Page 1

hin nýútskrifaða Salóme gunnarsdóttir er komin á samning hjá Þjóðleikhúsinu. hún hætti í lögfræði eftir þriggja ára nám til að sinna köllun sinni. viðtal 18

Brotlenti á Bárðarbungu dagfinnur Stefánsson flugstjóri er 88 ára og flýgur enn. hann var í áhöfn geysis sem brotlenti á jökli árið 1950 og var leitað í fimm daga. michelsenwatch.com

26 viðtal

Helgarblað

4.–6. október 2013 40. tölublað 4. árgangur

ókeypis

HeiLbrigðiskerfi á HeLjarþröm Heilbrigðiskerfið er komið á heljarþröm eftir langvarandi niðurskurð undanfarin ár. Einna verst er ástandið á Landspítalanum þar sem starfsfólk er að sligast undan álagi vegna fækkunar starfsfólks, úrelts tækjabúnaðar og úr sér gengnu húsnæði. Flestir bundu vonir við innspýtingu fjármagns á fjárlögum næsta árs en þær vonir urðu að engu á dögunum þegar fjármálaráðherra kynnti áframhaldandi niðurskurð á spítalanum. Nýr forstjóri Landspítalans segir að Alþingi standi nú frammi fyrir ákvörðun um hvort við ætlum að hafa fyrsta flokks heilbrigðiskerfi - eða bara annars flokks.

Eiríkur Örn norðdahl Vinnur að skáldsögu og dansverki. viðtal 28 lifandi lífsstíll

OKKAR LOFORÐ:

Lífrænt og náttúrulegt

2. árgangur 2. tölublað

október

2013

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

Tímarit Lifandi markaða r Tímarit Lifandi markaða

r

Hjá Lifandi markað eru innkaupin i einstök upplifun

Lifandi LífsstíLL Við erum búin að skoða og greina innihaldslýsingarnar fyrir þig

síða 22

ljósmynd/hari

fyLgir fréttatímanum í dag

MIKIÐ ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HLÍFUM •

SÍA

110613

FRÁ DEROYAL OG REHBAND

PIPAR \ TBWA

Einnig í Fréttatímanum í dag: SérkaFli um Snyrtivörur og tíSku: BB og CC krem, hver er munurinn – rauður er tíSkulitur hauStSinS – hvað er glyColiC Sýra?

Úr leiðindum í leiklist

Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 4.-6. október 2013

 FjölMiðlar viðsnúningur Í rekstri FréttatÍMans

Bjart framundan á þriggja ára afmæli Fréttatímans „Rekstur Fréttatímans gengur vel og útlit er fyrir hagnað af rekstri blaðsins á árinu 2013,“ segir Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri blaðsins. Fréttatíminn fagnaði í vikunni þriggja ára afmæli sínu og Valdimar segir að blaðið hafi fest sig í sessi. „Við höfum náð góðum tökum á rekstrinum og lesendum fjölgar. Mælingar sýna líka að lesendur eru ánægðir með blaðið, það er mikilvægt fyrir okkur. Það hefur sýnt sig að það var pláss fyrir gott helgarblað á markað-

inum,“ segir Valdimar. Um fimm milljón króna tap var á rekstri Fréttatímans árið 2012 og er það verulegur viðsnúningur frá árinu 2011 en þá var 27 milljóna tap á rekstrinum. Fyrstu 6 mánuði ársins var 15 milljóna króna hagnaður á rekstri blaðsins og er það verulegur viðsnúningur frá árinu áður þegar 15 milljóna tap var á blaðinu fyrstu 6 mánuði ársins. Teitur Jónasson útgáfustjóri Fréttatímans segir að útlitið sé gott og unnið sé markvisst að

því að efla útgáfuna. „Við erum ánægð með þessi fyrstu þrjú ár Fréttatímans. Blaðið er komið til að vera og það er augljóst að okkur hefur verið tekið fagnandi bæði af lesendum og auglýsendum. Við mátum það svo í upphafi að það væri gat á fríblaðamarkaði og það hefur reynst vera rétt mat.“ Teitur Jónasson útgáfustjóri og Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Fréttatímans eru ánægðir með rekstur blaðsins sem fagnaði þriggja ári afmæli í vikunni. Ljósmynd/Hari

 MenntaMál Fyrrver andi aðjúkt gagnrýnir Háskóla Íslands

Friðrik Eysteinsson er afar óánægður með vinnubrögð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Lokaátak Sýrlandssöfnunar Rauði krossinn hefur að undanförnu safnað fyrir fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi og stendur lokaátak söfnunarinnar nú yfir. Mikil neyð ríkir hjá fólki í Sýrlandi og þeim sem flúið hafa land og

hafast við í nágrannaríkjunum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að hringja eða senda sms í söfnunarsímana 9041500, 904-2500 og 9045500. Með því bætist við upphæð sem nemur

síðustu fjórum tölunum í númerinu við næsta símareikning. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning 0342-26-12 og er kennitalan 5302692649. -dhe

Helmingur gefur föt til hjálparstarfs

samvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda, eða 64 prósent. Langflestir eru hlynntir þróunarsamvinnu. -eh

Meirihluti Íslendinga tók þátt í þróunarsamvinnu eða lagði af mörkum til hjálparstafs á síðustu 12 mánuðum. Þar af veitti rúmlega helmingur fatagjafir, ögn færri veittu fjárframlög til frjálsra félagasamtaka og álíka margir veittu framlög til safnana. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem MMR gerði fyrir utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands á viðhorfum og þekkingu á þróunarsamvinnu. Einn af hverjum tíu tók þátt í sjálboðavinnu, 4 af hverjum hundrað lögðu af mörkum á annan hátt en um fjórðungur tók ekki þátt í þróunarsamvinnu eða lagði neitt af mörkum. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að meirihluti Íslendinga þekkir mjög illa eða frekar illa til þróunar-

Skólamjólk í Myanmar Skólamjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í skólum landsins í síðustu viku rétt eins og í skólum um víða veröld. Það er ekki sjálfsagt mál að geta fengið mjólk í skólanum í öllum löndum þótt nóg sé til af henni hér. Tetra Pak, sem er lang stærsta umbúðafyrirtæki heims þegar horft er til mjólkurafurða, hefur nú sett af stað skólamjólkurverkefni í Myanmar, áður Búrma. Um þriggja ára verkefni er að ræða og það felst í að bjóða krökkum G-mjólk í 205 skólum í Nay Pyi Taw, Yangon og Mandalay. Með þessu átaki um 45 þúsund skólabörn í landinu mjólk á degi hverjum í boði fyrirtækisins.

Jólaferð til Parísar 5. - 8. desember

Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Komdu með í skemmtilega jólaferð til Parísar, ljósadýrð aðventunnar er töfrandi á þessum tíma og mikil jólastemning er um alla borg.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

Ljósmynd/Hari

Háskóli Íslands rannsakar svikahrapp Friðrik Eysteinsson fyrrverandi aðjúkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð í doktorsnámi við deildina. Ingaldur Hannibalsson deildarforseti vísar ásökunum á bug og segir að allar ábendingar séu teknar til skoðunar. Mál doktorsnema sem grunaður er um ritstuld og sitthvað fleira er til rannsóknar.

Þ

Doktorsnemar eru með leiðbeinanda og hann þarf að uppfylla ákveðnar kröfur, hann á að vera sérfræðingur á alþjóðavísu í því efni sem nemandinn er að skrifa um og hafa birt greinar um það sama í ritrýndum tímaritum þar sem gerðar eru miklar kröfur

essi doktorsnemi titlar sig sem prófessor og doktor og er í tengslum við alls kyns aðila og stofnanir. Hann er að skreyta sig með alls konar hlutum og hann heldur úti nokkrum síðum þar sem kemur fram að hann selji doktorsgráður og ritgerðir sem og listaverk eftir Picasso. Trúverðugleikinn hans sem doktorsnemi er þess vegna enginn,“ segir Friðrik Eysteinsson, fyrrverandi aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs staðfestir í samtali við Fréttatímann að Háskóli Íslands rannsaki nú mál umrædds doktorsnema. Friðrik hefur gagnrýnt Viðskiptafræðideild harðlega í fjölmiðlum undanfarið og telur vinnubröð deildarinnar afar slök. „Doktorsnemar eru með leiðbeinanda og hann þarf að uppfylla ákveðnar kröfur, hann á að vera sérfræðingur á alþjóðavísu í því efni sem nemandinn er að skrifa um og hafa birt greinar um það sama í ritrýndum tímaritum þar sem gerðar eru miklar kröfur,“ segir Friðrik og telur að mjög mikið vanti uppá að farið sé eftir slíkum reglum í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Þú ert með doktorsnema sem getur komist í gegnum námið án þess að vera nokkurn tímann stoppaður af,“ segir Friðrik. Friðrik Eysteinsson telur að í mörgum tilfellum hafi leiðbeinendur ekki staðist kröfur um hæfi til að leiðbeina doktorsnemum við deildina þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá því að athygli var vakin á því við stjórn deildarinnar. Samkvæmt frétt sem birtist í DV í vikunni kom fram að doktor við deildina hafi sagt sig úr doktorsnámsdeild vegna þess að hann taldi að ekki væri farið eftir reglum en sá sami kaus að tjá sig ekki um málið frekar í fjölmiðlum. Ingjaldur Hannibalsson prófessor og deildarforseti Viðskiptafræðideildar segir það miður að svo skyldi fara en að allar ábendingar um hvað betur megi fara séu teknar til skoðunar, að hvað varðar þetta tiltekna atvik hafi það

ekki kallað á sérstök viðbrögð. „Áhrifin eru að nemendum seinkar í námi vegna þess að þeir fá ekki leiðbeiningu og jafnvel flosna upp úr námi vegna þess og það er verið að sóa tíma fólks. Doktorsgráða á að segja þér ákveðna hluti og það gerir það ekki ef þeir sem koma að því eru ekki hæfir,“ segir Friðrik. Samkvæmt svörum frá Ingjaldi Hannibalssyni þá vísar Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands því á bug að ekki séu gerðar nægar kröfur til leiðbeinenda og andmælenda í doktorsnámi við Viðskiptafræðideild. „Í doktorsnefnd allra þeirra sem varið hafa doktorsritgerðir við deildina hafa verið valdir bestu mögulegu fræðimenn og ávallt hefur að minnsta kosti einn þeirra verið virtur erlendur sérfræðingur,“ segir Ingjaldur. Friðrik sakar stjórn Viðskiptafræðideildar einnig um að hafa hunsað tilkynningu um grun um ritstuld hjá þessum sama doktorsnema í deildinni og grun um ritstuld hjá leiðbeinanda sama doktorsnema í fræðigrein sem þessir tveir einstaklingar skrifuðu saman árið 2011. Segir hann að forseti fræðasviðs og formaður doktorsnámsnefndar hafi aðeins brugðist við þegar hann hafi farið loks með málið í fjölmiðla. Hefur Fréttatíminn séð gögn sem benda til þess að ekki hafi verið brugðist skjótt við heldur hafi það verið dregið að rannsaka mál þessa sama doktorsnema eins og áður segir. Ingjaldur segir aðspurður að þegar grunur leiki á um ritstuld sé brugðist eins fljótt og auðið er en ekki sé mögulegt að tjá sig um einstakar ábendingar og vísar á siðarreglur skólans. Friðrik er þeirrar skoðunar að málið hefði komist upp fyrr og áður en viðkomandi doktorsnemi var búinn að skila doktorsritgerð ef leiðbeinandi hans hefði staðist hæfiskröfur. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Við opnum nýja kynslóð útibúa í Vesturbæ Breytt meðhöndlun á reiðufé

Aukin þjónusta AÐGERÐIR GJALDKERA

Við viljum heyra frá þér AÐGERÐIR Í NETBANKA

OKTÓBER Öll meðhöndlun seðla verður í nýrri gerð hraðbanka þar sem m.a. er hægt að leggja inn reiðufé og greiða reikninga.

Með nýrri tækni hefur skapast tækifæri til að gera þjónustu bankans sérhæfðari og sveigjanlegri.

Við höldum kynningarfund í útibúinu þar sem við viljum heyra viðbrögð viðskiptavina í Vesturbæ.

Breytt Vesturbæjarútibú verður opnað í lok nóvember. Þar stígum við mikilvægt skref í átt að nútímavæðingu útibúa í takt við stóraukna netnotkun og breyttar þarfir viðskipta­ vina. Meðhöndlun á seðlum verður í nýrri gerð hraðbanka og er markmiðið að gera þjónustuna sveigjanlegri, aðgengi að starfsfólki betra og bankaviðskipti hagkvæmari. Í breyttu útibúi viljum við leggja enn meiri áherslu á aukna sérhæfingu starfsfólks og sveigjanlega þjónustu.

Það er stefna Landsbankans að vera til fyrirmyndar á íslenskum fjármálamarkaði. Með því að ávinna okkur traust og ánægju viðskiptavina, stunda hagkvæman en arðsaman rekstur, vera hreyfiafl í íslensku samfélagi og byggja á góðu siðferði náum við því markmiði.

Þörf viðskiptavina fyrir gott skipulag í fjármálum og trausta og ábyrga ráðgjöf hefur líklega aldrei verið meiri en nú. Við viljum því gera aðgengi að starfsfólki þægilegra, stytta biðtíma og byggja upp öflugri og sérhæfðari kunnáttu, þannig að traust ráðgjöf og persónuleg þjónusta sé ávallt í öndvegi. Nýtt útibú er þróunarverkefni og við leggjum kapp á að hlusta eftir viðbrögð­ um í Vesturbæ og læra í hverju skrefi. Því hvetjum við alla viðskiptavini til að líta við, kynna sér breytingarnar og segja okkur hvernig Landsbankinn getur haldið áfram að bæta þjónustuna.

Landsbankinn

landsbankinn.is

HELSTU BREYTINGAR Í VESTURBÆ

Víðtækari ráðgjöf og persónulegri þjónusta Öll meðhöndlun seðla verður í nýrri kynslóð hraðbanka Viðskiptavinir þurfa að hafa debetkort eða hraðbankakort meðferðis þegar þeir sinna almennum bankaviðskiptum Starfsfólk veitir þjónustu við og kennir á hraðbanka

410 4000


4

fréttir

Helgin 4.-6. október 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Sólríkt en svalt Það bregst varla á haustin að sama hvað veður er óstöðugt að ekki komi kafli með björtum og köldum dögum. Slíkur er einmitt framundan. n-átt í dag með éljum og hálku á vegum norðanlands og á vestfjörðum. annars birtir upp og á morgun laugardag verður hæglátt, þó vindur framan af na-lands. frystir á nóttinni og svalt að deginum. Sums staðar nær varla að komast upp fyrir 0°C. Svipað á sunnudag, en rigning nær um síðir til Sa-lands. einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

1

2

-1

0

4

5

0

-1

4

3

7

-1

0

4

5

KÓlnar með n-átt. Slydda eða él norðantil, en birtir upp Syðra.

Kalt miðað við árStíma. lægir og úrKomulauSt víðaSt.

él na-landS, annarS léttSKýjað og Kalt.

HöfuðborgarSvæðið: Strekkingur og léttSkýjað.

HöfuðborgarSvæðið: Hægur vindur og Sólríkt. næturfroSt.

HöfuðborgarSvæðið: áfram Sól og fremur Hæglátt veður.

 skipulagsmál Borgin vill auk a Fr amBoð á litlum leiguíBúðum

Óbreyttir vextir Peningastefnunefnd Seðlabanka íslands ákvað á miðvikudaginn að halda vöxtum bankans óbreyttum. Bráðabirgðatölur benda til þess, segir í tilkynningu bankans, að hagvöxtur á fyrri hluta ársins hafi verið rúmlega 2%, sem er nokkru meira en gert var ráð fyrir í ágústspá Seðlabankans. Batinn á vinnumarkaði hefur einnig haldið áfram. „verðbólga jókst nokkuð á þriðja fjórðungi ársins í takt við ágústspá bankans,“ segir enn fremur. „inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa stuðlað að minni sveiflum krónunnar. verðbólguvæntingar hafa þó ekki lækkað og kann það að markast af óvissu um áhrif greiðslubyrði erlendra lána, uppgjöra búa fallinna banka og losunar fjármagnshafta á gengisþróun næstu missera. einnig skiptir máli óvissa vegna komandi kjarasamninga.“ -jh

2% Hagvöxtur á fyrriHluta 2013 2. október 2013 Seðlabanki Íslands

kalla eftir stefnu um gjaldmiðilsmál opnað fyrir Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunumsóknir um artillögu um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum, að unnin eyrarrósina verði rökstudd stefna til framtíðar um það hvaða gjaldmiðil eigi að nota á íslandi og hver umgjörð peningamálastefnunnar eigi að vera. í tillögunni segir að í rökstuðningi með stefnunni skuli meðal annars koma fram hvort framkvæmd gjaldmiðilsstefnunnar sé líkleg til þess að efla traust á íslensku efnahagslífi til langs tíma litið, hvort hún muni auka frelsi í viðskiptum við útlönd, og hvort hún henti íslensku atvinnulífi og hver séu líkleg bein og óbein áhrif hennar á atvinnustig og útflutning, Í greinargerð með tillögunni segir að efnahagslegur óstöðugleiki, óhóflegar verðlagshækkanir og hátt vaxtastig hafi um langa hríð einkennt íslenskt efnahagslíf með tilheyrandi áhrifum á lífskjör almennings og umgjörð atvinnulífsins. leiða megi að því rök að eitthvert mest aðkallandi verkefnið á sviði efnahagsmála sé að ná viðvarandi stöðugleika. -eh

guðmundur Steingrímsson, Björt ólafsdóttir og félagar þeirra í Bjartri framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum.

eyrarrósin, viðurkenning til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í tíunda sinn í febrúar 2014. Það eru Byggðastofnun, flugfélag íslands og listahátíð í reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi. Handhafi eyrarrósarinnar hlýtur 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi íslands. aðrir tilnefndir hljóta 300.000 krónur auk flugferða. umsækjendur um eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra eyrarrósina. dorrit moussaieff forsetafrú er verndari eyrarrósarinnar.

afmælisboð PIPAR\TBWA • SÍA • 132687

VERIÐ VELKOMIN Á 5 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ 4.–6. OKTÓBER

Þingvangur ehf. þróar hugmyndir að blandaðri byggð með íbúðum, þjónustu og atvinnuhúsnæði á Brynjureitnum. Hugmyndir eru uppi um að hanna litlar íbúðir þar sem hver fermetri er nýttur til fulls. íbúðirnar yrðu leiguíbúðir þar sem leigufélag myndi stýra íbúðunum og tryggja gott sambýli allra. Ljósmynd/Hari.

Smáíbúðir að erlendri fyrirmynd verið er að þróa hugmyndir að byggingu smáíbúða á Brynjureit í miðbænum. dagur B. eggertsson segir það stóra kjaramálið í dag að bjóða ungu fólki upp á íbúðir á viðráðanlegu verði í miðbænum. Framkvæmdaaðilar telja að lagfæra þurfi byggingareglugerð til að hægt sé að byggja smáíbúðir í miðbænum.

B Með almannahagsmuni í huga og ekki síst hagsmuni ungs fólks sem er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði er þetta mikilvægt mál

orgaryfirvöld skoða nú hugmyndir Þingvangs ehf. um byggingu smáíbúða á Brynjureit í miðbænum sem yrðu 32 til 35 fermetrar að flatarmáli. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir framkvæmdina koma til móts við eftirspurn eftir leiguíbúðum á viðráðanlegu verði. „Þingvangur er að máta fyrirmyndir og sniðugar lausnir við nýju byggingareglugerðina og þær kröfur sem borgin gerir í skipulaginu og erum við tilbúin í samstarf við þróun slíkra nýrra lausna,“ segir hann. Dagur telur vel hægt að byggja minni íbúðir en vaninn á Íslandi er þrátt fyrir ákvæði byggingareglugerðar. Þó geti verið að huga þurfi að breytingum á henni og hefur borgin lýst yfir vilja til að vinna með umhverfisráðuneytinu að skoðun á því. Að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar almannatengils hefur Þingvangur ehf. sent ýmsar athugasemdir til umhverfisráðuneytisins vegna ákvæða byggingareglugerðar sem hindra að hægt sé að byggja smáíbúðir í miðbæ Reykjavíkur. Sem dæmi megi nefna eru reglur um stærð sameignar sem hann segir að vera þannig að stór hluti hverrar hæðar fari undir hana og því verði að byggja mjög stór hús sem ekki eru í anda þeirra litlu húsa sem í miðbænum eru. Að sögn Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, hindrar bygginga-

reglugerðin ekki að hægt sé að byggja smáíbúðir á Íslandi og nefnir sem dæmi að samkvæmt nýrri og endurskoðaðri reglugerð sé nú leyfilegt að byggja íbúðir að lágmarki 30,7 fermetrar að flatarmáli sé geymsla og þvottaaðstaða innan íbúðar en sé þessi aðstaða í sameign megi íbúð vera að lágmarki 26,5 fermetrar að flatarmáli. Þá eigi ákvæði um aðgengi ekki heldur að standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja smáíbúðir. „Það er ekkert vandamál að rúlla 65 sentimetra breiðum hjólastól inn dyr og ganga. Menn hafa haft áhyggjur af því að baðherbergi þurfi að vera stærri en ella en hjá því má komast með því að nýta snúningsradíus hjólastólsins. Það er vel hægt að byggja smáíbúðir með góðu aðgengi fyrir fatlaða.“ Dagur segir húsnæðiskostnað mjög háan á Íslandi og því skipti miklu máli að fólk geti komið sér fyrir með sniðugri hönnun á færri fermetrum. „Með almannahagsmuni í huga og ekki síst hagsmuni ungs fólks sem er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði er þetta mikilvægt mál. Við viljum stór auka framboð leiguhúsnæðis og svara eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum sem fólk hefur efni á að leigja. Húsnæðismálin eru stóra kjaramálið í samtímanum.“ dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 65635 09/13

NÝR AURIS HYBRID TOURING SPORTS LANGBAKUR SKUTBÍLANNA

ÁSTÆÐA TIL AÐ PRÓFA HYBRID

Stórglæsilegt útlit Auris Hybrid Touring Sports er aðeins ein af ástæðum þess að þú verður að prófa þennan skutbíl – þennan langbak sem skilar þér mjúkum, hljóðlátum akstri í skjóli sjö loftpúða. Afburðargott rými fyrir bæði fólk og farangur er enn ein ástæðan til að njóta tæknilegra þæginda á borð við Toyota Touch margmiðlunarkerfi og bakkmyndavél. Hagkvæmt hybrid-kerfi og hugvitsamleg hönnun sparar eldsneyti og dregur úr útblæstri. Komdu og reynsluaktu LANGBAKI SKUTBÍLANNA. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi Verð frá: 4.770.000 kr.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

*Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


6

fréttir

Helgin 4.-6. október 2013

 StjórNMál árSreikNiNgar StjórNMálaflokk a birtir

Hagnaður Samfylkingar rúmlega 41 milljón Á vef Ríkisendurskoðunnar hafa verið birtir útdrættir úr ársreikningum þriggja stjórnmálaflokka fyrir árið 2012. Þar kemur fram að á síðasta ári hagnaðist Samfylkingin um 41.235.251 krónur en flokkurinn fékk 104.067.146 krónur í styrk frá ríkinu. Heildartekjur flokksins voru 145.465.722 krónur og námu félagsgjöld einstaklinga 19.665.671 krónum. Vinstri hreyfingin Grænt framboð fékk rúmar 92 milljónir í heildartekjur á árinu og þar af er 74 milljóna styrkur frá ríkinu og var hagnaður flokksins á síðasta ári 22.699.598 krónur. Félagsgjöld einstaklinga voru tæplega fjórtán milljónir. Besti flokkurinn bauð aðeins fram í Reykja-

vík á síðasta ári og fékk því framlög frá Reykjavíkurborg að upphæð 9.233.000 krónur og voru það einu tekjur flokksins. Hagnaður Besta flokksins nam 476.602 krónum á árinu. Flokkurinn innheimti ekki félagsgjöld. Útdrættir úr ársreikningum hinna stjórnmálaflokkanna á Alþingi hafa ekki enn verið birtir en allir skiluðu þeir ársreikningum inn á tilsettum tíma. -dhe

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, getur glaðst yfir bærilegum hagnaði flokksins á síðasta ári. Ljósmynd/Hari

Frábærar daglinsur á sama góða verðinu

 Matvæli NeyteNdur vilja val uM óerfðabreytt Matvæli

2.800 kr. pakkinn Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu

Kjarnfóður sem íslenskar mjólkurkýr fá er að hluta erfðabreytt og því teljast vörur úr mjólkinni erfðabreyttar samkvæmt þeim reglum sem taka gildi hjá Whole Foods Market árið 2018. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð

Íslenskt smjör verður merkt erfðabreytt Íslenskt smjör verður að óbreyttu merkt sem erfðabreytt matvara hjá bandarísku verslunarkeðjunni Whole Foods Market. Ástæðan er sú að hluti af kjarnfóðri sem meirihluti mjólkurkúa fær inniheldur erfðabreytt hráefni. Samkvæmt íslenskum reglum þarf ekki að merkja sérstaklega afurðir af dýrum sem fá erfðabreytt fóður.

W

Kia cee’d Sportswagon LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 37 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 4,6 l/100 km*.

Verð: 2.990.000 kr.

28.311 kr. á mánuði M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,49%.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hlutfalls erfðabreytts, innflutts kjarnfóðurs sem notað er við framleiðslu íslenskra búfjárafurða

* Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.

ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is

Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16

Íslenskar afurður eru markaðssettar sem náttúrulegar og hreinar en margar þeirra koma frá dýrum sem fá erfðabreytt fóður.

hole Foods Market gengur með þessu lengra en nokkur annar í heiminum og íslenska smjörið fær neikvæðan stimpil í verslunum þeirra nema við úthýsum erfðabreyttu kjarnfóðri og gerum íslenskan landbúnað hreinan,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils og meðlimur í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda. Á fundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins í síðasta mánuði tilkynntu fulltrúar Whole Foods Market að frá og með árinu 2018 verði matvæli úr erfðabreyttum hráefnum – sem og afurðir dýra sem alin eru á erfðabreyttu fóðri – merkt sem erfðabreytt matvara. Engar upplýsingar liggja fyrir um hlutfall erfðabreytts, innflutts kjarnfóðurs sem notað er við framleiðslu íslenskra búfjárafurða. Nýjustu tölur eru frá árinu 2005 þegar lögð var fram fyrirspurn um málið á Alþingi og upplýst að um 70% kjarnfóðurs innihéldi erfðabreytt hráefni. „Við vitum að hlutfallið hefur minnkað síðan en við vitum ekki hversu mikið. Síðan þá hefur innflutningur á maís frá Bandaríkjunum og Kanada minnkað, enda er hann nánast allur erfðabreyttur og í staðinn er fluttur inn óerfðabreyttur maís frá Evrópu. Hins vegar er allt soja flutt frá Argentínu þar sem það er erfðabreytt. Í raun er þetta mjög einfalt. Við þurfum að hætta að flytja inn soja frá Argentínu og skipta yfir í annan próteingjafa á borð við repjumjöl,“ segir Oddný

Anna. Skylt er samkvæmt íslenskum lögum að merkja matvæli sem innihalda erfðabreyttar afurðir. Það gerir íslenskum neytendum kleift að velja á milli erfðabreyttra og óerfðabreyttra matvæla. Sú löggjöf tekur hins vegar enn ekki til afurða búfjár sem fóðrað er á erfðabreyttu fóðri. Whole Foods Market selur einnig skyr en það er ekki frá Mjólkursamsölunni heldur frá Siggi´s Skyr sem fær mjólkina frá bandarískum framleiðendum og því ekki um íslenska vöru að ræða. „Um þriðjungur af fóðri þeirra kúa sem Mjólkursamsalan fær sína mjólk frá er erfðabreytt að hluta. Íslenska skyrið yrði því merkt sem erfðabreytt ef það yrði selt í Whole Foods Market. Við markaðssetjum okkar matvæli sem þau hreinustu í heimi og það er því mikill álitshnekkir ef þarf að merkja þau sem erfðabreytt,“ segir Oddný Anna. Vaxandi krafa er meðal neytenda víða um heim að hafa val um óerfðabreytt matvæli. Oddný Anna er einn frummælenda á ráðstefnu sem haldin verður á mánudag á Grand Hótel um erfðabreyttar lífverur. Þar verða með erindi erlendir vísindamenn, meðal annars Dr. John Fagan sameindalíffræðingur sem þróaði DNA-próf fyrir erfðabreytt matvæli. „Á þessari ráðstefnu gefst fólki tækifæri til að fá á hreint staðreyndir um erfðabreytta framleiðslu,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 5 2 9

2TÍM4A

A N Ó J T NUSTA ÞJÓ

AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓTRÚLEGT Tjón gera sjaldnast boð á undan sér. Þess vegna erum við á vakt allan sólarhringinn og tryggjum að þú fáir bestu hugsanlegu tjónaþjónustu hvenær sem þú þarft á henni að halda.

24 tíma tjónaþjónusta – sími 800 7112

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ


8

OKTÓBERTILBOÐ

fréttir

Helgin 4.-6. október 2013

 atvinnuLíf fyrrum þingmaður r ær á ný mið

Magnús Orri Schram til Capacent

LÆKKAÐ VERÐ Á VÖLDUM BÍLUM

Magnús Orri Schram, fyrrverandi alþingismaður, er genginn til liðs við Capacent ráðgjöf. Hann starfar í hópi ráðgjafa hjá Capacent og sérhæfir sig í stefnumótun fyrirtækja, og stjórnenda-, sölu- og markaðsráðgjöf, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Magnús Orri lauk BA prófi í sagnfræði frá HÍ 1996 og MBA prófi frá HR 2003. Hann starfaði sem íþróttafréttamaður, framkvæmdarstjóri hjá KR, verkefnastjóri hjá Símanum, og um síðustu aldamót stofnaði hann og rak Birtu Vefauglýsingar

sem var brautryðjandi á efnahags- og skattanefndsviði net auglýsinga á Ísar Alþingis, ásamt því að landi. gegna starfi þingflokksformanns SamfylkingarMagnús stundaði doktorsnám og kennslu í nýinnar árið 2012. sköpun, greiningu viðHaustið 2012 kom út eftskiptatækifæra og stofnun ir hann bókin „Við stöndfyrirtækja hjá viðskiptaum á tímamótum“ sem deild HR. Hann var um Magnús Orri fjallaði m.a. um hvernig nokkurra ára skeið sölu- Schram. mætti styrkja verðmætaog markaðsstjóri erlendis sköpun og uppbyggingu hjá Bláa lóninu áður en hann settist íslensks atvinnulífs að loknu hruni. á Alþingi vorið 2009. Á síðasta kjörMagnús Orri er kvæntur Herdísi tímabili var Magnús varaformaður Hallmarsdóttur hæstaréttarlögviðskiptanefndar, varaformaður manni og eiga þau tvö börn.

 LýðheiLsa hugmyndir um kynjaskipta opnunartíma í sundi

Loftkæling, CruiseControl, álfelgur

Opel Corsa Cosmo 1,4 bensín, sjálfskiptur Tilboð*

3.190.000 kr.

Verð áður: 3.490.000 kr.

Opel Astra 1,4 Túrbó, bensín, sjálfskiptur Tilboð*

3.990.000 kr.

5,1 l

/100 km**

140 hö.

6,6 l

/100 km** ENNEMM / SÍA / NM59394

Verð áður: 4.390.000 kr.

100 hö.

Sextíu og átta prósent gesta Sundhallarinnar eru karlar. Ein ástæðan er talin sú að konur þurfa að ganga niður eina hæð til klefa og svo upp aftur til laugar sem hentar ekki þeim sem eiga erfitt með hreyfingu. Ljósmynd/Hari.

Konutímar í sundi

Jón Gnarr borgarstjóri nefndi þá hugmynd á borgarstjórnarfundi á dögunum að boðið yrði upp á sérstaka opnunartíma í sundi fyrir konur. Niðurstöður tilraunaverkefnis í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð sýndu að fleiri karlmenn en konur sækja sundlaugarnar. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fagnar hugmynd borgarstjóra.

t

Opel Astra Wagon 1,7 dísil, beinskiptur Tilboð*

4.090.000 kr.

Verð áður: 4.590.000 kr.

130 hö.

4,0 l

/100 km**

Komdu í heimsókn í sýningarsal okkar að Ármúla 17 Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda.

Við teljum að þetta geti verið góður kostur, til dæmis fyrir fólk með íslensku sem annað tungumál.

ilraunaverkefni í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð sýndi að fleiri karlar en konur sækja sundlaugarnar í Reykjavík og í umræðum innan borgarstjórnar viðraði Jón Gnarr borgarstjóri þá hugmynd að boðið yrði upp á sérstaka opnunartíma í sundi sem yrðu aðeins fyrir konur. Að sögn Evu Einarsdóttur, formanns íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar, er málið þó ekki formlega til skoðunar hjá sviðinu. „Þegar við skoðuðum niðurstöðurnar sem sýndu að færri konur en karlar sækja sundlaugarnar kom upp sú spurning hverju við ættum að breyta og upp komu ýmsar hugmyndir, meðal annars þessi. Við tókum umræðu um þetta fyrr á kjörtímabilinu en það stendur til að ræða þetta aftur í ráðinu á næstunni. Málið er því ekki komið í formlegt framkvæmdaferli,“ segir Eva og leggur áherslu á að til greina komi einnig að sérstakir tímar yrðu fyrir karla. „Við teljum að þetta geti verið góður kostur til dæmis fyrir fólk með íslensku sem annað tungumál og er nýtt í okkar samfélagi. Það fólk er kannski ekki allt vant því að fara í sund. Svo getur líka verið gaman að hafa þetta svona annað slagið,“

segir Eva. Að sögn Barböru Kristvinsson, formanns Samtaka kvenna af erlendum uppruna, hafa þeim borist fyrirspurnir um sérstaka sundtíma fyrir konur. „Okkur líst mjög vel á þessar hugmyndir því sund er mikilvægur þáttur í íslenskri menningu,“ segir hún og bendir á að ekki hafi allir alist upp við þá sundmenningu sem ríkir á Íslandi og því séu séu kynjaskiptir sundtímar gott tækifæri til að gefa fólki kost á að kynnast sundi. Í framhaldinu geti fólk svo ef til vill sótt almenna opnunartíma sundlauganna. Reykjavíkurborg rekur sex sundlaugar og leiddi athugun í ljós að karlar eru fimmtíu og fjögur prósent laugargesta þegar litið er til allra sundlauganna. Áberandi fleiri karlmenn, eða sextíu og átta prósent, sækja Sundhöll Reykjavíkur og segir Eva að sem dæmi megi nefna að þar þurfi konur að ganga niður stiga til klefa og svo upp aftur til sundlaugar. Slíkt sé ekki hentugt fyrir þær sem eiga erfitt með hreyfingu og geti það verið ein ástæða þessa mikla munar á aðsókn kynjanna. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


FULL ÞJÓNUSTA Á VERÐI SJÁLFS­ AFGREIÐSLU. Starfsmenn okkar taka upp hanskann fyrir viðskiptavinina. Þeir skipta um rúðuþurrkur, mæla og fylla á olíu, rúðuvökva og frostlög – og dæla á tankinn, en þú greiðir sama verð og í sjálfsafgreiðslu. Fáðu sem mest út úr hverjum dropa.

Athugið að þjónustutími er mismunandi eftir stöðvum.

Nánari upplýsingar á www.skeljungur.is


10

fréttaskýring

Helgin 4.-6. október 2013

 Heilbrigðismál FjársVelt teymi aðstoðar mæður sem glíma Við FíkniVanda og geðr ask anir

Verst settu mæður landsins Versti veruleiki óléttra kvenna er vissulega til staðar á Íslandi. Dæmi eru um að lögregla láti vita af þunguðum konum í fíkniefnagrenjum. Sérstakt teymi starfar innan Landspítalans sem aðstoðar verðandi mæður sem eiga við fíknivanda eða geðraskanir að ræða, og fylgir þeim eftir þar til barnið verður árs gamalt. Ekkert fé innan spítalans er eyrnamerkt teyminu og er fjármagn því ekki tryggt til framtíðar. Stefnir í 200 mál á árinu

Um 4500 fæðingar eru á Íslandi árlega. Síðustu ár hafa um 170 tilvísanir borist teyminu, þar af eru 30-40 konur sem hafa verið í harðri neyslu allt að ári fyrir þungun, um 10 konur sem hætta neyslu á meðgöngu en falla jafnvel og þurfa aðstoð til að hætta að nýju. Um annað hvert ár þarf að vista ólétta konu gegn hennar vilja því hún heldur áfram neyslu þrátt fyrir þungun. Á síðasta ári lögðust 13 konur inn á geðdeild með ungt barn vegna kvíða og þunglyndis, tvær lögðust inn til afeitrunar og ein vegna geðrofs. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hafa 140 tilvísanir borist teyminu og því stefnir í metfjölda tilvísana þetta árið, eða um 200. Fjöldi einstaklinga sem teymið sinnir er þó öllu meiri því oft er um að ræða þjónustu við bæði móður og föður og svo barnið þegar það er fætt. Stærsti hluti tilvísana kemur frá heilsugæslunni, hluti frá mæðravernd kvennadeildar sem sér um áhættumeðgöngur, mótttökudeildum geðsviðs og félagsþjónustunni. Meirihluti mæðra sem FMBteymið aðstoðar á við geðræn vandamál að etja. Algengast að þær þjáist af þunglyndi og kvíða, en einnig leita til þeirra mæður með geðhvörf og geðrofssjúkdóma á borð við geðklofa. Anna María bendir á að konur

Sætar franskar frá McCain

Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna!

með geðhvörf geti veikst nokkrum klukkustundum eftir fæðingu og þá farið í sturlunarástand. Það sé því mikilvægt að fylgja þeim áfram eftir fæðingu og starfar teymið bæði á kvenna- og barnasviði, og á geðsviði.

Barnið líka með í meðferðinni

Bæði Anna María og Gunnlaug hafa menntað sig sérstaklega í að veita foreldrum meðferð ásamt ungbarni sínu. „Það skiptir miklu máli að börnin séu með í meðferðinni. Það skiptir miklu máli hvernig tengsl foreldra og barna þróast fyrstu þrjú árin. Börn þurfa tilfinningalega, andlega og líkamlega umönnun við hæfi og þau þurfa að upplifa öryggi í samskiptum við foreldra. Rannsóknir hafa sýnt að þunglyndar mæður geta átt erfitt með að mynda tengsl við barnið sitt. Börnin eru næm á umhverfið og skynja heiminn í gegnum tilfinningar sínar. Þó mömmurnar fengju meðferð og færi að líða betur hafði það ekki endilega góð áhrif á samskipti við ungbarnið er ungbarnið er ekki hluti af meðferðinni,“ segir Anna María. Þegar kemur að verðandi mæðrum í neyslu hefur reynst einna farsælast að ná til þeirra með því að fræða þær um áhrif neyslunnar á barnið. Hún segir afar sjaldgæft sé að börn þurfi fráhvarfsmeðferð við

Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

V

erstu aðstæðurnar eru þegar verðandi móðir er í neyslu, barnsfaðir er jafnvel líka í neyslu og fólk sem kemur inn á heimilið er í neyslu. Móðirin þarf þá að flytja ef hún ætlar að hætta sinni neyslu og verður þá heimilislaus, ef hún er það ekki þegar,“ segir Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og sérfræðingur í hópmeðferð. Hún er hluti af þverfaglegu FMB-teymi, foreldrar - meðganga - barn, sem starfar á Landspítalanum. Markhópurinn eru foreldrar sem eiga von á barni eða með barn á fyrsta ári, foreldrar – og þá sér í lagi mæður – með geðrænan vanda, fíknivanda, jafnvel hvoru tveggja, eða eiga erfitt með að tengjast barninu. Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti, er einnig í teyminu. „Þessi versti veruleiki er til hér á landi. Óléttar konur sem eru heimilislausar eða búa í fíkniefnagrenjum. Ég held að hlutfallslega speglum við það sem gerist í öðrum löndum. Það versta er til hér en sem betur fer eru þetta fá mál. Ég veit dæmi um að lögreglumenn hafa haft áhyggjur af þunguðum konum í neyslu og látið vita. Við slíkar aðstæður erum við að horfa á ófædd og mjög ung börn í hættu,“ segir Gunnlaug.

Þunglyndi og kvíði eru algengustu geðraskanirnar sem óléttar konur glíma við en einnig þurfa þær aðstoð sem eru með geðhvörf og jafnvel geðklofa.

fæðingu en það er þá helst ef móðir ans tóku sig saman og ákváðu að hefur neytt örvandi efna, kókaíns finna sérhæfða lausn þar sem haldið og ópíumefna. Hvorki Anna María er utan um þennan hóp foreldra og né Gunnlaug muna eftir tilviki hér á barna. Í raun er um grasrótarstarf að landi þar sem barn þurfti fráhvarfs- ræða því enginn peningur er eyrnameðferð en eitt tilvik merktur teyminu innan hafi komið upp þar sem spítalans og það háð velsá möguleiki var skoðvilja yfirmanna viðkomaður í fullri alvöru og andi starfsmanna að þeir sérlega vel fylgst með sinni teyminu í hlutabarninu fyrstu sólarstarfi. Teymið fékk styrk hringana. „Barnið var úr Minningargjafasjóði metið strax eftir fæðLandspítalans, alls 10 ingu og svo aftur þegar milljónir, til að halda úti móðirin var komin heim einu 80% stöðugildi við með það. Barnalæknteymið árin 2013 og 2014. ar mátu það þannig að „Enn er ekkert rekstar fé barnið þyrfti ekki með- Anna María Jónsdóttir, tryggt til framtíðar. Spítferð en þetta var á gráu geðlæknir og sérfræð- alinn í heild sinni er fjársvæði. Móðirin var á við- ingur í hópmeðferð. sveltur og ekki svigrúm haldsmeðferð með lyfinu til að taka peninga úr Subutex sem er ávísað til fíkla sem öðrum verkefnum og setja í þetta,“ hafa verið í harðri neyslu á morfín- segir Anna María. Alls starfa níu skyldum lyfjum. Efnið veldur ekki manns í teyminu og er starfshlutfíkn en það hindrar fráhvarfið og fall þeirra þar allt niður í 20%. Þar talið er að það sé betra að verðandi er meðal annars um að ræða geðmóðir sé á þessu lyfi en fari í gegn- lækni, félagsráðgjafa, hjúkrunarum fráhvarfið því það er svo hættu- fræðinga og ljósmóður. Óskastaðan legt barninu,“ segir Anna að þeirra mati er í fyrsta lagi að teymið fái tryggt María. Viðkomandi kona var í meðferð hjá SÁÁ sem fjármagn og í öðru lagi er með samning um meðað hægt verði að auka ferðir með Subutex og eftirfylgni en nú hættir komast börnin almennt hún þegar barn verður árs gamalt. „Sumar vel frá slíkri meðferð. þessara kvenna koma Ekkert fé eyrnamerkt úr áralangri neyslu og teyminu hafa enga rútínu. Þær koma jafnvel af heimEngar tölur eru yfir hversu margar konur ilum þar sem var óregla með fíknivanda falla á Gunnlaug Thorlacius, eða geðsjúkdómar og meðgöngu. Starfsfólk félagsráðgjafi og fjöl- þurfa hreinlega að læra teymisins verður vissu- skylduþerapisti. að halda heimili. Hingað lega vart við að konur falli koma jafnvel konur sem á meðgöngunni en það sé þó algeng- hafa í engin hús að venda og þurfa ara þegar þær hætta með börnin á jafnvel að gista tímabundið hjá vinbrjósti. „Mesti áhættutíminn er um um með barnið sitt til að hafa þak þremur til fimm mánuðum eftir fæð- yfir höfuðið. Þær þurfa svo margingu. Á þeim tíma sjáum við oft að þætta aðstoð. Í raun er frábært tækiverulega fer að halla undan fæti. Það færi að fá þessar konur til okkar þeger mikilvægt að geta líka veitt stuðn- ar þær eignast börn því flestar vilja ing eftir fæðingu og það er þörf fyrir þær vera góðar mömmur og þær þéttara eftirlit. Þetta eru þær konur vilja að barnið fái eitthvað betra en sem mæta ekki í tíma sem þær eiga þær. Þetta er tækifæri fyrir okkur bókaða, þær hreinlega hverfa, og við sem heilbrigðiskerfi til að mæta tilkynnum slíkt til barnaverndaryfir- þessum hópi,“ segir Gunnlaug. valda,“ segir Gunnlaug. FMB-teymið var stofnað árið 2011 Erla Hlynsdóttir eftir að nokkrir starfsmenn spítal- erla@frettatiminn.is


Skráðu þig

á

ókey pis

örnámskeið og

lærðu á Windows 8

Við hjá Advania þökkum þeim rúmlega 400 manns sem lært hafa á Windows 8, á vinsælu örnámskeiðum okkar, fyrir frábærar móökur. Við höldum áfram með námskeiðin þar sem farið er í helstu breytingar og nýjungar á nýjustu útgáfu af Windows. Kennslustaðir Advania: Guðrúnartún 10 Reykjavík Tryggvabraut 10 Akureyri

Skráðu þig núna og lærðu almennilega á tölvuna þína. Athugaðu að um takmarkað sætaframboð er að ræða.

Skráning á advania.is/win8


12

fréttaviðtal

Helgin 4.-6. október 2013

Ekki lengur feimnismál Við erum auðvitað ekki einungis með erlenda sérfræðinga frá Harvard en ákváðum að sækja þangað vegna þess að hann er með virtustu háskólum í heimi.

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt í 30 ár og fagnar þessum tímamótum í menntunarsögu þjóðarinnar um þessar mundir. Nú þykir sjálfsagt, ef ekki beinlínis nauðsynlegt, að afla sér endurmenntunar. Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri, segir þessu hins vegar hafa verið þveröfugt farið á upphafsárum Endurmenntunar þegar það þótti hálfgert feimnismál að sækja sér frekari menntun.

