólveig Jónsdóttir.

12. Nefndu tvær af þremur hljómsveitum sem ætla að snúa aftur

11. Andrew Garfield.

12. Ég skal nefna þær þrjár 200.000 Naglbítar, Sóldögg og Botnleðja.

eftir hlé á Bestu útihátíðinni.

13. Júlíus á Mogganum.

13. Hvaða íslenski ljósmyndari náði síðustu myndinni af Katie

14. 4:2 fyrir Stjörnuna en samt voru mörk dæmd af.

15. Þetta er eitthvað sem hún þarna á Norðurlandi gæti hafa skrifað.

9 rétt.

13. Pass. 14. 4:2 fyrir Stjörnuna.

Holmes og Tom Cruise saman áður en fréttist af skilnaði þeirra?

2

krossgátan

4

SJÁVARSPENDÝR

93

ALDUR

STÚTUR

ÆSANDI

HÁ BYGGING

RÚM

ÞEKKJA

EYJA BRÁÐIN FITA KK GÆLUNAFN

TILVIST

ÞRÍFA BARINN

STEFNA

HÚRRA FISKUR

KEYRA

RÁS

UNDIROKAR

LÆKKA DÓMS

ÖFUG RÖÐ KENNSLUSTUND

VIÐARTEGUND

FRJÁLS

Effitan er 98,88% náttúrulegur og án allra Paraben efna.

TROSNA

RUGLA

AÐ UTAN

BOR

MINNKA

GÆTINN

ÞÁTTUR

BORG

MERGÐ

HVORT

ARKARBROT

SJÓN

HNOÐA

HJARA

SÓT

BOLUR KROT

PRENTUN.IS

ÆTTARSETUR

FAÐMUR

ÓKYRR

JARÐBIK

TIPL

KVÍSL

ÍÞRÓTTAFÉLAG

STOPP

FUGL

MÆRÐ

ÓVÆTTUR

HÉLDUM BROTT

SMÁPENINGAR GEYSAST

MAGNÞROTA

*Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin.

SKST. LUMBRA

SKVAMPA

Innflutningsaðili:

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum búðum og hjá N1.

NAGDÝR

VISNA TÍÐAR

SPILA

SVALLA SITJANDI

ULLARFLÓKI

ÆTA

ÆTT

SKAÐI

VAXA

MÖRGU

ÍRAFÁR

ÓHREINKA HREKJA

KÆFA

KUSK

Í RÖÐ

ÓSKERTAR

Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum

www.portfarma.is

STEYPUEFNI

PERSÓNUFORNAFN

SKERGÁLA

EITUREFNALAUST

FERÐALAG

ÞUKL

NIÐURLAG

Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur).

6 4 3 7 9

PRÚÐUR

mynd: public domain

örn Öruggt fyrir ófrískar konur og börn frá þriggja mánaða. Einungis þarf að passa að bera ekki efnið þar sem hægt er að setja í augu og munn.

1 8 3 6 4

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

Láttu ekki flugnabitin eyðileggja fríið Effitan flugnafæluúði er með mikla kla virkni en á sama tíma náttúrulegur gur og án DEET. Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í allt að 8 tíma.

1

9

15. Eftir hvern er bókin The Little Book of the Icelanders?

Árni Þór hafði betur og heldur áfram í undanúrslit.

4

3

10 rétt

9 3 9

15. Pass

14. Hvernig fór leikur Stjörnunnar og Fram í Pepsi-deildinni?

7 6 9

Svör: 1. Róbert Marshall, 2. Ásdís Hulda, 3. Anne Sinclair, 4. Shania Twain, 5. Mimi Rogers, 6. Matlock, 7. Hann kom opinberlega út úr skápnum, 8. Sollu stirðu í Latabæ, 9. Strandabyggð – Hólmavík, 10. Sólveig Jónsdóttir, 11. Andrew Garfield, 12. Botnleðja, 200.000 Naglbítar og Sóldögg, 13. Júlíus Sigurjónsson, 14. 4:2 fyrir Stjörnunni, 15. Öldu Sigmundsdóttur.

5 1 4

  12. Botnleðja og Sóldögg. 

11. Hver leikur Spider-Man í nýrri mynd um hetjuna?

11. Peter Parker.

10. Sólveig Jónsdóttir.

Sudoku fyrir lengr a komna

7

7. Kom út úr skápnum.

9. Hvar var Andrea K. Jónsdóttir nýlega ráðin sem sveitarstjóri?

8. Veit það ekki.

 5. Mimi Rogers.  6. Matlock. 

4 8

9 3 6 3 5 6 2 3 5 9 7 9 5 1 8 6 5 1 4 2 5

1. Hvaða þingmaður stefnir á forystuhlutverk innan

Benedikt Bóas Hinriksson,

1

MERKI

UMKRINGJA TEYGJUDÝR

BLÓM

DAUÐI


KRAFTAVERK

Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem gjafvörur frá öllum heimshornum

Vintage plaggöt

(50x70 cm). Mikið úrval af einstaklega flottum gamaldags plaggötum. Aðeins kr. 750,-

skissu- og minnisbækur 3 í pakka: línustrikuð, rúðustrikuð og óstrikuð Kr. 1.990,-

Heico lamparnir vinsælu Kanína 5 litir...........kr. 7.400,Sveppur 6 litir.........kr. 6.200,(Einnig bambi, gæs og fótbolti)

KeepCup kaffimál Linsukrús Kaffikrús í dulargervi. Kr. 2.490,-

Espresso mál.....kr. 2.100,Lítið mál............kr. 2.290, Miðlungs mál....kr. 2.490,Stórt mál...........kr. 2.690,-

Fuglapeysa Handprjónuð peysa úr léttlopa. Kr. 29.900,-

High Heel kökuspa›i High Heel kökuspaði. Kr. 2.990,SKÓLAVÖR‹USTÍG 12 • SÍMI 578 6090 • www. minja.is

Þrjár gerðir: Lundi (ljósgrá) Fálki (ljósgrá) Máfur (svört)

D‡rapú›ar eftir Ross Menuez Mikið úrval, 2 stærðir Górilla (37x25 cm) kr. 7.700,-


52

sjónvarp

Helgin 6.-8. júlí 2012

Föstudagur 6. júlí

Föstudagur RUV

19.35 Popppunktur (1:8) Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni starfsgreina. Í þessum þætti keppa heilsunuddarar við útfararstjóra.

So You Think You Can Dance (5/15) Stærsta danskeppni í heimi snýr aftur níunda sinn og hefur þátttakan aldrei verið meiri.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20.30 Stepford-eiginkonurnar Í bænum Stepford í Connecticut virðast allar giftar konur vera nánast fullkomnar.

21:40 Teen Wolf (5:12) Bandarísk spennuþáttaröð um táninginn Scott sem bitinn er af varúlfi eitt örlagaríkt kvöld.

