48
tíska
Helgin 2.-4. september 2011
Nýr í ilmvatnsbransanum
Katie Price gefur út tímaritið Katie
Hönnuðurinn Karl Lagerfeld, sem þekktastur er fyrir að hanna fyrir tískuhúsið Chanel, er að koma sér inn í ilmvatnsbransann. Hans fyrsti ilmur, Karleidoscope, kom út í gær, fimmtudag, og er aðeins ætlaður fyrir konur. Að sögn Karls er ilmurinn þrunginn ástríðu og fjölbreytni og ilmar eins og haustið. Hönnunin á ilmvatnsglasinu er að sjálfsögðu ekki af verri endanum og verður það meðal annars merkt með undirskrift Karls.
Upplýsingavefur frá Vogue Vogue setti á laggir nýjan vef á dögunum, Voguepedia, sem auðveldar okkur að finna svörin við spurningunum. Vefurinn hefur að geyma upplýsingar um hönnuði, fyrirsætur, tískumerki, trend og fleira tískutengt, sem áður hefur birst í Vogue að sjálfsögðu. Vefurinn er þó enn á miklu byrjunarstigi og mun þróast heilmikið á næstu dögum, að því er fram kemur í breska Vogue.
Glamúrfyrirsætan Katie Price, eða Jordan eins og hún er betur þekkt, er komin með sitt eigið tímarit. Tímaritið heitir Katie og fjallar meira og minna um einkalíf fyrirsætunnar. Í tímaritinu fjallar hún meðal annars um slúðrið, frægðina, gefur ýmis fegrunarráð og leyfir meðal annars lesendum að kíkja í fataskápinn sinn og dóttur sinnar, Princess Tiaamii. Fyrsta tölublaðið kom út fyrr í vikunni í Bretlandi og kostar 744 íslenskar krónur.
Þriðjudagur Skór: Jeffrey Campbell Leggings: H&M Bolur: H&M Skyrta: Markaður Skinn: Gyllti kötturinn
Strákum er alveg sama Það er mikill sjarmi yfir þeim karlmönnum sem kunna að klæða sig eftir nýjustu tísku. Klæðaburðurinn er eitt af því fyrsta sem við stelpurnar tökum eftir. Við tengjum þetta á óútskýranlegan hátt við sjálfsöryggi, velgengni og hreinleika. En karlmenn af þessu tagi eru því miður af skornum skammti.
tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
Það er eflaust ekkert óeðlilegt að karlpeningurinn er ekki jafn áhugasamur um tísku og við stelpurnar. Alls staðar í kringum okkur, á netinu, í tímaritum og auglýsingum, eru umfjallanir fyrir okkur stelpurnar um það hvernig við eigum að klæða okkur og snyrta. Frægar konur eru oftar en ekki teknar fyrir þar sem klæðaburður og appelsínuhúð eru tekin rækilega fyrir. Strákar hafa ekki áhuga á svoleiðis skrifum. Sumir strákar standa þó upp úr fjöldanum og hafa puttann á púlsinum. Grafa sér langa leið eftir umfjöllun um nýjustu strákatískuna og miðla henni áfram. Þessir strákar eru áberandi í samfélaginu.
5
dagar dress
Mánudagur Skór: Dr. Martens Buxur: H&M Bolur: American Apparel Peysa: Topman Gleraugu: RayBan
Með blandaðan stíl Kolbrún Anna Vignisdóttir er tvítug og stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi. Samhliða skólanum vinnur hún á Vegamótum og hefur mikinn áhuga á tísku, ferðalögum, líkamsrækt og að borða góðan mat. „Minn stíll er mjög blandaður, myndi ég segja. Sumt er mjög „plain“, rokkað eða fínt,“ segir Kolbrún. „Ég fylgist auðvitað
Kröfurnar um klæðaval kynjanna eru ólíkar. Í báðum tilvikum eru það þó stelpurnar sem leggja þær. Við fylgjumst með stelpunum, við fylgjumst með strákunum og gagnrýnum. Ég held að strákum sé alveg sama; nenna kannski ekki að taka þátt í þessu rugli og klæðast bara því sem þeir eiga. Með þann hugsunarhátt efst í huga að óþarft sé að kaupa sér ný föt úr því að þau fara úr tísku jafn fljótt og þau komast í tísku.
mjög mikið með tísku og klæði mig eftir henni en huga samt helst að því sem fer mér vel. Mín helsta fyrirmynd í tísku er franska leikkonan Chloe Sevigny sem hefur flottan fatastíl og hannar flottar fatalínur. Svo er það fyrirsætan Erin Wasson sem er alltaf svöl; í flottum fötum og með geðveikt húðflúr.“
Vertu þú sjálf vertu belladonna Föstudagur Skór: Topshop Buxur: H&M Skyrta: Zara Eyrnalokkur: Nasty Gal
rur í hverri viku
Nýjar og flottar vö Flott föt fyrir flottar konur,
Stærðir 40-60.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is
Miðvikudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Monki Samfella: Selected Korselett: Urban Outfitters Vesti: Markaður Kross: LF stores
Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Pils: Forever21 Bolur: Topshop Grifflur: Urban Outfitters