E

erum því með aukanámskeið á hverju misseri.“ Endurmenntun hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á samstarf við erlenda sérfræðinga og síðastliðið ár komu nokkrir slíkir frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum og héldu námskeið sem fengu mjög góðar viðtökur hjá íslenskum stjórnendum. „Þessi námskeið hafa verið eftirsótt og við höldum þessu samstarfi áfram á afmælismisserinu. „Við erum auðvitað ekki einungis með erlenda sérfræðinga frá Harvard en ákváðum að sækja þangað vegna þess að hann er með virtustu háskólum í heimi og fólk þarf ekki að hugsa sig um hvað gæðin varðar.“ Afmælið gaf Endurmenntun tilefni til þess að opna dyrnar upp á gátt og bjóða áhugasömum upp á tíu mismunandi örnámskeið sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Og ekki stóð á viðbrögðunum þar sem á fyrsta degi komu hátt í 2000 skráningar og námskeiðin voru fullbókuð nánast samstundis. „Örnámskeiðin eru öll fullbókuð og við þurftum að bæta við fleiri námskeiðum til þess að bregðast við eftirspurninni. Það er því greinilega mikill áhugi á fræðslu til staðar.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Kristín Jónsdóttir Njarðvík og samstarfsfólk hennar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fagnar 30 ára afmæli stofnunarinnar um þessar mundir. Starfið og framboðið á námskeiðum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn fjölbreytt enda þykir endurmenntun orðin sjálfsagður þáttur í viðleitni fólks til þess að efla sig of styrkja í bæði námi og leik. Ljósmynd/Hari

bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.

ndurmenntun Háskóla Íslands hefur starfað í 30 ár en á þeim tíma hefur starfsemin eflst jafnt og þétt og framboð námskeiða orðið stöðugt fjölbreyttara. Aðgengi almennings, óháð fyrri menntun, að endurmenntun hefur aukist til mikilla muna. Þá bendir Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri, á að nú til dags sé endurmenntun í raun orðin fastur liður hjá fagfólki. Þveröfugt á við það sem áður var. „Það var að sumu leyti feimnismál að sækja sér endurmenntun hér áður fyrr,“ segir Kristín. „Nú er þetta hins vegar orðið þannig að það þykir frekar neikvætt ef fagfólk stundar ekki endurmenntun og sækir námskeið.“ Á fyrstu árunum miðaðist framboðið á möguleikum til endurmenntunnar fyrst og fremst við háskólamenntað fólk en í dag eru um 400 námskeið haldin á ári og úrvalið slíkt að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, óháð því hvort tilgangurinn sé að styrkja sig í leik eða starfi eða einfaldlega að sækja sér menningarlega kvöldskemmtun. „Við erum með það mikið af námskeiðum sem eru ekki starfstengd þannig að allir geta sótt sér endurmenntun óháð því hvaða grunn þeir hafa,“ segir Kristín. Hún nefnir sem dæmi námskeið um Íslendingasögurnar og önnur menningarnámskeið, tungumálanámskeið og „mjög margt annað sem lýtur að persónulegri hæfni. Þetta eru ýmis konar námskeið þar sem fólk er að efla sig persónulega án þess að það sé endilega tengt starfi..“ Á síðustu árum hefur til dæmis verið uppselt á námskeiðið Úr neista í bók. „Þannig að það eru greinilega mjög margir með rithöfund í maganum og námskeiðið fyllist alltaf um leið. Við

Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2

3.840.000

Umboðsaðilar:

bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

3,3

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

L

Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000

/100km

Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.

útbLáStur aðeinS 94 g

L

3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


BOÐ TILBOÐ TILB OÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ T ILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILB OÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ T ILBOÐ TIL BOÐ TILBOÐ TILB 3.–7. OÐ TILBOÐ

Kaup október

Íslenska sIa.Is SML 65740 09/13

hlaup Nú er hafið Kauphlaup í Smáralind með fullt af frábærum tilboðum á nýjum vörum. Sjáumst í Smáralind.

Kynntu þér

tilboðin

í Kauphlaupsblaðinu á

smaralind.is

smaralind.is Opið: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18 Finndu okkur á


14

www.facebook.com/optibaciceland

Magaró

Helgin 4.-6. október 2013

Hagræðing eða uppskurður í ríkisrekstri

Velta þarf við hverjum steini

H

nn ach kúri Flat stom m pakka erju fylgir hv g wellbein st. af Daily da n e ir ð g ir meðan b

Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að stoppa niðurgang. For maintaining Regularity minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklalyfjum. Sölustaðir: Lyf & heilsa Austurveri, Domus, Firði, Glerártorgi, JL-Húsinu, Keflavík og Selfossi, Apótek Garðabæjar, Garðabæjar Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek Árbæjarapótek, Lifandi markaður markaður, Reykjavíkurapótek Reykjavíkurapótek, Lyfjaval Hæðarsmára, Mjódd og Álftamýri, Lyfjaver, Apótek Suðurnesja og Apótek Vesturlands.

hagstjórn á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil

ÁRNASYNIR

vellíðan jafnvægi NINGAR KYN ! TILBOÐ Gott jafnvægi á veinveittum bakteríum stuðlar að betri meltingu og öflugra ónæmiskerfi.

viðhorf

Heildargjöld ríkisins á næsta ári eru áætluð 587,1 milljarður króna. Tekjur eru áætlaðar 587,6 milljarðar. Áform eru í fjárlagafrumvarpinu um ráðstafanir til að draga úr skuldasöfnun ríkissjóðs og snúa áralöngum hallarekstri í afgang. Alvarlega stöðu ríkissjóðs má sjá af því að gert er ráð fyrir að vaxtagjöld nemi 76 milljörðum króna á næsta ári. Sé þung vaxtabyrði ríkissjóðs sett í samhengi þá eru Landspítalanum ætlaðir tæplega 39,8 milljarðar króna. Fram kemur að meginþáttur í fjárlagastefnunni sé að lækka skuldir ríkisins og draga með því úr vaxtabyrði. Án aðgerða í ríkisfjármálum hefði, að því er segir í fylgiriti, stefnt í 27 milljarða Jónas Haraldsson króna halla árið 2014. Útgjöld jonas@frettatiminn.is ríkisins verða lækkuð sem hlutfall af landsframleiðslu með almennum hagræðingaraðgerðum, fallið verður frá ýmsum nýlegum verkefnum, auk ráðstafana sem leiða til lækkunar vaxtagjalda. Afkomuna á einnig að bæta með tekjuaðgerðum, einkum hækkuðum bankaskatti. En varla er nóg að gert. Rekstur ríkissjóðs hefur um árabil verið óviðunandi. Vitaskuld breytti efnahagshrunið stöðu hans en síðan eru liðin fimm ár. Samstaða er um það í samfélaginu að nýta skattfé til að halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi, menntakerfi og bærilegum samgöngum í strjálbýlu landi, auk þess sem öryggi borgaranna sé tryggt. Þess utan er mörg matarholan hjá ríkissjóði sem skoða má. Þar bíður mikið hlutverk hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem settur var á laggirnar í júlí. Honum er ætlað að leggja til aðgerðir til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Um er að ræða vinnu, eins og fram kom í erindisbréfi, sem unnin er til hliðar við hefðbundna fjárlagavinnu. Tillögur hagræðingarhópsins eiga að byggjast á því að ekki verði um að ræða flatan niðurskurð allra verkefna heldur lagðar til einstakar aðgerðir sem skila verulegri hagræðingu til framtíðar. Staldra

þarf við og spyrja spurninga og endurmeta þörfina fyrir verkefni ríkisins. En dugar hagræðing í þeirri stöðu sem ríkissjóður er? Óli Björn Kárason varaþingmaður bendir á það í nýju hefti Þjóðmála að uppskurðar sé þörf. Pólitískt þrek þurfi til að standast þrýsting gæslumanna sérhagsmuna. Verkefnið er tvíþætt, segir hann, annars vegar að auka tekjurnar með því að örva atvinnulífið, hleypa súrefni inn í fyrirtækin með lægri sköttum, afnámi gjaldeyrishafta og einfaldara regluverki. Hins vegar að hagræða í rekstri ríkisins samhliða því sem reksturinn er endurskipulagður og stjórnsýsla skorin upp og straumlínulöguð. Hann bendir á að rekstrarkostnaður ríkisins á liðnu ári hafi numið 3,1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði en 1980. Þegar tekið er tillit til kostnaðar sveitarfélaganna má ætla, segir greinarhöfundur, að rekstrarkostnaður hins opinbera hafi numið um 5,5 milljónum króna á hverja fjölskyldu. Rekstur hins opinbera kostaði því hvert heimili að meðaltali um 450 þúsund krónur í hverjum mánuði. Það eru ógnvænlegar tölur. Er réttlætanlegt, á tímum fólksflótta frá Landspítalanum og tækjaskorts, að örríki haldi úti 23 sendiráðum og fastanefndum sem kosta yfir 3 milljarða á ári? Er þörf á endurskoðun á 11,8 milljarða greiðslum vegna búvöruframleiðslu? Flókið eftirlitskerfi hefur bein áhrif á verðlag, skuldir og tekjur launafólks. Óli Björn telur í grein sinni að almenningur þurfi að bera 36-40 milljarða kóna byrðar til að standa undir beinum og óbeinum kostnaði við eftirlitskerfi hins opinbera. Lítið dæmi, en skiljanlegt tölulega, er Fjölmiðlanefnd sem sett var á laggirnar árið 2011. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að hún kosti skattgreiðendur 47,3 milljónir króna. Er þessi eftirlitsnefnd – og aðrar sambærilegar nauðsynlegar? Því verður hagræðingarhópurinn að svara – og skoða alla útgjaldaliði, stóra og smáa, velta við hverjum steini. Á meðan rekstur helsta sjúkrahúss landsins er á heljarþröm verður eitthvað undan að láta.

Dæmum ekki aðra

robert Z. aliber heldur fyrirlestur Í hátÍðasal háskóla Íslands mánudaginn 7. október kl. 12-14

Aliber er Prófessor Emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago. Hann hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um alþjóðafjármál, erlenda fjárfestingu og starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Síðustu árin hefur hann sýnt efnahagsmálum á Íslandi mikinn áhuga og fylgst vel með þróun mála. Árið 2008 skrifaði hann ritgerð um bóluhagkerfið sem hér hafði orðið til. aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

Ástandið í Sýrlandi

Í

sland er lítið og friðsælt land en Íseinu ríki til annars og fara eftir aðstæðum lendingar eiga rétt á að vita hvað er að hverju sinni og þeirri menningu sem ríkir. gerast í öðrum heimshlutum. Þekking Er lýðræðiskerfið svo lýðræðislegt eftir flestra á heimsmálunum er byggð á fréttum allt saman? Skoðum verkfærin. Heimskerfið, hryðjuverk og trúarlegt ofstæki. fjölmiðla. En eru fjölmiðlar frjálsir og fréttir þeirra sannar? Búum við í öruggum heimi Hvað eru hryðjuverk? Hvað er trúarlegt þar sem leiðtogar lýðræðisríkja bera virðofstæki? Hver eru tengslin á milli þessara ingu hver fyrir öðrum og rétti fólks til friðtveggja hugtaka? Ef til vill sú að trúarleg sæls lífs? Er það sem við heyrum og sjáum sannfæring fær fólk til að berjast og falla um aðra alltaf rétt? fyrir málstaðinn. Yfirleitt þegar hryðjuverk Núna fylgist heimsbyggðin með átökum eru nefnd dettur fólki múslimar í hug. Það er svo sem ekkert nýtt að hryðjuverk séu í Sýrlandi og öðrum Mið-Austurlöndum og einhverjir velta því eflaust fyrir sér hvers Jamil Kouwatli tengd við íslam. Eftir að Sovétríkin féllu vegna fólk á þessu heimssvæði drepi hvert trésmiður og flóttamaður og á spennunni slaknaði á milli austurs og annað í stórum stíl. Við verðum alltaf að frá Sýrlandi vestur hafa sum ríki tekið upp þá stefnu að hafa í huga að það er misjafn sauður í mörgu tengja hryðjuverk við Araba og íslam. Fjölfé. Er fólk í Mið-Austurlöndum virkilega hryðjuverka- miðlar þeirra ríkja hafa fjallað um kenningu Samuel og ofsatrúafólk upp til hópa? Huntington um árekstur menningarheima. Er það ekki staðreynd að þessi ríki með öllum sínum Ég ætla mér ekki að hrekja kenningu Huntington auðlindum og góða loftslagi gætu verið þau ríkustu hér en langar að benda á að eftir tæknibyltinguna og í heiminum en þó búa flestir þar við mikla fátækt og aukna möguleika í samskiptum er ekki til neitt sem niðurlægingu? Ég legg til að við sleppum því að dæma kallast nýr eða gamall menningarheimur. Aftur á móti aðra og að þið reynið að gleyma því sem þið hafið þegar hafa orðið árekstrar á milli ólíkrar menningar. Auk heyrt í fjölmiðlum um þennan heimshluta. Nú förum við þess hafa sum menningarsvæði verið ríkjandi á kostnað í smá ferð en á leiðinni stoppum við á nokkrum stöðum annarra og breitt út áróður gegn íslam. Alþjóðlegar ráðtil að öðlast betri sýn á málin. stefnur hafa verið haldnar þar sem ríki ræða um leiðir Eru allar ríkisstjórnir heimsins lýðræðislegar? Er til að berjast gegn hryðjuverkum. Á slíkum ráðstefnum tími alræðisstjórna á enda? Af ýmsum ástæðum þurfa er sjónum yfirleitt beint að íslömskum hreyfingum alalræðisríkisstjórnir að tryggja tilverurétt sinn. Í því mennt í heiminum og þá sérstaklega að hreyfingum skyni er þeim mikilvægt að eiga óvin sem ógnar öryggi tengdum súnní-múslimum. Hvers vegna er það þannig þjóðarinnar. Með því að eiga slíkan óvin geta ráðamenn að fjölmiðlar beina athygli sinni í svo miklum mæli að tekið í gildi ýmis lög sem gera þeim kleift að ráðast hryðjuverkum í Mið-Austurlöndum en ekki í öðrum gegn andstæðingum sínum til að ná sínum markmið- heimshlutum? Er það ekki staðreynd að glæpatíðni um. Einræðisstjórnir nota þess utan aðsteðjandi ógn í Bandaríkjunum er ein sú hæsta í heimi? Hvað með svo sem átyllu til að herða tak sitt á almenningi, meðal hundruð hryðjuverkahópa í Bandaríkjunum, Evrópu, annars með njósnum. Aðferðirnar eru misjafnar frá Asíu og Afríku? Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


SAMSUNG-UExxF6675SB

Er þetta ekki einmitt tækið sem þþig hefur dreymt um að eignast? 6600 LÍNAN

6400 LÍNAN 6400 LÍNAN: = 219.900.= 269.900.= 379.900.= 699.900.= 1.290.000.-

SAMSUNG-UExxF6475SB

40" 46" 55" 65" 75"

6600 LÍNAN: 40" = 259.900.46" = 299.900.55" = 449.900.-

Samsung sjónvörpin eru einstök og í algjörum sérklassa Samsung 6400/6600 · LED · 3D · SMART TV Tvenn 3D gleraugu fylgja.

Clear Motion Rate: 200–600Hz • Upplausn: 1920 x 1080p FULL HD • Skjár: Clear • Skerpa: Mega AllShare: Auðveld samskipti Samsung tækja • USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist • Upptökumöguleiki: Já –

Örþunnt og fallegt

tekur upp sjónvarpsútsendingu á utanáliggjandi harðan disk • Netvafri: Já • Social TV: Já – horfðu á sjónvarp og vertu á Facebook, You Tube, Flickr, Skype ofl. • Sjónvarpsmóttakari: Digital, Analog og gervihnatta • Tengingar: 4xHDMI, 3xUSB Movie, 1xScart, Komponent, Komposit, LAN, heyrnartól • Stærðir: 32”, 40”, 46”, 55”, 65”, 75”

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON AKRANESI SÍMI 530 2870

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

SKEIFAN 11· SÍMI 530 2800 / GLERÁRTORGI · SÍMI 550 4444 KS SAUÐÁRKRÓKI 455 4500

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTA T Ð TA SÍMI 477 1900

sjá nánar á www.samsungsetrid.is & www.bt.is

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEIS I GEISL VESTMANNAEYJ Y UM YJ SÍMI 481 3333


16

viðhorf

Helgin 4.-6. október 2013

Vikan í tölum

9000 9.000.000 7 eintök hafa selst af tölvuleiknum Grand Theft Auto síðan hann kom í sölu 17. september. Það þýðir að Íslendingar hafa varið um 108 milljónum króna í kaup á leiknum.

 Vik an sem Var Gangbraut í lit Það er frekar skrítið að borgaryfirvöld séu að eyða tíma og pening í það að ögra kristilegu fólki og líka brjóta umferðarlög með því merkja gangbrautir vitlaust. Einar Jóhannes Guðnason, lofgjörðarleiðtogi ungliðastarfs Fíladelfíusafnaðarins, furðaði sig á gangbraut í regnbogans litum við Laugardalshöll en brautin kom og fór á meðan Hátíð vonar stóð yfir. Líka sá eini sem á hjól Ég hélt aldrei að ég myndi sakna sjálfstæðismanns úr borgarstjórn, en það geri ég. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, situr uppi með þær undarlegu tilfinningar að sakna Gísla Marteins Baldurssonar úr borgarstjórn. Undur og stórmerki! Það hryggir mig mjög að loforð stjórnarflokkanna virðast hafa verið orðin tóm. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, komst að því að ekki er alltaf hægt að treysta orðum stjórnmálafólks.

króna verðlaunafé verður á fimmta opinbera Íslandsmótinu í póker sem Pókersamband Íslands stendur fyrir um næstu helgi. Búist er við að 150 spilarar taki þátt.

ára fangelsisdómur Annþórs Kristjáns Karlssonar var staðfestur í Hæstarétti í gær. Sex ára dómur yfir Berki Birgissyni var sömuleiðis staðfestur. Þeir voru dæmdir ásamt fleirum fyrir að ráðast á og hafa í hótunum við fjölmarga menn í þremur árásum.

Sérstöku átaki til að auka fiskneyslu hefur verið hleypt af stokkunum

Æskuminningar um fisk

Þ

egar ég hugsa til æsku minnar koma alltaf upp góðar minningar um mömmu að kalla á mig inn að borða og ég gæði mér á stappaðri ýsu með kartöflum og smjöri. Í dag kaupi ég reyndar aldrei ýsu og vel frekar þorsk ef ég kaupi hvítan fisk. Það var ekki að ástæðulausu að Íslendingar seldu sjónarhóll þorskinn til útlanda og sátu eftir með ýsuna. Þorskurinn er svo mikið betri. Finnst mér. Lax er líka í miklu uppáhaldi á mínu heimili, hvort sem hann er steiktur, reyktur eða hrár í sushi. Síðan er ég nýfarin að kaupa Erla niðursoðinn norskan Hlynsdóttir makríl til að setja ofan erla@ á rúgbrauð. Mér finnst frettatiminn.is lúða virkilega góð og ég viðurkenni að ég borga stundum hryllilega mikið fyrir nokkur hundruð grömm af henni í þau fáu skipti sem hún fæst í fiskbúðum. Ég verð alltaf jafn undrandi þeg-

Útópía Þjóðin í þessu ímyndaða fyrirmyndarlandi er ekki fjölmenn og hefur því nóg til skiptanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti fyrirmyndar ríki í stefnuræðu sinni. Landið finnst í fljótu bragði ekki á korti.

ar ég heyri fréttir um minnkandi fiskneyslu og börn sem borða ekki fisk. Það er því ég, eins og aðrir, bý í mínum eigin heimi og í minni veröld er fiskur einhver besti matur sem til er. Um síðustu helgi hleypti Matís formlega af stokkunum sérstöku átaki á landsvísu til að auka fiskneyslu. Haldinn var fiskidagur í Smáralind þar sem hægt var að smakka ólíkt fiskmeti. Tæplega fjögurra ára dóttir mín fékk sér þar reykta síld, hráan lax, kryddhjúpaðan þorsk og ýsugratín. „Mér finnst bara allt gott,“ sagði hún eftir að hafa þrætt smökkunarbásana. Reyndar smakkaði hún ekki makrílkæfuna sem var í boði en það er vegna þess að hún er ekki hrifin af hráum lauk. Ég smakkaði þarna líka reykta síld í fyrsta skipti og fannst hún svo góð að ég fór í Hagkaup og keypti síld í matinn. Í viðtali sem ég tók við forsvarskonur fiskiátaksins í Fréttatímanum fyrir viku kom fram að samkvæmt rannsókn Matís eru það neysla og viðhorf foreldra til fisks sem hafa mest hvetjandi áhrif á

fiskneyslu barna. Það má einmitt leiða líkur að því að dóttir mín borði mikinn fisk og sé óhrædd að prófa nýja fiskrétti því við höfum oft fisk í matinn. Sjálf ólst ég upp hjá móður sem var og er afar hrifin af fiski. Það voru því fjölbreytilegir fiskréttirnir á mínu æskuheimili. Í rannsókninni kom einnig fram að fiskneysla á fullorðinsárum er mjög svipuð og í æsku. Ég get einnig skrifað undir þær niðurstöður. Í þessari viku tók ég stutt viðtal við Michael Clausen barnalækni þar sem hann ítrekar mikilvægi þess að borða fisk vegna þess hversu ríkur hann er af omega 3 fitusýrum, lífsnauðsynlegum fitusýrum sem stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Ég er í raun heppin, alveg ótrúlega heppin að mamma mín - já, og mamma hennar - eldaði alltaf mikinn fisk og vonandi heldur dóttir mín áfram að njóta þess að borða fisk. Í gærkvöldi fengum við mæðgur okkur sushi. Ég reikna með að við fáum okkur aftur fisk á morgun. Kannski fyrr.

„Mér finnst bara allt gott,“ sagði dóttir mín eftir að hafa þrætt smökkunarbásana.  Vik an sem Var

LÁ KOLVEG T VARANIS

FRÁBÆRT Í BAKSTUR! FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur 85% fæðutrefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og kökur helst brauðið mjúkt og ferskt lengur. Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað

20LÁ% TTUR

AFS

í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar minna við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Veljið aðeins það besta í heilsubrauð og annan hollan bakstur.

Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk

. 2. TIL 16 ! R OKTÓBE

Bannað börnum Ég hélt fyrst að ég væri að lesa ævintýri fyrir börn þegar ég las ræðuna en það verður að viðurkennast að ég hef mjög gaman af skáldskap og ævintýrum. Birgitta Jónsdóttir, pírati, skynjaði ævintýrablæ í stefnuræðu forsætisráðherra en um hana hríslaðist þó Game of Thrones- hrollur. Ekki gengur að rukka heilbrigða Fjárlögin eru komin og sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. Sjúklingaskattar verða innleiddir og fárveikt fólk rukkað fyrir legu á Landspítalanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fann stefnu stjórnarinnar flest til foráttu. Hormónarnir rugla hann ekki En þótt drottningarnar séu margar er Logi Bergmann kóngurinn. Meira að segja stelpurnar mínar þagna þegar hann les – þá er nú mikið sagt. Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Mogganum, velti fyrir sér hormónaflæði hjá fréttakonum í sjónvarpi í fjölmiðlapistli. Hann hampaði svo Loga Bergmann í lokin og uppskar fordæmingu femínista og fleira fólks.


bรญlarnir eru komnir รก Bรญlasรถlu Reykjavรญkur Opiรฐ

Auรฐveld kaup รก nรฝlegum bรญlum

Fรถstud ag 1018 Lauga rdag 12-16

Verรฐdรฆ

mi

Hyund

ai i20

VW Po 2011

Dekkja

รRNASYNIR

รกvรญsun

frรก N1 fy รถllum lgir bรญlum

35.344

22.344

1.790.

000

1.550. kr. รก m

000 kr .

kr. รก m

รกnuรฐi

รกnuรฐi

รštborg

0 kr.

BILASALA REYKJAVIKUR

2012

lo

รญ 36 m

รญ 48 m

un

รกnuรฐi

รกnuรฐi

kr. 38.558 kr. รก m รกnuรฐi 23.058 รญ 36 m kr. รก m รกnuรฐi รกnuรฐi รญ 48 m รกnuรฐi

รštborg

0 kr.

un

Bรญlaรกrmรถgnun Landsbankans

Bรญldshรถfรฐa 10 l S: 5878888 l br.is

Bรญlaleiga


18

viðtal

Helgin 4.-6. október 2013

Fór úr leiðindum lögfræðinnar í leiklistina Leikkonan Salóme Rannveig Gunnarsdóttir útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskólans í vor og komst strax á samning hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún kemur við sögu í ýmsum verkum á leikárinu. Hún þreytir frumraun sína í leikhúsinu í Óvitnum síðar í þessum mánuði og segist njóta sín vel innan um 30 börn sem mörg hver búi yfir meiri sviðsreynslu en hún sjálf. Salóme kann að spúa eldi og ganga á stultum og hætti í lögfræði eftir þrjú ár til þess að sinna raunverulegri köllun sinni, leiklistinni.

S

alóme Rannveig Gunnarsdóttir lauk leiklistarnámi í vor, komst beint á samning hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún mun leika í Óvitunum, Þingkonunum, Spamalot og Eldrauninni á þessu leikári. Hún er nú á fullu í æfingum á Óvitunum og skemmtir sér konunglega með 30 börnum sem leika í sýningunni en eins og sjálfsagt margir muna leika fullorðnir börn og börn fullorðna í þessu gamalkunna verki Guðrúnar Helgadóttur. „Ég varð bara mjög hissa og bjóst einhvern veginn alls ekki við því að lenda þarna inni í Þjóðleikhúsinu. En ég varð strax mjög spennt þegar þetta tækifæri bauðst,“ segir Salóme sem segir þá sem fyrir eru á fleti í Þjóðleikhúsinu taka vel á móti nýliðum. „Ég er svo heppin að koma inn í barnaleikrit á sama tíma og 30 börn þannig að í samanburðinum er ég mjög fullorðin.“ Salóme segir frábæra og góða byrjun að hefja störf í Þjóðleikhúsinu umkringd öllum þessum krökkum. „Vegna þess að þau eru náttúrlega svo spennt yfir þessu og þá fæ ég að vera memm í spenningnum og þarf ekkert að þykjast vera rosalega lífsreynd þannig að ég er þakklát fyrir að hafa þessa krakka með mér í byrjuninni. Mörg þeirra eru með miklu meiri reynslu en ég og sum eru að leika bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu þannig að ég er meiri nýgræðingur en margir krakkarnir. Þau spyrja mig stundum í hverju ég hafi leikið og ég get voða litlu svarað enda ekkert búin að vera í stórum leikritum.“ Salóme leikur átta ára stelpu í Óvitunum en tvær níu ára stelpur skiptast á að leika mömmu hennar. „Þær eru alveg frábærar. Þær eru svo pínulitlar en svo skamma þær mig og öskra alveg hástöfum eins og þær eigi fjórtán börn hvor. Ég er mjög stolt af þeim. Þetta er bara mjög gaman, hresst og skemmtilegt.“

Salóme Rannveig finnst best að vera á þönum og sér fram á að leikkonulífið muni eiga vel við hana.

Djarfur leikur

Salóme lék annað aðalhlutverkið í stuttmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur, Gjallarhorn, sem var frumsýnd á RIFF í síðustu viku. Efni myndarinnar þykir nokkuð eldfimt en þar segir frá einnar nætur gamni og spennu sem horfir öðru vísi við þegar dagur rís. Salóme kom óvænt inn í myndina og með stuttum fyrirvara en handritið freistaði og hún sló til. „Elsa var nefnilega búin að tala við aðra stelpu en akkúrat þegar tækifæri gafst til að taka myndina var þessi stelpa í útlöndum. Þannig að Elsa hringdi bara í mig. Þetta hittist þannig á að við í Nemendaleikhúsinu vorum þá að sýna fyrsta verkefnið okkar, Tímaskekkju, og vorum með sýningar sömu helgi og myndin var tekin upp. Ég var því í töku, fór svo og sýndi og hélt svo áfram tökum eftir það. En svona verður þetta leikaralíf víst og þetta var bara fín upphitun fyrir það. Og mér líkar þetta reyndar mjög vel. Ég er alltaf hamingjusömust þegar ég þarf að vera að stökkva á milli staða og get lítið sest niður á milli.“ En fannst henni vandræðalegt að stökkva óvænt inn í mynd um afdrifarík skyndikynni?

Ljósmynd/Hari

Fyrir sumum er lögfræðin ótrúlega skemmtileg en ég var bara ekki alveg þar.

„Nei. Ég sagði bara já strax vegna þess að mér leist mjög vel á handritið og Elsu,“ segir Salóme og hlær dátt. „Ég var kannski pínu smeyk að segja mömmu þetta, að ég væri að fara að leika í svona erfiðri mynd. Hún á reyndar enn eftir að sjá hana, hún mamma. Ég er pínu búin að vera hikandi við að hleypa henni í að sjá myndina en það er komið að því núna.“

að það var bara fínt að ég hætti. Margir krakkar sem voru með mér í lögfræði skildu ekki af hverju í ósköpunum ég ætlaði að hætta í lögfræði sem væri svo frábær og fara í leiklist sem væri svo óspennandi. Þannig að þetta snýst nú allt um sjónarhornið. Fyrir sumum er lögfræðin ótrúlega skemmtileg en ég var bara ekki alveg þar. Hún var ekki minn tebolli.“

Leiddist út í leiklistina

Eldspúandi leikkona

Salóme var búinn með þrjú ár í lögfræði þegar hún komst í leiklistardeildina í LHÍ og ákvað að taka krappa vinkilbeygju. „Ég var nú reyndar í lögfræði í þrjú ár áður en ég fór í leiklist en var ekki góð í henni,“ segir hún og hlær. „Þannig

Salóme er líka ýmislegt til lista lagt sem gagnast betur á sviði en í réttarsal. Hún kann til dæmis að spúa eldi og ganga á stultum. „Ég er í sirkus. Ég byrjaði að leiklistast í gegnum Götuleikhúsið þegar ég var nýbyrjuð í MH. Ég var líka

í leikfélaginu þar og var tvö sumur með Götuleikhúsinu þar sem ég lærði að spúa eldi og labba á stultum og svona. Ég var líka búin að vera í fimleikum þannig að það raðaðist allt fallega saman þegar sirkusinn varð til. Þá gekk alveg ágætlega upp að hafa verið búin að prufa þetta allt. Þannig að í raun var ég búin að leiklistast fullt. Ég var í Stúdentaleikhúsinu og vann í Brúðubílnum eitt sumar. Það var rosalega gaman. Ég held ég hafi ekki alveg fattað þetta sjálf hvað ég var mikið í leiklist fyrr en ég byrjaði í henni af fullri alvöru.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


NÝTT

EGF Kornahreinsir EGF Kornahreinsir fyrir andlit djúphreinsar og endurnýjar yfirborð húðarinnar. Áferð húðarinnar verður mýkri, yfirbragðið fallegra og húðin móttækilegri fyrir virkni EGF Húðdropa™. Inniheldur sérþróaða blöndu af fínmöluðu íslensku hrauni og kornum úr apríkósukjörnum.

Fylgstu með á Facebook.com/EGFhudvorur www.egf.is


20

viðtal

Helgin 4.-6. október 2013

Hrifin af pönki Írska listakonan Fiona Cribben hannar skartgripi úr íslenskum hreindýrshornum og hvaltönnum. Hún kynntist íslenskum kærasta sínum í London og flutti til Íslands árið 2006. Til að byrja með starfaði hún sem tískuhönnuður fyrir tölvuleiki hjá CCP en er nú að ljúka meistaranámi í tískuhönnun frá Listaháskóla Íslands þar sem hún er einnig stundakennari.

É

g var í háskóla í Svíþjóð þar við jafnvel að flytja til Írlands. Ég sem ég hélt erindi þegar fékk hins vegar mjög góða vinnu og ég sá að ein konan var með við ílengdumst hér.“ Skömmu eftir armband frá mér. Hún sagði að kær- komuna til Íslands fékk Fiona starf astinn sinn hefði verið á Íslandi og sem tískuhönnuður hjá CCP þar keypt armbandið sem hún sá um að hanna fyrir handa sér. Mér fannst þetta ótrúleikina World of lega skemmtileg Darkness og Eve tilviljun,“ segir Online og þegar írska listakonan á leið tók hún þar Fiona Cribben. við sem yfirhönnHún kynntist ísuður í tísku- og lenskum kærasta persónusköpun. sínum í London „Þetta var allt og þau f lut t u svo nýtt f yrir mér. Ég þekkti saman til Íslands en g a n a n na n árið 2006. Hún Hálsmen úr hvaltönn og silfri. hannar skar tsem starfaði við gripi og föt undir eigin nafni og þó tískuhönnun fyrir tölvuleiki og gat hönnun hennar sé fyrir konur eru því ekki leitað ráða neins staðar. viðskiptavinirnir af báðum kynjum. Þetta var samt gríðarlega gaman.“ Fiona var „Margir kærastar og eiginmenn ein af þeim sem kaupa skartgripmissti vinnuna í október 2011 ina mína handa kærustum sínum þegar CCP sagði eða eiginkonum. upp 20% starfsma nna sinna , Þeir velja þetta þar af stórum allt sjálfir og mér skilst að þeir hafi hluta þeirra listaflestir heyrt konmanna sem þar unnu. Hún fór urnar sínar tala Armband úr hreindýrshorni og leðri. síðan að vinna um þessar vörur áður en þeir sem lausamaður ákváðu að kaupa.“ fyrir leikjarisann EA Games sem meðal annars framleiðir FIFA, Vann fyrir Calvin Klein og Sims, Need for Speed og fleiri leiki. Diesel „Ég get samt ekki sagt hvað ég var Fiona er fædd og uppalin í Dublin á að gera fyrir þá því leikurinn er ekki Írlandi og talar því við mig á ensku enn kominn út,“ segir hún hlæjandi. með írskum hreim. Hún lærði tísku og textílhönnun í The National Col- Gengur ekki í tréskónum lege of Art and Design í Dublin og Fionu hafði alltaf langað að hanna útskrifaðist árið eigin hluti og 1999. Hún flutti þegar hún sá þá til New York sjónvarpsþátt þar í Bandaríkjunsem Stefán Erlum og síðar til ingsson myndLondon þar sem grafari sagði frá hún starfaði fyrir starfi sínu fékk hún hugljóm þekkt tískumerki un og setti sig á borð við Calvin í samband við K lei n, Diesel og DKNY. Hún hann. „Stefán er kynntist kærastótrúlega hæf ileikaríkur. Mig a nu m s í nu m , Einari Johnson, Hringir úr hvaltönnum. langaði að hanna í London og þau skó þannig að ákváðu að flytja til Íslands, allavega við byrjuðum á því. Ég hannaði skó tímabundið. „Mig langaði að prófa með þykkum viðarbotni og Stefán á búa á Íslandi og síðan ætluðum skar út mynstrin fyrir mig. Þessir

Ég þekkti engan annan sem starfaði við tískuhönnun fyrir tölvuleiki og gat því ekki leitað ráða neins staðar.

Fiona Cribben heillaðist þegar hún sá pússaða hvaltönn í fyrsta skipti og vissi að hún vildi vinna með það hráefni í sinni hönnun. Ljósmynd/Hari

skór eru samt ekki mjög söluvænlegir og höfða til lítils hóps,“ segir Fiona og viðurkennir að sjálf gangi hún ekki í tréskónum. „Ég var samt að senda eitt parið til New York þar sem skórnir verða notaðir í tískumyndatöku en þessir skór eru meira fyrir augað heldur en til að ganga á.“ Í framhaldinu fór Fiona að hanna skartgripina þar sem hreindýrshorn og hvaltennur eru í aðalhlutverki. Hún segir þemað í skartgripahönnuninni vera dálítið pönkað. „Ég er hrifin af pönki og uppreisnargirni. Í hönnuninni hef ég verið að greina

hráefnið. Hvaltennur geta verið mjög grófar en þegar það er búið að móta tennurnar eru þær afskaplega fallegar. Eftir að ég sá í fyrsta sinn pússaða tönn vissi ég að mig langaði að vinna með svona náttúruleg form og náttúruefni. Ég held að Íslendingar líti svo á að þegar þeir séu með skartgripina mína þá séu þeir með á sér hluta af náttúrunni. Mig langaði líka að hanna gripi sem gætu gengið kynslóð fram af kynslóð,“ segir Fiona. Auk þess að starfa sem hönnuður er hún í meistaranámi við Listaháskóla Íslands í tískuhönnun. Það er

kannski svolítið skondið því undanfarin misseri hefur hún þar starfað sem stundakennari, til að mynda við hönnun fylgihluta, en þessa önnina er hún aðeins að kenna eitt námskeið; hönnun karlmannafatnaðar. „Mig langar auðvitað að koma hönnuninni minni á framfæri. Ég hef sagt við vini mína að ég vildi óska að það yrði opnuð lítil hönnunarbúð hér þar sem mín hönnun myndi passa inn. Þetta er það sem mig langar til að gera,“ segir Fiona. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Hlúðu að viðkvæmri Húð í frostinu Hágæða Húðvörur fyrir alla fjölskylduna á fráBæru verði. engin ilm- eða litarefni. fæst í næsta apóteki


ALLIR HAUSTLAUKAR

20% AFSLáTTUR FÖS- SUN

HAUSTLAUKAR Í BLÓMAVALI

Haustlaukaráðgjöf lára jónsdóttir og ása karlsdóttir garðyrkjufræðingar verða í skútuvogi um helgina og veita ráðgjöf.

ERIKUR

3 stk. aðeins

1.299kr

laugardag og sunnudag

kl. 13-16

STÓRAR

oG FLoTTAR 12 CM PoTTAR

FERSKUR

FERSKUR

3 Liljur

7 Rósir

FÖSTUDAGUR

1.499

kr.

Blómavali Skútuvogi

KERTI, LUKTIR oG KERTASTjAKAR

FÖSTUDAGUR

30%

1.199

kr.

AFSLáTTUR!

Heilsuráðgjöf JÓHANNA VILHJÁ LMSDÓ

Benedikta jóndóttir sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins gefur góð ráð varðandi vítamín og bætiefni alla virka daga milli 11:00 og 18:00. Hvernig getur þú aukið heilbrig ði þitt, fyrirbyggt sjúkdóm a, öðlast meiri orku og jafnvel dregið úr hraða öldruna r?

TTIR

Í liprum og lifandi texta sýnir Jóhanna fram á hvernig Vilhjálmsdóttir þú getur stórbætt mataræði. Hún líf þitt með breyttu fjallar ítarlega um hina ólíku flokka, fitusýrur fæðu, vítamín, steinefn i og fjölmarg á aðgengilegan t annað hátt og vísar í niðurstöður sókna, bæði fjölda ranná sviði hefðbun dinna og óhefðbu lækninga. ndinna Jóhanna Vilhjálm sdóttir hefur um árabil sökkt sér í rannsóknir á heilsu og forvörnu niður m gegn sjúkdóm Hún hefur lengi um. starfað við fjölmiðlu ur m.a. miðlað n þar sem hún af þekkingu sinni hefum þessi mál. Heilsubók Jóhönnu er sannkölluð alla þá sem fróðleiksnáma vilja bæta líf fyrir sitt með aukinni mataræði og vitund um sjúkdóma og taka upp hollari lífshætti.

Heilsubók Jóhönnu

hönnu Heilsubók jó

erð Kynningarv

3.990krkr

„Jóhanna hefur skrifað merkileg t rit um leiðir lífs og hvet ég til betra fólk til að lesa bókina og íhuga efnið.“ SIGMUNDUR PRÓFESSOR

ÓTTIR BENEDIKTA JÓNSD gjafi Heilsutorgsins sölustjóri og heilsuráð

GUÐBJARNASON EMERITUS, FYRRVERA NDI

REKTOR HÍ

4.990

JÓHANN VILHJÁLMSDÓA TTIR

Heilsubók Jóhönnu Matur, lífsst íll, sjúkdómar

Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


22

fréttaskýring

Helgin 4.-6. október 2013

1. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Krísa og vonleysi á Landspítala Heilbrigðiskerfið er á heljarþröm. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga, gífurlegt álag á starfsfólk, skortur á sérfræðingum, úreltur og bilaður tækjabúnaður og úr sér gengið húsnæði er afleiðing langvarandi niðurskurðar. Spítalinn er í krísu og starfsfólkið hefur fyllst vonleysi. Nýr forstjóri segir aukið fjármagn algjör forsenda fyrir því að snúa megi þróuninni við.

L

andflótti lækna og hjúkrunarfræðinga, gífurlegt álag á starfsfólk, skortur á sérfræðingum, úreltur og bilaður tækjabúnaður og úr sér gengið húsnæði er afleiðing langvarandi niðurskurðar á Landspítalanum. Frá árinu 2008 hefur verið skorið niður um fimmtu hverju krónu á stofnuninni þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað á sama tíma og veruleg fjölgun orðið í veikasta aldurshópnum, 70 ára og eldri. Niðurskurður hefur bitnað á sjúklingum og fólk er jafnvel sent heim án þess að vera í standi til að sjá um sig sjálft, að mati starfsfólks. Neyðarástand hefur skapast á stærsta sviði spítalans, lyflækningasviði, sem rekið hefur verið eftir sérstöku neyðarplani til að koma til móts við mikinn skort lækna sem hafa einfaldlega gefist upp á álaginu. Fréttatíminn mun á næstu vikum birta greinaflokk um ástandið á Landspítalanum sem þarf að búa við áframhaldandi niðurskurð samkvæmt næstu fjárlögum þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um annað.

farið lækkandi ár frá ári sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 1998. Fréttatíminn ræddi við lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnendur á spítalanum, sem og fleiri sérfræðinga. Þeir eru sammála um að ekki sé lengur hægt að tala um að heilbrigðiskerfið sé komið fram á bjargbrún. Það sé komið framaf henni. „Það er búið að vinna skemmdarverk á heilbrigðiskerfinu,“ segir Karl Konráð Andersen, sérfræðingur í hjartalækningum. Hann vinnur á hjartadeild Landspítalans sem heyrir undir lyflækningasvið, sem er það svið spítalans sem niðurskurðurinn hefur bitnað hvað mest á á undanförnum árum. „Fyrir nokkrum árum höfðum við hér heilbrigðiskerfi sem við vorum stolt af og gátum státað af að væri eitt hið besta í heimi. Það er liðin tíð. Nú horfum við upp á landflótta lækna og hjúkrunarfræðinga og tækjakostur og húsnæði er lélegt. Við höfum farið illa með þetta heilbrigðiskerfi,“ segir Karl.

Komið fram af bjargbrúninni

Heilbrigðisstarfsfólki fækkað

Landspítalinn er einn af stærstu útgjaldaliðum fjárlaga. Árið 2008 fékk spítalinn tæplega 50 milljarða króna fjárveitingu frá ríkinu, uppreiknað á núgildandi verðlag, en fjárveiting samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni er rúmir 39 milljarðar. Munurinn er 20 prósent, um tíu milljarðar. Framlög til heilbrigðismála í heild sinni voru rúmir 115 milljarðar á síðasta ári. Þau hafa

Í tölum sem Landspítalinn tók saman fyrir Fréttatímann og sýnir þróun ýmissa þátta í starfsemi spítalans á árunum 2001, 2007 og 2013 kemur fram að heilbrigðisstarfsfólki, læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, hefur fækkað milli áranna 2007 og 2013. Dagvinnustöðugildum á spítalanum hefur fækkað um nærri tíu prósent á síðastliðnum tólf árum, úr 3.883 dagvinnustöðugildum að

meðaltali árið 2001 í 3.595 í janúar árið 2013. Íbúum á landinu hefur á sama tíma fjölgað um tæp 15 prósent og íbúum í elsta aldurshópnum, 70 ára og eldri, hefur fjölgað hlutfallslega enn meir, en sá aldurshópur átti rúm 40 prósent allra legudaga á Landspítala á síðasta ári. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um þúsund frá árinu 2001 og eru nú 14 þúsund og munar þar mest um dagdeildaraðgerðir. Þá má nefna að sjúklingum í slysa- og bráðaþjónustu hefur fjölgað um 50 prósent frá árinu 2001.

Fólk er beinlínis sorgmætt

Starfsfólk spítalans segir að álagið sé komið yfir öll þolmörk. „Ég hef aldrei frá því ég byrjaði að vinna hér fundið eins og núna þessa miklu þreytu. Fólk er beinlínis sorgmætt yfir því hvernig farið hefur verið með það,“ segir Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild. „Við höfum gert starfsumhverfiskannanir og vinnuálagsmælingar á læknum og hjúkrunarfræðingum og þær sýna allar fram á að álagið er allt of mikið,“ segir hún „Það er krísa á öllum spítalanum,“ segir Karl, „þótt álagið sé meira á vissum deildum líkt og krabbameinsdeild og hjartadeild. Vandamálið var svo sem fyrirséð, því fólk er að eldast. Krónískir sjúkdómar eru að sliga heilbrigðiskerfið, ekki bara hér á Íslandi, heldur um allan heim. Við lifum einnig lengur því okkur hefur orðið betur ágengt með að

Ljósmynd/Hari

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

6.000

meðhöndla sjúkdóma sem fólk getur lifað lengi með,“ segir Karl. „Þessu til viðbótar kemur kreppan árið 2008 og í excel skjalinu eru heilbrigðis- og velferðarkerfið stærstu útgjaldaliðirnir og því auðveldast að skera þar niður stórar upphæðir,“ segir hann.

3.000

Landflótti sjaldan meiri

Skur ða ðger ðir 15.000 12.000

14.016 14.069 14.070 13.007

9.000

0

2013

2012

2007

2001

2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra

SLySa- og br á ða þjónuSta fjöLdi kom a 100.000 80.000 60.000

97.712

98.923 93.060 65.714

40.000 20.000 0

2013

2012

2007

2001

2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra

fjöLdi kom a á göngudeiLdir 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0

237.447 234.430 255.803 193.477 2013

2012

2007

2001

2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra

Afleiðingarnar eru þær að læknar og hjúkrunarfólk er við það að gefast upp – ef það hefur ekki þegar gefist upp. Aldrei hefur verið meira um að læknar og hjúkrunarfræðingar sæki vinnu til útlanda, ýmist fastar stöður eða tímabundnar afleysingar. Guðmundur Karl Snæbjörnsson rekur atvinnumiðlunina hvitirsloppar.is sem sérhæfir sig í ráðningum íslenskra lækna í Svíþjóð. Hann er sjálfur ekki lengur starfandi hér á landi. „Ástæðan fyrir því að ég starfa ekki lengur á Íslandi er fyrst og fremst sú að við erum komin svo langt á eftir,“ segir hann. Guðmundur segir mikla, vaxandi undiröldu meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Þeir sem ekki eru þegar farnir geta vel hugsað sér að fara,“ segir hann. Þetta rímar við niðurstöður könnunar sem stjórnendur Landspítalans létu gera árið 2010. Í henni kom meðal annars fram að aðeins 7 prósent lækna gátu tekið undir þá fullyrðingu að þeir hugsuðu sjaldan eða aldrei um að hætta störfum. Einnig kom fram að rétt um einn af hverjum tíu læknum sögðust mæla með spítalanum sem Framhald á næstu opnu


15

20

% afsláttur

afsláttu% r

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnauta Rib Eye

3998 4998

Aðeins

íslenskt kjöt

kr./kg

20

kr./kg

% afsláttur

ira m me

eru

Við g

lle utafi a n g Un

8 9 37

fyrir

í kjötborði

þig

Beikonvafðar nautamedalíur

3798 4598

15

afsláttu% r

g kr./k

g

kr./k 4598

ir t s e B öti í kj

Aðeins

Aðeins

íslenskt

íslenskt

í kjötborði

í kjötborði

kjöt

kjöt

Ungnautapiparsteik

Ungnautagúllas

2158 2698

kr./kg

15

ísleAðeins n kjö skt ík t

kr./kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./kg

kr./kg

jötb orð i

3798 4598

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

Nautaveisla! 15 % ur afslátt

SS saltkjöt, valið

2189 2575

kr./kg

kr./kg

Bertozzi Parmigiano Reggiano,150 g

349 379

20

679 795

Sóma salöt, 5 teg., 200 g kr./stk.

15

kr./stk.

kr./stk.

Nóa rjómasúkkulaði

245 288

Dala Auður, 170 g

399 477

kr./stk.

kr./stk.

25% meira magn

afslá % ttur

afslátt % ur

198 255

% ur afslátt

kr./stk.

kr./stk.

Coke/Coke light, 1 lítri

kr./stk.

15

kr./stk.

kr./stk.

Breiðholtsbakarí Pálmabrauð

Myllu Ostaslaufur

398

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

279 325

kr./pk.

kr./pk.