Sunnudagur

22:20 Treme (1/10) Mögnuð dramaþáttaröð frá HBO þar sem fylgst er með sögu fjölda fólks sem á það eitt sameiginlegt að búa í Treme-hverfinu í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrína reið þar yfir.

allt fyrir áskrifendur

21:00 Law & Order (17:22) Bandarískur sakamálaþáttur um störf rannsóknarlögreglumanna og 4 saksóknara í New York. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15.55 Leiðarljós e. 16.35 Leiðarljós e. 17.20 Leó (35:52) 17.23 Snillingarnir (50:54) 17.50 Galdrakrakkar (57:59) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (5:6) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Popppunktur (1:8) 20.45 Á góðum degi (On a Clear Day) Skipasmiður í Glasgow missir vinnuna og ákveður að lappa upp á sjálfsálitið með því að synda yfir Ermarsund. Leikstjóri er Gaby Dellal og meðal leikenda eru Peter Mullan, Brenda Blethyn, Jamie Sives og Billy Boyd. Bresk bíómynd frá 2005. 22.25 Dráparinn – Dráparinn: Útópía 23.50 Míla af mánaskini 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 508:00 Rachael 6Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:25 Hæfileikakeppni Íslands (3:6) (e) 17:15 Rachael Ray 18:00 90210 (23:24) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos (14:48) (e) 19:15 Will & Grace (18:27) (e) 19:40 The Jonathan Ross Show (e) 20:30 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. 21:15 The Biggest Loser (9:20) 22:45 HA? (19:27) (e) 23:35 Prime Suspect (10:13) (e) 00:20 The River (3:8) (e) 01:10 Jimmy Kimmel (e) 01:55 Jimmy Kimmel (e) 02:40 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 7. júlí RUV

STÖÐ 2

RUV

08.00 Morgunstundin okkar / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 / Gulla og Lítil prinsessa / Háværa ljónið Urri / grænjaxlarnir/ Barnatími Stöðvar 2 Kioka/Snillingarnir / Skotta skrímsli 08:45 Malcolm in the Middle (5/16) / Spurt og sprellað / Teiknum dýrin / 09:10 Bold and the Beautiful Grettir / Engilbert ræður / Kafteinn 09:30 Doctors (163/175) Karl / Nína Pataló / Skoltur skipstjóri 10:15 Sjálfstætt fólk (8/30) / Hið mikla Bé / Geimverurnar / 10:55 The Glades (9/13) Hanna Montana / Geimurinn (6:7) 11:45 Cougar Town (3/22) 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju allt ljósifyrir áskrifendur11.05 Skólahreysti e. 11.50 Popppunktur (1:8) e. 12:35 Nágrannar 13.00 South Pacific e. 13:00 The Sorcerer's Apprentice fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.15 Búddamunkur á hlaupum e. 14:45 The Cleveland Show (9/21) 16.10 Horfnir heimar – Grikkir e. 15:05 Tricky TV (4/23) 17.05 Ástin grípur unglinginn (43:61) 15:30 Sorry I've Got No Head 17.50 Táknmálsfréttir 16:00 Barnatími Stöðvar 2 18.00 Ólympíuvinir (8:10) 17:05 Bold and the Beautiful 4 5 18.25 Með okkar augum e. 17:30 Nágrannar 18.54 Lottó 17:55 The Simpsons (22/22) 19.00 Fréttir 18:23 Veður 19.30 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.40 Ævintýri Merlíns (11:13) 18:47 Íþróttir 20.30 Stepford-eiginkonurnar 18:54 Ísland í dag 22.05 Endatafl (Endgame) Þessi saga 19:06 Veður er byggð á leynilegum viðræðum 19:15 American Dad (4/19) sem urðu stjórn aðskilnaðar19:40 The Simpsons (16/22) stefnunnar í Suður-Afríku að 20:05 Evrópski draumurinn (2/6) falli. Leikstjóri er Pete Travis og 20:40 So You Think You Can Dance meðal leikenda eru William Hurt, 22:05 Cirque du Freak: The Vampire's Chiwetel Ejiofor, Jonny Lee Miller Assistant Spennandi og ævintýraog Derek Jacobi. Atriði í myndinni leg mynd um unglingspilt sem eru ekki við hæfi ungra barna. lendir í slagtogi við vampýrur og 23.50 Leigubílstjórinn leggur upp í ferðalag. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:55 Romancing the Stone

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Lalli kisukló / Herramenn / Franklín og 07:35 Brunabílarnir vinir hans / Stella og Steinn / Smælki 08:00 Algjör Sveppi 09.00 Disneystundin / Finnbogi og 09:45 Fjörugi teiknimyndatíminn / Felix / Sígildar teiknimyndir / Gló Ofurhetjusérsveitin /Latibær magnaða / Litli prinsinn / Hérastöð 11:15 Glee (12/22) 10.30 Stundin okkar 12:00 Bold and the Beautiful 11.00 Ævintýri Merlíns 13:40 So You Think You Can Dance 11.45 Skólahreysti e. 15:05 How I Met Your Motherallt(13/24) fyrir áskrifendur 12.30 Golfið (1:11) 15:30 ET Weekend 13.00 Jonasbræður á tónleikum 16:15 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.20 Tommy Emmanuel e. 16:40 Sjáðu 15.35 Ég keypti regnskóg e. 17:10 Pepsi mörkin 16.35 Mótókross 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.08 Sætt og gott 18:49 Íþróttir 17.15 Svipmyndir frá Noregi (3:8) 18:56 Lottó 4 5 6 17.20 Póstkort frá Gvatemala (3:10) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17.30 Skellibær (36:52) 19:29 Veður 17.40 Teitur (39:52) 19:35 Wipeout USA (12/18) 17.50 Krakkar á ferð og flugi e. 20:20 I Could Never Be Your Woman 18.15 Táknmálsfréttir 21:55 The A Team Spennumynd 18.25 Innlit til arkitekta (1:8) með Liam Neeson, Bradley 19.00 Fréttir Cooper og Jessica Biel í aðal19.30 Veðurfréttir hlutverkum og fjallar um hóp hermanna sem freista þess að fá 19.35 Pasteur 21.00 Kviksjá (Skilaboð til Söndru) uppreisn æru eftir að hafa verið 21.10 Skilaboð til Söndru Íslensk ranglega sakaðir um glæp. bíómynd frá 1983 gerð eftir 23:50 Paris samnefndri skáldsögu Jökuls 02:00 X-Men Origins: Wolverine Jakobssonar. 03:45 Public Enemies 22.35 Loforðið (2:4) (The Promise) 06:00 Fréttir 00.05 Wallander – Burðardýr e. 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

01:40 The New Monsters Today 03:25 The Sorcerer's Apprentice 05:10 The Simpsons (16/22) 05:35 Fréttir og Ísland í dag

08:55 Bretland - Æfing 3 SkjárEinn 10:00 Fram - ÍA 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 Bretland - Tímataka 13:05 Rachael Ray (e) 13:30 KF Nörd 13:50 Rachael Ray (e) 14:10 Pepsi mörkin 14:35 Rachael Ray (e) 15:20 Shellmótið 15:20 Neverland (2:2) (e) 16:10 ÍBV - Stjarnan allt fyrir áskrifendur 16:50 90210 (23:24) (e) 18:00 Herminator Invitational (1/2) 17:40 The Bachelor (6:12) (e) 18:45 Spænski boltinn. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:10 Unforgettable (11:22) (e) 20:30 Spænski boltinn. 20:00 Top Gear (3:7) (e) 22:15 Box: Hopkins - Dawson 21:00 Law & Order (17:22) 23:35 Bretland - Tímataka 21:45 Californication (10:12) 22:15 Lost Girl (10:13) 4 5 23:00 Blue Bloods (21:22) (e) 23:50 Teen Wolf (5:12) (e) 17:00 Man. City - Arsenal 12.09.09 00:40 The Defenders (14:18) (e) 17:30 Premier League World 01:25 Californication (10:12) (e) 18:00 Stoke - QPR 01:55 Psych (9:16) (e) 19:45 PL Classic Matches. allt fyrir áskrifendur 02:40 Camelot (4:10) (e) 20:15 Man. City - Norwich 6 22:00 Goals of the Season 2004/2005 03:30 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:55 Tottenham - Chelsea