24

fréttaskýring

1. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm góðum vinnustað. „Börnin mín eru læknar og eru í sérnámi erlendis en eru hér á landi í barneignarleyfi og höfðu hugsað sér að flytja hingað og ljúka sérnámi sínu hér. Þau hættu hins vegar alfarið við eftir að heyra sögur frá vinum sínum úr læknanáminu af ástandinu á spítalanum og heilsugæslunni og í raun heilbrigðiskerfinu öllu,“ segir Guðmundur. „Þeim fannst einnig sláandi að hitta vini sína sem starfa nú í fjármálageiranum, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Þau sögðust sjá hvernig land Íslendingar vilja, „þeir vilja ekki okkur,“ sögðu þau, „þeir vilja heldur fjármálageirann.“

Helgin 4.-6. október 2013

Þetta sjokkeraði þau og olli því að þau ákváðu að flytja aftur út. Ég upplifði nánast sorg við að heyra þetta,“ segir Guðmundur.

Vonin horfin

„Þau sögðu jafnframt að allir vinirnir væru ákveðnir í að fara um leið og tækifæri gæfist,“ segir hann. „Það er náttúrlega ekki hægt að bjóða aðstoðarlæknum á Landspítalanum að sætta sig við 340 þúsund krónur í laun þegar þeir geta fengið 900 þúsund í Skandinavíu, fólk hefur einfaldlega ekki efni á því að vinna hér,“ segir hann. „Það verður einnig að benda á að læknar og hjúkrunarfólk er í mikilli sérstöðu á atvinnumarkaði. Það er beinlínis slegist um þetta fólk um allan heim og atvinnumiðlanir eru sífellt að reyna að lokka fólk úr landi með tilboðum um hærri laun og betri vinnuaðstæður,“ bendir hann á.

fimm á r a tölfr æðilegt yfir lit

lykiltölur lsH

2012

2008

39.843.615

49.720.162

1.404.627

5.928.067

fjöldi einstaklinga sem leituðu til lsH

106.528

107.472

slysa- og bráðaþjónusta - fjöldi koma

98.923

95.364

234.430

242.391

75.781

90.140

rekstrarkostnaður (isk) uppreikn. á verðlag ársins 2012 lyfjakostnaður (isk)

fjöldi koma á göngudeildir fjöldi koma á dagdeildir sjúkrahústengdar heimavitjanir fjöldi legudaga fjöldi lega/innlagna meðallegutími (dagar)

9.177

14.222

213.264

232.570

27.349

28.563

7,8

8,1

649

788

skurðaðgerðir

14.069

14.494

þar af dagdeildaraðgerðir

6.605

2.637

3.263

3.376

rannsóknir á rannsóknarsviði

1.832.182

2.068.654

þar af myndgreiningar

123.901

123.950

3.643

3.873

fjöldi rúma í árslok

fæðingar

greidd stöðugildi/ársverk, meðaltal á mánuði

Guðmundur stofnaði atvinnumiðlunina í kjölfar hrunsins en eftirspurn hefur farið ört vaxandi. „Undiraldan er gríðarlega sterk og mér sýnist ekki að við séum að ná að snúa henni við. Ég er ekki bara að segja þetta í ljósi nýrra fjárlaga, þar sem því miður er enga viðspyrnu að finna, hins vegar heyrist mér á kollegum mínum í læknastétt að vonin sé gjörsamlega horfin,“ segir Guðmundur. Bylgja og Karl taka undir þetta. „Spítalinn er fullur af fólki sem hefur ástríðu fyrir starfinu,“ segir Bylgja, „og það hefur haldið spítalanum gangandi. Ég er ansi hrædd um að nú fari fólk hreinlega að gefast upp,“ segir hún. „Það er nú eða aldrei,“ bætir Karl við. „Ef við snúum ekki þessari þróun við núna þá getum við það aldrei. Við erum komin of langt á þessari braut.“ „Svo er talað um að flytja inn lækna,“ segir Karl. „Hver vill vinna hér – við þessar aðstæður – þegar hinn sami getur valið að fara til Noregs fyrir þrefalt hærri laun? Við munum bara fá lækna sem hafa ekki þrifist annars staðar, viljum við það?“ spyr hann. Bylgja bendir á að fjöldi hjúkrunarfræðinga sé farinn að taka vinnutarnir erlendis til að hífa upp launin sín. „Það bitnar óneitanlega á starfsemi spítalans. Fólk er að vinna eins og brjálæðingar til að vinna af sér vaktir og fer svo til útlanda í „fríinu“ sínu og vinnur enn meira þar og kemur dauðþreytt til baka. Ég hef skilning á þessu en hef jafnframt af þessu miklar áhyggjur,“ segir hún.

Læknanemar flýja

Læknanemar og almennir læknar hafa gagnrýnt álagið á spítalanum

Starfsfólk spítalans hefur þurft að vinna á 110 prósent afköstum til að mæta auknu álagi

og velja í auknum mæli að taka kandídatsár sitt utan Landspítalans. Lyflækningasvið auglýsti eftir almennum læknum fyrr á árinu. Enginn sótti um. Fyrir vikið jókst álagið á sérfræðinga, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk spítalans. Enginn þeirra læknanema sem Fréttatíminn ræddi við treysti sér til þess að koma í viðtal undir nafni

um þetta mál. Í nýlegri könnun meðal almennra lækna, sem eru þeir sem lokið hafa almennu læknanámi og eru á að vinna kandídatsár sitt eða eru í sérnámi, kom fram að einungis einn af hverjum hundrað treysti sér til þess að mæla með Landspítalanum sem vinnustað og að þrír af hverjum fimm segi álag í starfi of mikið.

Þróun fr á 2001

2013

2012

fjöldi legudaga

219.534

213.264

fjöldi lega/innlagna

26.980

27.349

27.241

7,4

7,2

7,1

-

3.300

3.263

3.129

2.819

rannsóknir á rannsóknarsviði

1.952.190

1.832.182

2.158.803

-

þar af myndgreiningar

119.876

123.901

meðallegutími (dagar), legur styttri en 6 mánuðir fæðingar

2007

2001

245.155 301.874 32.709

122.277 110.123

2013 framreiknað - áætlun mv. svipaða starfsemi og í fyrra

VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka.

FAGMENNSKA SKILAR ÁRANGRI


fréttaskýring 25

Helgin 4.-6. október 2013

„Hraðinn á færibandinu er orðinn svo mikill að læknakandídatar upplifa að þeir eru ekki að fá neina kennslu eða þjálfun,“ segir Karl. Hann bendir á að spítalinn hafi þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að sinna sjúkum og í öðru lagi sé hann kennslustofnun. Í þriðja lagi ein öflugasta vísindastofnun landsins. „Það er enginn tími til að kenna læknanemum ef allir eru hér á hlaupum og álagið er eins og það er. Það sem er mest aðkallandi hverju sinni er alltaf sett í forgang og það er alltaf að sinna veika fólkinu. Kennslan kemur þar á eftir og vísindaþátturinn. En um leið og við gerum þetta erum við búin að gengisfella spítalann. Þá er hann ekki lengur háskólasjúkrahús heldur bara, með fullri virðingu, eins og hvert annað landshlutasjúkrahús, þar sem minni áhersla er lögð á framþróun og vísindi. Það grefur undan Landspítalanum,“ segir hann.

Orðsporið skiptir máli

Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, tekur undir þetta. „Þetta er það sem hefur verið að gerast undanfarin ár, en ástandið er sínu verst á lyflækningasviði. Þar var hart gengið fram við að fækka stöðum í kjölfar hrunsins og það hafði þau neikvæðu áhrif að æ færri sóttust eftir að fara í sérnám í lyflækningum því fólk upplifði að það væri ekki að fá sérmenntun heldur væri í raun að slökkva elda allan daginn. Það væri bara vinnukraftur en ekki að fá frekari framhaldsmenntun,“ segir Ómar. Hann segir álagið gífurlegt á öllu starfsfólki spítalans en kandíd-

atar finni einna mest fyrir því. „Þeim er hent út í djúpu laugina án leiðbeininga því allir eru svo uppteknir. Við höfum gagnrýnt spítalann fyrir að læknar fái enga aðlögun líkt og annað starfsfólk spítalans þegar þeir byrja í starfi. Það hefur áhrif á starfsöryggi og bein áhrif á starfsgetu einstaklings, ef fólk þarf sjálft að mennta sig í öllu sem getur komið upp. Það segir sig sjálft að fólk upplifir ekki öryggi og traust í starfi,“ segir hann Ómar segir að laga þurfi ótalmarga þætti á spítalanum. „Ákveðin vinna er farin í gang eftir að botninum var náð í sumar. Ég held að það hljóti að vera ljóst að það þurfi að búa svo um hnútana að fólk hafi áhuga á að vinna á öllum deildum spítalans,” segir hann og bætir við að orðsporið af deildunum hafi áhrif á val lækna á sérfræðigrein. „Aðstæður á lyflækningasviði eru óboðlegar og fara því læknar sem vilja sérmennta sig í lyflækningum annað hvort út í sérnám eða velja aðra sérgrein,“ segir Ómar. Þess má geta að nýlegar aðgerðir til að bæta ástandið á lyflækningasviði hafa skilað því að fjórir læknar sóttu nýverið um stöðu almennra lækna á sviðinu.

Hefur lengi sigið á ógæfuhliðina

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélag Íslands, hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. „Það var stigið ágætt byrjunarskref nú í haust þegar brugðist var við neyðarástandinu á lyflækningasviði en það þarf meira til. Það hefur sigið á ógæfu-

hliðina í langan tíma og það leiðréttist ekki umsvifalaust,“ segir Þorbjörn. „Ég þykist skynja það á því sem nýr forstjóri segir, að hann átti sig á því að það sé nauðsynlegt að beita sér í því að bæta starfsandann og að hann muni gera það,“ segir Þorbjörn Hann hefur áhyggjur af því að læknar og hjúkrunarfræðingar séu að minnka við sig starfshlutfall. „Það er einungis vegna þess að fólk er farið að starfa í auknum mæli erlendis. Það má ekki halda áfram. Ég batt vonir við að nýtt fjárlagafrumvarp væri byrjunin á því að snúa þessari þróun við – en það virðist ekki vera. Ég veit ekki hvað hægt er að gera til að bæta ástandið ef það er rétt sem forstjórinn segir, að við séum að horfa á 2,5-3 prósenta niðurskurð. Þá erum við í mikilli klemmu,” segir Þorbjörn. Hann segist hafa átt von á innspýtingu í heilbrigðiskerfið líkt og aðrir læknar. „Yfirlýsingar stjórnarflokkanna í aðdraganda kosninga og jafnvel nú í sumar gáfu tilefni til þess að vonast eftir viðsnúningi og að heilbrigðismálin fengju aukið vægi í ríkisrekstrinum á kostnað einhvers annars. Þeirri forgangsröðun stýrir enginn nema stjórnmálamennirnir sjálfir, en hún er nauðsynleg ef við ætlum að halda uppi svipuðu heilbrigðiskerfi og er í Skandinavíu,“ segir Þorbjörn. „Stofnun eins og Landspítalinn er drifin áfram af fjármagni. Þótt á henni vinni gott fólk verður það að hafa úr að moða full meðöl – og það felst fyrst og fremst í meira fjármagni,” segir Þorbjörn.

Öflugt fræðslustarf

K r istján Þór júlíusson heilbr igðisr á ðher r a

Heilbrigðiskerfi í vanda óbreytt ástand ef mörgKristján Þór Júlíusson hundruð milljónum er varheilbrigðisráðherra ið í að létta undir með lyfsegir vanda Landspítalans lækningasviði með opnun gríðarlegan að vöxtum og hjúkrunarheimilis að Vífilmikið verkefni sé þar að stöðum. Við verjum jafnvinna. „Vandinn er ekki framt 1,5 milljörðum til að einskorðaður við Landspítbyggja undir launagrunn alann, nýlega sögðu fjórir heilbrigðisstarfsfólks og læknar upp á sjúkrahúshefjum undirbúning fyrsta inu í Vestmannaeyjum og áfanga nýs spítala með því læknar voru að segja upp á að veita fjárveitingar til Ísafirði. Aðrar heilbrigðisKristján Þór Júlíusson fullnaðarhönnunar sjúkrastofnanir en Landspítalinn hótels á lóð spítalans,“ segir hann. eiga einnig í verulegum vanda,“ segir „Sumar deildir á Landspítalanum hann. eru að blómstra – þetta er ekki allt „Ég vil leggja áherslu á að stór hluti niður á við. Ég legg hins vegar áherslu af þeirri þjónustu sem verið er að á að við eigum líka að horfa til hins inna af hendi á Landspítalanum sem góða. Vissulega má segja að verkefnið annars staðar í heilbrigðiskerfinu, er ærið. Þetta er hins vegar staða sem er í góðu lagi. Við eigum afbragðs hefur verið að byggjast upp á mörgum heilbrigðisstarfsfólk sem er hæft í árum. Starfsfólk Landspítalans og þeim verkefnum sem heilbrigðisþjónannars staðar í heilbrigðiskerfinu er ustan kallar á og hefur sinnt þessum langþreytt yfir því að við sjáum ekki störfum undir miklu álagi eins og enn fyllilega til lands út úr þeirri allir aðrir í íslensku þjóðfélagi. Við kreppu sem skall hér á. Hið sama megum ekki gleyma því góða sem við gildir einnig um aðrar starfsstéttir,“ eigum. Við sjáum það í viðhorfskönnsegir Kristján. unum sjúklinga á Landspítalanum að það er gríðarlega mikil ánægja með Tækjakaupaáætlun til 2017 þá þjónustu sem þar er veitt,“ bendir Kristján á. Mórallinn og starfsandinn Heilbrigðisráðherra tilkynnti á dögunsé hins vegar ekki eins góður og best um um gerð svokallaðar tækjakaupaværi kosið. „Það er eitthvað sem við áætlunar til ársins 2017 sem næði yfir þurfum að vinna að breytingum á,“ tækjakaup fyrir Landspítalann og segir hann. „Óánægjan snýst ekki aðsjúkrahúsið á Akureyri. „Ég vonast til eins um laun heldur nær hún einnig til að hún liggi fyrir áður en lokaumræða vinnuskipulags, tækjakosts, starfsaðfjárlaga fer fram og að hún verði fest í stöðu og fleiri þátta,“ segir hann. þinginu,“ segir Kristján en getur ekki sagt fyrir um hversu miklum fjárFyrsti fasi spítalans í undirmunum hann vonast til að hægt verði búningi að verja til tækjakaupa til viðbótar þeim fjármunum sem þegar er gert Hann segir umræðuna um fjárlagaráð fyrir. frumvarpið á villigötum. „Það er ekki

Framhald á næstu opnu

Frábær ávöxtun 40,2% 25,6% 24,7% 24,7%

Frá byrjun árs 2011 hefur VÍB staðið fyrir

150

fræðslufundum SEM YFIR

20.000 manns

1 ár

2 ár

3 ár

4 ár

hafa sótt eða fylgst með á vef okkar

Fylgstu með fræðslustarfi okkar á www.vib.is

Við erum fyrsta val 31%

26%

5 ár -19,2%

Hlutabréfasjóðurinn hefur skilað frábærri ávöxtun síðastliðin ár og er góð leið til þess að taka þátt í uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. * Skv. www.sjodir.is Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Besta eignastýringin

22%

VÍB/Íslandsbanki

Niðurstaða netkönnunar Capacent Gallup í maí 2013 var sú að Íslendingar myndu leita fyrst til VÍB - eignastýringarþjónustu Íslandsbanka þyrftu þeir á eignastýringarþjónustu að halda. 30,9% þeirra sem tóku afstöðu nefndu okkur sem fyrsta val.

Í nýlegu vali breska fjármálaritsins World Finance þótti VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka standa fremst íslenskra eignastýringaraðila. Við valið er horft til margra þátta og þá helst árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu.

FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA, FRÆÐSLA OG FJÁRFESTINGARAÐFERÐIR SKILA ÁRANGRI Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði hennar. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is |

Finndu okkur á Facebook


ðt

26

fréttaskýring

Helgin 4.-6. október 2013

 Páll Matthíasson forstjóri og María heiMisdóttir fjárMálastjóri

Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna

Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild

Karl Konráð Andersen, sérfræðingur í hjartalækningum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir starfandi erlendis.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélag Íslands.

Þurfum enga 10 milljarða

Þ

olmörkum er löngu náð,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Það er búið að skera hér niður alveg inn í bein. Niðurskurðurinn á árunum 2007-11 var samkvæmt Hagfræðistofnun 24 prósent en þá má ekki gleyma því að þá hafði þegar verið skorið mikið niður,“ segir hann. „Staðan er erfið. Það er aukið álag á starfsfólk og fjárveitingin sem við höfum núna dugir ekki fyrir rekstrinum. Það er mikilvægt að fá það bætt þannig að reksturinn einfaldlega gangi upp. Tækin eru síðan annar kafli. Fyrri ríkisstjórn hafði gert ráð fyrir 900 milljónum árlega í tækjakaup, þar af voru 600 milljónir í sérstaka viðbótargreiðslu sem átti að koma árlega í þrjú ár. Þeir fjármunir eru ekki í fjárlagafrumvarpi næsta árs,“ bendir hann á. „Það sem við erum að sjá hjá starfsfólki núna er einfaldlega uppsöfnuð þreyta. Við náðum ákveðnum árangri í hagræðingu, fjórðungs hagræðingu, en það reyndi á starfsfólki sem leggur sig 110 prósent fram. Til viðbótar er húsnæði og

María Heimisdóttir fjármálastjóri.

tækjakostur orðinn úreldur sem eykur enn frekar álag,“ segir hann.

Þurfum ekki 10-12 milljarða

Spurður hvort 10-12 milljarða innspýting sem formaður fjárlaganefndar hefur sagt opinberlega að þurfi í Landspítalann myndu nægja til þess að snúa þróuninni við segir Páll: „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur og segja að við þurfum ekki svo mikið núna. Það er náttúrulega dýrara en það að byggja nýjan spítala en við þurfum ekki 10-12 milljarða inn í reksturinn til þess að stíga þau nauðsynlegu spor í átt til endurskipulagningar sem við teljum okkur þurfa. En við þurfum töluvert fé,“ segir Páll. Hann segir að stjórnendum spítalans hafi létt nokkuð eftir að hafa hitt heilbrigðisráðherra og fundið fyrir skilningi hans á stöðu spítalans. „Hann ætlar að leggja áherslu á að auknir peningar fáist til nauðsynlegra tækjakaupa. Það er gott, þá er eitt atriði í vinnslu, en við þurfum meira fjármagn til starfseminnar til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir hann. „Mörg þúsund manns vinna hér á spítalanum og fólk er orðið þreytt því það leggur hart að sér dag og nótt. Við höfum verið að hugsa hvað við getum gert til að

Páll Matthíasson nýráðinn forstjóri Landsspítalans.

bæta starfsánægju. Það er ekki nóg að grípa til aðgerða sem kosta ekki mikla peninga, þótt auðvitað sé margt hægt að gera með markvissum aðgerðum og viðhorfum sem efla mannauðinn og kosta ekki mikið. Umræðan þarf líka að vera uppbyggileg. Stafsfólkið okkar er hins vegar komið með áhyggjur af þjónustu við sjúklinga og til að bæta hana þurfum við aukið fjármagn. Það er morgunljóst að við þurfum nýjan spítala til að geta boðið upp á þá þjónustu sem við viljum að sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. Nýr spítali er einfaldlega nauðsynleg endurnýjun á úr sér gengnu, gömlu og gamaldags húsi. Það er hins vegar langt ferli og þangað til nýr spítali verður tekinn í notkun þurfa að eiga sér stað ákveðnar skipulagsbreyt-

Ný Barnafatalína frá Lin Design

Íslensk hönnun 100% Hágæða Bómull

0-10 ára

örn eimb ð g g ðle jákvæ a l ð g e eru ar m a. BÖRN l jarðarinn U rbarn N a R i ð t Ö r i J a ST til j geim n úr laboð i a t k s u i nd oma yggja Þau k b p p og u

Peysur

st. 50-134/140

2.490 kr

Kjólar

st. 86/92-146/152

Smekkir 1.090 kr

3.980 kr Pils

rna. arba il jarð

st. 50-116

1.990 kr st. 50-140

1.980 kr

www.lindesign.is

Samfellur st. 56-86 1.590 -1.890kr Margir litir og gerðir

Náttföt

st. 56-134/140

3.980 kr Vöggusett 70x100cm 8.990 kr

100x140cm

Endurgjöf Samfélagsleg ábyrgð

10.980 kr xið upp úr ið þitt er va Þegar barn til okkar hana aftur mdu þá með ko i, n n ki flí afslætti a gegn 15% og fáðu nýj

Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220

on . Eld

in örn nub r ö j .is t ign mS d es uu t n i s l . le ww áw

.. Váá

Leggings Allar fígúrur eru saumaðar í fötin í stað plastprentunar Lestu um kosti ísaums í stað plastprentunar á

ingar,“ segir Páll. „Spítalinn var sameinaður fyrir rúmum áratug en mesta hagræðingin út úr þeirri sameiningu átti að felast í því að flóknasta starfsemin væri öll á sama stað. Við höfum hins vegar ekki náð henni fram í þessum gamla húsakosti. Við þurfum að fara í það að endurskoða þetta. Framkvæmdastjórnin setti í ársbyrjun mikla orku í það að endurskoða starfsemi spítalans. Við fengum McKinsey ráðgjafafyrirtækið til að fara ofan í það og niðurstaðan er ýmsar hugmyndir um hvernig við getum endurraðað starfseminni þannig að hún falli betur að því húsnæði sem við höfum og hún passi betur inn í nýjan spítala þegar hann kemur,“ segir hann.


fréttaskýring 27

Helgin 4.-6. október 2013

„Það myndi gefa starfsfólkinu von ef við gætum farið af stað í þá vegferð. Þá er komin leið til að sjá strax árangur en fyrst og fremst leið til að bæta þjónustuna og auka skilvirkni, nýta betur það fjármagn sem við höfum. Þetta allt saman kostar hins vegar eitthvað stofnfé. Það er það sem við þurfum að fá í viðbót við einhverja núlllausn frá Alþingi,“ segir Páll.

Alþingi ræður forgangsröðun

„Alþingi ræður forgangsröðun á fjárlögum. Okkur finnst algjört grundvallaratriði að tala skýrt og láta tölurnar styðja okkar mál og í raun biðla til Alþingis um það að forgangsraða þannig að við getum hafið þessa vegferð, náð viðspyrnunni og farið að bæta þjónustu Landspítalans,“ segir hann. Páll segir að verið sé að meta hversu mikið endurskipulagningin myndi kosta. „Við áttum von á að við hefðum aðeins meiri tíma til að vinna þetta því við áttum von á meiri viðspyrnu í fjárlögum. Við höfum til að mynda ekki kynnt þessar hugmyndir markvisst ennþá fyrir starfsmönnum en við erum byrjuð að reikna og vonumst til að vera með gróft kostnaðarmat á þessum nauðsynlegu skipulagsbreytingum á næstu vikum,“ segir hann. María Heimisdóttir, fjármálastjóri Landspítalans tekur undir þetta. „Eitt er töluleg hagræðing. Það sem skiptir hins vegar ekki síður máli eru þau skilaboð sem við sendum starfsfólki okkar, að við séum að færast í átt að betri aðstæðum fyrir sjúklinga,“ segir María. „Þótt grænt ljós kæmi á nýjan spítala í dag yrði hann ekki tilbúinn fyrr en eftir einhver ár. Við myndum því alltaf þurfa að búa við núverandi húsakost í ákveðinn tíma. Það, að fara í þessar skipulagsbreytingar, myndi senda skilaboð til starfsfólksins að við séum að undirbúa okkur undir að fara í nýjan spítala. Þá þurfum við að fara með nýja verkferla, nýtt skipulag inn í nýja húsið. Húsið sjálft breytir ekki öllu heldur þurfum við að breyta því hvernig við vinnum. Það er mjög mikilvægt að geta notað þessi ár, fram að nýjum spítala, til að endurskipuleggja starfsemina, gefa okkur þetta nýja svigrúm til að þróa þjónustuna og bæta aðbúnað sjúklinga,“ segir hún.

Loforð myndu hjálpa

Aðspurður segir Páll að tímasett loforð um nýjan spítala myndu sannarlega hjálpa til að bæta ástandið en þau myndu ein og sér ekki nægja. „Við þurfum fé svo við getum strax farið í að vinna í endurbótum og breytingum af ýmsu tagi. Ég skil vel að ríkisstjórnin setji sér það að markmiði að skila afgangi af fjárlögum, við þurfum að ná böndum á ríkisfjármálin en þá stöndum við frammi fyrir nokkrum erfiðum kostum; það þarf að skera niður í ríkisútgjöldum, en þá brýni ég fyrir Alþingi að spyrja sig: hver er skásti kosturinn, þurfum við ekki að vernda Landspítalann og heilbrigðiskerfið, fjöregg þjóðarinnar?“ spyr Páll. „Eitt af því sem McKinsey ráðgjafarfyrirtækið gerði var að bera saman kostnaðarhlutfall tiltekinna eininga hér miðað við stóru sjúkrahúsin í Svíþjóð, Sahlgrenska og Karolinska, og það kom í ljós að hlutfallslegur kostnaður okkar er um 58 prósent af kostnaði sambærilegra deilda þar, þannig að við erum að reka spítalann mjög hagkvæmt. Það eru ef til vill 40 ríki í heiminum með almennilegt heilbrigðiskerfi. Önnur velja ef til vill að hafa það ekki eða hafa ekki til þess bolmagn. Nú er stóra spurningin sem ég vil beina til Alþingis: Ætlum við að verja því fé sem þarf til að viðhalda heilbrigðiskerfinu eða ætlum við að gera eitthvað annað?“ spyr Páll.

1. hluti

V igdís H auk sdóttir , for m a ður fjár l aganefndar a lþingis

Þörfin fer ekki á milli mála Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hefur ítrekað talað um opinberlega að brýn þörf sé á 10 -12 milljarða innspýtingu fjármagns í rekstur Landspítalans, til viðbótar við þá 40 milljarða sem spítalinn er í dag rekinn fyrir. „Það fer ekki á milli mála hver þörfin er eins og ég og fleiri höfum talað um. Ég talaði hins vegar aldrei um að sú upphæð færi Vigdís Hauksdóttir strax inn í fyrsta fjárlagafrumhagnaði varpið. Það þarf að vinna að þarfagreiningu

fyrir spítalann og meta fjárþörfina áður en aukafjármagni verður veitt til hans. Hins vegar vil ég benda á að fjárlagafrumvarpið fær nú þinglega meðferð og ekkert fjárlagafrumvarp hefur farið óbreytt í gegnum þingið. Þetta er breytanlegt plagg. Það kemur til meðferðar fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu og þá geta einstakir þingmenn reynt að hafa áhrif á það. Stjórnarflokkarnir hafa sammælst um að skila 500 milljón króna af ríkisrekstrinum árið 2014 og því

FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER Hilton Reykjavík Nordica kl. 14-17

Hjálmar Gíslason

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm ekki um að ræða að auka fjárveitingu til Landspítalans frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu nema fjármunirnir verði teknir annars staðar frá eða nýjum tekjustofnum bætt við. Það er alþekkt að fjármunir eru færðir á milli liða í meðferð frumvarpsins fyrir Alþingi. Ég kem til með að leggja mitt af mörkum svo rétta megi stöðuna á Landspítalanum. Heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum samfélagsins og hún verður að vera í lagi.“

Þorsteinn Víglundsson

Pétur Jónsson

Árni Þór Árnason

Guðrún Jóhannesdóttir

Andrés Jónsson

Helga Margrét Reykdal

Andri Gunnarsson

Páll Jóhannesson

Þorvarður Gunnarsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Hulda Bjarnadóttir

Smáþing Sigmar Guðbjörnsson

Unnur Svavarsdóttir

Nýr vettvangur fyrir smá fyrirtæki Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA efna til Smáþings þar sem málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi verða í kastljósinu. Þau eru lykilþáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar, veita tugum þúsunda vinnu og eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda. Litla Ísland er nýr vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.

Dagskrá

Það sem betur má fara

Setning

Skynsamlegar skattabreytingar Andri Gunnarsson og Páll Jóhannesson, lögmenn hjá Nordik Lögfræðiþjónustu

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket

Umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Lífið á Litla Íslandi Pétur Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medialux

Sögur af hinu smáa og stóra Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku Andrés Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda Unnur Svavarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri GoNorth

Hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki skapað mörg ný störf á næstu 3-5 árum? Niðurstöður nýrrar Outcome könnunar

skráðu þig á www.sa.is

Heilbrigt verktakaumhverfi á Íslandi Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri Truenorth

Endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte Hversu framtakssamir eru Íslendingar? Niðurstöður nýrrar Capacent könnunar

Þingslit og viðbrögð Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Netagerð og spjall, kl. 16-17 Hvað getum við gert fyrir þig? Kynning á þjónustu SA og aðildarsamtaka í forrými. Hittu frumbyggja Litla Íslands, spáðu í framtíðina, fáðu fræðslustjóra að láni og kynntu þér STARF. Þingstjóri: Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA

Smáþingið er opið öllum – ekkert þátttökugjald


28

viðtal

Helgin 4.-6. október 2013

Byltingarbók sem virkar bara í andstöðu við hægri stjórn Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á þeytingi meira og minna allt þetta ár. Hann er með mörg járn í eldinum, meðal annars skáldsögu og dansverk og segir ýmsum smáverkefnum hafa fjölgað eftir að hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Illska. Hann sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Hnefi eða vitstola orð. Ljóðin í henni eru fimm ára og hann orti þau á meðan hann bjó í Finnlandi og fylgdist, í geðshræringu fyrir framan tölvuna, með Íslandi hrynja 2008.

Þ

egar Ísland hrundi og þarfnaðist Guðs blessunar í október 2008 bjó rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl í Helsinki. Allar hans tekjur voru í íslenskum krónum þannig að hann fékk að kenna á hruninu eins og aðrir. Eftir því sem hitnaði í kolunum hér heima komst hann í meira uppnám þar sem hann horfði á vini sína, nánast í beinni á vefmiðlunum, ryðja burt ríkisstjórn Geirs H. Haarde með pottaglamri og slagorðum. Þá flæddu ljóð fram hjá skáldinu sem horfði á í fjarlægð og þau eru nú komin út í bókinni Hnefi eða vitstola orð, á einmitt fimm ára afmæli Búsáhaldabyltingarinnar. „Bókin er skrifuð á svona tveimur til þremur mánuðum. Á bilinu október-desember 2008,“ segir Eiríkur Örn. „Þannig að hún er búin að vera til svolítið lengi og ég er búinn að fikta eitthvað í henni en það eru engin lifandis ósköp. Þegar maður er með þetta sjónarhorn frá útlöndum þá bæði glatar maður og einhverju og maður fær eitthvað. Maður sér hlutina allavegana aðeins öðruvísi. Held ég. Bókin er skrifuð á milli þess sem ég var að endurhlaða fréttasíður og þetta eru ljóð um tilfinningar mínar gagnvart hruninu. Og það eru svolítið eldfimar tilfinningar.“

Ísland fer til andskotans

„Þegar krónan fór til andskotans og það allt saman var ég með allar tekjur mínar í íslenskum krónum og þar fyrir utan með mjög litlar tekjur. Ég var bara í algeru þýðingaharki og vitleysu. Borgaði leiguna mína í evrum, keypti mjólkina mína í evrum og það fór allt upp um helming. Það voru svo annars vegar þessi taugaveiklun og svo þetta að fylgjast með Íslandi fara til andskotans úr fjarlægð sem urðu kveikjan að ljóðunum. Ég þekkti svo mikið af fólki sem var alltaf niðri á Austurvelli. Enginn í fararbroddi svosem en maður endurhlóð fréttasíðurnar stanslaust og þá komu alltaf myndir af vinum

Ég hélt í raun og veru ekki að Íslensku bókmenntaverðlaunin myndu skipta það miklu máli, þannig lagað.

mínum á Austurvelli að fella ríkisstjórnina. Mér fannst einhvern veginn eins og ég væri svolítið skilinn út undan.“ Hnefi eða vitstola orð kemur, sem fyrr segir, fyrst út núna þegar fimm ár eru liðin frá hruninu. „Fyrst vissi ég ekkert hvað ég átti að gera við bókina enda var hún algert hliðarverkefni þar sem ég var að reyna að skrifa Gæsku á þessum tíma. Þannig að þegar bókin var tilbúin lagði ég hana til hliðar og fór að hugsa um annað.“ Og þegar Eiríkur hafði lokið við Gæsku sneri hann sér að Illsku, þeirri hnausþykku skáldsögu sem skilaði honum Íslensku bókmenntaverðlaununum. Hann ákvað að ýta öllu öðru frá sér á meðan hann skrifaði verðlaunaverkið. „Þannig að þessi bók hefur bara legið og beðið síns tíma. Þegar ég tók hana upp í vor velti ég fyrir mér hvort hún væri hugsanlega úrelt og hvort hún hefði verið barn síns tíma. Vegna þess að fyrir mér er hún mjög bundin þessu ástandi. Þá áttaði ég mig á að hún eigi alveg við aftur núna af því að það er komin hægri stjórn aftur. Við erum komin í hring. Nú eru aftur Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn komnir til valda og þetta er bók sem virkar bara í þeirri stjórnarandstöðu. Hún hefði ekkert virkað á meðan það var vinstri stjórn, ekki það að vinstri stjórnin hefði alveg þurft sína eigin bók. En það var önnur bók en þessi.“

Endalaust flakk

Eiríkur Örn býr á Ísafirði en hefur þó ekki verið mikið heima við á þessu ári. „Ég var að koma úr tveggja mánaða ferðalagi og hef bara eiginlega voðalega lítið verið heima hjá mér í ár,“ segir Eiríkur en honum telst til að hann sé nokkurn veginn búinn að vera hálft árið á flakki og hinn helminginn heima. „Og mér liggur mjög mikið á að komast vestur til þess að fá mér kaffibolla og draga andann. Setjast

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 65552 09/13

– GÓÐUR Á BRAUÐ –

Eiríkur Örn Norðdahl hefur gefið út á bókinni Hnefi eða vitstola orð ljóð sem hann orti á meðan hann fylgdist með afleiðingum hrunsins á Íslandi þar sem hann sat við tölvuna í Helsinki. Ljósmynd/Hari

niður og fara að vinna að einhverju. Í einhverju andrými sem er ekki um borð í flugvél eða einhverju álíka.“ Eiríkur Örn á tvö börn sem búa í Svíþjóð og reynir að millilenda sem oftast hjá þeim og hafa bækistöð þar á meðan hann er á þeytingi. „Ég fór núna í þetta skipti fyrst til Svíþjóðar og ekki bara til að hitta börnin, heldur líka til þess að kenna norrænum unglingum ritlist ásamt nokkrum fleiri skandinavískum skáldum. Síðan fór ég til Helsinki að lesa upp og var smá tíma úti í skógi í Finnlandi að vinna í rólegheitum. Þaðan fór ég til Póllands, svo aftur til Svíþjóðar, þá til Brasilíu, svo til Freiburgar í Þýskalandi og svo hingað heim.“ Eiríkur sér fram á rólegri tíma á næsta ári og í byrjun þess ætlar hann að taka sér feðraorlof þegar börnin koma vestur. „Ég hitti þau nú merkilega oft miðað við hvað ég bý langt í burtu. Þetta er nú bara fyrsta árið sem við erum að gera þetta og auðvitað hjálpar til að vera í þessari vinnu og eina ástæðan fyrir því að ég tók öllum þessum ferðum á þessu ári er að ég get alltaf verið að millilenda hjá þeim. Maður gerir bara sitt besta.“

Eiríkur nær þó ekki að pústa lengi á Ísafirði þar sem framundan er önnur reisa þar sem hann fer til London, ferðast um Wales, síðan til Póllands, þá til Þýskalands til þess að taka þátt í tilraunaverkefni með tón- og myndlistarfólki. Og að lokum kemur hann aftur við í London áður en hann heldur til Íslands. „Þannig að þetta er ekki búið. Þetta ár er búið að vera meira og minna svona.“

Margir litlir krossar

Eiríkur Örn segist aðspurður ekki telja Íslensku bókmenntaverðlaunin þungan kross að bera þótt þau hafi í raun haft mikil áhrif. „Ég veit það ekki. Nei. Þetta eru kannski frekar margir litlir krossar,“ segir hann og hlær. „Eitt af því sem fylgir þessu er að það koma upp rosalega mörg minni verkefni. Fleiri viðtöl, fólk vill fá ljóð í hitt og þetta og upplestra. Það eru bara miklu, miklu fleiri fyrirspurnir um allan andskotann. Maður eyðir meiri tíma í að svara tölvupósti. Ég hélt í raun og veru ekki að Íslensku bókmenntaverðlaunin myndu skipta það miklu máli, þannig lagað. En þau gera það samt

þannig að maður hefur minni tíma til að vinna að stærri verkefnum. Það hefur verið svolítið erfitt þetta árið að finna einhvern veginn jafnvægið aftur með það allt saman.“ Verkin sitja þó síður en svo á hakanum hjá Eiríki sem hefur í mörgum pottum að hræra. „Ég er að vinna í skáldsögu og dansverki. Mjög skrítnu dansverki reyndar, segir hann og bætir við að hann sé að skrifa verkið fyrir tvo „svolítið brjálaða Finna“ og að hugmyndin hafi orðið til á fylliríi á leiklistarhátíð í Finnlandi í sumar eftir að hann hafi verið að furða sig við Finnana á því hvernig í ósköpunum ætti að skrifa dansverk. „Þetta endaði með því, eftir að við vorum búnir að fá okkur nokkra í viðbót, að ég sagði: „Jæja, ég skal þá skrifa þetta helvítis dansverk fyrir ykkur.““ Eiríkur segist ekki hafa skrifað nein ósköp af ljóðum upp á síðkastið en hann sleppi þó aldrei hendinni af þeim. „Ég hef hugsað mér að byrja að leggja grunn að nýrri ljóðabók og ætla ekki að skilja við ljóðið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Ég nota SagaPro Kristján Óskarsson, verkefnastjóri Vandamál: Bólgur í blöðruhálskirtli „Ég hef lengi notað SagaPro við bólgum í blöðruhálskirtli. Þegar ég finn fyrir einkennum tek ég góðan kúr af SagaPro í nokkrar vikur og þrýstingstilfinningin hverfur.“

0113-14

www.sagamedica.is


30

viðtal

Helgin 4.-6. október 2013

Það er kaffitími núna

Rakel Húnfjörð, eigandi Radísu: „Fólk er farið að spá meira í það hvaðan vörurnar koma og sömuleiðis hvað þær innihalda.“ Ljósmynd/Hari

Fangaðu kaffitímann

meðBKIkaffi Taktu þér kaffitíma núna

Angan af kaffi kemur bragðlaukunum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi.

Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma.

R

BKI Classic Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið.

cw100058_isam_bki_endurstaðfærsla_kaffitimi_mai_augldabl_2x38_18052010_end.indd 1

Þrátt fyrir að verslunin Radísa sé ein minnsta verslun landsins í fermetrum talið er þar gott úrval ýmissa fallegra muna sem framleiddir eru með umhverfisvernd og manngæsku að leiðarljósi. Eftir að fyrra starf Rakelar Húnfjörð, eiganda Radísu, var lagt niður þurfti hún að hugsa upp á nýtt við hvað hún vildi fást og ákvað þá að opna verslun og kom aldrei neitt annað til greina en að bjóða upp á umhverfisvænar vörur sem framleiddar eru á mannvænan hátt. adísa er lítil verslun í miðbæ Hafnarfjarðar með hjartað á réttum stað og eru vörurnar umhverfis- og mannvænar og einstaklega ljúfar fyrir augað. Húsnæði Radísu er aðeins um það bil þrjátíu fermetrar en þar er gott úrval ýmissa fallegra muna sem framleiddir eru með umhverfisvernd og manngæsku að leiðarljósi. Rakel Húnfjörð er eigandi Radísu og mikill náttúrusinni og segir hún að eftir að hafa ákveðið að opna verslun hafi aldrei neitt annað komið til greina en að bjóða upp á umhverfisvænar vörur. „Ég held að þetta sé framtíðin og að fólk sé farið að spá meira í það hvaðan vörurnar koma og sömuleiðis hvað þær innihalda,“ segir hún. Radísa er einn af mörgum gömlum draumum Rakelar en eftir að fyrra starf hennar var lagt niður þurfti hún að hugsa upp á nýtt hvað hún vildi fást við. „Mér finnst miðbærinn í Hafnarfirði mjög skemmtilegur en vanta aðeins meira úrval. Ég vildi því leggja mitt af mörkum til að lífga upp á þennan litla, fallega miðbæ.“ Radísa var opnuð fyrir rúmlega ári og fær Rakel iðulega góð viðbrögð hjá þeim sem ganga inn í búðina í fyrsta sinn. „Fólki finnst búðin yfirleitt ofsalega falleg og stefnan góð sömuleiðis.“ Í Radísu eru ýmsar vörur á boðstólum, svo sem nestisumbúðir og aðrar um-

Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiangans, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi.

BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.

Siðferðileg stefna framleiðenda mikilvæg

Kauptu BKI fyrir kaffitímann

18.5.2010 16:13:20

Nestisboxin eru litrík og falleg úr stáli og plasti sem ekki inniheldur óæskileg efni.

Hjá Radísu er gott úrval stálbrúsa en Rakel segir æskilegast að drekka úr glereða stálílátum en ekki plast- eða áli því þau innihalda óæskileg efni sem leka í drykkina.

Samlokuumslögin hafa notið mikilla vinsæla og eru úr lífrænni bómull og næloni. Hægt er að strjúka úr þeim með rakri tusku.

hverfisvænar umbúðir, leikföng og gjafavara fyrir börn, skraut og snyrtivörur. „Ég skoða alltaf bakgrunn þeirra vara sem ég býð upp á og kýs helst framleiðendur með góða siðferðislega stefnu,“ segir hún. Rakel telur þróunina í matvælaframleiðslu á Íslandi ekki æskilega og vill hverfa aftur í tímann hvað plastnotkun varðar. „Matvælaframleiðendur ættu að leitast við minnka notkun á plasti. Ég myndi vilja kaupa skyrið og kjötið úr borði eins og í gamla daga, pakkað inn í vaxpappír. Mér finnst líka að grænmeti og ávöxtum sé pakkað í óþarflega miklar umbúðir.“ Rakel á sér þó stærri drauma í verslunarrekstrinum og myndi helst vilja opna umhverfis- og mannvænan stórmarkað þar sem aðeins fengjust vörur sem væru lausar við óæskileg aukaefni og framleiddar á mannvænan hátt. „Þá gætu viðskiptavinir verið fullvissir um að allt væri vottað og öruggt og þyrftu ekkert að lesa utan á umbúðir. Það er stóri draumurinn.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


Ungsveit Sinfóníunnar Upplifðu kraftinn í ungu og efnilegu tónlistarfólki Sun. 6. okt. 2013 » 17:00

Petri Sakari hljómsveitarstjóri Sæunn Þorsteinsdóttir einleikari

Undanfarin fjögur ár hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins leikið með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri undir leiðsögn framúrskarandi hljóðfæraleikara og stjórnenda.

Námsmenn og fólk undir 25 ára aldri fær 50% afslátt af miðaverði í miðasölu Hörpu.

Búðu þig undir magnaða stemningu í Eldborgarsal Hörpu.

Hector Berlioz Karnival í Róm, op. 9 Edward Elgar Sellókonsert í e-moll Claude Debussy La mer

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


32

viðtal

Helgin 4.-6. október 2013

Erum á jökli, allir á lífi

Dagfinnur Stefánsson var í áhöfn Geysis sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950. Slysið hafði ekki þau áhrif að hann yrði flughræddur og stundar hann flugið ennþá, orðinn 88 ára gamall. Ljósmynd/Hari.

Dagfinnur Stefánsson ætlaði sér frá unga aldri að verða flugmaður og vann hörðum höndum á unglingsárunum og safnaði fyrir flugnámi. Snemma á ferlinum lenti hann í flugslysi þegar Geysir, flugvél Loftleiða, brotlenti á Vatnajökli og fannst áhöfnin á lífi eftir fimm daga leit. Dagfinnur hefur sterkar skoðanir á fyrirætlunum um flutning Reykjavíkurflugvallar og hefur í nokkra áratugi verið ötull talsmaður þess að hann verði á Álftanesi. Hann segir Íslendinga vera moðhausa að geta ekki komist að málefnalegri niðurstöðu um framtíð flugvallarins.

D

agfinnur Stefánsson er 88 ára flugstjóri á eftirlaunum sem þó sinnir fluginu, sínu helsta áhugamáli, ennþá og segir það halda sér gangandi. Þegar Geysir, vél Loftleiða, brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli árið 1950 var Dagfinnur flugmaður í áhöfninni sem var leitað í fimm daga. Dagfinnur segir þau aldrei hafa misst vonina og að ólýsanlegt hafi verið að hitta sína nánustu eftir björgunina. Á sjöunda áratugnum stóð til að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og átti Dagfinnur sæti í nefnd á vegum ríkisins fyrir hönd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, ásamt þeim Alfreð Elíassyni, forstjóra Loftleiða, Erni Johnson, forstjóra Flugfélags Íslands og Gunnari Sigurðssyni, flugvallarstjóra á Reykjavíkurflugvelli.

að fljúga DC-8 þotunum frá Bandaríkjunum þurftum við alltaf að hafa þrjátíu þúsund pund af auka eldsneyti ef ekki yrði hægt að lenda á Íslandi.“ Stærri vélarnar þurfa svo enn meira eldsneyti til vara ef skilyrði leyfa ekki lendingu í Keflavík. Dagfinnur segir mikinn aukakostnað fylgja þessu fyrir flugfélögin auk þess sem það útheimti eldsneyti líka að bera svo mikið aukalega. Nefndin um flutning Reykjavíkurflugvallar komst að því árið 1960 að besti kosturinn væri Bessastaðanes. Bandarísk verkfræðistofa, James C. Buckley Inc., gerði einnig rannsóknir og skoðaði veðurfarsathuganir yfir

fjórtán ára tímabil og komst að sömu niðurstöðu en ekkert varð úr fyrirætlunum um að flytja völlinn á þeim tíma. „Við Íslendingar erum svo miklir moðhausar að það er rifist og jagast endalaust um það hvar flugvöllurinn eigi að vera. Það vantar alla samstöðu. Flugvöllur á Álftanesi myndi bæði vera aðalflugvöllur fyrir höfðuðborgarsvæðið, kennslu- og æfingavöllur og varaflugvöllur fyrir Keflavík og svo notagildið yrði mikið.“ Dagfinnur telur að flugvöllur á Álftanesi myndi verða mikil upplyfting fyrir sveitarfélögin Garðabæ og Hafnarfjörð og fyrir unga fólkið sem þarf að tryggja atvinnu. „Svo myndi

Vill Reykjavíkurflugvöll á Álftaness

Ástæðan fyrir því að flytja átti völlinn á þessum tíma var sú að Bandaríkjamenn vildu fá varaflugvöll fyrir Keflavík sem væri betri og öruggari en Reykjavíkurflugvöllur. Dagfinnur segir að í umræðunni núna sé látið að því liggja að Reykjavíkurflugvöllur sé varaflugvöllur fyrir Keflavík en raunin sé þó önnur. „Hann er það ekki nema að takmörkuðu leyti því þar geta aðeins minni þotur lent en ekki þessar stóru sem fljúga hérna yfir daglega og eru í fraktflutningum. Það yrði mjög hagkvæmt fyrir þær að millilenda hér á landi og taka eldsneyti en úr því að varaflugvöll vantar hérna þurfa þær að treysta á varaflugvöll í Skotlandi. Þegar við vorum

Áhöfn Geysis á leið niður Vatnajökul. Dagfinnur er annar frá hægri. Skíðum var hent niður til þeirra úr flugvél og renndi hópurinn sér niður jökulinn. Fyrir neðan beið flugvél sem flutti þau til Reykjavíkur. Ljósmynd/Úr einkasafni.

völlurinn líka skapa fleiri störf á Suðurnesjum því þá myndu miklu fleiri nota þann flugvöll, því til væri varaflugvöllur fyrir hann á landinu en ekki í Skotlandi eins og staðan er núna.“ Að hafa svona gott svæði fyrir flugvöll sé alveg sérstakt því þá sé flugvöllurinn ekki inni í borginni en í mikilli nálægð við hana og segist Dagfinnur innilega vonast til að deilan um staðsetningu flugvallarins leysist á farsælan hátt.