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 12:00 Dr. Phil (e) 12:40 Dr. Phil (e) 13:25 Design Star (1:9) (e) 14:15 Neverland (1:2) (e) 07:00 Pepsi mörkin 15:45 Eldhús sannleikans (9:10) (e) 09:00 Bretland - Æfing 1 16:05 The Firm (19:22) (e) 13:00 Bretland - Æfing 2 16:55 The Biggest Loser (9:20) (e) 17:00 Shellmótið 18:25 Simply Red: Farewell 17:50 Arnold Classic 19:25 Minute To Win It (e) 18:30 Fram - ÍA 20:10 The Bachelor (6:12) 20:20 Pepsi mörkin allt fyrir áskrifendur 21:40 Teen Wolf (5:12) 21:30 UFC 117 22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:55 Desperately Seeking Susan (e) 00:40 Lost Girl (9:13) (e) 18:15 Man. Utd. - Man. City 01:25 Jimmy Kimmel (e) 20:00 1001 Goals 02:10 Jimmy Kimmel (e) 08:00 Butch Cassidy and the 21:00 Premier League World 02:55 Pepsi MAX tónlist5 4 Sundance Kid 21:30 Bolton - Stoke allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 10:00 The Wedding Singer 23:15 Maradona 1 12:00 Next Avengers: Heroes of 23:40 PL Classic Matches fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:00 Wedding Daze Tomorrow SkjárGolf 10:00 It's Complicated SkjárGolf 14:00 Butch Cassidy and the allt fyrir áskrifendur06:00 ESPN America 12:00 Astro boy 06:00 ESPN America Sundance Kid 06:40 The Greenbrier 4 Classic (2:4) 14:00 Wedding Daze 08:00 The Greenbrier Classic (1:4) 16:00 The Wedding Singer 10:40 Champions Tour - Highlights fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 It's Complicated 12:00 Golfing World 18:00 Next Avengers: Heroes of 11:35 The Greenbrier Classic (2:4) 5 18:006 Astro boy 6 4 Golfing World4 5 12:55 Tomorrow 14:35 Inside the PGA Tour (27:45) 20:00 The Day After Tomorrow 13:45 The Greenbrier Classic (1:4) 20:00 Mad Money 15:00 The Greenbrier Classic (2:4) 22:00 This is England 17:45 Inside the PGA Tour (27:45) 22:00 Obsessed 19:00 The Greenbrier Classic (3:4) 00:00 The Special Relationship 18:10 Golfing World 00:00 The Things About My Folks 22:00 Inside the PGA Tour 4 5 (27:45) 02:00 Das Leben der Anderen 19:00 The Greenbrier Classic (2:4) 02:00 Premonition 22:25 The Greenbrier Classic (3:4) 04:15 This is England 23:00 PGA Tour - Highlights (24:45) 04:00 Obsessed 5 6 01:25 ESPN America 06:00 Little Trip to Heaven, A 23:55 ESPN America 06:00 The Day After Tomorrow

Ertu á leiðinni út á land? MÁNUDAGA KL. 21:55

Sunnudagur

6

6

08:00 500 Days Of Summer 10:00 Someone Like You allt fyrir áskrifendur 512:00 Ævintýraferðin 6 14:00 500 Days Of Summer 16:00 Someone Like You fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Ævintýraferðin 20:00 Little Trip to Heaven, A 22:00 Inglourious Basterds 6 00:30 Stephanie Daley 4 02:00 Pledge This! 04:00 Inglourious Basterds

NETFRE FYLGIR LSI ÁSKRIF MEÐ T SKJÁEIN AÐ UM


sjónvarp 53

Helgin 6.-8. júlí 2012

8. júlí

 Í sjónvarpinu Evrópski Dr aumurinn

STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Dóra könnuður / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Tasmanía / Tommi og Jenni / Maularinn / Krakkarnir í næsta húsi 11:10 iCarly (2/25) 12:00 Nágrannar 13:45 Evrópski draumurinn (2/6) 14:30 New Girl (21/24) 14:55 2 Broke Girls (6/24) 15:20 Drop Dead Diva (5/13) allt fyrir áskrifendur 16:05 Wipeout USA (12/18) 16:50 Mad Men (13/13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (14/24) 19:40 Last Man Standing (2/24) Skemmtilegir gamanþættir með grínaranum 4 Tim Allen í hlutverki karlmans sem lifir og hrærist í miklu kvennaríki, bæði í vinnunni og heima fyrir. Mike Baxter (Allen) og kona hans ala í sameiningu upp þrjár dætur, og þar gengur oft á ýmsu. 20:05 Dallas (4/10) 20:50 Rizzoli & Isles (4/15) 21:35 The Killing (9/13) Önnur þáttaröð af þessum mögnuðu spennuþáttum þar sem Sarah Linden reynir að komast til botns í morðmáli sem flækist sífellt. 22:20 Treme (1/10) 23:40 60 mínútur 00:25 Exile 01:50 Exile 03:20 Suits (4/12) 04:05 Boardwalk Empire (2/12) 04:55 The Event (17/22) 05:40 Fréttir

Draumurinn breytist í martröð

Fyrsti þáttur hins Evrópska draums Audda og Sveppa fór í loftið fyrir viku. Þættirnir eru sjálfstætt framhald Ameríska draumsins sem sýndur var í fyrra. Þá fóru þeir kumpánar um Bandaríkin ásamt Villa naglbít og Gillzenegger sem nú hefur verið skipt út fyrir Steinda Jr. og Pétur Jóhann Sigfússon. Sem ábyrgur sjónvarpsáhorfandi stillti ég á Stöð tvö við það tækifæri og því miður verður að segjast að þetta var ekki nógu gott: Fjórir jólasveinar frá Íslandi að láta eins og hálfvitar í útlöndum?! Er það ekki búið sem sjónvarpefni? Þarf ekki 5

6

5

6

örlitla þróun hugmynda ætlist framleiðendur til þess að fólk stilli inn? Þetta er súrt í broti því þættirnir eiga sér nefnilega merkilega sögu. Að mínu mati rúllaði þetta af stað sem innslag í þáttunum Strákarnir undir heitinu Kapphlaupið litla þar sem Þorsteinn Guðmundsson fór á kostum í háði á The Amazing Race. Þátturinn fór svo að taka á sig núverandi mynd þegar hann þróaðist í Hringinn, í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi; efnið var ferskt, allir þekktu hlutaðeigandi og voru til í að spila með. Hringurinn þróaðist svo í Ameríkuferðina sem átti sína

spretti. Ágætt en nú er þetta eiginlega bara pínlega stöðnuð keppni í asnaskap. Ég gafst tvisvar upp á þessum fyrsta þætti og þurfti Stöð 2 frelsi að bjarga því að þessi pistill yrði skrifaður með góðri samvisku. Eitt atriði var kjánahrollslaust, þegar lamið var á þeim Steinda og Audda af heimsmeistara í blönduðum bardagaíþróttum (sem er kannski ljóðrænt réttlæti) og fyndið var þegar Pétur gróf Sveppa í sand og hann blés í öndunarrörið hans. Nú skal enginn halda að ég súpi hveljur í hvert sinn þegar Svepp-

urinn klæðir sig úr fötunum fyrir framan sjónvarpsvélarnar, atriði sem kom reyndar ekki í þessum fyrsta þætti, mér til nokkurrar furðu. Þvert á móti hef ég oft gaman af svona uppátækjaþáttum. Ég vil hins vegar sjá meiri hugmyndalegan metnað en svo að þetta snúist um að persónur slái ókunnugt fólk í bakið og hlaupi í felur eða panti kaffi með skítugan sokk í munninum – liðið er að útþynnt Jackass-grín virki á skjánum. Haraldur Jónasson