Það sem bjargaði okkur var að það var mikið af vefnaðarvöru frá Dior í París sem var á leiðinni til Bandaríkjanna, alls konar fín kápuefni.

Safnaði fyrir flugnámi á sjónum

Dagfinnur fæddist árið 1925 og ætlaði sér frá unga aldri að verða flugmaður. Eftir gagnfræðaskóla fór hann á sjó til að safna fyrir flugnáminu. „Það voru engin námslán þá svo ég nurlaði saman peningum og tók allar aukavaktir sem í boði voru. Ég náði að nurla saman rúmum þrjátíu þúsund krónum en á þessum tíma var dollarinn sex krónur og fimmtíu aurar. Þetta dugði alveg fyrir farinu og öllu sem til þurfti.“ Dagfinnur lærði flug í Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahóma í Bandaríkjunum en þann skóla hafa margir Íslendingar sótt síðan, bæði til að læra flug og flugvirkjun. „Á þessum tíma fóru nú reyndar flestir til Kanada en mér leist betur á Bandaríkin,“ segir Dagfinnur sem undirbjó sig vel fyrir námið og sótti aukatíma í stærðfræði og eðlisfræði.

Framhald á næstu opnu


SILVIA

VINSÆLI HÆGINDASTÓLLINN

SILVIA

FULLT VERÐ 43.7

00 kr.

34.960 kr.

20% AFSLÁTTU Fæst í svörtu, hvítu og brúnu

LOKSINS KOMINN

AFTUR! 20-30% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF SVEFNSÓFUM FLOREN4.2CE00 kr.

FULLT VERÐ 20

163.360 kr.

FULLT VERÐ 99.8

00 kr.

69.860 kr.

ÖRFÁ RÚM Á MIKLUM AFSLÆTTI

30% AFSLÁTTU

R

ARGH!!! 071013

20% AFSLÁTTUR

COOPER

VOLGA.900 kr.

FULLT VERÐ 49

34.930 kr.

30% AFSLÁTTUR

R

DEVQuINeeEn SizPeLU(153xS20H3/FcmIR) M FULLT VERÐ 282.083

LILIAN

FULLT VERÐ 62.4

50 kr.

49.960 kr.

20% AFSLÁTTU

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

R

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

141.0AF4SL2ÁTTUkR!r. = 50%

Framleiðandi: Framleiðsluland: Stífleiki: Gormakerfi:

King Koil Bandaríkin Millistíft/stíft Fimmsvæðaskipt 660 gorma pokagormakerfi, engin hreyfing milli svefnsvæða. Mýking: 5 cm af þrýstijöfnunarefni, leiserskorinn 5 svæða skiptur kaldsvampur. Botn: Stífur klæddur botn með fótum. Öryggi: Með öryggisþráðum, gert samkvæmt nýjum eldvarnarlögum í U.S.A.

H E I L S U R Ú M


34

viðtal

Brotlending á Bárðarbungu

Að námi loknu hóf Dagfinnur störf hjá Loftleiðum og var í áhöfn Geysis sem brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli 14. september 1950. Áhafnarinnar var leitað í fimm daga og fundust þau öll á lífi við erfiðar aðstæður. Aðrir í áhöfninni voru Magnús Guðmundsson flugstjóri, Einar Runólfsson vélamaður, Guðmundur Sívertsen loftsiglingafræðingur, Bolli Gunnarsson loftskeytamaður og Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja. Á þessum tíma voru Loftleiðir

Helgin 4.-6. október 2013

að byrja með fraktflug og leigði bandaríska fyrirtækið Seaboard flugvélina Geysi sem var af gerðinni DC-4, með áhöfn. „Þetta var fyrsta ferðin og var henni heitið til Lúxemborgar þar sem við áttum að taka frakt og fara með til Bandaríkjanna. Þetta var að kvöldi til og það var vont veður á hafinu. Svo var Catalina flugbátur frá Loftleiðum sem átti að fara með danska leiðangursmenn sem höfðu verið á Grænlandi frá Íslandi til Kaupmannahafnar en vegna slæms veðurs var ákveðið að við myndum taka þá á leiðinni

til Lúxemborgar og lenda með þá í London. Þess vegna fór Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja með.“ Áhöfnin var í Lúxemborg allan daginn og beið eftir því að vélin yrði hlaðin. Svo í eftirmiðdaginn lögðu þau af stað til Íslands en voru þá búin að vera lengi á vakt. „Við skiptumst á að vera fram í og það var koja aftur í. Þegar við lögðum af stað frá Lúxemborg með fraktina tók ég við stjórn vélarinnar á meðan Magnús flugstjóri lagði sig. Svo yfir Færeyjum tók hann við. Ég man vel að ég

sá ljósin yfir Færeyjum, það var komið myrkur.“ Þegar Magnús tók við lagði Dagfinnur sig en var svo vakinn og heyrði þá að hreyflar vélarinnar voru komnir á fullt afl. „Ég fór fram í og þá var komin það mikil ísing á vélina að hún hélt varla hæð og við reyndum eins og við gátum að hækka okkur. Svo rétt eftir að ég var sestur í aðstoðarflugmannssætið sagði Magnús flugstjóri að við yrðum að reyna að brjóta ísinguna af en það var gert með því að ýta á takka fyrir ofan mig. Ég tók af mér beltið og stóð upp en þá brotlentum við á Bárðarbungu.“

Kápuefni frá Dior í París veitti yl

Dagfinnur Stefánsson 2013 / Google Maps

Hugsanlegt flugvallarstæði á Bessastaðanesi. Dagfinnur segir flugvöll þar hafa mikið notagildi þar sem miðstöð innanlandsflugs yrði, ásamt kennslu- og æfingaflugi auk þess sem völlurinn gæti orðið varaflugvöllur fyrir stærri vélar sem annars treysta á völl í Skotlandi.

Dagfinnur rotaðist við höggið þegar hann skall á mælaborði vélarinnar. „Svo vaknaði ég úr rotinu og heyrði að þau voru að kalla á mig því þau vissu ekki um mig. Þá var ég í sætinu mínu en þau öll komin út úr vélinni. Það var myrkur, skafrenningur og blindbylur þarna uppi og mjög kalt. Ég fór út til þeirra og það blæddi mikið úr mér. Svo fann ég að það var að líða yfir mig aftur.“ Dagfinnur fór þá aftur inn í flakið og segir að hinir hafi óttast að það myndi kvikna í því. „Mér var alveg sama og bara henti mér þangað inn og sofnaði.“ Þegar hann vaknaði voru hin komin inn í flakið og byrjuð að dúða sig saman í kuldanum. „Það sem bjargaði okkur var að það var mikið af vefnaðarvöru frá Dior í París sem var á leiðinni til Bandaríkjanna. Alls konar fín kápuefni. Við gátum vafið okkur inn í þau og legið í einni kös til að halda á okkur hita. Þarna

Dúnmjúkur draumur Við fögnum 12.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á dúnsængum.

vorum við í fimm daga þangað til við fundumst.“ Áhöfnin vissi ekki hvar hún var fyrr en á fimmta degi þegar fólkið fannst og veðrið var orðið betra. Í björgunarbátum vélarinnar voru neyðarsendar og sendi Bolli Gunnarsson loftskeytamaður skeyti sem barst varðskipinu Ægi sem var statt austur af Langanesi. Í skeytinu stóð: „Erum á jökli, allir á lífi.“ Í framhaldinu voru leitarvélar sendar af stað og gerðu Dagfinnur og aðrir í áhöfninni vart við sig með því að kveikja bál. „Við sóttum bensín úr tönkunum og svo biðum við eftir leitarfólkinu sem kom gangandi upp jökulinn.“ Dagfinnur segir hópinn aldrei hafa misst vonina um að finnast þó þau hafi verið farin að íhuga að ganga til byggða. „Sem betur fer gerðum við það ekki því við vissum ekki hvar við vorum. Við vorum norðarlega á jöklinum en héldum að við værum sunnar. Ef við hefðum gengið af stað í suður hefðum við þurft að ganga yfir allan jökulinn.“

Skíðaði niður Vatnajökul

Skíðaflugvél varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var send upp á Vatnajökul til að sækja áhöfnina en komst svo ekki á loft af jöklinum. Þá voru settar tréplötur undir skíðin svo hún myndi ekki sökkva í snjóinn. „Allir voru settir í land nema ég til að létta vélina því ég þurfti að komast til læknis eins fljótt og auðið var. Svo komst vélin bara rétt svo á loft en þá fauk ein platan og lenti í hliðarstýrinu á vélinni og það kom smá högg og þá hætti flugmaðurinn við flugtak. Þá voru björgunarmennirnir að koma

30% af rúmfötum

með hverri dúnsæng

Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn.

Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.

Ekkert fiður

Sængin er aðeins um 1.150 gr og er því létt og þægileg. Þar sem ekkert fiður er í sænginni er hún bæði mjúk og hlý.

Ábyrgð

Dúnsængurnar koma með 3 ára ábyrgð.

Áður 34.990 kr

Nú 24.990 kr

Þú sparar 10.000 kr

Stærð: 140x200 Fylling: 100% hvítur dúnn Dúnmagn: 790 gr

Sængurtilboðinu lýkur á laugardag Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun


viðtal 35

Helgin 4.-6. október 2013

gangandi til okkar og ákveðið var að við myndum ganga með þeim niður. Skíðum var hent til okkar og svo kom Skymaster sjúkravél frá hernum og þar voru læknar um borð sem buðust til að koma niður í fallhlífum en við afþökkuðum það.“ Hópurinn skíðaði því niður jökulinn en Ingigerður hafði slasast alvarlega á baki og fór því á sleða. „Þetta endaði svo með því að Ameríkanarnir á skíðavélinni komu með okkur niður og vélin þeirra var skilin eftir. Einn Ameríkaninn var slappur svo Ingigerður skipti við hann og leyfði honum að fara á sleðanum niður og gekk sjálf.“ Dagfinnur segir leiðina niður hafa verið erfiða þegar neðar á jökulinn dró en að ofarlega hafi verið nokkuð greiðfært. Aðspurður hve löng leiðin var kemur á hann örlítið hik og hann segir brosandi: „Ég man það nú ekki nákvæmlega en hún var ansi löng.“ Göngunni lauk svo á söndunum við suðurströnd landsins þar sem vélar frá Loftleiðum gátu lent og farið með áhöfnina til Reykjavíkur þar sem nánustu ættingjar biðu þeirra. „Á Reykjavíkurflugvelli beið hópur nánustu ættingja eftir okkur og það var alveg stórkostleg upplifun. Ólýsanlegt alveg,“ segir Dagfinnur en með hverjum deginum dofnaði von fólks um að þau fyndust á lífi. Strax eftir komuna til Reykjavíkur fór Dagfinnur undir læknishendur því hann hafði slasast mikið á andliti og var sagt að kuldinn hefði bjargað honum frá því að blæða út. Snorri Hallgrímsson læknir hafði starfað í Finnlandi í stríðinu og þekkti því vel til þess konar áverka sem Dagfinnur var með. „Hann lagaði mig til og gerði það snilldarlega,“ segir Dagfinnur. Slysið hafði ekki þau áhrif að Dagfinnur yrði flughræddur og hóf hann störf á ný um leið og heilsan leyfði.

andi flugdellu og flýgur reglulega, kominn hátt á níræðisaldur og á þriggja sæta Super Cruiser vél og eru flugtímarnir samtals orðnir rúmlega þrjátíu og eitt þúsund. Aðspurður hvort það sé Íslandsmet segist hann halda það en er þó ekki alveg viss en um kosti flugsins er hann alveg viss: „Fluginu fylgir frjálsræði, að vera einn þarna uppi í góðu veðri og fljúga yfir landið og njóta útsýnisins. Maður er eins og fuglinn frjáls.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Ég tók af mér beltið og stóð upp en þá Í auglýsingunni þarf að bæta við ,,og grænar“ á eftir gráar bæði í textanum efst og undir brotlentum við Tunna ekki losuð textanum. Þurfum að tala um gráar og grænar tunnur á öllum stöðum. á Bárðarbungu. Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja ásamt einum björgunarmannanna við flak Geysis á Bárðarbungu á norðanverðum Vatnajökli. Áhöfnin fannst eftir fimm daga á jöklinum. Ljósmynd/Úr einkasafni.

Nú þarf að vanda sig!

Eftir 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar

Reykvíkingar hafa tekið bláu tunnunni mjög vel og flokkunin gengur framar vonum. Nú er tímabært að hætta alfarið að henda pappír í gráu og grænu tunnurnar.

Það var ...

of mikill

pappír í tunnunni

... þegar við tæmdum

Flugmaður í sjálfboðastarfi

Við sextíu og þriggja ára aldur, árið 1988, lét Dagfinnur af störfum hjá Flugleiðum og hóf þá sjálfboðaliðastörf sem flugmaður hjá Orbis International sem eru alþjóðleg hjálparsamtök á sviði augnlækninga. „Þá flaug ég DC-8 vél eins og hjá Loftleiðum til þróunarlanda og flugvélin sjálf var augnlækningaspítali með fullkominni skurðstofu og fyrirlestrasal.“ Í tvö til þrjú ár flakkaði Dagfinnur um heiminn og dvaldi meðal annars í Burma og löndum Suður-Ameríku og stoppaði vélin alltaf í þrjár vikur á hverjum stað. „Þá var búið að safna fólki fyrirfram saman sem átti að fara í aðgerðir. Þarna sá maður mörg kraftaverk gerast og táraðist stundum. Til dæmis einu sinni þegar lítil stúlka kom blind inn í vélina og fór svo út með sjón og ég fylgdist með því þegar hún sá blóm í fyrsta sinn. Það var alveg stórkostlegt.“

PAPPÍR

ER EKKI RUSL

Við getum ekki tæmt grá- og græntunnur með pappír og pappa eftir þann:

ÁMINNING Ef vart verður við pappír í gráu eða grænu tunnunni verður áminningarmiði settur á hana fyrst í stað en tunnan engu að síður tæmd.

10./ 10. Kynntu þér breytta sorphirðu á síðunni pappírerekkirusl.is eða í síma: 411 11 11

ÁMINNING

PAPPÍR

ER EKKI RUSL

Það var ...

of mikill

pappír í tunnunni

... þegar við komum Þess vegna var tunnan ekki losuð. Flokka þarf pappírinn frá. Kynntu þér breytta sorphirðu á síðunni pappírerekkirusl.is eða í síma: 411 11 11

EKKI LOSAÐ

TUNNA EKKI LOSUÐ Eftir 10. október verða gráar og grænar tunnur ekki tæmdar ef pappír er í þeim. Þá þarf að losa allan pappír úr tunnunum fyrir næstu tæmingu. Sjá nánar á: www.pappirerekkirusl.is

Frjáls eins og fuglinn

Dagfinnur starfaði alla sína tíð hjá Loftleiðum og svo hjá Flugleiðum eftir að Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust. Hann kveðst lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með samstilltum hópi fólks þar sem starfsandinn var svo góður að á kvöldin þegar hann fór að sofa hlakkaði hann til að mæta til vinnu næsta dag. „Maður flaug um allan heim og kynntist löndum og gerði sér þá grein fyrir því hvað við Íslendingar höfum það gott að eiga þetta fagra land með öllum sínum gæðum.“ Dagfinnur er enn með óstöðv-

Bættu við blárri tunnu með einu símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is og sparaðu þér peninga og fyrirhöfn. Þú finnur allt um flokkunarreglurnar á pappirerekkirusl.is.

– Takk fyrir að flokka!


36

fjölskyldan

Helgin 4.-6. október 2013

 Áhorf forEldr arnir bEr a Ábyrgðina

Sjónvarpsefni hefur áhrif á hegðun barna Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á mótun gildismats og hegðunar barna og unglinga. Í gegnum fjölmiðla fá börn aðgang að fróðleik og skemmtun en einnig að efni sem þau hafa ekki þroska til að meðtaka. Í sjónvarpsþáttum er algengt að fjallað sé um ofbeldi, kynferðismál, einhliða myndir dregnar upp af kynþáttum og kynjum, auk misnotkunar á áfengi og fíkniefnum. Áhrifagjarnt ungt fólk getur dregið þær ályktanir að það sem það sér í sjónvarpinu sé dæmigert og jafnvel ákjósanlegt. Af því leiðir að fjölmiðlar geta hvatt til hegðunar og viðhorfa

sem geta verið óæskileg og neikvæð. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram að tengsl séu á milli sjónvarpsáhorfs barna og námsgetu þeirra, heilsu og ofbeldisfullrar hegðunar. Allt sem börn heyra og sjá hefur áhrif á þroska þeirra og því yngri sem börn eru því meiri eru áhrifin. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að foreldrar bera ábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna og í því felst að þeim ber að vernda börn sín gegn skaðlegum upplýsingum frá fjölmiðlum. Því er mikilvægt að foreldrar og aðrir umönnunaraðilar séu vakandi

fyrir því efni sem börn og unglingar sjá og heyra. Forráðamenn ættu að velja dagskrárefni sem á við þroska barna, horfa með þeim, ræða um efnið og benda á jákvæða hegðun í sjónvarpinu, eins og samvinnu, vináttu, og samúð með öðrum. Sjálfsagt er að neita börnunum um að sjá þætti sem vitað er að innihalda ofbeldi eða ósiðlegt efni, skipta um stöð eða slökkva á sjónvarpinu þegar þess er þörf og útskýra fyrir barninu hvers vegna viðkomandi sjónvarpsefni er ekki gott. -dhe Upplýsingar af vef Umboðsmanns barna, www.barn.is

remst

– fyrst og f

ódýr!

% 0 4 r u t t á l s f a

7,3 kg

1498

kr. pkkr.. pk. ur 2495 kr. pk.

Verð áð

Neutral þvottaefni,

7,3 kg

Hámark 3 pakkar

á mann með birgðir endasat!n

Ný og stærri verslun - meira úrval

5 ára Spilavinir eru

6 ára

Kennsla í frestunaráráttu

Heimanám; gagnslaust eða stórskaðlegt? E

rtu búin/n að læra?“ er ein margþvældasta setning íslenskra fjölskyldna þegar mannskapurinn safnast loksins saman á heimilinu síðdegis eða snemmkvölds eftir atvikum. Allir eru bærilega þreyttir eftir langan og strangan dag í skólanum og tómstundastarfinu eða eftir launavinnudaginn – að ógleymdri þreytunni eftir innkaup, útréttingar, líkamsræktina og milliferðir milli staða á ýmiskonar farartækjum. „Var ég ekki búin að segja þér margsinnis að klára að læra, Sigurður?“ hvæsir þreytt móðir. „Leitaðu sjálf að skóladótinu, krakki og kláraðu að læra,“ ergir pabbinn sig við Jóhönnu. Stóra spurningin er; hvað eru börn í raun og veru að læra. Eru þau mögulega að læra að pabbi og mamma eru stressuð og ergileg á kvöldin og hafa engan tíma til að hjálpa barni að „klára að læra“? Eru börn mögulega að þjálfa sig í yfirvinnu þar hEimur barna sem hangið er yfir verkunum? Er heimanámið kennsla í frestunaráráttu fyrir sum börn? Læra einhverjir mögulega að nám er leiðinlegt eftir að skóla lýkur? Er raunverulegi lærdómurinn fyrir sum börn að pabbi getur ekki hjálpað til að æfa tugabrotin og er þar af leiðandi ekkert til að státa sig af eða að mamma talar bara taílensku og skilur ekki einu sinni hvað segir á Mentor að viðkomandi eigi að læra heima? Getur verið að heimanámið sé í reynd að rýra lífsgæði margra fjölskyldna og kenna börnum umtalsverða ósiði? Er veruleiki samfélagsins að heimanámið sé orðið mismununartæki sem skammtar börnum ólíka námsþjálfun eftir félagslegri stöðu foreldris eða foreldra eins og lengd vinnudags, getu þeirra til að leiðbeina í námi og fylgja heimilisreglum eftir eða hvort menning og tungumál fjölskyldu geti stutt við heimanámið eða ekki? Margrét Ekki ætla ég mér þá dul að svara þessum spurningum til hlítar í 500 orða pistli Pála en reynslu get ég deilt með ykkur, lesendur kærir. Fyrir nokkru gerði ég litla vettvangsrannsókn heima hjá mér þar sem ég, amman, var með þrjú barnabörn Ólafsdóttir hjá mér heilan fimmtudag þar sem mamman var á hjúkkuvakt að sinna veikum ritstjórn@ börnum og ég var í fríi frá að sinna heilbrigðum skólabörnum vegna einhvers frettatiminn.is fimmtudagsfrísins. Hópurinn mætti með skilaboðin um að þau ættu að læra heima og ég var kappsöm að standa mína vakt og láta það gerast; vissi sem var að heimanámið væri klassískt þrætuepli á heimili þeirra. Móðirin sú arna er nefnilega föst í óreglu ríkisspítalavakta og pabbinn vinnandi langt fram á kvöld. Þar af leiðandi situr enginn við eldhúsborðið með heitt kakó fyrir barnaskarann eftir skóla, reiðubúinn að takast á hendur leiðsögn við heimanámið. Elsta barnabarnið, þá 14 ára stúlka, var döpur í bragði því hún hafði neitað vina- og vinkonuhópnum um að koma með í sund í sólinni því hún ætti eftir að læra. Í meðvirkni sinni með verkefnum skólatöskunnar settist hún niður og byrjaði að sinna verkum sem ég sá að hún kunni algjörlega en þurfti samt að afkasta síðu eftir síðu. Næstur var 11 ára drengurinn sem meðal annars hafði fengið að heimanámi að finna bók eftir Laxness og velja þar úr ljóð til að æfa sig á fyrir stóru upplestrarkeppnina. Amman þakkaði fyrir að vera ekki af pólsku bergi brotin, seildist eftir hentugri bók með góðu ljóði og setti drenginn í kennslufræðilegar stellingar í lokuðu rými til að taka upp lesturinn á ipadinn. Sú 6 ára var hins vegar alhamingjusöm því í hennar skóla er ekki heimanám, bara aðeins lengri skóladagur og öllu lokið áður en heim er komið.

15% afsláttur

af öllum spilum & púsluspilum Spilavinir 4. - 5. október

Spilavinir Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin Faxafeni) · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is Verslunin er opin virka daga 11-18 og laugardaga 11-15

Spilavinir

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Spilavinir Spilavinir

Er veruleiki samfélagsins að heimanámið sé orðið mismununartæki sem skammtar börnum ólíka námsþjálfun eftir félagslegri stöðu foreldris eða foreldra eins og lengd vinnudags, getu þeirra til að leiðbeina í námi og fylgja heimilisreglum eftir eða hvort menning og tungumál fjölskyldu geti stutt við heimanámið eða ekki?


Ný námskeið

38

heilsa

Helgin 4.-6. október 2013

 Heilsa Fituskert matar æði Fjölskyldna bitnar á börnunum

Í form fyrir golfið Sérhæfð þjálfun fyrir golfara Þri. og fim. kl. 12:10.

Jóga

Þri. og fim. kl. 12:00.

Ný námskeið

hefjast 7. og 8. október 4 vikna námskeið

Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30.

Kvennaleikfimi

Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Þri. og fim. kl. 10:00.

Morgunþrek

Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00

Start 16-25 ára

Fyrir ungt fólk sem vill koma sér í form Mán., mið. og föst. kl. 15:30 eða 18:30

60 ára og eldri:

Michael Clausen barnalæknir segir skort á omega 3 fitusýrum Ljósmynd/Hari

Gefið börnunum meiri fitu

Töluvert er um að börn þurfi læknisaðstoð vegna meltingartruflana því þau fá ekki næga fitu úr fæðunni. Michael Clausen barnalæknir segir neyslu á omega 3 fitusýrum tengjast almennri velferð og vellíðan. Hann hvetur til aukinnar fiskneyslu og vill að allir taki lýsi.

V Máltíð rík af omega 3 fitusýrum, steiktur lax með spínati. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Við fáum omega 3 úr Laxi Síld Þorski Makríl Lýsi Hörfræolíu Spínati Valhnetum Chia-fræjum

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

- Nilfisk P160.2-15 X-tra háþrýstidæla

Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00.

Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00.

vöxt og þroska. Röskun á hlutfalli fitusýra í líkamanum getur haft áhrif á minni og vitsmunagetu en einnig áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma, og ýmsa bólgusjúkdóma í líkamanum. Michael hefur sérstaklega skoðað áhrif fæðu, og þar með fituneyslu, á hegðun og líðan. „Rannsóknir hafa verið gerðar á fólki með þunglyndi og það hefur jákvæð á hrif á það að neyta hás hlutfalls af omega 3 fitusýrum,“ segir hann. Himnur fruma líkamans eru búnar til úr fitusýrum og eru samskipti frumanna ólík eftir því um hvernig fitusýrur er að ræða. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að neyta góðra fitusýra. „Hátt hlutfall af omega 3 fitusýrum í blóði tengist almennri velferð og vellíðan,“ segir Michael. Hann segir erfitt að fullyrða hvort betra sé að fá fitusýrurnar úr mat eða úr bætiefnum. „Það læðist að mér sá grunur að það sé betra að fá þetta úr fæðunni. Margar rannsóknir þar sem skoðuð er neysla á fitusýrum úr töflum eða hylkjum gefa ekki eins lofandi árangur og þegar þær koma úr fæðunni,“ segir Michael. Hann bendir þó á að Íslendingar hafi tekið lýsi með góðum árangri og hvetur hann fólk til að taka lýsi. „Fiskneysla okkar hefur minnkað mikið á liðnum áratugum og við þurfum líka að neyta meira af fiski.“

Hausttilboð

Leikfimi 60+

Zumba Gold 60+

ið fáum hingað á spítalann til okkar töluvert af börnum sem eru ekki með eðlilega meltingu því þau fá ekki næga fitu. Foreldrar eru þá búnir að draga svo mikið úr fituneyslu fjölskyldunnar að börnin fá ekki þá fitu sem þau þurfa. Þau verða samt ekki horuð því þau fá alveg nóg af hitaeiningum,“ segir Michael Clausen barnalæknir á Barnaspítala Hringsins. Sérstaklega eru það yngstu börnin sem ekki fá næga fitu. „Ef börn eru með þrálátan niðurgang þá er þetta atriði sem við skoðum,“ segir hann. Ráðið sem Michael gefur foreldrum: „Gefið börnunum meiri fitu, hvort sem það er með því að bæta smjöri eða olíu í matinn þeirra eða gefa þeim fituríkan mat. Fiskurinn okkar hefur auðvitað algjöra sérstöðu því hann inniheldur mikið af omega 3 fitusýrum sem eru okkur lífsnauðsynlegar,“ segir hann. Michael er einn fyrirlesara á ráðstefnu sem Heill heimur stendur fyrir í Salnum í Kópavogi þann 10. október þar sem sérstaklega er fjallað um fitusýrur. „Á seinni tímum hefur komið í ljós að fæða og þá sérstaklega ákveðin fæða getur haft áhrif á geðslag okkar, líðan og andlega heilsu. Fitan í fæðunni er okkur nauðsynleg og þá sérstaklega ákveðnar fitusýrur sem við getum ekki búið til sjálf og verðum því að fá úr fæðunni,“ segir hann og vísar þar sérstaklega til omega 3 fitusýra sem eru í háu hlutfalli í heilanum og eru mikilvægar fyrir starfsemi hans,

Nilfisk

Tilboð P160.2

108.800 kr. -15 X-t

ra

Kaupau ki! Veglegur kaupauki að verðmæti 28.538 kr. fylgir með: • Nescafé Alegria kaffivél • Nescafé Alegria kaffi • G-mjólk ¼ ltr

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

RV 1013

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is


heilsa 39

Helgin 4.-6. október 2013  LýðheiLSa MarkMiðið að tak a heiLSuSaMLegar ákvarðanir

Brautryðjendastarf unnið í Mosfellsbænum Markmið verkefnisins „Heilsueflandi samfélag“ er að koma á fót heilsueflandi samfélagi í þágu fólks á öllum æviskeiðum, auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir, draga úr ójöfnuði í heilbrigðismálum og draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með forvarnar og heilsueflingarstarfi.

S

amfélags- og þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag er í fullum gangi nú á haustdögum í Mosfellsbænum en að því koma heilsuklasinn Heilsuvin, Mosfellsbær og Landlæknisembættið. „Mosfellsbær er fyrsta samfélagið sem tekur þátt í þessu tiltekna verkefni þannig að verið er að vinna þarft brautryðjendastarf í sveitarfélaginu,“ segir Ólöf Kristín Sívertsen sem situr í stýrihóp verkefnisins. Undirbúningur fyrir verkefnið hefur staðið yfir í um ár en Heilsuklasinn átti í raun frumkvæði að því að sveitarfélagið Mosfellsbær myndi taka þátt í verkefninu en von er um að önnur sveitarfélög bætist í hópinn með tímanum og að reynsla Mosfellsbæjar af verkefninu muni nýtast þeim. „Klasinn var stofnaður árið 2011 og er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga sem tengjast með einhverjum hætti heilsu og heilsueflingu,“ segir Ólöf en öll þau fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í verkefninu koma að kostnaði annað hvort með vinnuframlagi eða peningum. Hugmyndin segir Ólöf sú að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi vettvang til þess að vinna í sameiningu og geti nýtt sér samtakamáttinn. Hvert og eitt fyrirtæki geti komið góðum hlutum á framfæri þó að þau séu í samkeppni hvert við annað. Embætti landlæknis hefur á undanförnum árum komið að verkefnum eins og heilsueflandi framhaldsskóli, grunnskóli og janfvel leikskóli sem hafa reynst mjög vel en Ólöf segir að nú sé kominn tími til að vinna að verkefni sem getur náð til allra aldurshópa. „Síðastliðið ár höfum við verið að vinna stöðugreiningar og undirbúningsvinnu. Niðurstöðuskýrsla lá fyrir í september og þá tókum við stöðuna á samfélaginu eins og hún er í dag. Í framhaldinu getum við ákveðið hvert við viljum stefna og hvernig við ætlum við að gera það,“ segir Ólöf. Áhersluatriðum verkefnisins hefur verið skipt í fjóra þætti sem eru mataræði og næring, hreyfing

og útivist, líðan og geðrækt og almenn lífsgæði en sá flokkur leggur meðal annars áherslu á öryggismál og vímuefnavarnir. Verkefnið í heild miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan heildræna heilsueflingu allra aldurshópa og mun aðferðarfræði og niðurstöður vonandi geta nýst í öllum samfélögum á Íslandi í framtíðinni. Markmið verkefnisins eru í hnotskurn að koma á fót heilsueflandi samfélagi í þágu fólks á öllum æviskeiðum, nýta heildrænar aðgerðir til að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðarni, draga úr óljöfnuði hvað varðar heilbrigði og draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með forvarnar og heilsueflingarstarfi. Maria Elísabet Pallé

Geir Gunnlaugsson landlæknir, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir stjórnarformaður heilsuklasans Heilsuvinjar eru afar ánægð með samstarfið.

maria@frettatiminn.is

BÆTIR STARFSEMI ÞARMANNA Á VÆGAN HÁTT

20LÁ% TTUR

AFS

. 2. TIL 16 ! R E OKTÓB

HUSK er 100% náttúrulegt „þarma stillandi“ efni. HUSK er

Husk®fibre fæst einnig með fersku sólberja- eða sítrónubragði.

hreinsuð fræskurn indversku lækninga jurtarinnar Plantago

Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar. Einfalt og fljótlegt að taka

Psyllium. HUSK er án sykurs eða bragðefna og bætir starfsemi

inn – duftið er hrært út í vatn og drukkið samstundis.

þarmanna á vægan hátt.

Að því loknu skal drekka annað glas af vökva.

HUSK FÆST Í APÓTEKUM OG HEILSUVERSLUNUM

HUSK FIBRE FÆST Í APÓTEKUM

Lesið vandlega mikilvægar upplýsingar á pakkningu um notkun. Nánari upplýsingar eru á husk.dk Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun er æskileg. Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fljótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfið inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfitt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfið. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða truflanir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfið. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afleiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfið a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfinu. 10 desember 2008.

HÁTÍÐLEGT JÓLAHLAÐBORÐ FRÁ MÚLAKAFFI

Í NÓVEMBER OG DESEMBER FÖRUM VIÐ Í HLÝLEGAN JÓLABÚNING OG UMGJÖRÐIN VERÐUR ENGU LÍK KOKKARNIR OKKAR TÖFRA FRAM JÓLAHLAÐBORÐIÐ SEM AÐ SJÁLFSÖGÐU SVIGNAR AF FJÖLBREYTTUM OG GIRNILEGUM RÉTTUM. JÓLAHLAÐBORÐ ER ORÐINN ÁRVISS VIÐBURÐUR HJÁ FJÖLDA FYRIRTÆKJA OG EINSTAKLINGA Á AÐVENTUNNI Við getum komið með veitingarnar til þín eða við útvegum sal og sjáum um jólahlaðborðið alla leið.

Sími: 553·7737

85

FÆ % TREFÐUJAR

·

mulakaffi @ mulakaffi.is

·

mulakaffi.is


40

viðhorf

Helgin 4.-6. október 2013

Rassaköst að fornu og nýju

Í PIPAR\TBWA • SÍA • 132687

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

afmælisboð

Teikning/Hari

VERIÐ VELKOMIN Á 5 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ 4.–6. OKTÓBER

Í mínu ungdæmi komu holóttir vegir og lélegir bílar í veg fyrir hraðakstur. Holurnar sáu til þess að bílarnir hristust nánast í sundur, demparar losnuðu, fjaðrir brotnuðu og hjól duttu undan. Bílar voru almennt gamlir, margir ryðgaðir og þoldu lítt annan gang en fetið á þeim troðningum sem upp á var boðið. Vissulega voru til glæframenn sem kusu að keyra holurnar sléttar, létu bílinn éta þær upp. Þessi akstursmáti var hættulegur og fór auk þess illa með bíla. Vera kann að mjúkir Bjúkkar og Kádilljákar hafi þolað þessa meðferð um stund og hugsanlega Volgur og Moskvítsar, rétt eftir að þeir sovésku voru teknir úr kassanum. Heimurinn var einfaldari þá. Menn áttu annað hvort ameríska eða rússneska. Sú skipting fór að hluta til eftir pólitískum línum og hluta efnahagslegum. Dollaragrínin voru dýrari en sovésku alþýðuvagnarnir sem fengust í vöruskiptum fyrir fisk. Nú er öldin önnur. Holur finnast bara á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Aðrir vegir, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli, hafa verið bundnir slitlagi. Væntanlega eru þeir ekki margir sem sakna gamla tímans í vegamálum en ef einhverjir eru geta þeir hinir sömu drifið sig vestur og reynt að þræða fyrir holurnar. Þær er að finna í Austur-Barðastrandarsýslu, frá Þorskafirði, yfir Hjallaháls, fyrir Djúpafjörð, þaðan yfir Ódrjúgsháls og fyrir Gufufjörð að Skálanesi. Þar hefur raunar lengi staðið til að leggja nýjan veg en deilur um vegarstæði gegnum Teigsskóg hafa tafið framkvæmdir. Furðulegt má telja að ekki hafi fundist lausn á því máli, nú þegar árið 2014 er í sjónmáli. Kannski er það vilji einhverra að varðveita síðustu holurnar á landinu, sýna þær komandi kynslóðum svo þær átti sig á því vegakerfi sem var. Svo mikið er víst að þeir sem hætta sér í akstur á þessu svæði koma með vestfirska fósturmold á vögnum sínum í bæinn, að minnsta kosti í vætutíð eins og verið hefur undanfarin misseri, hugsanlega laskaða dempara og jafnvel hljóðkútslausir. Ástandið er betra í öðrum hlutum landsins. Frá því að hringvegurinn var opnaður, þegar Skeiðará var brúuð árið 1974, má segja að stórvirki hafi verið unnið. Hringvegurinn er að mestu með bundnu slitlagi og unnið er að því að breikka brýr víða um landið en einbreiðar brýr skapa enn hættu. Í þéttbýli hefur hver botnlangi fyrir löngu verið malbikaður – og nú er gengið frá götum áður en hús við þær eru byggð. En böggull fylgir skammrifi. Hætta er á að menn verði full þungir á bensínfæti á betri vegum – og betri bílum. Þrátt fyrir það að bílaflotinn sé að eldast í kreppunni eru bílar miklu betri en áður var. Amerískir bílar eru enn á götunum en ekki sömu krómdrekarnir og áður. Rússneskir bílar eru ekki lengur fluttir inn. Evrópskir og ekki síst asískir bílar, framleiddir í

Japan og Suður-Kóreu, ráða nú ríkjum. Löggur þurfa því að sitja fyrir hraðakstursmönnum, hvort heldur er í þéttbýli eða úti á vegum. Á þjóðvegunum hefur löggan á Blönduósi náð bestum árangri í umdæmi sínu. Hún gómar þrjóta sem lögin brjóta með glannaskap. Þótt ég reyni að fara ekki of hratt hef ég lært það að í umdæmi Blönduóslögreglunnar er viturlegt að nota hraðastilli bifreiðarinnar. Naskur fulltrúi fógeta á Blönduósi gómaði mig í sakleysi mínu á Holtavörðuheiðinni eitt árið. Þá hafði heimfús fákurinn skeiðað örlítið fram úr leyfðum hámarkshraða, án þess að ég tæki eftir því. Góðir bílar leyna hraðanum. Þjónn laganna, einn á ferð í Svörtu-Maríu, mældi mig. Ég játaði syndir, kvittaði og borgaði mína sekt. En lögregluþjónum hefur fækkað í réttu hlutfalli við niðurskurð í ríkisrekstrinum. Því hefur verið brugðið á það ráð að koma upp hraðamyndavélum víða á þjóðvegunum. Þær mynda þá sem of hratt þjóta. Þeir verða að borga og passa sig því væntanlega betur næst. Það er jú tilgangurinn. Ég á stundum erindi austur fyrir fjall eða vestur á land og er nokkuð farinn að þekkja staðsetningar myndavélanna. Því gæti ég að því að vera á löglegum hraða þegar ég nálgast þær. Flestir kannast við það, jafnvel þótt þeir telji sig gætna ökumenn, að bíllinn leiti örlítið yfir leyfilegan hámarkshraða. Þá er ágætt að hafa myndavélarnar á sínum stað svo leiðrétta megi kúrsinn. Innanbæjar hafa yfirvöld farið aðrar leiðir. Sums staðar er beitt þrengingum svo aðeins komist einn bíll í senn en annars staðar eru hraðahindranir byggðar þvert yfir akbrautir svo nauðugur einn kostur er að hægja vel á ef ekki á að eyðileggja dempara og keyra undan hljóðkúta. Það er hið besta mál, ef alls hófs er gætt, hindranirnar hægja á umferð og auka öryggi jafnt gangandi og akandi vegfarenda. Þetta á ekki síst við um nágrenni skóla þar sem gæta þarf sérstaklega að gangandi umferð. Bæjaryfirvöld í mínum heimabæ, Kópavogi, hafa tekið þetta hlutverk alvarlega, ekki síst á Digranesvegi, þar sem tvo skóla er að finna. Þar eru hraðahindranir svo margar að máladeildarstúdentar geta ekki talið þær. Þetta dregur svo sannarlega úr umferð á Digranesveginum. Ég, sem bý í vesturbæ kaupstaðarins, forðast þennan demparabana og fer frekar suður á Arnarneshæð eða jafnvel alla leið í Garðabæ ef ég á erindi í austurátt, í efri byggðir Kópavogs. Það er nefnilega þannig að hreyfingar bíla á nýmalbikuðum og hraðahindruðum Digranesveginum minna helst á rassaköst bíla á holuvegum sunnanverðra Vestfjarða. Hljóðkútasafnarar ættu að minnsta kosti að finna marga á báðum stöðum.


Tíska & snyrtivörur Nýjasta nýtt í tísku- og snyrtivörum

freebird

Helgin 4.-6. október 2013

Haust / Vetur / 2013

Kiana / 19.990

Leona / 26.990

Vera / 19.990

Mia / 79.990

Viper / 48.990

Biana / 18.990

Nana / 17.990

Figa / 18.990

Þetta er aðeins brot af fallegu og rómantísku haust 2013. Íslensk hönnun. Freebird, Laugavegi 46 s:571-8383 WWW.FREEBIRDCLOTHES.COM

Emana / 28.990

Claudia / 24.990


42

snyrtivörur

Helgin 4.-6. október 2012  Snyrtivörur StafrófSkremin njóta mikilla vinSælda

Hver er munurinn á BB- og CC- kremi?

Bæði BB- og CC- krem veita náttúrulega áferð þannig að þú lítur út fyrir að vera ómáluð. Áherslumunur er á virkni kremanna og þarf hver að meta fyrir sig. Mynd/NordicPhotos/Getty

BB-krem hafa notið gríðarlegra vinsælda að undanförnu enda líta flestar konur betur út eftir að bera þau á andlitið, og jafnvel karlmenn líka. CC-krem eru tiltölulega nýkomin á markaðinn. Þau gefa einnig næringu og veita náttúrulegt útlit. En eðlilega spyrja neytendur sig: Hver er munurinn á þessum kremum?

Dior Hydralife BB creme Nú sendir Dior frá sér enn eina snilldar nýjung í Hydralife línunni. BB creme, Beauty Balm sem er frábært litað rakakrem með vörn. Þetta krem sameinar þrjár vörur í einni, krem, sólarvörn og lit. Það kemur í tveim litum sem, er með sólarvörn spf30 og PA+++ sem er öflug vörn gegn sindurefnum í umhverfinu. Kremið þekur meira en litað dagkrem en minna en farði, og gefur húðinni óaðfinnanlega áferð og mikinn ljóma.

C

C-krem eru með því nýjasta á markaðnum. CC stendur fyrir „Color Correcting“ og hafa kremin því algjöra sérstöðu þegar kemur að því að jafna litarhaft húðarinnar. Þau voru framleidd í kjölfar gríðarlegra vinsælda BB-krema sem hafa verið á markaðnum undanfarin misseri og hafa fáar vörur slegið jafn hratt og rækilega í gegn. BB stendur fyrir „Blemish Balm“ og hylur kremið öll minniháttar lýti í andlitinu. BB-krem voru upphaflega notuð í Þýskalandi um miðja síðustu öld af fólki sem hafði gengist undir lýtaaðgerðir og þurfti krem sem hjálpaði til við að næra húðina en einnig lýsa ör og mislita húð, og hylja misfellur. Upp úr 1985 öðluðust BB-kremin vinsældir í SuðurKóreu þar sem þau innihéldu einnig efni sem lýsti húðina og gerði hana postulínshvíta. Eftir að kóresk leikkona ljóstraði því upp að hennar fegurðarleyndarmál væri BB-krem slógu þau í gegn þar í landi og brátt fengust þau í búðum á Vesturlöndum. Öll helstu snyrtivörumerki hafa á síðustu misserum sett BB-krem á markað. Þau eru til í nokkrum litbrigðum en aðlagast flest að húðlit viðkomandi. Bæði BB- og CC-kremin innihalda raka og næringu fyrir húðina, koma þannig í staðinn fyrir serum og dagkrem, en

einnig hafa þau eiginleika farða. BB-kremin þekja minna og þykja henta betur fyrir ungar konur á meðan CC-kremin þekja meira þó áferðin sé léttari og yfirleitt er meiri næring í þeim. Í báðum tegundum er yfirleitt sólarvörn sem við hér landi þurfum þó líklega lítið á að halda á komandi mánuðum. Þarna er því um að ræða eina vöru sem kemur í staðinn fyrir margar – þú berð á þig eitt krem á morgnana, ert tilbúin í slaginn og sparar þannig bæði tíma og peninga. Útkoman er svo náttúruleg að þú lítur ekki út fyrir að vera með farða heldur aðeins fallega og heilbrigða húð. Bæði kremin eru eilítið mismunandi eftir því frá hvaða merki þau eru. Þumalputtareglan er að BB-kremin henti betur þegar um minniháttar misfellur í húð hjá yngri konum er að ræða en CC-krem þegar jafna þarf litarhaftið og verjast hrukkum. Í raun er um fátt annað að ræða en að prófa sig áfram, bera á sig í snyrtivöruverslunum eða fá prufur þar sem þær eru í boði. Starfsfólk í snyrtivöruverslunum er þér líka innan handar til að finna það krem sem hentar einmitt þinni húð best. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Perfect Hydrating BB Cream frá Shiseido BB kremið snýst um fullkomnun húðarinnar. BB kremið hylur bletti og jafnar út húðina í eina jafna áferð. Húðin verður geislandi með bjartan ljóma. Húðin verður fyllt raka og þægindum. BB kremið hefur hafið sannkallaða byltingu þess hvernig við horfum til snyrtivara. Ný kynslóð snyrtivara sem uppfyllir þarfir allra tegunda húða. BB kremið er líka olíulaust, Perfect Hydrating BB kremið fæst í tveimur litatónum.

BB krem frá Elizabeth Arden Allt í einu kremi; raki, primer og léttur farði. Má einnig nota sem farðagrunn. Hentar öllum húðgerðum. Nærir og styrkir húðina ásamt því að viðhalda raka allan daginn og gefur húðinni fallegan ljóma. Kemur í þremur litum.

Rénergie Eclat Multi-lift frá Lancome Er fyrir konur sem vilja fá lyftingu, lagfæringu á litarhætti, ljóma og sléttandi áhrif strax. Jafnar húðlitinn og gerir húðinni betur kleift að endurkasta ljósi, einnig að lagfæra litabreytingar sem eiga sér stað í húðinni með aldrinum. Fæst í fjórum litum.

Top Secrets frá YSL „All in one“ BB krem sem kemur í 3 ljómandi, sérhönnuðum litum og virkar eins og filter fyrir húðina. Lagfærir samstundis litamun og ójöfnur í húðinni og eyðir þreytumerkjum.

Ert þú búin að prófa ?

Einstök blanda af Moroccan argan olíu sem smýgur inn í hárið og endurnýjar það. Endurnýjar raka, gefur glans, mýkir og styrkir hárið. Verndar gegn hitaverkfærum og útfjólubláum geislum. Hentar öllum hárgerðum en sérstaklega lituðu hári.


snyrtivörur 43

Helgin 4.-6. október 2012

Flottir kjólar

Verð kr. 12.900.Str. 40 - 56/58

Eucerin Volume – filler Glycolic fix frá NIP+FAB Háþróaður hreinsir fyrir andlit með 3% glycolic sýru sem slípar á mildan hátt og dregur fram ljóma í húðinni. Aminosýra úr eplum hreinsar djúpt og grænt te sem hressir og tónar húðina. Fyrir alla venjulega húð.