11:40 Bretland 14:10 Arnold Classic 14:50 Muhammed and Larry 15:45 ÍBV - KR 18:00 Pepsi mörkin 19:10 Oklahoma - Miami 21:00 Bretland allt fyrir áskrifendur 23:30 ÍBV - KR fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:00 Laudrup 17:30 PL Classic Matches 18:00 Fulham - Swansea 19:45 Premier League World allt fyrir áskrifendur 20:15 Arsenal - Aston Villa 22:00 PL Classic Matches fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Everton - Sunderland

4

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:45 US Open 2006 - Official Film 4 08:45 The Greenbrier Classic (3:4) 11:45 Golfing World 12:35 The Greenbrier Classic (3:4) 15:35 Inside the PGA Tour (27:45) 16:00 The Greenbrier Classic (3:4) 19:00 The Greenbrier Classic (4:4) 22:00 Ryder Cup Official Film 2008 23:15 The Greenbrier Classic (4:4) 01:15 ESPN America

5

ALLAR VÖRUR Í BÚÐINNI

TAKTU 3 BORGAÐU 2 6

Við gefum þér ódýrustu vöruna

AKUREYRI 4627800. KRINGLAN 5680800. SMÁRALIND 5659730. LAUGAVEGUR 5629730.


54

bíó

Helgin 6.-8. júlí 2012

 Hungurleik arnir Bætist í hópinn

 Raging Bull II Móðgandi fr amhald

Jena Malone í Catching Fire Ýmsar leikkonur hafa að undanförnu verið nefndar til sögunnar sem líklegar í hlutverk Johanna Mason í The Hunger Gamesframhaldinu Catching Fire en viðræður eru nú hafnar við Sucker Punchgelluna Jena Malone. Náist samningar er næsta víst að Malone muni einnig leika í þriðju myndinni, Mockingjay, en þar kemur Johanna lítið við sögu en gegnir

MGM vill lögbann á Raging Bull II

engu að síður mikilvægu hlutverki fyrir framvindu sögunnar. Johanna berst fimlega með exi og beitir einnig fyrir sig hárbeittu háði og er kynnt til sögunnar í Catching Fire sem hættulegur andstæðingur Catniss en verður síðan mikilvægur liðsauki í baráttu Catniss og Peeta gegn hinum illa forseta og þeim ljótu leikum sem Jena Malone sýndi vopnfimi í Sucker Punch og getur byggt á þeirri reynslu í Catching Fire. hann stendur fyrir.

MGM-kvikmyndaverið tekur ákaflega illa í áform um að gera framhaldsmynd af meistaraverki Martins Scorsese, Raging Bull, frá árinu 1980. Til stendur að taka Raging Bull II upp í sumar með William Forsythe í hlutverki hnefaleikarans Jake LaMotta sem Robert De Niro lék með mögnuðum tilþrifum á sínum tíma. Handrit Raging Bull II er unnið upp úr seinni bókinni sem LaMotta skrifaði, árið 1986, um líf sitt og feril. MGM hefur stefnt hinum 91 árs gamla fyrrum boxara og framleiðendum nýju myndarinnar, með það fyrir augum að koma í veg fyrir gerð myndarinnar og fá lögbann á hana þannig að hún muni aldrei koma fyrir augu almennings. Í stefnunni kemur fram að MGM telji LaMotta ekki hafa heimild til að selja kvikmyndaréttinn á bók sinni án þess að MGM njóti forkaupsréttar. Þá eru allir aðstandendur Raging Bull II sakaðir um að bendla nýju myndina við óskarsverðlaunamynd Scorsese frá 1980 en slíkt tal sé fallið til þess að kasta rýrð á Raging Bull og sverta minninguna um þá mynd.

Robert De Niro var rosalegur í Raging Bull og í fljótu bragði virðist með öllu tilgangslaust að ætla að bæta við sögu Jake LaMotta sem De Niro og Scorsese sögðu fyrir rúmum þrjátíu árum.

 Christopher Lee Nír æður erkiskúrkur

 FrumsýndAR

Christopher Lee hefur leikið Drakúla tíu sinnum og nafn hans er vandlega samofið persónunni.

Geðbilað umsátur um draumahús Hjónakornin Daniel Craig og Rachel Weisz leika saman í spennumyndinni Dream House sem segir frá útgefanda sem flytur ásamt eiginkonu og tveimur börnum í úthverfi þar sem hann ætlar að hægja á sér og skrifa skáldsögu. Dularfullir atburðir raska þó ró fjölskyldunnar og einhver virðist stöðugt fylgjast með húsinu utanfrá. Þegar útgefandinn fer að grennslast fyrir um málið kemst hann að því að fyrri eigandi hafði myrt eiginkonu

sína og tvær dætur í húsinu og að sá sé nú sloppin af geðveikrahæli. Nágrannakona hans vill lítið segja honum og veit greinilega meira en hún lætur uppi og lögreglan hefur lítinn áhuga á því að aðstoða hann. Frekara grúsk útgefandans dregur síðan fram enn óhugnanlegri staðreyndir og setja málið í nýtt samhengi.

Aðrir miðlar: Imdb: 5.6, Rotten Tomatoes: 6%, Metacritic: 35%

Hávaxinn, dökkur og hryllilegur Breski leikarinn Christopher Lee fagnaði níræðisafmæli sínu þann 27. maí. Þessi magnaði maður er enn í fullu fjöri. Nafn hans hefur lengst af verið tengt hryllingi enda er hann einn þekktasti Dracula-leikari sögunnar. Ferill hans er án hliðstæðu, eins og maðurinn sjálfur enda getur enginn annar státað af því að hafa leikið sjálfan Drakúla greifa, illmenni í James Bond-mynd og skúrka í Star Wars- myndum og The Lord of the Rings.

C

Glastonbury í endurliti Sýningar eru hafnar á bresku heimildarmyndinni Glastonbury the Movie (in Flashback) í Bíó Paradís. Hér er um að ræða endurgerð samnefndrar myndar sem fékk góðar viðtökur þegar hún kom út árið 1995. Robin Mahoney, einn stjórnenda myndarinnar, hefur nú endurunnið myndina frá grunni, bætt við efni úr hrátökum og tekið upp nýtt efni að hluta. Þá hefur öll tónlistin verið endurhljóðblönduð og þykir myndin lýsa stemningunni á þessari stærstu tón-

listarhátíð heims árið 1993 ákaflega vel. Í myndinni koma meðal annars fram hljómsveitirnar og listamennirnir Charlie Creed-Miles and Dexter Fletcher, CoCreators, Lemonheads, Omar, Stereo MCs, Spiritualized, The Verve, Chuck Prophet, McKoy, Porno For Pyros, Ozric Tentacles, Airto Moreira, Back to the Planet og The Orb. Endurútgáfan er glæný og var frumsýnd í London 29. júní 2012.

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!

“Þetta er meistaraverk.”

BÍÓ- OG TÓNLISTARUPPLIFUN SUMARSINS!

-Mike Leigh

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

VERTU FASTAGESTUR!

Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

Lee er eina manneskjan sem kom að gerð þríleiksins sem auðnaðist að hitta höfundinn J.R.R. Tolkien í eigin persónu.

Lee var ekkert lamb að leika sér við sem Scaramanga í Bond-myndinni The Man with the Golden Gun.

hristopher Lee er ekki aðeins magnaður leikari. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir hermennsku sína og syngur með þungarokkshljómsveitum. Hans er getið í heimsmetabók Guiness fyrir að vera hávaxnasti aðalleikari í heimi sem gerir það að verkum að hann er einnig hávaxnasti maðurinn sem hefur leikið Drakúla greifa. Enginn leikari annar hefur leikið í jafn mörgum stórgróðamyndum en myndir hans hafa skilað yfir 40 milljörðum dollara í kassann en á afrekalista hans eru Star Warsmyndirnar Attack of the Clones og Revenge of the Sith auk Lord of the Rings-mynda Peters Jackson. Þegar George Lucas gerði fyrstu Stjörnustríðsmyndina var Lee boðið hlutverk Moff Tarkin, nánasta samstarfsmanns Svarthöfða í Helstirninu, en að lokum fór svo að góðvinur hans Peter Cushing lék illmennið en þeir áttu sér langa sögu og voru burðarásar í bresku Hammer-hrollvekjunum þar sem Cushing lék blóðsugubanann Van Helsing sem jafnan var á hælum Lees í skykkju Drakúla. George Lucas nýtti síðar krafta Lees í seinni Stjörnustríðsþríleiknum þar sem hann lék Sith-illmennið Count Dooku. Lee var að nálgast áttrætt þegar hann lék í Attack of the Clones en tók samt sprellfjörugur þátt í flestum geislasverðabardögum sínum. Lee var ekki síður ábúðarmikill sem hinn svikuli galdramaður Sarúman í Hringadróttins sögu en hann er eina manneskjan sem kom að gerð þríleiksins sem auðnaðist að hitta höfundinn J.R.R. Tolkien í eigin persónu. Hann var fyrsti kostur leikstjórans í hlutverk Sarúmans og fyrsti leikarinn sem ráðinn var í myndabálkinn. Hann fékk á sínum tíma bless-

Ógnvaldurinn Count Dooku í Star Wars.

un Tolkiens um að hann mætti leika Gandalf ef bækur hans yrðu einhvern tíma kvikmyndaðar. Lee hefur að sögn lesið Hringadróttins sögu á hverju ári frá því hún var gefin út. Hann hefur ekki alveg sagt skilið við ævintýraheiminn þar sem hann mun koma fyrir í The Hobbit. Lee tengdist Ian Fleming, höfundi James Bond-bókanna, fjölskylduböndum og höfundurinn vildi sjálfur að Lee léki Bond í fyrstu bíómyndinni, Dr. No. Hann lék hins vega morðingjann Scaramanga, manninn með gylltu byssuna, löngu síðar og þá á móti Roger Moore. Lee var efstur á óskalista Bryans Singer yfir leikara sem hann vildi fá í hlutverk Magneto í X-Men en rullan endaði hjá Ian McKellen sem leikur Gandalf á móti Saruman Lees í Hringadróttins sögu. Það er ekki nóg með að Lee geti státað af því að hafa verið Drakúla, og skúrkur í Bond-mynd, Star Wars og Lord of the Rings. Hann lék einnig Lord Summerisle, sérlega ógnvekjandi mann sem stundar mannfórnir, í The Wicker Man frá 1973 sem er einhver allra besta hryllingsmynd sem gerð hefur verið. Hann þáði ekki laun fyrir leik sinn í myndinni og telur hlutverk sitt þar vera með sínum allra bestu. Eftir að hann meiddist á baki árið 2010 þurfti hann að draga sig út úr framhaldsmyndinni The Wicker Tree en beit engu að síður á jaxlinn og birtist þar í smáhlutverki.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


VILTU VINNA RAUÐA PS3?

FLOTTIR AR: INEGIKIR AVIGN- TN AULK VUL L Ö EIKFÖN - O.FL. BÍÓMIÐAR

SENDU SMS-IÐ EST SPV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNING OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ EST A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF VINNINGUM!

RAUÐ PS3 TÖLVA

NÝJI SPIDER-MAN TÖLVULEIKURINN - NÝJA SPIDER-MAN LEIKFANGIÐ - BÍÓMIÐAR - GOS OG FLEIRA! *AÐALVINNINGAR DREGNIR ÚR ÖLLUM INNSENDUM SKEYTUM 16. JÚLÍ 2012. VINNINGAR VERÐA AFHENTIR Í ELKO LINDUM, KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 199 KR./SMS-IÐ. ÞÚ FÆRÐ 5 MÍNÚTUR TIL AÐ SVARA SPURNINGU. LEIK LÝKUR 15. JÚLÍ 2012

WWW.SENA.IS/SPIDERMAN


ÚTSALA

30-50%


L A U G AVE G I 66 - 565 2820


58

tíska

Helgin 6.-8. júlí 2012

BORGIR

Uppboð á ódauðlegum

Í HAUST

Spice Girlsbúningum Í tilefni af söngleiknum Viva Forever, sem tileinkaður er hljómsveitinni Spice Girls, hefur verið ákveðið að halda uppboð þar sem seldir verða ódauðlegir búningar sem kryddpíurnar klæddust á sínum tíma. Búningana hafa þær vinkonurnar geymt óhreyfða í fataskápum sínum öll þessi ár en nú er tímabært að selja þá til styrktar góðu málefni, að sögn Victoríu. Skipulag uppboðsins er enn á algeru byrjunarstigi en gert er ráð fyrir að það fari fram í Bretlandi í september næstkomandi.

BARCELONA 11. okt. – 4 nætur

frá kr.

105.800

Netverð á mann, m.v. gistingu á Hotel Catalonia Atenas ***+ í tvíbýli með morgunverði.

Kryddpíurnar telja tímabært að selja ódauðlega búninga sína í þágu góðs málefnis.

SEVILLA 26. okt. – 3 nætur frá kr.

109.500

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Catalonia Giralda ****.

BÚDAPEST 27. sept. – 4 nætur 19. okt. – 4 nætur frá kr.

90.500

Netverð á mann, m.v. gistingu á Star INN ***+ í tvíbýli 19. október.

PRAG 27. sept. – 3 nætur 4. okt. – 4 nætur frá kr.

83.600

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Ilf ***+, 27. september.

LJUBLJANA 18. okt. – 4 nætur frá kr.

99.700

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Park ***+.

RÓM 1. nóv. – 4 nætur

ENNEMM / SIA • NM53283

Uppseld

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is

Gucci-herferð lekið á netið Aðeins eru tvær vikur liðnar síðan tískuhúsið Gucci kynnti Gossip Girl-stjörnuna Blake Lively sem nýjasta andlit ilmsins Gucci og hefur auglýsingaherferðinni strax verið lekið á netið. Auglýsingin, sem var tekin fyrir rúmri viku, sýnir hliðarsvip leikkonunnar þar sem hún horfir í spegil og er ilmurinn algert aukaatriði. Tískugagnrýnendur hafa borið þessa auglýsingu saman við auglýsingaherferð sem Blake tók þátt í fyrir tískurisann Chanel fyrir tæplega ári og segja þær vera sláandi líkar.