Með tímanum minkar fylling í húðinni, hún getur farið að síga og stinnleiki minnkar verulega. EUCERIN VOLUME-FILLER dagkremin innihalda byltingarkennda formúlu með virku efnunum, magnolol, oligo peptíd og hyaluronsýru sem aðstoða við að endurheimta stinnleika húðarinnar, endurmóta útlínur auk þessa að gefa góðan raka og slétta húðina. EUCERIN VOLUME-FILLER gefur húðinni meiri fyllingu og unglegra útlit og er án parabena og tilbúinna litarefna.

Bæjarlind 6, sími 554 7030

Ríta tískuverslun

www.rita.is

FÆST AÐEINS Í APÓTEKUM

Deep cleansing fix frá NIP+FAB Lúxus djúphreinsikrem sem hreinsar allan farða með nærandi og mýkjandi áhrifum almond olíu og tea tree olíu sem hreinsar húðholur. Einnig hægt að nota sem 10 mínútna rakamaska. Hægt að setja á bólur þar sem tea tree sefar og róar bólgur. Er með 3% glycolic sýru sem bætir ljóma.

NÝTT

Glycolic Scrub frá NIP+FAB Mildur skrúbbur með örperlum og 3% glycolic sýru sem slípa á mildan hátt. Ráðlagt fyrir allar húðgerðir nema allra viðkvæmustu.

Meiri fylling – fyrir unglegra útlit Nýtt Eucerin® VOLUME-FILLER – fyrir unglegra útlit.

Glycolic fix serum frá NIP+FAB Mjög áhrifaríkt næturserum með kraftmiklum áhrifum 4% glycolic sýru sem slípar yfirborðið og mýkir fínar línur. Inniheldur poreaway formúluna sem þéttir húðholur. Nota á hverju kvöldi í tvær vikur í senn. Hentar öllum húðgerðum.

Byltingarkennd formúla með Magnolol, Oligo peptíd og Hyaluronsýru endurheimta stinn leika húðarinnar og endurmóta útlínur. Innblásið af meðferðum húðsjúkdómalækna. HÚÐVÍSINDI SEM SJÁST

www.eucerin.com/volume-filler

MEIRI FYLLING


Jakkar og kjólar

44

snyrtivörur

Helgin 4.-6. október 2012

 Snyrtivörur mjöG áhrifarík ar þeGar þær eru notaðar rétt

Hvað er glycolic sýra? Glycolic sýra er með minnstu sameindirnar af ávaxtasýrunum og smýgur hún því hraðast inn í húðina. Sýran vinnur á ýmsum húðvandamálum á borð við bólur og fílapensla, og hún grynnkar hrukkur.

Kjóll á 12.900 kr. Stærð 36 - 46/48

G Jakki á 11.900 kr. Stærð 36 - 46/48

lycolic sýra er tegund af AHA-sýrum, svokölluðum ávaxtasýrum, sem eru mikið notaðar í snyrtivörur. Glycolic sýra er framleidd úr sykurreyr, hún inniheldur minnstu sameindirnar af öllum ávaxtasýrunum og fer því hraðast inn í húðina. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að snyrtivörur sem innihalda glycolic-sýru og notaðar eru við daglega umhirðu hjálpa húðinni að vinna gegn hrukkumyndun og gefa húðinni heilbrigt útlit. Þar sem um sýru er að ræða er styrkleiki hennar lítill í snyrtivörum sem seldar eru til dag-

Á snyrtistofum eru notaðar vörur með meiri styrkleika af glycolic sýru en einnig er hægt að kaupa mildari vörur til heimanota. Mynd/NordicPhotos/Getty

legrar notkunar en hægt er að fara í sérstakar ávaxtasýrumeðferðir á snyrtistofum þar sem vörur með meiri styrkleika eru notaðar. Á snyrtistofum er þá ráðlagt að koma nokkrum sinnum á viku, tíu daga fresti til að ná sem bestum árangri. Meðferðin vinnur á bólum og fílapenslum grynnkar hrukkur og bætir áferð húðarinnar. Þegar þú kaupir vörur með glycolic-sýru er öruggast að byrja á vörum með lítinn styrkleika. Þær fást í verslunum með allt frá 1% en almennt er talið að ekki skuli byrja að nota húðvörur yfir 5% nema hafa áður prófað á húðinni vörur með

minni styrkleika. Það er eðlilegt að finna fyrir smá kitli í húðinni en ef þú finnur fyrir einhvers konar óþægindum í húðinni skaltu leita til fagaðila. Ávaxtasýrur er að finna í snyrtivörum á borð við hreinsimjólk, dagkrem og næturkrem og þegar þú hefur fundið vöru sem hentar þinni húð verður líklega erfitt að snúa aftur enda mikill munur á að nota snyrtivörur með ávaxtasýrum og vörur sem aðeins næra húðina á hefðbundinn hátt. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Kjóll á 14.900 kr. Stærð 36 - 46

Til í mörgum litum og stærðum

Laugavegur 27 – www.suomi.is – S: 5196 688

Jakki 12.900 kr. Stærð 36 - 46

18 kl. 11a g a d -16 irka Opið v ardaga kl. 11 g au Opið l

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) • Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Gerð Boston Stærðir: 36 - 48 Verð: 18.500-

Hugsaðu vel um fæturna Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 17, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

Nivea cellular serum Áhrifaríkt og húðjafnandi serum sem berst gegn öldrun. Serumið gefur húðinni silkimjúka og slétta áferð. Létt formúlan sem er einstök blanda af virkum efnum fyrir húðina inniheldur m.a. hyaluron sýru, magnolíuþykkni og kreatín. Háþróuð formúlan aðstoðar við frumuendurnýjun og berst þannig gegn öldrun innan frá, minnkar hrukkur og sléttir og stinnir húðina. Notist undir dagkrem til að bestur árangur náist.


snyrtivörur 45

Helgin 4.-6. október 2012

Bio-Performance Super Eye-Contour Cream frá Shiseido Bio-Performance augnkremið er nýtt og endurbætt, best að nota kvölds og morgna til að ná hámarks árangri, blæs lífi í öll húðlögin á augnsvæðinu. Það minnkar bæði brúna og bláa bauga í kringum augun, minnkar og fyrirbyggir fínar línur og fyrstu hrukkur, gefur hámarks raka og varðveitir hann í húðinni. Virkjar náttúrulegt EGF í húðinni sem styrkir starfsemi hennar.

Sheer and Perfect Foundation frá Shiseido Er alveg nýr olíulaus þunnfljótandi, léttur og ferskur farði með framúrstefnu tækni til að leiðrétta litaóróa í húðinni bæði brúna bletti, rósaroða, sýnilegar háræðar og opna húð. Hentar öllum húðgerðum. Endist allan daginn.

IBUKI Refining Moisturizer frá Shiseido Er 24 stunda rakakrem í nýrri kremlínu frá Shiseido sem er ætluð yngri konum en hentar jafnframt fyrir allar konur sem sækjast eftir góðum raka, gefur hámarks raka, gefur fullkomna áferð, verndar gegn umhverfinu. Hjálpar húðinni að muna hið fyrra form og mótun þess. Heldur raka allan daginn og passar vel upp á þurrkur myndist ekki. Mýkir og er einstaklega góð vörn fyrir húðvandamál. Glycylglycine hindrar sýnilega opna húð. Kemur húðinni til að finna hið fullkomna útgeislun.

IBUKI Purifying Cleanser frá Shiseido Er hreinsifroða í nýrri kremlínu frá Shiseido sem er ætluð yngri konum en hentar jafnframt fyrir allar konur sem sækjast eftir góðum raka, gefur hámarks raka, gefur fullkomna áferð, verndar gegn umhverfinu. Endurnærandi skrúbb sem veitir viðnám óhreininda og nær til frumnanna á yfirborði húðarinnar, án þess að skaða húðina. Verndar raka húðarinnar. Það breytist strax í rjómalagaða froðu og skilur húðina hreina og hressandi með satín áferð.

NÝ SENDING KOMIN Í BÚÐIR MEÐ FLOTTUM NÝJUNGUM

TAKK FYRIR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR


Vinsælu Oprah Winfrey brjóstahaldararnir komnir aftur Verð 9.990 kr. einnig til í hvítu og ljósu

Einnig fást buxur í stíl Verð 2.990 kr.

Ynja undirfataverslun

Hamraborg 20 S. 544 4088

46

snyrtivörur

Helgin 4.-6. október 2012

 Snyrtivörur mikilvægt er að hlúa vel að húðinni á veturna

Rakamaski fyrir veturinn h

Kuldi og frost setja sitt mark á húðina okkar. Andlitið er berskjaldað og því mikilvægt að huga vel að næring og raka þegar Vetur konungur lætur á sér kræla. Ein einfaldasta og fljótlegasta leiðin til þess er að nota reglulega rakamaska.

Ertu sár? Sára Galdur hefur reynst sérstaklega vel á brunasár, legusár, fótasár, sóríasis, sólbruna, gyllinæð, minniháttar sár og skrámur. Einnig gott á ör eftir uppskurði. Smyrslin eru náttúruleg og lífræn, án allra rotvarna-, ilm- og litarefna og eru með 100% lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Fæst í heilsuverslunum og apótekum.

Lífrænt vottuð smyrsl, úr villtum íslenskum jurtum.

Rakamaski getur gert kraftaverk fyrir þurra húð og ekki er verra að skella gúrkusneiðum yfir augun á meðan maskinn vinnur sitt verk. NordicPhotos/Getty

úðin þín veit jafn vel þú þegar það er kominn vetur. Dagkremið þitt dugar ekki lengur sem skyldi til að veita húðinni nauðsynlegan raka og næringu, farðinn þinn dreifist ekki jafn vel um andlitið og þú hreinlega finnur að húðin er orðin þurrari. Ef húðin þín er komin í vetrarham er mikilvægt að hlúa betur að henni og þá geta rakamaskar gert kraftaverk. Best er auðvitað að nota maskana reglulega þannig að ekki komi til þess að húðin verði þurr og líflaus. Flest snyrtivörumerki bjóða upp á rakamaska og sum hafa mismunandi lausnir eftir húðgerðum. Til að fá sem mest út úr maskanum er best að bera hann á einu sinni til tvisvar í viku. Fyrst hreinsar þú húðina eins og venjulega, og skrúbbar hana síðan létt til að fjarlægja dauðar húðfrumur og veita næringunni og rakanum í maskanum betri aðgang að húðinni. Þú getur skrúbbað húðina með grófum klút eða með kornakremi. Þegar þú ert búin að skola það af og þerra andlitið er komið að maskanum. Berðu þunnt lag yfir allt andlitið, nema augnsvæðið, og láttu bíða í um 10 mínútur. Best er að lesa í leiðbeiningum með hverjum maska hvað hann á að vera lengi á andlitinu. Því næst er hann þveginn af og þegar þú þerrar húðina að nýju finnur þú bókstaflega hvað hún er orðin endurnærð með ferskara yfirbragð. Rakamaskar veita húðinni mikið af raka og næringarefnum á skömmum tíma og þetta er því fljótleg leið til að fá hraustlegra yfirbragð og heilbrigðari húð. Þessu til viðbótar eru margar sem kaupa næringarríkari andlitskrem yfir veturinn enda sérlega mikilvægt að hlúa að húðinni þegar veður eru válynd eins og stundum vill verða hér á landi ísa. Ég mæli algjörlega með því að skera niður gúrkusneiðar og setja á augun á meðan þú ert með maskann. Það virkar í alvöru – augun og augnumgjörðin verður frísklegri og bjartari.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Hydra intense rakamaskinn frá Lancome Aquasource non stop mask frá Biotherm Einstaklega nærandi og frískandi andlitsmaski. Apríkósuolía og sjávarsmjör sjá um að næra húðina. Sérstök formúla sem gefur húðinni mikinn og djúpan raka og náttúruleg stein- og snefilefni sem endurnýja húðina og gefa fallega áferð.

Þó svo að við höfum ekki notið mikillar sólar í sumar, þá er mjög skynsamlegt að gefa húðinni auka rakasprengju fyrir veturinn. Hydra Intense rakamaskinn frá Lancome inniheldur þykkni frá suðrænni plöntu sem er þekkt fyrir að standast mikla þurrka. Þetta frískandi rakagel nær því að byggja upp rakann í húðinni. Hann er látinn vera á í 5 mínútur og síðan þveginn af, gott að gera 1–2 í viku. Afraksturinn er mjög afslöppuð húð sem er meira geislandi, mýkri og þéttari.

Hydra Zen Neurocalm frá Lancome Rakagefandi og róaandi BB krem. Losar húðina við sjáanlega streitu og áferð hennar verður geislandi og jöfn. Vekur strax rakagjöf til húðarinnar í 24 tíma. Róar húðina mikið og dregur úr viðkvæmni hennar. Jafnar húðlitinn strax svo húðin verður jöfn og geislandi. Fyrir allar húðtegundir, jafnvel viðkvæma.


Helgin 4.-6. október 2012

snyrtivörur 47

Kynning dagana 4.og 5. október

AÐEINS ÞESSA TVO DAGA

NIVEA LIP

ÖLL VARA FRÁ

Nýr „Lip Butter“ varasalvi frá NIVEA. Línan inniheldur þrjár gerðir varasalva sem eiga það sameiginlegt að innihalda HydraIQ formúlu sem eykur og viðheldur raka í vörunum auk smjörtrés- og möndluolíu.

Við bjóðum þér 15% afslátt Gildir aðeins þessa tvo daga brjóstahaldarar · bolir · aðhaldsbolir nærbuxur · aðhaldsbuxur síðar hjólabuxur · krókabuxur

NIVEA Lip Butter Orginal er ilmefnalaus.

NIVEA Lip Butter Raspberry Rose er með hindberjailmi.

NIVEA Lip Butter Vanilla&Macadamia er með vanilluilmi.

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, og laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is

Body slim fix frá NIP+FAB Ferkst kremkennt líkamsgel sem þéttir og styrkir húðina. Mjög hraðvirkt fyrir allar konur sem vilja styrkja og fegra húðina. Fyrir bestan árangur skal nota strax eftir æfingar eða heitt bað.

ENDurhEIMTu uNglEgT úTlIT ú húðArINNAr.

NÝTT

Circulation fix frá NIP+FAB Orkugefandi rósar- og engifer líkamsskrúbbur með örperlum sem slípa húðina á áhrifaríkan hátt. Eucalyptus ilmur sem er í senn vekjandi og örvar blóðrásina.

NIVEA.com

AÐSTOÐAR húðFruMur VIÐ AÐ ENDurNÝJA SIG hrAðAr


48

snyrtivörur

Helgin 4.-6. október 2012

Nú er tíminn til að huga að hári og hársverði Margir finna fyrir þurrki, hárlosi og óþægindum í hársverði á þessum tíma árs. Því veldur bæði kuldi, þurrt loftslag og sveiflur í veðurfari. Þurrkur í hársverði getur valdið kláða, roða og jafnvel sárum. Því er nauðsynlegt að hugsa vel um hárið á þessum árstíma og jafnvel breyta aðeins til að koma til móts við þetta kalda og þurra veður.

Nokkur ráð fyrir hárið í kuldanum · Mikilvægt er að nota hárnæringu til að sporna við þurrki í hárendum. Næringin má sitja í endum í um 3-5 mín., skolið svo. · Nota skal hitavörn í hárið ef nota á blásara eða sléttujárn og jafnvel minnka notkun þeirra yfir köldustu mánuðina. · Hárið og hársvörðurinn er oft viðkvæmari á veturnar og því gott að fara varlega í að bursta á sér hárið, gott er að nota stóra greiðu með grófu bili á milli tanna. · Ekki fara út með blautt hárið, það getur farið illa með hárið. · Í köldu veðri draga háræðarnar sig saman í hársverðinum og blóðflæðið minnkar og aðgangur að næringu er takmarkaður. Þess vegna getur hárið byrjað að þynnast. Því er gott að nota húfu til að vernda hár og hársvörð gegn veðri og sjampó eða serum sem örvar blóðrásina.

Vandamál í hársverði Þá eru aðrir sem glíma við önnur og meiri vandamál sem geta verið langvarandi og erfiðara að eiga við eins og t.d. flösu og aðra húðsjúkdóma. Sveppur í hársverði veldur yfirleittt flösu en hún getur einnig myndast vegna ofvirkra fitukirtla, matarofnæmis eða streitu. Þá eykst hún til muna í köldu og þurru lofti. Þess vegna er enn mikilvægara að hugsa vel um hárið og hársvörðinn á veturna.

Hárlausnir BIO+ er finnsk hárvörulína fyrir hár og hársvörð sem er sérstaklega þróuð fyrir norrænar aðstæður með breytingar í veðurfari í huga og innblásin af óspilltri náttúru Norðurlandanna.

BIO+ Balance shampoo – Fyrir þurran hársvörð Rakagefandi og nærandi sjampó fyrir þá sem fá þurran hársvörð. Kemur jafnvægi á og róar hársvörðinn ásamt því að koma í veg fyrir flösumyndun.

BIO+ Active shampoo og serum – Fyrir vandamála hársvörð BIO+ Special shampoo – Fyrir slæman þurrk Sjampó sem hjálpar þeim sem glíma við meira en venjulegan þurrk. Sjampóið dregur úr kláða, roða og sárum í hársverði. Fjarlægir og kemur í veg fyrir flösu.

Sjampó sem notað er til að hjálpa við psoriasis, exem og þess háttar vandamálum. Kemur í veg fyrir flösumyndun og minnkar kláða í hársverði. Hægt að nota sem meðferð í ákveðinn tíma en hentar einnig til daglegra nota. Active serum er mjög áhrifaríkt fyrir erfið flösuvandamál. Það dregur úr flösu, minnkar kláða og minnkar fitu í hársverði. Serumið er auðvelt í notkun og þarf ekki að skola úr. Fyrir öfluga meðferð skal nota serum og sjampó saman.

BIO+ Energen shampoo og serum – Fyrir þunnt hár og hárlos Hægir á og hindrar ótímabært hárlos þegar notað með BIO+ Energen serum. Viðheldur heilbrigði hársvarðar, styrkir hárið og örvar endurnýjun hárs. Inniheldur sex mismunandi vítamín sem eru mikilvæg fyrir hárið og hárvöxt. Hentar vel konum eftir barnsburð, þeim sem eru með þunnt hár eða fá mikið hárlos og er gott í kulda og þurrki. Energen serumið hægir á og hindrar ótímabært hárlos og örvar endurnýjun hárs. Það verndar og nærir hársvörðinn með því að örva blóðrásina í hársverðinum. Ekki þarf að skola serumið úr. Fyrir öfluga meðferð skal nota serum og sjampó saman.

BIO+ Stimulant shampoo og serum – Fyrir hárlos

Frábært gelnaglalakk Endist í allt að tvær vikur Startpakkinn inniheldur allt til að gera gelneglur heima

einstaklega einfalt enginn þurrktími LED lampi í startpakka fullt af fallegum litum

Sjampóið hægir á og hindrar ótímabært hárlos. Það viðheldur heilbrigði hársvarðar, styrkir hárið og örvar endurnýjun hárs. Hentar vel fyrir karlmenn sem eru komnir með kollvik og þynnra hár. Stimulant serum örvar blóðrásina í hársverðinum, hindrar ótímabært hárlos og örvar endurnýjun hárs. Serumið þarf ekki að skola úr og má liggja í hárinu. Fyrir öfluga meðferð skal nota serum og sjampó saman.

BIO+ Balance balsam – Næring sem hentar með öllum gerðum sjampóa Nærir hárið og minnkar flóka í hári. Hentar öllum hártegundum, einnig þeim sem hefur verið efnameðhöndlaðar. Hægt að nota með öllum gerðum sjampóa í BIO+ línunni.

SensatioNail.com

BIO+ Oil control shampoo og serum – Fyrir feitt hár og feitan hársvörð Sjampó sem hentar einkar vel fyrir feitt hár og feitan hársvörð. Viðheldur heilbrigði hársvarðar, styrkir hárið og örvar endurnýjun hárs. Oil control serum er endurnærandi vökvi fyrir hársvörðinn. Vökvinn hentar vel fyrir feitan hársvörð og vandamál í hársverði, hjálpar til við að koma jafnvægi á rakastig hársvarðar. Ekki þarf að skola serum úr og Oil control vörurnar henta til daglegrar notkunar. BIO+ vörurnar henta öllum hártegundum og einnig hári sem hefur verið efnameðhöndlað, henta vel til daglegrar notkunar. Berið í rakt hárið og í hársvörðinn, skola þarf sjampóið og hárnæringuna úr en serum má fara í þurrt hár og vera í hárinu án þess að þurfi að skola það úr.


nýr ilmur

heimsĂŚktu Armanibeauty.com

Cate Blanchett


50

tíska

Helgin 4.-6. október 2012

Glaðir viðskiptavinir í súkkulaðivímu

NEXT LEVEL NÝ FATALÍNA FYRIR KRAKKA FRÁ 8-14 ÁRA Barnafataverslun Suðurlandsbraut 52 bláu húsunum Faxafeni Facebook: Kátir krakkar

Anna Kristín Magnúsdóttir er eigandi Kjólar & Konfekt en þar er öllum boðið upp á súkkulaðikaffi og sætindi. Ljósmynd/Hari.

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Fáanleg í 10 litum

Nánar um Sif höfuðhandklæði á facebook

K

jólar & Konfekt við Laugaveginn er notaleg verslun þar sem, eins og nafnið gefur til kynna, eru seldir kjólar og konfekt. Að sögn Önnu Kristínar Magnúsdóttur, eiganda verslunarinnar, koma kjólarnir úr ýmsum áttum, sumir eru innfluttir en aðrir hannaðir og saumaðir í versluninni. „Konfektið hjá okkur er frá Hafliða súkkulaðimeistara með meiru og er alveg ólýsanlega gott.“ Kjólar & Konfekt bjóða hópum upp á súkkulaðikynningar í samstarfi við Hafliða súkkulaðimeistara og segir Anna þær mjög vinsælar hjá gæsahópum, vinnustöðum og saumaklúbbum. „Þá eru kynntir molar frá Hafliða og gestir fá smá súkkulaðifræðslu í leiðinni. Við berum súkkulaðið fram með ísköldu freyðivíni sem passar vel með svona góðu súkkulaði.“

Viðskiptavinum er öllum boðið upp á rjúkandi súkkulaðikaffi og smá sætindi með. „Við erum með sófasett í versluninni, blöð, tímarit og hið klassísa After Eight súkkulaði á boðstólum.“ Í versluninni er einnig boðið upp á ýmsa fylgihluti, svo sem aðhaldsfatnað, sokkabuxur frá Oroblu, veski, jakka, gollur, skart og förðunarvörur. Þá er boðið upp á ráðgjöf og landsins mesta úrval af burstum frá REAL TECHNIQUES en þeir hafa vakið athygli fyrir að vera mjúkir, þægilegir og einfaldir í notkun. „Síðast en ekki síst erum við með einhyrningabangsa og rugguhesta,“ segir Anna sem er mikil áhugakona um einhyrninga. „Svo bíðum við mjög spenntar eftir stelpukjólum sem verða bráðum til sölu hjá okkur en þeir eru sjúklega sætir og á frábæru verði.“

f nnmakeupschool

VIÐ BYRJUM 21. OKTÓBER! GRUNNNÁMSKEIÐ 1

3 vikur – Glæsilegur vörupakki fylgir

SMOKEY NÁMSKEIÐ

Ásdís Gunnarsdóttir, kjólaklæðskeri og förðunarfræðingur hjá Kjólar & Konfekt sem býður upp á landsins besta úrval af burstum frá Real Techniques. Ljósmynd/Hari

4 tímar

ENDUMENNTUN

Þú færð Boob meðgöngu- og brjóstagjafafatnaðinn á frábæru verði aðeins í Tvö Líf!

8 tímar

Þátttakendur fá viðurkenningarskjal í lok hvers námskeiðs.

NÝR OG ÖÐRUVÍSI FÖRÐUNARSKÓLI Viltu læra förðun eða bæta við þig þekkingu? NN Makeup School býður upp á grunnnámskeið fyrir konur sem vilja læra förðun og námskeið fyrir fagfólk sem hefur áhuga á að bæta við þjónustu sína eða rifja upp gamalt nám. Kennarar eru Kristin Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, og Ástrós Erla Benediktsdóttir, förðunarmeistari. Hlíðarsmára 8 201 Kópavogi

S.662 3121

www.nnmakeupschool.is

B/ Warmer 13.990 kr.

Holtasmára 1 Sími 517 8500 www.tvolif.is

Opið virka daga 11-18 og laugard. 12-17


tíska 51

Helgin 4.-6. október 2012

Velúrgallar Ný sending - margir litir

Innigallar

fyrir konur á öllum aldri

Stærðir S-XXXXL

Bómullarbolir

í mörgum litum, stutterma, langerma og rúllukragabolir

Helga Sigurðardóttir er flutt með Salon Ritz í rúmgott og fallegt húsnæði við Þverholt 18. Nú eru þar bæði snyrti- og hárgreiðslustofa eins og í gamla daga þegar stofan opnaði fyrst. Ljósmynd/Hari

Salon Ritz aftur til upprunans S nyrtistofan Salon Ritz á sér langa sögu en hún hefur verið starfrækt í þrjátíu og fjögur ár og hefur alltaf verið á Laugavegi. Nú er verið að byggja hótel þar sem Salon Ritz var og er snyrtistofan því flutt í rúmgott og hentugt húsnæði við Þverholt 18. Að sögn Helgu Sigurðardóttur, eiganda Salon Ritz, höfðu þau hraðar hendur þegar í ljós kom í byrjun sumars að flutningar væru framundan. „Við fundum nýtt húsnæði sem fól í sér nýja möguleika og ákváðum við því að opna Salon Ritz í sinni upprunalegu mynd og bjóða bæði upp á snyrtingu og hárgreiðslu eins og í gamla daga.“ Þegar Salon Ritz opnaði fyrst á

Verið velkomin

Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170

áttunda áratugnum var þar bæði snyrti- og hárgreiðslustofa og er því nú búið að hverfa aftur til upprunans. „Við opnuðum snyrtistofuna á nýja staðnum 2. september og svo hárgreiðslustofuna stuttu seinna. Nýja húsnæðið okkar er mjög rúmgott og fínt svo þjónustan okkar er eins og best verður á kosið. Hjá okkur starfa frábærir fagmenn í snyrtingu og hári sem flestir eru með margra ára reynslu á sínu sviði,“ segir Helga sem býður alla velkomna á nýju Salon Ritz snyrtiog hárgreiðslustofuna við Þverholt 18. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum salonritz.is og á Facebook síðu stofunnar.

GLÆSIKJÓLAR Kjóll 9900

fremstir í kjólum VERTU VINUR Á FACEBOOK

Langur laugardagur 15% afsláttur

Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal


52

tíska og snyrtivörur

Helgin 4.-6. október 2012

Haustlínan 2013 frá Shiseido

Nýir kinnalitir frá Dior

Fallega myndskreyttar túnikur

Nú þegar haustið er komið er tilvalið að bæta smá lit í kinnarnar og kíkja á nýju Dior kinnalita flóruna. Búið er að bæta formúluna og poppa upp litina. Þeir eru tærari, léttari og gegnsærri, líkt og „second skin“ áferð. Mjög auðvelt er að bera litinn á og fylgir flottur skáskorinn bursti með. Í boði eru 15 nýir og ferskir litir.

Fást í stærðum 36 - 44. Margar gerðir af túnikum eru til. Verð 16.990 kr. Stíll Laugavegi 58 S. 551 4884

Kirsuberjarauður Luminizing Satin Face Color Petal RK103

Perfect Mascara Full Definition Black BK901

Fallegur, glansandi litur með aðeins einu stroki. Silkimjúk og slétt viðkoma. Blandast húðinni vel og býr til náttúrulegt útlit. Ferskur kinnalitur sem dugar allan daginn, litur fölnar ekki og þurrkar ekki húðina.

Einstök uppskrift og einstakur bursti sem nær hverju augnhári. Þykkir og lengir. Burstinn mótar augnhárin vel og nær hinu minnsta hári sem þykkir enn meir. Klessufrí formúla með sönnun. Endist allan daginn eins og þú hafir sett hann á þig fyrir augnabliki. Rennur af með volgu vatni.

Lacquer Rouge Sanguine RD413

Rauðar neglur

Innblásinn af japanska Laquerware. Þykkur varalitur í fljótandi formi. Mýkir varir og gefur mikinn lit og djúpan gljáa. Ein umferð og varirnar eru þaktar og sléttar með fullkominn gljáa. Lacquer Rouge lagar þurrar, grófar og flagnaðar varir.

Eyebrow Styling Compact Medium brown BR602 Með þessari tvennu getur þú fullmótað augabrúnirnar þínar með náttúrulegu útliti sem endist allan daginn. Tveir litir sem auðvelt er að nota stakan fyrir skarpari línur og blanda fyrir mildari útkomu.

Shimmering Cream Eye Color Sable BR709

Luminizing Satin Eye color trio Nude BE213

Kremkenndur augnskuggi sem blandast vel og er afar geislandi. Endist í allt að 16 klukkutíma án þess að fölna og viðheldur tilfinningunni eins og þú sért nýbúin að setja hann á þig.

Er ný litasamstning í Luminizing Satin eye color trio línunni. Innblástur litasamsetningarinnar kemur frá marmarastyttu úr Louvre safninu í París. Hljóðlát, hófleg og viðkvæm. Litasamsetningin býður upp á marga möguleika. Litirnir endast vel og hafa satín tilfinningu sem svífur vel yfir augnlokið.

Naglalakk frá Guerlain Fyrsta þriggja þrepa naglameðferðin sem líkist ásettum nöglum. Undirlakkið styrkir, sléttar yfirborðið og kemur í veg fyrir að neglur gulni. Naglalakkið er endurnýjuð formúla sem mótar og styrkir neglurnar, mikill litur. Yfirlakkið er háglans sem mótar neglur fallega og þær geisla í marga daga.

Bambuskjóll 14.990 kr. Leggings 5.990 kr. Móðir Kona Meyja Smáralind www.mkm.is S. 571 0003

Nina frá Nina Ricci

Rómantískur kjóll

Kvenleiki og rómantík

Ferkur ávaxta- og blómailmur. Mjúkt faðmlag töfra og undirtónar kynþokka. Girnilegir miðtónar með mildum og fínlegum kvenleika. Hvatvísir og geislandi topptónar. Ævintýralegur ilmur.

Stærðir: 16-26 Verð 13.990 kr.

Sléttur og formaður brjóstahaldari st. D, DD, E, F, FF, 32-28 / 70-85. Verð 10.200 kr. Buxur st. 8-16 / 36-44. Verð 4.200 kr. Einnig fáanlegt í svörtu og ivory lit.

Curvy.is Nóatún 17 S. 581 1552

Scarlatsrauðar neglur með SensatioNail gelnaglalakki

Fing´rs rauðar Flexi neglur Svo glæsileg með eldrauðar neglur á augabragði. Rauðu Flexi neglurnar frá Fing´rs eru léttar og sveigjanlegar og passa fullkomlega. Auðvelt að setja á sig og þægilegt að vera með. Flipinn framan á nöglunum gerir ásetningu fljótlega og þægilega. Tilbúin á augabragði með glansandi rauðar neglur.

Selena Suðurlandsbraut 50 Bláu húsin Faxafeni S. 553 7355

Sally Hansen Salon naglalakk haust 2013 Perfectly poppy 834. Nýr sjóðheitur rauður litur.

Fáðu fallegar, glansandi, eldrauðar neglur sem endast í allt að tvær vikur. SensatioNail start pakkinn inniheldur LED lampa og allt sem þú þarft fyrir skarlatsrauðar neglur í 10 skipti. LED lampinn innsiglar litinn svo lakkið skemmist ekki og gefur einstaklega fallega glansandi áferð, lakkið verður 100% þurrt. SensatioNail gelnaglalakkið heldur glansinum, flagnar ekki né springur. Frábær leið til að vera með flottar neglur án mikillar fyrirhafnar.


tíska og snyrtivörur 53

Helgin 4.-6. október 2012

 Var alitur Hefð langt aftur í aldir

Rauðar varir alltaf „elegant“ Allar konur geta fundið sinn rauða lit.

Rauðir tónar í hausttískunni

F

yrstu fréttir um rauðan varalit komu frá konum í Mesópótamíu sem skreyttu varir sínar einnig með muldum skrautsteinum. Kleópatra var þekkt fyrir sínar rauðu varir og bjó hún til sinn eigin varalit úr krömdum bjöllum og maurum. Varalitir hennar voru baneitraðir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og árið 1938 kom Lancôme með sinn fyrsta varalit í þeirri mynd sem hann er í dag og sló hann í gegn hjá Parísarkonunni. Rouge in Love heita nýjustu varalitir frá Lancôme. Þessir varalitir gefa einstakan raka, fullkomna þekju og endast á vörum í allt að 6 klukkustundir. Hvernig finnur þú hinn eina rétta rauða lit handa þér? Þú byrjar að finna út hvort þú ert með heitan eða kaldan undirtón. Kíktu á innanverðan úlnliðinn og gáðu hvort æðar þína eru með bláan eða grænan tón. Blár tónn er kaldur og grænn tónn er heitur. Einnig geta æðar þínar verið með blágrænan tón og telst þú þá vera í hlutlausum lit og getur því notað bæði kaldan og heitan lit. Rouge in Love eru til í 29 litum, þar af eru 17 þeirra rauðir og ættu því allar konur að finna sinn rauða lit.

Rautt og vínrautt er áberandi í hausttískunni í ár. Rauður fatnaður, rauðir skór, rauðir fylgihlutir og síðast en ekki síst rauðar varir og neglur.

Skóhöllin Eurosko Firðinum Hafnarfirði S. 555 4420

Kjóll með blúnduermum Stærðir: 14-28 Verð 9.990 kr.

Rauðar varir

Curvy.is Nóatún 17 S. 581 1552 www.curvy.is

Rouge in Love nr. 340 og 146

Hugmyndir að skyggingu vara

Marco Tuzzi Hlýir skór fyrir veturinn. Fást einnig í svörtu. St. 36-42. 13.995 kr.

Rouge in Love nr. 379 og 377

Mikið úrval af fallegum haustfatnaði Kjóll 7.970 kr. Stærðir 38-58 Leggings frá 4.990 kr. Belladonna Skeifunni 8 S: 517-6460 www.belladonna.is

HALLA by Gyðja Collection

Viltu lýsa varirnar? Settu dökka litinn á allt varasvæðið, dumpaðu síðan ljósum lit á miðjuna með fingrunum. Viltu skyggja varirnar? Settu ljósa litinn á allt varasvæðið, dumpaðu síðan dökkum lit á miðjuna með fingrunum. Viltu þykkari og þrýstnari varir? Settu einn lit á allt varasvæðið, síðan gerir þú línu með bursta í miðjuna 2 cm. breiða á milli Amorsbogans og neðri vara. Uppi og niðri, nýjasta tískusveiflan: Notaðu bursta og settu ljósan lit á efri varir og dökkan lit á neðri varir eða öfugt. Það er betra að setja ljósan lit á þynnri varir til að ná réttu hlutfalli ef varirnar eru ekki jafnar að þykkt. Blandaðu þinn eigin lit: Blandar saman tveimur litum og skapar nýjan lit. Þú notar ekki alltaf sama magn af hverjum lit og ert því með nýjan varalit í hvert skipti sem þú blandar lit! Þegar þú undirbýrð nýjan lit, notar þú burstann til að sækja lit í varalitinn, snýrð burstanum í varalitnum og sækir síðan hinn litinn og gerir eins og berð á varirnar. Einnig getur þú blandað saman litum með fingrum á handarbaki og borið þennan nýja lit með fingrum á varir.

Rouge in Love nr. 181 og 170

Förðun: Kristjana G. Rúnarsdóttir Módel: Kristín Liv Svabo Jónsdóttir, Eskimo Model

Umslögin vinsælu frá Gyðju Collection eru samkvæmistöskur sem einnig eru hugsaðar fyrir nútíma viðskiptakonuna og rúmar taskan m.a. spjaldtölvu og er einnig vel hólfaskipt. Taskan er unnin úr laxaroði, íslenskum hlýra og karfa og er fáanleg í mörgum litum. Taskan er fáanleg á eftirfarandi stöðum Kraum, Tösku og hanskabúðinni, Around Iceland, Bláa Lóninu og í gegnum vefverslun merkisins á slóðinni www.gydja.is. Nýju varalitirnir heita Rouge in Love.

Rouge Dior cult varalitur í 60 ár Frá hátísku til Rouge Dior.... frá upphafi hafði Christian Dior ákveðna sýn á tísku. „Að klæða bros kvenna“ var það sem hann dreymdi um. Má segja að hann hafi fullkomnað útlitið þegar hann bauð konum „Dior elegance“ allt frá klæðnaði upp í varalit. Christian Dior setti fyrsta Rouge varalitinn á markað árið 1953 og nú, 60 árum seinna, kemur á markað nýr Rouge með nýrri formúlu, meiri mýkt og næringu og satín-áferð. Það er leikkonan Natalie Portman sem er andlit Rouge Dior.

Dior varablýantar Nú setur Dior á markað varablýanta í 12 frábærum litum sem eru hannaðir til að passa öllu litrófinu í Rouge Dior. Þetta eru mjúkir og góðir blýantar sem haldast vel á. Blýanturinn kemur með áföstum pensli og yddari fylgir með.

Gloss D´Enfer frá Guerlain Gloss sem klístrast ekki! Meiri litur sem glansar og varirnar eru fallega mótaðar. Gefur einstaka mýkt og raka. Fæst í 11 geislandi fallegum litum.


54

ilmir

Helgin 4.-6. október 2012

Dömuilmir

Loverdose Tattoo Loverdose Tattoo er ungur framúrstefnulegur og djarfur ilmur! Margbreytilegur ilmur með ferskleika frá sólberjum, losta frá jasmín og appelsínu blómi. Hlýleika og dýpt frá tonka baunum. Ilmurinn undirstrikar persónuleika sjálfstæðrar og sterkar konu, sem er fáguð en vill á sama tíma hafa fjör.

Dömuilmur frá Mercedes-Benz Mercedes-Benz kom með fyrsta herrailminn fyrir ári, en núna er kominn dömuilmur frá þessu flotta vörumerki. Ilmurinn kemur frá Frakklandi og er þróaður af Michel Almairac sem var kosinn hönnuður ársins 2012. Glæsilegur og nútímalegur ilmur fyrir sjálfstæðar konur sem vita hvað þær vilja. Fyrsti ilmurinn er mildur en ferskur blómailmur með blandi af mímósu og fjólu. Bergamont og ferskja mýkja ilminn. Miðtónar færa ilmnum ferskan blómailm, með rós og lilju, kryddað með patchouli, hvítum musk og vanillu. Glasið er kvenlegt, með mjúkum línum sem undirstrika kvenleika. Einföld og falleg hönnun sem Mercedes-Benz er þekkt fyrir.

Naomi Campbell Queen of Gold, nýr ilmur frá Naomi

Especially Escada Elixir, nýr ilmur frá Escada

Ómótstæðilegur, bara ein smágusa, og þú hverfur burt frá amstri hversdagsins og aftur í löngu liðna tíma. Ímyndaðu þér tíma þegar gyðjur og drottningar ríktu í ótrúlegum munaði. Nýi ilmurinn frá Naomi er hvatning til kvenna sem vilja vera eftirsóttar, glæsilegar og voldugar, eins og nútíma gyðjur.Queen of Gold tilheyrir flokki austrænna, viðar- og ávaxtakenndra ilmvatna og er einfaldlega heillandi, alveg frá sindrandi topptóninum niður í yfirfljótandi grunninn, röð djarfra og framandi tóna.

Nýr og kröftugur ilmur. Kraftmikil túlkun á upphaflega rósailminum og ný viðbót við Especially Escada línuna. Elixir er djúpur ilmur sem lýsir gleði og fágun. Einstök samvirkni innihaldsefnanna skapar ilm sem er glæsilegur og fullur af lífi en um leið munúðarfullur og seiðandi. Með styrk sem endist lengur.

Diamonds Rose frá Giorgio Armani Frískur og seiðandi ilmur, sem vekur upp tilfinninguna um rósailm að morgni. Grunnnótur Patchouli, körfublómafræ og viður. Toppnótur eru sólber, hindber og bergamot. Hjartað er úr liljum, rósum og fresíum.

Katy Perry – Killer Queen Killer Queen ilminum hefur verið lýst sem léttleikandi en jafnframt siðfáguðum, kraftmiklum og ögrandi, allt orð sem notuð hafa verið yfir söngkonuna sjálfa.

Signorina frá Ferragamo Var valinn dömuilmur ársins á Ítalíu. Fínn og ferskur ilmur fyrir dömur á öllum aldri. Fæst í verslunum Lyfju.

HEKLA by Gydja Parfum

La vie est belle, Eau de parfum légere frá Lancôme

HEKLA by Gyðja Parfum er nýjasta varan í ilmvatnslínu íslenska lífstílsmerkisins Gyðju Collection. Ilmurinn er innblásinn af Heklu, drottningu eldfjallanna á Íslandi og er sætur, munúðarfullur og uppfullur af sjálfstrausti. Hekla er tilvalin fyrir hina íslensku nútímakonu sem vill umvefja sig orku íslensku náttúruaflanna.

Nýr ilmur úr herbúðum Lancôme sem ber sömu yfirskriftina og hin fyrri, að þessu sinni í léttari og fínlegri útgáfu. Þessi mjúka áferð sem musk gefur ilminum er varla finnanleg, en ýtir undir hið viðkvæma yfirbragð Eau de Parfum, en heldur samt sem áður einkennum sínum. Einföld gleði og ósvikin ánægja einkennir ilminn en á léttari hátt.

Nýjar vörur!

Si, nýr ilmur frá Armani

BÚÐIN Skólavörðustíg 1a S. 666 6190

Heillandi innblástur sjálfstæðra kvenna og þeirra sem þora að taka ákvarðanir. Grunnnótur eru patchuli, orcanow, vanilla og jasmín. Toppnótur eru bergamott, mandarína, sólber og fresía. Hjartað er úr rósablöðum, neroil, osmanthus og jasmínu.

Jour Pour femme, nýr ilmur frá Boss Kveikjan að ilminum er fyrsta birta dagsins sem hvetur konur til að grípa öll tækifæri og skapa sér sín eigin örlög, alla daga. Ilmurinn endurspeglar birtu, kraft og þokkafulla yfirvegun sem sameinar dásamlega blöndu hvítra blóma og líflegra sítrusávaxta.

Manifesto L‘Élixir, nýr ilmur frá Yves Saint Laurent Ilmurinn er ímynd dirfskunnar, umvafinn leyndardómum. Bergamot og skínandi tónar mandarínu gefa ilminum frískandi tón á meðan fullkomin samsetning jasmínu og páskalilju gefa honum kvenlegan blómailm. Grunnurinn er með viðartónum, ambroxan og vanillubaunum sem kalla fram glæsileikann í ilminum sem er klassískur og nútímalegur í senn.

Háskólanám á sviði skapandi greina ENGLAND • ÍTALÍA • KANADA • KATALÓNÍA • SKOTLAND • SPÁNN Nám í alþjóðlegum fagháskólum er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsóknar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar hver í sinni grein. Háskólanám erlendis í hönnun, sjónlistum, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Dæmi um nám í boði: Fatahönnun • Tískumarkaðsfræði • Tískustílisti • Skartgripahönnun Grafísk hönnun • Listræn stjórnun • Ljósmyndun • Kvikmyndagerð Margmiðlun • Fjölmiðlun (New Media). Arkitektúr • Hönnunarverkfræði • Innanhússhönnun • Ljósahönnun Húsgagnahönnun • Vöruhönnun • Umbúðahönnun • Viðburðastjórn. Samstarfsskólar: Ítalía, Katalónía og Spánn: Istituto Europeo di Design. England: University of the Arts London • London School of Film, Media & Performance • Bournemouth University • Arts University Bournemouth. Skotland: The Glasgow School Of Art. Kanada (Nova Scotia): Acadia University.


tíska og snyrtivörur 55

Helgin 4.-6. október 2012

Herrailmir

Gucci Made to Measure – nýr herrailmur frá Gucci Sérsniðinn ilmur, sérstaklega hannaður fyrir fágaða herramenn. Kryddkenndur og austrænn ilmur sem hefur langvarandi áhrif. Grunntónar eru klettasólrós, patchouli, leður og raf. Topptónar eru peruappelsína, appelsínublóm, lavender og anísfræ. Hjartatónar eru múskat, vatnalilja, einiber, plóma og kanill.

Quantum frá James Bond Karlmannlegur ilmur með afar örvandi og hressandi innihaldsefnum. Í Quantum kemur saman reynsla Bonds, hiklaus framganga og óbilandi sjálfstraust, pottþétt samsetning þegar mikið liggur við.

EGF Kornahreinsir með fínmöluðu íslensku hrauni

David Beckham Classic Nýjasti ilmurinn frá David Beckham er karlmannlegur og fágaður ilmur með hlýjum viðar-undirtónum.

Nike 150 ilmir Nike 150 fást í fjórum ilmum: On Fire, Green Storm, Blue Wave og Cool Wind. Frískandi karlmannsilmir sem hafa slegið í gegn. Þá er einnig í boði svitalyktaeyðir bæði í spray formi og roll-on. Allir ilmir fást í gjafapakkningu, ýmist ilmur og svitalyktaeyðir eða ilmur og sturtusápa. Allir herrar geta fundið ilm við sitt hæfi frá Nike.

S

if Cosmetics hefur sett á markað nýjan EGF Kornahreinsi sem djúphreinsar og endurnýjar yfirborð húðarinnar og gefur henni mjúka og fallega áferð, að því er fram kemur í tilkynningu. Nýi Kornahreinsirinn inniheldur sérþróaða blöndu úr fínmöluðu íslensku hrauni og apríkósukjörnum sem fjarlægir þurrar og dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og gerir hana móttækilegri fyrir virkni EGF Húðdropa. „Við hjá Sif Cosmetics leggjum mikla áherslu á gæði, sem hefur endurspeglast í frábærum viðbrögðum notenda við húðvörunum okkar,“ segir Björn Örvar, framkvæmdastjóri rannsóknaog vöruþróunarsviðs Sif Cosmetics. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með nýja Kornahreinsinn og teljum að okkur hafi tekist að búa til mjög góða vöru úr nýjum og spennandi efniviði, enda hrósuðu konur sem tóku þátt í prófunum honum í hástert,“ segir Björn . „Ég er ekki í vafa um að þetta verður enn ein EGF húðvaran sem mun slá í gegn meðal kröfuharðra íslenskra kvenna," bætti hann við. EGF Kornahreinsirinn er ætlaður fyrir andlit og hentar öllum húðgerðum.

NÝ KYNSLÓÐ BB KREMA

Mercedes-Benz lúxusmerkið er komið með nýjan herrailm, INTENSE Ilmurinn er fínni útgáfa af fyrsta ilminum sem kom fyrir ári síðan. Klassískur og herralegur ilmur, hannaður af Frakkanum Olicer Cresp sem hefur hannað marga af söluhæstu ilmum heims. Ilmurinn er með viðarkeim, bergamont og ítalska mandarínu. Er fyrir herra á öllum aldri sem gera kröfur, enda er slagorð Benz: „The best or Nothing“.

NÁTTÚRULEGAR HÚÐVÖRUR

ÁN PARABENA

Sölustaðir:

Öll betri apótek, Víðir og Hagkaup

NÝTT

CC COLOUR CORRECTING CREAM INSTANT COMPLEXION ENHANCER Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. Hagkaup: Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. Lyf & Heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut og Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaborg, Lyfjaver, Lyfjaval Bílaapótek, Nana, Urðarapótek. Landið: Lyf & Heilsa Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Vestmannaeyjum. Apótek Suðurnesja Keflavík & KS Suðárkróki.


56

langur laugardagur

Helgin 4.-6. október 2013  Miðbærinn Skyrtur indriða hjá korMáki og Skildi

Skyrtur Indriða heitins fáanlegar á ný

Mikið úrval af nýjum handmáluðum glervörum

Indriði Guðmundsson klæðskeri lést fyrir sjö árum og er nú hafin framleiðsla á skyrtunum vinsælu sem hann bauð upp á. Margir höfðu komið að máli við aðstandendur eftir að hafa slitið síðustu skyrtunum sínum og viljað fá nýjar. Í huga Indriða var hin fullkomna skyrta falleg og þægileg.

Laugavegi 8 S. 552 2412

Mikið úrval af dásamlegum sængurverasettum

Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

Guðbrandur Þór Bragason verslunarstjóri hjá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Skyrtur Indriða heitins Guðmundssonar eru nú fáanlegar þar. Ljósmynd/Hari.

XTREME OSTAPOPP

ÞAÐ VIRKAR.. ...MEÐ TENGDÓ

ENN MEIRA OSTABRAGÐ

F

ramleiðsla er hafin á skyrtum Indriða heitins Guðmundssonar klæðskera sem lést fyrir sjö árum en hann var af mörgum talinn helsti sniðagerðarmaður landsins. Styrmir Goðason, fyrrum samstarfsmaður Indriða og Bryndís Marteinsdóttir, ekkja hans, standa í sameiningu að framleiðslunni eftir að hafa fengið margar fyrirspurnir frá fyrrum viðskiptavinum Indriða. Skyrturnar eru seldar hjá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Styrmir segir skyrtur Indriða hafa verið sérstaklega vandaðar og sérsniðnar á íslenska karlmenn, með breiðu herðastykki og löngum ermum. „Skyrturnar eru úr tyrkneskri hágæða bómull og sniðin sem við notum eru þau sömu og Indriði gerði á sínum tíma. Hann var þó alltaf að breyta og bæta á milli sendinga. Sjálfur var hann alltaf í búðinni sinni og gat því mátað á menn og séð hvað mátti betur fara að meðaltali að hans mati. Því breyttust skyrturnar milli sendinga án þess endilega að viðskiptavinir hans hafi tekið eftir því. Því má taka fram að við höfum að þessu

sinni valið skyrtu sem var gerð snemma árið 2005.“ Styrmir segir að í huga Indriða hafi hin fullkomna skyrta átt að vera falleg og auðveld í meðhöndlun en aðalatriðið hafi þó verið að mönnum liði vel í henni og að hún þrengdi hvergi að og væri hvergi of víð heldur þannig að mönnum liði eins og þeir væru í jogginggalla þótt þeir væru í skyrtu. „Indriði hafði mikinn áhuga á líkamsbyggingu fólks, sérstaklega eftir að hafa unnið við búningagerð fyrir leik- og dansverk. Dansarar eru jú í eins konar fallegum jogginggöllum. Þessar pælingar vildi hann yfirfæra yfir á skyrturnar og svo jakkafötin síðar meir.“ Að mati Styrmis jöfnuðust skyrtur Indriða á við það sem best gerist en hafi þó verið á góðu verði. „Skyrturnar eru úr þykkri bómull og því slitsterkar og auðveldar í meðhöndlun og hægt að þvo þær oftar en aðrar. Svo voru ýmis smáatriði sem menn voru mjög hrifnir af. Til dæmis var hann með lengri masíettur en venjan er og ýmis önnur smáatriði.” Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Indriði hafði mikinn áhuga á líkamsbyggingu fólks, sérstaklega eftir að hafa unnið við búningagerð fyrir leik- og dansverk.


MIÐBORGIN OKKAR BÝÐUR ÞÉR HEIM

LANGUR LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER

Hverfisgata er óðum að taka á sig nýja mynd. Hún er opin fyrir gangandi umferð og þar má líta inn í verslanir, bíó og veitingahús.

101

Friðarsúlan verður tendruð þann 9. okt. Raftónlistarhátíðin S.L.Á.T.U.R. fer fram 16.–20. okt. Tón- og textahöfundar bjóða í „Ammæli“ í Hörpu 25.–27. okt. Kjötsúpudagurinn verður þann 26. okt. á Skólavörðustíg og Airwaves hátíðin hefst 30. okt. Verslum og njótum þar sem hjartað slær.

W W W.MIDBORGIN.IS GJAFAKORT MIÐBORGARINNAR Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgar miðborgar

M U N I Ð B Í L A S TÆ ÐA H ÚS I N

Brandenburg/ Teikng: Sól Hrafnsdóttir

Yfir 300 verslanir og veitingahús eru í miðborginni. Á laugardag verður opið til kl. 17 og víða lengur. Hljómsveitin White Signal leikur hér og þar frá kl. 14–17 og Brúðuleikhúsið verður kl. 14 á Lækjartorgi.


58

bílar

Helgin 4.-6. október 2013

 ReynSluakStuR niSSan leaf

Eins og að aka á skýi Nissan Leaf er 100% rafmagnsbíll sem fer um 160 kílómetra á einni hleðslu. Hann er algjörlega hljóðlaus og það veitir manni góða tilfinningu að aka á bíl sem ekki mengar andrúmsloftið.

S

Hljóðlaus Rúmgóður Fallegur Umhverfisvænn Hverfandi eldsneytiskostnaður

Hentar illa til langferða Verð Fáir hleðslustaðir

Nú er bíllinn í gangi. Verð 4.990.000 kr 24 kWst Lithiun-Ion rafhlaða 6,6 kW innbyggður hleðslubúnaður Rafmótor 80 kW / 107 hestöfl Tog 254 Nm Breidd 1,770 mm Hámarkshraði 145 km/klst

tarfsmaður B&L fór með mér inn í bílinn áður en ég ók á brott því ég hafði aldrei áður ekið rafmagnsbíl. Við settumst inn í rauðan Nissan Leaf, hann ýtti á takka og ljósin í mælaborðinu ljómuðu upp með vinalegu stefi sem minnti helst á hljóðið sem kemur þegar maður kveikir á tölvunni sinni. Ég beið eftir að hann setti bílinn í gang en þess í stað tilkynnti hann mér: „Nú er bíllinn í gangi.“ Það er sannarlega ólíkt öllu öðru að keyra rafmagnsbíl. Allavega þennan rafmagnsbíl. Hann er algjörlega hljóðlaus og mér leið nánast eins og ég væri að aka á skýi. Ég veit hvernig þetta hljómar en ég er ekki að ýkja. Eiginlega langaði mig bara að fjárfesta í einum slíkum þá og þegar en þegar ég kom aðeins niður á jörðina áttaði ég mig á því að rafmagnsbíla þarf að hlaða, ég bý ekki þannig að ég komi rafmagnssnúrunni í samband yfir nótt og enn sem komið er eru ekki nógu margar hleðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að hægt sé að stóla aðeins á þær. Til stendur þó að 10 hraðhleðslustöðvar rísi hér á landi á næstu mánuðum þar sem 80% hleðsla næst á um 30 mínútum. Almennt tekur það 11 klukkustundir að hlaða bílinn með venjulegum 10 amp tengli í heimahúsi en 4 tíma ef fólk er með heimahleðslustöð sem mælt er með að kaupa. Það er annars ofureinfalt að hlaða bílinn. Bara stinga í samband, bíða og taka úr sambandi.

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

Mér kom á óvart hversu kraftmikill bíllinn er og þrátt fyrir að líta vel út að utan fannst mér hann enn rúmbetri þegar inn í hann var komið. Ljósmynd/Hari

Nissan Leaf kom fyrst á markað árið 2011. Hann var þá valinn World Car of the Year, ári síðar varð hann fyrsti rafbíllinn til að fá 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrarprófunum og nýja 2013-útgáfan, Visia, er enn betri. Þetta er 100% rafbíll með enn meiri drægni á hleðslunni en áður en miðað er við að við íslenskar aðstæður dugi hleðslan í 160 kílómetra akstur. Bíllinn er einnig búinn nokkuð merkilegu endurhleðslukerfi sem gerir að verkum að hann hleður geyminn þegar stigið er á bremsuna. Það kom mér á óvart hversu kraftmikill bíllinn er. Einhvern veginn virðist ég hafa haft ákveðna

fordóma fyrir rafbílum en þeir eru nú með öllu horfnir. Hann er fimm sæta og mjög rúmgóður. Skottið er 370 lítra en hægt er að leggja niður sætin fyrir enn meira pláss. Bæði fram- og aftursæti eru upphituð sem telst varla til tíðinda. Hins vegar fannst mér meira til þess koma að stýrið er líka upphitað. Mælaborðið er litríkt og afar upplýsandi en þar er hægt að sjá hversu margir kílómetrar, eða hversu mörg prósent af heildarhleðslunni er eftir. Bakkmyndavélin er líka til fyrirmyndar og á 7 tommu LED skjá birtast rauðar, gular og grænar línur til að leiðbeina ökumanni þegar hann bakkar. Isofix festing fyrir barna-

stóla var mjög aðgengileg og sem móðir var ég ánægð að sjá rými í afturhurðunum sem passar fyrir hvers kyns drykkjarföng. Bíllinn kostar sitt en á móti kemur að hægt er að aka þessa 160 kílómetra fyrir um 320 krónur, sem samsvarar rafmagnskostnaði við fulla hleðslu. Fyrir þá sem geta lagt út fyrir grunnkostnaðinum og hafa aðgang að hleðslu heima við tel ég að þetta sé einstaklega góður fjölskyldubíll.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ

Í GÓÐUM HÖNDUM

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 4 6 7

Snjallt að kíkja á okkur á adal.is

Nýr sportjeppi frumsýndur í Franfkfurt

Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!

Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár

Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

Reykjavík

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Reykjavík

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970

www.adalskodun.is og www.adal.is

Innanrýmið mun svipa mjög til AClass og hins nýja CLA.

Mercedes-Benz kynnti nýjan og nettan lúxus sportjeppa GLA á bílasýningunni í Frankfurt. GLA er ætlað að keppa við lúxus sportjeppana frá Audi og BMW sem og Range Rover Evoque. GLA er með flottar línur og mikið er lagt í innanrýmið. Því svipar mjög til A-Class og hins nýja CLA. Fyrsti framleiðslubíllinn verður GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sportjeppinn er með 7G-DCT gírkassa og 4Matic fjórhjóladrifi. Hröðunin úr kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða er 6,4 sekúndur. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi og verður fyrir vikið ódýrari en sú útgáfa er líklega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Búast má við AMG ofurútfærslu á GLA þegar fram líða stundir.


Númer 1 í Þýskalandi

Liqui Moly hefur verið valið í fjórum sjálfstæðum könnunum í Þýskalandi, besta vörumerkið í olíuvörum fyrir bíla. Nútíma vélar þurfa bestu smurog hreinsiefnin til þess hámarka nýtinguna á eldsneytinu og lágmarka mengandi útblástur samkvæmt ríkjandi mengunarstöðlum. Liqui Moly sérhæfir sig í efnavörum fyrir bíla og framleiðir öll smurefni samkvæmt stöðlum bílaframleiðenda. Notaðu Liqui Moly efnavörur og þú hámarkar virkni vélarinnar en lágmarkar eyðsluna.

Er ekki kominn tími til að nota Liqui Moly á bílinn þinn?

Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is


60

ferðalög

Helgin 4.-6. október 2013

 SnjallSímar Tæki Sem auðvelda lífið á ókunnum Slóðum

Góð snjallsímaforrit fyrir ferðalanga Við komumst ekki langt án vegabréfs og greiðslukorta í útlöndum en farsímar eru hratt og örugglega að verða þarfasti þjónn þeirra sem eru á faraldsfæti.

Alþjóðlegar sýningar

Kynjakatta

5. og 6. október 2013 Nýbýlavegur 4, efri hæð (gamla Toyota húsið) Opið 10-17 báða dagana

50% afsláttur af miðaverði gegn framvísun félagsskírteinis Kynjakatta

m

Hótelbókanir

eira en helmingur Íslendinga gengur víst með snjallsíma í vasanum. Á ferðalagi út í heimi er kjörið að nota þessi tæki til að auðvelda sér lífið á ókunnugum slóðum og halda utan um ferðagögnin. Hér eru nokkur forrit sem gera snjallsímann að góðum ferðafélaga.

Flestir bóka sér gistingu áður en haldið er af landi brott. Það getur þó komið fyrir að fólk þurfi að finna hótel með stuttum fyrirvara. Hotel Tonight er býður upp á betri hótel á niðursettu verði ef bókað er samdægurs. Um hádegisbil birtist listi yfir tilboð næturinnar og þar er oft að finna helmingsafslætti en úrvalið er enn sem komið er frekar lítið í Evrópu. Verðin eru almennt í hærri kantinum. Það þarf að tengjast netinu rétt á meðan leitað er eftir gistingu.

Ferðaáætlunin á einum stað

Það getur verið furðu flókið að halda utan um staðfestingar frá hótelum, flugfélögum og bílaleigum. Tripit er ókeypis forrit sem geymir öll bókunarnúmer og setur upp dagskrá ferðarinnar án nokkurra vandræða og notandanum að kostnaðarlausu.

Kort

Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar, febrúar og mars ef næg þátttaka fæst: Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn í desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Í byggingagreinum í desember – janúar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Í málmiðngreinum í janúar - mars. Umsóknarfrestur til 1. desember. Í snyrtigreinum í janúar - febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í bílgreinum í janúar - febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í hönnunar- og handverksgreinum í janúar - febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2013. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is

Það er til töluvert af kortum í snjallsíma en ekkert þeirra er eins vinsælt og Google Maps. Einn af helstu kostum forritsins er sá að það kann á almenningssamgöngur margra borga og getur því sparað fótgangandi ferðamönnum sporin. Ókosturinn er hins vegar sá að forritið verður að komast í samband við netið rétt á meðan leitað er. Þeir sem vilja alls ekki þurfa að fara á netið í fríinu ættu geta náð í frí kort sem hægt er að hlaða niður í símann eða lagt út fyrir ForeverMap forritinu sem kostar um 350 krónur. Kortin eru uppfærð reglulega og notandinn hleður niður korti af því landi eða borg sem ferðinni er heitið til. Þessi kort henta til dæmis vel í bílinn. Og svo er bara að muna eftir hleðslutækinu í símann.

Tripit er ókeypis forrit sem geymir öll bókunarnúmer og setur upp dagskrá ferðarinnar.

Réttu orðin Þegar ferðinni er ekki heitið til enskumælandi lands þá flækist það fyrir flestum að skilja það sem þjóninn hefur krítað á töfluna við barinn, átta sig á merkingum á lestarstöðinni eða bara að þekkja léttmjólk frá nýmjólk í matvörubúðinni. Við þess háttar aðstæður getur verið auðveldast að láta Google Translate þýða fyrir sig vafaatriðin þó kveikja þurfi á netinu í smástund.

Ferðahandbækur

Það eru margir sem reiða sig á ferðabækur Lonely Planet þegar farið er um ókunnugar slóðir. Snjallsíma- og spjaldtölvuútgáfur þessara vinsælu bóka eru vel heppnaðar og þægilegar í notkun. Þær kosta líka miklu minna en útprentaða útfærslan. Borgarvísar Spotted by Locals eru einnig ljómandi góðir en þeir byggja á ábendingum heimamanna. Þar er oft að finna áhugaverða staði sem útlenskir ferðaskríbentar hafa ekki ennþá fundið og þar er því lítið um ferðamenn. Kortin sem fylgja forritinu eru ágæt og virka þó síminn sé ekki nettengdur.

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

Borgarvísar Spotted by Locals byggja á ábendingum heimamanna.

Á ferðalagi ytra er kjörið að nota snjallsíma til að halda utan um ferðagögnin.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


Goðafoss frá Michelsen Kynnum með stolti nýju fossalínuna frá Michelsen. Íslensk hönnun innblásin af stórbrotinni náttúru og glæsilegum fossum. Úrið Goðafoss er gert úr hágæða ryðfríu stáli með svartri húðun og handgerðri skífu. Handtrekkt svissneskt úrverk, sett saman og fullklárað af fjórðu kynslóð Michelsen úrsmiða. Úrið er fáanlegt með mismunandi ólum þ.á.m. íslensku hlýraroði.

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is


heilabrot

Helgin 4.-6. október 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

7

1. Á hvaða vikudegi voru Abraham Lincoln og

3. Hver teiknaði Héraðsskólann á Laugarvatni?

4

9 1

8 7 9

John F. Kennedy skotnir? 2. Hvað heitir höfuðborg Kenýa?

1

4. Hver hefur verið skipaður forstjóri Landspítalans tímabundið?

3 9 8 6 5 2 9 3 2 8 6 5 9 8 4 3

5. Mynd af hvaða manneskju er á framhlið nýs 10.000 krónu seðils sem fer í umferð í lok október? 6. Á bakhlið 10.000 króna seðilsins er mynd af fugli. Hvaða fugl er það?

Védís Guðjónsdóttir lífskúnstner

 

8. Hver varð markakóngur Pepsi-deildar karla í

5. Jónasi Hallgrímssyni

deild. Hvað hefur liðið oft orðið Íslands-

5.

meistari?

6.

10. Hver leikstýrir Jeppa á fjalli sem Borgarleik-

7. Pass

11. Hvaða sænski kvikmyndaleikstjóri var heiðr-

10. Benedikt Erlingsson

aður sérstaklega á Alþjóðlegu kvikmyndahá-

tíðinni í Reykjavík?

11. Pass 12. Sjakalinn

12. Hvað var hryðjuverkamaðurinn Carlos kall-

13. Laugarneskirkju

aður?

10 stig.

5

11. Lukas Moodysson 12. Sjakalinn

15. Þýsk

15. Hvers lensk er kvikmyndin Eyjafjallajökull

12 stig.

Pálmi sigra með 12 stigum gegn 10 stigum Védísar

1

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

7 8

 lauSn 156

R Á B A H N Ö L D S A U G E P L I E G A R N T A Á R Ó F D I D Ý R Æ R L R D U R VASKLEGUR

MÁLMUR

BÓN

HLUTDEILD SKOKK

Þ V E R A F Í S N A R R S G Æ T N K A J A F Þ A G N N Í B Ú I L I N Ó N U M T A U N TALA

VEFENGJA

HEIMUR AFÞÍÐA

SNÖGGUR

Í RÖÐ

ÁVÖXTUR

AÐGÁT

HEITI

SEYTLAR

HÆNGUR

EINS

HLJÓÐNA

SKOTT

HEIMAMAÐUR

ÚT

HRYGGLEYSINGJAR

NÁLÆGT

AFSPURN

4

SEGLHRINGUR

Í RÖÐ

FURÐA

HNOÐA ÞVAGA

STAÐA

FLASKA

FUGL

UMRÁÐS

TÓNVERK ÓLÆTI

PUTTI

MJÓLKURVARA

TÍMABILS KOSTAR LÍTIÐ

MYRKUR BEYGLA

MATARSAMTÍNINGUR TVEIR EINS

GALDRASTAFUR

S G Ö S K L E L E I N Æ N N A Ð I L D I T A V G R I Á S T A N L A S K I Á K A T Ý Ð A M A R F I N G U R S Ó M A F L U M M A R A T A S N A R L Ú N K A I L K

VÍNÓRAR

ERFÐAVÍSA

GERAST

BRUNNUR

ÁRSGAMALL

LÚSAEGG

KROPPA SETT

VEIFA

OF LÍTIÐ TRUFLA

SKOÐUN

REISA ÁTT

AGA

NÝLEGA

ÁFERGJA

MISMUNANDI

DURTUR

SKÓLI

SEFUN

ÍÞRÓTTAFÉLAG

GAUL

ÓNÁÐA

SKJÓLA

SKORDÝR

KK GÆLUNAFN

RÖÐ RÓL

ÓHREINKA

BEIN

GYLTU

RÚM ÁBREIÐA

GARPUR

Á FÆTI

EYJA

SÍÐASTI DAGUR

FJÖLBREYTNI FUGL

G U Æ R R T Ö A N N D D Ó L F I T Ó U R A K G A U N R I

DRYKKUR

MÓTMÆLI

HORFÐU

DRYKKUR ÞORINN

BANDARÍKJAMAÐUR

Ú R V A L

EFTIRRIT

A F R P P I R Í T FYRIR HÖND

VEFJA

SKURÐBRÚN

KRAPI

FULLNÆGJA

BABLA

HÆNGUR

TVEIR EINS

HEIMASÍÐA

HNÝTA ÞVENG

KRINGUM TVEIR

VINKONA BLAUTUR VANELDSNEYTI ÞÓKNUN VÖRURÝMI

STINNAST

SAMFOKINN FÖNN

HAGNAÐUR

OFMAT

STANDA VIÐ

VÖRUMERKI

EI

VIÐLAG

KNÚSAST

JÁKVÆTT SVAR

MEINLÆTAMAÐUR

SKERGÁLA

RÍKI

TIKKA

RÓL

SKJÓLA BÓKSTAFUR

NÁÐHÚS ÁTT

ÁRSGAMALL

SPYR

TVEIR EINS

STYRKJA

BEIN

BITHAGI

FROSTSKEMMD

FJÖRGA

BOKKI

ÓLÆTI

TILBÚNINGUR

GJÓTA

RÖND

SJÚKDÓMUR

HULA

VITLAUST

GLEÐI

MEST

BISKUPSHÚFA

LEIKTÆKI

ÞRÁÐUR

SIÐA

SVÍVIRÐING

DANS

FRÁ

Í RÖÐ

NUGGA

MJÖG

DRYKKUR

HÆTTA SKST.

ÁSAMT

KVÖLD

SVALL

SKAPRAUNA

MEGINÆÐ

ÓÞURFT

ÁTT

RÝJA

PUTTA

BÓKSTAFUR

SEYTLAR

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

ELDSNEYTI

HLJÓÐFÆRI

LÍTILVÆGI

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

PLAT

BARNINGUR

ER

1990,-

SNIÐGANGA

MJAKA

2L

Verð aðeins

FÁLMA

MAS

ANGAN

1 flaska af

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*

4 9

SPAUG

ÓREIÐA

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ

7 5 3

SYRJÓTTUR

A L A E N D A

8

4

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. ÞYNNA

NÆRA

LJÚKA VIÐ

1

8 7 6

157

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

4

2 3

Pálmi hefur sigrað þrisvar sinnum í röð og skorar á Stefán Steinsson, lækni á Akureyri, að taka við.

mynd: net_efekt (CC By 2.0)

74,6%

1

6 9

 

 kroSSgátan

Védís skorar á systur, sína Auði Alfífu Ketilsdóttur, að taka við.

6 9 7

10. Benedikt Erlingsson

14. Hvenær dagsins er nón? sem frumsýnd er um þessar mundir?

+

9. 26 sinnum

14. Klukkan þrjú síðdegis

um helgina?

8. Atli Viðar Björnsson

13. Laugarneskirkju

13. Í hvaða kirkju var haldin Regnbogamessa

14. Klukkan fimm síðdegis

 Sudoku fyrir lengr a komna

mynd: mountaineer (CC By 3.0)

9. 26 sinnum

  Jónasi Hallgrímssyni  Heiðlóa 

7. Pass

húsið frumsýnir um helgina?

8. Pass

2

4. Páll Matthíasson

9. KR-ingar tóku við Íslandsbikarnum í sömu

2. Naírobi

3. Guðjón Samúelsson

fótbolta um síðustu helgi?

4. Einhver Matthíasson

15. Frönsk

1. Á miðvikudegi

bókanna?

3. Guðjón Samúelsson

6. Heiðlóa

læknir á Akureyri

í næsta mánuði. Hvað heitir höfundur

1. Á föstudegi 2. Naírobi

(Jón) Pálmi Óskarsson

7. Þriðja bókin um Bridget Jones er væntanleg

Svör: 1. Á föstudegi. 2. Naírobi. 3. Guðjón Samúelsson. 4. Páll Matthíasson. 5. Jónas Hallgrímsson. 6. Heiðlóa. 7. Helen Fielding. 8. Atli Viðar Björnsson. 9. 26 sinnum. 10. Benedikt Erlingsson. 11. Lukas Moodysson. 12. Sjakalinn. 13. Laugarneskirkju. 14. Klukkan þrjú síðdegis. 15. Frönsk.

áltíð fyrir

62

ÖRÐU BÓKSTAFUR

BRÚKA

ÓLÆTI


Kanína Heico Dád‡r

Kr. 7.400 (Margir litir)

Heico Ugla

Kr. 13.300

Kr. 7.400

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990

Diskamottur

Kennslukortið góða

Kisusnagi

50 mottur saman í blokk. Kr. 2.790,- 4 gerðir

Köttur úti í mýri... Kr. 10.900 Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

Lasso flöskustandur

Skjaldarmerki Íslendinga

High Heel kökuspa›inn

(Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Fornkort

Kr. 3.390

Distortion

Plaggat Ísland

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.690

Gamla góða kennslukortið. Stærð: 50x70 cm. Aðeins kr. 750,-

Kr. 3.600,-

KeepCup kaffimál Unzipped glerskál Kraftaverk

Kr. 3.690

Espresso mál.....kr. 2.100 Smámál............kr. 2.290

Miðlungs mál....kr. 2.490 Meiriháttarmál...........kr. 2.690

Volume snudda

Cubebot róbót úr vi› Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra Shinto Kumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er Einstök hönnun jafnt leikfang, skraut og þraut. frá nútímalistasafni Margir litir, okkrar stærðir. New York borgar. Verð frá 1.930 Aðeins kr. 8.900

Eilíf›ardagatal MoMA

skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Er mikill hávaði í barninu? Þú lækkar bara niður með volume snuðinu - (Svo má líka nota það á mömmu og pabba) Kr. 1.790


64

skák og bridge

Helgin 4.-6. október 2013

 Sk ák ÍSlenSkir kr akk ar á evrópumótinu Í Svartfjallalandi og Stórmót tr

Vor í skákheimi!

á

tta íslenskir krakkar taka nú þátt í Evrópumóti ungmenna í Svartfjallalandi, sem er undurfagurt smáríki við Adríahaf og tilheyrði áður skákríkinu Júgóslavíu. Í hópnum eru mörg af efnilegustu börnum og ungmennum okkar: Óskar Víkingur Davíðsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Felix Steinþórsson, Jón Kristinn Þorgeirsson, Dawid Kolka, Mikael Jóhann Karlsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Þegar þetta er skrifað hafa verið tefldar fjórar umferðir. Vignir Vatnar, fæddur 2003, hefur fengið fljúgandi start, er með 3,5 vinn-

ing og er til alls líklegur. Hann er nemandi í Hörðuvallaskóla í Hafnarfirði og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, lengi verið í sviðsljósinu og er mikils af honum að vænta. Rétt eins og af hinum krökkunum, því framtíðin er björt í íslensku skáklífi. Taflfélag Reykjavíkur – sem stofnað var aldamótaárið 1900 – er bæði elsta og kraftmesta skákfélag landsins. Langflestir bestu skákmenn landsins á 20. öld slitu barnsskónum í TR og það er sannkölluð útungarstöð skákmeistara. TR er með opnar og ókeypis æfingar fyrir börn og ungmenni á laugardögum, og heldur úti mjög öflugri starfsemi. Nú standa yfir tvö stórmót á vegum TR: Gagnaveitumótið og Stórmeistaramótið.

Frábær veisla hjá Taflfélagi Reykjavíkur

Vignir Vatnar Stefánsson. Ungi snillingurinn úr Hörðuvallaskóla hefur farið best af stað á Evrópumóti ungmenna.

Stórmeistaramótið er sannkölluð veisla, því meðal keppenda eru firnasterkir erlendir keppendur, auk bráðefnilegra Íslendinga sem eiga þess kost að ná í áfanga að titli stórmeistara. Eftir tvær umferðir af níu var Úkraínumaðurinn Oleksinko efstur með tvo vinninga, en næstir komu landi hans Sergey Fedorchuk, Henrik okkar Danielsen og Daninn Simon Bekker-Jensen með 1,5 vinning. Aðrir íslenskir keppendur á mótinu eru Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson, Arnar Gunnarsson, Sigurbjörn Björns-

son og Þorvarður F. Ólafsson. Þrír fyrsttöldu eru alþjóðlegir meistarar og keppa því að tign stórmeistara. Mjög gaman verður að fylgjast með stórmeistaramóti TR sem er mikill og lofsverður vottur um þann metnað sem einkennir starfið í Faxafeni.

Nýtt stórveldi

Á dögunum var tilkynnt um sameiningu tveggja skemmtilegustu skákfélaga landsins. Í eina sæng fóru Goðinn-Mátar og Taflfélagið Hellir, og er mikils að vænta af nýju og sameinuðu félagi sem heita mun GM Hellir. Goðinn-Mátar á rætur norður í Þingeyjarsýslu og er afkvæmi hins skelegga skákáhugamanns og bónda, Hermanns Aðalsteinssonar á Lyngbrekku. Taflfélagið Hellir er ríflega 20 ára gamalt félag sem er með aðsetur í Mjóddinni (ókeypis barnaæfingar á mánudögum) og varð á árum áður nokkrum sinnum Íslandsmeistari skákfélaga. Nýja félagið mun örugglega veita gömlu stórveldunum harða samkeppni á Íslandsmóti skákfélaga, sem hefst í næstu viku. Núverandi meistarar eru Víkingaklúbburinn.

Íslandsvinkona orðin heimsmeistari aftur!

Kínverska stúlkan Hue Yifan, sem við sögðum frá í síðasta dálki, vann glæsilegan sigur á Önnu Ushenina í heimsmeistaraeinvígi

Hue Yifan. Best í heimi.

kvenna. Hue Yifan er aðeins 19 ára og samt er hún að verða heimsmeistari í annað skipti! Hún náði titlinum fyrst 16 ára – yngst allra í sögunni – en tapaði honum mjög óvænt til hinnar úkraínsku Ushenina í fyrra. Í einvíginu, sem fram fór í Kína, sýndi Hue Yifan mátt sinn og megin. Til stóð að tefla 10 skákir en eftir aðeins sjö viðureignir var leikurinn úti: Yifan var komin með 5,5 vinning, eftir fjóra sigra og þrjú jafntefli. Hue Yifan kom til Íslands í fyrra og vann þá hug og hjörtu landsmanna. Hún er ekki bara frábær skákkona, heldur stórkostlegur fulltrúi skáklistarinnar.

 Bridge HjördÍS eyþórSdóttir varð HeimSmeiStari með BandarÍSkri Sveit

Íslenskum heimsmeisturum fjölgar

H

jördís Eyþórsdóttir náði þeim áfanga að verða heimsmeistari í kvennaflokki í Venice Cup í Balí með sveit sinni USA2. Með henni í sveit voru Jill Levin, Jill Meyers, Janice Seamon-Molson, Jenny Wolpert og Migry Zur-Campanile. Jill Meyers varð heimsmeistari í fjórða sinn, Jill Levin í þriðja sinn og Seamon-Molson í annað. Hinar voru að landa sínum fyrsta heimsmeistaratitli og vonandi ekki þeim síðasta. Íslendingum er í fersku minni þegar sveit Íslands varð heimsmeistari í opnum flokki 1991 í Yokohama. Með árangri Hjördísar fjölgar heimsmeisturum Íslendinga. Úrslitaleikur USA2 var gegn sveit sterkri sveit Englands og sveitirnar skiptust á að hafa forystuna í dramatískum leik. Eftir 3 lotur (38 spil af 96) var staðan 112-107,3 fyrir USA2. Fjórða lotan fór 49-1 fyrir England og leikurinn virtist vera að þróast í átt til Englands. En bandarísku stelpurnar neituðu að gefast upp. Fimmta lotan fór 84-33 fyrir USA2 og staðan 197-189,3 fyrir USA2. Síðasta lotan var friðsamlegri þó litlu hafi munað. Hún for 32-31 fyrir USA2 og leikurinn endaði því 229-220,3 fyrir USA2. Sveit Hollands vann sigur í leik um bronsið í Venice Cup. Ítalir unnu næsta öruggan sigur á Mónakó í opnum flokki (Bermúda skálin) 210-126. Þar var fyrirfram búist við meiri spennu – en sigri Ítala var sjaldan ógnað. Sigursveitin var skipuð Norberto Bocchi, Lorenzo Lauria, Augustin Madala, Alfredo

Versace, Giorgio Duboin og Antonio Sementa. Sveit Þýskalands vann sigur í eldri flokki (D‘Orsi Trophy). Sú sveit var skipuð Michael Elinescu, Ulrich Cratz, Reiner Marshal, Bernhard Sträter, Ulrich Wenning og Entscho Wladow. Úrslitleikur þar var spennandi og lauk 172-161 fyrir Þjóðverja gegn USA2. Spil 60 í fimmtu lotu var eftirminnilegt. Vestur var gjafari og NS á hættu. Hjördís og Seamon-Molson sátu í AV.

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

D7432 Á64 KD72 D

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

Hörð keppni um efstu sætin í BR

1086 KD95 KG10932 N

samningur vinnst ekki í hvaða legu sem er. En 7 tíglar vinnast í eðlilegri tígullegu, en ekki í 5-0 legu eins og var raunin hér. Sveit USA2 græddi 14 impa á þessu spili í úrslitaleiknum.

♠ ♥ ♦ ♣

ÁKG9 G10 ÁG65 Á85

5 8732 109843 764

Hjördís og Seamon-Molson stilltu metnaðinum í skynsamlegt hóf og létu staðar numið í 6 spöðum, spiluð á vesturhöndina. Ensku konurnar Dhondy og Senior voru metnaðarfyllri og létu vaða í 7 spaða. Sá

Hjá Bridgefélagi Hjördís með sveitarfélögum sínum, Jill Levin, Jill Meyers, Janice Seamon-Molson, Reykjavíkur er Jenny Wolpert og Migry Zur-Campanile. Hjördís er þriðja frá vinstri. í gangi þriggja kvölda keppni sem kennd er við Hótel Ham- á lokasprettinum. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: ar með þátttöku 32 para. Eftir tvö kvöld af þremur hefur keppnin um efstu sætin 1. Alda Guðnadóttir – Stefanía Sigurbjörnsdóttir 63,0% harðnað. Staða 5 efstu para er þannig: 1. Sveinn Rúnar Eiríksson – Þröstur Ingimarsson 2. Birkir Jón Jónsson – Jón Sigurbjörnsson 3. Ísak Örn Sigurðsson – Sverrir Þórisson 4. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 5. Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldsson

Dömukvöld BR

62,8% 61,6% 59,4% 58,8% 57,8%

Föstudagskvöldið 20. september var haldið dömukvöld hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Þátttaka var með miklum ágætum og mættu 28 pör. Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Alda Guðnadóttir voru hlutskarpastar

2. Inga Lára Guðmundsdóttir – Hanna Friðriksdóttir 59,1% 3. Elsa Bjartmarsdóttir – Bergljót Gunnarsdóttir 57,8% 4. Dröfn Guðmundsdóttir – Hrund Einarsdóttir 57,1% 5. Hulda Hjálmarsdóttir – Sigrún Þorvarðardóttir 56,6%

Íslandsmót kvenna í tvímenningi

Helgina 12.-13. október verður Íslandsmót kvenna í tvímenningi. Skráningu lýkur á hádegi 11. október. Keppnisgjald er 8 þúsund krónur á parið. Tímatafla kemur eftir að skráningu lýkur. Íslandsmeistarar 2012 eru Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir.

Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við ö tækifæri.

HV ÍTA HÚ S IÐ / S Í A

++++++++++++++++++++++++++++

F lour úr Dölunum

++++++++++++++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++


66

sjónvarp

Helgin 4.-6. október 2013

Föstudagur 4. október

Föstudagur RÚV

13.30 Olísdeildin í handbolta e. 15.00 Íslenski boltinn 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe)e. 17.20 Unnar og vinur (25:26) 17.43 Valdi og Grímsi (4:6) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Fagur fiskur (5:8) (Steinbítur) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar (Fjarðabyggð Norðurþing) Spurningakeppni sveitarfélaga 21.10 Lewis – Smánarblettur (Lewis VI: The Indelible Stain) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. 22.45 Byrjendur (Beginners) 00.30 Úrvalssveitin (Tropa de Elite) Nascimento lögregluforingi reynir að finna staðgengil fyrir sig og hafa hendur í hári dópsala og annarra glæpamanna áður en páfinn kemur í heimsókn til Ríó. e. 02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

22.45 Byrjendur (Beginners) Ungur maður er sleginn út af laginu þegar pabbi hans tilkynnir honum að hann sé með krabbamein og auk þess kominn út úr skápnum.

21:30 The Voice (2:13) Söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans.

Laugardagur

20:00 Beint frá messa Tónleikaröð í umsjá Bubba Morthens, valinkunnir tónlistarmenn halda tónleika í messa skipa.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.30 Tónlistarhátíð í Derry 4 (1:2) (Radio 1's Big Weekend) Upptaka frá tónlistarhátíð sem fram fór í Derry á Norður-Írlandi í maí.

Sunnudagur

22:00 Dexter (3:12) Hættulegur morðingi er loks stöðvaður af lögreglunni í Miami en Dexter veit betur.

RÚV Íþróttir 17.50 HM í fimleikum

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr.Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:55 Secret Street Crew (4:6) 17:45 Dr.Phil 18:25 Happy Endings (6:22) Bandarískir gamanþættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf 5 6 að koma sér í klandur. 18:50 Minute To Win It 19:35 America's Funniest Home Videos 20:00 The Biggest Loser (15:19) Þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 21:30 The Voice (2:13) 00:00 Flashpoint (16:18) Spennandi þáttaröð um sérsveit lögreglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 00:45 Excused 01:10 Bachelor Pad (3:7) 03:10 Pepsi MAX tónlist

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.30 Útsvar e. 08:10 Malcolm in the Middle (16/16) 11.30 360 gráður e. 08:30 Ellen (58/170) 12.00 Dýraspítalinn (9:9) e. 09:15 Bold and the Beautiful 13.00 Kastljós e. 09:35 Doctors (63/175) 13.20 Mótorsport (3:3) e. 10:15 Fairly Legal (6/13) 13.45 Hugh Laurie: Tónlistin við ána e. 11:00 Drop Dead Diva (12/13) 14.30 Djöflaeyjan e. 11:50 The Mentalist (20/22) 15.00 Útúrdúr e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 15.50 Popppunktur 2009 (15:16) e. 13:00 Extreme Makeover: Home Edition 16.45 Hvað veistu? Næsta stopp: Mars 13:40 Our Family Wedding fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.15 Mótorsystur (2:10)e. 15:20 Scooby-Doo! Leynifélagið 17.30 Táknmálsfréttir 15:45 Waybuloo 17.40 Bombubyrgið (5:26) e. 16:05 Skógardýrið Húgó 18.10 Ástin grípur unglinginn (78:85) 16:25 Ellen (59/170) 18.54 Lottó 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 19.00 Fréttir 17:32 Nágrannar 19.30 Veðurfréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (8/22) 19.40 Ævintýri Merlíns (6:13) 18:23 Veður 20.30 Tónlistarhátíð í Derry (1:2) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 21.30 Hraðfréttir e. 18:47 Íþróttir 21.40 Óaðskiljanlegir (Stuck on You) 18:54 Ísland í dag Samvaxnir tvíburar flytjast til Los 19:11 Veður Angeles svo að annar þeirra geti 19:20 Popp og kók látið draum sinn um að verða 19:45 Logi í beinni leikari rætast. 20:35 Hello Ladies (1/8) 23.40 Vitnið (Witness) e. 21:05 Wallander 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 22:35 Lockout 00:10 Streets of Blood 01:50 Death Defying Acts 03:25 Rogue 04:55 Smother

RÚV Íþróttir 12.20 HM í fimleikum

SkjárEinn

STÖÐ 2

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

5

RÚV

SkjárEinn

09:05 Make It Happen 10:35 Leap Year 12:15 Solitary Man 513:45 Henry's Crime 6 15:30 Make It Happen 17:00 Leap Year 18:40 Solitary Man 20:10 Henry's Crime 22:00 War Horse 00:256 The Pelican Brief 02:45 Seven 04:50 War Horse

NÝJUNG!

R

Glitra er sérþróað með tilliti til eiginleika íslenska vatnsins, sem þýðir að minna magn þarf af uppþvottaefni. Hagkvæmara fyrir heimilið og umhverfið.

6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

SÉRÞRÓAÐ FYRIR ÍSLENSKT VATN

6

VÉL ATÖFLU UPPÞVOT TA

6

11:15 Dr.Phil 12:40 Kitchen Nightmares (8:17) 07:50 Meistaradeild Evrópu 13:30 Secret Street Crew (5:6) 09:35 Meistaradeildin - meistaramörk 14:20 Save Me (2:13) 10:35 Formúla 1 2013 - Tímataka 14:45 Rules of Engagement (7:13) 12:20 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 15:10 30 Rock (2:13) 12:50 KR - Fram 15:35 Happy Endings (6:22) 15:00 Pepsí-mörkin 2013 16:00 Parks & Recreation (6:22) 17:30 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 16:25 Bachelor Pad (4:7) 18:00 Klitschko vs. Povetkin 17:55 Rookie Blue (8:13) 21:00 Evrópudeildarmörkinfréttir, 2013/2014 fræðsla, sport og skemmtun 18:45 Unforgettable (3:13) 21:55 Anzhi Makh'kala - Tottenham 19:35 Judging Amy (8:24) 23:35 Levante - Real Madrid 20:20 Top Gear (5:6) 01:15 Barcelona - Valladolid 21:15 Law & Order: Special Victims Unit 05:30 Formúla 1 22:00 Dexter (3:12) 4 The Borgias (3:10)5 22:50 23:40 Málið (4:12) 00:10 Under the Dome (2:13) 08:00 Everton - Newcastle 6 01:00 Hannibal (3:13) 09:40 Match Pack 01:45 Flashpoint (16:18) 10:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 02:30 Dexter (3:12) 11:05 Enska úrvalsdeildin upphitun allt fyrir áskrifendur 03:20 Excused 11:35 Man. City - Everton

GLANSANDI GÓÐUR ÁRANGUR, LÁGMARKSÁHRIF Á UMHVERFIÐ

allt fyrir áskrifendur

Sunnudagur

07.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Villingarnir / 10.25 Ævintýri Merlíns (6:13) e. Hello Kitty / Algjör Sveppi / Lærum og 11.15 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni e. leikum með hljóðin / Algjör Sveppi / 11.45 Fimmtug unglömb e. Kalli kanína og félagar / Ozzy & Drix 13.15 Undur lífsins – Heimkynni (4:5) e. 11:10 Young Justice 14.05 Börn fá líka gigt e. 11:35 Big Time Rush 14.40 Minnisverð máltíð – Anders Lund 12:00 Bold and the Beautiful Madsen (1:7) (En go' frokost) 13:45 Ástríður (3/10) 14.55 Hvað veistu? - Dönsk geimflaug e. 14:15 Heimsókn allt fyrir áskrifendur 15.25 Morgunverðarklúbburinn e. 14:35 Sjálfstætt fólk (3/15) 17.00 Mótókross 15:10 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.20 Táknmálsfréttir 15:55 Íslenski listinn 17.30 Poppý kisuló (31:52) 16:25 Sjáðu 17.40 Teitur (42:52) 16:50 Pepsí-mörkin 2013 17.50 Kóalabræður (6:13) 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 18.00 Stundin okkar 18:236 Veður 4 Basl er búskapur (5:10) 5 18.25 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 18:50 Íþróttir 19.40 Landinn 18:55 Næturvaktin 20.10 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni 19:25 Lottó 20.40 Útúrdúr 19:30 Spaugstofan 21.30 Hálfbróðirinn (6:8) (Halvbroren) 20:00 Beint frá messa 22.20 Njósnarar í Varsjá (2:2) 20:40 Veistu hver ég var? 23.50 Brúin (2:10) (Broen II) e. 21:20 The Bourne Legacy 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:30 The Matrix 01:40 Red Factions: Origins RÚV Íþróttir 03:10 I Am Number Four 12.20 HM í fimleikum 04:55 Veistu hver ég var? 05:25 Fréttir

06:00 Pepsi MAX tónlist 09:55 Dr.Phil 07:00 AZ Alkmaar - Paok Salonika 12:00 Gordon Ramsay Ultimate Coo14:45 Swansea - St. Gallen kery Course (8:20) 16:30 Anzhi Makh'kala - Tottenham 12:30 Gordon Behind Bars (4:4) 18:15 AZ Alkmaar - Paok Salonika 20:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 13:20 Design Star (4:13) 14:10 Judging Amy (7:24) 20:30 La Liga Report 14:55 The Voice (2:13) 21:00 Evrópudeildarmörkin 2013/2014 allt fyrir áskrifendur 17:25 America's Next Top Model (4:13) 21:55 Spænsku mörkin 2013/14 18:10 The Biggest Loser (15:19) 22:30 Euro Fight Night fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Secret Street Crew (5:6) 00:15 Anzhi Makh'kala - Tottenham 20:30 Bachelor Pad (4:7) 01:55 Kórea 2013 - Æfing # 3 22:00 No Country for Old Men 04:50 Formúla 1 2013 - Tímataka Skemmtileg kvikmynd eftir hina óborganlegu Cohen bræður. 4 5 00:00 A Beautiful Mind 16:40 Fulham - Cardiff 02:15 Rookie Blue (8:13) 18:20 Man. Utd. - WBA 03:05 The Borgias (2:10) 20:00 Match Pack 03:55 Excused 20:30 Premier League World 13:35 Laugardagsmörkin allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 13:50 Liverpool - Crystal Palace 21:30 Football League Show 2013/14 16:00 Laugardagsmörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Aston Villa - Man. City 16:20 Sunderland - Man. Utd. 08:15 Spy Next Door 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 18:30 Cardiff - Newcastle 09:50 Coco Before Chanel allt fyrir áskrifendur 00:10 Messan 20:10 Man. City - Everton 11:40 Margin Call 11:50 Mr. Popper's Penguins 4 01:20 Tottenham - Chelsea 21:50 Fulham - Stoke 13:25 Charlie & Boots 13:25 La Delicatesse allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:30 Hull - Aston Villa 15:10 It's Kind of a Funny Story 4 515:05 Spy Next Door 6 16:40 Coco Before Chanel 16:50 Mr. Popper's Penguins SkjárGolf fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Margin Call 18:25 La Delicatesse 06:00 Eurosport SkjárGolf 20:15 It's Kind of a Funny Story 07:00 Alfred Dunhill Links Championship 20:15 Charlie & Boots 06:00 Eurosport 22:00 American Reunion 22:00 Ted 10:00 Presidents Cup 2013 (1:4) 06:30 Presidents Cup 2013 (2:4) 4 5 23:45 Seeking Justice 15:40 Champions Tour - Highlights (22:25) 23:50 Paul 11:35 Inside the PGA Tour (40:47) 01:30 Wanderlust 01:30 Mercury Rising 16:35 Inside the PGA Tour (40:47) 12:00 Presidents Cup 2013 (3:4) 4 5 03:106American Reunion 03:20 Ted 17:00 Presidents Cup 2013 (2:4) 03:00 Eurosport

21:10 Homeland (1/12) Þriðja þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við fylgdumst við með Carrie Mathieson.