Blake Lively er nýjasta andlit ilmsins Gucci.


tíska 59

Helgin 6.-8. júlí 2012

Ný sending

Cloe vinnur fyrir Miu Miu Raf Simons eftir sautján ára hlé sannar sig Ný auglýsingaherferð tískurisans Miu Miu var frumsýnd á dögunum með frönsku tískugyðjuna Cloe Sevigny í fararbroddi. Sautján ár eru síðan Cloe vann síðast fyrir fyrirtækið en árið 1995 gekk hún niður sýningarpallinn ásamt ofurfyrirsætunni Kate Moss. Auglýsingaherferðin, sem enn hefur ekki verið sett á fullt, sýnir Cloe í fallegum klæðnaði úr vetrarlínu fyrirtækisins sem seld verður á viðráðanlegu verði um heim allan í byrjun næsta árs.

Cloe Sevigny vinnur á ný fyrir tískurisann Miu Miu eftir langt hlé.

Raf Simons, eftirmaður hönnuðarins John Galiano hjá fyrirtækinu Dior, kynnti sína fyrstu hönnun fyrir fyrirtækið í vikunni. Tískusýningunni, sem fram fór í París, var sjónvarpað í beinni útsendingu á tískusíðunni Elle. fr. Hún vakti mikla lukku meðal áhorfenda og virðist Raf ætla að takast að viðhalda vinsældum tískuhússins með frumlegri nútímahönnun.

góð verð

Raf Simons vakti lukku er hann sýndi fyrstu hönnun sína fyrir Dior.

Reimaðir ökklaskór

9.995.-

Spennandi

konur

Reimaðir ökklaskór

9.995.-

„Kaldhæðinn stíll Sólveigar gefur sögunni myrkt og töffaralegt yfirbragð.“ K r i S tja n a Gu ðbr a n d S d ó t t i r dV

Hælaskór

9.995.-

„Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á lesandanum að hann vill alltaf vita meira og meira ...“

Reimaðir ökklaskór

9.995.-

S Va n H V í t l jó S b jörG morGu n bl a ði ð

Útsalan er hafin Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58

Skór

7.995.-

„Fínt stöff.“ Pá l l b a l dV i n b a l dV i n S S on F r é t ta t í m i n n

Verslunin Belladonna á Facebook

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu

www.ntc.is | erum á


60

dægurmál

Helgin 6.-8. júlí 2012

 Í takt við tímann Alexander Briem

Snyrtipinni en ekki spjátrungur Alexander Briem er 22 ára Reykvíkingur. Hann er á leið út til London í leiklistarnám í Central School of Speach and Drama. Í sumar er hann að vinna að tónlist, leika í myndböndum og undirbúa sig fyrir námið. Staðalbúnaður

Ég fer ekki út úr húsi án þess að grípa með mér veski, lykla og símann. Svona eins og flestir strákar. Þessa dagana hoppa ég oftast beint í Doc Martens-skóna, þeir eru mjög praktískir. Fötin versla ég í Spúútnik og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Svo er ég hrifinn af Kron Kron og Farmers Market. Íslendingar eru voða klárir í hönnun núna. Annars versla ég þegar ég fer til útlanda. Þá kemur karladeildin í Zöru oft á óvart. Ég er nettur snyrtipinni þegar fatasmekkur er annars vegar en ég myndi ekki kalla mig spjátrung. Ég hef gaman af retró-inu.

Hugbúnaður

Bestu kaffihúsin eru Kaffismiðjan, Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda og Grái kötturinn. Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég á Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, Kaffibarinn, Faktorý og Boston. Ég fer reglulega á tónleika og í bíó. Mér finnst rosa gaman að fara í Bíó Paradís en ég fer líka í Háskólabíó. Ég ferðast oftast um á tveimur jafnfljótum og það mótar svolítið það hvaða staði ég sæki. Svo fer ég auðvitað mikið í leikhús og ekki bara stóru leikhúsin. Norðurpóllinn, Iðnó og Tjarnarbíó... leikhúsið er farið að dreifast út um allt og það er frábært. Ég horfi líka á sjónvarp. Uppáhaldsþættirnir eru Twin Peaks, Mad Men, Girls, Breaking Bad, Sex and the City (sem voru mjög skemmtilega skrifaðir), Freaks and Geeks, Six Feet Under voru frábærir og Eastbound and Down eru alveg æðislegir.

Vélbúnaður

Ég er með iPhone 4 og er alveg límdur við hann. Skemmtilegasta appið er Logo Quiz þar sem maður á að reyna að þekkja vörumerki. Þetta er algjör dægrastyttingarparadís fyrir neytandann. Svo nota ég Instagram. Mér finnst það rosa þægilegt og ljósmyndirnar lúkka vel. Ég á 787 vini á Facebook og er nokkur virkur þar. Það er praktísk leið til að halda utan um fólk. Hins vegar hefur aldan ekki skolað mér ennþá á Twitter.

Aukabúnaður

Ég er mjög hrifinn af indverskum og mexíkóskum mat. Ég elda hins vegar lítið sjálfur. Stjúppabbi minn er kokkur og er alltaf að pína mig í að fá áhuga á að eldamennsku. Það kemur kannski síðar. Ég held að ég hafi komið til svona 16-18 landa en ég ferðast ekkert í sumar enda er ég að spara. Ég fer þó á LungA. Helstu áhugamálin eru hústónlist, listir, menning og heimspeki. Og leiklistin, hún er líka stórt áhugamál í lífi mínu. Þegar ég fer á bar panta ég mér Classic, hvort sem það er Tuborg eða Víking. Og stundum Branca Menta. Ég nota rakakrem frá Gamla apótekinu, það er algjörlega málið. Og Yves Saint Laurent rakspíra sem tengdamamma gaf mér. Alexander Briem verslar gjarnan í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Hann kveðst þó ekki vera spjátrungur. Ljósmynd/Hari

 Plötudómar dr. gunna

VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast glæsilegt grill.

2 x Weber E310 kr. 132.990

ER A SKÍF S G IN M VINN KK ANU A ÍP M? ÞÍNU

28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950

Matur fyrir tvo

Feathermagnetik

Stutt í brosið







Melchior

Kira Kira

Grasasnarnir

Lúmskt og kenjótt

Lífshættir

Húsbílaköntrí

ánamaðka

Þetta er önnur plata Melchior eftir að bandið raknaði úr rotinu á nýrri öld. Platan er mun sérviskulegri og seinteknari en sú frá 2009 og nær þeim listrænu kenjum sem bandið sinnti á 8. áratugnum. Kammerpopp sveitarinnar er lúmskt í sinni einföldu umgjörð og lögin læðast að hlustandanum. Söngurinn er nánast feimnislegur og undirspilið er oftast hið sparlegasta. Því er ennþá skemmtilegra þegar vel er á smurt. Lögin fjórtán eru fjölbreytt í lund og eru merkt stað og stund. Mörg skemmtileg og fersk lög er hér að finna og ljóst að Melchior er að blómstra í fullorðinspoppinu.

Þessi plata er ekki eins fjaðurmögnuð og titillinn gefur til kynna, heldur öll hin drungalegasta og þungbúnasta. Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) hækkar nú erfiðleikastuðullinn til muna miðað við fyrri plötur sínar tvær, sem innihéldu frekar auðmeltanlegt dúllerí, og ber á borð óárennilegt melódíuleysi, sem er vandvirknislega flutt af allskonar kláru fólki, bæði íslensku og finnsku. Þetta er erfið plata, hægfljótandi og tyrfin, eins og samin fyrir heimildarmynd um lífshætti ánamaðka. Vottur af léttleika og takti gerir vart við sig undir lokin og er það sannarlega vel til fundið eftir allan alvarleikann.