4

Laugardagur 5. október

4


sjónvarp 67

Helgin 4.-6. október 2013

6. október

 Í sjónvarpinu The Fall

STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Kalli litli kanína og vinir / Ben 10 / Ofurhetjusérsveitin 11:15 Batman: The Brave and the bold 11:35 Spaugstofan 12:00 Nágrannar 13:45 Logi í beinni 14:35 Beint frá messa allt fyrir áskrifendur 15:25 Veistu hver ég var? 16:10 Um land allt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:40 Broadchurch (8/8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (6/30) 4 19:10 Næturvaktin 19:45 Sjálfstætt fólk (5/15) 20:20 The Crazy Ones (1/13) Geggjaðir gamanþættir með Robin Williams og Söruh Michelle Gellar í aðalhlutverkum. 20:45 Ástríður (4/10) 21:10 Homeland (1/12) 22:00 Boardwalk Empire (4/12) 22:55 60 mínútur 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:10 Suits (10/16) 00:55 The Untold History of The United States (6/10) 01:55 Hostages (1/15) 02:45 The Americans (2/30) 03:35 Kung Fu Killer (1/2) 05:05 The 41-Year-Old Virgin Who Knocked Up Sarah Marshall

10:25 Formúla 1 12:55 Þýski handboltinn 2013/2014 14:25 Sumarmótin 2013 15:05 La Liga Report 15:35 Levante - Real Madrid 17:15 Barcelona - Valladolid 18:55 Þýski handboltinn 2013/2014 allt fyrir áskrifendur 20:15 Meistaradeild Evrópu 22:00 Meistarad. - meistaramörk fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:00 Levante - Real Madrid

09:00 Sunderland - Man. Utd. 10:40 Cardiff - Newcastle 12:20 Norwich - Chelsea 14:45 Tottenham - West Ham allt fyrir áskrifendur 17:00 Liverpool - Crystal Palace 18:40 Man. City - Everton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Norwich - Chelsea 22:00 Tottenham - West Ham 23:40 Fulham - Stoke

SkjárGolf 4

06:00 Eurosport 07:30 Presidents Cup 2013 (3:4) 16:00 Presidents Cup 2013 (4:4) 23:30 Champions Tour - Highlights 00:25 Eurosport

Lögreglukona skekur karlaveldið Kverúlantar eru gjarnir á að nota öll tækifæri til þess að berja á Ríkissjónvarpinu fyrir að sinna ekki lögbundnu menningarhlutverki sínu. Samt sem áður er ekki hægt að segja annað en að stofnunin hafi sinnt menningarskyldum sínum með miklum sóma áratugum saman þegar kemur að sýningum á góðum, breskum glæpaþáttum. En eins og allir vita standa Bretar öðrum þjóðum framar í gerð sakamálaþátta fyrir sjónvarp. Þriðjudagskvöld hafa verið helguð glæpum í Sjónvarpinu frá því ég man eftir mér og þar var maður fyrst kynntur fyrir Taggart, Adam Dalgliesh og fleiri höfðingjum sem óðu sollinn í nafni réttlætisins í Bretaveldi. Sjónvarpið sýnir þessar vikurnar prýðilega 5

6

glæpaþætti sem eru allrar athygli verðugir og ná meira að segja að halda athygli manns á milli vikna. Maður man semsagt enn hvað gerðist í síðasta þætti þegar sá næsti fer í loftið. Eitthvað sem er orðið fáheyrt á tímum niðurhalsins og stafrænnar óþolinmæði. Þættirnir gerast á Norður-Írlandi þangað sem vösk og harðsnúin lögreglukona kemur frá London til þess að hafa hendur í hári raðmorðingja. Saman við þetta fléttast alls konar hliðarsögur, spilling innan lögreglunnar og annað heillandi gúmmelaði. Þessir vönduðu þættir hvíla, að öðrum ólöstuðum, á Gillian Anderson sem auðvitað er þekktust fyrir túlkun sína á hinni jarðbundnu Scully í

X-Files þáttunum yndislegu. Anderson er hörku leikkona og maður sér ekki vott af Scully í þessari ekki síður kláru konu sem hristir upp í karlpungaveldinu í lögreglunni. Þeir eru sko ekkert að stríða henni þessari, blessaðir hormónarnir. Þórarinn Þórarinsson

Tökum bleikan bíl!

4

5



5

6

6

Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins

Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekni átaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.


68

bíó

Helgin 4.-6. október 2013

 Frumsýnd AbouT Time

 Frumsýnd Turbo

Rómantískur tímaflakkari Í eina tíð var Richard Curtis þekktastur sem höfundur bresku sjónvarpsþáttanna Black Adder og Mr. Bean. Black Adder skrifaði hann ásamt Ben Elton og í raun gætu þeir þættir haldið nafni hans á lofti um ókomna tíð enda fádæma góðir í alla staði. Hróður Curtis barst enn víðar eftir að hann skrifaði handrit rómantísku gamanmyndarinnar Four Weddings And a Funeral og hann hefur síðan þá plægt akur ástarinnar í kvikmyndum. Notting Hill fylgdi í kjölfarið og síðan skrifaði hann og leikstýrði sjálfur Love Actually. Og nú er Curtis mættur til leiks með About Time sem fjallar um ungan, mátu-

lega klaufalegan náunga sem býr yfir þeirri náðargáfu að geta ferðast aftur í tíma. En þessi hæfileiki er eitthvað sem erfist í beinan karllegg í fjölskyldu hans. Þetta kemur sér sérlega vel fyrir drenginn þegar hann klúðrar málum í samskiptum sínum við konur en vitaskuld er stórkostlegt að geta alltaf spólað til baka, lært af mistökunum og gert betur. Rachel McAdams og Domhnall Gleeson fara með aðalhlutverkin en sá frábæri leikari Bill Nighy kemur einnig við sögu en hann setti einmitt eftirminnilegan svip á Love Actually. Aðrir miðlar: Imdb: 7,6, Rotten Tomatoes: 64%, Metacritic: 54%

Kátur kappaksturssnigill

Domhnall Gleeson leikur mann sem nýtur þess að geta marg endurtekið tilraunir sínar til þess að heilla Rachel McAdams.

Sniglar eru þekktir fyrir flest annað en að fara hratt yfir. Snigillinn Turbo lætur þetta þó ekki aftra sér frá því markmiði að verða fyrsti kappaksturssnigill í heimi í teiknimyndinni Turbo. Eftir furðulegt slys öðlast snigillinn með stóru draumana einhvers konar ofurkrafta sem gera honum kleift að þjóta áfram á fleygiferð. Hann ákveður því að keppa í hinum þekkta ofsakappakstri Indianapolis 500 og þangað stefnir hann ásamt aðstoðarsniglum sínum, tilbúinn til þess að leggja allt undir til þess að sigra. Ryan Reynolds talar fyrir Turbo en fjöldi þekktra leikara ljær persónum

Snigillinn Turbo ætlar sér stóra hluti.

einnig raddir sínar, þar á meðal Kurtwood Smith, Snoop Dogg, Michelle Rodriguez, Richard Jenkins, Paul Giamatti, Luis Guzmán og Samuel L. Jackson.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,3, Rotten Tomatoes: 65%, Metacritic: 59%

 Frumsýnd Prisoners

OH BOY

VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HALDA VINSÆLUSTU KVIKMYNDIRNAR Á EFFI ÁFRAM Í SÝNINGUM Í BÍÓ PARADÍS!!

CHILD´S POSE

LA GRANDE BELLEZZA

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Ert þú búin að prófa ? Hugh Jackman grípur til ofbeldis og örþrifaráða þegar dóttur hans og nágranna hans er rænt á meðan rannsóknarlögreglumaðurinn Loki, sem Jake Gyllenhaal leikur, rannsakar barnaránin.

Örvæntingarfullur faðir grípur til ofbeldis Macadamia Oil sjampó og næring

Sérstaklega nærandi formúla fyllt af Macadamia olíu sem samstundis nærir og mýkir þurrt og efnameðhöndlað hár. Bambusþykkni ásamt sykurreyr gefa hárinu silkimjúka áferð og bætir klofna enda. Hentar sérstaklega vel mjög þurru hári.

Prisoners var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september. Áhorfendur og gagnrýnendur tóku myndinni vel og efnistökin benda óneitanlega til þess að hér sé á ferðinni ein áhugaverðasta spennumynd ársins. Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal eru í helstu hlutverkum en Jackman leikur mann sem rænir og pyntar mann sem hann grunar að hafi rænt dóttur sinni. Gyllenhaal leikur lögreglumanninn sem rannsakar málið.

n Eins og náttúran hafði í hyggju

MagnesiumOil Sport Spray Færðu oft harðsperrur eða vöðvakrampa?

PRENTUN.IS

• Fyrirbyggir harðsperrur og vöðvakrampa • Flýtir fyrir endurheimt vöðva eftir æfingar • Borið beint á vöðvana og virkar strax Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland

Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Crossfit Reykjavík, Crossfit Hafnarfirði, Systrasamlaginu og TRI Suðurlandsbraut

Þetta örþrifaráð setur nágranna hans í siðferðislega klemmu.

ýjustu kvikmynd leikstjórans Denis Villeneuve, sem á meðal annars að baki hina áhrifaríku mynd Incendies, var vel tekið þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir nokkrum vikum. Villeneuve teflir hér fram öflugum hópi leikara með þá Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í forgrunni. Þeim til halds og trausts eru svo Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Melissa Leo og Paul Dano. Jackman og Bello leika Dover-hjónin, Keller og Grace. Þau fara í þakkargjörðarkvöldverð til Birch-hjónanna, Franklin og Nancy, sem Howard og Davis leika. Hvor um sig eiga hjónin tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Notaleg tilvera þessara nágranna og vina í úthverfi New York hrynur þetta kvöld þegar hjónin átta sig á að stúlkurnar eru horfnar og allt bendir til þess að þeim hafi verið rænt. Þá mætir rannsóknarlögreglumaðurinn Loki, sem Gyllenhaal leikur, á svæðið. Hann er fljótur að finna mann sem þykir líklegur til þess að hafa numið stúlkurnar á brott. Þótt sá hegði sér um margt undarlega tekst Loka ekki að bendla hann við mannránin. Persóna Jackmans bregður þá á það ráð að ræna hinum grunaða og koma honum fyrir í

yfirgefinni byggingu þar sem hann tekur til við að reyna að berja einhverjar vísbendingar um afdrif stúlknanna upp úr honum. Þetta örþrifaráð setur nágranna hans í siðferðislega klemmu. Eftir því sem sögunni vindur fram verður ljóst að ekki er allt sem sýnist í þessu óhugnanlega máli og við lögreglunni og foreldrunum blasir flókið völundarhús. Villeneuve er þekktur fyrir flest annað en hlífa áhorfendum en árið 2011 var mynd hans Incendies tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin en hún byggði á leikriti Wajdi Mouawad. Verkið var sett á svið í Borgarleikhúsinu í janúar 2012 og hét Eldhaf á íslensku. Þar sagði frá tvíburunum Símon og Janine sem halda í átakanlega óvissuferð eftir að þau fá skilaboð með ákveðnum fyrirmælum frá nýlátinni móður sinni. Aðrir miðlar: Imdb: 8,3, Rotten Tomatoes: 80%, Metacritic: 73%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


70

menning

Helgin 4.-6. október 2013

 Bjössi Thor Ný plaTa og gíTarveisla

Jeppi á Fjalli – frumsýning í kvöld kl 20 Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Sun 6/10 kl. 13:00 aukas Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 4/10 kl. 20:00 frums Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Þri 8/10 kl. 20:00 aukas Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Mið 9/10 kl. 20:00 aukas Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik

Rautt (Litla sviðið)

Fös 4/10 kl. 20:00 13.k Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Lau 5/10 kl. 20:00 16.k Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Sun 6/10 kl. 20:00 17.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Aðeins þessar sýningar!

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið

Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k

Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)

Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna

Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Fös 11/10 kl. 20:00 frums Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Sun 13/10 kl. 20:00 2.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Bjössi Thor tekur uppáhalds Bítalögin sínum eigin tökum á nýjum diski.

Einn með Bítlunum

Gítarleikarinn magnaði Björn Thoroddsen hefur gefið út geisladiskinn Bjössi Thor og Bítlarnir þar sem hann spilar uppáhalds lögin sín með hinum dáðu fjórmenningum sem höfðu vitaskuld mikil áhrif á Bjössa þegar hann var yngri. Hann hélt útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöld og gítargleðin heldur þar áfram á föstudag og laugardag.


menning 71

Helgin 4.-6. október 2013

Bíó Br æðingur tveggja listforma

Hjaltalín leikur kvikmyndatónlist Þetta eru eiginlega bara uppáhaldslögin mín frá því að ég var að hlusta á Kanann í gamla daga.

Hljómsveitin Hjaltalín samdi síðasta vetur tónlist fyrir þöglu kvikmyndina Days of Gray. Myndin verður frumsýnd í dag, föstudag, á Riff og mun hljómsveitin leika tónlistina undir sýningunni. Forsaga málsins er sú að leikstjóri myndarinnar, hin bandaríska Ani Simon-Kennedy, sá Hjaltalín spila á tónleikum í Prag í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Hún heillaðist af sveitinni og einsetti sér að búa til mynd þar sem tónlist Hjaltalín gæti fengið að njóta sín. Niðurstaðan varð Days of Gray sem segir frá vináttusambandi pilts og stúlku sem yfirvinna ótta sinn gagnvart hvort öðru og öðlast skynbragð á fegurðina. Samstarf leikstjórans og hljómsveitarinnar þykir hafa heppnast svo vel að plata er væntanleg frá Hjaltalín í haust þar sem lögin úr myndinni hljóma.

Hjaltalín leikur undir sýningu á kvikmyndinni Days of Gray í Gamla bíói í kvöld.

Sýningin er í Gamla bíói klukkan 21 í kvöld, föstudagskvöld. Miðasala fer fram á Riff.is og í miðasölu hátíðarinnar í Tjarnarbíói.

NÝTT FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI Nýjung!

g

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

D-VÍTAMÍNBÆTT

LÉTTMJÓLK OG NÝMJÓLK Nú í 1/2 lítra umbúðum

Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og hjálpar okkur að takast á við daginn með bros á vör. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.

D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk - eins og hollur sólargeisli

:-D

ENNEMM / SÍA / NM53669

ítarleikarinn Björn Thoroddsen fylgdi nýjum geisladiski sínum, Bjössi Thor og Bítlarnir, úr hlaði með tónleikum í Salnum á fimmtudagskvöld. Hann heldur gítarveislunni áfram í Kópavoginum á föstudag og laugardag þar sem hann fær góða gesti til að troða upp. „Þetta eru eiginlega bara uppáhaldslögin mín frá því að ég var að hlusta á Kanann í gamla daga,“ segir Bjössi um plötuna þar sem hann spilar meðal annars lögin Help, Norwegian Wood og With A Little Help From My Friends. Bjössi spilar lögin öll sóló, einn og óstuddur en hann hefur gert nokkuð af því síðustu misseri að spila einn út um víða veröld. „Þetta er svolítið nýtt sem ég hef verið að gera og hef verið að spila svona sóló-tónleika út um allan heim. En hef ekki verið að gera þetta mikið hérna heima.“ Túlkun Björns á Bítlalögunum hafa vakið athygli á þessum tónleikum og sjálfur telur hann sig fyrst núna til búinn til þess að gefa þau út. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin sem Bítlarnir höfðu á hann ungan en hann ætlaði sér að ganga í hljómsveitina á yngri árum. Þeir vissu hins vegar ekkert af honum og voru hættir áður en hann lærði almennilega á gítar. „Þegar maður var að hlusta á þá á Kananum gat maður einhvern veginn aldrei spilað þetta almennilega. Nú er bara kominn tími á það og nú treysti ég mér í þetta.“ Á föstudagskvöld býður Bjössi til gítarveislu með öflugum félögum. Í ár verður kassagítarinn í aðalhlutverki, en auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítarleikarinn Tim Butler, bandaríski snillingurinn Trevor Gordon Hall sem lætur gítarinn hljóma eins og heila hljómsveit og hinn fingrafimi Craig D'Andrea. Á laugardagskvöldinu keppa svo Kanada og Kópavogur í blús. Blústríó Tim Butler byrjar kvöldið með standara eftir Johnny Winther, Jimi Hendrix og fleiri. Þegar líður á kvöldið munu stíga á svið blúsarar sem tengjast Kópavogi á einn eða annan hátt. Þar má nefna á Tryggva Hubner, Kristján Hreinsson, Óskar Björn Bjarnason, Björgvin Birki Björgvinsson, Ólaf Þór Kristjánsson, Dag Sigurðsson og Rannveigu Ásgeirsdóttur. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20 í Salnum í Kópavogi.


menning

72

Helgin 4.-6. október 2013  Kjarvalsstaðir tvær yfirlitssýningar

Alexander Rodchenko og Kjarval bankanna

GRÍMAN

Barnasýning ársins 2010

B

„Salurinn veltist um af hlátri. Gaman!!! “ E.B. Fréttablaðið

„Skemmtileg tónlist, fallegt mál, smekkleg umgjörð og góður leikur.“ SG, Mbl.

DV

Leikhústilboð fjórir miðar á 9900 kr. Sýningardagar Sun. 6. okt. kl. 13.00 Sun. 20. okt. kl. 13.00 Sun. 27. okt. kl. 13.00 uppselt Sun. 27. okt. kl. 15.00

miðasala á midi.is og í tjarnarbíói

Alexander Rodchenko, Stairs, 1930.

Fjölskyldusöngleikur eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson. Tónlist eftir Villa Naglbít.

Jóhannes S. Kjarval, Hvítasunnudagur, 1917.

ylting í ljósmyndun, yfirlitssýning á verkum Alexanders Rodchenkos, eins áhrifamesta listamanns Rússlands á fyrri hluta 20 aldar verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, á morgun, laugardaginn 5. október, klukkan 16. Þá verður jafnframt opnuð sýningin Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna en sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að draga fram víðtæka mynd af ferli Jóhannesar S. Kjarvals. „Það er mikill akkur fyrir Listasafn Reykjavíkur að fá verk Alexanders Rodchenkos til Reykjavíkur en sýningin Bylting í ljósmyndun hefur verið sett upp í mörgum af helstu borgum heims, þ.m.t. London, Vín, Róm, Amsterdam, Ríó de Janeiro, Kraká og Moskvu. Á þessu ári eru 70 ár liðin frá því formlegt stjórn málasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Tímasetning sýningarinnar tengist 70 ára afmæli þessara tímamóta,“ segir í tilkynningu safnsins. Á sýningunni gefur að líta yfir 200 verk eftir listamanninn en þau koma frá Ljósmyndasafni Moskvu. Sýningarstjóri er Olga Sviblova, safnstjóri Multimedia Art Museum í Moskvu, en hún er einn þekktasti sýningarstjóri Rússlands. Framleiðandi sýningarinnar er Ragnheiður Kristín Pálsdóttir. Alexander Rodchenko fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi árið 1891 og starfaði sem listamaður og hönnuður í Moskvu frá árinu 1915. Hann var brautryðjandi á sviði ljósmyndunar og grafískrar hönnunar og hannaði m.a. bókakápur, veggspjöld og auglýsingar ásamt eiginkonu sinni og nánasta samstarfsmanni, Varvöru Stepanovu. Veggspjöldin eru meðal þekktustu verka Rodchenko og veita enn innblástur, nú tæpri öld síðar. Á sýningunni Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna verða sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval í eigu Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Íslensku bankarnir hafa keypt og varðveitt mörg verk eftir íslenska listamenn og eiga stór söfn verka eftir Kjarval. Verkin prýða fundarherbergi og afgreiðslur útibúa bankana um allt land. Á þessari sýningu gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá öll þessi verk á einum stað. Sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að draga fram víðtæka mynd af ferli Kjarvals. Öll málverk eftir hann í eigu safnsins sjálfs voru dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem var opnuð á Kjarvalsstöðum í desember 2012. Nú er komið að Kjarval bankanna, þar sem er að finna margar gersemar sem hafa ekki sést fyrr á opinberum sýningum. Sýningin er í anda salon-sýninga þar sem málverkin þekja alla veggi Kjarvalssalarins, frá gólfi og upp í loft.

Ný plata frá Halli Ingólfs Tónlistarmaðurinn Hallur Ingólfsson hefur sent frá sér sólóplötuna Öræfi. Á plötunni eru níu ósungin lög. „Útsetningar laganna hugsaði ég sem einskonar lífshlaup. Laglína fer af stað og breytist allan tímann. Verður fyrir áföllum og upphefst til skiptis í samspili hljóðfæranna þar til lagið líður undir lok. Eins konar ör-æfi,“ segir Hallur um plötuna. Sum laganna eiga upptök sín að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir undanfarin ár. „Það útskýrir kannski dramatíkina, en það er alltaf gaman að fást við hana. Bæði getur hún verið ægifögur og kraftmikil og svo er oftast einhver húmor í henni líka, ef maður kærir sig um að koma auga á það.“ Hallur sá sjálfur um upptökur og hljóðblöndun á Öræfi og leikur auk þess á gítar, bassa og trommur, en Þorbjörn Sigurðsson annaðist píanóleik. Hallur lýsir Þorbirni sem einhverjum „snjallasta tónlistarmanni sem ég hef hitt,“ í umslagi

Hallur Ingólfsson hefur sent frá sér sólóplötuna Öræfi. Hann leikur á tónleikum með hljómsveitinni Skepnu á föstudagskvöld.

plötunnar. S. Husky Höskulds sá um hljómjöfnun. Hallur sendi nýverið frá sér plötu með félögum sínum í hljómsveitinni Skepnu. Platan er samnefnd sveitinni og hefur fengið ágætis viðtökur. Rokksveitin heldur tónleika á Dillon í kvöld, föstudagskvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og aðgangur er ókeypis.


74

samtíminn

Helgin 4.-6. október 2013

 Jeppi á FJaLLi:

Fyrsti lágstéttaralkinn Það var ekki fyrr en í byrjun sext­ ándu aldar sem Evrópumenn lærðu að eima áfengi. Fram að þeim tíma hafði alþýða manna drukkið vín bruggað úr vínberjum í löndunum við Miðjarðarhafið en bjór eða mjöð í norðrinu þar sem vínviður þreifst ekki. Kosturinn við vínvíðinn er að berin eru sæt og vín verður því sterkara en öl. Vín var þó ekki eins sterkt á miðöldum og það er í dag; enda skyldu menn ekki hvernig alkóhól varð til fyrr en Louis Pas­ teur gat útskýrt upp úr miðri síð­ ustu öld að það eru örverur sem éta sykur og gubba alkóhóli sem breyta vatni í vín. Allt þar til að Pasteur leysti þessa gátu var vínandi ýmist talinn gjöf frá Guði eða sending frá andskotanum. Menn höfðu ekki enn náð að rækta upp kröftugt ger. Það öl sem alþýða manna drakk var því veikt og vart svo sterkt að hægt væri að drekka í sig alkóhólisma með neyslu þess. Við þekkjum dæmi þessa úr Ís­ landssögunni. Það er varla hægt að benda á neinn alkóhólista í Ís­ lendingasögunum en þegar kem­ ur fram á Sturlungaöld hittum við fyrir menn af höfðingjaættum sem drekka frá sér mörg sín bestu ár við hirð Noregskonungs. Það tókst þeim með suðrænum vínum sem flutt voru til hirðarinnar. Þegar þessir menn sigla út til Íslands renn­ ur af þeim, enda var of kostnaðar­ samt og plássfrekt að flytja vínflösk­ ur alla leið til Íslands. Þórður kakali var fyllibytta í Noregi en reið síðan um Ísland hálf sturlaður á þurrafyll­ erí. Þannig má skilja Sturlungu. Kunnáttan í að eima áfengi kom frá aröbum til Ítalíu snemma á sext­

ándu öld. Hún breiddist tiltölulega hægt um vínræktarlönd Miðjarð­ arhafsins en þegar fólk í bjórbelt­ inu komst upp á lag með að eima gambra varð fjandinn laus. Eiming gerði það mögulegt að nýta um­ framuppskeru af korni sem ella hefði þránað. Það var því litið á eim­ ingu sem kjarabót fyrir bændur auk þess sem aukið aðgengi að áfengi þótti auka lífsgæði alls þorra fólks. Hollendingar komust upp á lag með að eima séníver í lok sautjándu aldar og Englendingar hófu mass­ íva ginframleiðslu (og ­drykkju) í byrjun þeirra átjándu. Eimað áfengi barst til Íslands á upphafsárum átj­ ándu aldar frá Danmörku. Leikritið um Jeppa á Fjalli er því skrifað að­ eins einum eða tveimur áratugum frá því að eimað áfengi hellist yfir danskt samfélag. Og brennt áfengi hafði mikil og slæm áhrif. Kjara­ og lífsgæðabótin reyndist ekki sú sem menn bjugg­ ust við. Næstu áratugina og aldirn­ ar glímdu samfélögin við að hemja vandann. Sums staðar endaði sú glíma á að áfengi var bannað; eins og til dæmis á Íslandi. Annars stað­ ar var sköttum og lögum beitt til að þröngva alþýðu manna til að drekka veikt öl eins og áður hafði tíðkast. Þá leið fóru Danir með sinn grøn og hof. En þegar stjórnvöldum (bar­ ónum og greifum) hafði að nokkru tekist að lempa drykkju alþýðunnar hafði Jeppi og hans kynslóð alkó­ hólista fyrir löngu drukkið sig í hel. Þegar dró nær okkur í tíma tóku samfélögin til við að aflétta höftum á sölu og neyslu áfengis og þá fjölg­ aði Jeppum á Fjöllum til muna. En það er önnur saga.-gse

 LeikList Fordómur um Jeppi á FJaLLi

Það vita flestir að alkóhólsimi lagast lítið við að alkinn flytji í skárra húsnæði og fái þjón á hvern fingur. En gæti skuldum vafinn lágstéttarauli nýtt sér slíkt tækifæri til að lyfta sé á örlítið hærra plan?

Smíðar gæfan fólk? Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld bráðum 300 ára gamanleik Ludvig Holberg sem Benedikt Erlingsson, Megas og Bragi Valdimar Skúlason hafa snúið upp í tónleika með leikatriðum. Það verður forvitnilegt að vita hvernig þeir snúa sér gagnvart samfélagslegum spurningum verksins.

Þ

ótt það verði gaman að sjá hvaða leikhúsbrögðum Benedikt Erl­ ingsson beitir til að umbreyta næstum 300 ára gömlum farsa í nútíma­ lega sýningu þá verður enn forvitnilegra að sjá hvernig hann afgreiðir ágengnar samfélagslegar spurningar verksins handa okkur nútímafólkinu: Móta að­ stæðurnar manninn eða mótar maður­ inn aðstæður sínar?

Leikrit um sjúkdóm

Alkóhólismi Jeppa á Fjalli er skilgetið afkvæmi tilraunar stjórnvalda til að bæta hag bænda með því að hvetja þá til að brugga úr og eima umframuppskeru af korni.

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Ég býst við að gamli róttæklingurinn Benedikt Erlingsson losi Holberg undan þessari áþján samtíma síns og snúi verkinu á haus; stéttarlega – gefi Jeppa ríka mennsku en skrípi upp baróninn og hyski hans.

En Jeppi á Fjalli er líka leikrit um alkó­ hólisma; þótt höfundurinn hafi örugg­ lega ekki kunnað það hugtak. Sjálf­ sagt hefur hann ekki talið stjórnlausa drykkju til sjúkdóma heldur frekar sem gott dæmi um skort á sjálfstjórn. Sem aftur væri gott dæmi um veiklundaðan karakter. Það er hins vegar ekki hægt að bjóða nútímaáhorfendum upp á slíkan skilning á fíknisjúkdómum. Aðstandendur sýn­ ingarinnar þurfa að setja nýjan skilning undir hegðun Jeppa. Hann þarf ekki að hegða sér öðruvísi; alkóhólistar hegð­ uðu sér eins og alkóhólistar löngu áður en nokkur kunni að kalla þá því nafni. Hann sjálfur og samferðafólk hans þarf heldur ekki að breyta fordæmingu sinni á hegðun hans og getuleysi; sjálfsfyrir­ litning alkans er engu minni í dag en fyrir 300 árum og ráðaleysi þeirra sem umgangast alkann það sama. Það þarf aðeins að færa til samkennd og sam­ stöðu áhorfenda án þess þó að breyta nokkru. En svo er Jeppi á Fjalli heldur ekki um alkóhólisma. Þótt sjúkdómurinn ýti söguþræðinum af stað þá breytir hann svo sem engu. Það breytir enginn um afstöðu til sjúkdómsins eða Jeppa. Sjúk­ dómurinn er ekki vendipunktur. Jeppi er minnimáttar og forsmáður vegna þess að hann er alkóhólisti en það mætti svo sem hvað sem er annað hrjá hann – ef það er almennt viðurkennt að það megi hlæja að því. (En líklega er alkóhólismi eitt af því fáa sem enn má hlæja að.)

Leikrit um mannúð

Líkast til ganga flestir út frá því að sátt sé í samfélaginu um að aðstöðumunur móti fólk; að fátækt svipti fólk getunni til að lifa fullburða lífi og skerði lífs­ skilyrði fólks; fremur en að hinn fátæki sé á einhvern hátt gölluð mannvera og geti þar af leiðandi ekki notið sín til fulls

og sé þar af leiðandi fátæk. Það liggur einhvern veginn í loftinu að þetta séu löngu afgreidd álitamál; að konur séu ekki eftirbátar karla heldur ráðist lakari samfélagsleg staða þeirra af krónískum aðstöðumun sem gengur furðuhægt að vinna bug á. Eða innflytjendur, fatlaðir og veikir. Og þar með taldir alkóhólistar. En þótt það sé sterk löngun okkar að líta svo á að samfélagið sé mannúðlegt og þar ríki jafnræði þá fer því að sjálf­ sögðu fjarri. Þvert á móti hefur verið grafið undan almennri trú fólks á að hægt sé að auka lífsgæði í samfélaginu með því að draga úr aðstöðumun þeirra sem standa höllum fæti og hinna sem hafa það harla gott. Því er haldið fram að slíkt gagnist ekki og geri jafnvel aðeins illt verra. Að hjálparhöndin haldi hinum veika í raun niðri. Að hann muni helst rísa upp ef honum er hrint. Vegna þessa tvískinnungs í samfé­ lagi okkar (við látum sem við búum í samfélagi sem er mótað af sigri mann­ úðarstefnunnar en höfum upplifað lang­ varandi bakslag hennar undanfarna ára­ tugi) þá verður spennandi að sjá hvernig Benedikt Erlingssyni og leikhópnum tekst að bera á borð þessa grunnspurn­ ingu verksins: Gerir fátæktin fólk að vesalingum eða verða vesalingarnir alltaf fátækir? Hvernig er hægt að bera þessa spurningu fram í dag svo hún hljómi ný?

Leikrit um stéttarskiptingu

Vandi Ludvig Holberg árið 1722 (fyrir 291 ári) var ekki bara sá að hann var að fjalla um alkóhólisma án þess að vita að sá sjúkdómur væri til; heldur ekki síður að á þeim tíma var ómögulegt annað en að alþýðumaðurinn væri hlægilegur í leikriti en aðalsmaðurinn vitur og dann­ aður. Það tók næstum mannsaldur að snúa þessu við (t.d. í Brúðkaupi Fígarós 1784). Ég býst við að gamli róttæklingurinn Benedikt Erlingsson losi Holberg undan þessari áþján samtíma síns og snúi verkinu á haus; stéttarlega – gefi Jeppa ríka mennsku en skrípi upp baróninn og hyski hans.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


coffee

hannaðu þinn eigin sófa.... Komdu með málin af rýminu sem þú hefur til okkar og við aðstoðum þig við að teikna upp sófa sem hentar þér best og uppfyllir þínar þarfir.

Java

2x

Jamaica

1x

1x

1x

2x

12x

1x

1

2

þú velur arma sem passa sófanum.

3

þú velur áklæði eða leður eftir þínum smekk og þörfum.

Kenya

2x

8x

1x

Verð frá kr. 326.000 - stærð 240x280

Verð frá kr. 338.800 - Stærð 360x167

þú velur einingar og raðar saman svo úr verði sófi sem passar í þitt rými.

1x

Frábært úrval af áklæðum og leðri í boði.

4 5

þú velur viðar eða stálfætur.

Draumasófinn er framleiddur eftir þinni samsetningu.

Kave

1x

1x

1x

1x

Verð frá kr. 433.300 - Stærð 280x364

1x

1x

1x

6x

Verð frá kr. 283.780 - Stærð 210x295

10x

Ótal möguleikar á útfærslum. Allt frá því að vera stóll upp í stóran hornsófa.

2x

1x

4x

Verð frá kr. 156.900 - Stærð 232 cm

2x

1x

1x

8x

Verð frá kr. 252.800 í áklæði - stærð 252x151

2x

1x

Verð frá kr. 180.700 - stærð 230 cm

BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16

4x


76

dægurmál

Helgin 4.-6. október 2013

 Í takt við tÍmann Sigurmon Hartmann SigurðSSon

Róar hugann með innhverfri íhugun Sigurmon Hartmann Sigurðsson er 24 ára tónlistarmaður í hljómsveitinni Kajak. Hann og frændi hans, Hreinn Elíasson, skipa sveitina og sendu frá sér myndband við lagið Cold Crowned Eagle á dögunum. Þeir stefna á útgáfu breiðskífu fyrir jól og koma fram á Airwaves. Sigurmon horfir á Breaking Bad og gengur í Timberland-skóm. Staðalbúnaður

Ég nýti mér oftast tækifærið þegar ég ferðast til útlanda að kaupa mér föt, til dæmis í London eða Stokkhólmi. Það er reyndar orðið svolítið síðan ég gerði það síðast. Svo eru margar sniðugar síður á internetinu sem ég nota. Ég er voða týpískur strákur, geng mikið í skyrtum, gallajökkum og leddurum. Og brúnum Timberland-skóm, þeir hafa nýst mér vel. Ég er böðull á skó og þarf eitthvað sterkbyggt eins og Timberland.

Hugbúnaður

Þegar ég fer niður í bæ kíki ég oftast á Harlem eða einhvern annan eðalstað sem hefur nóg rými til að dansa. Maður verður að týna sér í dansinum. Ég panta mér oftast þetta klassíska á barnum, bjór á krana. Eða rauðvín ef ég vil gera vel við mig. Ég á nú ekki oft lausan tíma en þegar það gerist finnst mér gott að tjilla heima í stofu með góðum vinum og hafa það notalegt. Ég er svolítill bíómynda ofstækismaður og reyni að leyfa mér ekki of mikið. Annars myndi ég detta harkalega inn í minn eigin heim. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir

mínir eru Breaking Bad og It’s Always Sunny in Philadelphia. Ég datt inn í þá í sumar og hef ekki getað hætt.

Vélbúnaður

Við Hreinn erum með 27 tommu iMac í hljóðverinu sem við vinnum tónlistina á. Svo þjáist ég af alvarlegri græjufíkn eins og margir aðrir tónlistarmenn og sanka að mér hljóðgervlum og trommuheilum. Þar með er græjuþörfinni svalað. Síminn minn er til að mynda algert drasl, ég held að hann sé ódýrasti Nokia-síminn.

Aukabúnaður

Ég geri svolítið af því að elda, mest ítalskan mat eins og lasagna eða „spicy“ pasta. Svo klikkar góð pítsa aldrei. Ég byrjaði að stunda innhverfa íhugun í byrjun þessa árs og það hefur skilað sér mjög vel. Þarna næ ég að róa hugann í tuttugu mínútur tvisvar á dag. Ég nota bara lappirnar þegar ég ferðast um borgina og stundum fer ég í strætó. Það er fínt að halda þessu umhverfisvænu. Í sumar fór ég til Flateyjar og held mikið upp á hana eftir það. Það er ótrúlega fallegur staður sem situr fast í minningunni. Eftir áramót er svo planið að fara á túr með hljómsveitinni í Evrópu, það verður eitthvað spennandi.

Sigurmon og frændi hans, Hreinn Elíasson, stefna að því að fyrsta plata hljómsveitarinnar Kajak komi út fyrir jólin. Ljósmynd/Hari

 appafengur

„How to tie a tie“ Ég ákvað að fara út fyrir mitt persónulega áhugasvið í þetta skiptið og leitaði á netinu að hugmyndum. Fann loks þetta fína app sem sérstaklega er ætlað karlmönnum og kennir þeim að gera fjöldann allan af bindishnútum. Raunar getur þetta líka gagnast konum því ég hef nokkrum sinnum verið beðin um aðstoð við að binda bindishnút en hef þurft að biðjast undan öllu slíku. Þar til nú. How to tie a tie býður upp á einfalda og skýra kennslu í að gera fjölda bindishnúta, þar á meðal hinn sívinsæla Windsor, auk þess sem fólki er leiðbeint við að binda slaufur og brjóta vasaklúta í brjóstvasann. Eitt það skemmtilegasta við appið er að það nýtir myndavélina á iPhone-símanum sem spegil þar sem þú fylgir leiðbeiningum meðan þú horfir í spegilinn. Einnig er hægt að horfa á stutt sýnismyndbönd til að gera bindishnútana, auk þess að sjá teiknaðar myndir og lesa skrifaðar leiðbeiningar. Nú hafa karlmenn enga afsökun til að sleppa bindinu næst þegar þeir mæta í veislu og þeir geta meira að segja skartað nýjum hnúti í hvert sinn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Diskurliengnur væntanstu í næ v iku

Frumsýning í kvöld kl. 20 FÍTON / SÍA

lau. 5/10 kl. 20 sun. 6/10 kl. 20 þri. 8/10 kl. 20 mið. 9/10 kl. 20 fim. 10/10 kl. 20 fös. 11/10 kl. 20 lau. 12/10 kl. 20 sun. 13/10 kl. 20

UPPSELT UPPSELT UPPSELT örfá sæti UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

þri. 15/10 kl. 20 mið. 16/10 kl. 20 fim. 17/10 kl. 20 fös. 18/10 kl. 20 lau. 19/10 kl. 20 sun. 20/10 kl. 20 þri. 22/10 kl. 20 mið. mið.23/10 23/10 kl. 20

Skelltu þ ér í áskrift!

UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

fim. 24/10 kl. 20 fös. 25/10 kl. 20 lau. 26/10 kl. 20 sun. 27/10 kl. 20 fös. 1/11 kl. 20 lau. 2/11 kl. 20 sun. 3/11 kl. 20 mið. 6/11 kl. 20 fim. 7/11 kl. 20 fös. 8/11 kl. 20

UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT örfá sæti UPPSELT UPPSELT

lau. 9/11 kl. 20 sun. 10/11 kl. 20 mið. 13/11 kl. 20 fim. 14/11 kl. 20 fös. 15/11 kl. 20 þri. 19/11 kl. 20 mið. 20/11 kl. 20 fim. 21/11 kl. 20 fös. 22/11 kl. 20 mið. 27/11 kl. 20

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

UPPSELT UPPSELT örfá sæti örfá sæti UPPSELT örfá sæti örfá sæti örfá sæti UPPSELT

fim. fös. sun. fim. fös. sun. fim. fös. lau.

UPPSELT

28/11 kl. 20 29/11 kl. 20 1/12 kl. 20 5/12 kl. 20 6/12 kl. 20 8/12 kl. 20 12/12 kl. 20 13/12 kl. 20 14/12 kl. 20

örfá sæti UPPSELT örfá sæti

Allt a seljasð örfá u sæti p t örfá sætip! örfá sæti örfá sæti


78

dægurmál

Helgin 4.-6. október 2013

 tónleik ar BaM Marger a safnar fyrir hjólaBrettagarði

Kvænist á hjólabrettatónleikunum „Miðasalan er búin að ganga mjög vel og við vonumst til að fylla svæðið,“ segir Bjarki Rúnar Sigurðarson, einn skipuleggjenda tónleika sem Bam Margera efnir til á morgun, laugardag, í Hafnarhúsinu. Tónleikarnir eru haldnir til að styðja við íslenska hjólabrettamenningu og safna fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík. Flestir þekkja Bam líklega úr Jackass-myndunum en hann er einnig þekktur hjólabrettakappi. Á tónleikunum mun Bam bæði ganga í það heilaga með unnustu sinni til tveggja ára, Nicole Boyd, og taka upp lokaatriðið í sjálfsævisögulegri bíómynd sem hann er að leggja lokahendur á. Hluti af ágóða þeirrar myndar rennur til byggingar á hjólabrettagarðinum.

Garðurinn verður nefndur „The Random Hero“ eftir gælunafni besta vinar Bam, Ryan Dunn, sem lést í bílslysi fyrir tveimur árum. Hljómsveit Bam, Fuckface Unstoppable, er meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum en þar verða einnig Sísý Ey, Kaleo, Endless Dark og Emmsjé Gauti. Bam Margera hvetur Íslendinga til að láta sjá sig og vera hluti af lokaatriði bíómyndar hans sem nefnist „Lets go to jail“ en meirihluti myndarinnar verður sýndur á tónleikunum. - eh Bam Margera ásamt unnustu sinni, Nicole Boyd, sem hann kvænist á tónleikunum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Þingmönnum boðið í bíó Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hvatti þingheim til þess að skottast yfir Austurvöllinn í gær og mæta á opinn fund um loftslagsmál á Hótel Borg. Guðni Elísson, prófessor við HÍ, stýrði fundinum í samvinnu við RIFF og þar komu saman nokkrir af af færustu vísindamönnum heims á sviði loftslags-

mála sem komu til landsins til þess að funda með kvikmyndaleikstjórum sem hér eru staddir vegna RIFF. Ekki fer mörgum

Sekt á Akureyri Leikfélag Akureyrar frumsýnir á föstudagskvöld Sekt, nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín. Sekt byggir á dómsmáli frá 19. öld. Lífsþræðir ábúenda og vinnumanns í Rifshæðarseli á Melrakkasléttu fléttast saman í örlagaríkum ástarþríhyrningi. Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum tíma byggir Hrafnhildur upp spennandi atburðarás. Leikstjórinn, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, útskrifaðist vorið 2011 úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Leikarar í sýningunni eru: Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, Þráinn Karlsson, Embla Björk Jónsdóttir og Særún Elma Jakobsdóttir.

sögum af mætingu þingmanna en þeir hafa helgina til þess að kynna sér málaflokkinn betur þar sem þeir voru einnig hvattir

 Þórey Mjallhvít Mótar Myndasögu á vefnuM

eindregið til þess að kíkja í bíó og sjá myndir um loftslagsmál.

Margrét Sara dansar í Pompidou Margét Sara Guðjónsdóttir dansar aðalhlutverkið í verki Gisele Vienne og Dennis Cooper, This is how you will disappear, sem frumsýnt var árið 2010 á Festival D´Avignon, sem er stærsta og virtusta leik og danslistarhátið í Evrópu. Margrét Sara hefur fengið lofsamlega dóma fyrir dans sinn í sýningunni um allan heim og hún mun taka þátt í sýningum á verkinu í hinu rómaða Pompidou-safni í París á menningarnótt borgarinnar á laugardaginn.

Á vefnum ormhildur.wordpress.com er hægt að fylgjast með hvernig Þórey Mjallhvít þróar myndasögu upp úr meistaraverkefni sínu í ritlist. Sagan gerist í framtíðinni þegar Reykjavík er komin á flot og þjóðsagnaskepnur ganga lausar.

Skoffín herja á Breiðholtseyju Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir, teiknari og hreyfimyndagerðarmaður, vinnur nú að því að koma meistaraverkefni sínu í ritlist við Háskóla Íslands í myndasögu. Nú situr hún og teiknar með handrit sitt sem leiðarvísi en í Ormhildarsögu berst hetjan sem við hana er kennd gegn forynjum og þjóðsagnaskrímslum sem komu undan bráðnuðum jöklum sem hafa fært Reykjavík í kaf þannig að eftirlifendur þurfa að hírast á litlum eyjum í stöðugri lífshættu.

Þ

Skoffín

Hetjan Ormhildur Ormhildur er bókaormur sem vinnur hjá KGRR, Kukl- og galdrarannsóknarsetri ríkisins, við að finna galdraráð gegn skrímslum. Árið er 2043 og það eru breyttir tímar. Hlýnun jarðar varð að veruleika, jöklarnir eru bráðnaðir og undan þeim skriðu þúsundir kvikinda sem höfðu legið í dvala. Íslendingar lifa í stöðugri baráttu við þjóðsagnarkvikindin og náttúruöflin. En Ormhildur hefur fundið galdraseið sem getur læst þjóðsagnarkvikindin í klakabrynju. Eftir mikið mótlæti og með aðstoð gamlamenna og pönkara leggur hún af stað í ævintýri til að bjarga landinu.

órey Mjallhvít Ómarsdóttir er teiknari og hreyfimyndagerðarmaður sem hefur vanist því að hugsa í myndum en eftir að hafa lokið meistaranámi í ritlist tók hún til við að vinna myndasögu upp úr lokaverkefni sínu, Ormhildarsögu. Hún sinnir þessu verkefni ásamt námi í Kennaraháskólanum og leyfir áhugasömum að fylgjast með „myndasögu í bígerð“ á vefnum ormhildur.wordpress.com. „Með myndasögu í bígerð vil ég bara sýna fólki hugleiðingar mínar, sýna myndir sem ég er búin að gera eða blaðsíður. Ég ræði líka á vefnum hvernig maður fer frá orðum yfir í myndir,“ segir Þórey. „Þar sem ég er menntaður teiknari hef ég kannski oftast fyrst og fremst gripið í það að teikna en þegar ég var í ritlistarnáminu og þurfti að nota þann hluta af heilanum tók ég allt annan pól í hæðina.“ Þórey segir áhugavert að hafa

Þórey Mjöll með hetjunni sinni, henni Ormhildi sem sker upp herör gegn þeim forynjum sem herja á landið.

tekið þessi tvö ferli í sundur. Þannig að núna þegar ég sest niður og teikna er ég komin á einhvern annan stað.“ Hugmynd Þóreyjar er að gefa Ormhildarsögu út á bók og hún hefur þegar hlotið styrki til þess að halda áfram að þróa söguna. „Sagan gerist í framtíð þar sem einhvers konar heimsendir hefur orðið. Allt láglendi Íslands er komið á kaf og Reykjavík orðin að litlum eyjum; Breiðholtseyju og Árbæjareyju, til dæmis. Reykvíkingar hafa flestir náð að flýja upp á þessar eyjar og húka þarna í Breiðholtinu.“ Þórey segir að vissulega fjalli sagan að einhverju leyti um gróðurhúsaáhrifin en ástæðurnar fyrir flóðinu eru þó aðrar. „Þetta kemur til vegna galdra. Í fyrndinni höfðu galdramenn mannkyns læst alls konar þjóðsagnakvikindi í jöklum. Þegar svo galdrarnir hverfa úr samfélaginu og við þekkjum þá ekki lengur bráðna jöklarnir og dýrin sleppa. Það er því ekki nóg með að Íslendingar í framtíðinni búi á litlum eyjum heldur eru þeir stanslaust að eiga við óvætti eins og skoffín, eiturgeddur, nykra og þess háttar.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... fá bruggararnir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson í Borg Brugghúsi en bjór þeirra, Myrkvi, hlaut Evrópuverðlaun í sínum flokki á World Beer Awards.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Ástþór HElgasOn

húsgagnabæklingurinn okkar er kominn út! Í tilefni þess veitum við 20% kynningarafslátt af öllum vörum í bæklingnum. Húsgögn, rúm, dýnur, sængur og koddar. Ekki missa af þessu einstaka tilboði! Athugið! Gildir aðeins miðvikudag til mánudags.