Steinar Berg var einn helsti plötuútgefandi landsins áratugum saman, en snéri baki við poppinu og fór að sinna ferðamennsku í Borgarfirðinum. Poppið togaði þó og eftir að Steinar keypti sér gítar árið 2008 þróuðust málin þannig að nú er komin fimm laga diskur þar sem hann syngur eigin texta við erlend lög í köntrí og þjóðlagastíl, en liprir hljóðfæraleikarar af Vesturlandi leika undir. Steinar syngur með bros á vör og yfirbragðið er allt hið sólríkasta. Þetta er plata sem er eins og sérhönnuð til að óma út úr húsbíl, áhyggjulaus og afslöppuð og ekki að fara neitt sérstakt.

Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum

www.portfarma.is


Ferry vill syngja með Sinfó

Bryan Ferry skipuleggur tónleika í Hörpu á næsta ári og vill fá Sinfó til að spila undir hjá sér. Nordicphotos/Getty

Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry hefur sett sig í samband við Sinfóníuhljómsveit Íslands og vill fá sveitina til að leika með sér á tónleikum í Hörpu á næsta ári. Eins og Fréttatíminn greindi frá á dögunum var Ferry svo ánægður með hvernig til tókst með tvenna tónleika hans í Hörpu í maí að hann vill ólmur koma aftur. Þá er ráðgert að tónleikarnir verði teknir upp og heimildarmynd gerð um heimsóknina. Augljóst er að Ferry vill öllu til tjalda vegna væntanlega tónleika. Ekki er þó víst að Sinfóníuhljómsveit Íslands geti þekkst þetta ágæta boð enda er hún bókuð langt fram í tímann og þarf jafnan góðan fyrirvara fyrir verkefni sem Hann hafði þetta. „ H a n n ha fði samband samband og vill og vill vinna með hljómsveitinni. Meira vinna með er ekki hægt að hljómsveitsegja núna, við höfum ekki einu inni. sinni átt símafund með honum og hans fólki,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðsog kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Bryan Ferry hélt tvenna tónleika í Hörpu á vegum samtakanna Í okkar höndum, dóttursamtaka Nelson Mandela Foundation í Jóhannesarborg, í maí. Ferry er mikill veiðiáhugamaður og hefur hug á að renna fyrir lax í heimsókn sinni á næsta ári. -hdm

Lífsins gæði og þægindi frá Passion Danski framleiðandinn Passion býður kröfuhörðum svefnenglum aðeins upp á það besta.

Rúm, dýnur svefnsófar hægindasófar gjafavöru og fleira

Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is


62

dægurmál

Sættir Þorláksmessutónleik arnir verða í Hörpu í ár

Helgin 6.-8. júlí 2012

Bubbi tekur Hörpuna í sátt „Þegar Halldór Guðmundsson er kominn þarna inn sem æðsti maður þá þarf ekkert að ræða þetta. Hann er toppmaður,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur ákveðið að halda Þorláksmessutónleika sína í Hörpu þetta árið en sú ákvörðun er athyglisverð í ljósi þess að Bubbi setti fram afar harða gagnrýni á stjórnendur Hörpu í fyrra og hafði þá uppi orð í þá veru að þangað kæmi hann ekki inn fyrir hússins dyr, enda óvelkominn. Bubbi vildi meina að húsið væri bara hugsað fyrir Sinfóníuna og Óperuna. Popptónlistarmenn væru afgangs stærð í húsinu. Bubbi var sérstaklega ósáttur við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu. Sagði

hann meðal annars að hrokinn læki af henni eins og hráolía. Bubbi lýsti því jafnframt yfir að hann ætlaði ekki að spila í húsinu fyrr en nýr stjórnarformaður og stjórn tækju við. Stjórnarformaðurinn situr að vísu enn en Bubbi er sáttur: „Bæði er Dóri kominn þarna inn og svo er kominn maður frá Reykjavíkurborg í stjórnina og það virðist vera vilji til að endurskoða stefnuna,“ segir Bubbi sáttur. „Hlutirnir í Hörpu eru ekki akkúrat eins og þeir ættu að vera en með tilkomu Halldórs lagast þeir. Við höfum verið í tölvupóstsamskiptum en ég þarf að fara að taka kaffi með honum.“ -hdm

Eplið fellur ekki langt frá EIR-íki

Bubbi Morthens heldur sína fyrstu tónleika í Hörpu á Þorláksmessu.

Sölvi Tryggvason Skrifar sögu Jóns Páls

Baldur nokkur Eiríksson hefur bæst í hóp þeirra blaðamanna sem skrifa DV undir stjórn þeirra feðga Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar. Sveinninn ungi þykir byrja hressilega og sló til dæmis um sig með opnuviðtali við Ólaf Ragnar Grímsson í mánudagsblaðinu strax eftir kosningarnar. Baldur á ekki langt að sækja sitt blaðamannsnef en hann er sonur blaðafólksins Katrínar Baldursdóttur og sjálfs Eiríks Jónssonar sem fer nú mikinn sem einyrki í blaðamennsku á vef sínum www. eirikurjonsson.is. Baldur er sagður bæði ákafur og djarfur, eins og hann á kyn til og því allt útlit fyrir að Reynir Traustason sé kominn með óslípaðan demant í hendurnar frá fornvini sínum og félaga Eiríki. Þá má geta þess til gamans að stóra systir Baldurs, Hanna Eiríksdóttir, var á tímabili blaðakona á DV.

Freyr til Frans Sá vaski og síkáti útvarpsmaður og eftirherma Freyr Eyjólfsson, sem meðal annars hefur haldið fjörinu uppi í Morgunútvarpi Rásar 2, hefur kvatt hlustendur í bili enda standa heilmikil vistaskipti fyrir dyrum hjá kappanum. Hann fylgir eiginkonu sinni, Hólmfríði Önnu Baldursdóttur, til Parísar þar sem hún er að fara í „mastersnám í voða fínum frönskum háskóla“, eins og hún orðar það á Facebooksíðu sinni. Parið leitar því að leigjendum á íbúð sinni við Leifsgötu og eru tilbúin til þess að ræða upphæð leigunnar – eins og þar stendur.

Jón Páll var goðsögn í lifenda lífi og afrek hans munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.

Heitir íslenskir ljósmyndarar

Íslenskir ljósmyndarar hafa verið í sviðsljósinu erlendis undanfarið og þannig eiga þeir Júlíus Sigurjónsson, á Mogganum og Ingólfur Júlíusson, sem myndar fyrir Reuters á Íslandi, báðir myndir af Tom Cruise sem hafa birst víða í erlendum miðlum. Þá gerði það fornfræga tímarit Time Ragnari Th. Sigurðarsyni og bók hans og Ara Trausta Guðmundssonar, Magma: Icelandic Volcanoes, vegleg skil í vefútgáfu sinni í byrjun vikunnar þar sem rætt er við Ragnar um áhuga hans á eldfjöllum og fjörið sem fylgdi gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.

Höfuðklútar fyrir öll tækifæri! Áprentað merki fyrirtækis eða eigin hönnun 500 stk á aðeins 120.000 án vsk.

Sími: 533-1510 elin@markadslausnir.is

Skoðar æskuhetju úr sögulegri fjarlægð Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er að skrifa ævisögu kraftakarlsins Jóns Páls Sigmarssonar sem varð á gullaldarárum sínum ítrekað sterkasti maður heims. Í janúar á næsta ári eru tuttugu ár liðin frá því Jón Páll kvaddi þennan heim aðeins 33 ára að aldri. Þau tímamót gefa Sölva tilefni til þess að skoða þessa æskuhetju sína úr sögulegri fjarlægð.