Hjartahlýr fjölskyldumaður Aldur: 38 ára. Maki: Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. Börn: Þór 7 ára og Huginn 5 ára. Foreldrar: Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving. Áhugamál: Listir og fjölskyldan. Menntun: Lærði gullsmíði í Iðnskólanum sem heitir Tækniskólinn í dag. Var á samningi hjá Dýrfinnu á Ísafirði. Starf: Gullsmiður hjá ORR. Fyrri störf: Var rafsuðudrengur frá tólf til fimmtán ára. Vann líka við málmsmíði og blikksmiði. Stjörnumerki: Vatnsberi Stjörnuspá: Þér er sama hvað aðrir halda. Að minnsta kosti þrír vina þinna eru til í að slást í för með þér og að minnsta kosti einn þeirra þekkir leiðina og væri til í að taka að sér leiðsögn. Samkvæmt spá mbl.is

%

20

TUR T Á L S AF gnum

æklin b í m vöru ags d u n M á U m af ÖLL vikudag mið ga

s Aðein sa þes

Á

stþór er hjartahlýr og skemmtilegur maður og er alltaf tilbúinn í ný ævintýri og á mjög erfitt með að hafa ekki neitt að gera,“ segir Bryndís Erla, eiginkona Ástþórs. „Hann situr aldrei auðum höndum og er oftast með hugann við eitthvað ótrúlega spennandi og veit aldrei hvað klukkan er en stundum veit hann þó hvaða dagur er. Ástþór er þúsundþjalasmiður og deyr aldrei ráðalaus, til dæmis vorum við einu sinni stödd í hávaðaroki og mígandi rigningu á Mýrdalssandi þegar rúðuþurrkurnar biluðu. Í stað þess að bíða eftir hjálp þá gerði hann við þær með appóllólakkrísbita og snæri. Hann fer aldrei neitt án þess að vera með Leathermanninn sinn og alltaf er hann sá sem reddar öllu. Ástþór má ekkert aumt sjá, talar aldrei illa um fólk og virðir alltaf skoðanir annara. Svo er hann mikill fjölskyldumaður, frábær pabbi og yndislegur eiginmaður.“ Ástþór hannaði Bleiku slaufuna ásamt Kjartani Erni Kjartanssyni. Októbermánuður er tileinkaður Bleiku slaufunni, fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins, gegn krabbameinum hjá konum.

SILFURREFUR Loðkragi

Verð 14.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

Tilboðin gilda 02.10.13 - 07.10.13

6

da


lifandi lífsstíll

OKKAR LOFORÐ:

2. árgangur 2. tölublað október 2013

Lífrænt og náttúrulegt

Engin óæskileg aukefni

Tímarit Lifandi markaðar

Tímarit Lifandi markaðar

Hjá Lifandi markaði eru innkaupin einstök upplifun Við erum búin að skoða og greina innihaldslýsingarnar fyrir þig

Persónuleg þjónusta


lifandi lífsstíll

2

2. árgangur 2. tölublað október 2013 LKL súkkulað imuffins með jarðarbe rjakremi

Úrval LKL rétta sem metta magann og friða samviskuna Herkúles LKL þeytingur

Veljum lífræna og betri heilsu Kæru lesendur. Nú þegar haustið gengur í garð fagna margir því að geta kveikt á kertaljósum til að lýsa upp skammdegið og huga að ljósinu innra með sér. Á sama tíma er hafist handa við að taka sig á í mataræði og lífsstíl. Þá er mikilvægt að huga að bætiefnum með fæðunni okkar. D-vítamín er það stundum kallað, sólarvítamínið, vegna þess að framleiðsla þess í líkamanum er mest þegar sólin er hæst á lofti á sumrin. Hina níu mánuði ársins ber oft á skorti á þessu vítamíni hjá mörgum. Einnig er vert að minna á mikilvægi bætefna fyrir börn og unglinga til að auka andlega og líkamlega líðan og efla taugakerfi og ónæmiskerfi.

LKL kjúklingabaka

Á glæsilegum veitingastöðum Lifandi markaðar bjóðum við úrval ljúffengra LKL aðalrétta, eftirrétta og þeytinga. Allir unnendur lágkolvetnafæðis ættu að finna eitthvað ómótstæðilega gott við sitt hæfi í heillandi og þægilegu umhverfi. Að því loknu geta viðskiptavinir ýmist skoðað sig um í verslunum okkar og gert góð innkaup eða gengið sælir út með hreina samvisku gagnvart sætindapúkanum og fullan maga af fyrsta flokks hollustu og næringu.

8 góðar leiðir til bættrar heilsu að hausti

? = >

D-vítamín - lykilvörn gegn flensu og kvillum. Grænt grænmeti - ríkt af kalki, járni og trefjum. C-vítamín - styrkir ónæmiskerfið og er öflugt andoxunarefni.

? = =

70% Chili-súkkulaði - ríkt af andoxunarefnum og hitar líkamann. Engiferskot - bætir meltinguna og styrkir ónæmiskerfið. Kanill - jafnar blóðsykurinn.

=

>

Fiskolía (omega 3 fitusýrur) - góð fyrir hjarta- og æðakerfi og skerpir einbeitingu og hægir á öldrun.

Í þessu blaði er áhersla lögð á fjölskyldur og bætiefni og viðtöl við mæður sem gjörbyltu mataræði fjölskyldna sinna með afgerandi áhrifum á heilsu og líðan. Þær hafa sýnt hversu miklu máli skiptir að velja holla fæðu hafa og fundið leiðir til þess að viðhalda því. Hjá Lifandi markaði er mikið úrval af vítamínum og bætiefnum fyrir fólk á öllum aldri til að bæta heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Sérhæft starfsfólk okkar er ætíð reiðubúið að veita ráðgjöf og aðstoða við val á bætiefnum og öllu sem viðskiptavini langar að fræðast um. Margsinnis hefur verið sýnt fram á áhrif þakklætis og jákvæðs viðhorfs á heilsu. Líðan og upplifun viðskiptavina og starfsfólks skiptir okkur máli og við höfum skapað umhverfi og andrúmsloft til þess að ýta undir það. Lifandi stemning, hlýtt viðmót og litríkt og heillandi umhverfi eru hluti af því. Við viljum vera fyrsta val þeirra sem kjósa lífræn og náttúrleg matvæli og hugsa um heilsuna. Verið hjartanlega velkomin í Fákafen, Borgartún og Hæðarsmára. Við hlökkum til að sjá ykkur.

KAFFITÁR ÁN KRÓKALEIÐA

Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar.

Ábyrgðarmaður: Arndís Thorarensen Ritstjórn: Olga Björt Þórðardóttir

Hönnun og umbrot: Jónsson & Le’macks / jl.is Ljósmyndir: Aldís Pálsdóttir Ljósmyndasöfn

www.lifandimarkadur.is @lifandimarkadur

Kaffitár er stoltur samstarfsaðili Lifandi Markaðar sem valdi expressó Marabá kaffið frá Kaffitár til að bjóða gestum sínum. Marabá er með góðri fyllingu og krydduðu eftirbragði – flottur endir á góðum veitingum.

/ /

Ber - C-vítamínrík og full af andoxunarefnum.


/ /

TAKMARKIÐ AÐ VERÐA BESTUR „Ég ætla að verða einn af bestu hlaupurum í heimi. Það er takmark sem ég hef unnið að síðan ég var krakki.“

Kári Steinn Karlsson, langhlaupari.

Án ódýrra uppfylliefna

www.nowfoods.is

Bragðgott grænfóður í þeytinginn

Fjölvítamín með steinefnum fyrir karla

Fjölvítamín með steinefnum fyrir konur

NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem er án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna.

Gæði • Hreinleiki • Virkni


lifandi lífsstíll

4

2. árgangur 2. tölublað október 2013 • 1 vistvænt egg • 1 msk chia-mjöl frá NOW • 1/2 tsk. Pizzakrydd frá Himneskri hollustu • 1/4 tsk. hvítlauksduft Smurðu kökurnar með rjómaosti. Veldu þitt uppáhalds meðlæti, t.d. avocado, tómata, kál og kjúklingabita og toppaðu með 36% sýrðum rjóma.

Flatbrauð/tortilla með eggjahvítu – aðeins þykkari tortillur • 3 eggjahvítur úr vistvænum eggjum • 1 msk. chia-mjöl eða möluð chia-fræ frá NOW • 1 tsk. husk-trefjar frá NOW • 1/4 tsk. vínsteinslyftiduft • 1/2 tsk. Pizzakrydd frá Himneskri hollustu • 1/4 tsk. hvítlauksduft Þeyta með töfrasprota eða písk, þynna með vatni ef þarf. Deigið er svo steikt á heitri pönnu í stuttan tíma þar til brauðið er tilbúið.

Uppskrift:

Lágkolvetna tortilla-brauð

Lífræn kryddlína

Sögur af kryddi Einstaklega fersk kryddlína frá Himneskri Hollustu Basilíka Basilíka hefur verið notuð við magakrampa, uppsölu, hita, kvefi, inflúensu, hósta, tíðarverkjum og til að draga úr magasýru. Sem áburður hefur hún verið talin nýtileg við flugnabiti, olía úr jurtinni hefur m.a. verið notuð í ilmvötn og til að draga úr höfuðverk. • Klassískt í ítalska matargerð, s.s. tómat- og pastarétti og á pítsuna. • Gott í grænmetisrétti, súpur, salöt, kryddsmjör, paté, hrísgrjóna-, fisk-, lamba-, kálfakjöts- og kjúklingarétti. Sædögg / Rosemary Áður fyrr var keimur af sædögg tákn vináttu og kærleika. Hún hefur gjarnan verið notuð í fegurðarskyni, fyrir hár og til að viðhalda ferskleika húðar. Þá hefur hún verið talin góð við mígreni, magakveisu, bakteríudrepandi og örvandi fyrir blóðrásina. • Á einkar vel við á lambakjötið en góð með öllu kjöti og hvers kyns villibráð. • Einnig viðeigandi á skelfisk,

í kjötsúpur, stráð á steikt egg eða grillaðan fisk, í eggja-, grænmetis-, pastaog spagettírétti. • Gefur skemmtilegt bragð í brauðbakstri. Kóríander Sætur ilmur kóríander er með örlitlum sítrónu/appelsínukeim. Notkun þess í matreiðslu og til lækninga má rekja aftur um árþúsundir á Indlandi og í Kína. Ríkt af C-vítamíni, er talið gott fyrir meltinguna og hreinsandi fyrir líkamann. • Á mjög vel við með nautakjöti og villibráð, algengt í ostarétti, súpur, sósur, grænmetis- og fiskrétti. • Víðast hvar talið ómissandi í karrýblöndur og er ein algengasta kryddjurtin í mexíkóskri og austurlenskri matargerð. • Einnig gott í sæta ábætisrétti. Engifer Eitt elsta og þekktasta krydd mannkynsins og hefur verið notað sem krydd og lyf í þúsundir ára. Hefur meðal annars verið talið gott við flensu

og kvefi, til að örva og bæta meltingu, slá á bólgur og lina verki. • Vinsælt í austurlenskri, arabískri og norður-afrískri matargerð, s.s. í súpur, sósur, grænmetis-, kartöflu-, fiskog kjötrétti. • Einnig upplagt í bakstur, s.s. brauð, kökur og sæta ábætisrétti.


Bragð ættu drykkinn á náttúRuLegan hátt

- án sykuRs • Sætt með Stevíu og Xylitoli • Aðeins 15 kaloríur • Hentar LKL - hvert bréf innheldur 3g af kolvetnum • Frískandi og bragðgott, t.d. í sódavatn, þeytinginn eða vatn með klökum

• Inniheldur ríkulegt magn af andoxunarefnum • 50% af ráðlögðum dag skammti 9 vítamína • Unnið úr náttúrulegum og hreinum hráefnum • Inniheldur 10 tegundir ofur-ávaxta

• Engin kemísk litarefni • Engin rotvarnarefni • Án glútens

Enginn sykur!

NOW framleiðir hágæða bætiefni og matvöru án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna. www.nowfoods.is

UMHVERFISVÆNAR HREINLÆTISVÖRUR

• 100% niðurbrjótanleg í náttúrunni • 100% náttúruleg með lífrænum olíum • Öflug virkni og afar notadrjúg • Mild fyrir húð og öndunarfæri • Hentar fólki með ofnæmi • Öll vörulínan ber tvær strangar umhverfisvottanir Drjúgur uppþvottalögur með pumpu

Unaðslegar handsápur með ilmkjarnaolíum

Handhægir fjölnota úðar

Fljótandi þvottalögur og öflug blettasápa


Verum sjálf góðar fyrirmyndir „Máttur matarins er meiri en okkur flest grunar. Það sem maður borðar hefur áhrif á skap, orku, heilsufar, meltingu, svefn, námsárangur og fleira,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, fjögurra barna móðir og höfundur bókarinnar Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar. Hún segir mataræði hafa breyst mikið á undanförnum 20 - 30 árum. Mikið sé keypt tilbúið og næringarsnautt og að framleiðendum sé treyst fyrir því hvað sé best fyrir neytanda. Hagsmunir seljanda séu ekki þeir sömu og neytanda. Matvælaframleiðendur standi oft í erfiðum rekstri og þynni út matinn til að fá meira fyrir hann. Tengsl á milli hegðunar og ruslfæðis „Næringarskortur er ekki einungis í vanþróuðum löndum, við verðum að vera vakandi fyrir því hvaða næringarefni við fáum,“ segir Berglind og bendir í því sambandi á nýjar niðurstöður rannsóknar í grein í Journal of the American Academy of Child & Adolescent Psychiatry. Þær sýna tengsl milli andlegrar vanheilsu barna og þess að ruslfæðis hafi verið neytt á unga aldri. Áhrifin komi meðal annars fram í hegðunarerfiðleikum. Hér sé bæði átt við þegar móðirin hefur borðað óholla fæðu á meðgöngu og börnin fengið óholla fæðu snemma á ævinni. Í bók Berglindar er kafli um mat og hegðun barna þar sem hún vitnar í sérfræðinga og rannsóknir þar sem þetta sé tengt saman. Einnig eru þar fimm reynslusögur af börnum og hvernig þau hafa öðlast nýtt líf við það að breyta um mataræði. Bætiefni án óæskilegra aukaefna „Óskastaðan væri sú að við þyrftum ekkert að spá í bætiefni en samkvæmt könnun á mataræði sem landlæknir lét gera 2010 - 2011 vantar D-vítamín, fólat

og járn í fæðið. D-vítamínið er ófullnægjandi hjá öllum sem ekki taka bætiefni eða lýsi reglulega.“ Berglind telur mjög mikilvægt að taka D-vítamín og Omega 3 sem bætiefni. Margar rannsóknir styðji við mikilvægi Omega 3 fitusýranna af margvíslegum ástæðum, m.a. vegna hegðunar, þynglyndis, geðrofa, geðklofa, ofvirkni og athyglisbrests. Einnig sé mikilvægt að bætiefni hafi ekki óæskileg fylli- og aukaefni séu sameindahreinsuð og án skaðlegra efna eins og t.d kvikasilfurs.“ Berglind segir yngri syni sína hrifna af DHA Omega 3 fitusýrum sem séu sérstaklega fyrir börn; í fisklaga belgjum frá Now með appelsínubragði. Mikilvægi meltingarvegarins Þá telur hún mjög mikilvægt sé að halda meltingaveginum í lagi til þess að viðhalda góðri heilsu. „Bandaríski rannsóknarháskólinn UCLA birti í sumar rannsókn sem sýndi fram á það að breyting á bakteríum í meltingarvegi hefur áhrif á heilastarfsemina.“ Þetta veki upp spurningar um sýklalyfjanotkun Íslendinga og hvernig áhrif hún hefur. „Ég gef börnunum mínum acidophilus sem hægt er að fá sem NOW tuggutöflur og þá veit ég að þau fá góðar bakteríur og einnig gæða fjölvítamín. Tölum jákvætt um hollustu við börn Mikilvægt sé að minna börn nógu oft á hvað sé þeim fyrir bestu og vera þeim góðar fyrirmyndir. Tala alltaf um hollustu sem eitthvað jákvætt og eftirsóknarvert og útskýra fyrir þeim hvernig matur hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Þau skilji það. Börn séu einnig mjög vanaföst og stundum geti verið erfitt að kynna eitthvað nýtt fyrir þeim; bjóða þeim að smakka nokkrum sinnum. Vöxtur, bati, þroski og öll heilunarstarfsemi líkamans kemur frá því sem við borðum,

drekkum og öndum að okkur. Morgunmatur, hádegismatur og nesti eru því mjög mikilvæg fyrir úthald og einbeitingu. Geitamjólk getur hjálpað Berglind er einnig einn stofnenda Geitanna þriggja, fyrirtækis sem flytur inn geitamjólk og er einungis seld í Lifandi markaði. Um er að ræða undanrennu- og nýmjólkurduft sem helmingur þeirra sem eru með mjólkursykuróþol getur notað, því hún er auðmeltaðri en kúamjólk. Geitamjólk er sætari og bragðmeiri og líkari rjóma að mýkt. Börn geta neytt geitamjólkur eftir sex mánaða aldur.

Bananabrauð sem getur verið kaka – án hveitis

* 5 dl möndlumjöl

* 2½ þroskaðir bananar

* 1½ tsk vínsteinslyftiduft * 1 tsk vanilluextrakt eða dropar * 2 egg Ef þið viljið hafa þetta sem köku má bæta við 1-2 msk af fljótandi sætuefni eins og agavesírópi eða lífrænu hunangi, nokkrum dropum af stevíu o.s.frv. Í stað þess að kaupa tilbúið möndlumjöl getið þið fínmalað möndlur sjálf í matvinnsluvél. Ég nota yfirleitt möndlur án hýðis en ef þið notið með hýði þá verður brauðið grófara, kannski meira eins og úr heilhveiti.

1. Hitið ofninn í 175 gráður. 2. Stappið banana og blandið saman við egg og vanillu. Ágætt að nota písk. Ef þið viljið nota sætuefni þá blandið því einnig saman við. 3. Hrærið möndlumjöli saman við með sleif. Setjið smjörpappír í jólakökuform og hellið deiginu í formið. 4. Bakið í miðjum ofni í 45 mínútur.

Krem

* 4 msk hreinn rjómaostur * 2 msk agavesíróp, hunang eða annað sætuefni * 1 tsk sítrónusafi Hrærið öllu saman og smyrjið á kökuna. Skreytið með sítrónuberki ef vill. www.facebook.com/optibaciceland

N Ý T T HJÁ LI FAN DI MARKAÐI:

Magaró

vellíðan jafnvægi OptiBac probiotics vörulínan loksins fáanleg á Íslandi Gott jafnvægi vinveittra baktería í líkamanum stuðlar að heilbrigðu jafnvægi í meltingu sem skilar sér í sterkara ónæmiskerfi og auknu almennu heilbrigði og stöðugleika. Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að stoppa niðurgang. For maintaining Regularity minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklalyfjum. Nánari upplýsingar í verslunum Lifandi markaðar og á facebook.com/optibaciceland

Kynningartilboð! Fáðu OptiBac for a flat stomach kúrinn frítt með hverjum pakka af OptiBac Probiotics daily wellbeing. OptiBac Probiotics for daily wellbeing inniheldur 6 mismunandi góðgerla sem eru heildarlausn fyrir alla hluta meltingarkerfisins. OptiBac Probiotics for a flat stomach er 7 daga kúr sem inniheldur sérhæfða góðgerla sem hjálpa til við að ná heilbrigðari meltingu og skilvirkni í þörmum sem er forsenda fyrir vellíðan og þægilegum flötum maga.

loft, Minna agi! flatari m eð frítt m Fylgir y For dail g in wellbe


lifandi lífsstíll

7

2. árgangur 2. tölublað október 2013

Auðvelt að gera vel við sig með LKL mataræði María Krista Hreiðarsdóttir er tæplega fertug þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Hún á fimm hænur og þrjá ketti og er grafískur hönnuður og vöruhönnuður að mennt. Hún hefur vakið athygli fyrir bloggsíðu sína þar sem hún fjallar um hvernig breytt hugarfar og LKL mataræði hefur gjörbreytt lífi hennar. „Mataræðið hefur losað mig við allskonar kvilla, ég hef snarminnkað ofnæmislyf sem ég hef tekið inn síðan ég var unglingur. Sveppasýkingar hurfu nánast sama dag og ég tók sykur úr fæðunni. Skapið er betra og lundin er léttari,“ segir Krista og bætir við að hún kippi sér sjaldnar upp við vandamál og hafi mikla orku allan daginn. Freistingar ekki virði vanlíðunar Spurð um hvað sé erfiðast við að breyta um mataræði segir Krista að stundum sé erfitt að fara út að borða með fjölskyldunni því kröfur barnanna séu mismunandi. Oft náist samkomulag en stundum þurfi að borða í sitthvoru lagi. Ekki séu margir veitingastaðir sem bjóði upp á glútein-, sykur- og hveitilaust fæði. Sjálf segist hún vita að ef hún sleppir sér í sykri og óhollustu komi það í bakið á henni. Því sé það ekki þess virði að falla í freistingar. Hún segir að jafnframt hafi reynst auðveldara en hún hélt að sleppa sælgæti, kartöflum og brauði og sérstaklega bakkelsi

Blómkáls-skin því það hafi verið hennar helsti akkillesarhæll. Mjög auðvelt sé að baka og gera góða eftirrétti á LKL mataræðinu. Sætuefni fyrir sætupúkann Varðandi uppáhaldsvörur segist Krista mjög hrifin af mjöli sem unnið sé úr Chia og hörfræjum því endalaust sé hægt að bæta því í matinn, baka úr því og blanda í sósur og slíkt. „Eins eru sætuefni eins og erythritol og stevíudropar skemmtileg vara ef það á að fóðra sætupúkann,“ segir hún stríðnislega. Macademiuhnetur séu einnig ofsalega bragðgóðar og mettandi og eggin algjör ofurfæða. LKL mataræði oft misskilið Hún hvetur alla sem vilja breyta um lífsstíl að gera það á eigin

forsendum ef það á að ganga upp. Ef talið er að breytt mataræði geti hjálpað til að losna við óþægindi og sjúkdóma sem oft séu fylgikvillar ofþyngdar sé hægt að prófa að taka út hvítan sykur og sterkju og sjá hvaða áhrif það hefur á kroppinn. Misskilnings gæti oft um kolvetnasnautt mataræði því trefjar og góð kolvetni fáist úr svo mörgu. Sykur finnist í allt of mörgum fæðutegundum, sérstaklega í vörum sem börn sæki í. Endalaust sé hægt að útbúa hollan og bragðgóðan mat úr hreinni fæðu. „Þetta snýst allt um hugsunarháttinn og að gefa því séns,“ segir Krista að lokum. » mariakristahreiðarsdottir.blogspot.com

* 200 gr maukað blómkál * 1 egg * 2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk. til að setja yfir í lok eldunartímans * dass af salti

* dass af pipar * 1 tsk. paprikuduft (nauðsynlegt ) * 1 msk. NOW Chia Seed meal eða möluð NOW Chia fræ * 30 gr sýrður rjómi, til að skreyta með í lokin * 3 msk. beikonkurl

Maukið saman og setjið í skeljamót, bakið svo þar til það er orðið gyllt. Einnig má setja dálitla doppu beint á bökunarpappír og baka þannig. Takið úr mótinu, setjið á pappírsklædda bökunarplötu og stráið beikonkurli og dálitlu af rifnum cheddarosti yfir. Hitið aftur í ofni þar til „bátarnir“ hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk. af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.

fyrir góðan mat


lifandi lífsstíll

8

2. árgangur 2. tölublað október 2013

„Lífræn innkaup og veitingar á sama stað“ Auður Bjarnadóttir, jógakennari og eigandi Jógasetursins.

Upplifunin skiptir máli Stefna okkar hjá Lifandi markaði er að viðhalda og styrkja leiðandi hlutverk okkar í sölu á lífrænum og náttúrulegum vörum og bjóða stærsta markað á landinu með heilsuvörur. Við viljum vera fyrsta val þeirra sem kjósa lífræn og náttúrleg matvæli. Við rekum þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu þar sem viðskiptavinir geta gengið vísir að fyrsta flokks vörugæðum og heilsusamlegum veitingastöðum, kaffihúsum og safabörum. og náttúrulegt Áherslur ** Lífrænt Ferskvörur í úrvali Lifandi * Beint frá bónda óæskileg aukefni markaðar ** Engin Lágkolvetnamataræði

* Sykurlaust * Mjólkur- og laktósalaust * Siðgæðisvottun (fair trade) * Óerfðabreytt

Þetta forðumst við hjá Lifandi markaði:

7. Háfrúktósa maíssíróp (high fructose corn syrup) 8. Óæskileg sætuefni á borð við aspartam og asesulfam-k 9. Sprautaðan kjúkling 10. Kemísk efni í snyrtivörum

(LKL) * Glútenlaust

1. Kemísk aukefni, eins og bragð-, litar- og rotvarnarefni sem og ódýr uppfylliefni 2. Erfðabreytt (GMO) 3. Þriðja kryddið (MSG) 4. Transfitusýrur 5. Bleikt hveiti 6. Hvítan sykur

Af hverju velurðu Lifandi markað? Ég kem í Lifandi markað því Jógasetrið mitt er í Borgartúni 20 og svo er gott að koma í Hæðarsmára líka. Það er svo hentugt að geta keypt heilsufæði og borðað í leiðinni, allt á sama stað. Starfsfólkið er dásamlegt og afar hjálplegt.

Hvaða vörum mælir þú með? Ég kaupi Naturya vörurnar í þeytinginn, Acai og Lucuma duftið, Grímsbæjarbrauðið, Chiafræ, Dr. Hauscka snyrtivörur og möndluolíu fyrir andlit frá Weleda. Og alltaf nóg af Lavender ilmkjarnaolíu fyrir Jógasetrið. Sonett sápurnar og hreinsiefnin eru einnig frábær.

„Yndislegt starfsfólk og góð þjónusta“ Garðar Thór Cortes óperusöngvari.

Hvers vegna velur þú Lifandi markað? Vegna þess að maturinn er hollur og ljúffengur. Svo er þar mikið úrval hollustuvara sem hentugt er að grípa með heim.

Hvað er í uppáhaldi hjá þér? Réttur dagsins og Græna þruman. Þarna er líka yndislegt starfsfólk sem tekur alltaf svo vel á móti manni.

• Krem sem nærir þurra og sára húð • Græðandi á útbrot og exem húð • Náttúruleg næring fyrir húð • Lífrænt ræktað, án aukaefna Finndu okkur á

www.facebook.com/weleda ísland - www.weleda.is


lifandi lífsstíll

9

2. árgangur 2. tölublað október 2013

„Gefandi að hugsa í fyrirbyggjandi lausnum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, verslunarstjóri í Hæðarsmára.

Vinsælustu vörurnar hjá Lifandi markaði ALMENNAR VÖRUR: 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Engiferöl Naturfrisk Hörfræolía Natur food Rauðrófusafi Beutelsbacher Nakd hrá-orkustangir Döðlur - Himnesk hollusta Clipper hindberjate

SNYRTIVÖRUR:

1. Dr. Organic sjampó 2. Naglalökkin frá Benecos 3. Dr. Hauscka Rose dagkrem

ÞEYTINGAR:

1. Græna þruman 2. Mangó draumur 3. Bláberjahristingur

VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI: 1. 2. 3. 4. 5.

D-2000IU frá NOW Eve fjölvítamín fyrir konur Whey Protein Isolate B-100 frá NOW Bio-Kult

Hvað er best við starfið þitt hjá Lifandi markaði? Það er svo góð tilfinning að geta veitt viðskiptavini aðstoð við að taka ábyrgð á eigin heilsu. Maður þarf sífellt að hugsa í lausnum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Einnig er starfið hvatning til heilbrigðs lífsstíls og gefandi að hrærast í því nýjasta er það varðar hverju sinni. Uppáhaldsvörur: Ofurfæðan Chia-fræ og Benecos snyrtivörur.

Viljum veita bestu þjónstuna

Hjá Lifandi markaði er lögð áhersla á vel upplýst og menntað starfsfólk með sérþekkingu til þess að geta frætt viðskiptavini og veitt þeim bestu mögulegu þjónustu. Það er sérhæft í að finna lausnir á sviði næringar og heilsu. Einnig skiptir máli að starfsfólkinu okkar líði vel og það njóti sín í starfi.

„Leitast við að koma til móts við þarfir viðskiptavinarins“ Sólveig Birgisdóttir, starfsmaður í verslun í Fákafeni. Hvað er best við starfið þitt hjá Lifandi markaði? Ég er búin að læra svo mikið um lífrænan lífsstíl og hef smátt og smátt bætt líf mitt. Starfið hefur verið hvati þess að hugsa út fyrir rammann og sjá margt í nýju ljósi, meðal annars út frá sjónarhorni viðskiptavinarins. Uppáhaldsvörur: Lavera Lime Sensation body spa, Shower & Bath gel. Dr. Organic Manuka Honey Foot & Heel cream.


lifandi lífsstíll

Litaða dagkremið frá Dr. Hauscka nærir og gefur andlitinu frísklegt og fallegt útlit. Það inniheldur lífrænar og náttúrulegar olíur. Jarðhnetuolía, möndluolía, apríkósuolía og bývax djúpnæra húðina, vernda, veita góðan raka og gerir húðina ljómandi og fallega.

Falleg farðatvenna Litað dagkrem og bronspúður

11

2. árgangur 2. tölublað október 2013

Góð vörn gegn vetri Rósakrem Dr. Hauschka

Þegar kólna tekur í veðri þarf að gæta betur að húðinni. Líkt og sandalarnir henta ekki yfir vetrartímann hentar gamla góða rakakremið, sem notað er á sumrin, ekki alltaf þegar kalt er í veðri. Þegar haustar að þarf að breyta frá hefðbundnu rakakremi yfir í ríkulegt verndandi dagkrem. Dr. Hauschka rósakremið er sérstaklega verndandi dagkrem, það verndar húðina gegn kulda og æðaslitum. Rósaolía, rósavax, shea-smjör og kjarnseyði úr rósaberjum og avocado vernda húðina, styðja við endurnýjun hennar og veita henni ríkulegan og góðan raka.

Dagkremið hentar öllum húðgerðum. Fyrir þurra/mjög þurra húð er gott að bera rósakremið frá Dr. Hauschka undir dagkremið. Það er einstaklega næringarríkt og veitir góðan raka. Yfir litaða dagkremið er afar fallegt að nota Dr. Hauschka sólarpúðrið. Það gefur húðinni létta og fallega bronsáferð og undirstrikar náttúrulegt og frísklegt útlit húðarinnar.

Dr. Hauschka rósakremið er fyrir venjulega, þurra eða viðkvæma húð sem hefur tilhneigingu til að eldast of hratt.

Schöne AuSStrAhlung Steht unter nAturSchutz. Dekorative Kosmetik mit Heilpflanzen.

FRELSIÐ ER YNDISLEGT VISTVÆN EGG

Með því að velja vistvæn egg stuðlar þú að bættum aðbúnaði varphænsna.

Frá hamingjusömum hænum í lausagöngu

Takk fyrir

Grænegg ehf • Þórsmörk • 601 Akureyri • 462-4501

Náttúruleg lausn við einkennum tíðahvarfa

F H J ÁL P

FRUM - www.frum.is

Kannast þú við þessi einkenni? 4 Hitakóf, höfuðverk, svefntruflanir, nætur­ svita, skapsveiflur, verki og óþægindi vöðvum og liðum. 4 Femarelle er hormónalaus meðferð, örugg og hefur sannað virkni sína. 4 Rannsóknir síðustu 14 ára staðfesta örugga virkni. 4 Femarelle inniheldur; 322 mg DT56a (Tofu þykkni) og 108 mg Flaxseed duft. 4 2 hylki á dag, kvölds og morgna. Frábær líðan með Femarelle, bæði andlega og líkamlega og ég sef mun betur.

Ásdís Lára Runólfsdóttir

Þegar Femarelle kom á markaðinn var ég alveg komin að því að gefast upp. Hitaköstin urðu stöðugt verri og verri. Ég vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig lengur. Svefnlausar nætur vegna nætursvita og hitakasta og mér leið eins og ég logaði innan frá. Það tók Femarelle um það bil tvær vikur að virka, á þriðju viku fann ég ekki fyrir neinum einkennum. Nú líður mér mjög vel bæði andlega og líkamlega. Ég þarf ekki lengur að rífa mig úr fötunum þegar ég sit í sófanum á kvöldin vegna óbærilegs hita og sef mjög vært í langerma náttkjólum á næturna. Ásdís Lára Runólfsdóttir

Ég ákvað að hætta á hormónum og líður mjög vel með Femarelle. Kristín Bjarnadóttir Ég er laus við verkjalyfin – þvílíkur munur. Kolbrún Jóhannesdóttir Mér varð ljóst að með hjálp Femarelle gat ég komist léttar í gegnum breytingaskeiðið. Guðfinna Sigurgeirsdóttir Nánari upplýsingar um Femarelle er að finna á www.icecare.is Finndu okkur á Facebook

í

IÐ R Á H YRIR

Hair Volume Stuðlar að líflegra hári E

TM

va starfaði alla starfsævina sem hárgreiðslu­ kona og það skipt­ ir hana miklu máli að hár hennar sé heilbrigt. Hún var alltaf óánægð með sitt slétta og fín­ gerða hár. Hún Eva Jensen hefur nú um nokkurt skeið notað Hair Volume og er mjög ánægð. Hár henn­ ar er líflegt og þykkt.

Mæli með töflunum við alla „Eftir að hafa tekið töflurnar í 3 mánuði er ég ekki í nok­ Ný uppfinning krum vafa um að ég mun Hair Volume er nýjung halda áfram að taka þær. á markaðnum. Hair Hárið á mér en líflegra en Volume er eina varan nokkru sinni og ég sé mun sem inniheldur náttúru­ bæði á húð og nöglum. Ég lega vaxtarvakann er nýbúin að kaupa 2 pakka procyanidin­B2 sem unnin er úr eplum. til viðbótar svo ég verði Töflurnar næra rætur ekki uppiskroppa. Mér er hársins með bíótíni sönn ánægja að mæla með sem hvetur hárvöxt Hair Volume við alla sem og umfang hársins og kopar sem viðheldur ég þekki. Afgreiðslufólkið eðlilegum lit – hjálpar í apótekinu er meira að til við að koma í veg segja farið að taka töflurn­ ar“ segir Eva með stolti. Fæst í apótekum og heilsuverslunum

fyrir grá hár. Töflurnar innihalda líka þykkni úr hirsi, kísli og B­vítamínum.


lifandi lífsstíll

12

2. árgangur 2. tölublað október 2013

Bragðbættu drykkinn á náttúrulegan hátt - án sykurs!

Heilsubakstur Auður Konráðsdóttir, öðru nafni Heilsukokkurinn, gaf nýverið út sína þriðju bók, Heilsubakstur. Hún hefur í nokkur ár haldið námskeið í hollustumatargerð og lífsstíl, meðal annars hjá Lifandi markaði. Auður býður einnig upp á tíma í einkaráðgjöf og námskeið fyrir hópa í fyrirtækjum eða heimahúsum. Fyrsta bók hennar, Heilsudrykkir, sem kom út í nóvember 2011 seldist upp hjá útgefanda og komst inn á metsölulista. Önnur bókin, Heilsusúpur og salöt, kom út í október 2012 og hefur einnig notið mikilla vinsælda.

Hvaða hráefni notar þú í uppskriftirnar og hvers vegna? Ég nota mjög fjölbreytt hráefni í uppskriftirnar mínar og hef gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Einnig finnst mér forvitnilegt að skoða hvaða áhrif ýmis hráefni hafa í matargerð og smakka svo árangurinn. Hvers vegna notar þú vörurnar frá Himneskri hollustu svona mikið? Það var í raun aldrei meðvituð ákvörðun en ég hef svo oft staðið sjálfa mig að því að velja vörur úr þeirri línu, einfaldlega vegna þess að þær standast mínar gæðakröfur.   Hver er uppáhalds varan þín í vörulínu Himneskrar hollustu? Mér finnst erfitt að gera upp á milli þeirra. Því verð ég að segja; sú vara sem ég er að vinna með hverju sinni. En svo finnst mér kryddin reyndar einstaklega fersk og góð.   Hver er þinn uppáhalds heilsukokkur og hvers vegna? Það eru margir að gera virkilega góða hluti en ég er eini menntaði kokkurinn  á landinu sem er

eingöngu heilsukokkur. Ég er líka besti kokkurinn sem ég þekki þannig að ég er bara sjálf uppáhalds heilsukokkurinn minn - segir Auður kímin. En án gríns, þá hef ég verið svo heppin að fá að vinna með mörgum frábærum kokkum sem ég ber mikla virðingu fyrir og hef lært mikið af þó ekki séu þau öll heilsukokkar. Þar má t.d. nefna Cynthiu Salvato hjá Johnson & Wales, Peter Patchett hjá The Ritz Carlton og Þorkell Garðarsson hjá Laundromat Café en hann er alveg með heilsumat á hreinu. Finnst þér mikilvægt að nota lífrænt vottuð hráefni? Já, vegna þess að þannig er ég viss um gæði vörunnar. Gott hráefni verður að góðum mat. Hvaða skilaboð hefur þú til fólks sem er að breyta um lífsstíl og vill tileinka sér hollara mataræði? Að forðast öfgar og borða eins nálægt uppruna hráefnisins og mögulegt er, þ.e. forðast unnar vörur. Lesa vel utan á umbúðir og forðast vörur ef innihaldslýsingin virðist krefjast háskólagráðu í efnafræði.

Múslíhleifur Konna

150 g spelt 40 g sólblómafræ 20 g sesamfræ 40 g graskersfræ 50 g möndlur, saxaðar 2 ½ tsk. vínsteinslyftiduft 1 ½ dl haframjólk 2 msk. sólblómaolía 2 msk. hunang   Blanda þurrefnum saman, blanda blautefnum saman við og hræra með sleif. Baka í jólakökuformi við 180°C í ca. 30 mínútur. Við Konni erum frændsystkin og miklir vinir. Hann bakaði eitt sinn múslíbollur frá himnaríki og gaf mér að smakka. Bollurnar hans Konna voru kveikjan að þessari uppskrift. Múslihleifurinn er frábær í morgunmat eða millibita. Hægt er að setja á hann alls kyns álegg sem hugurinn girnist, t.d. banana, ólífuolíu, ost eða grænmeti. Gott er að frysta brauðið í sneiðum og smella svo í brauðrist beint úr frysti.

„Drink sticks“ bragðefnin, sem eru vítamínbætt ávaxtaduft, sætt með stevíu og xylitoli, gera sódavatnið, þeytinginn og klakavatnið ljúffengt á bragðið. Svo ljúffengt að söknuðurinn eftir sykruðum gosdrykkjum hverfur. • Sætt með stevíu og xylitoli og hefur því hvorki áhrif á blóðsykur né insúlínframleiðslu líkamans. • Frískandi og bragðgott – upplagt til að bragðbæta bragðlaust hreint prótein frá NOW, bæði mysuprótein og baunaprótein. • Inniheldur ríkulegt magn af andoxunarefnum og um 50% af RDS af 9 vítamínum. • Inniheldur 10 tegundir af „ofur“ -ávöxtum og -berjum. • Unnið úr náttúrulegum og hreinum hráefnum. Engin kemísk litar- eða rotvarnarefni eða uppfylliefni. • Hentar þeim sem eru á LKL mataræðinu - í hverju bréfi eru einungis 3 g af kolvetnum en hálft bréf er nóg í 500 ml vatnsflösku.

Jurtamjólk Lífræna Isola Bio jurtamjólkin er einstaklega bragðgóð og hentar vel í þeytinginn, út á grautinn, í baksturinn og til drykkjar.

SJAMPÓ OG STYLING VÖRUR Frábærar hárvörur FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR ÞURRT HÁR

Rísmjólkin er úr hágæða, lífrænt vottuðum ítölskum hýðishrísgrjónum.

Ætlar þú að breyta um

lífsstíl? Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar.

Heilsulausnir

Henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. • Heilsulausnir hefjast mánudaginn 28. okt.

• Mán, mið og fös kl. 07:20, 12:00 eða 17:30 • Verð kr. 17.500 pr. mán í 12 mán. • Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Kynningarfundur miðvikudaginn 16. október kl. 17:30 – Allir velkomnir!

FYRIR FLÖSU

Á TILBOÐI Í OKTÓBER!

SUPERBEETS

TM

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is


hrábarir sem innihalda eingöngu þurrkaða ávexti, hnetur, möndlur og náttúruleg bragðefni. Næringarríkir

• Einstaklega mjúkir og

bragðgóðir • Án sykurs og sætuefna • Engin erfðabreytt hráefni, glúten, hveiti eða mjólkurafurðir

Segðu

Nei við:

Proof it works

of háum Blóðþrýsting og Kólesteróli

Hjartaáföllum - Heilablóðföllum - Sykursýki - Alzheimer - Parkinson - Krabbameini - Astma - Augnsjúkdómum Lugnaþembu - Lifrar- og Nýrnasjúkdómum - Offitu og öðrum lífstílssjúkdómum.

Meira blóðflæði - Betri líðan betri heilsa Eftir fertugt framleiðir líkaminn mun minna Nitric SUPERBEETS - BEETELITE

Oxide. örvar Nitric Oxide framleiðslu strax.

Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla,

16-20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna.

Ríkt af andoxunarefnum - 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt.

Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992

700 600

Stingur keppinautana af.

BEETELITE Rauðrófukristall 1 skot (10 grömm) 30 mín. fyrir æfingar blandað í 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði 30 mín. eftir inntöku.

N-O Index

Umboð: Vitex ehf

500 400 300 200 100 0

BEET ELITE SUPERBEETS

BeetIt

Biotta

SUPERBEETS

Rauðrófukristall

30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (5 grömm) blandað í 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku.

Hvað gerir VIAGRA - SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection.


lifandi lífsstíll

2. árgangur 2. tölublað október 2013

ENNEMM / SIA • NM57119

NÝTT

LAKTÓSAFRÍ MJÓLK Sama góða bragðið bara án laktósa Laktósafrí léttmjólk er bæði fyrir þá sem eru með laktósaóþol og þá sem vilja ekki laktósa í mataræði sínu. Fólk með laktósaóþol getur drukkið hana áhyggjulaust á hverjum degi án þess að finna fyrir óþægindum í maga. Svo er mjólkin líka kolvetnasnauðari en venjuleg léttmjólk.

• Náttúrulega próteinrík • Náttúruleg uppspretta kalks • D-vítamínbætt

14


Brilliant Care Heilbrigt og skínandi fallegt hár með Brilliant Care. „Afar virk hárlína sem færir hárinu einstakan raka og mýkt“

Jojoba-sjampó

Brilliant care hárnæring

Milt sjampó til daglegra nota sem smýgur djúpt inn í hárið og skilur eftir olíublöndu sem nærir hár og hársvörð. Inniheldur meðal annars lífræna jojoba-olíu sem ver hárið og mýkir, lífræna kalendula- / morgunfrúarolíu og silkiprótín sem er einstakur næringargjafi fyrir hárið.

Djúpnærandi en samt létt hárnæring til daglegra nota. Færir hárinu einstakan raka og hárið verður silkimjúkt og skínandi fallegt. Lífræn hnetuolía, kalendula og kjarnseyði úr birki veita hárinu einstakan raka án þess að þyngja það. Pró­vítamín B5 og glýserín næra hár og hársvörð.

• •

Vegan og glútenlaust

Án allra kemískra og óæskilegra efna líkt og parabena

Ber fjórar gæðavottanir

• •

Vegan og glútenlaust

Án allra kemískra og óæskilegra efna líkt og parabena

Ber fjórar gæðavottanir


š Vissir þú? œ

lifandi lífsstíll

Chimes - alvöru engiferbitar Í aldaraðir hafa íbúar AusturJövu í Indónesíu ræktað engifer í næringarríkum jarðvegi eldfjallaeyjunnar. Þessi ræktun er með sérstöku bragði sem ekki er auðvelt að ná fram annars staðar í veröldinni, svo einstakt er það! Í dag eru Chimes engiferbitarnir seldir um allan heim enda eru þeir sérlega bragðgóðir og heilsubætandi á marga vegu.

OKKAR LOFORÐ: Lífrænn ís Hjá Lifandi markaði er seldur lífrænn ís sem er gerður úr rjóma, mjólk, hrásykri og ávaxtamassa. Ísinn er framleiddur í þremur bragðtegundum: með jarðarberja-, mangó- og skógarberjabragði. Einnig býður verslunin upp á epla-sorbet sem er alveg fitulaust.

16

2. árgangur 2. tölublað október 2013

Nýtt!

Engifer þykir t.d. virka vel til að minnka morgunógleði, tíðaverki, hitakóf og ferðaveiki. Einnig er engifer mikið notað til að bæta meltingu og ónæmiskerfi. Chimes engiferbitarnir eru ljúffengir á bragðið og góðir sem nammi og til að styrkja sál og líkama í amstri dagsins. – Þú verður að prófa.

Lífrænt og náttúrulegt

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

HEILSUSPRENGJA Ofurþrenna

Grænkál Grænkál flokkast sem ofurfæða því það er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst. Það inniheldur m.a. A, C, og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru og hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifur. Grænkál er kjörið í ávaxtaþeyting, súpur, salöt, pottrétti, gufusoðið eða léttsteikt á pönnu með öðru grænmeti.

Tilboðin gilda til og með 11. október.

Kauptu fyrir 10.000 kr. í verslun og fáðu FRÍTT út að borða fyrir tvo í Lifandi markaði

Lítil græn þruma

fylgir rétti dagsins eftir kl. 16

1

Kaffibolli fylgir keyptum

Chia-graut Tilboð

3

Öflug vörn gegn Candida Bio-Kult vörurnar hjá Lifandi markaði styrkja náttúrulegar varnir gegn hvimleiðum kvillum eins og Candida sveppasýkingu. Bio-Kult Candéa er fæðubótarefni sem inniheldur vinveitta gerla auk hvítlauks og grapefruit seed extrakt (GSE). Dagleg inntaka styrkir þarmaflóruna og lækkar sýrustig þarmanna. Frosið kjöt beint frá býli Úrvals frosið gæðakjöt berst Lifandi markaði í hverri viku „frá fyrstu hendi“ beint frá býli. Meðal þess sem er í boði er lambakjöt, nautahakk, heill kjúklingur, lambalæri og lambalærissneiðar. Tilvalið í frystinn fyrir matarboðin.

Tilboð

Tilboð

2

Allt fyrir fjölskylduna í Lifandi markaði Borgartún

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is

Morgu hressin n g

04 10 2013  
04 10 2013  

news, newspaper, Frettatiminn, Fréttatíminn, Iceland

Advertisement