É

Ég var nú bara að gera mér grein fyrir því nýlega að ég er í dag jafn gamall og Jón Páll þegar hann lést.

g er byrjaður að skrifa og viða að mér efni og heimildum úr öllum áttum, “ segir Sölvi Tryggvason sem vinnur nú hörðum höndum að því að færa í letur sögu Jóns Páls Sigmarssonar. „Ég notast við öll gögn sem ég mögulega kemst yfir og byggi einnig á viðtölum við samferðafólk Jóns Páls. Ég hef þegar talað við nokkra og á eftir að heyra í fleirum. “ Jón Páll varð bráðkvaddur í janúar árið 1993, aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall. Nákvæmlega jafn gamall og Sölvi er núna. „Ég var nú bara að gera mér grein fyrir því nýlega að ég er í dag jafn gamall og Jón Páll þegar hann lést. Manni finnst þetta svolítið skrýtið enda fannst manni hann alltaf vera miklu eldri.“ Enda er maðurinn stór í margvíslegum skilningi og Sölvi segist, sem smá gutti, hafa litið mjög upp til Jóns Páls þegar hann var á hátindi frægðar sinnar. Sölvi segist hafa fengið hugmyndina að bókinni fyrir all nokkru og setti sig þá í samband við son Jóns Páls og barnsmóður sem tóku erindi hans vel. „Þau standa alveg með mér í þessu.“ Þá þótti ekki úr vegi að minnast

Jóns Páls með almennilegri ævisögu um það leyti sem tuttugu ár eru liðin frá fráfalli hans. „Þetta er í janúar á næsta ári en bókin mun að sjálfsögðu koma út fyrir jólin eins og lögmál íslenska bókamarkaðarins gera ráð fyrir.“ Sölvi bentir á að fljótlega eftir andlát Jóns Páls hafi komið út bók um hann sem hafi þó einnig fjallað um fleiri aflraunamenn. „Hún var því kannski ekki nógu tæmandi enda of stutt liðið frá dauða hans. Ég mun koma með ýmsar nýja upplýsingar sem hafa aldrei komið fram áður,“ segir Sölvi sem ætlar að kafa djúpt og nýta sér kosti þess að geta horft á Jón Pál úr þeirri sögulegu fjarlægð sem myndast hefur frá því hann lést 1993. Bókaútgáfan Tindur á Akureyri gefur bók Sölva um Jón Pál út en Sölvi lét síðast til sín taka á jólabókamarkaði með bók sinni um Jónínu Benediktsdóttur árið 2010. Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is

Sölvi Tryggvason fékk þá hugmynd að skrifa nýja ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar í tilefni þess að brátt eru liðin tuttugu ár frá því kraftajötuninn féll frá langt fyrir aldur fram.


Jón Björnsson málarameistari

Erlendur Eiríksson málarameistari

Kjörvari á við Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Kjörvari er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður.

ÍSLENSKA / SIA.IS / MAL 59615 05/12

Hvaða viðarvörn notar þú?

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Málningarbúðin Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík


Hrósið ...

HE LG A RB L A Ð

... fær Berglind Ósk Loftsdóttir á Kaffi Grund á Flúðum sem eldaði dýrindis grænmetisrétti ofan í kántrídrottninguna Shaniu Twain og sannaði svo um munaði að Íslendingar kunna að elda fleira en lambakjöt.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Fjölgar vinstri mönnum Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi VG í Reykjavík, á von á fjórða barni sínu hinn 5. september næstkomandi. Þetta verður þriðja barn hennar og sambýlismannsins, Snorra Stefánssonar lögmanns, á þremur og hálfu ári. Líf segir að fylgi VG hafi tekið kipp í síðustu skoðanakönnun og kveðst hún vonast eftir áframhaldandi uppgangi – um leið og hún leggur sitt af mörkum við að fjölga vinstrimönnum í borginni.

Bók Berglindar Sigmarsdóttur, Heilsuréttir fjölskyldunnar, hefur slegið í gegn hér á landi síðustu mánuði. Yfir fjögur þúsund bækur eru seldar og bókin situr á toppi metsölulista bókaútgefenda frá áramótum. Útgefandi Heilsuréttanna, Bókafélagið, býr sig nú undir að herja á erlenda markaði með bókina. Unnið er að þýðingu hennar en útgefendur á Norðurlöndunum og víðar eru mjög áhugasamir.

EINSTÖK

7.995

Sér ha n

GÆÐI!

VERÐ FRÁ:

EggjAbAkkAlöguð yfiRDýnA úR MEMORy fOAM

Eggjabakkalöguð yfirdýna úr MEMORY FOAM svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Svampurinn er sérhannaður með þrýstijafnandi eiginleika og veitir líkamanum góðan stuðning. Þykkt: 5 sm. Fæst í 4 stærðum.

mpur með þr ýst r sva

ij a f

90 x 200 sm. 7.995 120 x 200 sm. 9.995 140 x 200 sm. 10.950 152 x 203 sm. 12.950

Allt fyrir svefninn! TILBOÐIN GILDA TIL 08.07

Jussi kemur í heimsókn Hinn vinsæli danski spennusagnahöfundur Jussi Adler-Olsen er væntanlegur hingað til lands í haust. Rithöfundurinn er að sögn mikill áhugamaður um land og þjóð en tilefni heimsóknarinnar er útgáfa nýrrar bókar hans sem ber vinnuheitið Flöskuskeytið. Verður það önnur bók AdlersOlsen sem kemur út á Íslandi í ár, en Dauði næturgalans kom út snemma á árinu. Báðar bækur hans hafa selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi en í heimalandinu nýtur hann óhemju vinsælda; á tímabili átti hann sex af tíu mest seldu bókum Danmerkur.

ðu na

eiginleika ndi na

Berglind í útrás

LÚXUS EGGJABAKKADÝNA!

140 X 200 SM. FULLT VERÐ: 99.950 Kári Steinn Karlsson Hlaupari og Ólympíufari ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

SPARIÐ

20.000

79.950

90 x 200 sm. 69.950 120 x 200 sm. 89.950 140 x 200 sm. 79.950 153 x 203 sm. 109.950 183 x 203 sm. 89.950

STÆRÐ: 140 x 200 SM.

SWEET DREAMS AMERíSk DýnA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONNELL gormar pr. m2. Fætur og botn fylgja með.

2 STK.

FÆTUR OG BOTN FYLGJA

SPARIÐ

2.000 STÆRÐ: 90 X 200 X 45

jERSEy TEygjulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. sumir litir eru ekki fáanlegir í öllum stærðum. Dýpt í öllum stærðum: 45 sm. Stærðir: SM. 90 x 200 sm. 1.995 120 x 200 sm. 2.295 140 x 200 sm. 2.495 180 x 200 sm. 2.995

1.995

2 STK. NÚ AÐEINS:

3.990

MinERVA SuMARSæng Létt og þægileg sumarsæng með fallegu blómamunstri. Tilvalin í sumarbústaðinn eða sem gestasæng! Stærð: 135 x 200 sm. 1 stk. 2.995 nú 2 stk. 3.990

www.rumfatalagerinn.is

6. júlí 2012  
6. júlí 2012  

iceland, newspaper, magazine

Advertisement